1 minute read

Styrktarmenn SKB mikilvægur bakhjarl

Miðlun hefur undanfarin misseri unnið markvisst að því að byggja upp styrktarmannasamfélag fyrir SKB. Í því eru einstaklingar sem styrkja félagið reglulega með framlögum til félagsins.

Advertisement

Eðli máls samkvæmt eru bæði útgjöld og tekjur SKB tiltölulega ófyrirsjáanleg. Hvorki er hægt að vita fyrirfram hversu mikil þörf er meðal félagsmanna fyrir styrki né hve háar fjárhæðir renna til félagsins í gegnum ýmis verkefni, eins og t.d. Reykjavíkumaraþon, eða gjafir.

Af þessum sökum er styrktarmannasamfélagið þeim mun mikilvægara vegna þess að tekjur sem félagið hefur af því eru nokkurn veginn fyrirséðar þó að alltaf sé einhver hreyfing á fólki. Sumir þurfa að hætta tímabundið vegna breytinga á atvinnu eða þurfa að lækka styrktarfjárhæð en aðrir koma yfirleitt í staðinn, sem betur fer.

Á síðasta ári numu tekjur af styrktarmannasamfélaginu að meðaltali tæplega 4 milljónum króna á mánuði og er gríðarlega mikilvægt að hafa slíkar tekjur öruggar mánuð eftir mánuð. Miðlun heldur vel utan um samfélagið með upplýsingum og reglulegum þakkarpóstum til styrktarmanna og hefur samstarf SKB við lykilstarfsmenn Miðlunar verið frábært undanfarin ár.