Börn með krabbamein - 1. tbl. 2023

Page 1

Líftæknilyf björguðu lífi Ólavíu

1. tbl. 30. árg. 2023
STYRKTARFÉLAG KRABBAMEINSSJÚKRA BARNA
Viðtal við Liv Åse Skarstad og Þorkel Kristinsson

ÚTGEFANDI: Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, Hlíðasmára 14, 201 Kópavogi, sími: 588 7555, netfang: skb@skb.is, heimasíða: www.skb.is,

RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Gréta Ingþórsdóttir, framkvæmdastjóri SKB.

STJÓRN SKB: Rósa Guðbjartsdóttir, formaður, Benedikt Einar Gunnarsson, Björn Harðarson, Dagný Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Stefánsdóttir, Jónas Tryggvi Jóhannsson, Kristjana Erlen Jóhannsdóttir, Særós Tómasdóttir og Una Gunnarsdóttir.

MYNDIR: Úr safni SKB og myndabönkum.

FORSÍÐUMYND: Rán Bjargar.

UMBROT: Harpa Halldórsdóttir hjá Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna.

PRENTUN:

PRENTMET ODDI ehf. – umhverfisvottuð prentsmiðja.

Efnisyfirlit

15

Fastir liðir framundan Bls. Héldu að hún ætti örfáar vikur eftir Bls. 5 Styrktarmenn SKB Bls. 13 Samstarf við Hæfi Bls. 12 Þrautir og fleira fyrir börnin. Bls. 16 Jólastund í Áskirkju Bls. 14
lindex.is

Samningur við Krabbameinsfélag Íslands

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (SKB) hefur gert samkomulag við Krabbameinsfélag Íslands og Vísindasjóð Krabbameinsfélags Íslands um móttöku og meðferð umsókna og úthlutun styrkja úr Rynkebysjóði SKB. SKB naut afraksturs fjársöfnunar Team Rynkeby Ísland á árunum 2017-2021 og sjóðurinn nemur 80 milljónum sem verður varið til rannsókna á krabbameinum hjá börnum.

Framlög Team Rynkeby Ísland á árunum 2017-2021 til SKB námu alls rúmum 100 milljónum króna og þar af skyldu um 80 milljónir renna til rannsókna á krabbameinum í börnum.

Að vel athuguðu máli ákvað stjórn SKB að leita eftir samstarfi við Krabbameinsfélag Íslands um aðgang að sérfræðiþekkingu þeirri sem Krabbameinsfélagið býr yfir í stjórn Vísindasjóðs síns. Með því móti yrði tryggt að umsóknir og rannsóknir uppfylltu öll skilyrði sem gera verður til vísindarannsókna og til að fjármagnið komi örugglega að sem bestum notum fyrir skjólstæðinga SKB. Það er bæði flókið og vandasamt að gera góðar umsóknir um vísindarannsóknir og að sama skapi er

Rósa Guðbjartsdóttir formaður SKB.

flókið og vandasamt að lesa úr þeim og meta þær. Sú þekking sem nauðsynleg er til slíkrar úrvinnslu er ekki fyrir hendi innan raða SKB og því varð úr að leita eftir samstarfi við Krabbameinsfélag Íslands og Vísindasjóð þess.

Við úthlutun styrkja úr Rynkebysjóðnum er unnið eftir skipulagsskrá, starfs- og úthlutunarreglum Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands og starfsreglum Vísindaráðs Krabbameinsfélags Íslands eins og við á og á sama hátt og gildir um aðrar umsóknir í Vísindasjóð Krabbameinsfélagsins.

Krabbameinsrannsóknir hafa leitt til mikilla framfara í greiningu og meðferð krabbameina og nauðsynlegt er að tryggja að unnt sé að sinna fjölbreyttum rannsóknum á krabbameini hérlendis. Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands hefur frá árinu 2017 úthlutað tæplega 400 milljónum króna til 41 rannsóknarverkefnis. Með tilkomu Rynkebysjóðs SKB skapast enn fleiri tækifæri fyrir færasta vísindafólk landsins til að rannsaka hvernig fækka megi krabbameinstilfellum, fækka dauðsföllum af völdum krabbameina og bæta lífsgæði þeirra sem greinst hafa með krabbamein.

Frá undirritun samkomulagsins í húsi Krabbameinsfélagsins. Frá vinstri: Valgerður Sigurðardóttir, formaður Krabbameinsfélags Íslands, Rósa Guðbjartsdóttir, formaður Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, og Ragnheiður Haraldsdóttir, formaður stjórnar Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands. Mynd: Sigurður Möller Sívertsen.

4

Viðtal: Gréta Ingþórsdóttir

Myndir: Rán Bjargar og úr einkasafni

Ólavía Þorkelsdóttir greindist með stjarnfrumuæxli 5 ára gömul árið 2019 og með annað krabbamein tveimur árum síðar, sem aldrei hafði áður sést í barni á Íslandi. Foreldrum hennar var sagt að ekki væri hægt að lækna hana og hún ætti aðeins örfáar vikur ólifaðar þegar uppgötvaðist að hún var með erfðagalla sem opnaði dyr að líftæknilyfjameðferð og nú, tveimur árum síðar, sjást engin merki um meinið.

Foreldrar Ólavíu, Liv Åse Skarstad og Þorkell Kristinsson, féllust á að segja söguna af veikindum Ólavíu fyrir Börn með krabbamein og byrja á að rifja upp aðdragandann að greiningunni.

5 Líftæknilyfbjörguðu lífi
Ólavíu

Ævintýralegur hraði

„Við vorum ótrúlega heppin hvað allt gekk hratt,“ segir Liv Åse. „Ólavía kastar upp í leikskólanum á miðvikudegi í lok maí 2019 en hvílir sig eftir að heim er komið og jafnar sig. Daginn eftir, sem er sumardagurinn fyrsti, erum við lengi úti að tína rusl fyrir flokkinn hans Kristins í ÍA, bróður Ólavíu. Þann dag kastar hún upp aftur og líka daginn eftir. Það var mikil sól þessa daga og við héldum að hún væri með sólsting. Við pöntuðum tíma hjá lækni til að láta hann líta á hana en samt í raun fyrst og fremst til að fá kenningu okkar um sólstinginn staðfesta. Við fengum tíma á fimmtudegi í vikunni á eftir og fannst það allt í lagi. Hún var fín á laugardeginum en á sunnudeginum hélt hún áfram að kasta upp, kvartaði undan höfuðverk og hafði enga stjórn á augunum – var orðin rangeygð. Þá leist okkur ekki á blikuna og ákváðum að hringja í lækninn. Um er að ræða Geir Friðgeirsson barnalækni en við höfðum verið með alla krakkana hjá honum. Sylvía, okkar yngsta, fæddist með loftbrjóst og af þeirri ástæðu vorum við í miklu sambandi við Geir. Hann hafði löngu áður gefið okkur símanúmerið sitt og sagt að við mættum að hafa samband ef á þyrfti að halda en við höfðum aldrei nýtt okkur það fyrr en þarna þegar Ólavía er orðin rangeygð.

Ég lýsti einkennunum fyrir Geir og hann sagði okkur að koma strax daginn eftir, hann myndi koma henni að. Ég fer með hana suður, Geir skoðar hana og segist vilja senda hana í sneiðmyndatöku og blóðprufu. Hann segir að ég eigi að óska strax eftir skyndisvari við sneiðmyndinni. Við förum fyrst í myndatökuna, svo í blóðprufuna og löbbum svo aftur yfir í myndgreininguna til að sækja niðurstöðurnar. Ég sé að læknir og annar starfsmaður verða eitthvað skrítnir þegar ég kem og segjast vera búnir að senda niðurstöðurnar beint til Geirs, þ.a. ég fór bara yfir til hans aftur með ónotatilfinningu vegna þess hvað ég hafði fengið skrítið viðmót í myndgreiningunni.

Við Ólavía sitjum fyrir utan stofuna hjá Geir, hann kemur fram, segir ekkert, fer á milli herbergja og lætur okkur bíða en kallar svo á okkur, lokar dyrunum, tekur utan um mig og segist hafa fundið mein í heilanum.

Á meðan við biðum hafði hann verið að undirbúa ýmislegt, tala m.a. við Ingvar Hákon Ólafsson taugaskurðlækni, og sendi okkur í kjölfarið beint á Barnaspítalann. Hann var búinn að undirbúa allt á þessum stutta tíma, varla hálftíma. Ég hringdi í Kela, sem hafði verið að vinna á Varmalandi, og segi honum að koma beint á Barnaspítalann því það hafi fundist æxli hjá Ólavíu í litla heila og það eigi að leggja hana inn.

Ólavía var send í segulómun daginn eftir, niðurstöður úr henni staðfestu greininguna frá deginum áður og hún fór í skurðaðgerð á miðvikudegi. Þetta var ævintýralegur hraði því að þann dag var slétt vika liðin frá því að hún kastaði upp fyrst.

Rokkstjörnurnar Ingvar og Geir

Eftir þetta tók við þetta dæmigerða ferli að bíða eftir greiningu á æxlinu og leggja drög að meðferð. Við fengum að vita strax að þetta væri eitthvað sem kallað er stjarnfrumuæxli en eftir greininguna kom í ljós að um var að ræða hágráðuæxli á fjórða stigi sem ekki hafði fundist í barni á Íslandi í meira en 30 ár. Ólavía fór 30 sinnum í geisla með svæfingu í hvert einasta skipti og svo lyfjameðferð sem hún þoldi mjög vel. Við mættum einu sinni í mánuði og sóttum lyfin en þar sem hún varð ekkert lasin af þeim

6
Ólavía þegar hún greindist fyrst árið 2019, nývöknuð eftir aðgerð.

þurfti hún ekki að liggja inni meðan á þeirri meðferð stóð og við fengum að vera heima.

Hún var nánast jafn hress og vanalega því að eftir að hún var búin að jafna sig eftir skurðaðgerðina þá var hún bara sjálfri sér lík,“ segir Liv Åse.

Og það var svo sannarlega ekki endilega sjálfgefið þar sem aðgerðin hefði getað haft mjög alvarleg áhrif, t.d. á tal- og hreyfigetu. Ingvar varaði þau við því að Ólavía myndi mögulega hvorki getað talað né gengið aftur.

„Þegar maður rifjar þetta upp þá er þetta eiginlega alveg bilað,“ segir Keli. „Að maður skuli hafa þurft að meðtaka svona hrikalegar fréttir en að þetta hafi síðan gengið svona vel. Þessi læknar eru báðir algjörar rokkstjörnur og allt starfsfólkið frábært. Ingvar stendur samt upp úr og manni finnst hann alltaf hafa verið maðurinn sem lét hlutina gerast. Sérstaklega í seinna skiptið,“ segir Keli en við bíðum með þann hluta sögunnar þar til þar að kemur.

Ólavía fór í lyfjagjafir á sex vikna fresti í sex skipti og kláraði lyfjameðferðina í maí 2020. En skömmu síðar fóru sömu einkenni sig að gera vart við sig og hún hafði verið með árið áður. Hún byrjaði að kasta upp og kvarta undan höfuðverk. Fjölskyldan fór til Noregs í byrjun júní og þá var Ólavíu farið að líða illa. „Hún mátti ekki hnerra, þá fann hún mikið til og bar sig illa. Það helltust yfir okkur áhyggjur af því að þetta væri komið aftur. Fyrsta barnabarnið okkar fæddist í Noregi þetta sumar og við fórum þangað í tvígang, fyrst þegar barnið fæddist og svo til að vera við skírn. Það var heitt í Noregi og Ólavíu leið illa allt sumarið. Hún var ekki sjálfri sér lík, vildi lítið vera með systkinum eða vinkonum, enda gat hún ekki mikið gert. Hún hafði lært að hjóla skömmu fyrir

greininguna en þarna gat hún hvorki hjólað né hlaupið og ekki hoppað á trampólíni. Hún fann alls staðar til og það mátti ekki ekki lyfta henni með því að taka utan um hana. Það þurfti að lyfta henni í hálfgerðum kóngastól, annars veinaði hún af sársauka.

Við vorum ítrekað búin að nefna þessa verki í spítalaheimsóknum en það fannst engin skýring á þeim og meira segja var á einum tímapunkti nefnt að Ólavía væri mögulega með mígreni. Þó var ýmislegt gert til að reyna að finna út úr þessu og í júlí vorum við með hana í viku í innlögn þar sem allar mögulegar rannsóknir voru gerðar, m.a. tekin sneiðmynd af höfðinu. Æxlið sem hún fékk í fyrra skiptið dreifir sér yfirleitt ekki, þ.a. það var kannski ekki verið að beina sjónum að þeim möguleika. Hún fór fljótlega í heilalínurit til að kanna hvort hún gæti verið að fá flog sem væru að valda höfuðverkjunum og alls konar ómanir og skoðanir voru gerðar en ekkert fannst,“ segir Liv Åse.

Ólavía byrjaði síðsumars í 6 ára bekk en gat fyrstu vikurnar nánast ekkert verið í skólanum og aldrei fullan dag. Hún varð veikari og veikari og það endaði með því að hún varð rangeygð aftur. Keli fór með hana suður og til augnlæknis í gegnum Barnaspítalann. Þá kom í ljós að það var mikill þrýstingur á augun. Ingvari var gert viðvart og hann taldi að mögulega væri hún farin að þróa með sér vatnshöfuð – að mænuvökvi væri að safnast fyrir við heilann af því að hann næði ekki að drena sig niður. Í september var settur ventill á höfuðið til að tappa umframvökva af heilanum og þá var tekið sýni úr mænuvökvanum í leiðinni. „Niðurstaðan úr þeirri rannsókn var jákvæð – bestu fréttir í heimi, héldum við – það sást ekkert í mænuvökv-anum: meinið hafði ekki dreift sér þangað,“ segir Keli.

„Á föstudegi, þegar við vorum send heim, átti Ólavía erfitt með gang og hafði lítið jafnvægi en Ingvar vonaðist til að það myndi lagast,“ segir Liv Åse. „Við áttum bókað í venjubundna segulómun á þriðjudeginum og um helgina lagaðist hún ekkert. Við vorum því látin komin inn á mánudeginum, Ingvar kom í lok dags og kíkti á hana og var alls ekki sáttur. Henni leið greinilega mjög illa þó að eitthvað hafi létt á henni eftir að ventillinn var settur upp.“

7
Sömu einkenni komu aftur
Bestu fréttir í heimi
Búið að taka sýni.

„Morguninn eftir áttum við bókaðan fund með læknateyminu, félagsráðgjafa og öllum sem höfðu komið að máli Ólavíu vegna þess að við vorum ekki fyllilega sátt við það hvernig við höfðum verið afgreidd þarna um sumarið. Okkur hefur fundist í gegnum þetta allt að á meðan maður er með barn í innlögn þá er maður eins og blómi í eggi en um leið og maður er kominn út fyrir dyr spítalans þá eru þær svo kyrfilega lokaðar að það er nánast eins og maður sé ekki til.

Við ætluðum að tala um þetta og láta vita að okkur fyndist ekki nógu vel hlustað á okkur. Við rúllum Ólavíu sem sagt yfir í segulómun og mætum svo á fundinn. Þar er Ólafur Gísli [Jónsson barnakrabbameinslæknir] stöðugt að fá símtöl og eitthvað að ráðfæra sig við Halldóru [Þórarinsdóttur barnakrabbameinslækni] og þá kemur upp úr kafinu að svæfingar- og röntgenlæknarnir vilja ekki svæfa Ólavíu, segja að það sé svo skammt liðið frá ventil-aðgerðinni að myndatakan verði mögulega ekki marktæk. Ólafur Gísli er líka í sambandi við Ingvar sem krefst þess að hún fái myndatökuna, hann treysti sér alveg til að lesa úr myndunum,“ segir Keli.

Þau segja að þetta hafi eiginlega verið eina myndatakan í öllu ferlinu sem þau voru ekkert stressuð yfir. Fram að því höfðu þau alltaf fundið kvíðann sem foreldrar barna í krabbameinsmeðferð kannast svo vel við þegar þau fara í myndatökur. En það var nýbúið að segja Kela og Liv Åse að ekkert væri í mænuvökvanum, þannig að þarna höfðu þau engar áhyggjur. En niðurstaðan var önnur: verstu fréttir í heimi!

„Yfirleitt komu niðurstöður úr segulómun ekki fyrr en þremur dögum eftir myndatöku og við vorum alveg róleg.“ segir Liv Åse. „Við vorum enn inni á spítalanum þegar Halldóra kemur og biður mig að hringja í Kela og segja honum að koma. Mér fannst engin sérstök ástæða til en hún sótti það mjög fast og sem betur fer var hann farinn að vinna í bænum á þessum tíma og ég þurfti ekki að fara langt til að sækja hann. Við löbbum inn á fundinn og herbergið er fullt af fólki: allir læknarnir í teyminu, tveir hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafi og Ingvar. Það vantaði bara prestinn! Þá þyrmdi yfir okkur og við vissum að það átti að færa okkur slæmar fréttir.“

Í ljós hafði komið að Ólavía var með krabbamein sem aldrei hafði greinst í barni á Íslandi og enginn í teyminu hafði séð áður. Ingvar hafði reyndar einu sinni séð tilfelli þar sem hann var að vinna erlendis. Þetta er krabbamein sem leggst á milli heilahimna sem eru þrjár. Það hjúpar innstu himnuna, allt í kringum heilann, niður mænuna alveg niður í rófubein – kallað sugar coating á ensku. Æxlið þrýsti mjög á brjóstmænuna, sem var væntanlega ástæðan fyrir verkjunum í brjóstholinu, og olli því að hún gat varla labbað.

Sneiðmyndin sem var tekin í júlí var bara tekin af höfðinu en á henni hefði mögulega sést eitthvað meira ef hún hefði náð niður á brjóstholið. Og ef Keli og Liv Åse hefðu gengið harðar eftir því að láta finna út úr því hvers vegna Ólavía var svona verkjuð í brjóstholinu, þá hefði meinið mögulega sést eitthvað fyrr.

8
Eins
og maður sé ekki til
Á vöknun eftir sýnatöku.
Verstu fréttir í heimi
Hafði aldrei áður greinst í barni

sá eini sem hafði séð þetta áður og vissi hvað þetta þýddi. Það var mjög dapurlegt fyrir okkur að skynja uppgjöfina hjá teyminu þó að hún væri skiljanleg,“ segir Keli.

ræða alveg sama svæði og því var ákveðið að hún færi í 20 geisla í viðbót.

í ljós að Ólavía var með genagalla sem hún hafði fengið frá báðum foreldrum og sem hefur þau áhrif að vírusvörn hennar virkar ekki. Þegar krabbameinsfrumur koma inn í líkamann þá virkjast ónæmiskerfið í Ólavíu ekki eins og það ætti að gera. Þegar þessi galli uppgötvast fréttist af rannsókn sem var verið að gera á virkni líftæknilyfja á 400 börnum í Kanada. Ólavía var ekki hluti af rannsókninni en fékk að njóta góðs af henni og varð fyrst íslenskra barna til að fá meðferð með slíku lyfi.

Það þurfti þó eitt og annað að ganga upp og þróast í rétta átt áður en hægt var að byrja að gefa henni lyfið. „Áður en okkur var sagt að mögulega fengi hún lyfið var öll von bundin við geislana – að þeir myndu hugsanlega lengja tímann sem við hefðum þangað til hún fengi eitthvað annað. Það var búið að gefa okkur 2-4 vikur og sagt að ólíklegt væri að hún næði að klára geislana. Jakob geislalæknir sagði að ef hún myndi þrauka fyrstu vikuna þá ætti hún kannski möguleika á að klára meðferðina. Ólavía var orðin mjög veik, 18 kíló og leið mjög illa. Hún var í endalausum svæfingum, er sennilega búin að fara um 40 sinnum þegar þarna er komið og trúlega 80 sinnum núna,“ segir Liv Åse.

Ólavía fór í aðgerð þremur dögum síðar þar sem höfuðleðrinu var flett frá og kúpan götuð þar sem hún er þynnst og sýni tekið. Það var síðan sent út og beðið eftir niðurstöðu. Á meðan var ekkert plan annað en að gefa henni lyf sem Keli og Liv Åse voru ekki spennt fyrir þar sem það veldur mikilli vanlíðan. Það var byrjað að velta fyrir sér frekari geislameðferð í samráði við Jakob [Jóhannsson] geislalækni en vegna þess að búið var að gefa hámarksskammt af geislum á höfuð þá var spurning hvort Ólavía gæti farið í meiri geisla. Hins vegar hafði svæðið, þar sem geislum var beitt áður, komið best út á mynd og ekki var um að

„Um leið er okkur sagt að hún muni ekki læknast og þetta sé spurning um 2-4 vikur ef geislameðferðin gangi vel. Við vorum búin að gúgla þetta mein og vissum að það var algjör dauðadómur. Okkur er ráðlagt að biðja Huldu, dóttur okkar í Noregi, að koma ef hún vilji ná að kveðja systur sína en Hulda var sú eina sem vissi hvað staðan var alvarleg. Við höfðum ekki sagt neinum öðrum frá því á þessum tímapunkti,“ segja þau.

Geislunum var beint á allt miðtaugakerfið og þeir stöðvuðu alla mergframleiðslu en hún þurfti að vera með ákveðið hlutfall af hvítum blóðkornum áður en hún gat byrjað á líftæknilyfinu og biðin eftir að framleiðsla þeirra tæki við sér var mjög erfið.

Læknarnir í krabbameinsteyminu voru búnir að vera að senda fyrirspurnir til kollega erlendis og hugsanlega hefur tilfelli Ólavíu vakið athygli vegna þess hvað það var sérstakt. Sýni úr æxlinu var líka sent í rannsókn og í ljós kom að það hegðaði sér allt öðruvísi en fyrra æxlið hafði gert. Í því fyrra voru innan við 10 stökkbreytingar en í því síðara yfir 250. Þá kom líka

9
Ráðlagt að kalla elstu dótturina heim
Naut góðs af rannsókn á líftæknilyfi
Með pabba þegar Ólavía var sem veikust.

Héldu að þetta yrðu síðustu jólin hennar

Aðstæður á þessum tíma voru líka krefjandi. Þetta var í miðju covid, Ólavíu leið mjög illa, gat ekki gengið og vildi helst ekki hitta neinn nema foreldra sína. Þau voru með fjögur börn heima en með aðstoð frá móður Kela, sem flutti inn á heimilið, gátu foreldrarnir bæði verið á spítalanum. Systkinin eru Olga, 21 árs, Kristinn Haukur, 16 ára, Stefán Ágúst, 8 ára, og Sylvía, 4 ára. Ástandið var erfitt fyrir þau öll. Yngri börnin, Sylvía og Stefán Ágúst, söknuðu foreldra sinna og systur mjög og eldri börnin höfðu áhyggjur, þrátt fyrir að vita ekki hversu alvarleg staðan var. Liv Åse og Keli segjast vera nýbúin að segja þeim hversu tæpt þetta stóð.

„Ólavía fékk tvær lyfjameðferðir á spítalanum og svo um miðjan desember fengum við að koma heim eftir að hafa verið í innlögn frá 28. september,“ segir Liv Åse.

„Í okkar huga voru þetta síðustu jólin hennar og meira að segja ekki víst að hún myndi ná þeim. Það vissi enginn hvernig lyfjameðferðin myndi ganga. Við vorum svo heppin að Halldóra kallaði þá til lækni sem vinnur á krabbameinsdeild

fullorðinna við að gefa þetta lyf til að fara í gegnum ferlið með okkur og í raun fyrir læknana á Barnaspítalanum líka. Það var mjög gott að hitta hann. Hann sagði okkur t.d. að hin öra frumuskipting í æxlinu væri venjulega dauðadómur en þannig æxli svari einmitt þessari lyfjameðferð betur en önnur. Og ef Ólavía hefði ekki greinst með genagallann þá hefði hún ekki fengið líftæknilyfin. Það sem maður hélt fyrst að væri svo hrikalega slæmt reyndist á endanum blessun.“

getað mætt meira í skólann en hún missti mjög mikið úr þar,“ segir Keli.

Og Liv Åse heldur áfram: „Hún kláraði meðferð í nóvember 2022, er búin að fara í segulómun á þriggja mánaða fresti og fyrir ári, í mars 2022, fengum við þær fréttir að það sæist ekki neitt. Það var sérstaklega verið að horfa á þykkildið fyrir aftan brjóstmænuna þar sem þrýstingurinn var sem mestur en það fór smám saman að þynnast. Nú er hún búin að fara í fjórar myndatökur þar sem ekki hafa verið nein merki um það sem áður var.“

„Við höfum aldrei hugsað af hverju hún hafi lent í þessu eða af hverju við? Við höfum bara þakkað fyrir það sem hefur fallið með okkur í ferlinu. Strax í upphafi, hvað þetta var fljótt að greinast og að hún skyldi komast í aðgerð eftir örfáa daga, svo að hún skyldi fá líftæknilyfin. Án þeirra hefði væri hún ekki á lífi í dag. Hún byrjaði á líftæknilyfinu í nóvember 2020 og það var gefið einu sinni í mánuði til tveggja ára. Framfarirnar hafa frá byrjun verið hægar en alltaf í rétta átt og henni er enn að fara fram. Hún var í byrjun mjög máttfarin, gat ekki labbað og svaf mikið. Hún hefur smám saman orðið styrkari, er farin að labba sjálf og hefur

Liv Åse og Keli segjast margoft hafa verið beðin um að fara í viðtöl um veikindi og meðferð Ólavíu en hafi í fyrstu verið mjög treg til og ekki fundist sagan eiga erindi við aðra. Við fyrstu greiningu segjast þau hafa tekið tvo daga og grenjað en ákveðið svo að bretta upp ermar og láta þetta ganga. Í seinna skiptið var erfiðara að telja sér trú um að þetta myndi nú bara örugglega allt fara vel. Þau reyndu samt að horfa fram á veginn og segja að þau hafi verið lánsöm að hafa ekki brotnað niður bæði í einu. Þau tóku dýfurnar til skiptis og náðu og pikka

10
Fjölskyldan á góðri stundu á Tenerife. Ekkert sést í meira en ár Fannst sagan ekki eiga erindi við aðra

hvort annað upp. Í dag segjast þau hafa aðra afstöðu til þess að deila sögunni með öðrum og ef þeirra frásögn veki eitt foreldri eða einn lækni til umhugsunar um að eitthvað alvarlegra en vaxtarverkir eða gubbupest sé á ferðinni þá sé það þess virði. Þau eru þakklát fyrir sinn lækni, Geir. Hann hafi sem betur fer verið vakandi og tekið málið alla leið því hann vildi strax að það yrði tekin mynd.

Þau segja að stærsta áskorunin í dag sé að glíma við þá vitsmunalegu skerðingu sem geislarnir hafi valdið Ólavíu. Hún sé enn sama barnið, klár, hnyttin og skemmtileg en hún sé orðin á eftir sínum jafnöldrum í ýmsu. Hún er ekki orðin læs, 9 ára gömul, og talsvert vantar upp á hreyfiþroskann. Breytingarnar á henni eru þó í rétta átt og þau eru ánægð á meðan það er þannig. Þau eru að bíða eftir þroskamati sem hún á að fá í haust, einu ári eftir að þau báðu um það.

við en hún er t.d. á lyfjum vegna röskunar á starfsemi skjaldkirtils. Enginn var búinn að tala um námsörðugleika eða skerta hreyfigetu en hún hoppar ekki og hjólar ekki. Hún þarf aðstoð við athafnir daglegs lífs, hún á erfitt með ýmsar hreyfingar eins og að vinda upp á sig og beygja sig í hnjánum. En við erum með góðan sjúkraþjálfara sem kemur til hennar í skólann og meðhöndlar hana, auk þess sem hann hefur kennt stuðningsfulltrúa Ólavíu og kennurunum hennar ýmsar æfingar. Hún er í aukasundi og aukaleikfimi en hún á ekki samleið með krökkunum í hreyfileikjum og það er farið að há henni og koma í veg fyrir að hún að myndi félagsleg tengsl. Hún er mikill dundari og finnst gaman að spila og lita en hún hefur ekki burði í það sem krefst líkamlegs atgervis og þar verður hún útundan. Hennar tómstundir eru á öðru sviði en hún er í píanótímum og í skátunum þar sem hún er í góðu samfélagi og tekst á við alls konar skemmtileg verkefni og áskoranir,“ segir Liv Åse.

Lánsöm og þakklát

Keli og Liv Åse segjast þurfa að ganga mjög eftir allri þjónustu og margt hafi komið sér á óvart. Þeim var t.d. ekki sagt að geislarnir gætu haft áhrif á vitsmunaþroska. „Það er enginn að benda okkur á hvaða þjónustu við eigum rétt á. Maður veit ekki hvert er hægt að leita. Við höfum þurft að óska eftir öllu sjálf, t.d. sjúkraþjálfun, höfðum aldrei talað við sjúkraþjálfara nema þegar við vorum í innlögn og aldrei við iðjuþjálfa. Svo er alls konar annað sem Ólavía er að glíma

Hún segir að þegar lífið var að komast í réttar skorður og þau Keli aðeins farin að slaka á þá hafi þau eiginlega fengið áfall. Á meðan þau voru á spítalanum hafi þau lítið getað talað saman vegna þess að þá voru þau alltaf inni á stofu hjá Ólavíu en núna tali þau mikið saman og þó að Keli hafi ekki viljað leita sér faglegrar aðstoðar þá segir Liv Åse að þau glími við þetta saman og hún hafi ekki áhyggjur af því að hann sé ekki að byrgja eitthvað inni. Liv Åse segist mikið hafa talað við djákna sem hafi reynst henni vel, auk þess að nýta sér bæði sálfræði- og markþjálfaþjónustu hjá Umhyggju.

Líftækni í stuttu máli.

Líftækni er tækni sem notast við lífverur eða hluta þeirra til að framleiða afurðir eða til að hraða eða breyta náttúrulegum ferlum. Líftækni snýst því um hagnýtingu líffræðilegrar og lífefnafræðilegrar þekkingar, gjarnan til framleiðslu lyfja, matvæla eða annarra afurða en einnig til úrlausna annars konar tæknilegra verkefna, til dæmis við niðurbrot á úrgangi eða hreinsun umhverfismengunar. Fyrir 1970 var þessi tækni aðallega notuð í matvælaframleiðslu og landbúnaði en síðan þá hefur tæknin verið útvíkkuð inn í genatækni, lífgagnatækni o.fl. Líftækni hefur í raun verið stunduð um árþúsund, eða allt frá í árdaga landbúnaðarbyltingarinnar, þó svo hugtakið sem slíkt sé

Þrátt fyrir þessi miklu veikindi Ólavíu og hve tæpt stóð með hana verður Liv Åse og Kela tíðrætt um hvað þau séu lánsöm og þakklát. Fyrir utan það sem þegar hefur verið nefnt segjast þau vera heppin að búa á Akranesi þar sem Ólavía njóti ýmiss konar samhæfðrar þjónustu sem alls ekki sé í boði í öllum sveitarfélögum. Íbúar og nágrannar hafi líka staðið svo þétt við bakið á þeim að það sé engu líkt. Sumarið 2019 varð til hlaupahópur sem safnaði áheitum í Reykjavíkurmaraþoni sem runnu til fjölskyldunnar og um það hafi svo sannarlega munað því á þeim tíma var Keli sjálfstætt starfandi og hafði ekki sterkt fjárhagslegt öryggisnet. Ættmenni og vinkonur stóðu fyrir kertasölu um jólin 2020, sem gekk mjög vel og allur afrakstur af henni rann til þeirra. Þau segjast hafa fengið mjög sterka vissu fyrir því að hafa verið orðin sannir Skagamenn eftir 14 ára búsetu því samfélagið hafi tekið utan um þau öll eins og fjölskylda.

Þegar viðtalið er tekið eru þau að fara í langþráð frí til Tenerife. Þar á að sameina alla fjölskylduna: Kela, Liv Åse og öll börnin – líka Huldu, Thomas Eirik og Emmu, sem búa í Noregi, til að slaka á og njóta samveru í sól og yl.

emun yngra. Öll gerjuð matvæli, svo sem brauð, vín, bjór, ostar, jógúrt, skyr, súrdeig, súrpæklað grænmeti, sojasósa og gerjaðar pylsur, má telja til líftækniafurða, enda er framleiðsla þeirra bæði beint og óbeint háð aðkomu gerjandi örvera á borð við gersveppi eða bakteríur. Frá því upp úr miðri 20. öld hefur mikill fjöldi annarra afurða bæst í flóru líftækniafurða og má þar nefna ýmis ensím, vítamín, lyf og fleiri efni til heimilis- og iðnaðarnota, sem framleidd eru með aðstoð lífvera í ræktunartönkum, oftast vegna þess að of erfitt eða dýrt þykir að framleiða þau með efnafræðilegum aðferðum.

Heimild: Wikipedia

11
áhrif
Vissu ekki um
geislanna

Samstarf við Hæfi

Samstarf SKB við Hæfi um endurhæfingu foreldra í félaginu hefur nú staðið vel á annað ár með góðum árangri.

Foreldrar í SKB sækja um að komast að hjá Hæfi í gegnum SKB og fá viðtal við endurhæfingarlækni sjúkraþjálfara og sálfræðing Þverfaglegt teymi Hæfi gerir einstaklingsmiðaða áætlun og einn og í henni getur verið hefðbundin sjúkraþjálfun, sundleikfimi og sálfræðimeðferð.

Foreldrar með börn í krabbameinsmeðferð setja eigin heilsu gjarnan til hliðar á meðan öll orka og tími fer í veika barnið. Þegar rými og tími gefst svo til er heilsan oft orðin ansi lúin - jafnvel bæði andlega og líkamlega - og þá er frábært að geta sótt endurhæfingu á einum stað.

Foreldrar í SKB eru hvattir til að nýta sér þetta úrræði og senda beiðni á greta@skb.is ef áhugi er fyrir því.

Fjölbreytt starf unglingahóps SKB - USKB

Unglingahópurinn hefur verið með margt skemmtilegt í gangi undanfarna mánuði undir stjórn Katrínar Rósar Torfadóttur, Vals Páls Valssonar og nú síðustu mánuði Regínu Sveinsdóttur að auki.

Unglingahópurinn er fyrir krakka í félaginu á aldrinum 1318 ára, bæði þau sem sjálf hafa greinst með krabbamein og systkini þeirra. Hópurinn skipu-leggur sig á USKB – Unglingahópur SKB á facebook og við hvetjum félagsmenn í SKB til að nýta hópinn. Þar hitta krakkarnir aðra unglinga sem deila sömu reynslu og þau hafa og skilja hvert annað betur en aðrir unglingar sem ekki hafa gengið í gegnum krabbameinsmeðferð eða eiga systkini sem hafa gert það.

Í lok síðasta starfsárs, vorið 2022, fór hópurinn í útreiðartúr með Íshestum og frá því í haust hefur hann farið í Fly over Iceland, í bíó, lasertag í Skemmtigarðinum, keilu, skreytt piparkökur og farið í leynijólapakkaleik, farið á kaffihús, í Reykjavík Escape, Hopp og Sky Lagoon.

Þátttaka í viðburðum á vegum unglingahópsins er unglingunum að kostnaðarlausu – þeir eru ýmist í boði þeirra sem hópurinn heimsækir eða í boði SKB.

12

Styrktarmenn SKB mikilvægur bakhjarl

Miðlun hefur undanfarin misseri unnið markvisst að því að byggja upp styrktarmannasamfélag fyrir SKB. Í því eru einstaklingar sem styrkja félagið reglulega með framlögum til félagsins.

Eðli máls samkvæmt eru bæði útgjöld og tekjur SKB tiltölulega ófyrirsjáanleg. Hvorki er hægt að vita fyrirfram hversu mikil þörf er meðal félagsmanna fyrir styrki né hve háar fjárhæðir renna til félagsins í gegnum ýmis verkefni, eins og t.d. Reykjavíkumaraþon, eða gjafir.

Af þessum sökum er styrktarmannasamfélagið þeim mun mikilvægara vegna þess að tekjur sem félagið hefur af því eru nokkurn veginn fyrirséðar þó að alltaf sé einhver hreyfing á fólki. Sumir þurfa að hætta tímabundið vegna breytinga á atvinnu eða þurfa að lækka styrktarfjárhæð en aðrir koma yfirleitt í staðinn, sem betur fer.

Á síðasta ári numu tekjur af styrktarmannasamfélaginu að meðaltali tæplega 4 milljónum króna á mánuði og er gríðarlega mikilvægt að hafa slíkar tekjur öruggar

mánuð eftir mánuð. Miðlun heldur vel utan um samfélagið með upplýsingum og reglulegum þakkarpóstum til styrktarmanna og hefur samstarf SKB við lykilstarfsmenn Miðlunar verið frábært undanfarin ár.

Fallegar VON-ar gjafir

13
www.skb.is

Góð jólastund í Áskirkju

Jólastund SKB var haldin í Áskirkju í desember eftir tveggja ára hlé vegna Covid 19 og í fyrsta sinn í meira en 10 ár voru veitingar ekki í boði félagskvenna í Lionsklúbbnum Ýri. Gunni og Felix skemmtu boðsgestum og jólasveinar gáfu krökkunum nammipoka, tóku lagið og stýrðu dansi. Jólastundin var vel heppnuð eins og meðfylgjandi myndir sýna.

14

Fastir liðir framundan

Kótelettan, árleg tónlistar- og fjölskylduhátíð, verður haldin 6.-9. júlí á Selfossi. Laugardaginn 8. júlí verða grillaðar og seldar kótelettur til styrktar SKB eins og mörg undanfarin ár. Á síðasta ári tilkynnti Einar Björnsson, yfirkótelettukall og skipuleggjandi Kótelettunnar, að hátíðin myndi frá og með síðasta ári jafna innkomuna af kótelettusölunni og afrakstur hvers árs þar með tvöfaldast. Mikið er um dýrðir daginn sem kótelettusalan fer fram, ýmis tónlistaratriði sem höfða til yngri kynslóðarinnar, veltibíllinn er alltaf á staðnum og ýmis leik- og tívólítæki.

Félagsmenn í SKB og aðrir eru hvattir til að fjölmenna og gera sér glaðan dag og maga! Sumarhátíð SKB verður 28.-30. júlí en þá taka vinir okkar í Múlakoti taka á móti okkur og bjóða okkur að nýta aðstöðuna: tjaldstæði, snyrtiaðastöðu og flugskýli. Dagskrá er hefðbundin – útsýnisflug og Grillvagninn verða á sínum stað, bubbluboltar og fleiri skemmtiatriði. Skráning þegar nær dregur. Frábært tækifæri fyrir félagsmenn til að hittast og eiga góðar stundir í félagsskap hver annars.

Vinsamlegast fjölmennið!

Reykjavíkurmaraþon verður 19. ágúst nk. Hlaupið er einn af stærri fjáröflunarviðburðum hvers árs hjá Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna og hefur félagið iðulega verið í hópi þeirra sem mest bera úr býtum í áheitasöfnun í tengslum við hlaupið. Hægt er að skrá sig til leiks á heimasíðu Reykjavíkurmaraþons, www.rmi.is, og á www. hlaupastyrkur.is er bæði hægt að skrá þátttöku í áheitasöfnun og heita á hlaupara.

Árshátíð verður á Nauthóli 2. september. Nánari upplýsingar og skráning þegar nær dregur.

15

Brandara- og gátuhornið

Tómatur og gúrka fóru saman í bíó. Í miðri mynd spyr gúrkan tómatinn:

„Af hverju ertu að gráta?“

Tómaturinn svarar: „Það situr laukur við hliðina á mér. “

„Kötturinn minn er algjör snillingur! Hann kann að segja nafnið sitt.“

„Vá í alvöru? Hvað heitir hann?“

„Mjá.“

Sigga liggur fram á skólaborð og er að reyna að sofa. Kennarinn kallar til hennar: „Sigga! Þú veist að þú getur ekki sofið í tímanum.“ „Ég veit, en ef þú talaðir aðeins lægra, þá gæti ég það kannski.“

Sítrónu kaka

Hráefni

180 g hveiti

50 g maízena mjöl

200 g sykur

50 g mjólk

50 g olía eða brætt

smjör

5 egg

1 sítróna

16 g lyftiduft

Salt á hnífsoddi

Sítrónukrem:

250 g rjómi

100 g sykur

Börkur af 1/2 sítrónu

Hvað fer í gegnum buxurnar þínar en skilur samt ekki eftir sig gat?

Hvers konar tré hafa engin laufblöð?

Svar: Herðatré.

Svar: Prump.

Aðferð

1. Hitið ofninn á 180°C., undir- og yfirhita.

2. Smyrjið 24 sm form.

3. Skiljið eggjarauður og hvítur að og hrærið hvíturnar með ögn af salti. Þegar hvíturnar byrja stífna bætið þá helmingnum af sykrinum og hrærið þangað til hvíturnar eru orðnar vel þeyttar.

4. Hrærið eggjarauðurnar í annarri skál með olíunni/smjörinu, mjólk og rest af sykri.

5. Bætið sítrónusafa og berki við eggjarauðublönduna. Hrærið vel.

6. Sigtið hveiti, maízena mjöl og lyftiduft í skál. Bætið í eggjarauðublönduna. Blandið vel saman.

7. Bætið nú eggjahvítublöndunni við eggjarauðublönduna með sleif.

8. Smyrjið form og hellið blöndunni í.

9. Bakið í 45 mínútur, fylgist samt með af því að ofnar eru misjafnir.

10. Gott að toppa með sítrónukremi.

Þeytið rjómann aðeins og bætið svo sykrinum við og þeytið áfram smám saman þangað til rjóminn er vel þeyttur.

11. Setjið ofan á kökuna og stráið berkinum yfir. Gott að setja í kæli. Njótið!

17

Stuðningshópar og þjónusta SKB

Nokkrir hópar eru starfandi á vegum SKB, bæði jafningjahópar og hópar undir faglegri leiðsögn. Góð hefð er komin á starfsemi þeirra flestra og eru þeir grunnurinn í félagsstarfinu og þeirri tengingu sem myndast á milli fólks, sem á þessa reynslu sameiginlega, að vera með eða hafa verið með krabbamein, eiga eða hafa átt barn eða systkini með krabbamein.

Unglingahópur SKB hittist reglulega, ýmist í félagsaðstöðu SKB í Hlíðasmára eða úti í bæ, eftir því hvað er á dagskrá hverju sinni. Hópurinn fer t.d. í bíó eða keilu, hittist í Hlíðasmára og pantar eða útbýr pizzur, fær til sín gesti í gott spjall, fer í skíðaferðir, skoðunarferðir og óvissuferðir, svo eitthvað sé nefnt. Þeir sem hittast í unglingahópnum eru fyrst og fremst krakkar sem hafa greinst með krabbamein og eru á aldrinum 13-18 ára. Systkini þeirra á sama aldri hafa líka verið velkomin að taka þátt í starfi hópsins. Hópurinn er með Facebook-síðu: USK – Unglingahópur SKB.

Pabbahópur hittist að kvöldi fyrsta þriðjudag hvers mánaðar í Hlíðasmára undir faglegri umsjón Björns Harðarsonar, félagsmanns í SKB og sálfræðings. Pabbahópur sem hóf starfsemi fyrir tæpum áratug varð skammlífur en vegna mikillar eftirspurnar meðal feðra með nýgreind börn á síðustu misserum var ákveðið að gera aðra tilraun og nú er komin góð reynsla á hópinn.

Allir pabbar í félaginu eru velkomnir í hópinn en þeir sem eru með nýgreind börn eru sérstaklega hvattir til að nýta sér þann jafningjastuðning og faglegu leiðsögn sem þar er að fá. Björn heldur utan um hópinn á Facebook-síðunni Pabbahópur SKB.

Mömmuhópur SKB hefur starfað um árabil og þar hafa mömmur barna sem eru í eða eru búin í krabbameinsmeðferð hist og deilt reynslu sinni og haft stuðning hver af annarri. Hópurinn hittist fyrsta miðvikudagskvöld í mánuði í Hlíðasmára, fær sér eitthvert góðgæti og spjallar um allt á milli himins og jarðar, bæði það sem tengist

meðferð og fylgikvillum, og það sem gerir það ekki. Oft er mikið hlegið og lengi setið. Umsjón með hittingunum í Hlíðasmára hafa Louisa Sif Mönster, Guðrún Guðmundsdóttir og Katrín Eyjólfsdóttir. Haldið er utan um hópinn á Facebook-síðunni Mömmuhópur SKB.

Mömmur nýgreindra barna í SKB hittast líka einu sinni í mánuði. Louisa Sif Mönster iðjuþjálfi og félagsmaður leiðir umræðurnar í hópnum. Þar geta mömmur rætt líðan sína í trúnaði við hver við aðra, undir leiðsögn. Haldið er utan um hópinn á Facebook-síðunni Nýjar mömmur í SKB.

Angi er hópur foreldra innan SKB sem misst hafa börn sín úr krabbameini. Hópurinn hittist í aðdraganda hverrar aðventu og gerir skreytingar á leiði barna sinna. Undanfarin ár hefur hópurinn átt athvarf á vinnustöðum sr. Öddu Steinu Björnsdóttur félagsmanns, fyrst í Hjallakirkju og síðan Neskirkju.

18

Við þökkum stuðninginn

Reykjavík og Seltjarnarnes

A. Margeirsson ehf., Flúðaseli 48, 109.

A.Wendel ehf.,Tangarhöfða 1, 110.

Alhliðamálun málningaþjónusta ehf., Sóleyjarrima 39, 112.

Almenna bílaverkstæðið ehf., Skeifunni 5, 108.

Alþýðusamband Íslands, Guðrúnartúni 1, 105.

AM Praxis ehf., Sigtúni 42, 105.

Apparat ehf., pósthólf 8127, 128.

Arev verðbréfafyrirtæki hf., Bankastræti 5, 101.

Argos ehf., Eyjarslóð 9, 101.

Atlantic Tank Storage hf., Mjóstræti 3, 101.

B.B. bílaréttingar ehf.,Viðarhöfða 6, 110.

BBA Fjeldco ehf., Katrínartúni 2, 105.

Ber ehf., Gerðhömrum 30, 112.

Betra líf - Borgarhóll ehf., Kringlunni 8-12, 103.

Birkir Baldvinsson ehf.,Vatnsstíg 21, 101.

BílaGlerið ehf., Bíldshöfða 16, 110.

Bílasmiðurinn hf., Bíldshöfða 16, 110.

Bílavarahlutir ehf., Nethyl 2c, 110.

Bjarnar ehf., Borgartúni 30, 105.

BK kjúklingur, Grensásvegi 5, 108.

Bókhaldsþjónusta Arnar Ing ehf., Nethyl 2, 110.

Breiðan ehf., Markarvegi 6, 108.

Brúskur hársnyrtistofa, Höfðbakka 9, 110.

BSRB - Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Grettisgötu 89, 105.

Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf., Borgartúni 31, 105.

Catalina ehf., pósthólf 8655, 128.

Conís ehf., Fellsmúla 26,108.

CU2 ehf., Stangarhyl 6, 110.

Dansrækt JSB, Lágmúla 9, 108.

Dómkirkjan, Lækjargötu 14a, 101.

Eðalbílar ehf., Fosshálsi 9, 110.

Eðalflutningar ehf., Jónsgeisla 47, 113.

Effect ehf., Bergstaðastræti 10a, 101.

Efling stéttarfélag, Guðrúnartúni 1, 105.

Efnalausnir ehf., Ármúla 40, 108.

Eirvík ehf., Suðurlandsbraut 20, 108.

Ennemm ehf., Skeifunni 10, 108.

Esja gæðafæði ehf., Bitruhálsi 2, 110. www.esja.is

Eyjasól ehf., Hlaðhömrum 36, 112.

Fasteignasalan Miklaborg ehf., Lágmúla 4, 108.

Felixson, Lindarbraut 11, 170.

Ferðakompaníið ehf., Fiskislóð 20, 101.

Festing ehf., Kjalarvogi 7-15, 104.

Félag iðn- og tæknigreina, FIT, Borgartúni 30, 105.

Félag íslenskra bifreiðaeigenda, Skúlagötu 19, 101.

Fjaðrabúðin Partur ehf., Eldshöfða 10, 110.

Fjárhald ehf., Nethylur 2B, 110.

Fjárstoð ehf., Höfðabakka 9, 110.

Fótaaðgeraðstofa Kristínar, Dalbraut 27, 105.

Gamla Ísland ehf., Laugateigi 13, 105.

GB Tjónaviðgerðir ehf., Draghálsi 6-8, 110.

Gísli Geir ehf., Búðavaði 14, 110.

Gjögur hf., Kringlunni 7, 103.

Gleðipinnar ehf., Fossaleyni 1, 112. www.keiluhollin.is

Gleraugnasalan 65 slf., Laugavegi 65, 101. Greifinn ehf., Hringbraut 119, 101.

Grettir Vatnskassar ehf.,Vagnhöfða 6, 110.

Grettisafl ehf., Rjúpufelli 32, 111.

Græna stofan ehf., Háaleitisbraut 68, 103.

Gullsmiðurinn í Mjódd, Álfabakka 14b, 109.

H. Jacobsen,Ystaseli 29,109.

Hagkaup, Holtagörðum, 104.

Halldór Jónsson ehf., Skútuvogi 11, 104.

Hampiðjan hf., Skarfagörðum 4, 104.

Háfell ehf., Skeifunni 19, 108.

HBTB ehf., Bíldshöfða 18, 110.

Heildverslunin Glit ehf., Krókhálsi 5, 110.

Helgi Einar Nonni ehf., Bíldshöfði 16, 110.

HG kranar ehf., Starengi 8, 112.

Hirzlan ehf., Síðumúla 37, 108.

Hlér ehf., Austurströnd 1, 170.

Hollt og gott ehf., Fosshálsi 1, 110.

Horn í horn ehf., Unnarbraut 24, 170.

Hótel Klettur ehf., Mjölnisholt 10-12, 105.

Hótel Leifur Eiríksson ehf., Skólavörðustíg 45, 101.

Hús og skip ehf., Maríubaugi 135, 113.

Húsalagnir ehf., Gylfaflöt 20, 112.

Hyrningur ehf., Þrastarhólum 10, 111.

Höfðakaffi ehf.,Vagnhöfða 11, 110.

Höfuðlausnir sf., Hverafold 1-3, 112.

Iceland in a day ehf., angholtsvegi 6, 104.

Icelandair Cargo ehf., Flugvallarvegi, 102.

IceMed á Íslandi ehf., Ægisíðu 80, 107. www.lytalaekning.is

Innlifun ehf., Suðurlandsbraut 26, 108.

Innrammarinn ehf., Rauðarárstíg 41, 105.

Ísfrost ehf., Funahöfða 7, 110.

Ísold ehf., Nethyl 3-3a, 110.

Jarðvegur ehf., Lækjarmel 12, 116.

Jóhann Hauksson, trésmíði ehf., Logafold 150, 112.

K.F.O. ehf., Grundargerði 8, neðri hæð, 108.

K.H.G. Þjónustan ehf., Eirhöfða 14, 110.

Kanon arkitektar ehf., Laugavegi 26, 101.

Keahótel ehf., Laugavegi 26, 101.

Keldan ehf., Borgartúni 25, 105.

Kemi ehf.,Tunguhálsi 10, 110.

Kjötsmiðjan ehf., Fosshálsi 27-29, 110.

Klettur-Skipaafgreiðla ehf., Korngörðum 5, 104.

Klif ehf., pósthólf 249, 121.

Kontakt ehf., Ránargötu 18, 101.

Kurt og pí ehf., Óðinsgötu 7, 101

Kælitækni ehf., Járnháls 2, 110.

LAG-lögmenn sf., Ingólfsstræti 5, 101.

Landsnet hf., Gylfaflöt 9, 112.

Landsvirkjun, Háaleitisbraut 68, 103. www.landsvirkjun.is

Leikskólinn Vinaminni ehf., Asparfelli 10, 111.

Léttfeti ehf., Þverholt 15, 105.

Ljósmyndavörur ehf., Skipholti 31, 105.

Lk Þjónusta ehf., Járnhálsi 5f, 110. Logh ehf., Skipholti 35, 105. Logos slf., Efstaleiti 5, 103.

Lögfræðistofa Reykjavíkur ehf., Borgartúni 25, 105.

Magnús og Steingrímur ehf., Bíldshöfða 14, 110. Malbikunarstöðin Höfði hf., Sævarhöfða 6-10, 110.

Margt smátt ehf., Guðríðarstíg 6-8, 113.

Matborðið ehf., Bíldshöfða 18, 110. www.matbordid.is

Merking ehf.,Viðarhöfða 4, 112.

Mountaineers of Iceland, Skútuvogi 12e, 104. www.mountaineers.is

Móðurást ehf., Laugavegi 178, 105.

MS Armann skipamiðlun ehf.,Tryggvagötu 17, 101. Nesskip hf., Austurströnd 1, 170.

Nexus afþreying ehf., Nexus Glæsibæ, 104. Olíudreifing ehf., pósthólf 4230, 124.

Optic Reykjavík ehf., Hamrahlíð 17, 105. Orka ehf., Stórhöfða 37, 110.

Ólafur Þorsteinsson ehf.,Vatnagörðum 4, 104. Ósal ehf.,Tangarhöfða 4, 110.

Óskirnar þrjár ehf., (Skýrslur og skil), Suðurlandsbraut 46, 108.

Pálmar ehf., Bleikjukvísl 12, 110.

Pingpong ehf., pósthólf 4299, 104. Pixel ehf., Ármúla 1, 108.

Pizza King ehf., Skipholti 70, 105.

Pípulagnaþjónusta Reykjavíkur ehf., Vesturbergi 157, 111.

PRO events ehf., Skipholti 50c, 105.

Promennt ehf., Skeifunni 11b, 108.

Pökkun og flutningar ehf., Smiðshöfða 1,110.

RAFMENNT ehf., Stórhöfða 27, 110.

Rafstjórn ehf., Stangarhyl 1a, 110.

Rafsvið sf.,Viðarhöfða 6, 110.

Ragnar V. Sigurðsson ehf., Reynimel 65, 107. RAM ehf., Kirkjutorgi 6, 101.

Ráðgarður, skiparáðgjöf ehf., Fellsmúla 26, 108. Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101.

Reyktal þjónusta ehf., Síðumúla 34, 108.

Rima apótek ehf., Langarima 21-23, 112.

Rolf Johansen & Co ehf., Skútuvogi 10a, 104.

Rými - Ofnasmiðjan ehf., Gylfaflöt 4, 112.

Rýnir sf., Miðstræti 3a, 101.

Sameyki, stéttarfélag í almannaþjónustu, Grettisgötu 89, 105.

Samsýn ehf., Háaleitisbraut 58-60, 108.

Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja – SSF, Nethyl 2e, 110.

Satúrnus ehf., Fákafeni 9, 108.

Sendibílar Reykjavíkur ehf., Bæjarflöt 8g, 112.

Sér ehf., Kringlunni 8-12, 103.

Sigurjónsson og Thor, Lágmúla 7, 108.

SÍBS, Borgartúni 28a, 105.

Skipulag og stjórnun ehf., Deildarási 21, 110.

Skjal þjónusta ehf., Síðumúla 28, 108.

Skolphreinsun Ásgeirs sf., Unufelli 13, 111.

Skorri ehf., Bíldshöfða 12, 110.

Skóverslunin Bossanova hf., Kringlunni 8-12, 103.

Skrifstofuvörur ehf., Skútuvogi 11, 104.

Skúlason og Jónsson, Skútuvogi 6, 104.

Smith & Norland hf., Nóatúni 4, 105.

Smur- og viðgerðarþjónustan ehf.,

19

Hyrjarhöfða 8, 110.

Sóley Organics ehf., Hólmaslóð 6, 101.

Spektra ehf., Laugavegi 178, 105.

Stálbyggingar ehf., Hvammsgerði 5, 108.

Steinsmiðjan Rein ehf.,Viðarhöfða 1, 110.

Stjarnan ehf., Suðurlandsbraut 46, 108.

Stjóri ehf., Bólstaðarhlíð 4, 105.

Summa Rekstrarfélag hf.,Tjarnargötu 4, 101.

Suzuki-bílar hf., Skeifunni 17, 108.

Svarta kaffið, Laugavegi 54, 101.

Sölufélag garðyrkjumanna ehf., Brúarvogi 2, 104.

T.ark Arkitektar ehf., Hátúni 2b, 105.

Tannlæknafélag Íslands, pósthólf 8596, 128.

Tannlæknastofa Eiríks Björn ehf., Reykási 6, 110.

Tannlækningar ehf., Skipholti 33, 105.

Tannréttingar sf., Snorrabraut 29, 105.

Tannval ehf., Grensásvegi 13, 108.

Tannþing ehf., Þingholtsstræti 11, 101.

Teiknistofan Storð ehf., Laugavegi 178, 105.

THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108.

Tíbrá ehf., Kleifarvegur 8, 104.

Tónskóli Sigursv D. Kristinss., Engjateigi 1, 105.

Transporter ehf., Grasarima 12, 112.

Trausti fasteignasala ehf.,Vegmúla 4, 108. www.trausti.is

Trésmiðja GKS ehf., Funahöfða 19, 110. www.gks.is

Trésmíðaverkst Trévirkinn ehf., Súðarvogi 7, 104.

Trobeco ehf., Lindarbraut 37, 170.

Túnþökuþjónustan ehf., Fjarðarási 8, 110.

Unit ehf., Grenimel 8, 107.

Útfarastofa Kirkjugarðanna,Vesturhlíð 2, 105.

Úti og Inni Arkitektar, Þingholtsstræti 27, 101.

Vatnaskil ehf., Síðumúla 28, 108.

Veiðivon ehf., Mörkinni 6, 108.

Verkfræðiþjónusta GGÞ slf., Rauðagerði 59, 105.

Verkhof ehf., Fellsmúla 26, 108.

Vélaviðgerðir ehf., Fiskislóð 81, 101.

Vélfang ehf., Gylfaflöt 32, 112.

Vilhjálmsson sf., Sundaborg 1, 104.

Víkingbátar ehf., Kistumel 20, 162.

VOOT BEITA ehf., Skarfagörðum 4, 104.

VR, Kringlunni 7, 103.

VSÓ Ráðgjöf ehf., Borgartúni 20, 105.

Vörukaup ehf., heildverslun Lambhagavegi 5, 113.

Welcome Iceland ehf., Bíldshöfða 12, 110.

Würth á Íslandi ehf., Norðlingabraut 8, 110.

Yrki arkitektar ehf., Mýrargötu 26, 101.

Zeppelin ehf., Skeifunni 19, 108.

Þór hf., Krókhálsi 16, 110.

Þrif og þvottur ehf., Reykjavíkurvegi 48, 101.

Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Mosfellsbær og Suðurnes

AC-Raf ehf., Lækjargötu 30, 220.

Alark arkitektar ehf., Dalvegi 18, 201.

Alþjóðaskólinn á Íslandi ehf., Þórsmörk við Ægisgrund, 210.

AMG Aukaraf ehf., Dalbrekku 16, 200.

amp rafverktaki ehf., Lyngbraut 1, 250.

Apótek Garðabæjar ehf., Litlatúni 3, 210. Arkus ehf., Núpalind 1, 201.

Atlantsflug ehf., Fögrubrekku 10, 200.

Aurora Tours ehf., Haustakri 4, 210.

Aurum ehf., Dalvegi 16a, 201. Axis-húsgögn ehf., Smiðjuvegi 9d, 200. Álgluggar JG ehf., Flugumýri 34, 270. Ásborg ehf., Smiðjuvegi 11, 200.

B1 - Fjarðargrjót ehf., Furuhlíð 4, 221. Bakkabros ehf., Hamraborg 5, 200. Barkasuða Guðmundar ehf., Hvaleyrarbraut 27, 220.

Básfell ehf., Flesjakór 20, 203. www.basfell.is Bendir ehf., Hlíðasmára 13, 201. Betra bros ehf., Hlíðasmára 14, 201. Birtingaholt ehf., Gulaþingi 66, 203.

Bílamálun Alberts ehf., Stapahrauni 1, 220.

Bílar og hjól ehf., Njarðarbraut 11a, 260. Bílasprautun Íslands ehf., Lyngási 12, 210.

Bílrúðuþjónustan ehf., Grófinni 15c, 230. Bjössi ehf., Skútahrauni 9, 220. Bor ehf., Arnarhrauni 41, 220.

Bortækni ehf., Stapahrauni 7, 220. Bókráð, bókhald og ráðgjöf ehf., Melabraut 23, 220.

Brettasmiðjan ehf., Hvaleyrarbraut 8-10, 220. Broslind ehf., Bæjarlind 12, 201. BS pípulagnir ehf., Dalatanga 8, 270. Burger-Inn ehf., Flatahrauni 5a, 220. Byggingafélagið Bakki ehf., Þverholti 2, 270. CampEasy ehf., Smiðjuvegi 72, 203. Colas Ísland hf., Reykjvíkurvegi 74, 221.

Controlant ehf., Holtasmára 1, 201. CrankWheel ehf., Dalshrauni 1b, 220. Dalsgarður ehf., Dalsgarði 1, 270.

Deloitte ehf., Smáratorgi 3, 201. Dmm lausnir ehf., Hafnargötu 91, 230.

Dressmann á Íslandi ehf., Hagasmára 1, 201. DS lausnir ehf., Breiðhellu 22, 221.

Dverghamrar ehf., Lækjarbergi 46, 221. Dynkur ehf., Tröllateigi 18, 270.

Eignarhaldsfél Brunabótafél Ísl., Hlíðasmára 8, 201.

Einingaverksmiðjan ehf., Koparhellu 5, 221.

EKK ehf., Fjallalind 70, 201. Elektrus ehf., Bröttuhlíð 1, 270. Endurskoðun Helga Númasonar ehf., Melabraut 23, 220.

Express ehf., Fálkavelli 7, 235.

Fagafl ehf., Austurkór 94, 203.

Fagefni ehf., Desjamýri 8, 270.

Fagtækni hf., Akralind 6, 201.

Fagval ehf., Smiðsbúð 4, 210. Flott mál ehf., Engjavegi 10, 270.

Fríkirkjan Kefas, Fagraþingi 2a, 203. Fura ehf., Hringhellu 3, 220.

G.K. viðgerðir ehf., Flugumýri 16c, 270.

Gaflarar ehf., Lónsbraut 2, 221. Garðabær, Garðatorgi 7, 210.

Gasfélagið ehf., Straumsvík, 220. Geislatækni ehf., Laserþjónustan

Suðurhrauni 12c, 210.

Geymsla eitt ehf., Steinhellu 15, 221.

Glertækni hf., Völuteigi 21, 270. Goddi ehf., Auðbrekku 19, 200.

GP - arkitektar ehf., Litlubæjarvör 4, 225. GR verk ehf., Hlíðasmára 3, 201. Grjótgarðar ehf., Starmóa 13, 260.

Gröfuþjónusta Tryggva Einarssonar ehf., Lyngbraut 7, 250.

Guðmundur Arason ehf., Íshellu 10, 221.

Guðmundur S Borgarsson ehf., Reykjahvoli 33, 271.

Gullsmiðir Bjarni & Þórarinn ehf., Strandgötu 37, 220.

Gæludýrabúðin Fisko ehf., Kauptúni 3, 210.

Hafnarfjarðarhöfn, Óseyrarbraut 4, 220.

Hafnarfjarðarkaupstaður, pósthólf 100, 222.

Hárfaktorý slf., Hafnargötu 27, 230.

Hásandur ehf., Birkiási 36, 210.

Heimsbílar ehf., Bollatangi 8, 270.

Herramenn ehf., Hamraborg 9, 200.

Hh skór ehf., Ægisvöllum 5, 230.

Hótel Laxnes ehf., Háholti 7, 270.

Icetransport ehf., Selhellu 7, 221.

Ingi Hópferðir ehf., Ásbúð 50, 210.

Ison ehf., Vesturvör 30b, 200.

Íslenskur Textíliðnaður hf. (Ístex), Völuteigi 6, 270.

Járnsmiðja Óðins, Smiðsbúð 6, 210.

Jónsi Múr ehf., Efstahrauni 15, 240.

K. Steinarsson ehf., Njarðarbraut 15, 260. www.231.is

K.S. málun ehf., Fellahvarfi 5, 203. Kerfóðrun ehf., Hraungötu 3, 210. Kjötkompaní ehf., Dalshrauni 13, 220. Kranaverk ehf., Fjallalind 43, 201. Kríunes ehf., Kríunesi v/Vatnsenda, 203. Kvenfélag Kjósarhrepps, Neðra-Hálsi, 270. Lagnaþjónusta Þorsteins ehf., Árnastíg 4, 240.

Lagsmaður ehf., Nýbílavegur 6, 200.

Lakkskemman ehf., Skemmuvegi 30, 200.

Landshús ehf., Fróðaþingi 11, 203.

Lax-á ehf., Akurhvarfi 16, 203.

Lionsklúbburinn Úa, Mosfellsbæ, 270.

Lín Design, Smáratorgi, 201.

Loftorka Reykjavík ehf., Miðhrauni 10, 210.

Luxury Travel ehf., Litlakrika 28, 270.

Lögafl ehf., Háabergi 3, 221.

Markus Lifenet ehf., Hvaleyrarbraut 57, 220.

Maron ehf., Hrannargötu 4, 230.

Matbær ehf., Óseyrarbraut 2, 220.

MB Brokering ehf., Lindasmára 93, 201.

Merkiprent ehf., Norðurtúni 2, 230.

Metatron ehf., Lynghólar 38, 210.

MHG verslun ehf., Akralind 4, 201.

Miðbaugur ehf., Hagasmára 1, 201.

Mosfellsbakarí ehf., Háholti 13-15, 270.

Myndform ehf., Trönuhrauni 1, 220.

N1 ehf., Dalvegi 10-14, 201.

Netorka hf., Dalshraun 1a, 220.

Nonni Litli ehf., Þverholti 8, 270.

Norm X ehf., Auðbrekku 6, 200.

Nýja Bílasmiðjan hf., Flugumýri 20, 270.

Ný-sprautun ehf., Njarðarbraut 15, 260.

Nýþrif ehf., Garðatorgi 2b, 210.

Onno ehf., Eskiholti 13, 210.

Opus Invest ehf., Gnitaheiði 4a, 200. Oxus ehf., Akralind 6, 201.

Prókúra slf., Kaplahrauni 22, 220.

Pústþjónusta BJB ehf., Flatahrauni 7, 220.

Rafbraut ehf., Dalvegi 16b, 201.

20

Rafeindastofan ehf., Dalvegi 4, 200.

Rafeindir og Tæki ehf., Ægisvöllum 2, 230.

Rafeining ehf., Lækjarbergi 48, 221.

Rafiðn ehf., Víkurbraut 1, 230.

Rafmiðlun hf., Ögurhvarfi 8, 203.

Rafrænt bókhald sfl., Cuxhavengötu 1, 220.

Rafverkstæði I.B. ehf., Fitjabakka 1a, 260.

Rekstrarumsjón ehf., Dalshrauni 11, 220. www.rekstrarumsjon.is

Reykjanesbær, Tjarnargötu 12, 230.

Réttingaverkstæði Jóa ehf., Dalvegi 16a, 201.

S.S. Gólf ehf., Miðhrauni 22b, 210.

Sámur sápugerð ehf., Lyngási 11 bakhús, 210.

SE ehf., Glitvöllum 35, 221.

Siggi dúkari ehf., Akurholti 21, 270.

Skipt í miðju ehf., Lækjargötu 34b, 220.

Skólar ehf., Flugvallarbraut 752, 262.

Skyhook ehf., Hlíðarási 19, 221.

SM kvótaþing ehf., Bæjarlind 14-16, 201.

Sportvörur, Bæjarlind 1-3, 201. www.sportvorur.is

Stjörnugarðar ehf., Bakkabraut 6, 200. www.stjornugardar.is

Straumleiðir ehf., Dalaþingi 24, 203.

Sturlaugur Jónsson & Co ehf., Selhellu 13, 221.

Suðurverk hf., Hlíðasmára 6, 201.

Tannlæknastofa EG ehf., Salavegi 2, 200.

Tap technology ehf., Brennholti, 271.

Teledyne Gavia ehf., Vesturvör 29, 200.

Terra Efnaeyðing hf., Berghellu 1, 221.

Thorship ehf., Selhellu 11, 221.

Tick Cad ehf., Suðurhrauni 12c, 210.

Tinna ehf., Nýbýlavegi 30, 200.

Títan fasteignafélag ehf., Vatnsendabletti 235, 203.

Tjarnartorg ehf., Tjarnargötu 9, 230.

Tröllalagnir ehf., Auðnukór 3, 203.

Tölvur og gögn ehf., Arkarholti 8, 270.

Úðafoss ehf, Efnalaug, Álfhólsvegur 10, 200.

Val - Ás ehf., Suðurhrauni 2b, 210.

Vallarbraut ehf., Trönuhrauni 5, 220.

Vatnsvirkjar ehf., Skólagerði 5, 200.

Vaxa ehf., Askalind 2, 201.

VEB verkfræðistofa ehf., Dalvegi 18, 201.

Verkalýðsfélagið Hlíf, Reykjavíkurvegi 64, 220.

Verkfræðistofan Vik ehf., Holtagerði 69, 200.

Verktækni ehf., Lyngbergi 41, 221.

Vetrarsól ehf., Askalind 4, 201.

Vélsmiðjan Sveinn ehf., Flugumýri 6, 270.

Vgh-Mosfellsbæ ehf., Flugumýri 36, 270.

Viðhald og nýsmíði ehf., Helluhrauni 2, 220. www.vogn.is

Vinnuföt, heildverslun ehf., Bæjarlind 1-3, 201.

Vídd ehf., Bæjarlind 4, 201.

Víðistaðakirkja, Garðavegi 23, 220.

VSB-verkfræðistofa ehf., Bæjarhrauni 20, 220.

Zenus ehf., Víkurhvarfi 2, 203.

Öryggisgirðingar ehf., Flugumýri 14, 270.

Vesturland

Apótek Vesturlands ehf., Smiðjuvöllum 32, 300.

Bárður SH 81 ehf., Staðarbakka, 356.

Bifreiðastöð Þórðar Þ. Þórðarsonar ehf., Smiðjuvöllum 15, 300.

Bílabær sf., Brákarbraut 5, 310. Bílaverkstæði Hjalta ehf., Ægisbraut 28, 300. Bílver ehf., Innnesvegi 1, 300. Blómasetrið ehf., Skúlagötu 13, 310. Breiðavík ehf., Háarifi 53, Rifi, 360. Eyjatún ehf., (Pétursbúð), Silfurgötu 11, 340.

Ferðaþjónustan Húsafelli ehf., Húsafelli 1, 311.

Fjölbrautaskóli Snæfellinga, Grundargötu 44, 350.

Hótel Hamar ehf., Hamri, 310.

Hraðfrystihús Hellissands hf., Hafnarbakka, Rifi, 360.

Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301.

Höfðagata 1 ehf., Aðalgötu 8, 340.

Itis ehf., Skarðsbraut 7, 300.

JG tannlæknastofa sf., Kirkjubraut 28, 300.

Landlínur ehf., Jaðri 2, 311.

Marz sjávarafurðir ehf., Aðalgötu 5, 340.

Meitill - GT tækni ehf., Grundartanga, 301. Nesver ehf., Háarifi 19, Rifi, 360.

Rafsel Búðardal ehf., Vesturbraut 20c, 370. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Bjarnarbraut 8, 310.

Snæfellsbær, Klettsbúð 4, 360.

Tannlæknastofa A.B. slf., Túnbrekku 11, 355.

Tannlæknastofa Hilmis ehf., Berugötu 12, 310. Verkalýðsfélag Akraness, Þjóðbraut 1, 300. Verslunin Einar Ólafsson ehf., Skagabraut 9-11, 300.

Vélaleiga Halldórs Sigurðssonar ehf., Smiðjuvöllum 10, 300.

Vignir G. Jónsson ehf., Smiðjuvöllum 4, 300. Þjónustustofan ehf., Grundargötu 30, 350. Þörungaverksmiðjan hf., Karlsey, 380.

Vestfirðir

Bílaverkstæðið Smur og Dekk ehf., Mikladalsvegi 11, 450. Bolungarvíkurkaupstaður, Aðalstræti 12, 415. Endurskoðun Vestfjarða ehf., Aðalstræti 19, 415. Fiskverkun Finnboga ehf., pósthólf 290, 400. Fiskvinnslan Íslandssaga hf., Freyjugötu 2, 430. Geirnaglinn ehf., Strandgötu 7b, 410. GÓK húsasmíði ehf., Hafnargötu 14, 415. Hamraborg ehf., Hafnarstræti 7, 400. Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf., Hnífsdalsbryggju, 410. Íslenska kalkþörungafélagið ehf., Hafnarteigi 4, 465.

Jón og Gunna ehf., Austurvegi 2, 400. Kampi ehf., Sindragötu 1, 400.

Lás ehf., Hafnarbraut 10, 465.

Massi þrif ehf., Suðurtanga 2, 400.

Oddi hf., Eyrargötu 1, 450.

Orkubú Vestfjarða ohf., Stakkanesi 1, 400.

Rafverk AG ehf., Skólastígur 4, 415.

Ráðhús ehf., Engjavegi 29, 400.

Sigurgeir G. Jóhannsson ehf., Hafnargötu 19-21, 415.

Stjórnendafélag Vestfjarða, Stórholti 13, 400. www.stf.is

Súðavíkurhreppur, Grundarstræti 1, 420. Sytra ehf., Ólafstúni 2, 425.

Tannlæknastofa Viðars Konráðssonar ehf.,

Torfnesi, 400.

Tengill rafverktaki, Sjávargötu 14, 470. Vestri ehf., Suðurgötu 12, 400.

Véla- og bílaþjónusta Kristjáns ehf., Hafnarstræti 14, 470.

Vélsmiðjan – Mjölnir, skipa- og vélaþjónusta ehf., Mávakambi 2, 415.

Norðurland vestra

Aðaltak slf., Höfðabraut 11, 530. Árskóli, Skagfirðingabraut 17, 550.

Bókhaldsþjónusta Kom ehf., Víðihlíð 10, 550. Dögun ehf., Hesteyri 1, 550.

Fiskvinnslan Drangur ehf., Aðalbraut 30, 520. Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra, Bóknámshúsinu, 550.

K-Tak ehf., Borgarflöt 3, 550.

Kvenfélagið Framtíðin, Fljótum, 570.

Kvenfélagið Hekla, Vindhæli, 546.

Léttitækni ehf., Efstubraut 2, 540.

Ó.K. gámaþjónusta – sorphirða ehf., Borgarflöt 15, 550.

Pardus ehf., Suðurbraut, 565.

Primex ehf., Óskarsgötu 7, 580.

RH Endurskoðun ehf., Sæmundargötu 1, 550. Sauðárkróksbakarí ehf., pósthólf 87, 550. Siglfirðingur hf., Gránugötu 5, 580.

Skógræktarfélag Skagfirðinga, Hólatúni 8, 550. Sláturhús KVH ehf., Norðurbraut 24, 530. ST 2 ehf., Kvíabala 7, 520.

Steinull hf., Skarðseyri 5, 550. Sörlatunga ehf., Austurhlíð, 541. Tjaldstæðið Lambeyri, Laugarhvammi, 561. Trésmiðjan Ýr ehf., Aðalgötu 24a, 550.

Tveir smiðir ehf., Hafnarbraut 7, 530. Vesturfarasetrið, Suðurbraut 8, 565. Víkursmíði ehf., Kirkjugötu 7, 565.

Norðurland eystra

A.J. byggir ehf., Syðra-Brekkukoti, 604. Akureyrarbær, Geislagötu 9, 600. Akureyrarkirkja við Eyrarlandsveg, 600.

Almenna lögþjónustan ehf., pósthólf 32, 602. Arctic Maintenance ehf., Skýli 14, Akureyrarflugvelli, 600.

Árni Helgason ehf., Hlíðarvegi 54, 625.

B. Hreiðarsson ehf., Þrastalundi,601.

Baugsbót ehf., Frostagötu 1b, 600.

Bílaprýði ehf., Laufásgötu 5, 600.

Bílar og vélar ehf., Hafnarbyggð 14a, 690. Blikkrás ehf., Óseyri 16, 603.

Bústólpi ehf., Oddeyrartanga, 600.

Bútur ehf., Njarðarnesi 9, 603.

Dalvíkurbyggð, Ráðhúsi, 620.

Eining-Iðja, Skipagötu 14, 600.

Ektafiskur ehf., Hafnargötu 6, 621.

Eldá ehf., Helluhrauni 15, 660.

Endurhæfingarstöðin ehf., Glerárgötu 20, 600. Enor ehf., Hafnarstræti 53, 600.

Fiskmarkaður Þórshafnar ehf., Eyrarvegi 16, 680. Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf., Hrísateigi 5, 641.

G.Ben Útgerðarfélag ehf., Ægisgötu 3, 621.

21

Geimstofan ehf., Viðjulundi 2b, 600.

Gluggar EJ ehf., Viðjulundi 1, 600.

Halldór Ólafsson, úr og skartgripir, Gleráreyrum 1, 600.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Auðbrekku 4, 640.

Híbýlamálun, Málningarþjónusta ehf, Reynihólum 4, 620.

Hnjúkar ehf., Mýrarvegi Kaupangi, 600.

Hrafnsteinn ehf., Hafnarstræti 88, 600.

HSH verktakar ehf., Sunnuhlíð 12, 603.

Höldur ehf., Tryggvabraut 12, 600.

Íslensk Verðbréf, Hvannavöllum 14, 600.

Jarðböðin ehf., Jarðbaðshólum, 660.

Kollgáta ehf., Kaupvangsstræti 29, 600.

Kraftar og afl ehf., Óseyri 1, 603.

Ljósco ehf., Ásabyggð 7, 600.

Molta ehf., Þveráreyrum 1a, 601.

Mýflug hf., Reykjahlíðarflugvelli, 660.

Netkerfi og tölvur ehf., Fjölnisgötu 6c, 603.

Norðurlagnir sf., Möðruvallastræti 4, 600.

Norlandair ehf., Akureyrarflugvelli, 600.

Norlandia ehf., Múlavegi 3a, 625.

Plastverksmiðjan Ylur ehf., Litluskógum 6, 700.

Rafmenn ehf., Frostagötu 6c, 603.

Raftákn ehf., Glerárgötu 34, 600.

Sel sf., söluskáli, Röndinni 7, 670.

Sigurgeir Svavarsson ehf., Njarðarnesi 4, 603.

Sjúkrahúsið á Akureyri, Gleráreyrum 1, 600.

Snow Dogs ehf., Vallholti, 650.

Sólverk ehf., Stekkjarhvammi 3, 641.

Sportferðir ehf., Melbrún 2, 621.

Stefna ehf., Glerárgötu 34, 600.

Steypustöðin Dalvík ehf., Sandskeið 27, 620.

Sundleið ehf., Steinholti 10, 690.

Sveitarfélagið Múlaþing, Lyngási 12, 700.

Sýslumaðurinn á Norðurlandi, Útgarði 1, 640.

Trésmiðjan Rein ehf., Víðimóum 14, 640.

Tréverk ehf., Grundargötu 8-10, 620.

Tölvís sf., Ljómatúni 12, 600.

Útibú ehf., Kjarna, 650.

Val ehf., Höfða 5c, 640.

Verkval ehf., Miðhúsavegi 4, 600. www.verkval.is

Vélvanur ehf., Túngötu 21, 610.

Vélvirki ehf., Hafnarbraut 7, 620.

Víkurraf ehf., Garðarsbraut 18a, 640.

Vogar, ferðaþjónusta, Smáratúni 16b, 601.

Austurland

Bifreiðaverkstæði Sigursteins ehf., Selnesi 28-30, 760.

Egersund Ísland ehf., Hafnargötu 2, 735. www.egersund.is

Egilsstaðabúið ehf., Egilsstöðum 1, 700.

Fallastakkur ehf., Víkurbraut 4, 780. www.glacierjourney.is

Fiskverkun Kalla Sveins ehf., Vörðubrún, 720.

Fjarðabyggð, Hafnargötu 2, 730.

Fjarðaveitingar ehf., Austurvegi 21, 730.

Funi ehf., sorphreinsun, Ártúni, 781.

Gistihúsið Egilsstöðum, Egilsstöðum 2, 700.

Gunnarsstofnun, Skriðuklaustri, 701.

HEF veitur ehf., Einhleypingi 1, 700.

Héraðsprent, Miðvangi 1, 700. Húsgagnaval ehf., Hrísbraut 2, 780. Klausturkaffi ehf., Skriðuklaustri, 701. Króm og hvítt ehf., Álaleiru 7, 780. Landatangi ehf., Fjarðarbraut 40a, 755. Launafl ehf., Hrauni 3, 731. www.launafl.is Loðnuvinnslan hf., Fáskrúðsfirði, Skólavegi 59, 750.

Lostæti-Austurlyst ehf., Leiruvogi 2, 730. Rósaberg ehf., Háhóli, 781. Ræktunarsamband Hofshrepps, Hofi 1/Eystri Bæ, 785. Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað, pósthólf 115, 740.

Skinney - Þinganes hf., Krossey, 780. Slökkvitækjaþjón. Austurl. ehf., Strandgötu 13a, 735. snaevarsmidur@gmail.com, Stekkjarholti 2, 730. Sparisjóður Austurlands hf., Egilsbraut 25, 740. Súlkus ehf., Hafnarbraut 1, 740. Tandraberg ehf., Strandgötu 8, 735. Tandrabretti ehf., Strandgötu 8, 735. Tréiðjan Einir ehf., Aspargrund 1, 700. Tærgesen ehf., Búðargötu 4, 730. Uggi SF - 47 ehf., Fiskhóli 9, 780. Verkmenntaskóli Austurlands, Mýrargötu 10, 740. Vélsmiðjan Foss ehf., Ófeigstanga 15, 780. Þ.S. Verktakar ehf., Miðási 37, 700.

Suðurland og Vestmannaeyjar Áhaldaleigan ehf., Faxastíg 5, 900. Árvirkinn ehf., Eyrarvegi 32, 800. Ásahreppur, Laugalandi, 851. B.R. Sverrisson ehf., Norðurhofi 6, 845. Bergur ehf., Strandvegi 66, 900. Bifreiðaverkstæðið Klettur ehf., Hrísmýri 3, 800. Bílasala Suðurlands ehf., Fossnesi 14, 800. Bílaverkstæðið Bragginn sf., Flötum 20, 900. Bjólfell ehf., Kornvöllum, 861. Bær hf., Klausturvegi 6, 880.

Eðalbyggingar ehf., Háheiði 3, 800. Eldhestar ehf., Völlum, 816.

Eyjablikk ehf., pósthólf 150, 902.

Ferðaþjónustan Hunkubökkum ehf., Hunkubökkum, 880.

Flóahreppur, Þingborg, 801.

Flóra garðyrkjustöð, Heiðmörk 38, 810.

Frumskógar ehf., Laufskógum 1, 810.

Fögrusteinar ehf., Birtingaholti 4, 845. Gesthús Selfossi ehf., Engjavegi 56, 800.

GTS ehf., Fossnesi C, 800.

Hafsteinn Þorvaldsson fasteignasali, Hörðuvöllum 4, 800.

Hátak ehf., Norðurgötu 15, 801. Hellismenn ehf., Nefsholti 1b, 851. Hestvit ehf., Árbakki, 851.

Héraðsbókasafn Rangæinga, Vallarbraut 16, 860.

HH útgerð ehf., Stóragerði 10, 900. Hjá Maddý ehf., Eyravegi 27, 800. Hurðalausnir ehf., Víkurheiði 11, 800. Hveratún ehf., Hveratúni, 801. Ísfélag Vestmannaeyja ehf., Tangagötu 1, 902.

Jáverk ehf., Gagnheiði 28, 800.

Kjörís ehf., Austurmörk 15, 810.

Krappi ehf., Ormsvelli 5, 860.

Köfun og öryggi ehf., Flatir 22, 900.

Kökugerð H.P. ehf., Gagnheiði 15, 800.

Landstólpi ehf., Gunnbjarnarholti, 801.

Mundakot ehf., Tryggvagötu 2a, 800.

Nesey ehf., Suðurbraut 7, 804.

Nethamar ehf., Garðavegur 15, 900.

Písl ehf., Grenigrund 13, 800.

Prentverk Selfoss ehf., Löngumýri 28, 800.

Pylsuvagninn Selfossi / Ingunn Guðmunds., Berghólum 15, 800.

Rafmagnsverkstæði Jens og Róberts ehf., Laugarási 1, 801.

Rakarastofa Björns og Kjartans, Austurvegi 4, 800.

Rangárþing eystra, Austurvegi 4, 860. www.hvolsvollur.is

Rannsóknarþjónustan Vestmannaeyjum ehf., Strandvegi 50, 900.

Reykhóll ehf., Reykhóli, 804. RR tréverk ehf., Iðjuvöllum 7b, 880.

Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf., Víkurheiði 6, 801.

Skaftárhreppur, Klausturvegi 4, 880. Skipalyftan ehf., Eiðið, 900.

Sláturhús Hellu hf., Suðurlandsvegi 8, 850. www.slh.is

Stálkrókur ehf., Grenigrund 3, 800.

Stracta Hella ehf., Rangárflötum 4, 850. info@stracta.is

Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi 1, 815. Tara ehf., Foldahraun 37g, 900.

Teiknistofa Páls Zóphóníassonar ehf., Kirkjuvegi 23, 900.

Toppmálun ehf., Þrastarima 25, 800. Torf túnþökuvinnsla ehf., Borgareyrum, 861. Vélaverkstæðið Þór ehf., pósthólf 133, 902. Vélsmiðja Suðurlands ehf., Gagnheiði 5, 800. Vinnslustöðin hf., Hafnargötu 2, 900. Örkin veitingar ehf., Hótel Örk, Breiðumörk 1c, 810.

Rakarastofa Björns og Kjartans, Austurvegi 4, 800. Rangárþing eystra, Austurvegi 4, 860. www.hvolsvollur.is

Rannsóknarþjónustan Vestmannaeyjum ehf., Strandvegi 50, 900.

RR tréverk ehf., Iðjuvöllum 7b, 880. Skaftárhreppur, Klausturvegi 4, 880. Sláturhús Hellu hf., Suðurlandsvegi 8, 850. www.slh.is

Stálkrókur ehf., Grenigrund 3, 800. Stracta Hella ehf., Rangárflötum 4, 850. info@stracta.is

Teiknistofa Páls Zóphóníassonar ehf., Kirkjuvegi 23, 900.

Toppmálun ehf., Þrastarima 25, 800. Vélsmiðja Suðurlands ehf., Gagnheiði 5, 800. Vinnslustöðin hf., Hafnargötu 2, 900. Örkin veitingar ehf., Hótel Örk, Breiðumörk 1c, 810.

22
23

Minningarkort SKB er hægt að kaupa á heimasíðunni okkar www.skb.is eða með því að hringja á skrifstofuna í síma 588 7555. Sá sem pant ar minningarkort gerir það í minningu einhvers sem er látinn, greiðir SKB fjárhæð að eigin vali og lætur senda kortið aðstandendum hins látna. Þetta er falleg leið til að votta samúð og sýna hinum látna virðingarvott. Sala minningarkorta er auk þess mikilvægur þátt í fjáröflun SKB.

24

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað 1991 til að styðja við bakið á krabbameinsveikum börnum og fjölskyldum þeirra, bæði fjárhagslega og félagslega, og til að berjast fyrir réttindum þeirra gagnvart hinu opinbera. Á þeim vettvangi hefur náðst mikill árangur en enn er mikil þörf fyrir ýmiss konar

12-14 greiningar á ári

Árlega greinast 12-14 börn á Íslandi á aldrinum 0-18 ára með krabbamein. Hvítblæði og heilaæxli eru algengust. Meðferð við krabbameinum í börnum er yfirleitt mjög hörð en þau eru meðhöndluð með skurðaðgerðum, lyfjameðferðum og geislum.

Börnin verða veik og máttfarin meðan á meðferð stendur og eru oft lengi að ná upp fyrri styrk. Þau eru gjarnan algjörlega ónæmisbæld þegar þau eru í meðferðarlotum og geta umgangspestir, sem eru flestu fólki meinlausar, reynst stórhættulegar. Þá er gott að eiga athvarf utan skarkalans en SKB á og rekur hvíldarheimili á Suðurlandi þar sem fjölskyldur barna í meðferð geta komist í skjól þegar á þarf að halda. Húsið er leigt félagsmönnum þegar fjölskyldur barna í meðferð dvelja ekki í því.

Félagsstarf, skrifstofa, fjáröflun

stuðning. Það er áfall fyrir alla fjölskylduna þegar einn greinist með krabbamein og hún er allt í einu komin í stöðu sem enginn vill nokkurn tíma þurfa að vera í. Yfirleitt hættir a.m.k. annað foreldrið að vinna um tíma til að sinna veika barninu og verður fjárhagslegt áfall því í flestum tilvikum tilfinnanlegt.

Mömmuhópur, pabbahópur, unglingahópur og Angi

SKB stendur fyrir ýmsu félagsstarfi fyrir félagsmenn sína. Krabbameinsveiku börnin á aldrinum 13-18 ára hittast reglulega í félagsaðstöðu SKB eða utan hennar, hafa stuðning hvert af öðru og gera eitthvað skemmtilegt saman.

Mæður og feður krabbameinsveiku barnanna hittast mánaðarlega og spjalla. Þó að börnin séu ekki öll með sömu mein þá finnst þeim gott að hittast og bera saman bækur sínar.

Foreldrar barnanna sem tapa baráttunni fyrir krabbameini hittast óreglulega og spjalla. Það er sár reynsla sem enginn skilur nema sá sem hefur reynt. Sá hópur hittist alltaf í byrjun aðventu og útbýr skreytingar á leiði barna sinna.

Þjónusta og fasteignir

SKB á tvær íbúðir í Reykjavík fyrir fjölskyldur barna af landsbyggðinni sem þurfa að dvelja í Reykjavík vegna læknismeðferðar barna sinna. Landspítalinn sér um rekstur og úthlutun þeirra íbúða. Ef fjölskyldur krabbameinsveikra barna þurfa ekki á þeim að halda er þeim ráðstafað til annarra landsbyggðarfjölskyldna sem eiga börn á Barnaspítalanum.

SKB greiðir ýmsa þjónustu fyrir skjólstæðinga sína, einkum sálfræðiþjónustu en einnig aðra heilsurækt og sjúkraþjálfun.

Sem betur fer lifa alltaf fleiri og fleiri það af að greinast með krabbamein og er svo komið að hlutföllin eru um það bil 80% sem lifa og 20% sem deyja.

Fyrir um aldarfjórðungi voru þessi hlutföll akkúrat öfug. En meðferð við krabbameini getur haft ýmsar aukaverkanir og síðbúnar afleiðingar í för með sér, líkamlegar, andlegar og félagslegar og börnin sem læknast geta þurft ýmsa aðstoð í mörg ár eftir að meðferð lýkur.

Félagið stendur fyrir sumarhátíð síðustu helgina í júlí ár hvert. Áhugaflugmenn hafa boðið félagsmönnum útsýnisflug yfir Fljótshlíðina við frábærar viðtökur á hverju ári. Árshátíð er haldin einu sinni á ári og 20. desember ár hvert er haldin jólastund og þar minnast félagsmenn Sigurbjargar Sighvatsdóttur en hún gaf félaginu allar eigur sínar árið 1994. Sú gjöf lagði góðan grunn að starfi félagsins og möguleikum þess til að standa vel við bakið á félagsmönnum sínum.

Stjórn SKB kemur saman einu sinni í mánuði og tekur þær ákvarðanir sem þarf að taka. Þess á milli er stjórn félagsins í höndum framkvæmdastjóra og þriggja manna framkvæmdastjórnar, sem í sitja formaður, gjaldkeri og framkvæmdastjóri félagsins.

Skrifstofa félagsins er í Hlíðasmára 14. Hún er opin alla daga kl. 9-16. Starfsmenn eru tveir.

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna nýtur mikils velvilja og málstaðurinn mikils stuðnings víða í samfélaginu og sem betur fer eru margir sem vilja rétta því hjálparhönd. Þörfin er þó afar brýn og alltaf meiri en félagið myndi vilja geta sinnt. Helstu leiðir félagsins til fjáröflunar hafa verið útgáfa félagsblaðs tvisvar á ári og sala styrktarlína í þau, sala minningarkorta og tækifæriskorta og ýmissa söluvara.

Listmeðferð

SKB býður börnum í félaginu einkatíma í listmeðferð á skrifstofu félagsins. Nánari upplýsingar gefur Harpa Halldórsdóttir

listmeðferðarfræðingur

í síma 588 7555 eða harpa@skb.is.

Samstarf

SKB er eitt aðildarfélaga

Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum, og á aðild að Almannaheillum, samtökum þriðja geirans. Auk þess er SKB aðili að alþjóðlegum samtökum félaga foreldra barna með krabbamein, CCI (Childhood Cancer International).

25
26
Skipholt 50 C jogasetrid.is FYRIR ALLA JÓGA HUGLEIÐSLA KARLAJÓGA MEÐGÖNGUJÓGA MÖMMUJÓGA KRAKKAJÓGA 60 ÁRA OG ELDRI JÓGA ÞERAPÍA JÓGAKENNARANÁM KUNDALINI JÓGA HATHA JÓGA JÓGA NIDRA MJÚKT JÓGA Turnahvarf 8 · 203 Kópavogur 587 1300 · Kapp@kapp.is · www.Kapp.is Þú finnur traust í okkar lausn 27 Með börnum í liði síðan 1960

vinnuföt fást einnig í

Hágæða vinnuföt fyrir alla

Sérmerkjum fyrir fyrirtæki mikið úrval

Barna og unglingaföt 2-14 ára, stærðir 98-164

Mikið úrval af öryggisvörum

Verkfæri og festingar

Opið: 8-18 virka daga – 10-12 laugardaga (Í júní – ágúst er lokað á laugardögum)

HAGI ehf • Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414 3700 • hagi@hagi.is • hagi.is • Hagi ehf HILTI
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.