Bíó Paradís dagskrárblað sept.-okt. 2011

Page 1

DAGSKRÁ

SEPTEMBER / OKTÓBER 2011


2 A SUMMER OF ICELANDIC CINEMA 2011

Nýtt haust ný byrjun

EFNI: NÝJAR MYNDIR:

N

ú er að hefjast annað starfsár Bíó Paradísar. Á okkar fyrsta ári sýndum við hátt á fjórða hundrað kvikmynda frá 22 löndum, bíómyndir, heimildamyndir, stutt- og tilraunamyndir - nýjar sem eldri. Kvikmyndahúsagestir hafa nú aðgang að margfalt fjölbreyttara framboði kvikmynda en áður hefur tíðkast. Haustdagskráin er þétt pökkuð. Margar nýjar íslenskar heimildamyndir líta dagsins ljós, költleikarinn Crispin Glover kíkir í heimsókn með myndir sínar og fremur gjörning, kínverskar kvikmyndir verða í brennidepli um mánaðamótin okt.-nóv., vinsælasta mynd Woody Allen kemur í október, Páll Óskar snýr aftur með kúríósur sínar í sama mánuði og nýr liður, Mánuður meistarans, hefur einnig göngu sína þá, en þar verður hver mánuður helgaður tilteknum leikstjóra. Já og Rúnar Rúnarsson ætlar að droppa við eftir RIFF og halda Masterclass. Og talandi um RIFF, hátíðin hefst 22. september og Bíó Paradís verður undirlagt í tíu daga. Eftir það... tjah, eftir það heldur hátíðin bara áfram. Góðar stundir í Bíó Paradís!

GE9N ..........................................3 JÓN OG SÉRA JÓN ......................3 CARLOS ......................................4 MIDNIGHT IN PARIS .....................4 PARADOX ....................................5 SUPERCLÁSICO ...........................5 ICELAND VOLCANO .....................6 I AM SLAVE .................................6

VIÐBURÐIR: DANSMYNDAHÁTÍÐ .....................7 KVIKMYNDAVERÐLAUN NORÐURLANDARÁÐS ..................8 HEIMSÓKN CRISPIN GLOVER .....10 ÚKRAÍNA KEMUR TIL ÞÍN ...........11 MASTERCLASS MEÐ RÚNARI RÚNARSSYNI ................14 ICELAND AIRWAVES DAGAR .......15 STEFNUMÓT VIÐ FRANSKAR KVIKMYNDIR ..............................16 UPPVAKNINGAHÁTÍÐ .................17 KÍNVERSKIR KVIKMYNDADAGAR 18

FASTIR LIÐIR: MÁNUÐUR MEISTARANS: ALEJANDRO JODOROWSKY ......12 KLÚBBAR OG AÐRIR FASTIR LIÐIR ..............................21

Bíó Paradís er rekið af sjálfseignarstofnuninni Heimili kvikmyndanna ses. Stjórn: Ari Kristinsson, form., Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Ragnar Bragason. Aðsetur: Hverfisgata 54,101 Reykjavík. Sími: 412 7712. Vefur: www.bioparadis.is. Framkvæmdastjóri: Lovísa Óladóttir lovisa@bioparadis.is. Dagskrárstjóri: Ásgrímur Sverrisson asgrimur@bioparadis.is. Rekstrarstjóri: Guðmundur Lúðvíksson mummi@bioparadis. is. Dagskrárráð: Anna María Karlsdóttir, Friðrik Þór Friðriksson, Halla Kristín Einarsdóttir, Ottó Geir Borg, Vera Sölvadóttir. Miðasala: Opnar hálftíma fyrir fyrstu sýningu. Sími: 412 7711. Miða er einnig hægt að kaupa á midi.is. Margskonar afsláttarkjör eru í boði á bioparadis.is/adgangskort. Kaffihús/bar: Opnar hálftíma fyrir fyrstu sýningu. Kaffi, léttvín, bjór, léttar veitingar. Einnig er úrval mynddiska til sölu. Dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar. Sýningatíma dagsins og vikunnar má sjá á forsíðu vefsins: www.bioparadis.is. Bíó Paradís er rekið með stuðningi Reykjavíkurborgar og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.


NÝJAR MYNDIR

3

NÝJAR MYNDIR:

JÓN OG SÉRA JÓN ÍSLAND/2011

GE9N ÍSLAND/2011 HEIMILDAMYND. 92 MIN. STJÓRNANDI: HAUKUR MÁR HELGASON. MEÐFRAMLEIÐANDI: BOGI REYNISSON. AÐALKVIKMYNDATAKA: MIRIAM FASSBENDER. FRAMLEIÐSLA: SEKÚNDU NÆR DAUÐANUM Í SAMVINNU VIÐ ARGOUT FILM.

Ge9n er kvikmynd um níu þátttakendur í pólitískri aðgerð á pöllum Alþingis 8. desember 2008. Ári eftir aðgerðina voru þessi níu ákærð fyrir „árás á Alþingi“. Í myndinni er grennslast fyrir um sýn þeirra á íslenskt samfélag og samtíma okkar, hvað þeim gekk til sem gengu lengra en flestir 40 dögum fyrir búsáhaldabyltinguna svokölluðu. SÝND FRÁ:

9. SEPTEMBER 2011

HEIMILDAMYND. 72 MIN. STJÓRNANDI: STEINÞÓR BIRGISSON. FRAMLEIÐENDUR: STEINÞÓR BIRGISSON, BIRNA GUNNARSDÓTTIR. MEÐFRAMLEIÐANDI: SEYLAN EHF. KVIKMYNDATAKA: STEINÞÓR BIRGISSON, SIGURBJÖRN BÚI BALDVINSSON. TÓNLIST: BJÖRN JR. FRIÐBJÖRNSSON.

Séra Jón Ísleifsson hefur verið sóknarprestur í Árnesi á Ströndum í 12 ár. Hann lifir lífinu á sinn eigin sérstæða máta og af honum eru margar sögur bæði sannar og ósannar. Í kjölfar langvinnra deilna innan safnaðarins er svo komið að mikill meirihluti sóknarbarna hefur skrifað undir vantraust á séra Jón og lýst því yfir að þau vilji ekki að hann starfi lengur sem sóknarprestur í Árnesprestakalli. Er séra Jón óhæfur prestur? Eða eru aðrir kraftar að verki? Hvað sem því líður er séra Jón maður sem er staddur á miklum tímamótum. Myndin hlaut áhorfendaverðlaunin á Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, í vor. SÝND FRÁ:

16. SEPTEMBER 2011


4 NÝJAR MYNDIR

MIDNIGHT IN PARIS (MIÐNÆTTI Í PARÍS) SPÁNN/BANDARÍKIN/2011 GAMANMYND. 100 MIN. LEIKSTJÓRI: WOODY ALLEN. AÐALHLUTVERK: OWEN WILSON, RACHEL MCADAMS, MARION COTILLARD. ÍSLENSKUR TEXTI.

Þetta er kvikmyndaútgáfan af hinni mögnuðu sjónvarpsþáttaröð Assayas, báðar útgáfur hafa fengið frábæra dóma.

CARLOS: THE MOVIE (CARLOS) FRAKKLAND/ÞÝSKALAND/2011 PÓLITÍSKT DRAMA. 162 MIN. LEIKSTJÓRI: OLIVIER ASSAYAS. AÐALHLUTVERK: ÉDGAR RAMÍREZ, ALEXANDER SCHEER, ALEJANDRO ARROYO. ENSKUR TEXTI.

Saga hins alræmda morðingja og hryðjuverkamanns Ilich Ramírez Sánchez, betur þekktur sem Carlos eða Sjakalinn. Eftir fjölda sprengjuárása öðlaðist Carlos heimsfrægð þegar hann réðist til atlögu á höfuðstöðvar OPEC í Vínarborg með þeim afleiðingum að þrír létu lífið. Hann var um árabil einn eftirsóttasti glæpamaður heims. Myndin hefur hlotið fjölda verðlauna og einróma lof gagnrýnenda. Þá var hún á fjölda lista yfir bestu myndir ársins 2010, m.a. í tímaritinu Film Comment, vefsíðunni IndieWire og vikublaðinu Village Voice. SÝND FRÁ:

7. OKTÓBER 2011

Nýjasta mynd Woody Allen segir af handritshöfundinum Gil og kærustu hans Inez sem verja fríi sínu í París. Gil vinnur að fyrstu skáldsögu sinni en Inez lætur sér fátt um finnast. Gil fær óvænt uppfyllta ósk sína um að ferðast aftur í tímann til þriðja áratugsins, sögusviðs skáldsögu sinnar. Þar hittir hann fyrir fjölmarga fræga listamenn og rithöfunda sem hjálpa honum varðandi skrifin og hvernig eigi að lifa lífinu. Gil áttar sig á því að fortíðarþráin er alltaf til staðar á öllum tímum, því að stundum getur verið meira freistandi að horfa til baka gegnum rósrauð gleraugu en að sætta sig við flókinn samtíma og óvissa framtíð. Þessi afar sjarmerandi mynd Allen hefur fengið afbrags dóma (t.d. 92% jákvæðar umsagnir á Rotten Tomatos, 7.9 í meðaleinkunn). Roger Ebert skrifar: “Það er ekki hægt að líka illa við þessa mynd. Annaðhvort tengir þú við hana eða ekki. Ég er þreyttur á myndum sem eru fyrir “alla”, þ.e. engan sérstakan. Þessi mynd er fyrir mig.” SÝND FRÁ:

14. OKTÓBER 2011


NÝJAR MYNDIR

5

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstjóri og Sigurður Skúlason leikari hafa búið til afar athyglisverða heimildamynd um sköpun og endursköpun.

PARADOX ÍSLAND/2011 HEIMILDAMYND. 58 MIN. STJÓRN: HAFSTEINN GUNNAR SIGURÐSSON OG SIGURÐUR SKÚLASON. HANDRIT: HAFSTEINN GUNNAR SIGURÐSSON, SIGURÐUR SKÚLASON OG JANUS BRAGI JAKOBSSON. MYNDATAKA: ÁRNI FILIPPUSSON OG HAFSTEINN GUNNAR SIGURÐSSON. KLIPPING: JANUS BRAGI JAKOBSSON. UPPTAKA STUTTMYNDAR 1967: NÍELS ÓSKARSSON OG ÞRÖSTUR MAGNÚSSON. EFTIRVINNSLA STUTTMYNDAR 2011: DANÍEL BJARNASON OG KRISTJÁN LOÐMFJÖRÐ. FRAMLEIÐSLA: MYSTERY ISLAND.

Árið 1967 lék Sigurður Skúlason leikari í sinni fyrstu kvikmynd - stuttmyndinni Paradox - en gerð leikinna stuttmynda þóttu fáheyrð tíðindi þar sem skilyrði til kvikmyndagerðar voru afar frumstæð í landinu. Enda fór það svo að myndin var aldrei kláruð. En minningin um gerð myndarinnar sótti á Sigurð og næstum hálfri öld síðar eru tveir ungir menn, Kristján Loðmfjörð klippari og Daníel Bjarnason tónskáld, fengnir til þess að ljúka verkinu. Með því hefst undarleg atburðarás sem vekur upp spurningar um tíma og kynslóðabil um leið og lífi er blásið í þetta gleymda en einstaka myndefni. SÝND FRÁ:

14. OKTÓBER 2011

SUPERCLÁSICO (ERKIFJENDUR) DANMÖRK/2011 GAMANMYND. 99 MIN. LEIKSTJÓRI: OLE CHRISTIAN MADSEN. AÐALHLUTVERK: ANDERS W. BERTHELSEN, PAPRIKA STEEN, JAMIE MORTON, SEBASTIAN ESTEVANEZ. ÍSLENSKUR TEXTI.

Vínbúðareigandinn Christian er afar óhress með yfirvofandi brúðkaup fyrrverandi konu sinnar Önnu og hins heimsfræga og alræmda knattspyrnukappa Juan Diaz. Eftir að hafa fundið kjarkinn á botni eðalvínflösku ákveður Christian að halda til Argentínu, stöðva brúðkaupið og vinna Önnu sína aftur. Þessi eldfjöruga rómantíska kómedía frá leikstjóra Flammen og Citronen sló rækilega í gegn í Danmörku fyrr á árinu og var nýlega valin framlag Danmerkur til Óskarsverðlaunanna. SÝND FRÁ:

21. OKTÓBER 2011


6 NÝJAR MYNDIR

I AM SLAVE Tvær afar athyglisverðar heimildamyndir um íslensk eldfjöll, gerðar fyrir National Geographic Channel og tilnefndar til Emmy-verðlauna.

ICELAND VOLCANO ERUPTION / INTO THE VOLCANO ÍSLAND/2011 TVÆR HEIMILDAMYNDIR SÝNDAR SAMAN. ALLS 97 MÍN. STJÓRNENDUR: JÓHANN SIGFÚSSON & BO LANDIN. FRAMLEIÐENDUR: ANNA DÍS ÓLAFSDÓTTIR & MARIANNE LANDIN. MEÐFRAMLEIÐANDI: HINRIK ÓLAFSSON. HANDRIT: BO LANDIN. MYNDATAKA: JÓHANN SIGFÚSSON, GUNNAR KONRÁÐSSON BJARNI FELIX BJARNASON (INTO ICELAND‘S VOLCANO). HLJÓÐ: SIGTRYGGUR BALDURSSON. KLIPPING: MICHAEL FOX, STEVEN HAUGEN, ADAMN VAN WAGONER.

Fyrri myndin er ítarleg frásögn af eldgosinu í Eyjafjallajökli vorið 2010 og áhrif þess á umheiminn. Sú seinni lýsir einstökum leiðangri inní Þríhnjúkagíg, sem er eini staðurinn í heiminum þar sem hægt er að komast inn í eldfjall. Leiðangursmenn finna þar merk gögn um hvernig íslensk eldfjöll virka. Báðar myndirnar voru unnar fyrir National Geographic Channel og hafa vakið mikla athygli. Þær voru á dögunum báðar tilnefndar til Emmy-verðlauna fyrir kvikmyndatöku. SÝND FRÁ:

21. OKTÓBER 2011

(AMBÁTTIN) BRETLAND/2011 DRAMA. 82 MIN. LEIKSTJÓRI: GABRIEL RANGE. AÐALHLUTVERK: WUNMI MOSAKU, ISAACH DE BANKOLÉ, LUBNA AZABAL. ÍSLENSKUR TEXTI.

Malia kemur úr stoltri súdanskri fjölskyldu. Faðir hennar, Bah, er ættbálkahöfðingi og valdamikill maður í samfélagi þeirra. Það skiptir hins vegar engu máli þegar Malia er tekin til fanga, ásamt fjölda annarra kvenna, í árás íslamskra stríðsmanna (mujahideen) á þorpið hennar. Malia er flutt til Khartoum, höfuðborgar Súdans og þaðan seld til arabískrar fjölskyldu. Laila, nýi “eigandi” Maliu, beitir hana andlegu og líkamlegu ofbeldi í tilraun sinni til að brjóta hana niður og gera að hlýðnum þjóni. Eftir nokkur ár er Malia send til London til að vinna fyrir frænku Lailu, Haleema, en þar heldur sama þrælkunin áfram. Malia vinnur allan daginn og alla nóttina, fær enginn laun, ekkert frí, engin fríðindi og nánast aldrei að fara út húsi. Hún heldur hins vegar alltaf í vonina um að einn góðan veðurdag muni hún öðlast frelsi á nýjan leik. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og fjallar á hispurslausan hátt um hinn leynda og óhugnanlega þrælamarkað í London. SÝND FRÁ:

28. OKTÓBER 2011


VIÐBURÐIR

7

VIÐBURÐIR: Dansmyndahátíð! 5.-10. september Reykjavík Dance Festival kynnir í samstarfi við Bíó Paradís úrval styttri og lengri dansmynda í valinni dagskrá þar sem við fáum að kynnast rjómanum í íslenskri og alþjóðlegri dansmyndagerð. Breiddin er mikil og viðfangsefnin ólík en dans og hreyfing koma þar alls staðar við sögu í margvíslegu og ólíku samhengi þar sem dulúð dansformsins mætir næmi linsunnar ýmist á raunsæjan, framúrstefnulegan eða absúrd hátt. Allt er mögulegt. Auk dagskrár í Bíó Paradís kynnir RDF röð video-innsetninga eftir bæði myndlistarmenn og danshöfunda sem verða til sýnis í Bíó Paradís, Tjarnarbíói og Dansverkstæði/Kex Hostel, Skúlagötu 28. Góða skemmtun! DAGSKRÁ I:

ALÞJÓÐLEGAR: Le Jour Imbecile 2009 Clementine Delbecq (Frakkland) 18' / Insyn 2010 Klara Elenius (Svíþjóð) 15' / Shake Off 2007 Hans Beenhakker (Holland) 10' / LoopLoop 2008 Patrick Bergeron (Kanada) 5' / Horizon of Exile 2007 Isabel Rocamora (England) 30'

DAGSKRÁ II:

ALÞJÓÐLEGAR: The God 2004 Konstantin Bronzit (Rússland) 4' / Nora 2008 Alla Kovgan & David Hinton (Mozambique/UK/USA) 40' / Rewind 2003 Gunilla Heilborn (Svíþjóð) 5' / Rain 2007 Pontus Lidberg (Svíþjóð) 30'

DAGSKRÁ III:

ÍSLENSKAR: Slurpinn & co. 1997 Katrín Ólafsdóttir 13´ / While the Cat’s Away 2003 Helena Jónsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir 5´ / Burst 2003 Katrín Hall, Reynir Lyngdal 5´ / Zimmer 2004 Helena Jónsdóttir 8´ / Another 2005 Helena Jónsdóttir, Rene Vilbre 26´ / Fiðrildi 2008 Kristín Ólafsdóttir, Erna Ómarsdóttir 9´ / Uniform Síerra 2008 Sigríður Soffía Níelsdóttir 8´ / Between 2010 María Þórdís Ólafsdóttir 6´ / Retrograde 2010 Júlíanna Lára Steingrímsdóttir, Ásgeir Helgi Magnússon og Inga Maren Rúnarsdóttir 4’ / Örsögur úr Reykjavík 2000 Margrét Sara Guðjónsdóttir, Ragna Sara Jónsdóttir, Sveinbjörg Þórhallsdóttir 15'

Meðal video-innsetninga í Bíó Paradís, Tjarnarbíó og Dansverkstæði/ Kex Hostel verða verk eftir eftirfarandi listamenn - myndlistarmenn og danshöfunda: Harald Jónsson, Söru Björnsdóttur, Þorvald Þorsteinsson, Hrafnkel Sigurðsson, Finnboga Pétursson, Þóru Hilmarsdóttur, Snorra Ásmundsson, Ernu Ómarsdóttur og Guðna Gunnarsson, Lottu Suomi, Eva Pfitzenmaier og Karen Eide Boen, Maríu Dalberg, Þóru Sólveigu Bergsteinsdóttur, Huldu Rós Guðnadóttur, Justyna Górowska og Doddu Maggý. DAGSKRÁ: MÁN. 5. SEPT.

ÞRI. 6. SEPT.

LAU. 10. SEPT.

KL. 19:00: Opnun og Dagskrá I

KL. 20:00: Dagskrá II

KL. 20:00: Dagskrá III


8 VIÐBURÐIR

Í BRENNIDEPLI / IM FOKUS / IN FOCUS:

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 7.-11. september

Græna ljósið kynnir fimm áhrifaríkar en jafnframt afar ólíkar norrænar kvikmyndir sem keppa um hin eftirsóttu verðlaun

Kvikmyndirnar fimm sem tilnefndar eru til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2011 eru:

SANDHEDEN OM MÆND (SANNLEIKURINN UM KARLA) DANMÖRK/90 MÍN. LEIKSTJÓRI: NIKOLAJ ARCEL

SIGURVEGARINN KYNNTUR Í OKTÓBER Dómnefnd sem skipuð er einum fulltrúa frá hverju Norðurlandanna tilkynnir í október hver hlýtur Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2011. Þau verða afhent á Norðurlandaráðsþingi í Kaupmannahöfn 2. nóvember. Verðlaunin að andvirði 350.000 danskra króna eru veitt kvikmynd sem á rætur í norrænni menningu og býr yfir miklum listrænum gæðum. Kvikmyndin á einnig að sýna listræna nýsköpun og jafnframt þróa kvikmyndalistina með því að sameina hinar ýmsu hliðar hennar í sannfærandi og heilsteyptu verki.

Ástrík frásögn af kynslóð karla sem hræðist miklar skuldbindingar, en spyr engu að síður stórra spurninga um lífið og ástina. Mads fer að búa með Marie, yndislegri kærustu sinni, en allt í einu er hann gripinn miklum efa. Er þetta tilgangur lífsins? Hafa allir draumar hans ræst? Hann kastar öllu frá sér, flytur frá kærustunni og kastar sér út í örvæntingarfulla för til að lifa alla stærstu drauma sína, með það að markmiði að finna tilgang lífsins og hina einu sönnu.

HYVÄ POIKA (GÓÐI SONURINN) FINNLAND/ 87 MÍN. LEIKSTJÓRI: ZAIDA BERGROTH

Að lokinni hneykslanlegri frumsýningu, sem


VIÐBURÐIR

9

og hittirCHRIS fólk semKRAUS hann hefur gekk vel, flýr leikkonan Leila í / IN um Íekki BRENNIDEPLI / IM FOKUS FOCUS: sumarhús fjölskyldunnar við vatnið. ekki séð lengi. Anders er vel gefinn, myndarlegur og kemur frá góðri Þar er hún í friðsælu fríi með sonum sínum Ilmari og Unto, en friðurinn fjölskyldu, en tækifæri sem hann lét er úti þegar hún býður nokkrum sér úr greipum renna og fólk sem vinum sínum í háværa helgardvöl. hann hefur brugðist eru honum ofarEftir veisluna býður Leila heillandi og lega í huga. Hann er frekar ungur óútreiknanlega rithöfundinum Aimo en finnst samt að lífið sé að mörgu að dvelja áfram í nokkra daga. En leyti búið. Það sem eftir lifir dags og 19 ára sonur hennar Ilmari sem er langt fram á nótt, berjast draugar mjög náinn móður sinni og hagar mistaka fortíðarinnar við tækifærin sér oft eins og lífvörður hennar, er til að elska, tækifæri til að lifa nýju fjandsamlegur gagnvart Aimo. lífi og vonina um að það sé framtíð í morgundeginum.

BRIM ÍSLAND/95 MÍN.

SVINALÄNGORNA

LEIKSTJÓRI: ÁRNI ÓLAFUR ÁSGEIRSSON

(SVÍNASTÍAN) SVÍÞJÓÐ/94 MÍN.

Ung kona er ráðin sem háseti á fiskibát, þar sem þéttur hópur karla er fyrir. Hægt og sígandi kemur í ljós að starf hennar var aðeins laust vegna þess að sorglegur atburður hafði átt sér stað og vera hennar um borð fer ekki vel í áhöfnina. Þar sem átök eiga sér stað innan hópsins og einnig barátta við náttúruöflin, verður áhöfnin að standa saman og takast á við örlögin í sjóferð sem tekur óvænta stefnu.

OSLO, 31. AUGUST (OSLÓ, 31. ÁGÚST) NOREGUR/105 MÍN. LEIKSTJÓRI: JOACHIM TRIER

Anders (34) er að ljúka meðferð, vegna fíkniefnaneyslu, í sveitinni. Hann fær leyfi til að fara til borgarinnar í starfsviðtal á meðan á meðferðinni stendur. En hann notar tækifærið og dvelur lengur í borginni, ráfar

LEIKSTJÓRI: PERNILLA AUGUST

Morgun einn rétt fyrir jól fær Leena (Noomi Rapace) símtal frá sjúkrahúsi í bænum sem hún ólst upp í. Henni er sagt að móðir hennar sé að deyja. Fréttirnar verða til þess að unga konan fer til að hitta móður sína í fyrsta sinn frá því hún var fullorðin. Leena hefur barist til að losna við sorgina vegna glataðrar, myrkrar æsku sinnar. Hún neyðist nú til að takast á við fortíðina til að halda lífinu áfram. Svínastían hefur sópað upp verðlaunum víða um heim. Myndin var metsölumynd Nordisk Film í Skandínavíu eftir Milleniumþríleikinn. Svínastían er fyrsta myndin sem sænska verðlaunaleikkonan Pernilla August stýrir, en hún er ein af þekktustu leikkonum Svía á alþjóðavettvangi. August mun sækja Ísland heim í tilefni sýninga á myndinni.


10 VIÐBURÐIR

Heimsókn Crispin Glover 16.-17. september Bandaríska stórstjarnan, ‘cult’-leikarinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Crispin Glover sýnir tvær mynda sinna og flytur leikverk sitt ‘Crispin Hellion Glover’s Big Slide Show’ Myndum Crispins er ekki dreift í kvikmyndahús samkvæmt reglubundnu dreifingarkerfi og eru ekki gefnar út á DVD eða neinu hliðstæðu formi heldur eru þær eingöngu sýndar í kvikmyndasölum að viðstöddum höfundinum sem ferðast þá sjálfur með filmurnar. Að lokinni sýningu býður leikstjórinn alltaf uppá spurningar úr sal (Q&A) og áritar bækur sínar. Crispin öðlaðist ungur að árum þann ‘cult’ status sem hann býr enn að meðal kvikmyndaáhugamanna, þegar hann fór með hlutverk George McFly í fyrstu Back to the Future myndinni. Hann lék Andy Warhol í The Doors mynd Oliver Stone, Cousin Dell í Wild at Heart og einnig minni hlutverk í What’s Eating Gilbert Grape, Even Cowgirls Get the Blues og The People vs. Larry Flint. Á síðustu árum hefur hann síðan átt minnisstæðar innkomur í myndum á borð við Charlie’s Angels og Alice in Wonderland. Crispin hefur nýtt þær tekjur sem hann hefur fengið við að leika í stórum Hollywood framleiðslum til að fjármagna sínar eigin, óháðu kvikmyndir. Sú fyrsta, What is it?, kom út árið 2005 og er nánast eingöngu skipuð leikurum með Downs heilkenni. It is Fine. Everything is Fine! kom síðan út árið 2007. Þessar tvær myndir munu verða sýndar í Bíó Paradís dagana 16. og 17. september.

SÝNINGAR KL. 20:00 BÁÐA DAGA: 16. SEPT.: CRISPIN HELLION GLOVER'S BIG SLIDE SHOW, 1. hluti + WHAT IS IT? 17. SEPT.: CRISPIN HELLION GLOVER'S BIG SLIDE SHOW, 2. hluti + It IS FINE. EVERYTHING IS FINE! MIÐAVERÐ: 2.500 kr. á staka sýningu /4.500 kr. á báðar ef keyptar saman.

Miðasala á midi.is.


VIÐBURÐIR

11

Úkraína kemur til þín! 17.-19. september Úkraínskar stuttmyndir, úrval stuttmynda frá Wiz-Art hátíðinni og Skuggar hinna gleymdu forfeðra eftir Sergei Paradjanov Wiz-Art lista-hátíðin í Lviv í Úkraínu hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á stuttmyndir, það form kvikmyndarinnar sem nýtur meira listræns frelsis en flest önnur. Hátíðin hefur ávallt lagt mikla áherslu á alþjóðleg sam-skipti og í þeim anda koma hingað tveir fulltrúar hátíðarinnar til að kynna hana fyrir Íslendingum. Þetta eru annarsvegar Valentyna Zalevska, einn af stjórnendum Wiz-Art og Valentyna Zalevska. hinsvegar samlandi hennar, leikstjórinn Anna Smoliy, sem á eina af þeim stuttmyndum sem sýndar verða.

Smoliy mun einnig halda fyrirlestur um óháða kvikmyndagerð í Úkraínu samhliða sýningu á verkum sínum í The Lost Horse galleríinu við Hverfisgötu. Boðið verður uppá tvær stuttmyndadagskrár; annarsvegar Nýjar Úkraínskar stuttmyndir og hinsvegar Úrval alþjóðlegra stuttmynda frá Wiz-Art hátíðinni. Auk þess verður sérstök sýning á hinni frægu kvikmynd Sergei Paradjanov, Skuggar Anna Smoliy. hinna gleymdu forfeðra sem enginn má missa af. Við tökum hinum gersku gestum fagnandi!

NÝJAR ÚKRAÍNSKAR STUTTMYNDIR (ALLS 75 MÍN.):

MAN IN COAT 6’ Maks Mylenko, 2010 / LOVERS 4’ Anna Smoliy, 2009 / WICKENBRAT 13’ Alexander Milov, 2011 / EYE 10’ Mykyta Lys’kov, 2010 / NOT SCARED 13’ Kate Naumenko, 2009 / INSIDE 9’ Olena Potyomkina, 2010 / CRADLE OF DESTINY 6’ Serhiy Silyava 2010 / DIARY OF MY I 13’ Oleksandr Anpilogov, 2011 / IN DREAM 8’ Kateryna Chepik, 2010.

ÚRVAL ALÞJÓÐLEGRA STUTTMYNDA FRÁ WIZ-ART (ALLS 75 MÍN.)

LITTLE QUENTIN 9’ Albert 'T Hooft & Pako Vink Holland, 2010 / CIGARETTE CANDY 13’ Lauren Wolkstein BNA, 2009 / BULBAHAIR 8’ Alexandra Brozyna Pólland, 2010 / TURNING 10’ Karni & Saul Bretland, 2010 / AVE.AVI 5’ Maks Afanasyev Úkraína, 2011 / MISSING 12’ Joachem De Vries Holland, 2009.

SKUGGAR HINNA GLEYMDU FORFEÐRA / SERGEI PARADJANOV, 1964: (FRÍTT INN)

Myndin sem skóp nafn Paradjanov er stórkostlegt sjónarspil lita og tákna, fornar menningar Hutsul þjóðflokksins í Karpatíafjöllum og óhamdra ástríðna. Þetta er harmræn ástarsaga um Ivan, ungan mann sem elskar stúlku sem hann fær ekki að eiga sökum deilna milli fjölskyldna þeirra. Stúlkan ferst og síðar giftist Ivan annarri, en sú skynjar að hugur hans er ekki hjá henni, með alvarlegum afleiðingum.

Sýnd með leyfi Dovzhenko Film Studios.


12 MÁNUÐUR MEISTARANS

Mánuður meistarans er nýr liður á dagskránni okkar. Hver mánuður frá október til apríl verður helgaður tilteknum leikstjóra og verða fjórar myndir viðkomandi sýndar, hver þrisvar um hverja helgi. Ýmsir kvikmyndafræðingar munu kynna leikstjórana og myndirnar og ræða þær við áhorfendur á eftir.

Alejandro Jodorowsky Allar helgar í október Meistari sýrunnar er vissulega grófur og ofbeldisfullur en um leið óendanlega skemmtilegur. Stranglega bannað börnum!

FANDO Y LIS 1968/93 MÍN. Fando og hinn hálf lamaða unnusta hans Lis leita hinnar horfnu borgar Tar. Verkið er byggt á minningum Jodorowsky um leikverk eftir súrrealistann Fernando Arrabal. Jodorowsky átti fótum fjör að launa þegar myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Acapulco 1968. Áhorfendur misstu sig gersamlega yfir hinum "siðspilltu myndum" sem birtust á tjaldinu. Myndin var síðan bönnuð í Mexíkó og Jodorowsky hótað brottvísun frá landinu fyrir öll þau uppþot sem myndin olli. SÝND:

7.-9. OKTÓBER 2011

EL TOPO 1970/125 MÍN. El Topo (Moldvarpan, leikin af Jodorowsky sjálfum) er í flokki svokallaðra sýru-vestra og segir af samnefndum manni sem leitar að tilgangi lífsins ásamt 6 ára syni sínum. Þeir feðgar lenda í miklum mannraunum og loks er El Topo drepinn en hann rís upp aftur og fær skjól hjá samfélagi afmyndaðs fólks sem er lokað inní stórum helli. SÝND:

14.-16. OKTÓBER 2011


MÁNUÐUR MEISTARANS

13

Alejandro Jodorowsky er fæddur 1929 í Chile. Hann er hylltur um veröld víða fyrir afar sérstæðar myndir sínar sem eru uppfullar af súrrealísku ofbeldi og sérkennilegri blöndu mystíkur og trúarlegra ögrana. Verk hans hafa hlotið takmarkaða dreifingu en notið vinsælda í hverskyns jaðarkreðsum. Sjálfur nefnir hann Fellini sem sinn helsta áhrifavald meðan listamenn á borð við Marilyn Manson og David Lynch hafa sótt innblástur til hans. Jodorowsky hefur ekki verið mjög pródúktívur sem kvikmyndagerðarmaður hin seinni ár, en hann starfar einnig sem leikskáld og sviðsleikstjóri í Mexíkó. Hann stefnir þó að því að filma framhald af El Topo á næsta ári og kallast verkið Abel Cain.

THE HOLY MOUNTAIN

SANTA SANGRE 1989/123 MÍN.

1973/114 MÍN. Í kjölfar mikillar velgengni El Topo lögðu John Lennon og Yoko Ono fram hluta af framleiðslufé þessarar myndar. Afar sýrukennd með hverskyns andlegum og trúarlegum vísunum. Kristgervingur lendir í afar einkennilegum upplifunum í leit sinni að fjallinu helga, þar sem ætlunin er að kasta frá sér öllum jarðneskum eigum, fjarlægja guðina sem þar búa og öðlast þannig eilíft líf. SÝND:

21.-23. OKTÓBER 2011

Ungur maður er vistaður á geðdeild. Gegnum endurlit komumst við að áfalli því sem hann varð fyrir í æsku þegar hann sá trúarofstækismanninn föður sinn skera hendurnar af móðurinni og fyrirfara sér síðan. Unga manninum tekst að sleppa af spítalanum og hefur uppá hinni handalausu móður sinni. Gegn vilja hans verða hendur hans að hennar og saman leggja þau upp í blóðugan leiðangur morða og hefndar. SÝND:

28.-30. OKTÓBER 2011


14 VIÐBURÐIR

Masterclass með Rúnari Rúnarssyni 6. október kl. 20:00 Leikstjórinn ræðir um stuttmyndir sínar og ferilinn. Stuttmyndirnar sýndar ásamt broti úr Eldfjalli, fyrstu bíómynd Rúnars Rúnar Rúnarsson hefur á undanförnum árum vakið mikla athygli í kvikmyndaheiminum fyrir stuttmyndir sínar og má þar sérstaklega nefna Síðasta bæinn sem hlaut m.a. tilnefningu til Óskarsverðlauna og Smáfugla sem keppti um Gullpálmann í Cannes í flokki stuttmynda. Báðar myndirnar hafa sópað að sér tugum verðlauna á kvikmyndahátíðum um allan heim, auk Önnu, lokamyndar hans frá Danska kvikmyndaskólanum. Rúnar hefur nú sent frá sér fyrstu bíó-

Rúnar Rúnarsson.

mynd sína Eldfjall, sem frumsýnt var í Director's Fortnight flokknum á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí síðastliðnum. Myndin verður frumsýnd hér á landi á RIFF, 29. september. Í tilefni þeirra tímamóta stendur Bíó Paradís fyrir svokölluðum Masterclass með Rúnari þann 6. október þar sem hann ræðir um feril sinn, reynslu sína af því að fóta sig í kvikmyndabransanum og myndir sínar. Alls tekur dagskráin um þrjár klukkustundir með hléi.

Úr myndum Rúnars,sólargangur frá vinstri: Smáfuglar, Síðasti bærinn, Anna og Eldfjall.


VIÐBURÐIR

15

Iceland Airwaves dagar 12.-16. október Nýjar og eldri tónlistarmyndir og daglegir tónleikar! Iceland Airwaves opnar útibú í Bíó Paradís dagana sem hátíðin stendur yfir. Við sýnum kl. 16:00 hvern dag ýmsar tónlistarmyndir, bæði nýjar erlendar og eldri, auk þess sem tónlistaruppákomur verða í forsal frá kl. 14:00. Frekari upplýsingar um hljómsveitir birtast þegar nær dregur. MYNDIRNAR ERU:

Backyard eftir Árna Sveinsson, um tónlistarsenuna í Reykjavík þessi misserin; Rokk í Reykjavík, hin goðsagnakennda mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar um pönkárin; Gargandi snilld eftir Ara Alexander um íslenska tónlistarævintýrið á nýliðnum áratug, Popp í Reykjavík eftir Ágúst Jakobsson um músiksenuna undir lok síðustu aldar og síðast en ekki síst Everything, Everywhere, All the time eftir Pierre-Alain Giraud, um Bedroom Community og tónleikaför þeirra, The Whale Watching Tour, um Evrópu á síðasta ári.

DAGSKRÁ: MIÐ. 12.10 FIM. 13.10 FÖS. 14.10 LAU. 15.10 SUN. 16.10

KL. 14: Konsert

KL. 16: Everything, Everywhere, All the time / Backyard / Rokk í Reykjavík / Gargandi snilld.

KL. 14: Konsert

KL. 16: Everything, Everywhere, All the time / Backyard / Rokk í Reykjavík / Popp í Reykjavík.

KL. 14: Konsert

KL. 16: Everything, Everywhere, All the time / Backyard / Popp í Reykjavík / Gargandi snilld.

KL. 14: Konsert

KL. 16: Everything, Everywhere, All the time / Popp í Reykjavík / Rokk í Reykjavík / Gargandi snilld.

KL. 14: Konsert

KL. 16: Popp í Reykjavík / Backyard / Rokk í Reykjavík / Gargandi snilld.


16 VIÐBURÐIR

Cinematheque Francaise, heimili kvikmyndanna.

Uppvakningah

Helgina 29.-30. októb

Stefnumót við franskar kvikmyndir Helgarnar 14.-16. & 21.-23. október Alliance Francaise heldur uppá hundrað ára afmæli sitt með því að fá ýmsa þekkta einstaklinga til að sýna uppáhalds frönsku kvikmyndina sína Alliance Francaise heldur uppá aldarafmælið með ýmsu móti. Tvær helgar í október eru helgaðar frönskum kvikmyndum og verða sex þekktir einstaklingar fengnir til að velja og kynna uppáhaldsmyndirnar sínar úr franskri kvikmyndasögu. Sýndar verða þrjár myndir á hvorri helgi, föstudag til sunnudags. Nánar verður tilkynnt síðar hvaða einstaklingar og kvikmyndir koma við sögu, en okkur finnst alveg óhætt að lofa bráðskemmtilegum og spennandi kvikmyndakvöldum - enda fundu Frakkar upp kvikmyndina og kunna ýmislegt fyrir sér í greininni!

Í tilefni Hrekkjavökuhelgi sýnum við sex hressilegar uppvakningamyndir í samstarfi við hljómsveitina Malneirophreniu Myndirnar kljást allar við uppvakninga (eða zombíur) á einn eða annan hátt. Hryllingssveitin Malneirophrenia sér um dagskrána, en hún mun auk þess standa fyrir kvikmyndatónleikum kl. 20 á laugardagskvöldinu. Í myndavali var áhersla lögð á lítt þekktar perlur og fyrst og fremst eldri myndir, sjaldséð eða gleymd meistarastykki sem hafa staðist tímans tönn og slá út flest það sem ber upp á hvít hryllingstjöld samtímans.

LAUGARDAGUR:

18:00 NON SI DEVE PROFANARE IL SONNO DEI MORTI (LET SLEEPING CORPSES LIE) SPÁNN/ÍTALÍA/1974/95 MÍN. LEIKSTJÓRI: JORGE GRAU

... er frumlegt og spennandi verk sem ber þess merki að hafa verið gert áður en seinni tíma hefðir geirans hafa mótast, en hún kom út á undan stóru uppvakningabylgjunni sem reið yfir áttunda áratuginn. Let Sleeping Corpses Lie byggir jafnt á stemningu og andrúmslofti sem blóði og subbuskap og er í raun ákveðin blendingur enskrar glæpamyndar og ítalskrar hryllingsmyndar. Þetta er gleymd gersemi sem löngu er tímabært að enduruppgötva.


VIÐBURÐIR

hátíð!

17

SUNNUDAGUR:

18:00 THE PLAGUE OF THE ZOMBIES

ber 20:30 L’INFERNO

BRETLAND/1966/ 91 MÍN.

(tónleikar)

LEIKSTJÓRI: JOHN GILLING

ÍTALÍA/BRETLAND/1911/ 90 MÍN. LEIKSTJÓRI: GIUSEPPE DE LIGUORO

... er eina uppvakningamynd Hammerkvikmyndafyrirtækisins (ef Frankensteinmyndirnar eru ekki taldar með). Öll helstu einkennismerki Hammer eru áberandi í sviðsetningunni á þessari nítjándu aldar vúdú-sögu: gotneskur fílingur, gamaldags mystería og skærrautt fljótandi blóð.

... er ekki uppvakningamynd í hefðbundnum skilningi, en er engu að síður stútfull af lifandi dauðum, þar sem við fylgjumst með ferðalagi söguhetjunnar um ólíka heima helvítis. Myndin er þögul og hryllingssveitin Malneirophrenia mun flytja frumsamda tónlist meðan á sýningu stendur. Þar að auki mun Radio Karlsson flytja raftónlist undir stuttmynd (nánar auglýst síðar).

22:00 LES RAISINS DE LA MORT (THE GRAPES OF DEATH)

FRAKKLAND/1978/90 MÍN. LEIKSTJÓRI: JEAN ROLLIN

... er listrænni en gengur og gerist í geiranum, draumkennd og hálf-súrrealísk á köflum. Svo snýst söguþráðurinn auðvitað fyrst og fremst um víndrykkju. Ung stúlka er á ferðalagi til vínekru þar sem unnusti hennar vinnur. Þar hefur uppskeran eitrast og umbreytt öllum drykkfelldum sveitungum í rotnandi brjálæðinga. Hennar bíður löng, kaflaskipt martröð, þar sem hún ráfar í gegnum sveitina í leit að ástmanni sínum.

Malneirophrenia leikur kammerpönk á píanó, selló og bassa og hefur haldið nokkra kvikmyndatónleika áður, m.a. í samstarfi við RIFF. Sveitin gaf út sína fyrstu plötu, M, fyrr á árinu, þar sem finna má 10 frumsamdar tónsmíðar innblásnar af klassík, rokki og kvikmyndatónlist.

20:00 I WALKED WITH A ZOMBIE BANDARÍKIN/1942/69 MÍN. LEIKSTJÓRI: JACQUES TOURNEUR

... er blendingur af þráðum úr skáldsögunni Jane Eyre eftir Brontë og hryllingssögu um vúdú-töfra í Karíbahafinu. Uppvakningarnir eru ekki í stóru hlutverki, en myndin heldur uppi einstakri stemningu dulúðar og tvíræðni, þar sem áhorfandinn verður sjálfur að gera upp við sig hvort um yfirnáttúrulega atburði sé að ræða eða ekki.

22:00 ZOMBI 2 (ZOMBIE FLESH EATERS) ÍTALÍA/1979/91 MÍN. LEIKSTJÓRI: LUCIO FULCI

... er tryllt subbuhátíð sem er fræg fyrir að hafa verið klippt og ritskoðuð af krafti á sínum tíma og er ein þekktasta og alræmdasta mynd hryllingsmeistarans Lucio Fulci. Líklega á þessi blóðuga epík fyrst og fremst erindi til áhugafólks um splattermyndir, en engu að síður er hún merkileg í sögu hryllingsmynda almennt sem ákveðinn hápunktur ítölsku uppvakningabylgjunnar. Þar að auki mun þetta vera eina kvikmynd sögunnar þar sem hægt er að sjá uppvakning éta hákarl.


18 VIÐBURÐIR

28. OKTÓBER TIL 6. NÓVEMBER

Kínverskir KVIKMYNDADAGAR Átta nýjar myndir frá Kína, þar á meðal nýjustu verk meistaranna Zhang Yimou og Chen Kaige


VIÐBURÐIR

Kínverskur kvikmyndaiðnaður hefur vaxið gríðarlega hratt á undanförnum árum og spannar nú allt frá ódýrum sjálfstæðum myndum til stórra verkefna sem oft eru unnin í samvinnu við erlenda aðila. Kínverskir kvikmyndadagar í Bíó Paradís taka púlsinn á stöðunni í kvikmyndagerð þessa merka lands og færa þér átta nýjar myndir, þar á meðal frá meisturunum Zhang Yimou og Chen Kaige. Þarna má finna drama og kómík, samtímasögur og sögulegar stórmyndir; allt forvitnileg verk sem áhugavert er að njóta. Myndirnar eru allar með enskum texta og verður hver mynd sýnd tvisvar (opnunarmyndin þrisvar).

19

Kínverskir kvikmyndadagar eru haldnir í samvinnu við Fjölmiðlaskrifstofu Kínverska sendiráðsins á Íslandi (The Press Office of the Chinese Embassy in Iceland).

____________________________________________________________________ OPNUNARMYND:

SACRIFICE Zhao shi gu er / Chen Kaige, 2010 / 127 mín. Hið persónudrifna hefndardrama Kaige, með stórstjörnunni Ge You, sló í gegn í Kína. Myndin gerist í fjarlægri fortíð. Hershöfðinginn Tuan slátrar hinni voldugu Zhao fjölskyldu en einn meðlimur hennar sleppur, nýfætt sveinbarn sem læknirinn Cheng Ying (Ge You) tekur að sér. Cheng þyrstir í hefnd og í fyllingu tímans kemur hann drengnum fyrir í þjónustu Tuans með það fyrir augum að koma hershöfðingjanum illa fyrir kattarnef. En góð ráð eru dýr þegar ætterni piltsins uppgötvast... ____________________________________________________________________

FOREVER ENTHRALLED Mei Lanfang / Chen Kaige, 2008 / 145 mín. Kaige, sem ekki hafði sent frá sér mynd síðan Farewell My Concubine 1993, sneri aftur með þessari sannsögulegu mynd um óperustjörnuna Mei Lanfang sem náði mikilli frægð fyrir túlkun sína á kvenpersónum - þrátt fyrir að vera karlkyns. Myndin fylgir Lanfang frá byrjun ferilsins um tíu ára aldurinn gegnum stormasama ævi hans. ____________________________________________________________________

UNDER THE HAWTHORNE TREE Shanzha shu zhi lian / Zhang Yimou, 2010 / 115 mín. Hin áferðarfallega og næmlega gerða ástarsaga Yimou (Hero, House of Flying Daggers) gerist í menningarbyltingunni. Stúlkan Jing er send útá land í "endurhæfingarbúðir" en faðir hennar hefur verið fangelsaður fyrir tilraun til gagnbyltingar. Jing gerir sér grein fyrir því að framtíð fjölskyldunnar veltur á vilja hennar til að láta umsnúa sér. Þegar hún verður ástfangin af Sun, syni háttsetts foringja á staðnum, verða þau að leyna sambandi sínu. ____________________________________________________________________


20 VIÐBURÐIR

THE MESSAGE / IM FOKUS / IN FOCUS: Í BRENNIDEPLI Feng shen / Kuo-fu Chen, Gao Qunshu, 2009 / 118 mín.

Ógnar spennandi njósnaþriller af gamla skólanum. Árið er 1942 og Japanir haf hernumið Kína. Njósnari á vegum kommúnista hefur náð að koma sér fyrir í samskiptamiðstöð leppstjórnarinnar í Nanjiing. Stjórnin sendir frá sér falskar upplýsingar til að leiða njósnarann í gildru og í framhaldinu eru fimm menn handteknir og pyntaðir. En tekst Japönum að finna hinn rétta njósnara? __________________________________________________________________

THE PIANO IN A FACTORY Gang de qin / Zhang Meng, 2010 / 105 mín. Cheng er fyrrum verkamaður í stálverksmiðju en reynir nú að draga fram lífið með spileríi í hljómsveit sinni. Þegar konan hans skilur við hann tilkynnir dóttir þeirra að hún vilji búa hjá því foreldrinu sem geti skaffað henni píanó. Chen safnar saman gömlum vinnufélögum og saman freista þeir þess að smíða píanó í gamalli stálverksmiðju. Fullt af undirfurðulegum húmor, súrrealískum dansatriðum og rússneskum tregasöngvum! ____________________________________________________________________

DEEP IN THE CLOUDS Liu Jie, Cai Ni, 2010 / 93 mín. Sagan gerist í stórbrotnu landslagi suðvestur Kína og segir af Lisu-ættbálknum. Þessi gullfallega saga lýsir hinu sérstæða sambandi milli þorpsbúanna og bjarnanna sem búa í nágrenninu, en þorpsbúarnir trúa því að þeir séu afkomendur bjarndýranna. Inní þetta flettast ástarsaga tveggja ungmenna sem fá ekki að eigast; pilturinn er barnabarn þorpsöldungsins en stúlkan hefur verið lofuð öðrum. ____________________________________________________________________

IF YOU ARE THE ONE 2 Fei cheng wu rao 2 / Xiaogang Feng, 2010 / 130 mín. Ein vinsælasta myndin í Kína á síðasta ári. Rómantískar kómedíur koma sjaldnast inná skilnaði og jarðarfarir ólíkt þessari. Auðkýfingur um fimmtugt (Ge You aftur, sjá einnig Sacrifice) á í mestu brösum með kærustu sína, sem er ung flugfreyja (leikinn af annarri stjörnu, Shu Qi). ____________________________________________________________________

BODYGUARDS AND ASSASSINS Shi yue wei cheng / Teddy Chen, 2009 / 135 mín. Myndin, sem hlaut alls átta verðlaun á Hong Kong Film Awards í fyrra, segir sögu Sun Wen sem barðist gegn hinni spilltu Qing-keisaraætt. Hann kemur til Hong Kong 1905 til að ráðgast við félaga um byltingaraðgerðir, en er sýnt banatilræði við komuna þangað. Upphefst síðan hinn æsilegasti leikur þar sem þekktar asískar slagsmálastjörnur fara á kostum í bardagasenum og hverskyns vopnfimi.


FASTIR LIÐIR

21

FASTIR LIÐIR: Það er aldrei dauður punktur í Bíó Paradís. Auk almennra sýninga og hverskyns viðburða eru í hverjum mánuði fastir liðir þar sem margskonar blóm spretta! rýnir hefur umsjón með hinni æsispennandi kvikmyndaspurningakeppni í vetur. Tilboð á barnum og dúndurstemmning! DAGS.:

15. SEPTEMBER 2011

DAGS.:

20. OKTÓBER 2011

KÚRÍÓSUR PÁLS ÓSKARS FJÓRÐA SUNNUDAG HVERS MÁNAÐAR (nema annað sé tekið fram) Páll Óskar Hjálmtýsson kemur mánaðarlega í Bíó Paradís frá og með októbermánuði og sýnir forvitnilegt efni úr sarpi sínum ásamt því að kynna efnið úr garði. Í október sýnir hann okkur safn sprellfjörugra teiknimynda úr sarpi Tex Avery! SÝNING:

23. OKTÓBER KL. 20

KINO-KLÚBBURINN ANNAN SUNNUDAG HVERS MÁNAÐAR Kinoklúbburinn er hluti af Kinosmiðjunni. Spanna sýningarnar vítt svið kvikmyndalistarinnar , hvort sem það eru stuttmyndir eða myndir í fullri lengd. Heimildamyndir – hreyfimyndir – kvikmyndadagbækur – framúrstefnu- og listrænar kvikmyndir eru dæmi um tegundir mynda sem sýndar eru en oftast nær er ákveðið yrkisefni og/eða kvikmyndagerðarmaður í brennidepli á sýningarkvöldunum. L'ABOMINABLE: 16mm kvikmyndir frá systursmiðju Kinosmiðju í París. SÝNING:

SPURT REYNOLDS! ÞRIÐJA FIMMTUDAG HVERS MÁNAÐAR

MILLENIUM FILM: 16mm kvikmyndir frá New York City. SÝNING:

Haukur Viðar Alfreðsson kvikmynda-

18. SEPTEMBER 2011

16. OKTÓBER 2011


22 FASTIR LIÐIR

ARNARHREIÐRIÐ ÞRIÐJA MIÐVIKUDAG HVERS MÁNAÐAR

ofbeldis í mannlegum samskiptum er fylgt eftir í þessari biksvörtu og dramatísku finnsku kvikmynd. SÝNING:

9. OKTÓBER 2011

Hverskyns költmyndir, innlendar sem erlendar.

ÞÖGLAR MYNDIR FJÓRÐA MÁNUDAG HVERS MÁNAÐAR (nema annað sé tekið fram) Valin verk frá tímabili þöglu myndanna. Umsjón hefur Oddný Sen kvikmyndafræðingur. Stutt innlýsing á undan hverri mynd.

MAGNÚS: Þráinn Bertelsson leikstjóri verður viðstaddur sýningu og ræðir við gesti á eftir. SÝNING:

21. SEPTEMBER 2011

ZOO : A ZED AND TWO NOUGHTS: Mynd eftir Peter Greenaway. SÝNING:

19. OKTÓBER 2011

DAS KABINETT DES DR. KALIGARI: Robert Wiene, 1920. Ein af frægustu kvikmyndum þögla tímabilsins og frumherjaverk á margan hátt. SÝNING:

19. SEPTEMBER 2011

FAUST: F.W. Murnau, 1926. Myndin hefst með veðmáli á milli Mephisto og engils þar sem Mephisto veðjar að hann geti eyðilagt sál roskins gullgerðarmanns að nafni Fást. SÝNING:

31. OKTÓBER 2011

ZARDOZ DEUS EX CINEMA FYRSTA SUNNUDAG HVERS MÁNAÐAR (nema annað sé tekið fram) Rannsóknarhópurinn Deus ex cinema (DEC) skoðar trúarstef í kvikmyndum. Mynd mánaðarins er fylgt úr hlaði með stuttri innlýsingu og á eftir er gert ráð fyrir umræðum með þátttöku gesta. EFTER BRYLLUPET: Drama eftir Susanne Bier. Jakob hefur helgað líf sitt því að hjálpa götubörnum á Indlandi. Reksturinn á barnaheimilinu gengur þó ekki sem best og hætta á að því verði lokað. Þegar fokið virðist í flest skjól berst honum óvenjulegt tilboð. SÝNING:

4. SEPTEMBER 2011

PAHAA MA: Drama eftir Aki Louhimies. Keðjuverkun og stigmögnun

ANNAN FÖSTUDAG HVERS MÁNAÐAR (nema annað sé tekið fram) Sci-fi klúbburinn Zardoz sýnir hverskyns vísindamyndir líkt og nafnið gefur til kynna. Umsjón hefur Haukur Viðar Alfreðsson. Nánar auglýst síðar. SÝNING:

9. SEPTEMBER 2011

ALIEN: Ridley Scott, 1979. Áhöfn geimskips lendir í rimmu við mannýga geimveru. SÝNING:

14. OKTÓBER 2011


SÝNINGARSKRÁ

23

ÍSÝNINGARSKRÁ BRENNIDEPLI / IM FOKUS / IN FOCUS: LISTI Í TÍMARÖÐ YFIR ÞÆR MYNDIR SEM SÝNDAR ERU Í SEPTEMBER OG OKTÓBER. BIRT MEÐ FYRIRVARA UM BREYTINGAR. SÝNINGARTÍMA DAGSINS OG VIKUNNAR MÁ SJÁ Á BIOPARADIS.IS.

KVIKMYND

DAGSKRÁ

SÝND

Efter bryllupet

Deus Ex Cinema

4. september

Dansmyndahátíð

Rvik Dance Festival

5.-10. sept.

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs

Viðburður

7.-11. sept.

Ge9n

Nýjar myndir

Frá 9. sept.

Nánar auglýst síðar

Zardoz

9. september

Spurt Reynolds

Viðburður

15. september

Jón og séra Jón

Nýjar myndir

Frá 16. sept.

Heimsókn Crispin Glover

Viðburður

16.-17. sept.

Úkraína kemur til þín

Viðburður

17.-19. sept.

L'abominable

Kino-klúbburinn

18. september

Das Kabinett des Dr. Kaligari

Þöglar myndir

19. september

Magnús

Arnarhreiðrið

21. september

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík

RIFF

22. sep.- 2. okt.

Masterclass með Rúnari Rúnarssyni

Viðburður

6. október

Fando y Lis

Mánuður meistarans

7.-9. október

Carlos

Nýjar myndir

Frá 7. október

Pahaa ma

Deus Ex Cinema

9. október

Iceland Airwaves dagar

Viðburður

12.-16. október

Midnight in Paris

Nýjar myndir

Frá 14. október

Paradox

Nýjar myndir

Frá 14. október

Alien

Zardoz

14. október

El Topo

Mánuður meistarans

14.-16. október

Stefnumót við franskar kvikmyndir

Alliance Francaise

14.-16. október

Millenium Film

Kino-klúbburinn

16. október

Zoo: A Zed and Two Noughts

Arnarhreiðrið

19. október

Spurt Reynolds

Viðburður

20. október

Superclásico

Nýjar myndir

Frá 21. október

Iceland Volcano Eruption/Into the Volcano

Nýjar myndir

Frá 21. október

Holy Mountain

Mánuður meistarans

21.-23. október

Stefnumót við franskar kvikmyndir

Alliance Francaise

21.-23. október

I am Slave

Nýjar myndir

Frá 28. október

Santa Sangre

Mánuður meistarans

28.-30. október

Kínverskir kvikmyndadagar

Viðburður

28. okt.-6. nóv.

Uppvakningahátíð

Viðburður

29.-30. október

Faust

Þöglar myndir

31. október



Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.