Snjóstormurinn

Page 1

Snjóstormurinn Samstarfsverkefni eftirfarandi skóla í Comeniusarverkefninu Once upon an Island: 3.A Ceip San José Arlesano Kanarí 3. og 4. C Sjálandsskóli Ísland École Mixte Grand-Camp Guadeloupe 3.- 5. b Qeqertarsuatsiaat Atuarfiat Grænland


Snjóstormurinn Einu sinni var stúlka frá Kanaríeyjum. Hún hét Arminda. Hún bjó í frumbyggjaþorpi á Kanaríeyjum. Arminda var hrædd við myrkrið og gat ekki sofið um nætur. Þegar Arminda var átta ára gömul var hún með lausa tönn. Hún fékk músina Pérez í heimsókn. Músin hafði það starf að safna saman tönnunum sem börnin misstu og skilja eftir gjafir um allan heim.


Snjóstormurinn Þegar Pérez settist niður í eldhúsinu sínu til þess að fá sér kaffibolla heyrði hann einhvern klóra í dyrnar. Hann læddist að dyrunum og opnaði þær. Fyrir utan sá hann Jólaköttinn frá Íslandi sem étur börnin sem fá ekki nýja flík fyrir jólin. Pérez öskraði hátt. Ekki vera hræddur sagði Jólakötturinn við Pérez. Ég kom bara til þess að vara þig við. Pérez bauð Jólakettinum inn í húsið sitt.


Snjóstormurinn Pérez bauð hann velkominn og gaf honum heitan tebolla. Pérez spurði köttinn hvers vegna hann hefði komið svona langa leið. Kötturinn svaraði að von væri á hræðilega öflugum snjóstormi og þá gæti Pérez ekki náð í tennur hjá börnum og ekki gefið gjafir. Pérez varð mjög hryggur og áhyggjufullur þegar hann heyrði þetta.


Snjóstromurinn Pérez drakk kaffið og heyrir þá bankað á dyrnar. Hann opnar dyrnar og sér mann í rauðum fötum. Þarna er þá kominn Jólasveinninn frá Grænlandi sem vill endilega hjálpa. Pérez býður Jólasveininum kaffi og þeir rabba saman um leiðir úr vandanum. Næsta dag fara þeir báðir á sleða Jólasveinsins til að safna saman tönnum og gefa börnunum gjafir.



Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.