Stúdentablaðið

Page 1

STÚDENTABLAÐIÐ 2. tbl. 88. árgangur, mars 2012

FR

Í

NT TT AK

EI


Háskóli

Íslands

Þú getur pantað ISIC kort rafrænt á www.kilroy.is. Microsoft vörur á allt að 90% afslætti með ISIC kortinu! Finndu okkur á facebook: ISICiceland

sson

ur Leon

r Vögg

Baltasa

ISIC er eina alþjóðlega viðurkennda stúdentakortið sem staðfestir skólavist. Kortið hefur fengið viðurkenningu frá stofnunum eins og UNESCO. Meira en 4,5 milljónir stúdenta frá 120 löndum nýta sér ár hvert ISIC kortið til að fá tilboð á ferðalögum, hótelum, smásölu, menningu, íþróttum, viðburðum og fleiru, út um allan heim.


Stúdentablaðið - 2.tbl. 88. árgangur Útgefandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands Ritstjóri: Sólrún H. Þrastardóttir Prófarkalestur: Anna Þóra Pálsdóttir Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Ensk samantekt: Fanney Benjamínsdóttir

Of langt gengið

L

aunakjör stundakennara hafa mikið verið í umræðunni upp á síðkastið. Fyrirsagnir á borð við Eru stundakennarar annars flokks háskólaborgarar?, Betur borgað að kenna í grunnskóla og Kvarta til umboðsmanns vegna launa hafa birst í fréttamiðlum landsins. Staðreyndin er sú að launakjör stundakennara eru einkar slök. Háskólanemi sem starfar við stundakennslu fær greiddar rúmar 1.000 krónur á tímann og stundakennari með doktorspróf fær á sama tíma 1.900 krónur. Háskólinn er æðsta menntastofnun landsins og ef menntun skiptir í raun og veru máli ætti það einna helst að vera skýrt innan háskólans. Ef menntun stundakennara er eins lítils metin og raun ber vitni, hvers virði verður þá menntun stúdenta innan háskólans? Ætla má að lág laun hafi letjandi áhrif á kennslu stundakennara. Er ekki fulllangt gengið í niðurskurði ef gæði kennslu innan æðstu menntastofnunar landsins sé ógnað með skammarlega lágum launum stundakennara. Vitaskuld er vandamálið háð þeim niðurskurði sem Háskóli Íslands hefur þurft að sæta síðustu ár og samkvæmt Kristínu Ingólfsdóttur, rektors Háskóla Íslands, er áhugi fyrir hendi á launahækkun stundakennara en fjármagn sé hinsvegar ekki fyrir hendi.

Upplag: 4.000 eintök

Viljum við, stúdentar, brautskrást úr Háskóla Íslands með laka prófgráðu þar sem niðurskurður bitnar á gæðum kennslu? Nú er það á okkar höndum að mótmæla og krefjast þess að laun stundakennara verði hækkuð, ekki einungis stundakennarana vegna heldur sérstaklega fyrir okkur sjálf.

Innihald blaðsins

Sólrún H. Þrastardóttir Ritstjóri

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands

6

Fyrrum formenn Stúdentaráðs

10 – 11

Viðtal við Bigga Veiru í Gusgus

14 – 15

Að byggja eða byggja ekki mosku?

20 – 21

Vísindaferðameistarar háskólans 22 Tískan í háskólanum 28 English Summary 30

Fólkið á bakvið blaðið Alexander Jean Edvard le Sage de Fontenay

Aron Björn Kristinsson

Fjóla Helgadóttir

Blaðamaður

Blaðamaður

aronbjk@gmail. com

fjola83@hotmail. com

Hallveig Ólafsdóttir

Haukur Hólmsteinsson

Jónína Herdís Ólafsdóttir

Blaðamaður

Blaðamaður

Blaðamaður

hao13@hi.is

haukur11@ gmail.com

Jonina109@ gmail.com

Thelma Lind Steingrímsdóttir

Erla Gísladóttir

Stefán Rafn Sigurbjörnsson

Blaðamaður alexjean1991@ gmail.com

Blaðamaður tls1@hi.is

Helstu samstarfsaðilar Stúdentaráðs

Ljósmyndari og blaðamaður www.erlagisla. com

Hönnun og umbrot stebbirafn@ gmail.com


Fjölmenni á Háskóladeginum Háskóladagurinn var haldinn 18.febrúar síðastliðinn. Opið hús var í Háskóla Íslands þar sem kynntar voru nærri 400 námsleiðir í bæði grunn- og framhaldsnámi skólans. Um fimm þúsund manns lögðu leið sína á háskólasvæðið á Háskóladeginum. Aldrei hafa fleiri heimsótt skólann á þessum degi. „Dagurinn var mjög áhugaverður. Mikið var í boði hjá hverri deild og það var spiluð lifandi tónlist á Háskólatorgi sem lífgaði upp

Vaka sigrar í Stúdentaráðskosningunum

á daginn. Það var ótrúlega mikið af fólki sem dreifðist vel um háskólasvæðið,“ segir Sara Sigurðardóttir, formaður Stúdentaráðs. Sprengjugengi Háskóla Íslands var með árlega vísindasýningu í Háskólabíói sem vakti mikla lukku meðal gesta. Einnig var Vísindasmiðja Háskóla Íslands formlega opnuð í Háskólabíói þennan dag.

Kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs fóru fram dagana 1. - 2. febrúar. Fylkingarnar Vaka og Röskva voru einu framboðin að þessu sinni. Vaka hlaut fleiri atkvæði til Stúdentaráðs, alls 2.499 atkvæði en Röskva hlaut 1.975 atkvæði. Til háskólaráðs hlaut Vaka einnig fleiri atkvæði eða 2.056 atkvæði á móti 1.763 atkvæðum hjá Röskvu. Auðir og ógildir seðlar voru 333 talsins. Á kjörskrá voru 15.203 nemar og af þeim nýttu 4.806 kosningaréttinn. Er þetta fjórða árið í röð sem Vaka hlýtur flest atkvæði og því fjórða árið í röð sem Vökuliði situr í formannsstólnum. Nú er það Vestmannaeyingurinn Sara Sigurðardóttir sem gegnir formannsstarfinu.

Tæplega 500 brautskráðust Hátt í 500 kandídatar brautskráðust frá Háskóla Íslands laugardaginn 25. Febrúar 2012. Alls tóku 484 kandídatar með 487 próf við prófskírteinum við athöfnina. Þrír kandídatar útskrifuðust með tvö próf. Flestir útskrifuðust úr grunnnámi, 273 kandídatar, þá útskrifuðust 170 kandídatar úr meistarnámi og 44 úr viðbótarnámi á framhaldsstigi. Flestir útskrifuðust af félagsvísindasviði eða 207 kandídatar. Þá útskrifuðust 53 kandídatar af heilbrigðisvísindasviði, 92 af hugvísindasviði, 54 af menntavísindasviði og 84 af verkfræði- og náttúruvísindasviði. Rúm 100 ár eru síðan fyrstu nemendurnir hófu nám í Háskóla Íslands og frá þeim tíma hafa á fimmta tug þúsund nemenda tekið við prófskírteinum frá skólanum.

Ræða rektors Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, hélt ræðu við brautskráningu. Í máli sínu sagði Kristín að ný sprotafyrirtæki, byggð á rannsóknarverkefnum kennara og stúdenta við Háskóla Íslands, hafi skapað 150 ný störf eftir efnahagsgrunið. Veltuna sagði

hún vera á annað milljarð króna. Rakti Kristín dæmi um rannsóknarverkefni kennara og stúdenta sem leitt hafa til hagnýtingar. Þar á meðal nefndi hún rannsóknarverkefni er varðaði greiningu og meðferð augnsjúkdóma og baráttu við blindu. Einnig ræddi hún um nanótækni við lyfjagjöf í augu sem gerir kleift að nýta augndropa í stað þess að þurfa að stinga nál í augað. Bæði fyrrgreindra verkefna hafa hlotið einkaleyfi. Í ræðu sinni dáðist Kristín einnig að dugnaði stúdenta í námi og rannsóknum, sköpunarkrafti þeirra, félagslegum þroska þeirra og tæknikunnáttu sem og hæfileikum þeirra á sviði íþrótta og lista. Kristín var stórorði við ræðulok og sagði „þið hafið allt til brunns að bera til að takast á við þau ögrandi verkefni sem bíða úrlausnar. Þið hafið allt til brunns að bera til að láta gott af ykkur leiða og breyta heiminum. Gangi ykkur vel í því verki.“

Ritlistarnemar gefa út bókina III

Ritlistarnemar á BA-stigi við Háskóla Ísland gáfu út sína þriðju bók í janúar og ber hún nafnið III. Bókin er jafnframt sú síðasta sem kemur út frá BA-nemum , því námið er nú eingöngu kennt á meistarastigi. Fyrri bækur ritlistarnema nefnast „Hestar eru tvö ár að gleyma“ og „Beðið eftir Sigurði“ og hafa báðar bækurnar hlotið góðar viðtökur. Alls komur 23 höfundar að bókinni III og hefur hún að geyma ýmist smásögur eða ljóð en einnig má þar finna eitt stuttmyndarhandrit. „Bókin lýsir í raun vel hvernig námið hefur verið. Áherslan hefur bæði verið á skrif smásagna og ljóða og í einum áfanga var okkur kennt að skrifa kvikmyndahandrit. Efni bókarinnar er fjölbreytt en mest er um smásögur,“ segir Trausti Dagson, einn höfundur og umbrotsmaður bókarinnar.

bókanna tveggja til að kosta prentunina. „Háskólaprent prentaði bækurnar fyrir okkur og þeir gáfu okkur mjög góðan prís,“ segir Trausti.

Aðspurður um fjármögnun útgáfunnar segir Trausti að ekki hafi komið til styrkja heldur hafi nemendafélag ritlistarnema, Ritvélin, notað hagnað af útgáfum fyrri

Háskólanemar ættu ekki að eiga í vandræðum með að njóta góðs af ritlistarhæfileikum ritlistarnema því bókin er til sölu í Bóksölu stúdenta.

4

Ágóða bókarinnar er ætlað að nýta í styrki til ungra rithöfunda og ritlistarmanna. „Ritlistarmenn, eins og við köllum þá, eru þeir aðilar sem hafa orðið til í ritlistarnáminu. Það verða ekki allir sjálfkrafa rithöfundar en flestir eru að gera eitthvað skapandi í tengslum við ritsmíðar og við ætlum að gefa þeim tækifæri til að sækja um styrk til útgáfumála eða textasköpunnar. Margir halda eflaust að nemendafélag eyði sínum peningum í áfengi en þessi peningur fer í að styrkja gott málefni,“ segir Trausti.


Sérkjör fyrir stúdenta HÍ

ELDSNEYTI Á BETRA VERÐI Nemendum Háskóla Íslands bjóðast sérkjör á viðskiptum við N1, 5 kr. afsláttur af eldsneytislítranum auk sérstakra afsláttarkjara á hjólbörðum, hjólbarða- og smurþjónustu, rekstrarvörum og mörgu fleiru.

F í t o n / S Í A

Sæktu um N1 kort á n1.is, skráðu hópanúmer stúdenta 505 og byrjaðu að spara!

Kynntu þér málið og sæktu um kort á n1.is

Meira í leiðinni


Forsetinn verðlaunar áhættureikni fyrir aldraða Haukur Hólmsteinsson

Heimsótti Bessastaði

Á

Þann 14. febrúar síðastliðinn veitti Ólafur Ragnar Grímsson Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2012. Vilhjálmur Steingrímsson, læknanemi, hlaut þau verðlaun fyrir verkefnið Áhættureiknir fyrir hjarta- og kransæðasjúkdóma hjá öldruðum.

ári hverju frá 1996 hafa verið veitt Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands til námsmanna sem hafa unnið framúrskarandi störf við úrlausn verkefna sem styrkt voru af Nýsköpunarsjóði námsmanna sumarið áður. Forseti Íslands sér um afhendingu verðlaunanna ár hvert. Læknaneminn Vilhjálmur Steingrímsson hlaut verðlaunin í ár fyrir verkefnið Áhættureiknir fyrir hjarta- og kransæðaskjúkdóma hjá öldruðum. Það voru Samtök iðnaðarins sem gáfu verðlaunin í ár, en verðlaunagripurinn, Hnallur, er unninn úr endurunnu efni af þeim Daníel Hirti Sigmundssyni og Lindu Mjöll Stefánsdóttur, sem saman mynda lista- og hönnunarteymið Krukka. Auk þess fengu allir sem tilnefndir voru ljósmynd eftir ljósmyndarann Ara Sigvaldason. Blaðamaður spjallaði við Vilhjálm um áhættureikninn.

Mat á áhættu á hjartaáföllum Verkefni Vilhjálms gekk út á að útbúa tól sem aðstoðar við mat á áhættu á hjartaáföllum til skamms tíma hjá öldruðum og gefur þannig tækifæri til markvissra forvarna fyrir þann

aldurshóp. Slík tól eru ekki aðgengileg í Evrópu í dag. „Reiknirinn er í rauninni tól þar sem þú setur inn ýmsa þætti, bæði þessa klassísku t.d. blóðþrýsting, aldur, kyn og reykingar en einnig nýstárlegri þætti eins og göngupróf og röntgenmyndir. Þessar breytur eru settar inn í reikninn sem þá reiknar út líkurnar á kransæðasjúkdómi á næstu þremur, fjórum eða fimm árum. Áhættureiknirinn telst bráðabirgðaútgáfa þar sem eftir á að birta niðurstöðurnar í virtu tímariti, en stefnan er að gera það í sumar,“ segir Vilhjálmur.

Hugmyndin kviknaði í sumarstarfi „Ég fékk sumarstarf hjá Hjartavernd við gerð áhættureiknis sem myndi hjálpa til við að gera nákvæmara áhættumat á hjarta- og kransæðastíflu hjá öldruðum,“ segir Vilhjálmur um upphaf verkefnisins. Hann segir jafnframt að mönnum hafi verið ljóst í þó nokkurn tíma að þörf væri á áhættumati fyrir þennan aldurshóp, en nógu stór gagnasöfn hafi vantað. „Hjartavernd hefur unnið að rannsókn frá árinu 2002 sem heitir Öldrunarrannsókn Hjartaverndar þar sem safnað

L

augardaginn 25. febrúar síðastliðinn var málflutningskeppni Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, haldin í sjöunda sinn. Þrjú lið, alls skipuð fimmtán laganemum á 3. - 5. ári fluttu málin sín í dómssal Hæstaréttar. Í dómarasætum voru þrír hæstaréttardómarar, Hafsteinn Þór Hauksson lektor og Krístín Benediktsdóttir doktorsnemi. Fyrirkomulag keppninnar er á þann hátt að liðin fá mál sex vikum fyrir keppnisdag, skila inn stefnu og greinargerð og undirbúa svo málflutning. Sigurlið keppninnar í ár var í fyrsta sinn eingöngu skipað kvenkyns keppendum. Þær Anna Rut

Markvissari meðferðir Kransæðasjúkdómar eru ein helsta orsök alvarlegs heilsubrests hjá öldruðum og er kostnaður við lyf og þjónustu sem fylgir hjartaáföllum mikill. Áhættureiknirinn ætti því að koma vel að notum sem forspárgildi. „Heilsugæslan og læknar geta notað þetta tól til að meta hvort stefni í að einstaklingur þurfi mikla meðferð vegna kransæðasjúkdóma og hvort grípa eigi til forvarna. Í framtíðinni geta þessar niðurstöður stuðlað að því að meðferðir verði markvissari sem og lyfjagjöf og forvarnir hjá þessum aldurshópi,“ segir Vilhjálmur.

Mynd: Magnea Ólafs

Fyrsta kvenkyns sigurliðið

hefur verið ýmsum upplýsingum um 5.700 einstaklinga á aldrinum 65-95 ára,“ segir Vilhjálmur. Með þessi gögn í höndunum sá Hjartavernd tækifæri til að gera áhættumatið að raunveruleika og stakk þá Vilhjálmur upp á því að sækja um styrk hjá Nýsköpunarsjóði námsmanna og vann að útfærslu verkefnisins eftir úthlutunina undir leiðbeiningu Thors Aspelund og Vilmundar Guðnasonar hjá Hjartavernd.

Kristjánsdóttir, Ásgerður Snævarr, Elín Hrefna Ólafsdóttir, Gabriella Unnur Ástudóttir Kristjánsdóttir og Steinunn Guðmundsdóttir skipuðu stórkostlegt kvenkyns sigurlið þetta árið. Málflutningsmaður keppninnar í ár var Fannar Freyr Ívarsson, meistaranemi. Blaðamaður spjallaði við Gabriellu Unni, sem sagði það mjög góða tilfinningu að hafa sigrað keppnina. „Við vorum mjög sáttar, sérstaklega í ljósi þess að við náðum því afreki að vera fyrsta kvennaliðið til að sigra. Öll liðin voru mjög sterk og við bjuggumst ekki beint við því að vinna en við

6

stefndum að sjálfsögðu að sigri,“ segir Gabriella Unnur. Aðspurð segir Gabriella ekki telja það skipta máli að liðið hafi eingöngu verið skipað stelpum. Dómurinn var skipaður tveimur konum og þremur körlum sem öll eru mjög fagleg í sínu starfi. „Sigurinn getur vonandi hvatt aðrar konur í lögfræði til að taka þátt í keppnum sem þessari og jafnvel gæti hann átt einhvern þátt í að breyta lögfræðinni úr staðlaðri karlastétt. Við sjáum til hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Gabriella Unnur að lokum. Stúdentablaðið óskar stelpunum til hamingju með árangurinn.


7


Ertu skarpari en háskólanemi? Haukur Hólmsteinsson

Atti nemanda og kennara saman í spurningakeppni

Blaðamaður fékk til liðs við sig einn kennara, Björn Þorsteinsson doktor í heimspeki, og einn nemanda, lögfræðinemann Brynhildi Bolladóttur, til að keppa í þverfaglegri spurningakeppni. Spurningarnar byggjast á grunnþekkingu námsefnis úr ýmsum deildum háskólans. Spurningarnar komu frá nemendum deildanna. Þá er það stóra spurningin, er Björn skarpari en háskólanemi?

Spurningar 1. Hver er hámarksrefsing á Íslandi?

2. Hver er höfundur frummyndakenningarinnar? 3. Hvenær er fólk með háþrýsting? 4. Hvar er markaðurinn í jafnvægi? 5. Af hvaða stofni er svínaflensan svokallaða? 6. Er búið að viðurkenna landrekskenninguna?

Björn Þorsteinsson, doktor í heimspeki: 1. 18.ár.

2. Platon. 3. Hef ekki hugmynd þegar það er yfir 150/100? 4. Í fullkomnu samfélagi. 5. Pass.

7. Hvað merkir onomatopoeia? 8. Á hvaða öld klofnaði kirkjan í rómverskkaþólsku og grísk-kaþólsku kirkjuna? 9. Hver eru algengustu fyrstu tvö orðin sem notuð er í uppfyllingatexta þegar verið er að hanna vefsíður? 10. Hver er almennt talinn hugmyndasmiður þrískiptingu ríkisvaldsins? 11. Hver er höfuðborg Cataloniu héraðs? 12. Hvaðan kemur ‘iso’ úr iso-stöðlunum? 13. Hver leikstýrði kvikmyndinni “Yojimbo” frá árinu 1961?

6. Já. 7. Já, ég held það heiti hljóðlíking - að orð endurspegli hljóðið sem því er ætlað að lýsa. 8. 5.öld? 9. Lorem ipsum. 10. Montesquieu. 11. Barcelona. 12. Internatinal standard organization. 13. Francois Truffaut. 14. Handarbakinu? 15. Liberté, Égalité, Fraternité.

7 rétt svör

Brynhildur Bolladóttir, lögfræðinemi: 1. Ævilangt fangelsi.

2. Newton neei. Ég veit ekki, ég segi bara hann. 3. Efri mörk eru 150 neðri eru 80. 4. Þegar að framboð og eftirspurn eru í jafnvægi. 5. H1N1.

14. Hvar í líkamanum er húðin þynnst?

6. Já.

15. Hver eru einkunnarorð Frakklands?

7. Ekki hugmynd.

Hér mega kennarar og nemendur sætta sig við fenginn hlut, niðurstaðan er jafntefli. Af þessu eina dæmi er því hægt að gefa sér að ekki sé mikill munur á almennri þekkingu háskólanema og kennara. Þó tel ég að við getum öll verið sammála um það að það þurfi mun stærra þýði til að niðurstaðan teljist marktæk. Rétt svör

8. Á 11. öld

1. Lífstíðarfangelsi

9. Lorem ipsum

2. Platon

10. Montesquieu

3. Þegar það er yfir 140/85

11. Barcelona

4. Þar sem framboð mætir eftirspurn

12. Gríska orðið isos, sem þýðir jafn

5. H1N1

13. Akira Kurosawa

6. Já

14. Augnlokunum

7. Orð sem hljómar eins og orðið sem það lýsir

15. Liberté, Égalité, Fraternité

8

8. 13.öld? 9. Write something. 10. Montisquieu. 11. Barcelona. 12. Ég veit það ekki. 13. Yojimbo. 14. Nefinu? 15. Ég ætla að segja frelsi, jafnrétti og bræðralag. Er það ekki? Jú ég segi það bara.

7 rétt svör


Formannsskipti hjá Stúdentaráði Sólrún H. Þrastardóttir Yfirheyrði fyrrverandi og núverandi formann

Formannsskipti áttu sér stað hjá Stúdentaráði Háskóla Íslands þann 13. febrúar 2012. Sara Sigurðardóttir, oddviti Vöku, er nýr formaður og tók við störfum af Lilju Dögg Jónsdóttur. Blaðamaður fræddist um nýjan og fráfarandi formann.

Lilja Dögg Jónsdóttir, formaður Stúdentaráðs 2011-2012.

Sara Sigurðardóttir, formaður Stúdentaráðs 2012-2013

Hvað er eftirminnilegast á starfsári þínu sem formaður Stúdentaráðs? Eftirminnilegast er kvöldverðarboð á Bessastöðum þegar mér var boðið að koma að borða með Kofi Annan, fyrrverandi aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Hann var hérna í tilefni hátíðarmálþings háskólans á aldarafmæli skólans. Þar sat ég til borðs með Kofi Annan, hluta ríkisstjórnar og yfirstjórn háskólans. Þetta var eitthvað sem ég bjóst ekki við að gera á ævinni.

Hver er Sara? Sara er 23 ára stelpa sem leggur stund á grunnnám í stjórnmálafræði með hagfræði sem aukagrein. Ég er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og það að vera utanbæjarmanneskja hefur gert mikið fyrir mig. Ég upplifði lífið í raun upp á nýtt þegar ég flutti til Reykjavíkur og fór í háskólann. Það hefur mótað mig mjög mikið á síðustu þremur árum, varðandi mína framtíð, mín áhugamál og mínar áherslur í lífinu. Það að fá að koma að hagsmunabaráttu stúdenta á hug minn allan þessa dagana.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur áorkað í starfinu á starfsárinu? Margt merkilegt en skemmtilegast finnst mér samþykkt á byggingu Stúdentakjallarans við byggingu Háskólatorgs. Það þýðir fleiri borð og bar á háskólasvæðinu sem að er einstaklega skemmtilegt. Síðan eru alls konar stórmál sem er ótrúlega gaman að hafa komið að eins og hækkun grunnframfærslu á námslánum frá LÍN og mikil fjölgun á íbúðarbyggingum fyrir námsmenn. Hvers áttu eftir að sakna mest eftir að þú hættir störfum? Félagsskaparins á skrifstofunni. Það er búið að vera mjög gaman í vinnunni allt árið. Þetta er búin að vera afar fjölbreytt vinna og skemmtilegur starfshópur. Ég held að slíkt fái maður ekki hvar sem er. Hvernig lýst þér á nýjan formann? Mér lýst rosalega vel á nýjan formann. Við Sara erum búnar að starfa mikið saman á starfsárinu. Við erum úr sömu fylkingunni og reynslan af Söru á starfsárinu hefur verið sú að hún vinnur skipulega og kemur því sem hún ætlar að gera í verk. Hún á auðvelt með að vinna með fólki og ég veit að hún mun standa sig frábærlega.

Lilja og Sara hafa unnið mikið saman síðasta árið í þágu hagsmuna stúdenta en hversu vel þekkjast þær í raun og veru?

Af hverju sóttist þú eftir því að verða formaður? Ég sóttist í raun eftir því að verða oddviti Vöku sem í kjölfarið leiddi af sér formannsembættið, ég var í raun ákveðin í að bjóða mig fram í þá stöðu óháð því hvort við myndum vinna eða tapa. Ég hef mikinn áhuga á því að leiða starf Stúdentaráðs því ég hef trú á því að við getum gert mjög mikið sem heild. Með öflugri forystu og virkri skrifstofu gerist meira en ella og mun meira en ég átti von á þegar ég byrjaði í þessari hagsmunabaráttu. Hvernig hófst þú feril þinn í hagsmunabaráttu stúdenta? Hann hófst þegar ég var komin á annað ár í háskólanum. Ég var búin að fylgjast mjög lengi með Vöku enda hef ég lengi þekkt fólk sem hefur tekið þátt í starfi Vöku. Þegar tækifæri bauðst og mér fannst ég tilbúin til að taka þátt í starfinu þá stökk ég á það. Ég valdi Vöku af áhuga fyrir málefnum og sýn fylkingarinnar á Stúdentaráði. Hvað er það skemmtilegasata sem þú hefur upplifað í Vöku? Sigrarnir! Þegar maður finnur að það sem maður gerir og er að beita sér fyrir ber árangur. Svo er mikil ánægja í því að fá að starfa með svo skemmtilegu og duglegu fólki eins og Vökuliðum við að gera það sem við höfum áhuga á og gera það vel. Hver verða helstu baráttumál á komandi starfsári? Helsta baráttumál verður líklegast að mótmæla frekari niðurskurði og krefjast fjármagns inn í háskólann. Það er búið að skera niður í deildunum inn að beini eins og forseti heilbrigðisvísindasviðs orðaði svo skemmtilega á nýlegum fundi. Það þarf að passa að það verði ekki tekið of mikið frá háskólanum þar sem mannauðurinn er það sem byggir landið og það þarf að hlúa sérstaklega að honum. Svo þarf að sjálfsögðu að halda áfram að pressa á að nýja frumvarpið að lögum LÍN verði samþykkt en það felur í sér að hluti námslánanna verði felldur niður ef stúdent lýkur námi á réttum tíma. Einnig tel ég mikilvægt að halda áfram að beita sér í kennslumálum, t.d. það að fá í gegn rafræna kennslu og nýta þá peninga aldarafmælissjóðsins til að auka gæði kennslu, ekki einungis til rannsóknarstarfa.

Sara um Lilju

Lilja um Söru

Hvað finnst Lilju best í Hámu? Ég veit að hún fær sér heilhveitipastað þegar hún veit ekki hvað hún á að borða. Held að henni finnist skyrkakan best og allt gúmmelaði því hún er sælgætisgrís. Rétt svar er foccasia með mozarella osti en oftast borðar hún heilhveitipasta. à ½ stig.

Hvað finnst Söru best í Hámu? Þríhyrningurinn. Hún borðar hann allavega oftast hvort sem henni finnst hann bestur eða ekki. Rétt svar er lasagne af heita matnum en af venjulega úrvalinu er það smoothie með jarðaberjum og piparmyntu. Oftast borðar hún þríhyrninginn. à ½ stig. Hver er uppáhalds hljómsveit Söru? Örugglega einhver mjög Vestmannaeyjatengd hljómsveit, einhver sem komið hefur á Þjóðhátíð. Rétt svar er óvíst. „Queen, nei Muse, nei Hljómar. Veit það ekki.“ à 0 stig.

Hver er uppáhalds hljómsveit Lilju? Bítlarnir. Það er rétt svar. à 1 stig. Eftirlætisnammi Lilju? Ég ætla að giska á súkkulaði. Rétt svar er appelsínuhlaup og appelsínusúkkulaði. Að hluta til rétt hjá Söru. à ½ stig.

Eftirlætis nammi Söru? Ég ætla að skjóta á Þrist. Rétt svar er allt súkkulaði svo Lilja er í réttri deild. à ½ stig. Afmælisdagur Söru? 4. nóvember. Það er rétt svar à 1 stig.

Afmælisdagur Lilju? 4. október. Það er rétt svar à 1 stig.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur Söru? Við deilum því að horfa á mjög ömurlegt sjónvarpsefni. Hún svarar örugglega einhverju „fancy“ eins og BBC fræðsluþættir en ég held það sé Gossip girl eða álíka. Rétt svar er Friends en hún minntist einnig á unglingaþættina. à ½ stig.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur Lilju? Hún er eins og ég. Við horfum á Vampire diaries, Grey‘s anatomy og Gossip girls. Rétt svar er Downton Abbey en hún viðurkennir þó að fylgjast með vandræðalega mörgum unglingaþáttum. à ½ rétt svar.

Lilja hlaut 2,5 stig af 5 mögulegum.

Sara hlaut 3,5 stig af 5 mögulegum og stendur því uppi sem sigurvegari.

9


Fyrrum formenn Stúdentaráðs Sólrún H. Þrastardóttir

Fletti sögubókum Stúdentaráðs

Stúdentaráð Háskóla Íslands er samráðsvettvangur stúdenta sem stofnaður var árið 1920. Það er skipað 20 stúdentum sem allir hafa tekið þá ágætu ákvörðun að reyna að bæta sinn hag og samstúdenta í leiðinni. Í gegnum árin hefur þótt eftirsóknarvert að gegna starfi formanns Stúdentaráðs. Ef litið er yfir farinn veg Stúdentaráðs má sjá að ýmsir þjóðþekktir einstaklingar hafa gegnt starfinu. Blaðamaður spjallaði við nokkra fyrrum formenn Stúdentaráðs. Rauf frið Alþingis

Össur Skarphéðinsson, formaður 1976 – 77 Fyrrum umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra og núverandi utanríkisráðherra , Össur Skarphéðinsson, var formaður Stúdentaráðs á skólaárinu 1976 – 77. Össur var í fylkingunni Verðandi.

Gengið undir fánum

Björn 1967

Stofnun FS helsta baráttumálið Björn Bjarnason, formaður 1967 – 68 Björn Bjarnason, fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lærði lögfræði í Háskóla Íslands og var virkur í stúdentapólitíkinni fyrir Vöku á þeim árum. Hann var varaformaður Stúdentaráðs 1966 – 67 og formaður þess 1967 – 68. „Helsta baráttumálið á þessum árum var að koma á laggirnar Félagsstofnun stúdenta og fengum við það samþykkt í lög árið 1968. Það skipti sköpum fyrir hagsmunabaráttu

Björn í dag stúdenta að koma þessu í gegn. Það var ríkur skilningur hjá ríkisstjórninni og þingmönnum varðandi málið þannig það gekk tiltölulega fljótt fyrir sig að fá þessi lög samþykkt. Annað meginefnið var að hefja byggingu Hjónagarða við Suðurgötu,“ segir Björn aðspurður um áherslumál hans tíma í Stúdentaráði. Stúdentaráð hafði aðstöðu í Aðalbyggingu á þessum árum en eftir að lögin voru samþykkt hófst bygging Stúdentaheimilisins og færðist starfsemin þá þangað. „Eftir að lögin voru samþykkt þá var loks hægt að byggja stúdentagarða, reka barnaheimili og annað slíkt,“ segir Björn og bætir því við að tíminn í Stúdentaráði hafi verið afar skemmtilegur.

„Þetta voru umbrotatímar, það var hart tekist á í stúdentapólitíkinni . Þá voru forystumenn andstæðra fylkinga annarsvegar ég, fyrir vinstri menn, og Kjartan Gunnarsson, fyrir hægri menn. Ég náði þeim merka áfanga þegar við höfðum einu sinni samþykkt að fara í kröfugöngu niður á þing að fá Kjartan til að ganga með mér í broddi fylkingar undir fánum. Við undir rauðum og hann undir íslenska fánanum. Þetta þótti mér stórkostlegt,“ segir Össur og minnist jafnframt á annan pólistískan andstæðing á þessum árum, Berglindi Ásgeirsdóttur. „Þarna var annar leiðtogi hægri manna sem mér þótti mjög erfitt að glíma við, Berglind Ásgeirsdóttir, sem er núna undirmaður minn sem öflugur sendiherra í París. Ég hef eiginlega aldrei komist í tæri við pólitískan andstæðing, eins og við vorum á þeim árum, sem mér fannst jafn erfitt að eiga í höggi við. Hún var efni í stórkostlega stjórnmálamann en kaus að fara aðra leið,“ segir Össur um Berglindi. Aðspurður um baráttumál svarar Össur að slegist hafi verið af mikilli hörku fyrir því að fá námslán á réttum tíma og hækka þau. „Á þessum tíma gerðist það oft að námslán komu ekki fyrr en um miðjan vetur þegar námsmenn heima og erlendis höfðu búið við sult og seiru. Þá var ekki jafnmikill aðgangur að lánum í bönkum eins og nú.“

Hunskastu heim!

Össur 1976

Össur í dag

Spurður um eftirminnileg atvik sem áttu sér stað í Stúdentaráði var Össur ekki lengi að svara. „Það sem er mér eftirminnilegast er atburður sem gerðist örfáum dögum eftir að ég varð formaður Stúdentaráðs. Þá var það samþykkt að ganga fylktu liði að Alþingi og fylla pallana og að nýr formaður Stúdentaráðs myndi halda þar ræðu. Við gengum fylktu liði, mörg hundruð stúdentar, og fylltum galleríið uppi. Svo settum stæðilegustu mennina í dyrnar og ég fór innst í galleríið og þar hélt ég mína fyrstu ræðu á Alþingi. Þrumandi ræðu gegn námslánastefnu ríkisstjórnarinnar sem þá var einmitt rædd. Forseti Alþingis, Ragnhildur Helgadóttir, sleit þegar í stað fundi þegar ræðan mín hófst og ég man alltaf að ég horfði niður í augu vinar föður míns, Gunnars Thoroddsen, síðar forsætisráðherra, sem brosti sínu

10

flauelsmjúka brosi og veifaði mér. Lögreglan reyndi að komast inn í þvöguna en stúdentar stóðu svo þétt að þeir komust ekki strax. Ég var svo tekinn af löggunni og átti að færa mig fyrir forseta þingsins en ég man alltaf þegar ég gekk auðmjúkur með löggunni og hann sagði „ég veit ekki afhverju ég er að fara með þig til forseta þingsins hún hefur ekkert vald yfir mér eða þér, hunskastu heim og gerðu þetta ekki aftur!“ og þá var mér sleppt,“ segir Össur og virðist muna atburðinn eins hann hafi gerst í gær.

Nímenningarnir Löngu seinna eða síðastliðinn vetur var atvik þetta rifjað upp í yfirheyrslum í málum gegn nímenningunum svokölluðum sem fór í mótmælum inn á Alþingi og rufu friðinn

Ég náði þeim merka áfanga þegar við höfðum einu sinni samþykkt að fara í kröfugöngu niður á þing að fá Kjartan til að ganga með mér í broddi fylkingar undir fánum. Við undir rauðum og hann undir íslenska fánanum. og voru kærð í kjölfarið. „Ég var kallaður til sem vitni verjanda þeirra og gekkst fúslega við því að núverandi utanríkisráðherra hefði sem formaður Stúdentráðs á sínum tíma rofið frið Alþingis og sömuleiðis hefði ég ekki verið kærður eða stungið í díflyssuna.“ Össur segir tímann í Stúdentaráði góðan og að hann hafi eignast marga að sínum bestu vinum þar, bæði á vinstri vængnum og einnig þeim hægri. „Þarna hitti ég Hannes Hólmstein í fyrsa skipti og við öttum kappi á mörgum stúdentafundum en hann komst aldrei í Stúdentaráð. Íhaldið hafði vit á því á þeim árum að hafa hann frekar í baklandinu fremur en að ögra umhverfinu með því að setja hann til forystu,“ segir Össur að lokum.


Sveinn 1988

Rakaði inn milljónum

Hjarta háskólans

Dagur B. Eggertsson, formaður 1994 – 95

„Svo vorum við með mikið baráttumál sem við kölluðum hjarta háskólans. Það vantaði miðlægan stað þar sem allir stúdentar gætu hist og borðað saman og kynnst innbirgðis. Það má eiginlega segja að Háskólatorg hafi 10 árum seinna uppfyllt þennan draum,“ segir Dagur og bendir á að oft taki tíma fyrir áherslu- og baráttumál í stúdentapólitíkinni að verða að veruleika. „Þegar maður lítur yfir sviðið einhverjum árum seinna þá hefur margt sem var í umræðunni á árum áður orðið að veruleika án þess að nokkur myndi hvert upphafið hafi verið.“

Læknirinn, fyrrum borgarstjórinn og núverandi formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar, Dagur B. Eggertsson, gengdi starfi formanns Stúdentaráðs fyrir Röskvu árin 1994 - 95. „Þetta var frekar mikill uppgangstími í stúdentabaráttunni. Við vorum að reyna að setja menntamál á dagskrá sem mikilvægt mál í samfélaginu almennt og við veittum athygli á því í aðdragana alþingiskosninga,“ segir Dagur um störf Stúdentaráðs á þeim tíma.

Á tali með Hemma Gunn Sveinn í dag

Tunglið úr osti? Sveinn Andri Sveinsson, formaður 1988-89 Stjörnulögfræðingurinn og fyrrum borgarfulltrúi Reykjavíkur, Sveinn Andri Sveinsson, gegndi ýmsum stöfum innan Vöku áður en leiðin lá í formannssætið. Á fyrra ári hans í Stúdentaráði var Vaka í minnihluta en á því síðara í meirihluta. Það var árin 1988-89 sem Sveinn Andri starfaði sem formaður Stúdentaráðs.

Vasaútgáfa landsmálapólitíkurinnar „Þegar ég byrjaði í stúdentapólitíkinni þá var ákveðinn vendipunktur í henni, Stúdentaráð hafði verið vasaútgáfa af landsmálapólitíkinni og í Stúdentaráði var verið að álykta um öll heimsins mál. Stúdentaráðsliðar töldu að heimsbyggðin léti sig varða hvað Stúdentaráð væri að álykta. Við keyrðum mjög mikið á því að taka pólitíkina út og að Stúdentaráð væri hagsmunabatterí. Það var tekist mjög hart á um þetta og vinstri mennirnir gáfu sig þegar fram liðu stundir,“ segir Sveinn Andri um áherslumál Stúdentaráðs á hans tíma. Á seinna ári Sveins Andra í Stúdentaráði var hans fylking, Vaka, í meirihluta og þá var verið að setja af stað mikil áform um byggingu á nýju Hjónagörðunum. „Það hafði verið stopp á byggingarframkvæmdum nokkuð lengi og þessu var ýtt af stað,“

segir Sveinn Andri. Einnig voru lánamálin í brennidepli á þessum tímum. „Það var komin vinstri stjórn sem hafði fagurgalað um lánamálin en voru síðan ekki að standa við það þegar þeir voru komnir í stjórn þannig við gerðum þeim lífið virkilega leitt í því málum,“ segir Sveinn Andri og bætir því við að einnig hafi verið innleitt mat á kennurum á þessum tímum.

Eitt helsta baráttumál ráðsins þessi ár var að opna Þjóðarbókhlöðuna. „Við stóðum fyrir söfnun fyrir tímaritum og bókum í þættinum Á tali með Hemma Gunn sem var vinsælasti sjónvarpsþáttur landsins með 85% áhorf. Þar rökuðum við inn 4050 milljónum á þávirði, sem er örugglega hátt í 200 milljónir á núvirði,“ segir Dagur um baráttumál Stúdentaráðs og bætir við að einnig knúði ráðið áfram breytingu á lánasjóðsmálum.

Skemmtilegasti tími lífsins

Leggja ólöglega Dagur segist bara eiga skemmtielgar minningar úr Stúdentaráði og rifjar upp eina eftirminnilega sögu. „Einn ónefndur samstarfsaðili minn í Stúdentaráði varð skyndilega mjög mikill áhugamaður um að tilkynna um bíla sem voru lagðir ólöglega. Nánar tiltekið þegar Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor, skyldi bílinn sinn eftir ólöglega beint fyrir utan gluggann á skrifstofu Stúdentaráðs við Hringbrautina þá hringdi þessi náungi alltaf til þess að láta draga hann. Hannes var í mjög góðu formi á þessum árum og er enn og ég held að hann hafi oftast náð að sveigja sér út í bíl og forða sér áður en þetta hafði meiriháttar afleiðingar,“ segir Dagur.

Sveinn Andri segir tímann í Stúdentaráði hafa verið alskemmtilegast tíma sem hann hafi lifað. „Það var mjög gaman þegar við vorum í minnihlutanum, þá var stjórnarmeirihluti félag vinstrisinna og umbótasinna. Þeir voru mjög slappir og við hengdum upp mynd af tungli í Vökuheimilinu og grínið var að ef vinstrimenn myndu ná árangri í lánamálum þá væri tunglið úr osti,“ segir Sveinn Andri. Þetta plagg var notað í kosningarbaráttunni árið eftir sem endaði með sigri Vöku. „Í kosningunum árið eftir tókum við skýrslu sem Securitas hafði gefið til Félagsstofnunar stúdenta þar sem gerð var sú athugasemd að unnið væri allan sólahringinn á skrifstofu Stúdentaráðs. Við tókum mynd af húsinu þegar öll ljós voru slökkt nema á skrifstofu Stúdentaráðs og úbúðum plagöt og hengdum um allan skólann þar sem vitnað var í kvót Securitas. Þetta sló í gegn og við unnum aftur kosningarnar,“ segir Sveinn Andri glaður í bragði.

Dagur árið 1994

Gáfu púsluspil Guðmundur Steingrímsson, formaður 1995 – 96 Heimspekingurinn og stofnandi stjórnmálaaflsins Bjartrar framtíðar, Guðmundur Steingrímsson, gengdi starfi formanns Stúdentaráðs skólaárið 1995 – 96 eins og fram kom í síðasta tölublaði Stúdentablaðsins. „Það var ferlega gaman og lærdómsríkt að vera formaður Stúdentaráðs. Þetta var árin 1995 - 96 og þá vorum við að glíma við smá

Dagur í dag kreppu og ekki til peningar. Til að vekja athygli á bágri stöðu háskólans fórum við í tvær herferðir. Við bjuggum til púsluspil af háskólanum fyrir alþingismenn til að púsla, sem þeir fengu í rúst. Síðan fórum við í dósasöfnun fyrir ríkissjóð til að geta haldið Bókhlöðunni opinni, henni var alltaf lokað í sparnaðarskyni. Þetta var nýtt og flott hús en stúdentar gátu ekki fengið afnot af því til að lesa fyrir próf. Þannig við leigðum gám og settum fyrir framan háskólann og þar var dósasöfnun. Það kom reyndar bara einn poki af dósum, restin var rusl. Fólk hélt örugglega að þetta væri ruslagámur,“ sagði Guðmundur í viðtalið við Stúdentablaðið í janúar.

Guðmundur í dag

Aðrir þekktir formenn Fleiri þekktir einstaklingar hafa gengt starfi formanns Stúdentaráðs og má þar nefna fyrrum utanríkisráðherran, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Hún var formaður Stúdentaráðs skólaárið 1977 – 78 og var hún í sömu fylgingu og Össur Skarphéðinsson, Verðandi. Þá var Steinunn Valdís Óskarsdóttir formaður Stúdentaráðs skólaárið 1991 – 92. Steinunn hefur setið

á þingi auk þess var hún 3. varaforseti Alþingis. Ellert B. Schram, fyrrum alþingismaður, gegndi starfi formanns Stúdentaráðs árin 1963 – 64 og Birgir Ísleifur Gunnarsson, fyrrum alþingismaður, gegndi starfinu árin 1957 – 58. Það hafa því margir merkir menn hafið feril sinn í Stúdentaráði og spennandi að sjá hvort formenn síðustu ára muni gera það gott í framtíðinni.

11

Guðmundur árið 1994


Bygging nýrra stúdentagarða hafin

3. Rarely falls far from the apple tree

9. Child grows and breeches, not

4. Rarely is only one single

10. What is their fate

5. Better an empty space but poorly ordered

11. Long can hurt worse

6. Often is bad for women of terrace

12. End was intially see

12

6.Oft stendur illt af kvenna hjali

8. Oar teaches evil rational

5.Betra er tómt rúm en illa skipað

2. Many are doctors, although it is small

12.Endirinn skyldi í upphafi skoða

7. The children varied thrive best

4.Sjaldan fellur ein báran stök

1. Many of the coin monkey

11.Lengi getur vont versnað

Íslenskum málsháttum var smellt í Google translate og útkoman var vægast sagt sprenghlægileg. Getur þú fundið út hver málshátturinn er?

10.Hver er sinnar gæfu smiður

Þekkir þú málsháttinn?

Páll Hjaltason og Lilja Dögg Jónsdóttir hófu byggingu nýrra stúdentagarða.

3.Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni

Háskólanemum hefur fjölgað mikið undanfarin ár og hefur þörfin á húsnæði á háskólasvæðinu aukist í takt við fjölgunina. Leigueiningar á stúdentagörðum FS eru um 800 talsins og hýsa um 1.500 manns, þ.e. stúdentar við Háskóla Íslands og fjölskyldur þeirra. Talið er að FS þurfi að eiga húsnæði fyrir 15% stúdenta við Háskóla Íslands eða rúmlega 2.000 íbúðir til að uppfylla þarfir næstu ára. Með byggingu nýju garðanna verða leigueiningar um 1.100 talsins og er því enn langt í land að uppfylla kröfunar. Reykjavíkurborg er skuldbundin til láta Félagsstofnun stúdenta í té lóð undir 200 íbúðir til viðbótar. ����������������������������������� Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi FS, segir leigumarkaðinn á Íslandi ekki bjóða upp

9.Barnið vex en brókin ekki

Nýju stúdentagarðarnir verða staðsettir við Sæmundargötu á Vísindagarðareit þar sem áður voru malarbílastæði. Markmið Vísindagarða verður að efla samstarf milli atvinnulífs, rannsóknarstofnana og háskólans. Byggð verða fjögur hús með 297 íbúðum fyrir pör og einstaklinga, eða um 12.000 fermetrar. Framkvæmdirnar eru stærstu byggingaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2008. Reiknað er með að um þrjú hundruð ársverk muni skapast í kringum framkvæmdirnar og áætlað er að kostnaður við verkið verði um þrír milljarðar króna. Gert er ráð fyrir að fyrri áfanga verksins ljúki í lok júlí 2013 og að framkvæmdinni ljúki að fullu í árslok 2013.

2.Margur er knár þótt hann sé smár,

Þörf á fleiri lóðum

8.Árinni kennir illur ræðari

Stærsta byggingaframkvæmd frá 2008

Þann 30. desember 2011 voru opnuð tilboð í stúdentagarðana og að undangengnu forvali voru fjórir aðilar valdir til að taka þátt í alútboði. Hornsteinar arkitektar og Sveinbjörn Sigurðsson ehf. áttu vinningstillöguna og munu þau fyrirtæki sjá um byggingu og hönnun. Ein af meginkröfunum sem Félagsstofnun stúdenta og borgaryfirvöld lögðu fram í hönnunarsamkeppninni var að húsin yrðu ólík að yfirbragði til að skapa fjölbreytni og myndu falla vel að umhverfinu. „Mikið tillit var tekið til umhverfisins og nágrannabyggðar við hönnunina enda um áberandi stað að ræða í hjarta borgarinnar,“ segir í fréttatilkynningu Félagstofunar stúdenta.

á margar hagkvæmar og hentugar leigueiningar sem henta stúdentum og því sé mikilvægt að FS fái að halda áfram að byggja. „Eftirspurn eftir húsnæði á görðum er mikil og mikilvægt að uppbygging haldi áfram, sérstaklega þegar ástand á húsnæðismarkaði er ótryggt.“ Í dag eru um 450 stúdentar á biðlista eftir húsnæði hjá FS og voru þeir 600 í haust að úthlutun lokinni. Þó svo nýju garðanir nái ekki útrýma biðlistum þá munu þeir augljóslega grynnka þá og garðarnir því kærkomnir fyrir stúdenta Háskóla Íslands.

1. Margur verður af aurum api

Húsin verða ólík

7.Á misjöfnu þrífast börnin best

F

ramkvæmdir við byggingu nýrra stúdentagarða Félagsstofnunar stúdenta (FS) hófust formlega föstudaginn 17.febrúar síðastliðinn. Rúm fjögur ár eru síðan undirbúningsvinna hófst varðandi nýju garðanna og dagurinn því langþráður að sögn Rebekku Sigurðardóttur, upplýsingarfulltrúa FS. Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, og Lilja Dögg Jónsdóttir, fyrrum formaður Stúdentaráðs, tóku höndum saman og hófu framkvæmdirnar þegar þau sturtuðu fyrsta hlassinu af vörubílspalli. „Þetta var mjög spennandi en á sama tíma óhugnanlegt. Ég hélt að ég myndi velta bílnum,“ segir Lilja Dögg um reynslu sína af bílstjórasætinu í vörubílnum.

Svör

Sólrún H. Þrastardóttir

Fylgdist með fyrstu skóflustunginni

Formleg framkvæmd á byggingu stúdentagarða hófst 17. febrúar. Gert er ráð fyrir því að framkvæmdum ljúki í árslok 2013.


Þjónusta fyrir stúdenta við HÍ Háskólatorgi, 3. hæð Sæmundargötu 4 Sími 570 0700 fs@fs.is www.fs.is


Hagfræðin, Nasa og dægurtónlistargróskan Alexander Jean Edvard le Sage de Fontenay

É

Tók Bigga veiru á tali

g hef alltaf haft áhuga á mörgu öðru en tónlist,“ segir Birgir aðspurður um tónlistaráhugann. „En tónlistin hefur alltaf verið mér mjög mikilvæg tilfinningaleg útrás. Ég held að það sé gott fyrir flesta að geta verið skapandi.“ Það er rétt – tónlistarmaður þessi hefur verið að grúska í miklu í gegnum tíðina. Fyrir utan það að hafa unnið með ýmsum í tónlist og þeytt skífum á skemmtistöðum landsins hefur hann lagt stund á nám við Háskóla Íslands, unnið sem tölvunarfræðingur í fjölda ára og svo er hann fjölskyldumaður. Það sem hann er þekktur fyrir er hljómsveitin Gusgus og hefur hún átt hug hans og hjarta. Hann hefur fylgt henni frá upphafi og komið að gerð allra platna sveitarinnar.

Afhverju Veira? Veirunafnið hefur fylgt Birgi í fjölda

Með meira en tuttugu ár af tónlistargerð að baki er allt á fullu hjá Birgi Þórarinssyni sem er einnig þekktur sem Biggi Veira í Gusgus. Blaðamaður Stúdentablaðsins tók hann tali og ræddi við hann um tónlistina, háskólann, vinnuna og samfélagið í heild.

ára. Þegar Birgir var spurður út í ástæðu nafngiftingarinnar sagði hann að hún hafi komið til um það leyti sem hann kláraði menntaskólann og var við sumarvinnu í malbikinu uppá Keflavíkurflugvelli. „Ætli það sé ekki út af því að ég virka nokkuð tjúnaður og kreisí á marga,“ segir Birgir en lætur fylgja að hann sé samt ósköp rólegur einstaklingur flestum stundum. Það sé þó eitthvað í hans samskiptum við fólk sem ýti undir nafnið.

Menntamaðurinn Árið 1988 að loknu námi við Menntaskólann við Sund skráði Birgir sig í efnafræði í Háskóla Íslands. Eftir að hafa áttað sig á því að áhugasvið hans lá annarsstaðar skipti hann yfir í tölvunarfræði. Þegar hann útskrifaðist úr tölvunarfræðinni byrjaði hann að vinna hjá Reiknistofu Bankanna, síðan hjá Oz og seinna hjá Íslandsbanka. Það var síðan nýlega sem Birgir ákvað að söðla um og hefja nám í

hagfræði á meistarasigi. Hann hefur alltaf haft áhuga á hagfræði og stefnir á að klára námið næsta vetur.

tölvuna 1982,“ segir Birgir sem grunaði ekki á þeim árum að hann myndi læra tölvunarfræði.

Birgi finnst mikilvægara að ná efni hvers kúrs vel og gera hlutina almennilega frekar en að drífa sig með þá. Hann valdi því að vera í hálfu námi meðfram skyldum í tónlistinni. Hann segist ekki eyða ekki miklum tíma á Háskólatorgi. „Ég kem stundum þangað þegar ég er í hópavinnu á kvöldin,“ segir hann og bætir við að honum finnist háskólasvæðið hafa tekið miklum jákvæðum framförum síðan hann hóf göngu sína við skólann.

„Þegar ég geri tónlist finnst mér ég ekki vera búinn að finna eitthvað gott fyrr en ég fæ gæsahúð eða tárast,“ segir Birgir. „Það er minn mælikvarði á góða tónlist.“

Sveifluhreyfingar og gæsahúð „Ég hafði verið í eitthverju tölvugrúski,“ svarar Birgir aðspurður afhverju hann kaus að semja tónlist í tölvu. „Fyrstu tónlistina mína gerði ég t.d. á forriti sem ég gerði sjálfur fyrir Amstrad CPC og ég var einn af þeim fyrstu sem fékk mér ZX Spectrum

14

Birgir sér ákveðnar tengingar á milli hagfræðinnar og tónlistarinnar. Þegar lög eru sett upp eru þau byggð ákveðnum sveifluhreyfingum sem stigmagnast þar til ójafnvægi skapast og tekur þá við hrun og enduruppbygging. Bæði fyrirbrigðin eru þróunarfræðileg fyrirbrigi í eðli sínu eins og mannfólkið sjálft og samfélagið. Honum finnst áhugaverðast þegar tónlist er nýtt til þess að tæta upp í tilfinningalífi fólks, tónlist sem er byggð á hjali og lognmollu leiðist honum.


Birgir segist sjálfur þess vegna gera „[…] svona líkamlega-melankólíska-ris og hruntónlist…“ til þess að reyna að ná valdi yfir áhlustendunum og sveifla þeim öfganna á milli. „Ég hlusta samt á allskonar tónlist, ef það er gott lag, þá er það gott lag,“ segir Birgir og minnist á það að hann hafi haft áhuga á mörgu innan danstónlistarinnar.

T-World og þunglyndislög Um 1986 varð house tónlistarstefnan mjög vinsæl erlendis. Hún kom til Íslands ögn síðar í gegnum rave tónlistarstefnuna sem var nokkuð stór samkvæmt Birgi. „Það var ekki fyrr en 1990-92 sem þessi tónlist kom sterkt inn í hérna heima,“ segir Birgir. Hann hafði stofnað hljómsveitina T-World árið 1988 með Begga vini sínum. Þar sagðist hann hafa verið „að gera eitthvað Nick Cave/Marc Almond skotið þunglyndis-

platan kom út á Íslandi haustið 1995. Það var óvíst hvort þessu samstarfi yrði haldið áfram en síðar um veturinn gerði breska útgáfufyrirtækið 4AD, Gusgus tilboð um útgáfusamning. Sveitin gaf út þrjár plötur hjá 4AD. Sveitin hélst nokkuð óbreytt þar til ársins 2000 þegar uppúr slitnaði. „Þetta hefur bara verið þannig, fólk er í Gusgus á meðan það nennir því og svo gerist eitthvað annað,“ segir Birgir sem var árið 2000 ásamt Stephan Stephensen einu meðlimir GusGus. Magnús Guðmundsson kom aftur

Vinsældarpoppið óspennandi Bigga finnst mjög áhugavert að fylgjast með íslensku tónlistarlífi í dag. Honum finnst krútt tímabilið hafa skilað aukinni mannlegri tilfinningu inn í íslenska popp tónlist. „Mér finnst hún vera meira leitandi að sterkri mannlegri taug og það er krúttinu að þakka og kannski kreppunni einnig,“ segir hann. Honum finnst gróskan í dag mjög mikil, eins og það sé ákveðið tónlistarstefnulegt tómarúm í gangi sem sé gott. „Listamenn

Listamenn eru hver í sínu horni að gramsa í fortíðinni í bland við nýjar pælingar, Indie, R&B og Techno í einum graut. Vinsældarpoppið hefur þó sjaldan verið jafn óspennandi

Sorglegt ástand Gusgus hefur ferðast víða um heim í gegnum tíðina. Birgir segir að honum finnist fátt skemmtilegra en að spila á tónleikum. Það er í raun helsta ástæðan fyrir því að hann sé ennþá í þessu tónlistarharki. Eitt af eftirminnilegri tónleikaferðalögunum að hans mati var ferð þeirra til Japan í byrjun október 2008. Þetta var helgina áður en Landsbankinn var tekinn yfir af stjórnvöldum. „Þetta var mjög sérstakt, að vera kominn til eins framandi lands og Japans og fylgjast síðan með fréttunum af hruninu heima,“ segir Birgir.

industrial dót.“ Þeir tóku þátt í óháðri listahátíð vorið 1992 og spilaði T-World þar á kvöldi sem tileinkað var indí/elektrónískri tónlist. Það gekk vel. Tónleikahaldarinn spurði þá síðan hvort þeir vissu um einhverja sem gætu spilað rave tónlist á lokakvöldinu. Þeir sögðust ekki þekkja neinn en að þeir gætu sjálfir sett saman smá rave prógram. „Þá samdi ég og sullaði saman einhverju rave-i í hvelli og við skunduðum með það á lokakvöldið,“ segir Birgir. Það var geðveik stemmning, troðfullt hús og fullt af sætum stelpum. Þegar að þeir hafi spilað hafi allt orðið vitlaust segir hann. Á þessum tímapunkti ákvað Birgir að gera aldrei annað industrial-þunglyndislag og snéri sér alfarið að danstónlist. Fljótlega kynntist hann Magnúsi Guðmundssyni (einnig þekktur sem Maggi Legó og Hunk of a Man) sem var að þeyta skífum á Rósenbergkjallaranum. Skemmtistaður sem var eitt sinn í Austurstræti þar til húsið brann árið 1998. Maggi gekk í T-World og Beggi hætti skömmu síðar. Tónlistinn breyttist yfir í ambient-skotna-house tónlist sem Maggi spilaði ásamt öðru efni í Rósenbergkjallaranum. Fyrsta erlenda smáskífan þeirra var lagið An-Them árið 1994 og næsta smáskífa átti að vera Purple en þá breyttust hlutirnir.

Gusgus Tveir menn að nafni Sigurður Kjartansson og Stefán Árni Þorgeirsson gerðu stuttmyndina Nautn sem kom út árið 1995. Þeir söfnuðu saman í hóp ýmsu hæfileikaríku fólki til þess að leika í myndinni, sem flest allt var tónlistarfólk. Þá ásamt Daníel Ágúst langaði að stofnuð yrði hljómsveit í tengslum við myndina sem spilaði raftónlistartengd lög. Þá sagði Stefán Árni að hann þekkti aðila sem væri að gera slíka elektróník sem væri spennandi að kíkja á. „Það var víst ég,“ bætir Birgir við. Stefán Árni fór og heimsótti Birgi ásamt Daníel. Þeir fengu að heyra efnið sem T-World hafði verið að semja og urðu þeir mjög hrifnir. Þá varð Gusgus til. Fyrsta

eftir fyrir bandið til að lifa af. Harpa er íslenskri dægurtónlist bjarnargreiði. „Það er of dýrt að fara þangað inn með tónleika eins og Gusgus hefur haldið en samt er gengið út frá því að Harpa hafi verið byggð fyrir alla tónlist. Það er ekki rétt,“ fullyrðir Birgir. Hann bendir á að Harpa sé styrkur við Sinfóníuhljómsveit Íslands og aðrir tónleikahaldarar borgi fullt verð sem sé of hátt. Ekki má gleyma hvað dægurtónlistargróskan hefur gert mikið fyrir Ísland og hversu mikil landkynning henni tengd hefur átt sér stað. „Bönd eins og Sykurmolarnir, Björk, Gusgus, Quarashi, Múm, Barði, FM Belfast og Of Monsters and Men hafa öll haslað sér völl erlendis svo fáein séu nefnd,“ segir Birgir. Honum finnst að fyrst að hægt sé að byggja hús eins og Hörpu, sem er mjög jákvæð fyrir klassíska tónlist og tónleika í stærri kantinum, sé lágmark að borgin sjái sóma sinn í því að halda stað eins og Nasa á lífi. Hann bætir því við að styrkur á rekstrargrundvelli Nasa kosti varla mikið meira en að þvo gluggana á Hörpu. „Þetta verður mikill missir fyrir íslenskt tónlistarlíf svo mikið er víst.“

og Urður Hákonardóttir gerðist söngkona bandsins árið 2001. Þá fóru lagasmíðar hljómsveitarinnar að samhverfast nýju söngkonunni. Eftir að hafa gert tvær plötur í þeim dúr fór bandið að gera minimalískari tónlist. Það var ákveðin þróun í danstónlist uppúr árinu 2004 í Þýskalandi sem hafði mikil áhrif á Birgi. „Teknó tónlist komst á dýpi sem það hafði ekki verið á áður, varð mun músikalskari og mixin dýpri og seiðandi,“ segir hann og nefnir tónlistarmennina Stephan Bodzin og Marc Romboy sem dæmi. Sjöunda plata Gusgus, 24/7, var undir þessum áhrifum og síðar gáfu þeir út áttundu breiðskífuna, Arabian Horse, í fyrra. Hún byggði á svipuðum lausnum sem bandið þróaði á 24/7. Nú er Gusgus að vinna að nýju efni og kemur ný plata út á næsta ári.

eru hver í sínu horni að gramsa í fortíðinni í bland við nýjar pælingar, Indie, R&B og Techno í einum graut. Vinsældarpoppið hefur þó sjaldan verið jafn óspennandi,“ segir Birgir.

Nasa og betra samfélag Þann 1. júní næstkomandi á að rífa húsið sem hýsir skemmtistaðinn Nasa við Austurvöll vegna áforma um að byggja hótel á reitnum. Birgir hugsar til þess með hryllingi og segir Nasa mjög mikilvægan fyrir íslenska tónlistargrósku. Sérstaklega dægurtónlist. „Nasa hefur verið eini millistóri staðurinn þar sem hægt hefur verið að slá upp tónleikum með litlum tilkostnaði,“ segir Birgir. Þannig hefur verið hægt að halda tónleika þar sem miðaverði er stillt í hóf en samt sé góður afgangur

15

Birgi finnst þróunin eftir kreppu frekar sorgleg. Efnahagslegt ástand sé smáma saman að færast til betra horfs en samfélagsleg vitund fólks virðist vera frekar takmörkuð og áhugi á betra samfélagi hverfandi. „Hagsmunahópar berjast fyrir sínu án tillits til annarra og lítil virðing er borin fyrir íslenska ríkinu.“ Hann segir að ríkinu sé oft stillt upp eins og það sé óvinurinn. „Nú ætlar ríkið að taka peninga frá lífeyrissjóðunum, fólkinu í landinu,“ segir Birgir einhvern forsvarsmann lífeyrissjóðanna segja. „Eins og ríkið sé eitthvað annað en fólkið í landinu. Fólkið í landinu er líka þeir sem eiga litlar sem engar eignir í lífeyrissjóðum en kannski erfiða skuldabagga.“ Samkvæmt Birgi á okkur að þykja vænt um ríkið vegna þess að það er í raun við sjálf. Þeir sem starfa þar eiga að hugsa um hag heildarinnar. „Því finnst mér alltaf mjög sorglegt hversu mikið af pólitíkusum virðast vera á valdi sérhagsmuna,“ segir hann. Birgi finnst mikilvægast að menntakerfi okkar sé varið og bætt. Nýjar kynslóðir þurfa að búa til nýtt samfélag því þær gömlu virðast algerlega vanhæfar. „Hlutverk menntakerfisins er að móta hugsandi og skapandi einstaklinga sem ryðja nýjar brautir fyrir betra samfélag. Svo einfalt er það,“ segir Birgir að lokum.


Fimma fyrir fjögur frækin Nafn og nám: Kristín Lilja Björnsdóttir í

Nafn og nám: Stefanía Björg

Nafn og nám: Sævar Gíslason í

Nafn og nám: Guðmundur Sigurðsson í

Ertu komin með vinnu í sumar? Já á

Ertu komin með vinnu í sumar? Já

Ertu kominn með vinnu í sumar? Nei

Ertu kominn með vinnu í sumar? Nei

kvikmyndafræði

geðdeild Landspítalans

Uppáhalds vefsíða? Pinterest og

Sidereel (algjör snilld til að halda utan um sjónvarpsþættina sína)

Nýtir þú íþróttaaðstöðu háskólans? Nei, en hef lengi ætlað í jóga þar

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju? Góða bók, kisann minn og handspritt

Víkingsdóttir í kvikmyndafræði

fornleifafræði

í 10/11

Í hvaða stjörnumerki ertu? Bogmaður Ef þú ættir tímavél hvert myndir þú fara og hvern myndir þú hitta?

Hvað óttastu mest? Trúða og gamlar dúkkur

Besta leyndarmál í HÍ? Má ekki segja

Woodstock ´69 og hitta alla sem komu fram þar

Ef þú ættir tímavél hver myndir þú fara og hvern myndir þú hitta? Hitta sjálfan mig og segja sjálfum mér Víkingalottótölur síðustu 6 mánaða

Eurovision er: aðeins of langt og of mikið europop.

Hvað er það vandræðalegasta sem þú hefur gert? Flogið á hausinn þegar ég steig á hálkublett þegar ég var nýkominn úr bíó fyrir framan alla!

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju? Einn félaga minn, áttavita og fótbolta

Hvergi, vatnsglasið klikkar aldrei.

Fyrir þyrsta:

Fyrir hugulsama:

Fyrir nýjungagjarna

Frábærlega gott kaffi á frábærlega kósý stað. Kaffismiðjan býður upp á kaffiskóla sem byggist upp af ei nstaklings- og hópanámskeiðum í kaffigerð, kaffismökkun, kaffifyrirlestrum o.fl.

Mottumars er mánaðarlangt átak á vegum Krabbameinsfélags Íslands um karlmenn og krabbamein. Látið mottuna vaxa, safnið áheitum og styrkið sjálf. Ekki skemmir fyrir að strákar með mottu eru lúmskt heillandi.

Hverjum langar ekki að endurfæðast í svitaskála í Elliðaárdalnum? Svett er gömul aðferð sem gengur út á að endurnýja lífskraftinn og hreinsa hug og líkama. Athöfnin fer fram í svitaskála með glóandi steinum þar sem hitinn er nær óbærilegur.

Bjórskólinn

Að gefa blóð

Ef maður ætlar að gera eitthvað rangt, þá er eins gott að læra að gera það rétt. Bjórskólinn er eini skóli landsins með 10 bjórdælur. Drekktu í þig námsefnið hjá Bjórskólanum.

ekki enn sem komið er

Hvar er besta kaffið í háskólanum?

Ritstjórn mælir með: Kaffismiðjan á Kárastíg

félagsfræði

Mottumars

Til að mæta þörfum samfélagsins, þarf Blóðbankinn um 16.000 blóðgjafa á ári eða 70 blóðgjafa á dag. Vertu gæðablóð og gefðu blóð. Blóðbankabíllinn verður í háskólanum dagana 21. og 28. mars.

Svett í Elliðárdalnum

Salsa námskeið Hefur þig langað til að vera drottning/ kóngur dansgólfsins? Skelltu þér í seiðandi salsasveiflu. Hægt er að læra salsa á nokkrum stöðum t.d. hjá Háskóladansinum.

16


HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS eflir menntun – og allir vinna

Happdrættið er ein meginstoðin í uppbyggingu Háskóla Íslands.

FARA AFTUR Í VINNINGA sem gleðja miðaeigendur.

7O%

84O MILLJÓNIR voru greiddar út árið 2O11 til 34.OOO Íslendinga.

YFIR 2O háskólabyggingar hafa risið fyrir happdrættisfé.

TÆKI til rannsókna- og vísindastarfs eru einnig fjámögnuð.

FJÁRFESTING í menntun og rannsóknum er forsenda þróttmikils samfélags …

… öflugs atvinnulífs og velferðar.

ÞANNIG VINNUM VIÐ ÖLL


Vika í lífi læknanema Jónína Herdís Ólafsdóttir Elti læknanema á röndum

Fórnir færðar

Þ

að er sunnudagur og ég vakna upp við vekjaraklukkuna, af illri nauðsyn. Hún er 7.15 og ég þarf að mæta kl. 8.00. Hver nemi þarf að taka 10 vaktir meðfram skólanum, þar af 3 helgarvaktir frá kl. 8-20. Þetta er strembið fyrir nútímastúdent sem reynir að vinna upp uppsafnað svefnleysi liðinnar viku um helgar. Á leið á spítalann hugsa ég í sífellu; „Ó þær fórnir sem maður færir fyrir námið, vakna snemma fyrir vakt sem ég fæ ekki borgað fyrir, og í þokkabót fæ ég ekki einu sinni matinn niðurgreiddan!“. Þegar liðið er á vaktina hef ég lært margt, látið sérfræðing rekja úr mér garnirnar, hlustað, þreifað, talað við og lagt inn sjúklinga. Eftir vaktina fer ég þreyttur, en ánægður, yfir daginn í huganum og finnst ég hafa gert gagn.

Ný deild Það er mánudagur og ég mæti á gigtardeildina kl. 8. Ég er nýr á deildinni, ásamt tveimur kollegum. Við erum ný á deild í nánast hverri viku, skiptin milli deildanna eru hröð og því mikilvægt að ná tökum á venjum hverrar deildar fljótt. Okkur er úthlutað eigin sjúklingum sem við eigum að sjá um út vikuna, innritum, skrifum dagála, pöntum rannsóknir og annað sem viðkemur venjulegu læknastarfi, allt í samráði við sérfræðinga og deildarlækna. Þegar nálgast hádegi gefst tími til að sækja fræðslur á spítalanum og við fylgjum deildarlæknum á þær

Pétur Sólmar Guðjónsson, fjórða árs læknanemi, leyfði Stúdentablaðinu að fylgjast með dæmigerðri viku í sínu lífi og kröfunum sem felast í undirbúningi fyrir starfsferil í lækningum.

ef kostur er. Þá hittast nemar eftir hádegi og kynna valin tilfelli undir handleiðslu sérfræðinga. Þannig er kennslan vandamálamiðuð og færist það í aukana við góðar undirtektir nema og kennara. Þannig líða dagarnir á spítalanum þessa vikuna og hef ég kynnst mörgum áhugaverðum tilfellum sem munu koma að góðum notum þegar fram í sækir.

Námið Á þriðjudögum og fimmtudögum, eftir hádegi, eru fyrirlestrar og ætlast er til að nemar sæki þá. Stundum getur verið erfitt að samhæfa deildarvinnuna og fyrirlestrana, sérstaklega þegar á deildunum liggja fyrir spennandi verkefni sem hægt er að draga lærdóm af. Þungamiðja fjórða námsársins eru tvö fög, lyflæknisfræði og skurðlæknisfræði. Nemahópnum er skipt í tvennt og skiptast námskeiðin um áramót. Þá geta nemendur fengið hugmynd um hvort eigi betur við þá í framtíðinni. Hvort þú munir láta „hnífinn vinna verkið“ eða „lyfin lækna meinið“. Oft myndast spenna milli þessara hópa og sagt er í glettni að skurðlæknar vinni iðnaðarstörfin og lyflæknar haldi fundi um vandamálin. Hafa verður þó í huga að allir vinna að sama markmiðinu, að lækna sjúklinginn!

Er þetta allt og sumt? Þegar deginum lýkur er klukkan farin að ganga fimm og huga ég að

heimferð. Þá tekur lærdómurinn við ef vel liggur á en stundum er ég eins og undin tuska og get ekki opnað bók, það myndi ég þó aldrei viðurkenna fyrir sérfræðingunum! Úr nægu er að velja þegar sest er niður, oft kýs ég að lesa um það sem rekið hefur á fjörur mínar á liðnum dögum en einnig get ég skoðað fyrirlestra og lesið mér til í kring um þá. Eitt er víst, að ég þarf að læra þetta allt á endanum. Sumir vinna að vísindarannsóknum tengdum læknisfræði samfara náminu. Það skiptir máli að kynnast þeirri hlið starfsins því þannig þroskum við dómgreind okkar til að meta gæði upplýsinga sem að okkur er rétt. Á kvöldin í vikunni sem er að líða hef ég verið upptekinn við að skrifa vísindagrein upp úr rannsókn sem ég hef unnið að síðastliðið ár. Þetta tekur mikinn tíma og ég þarf að skipuleggja mig vel.

Þegar vikunni er á botninn hvolft Vikan er á enda og ég hef eftir fremsta megni reynt að afla mér þeirrar þekkingar sem mér býðst. Nokkuð lesefni hefur safnast upp, en um helgina er ætlunin að fara á vélsleða upp á fjöll, hitta svo kærustuna í sveitinni, slaka á og læra. Mér finnst mikilvægt að taka stund milli stríða og verja tíma frá námi og starfi í hópi vina eða fjölskyldu.

18


Gamli Garður Heimavist sem gagn er af Í Gamla Garði búa erlendir nemendur héðan og þaðan úr heiminum, þar býr einnig einn Íslendingur, Berglind Rós Gunnarsdóttir. Blaðamaður tók hana tali.

Alexander Jean Edvard Le Sage de Fontenay

Gekk um ganga Gamla garðs

„Gamli Garður er ein af þeim byggingum á háskólasvæðinu sem flestir þekkja, enda er Stúdentakjallarinn staðsettur í kjallara byggingarinnar.“ Þetta kemur fram í grein Stúdentablaðsins fyrir um það bil áratug síðan. Það þykir því vel við hæfi að fjalla um þessa byggingu á ný. Stúdentakjallarinn var stór hluti af skemmtanalífi íslenskra stúdenta í rúma þrjá áratugi en rekstri hans var hætt árið 2007. Gamli Garður er því ennþá í margra minni en það er kannski ekki að undra að stúdentar viti lítið um Gamla Garð í dag.

væðisins. Til samanburðar var aðalbygging háskólans vígð 17. júní 1940. Gamli Garður hefur verið heimavist fyrir nemendur háskólans frá því að byggingin var tekin í notkun árið 1934. Á sumrin, frá árinu 1960,

þegar háskólanemar taka sér hlé frá námi hefur húsið verið rekið sem hótel undir nafninu Hótel Garður. Stúdentum fjölgaði ört með ári hverju og dugði fjöldi herbergja Gamla Garðs ekki til svo að Nýi Garður var reistur. Fyrstu stúdentarnir fluttu inn í hann árið 1943. Öll herbergi Gamla Garðs hafa nöfn eins og Akureyri, Ísafjörður og Brjánslækur. Húsið var byggt fyrir frjáls framlög og eru herbergin nefnd af þeim sem lögðu fram fé til byggingarinnar.

Félagslynt umhverfi og hagkvæmt Berglind Rós Gunnarsdóttir vildi frekar búa í herbergi á Gamla Garði en í einstaklingsíbúð á stúdentagörðunum. Eftir skiptinám í Hollandi síðastliðinn vetur þar sem hún var í heimvist segist hún hafa kynnst því hvernig stúdentar í ýmsum Evrópulöndum búa á námstíma sínum. ,,[…]ég vildi miklu frekar[…] borga um 25-30 þúsúnd kr. minna á mánuði í leigu, vera með frábæra staðsetningu á Háskólasvæðinu og sjálfkrafa fá tækifæri til að kynnast fullt af fólki héðan og þaðan úr heiminum, “ fullyrðir Berglind.

Berglind Rós Gunnarsdóttir er íbúi á Gamla Garði

Gamli Garður er í upprunalegri mynd en samsetning íbúa hefur breyst í gegnum árin. Hann er jafnan nýttur sem heimavist fyrir erlenda nemendur sem stunda nám við skólann. Þrátt fyrir það er einn íbúanna af íslensku bergi brotinn. Það er Berglind Rós Gunnarsdóttir. Undirritaður hafði samband við hana og spurði út í aðstæður hennar í Gamla Garði.

Elsta byggingin á Háskólasvæðinu Gamli Garður var byggður árið 1930 sem gerir hann að elstu byggingu háskólas-

19

Góð og þægileg��������������������� ���������������������������� aðstaða fyrir nemendur Berglind segir aðstöðu nemenda á Gamla Garði mun betri en það sem hún upplifði í skiptinámi sínu í Hollandi. ,,Ástand hans er gott og augljóst að vandað var til verks við byggingu hans á sínum tíma,“ segir Berglind. Íbúar Gamla Garðs þurfa að halda eldhúsunum hreinum en sameignin er að mestu þrifin af starfsfólki. Til samanburðar við stúdentagarðana í Hollandi þá þurftu nemendur að sjá um öll þrif sjálf. ,,Mér finnst fyrirkomulagið í Gamla Garði mun betra,“ segir Berglind.

Besta staðsetningin Berglindi finnst það mikill lúxus að fá að búa á Gamla Garði. Hún telur hann vera með bestu staðsetninguna af öllum byggingunum á háskólasvæðinu. ,,Stutt að ganga í skólann, strætó stoppar beint fyrir utan húsið og stutt að ganga í miðbæinn og Bónus á Hallveigarstíg,“ bendir Berglind á. Gamli Garður hýsir fjölda nemenda sem segja eflaust svipaða sögu. Staðsetningin er góð, tækifæri gefst til að kynnast nýju fólki og svo er þetta ódýrara en að leigja einstaklings íbúð á stúdentagörðunum. Í fyrrnefndri grein í gömlu Stúdentablaði þá kom fram að ,,á sínum tíma þótti Gamli Garður vera lúxus staður.“ Undirritaður mælir eindregið með því að stúdentar í leit að heimavist kynni sér Gamla Garð frekar því hann er enn lúxus staður.


Að byggja eða byggja Aron Björn Kristinsson Kannaði menningurmun trúarheimanna

Mikil umræða hefur verið að undanförnu um fordóma í samfélaginu og málefni margra minnihlutahópa hafa komið þar við sögu. Stúdentablaðið fór á stúfana og tók viðtal við þá Salmann Tamimi, formann Félags múslima á Íslandi, og séra Friðrik Schram, sóknarprest Íslensku Kristkirkjunnar, varðandi byggingu mosku hér á landi. að gyðingar sem slíkir eigi rétt á því að búa í þessu landi við botn Miðjarðarhafsins og ég styð það sem slíkt. Ég tek þó ekki pólitíska afstöðu til þess hverjir eru við stjórn í landinu og verk þeirra. Þar eru náttúrulega mistækir menn eins og annars staðar, en það að gyðingar fái að eiga þetta land og búa þarna í friði tel ég vera upphaflegt og biblíulegt og ég styð þá hugmynd. Arabar sem þarna bjuggu áður en landnámið hófst eiga auðvitað sinn rétt. Þetta er mjög erfið deila og sorglegt að sé ekki búið að finna lausn á henni. Auðvitað höfum við samúð með fólki sem er heimilislaust, og mér

fá að trúa eins og þeir vilja, iðka trú sína og hafa til þess aðstöðu. Það tel ég grundvallar mannréttindi fyrir kristna menn og aðra. Við vitum samt að erlendis eins og í Saudi Arabíu og víða annarsstaðar í múslimaheiminum fá menn ekki að reisa kirkjur og við gagnrýnum múslimana fyrir það. En við verðum að vera samkvæm sjálfum okkur og er þá ekki eðlilegt að þeir fái að byggja sitt tilbeiðsluhús? Þeir hafa að vísu aðstöðu á tveimur stöðum í Reykjavík nú þegar, þó það séu ekki ekki eiginlegar moskur. En þarna kemur upp þetta vandamál með Jihad [heilagt stríð] og herskáa íslamista sem eru

Moska myndi styrka mjög stöðu Íslam hér á landi. Mér finnst oft að menn vilji ekki horfast í augu við hryðjuverkahættuna sem getur fylgt moskunni. Svo eru múslimar mjög viðkvæmir fyrir gagnrýni. Jafnvel málefnaleg gagnrýni er álitin guðlast. Þetta er kennt í mörgum moskum og ef hér verður reist moska, þá munu hingað koma imamar, en margir þeirra kynda undir hatur á kristni, gyðingdómi og vestrænni menningu um alla Evrópu. Það er þetta hatur á okkar menningu sem mér finnst vera svo alvarlegt og ef hér verður reist moska, eru stjórnvöld þá tilbúin að standa vörð um mannréttindi

Hún er bara eins og til allra annnarra manna. Ég trúi því sem kristinn maður að allt fólk sé Guðs verk. Hann er höfundur okkar allra, þ.a.l. ber mér að virða alla menn og sýna þeim kærleika burt séð frá trú þeirra eða skoðunum. En þegar kemur að trúarbrögðunum, þá trúa kristnir menn því að Jesús sé opinberun Guðs meðal manna, þannig að við setjum kristna trúa ofar öðrum trúarbrögðum. Það er augljóst í okkar huga að kristni er besti átrúnaðurinn. En þar sem trúarbrögðin eru til orðin fyrir tilstilli manna, þá eru þau auðvitað misgóð. Þau hafa hver sinn siðferðisboðskap, stjórnunarfyrirkomulag og ýmsa hluti sem eru mis góðir og mis slæmir. Ég lít því á fólk sem er múhameðstrúar eins og á hvern mann sem ég mæti á götunni og hef samskipti við. Það skiptir þannig séð engu máli hverrar trúar viðkomandi er, en svo þegar menn fara að iðka trúna sína þá eru það áherslur trúarinnar sem skipta máli, og þá fer afstaða mín eftir því hvort áherslunar eru góðar eða ekki að mínu mati.

þykir það sorglegt að hinar arabaþjóðirnar skuli ekki hafa boðið hluta af þessu fólki varanlega landvist og veitt því full réttindi innan sinna landamæra, en eins og ég segi þá er þetta vandasamt.

Góð spurning og eðlilegt að hún komi upp. Kristin kirkja er náttúrulega vaxin út frá gyðingdómi og Jesús var jú gyðingur. Í Gamla testamenntinu eru mörg loforð og fyrirheit til gyðingaþjóðarinnar. Þau tengjast einnig Jesú Kristi og margir spádómar varða hann. Eitt af því sem er alveg órjúfanlega tengt gyðingdómnum er fyrirheitið um landið, um þennan stað á jörðinni sem var þeim ætlaður. Það fyrirheit er mjög skýrt og ég sé ekki neitt sem hefur fellt það fyrirheiti úr gildi, frekar að það hafi verið staðfest með atburðarás sögunnar. Á síðustu öld hefur það verð staðfest á mjög merkilegan hátt þar sem þeir fengu þetta land aftur og þjóðin varð endurreist sem slík. Ég lít því þannig á

út um allta Evrópu. Það er ljóst að moskurnar eru víða eins konar áróðursmiðstöðvar. Þar eru mjög heittrúaðir og pólitískir imamar [prestar múslima] sem kenna ýmislegt sem telst til mannréttindabrota og hvatt til slíks. Þetta er farið að valda mikilli spennu víða í Evrópu. t.d. í Bretlandi, Hollandi, Þýskalandi, á Norðurlöndunum og víðar. Ef við leyfum múslimum að byggja hér mosku, hverju erum við þá að bjóða inn í landið? Hvað fylgir með? Yfirvöld verða auðvitað að vera mjög mikið á verði, vegna þess að þau bera þá ábyrgð að vernda íbúa landsins gegn hugsanlegum ofbeldisverkum.

fólksins í landinu vitandi það að þetta hefur gerst víða í Evrópu að islamistar hafa beitt ofbeldi. Ég skil samt vel þeirra löngun til að eiga sitt eigið guðshús en þá verða þeir auðvitað að virða siðvenjur okkar, lög og mannréttindi. Vandamálið er að þegar Íslam nær sterkum tökum í einhverju landi, þá fara menn að kenna Sharia lög og það er löggjöf sem er gerólík vestrænni löggjöf. H����������������������������������������� ún leyf���������������������������������� ir ýmislegt sem við teljum mannréttindabrot og ofbeldi. Þetta eru helstu rökin sem ég og fleiri höfum gegn byggingu mosku hér á landi. Íslam er ekki einhver áhrifalaus trúarbrögð sem eru iðkuð í friði og sátt við alla, hún er pólitísk trúarhreyfing sem stefnir að heimsyfirráðum. Er það það sem við viljum?

Séra Friðrik Schram Hver er þín afstaða til múslima?

Gyðingar trúa ekki á Jesú, af hverju gera kristnir menn þá greinarmun á þeim og múslimum?

Hver er afstaða þín til byggingu mosku hér á landi?

Það eru nokkrar hliðar á þessu máli. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að trúfrelsi eigi fullkominn rétt á sér og að allir menn eigi að

Það er ljóst að moskurnar eru víða eins konar áróðursmiðstöðvar.

Ef þeir hafa hvort eð er aðstöðu hér í Reykjavík, hvaða máli skiptir hvort þeir fái að byggja sjálfstæða mosku byggingu?

Það er náttúrulega miklu áhrifameira að hafa mosku sem slíka og hún sem slík dregur að meiri athygli. Það yrði miklu sterkari starfsvettvangur og moska er ekki það sama og einhver salur út í bæ eða sæt sveitakirkja.

20


a ekki mosku á Íslandi Hvað finnst þér um það að einhverjir andstæðingar mosku hérlendis segjast hafa grafið svínshræ á hugsanlegum lóðum fyrir moskuna? Það sýnir bara heimsku af þeirra hálfu, því það eru ekki svín sem vanhelgar eitt né neitt, svínin eru sköpunarverk Allah og þau hafa alveg sama tilverurétt og ég og þú eða hver annar. Það eru bara manneskjur

Salmann Tamimi Hefur þú orðið var við fordóma gagnvart múslimum? Ekki til að byrja með, maður tók ekki eftir fordómum gagnvart útlendingum fyrr en að Víetnamar fóru að koma hingað til lands sökum stríðsástandsins sem ríkti í Víetnam. Fordómarnir þá voru þó ekki í eins miklum mæli og nú er. Núna eftir árásirnar 11. september í Bandaríkjunum og eftir öll þau stríð sem eftir hafa fylgt er Íslam orðið óvinurinn. Fólk er orðið miklu róttækara í hugsun og þegar maður sér menn á sjónvarpsstöðvum eins og Omega tala illa um múslima og íslam þá auðvitað sárnar manni. Það er að myndast mikil og ljót þjóðernishyggja sem er ekkert annað en sýki. Eftir fall Sovétríkjanna vantaði heiminn nýjan óvin og þá var upplagt að velja múslima sem hinn nýja óvin heimsins. Fara inn í lönd þeirra og arðræna þjóðirnar.

Hvað finnst þér um rök andstæðinga mosku hér á landi að í moskum þrýfist og myndist hryðjuverkahópar? Hryðjuverkamenn þurfa ekki á mosku að halda til að skipuleggja sín ódæðisverk, það væri miklu hentugra að hittast á fjölförnum stað þar sem þeir vekja ekki athygli annarra ekki satt? Þar geta þeir villt á sér heimildir. Það fer enginn í moskuna til að skipuleggja morð eða hryðjuverk nákvæmlega eins og kristnir ódæðismenn hittast ekki í kirkjum til að skipuleggja það sem þeir ætla að gera af sér. Þessi rök eru enganveginn nógu góð og sýna bara hatur og fáfræði í garð múslima. Það er til ljótt fólk allsstaðar, hvort sem það eru múslimar, kristnir, gyðingar eða hvað annað. Vont fólk getur hist hvar sem er og vondir múslimar þurfa enga mosku til að hittast í.

Hryðjuverkamenn þurfa ekki á mosku að halda til að skipuleggja sín ódæðisverk sem vanhelga byggingar og aðra hluti með gerðum sínum og orðum. Það er ekkert að sakast við svínin. En það má nefna að það sem þetta fólk segist hafa gert brýtur gegn lögum, að grafa hræ í jörðu á almennum stöðum er ólöglegt. Þau hefðu getað sparað sér ómakið með því að hringja í mig, því ég hefði getað sagt þeim að svín vanhelga ekki neitt fyrir okkur. Við borðum ekki svínakjöt, en það er ekki vegna persónulegra illinda gegn svínum, við borðum ekki hundakjöt, en við erum ekkert á móti hundum, við borðum ekki erni, en við elskum að horfa á þá fljúga, svo að þetta er bara heimska af hæstu gráðu.

Hvað er langt síðan þið sóttuð um leyfi til að byggja mosku hér á landi? Við sóttum fyrst um að fá lóð undir mosku árið 1999, þannig að það verða bráðum komin 13 ár. Það sorglegasta við þetta er að við höfum enn ekki fengið nein konkret svör né skrifleg svör, við heyrum bara í gegnum fjölmiðlana að þetta sé í vinnslu, að þetta sé ekki í vinnslu og svo framvegis. Pólitíkin er farin að spila stórt hlutverk í þessu og svo virðist vera sem það ríki fordómar hjá þeim sem sjá um þetta þar sem að aðrir sem sótt hafa um lóðir á eftir okkur hafa þegar fengið þær. Þar má nefna Votta Jehóva og Rétttrúnaðarkirkjuna sem dæmi, það eru bara við sem erum eftir. Nýjustu fréttirnar sem við höfum fengið í þessu máli er að það eigi að takmarka stærðina á byggingunni við 400 fermetra, sem samsvarar einu einbýlishúsi sem á að þjóna þeim rúmlega 1000 múslimum sem hér eru, en það bara gengur ekki.

21

Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri við lesendur? Flestir Íslendingar eru mjög gott fólk, ég er búinn að vera hérna eins og ég sagði frá 1971 og ef ég hefði séð að Íslendingar væru ekki gott fólk þá væri ég fluttur héðan fyrir löngu. Íslendingar vilja langflestir allt gott fyrir náungann, en það er bara þessi litli hópur sem er að bera út sinn hatursboðskap. Hvernig ætlar þetta fólk líka að aðgreina okkur múslimana hér á landi? Við erum með íslenska múslima, við erum með ameríska múslima og múslima sem eru fæddir og uppaldir á Íslandi. Íslam er bara trú í hjarta manns og áttu að fara að aðgreina fólk fyrir það sem þeir trúa í sínu hjarta? Eigum við þá næst að fara að aðgreina fólk eftir því hverja við elskum líka? Þú ert kannski ekki fylgjandi Íslam, en þá er þér líka frjálst að vera ekki múslimi. Í Íslam eru margar reglur, sumir eru ekki tilbúnir til að fylgja þeim en það er þeirra mál. En að hata mig fyrir eitthvað sem ég elska og trúi á, þykir mér heimskulegt. Það á ekki að sýna neina þolinmæði gagvnart svona fólki, stjórnarskráin leyfir ekki útbreiðslu hatursboðskaps gagnvart öðrum manneskjum eða trúarbrögðum. Það nægir ekki að segja bara að þeir séu vitleysingar, ég meina það tók enginn mark á Hitler þegar hann var að byrja, en við vitum hvernig það endaði. Mér þykir sorglegt að sjá þetta fólk sem er inn á netsíðum sem eru gegn mosku hér á landi. Ég er uppalinn í Jerúsalem og ég fór jafn mikið í kirkjuna og ég fór í moskuna og það var ekkert athugavert við það. Fólk þarf að læra að búa með öðrum til að geta átt heima í fallegu samfélagi.


Vísindaferðameistarar Thelma Lind Steingrímsdóttir

Tók helluðustu háskólanemana á tal

hellaðir á kostnað fyrirtækja

Á föstudögum flykkjast stúdentar í hinar víðfrægu vísindaferðir og gleyma þar áhyggjum gærdagsins. Fæstir vita að vísindaferðir eru gríðarlega gamalt fyrirbæri. Charles Darwin fór í vísindaferð í kring um hnöttinn á skipi sínu Veiðihundinum og var sú ferð meðal annars upphafið af þróunarkenningunni. Vísindaferðir nútímans eru ekki síður vísindalegar; volgur bjór, veitingar og misáhugaverðar kynningar á starfsemi íslenskra fyrirtækja. Blaðamaður ræddi við stúdenta sem bera höfuð og herðar yfir aðra nema – svokallaða vísindaferðarmeistara.

Kristjana Hera Sigurjónsdóttir

Kristjana til hægri ásamt vísindaferðameistara í öðru sæti.

Vísindamaður Norm, félags félagsfræðinema Hvað er svona skemmtilegt við vísindaferðir?

Allt frítt! Auðvitað er sjúklega gaman að lyfta sér upp eftir skólavikuna, kynnast betur fólkinu sem er með manni í náminu og líka mjög spennandi að fá að heyra hvað fyrirtækin hafa upp á að bjóða og heyra um þeirra rekstur. Hvernig undirbýrðu þig fyrir vísindaferðir? Segi við sjálfa mig framan spegilinn: Kristjana þú getur þetta, þú þarft ekki nema bara drekka aðeins hægar en hinir, ekki segja hvað þér finnst beint við fólk. Ég Get, Ég Ætla, Ég Skal! Hendi svo 2 stykkjum treo í töskuna, nóg af sólarpúðri og kannski tannbursta (ef ég verð heppin), passa mig að borða vel yfir daginn til að gera mig ekki að fífli á fyrsta drykk. Má heldur ekki vera svöng fyrir vísó því það er ekkert asnalegra en að sjá píu fara fleiri en eina ferð að veitingunum. Hvaða fyrirtæki heldur bestu vísindaferðirnar? Mér fannst frekar gaman hjá Atlantsolíu og Ölgerðinni. Hvernig væri þín drauma vísindaferð? Flæðandi kokteilar og góð skemmtun, einhver hljómsveit að spila eða eitthvað show í gangi, jafnvel uppistand. Svo væri ekki slæmt að hafa bar með þjón sem mixar drykki sem maður myndi vilja. Já sem sagt vísó á bar. Hvernig á að haga sér í vísindaferð? Ekki reyna að vera fyndinn bara því þú þorir því þegar áfengið er farið að kikka inn, það er asnalegt. Ekki vera gaurinn sem þykist vera ægilega áhugasamur um fyrirtækið og spyrð um ársreikninginn eða eitthvað álíka óáhugavert, það eru allir þarna með sama hugarfarið: Að verða hellaðir á kostnað fyrirtækisins! Hvernig á ekki að haga sér í vísindaferð? Ekki koma sem lögregluþjónn í vísindaferð og reyna að handjárna alla! Ekki vaða í áfengið eins og þú sért af götunni, ekki taka þér marga drykki í einu, ekki stela bjór og taka með í töskuna (nema allir hinir geri það örugglega líka). Ekki gera kvöldið að stund þar sem þú þarft að segja allt sem þér í brjósti býr.

Viktoría hér lengst til hægri ásamt fríðu föruneyti

Viktoría Kr. Guðbjartsdóttir

Vísindamaður Politica, félags stjórnmálafræðinema Hvað er svona skemmtilegt við vísindaferðir? Vísindaferðir eru náttúrulega fyrst og fremst ein bestu verðlaun sem hægt er að hugsa sér eftir strembna „lærdómsviku“. Þetta er staðurinn þar sem hlutirnir gerast enda fátt betra en frír bjór. Hvernig undirbýrðu þig fyrir vísindaferðir? Fer að sjálfsögðu í ræktina undir stjórn harðstjórans Rósönnu And, 20 reps í axlapressu, 6 mín í planka og ég er orðin góð. Smelli svo smá málningu í smettið og málið er dautt. Hvaða fyrirtæki heldur bestu vísindaferðirnar? Bandalag háskólamanna er klárlega með hlutina á hreinu. Krakkar mætið svöng það er hlaðborð á svæðinu! Hvernig væri þín drauma vísindaferð? Heimsókn í Vinstri græna með Elínu Kára og Dísu Ottesen, klárlega hardcore sjallar hér á ferð. Það yrði áhugaverðasta stund lífs míns, pottþétt eitthvað hneyksli, helst þyrfti Jón Bjarnason að vera þar. Hvernig á að haga sér í vísindaferð? Vera kurteis, hófsamur en samt hellaður, algjört möst að henda fram spurningum en hafa þær stuttar og fullar af virðingu. Hvernig á ekki að haga sér í vísindaferð? Dólgslæti og trúnó við starfsmenn er ekki málið og að sulla niður er ljótur siður.

22


Sigurþór Pétursson

Sigurþór tekur við titlinum, Vísindakóngur Animu

vísindamaður Anima, félags sálfræðinema Hvað er svona skemmtilegt við vísindaferðir?

Fyrst og fremst er það að upplifa og drekka í sig hinn sanna háskólafélagsanda. Síðan er náttúrulega ákveðin spenna sem felst í skráningunni í ferðirnar sjálfar hjá sálfræðideildinni sökum nemendafjöldans, færri komast að en vilja og ferðirnar fyllast vanalega á 15-30 sekúndum. Hvernig undirbýrðu þig fyrir vísindaferðir? Undirbúa sig pfff. Sannur vísindameistari eins og ég þarf ekki að undirbúa sig hann er alltaf tilbúinn í vísindaferð. En fyrir ykkur hin þá mæli ég með því að mæta snyrtileg/ur í þægilegum fötum sem samræmast veðrinu og já góða skapið og opinn hugur er náttúrulega skilyrði. Hvaða fyrirtæki heldur bestu vísindaferðirnar? Ég verð að segja að ferðirnar til Vodafone hafa alltaf verið í uppáhaldi vegna þess að maður fær að umgangast aðrar háskóladeildir. Það getur nefnilega verið svakalega gaman að taka þessi grey á sálfræðinni. Hvernig væri þín drauma vísindaferð? Það yrði bara venjuleg ferð á vegum félags sálfræðinema Animu því þær ferðir eru venjulega algjör draumur en með einhverjum af hinum gömlu sálfræðikörlum eins og Freud og Jung þeir virkuðu alltaf eins og partídýr þegar maður las um þá. Hvernig á að haga sér í vísindaferð? Eins og fullvitur, ábyrgur, forvitinn og lífsglaður einstaklingur sem er tilbúinn að drekka í sig alla þekkingu og visku sem hann kemst í tæri við í vísindaferðinni. Hvernig á ekki að haga sér í vísindaferð? Eins og dólgur og að vita ekki hvar mörk manns liggja í að drekka í sig þekkingu. Sérstaklega skal hafa í huga að þótt að frí þekking sé í boði á maður ekki að svolgra henni í sig hugsunarlaust og alls ekki blanda saman þekkingum. Hef séð menn koma illa út úr því að drekka í sig t.d. sálfræðiþekkingu og jarðvísindaþekkingu, menn hreinlega kasta upp þekkingunni til baka.

Hekla sýnir samnemendum hvernig alvöru vísindamenn starfa

Hekla Helgadóttir Vísindamaður vélarinnar – félags verkfræðinema Hvað er svona skemmtilegt við vísindaferðir? Það er langskemmtilegast að fá tölfræðilega innsýn í fyrirtækið. Ekkert jafnast á við langa ræðu af samhengislausum tölum t.a.m. yfir hlutfall starfsmanna í ljósritunardeild í útibúi á Reyðarfirði. Hvernig undirbýrðu þig fyrir vísindaferðir? Vakna upp úr hádegi, steiki mér egg og beikon í morgunmat. Læt renna í heitt freyðibað og sötra á eins og einu hvítvínsglasi. Lakka svo á mér táneglurnar á meðan ég horfi á einn eða tvo Glee þætti. Skrepp í Kringluna til að finna mér dress fyrir kvöldið og eyði svo restinni af deginum í að gera mig sæta. Allt vegna þess að það er svo lítið að læra í verkfræðinni og ég er svo yfirveguð týpa. Hvaða fyrirtæki heldur bestu vísindaferðirnar? LS Retail var með fantagóða ferð. Skemmtilegt starfsfólk, flott fyrirtæki, Fabrikkuborgarar á boðstólnum, pub quiz og pool. Uppskrift að góðu kvöldi! Hvernig væri þín drauma vísindaferð? Vísindaferð í höfuðstöðvar Google. Eða Facebook, það væri ágætt líka. Djamma svo alla nóttina og fljúga heim daginn eftir. Hvernig á að haga sér í vísindaferð? Drekka eins mikinn bjór og maður getur. Skemmir ekki fyrir að hlusta á a.m.k. hluta af kynningunni. Helst að mæta fashionably late, því eins og orðtakið segir: Betra að vera seinn og sætur en fljótur og ljótur. Hvernig á ekki að haga sér í vísindaferð? Að vera bersýnilega ofurölvi er ekki sterkur leikur.

22


Á Evrópuslóðum eða villigötum? Hallveig Ólafsdóttir

Þ

Veltir fyrir sér stóru spurningunni: Nei eða já?

egar stórt er spurt er fátt um svör og þessa dagana eru fáar spurningar stærri en hvort ganga eigi í Evrópusambandið. Ísland sækist nú eftir aðild að sambandinu og fylgja því ýmsar flækjur og óvissa að svo stöddu. Gylfi Magnússon dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og fyrrverandi viðskiptaog efnahagsráðherra settist niður með blaðamanni og reyndi að kortleggja þetta veigamikla mál betur.

Hvaða málefni þarf Ísland helst að hafa í huga þegar verið er að semja um aðild? Það er auðvitað að mörgu að hyggja en það liggur fyrir að helstu ágreiningsefnin snúa að sjávarútveginum sem skiptir Íslendinga miklu máli. Svo er það landbúnaðurinn sem skiptir Íslendinga minna máli en er mjög viðkvæmt og pólítískt málefni. Þar fyrir utan hljótum við að horfa á peningamálin og hvaða lausnir Evrópusambandið gæti boðið okkur í þeim málum í aðdraganda þess að við tækjum upp evruna. Önnur mál eru í sjálfu sér ekki það flókin vegna þess að flest hefur verið frágengið í gegnum Evrópska efnahagssamninginn (EES).

Nú er Ísland aðili að EES. Hver yrði munurinn á því að vera hluti af ESB í stað EES? Það er í raun þrennt sem við höfum ekki. Við erum ekki þátttakendur í sameiginlegri sjávarútvegs- og landbúnaðarstefnu eins og er. Við höfum heldur ekki möguleika á að taka upp evruna og vera í evrópska myntsamstarfinu. Þar höfum við mjög takmarkaðan möguleika á að koma að töku ákvarðanna og mótun stefnu innan Evrópusambandsins á meðan við erum ekki meðlimir. Við erum í raun áhorfendur og þiggjendur í flestum málum í stað þess að hafa áhrif á t.d mótun reglna um efnahagslífið.

Eiga Íslendingar að ganga í Evrópusambandið eða ekki? Stúdentablaðið leitaði til Gylfa Magnússonar eftir áliti á málinu. fyrir sig alveg þekkt og var vitað áður en evrusamstarfið hófst að myntsamstarfi fylgja bæði kostir og gallar. Kosturinn er að allur viðskiptakostnaður minnkar og liðkar fyrir millilandaviðskiptum og fjárfestingar möguleikum. Það hefur raunveruleg efnahagsleg áhrif, getur aukið hagvöxt og aukið samkeppni sem kemur neytendum til góða. Gallarnir eru hins vegar líka þekktir. Þeir snúa m.a að því að með sameiginlegri peningamálastefnu geta vextir og aðrar ákvarðanir í peningamálum ekki tekið mið af ástandinu í einu landi heldur er tekið tillit til svæðisins í heild og auðvitað getur myndast ákveðin togstreita þar. Hún er nokkuð ljós núna en í Evrópu til að mynda er gengi evrunnar heldur of hátt fyrir sum

Það er út af fyrir sig alveg þekkt og var vitað áður en evrusamstarfið hófst að myntsamstarfi fylgja bæði kostir og gallar. lönd sérstaklega sunnarlega í álfunni, má t.d nefna Grikkland og Spán í því samhengi en jafnvel of lág fyrir lönd eins og Þýskaland. Það er erfitt að vinna úr þessari stöðu en þó ekki ómögulegt. Sameiginlegt myntsamstarf kallar á það að menn gangi í takt og séu agaðir. Það hefur ekki alveg gengið eftir eins og menn vonuðust. Á margan hátt hefur bandaríska myntsamstarfið gengið töluvert betur og það er auðvitað eldra. Minni vandamál hafa komið upp við það að nota dollarann í Bandaríkjunum þó það sé álíka stórt svæði og evrópska myntsamstarfið bæði efnahagslega og hvað varðar fólksfjölda.

Hverjir eru kostir og gallar evrunnar?

Ef Ísland gengur í ESB og við tökum upp evruna hvernig umreiknast til að mynda námslán, sparifé og laun og á hvaða gengi?

Þetta er auðvitað góð spurning og hægt að svara henni í löngu máli. Það er út af

Það fer af stað ákveðið ferli sem er kallað EMR2, það er í raun biðsalur fyrir evruna.

Í því ferli reynir Ísland að láta krónuna verða sem líkasta evrunni . Þ.e.a.s að menn reyna að ná að halda genginu nokkurn veginn föstu. Menn þurfa að ná vöxtum nálægt því sem er í Evrópusambandinu og einnig verðbólgu. Á ákveðnum tímapunkti í þessu ferli ákveða menn skiptigengið og er það neglt niður talsvert áður en skipt er um gjaldmiðil. Skiptigengið ræðst af markaðsaðstæðum á þeim tíma. Ef það tekst að halda gengi krónunnar nálægt skiptigenginu í tiltekinn tíma þá er á endanum krónunni skipt niður í evruna á því gengi. Allar peningalegar stærðir s.s skuldir, innistæður og laun breytast í hlutfalli við þetta skiptigengi. Þetta er talsvert langt ferli og óraunhæft að segja að þetta myndi taka minna en fimm ár frá því að við ákveðum að ganga í Evrópusambandið. Það sem flækir þetta mál líka eru svo kölluð Maastricht skilyrði sem Ísland þarf að uppfylla. Þau snúa ekki bara að gjaldmiðlinum heldur einnig skuldum hins opinbera. Eins og staðan er nú eru mjög fá ríki sem uppfylla þessi skilyrði hvað varðar hlutfall skulda af landsframleiðslu. Ísland uppfyllir það nú ekki en gæti hugsanlega uppfyllt þessar kröfur eftir kannski fimm ár. Það verður bara að koma í ljós hvernig þetta mun spilast.

Hvaða áhrif hefði ESB á námsmenn á Íslandi og íslenska námsmenn erlendis? Margt af þessu fylgir inn í EES samningum þannig að breytingarnar fyrir námsmenn yrðu í sjálfu sér ekkert mjög miklar. Þær sem þó yrðu væru í þá átt að það myndi væntanlega vera auðveldara að komast inn í skóla og hugsanlega í einhverjum

24

tilvikum myndu skólagjöld lækka í skóla innan Evrópusambandsins. Það myndi líka að öllum líkindum liðka fyrir rannsóknarsamstarfi hjá kennurum. En megnið af þessu er nú þegar fengið með EES samningnum, þetta mun kannski ganga aðeins lengra og dýpra með fullri aðild.

Hvort telur þú okkur betur borgið fyrir utan eða innan ESB? Ég verð eiginlega bara að bíða og sjá hvernig samningurinn verður og sjá hvernig að spilast úr þessum vandamálum sem menn eru að takast á við í Evrópu. Ég tel að það sé ekkert hægt að svara þessari spurningu af neinu viti fyrr en við sjáum samninginn. Við vitum eitthvað um kostina og gallana en við vitum meira eftir tvö eða þrjú ár og þá er tímabært að segja af eða á.


Er Íslenska leiðin ófær? Grein í Íslensku leiðinni, blaði stjórnmálafræðinema, birti ranga mynd af breyttu stjórnarskipulagi SHÍ. Hér má sjá rétta mynd kerfisins.

Í

Íslensku leiðinni, blaði stjórnmálafræðinema, sem kom út þann 9. mars sl. er grein eftir Egil Bjarnason um nýtt stjórnskipulag Stúdentaráðs Háskóla Íslands og möguleg áhrif þess á starf ráðsins. Við sem unnið höfum að breytingum á skipulaginu þökkum Agli fyrir að vekja athygli á nýja kerfinu enda ekki vanþörf á. Greinin gefur aftur á móti alls ekki rétta mynd af því kerfi sem við í Stúdentaráði eyddum ómældum tíma í að ræða, hanna og setja upp á síðasta starfsári. Breytingarnar miðuðu að því að einfalda kerfið en jafnframt að skipta Stúdentaráði á milli fræðasviðanna og þannig færa það nær hinu daglega lífi stúdenta.

Almenn sátt um málið Afstaða Röskvuliðans Benónýs Harðarsonar til þessara breytinga sem hann telur „illa ígrundaðar“ kom okkur því í opna skjöldu. Hann telur „kerfið of flókið fyrir hinn almenna kjósanda“ og að kosningakerfið muni „vinna gegn upphaflegu markmiði sínu sem hafi verið að auka kjörsókn“. Það má vel vera að Benóný sé á þessari skoðun. En hann er þá á annarri skoðun en allir þeir sem áttu sæti í Stúdentaráði á síðasta starfsári, þar með taldir félagar hans í Röskvu (utan eins Vökuliða sem sat hjá). Stúdentaráð samþykkti samhljóða að gera

þessar breytingar á skipulagi ráðsins eftir að hafa varið umtalsverðum tíma í viðræður og vinnu við gerð breytinganna og fram að þessu hefur verið almenn sátt um lyktir málsins. En Benóný er vitaskuld, eins og flestir aðrir stúdentar, ekki fullkunnugur þessum málum og það tekur tíma að bæði skilja og venja sig við þetta nýja kerfi. Stúdentaráð mun einbeita sér að því á næstu vikum og mánuðum að ræða við stúdenta, kynna kerfið og jafnvel gera breytingar á því ef þörf krefur.

Einfaldara kerfi Hingað til hefur kerfið verið flókið. Stúdentaráðsliðar hafa verið kjörnir til tveggja ára en samt hafa þeir dottið inn og út úr ráðinu og setið þar kannski aðeins í eitt ár, allt eftir fylgi fylkingar hverju sinni. Kosið hefur verið til Háskólaráðs og Háskólaþings (sem einu sinni hét Háskólafundur) til skiptis samhliða kosningum til Stúdentaráðs og því hafa framboðsplaköt fylkinganna verið nánast óskiljanleg hinum „almenna kjósanda“. Þetta breytist með nýja kerfinu. Framvegis þurfa stúdentar aðeins að hugsa um sitt fræðasvið. Framboðin verða smærri og frambjóðendur munu í öllum tilfellum koma af sama fræðasviði og kjósandinn.

Sérstakar kosningar til Háskólaráðs og Háskólaþings verða aflagðar og mun Stúdentaráð skipa fulltrúa á þessa staði. Sömu atkvæðahlutföll hafa í gegnum árin verið í þessum kosningum og í Stúdentaráðskosningum og því mun þetta breyta litlu öðru en því að þetta einfaldar málið fyrir kjósendur.

Áhrifin á félagsvísindasvið Stórum hluta greinarinnar eyðir Egill svo í að telja stúdenta á hverju fræðasviði og ræða það að verið sé að skerða hlut félagsvísindasviðs því hingað til hafi flestir frambjóðendur komið þaðan. Það er að vissu leyti rétt en breytir því ekki að hér erum við ekki að ræða skiptingu valds eða útdeilingu gæða. Við erum að tala um skiptingu starfa í sjálfboðaliðastarfi. Engin völd fylgja því að sitja í Stúdentaráði en því fylgja áhrif. Einn maður getur haft alveg jafn mikil áhrif og tíu, hundrað eða þúsund, haldi hann rétt á spöðunum. Fyrir utan það að aðeins í algjörum undantekningartilfellum skarast hagsmunir sviðanna. Í flestum tilfellum er um að ræða mál sem aðeins varða nemendur á einu fræðasviði eða þá að málin varða alla stúdenta jafnt og hagsmunir þeirra þeir sömu, t.d. í málefnum LÍN. Stúdentaráð hefur nægt pláss fyrir alla sem vilja taka þátt t.d. í fastanefndum og starfshópum. Engum sem hefur áhuga á að vinna að hagsmunum

stúdenta verður vísað frá. Þó getur vel verið að skynsamlegt sé að fjölga fulltrúum af Félagsvísindasviði. Stúdentaráði er í lófa lagið að breyta því hvenær sem er. Stúdentaráði er beinlínis ætlað að endurskoða þessar breytingar þegar í ljós kemur hvernig þær takast til og þetta er augljóslega einn þáttur í þeirri endurskoðun. Að lokum viljum við þakka bæði Agli og Benóný fyrir þeirra gagnrýni og viljum taka fram að við tökum henni og annarri málefnalegri gagnrýni opnum örmum. Við höldum fast í þá skoðun okkar að gagnrýni er ekkert annað en rýni til gagns. Jón Atli Hermannsson, varaformaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands Stefán Þór Helgason, varaformaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands 2011-2012

Stefán Þór

Jón Atli

Nýtt kosningakerfi Stúdentaráðs byggir á sviðakjöri

Staðreyndir um Stúdentaráð

Árið 2001 var útlitið svart fyrir háskólanema þar sem boðað verkfall háskólakennara virtist ætla að standa yfir prófatímabilið. Tóku stúdentar sig saman og skrifuðu tæplega 1000 nemendur undir undirskriftarlista. Listinn var síðan afhentur þeim sem stóðu fyrir kjaradeilunum og sátu á sáttarfundi sem stóð alla nóttina. Undirskriftarlistinn var tákn um skýr skilaboð aukinn sáttarhug allra nemenda til að ljúka deilunum og varð þeim að ósk sinni. Árið 1920 var Stúdentaráð Háskóla Íslands stofnað. Vilhjálmur Þ. Gíslason hafði þá forgöngu um stofnunina eftir að hafa fengið formlegt leyfi hjá Háskólaráði og Ólafur Lárusson lagaprófessor samdi með honum fyrstu lög Stúdentaráðs. Kosningar til ráðsins fóru fram í fyrsta skipti þann 11.desember 1920. Árið 1925 kostaði heilsíðu auglýsing í Stúdentablaðið 25 krónur samkvæmt reikningum og uppgjöri Stúdentaráðs.

25

Áður fyrr hélt Stúdentaráð stúdentafögnuði sem kölluðust „Rússa-gildi“. Skemmtanirnar voru lagðar af á áttunda áratugnum vegna mikilla pólitískra deilna um hlutverk Stúdentaráðs. Það var alkunna að kvenkyns stúdentar létu ekki grípa sig á slíkum fögnuði, þar sem að slíkt myndi kasta rýrð á mannorð þeirra. Nafn skemmtunarinnar kom til vegna þess að nýnemar voru kallaðir Rússar. Rússagildin, sem voru einnig stundum kölluð „bollan“ , var því nýnemaball eins og við þekkjum það í dag. Á þessum skemmtunum voru nýnemar voru látnir standa upp á stól og segja til nafns, en það reyndist oft erfitt fyrir þá sem voru aftarlega í stafrófinu, en þá höfðu þeir haft góðan tíma til þess að staupa í sig kjarkinn. (Jón Ólafur Ísberg: Stúdentaárin, 1996, bls 72). „Stúdentabolla ÁTVR“ var vel þekkt meðal nemenda sem sóttu fögnuðina en hún var sérblönduð og samanstóð af rauðvíni, hvítvíni, sherrý, spititus fortis (sem var 96% áfengi), sykri, askorbínsýru; og vatni – vegna skynseminnar.


Háskólakórinn Eini kórinn sem er kúl

Fjóla Helgadóttir

H

Fjallar um flottasta kór í heimi

Söngglaðir stúdentar ættu ekki að láta Háskólakórinn fram hjá sér fara. Kórmeðlimir þenja ekki einungis raddböndin á tónleikum heldur á karókíkvöldum og sing-along bíóferðum.

áskólakórinn hefur starfað með Háskóla Íslands frá stofnun kórsins eða í 39 ár. Kórinn leggur áherslu á að flytja fjölbreytta íslenska kórtónlist og hefur undanfarin ár einnig tekið að sér að flytja ýmis stórverk með Ungfóníu, sinfóníuhljómsveit unga fólksins. Magnús Sveinn Ingimundarson, gjaldkeri kórsins, fræddi blaðamann um starf Háskólakórsins.

Er kúl að vera í kór? Ég held það geti verið hrikalega lummó að vera í kór, nema það sé Háskólakórinn. Fyrir utan hvað það er frábært að kynnast öllum þeim snillingum sem í kórinn koma þá er að mínu mati ótrúlega gaman að syngja með þeim og koma fram.

Hvernig verk er kórinn að flytja? Þessa stundina er kórinn að æfa mörg íslensk lög, ásamt nokkrum erlendum meðal annars frá Finnlandi og Ungverjalandi, en allt er þetta sungið á íslensku. Í sumar ætlum við að flytja meistarastykkið Don Giovanni með Ungfóníu.

Innan kórsins er gríðarlega öflugt félagslíf skipulagt af skemmtinefnd kórsins. Meðal árlegra viðburða eru helgaræfingabúðir út fyrir höfuðborgina, árshátíð eins og þær gerast bestar, nýliðapartý, HallóVín, karókí-kvöld, sing-along bíó og svo mætti lengi telja. Þessa dagana æfir kórinn fyrir utanlandsferð sem verður farin í júní. Leiðin liggur til Ungverjalands en þar stefnum við á að bræða hjörtu fólks með íslenskri kórtónlist.

Meðlimir Háskólakórsins hressir á HallóVín

Getur fólk mætt á æfingu eða þarf það að koma í inntökuprufur? Inntökuprufur eru haldnar í upphafi missera og auglýstar gegnum tölvupóst nemenda. Þar mætir alltaf úrvals hópur af fólki, en fjöldi nýliða ræðst af því hversu margir hættu í kórnum misserið á undan. Það er því morgunljóst að ef þig langar til að breyta til á næstu önn, kynnast skemmtilegu fólki, þenja raddböndin og njóta fjölbreytts félagslífs þá er Háskólakórinn málið fyrir þig!

Úr nýliðapartýi kórsins

Magnús Sveinn Ingimundarson

Hvað eru meðlimir kórsins margir? Kórinn er sífellt að breytast og stærð hans mismunandi eftir því hvað er á döfinni. Undanfarin ár höfum við verið á bilinu 70-90 eðalbarkar.

Hvað heldur kórinn marga tónleika á ári?

Úr nýliðapartýi kórsins

Í lok hverrar annar heldur kórinn nokkurs konar uppskerutónleika og flytur þau lög sem hafa verið á dagskránni. Auk þess kemur kórinn fram við útskriftir Háskóla Íslands og á ýmsum hátíðar- og viðburðardögum á vegum skólans. Undanfarin ár hefur kórinn einnig tekið þátt í stórtónleikum með Ungfóníu auk þess að koma fram á Þjóðlagahátíð Siglufjarðar á sumrin.

Hvernig er félagslífið innan kórsins?

26


Hamborgari í raun Þetta er allt í kjötinu

Jónína Herdís Ólafsdóttir

H

er matgæðingur mikill

amborgarinn er máltíð sem ég neyti iðulega. Hann er tilvalin streitumáltíð í brjálaðri prófatíð, huggun í þynnkunni og����������������������� góð������������������� fylling eftir langa fjallgöngu. Fljótlegur og mettandi kemur hamborgarinn til aðstoðar í veinandi angist og læknar hið versta garnagaul. En þrátt fyrir að hamborgarinn sé vinur í blíðu og stríðu og hefur oft komið mér til hjálpar þá hef ég ���������������������������������������� aldrei ������������������������������������� borið sömu virðingu fyrir þessum rétti og ég ber fyrir ýmsum öðrum mat, eins og til dæmis fyrir lambalærinu. Að líta upp frá borgaranum með puttana löðrandi í fitu og bleika sósu í munnvikunum er önnur upplifun en að klípa litla hráa fiskibita klaufalega milli tveggja prjóna. Eins kjánaleg og ég hlýt að líta út þegar ég skelli fiskibitanum upp í mig á ljóshraða áður en ég missi takið á honum þá er ég engu að síður dýrari týpa á sushistaðnum. Hamborgarann hefur alltaf skort ákveðinn glans.

Íslenskir hamborgarar Hamborgari samanstendur af kryddaðri kjötthakksbollu með bræddum osti á milli tveggja brauðsneiða. Á Íslandi er hamborgarinn iðulega uppfærður hressilega með ýmsu aukaáleggi svo úr verður fjarskyldur ættingi þess upprunalega sem einnig inniheldur um þrefaldan hitaeiningafjöldann. Í mjög óformlegri könnun um bestu borgara landsins sem ég lagði fyrir vini og vandamenn komu þrír staðir ítrekað upp; Hamborgarabúllan, Hamborgarafabrikkan og Vitabar.

Hamborgaralandið Bandaríkjamenn hafa elskað og alið hamborgarann síðan á 19. öld������������ ��������������� . Þýskir innflytjendur færðu með sér kryddaða steik matreidda í Hamborgar stíl sem fljótt varð meðal vinsælustu rétta heimsálfunnar. Nú er hamborgarinn brennimerktur í bandaríska

Hamborgarann hefur alltaf skort ákveðinn glans þar til ég fluttist til Bandaríkjanna og kynntist borgaranum sem herramannsfæðu. matarmenningu. Oft er farið illa með hamborgarann og er ofgnótt úrval af æðislega vondum hamborgurum, en sannir demantar leynast inni á milli. Eftir aðeins vikudvöl í Georgíufylki, þar sem ég er stödd í námstengdum tilgangi, var mér gert ljóst að ég bý á mjög sérstökum stað. Handan við hornið Í aðeins sjö mínútna göngufjarlægð frá íbúðinni minni má kaupa einstakan hamborgara. ���������� Þessi ���� hamborgari er landsfrægur en hann var valinn besti borgari Bandaríkjanna árið 2009 og besti borgari Georgíufylkis árið 2011 af ýmsum miðlum. Og líkt og við Íslendingarnir otum skyri, þurrum fisk og Bæjarins bestu að ferðamönnunum leið ekki á löngu þar til bandarískir vinir mínir höfðu dregið mig á veitingastaðinn Holeman and Finch.

Sannur hamborgari Hamborgarinn er matreiddur á aðeins einn máta og einungis eru í boði 24 stykki sem eru borin fram á slaginu 22.00. Við erum skynsöm og komum snemma og höfum lagt inn hamborgarapöntunina okkar kl 20.00. Næsta vandamál er að finna stað til að sitja á en staðurinn er yfirpakkaður af fólki í snyrtilegum fötum sem heldur á skrautlegum kokteilum. Stór bar prýðir eitt hornið og á öðru hverju borði má sjá lítil girnileg matarlistaverk. Hettupeysur, klístruð tímarit og skítugir háskólanemar eru víðsfjarri. Veitingastaðurinn er svo töff og flottur að hamborgararasistinn í mér á bágt með að trúa að hér séu yfirhöfuð seldir hamborgarar. Þegar við loksins fáum borð er ekkert að gera nema að bíða, drekka bjór, og snarla á forréttum. Annað slagið heyri ég fólk umhverfis mig pískra um hamborgarann og það er ljóst að við erum ekki þau einu sem bíðum spennt. Fljótlega myndast heit umræða um borgara við konurnar á næsta borði og eru allir í óða önn að bera saman

hamborgarabækurnar sínar. „All ya need for a good burger is some firm bread and a big ol juicy piece o´meat. Is all in the meat!“ segir ein konan með þykkum Suðurríkja hreim og allir kinka kolli til samþykkis. Ég veit augljóslega ekkert um hvað þau eru að tala. Eftir allt saman á ég í ástarsambandi við hamborgara heima á Íslandi sem að mörgu leyti bragðast ekkert eins og slíkur. Ég hugsa til minnar ástkæru Gleym-mér-ei og velti því fyrir mér hvort ég viti yfirhöfuð hvað hamborgari er.

It’s burger time Þegar líður á kvöldið fer sífellt fleira fólk að streyma inn um dyrnar og rétt fyrir tíu hefur myndast röð meðfram barnum. Það er fullkomlega ljóst að í kvöld mun einhver snúa heim í hamborgarasorg. Vinir mínir segja mér frá kvöldi þar sem síðasti hamborgarinn var boðinn upp og seldur fyrir margfalt upprunalega verðið. Skyndilega hringir hávær bjalla og um leið heyrist í hljóðkerfinu: „������������������������������������� �������������������������������������� It´s burger time!!������������������� “������������������ . Þjónustustúlkurnar byrja að ganga fram úr eldhúsinu prýddar hamborgaradiskum og allstaðar má sjá gleði skína úr andlitum gestanna. Ég bregst við með sama væmna brosinu og hinir þegar borgaranum mínum er rennt undir hökuna á mér. Hann samanstendur af tvöföldu hamborgarabuffi í stökku brauði. Bráðinn osturinn lekur niður hliðarnar og á milli liggja súrar gúrkur og steiktur rauðlaukur. Gylltar franskar eru til hliðar og tómatsósan og sinnepið sem fylgir með þeim er búið til frá grunni á staðnum. Ég eyði litlum tíma í að virða hann fyrir mér og ríf í mig fyrsta bitann. Munnfyllin bráðnar upp í mér og samstundis flæðir eilíf hamingja yfir mig. Ég hugsa með mér að ef þetta er hamborgari þá hef ég ekki hugmynd um hvað ég hef verið að borða hingað til. Kjötið er safaríkt og fullkomlega kryddað. Það er engin þörf fyrir sósur né nokkuð annað jukk til að bragðbæta hér. Það er allt í kjötinu! Það var

27

ýmislegt til í orðum vinkonu okkar á næsta borði. Ég er fljót að gleypa borgarann í mig en vinir mínir og aðrir siðprúðir Ameríkanar taka sér góðan tíma. Þau njóta borgarans í hægindum, líta upp með sælusvip eftir hvern bita og tyggja vandlega. Það er ljóst að ég er eini keppandinn í kappátinu enda úðaði ég þessum besta hamborgara í heimi í mig alveg eins og öllum ������������������� öðr���������� um hamborgurum sem ég hef áður borðað. Það er ljóst að ég á margt eftir ólært þegar kemur að hamborgarasiðum.

Hamborgari - herramannsmatur Ég klappa fyrir Holeman and Finch fyrir að hafa lyft borgaranum upp af götunni og gert hann að kóngafæðu. Ég ber nýfundna virðingu fyrir hamborgurum og er orðið ljóst að þeir geta verið hinn mesti herramannsmatur. Ef þú átt einhvern tímann leið um Atlanta í Georgíuríki ráðlegg ég þér að skella þér á eintak. Þú munt aldrei líta hamborgara sömu augum. Þó að Gleym-mér-ei og Búllan og kassalaga hamborgarabrauð munu alltaf skipa mikilvægan sess hjá mér, þá velti ég því fyrir mér hvort einhversstaðar á Íslandi sé að finna borgara sem hefur allt í kjötinu.


Stúdentar í stíl

Kjóll: Frá Ástralíu Skyrta: H&M Jakki: Zara Skór: Camper Hvernig lýsir þú stílnum þínum? Hann er mjög breytilegur. Mér finnst rosalega gaman að breyta um stíl.

Buxur: Zara Skór: Zara Peysa: Nostalgía Hárband: Accessories Hvernig lýsir þú stílnum þínum? Ég fer mínar eigin leiðir og finnst gaman að púsla saman mismunandi flíkum.

Buxur: Jack & Jones Skyrta: Blend Skór: Intersport Sixpence: Harry´s Tweet Hvernig lýsir þú þínum djammstíll? Bara eitthvað ógeðslega þægilegt.

Ásta Einarsdóttir sálfræðinemi

Inga Stefanía Geirsdóttir efnafræðinemi

Jakki: H&M Milano Skyrta: Fengin að gjöf Buxur: Að láni Skór: Levis búðin Hvernig lýsir þú þínum hversdagsstíll? Enginn sérstakur still, fer bara eftir dögum.

Ragnar Aðalsteinn Guðjónsson viðskiptafræðinemi

Jóhanna Tryggvadóttir sálfræðinemi

Stefán Ingi Þórisson viðskiptafræðinemi

Hefur gott auga fyrir góðum fatasmekk

Atli Hjaltesteð stjórnmálafræðinemi

Thelma Lind Steingrímsdóttir

Háskólatískan er eins misjöfn og háskólanemar eru margir. Sumir leggja mikið upp úr því að vera fínir í tauinu en öðrum þykir fátt betra en kósý gallinn. Blaðamaður Stúdentablaðsins fór á stúfana í háskólanum og greip nokkra hressa stúdenta sem allir áttu það sameiginlegt að vera flottir í tauinu. Það var úr mörgum að velja og ljóst að Ísland er enginn eftirbátur annarra landa þegar kemur að tísku og trendi.

Peysa: Nude Buxur: Top Shop Skór: 67 úr GS skóm Hálsmen: H&M Hvernig lýsir þú þínum djammstíll? Massa háir hælar og einhvað sem hylur. Alltaf að skilja eitthvað eftir fyrir ímyndunaraflið.

28

Peysa: Gjöf Buxur: H&M Skór: Footlocker – Converse Hvernig lýsir þú þínum djammstíll? Alltaf í skyrtu, stökum jakka, gallabuxum og með trefil, frekar casual týpa.


Viðburðaskrá RFF hátíðin í þriðja sinn

Tónlist 18. mars kl.13:00 í Salnum Kópavogi

Árlega tískuhátíðin Reykjavík Fashion Festival (RFF) verður haldin í þriðja sinn dagana 29. mars – 1. apríl. Hátíðin fer fram í Hörpu og Gamla Bíói. Alls taka 11 íslenskir hönnuðir þátt sem sýna munu vetrarlínur sínar fyrir 2012 – 2013. Eftirfarandi hönnuðir munu sýna í Hörpu 30. mars; Hildur Yeoman, Kalda, Kormákur og Skjöldur, Kron by Kronkron, Mundi og Ýr. Í Gamla Bíói þann 31. mars munu Birna, Ella, Milla Snorrason, Rey og Spakmannssjapir sýna hönnun sína.

Töfrahurð – klassískt diskótek Á þessum tónleikum verður Salnum breytt í klassískt diskótek þar sem DJ Sóri mætir og kynnir fyrir okkur danstónlist sem er ef til vill ekki sú tónlist sem við dönsum yfirleitt við í dag, klassísk partítónlist fyrri alda og okkar daga.

24. mars kl.20:00 í Silfurbergi Eve Fanfest 2012 – tónleikar

Blóðgjafamánuður Háskóla Íslands Mars er blóðgjafamánuður Háskóla Íslands. Blóðbankabíllinn verður við Háskólabíó 21. mars og við Odda 28. mars frá 9:30 14:30. Á lokahófi Blóðgjafamánaðarins verða síðan veitt tvenn verðlaun til nemendafélaga, annars vegar blóðgjafabikarinn sem fer til þess nemendafélags sem gefur hlutfallslega mest blóð og hins vegar sérstök góðgerðarverðlaun fyrir það nemendafélag sem gefur í heildina flesta blóðpoka og styrkir Neistann þar af leiðandi mest.

Háskólaviðburðir

26. mars kl.12:10 í Eirbergi, C-201

20. mars kl.12:00 í VR-II

Málstofa RSH: Að takast á við lífið eftir krabbamein

Kynning á 7. Rannsóknaáætlun ESB. Starfsmenn Rannís kynna upplýsingatækniáætlun 7.rannsóknaráætlunarinnar og nanóáætlunina og áhersluatriði næstu umsóknarfresta.

Rannveig Björk Gylfadóttir, hjúkrunarfræðingur, MS, flytur erindið „Að takast á við lífið eftir krabbamein.“

Lokahóf Fanfest hátíðarinnar, Party at Top of the World tónleikarnir, verða í Silfurbergi 24. mars. Fram koma GusGus og Ham, ásamt fleirum.

31. mars kl.17:00 í Austurbæ Músíktilraunir Úrslitakvöld tónlistarhátíðarinnar Mústíktilrauna verður haldið 31.mars. Oft er talað um að Músíktilraunir hafi verið stökkpallur fyrir ungar og óreyndar hljómsveitir út í hinn „harða tónlistarbransa“.

31. mars – 5. apríl kl.18:00 á Hilton Reykjavík Nordica Blúshátíð í Reykjavík Hátíðin hefst með Blúsdegi í Miðbænum 31.mars. 3., 4. og 5. apríl verða stórtónleikar þar sem John Primer, Michael Burks, Blúsmenn Andreu, Blue Ice Band, Tregasveitin og margir fleiri koma fram.

26. mars kl.16:00 í Aðalbyggingu

Hönnun

20. mars kl.12:05 á Þjóðminjasafni Íslands

Fyrirlestur um pólskt táknmál

22. mars – 25. mars

Mannfræði minninga – endursköpun fortíðar í nútíð

Pólski málfræðingurinn Pawel Rutkowski heldur fyrirlestur á vegum Málvísindastofnunar HÍ og Íslenska málfræðifélagsins um málfræði pólsks táknmáls.

HönnunarMars

Fyrirlestur um minni. Minni hefur í síauknum mæli verið viðfangsefni mannfræðinga. Áhugi á minni og minningum innan mannfræðinnar kemur ekki síst úr ranni sálfræðilegrar mannfræði.

20. mars kl.12:20 við Aðalbyggingu Sæmundarstund Sæmundarstund verður haldin við styttuna af Sæmundi á Selnum á flötinni fyrir framan Aðalbyggingu. Formaður Stúdentaráðs meðal annarra mun flytja stutt ávarp og börn á leikskólanum Mánagarði munu syngja.

20. mars kl.15:00 í Stakkahlíð Framtíð menntunar, erindi og málstofa: hvert skal haldið? Málshefjandi er Arthur M. Harkins, prófessor við Minnesota háskóla, sem hefur verið frukvöðull í umræðu á þessu efni.

21. mars kl.9:30 við Háskólabíó Blóðbankabíllinn við háskólann Marsmánuður er blóðgjafamánuður HÍ. Blóðbankabíllinn verður við Háskólabíó frá 9:30 – 14:30

28. mars kl.9:30 við Odda

HönnunarMars er fjögurra daga hönnunarhátíð á Reykjavík þar sem dagskráin er barmfull af fjölbreyttum og spennandi viðburðum af ýmsu tagi.

Blóðbankabíllinn við háskólann

29. – 1. apríl

Marsmánuður er blóðgjafamánuður HÍ. Blóðbankabíllinn verður við Odda frá 9:30 – 14:30

Reykjavík Fashion Festival Árleg tískuhátíð í Reykjavík þar sem hönnuður sína vetrarlínur sínar.H

Leiklist 20. mars kl.19:30 í Þjóðleikhúsinu Glerdýrin Frumsýning Glerdýranna eftir Tennessee Williams. Leikritið gerist í St. Louis á millistríðsárunum og fjallar um Wingfield fjölskylduna sem var yfirgefin af fjölskylduföðurnum fyrir margt löngu.

23. mars kl.20:00 í Gamla bíói Dubbeldusch Frumsýning Dubbeldusch eftir Björn Hlyn Haraldsson. Dubbeldusch er ljúfsárt og skemmtilegt leikrit um ástina, lífið, tilviljanir og erfiða valkosti. Verkið var upphaflega sýnt í Leikfélagi Akureyrar árið 2008. Leikritið var frumraun Björns Hlyns Haraldssonar sem leikskáld en hann leikstýrir einnig verkinu.

29


English Summary

President of Iceland gives award for risk factor calculator February 14th 2012, Ólafur Ragnar Grímsson, president of Iceland, gave away the Innovation Awards. Vilhjálmur Steinsson, medical student, was awarded for his project Risk Factor Calculator for coronary and heart disease in elders. In his project Vilhjálmur developed a tool, which helps determine the risk of heart attacks for the elderly and in that way creates an opportunity for serious preventive measures for that age group. These kinds of tools are not available in Europe as it is. “The risk generator is basically a tool where you take in to account factors like blood pressure, age, gender and smoking but also more modern things like walking tests and

New chairman of student council elected A new chairman of the University’s student council was elected on the 13th of February 2012. Sara Sigurðardóttir was elected to take over from Lilja Dögg Jónsdóttir. A journalist interviewed the girls.

Lilja Dögg Jónsdóttir, chairman of student council 2011-2012. What stands out from your year as head of the student council? The best experience was a dinner party at Bessastaðir, which I was invited to attend with Kofi Annan, former Secretary General of the United Nations. He was here to attend the schools 100th anniversary. I attended the dinner with Kofi Annan, part of the government and the university council. It was something I didn’t expect to do in my lifetime. What is the most fun change you’ve made in your year as chairman of student council? A lot of great things come to mind, but the change that stands out is having the plans to build a student lounge by the university center confirmed. This means getting more tables and a bar on campus, which sounds really fun. There were also a lot of big and important changes, which I’m proud to have been a part of, like raising student’s monthly allowance on the student loans from LÍN and adding a lot of student living areas. How do you like the new chairman? I like her a lot for the job. We have worked a lot together in the last year. We come from the same party and my impression of Sara from the last year is that she’s very organized with her work and finishes the job. She works very well with other people and I know she’s going to do a great job.

Sara Sigurðardóttir, chairman of student council 2012-2013 Who is Sara? Sara is a 23-year-old girl studying political science with a minor in economics. I am born and raised in Vest-

mannaeyjar and being an out of towner has done a lot for me. I experienced life in a whole new way when I moved to Reykjavík and started at the University. It has changed me a lot in the last three years, my plans for the future, my hobbies and my outlook on life. Being able to take part in the fight for student rights has all my attention these days. Why did you want to be chairman of student council? Originally I wanted to be the president of Vaka and that led to me being chairman. I was intent on running for that, whether we would win or lose the election. I’m really interested in leading the student council because I really believe we can do a lot as a group. With a strong leadership and an active office things happen more rapidly and even more so than I imagined when I joined the student rights movement. How did you get in to the student rights movement? It all started when I was in my second year at the University. I had followed Vaka for a long time since I knew some people who had been active in the party. When the opportunity arose and I felt ready to participate I jumped in. I chose Vasa because of the interest in the important issues and view of the student council. What will you foremost fight for in your year as chairman? Our main focus will probably be to protest further budget cuts and demand more money for the school. Budgets have been cut in all departments down to the bone as the president of the health science department said in a recent meeting. We need to see to it that too much is not taken from the University because the people build the country and we need to look after them. We, of course, also need to focus on getting the new bill focusing on student loans through. The bill would mean that students who finish their studies on time would get a part of their loans paid off. I also think it’s important to focus on the schools teaching abilities, for example eteaching, and using the anniversary money to improve teaching quality, but not only for research projects.

30

x-rays. The generator uses these factors to calculate the odds of the individual developing a coronary disease in the next three, four or five years. The risk generator is in fact a temporary version since the results have yet to be published in a respected magazine, but the aim is for that to happen this summer,” says Vilhjálmur. Coronary disease is one of the primary reasons for poor health among the elderly and the cost of medications and help that goes with heart attacks is great. The risk generator should therefor come in handy. “Health clinics and doctors can use this tool to assess whether an individual is likely to need a lot of treatment for coronary heart disease and whether to take measures right away. In the future these results can help to see to that treatments are more focused as well as medication for this age group,” says Vilhjálmur.


Economics and music With over twenty years of composing music under his belt, everything is going well for Birgir Þórarinsson, also known as Biggi Veira from Gusgus. A journalist from the Student Paper spoke to Birgir about music, the University, work and society as a whole. “I’ve always been interested in a lot of things other than music,” says Birgir when asked about his passion for music. “But music has always been an important emotional outlet for me. I think it’s good for most people to be able to be creative. When I make music I don’t feel like I’ve found something good until I get goose bumps or go teary-eyed,” says Birgir. “That’s how I measure good music.” It’s true that this musician has had his fingers in a lot of projects over the years. Apart from working with different musicians

and as a DJ in clubs he has also studied at the University of Iceland and worked as a software engineer for many years along with having a family. Still, the apple of his eye and his claim to fame has been the band Gusgus that he has been a part of since the beginning and been involved with every album they’ve published.

Virus When asked about the nickname Veira (Virus), Birgir says that people started calling him that around the time he finished junior college and had a summer job at the airport in Keflavík. “I suppose it’s because a lot of people find me a bit wound up and crazy,” he says and adds that despite that he is usually very calm, but something about him seems to reinforce the nickname.

Economics

“The first music I ever composed I made in a program that I made myself for Amstrad CPC and I was one of the first to get a ZX Spectrum computer in 1982. I never felt like I wanted to study anything related to that in those years, though.” In 1988 after finishing his studies at Menntaskólinn við Sund Birgir started studying chemistry at the University. After realizing that his interest was elsewhere he changed paths and started studying Computer Science. After graduating Birgir started working for the Icelandic Banks Data Center, later for Oz and finally for Íslandsbanki. Recently Birgir decided to go back to school, this time for a masters degree in economics. Birgir says he has always been interested in the subject and plans to finish his degree next winter. Birgir sees some connections between economics and music. He says that when songs are set up they build on certain cyclical movements

Gamli garður -Student housing that works“Gamli Garður is one of the buildings on the University campus that most people are familiar with, since the Student Lounge is in the basement of the building.” This was written in the Student Paper about a decade ago and that is why it seems appropriate to write about the building again now. The student lounge was a big part of the social life surrounding the University for more than three decades but was shut down in 2007. Gamli Garður and the student lounge still lives in the memories of students, but it’s not surprising that a lot of students at the University today know little about the building.

that grow until there’s an imbalance and that is when a collapse and reconstruction takes place.

University campus Birgir told our journalist that he feels it is more important to do well in each course and do things the right way than hurrying to finish and that’s why he decided to study part time along with his obligations in the music industry. He says he doesn’t spend much time in the University Center. “I go there sometimes if I have group work in the evenings,” he says and adds that the University campus has changed a lot since he first started studying, and that the changes are for the better.

have a chance to meet a lot of people from all over the world,” says Berglind.

A good place for students Berglind says the student accommodation in Gamli Garður is much better than the dorms she lived in during her year in the Netherlands. “The building is in great shape and it’s obvious that it’s very well built,” says Berglind. The residents of Gamli Garður have to keep the kitchens clean but the communal areas are mostly kept clean by the staff there. Berglind compares this to the dorm she lived in abroad, where she says the students were responsible for keeping the whole house clean. “I like the arrangement in Gamli Garður much better,” she says.

Gamli Garður still looks the same, but the residents have changed over the years. The building is commonly used as housing for foreign students who come to the University of Iceland to study. Still, there is one Icelandic student living in the building. Her name is Berglind Rós Gunnarsdóttir. A journalist talked to Berglind and asked her about living in Gamli Garður.

The best location

Cheap housing and sociable environment

Gamli Garður is home to many students who probably feel the same way. The location is great, meeting new people there is easy and it’s a cheap alternative to the student apartments. In the previously mentioned article in an old Student Paper it says, “Gamli Garður was said to be a place of luxury.” The author of this article recommends strongly that students looking for housing look in to Gamli Garður, for it is still a place of luxury.

Berglind Rós chose to rather rent a room in Gamli Garður than a single studio student apartment. After being an exchange student in the Netherlands last year, where she lived in a dorm, she says she learned how students typically live in other European countries. “I wanted to pay 25-30 thousand krónur less a month for rent, live in this great location on campus and automatically

31

Berglind feels that living in Gamli Garður is a luxury and that it’s the best-located building on campus. “The walking distance to school is short, the bus stops right outside the building and it’s a short walk from downtown and to the grocery store,” Berglind points out.


Náman leitar að vanmetnum snillingum Gúglaðu betur er spurningakeppni Námunnar. Keppnin fer fram á Facebook síðu Námunnar öll föstudagskvöld á meðan Gettu betur er í sjónvarpinu. Í hverri keppni vinnur einn snillingur 10 þúsund krónur og annar heppinn þátttakandi fær sömuleiðis 10 þúsund krónur. Þannig getur snilldin borgað sig.

facebook.com/naman.landsbankinn

JÓNSSON & LE’MACKS

jl.is

SÍA

Steinþór Helgi Arnsteinsson er spurningahöfundur Gúglaðu betur

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.