Stúdentablaðið

Page 1

STÚDENTABLAÐIÐ 6.tbl. 87 árgangur, Nóvember 2011-11-06

tt í fr tak ein


HEITASTA SKÝLIÐ Í BÆNUM ER ALLTAF Í STUÐI Komdu í hlýjuna í strætóskýlinu við Hringbraut og vertu með okkur í sannkölluðu Stoppustuði í vetur. Fylgstu með okkur á Facebook og eltu okkur á Twitter. Við ætlum að halda uppi stuðinu í vetur.

STÚDENT AR Í HÁS KÓLA ÍSL ANDS FÁ

10% AFS LÁTT TILBO

FÍTON / SÍA

AF RAFM AGNI FR Á ORKUS ÖLUNNI ÐIÐ GILD IR TIL 31. SKRÁÐU MAÍ 2012 ÞIG NÚN A Á STUD ENT.IS

Orkusalan | 422 1000 | orkusalan.is | Bíldshöfða 9 | 110 Reykjavík

við seljum rafmagn


Stúdentablaðið - 6.tbl. 87.árgangur Útgefandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands Ritstjóri: Sólrún H. Þrastardóttir Prófarkarlestur: Anna Þóra Pálsdóttir Liststýra forsíðumyndar: Kitty Von-Somtime Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Ensk samantekt: Heimir Hannesson og Baldur Freyr Ólafsson Upplag: 4.000 eintök

Krossum fingur

Smákökubakstur, mandarínur, jólabjór og lærdómur – það eru að koma jólapróf. Andvökunætur og óhóflegur bókalestur einkenna oft þennan bugandi tíma sem þó hefur ákveðinn sjarma. Sjarmann er erfitt að sjá í prófatörninni sjálfri en það gefur auga leið að prófalestur inni í hlýjunni með jólaljósum og smákökum getur verið töluvert notanlegri en prófalestur í maí þegar sólin er farin að heilla næpuhvíta námsmenn eftir dimman vetur. Bugunin er þó sjarmanum yfirsterkari þessa önnina því með núverandi fyrirkomulagi sjúkra- og upptökuprófa hjá félagsvísindasviði og verkfræðiog náttúruvísindasviði þurfa þeir sem stefna á útskrift í febrúar að fresta útskrift veikist þeir í prófum. Síðustu tvö ár hafa sjúkra- og upptökupróf haustannar hjá nemendum á félagasvísindasviði verið að loknum vorprófum í maí. Núna hefur verkfræði- og náttúruvísindasvið bæst við. Auk frestunar á útskrift, sem valdið getur tekjuskerðingu, þá hefur fyrirkomulagið einnig áhrif á námslán. Lánasjóður íslenskra námsmanna miðar úthlutun námslána við fjölda lokinni eininga á önn. Fækki loknum einingum á önninni sökum veikinda í prófum skerðast námslán. Hægt er að brúa bilið með yfirdrætti í banka en því fylgja vextir. Ég skil sjónarmið þeirra prófessora sem sitja sveittir við yfirferð prófa seint í desember og vilja jólafrí eins og við öll. Ég er hinsvegar þeirrar skoðunnar að eitt skuli yfir alla ganga og ættu reglurnar að vera þær sömu fyrir allar deildir skólans. Hliðrum önninni fram um viku og tökum sjúkrapróf í janúar. Já eða krossum fingur að veikjast ekki í prófunum.

Sólrún H. Þrastardóttir Ritstjóri

Innihald blaðsins

Prófráð frá háskólanemum 6 Eldað með Rikku 8 Heimsókn í Stúdentaleikhúsið 10 Fjármálalæsi háskólanema 4 Viðtal við Hilmar Veigar 20 Ráð handa námsþyrstum heimsborgurum 22 Innlit á heimili háskólanema

26

English Summary 30 Fólkið á bak við blaðið

Alexander Jean Edvard L.S.D. Fontenay Blaðamaður alexjean1991@ gmail.com

Fjóla Helgadóttir

Hallveig Ólafsdóttir

Erla Gísladóttir

Blaðamaður

Blaðamaður

Ljósmyndir

fjola83@hotmail.com

hao13@hi.is

www.erlagisla.com

Aron Björn Kristinsson

Haukur Hólmesteinsson

Thelma Lind Steingrímsdóttir

Blaðamaður

Blaðamaður

Blaðamaður

aronbjk@gmail.com

Haukur11@gmail. com

tls1@hi.is

Stefán Rafn Sigurbjörnsson Hönnun & umbrot stebbirafn@gmail. com


Stjórnmálafræðinemar á leiðsagnarfundi

Vel staðið að móttöku nýnema

S

Sólrún H. Þrastardóttir

Kíkti við hjá stjórnmálafræði

tjórnmálafræðideild Háskóla Íslands leggur sig fram við að taka vel á móti nýnemum í deildinni. Í samstarfi við kennslumálanefnd HÍ hófst í fyrra þriggja ára tilraunaverkefni sem hefur að markmiði að bæta ástundun og árangur nemenda í stjórnmálafræðideild, náms- og kennslumenningu. Ef vel tekst til getur þetta fyrirkomulag orðið öðrum deildum til fyrirmyndar. Nýnemar eru boðaðir á leiðsagnarfund hjá kennara í upphafi haustmisseris, þeim eru kynnt markmiðin, sem eru eins og áður sagði að bæta námsárangur og ástundum BA-nema í stjórnmálafræði með aukinni virkni nemenda, gagnkvæmri virðingu kennara og nemenda gagnvart námi og kennslu og aukinni upplýsingamiðlun. Fastir kennarar deildarinnar sjá um leiðsagnarfundina og hver og einn hefur umsjón með um tíu manna hópi nemenda. Eiga kennararnir að styðja sína nemendur eins og kostur

Stjórnmálafræðideild stendur fyrir leiðsagnarfundum fyrir nýnema deildarinnar í BA námi. Þannig fá nemendur aðgang að persónulegri leiðsögn kennara og stuðning við námið, allan fyrsta veturinn. er í náminu með markvissri leiðsögn og stuðningi. Nemendur geta síðan leitað til síns kennara með spurningar sem tengjast náminu. Ennfremur er í boði mentorakerfi með eldri nemendum og eru mentorar einnig til staðar allan veturinn.

Við gerum þetta til að hjálpa nýnemum að fóta sig í gjörbreyttu umhverfi miðað við framhaldsskóla og styðja við þá og minnka brottfall.“ segir Margrét S. Björnsdóttir, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild, sem hefur umsjón með verkefninu.

svarhlutfallið var um 60-70% og ánægjan var mikil með þetta. Við báðum um ábendingar um eitthvað sem betur mætti fara en það var nánast ekkert.“ segir Margrét.

Stuðningur við nemendur

Mikil ánægja

Á yfirstandandi skólaári verða, auk mentorafunda, fjórir leiðsagnarfundir hjá hverjum kennara, tveir á haustmisseri og tveir á vormisseri. „Við ákváðum í fyrra að reyna að halda betur utan um nemendur í stjórnmálafræðideild á fyrsta á ári með margskonar stuðningsaðgerðum. Við vorum m.a. með þessa leiðsagnarfundi. Við héldum þá fimm sinnum í fyrra og í ár ætlum við að hafa fundina fjóra. Auk leiðsagnarfundanna og mentorakerfis, vorum við með námskeið í náms- og próftækni, þegar liðið var á námið og nemendur höfðu áttað sig á kröfunum.

Margrét segir leiðsagnarfundina vera tilraunaverkefni til þriggja ára og er þetta annað árið. Við lærðum af reynslunni og núna er þetta orðið hluti af föstu vinnulagsnámskeiði deildarinnar, sem kynnt er nemum í upphafi. Hún segir viðbrögð frá nemendum vera afar góð og þeir nemar sem nú eru á öðru ári hafi óskað sérstaklega eftir því að slíkir fundir yrðu haldnir fyrir annað árið líka. Fallist var á ósk þeirra og var fundur með þeim í byrjun nóvember. „Við höfum fengið mjög góð viðbrögð frá nemendum. Við gerðum könnun í lok síðasta skólaárs þar sem

Með leiðsagnarfundunum fá kennarar upplýsingar um hvað nemendum líki við námið og námsfyrirkomulagið og hvað betur megi fara. „Þetta er mikilvægt aðhald fyrir okkur í deildinn. Það er ekki nóg að gera kröfur til nemenda, við verðum líka að gera kröfur til okkar,“ segir Margrét. Oft getur verið erfitt að koma inn í nýtt umhverfi og því frábært að hafa einhvern innan handar sem þekkir námið út og inn. Að sögn Margrétar er reynslan til þessa góð og bendir til að aðrar deildir skólans gætu haft hag að því að taka upp svipað kerfi til að styðja við nemendur sína.

Bregður Uglunni í búning Heiðursverðlaun Stúdentaráðs voru veitt í fyrsta sinn þann 11.11.11. Heiðursverðlaunin eru veitt til að heiðra þá aðila sem auðga háskólasamfélagið á einn eða annan hátt. Það var Haukur Jóhann Hálfdánarson, starfsmaður hjá Reiknistofnun Háskóla Íslands, sem hlaut þessa sérstöku viðurkenningu fyrstur manna. Í viðurkenningunni segir; „Haukur Jóhann hefur auðgað háskólasamfélagið með því að bregða Uglunni, góðvini allra stúdenta og starfsmanna, í mismunandi búning við ýmis hátíðartilefni.“ Uglan er innri vefur Háskóla Íslands og bæði nemendur og kennarar skólans hafa notast við hana síðustu 10 árin. Uglan hefur m.a. verið með jólasveinahúfu, yfirvaraskegg, afmælishatt og þann 1.apríl síðastliðinn leysti hamstur Ugluna af hólmi. Lilja Dögg Jónsdóttir, formaður Stúdentaráðs veitti viðurkenninguna. Stúdentaráð mun halda áfram að veita slíka viðurkenningu út skólaárið þegar tilefni gefst til.

Kröfur til kennara

Gáfu STUÐ-vespu Orkusalan veitir þeim stúdentum sem skrá sig í viðskipti 10% afslátt af rafmagni út skólaárið. Afslátturinn mun eflaust koma sér vel þar sem leiguverð hefur farið hækkandi. Ekki er öll sagan sögð því þeir stúdentar sem færðu viðskipti sín til Orkusölunnar í septembermánuði gátu átt von á því að vinna glæsilega rafmagnvespu eða STUÐvespu eins og stuðboltar Orkusölunnar kölluðu hana. Vinningshafinn var dreginn út 12.október og var það íslenskuneminn Edit Elisabeth Ottilia Karlsson sem vann rafmagnsvespuna. Magnús Kristjánsson, framkvæmdarstjóri Orkusölunnar afhenti Edit vespuna í Háskóla Íslands. Nú getur Edit rúntað um bæinn án þessa að brenna olíu og peningum því engin aukagjöld eru viðloðin tryllitækinu – engar tryggingar, ekkert próf og ekkert bensín.

4


Sérkjör fyrir stúdenta HÍ

ELDSNEYTI Á BETRA VERÐI Nemendum Háskóla Íslands bjóðast sérkjör á viðskiptum við N1, 5 kr. afsláttur af eldsneytislítranum auk sérstakra afsláttarkjara á hjólbörðum, hjólbarða- og smurþjónustu, rekstrarvörum og mörgu fleiru.

F í t o n / S Í A

Sæktu um N1 kort á n1.is, skráðu hópanúmer stúdenta 505 og byrjaðu að spara!

Kynntu þér málið og sæktu um kort á n1.is

Meira í leiðinni


Jólapróf – tími orkudrykkja og andvökunátta Sólrún H. Þrastardóttir

Fékk góð prófráð

Nú fer sá tími ársins að ganga í garð þegar stúdentar birgja sig upp af orkudrykkjum og kaffikort á háskólasvæðinu byrja að rokseljast. Prófatörnin nálgast og eflaust margir farnir að sökkva sér í bækurnar og velta því fyrir sér afhverju þeir lærðu ekki jafnt og þétt yfir önnina eins og markmiðið í upphafi var. Stúdentablaðið leitaði til þriggja þekktra einstaklinga í háskólanum eftir prófráðum og skemmtilegum prófsögum. minni, fer svo yfir þær og laga það sem betur mætti fara. Svo tek ég gömul próf í faginu og svara þeim,“ segir Brynja.

Algjörlega óverðskulduð átta

Brynja Þorgeirsdóttir, fjölmiðlakona í Kastljósinu, er sest á skólabekk eftir 13 ára hlé frá námi. Hún leggur stund á nám í almennri bókmenntafræði. „Ég er með BA próf í mannfræði og langar nú í meistaranám í bókmenntafræði. Til að komast inn í það þarf ég að ljúka 60 einingum á BA stigi í almennri bókmenntafræði, og það er það sem ég er að gera núna,“ segir Brynja.

Nýtur sín í tímum

Nú á ég tvö börn og er í fullu starfi en næ samt að lesa allt jafnóðum. Hvað var maður svona upptekinn við?

Þemaskipting námsefnis Brynja kveðst svo heppin að vera laus við prófkvíða, þó svo vissulega geti hún orðið stressuð. Hún undirbýr sig vel fyrir próf og leggur aðaláherslu á það sem kennarinn hefur sjálfur lagt áherslu á yfir önnina. „Ég skipti efninu niður eftir þemum og skrifa nýjar glósur fyrir hvert þema. Les þær og þrengi hvert þema niður í eina blaðsíðu og svo enn frekar niður í stikkorð. Bý svo til mögulegar spurningar og svara þeim eftir

hún það til að frumlesa fyrir próf. „Ég mæli ekkert sérstaklega með því af þeirri ástæðu að það situr lítið sem ekkert eftir af þeirri þekkingu sem maður tileinkar sér á örstut-

Alltaf tími fyrir jólabaksturinn Edda Hermannsdóttir, hagfræðinemi og spyrill Gettu Betur, er nýbökuð móðir í fæðingarorlofi sem stefnir að því að ljúka námi næsta vor. Aðspurð hvort hún sé stressuð í prófum svarar hún neitandi. „Nei ég myndi ekki segja það en það kemur alltaf fiðringur í magann rétt fyrir prófið og manni finnst maður ekki kunna neitt. Ég er allavega aldrei svo stressuð að ég hafi ekki tíma í jólabaksturinn,“ segir Edda. Þögn næturinnar góð Í prófaundirbúningi býr Edda til áætlun um hvað og hvenær hún skuli læra. Hún les, glósar og reynir eftir fremsta magni að fylgja áætluninni. „Það sem virkar best fyrir mig í prófum er að hafa kveikt á piparkökukertum og gera lærdómsumhverfið mjög notalegt. Þá nennir maður að sitja þeim mun lengur að. Svefn skiptir auðvitað miklu máli og ég reyni oft að vakna snemma í staðinn fyrir að vaka lengi. Hinsvegar er þögnin sem fylgir nóttinni alveg ótrúlega góð fyrir lestur,“ segir Edda.

...hafa kveikt á piparkökukertunum og gera lærdómsumhverfið mjög notalegt

Þegar Brynja var í mannfræðináminu átti

tum tíma rétt fyrir próf. Nú nýt ég þess að sjúga í mig allt sem námskeiðin bjóða upp á jafnt og þétt yfir önnnina, les fyrir hvern tíma og les vel. Þetta er svo ansi skemmtilegt nám,“ segir Brynja. Upptekin við félagslíf Brynja segist oft hafa verið á tæpasta vaði í mannfræðináminu. „Samt átti ég engin börn þá og var ekki að vinna með. Nú á ég tvö börn og er í fullu starfi en næ samt að lesa allt jafnóðum. Hvað var maður svona upptekinn við? Líklega félagslífið. Ég man eftir að hafa setið heila nótt með Katrínu Júlíusdóttur, nú iðnaðarráðherra, og Freyju Hlíðkvist Ómarsdóttur, nú þjóðfræðingi á Þjóðminjasafninu, að frumlesa fyrir próf sem var daginn eftir. Við skiptum efninu á milli okkar, giskuðum á hvað yrði spurt um, og héldum fyrirlestra fyrir hverja aðra. Algjör redding. Mig minnir að við höfum allar fengið átta í prófinu, sem var auðvitað algjörlega óverðskuldað. En svona var þetta stundum í þá tíð,“ segir Brynja sem nú í dag hefur kvatt frumlestur fyrir próf.

Með 50° hita í SAT prófi

Öll í Pepsi með brotið ristarbein Þegar blaðamaður spurði Eddu hvort hún ætti skemmtilega reynslusögu úr fyrri prófatörnum svaraði hún fyrst neitandi. „Það gerist nú venjulega aldrei neitt skemmtilegt í prófatíð. Það eina skondna sem gerðist í fyrra var þegar prófin voru að klárast og ég var nýbúin að eiga strákinn minn. Ég var að flýta mér eins og venjulega, hvort sem það er við nám eða heimilisstörf. Steig þá á rúmteppið og flaug upp í loft, vinstri fótur rakst inn í rimlarúmið og ég datt á gluggakistuna með þeim afleiðingum að ég lá á gólfinu með Pepsi yfir mig alla og ristarbeinið fór í tvennt,“ segir Edda. Vonandi sleppur hún við beinbrot í komandi prófatíð.

Knattspyrnumaðurinn Björgólfur Takefusa er á öðru ári í sálfræði í Háskóla Íslands. Hann reynir að fara í gegnum allt námsefni jafnt og þétt á önninni. „Það hefur reynst mér vel að hafa yfirfarið allt efni samkvæmt kennsuáætlun hvers fags og vera því búinn að fara yfir allt efni þegar að próflestri kemur. Sem sagt, ekki að taka all-nighter á þetta,“ segir Björgólfur. Ráð frá klárari nemendum Björgólfur kveðst almennt ekki stressaður fyrir próf en þurfi hann hinsvegar að eyða nóttunni fyrir próf í lærdóm þá blossi stressið upp. „Ef ég er búinn að fara yfir allt efnið fyrir próflestur er ég nokkuð rólegur. En svo getur það reyndar farið eftir kennurum hvort ég sé stressaður fyrir próf eða ekki.“ Hann segir gott ráð fyrir próf að fá ráð og hjálp frá samnemendum sem eru klárari í efninu og einnig að læra í hópum. „Það getur verið frábært að búa til study group sem lærir saman undir prófið og diskúterar glærupakka hvers fags fyrir sig,“ segir hann. Óskemmtileg lífsreynsla

Björgólfur stundaði nám í Bandaríkjunum um tíma. „Áður en ég fór til Bandaríkjanna í nám þá þurfti ég að taka hið skemmtilega SAT próf. Á síðustu metrunum var ég orðin svo stressaður að ég endaði á pensílini aðeins tveimur dögum fyrir próf og fór svo í prófið með ca. 50 stiga hita klukkan 6:30 á gamla base-inu í Keflavík. Það var ekki skemmtileg lífsreynsla,“ segir Björgólfur að lokum.

6

Sem sagt, ekki að taka allnighter á þetta


dagur & steini

Hringdu úr tölvunni og lækkaðu símreikninginn! 0 kr.

Nova íN ov

Náðu í Nova netsímann á nova.is! 3G

netsíminn

3G

– nú lí a tölvunka í ni!

0 kr. símtöl, myndsímtöl og spjall milli Nova netsíma 0 kr. símtöl og SMS úr Nova netsíma í Nova farsíma 100 mínútur og 50 SMS á mánuði fylgja!

Hægt að hringja í alla aðra farsíma og heimasíma á Íslandi og í útlöndum

Verslanir Nova eru í Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, MM Selfossi og á Glerártorgi Akureyri Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | m.nova.is | Facebook | Twitter Nova netsíminn er fyrir viðskiptavini í farsímaþjónustu, áskrift og frelsi. Netsíminn virkar á PC og Mac tölvur. Sjá verðskrá og skilmála á www.nova.is.

ti Setmæmrstistaður

sk

í heimi!


Matreitt að hætti meistarakokks

R

Thelma Lind Steingrímsdóttir

Gæddi sér á réttum Rikku

ikka lærði matargerð í Le Cordon Bleu matreiðsluskóla í London og hefur síðan þá miðlað þekkingu sinni til Íslendinga. Hún hefur gefið út nokkrar matreiðslubækur ásamt því að vera með matreiðsluþátt á Stöð 2 þar sem hún fer heimshorna á milli og kynnir fyrir áhorfendum matarmenningu ólíkra þjóða. Bók hennar Léttir Réttir Hagkaupa var ein mest selda bókin fyrir jólin í fyrra og bókin Bollakökur Rikku hefur einnig selst gríðarlega vel enda bollakökur aldrei verið vinsælli en einmitt nú. Undanfarið hefur hún staðið fyrir bollakökunámskeiði fyrir unga sem aldna þar sem sköpunarkrafturinn fær að njóta sín. Rikka er hvergi nærri hætt því fjöldinn allur af verkefnum bíður hennar á komandi mánuðum og verður spennandi að fylgjast með framhaldinu.

Friðrika Hjördís Geirsdóttir eða Rikka eins og hún er oftast kölluð hefur ekki setið auðum höndum undanfarin misseri. Stúdentablaðið fékk að kynnast þessari kraftmiklu konu ásamt því að fá uppskriftir af nokkrum réttum fyrir stúdenta að spreyta sig á. Hver er þinn uppáhalds matur? Úff, þetta er erfið spurning. Það fer eiginlega eftir því hvenær þú spyrð mig. Þessa dagana er ég alveg sjúk í eggaldinlasagna (Parmigiana di Melanzane). Eldar þú alltaf á þínu heimili? Já það virðist einhvern veginn alltaf enda þannig en maðurinn minn er mjög góður í að vaska upp og ganga frá þannig að við skiptum þessu á milli okkar. Hvaða fimm hráefni átt þú alltaf til í eldhúsinu? Fyrir utan þetta hefðbundna eins og brauð, smjör, ost og egg þá á ég alltaf til parmesanost, hvítlauk, ferskar kryddjurtir, gott pasta og ólífuolíu. Hefurðu alltaf haft áhuga á eldamennsku? Já, það má eiginlega segja það. Þetta byrjaði kannski hjá mér af illri nauðsyn því að ég er sjálf svolítill gikkur. Ekki það að ég sé að segja að mamma sé vondur kokkur því að hún er mín fyrirmynd í þeim efnum. Frekar kannski að ég velji að hafa hlutina eftir mínu höfði. Nú fer að líða að jólum, hvað borðar Rikka á aðfangadagskvöld? Ég er mjög íhaldssöm á jólunum og borða alltaf hamborgarhrygg með öllu tilheyrandi. Ég brúna kartöflurnar sérstaklega vel og vil helst hafa þykka karamellu utan á þeim. Hvað er á döfinni hjá Rikku? Núna eru bollakökunámskeiðin á fullu og svo er að koma út bók um mánaðamótin. Síðan er ég í svakalega skemmtilegu leyniverkefni sem verður gaman að segja ykkur frá síðar. Spaghetti Carbonara fyrir 4

Eggaldinlasagna (uppáhalds matur Rikku) 2 stór eggaldin 1 tsk salt ½ dl hveiti salt og nýmalaður pipar 2 msk ólífuolía tómatssósa (sjá fyrir neðan) 150 g mozzarellaostur 150 g parmesanostur, rifinn Skerið eggaldinin í þunnar sneiðar eftir endilöngu. Raðið sneiðunum upp og stráið salti yfir þær. Látið standa í 10 mínútur. Hitið ofninn í 180° C. Stráið hveitinu á disk og kryddið með salti og pipar. Veltið eggaldinsneiðunum upp úr hveitinu og steikið þær upp úr ólífuolíu, á meðalheitri pönnu, í 1-2 mínútur á hvorri hlið. Raðið sneiðunum á eldhúspappírsarkir á meðan verið er að steikja afganginn. Raðið sneiðunum í botninn á eldföstu móti og hellið ¼ af tómatsósunni yfir, stráið ¼ af mozzarella- og parmesanostinum yfir og raðið eggaldinsneiðum yfir. Endurtakið ferlið þar til allt hráefni er uppurið og gætið þess að enda á ostunum. Bakið í ofninum í 30 mínútur.

Tómatssósa: 1 msk ólífuolía 2 hvítlauksrif, pressuð ½ rauðlaukur, saxaður 1 flaska tómata passata 1 dós hakkaðir tómatar 2 msk tómatmauk 2 msk balsamgljái 2 msk söxuð fersk basilika salt og nýmalaður pipar Steikið hvítlaukinn og rauðlaukinn við meðalhita upp úr ólífuolíunni þar til að þeir verða mjúkir í gegn. Hellið tómötunum út í og bætið balsamgljáanum saman við. Látið malla í 10-15 mínútur. Bætið basiliku saman við og kryddið með saltið og pipar.

250 g beikonsneiðar 150 g parmesan 6 eggjarauður 1 teningur af kjúklingakrafti 50 ml matreiðslurjómi 1 msk smjör 2 hvítlauksrif, pressuð 400 g spaghetti 1 ½ msk ólífuolía nýmalaður pipar handfylli af ferskri steinselju, söxuð

Hitið ofninn í 200 C. Raðið beikonsneiðunum á smjörpappírsklædda ofnplötu. Bakið beikonið í 25 mínútur eða þar til að það er orðið stökkt. Rífið niður parmesanostinn. Léttþeytið saman eggjarauðunum, rjómanum og helmingnum af parmesanostinum. Klippið eða skerið beikonið í bita. Hitið vatn að suðu og bætið ólífuolíunni út í ásamt smá salti og sjóðið pastað “al dente”. Sigtið vatnið frá því. Bræðið smjörið í pottinum og léttsteikið hvítlaukinn. Bætið beikoninu út í ásamt spaghettíinu og hrærið. Færið pottinn af hellunni og hrærið eggjablönduna saman við spaghettíið. Setjið spaghettíið á fjóra diska, stráið parmesanosti og steinselju yfir og kryddið léttilega með pipar.

Kjúklingasalat á tvo vegu

salt

Í uppskriftinni eru tvær sósur, önnur asísk og hin pestó. Þið getið skipt salatinu upp í tvo hluta og notað aðra eitt kvöldið og hina daginn eftir. Það er líka gott að nota salatið með pestó sem fyllingu í samloku.

Hrærið allt saman í matvinnsluvél og hellið saman við kjúklingasalatið. Gott er að bæta núðlum saman við þetta salat.

200 g gulrætur, rifnar ½ agúrka, skorin í bita ½ rauðlaukur, saxaður 1 paprika, skorin í bita 150 g baunaspírur handfylli mintulauf 50 g kasjúhnetur, grófsaxaðar 1 grillaður kjúklingur, kjötið tekið af án skinns 1 avókadó, afhýddur og sneiddur Setjið allt saman í skál Asísk sósa: 2 msk sesamolía 2 msk sojasósa 2 msk fish sauce 1 msk engifer, rifinn 2 hvítlauksrif, pressuð safi af 2 límónum

8

Pestó: handfylli fersk basilika handfylli ferskt kóríander 100 g furuhnetur 100 ml ólífuolía 100 g parmesan salt og pipar Setjið allt saman í matvinnsluvél og hellið yfir kjúklingasalatið


Höstlar í Hámu Erla Gísladóttir Fór á deit í Hámu

Í

háskólanum leynast víða örvinglaðir piparsveinar í leit að maka, leitin að maka getur nefnilega leikið margan piparsveininn grárri en nokkur prófessor. Við settumst niður með BB piparsveini, sem er með ensku sem aðalfag og „með meiru“ sem aukafag. Eftir áratuga dvöl í háskólanum er hann varla hálfnaður með námið en á að baki jafn mörg deit og hann á einingar. Hann ætti því að vita hvað virkar á rómantískum stefnumótum sem hann stundar grimmt og galið í Hámu. Við leituðum til hans eftir ráðum varðandi deitlífið í háskólanum og hvernig væri best að snúa sér í þessu flókna ferli sem makaleit getur verið hjá mörgum hverjum nemandanum. Jæja BB, hvað hefur þú farið á mörg deit í Hámu?

Enskuneminn BB nýtir sér rómantískt andrúmsloft í Hámu til að bjóða stelpum á deit. Hann er kröfuharður ungur maður og 14 deit setja spurningarmerki við það hvort sú sem hann leitar af sé í raun og veru til. Finnst þér rómantískt andrúmsloft í Hámu og hvað ertu helst að bjóða deitunum á?

Vissulega leynist rómantík í Hámu. Aðalega þegar konan í hátalaranum segir að borðin í hádeginu séu eingöngu ætluð matargestum og þegar eina lausa borðið er við hliðina á gellunni sem

ef þær eru sérstaklega sætar fá þær Sambó lakkrís

Nú vilja eflaust margir einhleypir háskólanemar feta í fótspor þín og gera eins og þú, hvaða ráð hefur þú til þeirra?

skálastærð og hvort þær eiga börn. Eitt barn er í lagi á meðan það er bara með einum manni.

Maður á alltaf að vera búin að taka frá borð það er regla númer eitt, svo er mjög gott að fara á borðið „fólk með rökuð kynfæri“ og bjóða þar á deit. Slepptu því að tala um fyrrverandi, það virkar ekki. Svo auðvitað þarf maður að ljúga til um meðaleinkunnina, hækkar þig allavega upp í fyrstu einkunn. Ef þú ert að leita að skammtímasambandi þá er alltaf gott að fara á deit með skiptinemum, þær eru mjög opnar fyrir því ef þú talar sama tungumál og þær, þá er ég ekki að tala um language of love sem ég tala reiprennandi.

Hver er ástæðan fyrir því að konur neiti þér um deit?

Hvar leitar þú að stelpum á deit? Ég fer inn í lestrarsal, inn á netið og sé allar tölvurnar sem eru inni á netinu og svo slæ upp nöfnunum í leitinni á Facebook og finn sætu gelluna - adda henni og býð henni út. Það þyrfti að setja upp deitsíðu fyrir háskólanema, þar sem leitarmöguleikarnir væru: meðaleinkunn, fag, mittismál,

14 deit á þessu ári, segjum eitt á mánuði. Föstudagar eru fastir deitdagar. Eru Friday nights ekki date nights annars? –En ef ég höstla um helgar þá býð ég þeim stundum á deit á mánudögum.

maður fór með á deit í vikunni áður. Ég býð dömunum mínum alltaf upp á rétt dagsins og vatnsglas, svo ef þær eru sérstaklega sætar fá þær Sambó lakkrís í eftirrétt. Ef þær panta sér eitthvað með hveiti í þá er deitið off.

Skondin mismæli

Það er ekki hundur í hettunni / Það er ekki hundrað í hættunni

Eftirfarandi eru skemmtileg mismæli sem heyrst hafa á opinberum vettvangi.

Mér er nú ekkert að landbúnað / Mér er nú ekkert að vandbúnaði

Það er ljóst hver ríður rækjum hér / Það er ljóst hver ræður ríkjum hér Þetta er ekki upp í kött á nesi / Þetta er ekki upp í nös á ketti Lærin lengjast sem lifa / Svo lengi lærir sem lifir

Allt fór afsíðis sem gat farið afsíðis / Allt fór úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis Hann sló eina flugu í tveimur höggum / Hann sló tvær flugur í einu höggi Hún var alveg viðhorfslaus / Hún var alveg viðþolslaus Betur sjá eyru en auga / Betur sjá augu en auga

Þar stóð hundurinn í kúnni / Þar lá hundurinn grafin & þar stóð hnífurinn í kúnni

Hann sat eftir með súrt eplið / Hann sat eftir með sárt ennið & bíta í hið súra epli Hún lék á alls eggi / Hún lék á alls oddi

4

Kannski af því að ég er svo lágvaxinn, sumar segja: „ef þú ert undir 180, hafðu þá ekki samband við mig.“ Ég hef oft spáð í að fara til Rússlands í strekkingu. Að lokum, er deit í Hámu vænlegt til árangurs? Það gefur augaleið að eftir 14 deit er ég hér enn að leita, ekki mikið ROE á þessum deitum. Ég er samt frekar hræddur um að fá engan frið eftir þetta viðtal, sérstaklega frá gellunum í tölvunarfræði og bókmenntafræði. Ég er með ákveðnar væntingar til stúlknanna, þær skulu vera aðlaðandi með eindæmum, vel lærðar helst í master í hagnýtu fagi sem mun gefa vel af sér.


Hreinn umfram allt eftir breska rithöfundinn Oscar Wilde var fyrst flutt árið 1895 í London.

Verk Stúdentaleikhússins, Hreinn umfram allt, byggir á samræðum fólks, orðaleikjum og skondnum samtölum.

Uppskrift að áhugaverðu leikhússtarfi Alexander Jean Edvard L.S.D. Fontenay

Þ

Stökk á svið með Stúdentaleikhúsinu

Þann 11.nóvember síðastliðinn frumsýndi Stúdentaleikhúsið Hreinn umfram allt. Stúdentablaðið hitti Flóka Snorrason, formann stjórnar Stúdentaleikhússins 2011-2012, og spurði hann út í leikhúslífið.

að er margt að gerast hjá Stúdentaleikhúsinu um þessar mundir. Blaðamaður komst að ýmsu þegar hann hitti Flóka Snorrason sem er formaður stjórnar Stúdentaleikhússins 20112012. Flóki er með B.A. gráðu í heimspeki og er nú í kvikmyndafræði í Háskóla Íslands. Hann hefur mikinn áhuga á leikhúsheiminum í heild og stefnir á að komast inn í Fræði og framkvæmd í leiklistardeild Listaháskóla Íslands á næsta ári. Honum finnst gaman þegar leikarar koma honum á óvart og segir leikstjórann sem fékk hann fyrst til að hugsa um leikstjórn vera Quentin Tarantino. Flóki tók sér hlé frá æfingu og blaðamaður spjallaði við hann. Hreinn umfram allt 11. nóvember síðastliðinn frumsýndi Stúdentaleikhúsið leiksýninguna Hreinn umfram allt. Í leikstjórastólnum situr enginn annar en Þorsteinn Bachman sem er einnig þekktur leikari á sviði, sjónvarpi og í kvikmyndum. Ár hvert velur stjórn Stúdentaleikhússins leikstjóra og leikverk til að flytja. ,,[…] hann reynir að vinna með leikarana og ná sem mestu úr þeim,” segir Flóki um Þorstein sem varð fyrir valinu í ár. Það er vegna þess að hann er reynslumikill og býr yfir þekkingu sem hann getur miðlað til annarra. Þau voru að leita að leikstjóra sem gæti kennt þeim. Stjórninni leist vel á þegar Þorsteinn stakk upp á leikritinu Hreinn umfram allt. ,,Það var fullkomið fyrir okkur,” sagði Flóki með bros á vör. Þorsteinn Bachmann kennir einnig í Kvikmyndaskóla Íslands en þess má geta að hann var í fyrsta útskriftarárgangi skólans árið 1992.

Um 40 manns sóttust eftir að komast í leikhópinn en aðeins var pláss fyrir 9.

Flóki segir æfingar ganga vel og að leikárið hafi heppnast fram að þessu.

Flóki Snorrason, formaður stjórnar Stúdentaleikhússins 2011-2012, segir Quentin Tarantino þann leikstjóra sem fékk hann fyrst til að hugsa um leikstjórn.

Sýndu í Eldborg 100 ára afmælishátíð Háskóla Íslands var haldin í Eldborg í Hörpu 8. október síðastliðinn. Stúdentaleikhúsið tók þátt í hátíðarhöldunum. ,,Við sýndum verk sem var nokkurn veginn útdráttur úr sögu Háskóla Íslands,“ sagði Flóki. Þegar Stúdentaleikhúsinu vantaði fleira fólk fyrir þetta verkefni þá gafst nokkrum af þeim sem komust ekki inn í hópinn í ár tækifæri til að spreyta sig.

Ádeila málsnillings

Margt spennandi í gangi

Hreinn umfram allt sem á frummáli heitir The Importance of Being Earnest er eftir hinn þekkta breska rithöfund Oscar Wilde og var fyrst flutt árið 1895 í London. Wilde var mikill málsnillingur og samkvæmt Flóka byggist verkið á samræðum fólks, orðaleikjum og skondnum samtölum. Þessi ádeila á samfélagið er talin vera merkasta leikrit sem Wilde samdi.

Flóki segir leikhópa verða að breyta til í sífellu og megi ekki enda í föstu fari. ,,Mér finnst Stúdentaleikhúsið hafa verið duglegt við það í gegnum tíðina,“ fullyrðir hann. Þegar blaðamaður spurði Flóka út í álit hans á leikhúslífi Íslendinga sagði hann það vera ágætt í heildina og margt spennandi í gangi. Risarnir tveir; Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið höfði til breiðari markhóps og séu með mjög fínar sýningar. Flóki sækir þó oftar sýningar hjá smærri leikhópum. ,,Ég er mjög hrifinn af því sem fólk er að gera niðri við grasrótina,“ bendir Flóki á og segir Stúdentaleikhúsið vera á nokkurs konar hátt part af þessu starfi. Hér kemur fólk saman út af áhuga en ekki peningum.

Hörð samkeppni Flóki segir æfingar ganga vel og að leikárið hafi heppnast fram að þessu. ,,Það voru margir frábærir leikarar sem komust ekki að [í ár],” segir Flóki. Fyrst um sinn var hópurinn sem sótti um í leikhópinn um 40 manns. Eftir harða samkeppni endaði hann síðan í níu leikurum sem skipa leikhóp Stúdentaleikhússins í ár. Flóki telur þetta vera fólk sem deilir svipuðu hugarfari og sameiginlegum markmiðum. Hann bætir við að þetta verði þar af leiðandi þéttur hópur.

Í Stúdentaleikhúsinu er áhugaverðu starfi haldið uppi af fólki sem hefur gaman að því sem það gerir. Þetta fólk velur leikstjóra og leiksýningu sem fellur inn í stefnu líðandi tíma. Þetta er uppskrift að áhugaverðu leikhússtarfi sem vert er að fylgjast með. Fyrir frekari upplýsingar um Stúdentaleikhúsið heimsækið: www.studentaleikhusid.is


Dæmd eftir útliti Flest okkar eiga það til að dæma fólk eftir útlitinu en það þykir ekki gáfulegt. Sú var tíðin að helstu sérfræðingar og vísindamenn gerðu það hiklaust og röðuðu einstaklingum upp í hæfisröð eftir útliti, líkt og fegurðarsamkeppnir í dag. Stúdentablaðið leitaði til þriggja álitsgjafa sem fengu það grunnhyggna verkefni að geta sér til um nám neðangreindra stúdenta út frá útlitinu einu saman.

Ásgerður Snævarr

Bragi Páll Sigurðsson

Elsa Jóhannsdóttir

Sigurður Einar Traustason

yfirveguð. Hún er smart í klæðaburði en með nokkuð dularfullt yfirbragð. Hún er týpan sem veit allt um nágranna sinn, ekki af því hún er norn, heldur af því hún hefur brennandi áhuga á manninum hvort sem það tengist hegðun hans, trúarbrögðum eða sifjatengslum. Ásgerður er án efa að læra mannfræði.

segja mér að hér sé maður sem hugsar út fyrir kassann. Úfið hárið og axlarböndin segja mér einnig að hann sé mikill pælari. Heildarlúkkið kemur upp um hann, það getur ekki annað verið en að Bragi sé að læra heimspeki.

Plain Jane að læra þarfapýramída. Annars gæti hún verið að læra hvað sem er, lítið hægt að áætla út frá gallastuttbuxum, svörtum fylltum hælum og dúnúlpu þessa dagana, algengt lúkk sem þekkist í hverri deild.

gur yfir þessum þó svo hann virki algjör ljúflingur. DcDreamy hárið villir aðeins fyrir mér, gæti verið í læknanámi að feta í fótspor kvennamannsins í Grey‘s Anatomy. MR-trefillinn, uppbrettu gallabuxurnar og sixpensarinn fá mig samt til að halda að hér sé verðandi stærðfræðingur eða verkfræðingur á ferð.

Heimir: Hér er augljóslega á ferðinni

snotur stúlka með mikinn farangur. Hún er stödd á Háskólatorgi og þar með hægt að útiloka ýmislegt. Skinnkraginn á úlpunni finnst mér ekki hugvísindalegur, og minnisbókin sem hún heldur á í hægri hendi styður þá ályktun. Hún er skipulögð og því ekki Prince-reykjandi heimspekingur á kaffihúsi. Löguleg læri þessarar stúlku hljóta þó að gefa það í skyn að hún sé lögfræðistúdína. Það ásamt þyngd tösku hennar þar sem mótast greinilega fyrir Lagasafninu 2007 er úrslitaatkvæðið. Hún Ásgerður er laganemi.

Diljá: Smekkmanneskja eins og Ásgerður

getur ekki verið annað en laganemi. Óaðfinnanleg til fara, en lítur samt út eins og hún hafi ekki þurft að hafa neitt fyrir því.

Dóra: Lopapeysan og broskallabolurinn

Heimir: Hér myndi meðalmaður að

sjálfsögðu fara beint í að greina bolinn hans Braga. Stór broskall gefur það líklega til kynna að hann er fullur sjálftrausts, enda ekki margir sem púlla gulan brosbol, axlabönd, ullarpeysu og krullur – allt í einu. Hér tekst Braga undursamlega vel til. Ullarpeysan er að sjálfsögðu skýrt merki um hugvísindasvið. En hvað innan sviðsins? Heimspeki? Líklega. Tungumál? – líklega ekki. Bókmenntafræði kannski, kæmi mér a.m.k. ekki á óvart að sjá hann strompa Prince á kaffihúsinu í félagsskap J.D. Salinger eða George Orwell. En þar sem ég trúi ekki á steríótýpur ætla ég að skjóta á félagsfræði.

Diljá: Mér finnst tvennt geta komið til

greina hjá Braga. Hann gæti annars vegar verið í guðfræði, og hins vegar í kennó. Lopapeysan og axlaböndin finnst mér útiloka félagsvísinda- og náttúruvísindasvið, en glaðlegur broskallabolurinn segir kennari eða virkur meðlimur KSS (Kristilegra Skólasamtaka).

Dóra: Þetta er verðandi félagsfræðingur,

Heimir: Eins og Ásgerður, virkilega snotur stúlka á ferð. Steríótýpan segir Versló og viðskiptafræði. Það vekur einnig athygli mína hvar hún er stödd. Hún er bakvið HT, en ekki með skólatösku með sér. Þannig er hún ýmist að koma, eða fara frá HT á leið til Háskólabíós. En afhverju er hún ekki með skólatösku? Á því kann ég því miður engin skil. Svona heilt á litið skilur hún Elsa mjög fáar vísbendingar eftir á myndinni. Því verð ég að vinna með það litla sem ég hef og skjóta. Hún Elsa er í viðskiptafræði.

Diljá: Ég gæti trúað því að Elsa væri

annaðhvort í hjúkrun eða sálfræði. Kannski vil ég bara trúa því af því að hún er svo snyrtileg og beisik í klæðaburði.

Dóra: Það er einhver „know it all“ fílin-

Heimir: Six pensari, trefill, stórt og kraft-

mikið brot á buxnaskálmum. Hér er mikill snillingur á ferð – það gefur augaleið. Ég ætla ekki að hafa mörg orð um hann Sigurð enda gefur það augaleið á hvaða nám hann leggur stund hér í háskólanum. Sigurður er frönskunemi.

Diljá: Sigurður er hugvísindamaður,

ekki spurning. Gott ef hann er ekki í íslensku-og menningardeild – jafnvel ritlist. Sixpensarinn og köflótti, snjáði trefillinn gefa hversdagslegum klæðnaðinum skáldlegt yfirbragð.

Svör: Ásgerður er í lögfræði, Bragi er í ritlist, Elsa er í hagfræði og Sigurður er í spænsku.

Dóra: Ásgerður virkar jarðbundin og

11


Þriggja daga hátíðarhöld Lilja Dögg Jónsdóttir

Skrifar um Afmælishátíð HÍ

A

fmælisveisla Háskóla Íslands (HÍ) náði hámarki með þriggja daga hátíðahöldum í byrjun októbermánaðar. Herlegheitin hófust með útdeilingu afmælisköku á Háskólatorgi en Félagsstofnun stúdenta (FS) bauð stúdentum og starfsfólki upp á 1.500 súkkulaðikökusneiðar.

Í tilefni aldarafmælis Háskóla Íslands hafa vikur og mánuðir ársins verið þétt skipaðir fjölbreyttri dagskrá. Væntanlega hafa allir háskólaborgarar tekið þátt í einhverjum viðburðanna á einn eða annan hátt, vísvitandi eða óvænt. kröftum allra í baráttunni fyrir betri heimi.

Húsafyllir á Nasa

Hátíð í Hörpu

Í þeim sama takti buðu Stúdentaráð og FS stúdentum HÍ á aldarafmælistónleika á Nasa föstudagskvöldið 7. október. Þar komu fram hljómsveitirnar Úlfur úlfur, Búdrýgindi, Kiriyama family, Mammút, Retro Stefson og Agent Fresco. Stúdentar fylltu húsið út að dyrum og tóku að vonum vel á móti þeim sem þar komu fram.

Laugardaginn 8. október var stúdentum og starfsfólki HÍ boðið á afmælishátíð í Hörpu sem sjónvarpað var síðar á RÚV. Á móti gestum tóku fjölbreyttir listviðburðir stúdenta; gjörningur, dans, tónlist, upplestur og fleira. Þá voru háskólavörur sem framleiddar voru sérstaklega í tilefni af afmælinu boðnar til sölu. Eru vörurnar einnig seldar í Bóksölu stúdenta og rennur ágóði sölunnar í afreks- og hvatningarsjóð stúdenta Háskóla Íslands. Afmælisathöfnin fór fram í Eldborg og vakti lukku. Þar komu fram stúdentar og starfsfólk og voru hinar ýmsu hliðar háskólasamfélagsins kynntar samhliða fjölbreyttum leik- og tónlistaratriðum.

Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er FS fyrirtæki í eigu stúdenta við HÍ, sem rekur Leikskóla stúdenta, Stúdentagarða, Bóksölu stúdenta og Kaffistofur stúdenta, Hámu og Stúdentamiðlun. FS hefur það meginmarkið að þjónusta stúdenta og er ekki rekin í hagnaðarskyni. FS styður við bakið á stúdentum með ýmsum hætti, m.a. með útgáfustyrkjum til Stúdentaráðs og nemendafélaga, og stendur fyrir uppákomum eins og umræddri afmælisköku

Stúdentar voru ekki lengi að borða þær 1.500 kökusneiðar sem voru í boði.

og tónleikum á Háskólatorgi.

Þó hápunktur hátíðarhalda aldarafmælisins sé liðinn er dagskránni Kofi Annan á málþingi hvergi nærri lokið Á hádegi þennan sama dag

fjölmenntu háskólaborgarar í Háskólabíó til að fylgjast með hátíðarmálþingi skólans. Einn frummælenda var Kofi Annan, fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna. Annan gerði meðal annars ábyrgð unga fólksins að umtalsefni og hvatti unga Íslendinga til að beita sér jafnt innan lands sem utan og koma sjónarmiðum sínum á framfæri, þörf væri á

Þó hápunktur hátíðarhalda aldarafmælisins sé liðinn er dagskránni hvergi nærri lokið og geta stúdentar búist við fleiri fjölbreyttum viðburðum það sem eftir lifir afmælisársins. Að afmælisárinu loknu má einnig vænta fjölbreyttra viðburða á vegum FS á Háskólatorgi og víðar.

Stúdínur há skólans vil du ólmar gæ sér á súkk ulaðiköku ða í boði FS.

Stúdentar skemmtu sér augljóslega vel þegar hljómsveitin Retro Stefson steig á svið. Myndir/ Laufey Ósk Magnúsdóttir

Frábær

stem

asa.

m HÍ á N

tónleiku

afmælis

aldar mning á

galvaskar á ínur mættu Þessar stúd ika á Nasa. nle tó lis æ afm


Þjónusta fyrir stúdenta við HÍ

Háskólatorgi, 3. hæð Sæmundargötu 4 Sími 570 0700 fs@fs.is www.fs.is


Margur verður að aurum api Hallveig Ólafsdóttir Kannaði fjármálalæsi

Margur verður að aurum api Þessi fleygu orð koma fram í hinum merku kvæðum Hávamálum sem var mál Óðins æðsta guðs goðafræðinnar, guð visku og herkænsku. Hver og einn ætti að geta tekið þau til sín og hvíla mikil sannindi í þeim, þó svo að höfundur þeirra hafi líklegast aldrei litið augum á apa. Getur verið að fjármál nú til dags séu orðin það flókin að meðal Jón ræður ekki við þau? Þurfa menn fjámálamenntun til að skilja bankaviðskipti? Kaffitími er betri en Krepputími Nú lifum við á þeim tímum þar sem við, háskóla kynslóðin, erum í fyrsta skipti að upplifa kreppu og samdrátt, og hafa kynslóðirnar þar á undan aldrei séð eins harða kreppu og nú. Þar sem seinasta kreppa sem hægt er að bera saman við núverandi ástand var Kreppan „mikla“ sem hófst árið 1929. Kreppan okkar er nú komin á fjórða ár sem má teljast nokkuð hár líftími miðað við kreppu og virðist ekki sjá fyrir endann á henni. Það er því ekki að ástæðulausu sem almenningur og stjórnmálamenn hafi áhyggjur enda hagvaxtarskeið enn ekki í augsýn. Það sem gerðist haustið örlagaríka árið 2008 átti sér langan aðdragandi enda var heimurinn búinn að vera í nánast tvo áratugi á samfelldu þensluskeiði. Þessi tími einkennist af miklum uppgangi í hagkerfinu, framleiðsla og eftirspurn var

Í könnun á fjármálalæsi nemenda við Háskóla Íslands kom m.a. í ljós að tekjuhæstu nemarnir hafa mesta þekkingu á fjármálum og þeir tekjulægstu hafa minnstu þekkinguna. Svarhlutfall réttra svara hjá tekjuhæsta hópnum var 73% en 47% hjá tekjulægsta hópnum. mikil, lágt atvinnuleysi, gott aðgengi að lánum á hagstæðum kjörum og eignir fóru hækkandi í verði. En allt á sér enda, þenslubólan sprakk og við tók samdráttur og kreppa. Fylgifiskar kreppunnar er mikil deyfð yfir hagkerfinu og bíður hún upp á misskemmtilegan matseðil m.a atvinnuleysi, gjaldþrot, kaupmáttarýrnun, lítið framboð af lánsfé, gríðarlegt eignartap og margt fleira. Rangar ákvarðanir Fræðimenn um allan heim hafa keppst við að koma með skýringar við kreppunni en þó eru menn sammála því að ástæður hennar er samspil margra þátta. Á einfaldan hátt má segja að menn tóku rangar ákvarðanir. Ríki og einstaklingar voru að horfa til skamms tíma í stað þess að horfa til lengri tíma. Skuldsetning var mikil og ekki voru reiknaðir inn í áhættuþættirnir. Menn tóku ákvarðanir út frá því hvað er best fyrir daginn í dag í stað þess að hugsa afleiðingar þeirra til langs tíma. En af hverju tóku menn rangar ákvarðanir? Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) og Evrópusambandið hafa á síðustu árum vakið athygli á því hversu ábótavant fjármálalæsi meðal neytenda er og mikilvægi þess að vera fjármálalæs sérstaklega miðað við núverandi ástand. Vitsmunaskortur Hvað er að vera fjármálalæs? Í skilgreiningu

OECD segir að menntun í fjármálalæsi sé ferli sem miðar að því að bæta lífskjör neytenda og stuðla að fjármálastöðugleika. Auðveldari leið til að skýra fjármálalæsi er skýring sem er að finna á vefsíðunni www. fe.is sem er stofnun um fjármálalæsi. Þar segir að fjármálalæsi sé getan til að lesa, greina, stjórna og fjalla um fjármálalega þætti sem hafa áhrif á efnahagslega velferð einstaklings. Öll fjármálaþjónusta er nú er orðin mun flóknari en hún var áður og því gefur auga leið að fólk á erfiðara með að meta áhættu og afleiðingar við t.d. lántöku eða sparnaðarleiðir. Gerð var rannsókn á vegum Viðskiptaráðuneytisins árið 2009 um fjármálalæsi Íslendinga og leiddi niðurstaðan í ljós að Íslendingar eiga langt í land með að kalla sig fjármálalæsa en að meðaltali var spurningum svarað rétt í 53% tilvika. Þar var m.a. spurt hvort að aukin verðbólga og gengisstyrking hefði áhrif á verðtryggt lán. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að á 38% heimila var haldið heimilisbókhald. Um tveir af hverjum þremur lögðu fyrir í séreignarlífeyrissparnað. Fjórir af hverjum fimm voru að greiða af láni af einhverju tagi. Hæsti yfidráttur einstaklings nam 3,8 milljónum króna. Rúmlega helmingur aðspurðra hafði áhyggjur af fjármálum sínum og rúmlega tveir af hverjum fimm vildi fá ítarlegri fræðslu í fjármálum. Ómenntaðir og tekjulágir komu sérstaklega illa út úr rannsókninni og karlar skoruðu marktækt hærra en konur, giftir eða í sambúð komu betur út en einhleypir.

14

Fjármálalæsi í Háskóla Íslands Nú í haust gerðu þau Guðmundur Björnsson og Sara Ýr Ragnarsdóttir nemendur í BSV náminu (viðskiptafræði með vinnu) könnun á fjármálalæsi nemenda við Háskóla Íslands. Þau lögðu fram 34 spurningar sem áttu að gefa góða mynd af fjármálalæsi þátttakenda. Spurt var um sparnað, fjárfestingar, skattamál og fleira. Einnig áttu nemendur að meta sitt eigið fjármálalæsi og var spurt út í bakgrunn þeirra, núverandi nám, aldur og kyn. Alls bárust 455 svör og þar af var hlutfall karla 30,2% og kvenna 69,8%. Aldurshópurinn 19-24 ára var fjölmennastur með svarhlutfall 36,1%. Hæsta svarhlutfall innan deilda HÍ var í félags-og mannvísindadeild og viðskiptafræðideild, báðar deildir með 17%, lang lægsta hlutfallið var hjá lyfjafræðideildinni og rafmagns-og tölvuverkfræðideildinni með vel undir 1%. Karlar fjármálalæsari en konur Það sem vekur athygli í rannsókninni er hversu hátt nemendur meta sitt eigið fjármálalæsi, tæp 38% telja sig með meðalþekkingu á fjármálum og um 39% með mikla eða mjög mikla þekkingu á fjármálum almennt. Karlar meta sitt eigið fjármálalæsi mun hærra en konur, 50% karla meta sig með mikla eða mjög mikla þekkingu á fjármálum en aðeins 34% kvenna meta sig þar.


Mat á eigin fjármálalæsi Sá hópur sem telur sig með mikla þekkingu svaraði spurningum könnunarinnar rétt 72% tilvika að meðaltali og sá hópur sem telur sig með mjög mikla þekkingu svaraði spurningunum rétt í um 79% tilvika. Þeir sem mátu sig með meðal þekkingu svöruðu rétt í 65,9% tilvika. Nemendur virðast hafa góða tilfinningu fyrir eigin fjármálalæsi þar sem hlutfall réttra svara er í takt við eigin mat á fjármálalæsi. Svarhlutfall réttra svara milli kynja Reynslan virðist hafa áhrif á fjármálalæsi þar sem að elstu aldurhóparnir voru með hærra hlutfall réttra svara. Einnig kemur í ljós að tekjulægstu háskólanemarnir sem eru með árstekjur upp á 2.000.000 króna eða minna koma verr út en tekjuhærri. Tekjuhæsti hópurinn, sem er tæp 15% svarenda, togar meðaltalið nokkuð upp. Munurinn milli tekjuhæstu og tekjulægstu einstaklinganna kom helst fram í hugtakaspurningum. Í einni spurningu var spurt hvernig stýrivextir virka. Þar var svarhlutfall réttra svara hjá tekjuhæsta hópnum 73% en 47% hjá tekjulægsta hópnum. Svipaða sögu var að segja þegar svarendur voru spurðir hvað Nasdaq væri. Þar var tekjuhæsti hópurinn með nánast fullt hús eða 99% svöruðu rétt en tekjulægsti hópurinn með um 74% rétt svarhlutfall. Ef skoðaður er munur á milli deilda innan háskólans er hlutfall réttra svara hjá hagfræði- og viðskiptafræðideildunum hæst eða á bilinu 76%-78% en félagsráðgjafadeildin og íþrótta-, tómstundaog þroskaþjálfadeildin er með lægsta hlutfall réttra svara eða á bilinu 56%-58%. Viðhorf til fjármála mikilvægt Í þessari rannsókn kemur fram að nemendur meta sitt eigið fjármálalæsi hátt og að svarhlutfall réttra svara er einnig mjög hátt. Það nokkuð óvænt niðurstaða miðað við aðrar rannsóknir sem Guðmundur og Sara skoðuðu. Kynjamunurinn er til staðar og munur er á milli aldurshópa. Nemendur í Háskóla Íslands eru nokkuð fjármálalæsir og benda þau Guðmundur og Sara að umræðan í þjóðfélaginu undanfarin ár, í

Karlar meta sitt eigið fjármálalæsi hærra en konur.

kjölfar efnahagskreppunnar, hafi í raun hreinlega neytt fólk til að vera ábyrg í fjármálum sínum og taka upplýstar ákvarðanir. Viðhorf og hegðun til fjármála endurspeglast í allri okkar ákvarðanatöku og til að taka upplýsta ákvörðun spilar þekking stórt hlutverk. Á Íslandi er enginn markviss fjármálakennsla á grunnskóla stigi og því kemur ekki á óvart að meirihlutinn sagði að núverandi fjármálaþekking kæmi frá fjölskyldumeðlimum. Þetta styðst að hluta til við aðrar rannsóknir þar sem segir að viðhorf og hegðun til fjármála komi frá foreldrum. Fjármálaskólinn – Hvað kosta ég? Nú hafa orðið breytingar á fjármálakennslu á Íslandi þó svo að það sé ekki komið inn í aðalnámskrá þá er komið námskeið á vegum Skólavefsins sem heitir Fjármálaskólinn. Fjármálaskólinn kennir einfalda fjármálafræðslu á mannamáli og er námskeiðið miðað að unglingum sem eru að undirbúa sig undir sín fyrstu skref í bankaviðskiptum. Nýlega hefur verið gefið út bókin „Hvað kosta ég?“. Daði Rafnsson einn af stofnendum Fjármálaskólans segir um fjármálalæsi „Það er rétt að flækjustig fjármála einstaklinga, heimila, stofnana og ríkja hefur aukist gífurlega undanfarna áratugi. Margt ungt fólk kynnist ekki helstu hugtökum í fjármálum fyrr en það þarf að rekast á þau á eigin raun. Við viljum þess vegna meina að fjármálakennsla verði að hefjast á unga aldri, svo þegar framhaldsskólar sleppa fólkinu út í lífið hafi það góða undirstöðu til að taka skynsamlegar ákvarðanir.“ Hluti af því að vera fjármálalæs er ekki einungis til að bæta velferð einstaklingsins heldur stuðlar það að fjármálastöðugleika fyrir alla heildina. Eins og sést nú á okkar tímum eru skattgreiðendur að borga brúsann vegna slæmra ákvarðanna sem mörg fyrirtæki og heimili í landinu tóku. Því ættu stjórnvöld að sjá sér mikinn hag í því að hefja fjármálakennslu sem fyrst.

Karlar eru fjármálalæsari en konur samkvæmt könnun á fjármálalæsi háskólanema. Bendir það til meira áhuga af þeirra hálfu.

Hér sést að viðskiptafræðitengdar deildir eru að skora hærra en aðrar deildir þó er svarthlutfall réttra svara nokkuð hátt yfir heildina litið.

15


Fimma fyrir fjögur frækin

Nafn og nám: Anna Fríða Stefánsdóttir í mannauðsstjórnun Myndir þú fara á deit í Hámu? Klárlega Ef ég væri ekki ég þá væri ég: leikari í Hollywood Hver er nýjasta uppgötvun þín? Maður lærir miklu meira með því að taka þér vikufrí frá Facebook. Sætasti kennarinn? Gylfi Dalmann, ekki spurning.

Nafn og nám: Kristín Jónsdóttir í lögfræði Hvort ertu með eða á móti skólagjöldum? Á móti Modern family eða How I met your mother? Modern family à erfið spurning samt Hvað er best í Hámu? Heilsubomban (græna boostið) Mesta prakkarastrik? Setti pönnuköku undir rúðuþurrkurnar á bíl hjá vini mínum.

Nafn og nám: Hrafnkell Pálmi Pálmason í sálfræði

Nafn og nám: Egill Einarsson í sálfræði og atvinnulífsfræði

Ferðu á Facebook í tíma? Nei ekki séns, þá gæti ég alveg eins verið heima hjá mér að bora í nefið.

Jón stóri eða Annþór? Annþór klárlega

Besta leyndarmálið í HÍ? Að Magnús Kristjánsson kennari í sálfræðideild er leðurblökumaðurinn. Ásdís Rán eða Hildur Líf? Hildur Líf klárlega eftir frammistöðu hennar í dómssalnum. Ef hún væri lögmaður fengi ég hana til að verja mig í veseni. Hvort myndir þú vilja vera dreki eða eiga dreka? Ég myndi vilja vera dreki en eiga dverg.

Í gogginn

Fyrir heimilið

Fyrir kvikmyndaáhugamenn

NoodleStation - Skólavörðustíg

Withings vigt

¡Átame! (1990) [Spánn]

Óþarfi að fá valkvíða, það er annaðhvort Chicken eða Beef. Bæði gott.

Ef þú átt 30.000 kall og snjallsíma þá er þetta vigt sem þú vilt nota.

Gló - Listhúsinu í Laugardal

Hugmyndirfyrirheimilid.com

Fyrir þá sem fíla hráfæði og annan heilsusamlegan mat.

Vefsíða með samansafn af skemmtilegum hugmyndum fyrir heimilið

Sjávargrillið – Skólavörðustíg

Ergorapido ryksuga

Spurningunni hvort hægt sé að neyða einhvern til að elska sig er varpað fram í þessari áhugaverðu og dimmu rómantísku gamanmynd. Leikstjórn er í höndum Pedro Almodóvar. Victoria Abril og Antonio Banderas, í leik sem kemur á óvart, fara með aðalhlutverk og Ennio Morricone sér um tónlistina.

Ef þig langar í ómótstæðilega sushibita skelltu þér á Sjávargrillið.

Hlaðanleg og án snúru. Þarf að segja eitthvað meira?

Ef ég myndi vinna 5 milljónir í lottói þá myndi ég: hætta að kaupa lottómiða, 5.000.000 er móðgandi lág upphæð. Uppáhalds sjónvarpspersóna? Omar Little (The Wire) og Þórunn Antonía (Týnda kynslóðin) Síðasta sms var frá Sigga Gúst og í því stóð „Djöfull ertu frábært eintak af manni.“


Þátttaka í Happdrætti Háskólans borgar sig – fyrir þig! Er þetta hús byggt fyrir happdrættisfé?

PIPAR\TBWA

SÍA • 102028

Já, áttu ekki örugglega miða?

Tryggðu þér miða á www.hhi.is, í síma 8OO 6611 eða hjá næsta umboðsmanni.


VIÐ LÁNUM ÞÉR EKKI FYRIR

PRÓFGRÁÐU FRÁ HARVARD Þetta er sniðugt!

– en við lánum þér fyrir skólabókum!

1

2

3

Verðskrá Upphæð 10.000 kr. 20.000 kr. 30.000 kr. 40.000 kr.

www.kredia.is

Kostnaður 2.500 kr. 4.750 kr. 7.000 kr. 9.250 kr.

Samtals 12.500 kr. 24.750 kr. 37.000 kr. 49.250 kr.

* Smálán eru aðeins veitt fjárráða einstaklingum, 18 ára eða eldri, sem ekki eru á vanskilaskrá.

Þú getur sótt um lán hvenær sem er með því að senda sms í númerið 1919.

Peningarnir eru lagðir inn á bankareikninginn þinn strax.

** Lántaki getur einungis haft eitt lán í einu, nýtt lán er ekki veitt nema fyrra lán sé endurgreitt að fullu.

PIPAR\TBWA • SÍA • 111912

Þú skráir þig á www.kredia.is og sækir um að gerast lántakandi (tekur aðeins örfáar mínútur).

www.kredia.is


Háskólanemarnir Helga og Erla eru tveir af ellefu hönnuðum og eigendum Leynibúðarinnar á Laugavegi

Leyndarmál á Laugavegi Fjóla Helgadóttir

Fann best geymda leyndarmálið á Laugaveginum

Hvað er Leynibúðin Collective of Young Designers?

Helga: Linda Guðmundsdóttir, aðaleigandi Leynibúðarinnar stofnaði búðina ásamt tveimur öðrum hönnuðum í maí á síðasta ári og var ætlunin að hafa búðina opna yfir sumarið. Verkefnið gekk svo vel að ákveðið var að halda búðinni opinni áfram og smám saman bættust fleiri hönnuðir í hópinn.

Erla: Það hefur verið ákveðin endurnýjun

í hópnum og við erum núna 11 saman sem myndum ansi góðan kjarna, við erum duglegar að hvetja hver aðra áfram og það veitir mikinn innblástur að vera í kringum aðra sem eru skapandi, það smitar mjög út frá sér. Eins og sést á búðinni okkar, það er alltaf eitthvað nýtt að koma inn.

Falin í kjallara á Laugavegi 21, undir nýlenduvöruverslun Hemma og Valda er Leynibúðin Collective of Young Designers, verslun og vinnustofa 11 íslenskra hönnuða. Blaðamaður settist niður með þeim Erlu Gísladóttur, nema í listfræði, og Helgu Rún Jónsdóttur, nema í félagsráðgjöf, og forvitnaðist um búðina. Stefánsdóttir hannar kimono jakka og fleira undir heitinu Karnival, Katla Aðalsteinsdóttir er með kjóla og boli undir merkinu Alltalk, Katrín Guðmundsdóttir er með merkið &son sem eru prjónavörur, Lilja Hafsteinsdóttir er með handlitaða og þrykkta boli og kjóla, Anna Dóra Valsdóttir gerir alls kyns keðjuskraut undir merkinu Eidí, Aurelilja prjónar á börn og gerir líka handgert skart úr leir undir merkinu Barbo og svo er ég með myndakubba sem eru ljósmyndir límdar á viðarplötur og húðaðar og svo hekla ég ýmsa fylgihluti undir merkinu Hlýindi. Það er mjög skemmtilegt að segja frá því að Linda sem gerir mjög flottar ,,oversized“ peysur, er að selja þær alveg jafnt til íslenskra stelpna um tvítugt og til erlendra eldri borgara. En það er eflaust vegna þess að hver peysa er einstök og þær geta verið mjög ólíkar.

Hvað er selt í Leynibúðinni?

Hvernig gengur að vera svona margar að reka verslun?

Erla: Það er mjög margt í boði hjá okkur!

Erla: Það hefur gengið mjög vel hjá okkur.

Helga er með hettutrefla, fjaðrapeysur og fleira undir merkinu RatLabel, Linda stofnandi og aðaleigandi Leynibúðarinnar hannar ,,over-sized“ kjóla og peysur undir merkinu Another Scorpion, Hulda Dröfn Atladóttir hannar kjóla, peysur og skart undir nafninu Skugga Donna, Jolanta er með skartgripi sem hún flytur inn frá Nepal, Erla

Þar sem við erum svona margar er lítil áhætta sem við tökum rekstrarlega séð og svo skiptumst við bara á að standa vaktina í búðinni. Annars hefur verið mest að gera á sumrin hjá okkur þegar Reykjavík fyllist af ferðamönnum, og það tímabil er alltaf að lengjast.

Hönnuður: Linda Guðmundsdóttirr. Verð: 19.900 kr.

Helga: Íslendingar eru líka að taka við sér,

ég lenti alveg í því hérna áður að ég stóð inn í búð og heyrði svo allt í einu hurðina lokast varlega og einhvern trítla upp tröppurnar hljóðlega, fólk hélt að það væri lent inn í stofu hjá mér. Útlendingarnir eru ekki svona feimnir. En núna finn ég að sömu Íslendingarnir eru að koma aftur og aftur til okkar. Við erum að festa okkur í sessi, eða það er mín tilfinning.

Erla: Já Íslendingunum hefur þótt þetta

frekar skrítin staðsetning hjá okkur, við erum ekki með stóra útstillingaglugga eða neitt svona, erum bara hérna í leyni niður í kjallara. Í Leynibúðinni ætti fólk að geta fundið jólagjafir fyrir alla fjölskylduna, hvort sem það er nýstárleg slaufa handa afa eða myndakubbur handa ömmu. Stelpurnar ætla að hafa opið lengur í desember og því er tilvalið að gera sér ferð í Leynibúðina og lauma handunninni íslenskri hönnun í jólapakkana í ár. Fyrir áhugasama er Leynibúðin á Facebook og á vefsíðunni http://www.collective.is/

Hönnuður: Erla Stefánsdóttir. Verð: 12.900 kr.

Hönnuður: Katla Ásgeirsdóttir. Verð: 17.900 kr.

Hönnuður: Erla Stefánsdóttir. Verð:13.900 kr.


400.000 manns um allan heim spila EVE online.

Ætlaði að kíkja í heimsókn, byrjaði að vinna sem kerfisstjóri næsta dag. Haukur Hólmsteinsson Kannaði óravíddir geimsins

H

Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, hefur starfað í nýsköpunargeiranum síðastliðin 15 ár. Blaðamaður settist niður með Hilmari og ræddu þeir um óvænta innkomu Hilmars í nýsköpunargeirann og nýsköpunarumhverfi landsins í heild sinni.

ilmar Veigar er borgarbarn í gegn, bjó í Kópavogi og Garðabæ sem barn og er nú aftur kominn í Kópavoginn. Hann útskrifaðist í tölvunarfræði úr Háskóla Íslands og með námi vann hann við að keyra út pizzur ásamt því að sjá um tölvuver háskólans. Spurður að því afhverju hann ákvað að fara í sprotageirann bendir hann á einn mann; Harra Darra. Harri sá sér ekki fært að klára háskólanám samhliða vinnu og biðlaði til Hilmars um að taka við starfi sínu hjá OZ. Hilmar hafnaði því en féllst þó á að kíkja í heimsókn í OZ enda spenntur að sjá starfsstaðinn. Í heimsókninni tók Magnús Ingi Óskarsson, þáverandi framkvæmdastjóri OZ, Hilmar á tal og bauð honum vinnu við forritun. Hilmar sagðist ekki í þeim erindagjörðum heldur væri hann einungis að hitta félaga sinn. Magnús lét ekki þar við kyrrt liggja og að lokum var Hilmar búinn að ráða sig sem kerfisstjóra hjá OZ.

Hilmar byrjaði í nýsköpunargeiranum árið 1996 þegar hann hóf störf hjá OZ.

Var þá einhver sérstakur tímapunktur þar sem þið hugsuðu að núna væri þetta komið hjá ykkur? Já, ég held að það hafi verið í mars 2004. Þá var fyrirtækið orðið cash flow positive. Þá vorum við komnir með 40 þúsund áskrifendur í EVE online eftir að hafa farið í gegnum mjög erfitt ár 2003. Það ár þurftum við að selja útgáfuréttinn af leiknum til Simon & Schuster í Bandaríkjunum en við náðum svo að kaupa hann til baka. Þann 3.desember 2003 byrjuðum við að selja áskrift að leiknum á netinu en ekki í búðum og í mars 2004 var fyrirtækið byrjað að skila rekstrarafgangi. Þá held ég að það væri hægt að segja að við vorum komnir með þetta. Svo út það ár og árið 2005 var mjög ör vöxtur hjá EVE, en mómentið var í mars 2004. Það er þá sjö árum eftir fyrirtækið var stofnað.

Hilmar taldi sig auðveldlega geta sinnt því starfi eftir að hafa séð um tölvuver háskólans. Hann hóf störf sem kerfisstjóri hjá OZ daginn eftir samtalið við Magnús. Á fyrsta degi komst hann að því að innleiða átti Lotus Notes hugbúnðarkerfi í tölvur fyrirtækisins, sem á þeim tíma var nýtt kerfi. Hilmar eyddi þremur mánuðum í að finna út hvernig setja ætti upp hópvinnukerfi fyrir hið ört stækkandi fyrirtæki. „Þetta er líklega stærsta starf sem að ég hef nokkurn tímann unnið miðað við kunnáttu mína þá. Ég eyddi líklega heilli önn í háskólanum til að láta þetta ganga upp,” segir Hilmar. Seinna vann hann sem forritari hjá OZ og gegndi enn síðar yfirmannsstöðu OZ Studios þar sem 3D tæknin var þróuð. „Það var síðan í mars 2000 sem Reyni Harðarsyni, stofnanda CCP, tókst að sannfæra mig um að starfa hjá CCP og það er nokkurn veginn hvernig ég komst inn í þennan sprotageira – ég ætlaði bara að heimsækja Harra“, segir Hilmar.

Þú ert þá búinn að lifa og hrærast í þessu nýsköpunarumhverfi frá 1996, þegar þú hófst störf hjá OZ. Hvernig er nýsköpunarumhverfið í dag?

En frá því að þú byrjaðir í CCP, var einhver tímapunktur í sögu fyrirtækisins þar sem þið voruð alvarlega að hugsa um að hætta með fyrirtækið? Nei það hefur aldrei komið til. Það hefur alltaf verið nóg að gera og aldrei möguleiki

á því að gefast upp eftir allt sem við höfum gengið í gegnum. Við kláruðum allan okkar pening í lok árs 2001 og gátum ekki borgað laun í þrjá mánuði. Við vorum aftur nálægt því að fara á hausinn árið 2003 þar sem við skulduðum Símanum háar upphæðir sem var ekki ljóst hvernig við gátum endurgreitt. Það hafa komið mörg móment þar sem hefði kannski átt að íhuga það að slökkva á þessu en það stóð aldrei til boða.

20

Ef maður horfir á þetta í hinni tærustu mynd þá er nýsköpunarumhverfið á Íslandi ekkert slæmt. Það er ekki flókið að stofna fyrirtæki, þú þarft bara að stofna reksturinn hjá fyrirtækjaskrá og það tekur einn dag. Það eru margir hlutir í kringum það að stofna fyrirtæki og koma sér í gang ótrúlega einfaldir á Íslandi sem geta verið rosalega flóknir annars staðar í heiminum. Það er í raun heldur ekki erfitt að fá Íslendinga í vinnu við nýstofnað fyrirtæki. Það eru allir tilbúnir í sprotastarf, að byrja á eitthverju nýju og almennt séð eru Íslendingar til í tuskið. Þannig að á þeim arminum er umhverfið hérna ótrúlega gott. Ýmsir hlutir eru oft ótrúlega flóknir erlendis sem við þurfum ekki að pæla í hér.


Árið 2003 neyddist CCP til að selja útgáfurétt EVE online. Keyptu hann aftur árið 2004. Til dæmis þarf sumstaðar í Bandaríkjunum að vera með lögfræðingaher til að tryggja að þú setjir ekki fyrirtækið vitlaust upp. Það er ekkert hægt að klúðra miklu hér, þetta er svo einfalt. Þegar það kemur að hinum partinum í umhverfinu, þeim sem snýr að fjármögnun, þekkingu fólks í landinu og skilning, þá er hann sáralítill. Sérstaklega núna þar sem sprotaumhverfi erlendis eru orðin rosalega þroskuð. Það eru fjölmörg dæmi í löndunum í kringum okkur þar sem fólk hefur farið í gegnum þetta ferli, grætt pening og er að skilja þetta. Það er jafnvel komið fólk úr þessum fyrirtækjum sem hefur farið einu sinni í gegnum ferlið og er farið að hjálpað öðrum fyrirtækjum að fara sömu leið. Þegar kemur að þessu þá er Ísland langt á eftir. Það er mikið talað um þetta og mikill áhugi á þessu, en mjög lítill skilningur og lítið í rauninni sem hægt er að taka á. Það er kannski af því að landið er lítið og á mjög fá dæmi um velgengni. Það er kannski fyrst og fremst það. Þegar þú ert ekki búinn að græða á Apple, Facebook, Twitter og svo framvegis, þá er voða erfitt að hafa þor til að fjárfesta í næstu þannig fyrirtækjum. Það eru auðvitað einhver dæmi og alltaf er talað um Össur, Marel, CCP, Actavis og fleiri fyrirtæki, en þau eru ekki nægilega sterk dæmi til að byggja þetta færiband sem maður sér annars staðar í útlöndum. Þar stígur þú á færiband og síðan er þér hjálpað alla leið. Maður sér alveg muninn á fólki sem er að gera þetta hér og fólki sem er að gera þetta úti.

með námi vann hann við að keyra út pizzur

Þú minnist á þetta færiband, er þetta eitthvað sem þú sérð að vanti frá fjárfestum eða er þetta pólitískt vandamál? Ég held að það sé fyrst og fremst fjárfestarnir. Nýsköpun á ekki að vera á vegum hins opinbera, þetta á að vera

einkaframtak. Vissulega þegar landið er lítið þá þarf ríkið að koma meira að því. En það vantar þennan skilning meðal fjárfesta. Það eru ekki margir fjárfestar á Íslandi sem hafa grætt mikinn pening á því að fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum. Sá hringur að fjárfesta í fyrirtæki sem hefur komist á legg, selja fyrirtækið og taka þann pening út til að fjárfesta í tíu öðrum er ekki rosalega virkur hér. Þetta er aðeins að koma, kannski eitt eða tvö félög sem eru að koma en ekkert eins og maður sér í öðrum löndum. Og núna undir gjaldeyrishöftum þá er í raun úr spilunum að fá erlenda fjárfesta til að koma með pening. Það væri vitaskuld frábært að byggja upp íslenska fjárfesta, það eru bara litlar líkur á að það gerist einfaldlega útaf stærðinni. En ef það væru einhverjir erlendir fjárfestar sem myndi sýna áhuga á að fjárfesta í nokkrum fyrirtækjum, jafnvel vera með lítið útibú hérna, þá gætum við byggt eitthvað í kringum þá. En undir gjaldeyrishöftunum þá hef ég bara enga trú á því að það sé hægt.

EVE online er íslenskur fjölnotendanetspunaleikur, þróaður og rekinn af fyrirtækinu CCP.

Ég ætla ekki að trufla þig meira, ég sé að það er nóg að gera hjá þér. En spyr þig að lokum; finnst þér gaman í vinnunni? Já mér finnst gaman í vinnunni. Algjörlega, en það eru miklar áskoranir, sérstaklega núna. Það er rosalega mikið í gangi og það er meira en að segja það að vera on top of it. Þegar menn tala um að því fylgi vaxtaverkir að láta fyrirtæki stækka mikið þá eru menn ekkert að grínast. Það er alveg ótrúlegt hvað allt verður miklu flóknara. Við erum núna með fjórar skrifstofur í þremur heimsálfum, hundruði manna í vinnu. Við erum að vinna í þremur tölvuleikjum, allir eru triple A og enginn hefur gert neitt líkt þeim áður. Allt í einstöku umhverfi sem við höfum tekið ákvörðun um að búa til. Það er ótrúlega mikil vinna að greiða úr þessu öll þannig að þetta gerist á fyrirsjáanlegu tímaskeiði. Ofan á það erum við síðan með tæpa 400.000 EVE spilara, sem gera til okkar ótrúlega miklar kröfur. Þannig þetta er mikil áskorun.

21


Að gerast heimsborgari - nám erlendis Aron Björn Kristinsson Gefur góð ráð fyrir nám erlendis

M

argir eiga þann draum að fara utan í nám, víkka sjóndeildarhringinn og kynnast nýju fólki og nýrri menningu. Nokkrar leiðir standa til boða til að gera þennan draum að veruleika en þar á meðal er hægt að fara út með hjálp KILROY education þér að kostnaðarlausu. Hvar byrjar maður? Til að byrja með þarf maður auðvitað að ákveða hvað á að læra. Þar á eftir er fyrsta skrefið að finna eftirsóknarvert land og þann skóla sem mann langar að ganga í. En ef maður er óákveðinn er hægt að leita sér ráðgjafar og eða ræða við fólk sem hefur farið utan í nám. Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins á Háskólatorgi veitir upplýsingar um nám erlendis sem og KILROY education. Um leið og fyrsta skrefinu er lokið getur hafist umsóknarferli en misjafnar kröfur eru gerðar til nemenda eftir því í hvaða skóla sótt er um. Til að mynda gæti þurft að taka TOEFL-próf sem kannar enskukunnáttu. Þar eru fjórir meginþættir málnotkunar kannaðir; ritfærni, lesskilningur, talað mál og skilningur á töluðu máli. Nokkrar vikur getur svo tekið fyrir skólann að vinna úr umsókninni. Þeir sem ætla sér í framhaldsnám í Bandaríkjunum þurfa að taka GRE-próf. Einnig hafa nokkrir skólar í Evrópu krafist niðurstöðu úr því prófi.

Langar þig í nám erlendis? Hér eru helstu atriði sem þarf að hafa í huga áður en haldið er út fyrir landsteinana. GRE prófið er skriflegt próf og fer það fram tvisvar á ári í húsnæði háskólans. Sumir kjósa að sækja um í fleiri en einum skóla ef svo óheppilega vildi til að draumaskólinn hafnaði umsókninni.

hvert er skal halda. Rétt er að láta þjóðskrá vita að maður sé á leið í nám erlendis, svo að aðsetur sé rétt skráð. Hugsanlega gæti þurft að fara í bólusetningu en mismunandi kröfur eru um slíkt á milli landa.

Íslands. Hægt er að sækja um kortið í gegnum áðurnefnda heimasíðu þeirra.

Þegar umsóknin hefur verið samþykkt er kominn tími til að plana ferðina eins nákvæmlega og hægt er, finna upplýsingar um kostnaðinn á við dvölina fyrir utan skólagjöld, námsmannadvalarleyfi og húsnæði. Varðandi framfærslu og skólagjöld er nauðsynlegt hafa samband við Lánsjóð íslenskra námsmanna (LÍN) til að fá upplýsingar ef maður ert ekki svo lánsamur að eiga sjálfur fyrir náminu eða hafa hlotið styrk af einhverju tagi. Á vefsíðu Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins, ask.is, er að finna handbók um styrki og hægt að fletta upp mögulegum styrkjum eftir löndum. Þá er nauðsynlegt að hafa vegabréfið í gildi að lágmarki 6 mánuði umfram áætlaðan dvalartíma. Einnig þarf að huga að flugfari og tryggingum en auðvelt er að fá aðstoð við það eins og með allt hitt í gegnum KILROY, en heimasíðan þeirra kilroy.is er mjög aðgengileg og auðveld í notkun.

Ef maður hyggst fara í nám erlendis í lengri tíma getur verið gott að stofna bankareikning í því landi en það getur þó tekið dálítinn tíma og því nauðsynlegt að eiga peninga inni á íslenskum reikningni að minnsta kosti út fyrstu önnina. Þó er ekki nauðsynlegt að hafa bankareikning í öllum löndum. Mikilvægt er að hafa á hreinu hvar skal búa áður en haldið er út. Margir skólar bjóða upp á námsmannaíbúðir eða heimavist. Sé þörf á að finna eigið húsnæði er góð lausn að bóka nokkrar nætur á gistiheimili þar til samastaður er fundinn.

AIESEC eru stærstu alþjóðlegu stúdentasamtök í heiminum, þau starfa í 110 löndum og eru meðlimir samtakanna yfir 60.000 talsins. Samtökin eru vettvangur leiðtogaþjálfunar, en í henni felst að stúdentar geta öðlast góða og haldbæra reynslu á sínu sviði á meðan á háskólanámi stendur. Rúmlega 9.000 leiðtogastöður eru í boði um allan heim í gegnum AIESEC og haldnar eru rúmlega 470 ráðstefnur á hverju ári. Það sem gerir AIESEC að einstökum samtökum eru tækifærin sem þau bjóða upp á fyrir háskólanema alls staðar að úr heiminum. Samtökin eru rekin af ungu fólki og fyrir ungt fólk sem vill hjálpast að við að byggja upp reynslu og njóta einstakra tækifæra. Frá upphafi hafa samtökin verið með starfsskiptaverkefni fyrir stúdenta og þá sem eru nýútskrifaðir. Verkefnin gefa stúdentum kost á því að búa í öðru landi og öðlast starfsreynslu á alþjóðlegum grundvelli. Störfin eru meðal annars á sviði viðskipta, þróunar- og samfélagsaðstoðar, verkfræði og kennslu svo dæmi séu tekin. Til að kynna sér starfsemi AIESEC frekar og þau tækifæri sem bjóðast eru nánari upplýsingar á síðu þeirra: aiesec.is.

Gátlistinn Mikilvægt er að kynna sér tryggingarmálin í viðkomandi landi. Tryggingar eru ekki alltaf eins á milli landa og því nauðsynlegt að hafa þær á hreinu áður en út er haldið. Ferlið til að fá námsmannavísa er mismunandi á milli landa en kröfurnar eru breytilegar eftir því

ISIC nemendakortið ISIC nemendakortið er eina alþjóðlega viðurkennda kortið sem staðfestir skólavist en kortið er viðurkennt af stofnunum eins og UNESCO og the European Council on Culture. Að auki er kortið viðurkennt um allan heim af menntastofnunum, menntamálaráðuneytum og ríkisstjórnum. Kortið er notað af 4,5 milljónum stúdenta í 120 löndum á hverju ári og nota má kortið til að fá tilboð á ferðalögum, hótelum, smásölu, menningu, íþróttum og fleiru um heim allan. KILROY education er með einkaleyfi á kortunum hér á landi og selur kortin í samvinnu við Stúdentaráð Háksóla

22

AIESEC - leiðtogi framtíðarinnar?


Forfallinn stjörnuaðdáandi svindlar sér að rauða dreglinum Á fótboltastyrk í Bandaríkjunum Knattspyrnu- og söngkonan Greta Mjöll Samúelsdóttir er að læra fjölmiðlafræði í Northeastern University í Boston. Hún er að klára það nám núna um jólin og stefnir á mastersnám strax í framhaldinu í digital media.

Sólrún H. Þrastardóttir tók saman

Fulbright styrkþeginn Agla Friðjónsdóttir lærir rekstrarverkfræði í Los Angeles. Hún hefur rekist á fjölda Hollywood-stjarna í borg englanna og má þar nefna hin sykusætu Brad Pitt og Angelinu Jolie.

Þ

G

að hefur kitlað margan manninn að mennta sig í Bandaríkjunum enda ófáar kvikmyndir til um fjörugt og öflugt háskólalíf þar í landi sem ýta undir útlandaþrána. Agla Friðjónsdóttir er ein þeirra sem hefur látið drauminn rætast og stundar nám í rekstrarverkfræði í University of Southern California, Los Angeles. Agla segir verkfræðideild skólans vera mjög vel metna á heimsvísu en deildin situr til að mynda í tíunda sæti hins virta ARWU lista. Agla segir námskröfur vera mjög miklar. „Í USC er lögð mjög mikil áhersla á verkefnavinnu til að nemendur öðlist raunhæfa reynslu og séu því betur í stakk búnir til að halda út á vinnumarkaðinn. Fyrstu tvær annirnar voru mjög strembnar hjá mér og upplifði ég ansi margar andvökunætur vegna verkefnaskila. Hinsvegar skilaði það sér í ómetanlegri reynslu og eftir á að hyggja er ég ótrúlega ánægð með hversu krefjandi námið reyndist vera,“ segir Agla.

svekktir yfir því að ég þurfi að fara heim þar sem það er svo rosalega margt í boði hér fyrir fólk með mína menntun. Það er vissulega ekki draumaástand á Íslandi eins og staðan er í dag en ég er samt bjartsýn á framhaldið,“ segir Agla.

Stoltur Fulbright styrkþegi

Hvað er hægt að gera utan skóla?

Agla er Fulbright styrkþegi en slíkan styrk er hægt að sækja um ef stefnan er tekin á framhaldsnám í Bandaríkjunum. Styrkurinn er 12.000 dollarar og veitir stofnunin 8-10 styrki árlega. Fulbright styrkþegar þurfa að koma aftur til Íslands að námi loknu og vinna á hér í tvö ár áður en það hefur möguleika á því að komast inn á bandarískan vinnumarkað. „Ég er aftur á móti mjög stolt af því að vera Fulbright styrkþegi og því græt ég það alls ekki að þurfa að koma heim eftir námið. Þá tekur einfaldlega við nýr og spennandi kafli og ég er viss um að það verður eitthvað skemmtilegt sem tekur við,“ segir Agla.

Engin takmörk virðast vera fyrir því hægt er að gera sér til dægrastyttingar í LA. Agla nefnir m.a. brimbretti og sólbað á ströndinni, fjallgöngur, búðarráp, fara á hafnabolta-, fótbolta-, körfubolta-, og ameríska fótboltaleiki. „Svo er Los Angeles auðvitað Mekka kvikmyndaog tónlistarframleiðslu svo það er t.d. hægt að skrá sig sem aukaleikara hjá uppáhalds sjónvarpsþáttunum sínum, fara í áhorfendasal hjá hinum og þessum þáttum (við t.d. fórum í Dr. Phil og Let‘s Make A Deal) og fara á tónleika hjá næstum öllum hljómsveitum sem manni dettur í hug.“

Hernaðarleyndarmál Öglu Agla hefur rekist á aragrúa af stórstjörnum í LA. „Ég verð að viðurkenna að ég er forfallin stjörnuaðdáandi (en það er auðvitað hernaðarleyndarmál). Ég og vinkonur mínar höfum svindlað okkur upp að rauða dreglinum á Óskarnum, Emmy‘s og Golden Globe. Á meðal þeirra sem við höfum séð eru Brad Pitt, Angelina Jolie, Puff Daddy, Julianne Moore, Jake Gyllenhal, Eric Stonestreet, Teri Hatcher, Tim Allen og fleiri. Ég hef einnig rekist á nokkrar stjörnur í mollinu mínu og verið vitni að ótal mörgum kvikmyndaupptökum víðsvegar um borgina,“ segir Agla.

réta Mjöll Samúelsdóttir býr í miðri Boston í sömu götu og hinn frægi Cheers veitingastaður. Hún leggur stund á nám í fjölmiðlafræði og segir hún umsóknarferlið vera gríðarlega langt og strangt og pappírsvinnan mikil. „Ég þurfti að fara erlendis til að taka SAT prófin sem eru skylda fyrir alla nemendur og svo þurfti ég líka að taka TOEFL prófið. En ég slapp vel þar sem ég er á fótboltastyrk og fékk mjög mörg e-mail frá þjálfurum víðsvegar um Bandaríkin sem höfðu áhuga á að fá mig í þeirra skóla. Þannig að þjálfarinn minn sá mest megnis um allt vesenið,“ segir Greta. Getting my hands dirty Dæmigerður skóladagur hjá Gretu er þétt skipaður af lærdómi og fótboltaæfingum. Greta segir kröfurnar miklar í skólanum. „Það er mætingarskylda og yfirleitt mikið lagt upp með þátttöku í umræðum. En álaginu er dreift vel yfir önnina þannig að þetta er ekki eins og að vera kýldur með hráu hakki þegar lokaprófin koma heldur nóg að gera eigilega bara alla önnina,“ segir Greta. Fyrir utan hefðbundna fyrirlestra og umræðutíma er Greta í græju-tímum eins og hún kallar það þar sem hún vinnur að sjónvarpsþáttum eða stuttmyndum. „Þar er ég að vinna inni í stúdíói eða klippiherbergjum að læra dagskrágerð og virkilega getting my hands dirty eins og í alvöru bransanum.“ Greta segir námið vera mjög persónulegt, hún þekkir alla prófessorana sem henni hafa kennt mjög vel. „Mér líður aldrei eins og ég sé bara eitthver kennitala í stórum sal að hlusta,“ segir Greta.

Svekktir prófessorar

Vill spila fótbolta

Aðspurð um atvinnumöguleika eftir nám segir Agla þá vera mjög miklar. „Prófessorarnir mínir eru margir hverjir hálf

Greta segir atvinnumöguleikana eftir nám ekki vera mikla í Bandaríkjunum því erfitt sé að fá atvinnuleyfi. „En það er aldrei að

23

vita ef eitthvað fyrirtæki vill virkilega fá mann. En ég vil spila fótbolta eftir námið og fer eflaust þangað sem hann fleytir mér,“ segir Greta. Tónleikar og frisbí Margt er hægt að gera sér til skemmtunar í Boston. „Það er einmitt það sem heillar mig mest við að vera hér í Boston frekar en í einangruðum háskólabæ að hér er alltaf eitthvað að gera. Ég bý um það bil fjórum mínútum frá Newbury Street sem er aðalverslunargatan, Boston Common er í sömu götu og ég bý þar sem maður getur tekið góða slökun, farið á skauta á veturna eða picnic og frisbí á vorin. Ég bý hliðina á Charles River og þar er mikið líf, æðislegt að taka göngutúra þar um eða leigja sér bát, kajak eða seglskútu. Svo er ég rosa dugleg að fara á tónleika þar sem það er alltaf eitthvað flott í boði reglulega,“ segir Greta að lokum. Í stuttu máli Lestu bækur undir tré? Var einmitt að því áðan í Boston Common. Ertu í systrafélagi? Ó nei. Hefur þú rekist á stórstjörnur í Bandaríkjunum? Já átti nokkuð gott kvöld hérna fyrir rúmu ári með Jay Z og nokkrum skvísum. Eru gæjar í Northeastern University? Allt morandi í gæjum Hver eru skólagjöldin? Tæpar 6 milljónir króna á ári. Hvar sérðu þig eftir 5 ár? Hef ekki guðmund, og elska´ða.


Te og Obamacare Forsetakosningarnar í U.S.A

Eftir rétt rúmlega ár munu forsetakosningar Bandaríkjanna fara fram. Þrátt fyrir það er kosningabaráttan byrjuð og hafa Repúblikanar átt í sjónvarpskappræðum sem telja meira en 14 klukkutíma samanlagt. Mitt Romney Þótti í upphafi líklegasti valkosturinn en hann er eflaust hófsamastur allra frambjóðenda

Haukur Hólmsteinsson

skrifar um Forsetakosningar vestanhafs

Barack Obama á í vök að verjast sem má að mestu leyti rekja til mikils atvinnuleysis og annarra efnahagsvandræða. Það skín í gegn í orðræðu allra frambjóðenda Repúblikanaflokksins og sjá þér nú fram á gríðarlegt tækifæri til að ná aftur forsetastólnum eftir fjögura ára setu Demókrata. Margir Repúblikar eru þó hræddir um að framboðið af frambjóðendum sé eitt það fátækasta sem hefur sést lengi. Blaðamaður fór yfir líklegustu frambjóðendur Repúblika sem etja kappi, fyrst við hvort aðra en síðar Obama, til að birta smá mynd af því hvernig landið liggur.

Mitt Romney

Eins og pistlahöfundur New York Times, Gail Collins, orðaði það ,,Forval Repúblikanaflokksins hefur hingað til verið eitt örþrifaráð frá flokksmeðlimum til að frambjóðandi þeirra verði ekki Mitt Romney” þar sem hann hefur hingað til þótt “skásta valið”. Hann hefur lengst til þótt líklegastur til að verða forsetaefni flokksins. Hann hefur þó upplifað tvær hindranir, sú fyrri eftir innkomu Rick Perry, sem hann sigldi í gegnum eftir hræðilega framistöðu Perry í kappræðum. Seinni hindrunin kom í líki Herman Cain, og á eftir að koma í ljós hvort hann þrauki þá raun af sér einnig. Romney þykir stífur og jafnvel dálítið skrýtinn. Hann er mormóni en hefur þokkalega frjálslynda skoðun gagnvart réttindum samkynhneigðra og til fóstureyðinga. Hann hefur reynt að færa sig lengra til hægri frá seinustu kosningum til að breikka fylgi sitt innan flokksins en hefur átt erfitt með að sannfæra flokksbræður sína um sameiginleg gildi, sérstaklega eftir að umdeild heilbrigðisáætlun sem hann kom á sem ríkisstjóri þykir keimlík þeirri óvinsælu áætlun sem Obama kom á nýlega. Árið 2008 voru aðeins John McCain og Mike Huckabee sem náðu að safna fleiri fulltrúum til útnefningar forsetaefnis innan flokksins. Hvorugur þeirra býður sig fram í ár og því verður forvitnilegt að sjá hvort að Romney nái að fara alla leið í ár. Herman Cain Þykir hafa full einfalda lausn við efnahagsvandanum

Herman Cain

Rick Perry

Hann hefur setið lengur sem ríkisstjóri Texas en nokkur annar maður í sögu landsins. Hann tók við sæti George Bush þegar að Bush bauð sig fram til forseta í lok seinasta árþúsunds og þykir mikið svipa til Bush í flestum efnum. Hann er kirkjunnar maður og er íhaldssamur þegar að kemur að málum eins og fóstureyðingum, byssueign og hjónaböndum samkynhneigðra. Til að mynda skilgreinir hann stöðu sína gagnhvart fóstureyðingum sem “pro-life” sem verður að teljast kaldhæðnislegt í ljósi þess að síðan hann varð ríkisstjóri Texas hafa 234 fangar verið teknir af lífi í fylkinu. Af þessum ástæðum er óttast að hann fengi lítið fylgi hjá óflokksbundnum kjósendum sem og óákveðnum demókrötum fengi hann útnefningu flokksins.

Ron Paul Er mikill frjálshyggjumaður sem sækir fylgi sitt til ungs fólks

Fyrrverandi eigandi Godfathers Pizza og ætlar að nota þá reynslu í að bjarga efnahag Bandaríkjanna. Undanfarið hefur fylgi hans verið lygilegt og þegar þessi grein er skrifuð er hann efstur í skoðanakönnunum og mælist nálægt prósenti betur en Mitt Romney. Þennan ótrúlega árangur má að mestu leyti rekja til efnahagsáætlunar hans sem virðist vera nógu einföld fyrir meðalmann að skilja. Hún er einfaldlega á þessa vegu: 9-9-9. Þannig í forsetatíð Cain myndi skattkerfið vera 9% tekjuskattur, 9% söluskattur og 9% fyrirtækjaskattur. Þessi grimma einföldun á skattkerfinu er það sem hinir frambjóðendurnir hafa gagnrýnt undanfarið en án árangurs. Kjósendur virðast kaupa þetta. Michelle Bachman Sækir fylgi sitt til Teboðshreyfingarinnar

Michelle Bachman

Hún er fulltrúi Teboðs hreyfingarinnar svokölluðu. Hún er yfirlýsingaglöð og mjög gagnrýnin á það sem hún hefur kallað sósíalíska ríkisstjórn Obama. Samkvæmt politifact. com, heimasíðu sem sérhæfir sig í sannleiksgildi staðhæfinga stjórnmálamanna, er meirihluti þeirra staðhæfinga sem heimasíðan hefur rannsakað annaðhvort algerlega ósannur, eða inniheldur lítið sem ekkert sannleiksbrot. Það hafa verið nóg um þessar staðhæfingar og það er undantekningartilvik að Michelle minnist ekki á vanhæfni Obama þegar hún tekur til máls í kappræðum. Vinsældir hennar hafa hingað til verið raktar til stuðningsmanna Teboðshreyfingarinnar sem og evangelískra trúarhópa, þótt að Rick Perry þynni nú þann stuðningshóp með framboði sínu. Þótt hún hafi byrjað vel eru vinsældir hennar nú að dvína og fylgi hennar mælist meðal neðstu frambjóðenda í könnunum.

Rick Perry Þykir afskaplega íhaldssamur og þykir minna afar mikið á Georege W. Bush

Ron Paul

Holdgerfing frjálshyggju, mikill gagnrýnandi á ákvarðanir ríkisins sem að hans mati stangast á við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þrátt fyrir ágætt gengi í skoðannakönnunum hefur hann að miklu leyti verið sniðgenginn af fjölmiðlum en er þess í stað vinsæll á samfélagsmiðlum og á gríðarlega mikinn stuðning meðal ungs fólks, sérstaklega háskólanema. Hann hlýtur að teljast líklegasti frambjóðandinn til að koma róttækum breytingum á í kerfinu. Hann hefur talað fyrir algjörri lágmarks þátttöku ríkisins á nánast öllum sviðum samfélagsins. Ron Paul er örugglega besta von frjálshyggjumanna til að sjá hagfræðikenningar Hayek notaðar í raun og veru. Þeir sem hafa einnig tekið þátt í kappræðum flokksins hingað til eru: Newt Gingrich, John Huntsman, Gary Johnson, og Rick Santorium. Það er gott að hafa í huga að Bandaríkin eru það land sem býr yfir mesta vopnabúri sögunnar, þar á meðal eru fjölmörg kjarnavopn, og því engum óviðeigandi hver fer þar með æðsta vald. Eitt er samt víst, Obama mun annað hvort þurfa á allri sinni mælsku að halda til að renna ekki úr forsetastólnum eftir fyrsta tímabil sitt, eða ná að laga efnahag landsins á einu ári. Gangi honum vel.

24


Háskóli

Íslands

Þú getur pantað ISIC kort rafrænt á www.kilroy.is. Kortið kostar 1.900 kr. og þú færð kort sem gildir út 2011 og 2012. Finndu okkur á facebook: ISICiceland

ttir

jörnsdó

María B

ISIC er eina alþjóðlega viðurkennda stúdentakortið sem staðfestir skólavist. Kortið hefur fengið viðurkenningu frá stofnunum eins og UNESCO. Meira en 4,5 milljónir stúdenta frá 120 löndum nýta sér ár hvert ISIC kortið til að fá tilboð á ferðalögum, hótelum, smásölu, menningu, íþróttum, viðburðum og fleiru, út um allan heim.


Kíkt í kaffi til stúdenta Sólrún H. Þrastardóttir

Kíkti í heimssókn til stúdenta

H

úsnæðisvandi stúdenta hefur verið mikið í umræðunni síðastliðna mánuði. Biðlistar eftir íbúðum á stúdentagörðum hafa lengst í takt við mikla fjölgun stúdenta við Háskóla Íslands á síðustu árum. Þá gerir verðhækkun á hinum almenna leigumarkaði stúdentum einnig erfitt fyrir við að finna sér skjól yfir höfuðið enda fæstir sem lifa kóngalífi á námslánum. Þó eru sumir heppnari en aðrir og fá leiguíbúðir á góðum kjörum. Stúdentablaðið kíkti í heimsókn til stúdenta sem búa svo vel að falla í þann hóp.

Lennon og Hendrix vakta húsið

Heimspekineminn og tónlistarunnandinn Haukur Hólmsteinsson býr ásamt kettinum Ása Plató í einstaklega smart íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Þeir félagar njóta jafnframt félagskapar merkra tónlistarmanna sem fylgjast með þeim frá stofugluggunum. Stofugluggar Hauks snúa að fjölmennri götu í miðbænum. Haukur vildi ekki útiloka birtu sólarinnar en vildi losna við stöðugar mannaferðir fyrir utan gluggann. Hann tók til þeirra ráða að koma ekki ómerkari mönnum en Bob Dylan, John Lennon, Jimi Hendrix og Jeff Buckley fyrir í gluggunum. Slíkir snillingar veita eflaust innblástur við lagasmíðar Hauks.

Vínflöskum safnað í eldhúsinu eins og sönnum háskólanema sæmir. Hvort þær eru fullar eða tómar er erfitt að segja þó svo hið síðarnefnda sé líklegra. Þægindi námsmanna mega ekki vera of mikil og því vaskar Haukur upp, enda uppþvottavél dýrt tæki sem takmarkar vínflöskukaup.

Lærdómsaðstaða í íbúð Hauks. Skrifborðið er úr IKEA og á því stendur ást á ýmsu tungumálum enda er lærdómsástin sterk. Liebe, rakkaus, love, amour og kjærlighed.

Ása Plató leiðist ekki félagsskapurinn í glugganum. Hér er hann ásamt vinum sínum Jimi Hendrix og Jeff Buckley. Haukur fékk Merkingu til að útbúa filmurnar.

Allir þurfa að eiga góðan bangsa.

26

Gömlu og nýju blandað saman. Gott ráð til allra sem eru að byrja að búa er að athuga hvort ættingjar og vinir eigi húsgögn sem ekki eru í notkun. Þetta eldhúsborð átti móðir Hauks en stólarnir eru nýir. Krónur sparaðar og samsetningin smart. Á myndinni má sjá þetta fína túbusjónvarp sem Haukur fékk til bráðabirgða til þess að láta fótboltahæfileika sína skína í FIFA.


Sálfræðinemi í hlutverki listamanns

Sálfræðineminn Halldóra R. Guðmundsdóttir býr í 55 fermetra íbúð í úthverfi Reykjavíkur ásamt kærasta sínum og viðskiptafræðinemanum Halldóri Kristni Halldórssyni. Hin umdeilda setning „stærðin skiptir ekki máli“ á sannarlega við hérna því þó fermetrarnir séu ekki margir, er með réttu skipulagi hægt að láta hlutina ganga upp.

Til að komast hjá kaupum á rándýrum sjónvarpsskáp féllust þau skötuhjú á að nota borðplötu og fornhleðslusteina. Borðplötuna áttu foreldrar Halldóra og steinana fengu þau í BM Vallá á 3.500 krónur stykkið. Sniðugt, ódýrt og smart.

Gul og gamaldags eldhúsinnrétting nýtur sín mun betur í eldhúsinu eftir að parketið leysti korkflísarnar af hólmi. Ekki skemmir að kertastjakinn og gluggaskreyting eru í stíl við innréttinguna sem gefur eldhúsinu retró stíl.

Herbergishurðin var áður með flögnuðu veggfóðri sem nær ómögulegt var að ná af. Efni var strekkt og heftað á þunna plötu og hún síðan boruð á hurðina.

Ýmislegt er hægt að gera til að lífga upp á stofuna. Hér var komið svörtum greinum fyrir í vasa til skreytingar. Þá tóku mæðgurnar Halldóra og Margrét Ásta upp málningu og spaða og máluðu þessa skemmtilegu mynd sem brýtur upp svarthvíta þemað í stofunni. Myndin er í stíl við væntanlegan rauðan stól sem fær vonandi að prýða stofuna sem fyrst.

Í litlum rýmum hentar þetta IKEA eldhúsborð einstaklega vel. Stólarnir fjórir smellpassa undir borðið. Myndirnar fyrir ofan borðið er af Halldóru og Erlu vinkonu hennar þegar þær voru smástelpur. Ljósmyndarinn Sissa tók myndirnar og voru þær notaðar í auglýsingu fyrir barnafatabúð á sínum tíma.

Halldóra og móðir hennar, Margrét Ásta, strekktu efni á blindramma og heftuðu við þá. Blindrömmunum var tyllt í gluggaskistuna í eldhúsinu í hlutverki gardína. Sniðug og einföld lausn sérstaklega leiguíbúðum þar sem borinn er ekki leyfilegur.

27


Vakandi háskólanemar

Könnun var lögð fyrir nemendur Háskóla Íslands til að varpa ljósi á hvernig einstaklinga háskólinn hafi að geyma. Niðurstöður könnunarinnar sýndu að stór meirihluti svarenda reyki ekki. Langflestir drekka áfengi eða 90% svarenda. Tæpur helmingur svarenda tekur námslán og langflestir þeirra nota þau til framfærslu. Alls tóku 1483 manns þátt í könnuninni en þar sem hægt var að sleppa spurningum var fjöldi svarenda mismunandi eftir spurningum.

28


Viðburðaskrá Heimsljós frumsýnt

19.nóvember kl.10:00 í Stakkahlíð

24.nóvember kl. 22:00

Heimsljós, sem kom út í fjórum hlutum á árunum 1937 til 1940, er saga fátæka alþýðuskáldsins Ólafs Kárasonar Ljósvíkings. Í æsku er hann niðursetningur á bænum Fæti undir Fótarfæti en síðar flytur hann til þorpsins Sviðinsvíkur. Alla ævi er hann fátækur, smáður og utanveltu. En engu að síður er skáldið „tilfinníng heimsins, og það er í skáldinu sem allir aðrir menn eiga bágt.“

Ráðstefna: Íslenskar æskulýðsrannsóknir

Hljómsveitin Dikta fagnar útgáfu fjórðu breiðskífu sinnar „Trust me“ með tónleikum á Nasa.

Heimsljós er frumsýnt í Þjóðleikhúsinu þann 26.desember kl.19:30 Hjálmar með útgáfutónleika Hljómsveitin Hjálmar fagnar útgáfu sinnar fimmtu hljóðsversplötu með útgáfutónleikum í Háskólabíói. Platan ber nafnið Órar og á henni kveður við nýjan og rafvæddari hljóm á köflum og augljóst er að hljómsveitin hefur ákveðið að kanna nýjar slóðir. Lögin Í gegnum móðuna og Ég teikna stjörnu hafa bæði fengið að hljóma talsvert á öldum ljósvakans og þar er nýji hljómurinn auðheyranlegur. Hægt er að kaupa miða á www.midi.is.

Á ráðstefnunni verða kynntar rannsóknir á lífi og högum ungs fólks á Íslandi. Stefnt er að því að fyrirlestrar á ráðstefnunni endurspegli fjölbreytileika fræðasviða og aðferðafræði í æskulýðsrannsóknum. 24.nóvember kl.12:00 í sal Þjóðminjasafns Fyrirlestur: Harðfiskur og pizza: næring Íslendinga í aldanna rás Fyrirlestrarröð Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafnsins í tilefni af 100 ára afmæli Háskóla Íslands. 1.desember kl.13:00 Ráðstefna: Mannréttindi eða aumingjagæska? Fötlun og örorka í velferðarríkinu Íslandi

25.nóvember kl.21:00 Tónleikar með hljómsveitinni HAM á Gauknum. HAM gaf nýverið út sína fyrstu plötu frá 1989. 26.nóvember kl.21:00 Hljómsveitin Hjálmar ásamt brasssveit halda tónleika í Háskólabíói til að fagna útgáfu sinnar fimmtu hljóðversplötu sem ber nafnið Órar. 1.desember kl.21:00 Jólatónleikar Frostrósa í Hörpu. Einnig verða jólatónleikar 3.desember og 4.desember. 2.desember kl.21:00

Útgáfutónleikarnir eru þann 26.nóvember kl.21:00 í Háskólabíói.

Á ráðstefnunni verða kynntar nýjar rannsóknir um félagslegar, efnahagslegar og pólitískar aðstæður fatlaðs fólks og öryrkja í íslensku samfélagi.

Háskólafyrirlestrar

Leiklist

26.desember kl.19:30

Jólagestir Björgvins í Laugardalshöll. Einnig er tónleikar fyrr um daginn kl.16:00.

Ráðstefna: Hvað má læra af rannsóknum af skólastarfi?

Heimsljós eftir Halldór Laxness í leikgerð Kjartans Ragnarssonar frumsýnt í Þjóðleikhúsinu.

11.desember kl.20:00

19.-20.nóvember kl.14:00 í Stakkahlíð

Meðal efnis eru rannsóknarniðurstöður úr rannsókn um starfshætti í grunnskólum í upphafi 21.aldar. Þá verða málstofur um rannsóknir á leikskólastigi, grunnskólastigi og framhaldsskólastigi. Skráning er á www.skolathroun.is 19.nóvember kl.16:00 á Háskólatorgi Nýsköpunarmessa HÍ – Afhending Hagnýtingarverðlauna HÍ Nýsköpunarmessa Háskóla Íslands fer nú fram í þriðja sinn, á aldarafmæli Háskóla Íslands. Við sama tækifæri eru hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands veitt. Hagnýtingarverðlaunin hlýtur sigurvegari í samkeppni sem er liður í viðleitni Háskóla Íslands til að hagnýta þekkingu sem verður til innan veggja skólans.

Jólatónleikar Baggalúts í Háskólabíói. Einnig verða jólatónleikar 3.desember og 17.desember. 3.desember kl.21:00

29.desember kl.20:00

Sigga Beinteins heldur sína árlegu jólatónleika í Háskólabíói.

Fanný og Alexander eftir Ingimar Bergman frumsýnt í Borgarleikhúsinu.

16.desember kl.20:30

Tónlist

19.nóvember kl.21:00 Hljómsveitin Árstíðir fagnar útgáfu annarrar hljóðversplötu sinnar Svefns og vöku skil með tónleikum í Salnum.

29

Gylfi Ægisson, Rúnar Þór og Megas skipa GRM og halda nú útgáfutónleika fyrir nýjustu plötuna þeirra í Salnum Kópavogi.


English summary What is your favourite food?

The Importance of Being Earnest

Wow! That‘s a tough one. It really depends on when you ask. These days I find myself with a soft spot for Parmigiana di Melanzane, a aubergine lasagna.

Past November 11th the theater opened its newest show The Importance of Being Earnest. In the director’s chair sits no lesser man than Þorsteinn Bachman, who is a known actor on stage, in TV and in cinema. Every year the board of the theater chooses a director and a play to be cast. “[…] he tries to work with the actors and get as much out of them as he can,” says Flóki about Þorstein who got the pick this year. That was because he is experienced and has knowledge and understanding that he can communicate to others.

Do you always cook in your home? Yes it seems to always end up like that but my husband is very good at doing the dishes and cleaning up so we divide the tasks between us. Have you always had an interest in cooking? Yes you might say so. It started you might say of ill necessity because I‘m sort of a choosy person. Not that my mother was a bad chef, she wasn’t, she is my role model in my cooking. Maybe it’s rather that I choose to do things my way. Gourmet and chef Rikka Friðrika Hjördís Geirsdóttir or Rikka as she is generally called has not sat idle handed lately. The student paper got to know this powerful woman. Rikka studied cooking at Le Cordon Bleu culinary school in London and has since delivered her knowledge and experience to Icelanders. She has published a few cook books as well as running a cooking show on Channel 2 where she travels to the many corners of the world mediating her experiences in food and cooking of the many different cultures to the viewer at home.

Now Christmas is coming, what does Rikka eat at Christmas? I am very conservative during Christmas and always eat glazed ham with everything that comes with. I brown the potatoes especially well and would rather have a very thick layer of caramel on them. A Recipe for an interesting theater There is a lot happening at the student theater these days. Our journalist found out various things when he met Flóki Snorrason, the chairman of the Student Council 2011-2012.

A Critique of a linguistic expert The Importance of Being Earnest by the known British writer Oscar Wilde was first cast in London 1895. Wilde was a linguistic expert and according to Flóki the whole piece is built on dialogue between people, word games and funny conversations. This critique on our society is believed to be the most Wilde‘s most important piece ever written. Fierce Competition Flóki says rehearsals are going well and the play year has been blessed by luck so far. “There were many excellent actors that did not get a spot in our cast this year,” Flóki tells us. At first the applicant group was about 40 people. After fierce competition the group ended up as 9 actors who form the student theater this year. Flóki believes this to be people who share a common thinking and common goals. He adds that this is what makes the group as tight as it is.

30

Acting in Eldborg The centennial anniversary of UI was celebrated in Eldborg in Harpa on the 8th of October. The Student Theater played a role in the celebrations. “We showed a play that was sort of an extraction of the 100 year history of UI,” says Flóki. When the Student Theater needed more people for this cast, some of the people who did not survive the cut earlier got a chance to join in. More information on the Student Theater can be accessed via their website www.studentaleikhusid.is


University of Iceland Students´ Financial Understanding This fall, Guðmundur Björnsson and Sara Ýr Ragnarsdóttir conducted a survey among students at the University of Iceland regarding their financial understanding. Participants were asked 34 questions which sufficiently covered students’ financial understanding. The total amount of participants were 455; 30.2% men and 69.8% women. The higher the income, the better you are informed The research indicated that those students that highly regarded their own financial understanding, just about 38%, thought they had an average knowledge of financial matters, whereas about 39% with high or very high knowledge of general financial matters. Men thought much more highly of their financial knowledge than women; 50% of men believed they have high or very high understanding of financial matters but only 34% of women believe the same. The group that believed they had high knowledge of financial matters answered the questions proposed in the survey on average 72% correctly. The group that believed they had very high knowledge of financial matters answered on average 79% correctly. The ones that believed they had an average knowledge of financial matters answered on average 65.9% correctly. This proposes that

he was only visiting his friend, but Magnús didn´t want no for an answer and convinced Hilmar in the end to take a position at OZ as a Computer System Manager. The next day Hilmar was the new computer system manager at OZ and felt quite competent since he had been overseeing the system at the University. His first task at the new job was to implement the software system Lotus Notes to the company’s computers. Hilmar spent the next three months trying to figure out a successful way to implement a group working environment on the network for this fast growing company. “This was perhaps my biggest task that I have ever worked on considering my knowledge at that particular time”. “I spent about one semester at the university to make this work out”, Hilmar explains. Hilmar later

students have generally a good sense for their own financial understanding. Experience does seem to make a difference in participants’ financial understanding where the oldest age group had on average higher percentage of questions correct. Furthermore, the survey showed that participants with lesser income (2.000.000 kr. or lower) scored lower than those that had more income. The highest earners or 15% of participants pulled up the average score. The difference between the top earners and the lowest earners could mainly be seen in the concept questions. One question asked how Central Bank interest rate works. Correct answers of 73% came from the group of participants with higher income but only 47% from the group with lower income. Similar results came from the question posed what NASDAQ stood for. Almost the entire higher income group knew this or 99%, however, the lower income group answered about 74% correctly. Researchers also compared answers between different departments within the school. Economics and business department had the highest score and answered 76-78% of the questions posed correctly. The social

work department and sport, leisure studies and social education department had the lowest score, or about 56-58% correct. Just popped in for a visit but had a job as computer system manager the next day. Hilmar Veigar, CEO of CCP, spoke with a reporter of the Student Paper regarding his life and entrepreneurship. Hilmar is a city boy, and has lived in the suburbs of Reykjavík all his life. He graduated from the University of Iceland with a computer science degree, but he worked along with school delivering pizzas and managing the University’s computer system as well. When asked about why he went into entrepreneurship, he responds with one name; Harri Darri. Harri didn´t think he could handle what Hilmar had been doing, so Harri wanted Hilmar to take over his job at OZ. Hilmar declined the offer but told Harri that he would visit him at work, purely out of curiosity. A few days past and Hilmar went to visit his friend Harri at OZ, but was greeted by Magnús Ingi Óskarsson, which was then the CEO of OZ. Magnús and Hilmar talked for bit and within that conversation Hilmar was offered a programming job by Magnús. Hilmar told Magnús that

31

worked as a programmer for OZ and later as a supervisor at OZ Studios, where 3D technology was developed. “It was in March 2000 when Reynir Harðarson, founder of CCP, managed to convince me to work at CCP and that is kind of how I started being an entrepreneur – I was just going to visit Harri”, Hilmar explains. Has there been a point in time that CCP was seriously thinking about halting business? No, that has never been on the table. There always has been plenty to do and the possibility of giving up after all we have gone through. We finished all of our money at the end of 2001 and we could not pay salaries for three months. Again, in 2003, we were close to going bankrupt when we owed the company Síminn very high amount and didn´t think we could pay it back. There have been a lot of moments where we probably should have thought about “turning it off”, but we never did. Was there any specific point in time where you thought, now it’s working? Yes, I think it was in March 2004. At this point in time the company was cash flow positive. We had 40.000 subscribers in EVE online even though we had a rough previous year. That year we needed to sell the rights of our game to Simon & Schuster in America but we managed to buy it back. December 3rd 2003 we started to sell a subscription to the game exclusively online and by March 2004 the company started to show some encouraging business numbers. I would say that is the time we thought it was working out, seven years since the company was founded.


Það munar miklu að vera í Námunni Náman er vildarþjónusta fyrir alla námsmenn, 16 ára og eldri. Lögð er áhersla á þjónustu sem sniðin er að þörfum hvers og eins, betri kjör og fjölbreytt fríðindi.

Betri kjör

Þjónusta

Fríðindi

» » » » »

» » » » »

» » » » »

Hagstæðir vextir 150 fríar færslur Kreditkort frítt fyrsta árið Yfirdráttarheimild Hagstæðari tryggingar

Almenn fjármálaþjónusta Fræðsla og ráðgjöf LÍN-þjónusta Greiðsludreifing Netklúbbur

Aukakrónur 2 fyrir 1 í bíó Námsstyrkir Vegleg inngöngugjöf Fjölbreytt tilboð

JÓNSSON & LE’MACKS

jl.is

SÍA

Kynntu þér Námuna á landsbankinn.is, í næsta útibúi eða í síma 410 4000.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.