félagsfræðin, fólkið og samfélagið

Page 1

1 . T L B . 2 4 . J A N Ú A R . 2 0 1 3

Félagsfræðin , fólkið og samfélagið Katrín Arna Kjartansdóttir & Pálmi Þór Ásbergsson

Hvað er félagsfræði ? Sociology eða félagsfræði á góðri íslensku ,orðið sociology er sett saman úr tveimur ólíkum málum-latínu og grísku. Við skilgreinum félagsfræði sem fræðilega athugun á mannlegu samfélagi og félagslegri hegðun. Skilgreiningin sýnir það að að félagsfræðin er mjög fjölbreytt og umfangsmikil , mjög vítt hugtak. Við erum félagsverur en ekki einstaklingur sem lifa allir í sínu lagi , heldur erum við félagsverur og samfélagið sem við búum í mótar okkur.Félagsfræðin er kölluð fræðigreinin um samfélagið. Félagsfræðin fjallar fyrst og fremst um stöður einstaklinga í samfélaginu. Það mætti líkja þessu við leikrit þar sem félagsfræðin skoðar hvað hver og einn leikur í daglegu lífi. Félagsfræðin fæst í aðalatriðum við rannsóknir á sambandinu á milli einstaklinga og milli hópa af einstaklingum. Við getum því sagt að meginþemað í öllum félagsfræðilegum rannsóknum sé félagsleg tengsl eða félagslegt samhengi.


24. JANÚAR 2013

Frumkvöðlar félagsfræðinnar.

Auguste Comte (1798-1857) Frakkinn Auguste Comte er talinn vera sá fyrsti sem kynnti hugmyndina um að nota aðferðarfræði náttúruvísinda við rannsóknir á samfélaginu. Comte hafði mikinn áhuga á því að rannsaka hvað héldi ólíkum samfélögum saman og hvaða þættir leiddu til breytinga. Hann kallaði nýju vísindagreinina félagsfræði og þess vegna var hann oft kallaður faðir félagsfræðinnar. Hann lagði mikla áherslu á að mannkynið ætti að taka virkan þátt í að breyta samfélagslegum aðstæðum sínum. Hann áleit að þekking á samfélaginu væri algjör forsenda þess að fólk gæti breytt lífsskilurðum sínum.

Karl Marx (1818-1883) Karl Marx er einn þeirra sem skilið hafa eftir sig skýrustu sporin í félagsvísindum. Hann var sammála Comte um að fólk yrði að taka virkan þátt í að breyta aðstæðum í samfélaginu. Hann hefur skrifað ótal ritgerðir um sagnfræði,heimspeki,hagfræði og stjórnmálafræði. Hann taldi að mesti drifkraftur samfélagsins væru átök milli stétta. Hann hélt því fram að í öllum samfélögum væri til ein yfirstétt sem réði yfir fjármagninu og hefði þess vegna völdin í samfélaginu sem stéttarbaráttu milli ,,þeirra sem ættu eitthvað’’ og ,,þeirra sem ættu ekkert’’. Hann er oft talinn einn helsti frumkvöðull félagsfræðinnar. En hann sjálfur leit þó ekki á sig sem félagsfræðing.

2


24. JANÚAR 2013

Herbert Spencer (1820-1903) Kenningar Herberts Spencer byggðust á þróunarkennignu Darwins. Spencer hélt því fram að lögmálin sem giltu um líffræðilegan uppruna og þróun tegundanna ættu einnig við um þróun samfélaganna, allt frá einföldum hirðingjasamfélögum til flókinna iðnaðarsamfélaga. Hann hafði ofurtrú á þróun samfélaga og taldi hann að tækni og efnahagsþróunin sem ætti sér stað í iðnsamfélögum myndi leiða ti auðugra andlegs lífs hjá fólki.

Emile Durkheim (1858-1917) Rannsóknir Emiles Durkheim á sjálfsvígum er ein sú þekktasta sem gerð hefur verið innan félagsfræðinnar , enda er hún talin sýna vel framgangsmátann eða aðferðarfræðina við rannsóknir. Durkheim og Spencer litu báðir á samfélagið sem ,,lífveru’’ samsetta úr mörgum ólíkum pörtum eða ,,líffærum’’ sem hefðu öll sínu hlutverki að gegna. Þegar allir hlutir samfélagsins virkuðu eins og þeir ættu að gera ástand þess eðlilegt. Óróleiki eða átök væru hins vegar merki um að eitthvað væri að og að samfélagið væri sjúkt.

Max Weber (1864-1920) Verk Max Weber var svipað og verk Karl Marx náðu yfir margar faggreinar. Karl og Max voru sammála um fjölmarga hluti , en á einu sviði voru þeir ósammála. Marx hélt því fram að efnahagslegar forsendur hefðu mest að segja fyrir breytingar í samfélaginu taldi Weber að trúarbrögðin væru mikilvægari í þessu samhengi. Weber hélt fram að trú kaþólikka væri meira eða minna leyti í samræmi við gamlar hefðir og siði.

3


24. JANÚAR 2013

Líkja má samfélaginu við fjall , það er breytilegt eftir því hvaðan horft er á það ! Samfélag getur þýtt sem hópur af fólki,t.d. fjölskylda og vinahópar en getur farið uppí alheimssamfélag sem eru allir íbúar á jörðu.Samfélag er hópur sem lifir í ákveðnu samfélagi.Félagsleg festa er mikilvæg í öllum samfélögum , þó þau séu misalgeng. Allir fæðast inn í samfélag hvort sem þeim líkar það eða ekki. Þá þurfa börnin að móta sig í fjölskylduna og samfélagið sem þau fæðast í. Núna í dag eru til fjölmargar stofnanir sem mynda þessa félagsmótun, eins og skólar,vinnustaðir og fjölmiðlar sem taka við félagsmótunar hlutverki fjölskyldunnar. Innan allra samfélaga eru verkaskipti milli einstaklinga eða hópa sem þróar samfélagið. Eins og í afríku er hægt að sjá að veiðimaður er eingöngu karlmannsverk. Það eru líka alltaf hlutir sem breyta samfélaginu, veiðistöngin , bílinn, tölvur, flugvélar og símar. Allt þetta eru stórbreyting á samfélaginu. Og núna í dag eru peningar sem skipta ótrúlega miklu í samfélaginu þar sem þeir geta valdið miklum usla ef það er ekki notað þá rétt.

Skyldar greinar félagsfræðinnar. Félagsfræðin er flokkuð undir félagsvísindi. Félagsvísindin greinast síðan í nokkrar greinar svo sem félagsfræði, hagfræði, stjórnmálafræði, afbrotafræði og fjölmiðlafræði og nýlega hefur t.d. lögfræði verið skilgreind sem félagsvísindi. Helstu greinar sem eru innan félagsfræðinnar eru afbrotafræði, félagsfræði efnahagslífsins, félagsleg stjórnmál, fjölmiðlafélagsfræði, félgssálfræði, heilbrigðisfélagsfræði, iðnaðarfélagsfræði, Íþróttafélagsfræði, kvennafélagsfræði, menntunarfélgsfræði, tómstundarfélagsfræði og trúarbragðafélgsfræði. Aðferðafræði félgsfræði og mannfræði eru ólík mannfræði er frekar vettvangsrannsókn. En mannfræðingar leggja mikla áherslu á lifa sig inní aðstæður rannsóknarinnar sem þau eru að gera. Þjóðhagsfræðingar rannsaka hvað fólk neytir og val fólks í efnahagslífinu. Stjórnamálafræðingar rannsaka alþingi, stjórnmál, hagsmuni ríkistjórna og stjórnsýslustofnanna. Félagsvísindamenn hafa áherslur á samfélaginu. Annað dæmi eru rannsóknir sálfræðinga, félgsfræðinga og sagnfræðinga á afbrotum. 4


24. JANÚAR 2013

Einstaklingurinn í samfélaginu Einstaklingur í samfélagi getur verið mjög mismunandi, hugtakið einstaklingurinn í samfélaginu er mjög vítt hugtak! Hægt er að skilgreina það sem persónuleika fólks,atvinnu, fjölskyldu aðstæður, hvort menn séu stórir eða litlir, feitir eða mjóir. Mikið er um hugtök í kaflanum ,,einstaklingur og samfélag’’ og mörg eru þau mikilvæg t.d. eins og Sjálfsmynd en það er sú skoðun sem fólk hefur á sjálfum sér.og mótast hún í samskiptum við aðra. Einnig er það félagsmótun en strax við fæðingu stöndum við frammi fyrir löngum og flóknum námsferli sem kallast félagsmótun. Viðmið eru skráðar og óskráðar reglur sem segja okkur hvernig við eigum að haga okkur við mismunandi aðstæður. Gildi er hinsvegar hugmynd um hvað sé gott,rétt og æskilegt. Hinsvegar er munurinn á gildum og viðmiðun sá að gildi eru hugmyndir en viðmið eru reglur. Staða og hlutverk! Staða segir til um hver einstaklingurinn er og hvaða hóp hann tilheyrir. Hlutverkaspenna segir til um þegar við reynum að leika tvö eða fleiri hlutverk í einu, sem passa ekki saman, getur myndast spenna milli hlutverkanna. Kynhlutverk allar sem gerðar eru til einstaklings út frá kyni. Þessar væntingar eru að mestu leiti félagslega ákvarðaðar en ekki líffræðilegar. Eitt mikilvægasta hlutverkið sem við leikum!

Viðtal við Kjartan Björnsson Nafn? Kjartan Björnsson Fæðingardagur? 4.september 1965 (47 ára gamall) Hjúskaparstaða? Sambúð með Ingunni Helgadóttur. Fjölskylda? ríkur maður, á 6 börn og konu , ásamt barnabarni. Stjórnmálaflokkur? Sjálfstæðismaður. Atvinna? Rakari á Selfossi, byrjaði að læra þegar hann var 16ára. Menntun? Hárskeri við Iðnskólann í Reykjavík. Trú? Kristinn. Áhugamál? Fótboltaáhugamaður , mikill menningarmaður,Karlakór Selfoss, ásamt því að klippa og skemmta sunnlendingum.,,Svo stendur yndislega fjölskyldan mín alltaf upp úr ‘’ Hvað finnst þér um einelti? ,,Böl á samfélaginu’’ Hvað finnst þér um samfélagið sem við lifum í? Það er bara ágætt eins og það er , íslenskt samfélag er gott samfélag. 5


Takk fyrir okkur ! Heimildaskrá http://img.visir.is/apps/pbcsi.dll/bilde?Site=XZ&Date=20041229&Category=FRETTIR02&ArtNo= 412290394&Ref=AR [Sótt 17.janúar] http://2.bp.blogspot.com/_cbzfzeFp4PA/TMPvnLBl0WI/AAAAAAAAFjw/OisinNmaXlY/s1600/karl +marx.jpg [sótt 17.janúar] http://www.bcu.ac.uk/_media/img/Social_sciences_sociology.jpg [sótt 21.janúar] http://profile.ak.fbcdn.net/hprofile-akash4/c0.0.160.160/p160x160/371912_100004482962172_1377931877_n.jpg [sótt 21.janúar] Garðar Gíslason.2008.Félagsfræði.Mál og mennning, Reykjavík. http://jonas.ms.is/myndir/JonurVor_fjall.jpg [sótt 21.janúar] http://www.sunnlenska.is/thumbnail.php?file=/kjartan_bjornsson_784542375.jpg&size=article_m edium [sótt 21.janúar] http://www.historyguide.org/images/marx-bio.jpg [sótt 21.janúar] http://images.npg.org.uk/800_800/5/8/mw08258.jpg [sótt 21.janúar] http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/2/24/Emile_Durkheim.jpg/200pxEmile_Durkheim.jpg [sótt 21.janúar] http://thoughtsuite.com/wp-content/uploads/2012/05/phineas-upham-max-weber.jpg [sótt 21.janúar] http://www.visindavefur.is/myndir/tharfapyramidi.jpg [Sótt 22.janúar] http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=5541 [sótt 22.janúar] http://visindavefur.hi.is/myndir/althjodasamfelag.jpg [sótt 22.janúar]


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.