Þróun landa

Page 1

27.11.14

1. tbl. 2014

Þróun landa víðsvegar um heiminn F

É

L

A

G

S

F

R

Æ

Ð

I

3

1

3

Á H U G A V E R Ð I R P U N K T A R :

V o r

Hvað gerðist hjá þeim sem þróunarlandi?

Í hvaða ferli fóru þau í og hvað tók það langan tíma?

Var einhver aðstoð gefin?

Er þessi lönd góð dæmi sem fara má eftir eða er einhvað varhugavert?

E F N I S Y F I R L I T

Ísland

1

Ísland

2

Brasilía

3

Rúmenía

5

Inside Story

6

f a g r a

f ó s t u r j ö r ð

Talið er að Ingólfur Arnarson hafi numið hér land árið 874. Byggð fór ört vaxandi, og árið 1262 komst Ísland undir stjórn Norðmanna og tilheyrði þá Noregi. En svo fór að landið tilheyrði Danmörku árið 1397, og gerði það alveg til 1944. Íslendingar fengu heimastjórn árið 1904, og áttum við þá fyrsta íslenska ráðherrann, Hannes Hafstein. Á atvinnusviðinu hófst vélvæðing í sjávarútvegi á nákvæmlega sama tíma. Sagt er að það hafi hafist árið 1902 þegar árabáturinn Stanley var búinn sprengihreyfli (fyrsti íslenski vélbáturinn), og svo árið 1905 þegar Íslendingar eignuðust fyrsta togarann, Coot. Tíu árum síðar, árið 1915 kom íslenski fáninn fram á sjónarsviðið og konur fengu kosningarétt til Alþingis. Hin ýmsu tæki og tól fóru að láta sjá sig á Íslandi, og vélknúin verksmiðjuframleiðsla ruddi sér til rúms. Árið 1918 varð Ísland svo fullvalda ríki. Tímabilið 1904-1918 er kallað Heimastjórnartími, og eins og áður sagði var margt sem breyttist þá. Farið var að virkja litlar og einstakar virkjanir til að þjóna þéttbýlisstöðum sem fóru ört vaxandi. Læknaþjónusta fór batnandi og fæðingartíðni og meðalaldur hækkaði, svo fólki fór að fjölga ört. Húsakostur skánaði, gerð voru timbur- eða steinsteypuhús, svo fólk fór að flytja úr torfbæjunum þar sem oft var raki og mygla. Nýir orkugjafar voru teknir í notkun í fiskveiðum, kol í gufuvélar togaranna og olía í bátavélar. Þessi nýju veiðitæki fluttu að landi fjármuni sem gerðu mögulegan vöxt og nýjungar á mörgum sviðum samfélagsins: aukna verslun, vatnsveitur, skolpræsi og almenna skólaskyldu, sem dæmi. Iðnbyltingin varð líka bylting fjármagnsins. Aukin framleiðni skapaði nýtt fjármagn til að fjárfesta í nýrri framleiðslu og meiri viðskiptum. Á þessum tíma hófst fyrri heimsstyrjöldin, en hún hafði ekki stórtæk áhrif á Íslandi. Aðallega það að Íslendingar fóru að leita meira til Bandaríkjamanna varðandi út- og innflutning, þar sem ekki var óhætt að sigla til Danmerkur og Bretlands vegna stríðsins, og þar af leiðandi styrktust samböndin við Bandaríkin. En 1922 skall heimskreppan á, og Ísland var þar engin undantekning. Mikið atvinnuleysi og kreppa var í landinu, og áttu margir erfitt uppdráttar. En þegar seinni heimstyrjöldin hófst, ,,blessað stríðið‘‘ eins og það var stundum kallað, tók landið að rétta úr kútnum á ný. Árið 1940 hernámu Bretar Ísland. Um sumarið 1941 tóku Bandaríkjamenn svo við af Bretum. Mikil atvinna kom í kjölfarið fyrir landsmenn, en hermennirnir


B l s .

1

Þ r ó u n

l a n d a

v í ð sv e g a r

u m

h e i m i n n

voru um allt land, þó mest í Reykjavík og nágrenni. Skurðir voru grafnir, flugvellir og hinar ýmsu byggingar voru reistar, það þurfti að leggja vegi og girða. Atvinnuleysi hvarf með öllu, árin 1941-42 var enginn skráður atvinnulaus. Eins þurftu hermennirnir mat, það þurfti að þvo, túlkar, bílstjórar og allavega störf fylgdu í kjölfar hernámsins. Svo þegar Bandaríkjamenn komu landsins, komu þeir með enn meiri nýjungar fyrir Íslendinga. Jeppar, gröfur, jarðýtur, og vopn sem millilentu hér. Innflutningur á mat og öðrum vörum jókst að auki gríðarlega frá Bandaríkjunum, að menn höfðu ekki kynnst öðru eins. En svo í seinni heimsstyrjöldinni var lýðveldið Ísland stofnað á Þingvöllum 17. júní 1944. Á minna en hálfri öld var draumurinn um sjálfstæði orðinn að veruleika. Ísland var ríki meðal ríkja með innlendan þjóðhöfðingja, viðurkennt af umheiminum. Fámennasta þjóðríki í heimi, ef þau ein eru talin sem komu fram sjálfstætt á alþjóðavettvangi, og langfámennast þeirra landa sem bæði höfðu sjálfstæðan gjaldmiðil og hagstjórn og eigin opinbera þjóðtungu. Ísland gekk í NATO 1949. Og nú var Ísland skyndilega líka orðið ríkt, sérstaklega ef ríkidæmi er metið á kvarða tekna frekar ein eigna. Skipuð var stjórn sem átti að gæta og nýta allan þann hagnað sem hlaust af stríðsárunum til að byggja Ísland upp, það þurfti að kaupa fleiri skip, byggja upp ný fyrirtæki og skapa atvinnu o.fl. Á næstu áratugum gekk landið í gegnum súrt og sætt, en alltaf fjölgaði Íslendingum og lífskjör gjörbreyttust með árunum. Síldarævintýrið og þorskastríðið, sjónvarpið, EFTA-aðild, Rauðsokkahreyfingin, verkalýðshreyfingar, Þjóðleikhús og Sinfóníuhljómsveit, helmingur landsmanna á höfuðborgarsvæðinu, Árið 1968 voru Íslendingar orðnir 200.000 en árið 1925 voru þeir 100.000, Vigdís Finnbogadóttir varð forseti. Lífeyrissjóðir, grunnskólalög, hringvegurinn, fóstureyðingar, jafnréttislög, SÁÁ, Rás 2. Og svo kom ný öld. Á tæpum hundrað árum var Ísland orðið með fremstu þjóðum heims. Fóru úr torfbænum og hlupu inn í tækniöld. Árið 2006 vorum við orðin 300.000 og IKEA opnaði í Garðabæ. Hellisheiðavirkjun og Kárahnjúkavirkjun líta dagsins ljós, og Álverið í Helguvík. Íslendingar lifa í vellystingum og gott betur, og það verður efnahagshrun 2008. Þingmenn smala köttum og Eyjafjallajökull gýs. 2014 erum við orðin 325.000. Árið 2007 var Ísland þróaðasta land heims samkvæmt vísitölu Sameinuðu Þjóðanna um þróun lífsgæða. En það var ekki bara hermönnunum og fiskinumað þakka hvað gekk hér vel að gera landið þróað og vel metið. Eftir stríð buðu Bandaríkjamenn uppá svokallaða Marshall-aðstoð. Þar sáu Bandaríkjamenn hag sinn í því að styrkja lýðræði og markaðskerfi Evrópuríkja, auk þess sem stjórnmálaleg áhrif þeirra yrðu tryggð. Vakti þetta mismikla lukku, en Evrópa tók þessu boði fegins hendi meðan Sovétríkin afþökkuðu pent. Tengslin milli Íslands og Bandaríkjana eru enn þann dag í dag mjög góð, og er mikill innflutningur hingað frá Bandaríkjunum, af matvöru, fatnaði, vélum og allavega. En eins og áður sagði þa´var Ísland árið 2007 þróaðasta land heims samkvæmt vísitölu Sameinuðu Þjóðanna um þróun lífsgæða. Og einu ári eftir varð hér efnahagshrun. Þrátt fyrir það höfum við það bara mjög gott þó auðvitað séu einhverjir sem mættu hafa það betra. Fólk lifir frekar hátt og erum við mjög nýjungagjörn og auðkeypt. Saga Íslands hljómar alveg ágætlega þannig séð, og sjálfsagt erum við gott dæmi sem mætti fylgja eftir. Kristlaug og Magnús Ingi Heimildir Helgi Skúli Kjartansson. 2002. Ísland á 20. öld. Sögufélag, Reykjavík. Björn Þór Sigbjörnsson og Bergsteinn Sigurðsson. 2012. Ísland í aldanna rás 2001-2010. JPV útgáfa, Reykjavík. http://www.visindavefur.is/svar.php?id=3411 http://www.sjominjasafn.is/fraedsla/aldarsaga-togara/


1 .

t b l .

2 0 1 4

L a n d

B l s .

f ó t b o l t a n s

o g

m a t a r

Árið 1822 náði Brasilía að verða sjálfstæð þjóð en það var portúgölsk nýlenda. Fyrstu árin í Brasilíu sem sjálfstæð þjóð reyndust mjög erfið. Útflutningur dróst saman , innlenda efnahagslífið var virkilega þungbært . En Brasilía reif sig í gang og er nú á mörkum þess að vera þróunarríki. Í dag er Brasilía efnahagslega leiðandi vald í Latnesku-Ameríku. Tekjum er mjög misskipt meðal íbúanna og er jöfnun þeirra meðal helstu verkefna stjórnvalda. Brasilía er fimmta stærsta land heims og er efnahagur landsins nú sá sjötti stærsti í heiminum. Samkvæmt mælikvarða er Brasilía stærri en Bretland efnahagslega. Hagvöxtur í Brasilíu er einkum rakinn til hækkandi verðs á olíu og matvörum. Um 200 milljónir búa í Brasilíu, og er aðal tungumálið portúgalska. Í Brasilíu er þróaður landbúnaður, iðnaður og þjónustustarfsemi, það er með mikið af auðlindum og eitt stærsta hagkerfi í heimi sem hefur verið að styrkjast mikið síðustu ár vegna batnandi efnahagskjara þar í landi. Landbúnaðarvörur eiga stærstan þátt í útflutningstekjum landsins. Brasilía er stórframleiðandi af kaffi og banönum og að auki stærsti útflutningsaðili kjúklings og nautakjöts í heiminum. Aðrar mikilvægar landbúnaðarvörur eru sykurreyr, sojabaunir, tóbak, kakóbaunir, hveiti, maís og rís. Iðnaðurinn hefur skipað æ stærri sess í þjóðarframleiðslunni síðan 1967, þegar hann fór fram úr landbúnaðnum, og er orðinn veigamesti þáttur atvinnulífsins. Aðalmarkaðir framleiðslunnar eru innanlands, þótt mikið sé flutt út af ýmsum vörum. Iðnaðurinn var byggður upp á níunda áratugnum þegar lögð var áhersla á fjölbreyttan vélbúnað til að vernda eigin iðnað. Á tíunda áratugnum var iðnaðurinn nútímavæddur og einkavæddur. Í dag telst Brasilía vera mikilvægasta iðnríki Latnesku-Ameríku og framleiðir meðal annars bíla, vélar, rafmagnsvörur, gúmmívörur, föt og vefnaðarvörur. Að auki framleiða þeir flestar sínar landbúnaðarafurðir. Stór hluti íbúa landsins vinnur í ferðaþjónustu. Brasilía á einnig talsvert af málmgrýti, eins og til að mynda járn og mangan, auk timburs. Einnig finnst mikið magn eðalsteina í landinu. Þegar skipulag landnáms í sveitum landsins var komið í fastar skorður að lokinni seinni heimsstyrjöldinni, steyptu Brasilíumenn sér út í iðnvæðingu, sem breytti þjóðskipulaginu úr bændasamfélagi í 75% borgarsamfélag. Árið 1940 bjó tæplega þriðjungur þjóðarinnar (42 milljónir) í borgum og í lok 20. aldar bjuggu jafnmargir á Sao Paulo-svæðinu einu. Rio de Janeiro er næstfjölmennust og önnur stór borgarsamfélög eru Belo Horizonte, Salvador, Fortaleza og Brasilía. Recife, Curtiba, Porto Alegre og Belém eru skammt á eftir í röðinni. Þessi öra fjölgun hefur leitt til vandamála á sviðum skipulags- og félagsmála, því að eftirspurn eftir húsnæði hefur hækkað lóðaverð gífurlega. Miðstéttarfólk hefur orðið að sætta sig við mun minna húsnæði í háhýsum og þeir, sem minna mega sín, í fátækrahverfum (favelas) eða félagslegum íbúðarblokkum, sem eru í margra klukkustunda fjarlægð frá vinnustað. Aðalástæður búferlaflutninganna eru lækkun tekna í dreifbýlinu vegna úreltra vinnuaðferða og mikill munur á loftslagsskilyrðum í landinu. Fátækar fjölskyldur og bændur frá mata- og agreste-svæðunum flytjast til borganna. Þær bólgna út af atvinnulausu og

3


P a g e

4

Þ r ó u n

l a n d a

v í ð sv e g a r

u m

h e i m i n n

ófaglærðu verkafólki, sem býr við bágborin skilyrði. Þessi þróun hraðar blöndun kynstofna í þjóðfélagi, sem er að verða æ meira borgarsamfélag en áður. Hún veldur því líka, að hinir fátækustu gera sér æ betri grein fyrir efnahagslegu og félagslegu ójafnvægi og misrétti. Þróunarferli Brasilíu hefur tekið um 40 til 50 ár, eða frá því að iðnaðurinn fór fram úr landbúnaðnum. íbúar Brasilíu eru rosalega hliðhollir sínum, versla nánast einungis vörur sem eru framleiddar í Brasiíu, svo þannig séð virðast þeir sjálfum sér nógir. En núna eru komnar einhverjar spillingar í efnahaginn og eru kannski eins til fyrimyndar. Brasilía er gott dæmi til að fara eftir, og eins og Drake, félagi Þorsteins segir, ‘’Started from the bottom, now we are here’’. En uppá íslenskuna myndi þetta hljóma svona: ,,Byrjuðum á botninum en nú erum við hér’’. Brasilía var í raun á botninum þegar þeir skildu við Portúgal, og nú eru þeir með einna mestan útflutning á innlend framleiddum vörum í heiminum og eru með einn mesta og stærsta efnahag í heiminum. Ólafur og Þorsteinn Daníel

Heimildir http://www.m5.is/?gluggi=frettHYPERLIN K "http://www.m5.is/?gluggi=frett&id= 164340"&HYPERLINK "http://www.m5. is/?gluggi=frett&id=164340"id=164340 http://www.globalis.is/Loend/Brasilia http://www.icelandonline.is/ferdaheimur isl/brasilia_ibuarnir.htm https://www.cia.gov/library/publications /the-world-factbook/geos/br.html


1 .

t b l .

2 0 1 4

B l s .

K o m m ú n i s m i

o g

5

f o r d ó m a r

Árið 1865 byrjaði iðnvæðing að gera vart við sig í Rúmeníu, þegar var gerð fyrsta tilraun til vélvædds landbúnaðs þar á landi. Vegna þarfar fyrir betri gæði kornmetis til útflutnigs, og fljótlegri aðferð við að þreskja hófst vélvæðing í landbúnaði að breiðast út hratt. 1869 var farið að leggja járnbrautateina í Rúmeníu. Segja má að þetta hafi verið upphafið á þróun landsins úr vanþróuðu landi yfir í þróunar/þróað land. Rúmenskt samfélag og fjárhagur á millistríðsárunum var blanda af vanþróun og ójafnri iðnvæðingu og þéttbýlismyndun. Árið 1939 gat landið séð fyrir innanlandsþörfum að mestu hvað mat og efni (bæð fatarefni og þau sem kallast chemicals á ensku). Hins vegar gat rúmenskur iðnaður ekki séð því fyrir tækni og vélum sem það þurfti á að halda til að halda þróun sinni áfram. Framleiðsla á stáli, kolum og olíu stórjókst. Ríkið fór að taka stærri þátt í að stýra fjármálum landsins, aðalega þökk sé frjálslyndissinnum, sem voru áfjáðir í að byggja sterkan efnahag og þar með styrkja hið nýja þjóðríki. Ríkið einbeitti sér að iðnaði, sem það taldi öruggustu leiðina til að gera Rúmeníu að nútímalandi. Það hjálpaði vinsælustu iðnuðunum, t.d. með því að veita þeim fjárstyrki. Ríkið vildi fyrir alla muni forðast að vera fjárhagslega undir völdum annara þjóða. En Rúmenar vissu samt að þeir gætu ekki náð markmiðum sínum, og á eigin spýtum byggðu þeir gott samband við Vesturlöndin. Enn var há fæðingar- og dánartíðni í sveitum, en þar bjó meiri hluti þjóðarinnar og lifði af á landbúnaði. Að þvi leiti var lífið í Rúmeníu líkt því sem það hafði verið fyrir Fyrri heimstyrjöldinni. Stéttaskipting jókst vegna aukinnar kapítalískra áhrifa og gerðu skýrari skil á milli stórbænda og smábænda. Árin 1918-21 voru 6 milljónum hektara breytt úr stórjörðum í smájarðir. Þar með varð landeigendastéttin horfin og í stað hennar komin millistétt. Borgvæðing og þéttbýlismyndun jókst eftir því sem efnahagsmál og iðnaður varð umfangsmeiri. 7. áratugurinn bar með sér minni áhrif Sovétríkjanna yfir Rúmeníu, sem þá var orðið kommúnistaríki, og meiri samskipti við Vesturlöndin. Þetta gaf þeim frelsi sem þeir nýttu til að bæta efnahag sinn. Ceaușescu setti enda á hana þegar hann varð einræðisherra.1991 varð landið lýðveldi sem olli stjórnarfarslegum stöðuleika þótt enn væru vandamál eins og fordóma á milli þjóðarbrota innan þess. Einnig voru fjárhagsvandamál vegna falls Comecons sama ár (ein Comecon var helsti kaupandi útflutningsvara Rúmena) og erfiðleika þeirra með að finna markaði. Á 21. öldinni bættist fjárhagurinn til muna, verðbólgan minnkaði og markaðurinn tók að einkavæðast hraðar. Þannig varð Rúmenía þróað/þróunarland. Þróunarferli Rúmeníu tók u.þ.b. 120 ár. Rússar hernámu Rúmeníu eftir stríð og á ríkistjórnartíð kommúnista þar í landi, voru auðlindir landsins tæmdar af aðilum úr röðum SovRom sem voru hliðhollir Sovíetmönnum. Sovrom heimilaði flutning rúmenskra vara til Sóvíetríkjanna á óverðtryggðu verði. Í öllum ráðuneytum voru sóvíeskir "ráðgjafar" sem svöruðu beint til Moskvu og höfðu ákvörðunarvald. Í öllum sviðum mannlífs var að finna útsendara og upplýsara sovíesku leynilögreglunnar. Rússar neyddu einnig Rúmena til að borga stríðskaðabætur eftir seinni heimstyrjöld líkt og þeir gerðu með aðrar þjóðir sem þeir hernámu í lok stríðsins. Rúmenar fengu því ekki Marshall stuðning eins og vesturlöndin þar sem Rúmenía var undir stjórn Rússa. Rúmenar fengu því ekki neina fjárhagslega aðstoð frá Rússum. Á kreppuárunum 2008-2009 neyddust Rúmenar hinsvegar til að fá stór lán frá alþjóðlegum lánaveitendum.


Rúmenía er að sumu leyti ekki besta dæmið í bókinni því þeir fóru illa ú túr stríðinu og þurftu að borga stríðsskaðabætur til Rússa. Rússar tæmdu einnig landið af auðlindum í gegnum SovRom. Rúmenar hafa þó í seinna tíð spítt í lófana og efnahagur þeirra blómstrað en þó hallaði smá undir fæti á kreppuárunum 2008-9 en alþjóðlegir lánaveitendur komu þá til aðstoðar. Enn er þó mikil fátækt í Rúmeníu sem er afleiðing fyrri tíma og slæmrar stjórnar. Katrín og Þorsteinn

Heimildir http://www.britannica.com/EBchecked/topic/508461/Romania/42876/Shifts-in-society-andeconomy http://www.revecon.ro/articles/2008-1/2008-1-10.pdf https://www.youtube.com/watch?v=oMwA_Yy_ays

http://countrystudies.us/romania/22.htm Sovrom - Enciclopedia României - prima enciclopedie online despre România http://www.nytimes.com/2010/11/02/business/global/02romecon.html?_r=0


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.