Grýla fer í frí

Page 1

Grýla fer í frí Samstarfsverkefni eftirfarandi skóla í Comeniusarverkefninu Once upon an Island:

3. og 4. B Sjálandsskóli Ísland 4.A Ceip San José Arlesano Kanarí 4.B Szkola podstawowa Pólland Circolo Di dattico „palazzello“ Sikiley


Grýla fer í frí Jólin voru liðin og Grýla mamma jólasveinanna var í hellinum. Hún var að strauja alla 13 jólasveinabúningana því allir jólasveinarnir voru komnir heim eftir að hafa gefið góðu börnunum á Íslandi í skóinn. Það var mikill hávaði í hellinum og Grýla var mjög þreytt. Hún skoðaði auglýsingar um frí í útlöndum í dagblaðinu og ákvað að finna ferð þar sem hún gæti slappað af.

Texti og mynd frá Íslandi


Grýla fer í frí. Hún ákvað að fara til Reykjavíkur, höfuðborgar Íslands. Á leiðinni fór hún fram hjá Gullfossi og ákvað að fara í bað í fossinum . Hún stökk út í fossinn. Eftir smá tíma heyrði hún öskur og læti. Hún leit upp og sá marga ferðamenn hoppandi og æpandi. Farðu upp úr fossinum. Við viljum ekki hafa þig með á myndunum. Grýla varð svo hrædd að hún skaust upp úr fossinum og flýtti sér eins og hún gat til Reykjavíkur.

Texti og myndir frá Íslandi


Grýla fer í frí Þar fór hún inn á ferðaskrifstofu og ætlaði að kaupa sér ferð til Kanaríeyja. Hún gat ekki borgað því hún átti engan pening og ákvað að fara út á flugvöll og reyna að komast um borð í þotu. Hún var mjög svöng svo hún fór í Húsdýragarðinn og fékk sér kind að éta.

Texti og mynd frá Íslandi


Grýla fer í frí Nú var hún södd og tilbúin að fara út á Keflavíkurflugvöll. Á leiðinni þangað fór hún fram hjá Bláa lóninu og hugsaði. Það væri nú gott að fara í bað í heitu vatninu, og það gerði hún. Eftir baðið hélt hún af stað út á flugvöll. Þegar hún kom þangað sá hún þotu á brautinni og hurðin var opin. Hún læddist inn,settist í eitt sætið og steinsofnaði. Þegar hún vaknaði var flugvélin lent á Kanarí..

Texti og mynd frá Íslandi


Grýla fer í frí Grýla fór út úr flugvélinni og var mjög hrifin af góða veðrinu á Kanaríeyjum. Hún ákvað að fara í gönguferð um eyjuna. Hún rakst á Dormans, göfugan innfæddan frumbyggja frá Kanaríeyjum. Hann var mjög vinalegur og hjálpaði henni.

Texti og mynd frá Kanaríeyjum


Grýla fer í frí Þau fengu sér hádegisverð í „la Cueva Pintada de Gáldar“ (málaði hellirinn) Þar átu þau dæmigerðan mat frá Kanaríeyjum - (skál af kartöflum með sósu frá Kanaríeyjum og gofio (ristað korn).

Texti og mynd frá Kanaríeyjum


Grýla fer í frí

Grýla naut matarins og hélt að pólski frændi sinn myndi finnast áhugavert að heyra af ferðum sínum til Kanaríeyja Hún fór út . á flugvöll og tók fyrstu flugvél til Póllands.

Texti og mynd frá Kanaríeyjum


Grýla fer í frí

Grýla lenti á flugvellinum Goleniow í Póllandi. Hún hoppaði upp í lest sem var að fara til eyjunnar Wolin.

Texti og mynd frá Póllandi


Grýla fer í frí. Hún fór úr lestinni í Miedyzdroje þar sem hún hitti víkinginn Lech frænda sinn. Þau voru sammála um að fara í gönguferð í Wolin þjóðgarðinum. Þau fóru síðan í Bison Reserve. Grýlu líkaði vel við stóru dýrin þar.

Texti og mynd frá Póllandi


Grýla fer í frí Á leiðinni heim fóru þau eftir ströndinni. Skyndilega heyrðu þau skrýtið hljóð. Þau litu upp og sáu þá stóran haförn með hvítt stél. Lech sagði að þau væru mjög heppin þar sem þessir fuglar væru mjög sjaldgæfir og erfitt að sjá þá.

Texti og mynd frá Póllandi


Grýla fer í frí

Nú voru þau orðin mjög svöng og Lech bauð Grýlu í steiktan fisk beint úr Baltic sjó

Texti og mynd frá Póllandi


Grýla fer í frí

Grýla fékk heimþrá og vildi fara heim…

Texti og mynd frá Póllandi


Grýla fer í frí Grýla fór frá Póllandi og vonaðist til að sjá landið sitt fljótt aftur. Þegar hún leit út um gluggan sá hún hátt fjall bláan sjó og fallegar strendur í staðinn fyrir hvíta snjóinn yfir Íslandi. Hún hafði farið í ranga flugvél og var nú að lenda á Sikiley á Ítalíu. Fjallið sem hún sá var eldfjallið Etna og sjórinn var Miðjarðarhafið.

Texti og mynd frá Sikiley


Grýla fer í frí Í þorpinu hitti Grýla góðhjartaðan gamlan mann. Hann hét Peppino og var 100 ára gamall. Hann átti heima í elsta borgarhluta Ragusa sem heitir IBLA. Hann fór með Grýlu að sjá St. Georges og St. Johns dómkirkjurnar. Þær eru báðar frægar fyrir Barrok byggingastílinn, þær eru meira að segja komnar á heimsminjaskrá UNESCO.

Texti og mynd frá Sikiley


Grýla fer í frí

Peppino sá góði maður var mjög gestrisinn og bauð Grýlu heim til sín. Konan hans útbjó marga af þjóðarréttum Sikileyjar , ravioli, bökur, cassata, cannoli, scacce, nougat og fleira.

Texti og mynd frá Sikiley


Grýla fer í frí

Góðhjörtuðu gömlu hjónin fóru með Grýlu at heimsækja hundrað herbergja kastalann Donafugata og garðinn þar í kring. Þar voru dásamlegu möndlutrén í blóma.

Texti og mynd frá Sikiley


Grýla fer í frí

Að lokum fóru þau niður að Marina di Ragusa ströndinni. Grýla horfði hugfangin á sandinn á ströndinni og hreinan sjóinn. Eftir nokkra daga ákvað Grýla að fara til Íslands. Hún mun þó alltaf eiga minningar um þessa yndislegu ferð.

Texti og mynd frá Sikiley



Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.