Stúdentablaðið

Page 1

STÚDENTABLAÐIÐ 3.tbl. 87.árgangur september 2011



Einu sinni er allt fyrst Þá lítur dagsins ljós fyrsta tölublað Stúdentablaðsins undir minni ritstjórn sem jafnframt er fyrsta blaðið sem ég ritstýri. Það er nú þannig að einu sinni er allt fyrst og nú eru 4.184 nýnemar að taka sín fyrstu háskólaskref. Örvæntið ekki, með góðu skipulagi í bland við þátttöku í félagslífi skólans verður bókaflóðið ekki eins bugandi og það virtist í fyrstu. Ég er þeirrar skoðunar að háskólalíf sé mun skemmtilegra en menntaskólalíf enda er háskólanám algjörlega valið eftir áhugasviði hvers og eins sem gerir skólagönguna ánægjulegri. Þar sem áhugasvið

ritstjórnar Stúdentablaðsins er ólíkt leyfi ég mér að trúa því að efni blaðsins nái til fleiri en ella.

þjóðmál. Með öflugri og áhugasamri ritstjórn tel ég að fyrrgreindum markmiðum verði auðveldlega náð.

Stúdentablaðið hefur þá sérstöðu í heimi prentmiðla að nýr ritstjóri er ráðinn ár hvert og fer það eftir áherslum og áhuga þess aðila hver vattvangur blaðsins er. Blöð síðustu ára hafa meðal annars verið pólitísk, feminísk og róttæk og hafa þau sjónarmið fullkomnlega rétt á sér enda ekki fastmótuð stefna hvert innihald blaðsins á að vera. Sjálf langar mig að efla afþreyingarog upplýsingargildi blaðsins í bland við hagsmuni stúdenta og almenn

Stúdentablaðið er málgagn stúdenta við Háskóla Íslands. Blaðið er skrifað af stúdentum fyrir stúdenta. Því hvet ég stúdenta að senda mér póst á veffangið sth77@hi.is vilji þeir koma málefnum á framfæri, hafi hugmyndir að áhugaverðu efni eða hafi tilbúnar greinar sem óskast birtar.

Stúdentablaðið - 3.tbl. 87.árgangur

Ljósmyndari: Erla Gísladóttir

Ensk samantekt: Heimir Hannesson

Sérstakar þakkir fá

Útgefandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands

Prófarkarlestur: Anna Þóra Pálsdóttir

Upplag: 5.000 eintök

Andrew Scott Fortune og

Ritstjóri: Sólrún H. Þrastardóttir

Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.

Sólrún H. Þrastardóttir

Stefán Rafn Sigurbjörnsson

Hönnun og umbrot: Erla Gísladóttir

Efnisyfirlit

Breyttar reglur LÍN

4

Útivist á Íslandi

22

LakkaLakk systur í stórræðum

6

Kvikmyndahátíðin RIFF

24

Húsnæðisvandi háskólanema

10

Íslenskir nemar í Bandaríkjunum

26

Kitty Von-Sometime spurð spjörunum úr

12

Viðburðaskrá Háskóla Íslands

29

Viðtal við næringarfræðing

20

English summary

30 Og margt fleira...

Ritstjórn

Aron Björn Kristinsson

Haukur Hólmsteinsson

Thelma Lind Steingrímsdóttir

Hallveig Ólafsdóttir

Fjóla Helgadóttir

Jónína Herdís Ólafsdóttir

Erla Gísladóttir

Blaðamaður

Blaðamaður

Blaðamaður

Blaðamaður

Blaðamaður

Blaðamaður

Ljósmyndari

aronbjk@gmail.com

haukur11@gmail.com

tlsl@hi.is

hao13@hi.is

fjola83@hotmail.com

jonina109@gmail.com

www.erlagisla.com

3


Nýnemum fjölgar

Heildarfjöldi skráðra nemenda í Háskóla Íslands er 14.422 nú í upphafi skólaárs. Flestir nemendur stunda nám við viðskiptafræðideild en fæstir eru nemendurnir í rafmagn- og tölvuverkfræðideild.

Í

hundrað ár hafa stúdentar sótt Háskóla Íslands en þann 17.júní árið 1911, á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar forseta, var háskólinn stofnaður. Fyrstu 29 árin var hann til húsa í Alþingishúsinu en nú dreifist starfsemin á fjölmargar byggingar innan Reykjavíkur sem utan.

er 2,1% aukning samanborið við upphaf síðasta skólaárs. Þessar tölur eru þó ekki endanlegar þar sem enn er verið að vinna með nokkrar umsóknir. Enn fremur er frestur til skráninga úr námskeiðum og námi til 1.október og verða endanlegar tölur birtar 20.október.

Háskólaárið 1911-1912 voru nemendur einungis 45 og þar af var ein kona. Ásókn hefur aukist mikið síðan þá en við upphaf yfirstandandi skólaárs var heildarfjöldi skráðra nemenda í háskólanum 14.422 talsins sem

Flestir í viðskiptafræði Í Háskóla Íslands eru fimm fræðisvið; félagsvísindasvið, heilbrigðisvísindasvið, hugvísindasvið, menntavísindasvið og verkfræði- og náttúruvísindasvið. Flestir nemendur er skráðir til náms

á félagsvísindasviði, alls 4.803 nemendur. Þar af leggja flestir stund á nám við viðskiptafræðideild eða 1.330 manns og er það fjölmennasta deild skólans af þeim 25 sem eru í boði. Fámennasta deild skólans er rafmagns- og tölvuverkfræðideild en þar eru 102 nemendur er skráðir til náms. Það svið sem er minnst í sniðum er menntavísindasvið en þar er fjöldi skráðra nemenda 2.084. Fjöldi nýnema í ár í BA/ BS/Bed-námi eru 4.184 talsins sem er 6,1% aukning frá fyrra ári. Flestir nýnemar stunda nám

Meginmarkmið að námsmenn lendi ekki á milli kerfa

við íslensku- og menningardeild eða 366 aðilar. Því næst er deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda en þareru nýnemar 319 talsins. Nýnemum hefur fjölgað hlutfallslega mest í matvælaog næringarfræðideild eða um 75,6%, fyrir ári var fjöldi nýnema 45 samanborið við 79 í ár. Einnig fjölgar nemum við jarðvísindadeild hlutfallslega mikið milli ára eða um 44,1%, úr 68 í 98 manns. Mesta hlutfallslega fækkun nýnema er í hjúkrunarfræðideild en þar fækkaði nýnemum úr 239 í 171 milli ára eða 28,5% Höfundur: Sólrún Þrastardóttir

M

örgum Íslendingum hefur þótt það vænn kostur að fara út fyrir landssteinana í nám. Árið 2010 voru 2.248 íslenskir námsmenn við nám erlendis. Vinsælt hefur verið að fara til Norðurlandanna og hefur Danmörk verið helsti valkosturinn. Einnig hafa margir lært í Bretlandi og Bandaríkjum. Það sem ber að hafa í huga þegar hefja á nám erlendis eru réttindi til námslána og hvort réttindi til námslána á Íslandi glatist. Búsetuskilyrði Nú hefur umræða um lánamál komið upp í samfélaginu vegna breytingar á búsetuskilyrðum í reglugerðum Lánasjóðs íslenskra námsmanna(LÍN) sem hljóðar svo „Enn fremur þarf viðkomandi aðhafa stundað launuð störf hér á landi síðustu 12 mánuði fyrir umsóknardag, hið skemmsta, og haft samfellda búsetu hér á landi á sama tíma eða starfað í skemmri tíma en

12 mánuði og haft búsetu hér á landi í tvö ár samanlagt á samfelldu fimm ára tímabili sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 478/2011“. Það er að segja ef íslenskur ríkisborgari hefur ekki verið í launuðu starfi hér á landi seinasta árið og hefur búið erlendis í meira en 2 ár á samfelldu 5 ára tímabili þá á sá hinn sami ekki rétt á námslánum hjá LÍN. Eftir að þessi nýja reglugerð kom út lentu nokkrir íslenskir ríkisborgara sem stefndu á nám erlendis að fá synjun um námslán hjá LÍN og voru þeir settir í mikla óvissu í sumar. Tengsl við Ísland Í ágúst byrjaði Samband íslenskra námsmanna erlendis(SÍNE) að þrýsta á LÍN til að reyna að fá lausn á þeim málum sem fengu ekki afgreiðslu í sumar og var nú á haust-dögum birt ný reglugerð. Í henni segir að lánasjóðnum sé

4

heimilt í sérstökum tilvikum að taka tilit til þeirra „tengsla“ sem umsækjandinn hefur við Ísland. Með þessari nýju reglugerð er reynt að koma til móts við þá einstaklinga sem lenda á milli kerfa. Það er að fólk lendi ekki í því að að eiga ekki rétt á námslánum á Íslandi því þeir uppfylli ekki búsetu-skilyrðin en þeir eru samt sem áður ekki búnir að vinna sér inn réttindi til námslána í landinu sem þeir hyggast hefja nám í. Námsmenn milli kerfa Meginreglan í Norðurlöndunum hefur verið sú að erlendir ríkisborgarar sem eru frá löndum Evrópusambandsins eða heyra undir EES samninginn þurfi að hafa starfað í landinu í 2 ár og borgað skatta þar eða hafa verið búsettir í a.m.k. 2 ár á samfelldu 5 ára tímabili til þess að geta sótt um námslán. Því verður fólk að

hafa í huga hvar það á réttinn til námslána. Þessi nýja reglugerð er sett til þess að reyna að brúa það bil sem myndast. Ástæðan fyrir því að verið er að herða búsetuskilyrðin er vegna kröfu EES samningsins um frjálst flæði fólks. Það er að farandlaunþegar eigi að njóta sömu réttinda til félagslegra hlunninda, eins og námslána, og launþegar sem búsettir eru í viðkomandi ríki. Samkvæmt upplýsingum frá LÍN mun lánasjóðurinn setja sér ákveðnar vinnureglur og hafa ákveðin viðmið til hliðsjónar þegar meta á tengslin til að tryggja það að sambærileg mál fái sömu meðferð. Hvert og eitt mál verður skoðað fyrir sig og því getur verið að einhverjir muni fá synjun en meginmarkið er að tryggja það að námsmenn lendi ekki á milli kerfa. Höfundur: Hallveig Ólafsdóttir

F í t o n / S Í A

Breytingar á búsetuskilyrðum í reglugerðum LÍN hafa hreyft við fólki sem hyggst mennta sig erlendis. Nokkrir aðilar sem stefndu á nám erlendis fengu synjun um námslán nú í sumar.


Sérkjör fyrir stúdenta HÍ

ELDSNEYTI Á BETRA VERÐI Nemendum Háskóla Íslands bjóðast sérkjör á viðskiptum við N1, 5 kr. afsláttur af eldsneytislítranum auk sérstakra afsláttarkjara á hjólbörðum, hjólbarða- og smurþjónustu, rekstrarvörum og mörgu fleiru.

F í t o n / S Í A

Sæktu um N1 kort á n1.is, skráðu hópanúmer stúdenta 505 og byrjaðu að spara!

Kynntu þér málið og sæktu um kort á n1.is

Meira í leiðinni


Háskólasystur standa í stórræðum

Systurnar Jóna og Ása Ottesen ákváðu að láta gamlan draum rætast og opnuðu tískuvöruverslunina LakkaLakk í maí á þessu ári. Blaðamaður spjallaði við þær um verslunina og hvernig gangi að samræma verslunarstjórastarf við háskólanám

Hvað er LakkaLakk? Ása: LakkaLakk er vefverslun með föt og fylgihluti fyrir konur á öllum aldri. Fötin kaupum við frá Bandaríkjunum þar sem Jóna er búsett ásamt kærastanum sínum. Hún er nýútskrifaður mannfræðingur frá Háskóla Íslands en ég er enn í fullu námi í félagsog fjölmiðlafræði.

Hvernig gengur að halda úti vinsælli vefverslun og vera í fullu námi í háskólanum?

póst og fleira. Þetta er gríðarleg vinna. Ása: Það er alltaf sérstaklega mikið að gera þegar nýjar vörur koma inn svo ég er ekki viss um að ég geti þetta án Jónu.

Ása: Opnun LakkaLakk var mjög strembin þar sem allur undirbúningurinn var í gangi á sama tíma og ég var í prófum síðasta vor.

Jóna: Netverslun hentar okkur mjög vel eins og staðan er í dag. Við erum að færa lagerinn úr stofunni hjá mömmu og í nýtt húsnæði við Skúlagötu þar sem við verðum með lager og ljósmyndastúdíó. Þegar hugmyndavinnan var í gangi hugsuðum við stórt, hugurinn lá yfir haf til Ameríku en við erum ótrúlega ánægðar með stöðuna eins og hún er í dag. Þegar húsnæðið verður tilbúið stefnum við á að hafa opið hús kannski tvisvar í mánuði þar sem hægt verður að koma og máta og versla.

Jóna: Okkar draumur hefur alltaf verið opna okkar eigin verslun - í „framtíðinni“. Við systurnar höfum lengi unnið við hluti tengda tísku og höfum gríðarlegan áhuga á öllu tengt því. Upphaflega ætlaði ég að reyna að virkja Ásu í að gera eitthvað þar sem hún hefur verið með tískublogg við góðan orðstír, verið að stílisera og gera góða hluti í þessum bransa. Svo þróaðist hugmyndin áfram eftir mjög mörg símtöl, tölvupósta og skype-samtöl. Ása: Mér fannst hugmyndin ekkert allt of sniðug fyrst þar sem ég var á fullu í skólanum, prófin framundan en ég lét til leiðast, ákvörðunin var tekin og þá fór allt á fullt. Hugmyndin var í raun mjög sniðug þar sem við búum hvor í sínu landinu en fáum að vinna saman að okkar áhugamáli.

Ása: Þegar við erum orðnar rosalega klárar í þessu gætum við mögulega opnað fyrir Ameríkumarkað þar sem netverslanir eru gríðarlega vinsælar þar. Jóna: Mig hefur einnig langað að flytja út íslenska hönnun til Ameríku í gegn um LakkaLakk verslunina. Það er alltaf draumurinn að opna okkar eigin búð en það er ekki í plönunum eins og er alla vega.

Jóna: Svona netverslanir eru aðal málið núna í Bandaríkjunum og undanfarið hefur þetta orðið mjög vinsælt. Þannig að okkur fannst alveg þess virði að prófa þetta hér.

Þið ætlið að standa fyrir hönnunarkeppni fyrir hæfileikaríka íslenska hönnuði, ekki satt? Segið mér aðeins frá því.

Hvaðan kemur nafnið?

Jóna: Mér fannst þetta nafn alls ekki flott því það minnti mig svo mikið á kakkalakka. Við ákváðum því að salta þetta í bili en einhvern veginn festist þetta nafn við verkefnið og vandist með tímanum. Þegar orðið LakkaLakk er skrifað þá lítur það líka mun betur út heldur en það hljómar.

Ása: Nýjasta línan okkar kemur frá LA og þar er mikil hippatíska í gangi svo að hún er kannski ríkjandi í nýjustu vörunum en allir ættu vonandi að finna eitthvað við sitt hæfi. Hver eru framtíðarplönin?

Hvaðan kom hugmyndin?

Ása: Nafnið var eiginlega það erfiðasta í öllu ferlinu. Við vorum komnar með allskonar nöfn en öll voru þau of „tískuleg“. Ég gekk með hugmyndina LakkaLakk í smá tíma en sagði engum frá þar til einn daginn að kærastinn minn stingur upp á þessu nafni við mig. Þá vissi ég að nafnið væri komið til að vera. Orðið LakkaLakk er komið frá litlu systur okkar sem bað alltaf um lakkalakk þegar hún vildi að við stóru systur hennar myndum naglalakka hana.

Jóna: Við erum samt líka með leggings, flottar gollur og þykkar peysur fyrir veturinn. Maður passar sig á því að hafa eitthvað fyrir alla.

Ása:. Hugmyndin er að fá fólk til að senda okkur myndir af því sem það er að gera og við veljum úr því einstaklinga sem fá sína vöru í sölu á LakkaLakk.com fyrir jólin.

En einhvern vegin gekk þetta allt saman upp. Ég er vön að hafa mikið að gera, ég þarf bara að skipuleggja mig vel. Núna er ég í 36 einingum í skólanum svo þetta verður brjálæði í vetur. Jóna er hins vegar flutt heim í einhvern tíma til þess aðstoða mig hér í tvo mánuði, sem er alveg frábært.

Jóna: Sumarið var góður reynslutími og við lærðum margt sem mun nýtast okkur í vetur á meðan Ása er í skólanum. Hvað er um að vera í tískunni í haust? Ása: Við höfum eflaust verið sígaunar í fyrra lífi og erum rosa miklir hippar í okkur. Það er því mikið um kögur, víðar mussur, skyrtur og föt í bóhem stíl.

Jóna: Við erum líka að taka inn nýjar vörur núna, ljósmynda þær og setja á netið. Svo í kjölfarið þurfum við að vinna úr pöntunum, setja í

6

Jóna: Það er svo ótrúlega mikið af fólki að gera flottan fatnað og fylgihluti að okkur langar að hjálpa einhverjum hæfileikaríkum að koma sér á framfæri. Það geta allir tekið þátt sem vilja, svo lengi sem þú ert að framkvæma eigin hugmynd. Höfundur: Thelma Lind Steingrímsdóttir


Þjónusta fyrir stúdenta við HÍ

Háskólatorgi, 3. hæð Sæmundargötu 4 Sími 570 0700 fs@fs.is www.fs.is


Kannar framtíðarmöguleika rafrænnar kennslu

Stefán Þór Helgason kannaði í sumar hver staðan væri á rafrænni kennslu innan Háskóla Íslands og hvað framtíðin ber í skauti sér í þeim efnum.

hvað er hægt að gera til að auka fjölbreytnina og hvernig er hægt að gera þetta almennara þannig að fleiri hafi aðgang að kennsluefninu. Einnig vildi ég rannsaka hvort það séu einhverjir efnahagslegir kostir við þetta. Getur þetta sparað annað hvort pláss eða tíma?

Nýsköpunarsjóður námsmanna er sjóður sem stofnaður var árið 1992 og hefur starfað óslitið síðan. Seinasta sumar voru 132 verkefni styrkt fyrir samtals 86 milljónir króna. Stefán Þór Helgason, nemandi í viðskiptafræði, var einn af þeim sem vann á þessum styrk í sumar. Verkefnið hans bar heitið Rafræn kennsla við HÍ staða og framtíðarmöguleikar. Blaðamaður settist með Stefáni fyrir framan Háskólatorg á sólríkum septemberdegi og spurði hann nánar út í verkefnið.

Hún gekk nokkuð vel nema að ókosturinn við að vinna þetta um sumar er að háskólinn sofnar yfir hásumarið, svo það var frekar erfitt að ná í fólk, bæði kennara og nemendur. Ég notaði þá tímann til að skoða heimasíður um rafræna kennslu eins og www. khanacademy.org og www. academicearth.org. Það eru mjög góðar síður sem innihalda fyrirlestra á netinu sem og forrit sem leiða mann í gegnum það að læra. Þetta kerfi er algerlega ókeypis og síðurnar innihalda m.a. háklassa fyrirlesara frá Harvard og Yale.

Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú sóttir um hjá Nýsköpunarsjóði námsmanna? Ég vann á svona styrk í fyrra að öðru verkefni og fékk strax áhuga á að vinna svona áfram. Að vinna svona rannsóknir um sumarið held ég að auki skilning á hvernig er að vinna sjálfstætt auk þess að vera líka mjög skemmtilegt. Ástæðan fyrir að ég sótti um þetta verkefni í ár er að ég hef lengi haft áhuga á rafrænni kennslu og ákvað þess vegna að sækja um styrk til að rannsaka hvernig er staðið að rafrænni kennslu innan HÍ. Ég vildi þá forvitnast bæði um stöðuna eins og hún er í dag, það er í hversu miklum mæli hún er notuð og hvaða aðgang nemendur hafa að rafrænum fyrirlestrum og efni á netinu; og síðan um framtíðarmöguleikana,

Hvernig gekk vinnan í sumar?

Þær hugmyndir sem ég heyrði, t.d. í samtali mínu við Guðmund Ólafsson, [lektor í viðskiptafræðideild] þar lýsti hann hugmyndum sínum um að blanda þessu saman. Ekki taka upp einvörðungu rafræna kennslu heldur gætu nemendur horft á fyrirlestra á netinu í upphafi viku þar sem farið er í gegnum efni vikunnar. Þeir þurfa þá ekki að koma sér í kennslustofu til að heyra fyrirlesturinn sem er gott út frá umhverfissjónarmiðum. Þá væri jafnvel kennt í minni hópum er líður á vikuna, þar myndu nemendur setjast niður með kennurum og ræða málin í meira næði. Menn gætu horft aftur og aftur á fyrirlestranna, komið og spurt spurninga og þetta kerfi gæti átt við í mörgum greinum.

Í kjölfarið fór ég að velta fyrir mér framtíðinni, hvað er hægt að gera? Hvernig getum við haldið áfram með að þróa þessa rafrænu kennslu? Ég komst að því að þetta er mjög misjafnt eftir sviðum. Menntavísindasvið er með mjög mikið kennsluefni, enda er fjarkennsla mjög mikil þar. Fólk úti um allt land er að mennta sig á því sviði, til að mynda í endurmenntun og þess vegna hefur þurft að þróa fjarnámið mjög mikið þar. Er þetta þá minna á öðrum sviðum?

Stærsta áskorunin í þessu verður líklega að fá kennara með í þetta, annars vegar að læra á tækin en einnig eru þónokkrir kennarar sem vilja ekki gera fyrirlestra sína opinbera eða hafa allt á upptöku sem

Já það er eiginlega ekkert á heilbrigðisvísindasviði, þar er kennslan verkleg í flestum tilfellum. Það eru hins vegar fyrirlestrar í flestum tímum.

þeir segja. Þetta er líka tæknilegt mál, það þarf að geyma fyrirlestrana og tryggja að þeir séu í ákveðnum klassa þannig þetta krefst ákveðinnar fagmennsku. Núna er ég að kanna hvort áhugi sé meðal nemenda fyrir því að fara út í þetta, og þeir sem hafa nýtt sér þetta hingað til, hvernig þeim hafi þótt þetta. Hver verður síðan útkoman úr þessu verkefni? Ég mun skila rannsóknarskýrslu og kynni í kjölfarið þessar niðurstöður. Ég mun að öllum líkindum kynna þetta fyrir kennslumálanefnd háskólaráðs þar sem ég á sæti, og þá er spurning um hvort einhvers staðar sé áhugi á að fara út í einhverjar tilfæringar með þetta. En niðurstaðan verður þessi skýrsla sem er í raun bara yfirlit á núverandi stöðu, kynning á möguleikum sem gefið geta góðar vísbendingar. Höfundur: Haukur Hólmsteinsson

Stúdentaráð með nýja heimasíðu

Listahátíð Stúdenta

hófst 19.september og var hún hluti af hátíðarhöldum vegna aldarafmælis skólans

D

N

agskráin var kynnt á morgni hvers dags og hugmyndin var sú að þeir sem áttu leið um skólann myndu rekast óvænt á listaviðburði. Meðal atriða voru upplestrar, tónlistaratriði og gjörningar. Ritstjóra Stúdentablaðsins brá heldur betur í brún þegar húnmætti grímuklæddum manni á gangi um Háskólatorg og óttaðist nú væru dagar sínir taldir en til allrar hamingju var um listahátíðarviðburð að ræða.

ý heimasíða Stúdentaráðs er nú komin í loftið á léninu www. studentarad.is. Markmiðið er að gera síðuna aðgengilegri fyrir stúdenta. Á síðunni má finna upplýsingar um félagslíf skólans, réttindi stúdenta, námslán og fleira. Þá verða upplýsingar um ýmsa viðburði á vegum háskólans aðgengilegar á síðunni. Rafræn útgáfa Stúdentablaðsins verður á síðunni sem og fréttir og greinar úr blaðinu.

8


Íslands Háskóli ttir jörnsdó María B

Þú getur pantað ISIC kort rafrænt á www.kilroy.is. Frábært kynningarverð, aðeins 10 evrur og þú færð kort sem gildir út 2011 og 2012. Finndu okkur á facebook: ISICiceland

ISIC er eina alþjóðlega viðurkennda stúdentakortið sem staðfestir skólavist. Kortið hefur fengið viðurkenningu frá stofnunum eins og UNESCO. Meira en 4,5 milljónir stúdenta frá 120 löndum nýta sér ár hvert ISIC kortið til að fá tilboð á ferðalögum, hótelum, smásölu, menningu, íþróttum, viðburðum og fleiru, út um allan heim.


Ljósi punkturinn í húsnæðisvanda háskólanema

Biðlistar eftir íbúðum á stúdentagörðum hafa lengst í takt við mikla fjölgun stúdenta við Háskóla Íslands. Vísindagarðareitur, sem nú er í byggingu, mun skera niður biðlistana um helming.

Á

malarflöt einni við Oddagötu hér á Háskólasvæðinu er margt í gangi þessa dagana en þar er nú hlaupin í gang nýjasta framkvæmd Félagsstofnunar stúdenta (FS). Framkvæmdir sem munu koma til með að færa um 320 stúdentum húsaskjól og skera þar með biðlistana niður um helming, en biðlistar Félagsstofnunar stúdenta námu tæplega 600 manns eftir síðustu úthlutun haustsins.

Reitur sá er um ræðir er svokallaður Vísindagarðareitur og verður að framkvæmdum loknum nýjasta viðbót FS í glæsilegt safn stúdentaíbúða á þessu svæði. „Það hefur verið markmið Félagsstofnunar að geta hýst um 15% af háskólanemum, í dag erum við að hýsa um það bil 5,5%,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi FS. „Uppbygging á stúdentaíbúðum í Vatnsmýrinni er því mikilvægur liður í átt að

Svo lengi sem að stúdentar standa sig sig í náminu er þeirra húsaskjól tryggt hjá okkur

markmiðum okkar,“ segir hún jafnframt. Metfjölgun í skólanum Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur einnig vakið athygli á þörfinni á fleiri lóðum og slóg meðal annars upp tjaldbúðum á Háskólalóðinni fyrr í þessum mánuði. Lilja Dögg Jónsdóttir, formaður Stúdentaráðs segir að á undanförnum árum hafi verið metfjölgun í skólanum og biðlistar lengst í takt. Eitthvað verði að gerast. „Stúdentaráð hefur verið að yfirfara málið og þrýst á Reykjavíkurborg að fara af leita að lóðum undir þessa starfsemi,“ segir Lilja. Í dag hýsa 803 leigueiningar FS um 1.400 íbúa. Auk íbúðanna á Eggertsgötu, þar sem þrír leikskólar og prýðileg 10-11 verslun þjónusta íbúana, eru einnig stúdentagarðar í Fossvogi við Borgarspítalann og á Lindargötunni í miðbæ Reykjavíkur. Fullmettur leigumarkaður Rebekka segir að mikil fjölgun háskólanema undanfarin ár hafi orðið til þess að auka þörfina á húsnæði á svæðinu. Fram hefur

10

komið í fjölmiðlum undanfarnar vikur að almennur leigumarkaður er gott sem fullmettur og sérstaklega á þessu svæði. Stúdentaíbúðirnar eru einnig frábrugðnar almennum leiguíbúðum að því leiti að þær eru sérstaklega hannaðar fyrir stúdenta með eins lágan rekstrarkostnað í huga og mögulegt er. „Lægri rekstrarkostnaði náum við með því að hafa sameign eins litla og hægt er og með því að nýta hvern fermetra í íbúðunum sjálfum,“ segir Rebekka. Í nýjum stúdentagörðum á Vísindagarðareit verða jafnframt í boði einstaklingsherbergi með sér baði en öðru rými sameiginlegu þ.e. eldhúsi og setustofu. Er þetta nýbreitni hér á landi en hefur verið gert víða á Norðurlöndum og hlotist góð reynsla af.

stúdentagörðunum segir Rebekka: „Svo lengi sem að stúdentar standa sig í náminu er þeirra húsaskjól tryggt hjá okkur“.

Fleiri ástæður ættu þó að vera fyrir því að stúdentar sæki í stúdentagarðana frekar en á almennan markað því ýmis þjónusta er í boði fyrir þá sem kjósa stúdentaíbúðir. Þar er víða aðgengi að þvottahúsum, umsjónarmenn fasteigna eru með daglega viðtalstíma virka daga og leiguöryggið er lítið á almennum markaði. Um leiguöryggi á

En hver eru næstu skref Félagsstofnunar stúdenta? „Við höldum áfram að leita að lóð fyrir næsta verkefni í samstarfi við Stúdentaráð og Reykjavíkurborg,“ segir Rebekka.

Leitað að lóð Stúdentaráð hefur einnig vakið athygli á að samkvæmt samningi á milli Stúdentaráðs, FS og Reykjavíkurborgar er borgin skuldbundin til að láta FS í té lóð undir um 200 íbúðir til viðbótar við það sem komið er fyrir árslok. „Við vitum ekki betur en svo að Reykjavíkurborg ætli að uppfylla þennan samning og hlakkar Stúdentaráði mjög til að hefja þá vinnu að finna nýjustu lóðina undir fleiri stúdentaíbúðir“, segir Lilja Dögg.

Höfundur: Heimir Hannesson


Fékk nett sjokk

Viðskiptafræðineminn Eiður Aron vann ferð til Tælands.

K

ILROY fagnar nú tuttuga ára starfsafmæli sínu og hélt sinn fyrsta KILROY live viðburð á Háskólatorgi þann 15.september. Viðburðurinn hefur verið haldinn í hinum Norðurlöndunum og Hollandi og er fyrirtækið vel þekkt þar. Á Háskólatorgi gafst fólki færi á að hitta samstarfsaðila KILROY frá ýmsum heimshornum og fræðst um starfsemina. Hápunktur viðburðarins var þátttaka í ferðaleik þar sem vinningurinn var draumaferð til Tælands fyrir tvo að verðmæti 450.000 krónur. Innifalið var flug, komupakki á New Road Guest house, hjólatúr um Bangkok og nokkra daga gisting á svokölluðu Lake House Adventure. Vinningshafi var dreginn út á skrifstofu Stúdentaráðs og sá heppni var Eiður Aron Arnarson. Forsvarsmenn KILROY á Íslandi

mættu í tíma hjá Eiði, nýnema í viðskiptafræði, og tilkynntu honum sigurinn. „Þetta er alveg mega gaman. Ég fékk alveg nett sjokk þegar þeir mættu í tíma,“ segir Eiður. Hann segir erfitt verði að velja milli félaganna sem ferðafélaga. Það er því nokkuð ljóst að Eiður þurfi ekki að borga á barnum á næstunni. KILROY er fyrirtæki sem sérhæfir sig í því að bjóða upp á vörur og þjónustu sem eru sniðin að þörfum ungs fólks og stúdenta. „Við leggjum metnað í að aðstoða ungt fólk og stúdenta við að kanna lífið í gegnum ferðalög og nám,“ segir á heimasíðu fyrirtækisins. KILROY hefur lýst yfir þökkum til allra sem mættu á viðburðinn og þar sem vel gekk mun viðburðinn vera haldinn aftur að ári.

Áframhaldandi afmælisgleði

Stúdentaráð býður nemendum HÍ á stórtónleika á Nasa.

10

Í ár er fagnað 100 ára afmæli Háskóla Íslands. Í tilefni þessa stóðu stúdentar fyrir sérstökum hátíðarhöldum í september og stóð Stúdentaráð Háskóla Íslands fyrir umfangsmikilli dagskrá. Í byrjun mánaðarins var tekið á móti nýnemum með íþróttamótum, skemmtikvöldum og kynningarferðum um háskólasvæðið auk fjölda annarra viðburða. Þá var haldið málþing

þar sem fjallað var um framtíð rannsóknarháskóla, stúdentar sýndu hæfileika sína á sérstakri listahátíð, og nú í lok mánaðarins verður stúdentamálþing um framtíð Háskóla Íslands. Afmælishátíðarhaldi stúdenta lýkur í byrjun október. Þann 7. október býður Stúdentaráð nemendum Háskóla Íslands á stórtónleika á Nasa. Þar koma

fram hljómsveitirnar Úlfur úlfur, Kiriyama family, Búdrýgindi, Mammút, Retro Stefson og Agent Fresco og er aðgangur ókeypis fyrir stúdenta við Háskóla Íslands gegn framvísun stúdentakorts eða nemendafélagskorts við hurð. Miðaverð fyrir aðra gesti er 2000 krónur. Þessir tónleikar ættu að hita stúdenta upp fyrir

11

aldarafmælishátíð Háskóla Íslands en afmælisathöfnin fer fram í Hörpu laugardaginn 8.október og er öllum stúdentum boðið að halda upp á daginn með samstúdentum og starfsfólki Háskóla Íslands. Þar mun Lilja Dögg Jónsdóttir, formaður Stúdentaráðs, sína listræna hæfileika sína en meira um það afmælishátíðinni sjálfri.


Toy for a day Kitty Von-Sometime, the cover page model, is creator of The Weird Girls Project. The project has a huge focus on teaching body confidence in young women. Kitty will be art directing the next five covers of the Student paper.

K

itty Von-Sometime comes from the ‘small’ town Exeter in England. She first came to Iceland in 2001 to review the Iceland Airwaves festival and kept coming back until she finally moved here about six years ago. Now she is a big name in the Icelandic art scene. Apart from being the creator of The Weird Girls Project, she is also a hit DJ and works as a video director at CCP. She has been running The Weird Girls Project for over 4 years. The Weird Girls Project is an ongoing art piece involving groups of girls that come together to perform episodes under the direction of Kitty. The main focus of the Project is to teach body confidence in young women. In the beginning the Project was only supposed to be a one time thing so that Kitty could challenge her girlfriends a little bit. Now the girls are doing music videos for hit artists like Gus Gus, Emiliana Torrini, Agent fresco, Ghostigital and their

latest project and also the biggest one was a video collaboration with Imogen Heap. What is the purpose of The Weird Girls Project? What is the concept of the group? It is multi-layered; there is an imminent selfish streak in it because I get to sit and think up an idea and I know that the people that turn up to the episodes are willing to be my toy for the day. It also takes the women and gives them a kick so each episode has an active path for something to challenge the women involved, but it is also a visual concept for me. On your web page you have a lot of members who are part of the Weird Girls Project. Is there a lot of demand to be part of the Project? Yes there is. There is a six to twelve month waiting list to be able to get

in an episode. I can’t really afford to have more then an x amount of girls in each episode, but I usually leave two open spaces in each episode to add new girls in. There are girls that are willing to travel very far to be part of the group, for example, I have had girls coming from England and America. Are there any requirements to be a part of the weird girls protect?

Just not to be a psycho! I always want to interview the girls that want to take part in the project. That’s not to ask them to fit certain criteria, it is just that I don’t want to have a member that wants to have all the attention on themselves. There have been girls that want to be in it purely to have a Facebook profile picture; you have to get them to understand that The Project is about something more than that. The Project is not about “Can I be in the most photos” competition. Most of the women that I have met haven’t been that type; they enjoy it and come back again. You have said that part of the drive for The Weird Girls Project is about body confidence, how much of that is the concept? I started The Project to push a group of women I knew out of their comfort zone.They were

12

very bothered about how others viewed them and 3 of the girls in the first episode has severe eating disorders. The first episode was simply to push them into the spotlight, but the second episode was in full spandex outfits which was to reveal their full figures. I had an aim then to do a naked episode but wanted to wait until the right time when I knew I had the skill and the crew to make it look beautiful and celebratory, rather than tacky. This was Episode 11 and the ‘costume’ I am wearing on the cover is from that. The time I produced that episode I was at my biggest size after a baby and also felt extremely bad about myself. I decided to rip myself out of self loathing and do the naked Episode. Now the video from that is played on Rúv and I am so glad I did it then. It is the pinnacle of the body confidence aspect of the project. Does that mean that your aim of the Project is complete? No, there are many many boundaries I want to cover for the women involved – as well as myself. Body consciousness is one which nearly all women feel at some point but there are many other aspects. Social phobias, personal challenges, emotional challenges and more. This Project


has a great deal of content for the women and then of course there is the simple visual art satisfaction for me. I have learned a great deal and feel there is much more to experience and learn. Why did you start with the project in Iceland instead of England? It was not the right environment over there and concept didn’t form until I was here. But the thing is - and I always think it’s hilarious and Icelanders don’t realize it even though we are in “kreppa” and whatever negative blabla - If you say you’re going to do something everybody here just says “Do it”. In England the attitude is more the opposite. This is just the mentality that is here and I have taken great advantage of it. There are just so many great people in such a small place, so it works. Also it is very easy to drive half an hour from Reykjavík and find some stunning location to film at. You have some big projects coming up. Tell me a little bit about that? I’m doing a forty minute screening at Iceland Airwaves Festival in Bíó Paradís, on the off venue schedule on October 14 and 15 which is going to be a combination of screening a lot of work in a connection with the music videos and interview. Also in October there is a conference in Harpa called, ‘You are in control’. I actually met Imogen Heap at this

conference last year and I’m going to do a screening of the episode I did with her at the conference. Was the plan all along for the Weird Girls to become so big? No! But I’m not stupid! I have been very strategic in how I got it to be well known in this country. I chose the platform of music video so that the work is more exposed to the general public. A lot of Icelandic artists like musicians are just now getting the grip of how much promoting yourself has to be done. Music videos have worked and The Weird Girls Project would not be as big as it is if I hadn’t chosen that format. It has happened although I did not expect to be interviewed from China and India but as far as Iceland goes, yes, I did plan it to be this big once it got past the second or the third episode. Where do you see the Weird Girls in the future? In let’s say ten years? Point blank: “Kreppa” hits everything so I’m finding it difficult to finance episodes

13

unless there is a band that’s willing to pay. I would really like to take The Project to art festivals abroad and I have been invited to about four or five festivals but I just don’t have the budget for it.

be recognized enough for there to be a budget to fund it somewhere.

I want to get to a point where it will

Höfundur: Hallveig Ólafsdóttir

For further information about The Project visit: www.theweirdgirlsproject.com


Fimma fyrir fjögur frækin

Nafn og nám:

Nafn og nám:

Nafn og nám:

Guðlaug Dagmar Jónasdóttir í félagsráðgjöf

Gunnar Hauksson í viðskiptafræði

Nafn og nám:

Marta Goðadóttir í alþjóðasamskiptum, diplómu

Hjalti Geir Erlendsson í lögfræði

Keypti þennann röndótta bol

Hver stal kökunni úr krúsinni í gær?

Hvað er best í Hámu?

Ég! Ég elska kökur Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?

Rækjur í orly Hefur þú misskilið sjálfan þig? Nei

Félagsráðgjafi

Sætasti kennarinn?

Mesta prakkarastrik?

Guðný Helga Herb eða Magnús Páls á góðum föstudegi

Við krakkarnir fórum að ýta opnum bílum um bílastæðin þannig að morguninn eftir fann enginn bílinn sinn. Auðvitað komst upp um okkur.

Ferðu á Facebook í tíma?

Bubbi, þokkalega.

Að sjálfsögðu

Bókhlaðan eða lesstofur HÍ?

Rihanna eða Beyoncé?

Bókhlaðan

Beyoncé! Af því að „All the single ladies“ er gjöðveikt lag!

Ógeðslega feitur

HásKolaporti

Nintendo var stofnað árið 1889 og frameiddi spil Það voru aðeins 45 nemendur við Háskóla Íslands fyrsta starfsárið Ef facebook væri land þá væri það 3. stærsta landið Að geitungar komu til landsins fyrst 1973 Að Mona Lisa er hvorki með augnhár né augabrúnir

Að kveikjarinn var fundinn upp á undan eldspítunni

Bubbi eða Bó?

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?

Biðlisti kveikjan að

Það eru um 56.000 hrefnur við landgrunn Íslands

Að 111.111.111 x 111.111.111 = 12.345.678.987.654.321

Skúli Á. Sigurðsson, stjörnublaðamaður emeritus

Borgaði leikskólagjöldin fyrir son minn.

Um 11% Íslands er þakið jöklum

Að Mohammed er algengasta nafn í heimi

Spreyjaði á sandkassann á Hagaborg „HAGABORG“ með stórum stöfum. Löggan kom heim með polaroid myndir af verknaðnum og ég fór í yfirheyrslu daginn fyrir jól. Nota bene, ég var 13 ára.

Hvað gerðir þú við peninginn sem frúin í Hamborg gaf þér?

Vissir þú að?

Hver stal kökunni úr krúsinni í gær?

Á

síðasta skólaári fékk Telma Sveinbjarnardóttir þá hugmynd að vera með flóamarkað í háskólanum. Hugmyndin varð að veraleika hlaut markaðurinn nafnið HásKolaport. Þann 15.október næstkomandi verður HásKolaport haldið í þriðja sinn á Háskólatorgi.

Að Telmu sögn er HásKolaport svipað og Kolaportið nema einungis nemendur Háskóla Íslands er heimilt að vera með borð en vitaskuld er öllum velkomið að koma og verlsa. Hugmyndin að

14

HásKolaporti kviknaði þegar Telma hugðist panta sér bás í Kolaportinu en vegna mikillar ásóknar var biðin löng. Því datt henni í hug að koma upp flóamarkaði á Háskólatorgi. Hún skipulagði viðburðinn ásamt Gabriellu Unni Kristjánsdóttur, þáverandi varaformanns Stúdentaráðs. HásKolaport hefur verið haldið tvisvar sinnum og hefur þátttakan verið mjög góð. Takmarkaður fjöldi söluborða er í boði sem hafa rokið út síðustu tvö skipti og biðlisti myndast. Telma segir allt mögulegt vera til sölu; föt, handgert skart, vídeó spólur og fleira.

SÍA • 102028

Súkkulaði Hámark

Mesta prakkarastrik?

Hvað gerðir þú við peninginn sem frúin í Hamborg gaf þér?

PIPAR\TBWA

Hvað er best í Hámu?


Þátttaka í Happdrætti Háskólans borgar sig – fyrir þig! Er þetta hús byggt fyrir happdrættisfé?

PIPAR\TBWA

SÍA • 102028

Já, áttu ekki örugglega miða?

Tryggðu þér miða á www.hhi.is, í síma 8OO 6611 eða hjá næsta umboðsmanni.


Stúdentablaðið mælir með

Á netinu

Fyrir budduna

Í imbanum

Ted.com

Að taka strætó í skólann.

Breaking Bad

Ótrúlega klárt fólk kemur saman og flytur 20 mínútna fyrirlestra.

Góð leið til að hefja daginn er að grípa tónhlöðuna og koma sér vel fyrir í vagninum. Í stað þess að stressa sig í morgunumferðinni má horfa á útsýnið og láta hugann reika við uppáhaldslagið. Einnig má nota dýrmætan tímann í að skipuleggja daginn eða renna yfir glósur. Eitt er víst að strætó er hollur og góður fyrir umhverfið - sem og sálarlífið.

Fyrir efnafræðina

Prezi.com Power Point er dautt, þetta er frábært kynningartól sem er einfalt í notkun Justiceharvard.org Siðfræðikennari í Harvard spyr erfiðu spurninganna.

Lífefnafræðineminn Hulda María Jensdóttir er yngsti nemandinn sem skráður er í Háskóla Íslands. Hún er 17 ára gömul og fetar í fótspor stóru systur sinnar sem einnig hóf háskólagöngu 17 ára. Haraldur Ólafsson sem var prófessor í mannfræði í HÍ í þrjá áratugi er aldursforseti nemenda. Hann er 81 árs og leggur stund á meistaranám í frönsku. „Ég þekkti engann og gat yfirleitt verið afi nemendanna,“ sagði Haraldur í samtali við Morgunblaðið.

Hyggjast taka upp inntökupróf Hagfræðideild Háskóla íslands hyggst taka upp inntökupróf fyrir nýnema næsta haust. Daði Már Kristófersson, dósent við hagfræðideild háskólans sagði í samtali við Fréttablaðið að ætlunin væri ekki að takmarka aðgang að námi í hagfræði heldur að fækka nemendum sem geti ekki staðist þær kröfur sem deildin geri til þeirra. Inntökupróf er einnig aðferð til að ná niður kostnaði

Fyrir læknisfræðina Suits Fyrir lögfræðina Dexter Fyrir blóðmeinafræðina Numbers

Háskólinn í pressunni 64 ára aldursmunur

House M.D.

Fyrir stærðfræðina

deildarinnar. Þá hafa fleiri deildir einnig íhugað inntökupróf.

Afríkumenn vilja í HÍ Um 800 Afríkumenn sóttu um skólavist í Háskóla Íslands fyrir yfirstandandi skólaár. Aðeins brot umsækjendanna fékk skólavist. Draumur margra þeirra er að komast inn í landið en óvissara er hvort námsáhuginn sé raunverulegur af því er fram kom í Fréttatímanum. Að sögn Gísla Fannbergs, deildarstjóra við matsskrifstofu skólans, eru þeir að leita eftir námi á Vesturlöndum. Ásóknin hefur aukist hérlendis eftir að skólagjöld við háskóla í Danmörku og Svíþjóð voru tekin upp gagnvart þjóðum utan Evrópska efnahagssvæðisins.

Allir fái húsaleigubætur Húsnæðismál eru ofarlega á blaði Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Margir búa í dýru leiguhúsnæði því þeir fá ekki íbúð á stúdentagörðum. „Núna eru reglurnar þannig að þeir stúdentar sem leigja saman á stúdentagörðum fá allir húsaleigubætur en þegar fólk leigir

16

á almenna leigumarkaðnum fær bara einn leigjenda bætur. Þetta er nokkuð sem væri auðvelt að breyta og myndi hjálpa mörgum þar sem leiguverð er mjög hátt,“ sagði Lilja Dögg Jónsdóttir, formaður Stúdentaráðs, í samtali við Morgunblaðið.

Atvinnuleysi veltur á námsvali Árið 2007 var atvinnuleysi háskólamenntaðra 0,9% en er nú 4,1%. Alls voru 1.822 einstaklingar

með háskólapróf atvinnulausir að fullu í lok ágústmánaðar en alls 2.067 voru atvinnulausir á móti hlutastarfi. Atvinnuleysi háskólamenntaðra veltur á námsvali en mikil eftirspurn er eftir tölvu- og tæknimenntuðu fólki. Erfiðara virðist fyrir fólk með hugvísindamenntun að fá vinnu segir Gunnar Haugen, framkvæmdastjóri Capacent Ráðninga í samtali við Morgunblaðið. Höfundur: Sólrún H. Þrastardóttir


ð e m u Vert i dagur & stein

. r k í0

! m u hópnr. k 0 va o

NNova í

g o . ín m S 0 M 0 1.0 SMS/M 500 án. ám i æmrstitstaður Setm i!

sk múla, nglunni, Smáralind, Lág Verslanir Nova eru í Kri ver 519 1919 stu nu Þjó | ri torgi Akurey MM Selfossi og á Glerár r itte va.is | Facebook | Tw ww w.nova.is | m.no fylgir . en 490 kr. í áskrift og þá rt mánaðargjald í frelsi 0 kr. Nova í Nova: Ekke

uði.

150 MB netnotkun á mán

í heim


Heiðarlegir háskólanemar

F í t o n / S Í A

Könnun var lögð fyrir nemendur Háskóla Íslands til að varpa ljósi á hvernig einstaklinga háskólinn hefur að geyma. Niðurstöður sýndu að meirihluti svarenda komi á bíl í skólann og mæta í alla tíma. Þá eru nemendur HÍ afar heiðarlegir en um 95% svarenda hafa aldrei svindlað á prófi og 96% hafa aldrei skilað verkefni sem áður hefur verið skilað. Alls tóku 1483 manns þátt í könnuninni en þar sem hægt var að sleppa spurningum var fjöldi svarenda mismunandi eftir spurningum.

18


F í t o n / S Í A

Jafnrétti í vöggugjöf! Þrátt fyrir baráttu undanfarinna áratuga liggur óútskýrður launamunur kynjanna enn sem mara á þjóðinni. Gefum börnum okkar jafna möguleika í framtíðinni og léttum álögunum.

VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS

Virðing Réttlæti


„Erum öll svolitlir næringarfræðingar“

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands útskrifaði síðasta vor fyrstu einstaklingana með BS próf í næringarfræði. Þeir voru fimm talsins. Nú á haustmisseri eru um 70 nýnemar skráðir til náms og er því óhætt að segja að greinin fari ört vaxandi innan háskólans. Hversu margir nýnemar eru skráðir til náms í haust?

náttúruvísindagreinum. Heilsa og líffræði mannsins er aðalatriði greinarinnar. Hver er munurinn á matvælafræði og næringarfræði? Eins og orðin bera með sér – eru matvælin umfjöllunarefnið annars vegar og næringin hins vegar. Þetta eru ákaflega tengdar greinar en samt ólíkar. Matvælafræði fjallar um framleiðslu, vinnslu og geymslu matvæla og styðst meðal annars við tækni- og verkfræðigreinar, en efnafræði, líffræði og lífefnafræði skipa þar einnig sess. Hvar starfa næringarfræðingar?

S

túdentablaðið fékk Ingu Þórsdóttur, forseta Matvæla- og næringarfræðideildar, til að svara nokkrum spurningum um námið og að sjálfsögðu gátum við ekki staðist þá freistingu að fá að spyrja hana nokkurra spurninga sem eflaust margir væru til í að spyrja næringarfræðing. Um hvað fjallar næringarfræði? Næringarefnin og hlutverk þeirra, samspil og jafnvægi í líkamanum. Til dæmis hver þörf sé fyrir tiltekið næringarefni og hversu mikið magn sé of mikið og of lítið og hvers vegna. Greinin fjallar um næringarþörf frá upphafi til loka lífsins, bæði heilbrigðra og sjúkra, og fólks í þróuðum og þróunarlöndum. Mat á aðstæðum og umhverfi með tilliti til næringar er oft umfjöllunarefni greinarinnar og þess vegna er aðferðafræðin til að mæla og meta þessar aðstæður og mataræði og næringarástand mikilvægur hluti hennar. Rannsóknir og skilningur á þeim er því órjúfanlegur hluti næringarfræðinnar. Þekking á matvælum er mikilvæg enda borðum við mat en ekki stök næringarefni. Aðstæður, erfðir og einstaklingurinn sjálfur hafa áhrif á næringu og heilsu og greinin leitast við að skoða þetta. Þannig verður næringarfræðin – eins og reyndar flestar heilbrigðisvísindagreinar – að byggja á mörgum fræðigreinum og nýta sér þekkingu félagsvísinda, sagnfræði og þjóðhátta, þótt grunnurinn sé alltaf í raun- og

Tja – ef ég tel vinnustaði upp svona eins og ég man eftir fólki þá er það langur listi en tiltölulega fátt fólk samt. Næringarfræðingar vinna sem sagt í menntaskólum, háskólum, sjúkrahúsum, hjá landlækni eða á lýðheilsustöð, hjá fyrirtækjum í matvælaiðnaði og í lyfjaiðnaði, hjá líkamsræktarstöðvum, hjá rannsóknarfyrirtækjum og -stofnunum, hjá eftirlitsstofnunum og svo sjálfstætt við næringarráðgjöf, fræðslu og rannsóknastörf. Er mikil eftirspurn eftir næringarfræðingum? Já ég tel að svo sé. Til dæmis vilja um 70% krabbameinssjúklinga ráðgjöf næringarfræðings en innan við fjórðungur á kost á slíku á Landspítalanum. Mikið er ógert á sviði rannsókna, bæði hér á landi og alþjóðlega, og almenningur krefst öruggrar og hollrar fæðu. Þetta er grein sem stendur öllum svo nærri. Við erum öll svolitlir “næringarfræðingar”. Enda þurfum við öll að borða og borðum nokkrum sinnum á dag. Það getur verið erfitt að vera nýbyrjaður í næringarfræði – og jafnvel fyrir löngu útskrifaður – matur er víða og margir vilja tala um hann og áhrif hans. Ég held að það liggi í eðli fræðigreinarinnar að tala varfærnislega og fræðilega og hvorki alhæfa né predika – þetta kemur sumu fólki á óvart. Verður maður næringarfræðingur að BS námi loknu? Nei, til að öðlast löggildingu þarf að ljúka MS-prófi í næringarfræði.

20

Um 70 nýnemar eru skráðir. Um samkeppnispróf er að ræða eftir fyrsta misserið og 30 efstu, í öllum skyldufögum, er boðið að hefja nám á öðru misseri. Námskeiðin á haustmisseri fyrsta ársins nýtast þó nær alltaf vel, einnig þeim sem síðar velja að hefja nám í öðrum greinum. Eru jafnt konur sem karlar sem sækja um í næringarfræði? Greinin á auðvitað erindi til beggja kynja. En mun fleiri konur hafa sótt um. Hvað finnst næringarfræðingum um fæðubótarefni eins og próteinsjeika og Herbalife? Flestir þurfa ekki og hafa ekki hag af sérvörum eins og próteindrykkjum, en auðvitað eru margar undantekningar þar á. Öruggast er að kaupa mat sem er undir stöðluðu eftirliti ef hann er ekki lagaður heima í eldhúsi hjá manni sjálfum –það er erfitt að mæla með vörum sem fluttar eru inn og seldar undir öðrum formerkjum. Næringarfræðingar vinna í samræmi við bestu mögulegu þekkingu eða “evidence based” staðreyndir eftir því sem það er hægt. Eru sætuefni betri en hvítur sykur í mat og drykki? Nei, en á því eru auðvitað líka undantekningar. Stundum getur

sætuefnið svo sannarlega átt betur við en sykur. Hver er munurinn á spelti og hveiti? Spelti er ein af svokölluðu gömlu hveititegundunum, aðrar eru til dæmis “Emmer” og ”Einhorn”. Venjulegt hveiti hefur þróast og breyst í ræktun og telst því yfirleitt yngra. (Spelt er nokkuð dýrara en hveiti.) Speltbrauð er líklega álíka hollt og önnur brauð úr sambærilega grófu korni. Frá heilsufarssjónarmiði skiptir máli hversu mikið kornið í brauðinu er malað og hversu mikið af trefjaefnum er sigtað frá. Fjölbreytni í grófu kornmeti er bara af hinu góða t.d. að nota rúg, bygg og ýmsar tegundir í brauð. Eru kaldpressaðar olíur betri en aðrar olíur? Segja má að kaldpressuð olía sé minna unnin, hún er meðhöndluð við lægra hitastig, og inniheldur svolítið meira af öðrum efnum þar á meðal hollefnum. Sumum finnast kaldpressaðar olíur betri á bragðið. Kaldpressuð olía þolir þó hita mun ver. Ef á heildina er litið er þó mikilvægara að neyta hlutfallslega meira af ómettaðri fitu (sem er t.d. í matarolíum og fiski) en mettaðri (sem er t.d. í smjöri og feitu kjöti), en að velta því fyrir sér hvort valin er kaldpressuð olía eða ekki.


á markað. Fólk þarf alls ekki að kaupa þetta til að borða hollan mat, svona vörur eru ágætar til tilbreytingar fyrir þá sem vilja. Og ef fólk vill alltaf kaupa dýrt – þá það. Hverju þurfa Íslendingar að breyta í fæðuvali sínu? Flestir ættu að borða grænmeti eða ávexti, þar með talið ber, 5 sinnum á dag og auka neyslu á grófu korni eða brauði. Margir ættu að minnka gosdrykkjaþamb og draga úr notkun á skyndibitafæði. Lang flestir ættu að velja fitu í samræmi við það sem við nefndum hér áðan og muna eftir lýsinu, og auðvitað fiski og tveimur skömmtum af mjólkurvörum á dag. Er hunang/agave sýróp hollara en sykur? Þetta er frekar spurning um smekk en hollustu. Hvað er ofurfæða (superfood)? Ofurfæða er stundum notað yfir matvæli sem innihalda hátt hlutfall plöntuefna sem hafa jákvæð heilsufarsleg áhrif. Við notum yfirleitt ekki þetta hugtak og ein fæðutegund bjargar aldrei öllu – matur er ekki lyf heldur er það heildarsamsetningin sem skilar sínu og þar með hollustunni. Sem dæmi um ofurfæðu má nefna bláber en þau eru t.d. rík af andoxunarefnum, C-vítamíni, magnesium og vatnsleysanlegum trefjaefnum (og ef þú vilt vita hvað

Hvernig þarf morgunverður að vera samsettur svo síþreyttir háskólanemar haldi augunum opnum í tímum?

það er þá þarftu að hefja nám í næringarfræði..... ). Til ofurfæðu flokkast einnig avókadó, baunir, brokkolí, alfalfa baunaspírur, engiferrót, graskersfræ, grænt te, heilir óvalsaðir hafrar, hörfræolía, möndlur, rauðrófa, sellerí, sesamfræ, spínat, steinselja, tómatar og krækiber o.fl. Allt er þetta gott og blessað. En þetta hugtak hefur verið notað þó nokkuð til að þróa sérvörur og ná heilsumörkuðum, það er að segja kaupendum sérþróaðra vörutegunda sem eiga að vera betri en aðrar og hafa heilsufarsleg áhrif. Þessar vörur eru yfirleitt dýrar. Þetta varðar einnig spurningarnar hér fyrir ofan um spelt og agave sýróp, það er sem sagt alltaf verið að setja dýrari afbrigði af venjulegum mat

Til dæmis hafragrautur með epli og kanil eða með banana ásamt undanrennu eða léttmjólk. Nú eða gróft morgunkorn eða musli

Er betra að taka lýsi klukkan sex á morgnana heldur en í hádeginu? Birna Þórisdóttir, mastersnemi í næringarfræði við Háskóla Íslands, var í fyrsta árgangnum sem útskrifaðist frá nýju Matvæla- og næringarfræðideild Háskólans nú í vor. Þær voru fimm sem útskrifuðust en óléttusprengja varð í hópnum á þriðja ári og þurftu því nokkrar að fresta sinni útskrift.

N

æringarfræðin er tengd í grunninn öðrum heilbrigðisgreinum að sögn Birnu. „Ég byrjaði í lyfjafræði á fyrsta ári en langaði ekki að verða lyfjafræðingur þó að mér hafi fundist námið mjög spennandi og ákvað því að prófa næringarfræði, kúrsarnir nýttust mjög vel og ég fékk mikið metið. Fleiri sem voru samferða mér í námi höfðu lært eitthvað annað en svo þegar þær

sáu að þetta var í boði sem BS nám stukku þær á það.“ Birna segir grunnnámið samanstanda grunnkúrsum í heilbrigðisvísindum svo sem efnafræði, frumulíffræði, lífeðlisog líffærafræði ásamt tölfræði, sálfræði og fleiru, og að sjálfsögðu matvæla- og næringarfræðikúrsum. „Við lærum almennt um orkuefnin prótein, kolvetni og fitu, vítamín, steinefni og snefilefni. Eins tökum við sérhæfðari kúrsa eins og matvælaörverufræði, næringu á mismunandi æviskeiðum þar sem við skoðum hvað skiptir sérstöku máli t.d. fyrir þungaðar konur, ungbörn, unglingsstúlkur og eldra fólk og næringarmeðferð og sjúkdómafræði þar sem við skoðum samspil næringar og ýmissa sjúklingahópa. Það er alltaf ákveðinn grunnur en svo er þetta talsvert valfrjálst og hægt að fara í ýmsar áttir. Sumir hafa áhuga á að vinna á spítala, aðrir á að fara út í rannsóknir, einhverjir hafa áhuga á að opna eigin næringarráðgjafastofur og enn aðrir hafa áhuga á áhrifum næringar á

frammistöðu í íþróttum og svo mætti lengi telja.“ Þegar Birna er innt eftir því hvað henni finnist um spelt samanborið við hveiti og sætuefni samanborið við sykur segir hún það algengan misskilning hjá fólki að næringarfræði snúist aðallega um þessi mál. „Þetta eru spurningarnar sem við erum kannski minnst að fókusa á í náminu en einmitt spurningarnar sem fólk spyr okkur mest að, enda er þetta mikið í umræðunni. Maður fær ýmsar spurningar eins og til dæmis hvort betra sé að taka lýsi klukkan sex á morgnana heldur en í hádeginu. Ég segi bara nei, það skiptir engu máli svo lengi sem þú tekur það“!

21

og ávöxtur, eða brauð, ostur og tilheyrandi. Lýsi og vatnsglas eða hreinn ávaxtasafi. Hressing númer tvö fyrir hádegi getur verið gróft hrökkbrauð með osti (og afgangi af eplinu), einn ávöxtur eða box með grænmeti og hnetum og fræjum. Hver er lykillinn að vellíðan? Þetta er í rauninni lyklakippa með nokkrum lyklum. Til dæmis virkar ágætlega að borða reglulega 3 góðar, hollar og vel samsettar máltíðir á dag, ásamt 1-2 millimáltíðum sem geta verið ávöxtur eða grænmeti. Gætið hófs þegar kemur að alkóhóli og öðru sem er augljóslega óhollt í miklu magni. Að hreyfa sig rösklega helst að minnsta kosti 30 mínútur á dag að meðaltali - það er gott fyrir hjartað og orkujafnvægið. Hvílist hæfilega og skemmtið ykkur, verið svo tillitsöm og umgangist þá sem ykkur þykir vænt um. Höfundur: Fjóla Helgadóttir


Úti er ævintýri

Mynd/www.surf.is

Háskólanám er krefjandi og því getur oft fylgt mikið álag. Þegar streitan er mikil er því mikilvægt að slíta sig stundum frá bókunum og taka tíma fyrir sjálfan sig. Tilvalin leið til endurnæringar er að skella sér út í fríska loftið. Á Íslandi er um ógrynni af spennandi útivistarmöguleikum að velja til að hrista stirða útlimi og hressa þreytta námshausa. Brimbretti

Gropóttar hraunbreiður Íslands eru þaktar gluggum sem opnast inn í undirheimana.

fleiri finnast. Hraunhellar eins og á Íslandi myndast þegar kvika frá eldstöð finnur sér leið neðanjarðar og rennur þar í göngum. Þegar kvikan hefur runnið burt stendur eftir tóm rásin sem myndar hellinn. Þar sem hellarnir eru varðir frá berjandi veðuröflunum lítur hraunið oft út eins og það hafi storknað í gær þó stundum hafi

orðið töluvert hrunReimaðu á þig gönguskóna, skeltu hjálm á hausinn og gríptu með þér að minnsta kosti tvö vasaljós,og ekki gleyma aukaraafhlöðum. Þá ert þú tilbúin/n til að heimsækja eitt mest spennandi, en jafnframt fallegasta svæði landsins. Hraunið tekur á sig margar myndir og ýmsa liti. Útlit veggjanna minnir oft á uppþornaðan árfarveg með tröppum eftir mismikið flæði og munstur eftir kvikuöldur. Á sumum stöðum myndast viðkvæm hraunstrá sem kuðlast úr loftinu og annarsstaðar rísa glæsilegir dropasteinar af gólfinu. Hraunfossar og miklir svelgir skilja mann oft eftir agndofa sem

og ýmsar aðrar sérkennilegar myndanir sem koma á óvart. Til að mynda er í hellinum Búra í Leitarhrauni að finna dýpstasvelg í hraunhelli í heiminum. Hellarnir eru einnig af mörgum stærðum og gerðum, allt frá viðamiklum herbergjum sem vasaljósið nær vart að temja, niður í þrönga og lága ganga sem eru ófærir nema menn skríði á fjórum fótum. Eina reglan er sú að engir tveir eru eins. Hellarnir eru oft á tíðum mjög viðkvæmir og skal umgangast þá með virðingu og varkárni svo komandi kynslóðir geti einnig notið fegurðar þeirra. Gott er að viðhafa regluna að skilja ekkert eftir nema fótspor og taka ekkert nema ljósmyndir.

Mynd/www.extremeiceland.is

Ísland er ef til vill ekki fyrsti staðurinn sem kemur upp í hugann þegar brimbrettaíþróttin er annars vegar. Raunin er þó sú að aðstæður til brimbrettaiðkunar á Íslandi eru með því besta sem fyrirfinnst í heiminum. „Sérstaða Íslands er að við erum lítil eyja í Norður Atlantshafi sem gerir það að verkum að staðirnir sem við getum stundað brimbrettamennsku eru óteljandi,“ segir Stefán Drengsson hjá Surf.is. Markmið þeirra félaga er að brimbrettaiðkun verði sjálfsagður hlutur við Íslandsstrendur en þeir hafa í gegnum árin unnið að því að kenna fólki á brettin og byggja upp félagsstarf.Sjávarhiti á Íslandi getur sveiflast frá því að vera heitastur um 14°C að sumri til, en getur fallið niður í -2°C yfir vetrarmánuðina. Með réttum búnaði má hinsvegar að mestu leyti koma í veg fyrir að manni verði kalt en hér á landi klæðast brimbrettakappar þykkum blautgöllum. Stefán segir að bestu öldurnar myndist á haustin. Þá er vindurinn mestur og því geta öldurnar orðið ansi stórar. Öruggast er að fara út í fjöru þar sem er mjúkur sandur og er frábærar strendur að finna hjá Siglufirði og Húsavík, á Snæfellsnesinu og einnig hjá Þorlákshöfn. Þar sem landslagið er grýtt er meiri hætta á að slasa sig. Í byrjun er helsta áskorunin að læra að standa á brettinu og halda jafnvægi sem og að stjórna því. Eins og með flest annað skapar æfingin meistarann og því er þrautseigja og þolinmæði lykillinn að því að verða góður á brimbretti. Hellaskoðun Gropóttar hraunbreiður Íslands eru þaktar gluggum sem opnast inn í undirheimana. Hér á landi eru þekktir nokkur hundruð hellar og sífellt

22


Í grjótglímu eru gripin og leiðirnar yfirleitt talsvert erfiðari en í sportklifri. ísklifur er annað form klifurs sem er helst stundað á veturna. Þá er teknar ísaxir í hönd og mannbroddar festir á fætur. Vinsælast er að klífa fossa sem frjósa á veturna en einnig má láta sig síga í svelgi sem myndast í jöklum og klifra upp. Við ástundun íþróttarinnar á Íslandi eru þáttakendur vitanlega umvafðir náttúrufegurð og oft eru verðlaunin eftir vel heppnað klifur meðal annars stórkostlegt útsýnið af toppnum. Eitt fremsta klettaklifursvæði landsins er Hnappavellir í Öræfasveit, en einnig er góð svæði að finna stutt frá borginni eins og til dæmis Stardal og Valshamar í Hvalfirði. Klifrarar eru þar að auki duglegir að nýta sér innanhúss klifuraðstöðu til að halda sér í formi þegar aðstæður úti eru óhentugar. Þar hafa gervigrip verið skrúfuð í veggi og má velja sér mismunandi leiðir eftir getu hvers og eins, svo allir ættu að geta fundið leiðir við sitt hæfi. Köfun Þegar maður flýtur undir yfirborðið í fyrsta sinn opnast nýr heimur ólíkur öllu á landi. Þar eru áhrif þyngdaraflsins minniháttar, hljóð ferðast hraðar, og vissara er að setja sig í sundstellingar til að geta ferðast auðveldlega um. Köfun verður sífellt vinsælli íþrótt meðal Íslendinga. Jafnframt hefur landið vakið mikla athygli meðal kafara víðsvegar um heim. Köfunarstaðir á landinu eru margir einstakir á heimsvísu sem að miklu leyti má þakka hinni sérstöku jarðfræði hér. Á Íslandi má finna flekaskil á þurru landi. Þar myndast miklar gjár sem í sumum tilvikum skera grunnvatnsgeyminn. Ein slík gjá, Silfra á Þingvöllum er án efa frægasti köfunarstaður landsins. Hin ótrúlega tilfinning að svífa milli tveggja heimsálfa í því tærasta vatni sem nokkur köfunarstaður í heiminum hefur upp á að bjóða er ástæða þess að margir sækjast eftir að kafa hér. Ísland er einnig staðsett á svokölluðum heitum reit. Jarðhitavatn vellur víða upp á yfirborðið jafnt á landi sem neðansjávar. Á hafsbotni kemst þetta heita og steinefnaríka vatn í snertingu við kaldan sjó og við það falla steinefni út. Smám saman hlaðast upp viðamiklar strýtur en slíkar myndanir er yfirleitt að finna á miklu dýpi. Strýturnar í Eyjafirðinum sem fundust árið 2005 eru hinsvegar einu strýturnar sem vitað er um í heiminum sem sitja svo grunnt að það er á færi venjulegs sportkafara að heimsækja þær. Stóra strýtan svokallaða rís 54 metra upp

Mynd/Gísli Arnar Guðmundsson

Höfundur: Jónína Herdís Ólafsdóttir

af botninum og úr henni streymir 75°C heitt vatn. Umhverfis hana má iðulega sjá mikið líf, torfur af þorski og ufsa og ekki er óvanalegt að sjá til hvala á leiðinni út með bátnum. Ísland er sannkölluð köfunarparadís. Samt er nauðsynlegt að vera vel búinn og kafarar hérlendis nýta sér allra besta búnað sem völ er á til að verjast köldu vatninu. Aðstæður og fyrirferðarmikill búnaðurinn gerir það krefjandi að læra köfun á Íslandi. Sú áskorun leiðir hinsvegar af sér betri kafara sem að loknu námi eru færir í flestan sjó. Klifur Klifur er skemmtileg íþrótt sem reynir jafnt á huga og líkama til að komast að markmiðinu, að ljúka fyrirfram ákveðinni leið. “Tækni er það allra mikilvægasta þegar kemur að því að ná góðum tökum á klifrinu en líkamsstyrkur er eitthvað sem kemur mjög fljótlega í kjölfarið” segir Jóhann Garðar Þorbjörnsson, jöklaleiðsögumaður og nemandi við Háskóla Íslands. “Bestu klifrararnir taka sér góðan tíma í að skipuleggja klifrið, velta fyrir sér leiðum og hvernig þeir ætla að komast á leiðarendaKlifur má flokka á ýmsa vegu. Þar má nefna sportklifur þar sem helsta áskorunin er lengd leiðarinnar. Því er notaður mikill öryggisbúnaður og er fólk ávallt fest í línu. Í grjótglímu eru leiðirnar hinsvegar í styttri kantinum og ekki er nauðsynlegt að nota línu þó dýna sé yfirleitt lögð fyrir neðan ef fólk hrasar.

Mynd/ Jóhann Garðar Þorbjörnsson

23


Kvikmyndasýning undir yfirborði jarðar RIFF eða Reykjavík International Film Festival stendur yfir þessa dagana þar sem sýndar eru yfir 100 kvikmyndir alls staðar að úr heiminum. Hátíðin hófst 22.september og mun standa yfir til 2. október. Stúdentablaðið tók tali Jón Agnar Ólason markaðsstjóra hátíðarinnar.

Fyrir hvað stendur RIFF?

Bókstaflega stendur það fyrir Reykjavík International Film Festival. Við getum þó sagt í óeiginlegri merkingu að RIFF standi fyrir aukinni fjölbreytni í kvikmyndamenningu hérlendis. Svo er það hið þrískipta kjörorð okkar að styðja við nýsköpun í kvikmyndagerð, hjálpa innlendu fagfólki að mynda tengslanet út á við og að koma því á sem kalla má samræðu á milli kvikmyndagerðamanna annars vegar og áhorfenda hins vegar. Þess vegna leggjum við mikið upp úr því að hafa mikið af Q & A (spurt og svarað) dagskrá í kjölfar sýninga þar sem leikstjórarnir taka þátt og svara spurningum áhorfenda. Hvenær hófst RIFF? Hátíðin núna er sú áttunda þannig að sú fyrsta var haldin haustið 2004 í kjölfar þess að stjórnandi hátíðarinnar enn þann dag í dag, Hrönn Marínósdóttir og nokkrir aðrir áhugamenn um kvikmyndagerð og fagfólk úr bransanum tóku sig saman og stofnuðu kvikmyndahátíð. Hátíðin var stofnuð með þessu fyrrnefnda markmiði að auka fjölbreytileika í sýningu kvikmynda hér á landi. Á hverra vegum er RIFF? RIFF er sjálfseignarsofnun, einkahlutafélag þannig lagað, sem býr svo vel að njóta bæði styrkja frá opinberum aðilum, Reykjavíkurborg, menntamálaráðuneytinu og svo RÚV. Auk þess eru nokkri góðir bakhjarlar hátíðarinnar sem hjálpa okkur með reksturinn, má þar nefna Símann, Iceland Express, Center hotels, Norræna húsið og DHL er opinber flutningsaðili okkar og sér til þess að við fáum filmuspólurnar og digibeta tape’in heilu og höldnu frá útlöndum. Hvaða leikstjórar munu koma fram á sýningunum? Það eru þó nokkuð margir sem munu koma eins og venjan er. Fyrst mætti kannski nefna heiðursgestina tvo í ár. Það er annars vegar hinn goðsagnakenndi ungverski

leikstjóri Béla Tarr sem mun koma með nýjustu myndina sína. Hún er ekki bara hans nýjasta heldur líka hans síðasta eins og hann lýsti yfir um daginn, þannig að það verður spennandi að sjá þennan svanasöng hans á sviði kvikmyndagerðar. Þá hlýtur danska kvikmyndagerðakonan Lone Scherfig heiðursverðlaun Vigdísar Finnbogadóttur. Hún kemur með sína nýjustu mynd, ‘One day’, auk tveggja annarra mynda úr sínu safni. Auk þeirra má nefna James Marsh, óskarsverðlaunahafa frá árinu 2008 fyrir heimildarmyndina ‘Man on wire’ eða ‘Maðurinn á vírnum’, hann kemur með nokkrar myndir. Ein helsta vonarstjarna Rúmena á sviði kvikmyndagerðar sem heitir Adrian Sitaru mun koma með nokkrar myndir, þar á meðal nýjustu myndina sína sem hann hefur verið að fá verðlaun fyrir á kvikmyndahátíðum núna í vor og haust. Þá eru bara fáeinir taldir upp. Það er töluvert mikið af fólki sem ætlar að koma og flestir þeirra eru taldir upp á heimasíðunni okkar www.riff.is. Er hátíðin að stækka með árunum? Riff heldur sér mestmegnis í sömu stærð, en höfum þó síðan í fyrra aðeins dregið saman fjölda mynda sem sýndar verða. Við vorum með nokkuð fleiri titla sýnda í fyrra en þá komumst við að því að meira þarf ekki endilega að vera betra fyrir áhorfendur vegna þess að heyrðum af því eftir á, að fólk þurfti mikið að velja og hafna. Fólk einfaldlega komst ekki yfir allan þennan fjölda mynda og þurfti að velja á milli mynda þar sem að fólk getur ekki verið á tveimur stöðum í einu. Við höfum því aðeins snyrt þetta niður og gert þetta þægilegra fyrir fólk. Eru einhverjar myndir sem standa upp úr í ár? Þar er kannski helst að nefna fyrrnefnda mynd leikstjórans Béla Tarr sem heitir ‘Hesturinn í Tórínó’, það er eitthvað sem verður mjög skemmtilegt að sjá. Hann mun svo sitja fyrir svörum eftir eina af sýningum myndarinnar. Sjálfur er ég spenntur fyrir myndinni hans James Marsh sem heitir ‘Wisconsin death trip’ frá árinu 1999. Hún

byggir á sannsögulegum heimildum um atburði sem gerðust seint á 19. öld þegar smábær í Wisconsin virtist eiga við einhvers konar óútskýrða bölvun að stríða. Börnin gerðust öll brennuvargar og það var mjög mikið af óútskýrðum morðum, margir virtust ganga af vitinu og hann gerði heimildarmynd um hvað í ósköpunum gerðist í smábænum.

Verðlaun og viðburðir

nánari upplýsingar um viðburði hátíðarinnar. Áður ónefndur viðburður sem vakti athygli Stúdentablaðsins er Bollywoodstrandpartý en þar verður Bollywood gert hátt undir höfði í Nauthólsvík sem breytt verður í Bombay norðursins. Myndin Devdas verður sýnd og munu magadansarar leika listir sínar auk frekari veislufanga fyrir augu, eyru og tungu. Ýmis verðlaun eru veitt á RIFF. Þar má nefna Gullna Lundann, aðalverðlaunagrip hátíðarinnar, sem veittur er einni af kvikmyndunum í flokknum vitranir. Þá eru kvikmyndaverðlaun kirkjunnar veitt í sjötta sinn í ár. Fipresci verðlaunin verða veitt en Fipresci eru alþjóðleg samtök kvikmyndagagnrýnenda sem starfa í yfir fimmtíu löndum og veita verðlaun á fjölda kvikmyndahátíða um allan heim. Þá eru verðlaun veitt í minningu Thors Vilhjálmssonar fyrir bestu íslensku stuttmyndina og er það í fyrsta sinn sem slík verðlaun eru veitt. Þá verða umhverfisverðlaun veitt í þriðja sinn og þau hlýtur ein mynd úr flokki náttúrumynda.

Á heimasíðu RIFF má finna

Höfundur: Aron Björn Kristinsson

Eru einhverjir framandi sýningarstaðir? Já það er nú óhætt að segja það, fyrst er að nefna heimahús frægra einstaklinga, ef kalla má það “framandi staði”, þar verðum við með heimabíó. Þá verðum við verðum einnig með óvissubíó, sem við köllum ‘Cinema at the Centre of the Earth’ og það er frekar magnaður viðburður. Inni í þeim viðburði er ekki bara bíósýning heldur rútuferð út fyrir borgarmörkin, matur og drykkur á staðnum og svo kvikmyndasýning undir yfirborði jarðar. Meira er ekki gefið upp um þann viðburð.

24


Hefur þú smakkað nýja mangó KJÚKLINGINN frá 1944 ?

Heit máltíð hluti af góðum N Á MS


Mennta sig í Kanalandi

Hvarflað hefur að mörgum námsþyrstum lestrarhestum að mennta sig í hamborgaralandinu. Þó eru fáir sem láta verða að því enda ekki ódýrasti kosturinn í námsvali. Stúdentablaðið spurði þrjá íslenska námsmenn í Bandaríkjunum út í námið og lífið í útlandinu. Öll eru þau í skólum sem sitja ofarlega á lista yfir bestu háskóla heims.

Fátt um skvísur í Berkeley

Kári Steinn Karlsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í hálfmaraþoni, útskrifaðist úr rekstrarverkfræði frá University of California, Berkeley síðsta vor og er nú mættur aftur á klakann.

Hvernig er dæmigerður skóladagur?

Hver eru skólagjöldin í Berkeley? Í ár eru þau um $18.000 á önn (rúmlega 2 milljónir króna). Eru kröfurnar miklar í skólanum? Já ég held að það sé alveg óhætt að segja það, bæði krefjandi nám og mikil samkeppni. Stóð alltaf til að fara í þennan skóla? Það stóð til að fara í virtan háskóla í Bandaríkjunum sem einnig byði upp á öfluga íþróttastarfsemi og svo hefur Kalifornía alltaf heillað. Valið stóð svo á milli þriggja skóla; UCLA, Stanford og Berkeley, sem allir eiga það að sameiginlegt að bjóða upp á gott nám, sterk íþróttalið og vera staðsettir í Kaliforníu.

Hvað er það besta við skólann?

Svona týpískur dagur byrjaði á morgunæfingu, þar næst skóli og lærdómur, smá blundur ef tími gafst, önnur æfing og svo lærdómur eða fleiri tímar í skólanum. Það má alveg segja að maður hafi búið á skólalóðinni þessi fjögur ár sem ég var í námi.

Fannst í rauninni allt frábært við þennan skóla en ætli það besta sé ekki hvað það er mikið af tækifærum og hvað það er mikið í gangi þarna. Endalaust eitthvað að gerast hvort sem það er námstengt eða félagslegt og varla hægt að komast í gegnum skólaárið án þess að vera stanslaust upptekinn.

Hvernig er námið byggt upp?

Eru skvísur í Berkeley?

Þetta er allt saman með mjög hefðbundnu sniði, fyrirlestrar og svo dæmatímar, umræðutímar eða einhvers konar verklegir tímar byggðir í kringum fyrirlestrana. Árinu er svo skipt í tvær annir auk sumarskóla ef fólk hefur áhuga á því og Bachelor námið tekur fjögur ár.

Okei ég tek tilbaka að það hafi allt verið frábært við Berkeley, það hefðu nú alveg mátt vera aðeins fleiri skvísur. Held að maður sé bara orðinn of góðu vanur á Íslandi en það er allavega óhætt að segja að fjölbreytnin hafi verið mikil í Berkeley enda mjög fjölþjóðlegur og frjálslyndur skóli.

Eru atvinnumöguleikar miklir eftir nám?

Bjóstu á heimavist? Ef svo er, er farið í koddaslag og vatnsstríð á göngunum eins og í amerískum bíómyndum?

Ég kannaði atvinnumöguleikana í Bandaríkjunum ekki mikið en það var mjög algengt að prófessorarnir byrjuðu tímana á því að segja frá fyrirtækjum sem höfðu haft samband og óskað eftir starfsmönnum með þá kunnáttu í viðkomandi fagi. Einnig var mikið um tölvupósta og kynningar sem iðnaðarverkfræðideildin stóð fyrir þar sem fyrirtæki voru að sækjast eftir starfskröftum. Þannig að það má segja að það sé mikið af tækifærum úti, allavega mikið meira en hér heima.

Ég bjó á heimavist fyrsta árið mitt og það var nóg af vitleysu í gangi þar. Mikið um prakkarastrik og partýstand og ég get tekið undir það að amerískar háskólabíómyndir gefa ótrúlega góða mynd af raunveruleikanum.

bræðrafélagspartýum. Annars stofnuðu ég og sænskur félagi minn “UC Berkeley Nordic Club” sem kom nokkurn veginn í staðinn fyrir það að ganga í bræðrafélag. Við settum á laggirnar klúbbhús og stóðum fyrir ýmsum uppákomum og klúbburinn er núna einn sá stærsti í Berkeley. Lítill fugl hvíslaði að mér að þú hefðir farið í Berkely á hlaupastyrk. Endilega segðu frá. Já það passar, ég fékk skólastyrk og keppti fyrir frjálsíþróttaliðið í skólanum. Það var mikið fjör, frábær aðstaða og umgjörð og ég kynntist mörgum skemmtilegum krökkum og það má segja að mest allt félagslíf mitt hafi verið í gegnum frjálsíþróttaliðið. Síðan var líka mikið um keppnisferðir um öll Bandaríkin sem var náttúrulega mikil snilld, skemmtileg leið til að skoða landið. Hvernig var fagnað Íslandsmetinu í hálfu maraþoni? Það fór eitthvað lítið fyrir fagnaðarlátunum hjá mér enda var þetta bara liður í undirbúningi fyrir Berlínarmarþon. Hins vegar ef ég næ markmiðum mínum þar að þá verða sko læti í Berlín.

Varstu í bræðrafélagi? Nei en ég átti marga félaga sem voru í bræðrafélögum og kíkti reglulega í heimsókn og svo klikkaði maður ekki á því að kíkja í nokkur af þessum frægu

Bjór og snarl í boði deildarinnar Lilja Magnúsdóttir stundar doktorsnám í orkuverkfræði með áherslu á jarðvarma í Stanford University. Lilja lauk masternámi í vélaverkfræði í HÍ áður en hún fluttist til hins mikla nýsköpunarsvæðis Silicon Valley. Hversu vel stendur skólinn í þínu fagi?

dugar líka vel fyrir húsnæði og uppihaldi.

Mér skilst að Stanford sé yfirleitt í öðru sæti yfir bestu skóla heims og að mín deild sé í 1.-6. sæti eftir því hvaða aðferðir eru notaðar til að bera deildirnar saman.

Eru kröfurnar miklar í skólanum?

Hver eru skólagjöldin? Skólagjöldin eru um 4,5 milljónir króna á ári. Ég er þó með styrk eins og stór hluti nemenda og þarf því ekki að borga skólagjöld. Styrkurinn

Já ég vinn með mikið af gríðarlega kláru fólki og kröfurnar eru í samræmi við það. Vinnuumhverfið er þó gott og nemendur hjálpast mikið að til að ná tökum á námsefninu. Stóð alltaf til að fara í þennan skóla?

Það var alltaf draumurinn að komast í einhvern af topp skólunum í Bandaríkjunum.

framtíðinni. Einnig þarf að senda með umsókninni námsárangur og meðmæli.

Er inntökuferlið langt og hvernig virkar það?

Eru margir Íslendingar í skólanum?

Já, aðal vinnan felst í að taka GRE prófið áður en sótt er um og einnig þarf að taka TOEFL ensku próf. Síðan þarf að fylla út umsókn og skrifa stutta yfirlýsingu þar sem lýsaþarf af hverju sótt er um viðkomandi skóla og hvernig þú áætlar að nýta menntunina í

Það eru um fimm Íslendingar í skólanum og einn af þeim er í sama námi og ég.

26

Hvernig er dæmigerður skóladagur?


Lestu bækur undir tré?

Í hverju fagi eru fyrirlestrar 2-3 sinnum í viku og síðan geta nemendur hitt kennara eða aðstoðarkennara á fyrirfram gefnum tímum og spurt spurninga varðandi námsefnið og heimadæmin.

Á fyrsta árinu í doktorsnáminu byrjaði skóladagurinn hjá mér á fyrirlestrum og síðan tóku við heimadæmi og dæmatímar. Gert var ráð fyrir að ég notaði einnig um 50% af tímanum í rannsóknir sem tengdust doktorsverkefninu. Núna er ég aftur á móti búin að taka þau námskeið sem ég þarf að taka og eyði því mestum tíma í doktorsverkefnið, þ.e. í rannsóknir, fundi og skýrslu- og greinarskrif. Hvernig er námið byggt upp?

Hópurinn minn er Robotics hópur og ég hef verið að sérhæfa mig í ákveðinni tegund gervigreindar. Í náminu og verkefnum hef ég fengist mikið við hönnun og smíði róbota, sérstaklega rafrása og á seinni árum hef ég fært fókusinn meira inn á forritun hegðunar og gervigreindar róbotanna. Hver eru skólagjöldin? Árleg skólagjöld eru $39.212 (u.þ.b. 4,6 milljónir króna) en sem betur fer er ég á styrk frá deildinni minni sem borgar skólagjöldin og lifnaðarkostnað. Eru kröfurnar miklar í skólanum? Já kröfurnar eru ansi miklar, þar sem þetta er framhaldsnám er hreinlega gengið út frá því að nemendur hafi mjög sterkan bakgrunn í öllum grunnfögum (í mínu tilfelli eru það rafmangsog tölvuverkfræði tengd fög). Mikil áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, þó er þetta

Er rígur á milli Delta, Sigma og Theta systra? Ég held það séu yfirleitt gamni rígur milli systrafélaganna en ekkert sem er tekið of alvarlega.

Býstu við því að koma heim að námi loknu? Ég væri alveg til í að njóta þess að vera hérna úti aðeins lengur eftir námið en það getur líka verið að ég komi heim ef ég verð farin að sakna Íslands. Hvað er það besta við skólann? Fyrir utan námið sjálft þá myndi ég segja að það væri háskólasvæðið. Það er algjör paradís á jörðu og hefur verið kosið eitt af þeim fallegustu í heimi.

Smíðar róbota og boxar í Boston

Hvað ertu að læra?

Ég eyði töluverðum tíma fyrir framan tölvuna en þegar ég les bækur eða rannsóknargreinar þá fer ég hiklaust út í sólina og sest þá jafnvel undir pálmatré og les.

Snýst skólagangan um að komast í klappstýruliðið? Skólagangan snýst ekki um það hjá mér en alveg örugglega hjá einhverjum. Á hverju ári dansa líka fullt af stelpum fyrir framan hljómsveit skólans til að reyna að komast í „The Dollies“ hópinn. Hljómsveitin velur fimm stelpur sem svo dansa og skemmta á fótboltaleikjunum og fá þær oft meiri athygli en klappstýrurnar. Er mikið félagsstarf í skólanum?

Já það er virkilega skemmtilegt félagsstarf og auðvelt að finna eitthvað um að vera nánast öll kvöld. Það eru t.d. nýnemaferðir, skíðaferðir, bíókvöld og fullt af alls konar þema partýjum. Deildin mín býður líka alltaf upp á bjór og snarl seinni partinn á föstudögum fyrir bæði nemendur og kennara. Hvað er best að borða í Bandaríkjunum? Bæði maturinn og ostakökurnar á Cheesecake Factory eru í uppáhaldi hjá mér. Hvað er hægt að gera utan skóla? Hjólreiðar og göngur eru vinsælar hér og svo er líka hægt að fara á ströndina, í skemmtigarða og á söfn eða klúbba í San Francisco. Síðan er tiltölulega stutt að skella sér yfir helgi til L.A. eða Las Vegas og einnig gaman að skoða fallega náttúru í Yosemite, The Lost Coast eða Big Sur.

Sigurður Örn Aðalgeirsson stundar doktorsnám við Massachusetts Institute of Technology (MIT). Þar hann smíðar róbota, gegnir formannsstöðu kickboxing klúbbs skólans og les bækur undir trjám.

mismunandi eftir prófessorum en í mínu tilfelli fæ ég ansi mikið frelsi til að vinna verkefni sem mér finnast áhugaverð eða spennandi. Þessu fylgir líka ábyrgð og felur í sér ákveðið stress miðað við að vera úthlutað vandamáli til að leysa því þá þarf maður allavega ekki að eyða orku í að verða sér útum það. Eru kröfurnar miklar í skólanum? Já kröfurnar eru ansi miklar, þar sem þetta er framhaldsnám er hreinlega gengið út frá því að nemendur hafi mjög sterkan bakgrunn í öllum grunnfögum. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, þó er þetta mismunandi eftir prófessorum en í mínu tilfelli fæ ég ansi mikið frelsi til að vinna verkefni sem mér finnast áhugaverð eða spennandi. Þessu fylgir líka ábyrgð og felur í sér ákveðið stress miðað við að vera úthlutað vandamáli til að leysa því þá þarf maður allavega ekki að eyða orku í að verða sér útum það. Er mikil samkeppni milli nemenda? Nei ég myndi ekki segja það, allavega ekki í mínu umhverfi. Við leitumst við að búa til jákvætt andrúmsloft og reynum að styðja hvorn annan. Nú er ég sérstaklega

að tala um nemendur innan míns rannsóknahóps en við erum öll að vinna verkefni á svipuðu sviði og notumst oft við sömu róbotana og hugbúnaðarkerfin. Ég hef þó heyrt um hópa þar sem slæmt andrúmsloft myndast og fólki finnst það vera í mikilli samkeppni við samnemendur sína, líklegast þá um frumlegar hugmyndir, athygli/ velþóknun prófessorsins eða fjármagn til verkefna sinna. Hvað er það besta við skólann? Skólinn er frábær vegna þess að hann sækja mjög margir áhugaverðir og eldklárir nemendur, bæði hef ég lært mikið af þeim og svo virkar það sem hvatning á mig að verða betri sjálfur. Skólinn er líka fullur af prófessorum sem eru mjög framarlega á sínum sviðum, þetta skapar tækifæri á því að sækja fyrirlestra og kynnast fólki sem ég gæti annars eingöngu lesið um í ritgerðum og bókum. Skólinn hefur gott orðspor svo þar af leiðandi hefur hann aðgang að miklu fjármagni, þetta gefur nemendum oft meira frelsi í rannsóknum sínum og verkefnavali sem ég kann vel að meta. Svo er hann líka vel staðssettur í fallegri borg sem er alltaf skemmtilegt. Er tími til annars er náms? Í langskólanámi er eins gott að finna tíma til annars en náms því þetta er lífsstíll til langs tíma en ekki bara tímabundið ástand og maður verður að geta haldið það út. Ég

27

stunda mikið íþróttir, er formaður kickboxing klúbbs skólans og æfi það af miklum krafti ásamt því að vinna við að halda klúbbnum gangandi. Ég hleyp mikið um borgina en það eru nokkrar mjög fallegar leiðir sem hægt er að fara. Mér finnst gaman að hjóla og ég hef nýlega lært að sigla og er nú með siglingaleyfi á litla seglbáta sem ég get tekið út á ánna hvenær sem mig langar. Ég er líka duglegur að fara út og skemmta mér með vinum, bæði íslenskum og öðrum. Hefur þú rekist á stórstjörnur í Bandaríkjunum? Hmm, já ég hitti Mark Wahlberg í íþróttahúsinu okkar um daginn, ég var á box æfingu og hann var að fara að spila körfubolta með félögum sínum. Ég sá mest eftir að hafa ekki skorað á hann í smá „sparring session“ en hann var þá nýbúinn að leika í The Fighter. Svo var ég einu sinni að labba niður Newbury Street og sá þá Tom Cruise og konuna hans labba á móti mér. Það var fyndið því ég var svo seinn að átta mig á því hver þau voru, það voru engir ljósmyndarar í kring eða neitt. Hann var mjög líkur sjálfum sér samt, skælbrosandi. Í báðum tilfellum brá mér að sjá hvað leikararnir voru lágvaxnir en það segja víst allir. Svo kemur stundum eitthvað lið að skoða deildina okkar og verkefnin, af þeim fannst mér skemmtilegast að sjá Björk og Stephen Fry. Höfundur: Sólrún Þrastardóttir


OKTÓBERFEST var haldið með pompi og prakt dagana 15.-17. september. Meðal þeirra sem fram komu voru Of monster & men, Agent Fresco, Dikta, Jón Jónsson og Blaz Roca. Sögur segja að gleðin hafi verið hámarki og að mikill bjórþorsti stúdenta hafi komið Vífilfelli heldur betur á óvart. Ljósmyndari Stúdentablaðsins smellti af myndum á hátíðinni.

28


Viðburðaskrá Háskóla Íslands 28.september kl.20:00 í stofu H-101 í Stakkahlíð

4.október kl.15:00 í HT104, Háskólatorgi

Örnámskeið: Hvers konar menntun í skólum stuðlar að sjálfbæru samfélagi?

Erindi: Facebook and Digital Anthropology. Dr. Daniel Miller

Á námskeiðinu verður fjallað um hugtökin sjálfbær þróun og sjálfbærnimenntun í nýrri aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla. Auður Pálsdóttir aðjúnkt við Menntavísindasvið hefur umsjón með námskeiðinu.

Daniel Miller er prófessor í mannfræði við University College, London. Daniel hefur í rannsóknum sínum fjallað talsvert um efnismenningu og neyslu og hefur gefið út fjölda greina og bóka um þau viðfangsefni. Á þessu ári kom út bókin Tales from Facebook þar sem hann fjallar um eitt af rannsóknarsviðum sínum sem snýr að nýjum miðlum og Internetinu.

29.september kl.14:00 í Hátíðarsal Háskóla Íslands, Aðalbyggingu Umræða: Masterclass með Béla Tarr Ungverski leikstjórinn Béla Tarr er einn heiðursgesta Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar (RIFF). Leikstjórinn Ragnar Bragason spjalla við Béla Tarr og munu umræðurnar spanna allt frá upphafi til endis leikstjóraferils Béla Tarr en nýlega lýsti hann því yfir að hann væri hættur leikstjórn. 30.september kl.9:00 í Stakkahlíð Ráðstefna: Menntavika: Rannsóknir – nýbreytni – þróun Árleg ráðstefna Menntavísindasviðs haldin í 15. sinn. Megintilgangur ráðstefnunnar er að skapa menntaog uppeldisstéttum vettvang til að kynnast nýbreytni í rannsókna og þróunarstarfi sem unnið er í skólum landsins og innan háskólaumhverfisins. 3.október kl.12:00 í Hátíðarsal Háskóla Íslands, Aðalbyggingu Fyrirlestur: Dr.Robert David Putnam, öndvegisfyrirlesari Félagsvísindasviðs Dr. Robert D. Putnam flytur fyrirlestur við Háskóla Íslands. Hann er stjórnmálafræðingur og prófessor við John F. Kennedy School of Government við Harvard háskóla í Bandaríkjunum. Hann gegndi um tíma stöðu forseta þess skóla. Hann hefur gefið út fjölda bóka. Dr. Putnam hefur verið ráðgjafi margra þjóðarleiðtoga á borð við Bill og Hillary Clinton, Barack Obama. George W. Bush, Tony Blair, Gordon Brown og Nicolas Sarkozy.

heiðursdoktorsnafnbótum við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Nafnbæturnar hljóta þær fyrir vísindaframlag á sínum fræðasviðum, og fyrir framlag til uppbyggingar og þróunar framhaldsnáms og rannsókna á þeim sviðum, m.a. við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands.

5.október kl.15:00 í HT-104, Háskólatorgi

7.október kl.13:00 í stóra sal í Háskólabíó

Málstofa: Hagfræði fjölskyldunnar Fátt mannlegt er hagfræði óviðkomandi. Til dæmis má nefna frjósemishagfræði, hagfræði bernskunnar og hagfræði makavals. Um þessar undirgreinar hagfræðinnar sem kalla má „hagfræði tilverunnar“ verður fjallað á málstofu sem Hagfræðideild skipuleggur. 6.október kl.12:00 í Hátíðarsal Háskóla Íslands, Aðalbyggingu Málstofa: Markaðsfræðin í fortíð, nútíð og framtíð Hugmynda- og aðferðafræði markaðsfræðinnar getur leikið lykilhlutverk við að koma Íslendingum út úr þeirri kreppu sem þeir eru nú í, enda snýst markaðsstarf á enandum um að búa til tekjur. 6.október kl.14:00 á Háskólatorgi Afmælisveisla á Háskólatorgi Í tilefni af 100 ára afmæli HÍ býður Félagstofnun stúdenta upp á afmælisköku á Háskólatorgi.

Hátíðarmálþing Háskóla Íslands: Áskoranir 21.aldar Hátíðarmálþing Háskóla Íslands í tilefni af aldarafmæli skólans. Á málþinginu munu heimskunnir fyrirlesarar, fræðimenn og stjórnendur háskóla fjalla um efnið frá ólíkum sjónarhóli og varpa ljósi á það ljósi. Meðal fyrirlesara er Kofi Annan, fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna. 8.október kl.15:00 í Hörpu Afmælishátíð Háskóla Íslands Fjölbreytt hátíðardagskrá í Hörpu þar sem litið verður yfir liðna öld í Háskóla Íslands og horft til framtíðar. Meiri upplýsingar má finna á www.hi.is/afmaelishatid 10.október kl.12:00 í Hátíðarsal Háskóla Íslands, Aðalbyggingu Málstofa: Umhverfi nýsköpunar á Íslandi

6.október kl.15:00 í Hátíðarsal Háskóla Íslands.

Í kjölfar efnahagssviptinga á Íslandi hefur nýsköpun oftar en ekki verið nefnd sem leið út úr ógöngunum og sögð forsenda áframhaldandi hagvaxtar.

Veiting heiðursdoktoranafnbóta við Hjúkrunarfræðideild

11.október kl.9:00 í Ráðstefnusal Þjóðminjasafns Íslands

Dr. Connie Delaney, prófessor og deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar University of Minnesota, og dr. Margaret E. Wilson, dósent við Hjúkrunarfræðideild University of Nebraska, verða sæmdar

Ráðstefna: Lagamá á Norðurlöndum Dagana 11.–12. október 2011 verður haldin í Reykjavík norræn ráðstefna um skýrt málfar. Á ráðste-

29

fnunni verður fjallað um skýrt mál í lögum frá ýmsum hliðum, m.a. um rannsóknir á máli dóma og um tengsl lagamáls og réttlætis. 11.október kl.12:00 í Hátíðarsal Háskóla Íslands, Aðalbyggingu Málstofa: Framtíð íslensk fjármálamarkaðar Á málstofunni munu fjármálakennarar Viðskiptafræðideildar og nokkrir framámenn í íslensku fjármálalífi draga upp framtíðarsýn fyrir íslenskan fjármálamarkað. 13.október kl.13:00 á Austurvelli Tjaldspjall á Austurvelli Gestum og gangandi er boðið að koma og spjalla við fulltrúa námsbrauta í bókasafns- og upplýsingafræði, félagsfræði, fötlunarfræði, mannfræði, námog starfsráðgjöf og þjóðfræði við Háskóla Íslands. Hvað bjóða þessar greinar upp á fyrir þig? 13.október kl.13:00 í Hátíðarsal Háskóla Íslands Málþing: Jón Sigurðsson forseti: Hugsjónir og stefnumál – tveggja alda minning Hið íslenska bókmenntafélag í samvinnu við Lagadeild og Hagfræðideild Háskóla Íslands efnir til málþings í Hátíðasal Háskólans. 21.október kl.13:30 í sal 132 í Öskju Málþing: Paul Collier: Can Africa catch up: and can we help? Árið 2011 markar 40 ára afmæli íslenskrar þróunarsamvinnu, 30 ára afmæli Þróunarsamvinnustofnunar Íslands (ÞSSÍ) og 10 ára afmæli Íslensku friðargæslunnar. Af þessu tilefni verður efnt til málþings í samvinnu við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands og Alþjóðamálastofnun.


English Summary More freshmen than last year

T

he total number of students at the University of Iceland was at the beginning of the school year 14,422. Most students are studying at the school of social sciences or 4,803 students. Inside the school of social sciences the business department was the most numerous with 1,330 students making it the biggest of the 25 departments in the school in terms of student numbers. The department with the fewest students is the department of Electrical and Computer Engineering with its 102 students. The school with the fewest students is the School of Education with 2,084 registered students.

Preventing students from falling between systems: Main objective

C

hanges made of the living requirements of the Student Loan Fund have touched students seeking education abroad. Some who had their eyes laid upon education elsewhere were denied student loans this summer. If an Icelandic citizen has not worked in Iceland for the last year and has lived abroad for more than two years in a concurrent 5 year span then he does not qualify for student loans. Demands from EEA authorities concerning the agreement of the free movement

og workers and peoples resulted in these changes. A new government legislation seeks to meet the needs of people that do not fulfil these requirements with a main purpose of preventing people from falling into ‘cracks in the system’.

University sisters going large

S

isters Jóna and Ása Ottesen decided last May to make an old dream come true and opened a fashion clothes store named LakkaLakk. LakkaLakk is an online store with chlothes and accessories for women of all ages. Ása is a full time student of sociology and journalist studies as well as being a recently graduated anthropologist. When asked how the combination of being a full time student and a store owner is going, she answers that the opening of the store was quite intense as the preparations came on top of the exam period but somehow, it all worked out. The sisters are now preparing a designer competition for talented Icelandic designers and the winning label will of course be carried by www.lakkalakk.com.

Electronic teaching methods in the spotlight

S

tefán Þór Helgason, a business student, received a grant from the Icelandic Student Innovation Fund past summer. His project: Electronic studying at UI – status

and future posibilities. “I applied for the grant this year because I have for a long time been interested electronic/online teaching and decided for those reasons to investigate how these innovative measures of teaching are being harnessed at the University of Iceland” says Stefán. “The ideas that I have heard, for example in my conversations with Guðmundur Ólafsson, there he described his ideas of mixing traditional teaching methods with online electronic teaching. Without focusing simply on one or the other, students might sit a lecture online perhaps the first day of the week. This way students can attend lectures witthout leaving the comfort of their own home which is good for many reasons.”

“We‘re all nutrionists in some way”

T

he deparment of Food Science and Nutrition graduated last spring the first individuals with BS degrees in nutrition sciences. They were five. This fall, 70 students registered at the department. It is therefore safe to say that this department‘s popularity is on the rise. Inga Þórsdóttir, the president of the department answered the Student Paper’s questions. What are Nutrition Studies about? “The nutritions we eat and their purpose, the correspondence between them and a balanced diet. For example: What nutrition do we need, how much is too much or too little, and why do we need it to

30

begin with? What is the difference between food sciences and nutrition studies? The answer lies in the wording. The food we eat is one thing, and the nutritions they carry is a different study. They are linked, but different. What are your feelings on diet supplements such as protein shakes and Herbalife? Most people do not need them and will not benefit from protein shakes, but exceptions do exist of course. The safest way to eat is to buy food which is made safely, if it is not made in one’s own kitchen.

Is it better to take Lýsi at six in the morning than at noon?

B

irna Þórisdóttir, a masters student of nutrition at the University of Iceland, was one of the five first students to graduate with a BS degree in Food Science and Nutrition. Some might say a fertility explosion was cast upon the class of 2011 as many students were forced to delay their graduation because of pregnancy. When asked what Birna thinks of spelt vs flour she says that it is a common misunderstanding that her field of studies revolve around these questions. In this field of study you get many questions of this sort, such as is it better to take Lýsi in the morning or at noon? I just say “no–it doesn’t matter when you take it, as long as you take it!”


The adventures of the outdoors

U

niversity studies can be demanding. When the stress becomes overwhelming it is important to take some time off and enjoy a little bit of ‘me-time’. A splendid way to charge your batteries is to enjoy the fresh air of Iceland. Here are a lot of exciting possibilties for outdoor activity available for shaking away stress and stiff limbs and bringing to life tired student minds. Among these are surfing, caving, climbing and diving. Surfing: Iceland is maybe not the first place that comes to mind when surfing is mentioned. The fact is however that surfing circumstances are among the best in the world. Caving: In Iceland hundred of caves have been discovered and many more are yet to be discovered. The caves are often times very sensitive and have to be approached with caution and respect so future generations can enjoy them as well. The rule of thumb is to leave nothing but a footstep and take nothing but pictures. Diving: In Iceland the phonemenon of tectonic plate divisions can be found underwater. There enormous canyons form that sometimes pierce the natural underground fresh water

are quite a few directors as usual. Among them are legendary Hungarian director Béla Tarr who will present his newest film. It is not only his newest, but also his last, as he disclosed recently, so it will be quite interesting to see his final performance here in Iceland” Jón says. He says that many Climbing: One of the best interesting and fun events will be climbing place in Iceland is at presented to festival guests. Among Hnappavellir in Öræfasveit. There them the pool-cinema, which has are however some spots closer become an annual tradition. This to the city such as Stardalur year it will be in the indoor pool at and Valshamar in Laugardalslaug. There Hvalfjörður. the film ‘Never ending Iceland is Climbers can (1984) will be maybe not the story’ also access presented. first place that indoor climbing facilities to comes to mind Not-alotta hotties keep in shape when surfing in Berkeley when the is mentioned.” weather isn’t ári Steinn Karlsson, playing nice. newly crowned champion of Iceland in RIFF: Reykjavik half marathon, graduated with an International Film engineering managment degree from the University of California, Festival Berkeley last spring and is now back on Ice. The Student Paper iff or the Reykjavik International asked Kári about the school, the Film Festival is now going on. running and about life in general. The festival will show over 100 Kári received a grant and competed films from all over the world. The for the school in Athletics during his festival started last Thursday and four years at the school. During that will carry on until the October 2nd. time four other Icelanders studied at The student paper interviewed the school. He says his stay there Jón Agnar Ólason the festivals was wonderful, however, there marketing director. What directors will appear at the festival? “There weren’t ‘alotta’ hotties around. supplies. One can be found at Silfra at Þingvellir. That is without a doubt the most spectacular diving spot in the world. There one can experience the feeling of diving between two continents, literally, in as clear water as one can experience.

K

R

31

Beer and snacks on the department

L

ilja Magnúsdóttir is a doctorate student in energy engineering with focus on geothermal energy at Stanford University. Lilja finished her masters degree at UI before settling in Silicone Valley. Lilja says here dream was always to get into the top schools of the USA and Stanford has most often been ranked as the second best school. Lilja says the social life at the school is fun and that her department offers beer and snacks for students and faculty on Fridays.

Builds robots and boxes in Boston.

S

igurður Örn Aðalgeirsson is currently working on his doctorate at the Massachusetts Institute of Technology (MIT). He is part of a robotics group and specializes in a certain type of artificial intelligence. He has practiced this art very precisely and built many robots in his course of studies. Sigurður says that a great deal of effort is put into making students excercise independent practices. Sigurður is also the president of the school’s kickboxing club where he practices with great dedication along with working to keep the club up and running.


Það munar miklu að vera í Námunni Náman er vildarþjónusta fyrir alla námsmenn, 16 ára og eldri. Lögð er áhersla á þjónustu sem sniðin er að þörfum hvers og eins, betri kjör og fjölbreytt fríðindi. Kynntu þér Námuna á landsbankinn.is, í næsta útibúi eða í síma 410 4000.

JÓNSSON & LE’MACKS • jl.is • SÍA

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.