Flóttinn úr brunanum mikla

Page 1

Flóttinn úr brunanum mikla Samstarfsverkefni eftirfarandi skóla í Comeniusarverkefninu Once upon an Island : Dog Kennel Hill Primary School (2C) Sjalándskóli (2º) CEIP San José Artesano (2ºA) Ecole élémentaire mixte 1 (2-3)


Fyrir löngu síðan,árið 1666, var maður sem hét Tómas Farriner. Hann bjó í Búðingsstræti í miðborg London. Tómas var bakari og hann bakaði kex og brauð fyrir kónginn og herinn. Allir elskuðu dásamlega kexið hans og ljúffenga brauðið.


Seint, eitt septemberkvöld, var Tómas svo þreyttur eftir langan vinnudag að hann fór í rúmið án þess að sópa öskuna úr ofninum. Þessa nótt brann bakaríið til kaldra kola og eldurinn breiddist í nærliggjandi hús. Húsin voru úr timbri svo þau brunnu auðveldlega Mikill reykur og hiti vakti fjölskylduna.


Hvað gátu þau gert? Þau voru mjög hrædd, þau voru föst inn í brennandi húsinu. Ákváðu að stökkva út um gluggann út á götuna. Tómas stökk fyrstur og á eftir honum konan hans og dóttir.. Þegar þau voru komin út á götu hlupu þau eins hratt og þau gátu í átt að ánni Tames. Allir voru hrópandi á hlaupunum. Tómas fann mannlausan bát og klifraði um borð. Þau vissu ekki hvert þau áttu að fara en þau voru ánægð að sleppa frá brunanum mikla. Báturinn flaut niður ána. Hvar myndu þau lenda??


Tómas Farriner og fjölskylda hans flutu alla leið til Íslands.Thomas og fjölskylda hans fóru úr bátnum og byrjuðu að ganga. Þegar þau höfðu gengið í langan tíma komu þau að litlu húsi. Tómas bankaði á hurðina og spurði hvort þau gætu fengið gistingu nokkrar nætur. Í húsinu bjó Ingólfur Anarson og fjölskylda hans. Tómas og fjölskylda hans bjuggu hjá Víkingnum og fjölskyldu hans í nokkra daga og Tómas kenndi þeim að baka kex og brauð.


Tómas ákvað að kynnast Íslandi betur. Hann fór þess vegna af stað og Ingólfur fór með honum til þess að sýna honum og fjölskyldu hans landið. Þau sáu Geysir, Gullfoss, Goðafoss og nokkra lunda. Síðan sigldu þau til Vestmannaeyja. En eldfjallið á Heimaey fór að gjósa svo þau þurftu að flýja af eyjunni. Þau flutu burt á bátnum. Hvert mun fjölskyldan fara núna?


Þegar Tómas og fjölskylda hans voru á ferð á bátnum skall allt í einu á mikill stormur. Eftir smá tíma birtust dökk ský á himnum, það rigndi eins og hellt væri úr fötu og sólin hvarf. Fjölskyldan var hrædd og öldurnar urðu sífellt stærri og stærri. Þau vissu ekki í hvaða átt þau áttu að sigla. Þau ákváðu að haldast í hendur, þar á meðal sjö ára Juliette.


Þegar veðrið var gengið niður, flýttu þau sér að ströndinni og gengu eftir henni. Þau voru komin til Kanaríeyja. Þar hittu þau Guanch fjölskylduna. Í þeirri fjölskyldu var drengur á sama aldri og Juliette. Hann var kallaður Jo. Þau urðu vinir. .


Jo fór með þau í helli þar sem þau gátu búið. Með tímanum lærði Tómas og fjölskylda hans um menningu Guanches. Fullorðna fólkið sá um landbúnað og ræktun meðan börnin hjálpuðu til með því að mála leirmuni. Og sagan endar á ensku fjölskyldunni sem settist að á Kanaríeyjum.


Tómas Farriner og fjölskylda hans komu að strönd Marina du Gosier í Guadeloupe að morgni. Þau bönkuðu á nokkrar dyr án þess að nokkur svaraði. Loks sáu þau ljós í bakaríi í nágrenninu. Bakarinn var vaknaður og byrjaður að vinna.

.


Hann ákvað að taka á móti fjölskyldunni og Tómas sagði honum frá ferðum sínum frá því að hann fór frá London.

Þau héldu smá hátíð með brauði, kókostertum og heitu súkkulaði borið fram eftir þeirra hefðum.


Tómas var svo áhugasamur um allar frábæru uppskiftirnar í bakaríunu í Karabískahafinu að bakarinn réði hann í vinnu. Hér vildi Tómas búa með fjölskyldu sinni. Það var hvort sem er ekkert sem beið eftir þeim í London.


Once Upon an Island


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.