Tröllastrákur í gálgahrauni

Page 1

Tröllastrákur í Gálgahrauni Samstarfsverkefni eftirfarandi skóla í Comeniusarverkefninu Once upon an Island: Sjálandsskóli 1.-2. bekkur Dog Kennel Hill 2. bekkur England Ceip San José Artesano 1. bekkur Kanarí Circolo Didattico „Palazzello“ 2.bekkur Ítalía


Einn morgun fóru nemendur í Sjálandsskóla með vasaljós út í Gálgahraun. Þeir voru allir í endurskinsvestum svo auðveldara væri að sjá þá. Þeir léku sér að því að lýsa með vasaljósinu á vestin í myrkrinu. Þegar þeir komu í hraunið heyrðu þeir að einhver grét sáran. Þeir gengu í átt að hljóðinu og þegar þeir nálguðust datt ein stelpan um eitthvað mjúkt og loðið. Stúlkan hét Eva. Hún öskraði hátt þegar hún sá að þetta var lítið tröllabarn. Tröllabarnið sem var strákur var hinsvegar svo ánægður að sjá börnin að hann hætti að gráta. Hann sagðist heita Ari og væri að gráta vegna þess að hann hafi týnt foreldrum sínum og nú bað hann krakkana að hjálpa sér að leita að þeim því hann hefði ekki séð þau síðan í fyrradag.


Eva spurði hann hvernig hann hefði týnt foreldrum sínum. Hann sagði þeim að þau hefðu verið að koma heim eftir að hafa heimsótt vini sína í næsta dal. Hann hefði verið að hlaupa og leika sér á leiðinni og hrasað og dottið ofan í gjótu milli hárra kletta. Þegar hann hefði loksins komist uppúr gjótunni hefði hann hvergi séð foreldra sína. Hann reyndi að kalla á þá en þau hefðu ekki heyrt í honum. Ari sagðist hafa leitað að foreldrum sínum en leitin hefði ekki borið árangur. Litli tröllastrákurinn sagðist hafa fundið helli og kúrt sig þar niður og grátið stórum tröllatárum. Krakkarnir voru mjög slegnir yfir þessari sögu. Ekki hafa áhyggjur Ari, sagði Eva. Við skulum hjálpa þér að finna fjölskyldu þína. Krakkarnir heyrðu skrýtið hljóð sem sem reyndist vera garnagaul úr maganum hans Ara. Hann hafði ekki fengið neinn morgunmat. Viltu fá bita af nestinu mínu spurði einn drengjanna sem tók stórt nestisbox úr bakpokanum sínum. Hann rétti Ara stórt og safaríkt epli. Ari horfði forviða á eplið. Hann hafði aldrei séð epli fyrr. Hann þefaði af eplinu,sleikti það og að lokum fékk hann sér bita. Oh júffegnt öskraði hann þetta er dásamlegt. Hann lauk við eplið á styttri tíma en tekur að binda skóreimar sínar.


Eva leit á vini sína sem hópuðust kringum tröllastrákinn. Hvað eigum við að gera núna spurði hún. Börnin ræddu saman um það og ákváðu að hjálpa tröllastráknum. Ari varð himinlifandi yfir því að hafa eignast svona marga nýja vini. Hann útskýrði fyrir þeim að húsið sitt væri hinum megin við eldfjallið sem þau sáu langt í burtu. Þegar þau höfðu gengið langa stund heyrðu þau annað garnagaul. Þú getur ekki verið orðinn svangur aftur sagði einn vinur Evu. Nei sjáið þið kallaði önnur stúlka. Börnin litu í þá átt sem hún benti. Á toppi eldfjallsins birtist stórt rautt gin eins og munnur á smjattandi dreka. Það var eins og risi væri að spýtta út úr sér gráum rotnandi tönnum þegar grjótmolarnari flugu upp í loftið. Eldfjallið var byrjað að gjósa.Á augabragði snéru allir sér við og hlupu í burtu. En ég vil fá mömmu „ vældi Ari.


Strax og barnið var búið með snarlið var kominn tími til að leita að mömmu og pabba Ara. Börnin kölluðu á þau og báðu þau að koma. Allt í einu kom álfkona í ljós í hrauninu. „ Elsku börn, ég get hjálpað ykkur að finna foreldra Ara“ sagði hún. „en fyrst hef ég eina ósk“. - Hver er óskin? - Ég vil að þið gefið mér allan matinn sem þið eruð með í bakpokanum ykkar. Mig langar svo að smakka mannamat - Börnin litu hvert á annað og án þess að hika tóku þau upp súkkulaðikex, jógúrt, ávexti og skinkusamlokur og gáfu álfkonunni. -ummmm þetta er svo ljúffengt. Þakka ykkur fyrir. - Já góða álfkona en þú verður að muna að þú getur aðeins borðað sælgæti einu sinni í viku . Getur þú núna farið með okkur til foreldra Ara. - Já eltið mig. Svo fylgdi álfkonan þeim til foreldra Ara. Upp frá því vouru krakkarnir og álfkonan í hrauninu bestu vinir og krakkarnir ákváðu að skilja sælgæti fyrir álfkonuna á gluggasillunni einu sinni í viku.


Á leiðinni sá Ari tröllastrákurinn fótspor eftir foreldra sína á jörðinni. Allt í einu skall á mikill stormur, þrumur og eldingar,vindur haglél og snjór. Vindurinn var svo sterkur að hann máði strax út fótsporin. Krakkarnir reyndu að finna þau með vasaljósunum sínum.


Þau komu í dal þar sem var frosið stöðuvatn. Þau leituðu hælis í helli þar hjá. Þau voru svo þreytt að þau steinsofnuðu strax. Næsta morgun vöknuðu þau og það var ennþá dimmt. Allir voru mjög svangir,sérstaklega tröllastrákurinn. Garnagaulið í maga hans var svo mikið að allir vöknuðu í hellinum. Það var ekki til matur. Hvað gátu þau gert.


Álfkonan ráðlagði þeim að fara að veiða í frosnu vatninu. Ari tröllastrákur, barði með sterkum hnefa sínum gat á ísinn. Þau fengu mikinn fisk og steiktu hann á heitum steinum á ströndinni. Það var sannkölluð grillveisla. Loksins gat Ari fengið nóg að borða með vinum sínum.


Skyndilega heyrðu þau hávær og þung fótspor. Þetta voru foreldrar Ara sem höfðu fundið lyktina af steikta fiskinum. Ari hrópaði svo hátt af gleði að allur dalurinn nötraði. Foreldrarnir föðmuðu álfkonuna og börnin og þökkuðu þeim fyrir að hafa hjálpað Ara tröllabarni.


Allir eiga að muna að það er hollt að borða fisk einu sinni í viku.



Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.