Bíó Paradís dagskrárblað maí júní 2011

Page 1


BLS 2 / MAÍ - JÚNÍ 2011

Bíó Paradís er rekið af sjálfseignarstofnuninni Heimili kvikmyndanna ses. Stjórn: Ari Kristinsson, form., Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Ragnar Bragason. Aðsetur: Hverfisgata 54,101 Reykjavík. Sími: 412 7712. Vefur: www.bioparadis.is. Framkvæmdastjóri: Lovísa Óladóttir lovisa@bioparadis.is. Dagskrárstjóri: Ásgrímur Sverrisson asgrimur@bioparadis.is. Rekstrarstjóri: Reynir Berg Þorvaldsson reynir@bioparadis.is. Dagskrárráð: Anna María Karlsdóttir, Friðrik Þór Friðriksson, Halla Kristín Einarsdóttir, Ottó Geir Borg, Vera Sölvadóttir. Miðasala: Opnar hálftíma fyrir fyrstu sýningu. Sími: 412 7711. Miða er einnig hægt að kaupa á midi. is. Margskonar afsláttarkjör eru í boði á bioparadis.is/adgangskort. Kaffihús/bar: Opnar hálftíma fyrir fyrstu sýningu. Kaffi, léttvín, bjór, léttar veitingar. Einnig er úrval mynddiska til sölu. Dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar. Sýningatíma dagsins og vikunnar má sjá á forsíðu vefsins: www.bioparadis.is. Bíó Paradís er rekið með stuðningi Reykjavíkurborgar og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

VOR Í BÍÓ PARADÍS Vormánuðirnir eru stráðir hverskyns hátíðum og viðburðum. Má þar nefna Banff fjalla- og útivistarmyndahátíðina, uppskeruhátíð Kvikmyndaskóla Íslands, sérstaka dagskrá í minningu Elizabeth Taylor, afmælissýningu á költmyndinni The Juniper Tree með Björk í aðalhlutverki og heimsókn franska tónskáldsins Yann Tiersen sem m.a. gerði tónlista fyrir Amelie - svo ekki sé minnst á hina árlegu Stuttmyndadaga í Reykjavík sem fram fara um miðjan júní. Nýjar myndir í maí og júní koma frá Bretlandi, Kanada, Bandaríkjunum og Svíþjóð. Sú sænska, Allar heimsins tungur, er mikil gleðisprengja og hefur verið ein vinsælasta myndin í Svíþjóð undanfarna mánuði. Með aðalhlutverkið fer Sverrir Guðnason, íslenskur leikari búsettur í Svíþjóð. Í maímánuði færum við ykkur fjórar stórfenglegar stríðsmyndir frá AusturEvrópu, Ösku og demanta eftir Wajda, Uppgönguna eftir Shepitko, Rauða og hvíta eftir Jancsó og hina

Íslenski leikarinn Sverrir Guðnason fer með aðalhlutverkið í sænsku gamanmyndinni Allar heimsins tungur, einni vinsælustu mynd Svía á þessu ári.

goðsagnakenndu Farið og sjáið eftir Klimov. Þær kunna að reyna á, en eru um leið ógleymanleg reynsla þeim sem á horfa. Allar eru þessar myndir í hópi mögnuðustu verka sem birst hafa á hvíta tjaldinu. Í maíbyrjun hefjast reglulegar sýningar á úrvali íslenskra kvikmynda með enskum texta. Myndirnar, sem spanna um tuttugu ára tímabil, verða í sýningum fram í septemberbyrjun. Það er eitt af lykilhlutverkum bíósins að halda íslenskri kvikmyndasögu til haga og þessi sýningaröð er hluti af því. Góðar stundir í (Bíó) Paradís!


MAÍ - JÚNÍ 2011 / NÝJAR MYNDIR / BLS 3

Route Irish er kröftug sýn á hinn hræðilega heim Íraksstríðsins og gefur myndum eins og The Hurt Locker, Green Zone og The Messenger ekkert eftir.

ROUTE IRISH

Í SAMVINNU VIÐ

ÍRASLÓÐ

___________________________________________________________________ TEGUND OG ÁR: LEIKIN MYND, 2010 / LENGD: 109 MÍN. / LAND: BRETLAND / TEXTI: ÍSLENSKUR / LEIKSTJÓRI: KEN LOACH / AÐALHLUTVERK: MARK WOMACK, ANDREA LOWE OG JOHN BISHOP.

___________________________________________________________________ Route Irish segir frá Liverpool búanum Fergus Molloy. Hann hefur nýlega misst sinn besta vin, Frankie, í stríðinu í Írak, nánar tiltekið á hinni stórhættulegu leið Route Irish, sem liggur milli flugvallarins í Bagdad og græna frísvæðisins í miðborginni. Fergus á samt erfitt með að sætta sig við útskýringar á dauða Frankie og eftir að komast yfir ný gögn sem tengjast árásinni tekur Fergus rannsóknina í sínar hendur. Fergus áttar sig hins vegar ekki á að hann á eftir að afhjúpa ýmsar skuggalegar staðreyndir, ekki eingöngu um dauða Frankies heldur einnig hans eigin breyskleika. Ágeng mynd frá einum virtasta leikstjóra Bretlands.

SÝND FRÁ 6. MAÍ

Sýningatímar dagsins og vikunnar á forsíðu bioparadis.is


BLS 4 / NÝJAR MYNDIR / MAÍ - JÚNÍ 2011

Íslenski leikarinn Sverrir Guðnason fer fyrir fríðum flokki í þessari spræku gamanmynd sem slegið hefur í gegn í Svíþjóð að undanförnu.

HUR MÅNGA LINGON FINNS DET I VÄRLDEN? ALLAR HEIMSINS TUNGUR

____________________________________________________________________ TEGUND OG ÁR: LEIKIN MYND, 2011 / LENGD: 101 MÍN. / LAND: SVÍÞJÓÐ / TEXTI: ÍSLENSKUR / LEIKSTJÓRI: LENA KOPPEL / AÐALHLUTVERK: SVERRIR GUÐNASON, VANNA ROSENBERG, MATS MELIN.

____________________________________________________________________ Það er með sérstöku stolti að við kynnum þessa frábæru sænsku gamanmynd sem hefur setið í efstu sætum aðsóknarlista í heimalandinu á undanförnum vikum og skartar íslenska leikaranum Sverri Guðnasyni í aðalhlutverki. Hátt sjálfsálit Alex á sér litla stoð í raunveruleikanum. Hann er atvinnulaus og á í vandræðum í einkalífinu. Þegar hann loksins fær vinnu hjá sveitarfélaginu Hudiksvall breytist líf hans. Skyndilega er Alex orðinn leiðtogi í litlum leikhópi fyrir fólk með lærdómsörðugleika. Í gegnum vinnuna uppgötvar Alex að við búum öll yfir hæfileikum sem hægt er að rækta ef tækifæri gefst til og réttur stuðningur er til staðar.

SÝND FRÁ 13. MAÍ

Sýningatímar dagsins og vikunnar á forsíðu bioparadis.is


MAÍ - JÚNÍ 2011 / NÝJAR MYNDIR / BLS 5

Incendies er áhrifamikið drama um kanadíska tvíbura sem gera óvæntar uppgötvanir um nýlátna móður sína, fjölskylduna og upppruna sinn í mið-Austurlöndum.

INCENDIES ELDUR

____________________________________________________________________ TEGUND OG ÁR: LEIKIN MYND, 2010 / LENGD: 130 MÍN. / LAND: KANDA, FRAKKLAND / TEXTI: ENSKUR / LEIKSTJÓRI: DENIS VILLENEUVE / AÐALHLUTVERK: LUBNA AZABAL, MÉLISSA DÉSORMEAUX-POULIN, MAXIM GAUDETTE.

____________________________________________________________________ Þessi áhrifamikla mynd fjallar um ferð tvíbura til Mið-austurlanda þar sem þau reyna að varpa hulunni af dularfullri fortíð móður sinnar sem er nýlátin. Í upphafi vita þau aðeins að faðir þeirra er ekki látinn eins og þau töldu og að auki eiga þau bróður sem þau höfðu enga hugmynd um. Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin auk þess sem hún sópaði til sín verðlaunum á The Genie Awards (kanadísku kvikmyndaverðlaununum) og fékk m.a. verðlaun fyrir bestu mynd, besta leikstjóra, bestu leikkonu, besta handrit, bestu kvikmyndatöku og bestu klippingu. Myndin er með 9,3 af 10 mögulegum í einkunn á vefsíðunni RottenTomatoes.com, sem er með því allra hæsta sem sést á þeim bænum.

SÝND FRÁ 27. MAÍ

Sýningatímar dagsins og vikunnar á forsíðu bioparadis.is


BLS 6 / NÝJAR MYNDIR / MAÍ - JÚNÍ 2011

The Myth of the American Sleepover er velheppnuð frumraun ungs leikstjóra, David Robert Mitchell, sem fengið hefur afar fínar viðtökur beggja vegna Atlantshafs. Í SAMVINNU VIÐ

THE MYTH OF THE AMERICAN SLEEPOVER SÍÐUSTU DAGAR SUMARS

____________________________________________________________________ TEGUND OG ÁR: LEIKIN MYND, 2010 / LENGD: 97 MÍN. / LAND: BANDARÍKIN / TEXTI: ÍSLENSKUR / LEIKSTJÓRI: DAVID ROBERT MITCHELL / AÐALHLUTVERK: JADE RAMSEY, NIKITA RAMSEY, AMY SEIMETZ.

____________________________________________________________________ Fjögur ungmenni flakka um úthverfi Detroit í leit að ást og ævintýrum, síðustu helgi sumarsins, áður en skólinn hefst að nýju. Þessi frumraun leikstjórans David Robert Mitchell er munúðarfull og fersk útlegging á þekktu stefi; unglingsárunum og hinni eilífu leit að sjálfsmynd. Góð blanda af húmor, trega og hæfilegri angist með ungum og alls óreyndum leikurum sem leikstjórinn fann á heimaslóðum sínum í Detroit og nágrenni. Myndin hlaut sérstök dómnefndarverðlaun fyrir leik á SXSW (South By Southwest) kvikmyndahátíðinni í fyrra og tók einnig þátt í Critics Week í Cannes.

SÝND FRÁ 3. JÚNÍ

Sýningatímar dagsins og vikunnar á forsíðu bioparadis.is


MAÍ - JÚNÍ 2011 / NÝJAR MYNDIR / BLS 7

Pete Postlethwaite fer á kostum í Killing Bono, sem reyndist hans síðasta hlutverk.

KILLING BONO SLÁ Í GEGN

____________________________________________________________________ TEGUND OG ÁR: LEIKIN MYND, 2011 / LENGD: 114 MÍN. / LAND: BRETLAND / TEXTI: ÍSLENSKUR / LEIKSTJÓRI: NICK HAMM / AÐALHLUTVERK: BEN BARNES, KRYSTEN RITTER, ROBERT SHEEHAN.

____________________________________________________________________ Killing Bono fjallar um Neil og Ivan McCormick, tvo írska bræður sem dreymir um að verða rokkstjörnur en sést ekki fyrir í vitleysisganginum. Þeirra hlutskipti verður þess í stað með að fylgjast með gömlu skólafélögum sínum í U2 verða stærsta rokkband í heimi. Þessi meinfyndna rokkræma er byggð á raunverulegum persónum, en Neil er núna rokkskríbent breska dagblaðsins Daily Telegraph og virðist blessunarlega forðast að taka sig hátíðlega, enda er myndin byggð á bók hans. Hún var frumsýnd fyrir skömmu og hefur fengið afar lofsamlega dóma. Þetta var síðasta kvikmyndahlutverk Peter Postlethwaite en hann lést úr krabbameini í janúar síðastliðnum og blessuð sé hans minning.

SÝND FRÁ 10. JÚNÍ

Sýningatímar dagsins og vikunnar á forsíðu bioparadis.is.


BLS 8 / NÝJAR MYNDIR / MAÍ - JÚNÍ 2011

HVER MYND SÝND ÞRISVAR UM SITTHVORA HELGI

Monsters er afar sérstök hasarmynd sem vakið hefur mikla athygli að undanförnu.

MONSTERS SKRÍMSLI

____________________________________________________________________ TEGUND OG ÁR: LEIKIN MYND, 2010 / LENGD: 94 MÍN. / LAND: BRETLAND / TEXTI: (Á ENSKU) / LEIKSTJÓRI: GARETH EDWARDS / AÐALHLUTVERK: SCOTT MCNAIRY, WHITNEY ABLE.

____________________________________________________________________ Sex árum eftir árás geimvera á Jörðina samþykkir tortrygginn blaðamaður að fylgja amerískum ferðamanni í gegnum sýkt svæði í Mexíkó, til öryggisins handan bandarísku landamæranna. Þessi spræki framtíðartryllir var tilnefndur til sex verðlauna á óháðu bresku kvikmyndaverðlaunahátíðinni (British Independent Film Awards), m.a. fyrir bestu mynd, bestu leikstjórn og besta leikara í aðalhlutverki og vann að lokum þrjú verðlaun, m.a. fyrir bestu leikstjórn og bestu tæknibrellur. Þá var myndin tilnefnd til BAFTA verðlauna fyrir bestu frumraun leikstjóra en tapaði fyrir Four Lions sem sýnd hefur verið í Bíó Paradís. .

SÝND FRÁ 24. JÚNÍ

Sýningatímar dagsins og vikunnar á forsíðu bioparadis.is


MAÍ - JÚNÍ 2011 / NÝJAR MYNDIR / BLS 9

Heimildamynd Þorsteins J. um íslensku útrásina anno 1965 segir afar forvitnilega sögu.

ICELAND FOOD CENTRE

____________________________________________________________________ TEGUND OG ÁR: HEIMILDAMYND, 2011 / LENGD: 80 MÍN. / LAND: ÍSLAND / STJÓRNANDI: ÞORSTEINN J.

____________________________________________________________________ Þetta er mynd um hvernig lítið land vill sigra heiminn með stórar hugmyndir. Það var Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur sem fann harmsögu Iceland Food Centre í skjalageymslum fjármálaráðuneytisins. Þessi fyrsta íslenska útrás vakti forvitni hennar, veitingastaður í hjarta London og íslenska ríkið aðaleigandi. Markmiðið var háleitt, að kynna íslenskan mat og matargerð fyrir íbúum heimsborgarinnar anno 1965. Þetta er mynd sem tengist þeim hugsunarhætti sem ríkt hefur á Íslandi síðustu ár, að á Íslandi sé allt best og Íslendingar séu þjóða bestir í öllu; að Ísland geti sigrað heiminn án þess að kynna sér markaði eða aðstæður. Það var trú manna að „natural beauty“ þjónustustúlknanna og íslenski maturinn væri eitthvað sem London gæti ekki verið án. .

SÝND 5. MAÍ (AÐEINS ÞESSI EINA SÝNING) Sýningatímar dagsins og vikunnar á forsíðu bioparadis.is


BLS 10 / STRÍÐIÐ Í AUSTRI / MAÍ - JÚNÍ 2011

FJÓRAR STRÍÐSMYNDIR

POPIÓL I DIAMENT ASKA OG DEMANTAR, 1958

ANDRZEJ WAJDA PÓLLAND Á síðasta degi seinni heimsstyrjaldarinnar er Maciek, ungum liðsmanni andspyrnuhreyfingarinnar í Póllandi, skipað að drepa Szczuka, leiðtoga kommúnista í umdæminu. Þó Maciek hafi reynst auðvelt að drepa í menn í fortíðinni, var Szczuka áður félagi hans í hernum og Maciek þarf að ákveða hvort hann vilji fylgja skipunum. Aska og demantar er einhver lofaðasta stríðsmynd allra tíma og situr t.a.m. í 38. sæti á lista kvikmyndatímaritsins Empire yfir 100 bestu myndir allra tíma á öðru tungumáli en ensku. SÝND 6.-8. MAÍ

VOSKHOZHDENIYE UPPGANGAN, 1977

LARISA SHEPITKO RÚSSLAND Tveir sovéskir hermenn halda í leiðangur á sveitabæ skammt frá til að ná í mat handa sveltandi hersveit sinni. Þjóðverjar voru fyrri til bæjarins og því þurfa félagarnir að fara inn á óvinasvæði til að útvega matinn. Þetta verkefni reynist þeim félögum ótrúleg raun, bæði líkamleg en ekki síður sálfræðileg. Uppgangan var síðasta mynd Larisu Shepitko, en hún lést í bílslysi árið 1979. Myndin var frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín árið 1977 og hreppti þar aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullna björninn, fyrir bestu myndina. Shepitko var eiginkona Elem Klimov, leikstjóra Farið og sjáið. SÝND 13.-15. MAÍ

Í MAÍMÁNUÐI FÆRUM VIÐ YKKUR FJÓRAR EINSTAKAR KVIKMYNDIR FRÁ AUSTUR-EVRÓPU SEM LÝSA ÞEIM SKELFILEGU STYRJÖLDUM SEM ÞJÖKUÐU ÁLFUNA Á TUTTUGUSTU ÖLDINNI. ALLAR ERU ÞÆR MEISTARALEGA VEL GERÐAR OG TELJAST TIL HELSTU VERKA KVIKMYNDASÖGUNNAR. SÉRSTAKAR ÞAKKIR TIL MÍR FYRIR LÁN Á SÝNINGAREINTÖKUM.


MAÍ - JÚNÍ 2011 / STRÍÐIÐ Í AUSTRI / BLS 11

R FRÁ AUSTUR-EVRÓPU CSILLAGOSOK, KATONÁK RAUÐIR OG HVÍTIR, 1967

MIKLÓS JANCSÓ UNGVERJALAND/RÚSSLAND Rauðir og hvítir gerist árið 1919, í kjölfar byltingarinnar í Rússlandi og segir frá því hvernig ungverskir kommúnistar aðstoðuðu rússneska bolsévika (rauðir) í baráttu sinni gegn hermönnum keisararstjórarinnar (hvítir). Rauðir og hvítir var upphaflega ungverskt-rússneskt samvinnuverkefni og framleidd í tilefni af 50 ára afmæli októberbyltingarinnar í Rússlandi. Þegar myndin var tilbúin bönnuðu stjórnvöld í Rússlandi hins vegar sýningar á myndinni í Sovétríkjunum enda var útkoman ekki sú hetjuímynd sem þau höfðu búist við. Rauðir og hvítir er minimalískt en ótrúlega kröftugt meistarastykki sem á sér fáa ef nokkra sína líka. Leikstjórinn, Miklos Jancsó, er sömuleiðis einn af helstu meisturum evrópskra kvikmynda. SÝND 20.-22. MAÍ

Meistaraverk Miklos Jancsó, Rauðir og hvítir er stórfengleg sjónræn veisla, mynduð í svart/hvítu og cinemascope.

IDI I SMOTRI FARIÐ OG SJÁIÐ, 1985

ELEM KLIMOV RÚSSLAND Farið og sjáið er almennt talin ein magnaðasta stríðsmynd sem gerð hefur verið. Hún situr í 24. sæti á lista Empire yfir 100 bestu myndir allra tíma á öðru tungumáli en ensku. Ungur drengur neyðist til að berjast með andspyrnuhreyfingunni í HvítaRússlandi gegn ofurafli hins miskunnarlausa þýska innrásarhers. Eftir að drengurinn verður vitni að hörmungum og hryllingi seinni heimsstyrjaldarinnar tapar hann sakleysi sínu og í kjölfarið vitinu. SÝND 27.-29. MAÍ


BLS 12 / ELISABETH TAYLOR / MAÍ - JÚNÍ 2011

ELIZABET

SÍÐASTA KVIKM

23.-26. JÚNÍ SÝNUM V ARAR FRÆGU LEIKKONU, SEM VA UPP Í GEGNUM GAMLA HOLLYWO ALLAR SÝNDAR AF FILMU OG ÁN SÝND ÞRISVAR. GIANT RISINN, 1956

GEORGE STEVENS Giant segir frá lífi nautgripabónda Texas, fjölskyldu hans og samstarfsfélögum. Um leið lýsir myndin þeim gríðarlegu þjóðfélagsbreytingum sem áttu sér stað í Texas á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar þegar fylkið breyttist úr mikilvægu naut gripa-

Með Rock Hudson í GIANT.

Með Paul Newman í CAT ON A HOT TIN ROOF.

Með Marlon IN A GOLDE


MAÍ - JÚNÍ 2011 / ELISABETH TAYLOR / BLS 13

TH TAYLOR

MYNDASTJARNAN

VIÐ FJÓRAR AF HELSTU MYNDUM ÞESSAR EIN SÍÐASTA STJARNAN TIL AÐ KOMA OOD STÚDÍÓKERFIÐ. MYNDIRNAR ERU ÍSLENSKS TEXTA. HVER MYND VERÐUR

í -

héraði í stærsta olíuiðnaðarfylki Banda-ríkjanna.

CAT ON A HOT TIN ROOF KÖTTUR Á HEITU BLIKKÞAKI, 1958

RICHARD BROOKS Brick er fyrrverandi fótboltaleikmaður sem drekkur sig í gegnum lífið um leið og hann forðast ástúð eiginkonu sinnar, Maggie. Endurfundur Brick og föður hans, Big Daddy, sem er að deyja úr krabbameini, vekur hins-

til fjölda Óskarsverðlauna, m.a. sem besta myndin. Þá voru Paul Newman og Elizabeth Taylor bæði tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn.

REFLECTIONS IN A GOLDEN EYE GLAMPI Í ÁSTARAUGUM, 1967

JOHN HUSTON Reflections in a Golden Eye er byggð á samnefndri skáldsögu Carson McCullers frá 1941 og fjallar um sex persónur í bandarískri herstöð, galla þeirra, þráhyggju og dýpstu langanir.

WHO’S AFRAID OF VIRGINIA WOOLF? HVER ER HRÆDDUR VIÐ VIRGINIU WOOLF?, 1966

MIKE NICHOLS Bitur og drykkfeld eldri hjón notfæra sér ungt par til að ala á angist og tilfinningalegum sársauka sín á milli. Who‘s Afraid of Virginia Woolf? var ttilnefnd til þrettán Óskarsverðlauna og er eina kvikmyndin sem tilnefnd hefur verið í öllum mögulegum flokkum á Óskarsverðlaunahátíðinni. Allir fjórir aðalleikararnir voru tilnefndir til verðlauna, Taylor og Burton fyrir leik í aðalhlutverki og Seagal og Dennis fyrir leik í aukahlutverki. Brando í REFLECTIONS Með Richard Burton í WHO’S AFRAID Elizabeth Taylor N EYE. OF VIRGINIA WOOLF? og Sandy Dennis hrepptu að vegar lokum verðlaunin fyrir sín hlutverk. upp fjölda minninga og 23-26. JÚNÍ afhjúpana hjá þeim Sýningatímar dagsins og vikunnar á feðgum. Cat on a Hot forsíðu bioparadis.is Tin Roof var tilnefnd

g


BLS 14 / BANFF HÁTÍÐIN / MAÍ - JÚNÍ 2011

Úr The Asgard Project.

BANFF - ALÞJÓÐLEGA FJALLAMYNDAHÁTÍÐIN Íslenski alpaklúbburinn (isalp.is) hefur um árabil sýnt úrval mynda af hinni heimskunnu fjalla- og útivistarmyndahátíð Banff Film Festival í Kanada. Hátíðin hefur nú fengið inni í Bíó Paradís og fer fram dagana 17.-18. maí. Alls verða sýndar 15 myndir um hverskyns ofurhuga og klifurketti. Frábær skemmtun fyrir alla sem unna útivist - en ekki síður fyrir þá sem kjósa frekar að sitja í þægilegu sæti og fylgjast með...

FYRRA KVÖLDIÐ: CROSS COUNTRY SNOWBOARDING Mynd í léttum dúr um tvo félaga sem stunda stunda snjóbretti á nokkuð óhefðbundinn hátt. Auk þess að kljást við óblíð veðuröfl vetrarins þurfa þeir að glíma við hvers kyns fordóma frá skíðamönnum og jafnvel öðru brettafólki. INTO DARKNESS Í myndinni eru leyndir heimar neðanjarðarhella kannaðir. Hópi hellakönnuða er fylgt eftir við magnaðar aðstæður. Myndirnar og hljóðin

ljúka upp ótrúlegri og fram að þessu fjarlægri veröld, ólíkri öllu því sem sést uppi á yfirborðinu. THE ASGARD PROJECT Í þessari mynd er fylgst með metnaðarfullu verkefni sem Leo Houlding tekur sér fyrir hendur. Markmiðið er að fríklifra (free ascent) North Tower á Asgard fjalli á Baffin eyju. Með Houlding er Stanley Leary með í för en þeir hyggjast stökkva fram af tindinum í vængjabúning (wingsuit) með fallhlíf á bakinu að klifrinu loknu. Fljótlega fer ýmislegt að fara úrskeiðis og ferðin gengur ekki eins og áætlað var.


APRÍL 2011 / SÝNINGARSKRÁ / BLS 15

THE STORMING The Storming er sjónrænt snjóbrettapartý þar sem löngunin til að gera nýja og magnaðri hluti í jaðarsportmyndum ræður för. Þeir sem fram koma hafa allir brennandi áhuga á að koma snóbrettasportinu upp á æðra plan í víðum skilningi. Í boði er háfjallarennsli í besta klassa sem og freestyle sem setur ný viðmið. LIFE CYCLES Myndin er tekin upp í Ultra HD og hefur að geyma einhver mögnuðustu myndbrot af fjallasporti sem sést hafa. Hjólið er hér heiðrað á tilkomumikinn hátt. DREAM RESULT Í þessari kayakmynd eru í aðalhlutverki nokkrir vinir sem allir eru toppíþróttamenn og keyrðir áfram af ástíðunni fyrir að kanna mörk þess gerlega. Þeir fara til Noregs, Argentínu og Bandaríkjanna í leit sinni að fossum og flúðum. THE SWISS MACHINE Líklega er Ueli Steck einn hraðskreyðasti alpaklifrari sem uppi hefur verið. Í myndinni segir hann frá klifri sínu í ölpunum þar sem hann hefur slegið hvert hraðametið á fætur öðru. Í Yosemite hittir hann annan magnaðan klifrara, Alex Honnold og sameinaðir gera þeir þar ótrúlega hluti.

SEINNA KVÖLDIÐ: THE LONGEST WAY Frábær “time-lapse” myndasería af eins árs gönguferð frá Peking til Urumqi. Tími og vegalengdir koma skemmtilega fram samfara skeggvexti göngugarpsins meðan á tökum stendur.) FLY OR DIE Nýtt sport, í það minnsta ný aðferð, “Free BASE” eins og það er kallað. Ofurklifrarinn Dean Potter tók upp á því að sameina sólóklifur og BASE stökk. Í því felast augljóslega möguleikar.

FOLLOW ME Þú ert við upphaf hjólaleiðar sem þú hefur aldrei farið áður. Vinur þinn snýr sér að þér augljóslega með það á hreinu hvað framundan er og segir glottandi “fylgdu mér”. Hvort það er góð hugmynd að skella sér af stað er langt frá því að vera á hreinu. Stígabrun í hæsta klassa, mögnuð skot. DEEPER Hér fylgjum við Jeremy Jones og fleiri snjóbrettahetjum þegar þeir fara ótroðnar slóðir. Þar sem þyrlur, vélsleðar eða skíðalyftur duga skammt halda þeir áfram til að kanna nýjar víddir. Í Deeper fylgjumst við með Jones horfast í augu við mestu þolraunir sem hann hefur lent í. Næturlangar göngur, svefn á fjallstindum, nístingskuldi, tíu daga stormur og fleira hressandi sér til þess að ævintýramennskan er aftur kominn inn í jöfnuna. SECOND NATURE Þrír félagar stunda það að renna sér á hjólabrettum í stærri kantinum niður hlykkjótta vegi á miklum hraða. THE ULTIMATE RIDE: STEVE FISHER Kayakræðarinn Steve Fisher safnar liði til að fara til Afríku, nánar tiltekið í hina öflugu Zambezi á. Þessi heimildarmynd sýnir Fisher og félaga í sannkallaðri ferð lífs síns. AS IT HAPPENS (Renan Ozturk og Cory Richards gerðu mynd um tilraun þeirra við að klífa Tawoche Himal í Nepal sem er 6000 metra hátt, áður óklifið. Allt er látið flakka og við fáum að sjá hlutina eins og þeir gerast. LIGHT THE WICK Í Light the Wick ber að líta mögnuð skíðaatriði og mörg flottustu skot sem sést hafa. Við fáum að sjá fyrstu rennslin á áður óskíðuðu svæði, Petersburg í Alaska, hyldjúpt púður í Jackson Hole og hressleika í Stephen’s Park.

17.-18. MAÍ


BLS 16 / ÍSLENSKAR MYNDIR / MAÍ - JÚNÍ 2011

ÚRVAL ÍSLENSKRA KVIKMYNDA Í allt sumar mun Bíó Paradís sýna daglega mikið úrval íslenskra kvikmynda, bæði leiknar bíómyndir í fullri lengd og einnig nokkurn fjölda heimildamynda. Myndirnar verða allar sýndar með enskum texta og eru sýningarnar stílaðar inná erlenda ferðamenn, en hér er einnig kjörið tækifæri fyrir Íslendinga til að rifja upp kynni af eldri myndum eða sjá eitthvað sem farið hefur hjá garði. MYNDIRNAR ERU: Dís 101 Reykjavík Hafið Mýrin Brúðguminn Íslenski draumurinn Maður eins og ég Strákarnir okkar Astrópía Reykjavík Whale Watching Massacre Skrapp út Gauragangur The Good Heart Brim Nói albínói Villiljós Fíaskó Börn Foreldrar Bjarnfreðarson Köld slóð Kristnihald undir jökli Roðlaust og beinlaust Ungfrúin góða og húsið

Veðramót Heima- sigurrós Regína Tár úr steini Bíódagar Börn náttúrunnar Benjamín dúfa Djöflaeyjan Perlur og svín Stikkfrí Kaldaljós Íkingut Englar alheimsins Á köldum klaka Mávahlátur Dansinn RAX Íslenska rústabjörgunarsveitin á Haiti Síðasti valsinn - Þorskastríðin Háseta vantar á bát Draumalandið Duggholufólkið Draumurinn um veginn, 1. hluti Draumurinn um veginn, 2. hluti Sódóma Reykjavík

Með fyrirvara um breytingar.

FRÁ 6. MAÍ TIL 1. SEPTEMBER

Sýningatímar dagsins og vikunnar á forsíðu bioparadis.is


MAÍ - JÚNÍ 2011 / YANN TIERSEN / BLS 17

T vinstri: Tónskáldið Yann Tiersen. Að ofan: Til Audrey Toutu sem Amelie í samnefndri mynd. A

YANN TIERSEN OG AMELIE Franski tónsmiðurinn Yann Tiersen ásamt hljómsveit er þessa stundina á Evróputúr að kynna breiðskífuna Dust Lane sem kom á markað síðla árs 2010. Tónleikaferðin mun enda á Íslandi í byrjun júní en það var sérstök ósk Tiersen að koma til Íslands en hann hefur löngum langað til að heimsækja land og þjóð. Tiersen hefur m.a. getið sér gott orð fyrir tónlist við kvikmyndir og sá um tónlist fyrir myndir á borð við Goodbye Lenin og Le fabuleux destin d’Amélie Poulain (Amelie). Hann mun koma í Bíó Paradís þann 2. júní, sýna Amelie og svara spurningum gesta á eftir sýningu. UM MYNDINA: Þegar Amélie ákveður að hjálpa öllum minni máttar sem verða á vegi hennar og refsa hinum vondu, gleymir hún sínu eigin lífi. Kvikmyndin Le fabuleux destin d’Amélie Poulain eftir snillinginn Jean-Pierre Jeunet (Delicatessen, Alien IV og Micmacs) er í alla staði stórkostleg: frábær kvikmyndataka, heillandi leikur, bráðfyndið handrit og frumlegar tæknibrellur gera eina stórkostlega kvikmynd!

2. JÚNÍ (SPURT OG SVARAÐ MEÐ YANN TIERSEN TÓNSKÁLDI Á EFTIR SÝNINGU) Sýningatímar dagsins og vikunnar á forsíðu bioparadis.is


BLS 18 / STUTTMYNDADAGAR Í REYKJAVÍK / MAÍ - JÚNÍ 2011

Hinir árlegu Stuttmyndadagar í Reykjavík fara fram í Bíó Paradís dagana 15.16. júní næstkomandi. Keppt er um bestu stuttmyndina og verða veitt þrenn verðlaun fyrir bestu myndirnar, 100.000 kr. fyrir fyrsta sætið, 75.000 kr. fyrir annað sætið og 50.000 kr. fyrir þriðja sætið. Í dómnefnd Stuttmyndadaga eru eftirtaldir: Guðrún Edda Þórhannesdóttir framleiðandi, Hálfdán Pedersen leikmyndahönnuður og Lars Emil Árnason handritshöfundur og leikstjóri. Líkt og venja er munu áhorfendaverðlaun verða veitt sérstaklega. Auk þess mun RÚV sýna þær myndir sem hljóta áðurnefnd verðlaun. Þá verður leikstjóra þeirrar myndar sem hlýtur fyrsta sætið, boðið á Kvikmyndahátíðina í Cannes að ári þar sem myndin tekur þátt í hinu svokallaða Short Film Corner. Stuttmyndadagar hafa verið grasrótarvettvangur íslenskra kvikmynda allt frá 1991. Þar hafa fjölmargir kvikmyndagerðarmenn, sem síðar hafa getið sér gott orð, stigið sín fyrstu spor. Sjá frekari upplýsingar á www.stuttmyndadagar.is

15.-16. JÚNÍ

Sýningatímar dagsins og vikunnar á forsíðu bioparadis.is


MAÍ - JÚNÍ 2011 / SÉRSÝNING / BLS 19

Ungur piltur hefur háar hugmyndir um föður sinn en neyðist til að taka þær til endurskoðunar þegar faðirinn dúkkar loks upp í gamanmyndinni Strák frá Nýja Sjálandi.

THE JUNIPER TREE

EINIBERJATRÉÐ (AFMÆLISSÝNING)

____________________________________________________________________ TEGUND OG ÁR: LEIKIN MYND, 1990 / LENGD: 78 MÍN. / LAND: ÍSLAND, BANDARÍKIN / TEXTI: (Á ENSKU) / LEIKSTJÓRI: NIETZCHKA KEENE / AÐALHLUTVERK: BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR, BRYNDÍS PETRA BRAGADÓTTIR, VALDIMAR ÖRN FLYGENRING.

____________________________________________________________________ Tvær systur, Margit og Katla, flýja heimili sitt eftir að móðir þeirra er grýtt til bana fyrir að stunda galdra. Þær fara þangað sem enginn þekkir þær og kynnast Jóhanni, ungum ekkli, sem á son sem heitir Jónas. Katla notar galdra til að táldraga Jóhann og þau byrja að búa saman. Margit og Jónas verða vinir. Jónas neitar hins vegar að samþykkja Kötlu sem stjúpmóður sína og reynir að sannfæra föður sinn um að fara frá henni. En galdrar Kötlu eru of sterkir og þó að Jóhann vilji fara frá henni þá getur hann það ekki. The Juniper Tree er byggð á samnefndu ævintýri eftir Grimms bræður. Myndin var tekin upp árið 1986 á Íslandi en vegna fjárhagserfiðleika var hún ekki frumsýnd fyrr en fjórum árum seinna. Björk Guðmundsdóttir fer með aðalhlutverk og að öðru leyti er myndin eingöngu skipuð íslenskum leikurum. Einiberjatréð verður sýnd að viðstöddum aðstandendum myndarinnar þ.á.m. framleiðandanum Patrick Moyroud. Sýningin er í tilefni (rúmlega) tuttugu ára afmælis þessarar einstöku kvikmyndar.

SÝND 17. JÚNÍ

Sýningatímar dagsins og vikunnar á forsíðu bioparadis.is


BLS 20 / KVIKMYNDASKÓLI ÍSLANDS / MAÍ - JÚNÍ 2011

Frá uppskeruhátíð haustannar í Bíó Paradís. Nemendur spá í spilin undir plakötum af verkum annarinnar.

UPPSKERUHÁTÍÐ KVIKMYNDASKÓLA ÍSLANDS Nemendur Kvikmyndaskóla Íslands sýna lokaverkefni vorannar dagana 17.21. maí. Það ríkir eftirvænting í loftinu í Bíó Paradís þessa daga. Sýnd eru lokaverkefni annarinnar, sameiginleg verkefni og að sjálfsögðu útskriftarverkefni nema á öllum brautum. Hátt í hundrað kvikmyndaverk á fimm dögum. Sýningar hefjast alla dagana kl. 14 og standa fram á kvöld. Andrúmsloftið er þrungið spennu og eftirvæntingu og jafnvel má merkja spennufall. Útskriftarhátíð með tilheyrandi viðurkenningum er laugardaginn 21. maí kl. 13. Sýningarnar eru ókeypis og öllum opnar. Frábært tækifæri til að kíkja á græðlingana í íslenskri kvikmyndagerð.

17.-21. MAÍ


MAÍ - JÚNÍ 2011 / EVRÓPA UNGA FÓLKSINS / BLS 21

Ungur piltur hefur háar hugmyndir um föður sinn en neyðist til að taka þær til endurskoðunar þegar faðirinn dúkkar loks upp í gamanmyndinni Strák frá Nýja Sjálandi.

3 HEIMILDAMYNDIR VEGURINN HEIM, ÍSLAND-ÚGANDA, BORGARALEG HEGÐUN

Evrópa unga fólksins stendur fyrir sýningu á þremur íslenskum heimildamyndum þann 19. maí. Myndirnar eru: BORGARALEG HEGÐUN: Byggð á rannsókn sem arkitektanemahópurinn Borghildur gerði síðastliðið sumar. Borghildur skoðaði mannlíf og notkun á torgum, görðum og göturýmum í miðbæ Reykjavíkur (45 mín.) VEGURINN HEIM: Byggð á viðtölum við fimm börn innflytjenda á Íslandi. Í myndinni ræða börnin líf sitt og tilveru hér á landi og lýsa upplifun sinni af því að vera á mörkum ólíkra menningarheima (27 mín.) ÍSLAND-ÚGANDA: Myndin ber saman ungt fólk í líkum störfum á Íslandi og í Úganda. Fylgt var eftir sjómanni, frumkvöðli og leiklistarnema frá hvoru landi (40 mín.)

19. MAÍ (AÐEINS ÞESSI EINA SÝNING)

Sýningatímar dagsins og vikunnar á forsíðu bioparadis.is

Evrópa E ó unga fól fólk fólksins k i er ííslenska l k h heitið i ið á U Ungmennaáætlun á l E Evrópusamó bandsins, Youth in Action, og er samstarfsverkefni ESB, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og UMFÍ. Nánari upplýsingar á euf.is.


BLS 22 / FASTIR LIÐIR / MAÍ - JÚNÍ 2011

FASTIR LIÐIR

OG SÉRSÝNINGAR

____________________________________________________________________ Í HVERJUM MÁNUÐI BÝÐUR BÍÓ PARADÍS UPPÁ SÉRSTAKAR DAGSKRÁR ÞAR SEM SÝNDAR ERU KVIKMYNDIR UM MARGVÍSLEG AFMÖRKUÐ EFNI. VERÐ ER OFT LÆGRA Á ÞESSAR SÝNINGAR OG ÖLLUM ER HEIMILL AÐGANGUR. ____________________________________________________________________ ÞÖGLAR MYNDIR

MEÐ ODDNÝJU SEN KVIKM.FRÆÐINGI.

27. MAÍ: PHANTOM OF THE OPERA (Óperudraugurinn)

Úr Los Angeles Plays Itself.

ÚRBANIKKA KVIKMYNDIR OG ARKITEKTÚR.

10. MAÍ: LOS ANGELES PLAYS ITSELF Thom Andersen 2003 Hugleiðing um hvernig Los Angeles er notuð í kvikmyndum. ARNARHREIÐRIÐ

“KÖLT”MYNDIR.

18. MAÍ: ATANARJUAT - THE FAST RUNNER Zacharias Kunuk, 2001 Költmynd um forna goðsögn, tekin á Inútítaslóðum í Kanada. MINI-CINÉ

ÓHÁÐAR, “MICROCINEMA”

19. MAÍ: HIDEOUS KINKY Gillies MacKinnon, 1998 Einstæð móðir (Kate Winslet) með tvö ung börn, flyst frá London til Marokkó í leit að sjálfri sér.

Rupert Julian, 1925 Í óperuhúsi Parísar, sem er byggt yfir ævafornum pyntingarklefum og dýflissum, reikar um dularfull mannvera (Lon Chaney) með grímu til að leyna afskræmdu andliti sínu. Hann reynir að fá stjórn óperunnar til að gera konuna sem hann elskar að stjörnu og notar til þess öll meðul. ZARDOZ

SCI-FI MYNDIR.

27. MAÍ: NÁNAR AUGLÝST SÍÐAR. Kate Winslet leikur unga móður sem fer að leita að sjálfri sér í költmyndinni Hideous Kinky.


MAÍ - JÚNÍ 2011 / SÝNINGARSKRÁ / BLS 23

SÝNINGARSKRÁ

LISTI Í TÍMARÖÐ YFIR ÞÆR MYNDIR SEM SÝNDAR ERU Í MAÍ OG JÚNÍ. ATHUGIÐ AÐ Á ÞESSUM LISTA ERU EKKI ÞÆR MYNDIR SEM KUNNA AÐ HALDA ÁFRAM FRÁ FYRRI MÁNUÐI. BIRT MEÐ FYRIRVARA UM BREYTINGAR. SÝNINGARTÍMA DAGSINS OG VIKUNNAR MÁ SJÁ Á BIOPARADIS.IS.

KVIKMYND

DAGSKRÁ

SÝND

Iceland Food Centre

Nýjar myndir

5. maí

Route Irish (Íraslóð)

Nýjar myndir

Frá 6. maí

Íslenskt bíó í sumar (enskur texti)

Íslenski kvikmyndaarfurinn

Frá 6. maí

Popiól i diament (Aska og demantar)

Stríðsmyndir frá Austur-Evrópu

6.-8. maí

Los Angeles Plays Itself

Úrbanikka

10. maí

Hur manga lingon finns det i varlden? (Allar heimsins tungur)

Nýjar myndir

Frá 13. maí

Rauðir og hvítir

Stríðsmyndir frá Austur-Evrópu

13.-15. maí

BANFF fjalla- og útivistarmyndahátíðin

Hátíð

17.-18.maí

Uppskeruhátíð Kvikmyndaskóla Íslands

Kvikmyndaskóli Íslands

17.-21. maí

Atanarjuat - The Fast Runner

Arnarhreiðrið

18. maí

Hideous Kinky

Mini-Ciné

19. maí

Vegurinn heim, Ísland-Úganda, Borgaraleg hegðun

Evrópa unga fólksins

19. maí

Voskhozhdeniye (Uppgangan)

Stríðsmyndir frá Austur-Evrópu

20.-22. maí

Phantom of the Opera (Óperudraugurinn, 1925)

Þöglar myndir

26. maí

(Mynd auglýst síðar)

Zardoz Sci-Fi

27. maí

Idi i smotri (Farið og sjáið)

Stríðsmyndir frá Austur-Evrópu

27.-29. maí

Yann Tiersen og Amelie

Sérviðburður

2. júní

The Myth of the American Sleepover (Síðustu dagar sumars)

Nýjar myndir

Frá 3. júní

Killing Bono (Slá í gegn)

Nýjar myndir

Frá 10. júní

Stuttmyndadagar í Reykjavík

Hátíð

The Juniper Tree (Einiberjatréð)

Sérviðburður

15.-16. júní 17. júní

Elizabeth Taylor dagar

Hátíð

23.-26. júní

Monsters (Skrímsli)

Nýjar myndir

Frá 24. júní



Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.