1 minute read

Samstarf við Hæfi

Samstarf SKB við Hæfi um endurhæfingu foreldra í félaginu hefur nú staðið vel á annað ár með góðum árangri.

Foreldrar í SKB sækja um að komast að hjá Hæfi í gegnum SKB og fá viðtal við endurhæfingarlækni sjúkraþjálfara og sálfræðing Þverfaglegt teymi Hæfi gerir einstaklingsmiðaða áætlun og einn og í henni getur verið hefðbundin sjúkraþjálfun, sundleikfimi og sálfræðimeðferð.

Advertisement

Foreldrar með börn í krabbameinsmeðferð setja eigin heilsu gjarnan til hliðar á meðan öll orka og tími fer í veika barnið. Þegar rými og tími gefst svo til er heilsan oft orðin ansi lúin - jafnvel bæði andlega og líkamlega - og þá er frábært að geta sótt endurhæfingu á einum stað.

Foreldrar í SKB eru hvattir til að nýta sér þetta úrræði og senda beiðni á greta@skb.is ef áhugi er fyrir því.

Fjölbreytt starf unglingahóps SKB - USKB

Unglingahópurinn hefur verið með margt skemmtilegt í gangi undanfarna mánuði undir stjórn Katrínar Rósar Torfadóttur, Vals Páls Valssonar og nú síðustu mánuði Regínu Sveinsdóttur að auki.

Unglingahópurinn er fyrir krakka í félaginu á aldrinum 1318 ára, bæði þau sem sjálf hafa greinst með krabbamein og systkini þeirra. Hópurinn skipu-leggur sig á USKB – Unglingahópur SKB á facebook og við hvetjum félagsmenn í SKB til að nýta hópinn. Þar hitta krakkarnir aðra unglinga sem deila sömu reynslu og þau hafa og skilja hvert annað betur en aðrir unglingar sem ekki hafa gengið í gegnum krabbameinsmeðferð eða eiga systkini sem hafa gert það.

Í lok síðasta starfsárs, vorið 2022, fór hópurinn í útreiðartúr með Íshestum og frá því í haust hefur hann farið í Fly over Iceland, í bíó, lasertag í Skemmtigarðinum, keilu, skreytt piparkökur og farið í leynijólapakkaleik, farið á kaffihús, í Reykjavík Escape, Hopp og Sky Lagoon.

Þátttaka í viðburðum á vegum unglingahópsins er unglingunum að kostnaðarlausu – þeir eru ýmist í boði þeirra sem hópurinn heimsækir eða í boði SKB.