Stúdentablaðið

Page 22

Að gerast heimsborgari - nám erlendis Aron Björn Kristinsson Gefur góð ráð fyrir nám erlendis

M

argir eiga þann draum að fara utan í nám, víkka sjóndeildarhringinn og kynnast nýju fólki og nýrri menningu. Nokkrar leiðir standa til boða til að gera þennan draum að veruleika en þar á meðal er hægt að fara út með hjálp KILROY education þér að kostnaðarlausu. Hvar byrjar maður? Til að byrja með þarf maður auðvitað að ákveða hvað á að læra. Þar á eftir er fyrsta skrefið að finna eftirsóknarvert land og þann skóla sem mann langar að ganga í. En ef maður er óákveðinn er hægt að leita sér ráðgjafar og eða ræða við fólk sem hefur farið utan í nám. Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins á Háskólatorgi veitir upplýsingar um nám erlendis sem og KILROY education. Um leið og fyrsta skrefinu er lokið getur hafist umsóknarferli en misjafnar kröfur eru gerðar til nemenda eftir því í hvaða skóla sótt er um. Til að mynda gæti þurft að taka TOEFL-próf sem kannar enskukunnáttu. Þar eru fjórir meginþættir málnotkunar kannaðir; ritfærni, lesskilningur, talað mál og skilningur á töluðu máli. Nokkrar vikur getur svo tekið fyrir skólann að vinna úr umsókninni. Þeir sem ætla sér í framhaldsnám í Bandaríkjunum þurfa að taka GRE-próf. Einnig hafa nokkrir skólar í Evrópu krafist niðurstöðu úr því prófi.

Langar þig í nám erlendis? Hér eru helstu atriði sem þarf að hafa í huga áður en haldið er út fyrir landsteinana. GRE prófið er skriflegt próf og fer það fram tvisvar á ári í húsnæði háskólans. Sumir kjósa að sækja um í fleiri en einum skóla ef svo óheppilega vildi til að draumaskólinn hafnaði umsókninni.

hvert er skal halda. Rétt er að láta þjóðskrá vita að maður sé á leið í nám erlendis, svo að aðsetur sé rétt skráð. Hugsanlega gæti þurft að fara í bólusetningu en mismunandi kröfur eru um slíkt á milli landa.

Íslands. Hægt er að sækja um kortið í gegnum áðurnefnda heimasíðu þeirra.

Þegar umsóknin hefur verið samþykkt er kominn tími til að plana ferðina eins nákvæmlega og hægt er, finna upplýsingar um kostnaðinn á við dvölina fyrir utan skólagjöld, námsmannadvalarleyfi og húsnæði. Varðandi framfærslu og skólagjöld er nauðsynlegt hafa samband við Lánsjóð íslenskra námsmanna (LÍN) til að fá upplýsingar ef maður ert ekki svo lánsamur að eiga sjálfur fyrir náminu eða hafa hlotið styrk af einhverju tagi. Á vefsíðu Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins, ask.is, er að finna handbók um styrki og hægt að fletta upp mögulegum styrkjum eftir löndum. Þá er nauðsynlegt að hafa vegabréfið í gildi að lágmarki 6 mánuði umfram áætlaðan dvalartíma. Einnig þarf að huga að flugfari og tryggingum en auðvelt er að fá aðstoð við það eins og með allt hitt í gegnum KILROY, en heimasíðan þeirra kilroy.is er mjög aðgengileg og auðveld í notkun.

Ef maður hyggst fara í nám erlendis í lengri tíma getur verið gott að stofna bankareikning í því landi en það getur þó tekið dálítinn tíma og því nauðsynlegt að eiga peninga inni á íslenskum reikningni að minnsta kosti út fyrstu önnina. Þó er ekki nauðsynlegt að hafa bankareikning í öllum löndum. Mikilvægt er að hafa á hreinu hvar skal búa áður en haldið er út. Margir skólar bjóða upp á námsmannaíbúðir eða heimavist. Sé þörf á að finna eigið húsnæði er góð lausn að bóka nokkrar nætur á gistiheimili þar til samastaður er fundinn.

AIESEC eru stærstu alþjóðlegu stúdentasamtök í heiminum, þau starfa í 110 löndum og eru meðlimir samtakanna yfir 60.000 talsins. Samtökin eru vettvangur leiðtogaþjálfunar, en í henni felst að stúdentar geta öðlast góða og haldbæra reynslu á sínu sviði á meðan á háskólanámi stendur. Rúmlega 9.000 leiðtogastöður eru í boði um allan heim í gegnum AIESEC og haldnar eru rúmlega 470 ráðstefnur á hverju ári. Það sem gerir AIESEC að einstökum samtökum eru tækifærin sem þau bjóða upp á fyrir háskólanema alls staðar að úr heiminum. Samtökin eru rekin af ungu fólki og fyrir ungt fólk sem vill hjálpast að við að byggja upp reynslu og njóta einstakra tækifæra. Frá upphafi hafa samtökin verið með starfsskiptaverkefni fyrir stúdenta og þá sem eru nýútskrifaðir. Verkefnin gefa stúdentum kost á því að búa í öðru landi og öðlast starfsreynslu á alþjóðlegum grundvelli. Störfin eru meðal annars á sviði viðskipta, þróunar- og samfélagsaðstoðar, verkfræði og kennslu svo dæmi séu tekin. Til að kynna sér starfsemi AIESEC frekar og þau tækifæri sem bjóðast eru nánari upplýsingar á síðu þeirra: aiesec.is.

Gátlistinn Mikilvægt er að kynna sér tryggingarmálin í viðkomandi landi. Tryggingar eru ekki alltaf eins á milli landa og því nauðsynlegt að hafa þær á hreinu áður en út er haldið. Ferlið til að fá námsmannavísa er mismunandi á milli landa en kröfurnar eru breytilegar eftir því

ISIC nemendakortið ISIC nemendakortið er eina alþjóðlega viðurkennda kortið sem staðfestir skólavist en kortið er viðurkennt af stofnunum eins og UNESCO og the European Council on Culture. Að auki er kortið viðurkennt um allan heim af menntastofnunum, menntamálaráðuneytum og ríkisstjórnum. Kortið er notað af 4,5 milljónum stúdenta í 120 löndum á hverju ári og nota má kortið til að fá tilboð á ferðalögum, hótelum, smásölu, menningu, íþróttum og fleiru um heim allan. KILROY education er með einkaleyfi á kortunum hér á landi og selur kortin í samvinnu við Stúdentaráð Háksóla

22

AIESEC - leiðtogi framtíðarinnar?


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.