Veidislod 5. tbl 2012

Page 1

VEIÐISLÓÐ tímarit um sportveiði og tengt efni

5/2012




Í desember máttu dekra við þig...

LÉTTÖL


jórnog vetur og jól. á ritsthaust frGleðilegt Við horfum nú á bak athyglisverðs laxveiðisumars. Hugsanlega það slakasta á heildina litið sem um getur. Ýmsir kepptust við að benda á að fyrrum hefðu verið svo og svo mörg lakari ár eða svipuð, en þeir hinir sömu tóku ekki með í reikninginn að það er margt breytt síðan þá sem skekkti myndina. Í stað þess að velta okkur hér upp úr því sem betur hefði mátt fara á liðinni vertíð, skulum við hugsa með hlýju til þeirrar næstu sem verður án efa miklu betri. En þrátt fyrir litlar laxgöngur, þá áttu eigi að síður fjölmargir frábærar stundir á bökkum vatnanna sem endranær. Í Veiðislóð nú er margvíslegt efni að venju, bæði skot- og stangaveiði. Vonum við að efnið falli sem flestum í geð og að allir nær og fjær eigi góðar og gleðilegar hátíðir. Guðmundur Guðjónsson, ritstjóri Heimir Óskarsson, útlit og umbrot Jón Eyfjörð Friðriksson, greinaskrif.

efnið 8

Stiklað á stóru Farið yfir það helsta sem gerðist síðustu vikur í máli og myndum.

16 Viðtal Linda Björk Hrafnkelsd. Við fundum þessa hressu veiðikonu mokandi upp urriðum í Mývatnssveitinni s.l. sumar. 26 Veiðistaðurinn Arnarvatnsá/Helluvaðsá Jón Eyfjörð kennir okkur á þessu litlu perlu. 34 Fluguboxið – Cyrillio Yellow Grub Björn J. Blöndal gerði þessa flugu ódauðlega, en samt þekkja hana fáir. 38 Fluguboxið Hnýtingark. Hrygnunar Sigurvegarar keppninar segja frá vinningsflugunum, Drápu grænni, Ásinum og Lóu hvítri.

42 Skotveiði – Hreindýr Harpa Hlín Þórðardóttir skaut sitt fyrsta hreindýr á Grænlandi s.l. sumar, risavaxinn tarf. 52 Veitt erlendis Vatnakarpar Eysteinn Orri Gunnarsson segir okkur frá vatnakarpaveiðum á flugu í Kolóradó. 56 Eitt og annað Taumur snertur! Okkur hefur borist til eyrna að til séu veiðimenn sem láti duga að snerta taum til að telja lax skráningarhæfan.... 58 Veiðisagan Úr ýmsum áttum Veiðisagan núna er meira eins og smásagnasafn úr ýmsum áttum. Skrýtnar og skemmitlegar uppákomur.

62 Ljósmyndun Pétri Alan Guðmundssyni er greinilega fleira til lista lagt en að stunda kaupmennsku í Melabúðinni... 84 Lífríkið Guðni Guðbergsson fékkst til að svara ýmsum spurningum um laxfiska, spurningum sem vakna oft en stundum vantar svörin við. 88 Einu sinni var Draumreisa ABU Árið 1969 bauð sænska veiðivörufyrirtækið ABU verðlaunahöfum sínum það árið í „Drömresa“ til Íslands. 90 Villibráðareldhúsið Vínin með villibráðinni Við fengum vínspesíalista tveggja af stærstu víninnflytjendunum, RJC og Bakkus, til að ráðleggja bestu vínin með villibráð um hátíðirnar.

94 Veiðihundar Jólin að koma Það gengur ekki að besti vinur mannsins, hundurinn, fari í jólaköttinn.... 96 Bækur Vötn og Veiði 2012 Það eru fáar veiðibækur þessi jól. Ein er þó ævinlega á sínum stað, árbókin Vötn og Veiði. Hér birtum við kafla úr bókinni þar sem Einar Falur segir frá bleikjuveiðiævintýrum í Vatnsdal. 102 Græjur og fleira Hér þarf ekki að hafa mörg orð, á þessum síðum er hafsjór af frásögnum af nýjum og spennandi græjum... Forsíðuljósmynd: Heimir Óskarsson

5




stiklað á stóru

Lélegt laxasumar að baki en vonandi er framtíðin björt

Að vanda látum við myndirnar tala sínu máli hér í Stiklað á stóru og af þeim mætti e.t.v. ráða að allt hefði verið að gerast. En svo var ekki. Laxveiðivertíðin var sú slakasta sem um getur í raun þó að tölur segi að einhver fyrri ár hafi verið slakari. Þar var ekki gert ráð fyrir hinum svokölluðu hafbeitarám sem hafa skekkt svoleiðis samanburð, sömuleiðis fjölgun stanga og umtalsverðri endurveiði á slepptum löxum. Þannig að þegar að er gáð, þá er það skoðun okkar hér á Veiðislóð allavega, að 2012 hafi verið lakasta laxveiðivertíð sem um getur.

8

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2012


Jóhann Rafnsson með einn nálægt tuttugu pundunum úr Víðidalsá..

9


stiklað á stóru Lengst af var þetta mikið harðlífi og mikið um sögur af lélegum hollum á dýrasta og besta tímanum í bestu ánum. Vissulega voru margar lýsingarnar agalegar, og ekki hjálpaði að hefðbundinn þurrkatími yfir hásumarið spilaði sína árlegu rullu. Öll kurl eru ekki enn komin til grafar, en ljóst er að það var eins árs laxinn sem brást illilega, en hvers vegna liggur ekki fyrir. Hvort að það var illt viðurværi á hafbeitarslóðum, eða að kuldakastið á göngutíma seiðanna í fyrra hafi slegið niður árganginn, enginn veit enn og kannski aldrei. Sumir vildu kenna makríl um, að hann væri að éta seiðin út á gaddinn. Aðrir bentu á að makríllinn hefur verið hér í iðandi kös í all nokkur ár, en síðustu árin hafa verið meðal þeim allra bestu.

Örn Óskarsson með risalax úr Breiðdalsá.

Ásta Ólafsdóttir með fallega hrygnu úr Vatnsdalsá. Mynd Nils Folmer Jörgensen.

Aflabresturinn hleypti af stað víðtækum viðræðum leigutaka og veiðiréttareigenda um tilslakanir á samningsbundnum krónutöluhækkunum, enda, eins og Bjarni Júlíusson formaður SVFR orðaði það, þá hefur orðið alger forsendubrestur fyrir sölu á veiðileyfum á hækkandi verðlagi fyrir komandi sumar(og sumur). Ekki getum við þó greint frá neinum niðurstöðum hér, en gerum Það eftir föngum á fréttavef okkar, www. votnogveidi.is

Orri Stefánsson í „óveðrinu“ á bökkum Vatnsdalsár s.l. haust.

En það er sem betur fer fleira fiskur en lax. Silungsveiði í vötnum var yfir höfuð góð og sjóbirtingsveiðin hafði verið lífleg í september þegar þetta var ritað. Þá tók sjóbleikjuveiðin mikinn og góðan kipp upp á við á nýliðnu sumri. Kannski að hún sé að koma myndarlega til baka!

10

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2012

Rosa bolti úr Þverá í Fljótshlíð.


Hinn þýski Guido með stórlax úr Húseyjarkvísl. Mynd Stjáni Ben.

María Anna Clausen með rosalegan bleikjuhæng úr Vatnsdalnum. Mynd Ólafur Vigfússon.

Thelma Rut Jónsdóttir veiddi Maríulaxinn sinn í Grímsá. Mynd Jón Þór.

Mjöll Daníelsdóttir með stóra hrygnu úr Laxá í Aðaldal.

Svona var umhorfs víða við árnar í september, þetta er frá Álku í Vatnsdal. Mynd Orri Stefánsson. Ólafur Guðmundsson með fallegan birting úr Tungufljóti.

Tröllslegur birtingur, veiddur í Skóghyl í Geirlandsá. Mynd frá www.svfk.is


stiklað á stóru Haustmynd úr Vatnsdal. Ótrúlegt en satt, þetta er við Hnausastreng. Mynd Orri Stefánsson.

Theodór Erlingsson með stórlax úr Langhyl í Laxá á Ásum. Mynd Arnar Jón Agnarsson.

Arnar Jón Agnarsson með stórlax, 100 cm, úr Fluguhyl í Laxá á Ásum. Mynd Theodór Erlingsson.

Asger Olesen hinn danski með fallegan Þingeyskan urriða. Mynd Jón Eyfjörð.

Róbert Haraldsson með stórlax úr Hofsá.

Kári Ársælsson með flotta hrygnu úr Svartabakka í Straumfjarðará. Mynd gg.

Þórir Grétar með flottan hæng úr Stóru Laxá.

12

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2012


ÓTVÍRÆTT MERKI UM GÆÐI Í tvíhendulínum erum við með sérstöðu, við skerum og vigtum línuna fyrir stöngina

4Cast er einstök samsetning af skotlínu og langri

Komdu í Veiðiflugur og fáðu þjónustu og ráðleggingar frá þeim sem hafa reynsluna.

Guideline er leiðandi veiðivöruframleiðandi í Skandinavíu. Hjá Guideline vinna bestu veiðimenn Norðurlanda við hönnun á stöngum og línum. Við hjá Veiðiflugum erum með mikla veiðireynslu og okkar sérgrein eru línur og stangir. Það er ekki sama hvaða lína fer á stöngina þína, þar þarf að gæta mikillar nákvæmni svo þú fáir sem mest út úr veiðinni og köstunum. Vissir þú að línurnar frá Guideline eru hannaðar af bestu veiðimönnum Skandinavíu? Bullet skotlínan er hönnuð til að kasta langt með einu kasti og það mun koma þér verulega á óvart hvað hún flýgur mjúklega. belglínu og hefur 11 metra haus sem leggst mjúklega á vatnsflötinn. 4Cast línan var kosin besta línan hjá Trout&Salmon og er hrein bylting í hönnun á línum.

þína svo þú náir því besta út úr köstunum. Það er mikilvægt að fá rétta ráðgjöf varðandi hvað hentar í línum og við fullyrðum að sú ráðgjöf er

framúrskarandi hjá okkur í veiðiflugum.

Vissir þú að ábyrgðin á stöngunum frá Guideline er fullkomin. Við hjá Veiðiflugum erum sjálf veiðimenn og vitum hvað það er slæmt að þurfa að bíða eftir stangarpörtum í marga mánuði eða ár.

Ábyrgðin hjá okkur er einfaldlega 100%

sem felst í því að við eigum alltaf alla stangartoppa á lager í búðinni hjá okkur og afgreiðum þá samdægurs ef þú lendir í óhappi með Guideline stöngina þína.

Það styttir leiðina að góðum árangri. Veiðikveðja!

111


Jรณlabรฆkur allra veiรฐiman


nna

NÝKOMIN ÚT

NÝKOMIN ÚT

Fást í flestum bókabúðum


viðtal

Linda Björk Hrafnkelsdóttir

Ég fer til að veiða fisk en ekki til að standa í veseni og bulli Tveir þriðju hlutar okkar í GHJ útgáfu sem gefur út þetta vefrit og vefinn votnogveidi.is voru staddir á bökkum Laxár í Mývatnssveit í ágúst síðast liðnum. Veiði var einstaklega lífleg og í veiðihúsinu fyrsta kvöldið var enn fremur mjög líflegt og þar hittum við einstaklega skemmtilegan veiðimann, eða öllu heldur veiðikonu (konur eru líka menn). Sú heitir Linda Björk Hrafnkelsdóttir og deildi hún þar stöng með norskum veiðimanni. Þeim hafði gengið með afbrigðum vel og voru lýsingar hennar á atburðum dagsins litríkar og skemmtilegar. Sama má segja um flugurnar hennar sem við fengum að skoða og hún hnýtir sjálf. Áður en við vissum var þetta orðið að viðtali í Veiðislóð.

16

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2012


Slakað á við Hafralónsá. Ljósmynd: Kay Ingvar Ertzeid

17


viðtal

Linda Björk Hrafnkelsdóttir

Það er kannski ekki svo skrýtið að Linda hafi heillast af stangaveiði því hún er alin upp á bökkum Tungufljóts í Vestur Skaftafellssýslu sem er á sinn dyntótta og dularfulla hátt ein magnaðasta veiðiá landsins. Ekki voru þó æskustöðvarnar neðarlega í ríki sjóbirtingsins sem fljótið er þekkt fyrir, heldur „á hjara veraldar, Snæbýli“, eins og Linda orðar það. Sá hluti árinnar sem helst liggur að Snæbýli er að hluta hið svokallaða efra gljúfur, en tvö gljúfur, hrikaleg í meira lagi, eru ofan við Bjarnarfoss sem telst vera efsti veiðistaður sjógöngufisks í Fljótinu þó svo að margan gruni að fiskar geti farið þar upp í ákveðinni vatnshæð. Staðbundinn urriði er í ánni ofan við Bjarnarfoss og þann fisk sótti fjölskyldan í efra gljúfrið í soðið þegar svo bar undir. Langafi Lindu bjó á Snæbýli, en byggð lagðist þar af um tíma eftir Kötlugosið 1918. Búskapur hófst þar síðan að nýju og þá var það sem móðir Lindu kynntist fóstra hennar sem bjó á Snæbýli. Hófu þau búskap og þar með tengdist fjölskyldan Snæbýli öðru sinni. „Ég var bara lítil stelpa þegar ég fór að fara með ömmu minni í gljúfrið. Hún rataði um einstigin þar og það fer þangað enginn nema með fylgd. Amma var mikill veiðigarpur og hún og afi veiddu mikið saman. Hún var meiri aflakló en afi og maður sá á þeim þegar þau komu saman úr veiði þegar hún hafði veitt meira en hann, sem var oftast, því hann var þá þungur á brún, en hún sagði hógvær, „við veiddum vel“. Amma var orðin 74 ára þegar við fórum síðast saman í gljúfrið, það fór allur dagurinn í það í það skiptið og ég skil í dag það sem ég kannski skyldie kki þá, hversu hægt hún fór yfir, því árin taka á. Amma kenndi mér það viðhorf í veiði að veiða bara í soðið. Þegar við fórum

18

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2012

í gljúfrið var alltaf hætt að veiða þegar komið var nóg í soðið og ég fylgi þessu enn í dag. Ég fer ekki út til að moka upp fiski og fylla kistuna. Ég tek eitthvað, en aldrei svo mikið að ég geti ekki nýtt það og það er með því ömurlegra sem ég lendi í, að gleyma fiski í kistunni og finna hann ónýtan þar um vorið. Þá eiga menn ekki að vera að hirða þessar hrygnur þegar hallar sumri og haustar og þá er ég ekki aðeins að tala um laxinn, silunginn líka,“ segir Linda. En hvað veiddi hún á þegar hún var með ömmu sinni í gljúfrinu? „Það voru bara þessir skítahaugsormar sem maður fann heima við bæinn og stangirnar voru þessar gömlu ABU stangir með lokuðu hjólunum. En þetta voru engar rosalegar veiðar, það er ekki það mikill fiskur í fljótinu á þessum slóðum. Þetta var nýtt afar hóflega með


þessum hætti til heimilisins. Við vissum auðvitað af sjóbirtingnum og laxinum neðar í fljótinu og það var alveg þekkt í þá daga eins og nú fyrir stóra fiska. Við fórum þangað nokkrum sinnum, ég og bræður mínir og veiddum vel.“

Skoðað í Gústa í Hafralónsá, einn albesta veiðistað árinnar. Ljósmynd: Kay Ingvar Ertzeid

Flugur Lindu í umræðunni í veiðihusinu.

Þegar Linda var yngri, stofnaði hún fjölskyldu og bjó í Vestmannaeyjum. Lítið fór fyrir veiðibakteríunni á meðan á því öllu saman stóð, en þegar börnin voru orðin stálpuð og farin að tínast í burtu, gerðist það, árið 1997, að vinkona hennar sem bjó á Akureyri, bauð henni að veiða með sér í Laxá í Suður Þingeyjarsýslu, nánar tiltekið á hinu fræga urriðasvæði í Mývatnssveit. „Ég kunni nákvæmlega ekkert á fluguveiði, hafði aldrei staðið í því, þannig að ég fór í Veiðihornið og bað um að vera gerð þar út með unglingagræjum, sem að ég hélt að væri

Nokkrar af flugum Lindu. Ljósmynd: Heimir Óskarsson

Ljósmynd: Heimir Óskarsson

19


viðtal

Linda Björk Hrafnkelsdóttir

hæfilegt fyrir einhvern eins og mig sem kunni ekki neitt. Á þessum tíma voru að koma hingað Cortlandstangirnar og ég festi kaup á einni slíkri, 9 feta fyrir línu 7. Þá stöng er ég að nota enn þann dag í dag, frábær stöng. Ég sagði þeim í búðinni síðan hvert ég væri að fara og þeir röðuðu þá einhverjum flugum í box fyrir mig. Því næst fór ég með frænku minni í grunnkennslu í köstum og veiðiskap hjá Gústa Morthens á Selfossi. Ég trúði varla mínum eigin augum þegar ég kom síðan í Mývatnssveitina, þvílík fegurð þar og áin ótrúleg. Við vorum svo heppnar að það var algert toppár í Laxá á þessum tíma og við veiddum urriða alveg vinstri hægri. Aðfarirnar voru samt ekki beysnari en svo að vanur veiðikappi sem þarna var, gaf sér tíma til að sýna okkur veiðistaði og leiðrétta tækni. Alveg frábært að einhver skuli nenna að eyða tíma sínum með þessum hætti og við lærðum mikið af þessum manni, sem ég veit ekki einu sinni hvað heitir og hef ekki séð síðan. Hann hefur eitthvað vorkennt okkur stelpunum þó svo að við værum að setja í fiska. En þarna varð ég gersamlega heilluð af fluguveiði og hef ekki veitt á annað síðan. Það er svo mikið frelsi í því að vera bara með eina stöng og eitt flugubox og bara labba af stað. Ekkert ormavesen, engar sökkur. Silungarnir eru sterkir, fullir af próteinkrafti hvort sem þeir eru litlir eða stórir. Síðan hefur silungur líka verið í uppáhaldi og Laxá í Mývatnssveit líka og þangað fór ég á hverju ári í mörg ár, eða þangað til að ég gaf svæðinu pásu þegar mér fannst verið að vera að hækka of mikið fyrir minn smekk allra síðustu árin. Þetta er ekkert smá ferðalag og það má bæta miklum eldsneytiskostnaði við veiðileyfin þegar þannig er. En nú í sumar fór ég þó aftur og tók upp þráðinn og það var ógleymanlegur veiðitúr.“

20

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2012

Segðu okkur frá því... „Ég hef afar gaman að því að veiða á straumflugur þegar halla tekur degi, sérstaklega í Geldingaey og Arnarvatni. Ég var þarna að veiða með Norðmanni og við lentum í hreint ótrúlegri stemningu á Hagatá og þar í kring. Settum viðstöðulaust í hvern fiskinn af öðrum. Það var allt í keng allan tímann og ég held að við höfum landað einum þrjátíu fiskum auk þess að missa annað eins. Þetta voru allt vænir fiskar, 47 til 65 cm. Þessir fiskar komu á Black og Grey Ghost, Rektorinn og síðan þá ljótustu flugu sem ég held að ég hafi augum litið.“ Hvaða fluga er það? „Það er nú frumsamin fluga, ef flugu skyldi kalla. Ég skýrði hana Peanuts. Ég tengi saman tvo öngla með girnisspotta og úr verður löng fluga, alveg á lengd við stóran Rektor. Þetta er líkt Nobbler, eða öllu heldur tveimur Nobblerum og það má eiginlega segja að þessi fluga, þó hún sé hönnuð af mér, að hún sé frumsamin, stæld og stolin. Í fyrra var ég með gula útgáfu, en núna var ég komin með hvíta með fjólubláu ívafi. Báðar hafa veitt gríðarlega vel, líka í Veiðivötnum þar sem ég veiði líka á hverju sumri.“ Er þá straumfluguveiðin þitt uppáhald? „Mér finnst hún mjög skemmtileg, sérstaklega við vissar aðstæður. Ekki hvað síst vegna þess að fiskurinn fer af stað og eltist við straumflugurnar. Það er ekki verið að moka upp í hann einhverri platfæðu eins og í púpuveiðinni. En mest veiði ég þó með andstreymisaðferðinni og finnst það skemmtileg veiði. Þurrfluguveiði er ég aðeins að byrja á, það er það sama með þann veiðiskap og straumfluguveiðina að fiskurinn fer


og sækir fluguna. Ég er að fá einn og einn á þurrflugu, byrjaði að nota mikið Húsfluguna vegna þess að ég sé hana svo vel í vatninu með gula toppinn, en síðan er Black Gnat orðið mikið uppáhald hjá mér. Þetta er virkilega spennandi veiði og þvílík hamingja þegar maður er að ná fiski.“ Lindu finnst fátt betra en að grilla aflann á vatnsbakkanum. Ljósmynd: Úr safni Lindu

En hvað með bleikju og lax? „Ég er ekki mikið í laxveiði, aðeins þó. Við förum alltaf fjórar saman í Rangárnar, ég og Sigurbjörg Kristinsdóttir úr Vestmannaeyjum, Guðbjörg Guðjónsdóttir úr Reykjavík og Anna Kristín Ingvarsdóttir frá Selfossi. Oftast veljum við frekar Eystri Rangá, hún er dyntótt og erfiðari. Ég gleymi ekki fyrsta skiptinu okkar í Eystri Rangá, áin var kolmórauð og ég velti fyrir mér hvernig fólki gæti dottið til hugar að veiða í svona drullupolli. Áin verður stundum skoluð, við vissum það seinna og gáfum ánni sjens og höfum ekki séð eftir því. Höfum oft veitt vel og þetta er skemmtilegur hópur. En silungurinn er meira fyrir mig og fyrir utan urriðann hef ég aðeins lagt mig eftir bleikju. Ég hef til dæmis reynt fyrir mér í Brúará, farið ábyggilega tuttugu sinnum í ána og aðeins fengið fimm bleikjur og allar alveg óvart án þess að ég vissi hvað hefði valdið því að ég setti í fisk. Gruna helsta ð ég hafi aðeins veitt í ánni bleikjur í sjálfsmorðshugleiðingum, nú eða að ég sé að verða svo gömul að ég hafi ekki þetta snögga viðbragð lengur sem mér skylst á kunnugum að skipti öllu máli með bleikjuna í Brúará. Ég hef líka haft gaman að því að veiða sjóbleikju. Veiddi hana fyrst einhverju sinni í Blikalóni á Sléttu, fékk þá fína veiði og seinna fór ég að veiða bleikju að Hrauni í Fljótum, veiddi hana

Linda búin að landa vænum urriða í Laxá í Mývatnssveit. Ljósmynd: Heimir Óskarsson

21


Með’ann á í Eystri Rangá. Ljósmynd úr safni Lindu.

22

þar sem hún kom inn í ósinn. Ég er nú samt enginn sérfræðingur á sjóbleikjuna. Annar staður þar sem ég hef fengið sjóbleikju er í Haukadalsvatni, en því kynntist ég með þeim hætti að ég hef haft gaman að því að fara kannski svona þriggja daga ferðir með Veiðikortið upp á vasann. Mig langar alltaf til að kynnast nýjum veiðistöðum og prófa eitthvað nýtt. Þessar ferðir með Veiðikortið byrjuðu í Hraunsfirðinum þar sem var gjarnan sýnd veiði en ekki gefin. Í framhaldinu kíkti ég á Haukadalsvatnið og komst upp á lagið með að veiða bleikjuna þar. Oftast sér maður hvar hún er, annað hvort út af uppitökum, eða að maður veit að hún leitar upp í vindinn og er í æti þar sem upprótið safnast. Þarna hef ég oft fengið fína veiði. Ég er ekki að tala um einhvera mokafla, kannski 5 til 6 fiska sem dugar mér alveg. Ég hætti þá, enda er ég ekki að þessu til að fylla kistuna eins og ég gat um áðan. Mér finnst fátt skemmtilegra eða betra en að elda fisk bara á staðnum, beint uppúr vatninu með haus og öllu. Grilla hann og hef með mér smjör og salt og kaldar kartöflur.“

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2012

Þú nefndir áðan Veiðivötn, eru þau í uppáhaldi? „Já, ég er mjög hrifin af Veiðivötnum og reyni að fara þangað á hverju sumri, alla vega einu sinni, en það er svo mikil aðsóknin þangað að það liggur við að maður fylgist með dánarfregnum til að sjá hvort að einhverjar smugur hafi opnast. Hins vegar voru Veiðivötnin vettvangur sérstakrar uppákomu á veiðiferli mínum. Það er óhætt að segja að ég hafi lent í ýmsum uppákomum í veiði sem rekja má beint til þess að ég er kona. Ég lendi eins og gengur oft með karlmönnum í veiðihúsum og ég verð að segja það strax áður en lengra er haldið, að yfirleitt eru karlagreyin einstaklega kurteisir og almennilegir. En það er stundum öðru vísi og á stundum kemur það fyrir að mennvirðast vera komnir í annars konar veiðiskap heldur en upphaflega stóð til. Versta uppákoman er tengd Veiðivötnum, en þar var mér boðið að kaupa forfallastöng innan úr hópi sem fór saman árlega í vötnin. Þetta er karlahópur og mjög samheldinn, það er keypt sameiginlega inn og ýmsar seremóníur. Þeir vissu af þessu, að ég hefí keypt leyfið, en enginn sagði neitt þangað til að í vötnin var komið, að ég fékk að heyra það að þeir myndu ekki leyfa konu að gista undir sama þaki og þeir. Þetta var nú heldur neyðarleg uppákoma og óskemmtileg fyrir mig, því ég var þarna í fullum rétti með ekki aðeins veiðileyfi, heldur gistingu og hlutdeild í sameiginlegum vistum, og á sama tíma greinilega algerlega óvelkomin í hópinn. Og mætt í Veiðivötn án húsnæðis og matar! En þetta góða fólk, Hermann og Bryndís og þau björguðu mér, leyfðu mér að gista í hálfkláruðu veiðihúsi og buðu mér að borða með þeim. Ég heyrði utan að mér að karlarnir hafi fengið bakþanka og verið


BARA ÞAÐ BESTA

Metnaður okkar er að þjónusta viðskiptavini af þekkingu og reynslu og tryggja þeim ánægjulega og árangursríka veiðiferð.

V E I Ð I H O R N I Ð - S Í Ð U M Ú L A 8 - 108 R E Y K J AV Í K - S Í M I 568 8410 - V E I D I H O R N I D. I S

/// F LU G A N . I S ///

VEIDIMADURINN.IS


Linda búin að landa vænum laxi. Ljósmynd úr safni Lindu.

að svipast um eftir mér, en þeir fréttu aldrei hvar ég var og þekktu hvorki mig eða bílinn minn í sjón. Leiðir sköruðust því ekki. Ég fyrirgaf þeim þetta nú, hef ekki áhuga á að erfa eitt eða neitt, enda eru veiðiferðir algerlega heilagar fyrir mér. Ég fer í þær til að veiða fisk en ekki til að standa í veseni og bulli í veiðihúsum. Það var fannst mér meira um svona uppákomur hér áður fyrr, ekki svona slæmar, en svona leiðindi sem rekja mátti til þess að ég er kona, karlar voru t.d. iðulega að ráðskast með svæðaskiptingar eins og mér kæmi þær ekkert við og þess háttar. Mér fannst þetta þó vera að batna mikið, ár frá ári, þangað til síðasta sumar að þessi uppákoma varð í Veiðivötnum.“ Eina góða í lokin? Linda situr og þegir um stund og klórar sér síðan í höfðinu. „Þetta rennur allt saman,“ segir hún og hugsar sig um aðeins lengur. „Og þó, ég man eftir einni alveg lygilegri sögu sem gerðist hjá okkur stelpunum í Eystri Rangá. Við áttum svæði 1 um morguninn og svæði 9 á seinni vaktinni. Það rigndi einhver reiðinnar býsn þennan dag, þannig að þegar við áttum að fara upp á svæði 9 var áin orðin algerlega óveiðandi. Við ákváðum því að líta á Fiská, sem er falleg bergvatnsá sem rennur í Eystri Rangá þarna upp frá. Neðarlega í henni er sleppitjörn og veiðistaður þar niður af

24

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2012

sem heitir Bakkahylur. Þegar við komum að Bakkahyl kom í ljós að hann var algerlega stappaður af laxi og það var að auki mikil hreyfing. Laxar á lofti um allt, þeir voru m.a. að reyna að stökkva upp í rörið þar sem rann frá sleppitjörninni. Virtist augljóst að lax hefði gengið uppúr Eystri Rangá í rigningunni. Við vorum þarna þessar fjórar með tvær stangir og fórum strax að velta fyrir okkur hvernig við ættum að bera okkur að. En það var ekkert annað en að við bara byrjuðum og köstuðum ýmsum flugum, stórum og smáum og reyndum alls konar tilbrigði í línum, taumum og drætti. Skemmst frá að segja að enginn lax tók hjá okkur. Allt í einu var þó engu líkara en að ég væri allt í einu komin með töfraformúluna, rétta taumlengd, eða rétta flugu, ég veit það ekki, en allt í einu var ég að setja í laxa í nánast hverju kasti. Við vorum að skiptast á og þær settu sams konar flugu á hina stöngina, léttann Skrögg og reyndu að gera allt eins, en allt kom fyrir ekki. Engin setti í lax nema ég og þetta voru ábyggilega einar tuttugu tökur. En þeir tóku grannt og ég missti þá flesta fljótlega. Náði aðeins að landa tveimur af þessum tuttugu. Það var engin leið að sjá hvernig á því gat staðið að engin setti í lax nema ég. Þær virtust gera allt eins og notuðu jafnvel stöngina mína með minni flugu og öllu, en það skipti engu máli. Þetta var bara svona og þetta kalla ég lygilega veiðisögu!“


Bestu vínkaupin Vantar þig hjálp við að finna réttu vínin með jólamatnum og villibráðinni?

Smelltu hér og lestu um bestu vínkaupin hverju sinni. Mundu eftir að líka við síðuna ... http://www.facebook.com/Bestu.vinkaupin


Á veiðistaðnum Myllu.. Myndir með grein: Jón Eyfjörð.

26

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2012


veiðistaðurinn Arnarvatnsá/Helluvaðsá

Frábær og full af fiski en viðkvæm Laxá í Þingeyjarsýslu fellur fram af stalli við svokallaða Kleif. Þar fyrir neðan kvíslast hún við Flathólma, rennur á hraunstöllum þar neðan við og þar sem þessum hraunstöllum sleppir, efst við Fótarhólma, byrjar Arnarvatnsá. Hún nefnist þessu nafni, alla leið vestur að Arnarvatni en úr því vatni fellur Helluvaðsá og svo nefnist kvíslin, uns hún fellur aftur í Laxá, rétt neðan bæjarins Laxárbakka.

27


veiðistaðurinn Arnarvatnsá/Helluvaðsá

Áin hefur notið sí meiri vinsælda nú í seinni tíð en hún geymir sprettharða urriða, silunga sem eftirminnilegt er að kljást við. Oft eru þessir fiskar frekar sýnd veiði en gefin en áin er gríðarlega viðkvæm og það er áskorun að veiða hana. Áin byrjar eins og fyrr segir við Fótarhólma og fyrsti veiðistaðurinn sem orð er á gerandi er við Stíflubjörg. Þar kemur áin í svolitlum streng, hægir á sér og breiðir úr sér. Urriðinn getur verið á öllu þessu svæði, niður með Fótarhólmanum, að stíflunni, sem er þarna um 300 metrum neðan við. Oft hefur gefist vel að byrja alveg upp við strenginn, þar sem hann er stríðastur,kasta alvega að bakkanum við Fótarhólmann og veiða alveg niður að stíflunni. Einnig er hægt að byrja við stífluna og veiða með þurrflugu uppeftir. Silungurinn er ótrúlega oft mjög nærri bakka, svo enn og aftur er ítrekað að fara ofurvarlega. Neðan stíflunnar er áin svo frekar grunn og straumhörð, niður undir svokallaðn Steinboga. Þó er rétt að minnast á lítið og nett hringstreymi, skammt ofan bogans. Þar er stundum hægt að næla í ágæta fiska. Næstur er Steinboginn, kyngimagnaður veiðistaður og að öðrum stöðum í ánni ólöstuðum, líklega sá gjöfulasti. Þarna fellur lítill foss niður smá stall, ofan í hyl og vatn streymir einnig undan hrauninu og hellar eru talsvert undir hraunið. Allt árið um kring má sjá þarna stóra urriða á sveimi og oft á tíðum mikið af þeim. Stundum standa einungis sporðar undan hrauninu en á góðum degi dreifir silungurinn sér niður allan staðinn, alveg niður undir lítið brot sem þarna er.

28

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2012

Best er fyrir veiðimanninn að koma neðan að, taka sér stöðu við lítið sker, neðst við veiðistaðinn og láta fara lítið fyrir sér. Alls ekki byrja að kíkja ofan í hylinn, þess þarf ekki, þarna er alltaf urriði. Best er að byrja að veiða nærsvæðið, kasta við bakkana og láta þurrfluguna fljóta niður strauminn. Ekki taka hana upp úr vatninu fyrr en hún er komin niður fyrir brotið, þá er í lagi að kasta aftur. Það er ekki nauðsynlegt að kasta langt, betra að einbeita sér að því að vera nákvæmur. Þennan stað er að sjálfsögðu líka hægt að veiða með púpu, andstreymis en gott er að hafa í huga að sökum þess hve viðkvæmur staðurinn er, getur verið nauðsynlegt að leyfa honum að jafna sig eftir að búið er að kjást við urriða þarna. Stundum rjúka þeir líka niður úr veiðistaðnum og þá er vænlegast að reyna að ná þeim, áður en þeir komast í ræsið, sem þarna liggur undir þjóðveginn. Komist silungurinn þangað, er einsýnt um framhaldið. Stutt er frá Steinboga, niður að næsta veiðistað en hann er neðan við ræsið. Reyndar má stundum rekast á urriða í pollum á leiðinni frá Steinboganum, þarna niðureftir. Neðan við ræsið er ágætur veiðistaður. Þar er lítill hryggur í miðri ánni og frekar lygt er við norðurbakkann en þar og í strengnum sjálfum er oftast hægt að næla í fiska. Sé þessi staður veiddur af norðurbakkanum er rétt að láta lítið fara fyrir sér, staðsetja sig neðst og veiða upp með bakkanum, mjög nálægt landinu, hvort heldur sem er með þurrflugu eða púpu. Hér er líka hægt að nota straumflugu en þá er best að veiða frá suðubakkanum, staðsetja sig alveg upp við veginn, kasta að bakkanum að norðan og gæta þess að koma flugunni yfir sem mest svæði.

Bleik og blá virkar ekki síður á urriða en sjóbleikju.


Nokkrir pollar eru síðan á leiðinni frá ræsinu að næsta eiginlega veiðistað. Sá nefnist Mylla og er neðan við bæjarhólinn á Arnarvatni I. Þarna er líka óhætt að eyða talsverðum tíma. Silungurinn heldur sig oftast meðfram hólmanum litla sem þarna er, stundum í strengnum sjálfum en stundum við hólmahornið neðanvert. Þá skal nefnt að stundum er urriði á breiðunni fyrir neðan hólinn og þess vegna er rétt að kasta aðeins á hana. Næst taka við lygnur og lítill straumur en oft á tíðum má fá fiska á svæðinu neðan við Myllu, að gömlu brúnni við Arnarvatn 2. Það ber að fara varlega þarna, sérdeilis varlega og kíkja eftir þrengingum. Við slíkar þrengingar dýpkar gjarnan og þar má oft finna urriða.

Veiðimaður kastar andstreymis í Steinboga.

Næsti staður sem vert er að nefna er svokallaður Skotbakki. Þar beygir áin, rennur í sveig meðfram háum bakka, þrengist og breiðir svo úr sér aftur. Djúpur hylur er þar sem áin er þrengst og það er oftast urriði það. Þá getur verið gott að kasta straumflugu alveg upp að háa bakkanum og láta hana leka niður í hylinn, strippa hana svo ákveðið til baka. Einnig getur verið árangursríkt að fara niður fyrir hylinn og veiða hann andstreymis. Rétt er að taka með í reikninginn að oft er urriði meðfram austurbakkanum þannig að best er að byrja dálítið neðarlega og veiða sig varlega uppmeð, þangað til komið er að hylnum. Skammt fyrir neðan beygir svo áin og rennur meðfram hárri brekku, rétt áður en hún fellur undir gömlu brúna við Arnarvatn 2. Þarna er líka undantekningalítið urriði en bæði þar og fyrir neðan brúna getur reynst þrautin þyngri að fá hann til að taka.

29


Tekist á við urriða neðan við Ræsið.

Stór hylur með talverðu hringstreymi er svo neðan við brúna. Þetta er mjög dyntóttur veiðistaður og en stundum er urriðinn alveg við landið, við vesturbakkann og því er best að slæða það svæði, áður en byrjað er að kasta í hinn eiginlega hyl. Urriða er að finna um hylinn allan. Stundum er hann alveg þar sem straumkastið frá strengnum endar að vestan og nánast alltaf er fiskur við austurbakkann, en þar er bakstraumur, líkt og við vesturbakkann. Bæði er hægt að veiða þetta með hefðbundnum straumflugum og eins andstreymis, með þurrflugu og púpum. Rétt fyrir neðan hylinn eru hólmar og þar meðfram er dýpi sem stundum geymir fiska. Rétt er að lauma agni þar ofan í og eins getur verið gott að kast þurrflugu á þetta dýpi. Frá þessum hólma taka svo við lygnur, líkt og er neðan við Myllu. Hér eiga menn að líta eftir straumbreytingu, þrengingum og beygjum. Oft má finna talsvert af fiski á þessu svæði, alveg niður að að gamalli stíflu í ánni sem

30

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2012

nefnist Hólmavaðsstífla. Rétt neðan við þessa stíflu er þrenging. Þar er hylur og beygja fyrir neðan. Hér er mjög oft urriði og hér, eins og annars staðar við ána er hægt að veiða með þeim aðferðum sem henta veiðimanninum best, hvort sem um er að ræða veiðar með þurrflugu og púpu andstreymis eða hefðbundinni straumfluguveiði. Nú er orðið stutt niður í ármótin en áin breytir um nafn, eftir að hún sameinast Helluvaðsá sem kemur úr Arnarvatni. Þaðan, niður í Laxá við Helluvaðsbæi, nefnist áin Helluvaðsá. Mýrartá nefnist eyjan þar sem Helluvaðsáin kemur úr vatninu og koma árnar saman við svokallaðan Marðarhólma. Þar skammt fyrir neðan heitir Marðarvað. Það er mjög grunnur veiðistaður og oft má sjá rákir eftir urriða, þar sem þeir skjótast af vaðinu sjálfur upp undir bakkann við vesturlandið. Þar heldur urriðinn sig oftast og þarna ber að fara ofur varlega, reyndar alveg sérstaklega varlega, því þarna er grunnt og viðkvæmt og veiðimaðurinn fær yfirleitt ekki nema einn séns til að veiða þá fiska sem þarna eru, oft á tíðum mjög sjáanlegir.


Ertu búinn að skrá þig? Tímaritið VEIÐISLÓÐ er ókeypis fyrir lesendur! Ef þú lesandi góður ert ekki skráður fyrir ókeypis áskrift þá getur þú sýnt okkur stuðning með því að skrá þig t.d. núna!

„... en hvernig skrái ég mig?“ Þú ferð inn á www.veidislod.is og skráir netfang og nafn upp í hægra horninu, gangi þér vel!

Smelltu á kassann til að fara á veidislod.is og skrá þig! Við notum skráninguna eingöngu til að senda þér tilkynningu um ný tölublöð!


Dæmigert fyrir ána, kyrrar breiður með blómskrúði. Nánast alls staðar fiskur og oft í harðalandi.

Nú rennur áin til norðurs, meðfram Helluvaðsbrekkum og skammt sunnan við þann stað þar sem vegurinn kemur niður á árbakkann er dálítið horn. Frá þessu horni, norður með hlíðinni, alveg þangað til áin þrengist er ágætis möguleiki á að krækja í urriða. Sérstaklega á að skoða vel svæðið við hornið, rétt norðan vegarins. Þar er dýpi og ágætur veiðistaður, alveg norður í þrenginguna. Þetta svæði nefnist Sundásstykkisbakki. Um 800 metrar eru frá slóðanum, norður að útihúsum við Helluvaðsbæi og frá þessum slóða að útihúsunum eru nokkrir staðir. Sérstaklega skal nefndur einn en ekki hefur hann verið nefndur neitt. Þessi staður er þar sem áin byrjar aftur að breikka. Hún rennu í fallegum sveig meðfram austurbakkanum, fyrir lítið nef og sveigir þar aftur til norðurs. Oft er urriði í sveignum, bæði ofarlega og ekki síður alveg niður við hornið. Skammt er að næsta stað. Honum svipar mjög til þess sem hér var nefndur að framan. Áin kemur í gegnum litla þrengingu, rennur í litlum sveig, fyrir nef sem er á austurbakkanum. Urriðinn getur verið bæði ofan og neðan við

32

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2012

þetta nef, ekkert síður fyrir neðan og það er ráðlegt að kasta alveg niður að litla hólmanum sem þarna er við austurbakkann. Næst ber að nefna stóran og fallegan streng sem er neðan við útihúsin við Laxárbakka. Þar er góður veiðistaður og alveg þess virði að eyða þar nokkrum tíma. Þarna er ágætt að kasta straumflugu aðeins uppstraums, láta fluguna aðeins sökkva og strippa svo ákveðið í gegnum strenginn eða uppmeð honum meðfram bakkanum. Einnig er ágætt að veiða þarna uppstraums, bæði á púpur og þurrflugur. Síðan má veiða norður með bökkunum, alla leið að brúnni yfir þjóðveginn. Helsti staðurinn á leiðinni þangað er við brúna sem liggur yfir ána heim að bæjunum. Bæði er urriði fyrir ofan og neðan þessa brú. Arnarvatnsá og Helluvatnsá eru ótrúlega ríkar af lífi. Þar er talsvert mikið af urriða og oft má finna þar stóra fiska sem ótrúlega gaman er að kljást við. Þetta er því fínn kostur fyrir þá sem vilja komast í fallegt umhverfi með góðri veiðivon.



fluguboxið Cirillio Yellow Grub

Ein

gömul og góð

Tveir gamlir og góðir kunningjar minntu mig á fluguna Cirillio Yellow Grub undir haustið. Hvað er nú það myndu sumir kannski spyrja, en þeir sem að lesið hafa óviðjafnanlegar bækur Björns J. Blöndal, vita að CYG er fluga af óljósum uppruna sem að reyndist honum og fleirum gersamlega mögnuð um og uppúr miðri síðustu öld. En svo slokknaði á henni, „randaflugunni“ sem hann kallaði hana stundum, og aðrar flugur tóku við. Nefndi hann flugur á borð við Golden Parson, Gordon Ranger og fleiri. Enn og aftur flugur sem að veiðimenn nútímans þekkja lítt. Þessi ábending kappanna tveggja, Marinós Guðmundssonar og Bubba Morthens, varð til þess að ég rifjaði upp texta sem ég skrifaði um fluguna og birti þegar vefurinn okkar www. votnogveidi.is opnaði 1.apríl 2005. Já, merkilegt nokk, áttunda árið okkar með VoV er komið vel á veg. Tíminn flýgur, sérstaklega þegar að það er gaman. Skoðum fyrst það bitastæðasta úr greininni forðum: „Sá er þetta ritarer svo heppinn að vera tengdur inn í Blöndalsættina og þegar ég var drengur sá afi minn, Lárus Jóhannesson hrl, svo um að ég fékk að hitta Björn J. Blöndal bónda, stangaveiðimann og rithöfund í Laugarholti. Dvaldi ég þá tvö haust, í þrjá daga hvort sinn, og aðstoðaði Björn og syni hans Þorvald og Jón, við klakveiði við Svarthöfða. Bæði fyrr og síðar voru bækur Björns biblíur mínar og þessar stundir með Birni og lestur bóka hans hafa mótað mig sem stangaveiðimann.

34

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2012

Hann gaf mér fáeinar flugur á sínum tíma, ein þeirra var snjáð og gamalt eintak af Cirillio Yellow Grub. flugu sem hann vissi ekki almennilega um upprunan á, en reyndist fádæma vel bæði við Svarthöfða og víðar fyrr á árum. Björn nefnir sem dæmi í bók sinni Hamingjudögum, að svo mögnuð hafi CYG verið, að eitt sumarið hefði hann veitt 82 laxa á stöng, þar af 80 á CYG! En síðan segir hann að flugan hafi smátt og smátt misst töfrana úr vængjum sínum og vafningum og brátt tóku aðrar flugur við. Fyrir nokkrum árum tók ég upp á því að fá snillinginn Örn Hjálmarsson í Útilífi til að hnýta nútímalegar útgáfur af CYG og nokkrum öðrum af gömlu flugunum sem nefndar eru tíðum í bókum Björns og voru að gefa vel, en hafa síðan tínst í flóði nýrra og nýtískulegri flugna. Má nefna auk CYG flugur á borð við Connemara Black, Black Goldfinch, Golden


Efri flugan er sú gamla úr boxi Björns, sú neðri nýrri týpa hnýtt af Erni Hjálmarssyni, en eins og sjá má er flugan talsvert trosnuð, enda veiddi hún grimmt.

Parson, Gordon Ranger og fleiri. Vildi ég með þessu heiðra minningu Björns og athuga í leiðinni hvort að flugurnar gætu ekki fengið framlengingu lífdaga með nútímalegum búningum. Er skemmst frá að segja að ég hef veitt lax á allar þessar flugur síðustu ár. Allar og sumar, eins og t.d. CYG og Connemara Black hafa verið beinlínis magnaðar. Örn hefur hnýtt þessar flugur á smáa þríkróka, CYG á silfraða og svarta og Connemara Black á svarta króka. Þessar flugur hafa gefist gríðarlega vel í strippveiði, bæði með flotlínu og intermediate. Á myndinni eru þær saman, gamla flugan hans Björns og nýja flugan frá Erni. Þegar ég vígði nýju fluguna, var ég staddur við Oddahyl í Gljúfurá með dætrum mínum og eiginkonu. Við höfðum beðið eftir ljósaskiptunum og þegar þau voru að skríða yfir hófumst við handa. Við tókum fjóra í beit og

lönduðum, misstum síðan tvo áður en tíminn var úti. Síðan hafa margir lotið í gras. Gömlu fluguna geymdi ég lengi og tímdi aldrei að kasta henni. Lét það loks eftir mér fyrir mörgum árum í vatnsleysi og tregfiski í Álftá á Mýrum. Slengdi henni þá út í Verpinu og 3 punda sjóbirtingur tók á móti henni í vatnsskorpunni í fyrsta kasti. Hann kokgleypti. Ég kastaði henni ekki aftur. Þorði því ekki. Vildi ekki hætta henni.“ Það var og, gömlu fluguna á ég enn og hef staðið við það að kasta henni ekki. Lítið mál væri að brýna kvikindið og róta nokkrum á land, en flugan á eiginlega meira heima á minjasafni en á taumenda. Vel man ég þegar Björn gaf mér fluguna og við ræddum hana. Hann sagði mér að hann þekkti ekki uppruna hennar en að hann teldi nafnið banda til spænsks uppruna. Hann hafði spurst nokkuð

35


fluguboxið Cirillio Yellow Grub

fyrir og fundið flugu sem honum þótti vera lík CYG, sú fluga heitir Humblehorned. Þá flugu hef ég séð á myndum og vissulega er hún lík CYG, er með þennan sérkennilega randaflugubúk, sem reyndar má finna í dag á flugunni Ofsaboom eftir Hans Kristjánsson. Samt er Ofsaboom einhvern vegin ekkert lík hvorki CYG eða Humblehorned. Björn kallaði fluguna ýmist Cirillio eða bara „Randafluguna“. Hann sagði mér (og skráði það í Hamingjudögum) að sig hefði grunað að á þeim árum hefði verið eitthvert sérstakt æti í hafinu sem að laxinn hefði verið sérlega sólgin í. Dag einn fékk hann vísbendingu upp í hendurnar. Eins og menn vita þá étur lax ekki í ánum og það er afar sjaldgæft að það finnist matarleifar í mögum nýgenginna laxa, enda hverfur maginn og magasýrur laxins þegar hann gengur í ferskt vatn. En vísbendingin var einmitt í iðrum nýgengins lax. Þetta voru „bara slitrur“ eins og Björn komst að orði, en

36

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2012

litir slitrana voru hinir sömu og bera uppi CYG. Björn sagðist hafa ætlað að varðveita slitrurnar og senda þær suður til greiningar, en áður en til þes kom hefði einhver kunningi verið með fíflagang og fleygt þeim í ána án þess að gera sér hina minnstu grein fyrir því hversu mikilvægar Birni þótti þær. Boxið með gömlu/nýju flugunum er mér glatað. Það var rifa á vasa á gömlu veiðivesti, rifa sem var ekki hættuleg. En svo stækkaði hún þegjandi og hljóðalaust og dag einn er grípa átti til boxins þá var vasinn tómur og ómögulegt að staðsetja hvar það hefði smogið útúr. Þarna hurfu þær mér CYG, Golden Parson, Black Goldfinch, Gordon Ranger og Connemara black og red. Líklega var rauða Connemaran sú eina af þessu safni sem ég veiddi ekki vel á þau ár sem ég gekk með þetta box á veiðislóð. Líklega kominn tími til að endurnýja kynnin.


Veiðikortið 2013

Eitt kort 35 vötn 6.900 kr

00000

www.veidikortid.is Elliðavatn komið á kortið!


fluguboxið

Sigurflugur í hnýtingarkeppni Hrygnunnar

Skrælþurrar

Drápa græn.

sigurflugur!

Á nýliðnu sumri hélt veiðibúðin Hrygnan fluguhnýtingarkeppni og var boðið upp á veglega vinninga fyrir þrjár bestu flugurnar, en dómnefnd skipuðu tveir valinkunnir fluguveiðikappar, enginn annar en Siggi Flæðarmús Páls og Valgarður Ragnarsson, sem var lengi vel kenndur við Veiðibúðina við Lækinn en er nú leiðsögumaður veiðimanna og leigutaki Húseyjarkvíslar. Þátttaka var mjög góð að sögn Kristínar Reynisdóttur, eiganda Hrygnunnar, en það er skemmtilegt frá því að segja, að engin hinna þriggja verðlaunaflugna hefur komið í vatn enn sem komið er. Það á alveg eftir að koma í ljós hvort að þeir Siggi og Valli voru að hugsa eins og laxar og silungar eða hvort þeim þótti flugurnar bara fallegar. Hér á myndunum má sjá verðlaunagripina, en það var Hjörleifur Steinarsson sem átti sigurfluguna sem heitir Drápa græn og er ein af fjögurra Drápu fjölskyldu, en einnig eru til Drápur í svörtu, bláu og grænu. „Þessa flugu hef ég gengið lengi með í hausnum og í vor bara datt hún útúr hausnum. Svo þegar Kristín sagði mér frá keppninni ákvað ég að senda fjölskylduna. En þetta eru að upplagi laxaflugur og þar sem ég fór bara í silungsveiði á liðnu sumri þá var þessum flugum aldrei kastað í vatn,“ sagði Hjörleifur í samtali við Veiðislóð.

38

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2012

En hvað var hann að pæla með þessum flugum? „Eins og þið vitið jafnvel og ég þá erum við veiðimenn miklir sérvitringar með liti á flugum og ég hef mikla reynslu sem leiðsögumaður veiðimanna. Þar hefur komið fram ákveðin tilhneiging til að haga litum eftir aðstæðum og árstíma. Rauða Drápan er hugsuð fyrir fyrri part sumars, flugan er skærleit og þá eru fiskar að ganga og eru örir. Þegar kemur fram á hásumar er oft veitt í sólríku og björtu veðri og þá kemur blái liturinn sterkur inn og þegar það er smá slykja á ánni þá er það tími græna litarsins. Þegar haustar taka dekkri litir við og þá er kominn tími svörtu flugunnar. Það má eiginlega segja að hugmyndafræðin í þessu sé að vera að upplagi með sömu fluguna, bara í mismunandi litum, alla vertíðina.“

Ásinn

Lóa hvít.


Ljósmyndir: Heimir Óskarsson


En stóra prófið er eftir ekki satt ....að sannprófa fluguna? „Jú, og ég iða í skinninu að láta reyna á þær. Aðalverðlaunin fyrir sigurinn var veiðidagur í Jöklu og ég er búinn að leggja drög að þeim túr og kaupi mér 2-3 daga þar í viðbót. Ég reikna með því að Drápurnar verði frumreyndar þar, en maður veit annars aldrei,“ sagði Hjörleifur. Lóa hvít og Ásinn Í öðru og þriðja sæti voru Lóa hvít og Ásinn, báðar eftir sama hnýtara,Ásmund Ársælsson, og Veiðislóð hafði einnig upp á honum. Um flugurnar sínar sagði hann: „Það er engin saga og engin tilurð. Ég fæ bara hugmyndir og hnýti úr hausnum á öngulinn. Lóan er hugsuð í silunginn og mönnum finnst það kannski skrýtið að vængir hennar vísa niður og það er raunar dálítil hugsun þar á bak við. Hugsunin er um lóuna sem maður er alltaf að rekast á úti í haga. Hún reynir stöðugt að beina manni frá ungunum sínum og hleypur um með vængina niðri. Einkenni við Lóuna er peacock liturinn í bakinu. Þetta er sérstakt Peacock efni kallað Or12 og ég hafði frétt af því að veiðimaður nokkur veiddi grimmt á

40

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2012

Þingvöllum á flugu sem hafði þetta efni í kinnunum. Þetta efni glansar og vekur þannig athygli, líkt og maður sér stundum speglast á gler í sólskini. Ásinn er hugsaður bæði fyrir lax og sjóbirting og hann er í aðalatriðum bleikur með löngum væng og zonker,“ sagði Ásmundur um flugurnar, sem eru veiðilegar eins og sjá má. En því er fleygt að flugurnar hafi aldrei farið í vatn frekar en sigurflugan? „Já, það er alveg rétt, ég hnýtti þessar flugur rétt fyrir keppnina, beinlínis eftir að ég frétti af henni. Það má segja að það sé ekki einus inni víst að ég hefði hnýtt þær, nema vegna keppninnar. Síðan höguðu atvik því þannig að ég fór eiginlega ekkert að veiða s.l. sumar, þurfti að einbeita mér að gömlum vinnusvikum í viðhaldi á húsinu mínu og lét það ganga fyrir. Hins vegar fer allt í eðlilegan farveg aftur á næsta ári og ég er gríðarlega spenntur að prófa þessar nýju flugur og sjá hvort að fiskarnir eru sammála dómnenfdinni,“ eru lokaorð Ásmundar Ársælssonar.

Kristín Reynisdóttir eigandi Hrygnunnar, Hjörleifur Steinarsson og Ásmundur Ársælsson.


Á www.svfr.is er að finna upplýsingar um öll veiðisvæði og veiðileyfi sem Stangaveiðifélag Reykjavíkur býður í almennri sölu til félagsmanna sem og annarra. Kynntu þér málið!



skotveiði Hefði verið til í að éta allt Harpa Hlín Þórðardóttir

hreindýrið Það komast færri að en vilja til að skjóta hreindýr á Íslandi og hvað er þá til ráða? Gera það bara í Grænlandi og það þarf ekki að leita langt yfir skammt. Heyra í Hörpu Hlín Þórðardóttur sölustjóra hjá Lax-á sem hefur opnað veiðibúðir á Suðvestur Grænlandi. Þar er ekki aðeins nóg af hreindýrum fyrir alla sem komast þar að...og endalaus landrými Grænlands, heldur geta menn ofan á hreindýraskytteríið veitt stóra sjóbleikju þangað til að hún kemur útúr eyrunum á mönnum, farið á sjóstöng og skotið seli. Jafnvel veitt stórlaxa í sjó! Ljósmyndir: Úr safni Lax-á ehf.

43


skotveiði

Harpa Hlín Þórðardóttir

Harpa fór á svæðið á liðnu sumri og skaut ekki aðeins sitt fyrsta hreindýr, heldur einnig stærsta hreintarfinn á svæðinu á vertíðinni. Hún segir Grænland sækja að sér í vöku og draumi síðan og nú sé aðeins velt fyrir sér hvenær gefist næst tími til að fljúga vestur og endurtaka leikinn. Við hittum Hörpu á dögunum og báðum hana að segja okkur frá búðunum og veiðiferðinni. „Þetta landsvæði er hluti af landareign Stefáns Magnússonar hreindýrabónda sem kenndur hefur verið við Isotorq. Hann rekur þar hrein-

44

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2012

dýrabúskap, en fjöldi dýra lifir þó villt á svæðinu, margar hjarðir á víðfeðmu svæði, ekki síst í hólmum og eyjum, helst að þar finnist einhverjir hagar fyrir dýrin. Við höfum fengið svo margar fyrirspurnir um hreindýraveiðar síðustu árin að það hlaut að koma að því að við færum í svona verkefni,“ segir Harpa, sem ásamt eiginmanni sínum Stefáni Sigurðssyni, er einn eigenda fyrirtækisins Lax-á. Búðirnar samanstanda af tólf tveggja manna svefnskálum, matsal og eldhúsi. Þarna er rafmagn, rennandi vatn


Harpa tekur mið.....

Búðirnar.

45


Tarfurinn dreginn að bátnum.

skotveiði

Harpa Hlín Þórðardóttir

og allt til alls. Fyrstu gestirnir fóru á liðnu sumri, auk þess sem lykilmannskapur úr röðum þeirra hjá Lax-á fóru til að sannreyna veiðiskapinn. „Veiðiskapurinn var alveg á pari við það sem við væntum og umhverfið og veðrið i samspili gera þetta að einhverri mögnuðustu upplifun sem ég hef lent í við veiðar. Svæðið er á svipuðu róli landfræðilega og Olsó eða Helsinki og sumrin eru gullfalleg og alveg laus við þetta rok sem við þekkjum svo vel hér á heimaslóðum. Leiðsögumenn okkar voru feðgarnir Ottó og Inuteq, en þeir eru innfæddir og sagðir fremstu veiðimenn Grænlands. Þeir eru ótrúlega fróðir og magnaðir náungar. Sama má segja um fólkið og landið, en það er áhrifamikið að koma þarna, þorpið hans Ottó er t.d. afar smátt með einu pínulitlu kaupfélagi og annað hvert kot virðist standa autt. Segðu okkur frá hreindýraveiðinni... „Jah, tarfurinn minn var ekki kannski venjulegt dæmi um veiðiskapinn að því leyti að hann var kominn í sláturhúsið í Isotorq aðeins tveimur klukkustundum eftir að við ýttum hraðbátnum úr vör. Eins og ég gat um, þá eru þarna margar eyjar og hreindýrahópar í þeim flestum þar sem eitthvað er að bíta og brenna fyrir dýrin. Við vorum komin að fyrstu eyjunni eftir um tíu mínútna siglingu, sáum þar nokkur dýr sem leiðsögumönnunum leist ekki nógu vel á. Það var stutt í næstu eyju og þar komum við fljótlega auga á fimm stóra tarfa sem héldu hópinn. Við fórum í land og fórum í hefðbundinn eltingarleik við að komast í færi án þess að styggja þá. Það gekk eftir. Þeir voru allir mjög stórir, en einn þeirra þó augljóslega stærstur. Úr

46

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2012


...og, myndirðu mæla með því?

varð að ég einbeitti mér að honum og það vara bara búmm, hann féll í fyrsta skoti af 120 metra færi, 120 kílóa tarfur sem var sá stærsti þarna um sumarið. Skaut hann í hálsinn, maður er hvattur til þess þarna til að hlífa kjötinu sem best. Það er lagt meira upp úr því þarna heldur en að skjóta í bóginn til að kannski drepa það fyrr. Stefán Páll félagi minn á Lax-á sagðist hafa skotið einn enn stærri seinna um sumarið, en hann verður að leggja fram sannanir um að hans hafi verið stærri. Þangað til, þá var minn stærstur!“ Fyrsta hreindýrið, hvað var það stórt og hvernig var upplifunin? „Já, fyrsta hreindýrið og ég var ansi ánægð með mig að hafa fellt það með einu skoti. Þetta var 120 kg tarfur sem þykir mjög stórt. Upplifunin? Þetta var all svakalegt adrenalín kikk. Venjan er sú að skera lifrina úr og éta af henni og það gerði ég.“

„Um það er ekki spurt, adrenalínið sér til þess. Þetta var bara heitt blóðbragð, en ég var í svoleiðis hugaræsingi að ég hefði verið til í að éta allt hreindýrið þarna á staðnum. Þetta grípur mig þannig, þegar ég t.d. veiddi minn fyrsta lax þá var ég búinn að bíta úr honum allt bakstykkið áður en ég áttaði mig á því að hann var ekki dauður.“

Það þarf margt að smakka, volga hráa hreindýralifur t.v. og volgt hrátt selsspik t.h.

Hvað með afraksturinn ....mega menn fara heim með kjötið? „Af öllu sem hægt er að veiða þarna, þá er það hreindýrakjötið sem er kannski verðmætast að mati veiðimanna. Það má koma heim með eitthvað af kjöti frosið, en magnið var eitthvað minnkað á sínum tíma. Dæmigert svo sem, en við erum að vinna í því að fá undanþágur til að menn geti farið heim með meira kjöt, hreindýrakjöt er jú dýrt og verðmætt og umfram allt frábærlega gott.“ En hvað með annan veiðiskap þarna? „Það er ómæld sjóbleikjuveiði. Margar ár á landssvæðinu sem eru meira og minna fullar af fiski. Margar af þeim eru varla veiddar vegna vegalengda, menn eru jú komnir til að skjóta hreindýr.

47


er upplifun út af fyrir sig. Ég fór þessa leið oftar en einu sinni og þetta var aldrei eins. Var bara land í mótun, jakar að hrynja stöðugt í sjóinn. Nema hvað selirnir eru þarna við ísröndina og það er ekki létt verk að hitta, því báturinn er að lyftast og lækka í bárunum. Fyrst reyndi ég að styðja byssuna við þóftu, en það gekk ekki, það var of mikil hreyfing. Þá reyndi ég að standa bara upprétt og miða, og reyna að reikna út hreyfingu bátsins í bárunum. Þá gekk þetta, ég hitti, en særði aðeins selinn. Blóðflekkurinn leyndi sér ekki og leiðsögumennirnri sigldu skjótt nær og þá gekk ég frá honum af stuttu færi.

Þarna er líka úrvals sjóstanga- og/eða handfæraveiði.

En það er ein á sem er aðeins í hálftíma gang frá búðunum, eða tíu mínútna siglingu ef menn þess kjósa. Áin rennur út í lítið mjótt vatn áður en hún fer í stuttum ós út í sjó. Við útfallið úr vatninu er svart af stórbleikju og menn rölta þetta gjarnan í lok dags eftir matinn. Flestir eru ekki þreyttari en svo að þeir standist svoleiðis freistingu. Það eru bleikjur þarna af öllum stærðum, mikið af 2-3 punda en líka mikið af stærri fiski, allt að 6-8 punda. Bleikjan þarna er að taka sömu flugur og heima, þannig að menn koma bara með boxin sín. Svo nefndi ég selveiði, þarna er auðvitað mikið um sel og sjálfsagt að reyna sig í þeim veiðiskap. Það er hringanóri sem er skotinn þarna og það er mjög skemmtileg og krefjandi veiði, því nórinn er styggur með afbrigðum. Það er siglt í um hálftíma frá kampinum upp að skriðjökli sem er genginn fram í sjó og bara það eitt að sigla þangað

48

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2012

Annar veiðiskapur er t.d. sjóstöng, eða kannski bara handfæri, því ég veiddi nokkra þorska með gömlum grænlenskum handfærum. Þorskurinn er ekki veiddur nema til matar og það er ekki veitt til margra daga, leiðsögumennirnir veiða bara fyrir daginn í dag. Þeir borða ekki það sem veitt var í gær, þeir telja það gamalt og lélegt hráefni. Þá er þarna annars konar veiðiskapur sem kom mér mjög á óvart og er virkilega spennandi. Og það er laxveiði í sjónum. Það eru ekki laxveiðiár á Grænlandi, en með störndunum ganga laxatorfur annarra landa, ég hygg að þarna við Suðvesturströndina séu það laxar frá Kanadískum ám. Líklega er það þannig, vþí þarna veiðast stundum risavaxnir laxar sem einmitt veiðast í ám á borð við Restigouch og fleiri í Kanada. Þetta er ekki flókinn veiðiskapur, þetta fer fram líkt og Danir og fleiri gera þetta í Eystrasalti, trolla bara spún á eftir báti. Við reyndum þetta stutta stund þótt að veiðitíminn hafi ekki verið alveg réttur. Settum samt í lax fljótlega sem reyndar slapp við bátinn, en sannaði að þetta er alveg inni. Þetta var enginn svaka lax, en þó líklega um það bil 14


... og Bullandi sj贸bleikjuvei冒i.


kvöldinn, en tók síðan eftir því að þeir voru að skófla í sig á daginn, m.a. úr móunum þar sem berjalandið var eins og á sterum...önnur eins krækiber hef ég aldrei séð og heimamenn kunnu á þetta og borðuðu berin stanslaust allan daginn. Síðan voru veislur fyrir okkur á kvöldin, en samt rosalega einföld eldamennska. Bara salt og pipar, kannski Dijon sinep og hvítlaukur og Labradorte sem er kryddjurt sem ég þekki ekki heima og veit ekki heimanafnið á. En þetta var allt sem notað var sem meðlæti, hráefnið var algerlega látið njóta sín og ég hef sjaldan fengið aðra eins rétti.“ Selurinn...það er talað um selspik, er þetta einhver matur? punda fiskur. Bleikjuveiðin og laxveiðin í sjónum er nánast hundrað prósent veitt og sleppt, það er of mikið vesen að vera að taka þetta heim, enda er þetta allt til staðr heima í raun og veru. Það er reyndar skemmtilegur punktur í þessu, að þegar maður fer í svona veiðitúr til nærliggjandi lands og upplifir allar þessar dásemdir, þá gleymri maður sér smá stund, en áttar sig síðan á því að við erum með þetta allt hér heima!“

„Það er talað um selspik jú, það er hrein og hörð dýrafita sem heimamenn nýta. Að sjálfsögðu át ég spikið nýtt og volgt úr hringanóranum mínum, en kjötið er frábært þar fyrir utan. Það minnir á nautakjöt en er enn meirara, þannig að það er upplifun að prófa það.“ Sló út blóðbragðið af hreindýralifrinni? „Hmm...nei og já!“

Öll þessi villibráð...er þetta kannski veiðitúr fyrir matgæðinga? „Jah, ég get alla vega sagt, að ég hef aldrei farið í annan eins gúrmei veiðitúr. Við erum að tala um sel, hreindýr, bleikju og þorsk og þó að sumu af þessu sé sleppt, þá er eigi að síður veitt í soðið og uppistaðan í matnum í búðunum er einmitt þessi villibráð, engin ástæða til að leita langt yfir skammt. Það er bara veitt í kvöldmatinn jafn óðum, enda af nógu að taka. Ég tók eftir því að leiðsögumennirnir vildu ekkert borða á

50

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2012

Þannig að þú mælir með þessu? „Svona veiðitúr ættu allir að láta eftir sér að minnsta kosti einu sinni á ævinni. Miklar líkur eru síðan á því að láti menn það eftir sér einu sinni, þá vilji þeir gera það aftur. Þetta er af þeirri stærðargráðu.“


Vision, endalaus gleði

Hrygnan ehf. | Síðumúla 37 | Sími: 581-2121 | www.hrygnan.is


Eysteinn Orri meรฐ fyrsta vatnakarpann.


veitt erlendis

Vatnakarfaveiðar í Kolórado – Eysteinn Orri Gunnarsson

Þarf að kasta „right

on the money“

Á meðan margir veiðimenn hér á landi sleikja sárin eftir vonbrigðasumar á laxveiðislóðum getur verið hollt að rifja það upp að það er fleira fiskur en lax. Hér á landi er til dæmis líka til silungur! Erlendis er úrvalið víða mikið og jafnvel meira en hér á landi án þess að farið sé út í meting um gæði. Það er hægt að láta sér renna til rifja umkomuleysi þeirra sem hafa ekki völ á heimsins flottustu sportfiskum og þurfa að sætta sig við fyrirbæri eins og „catfish“, „crappie“(já, crappie heitir hann!), panfish, sunfish, að ógleymdum þeim fúla og ljóta „carp“, eða vatnakarfa sem hefur þá ímynd að lifa og hírast í fúlum pyttum og tjörnum og vera veiddur á beitu með stöngum sem líkjast meira símastaurum en venjulegum veiðistöngum. En ætli það sé í rauninni svo? Menn ættu kannski að spyrja Eystein Orra Gunnarsson sem tók sig til og skrifaði fyrir okkur pistil um vatnakarfaveiði í Kolórado.....með flugustöng! Við skulum leyfa Eysteini að hafa orðið: „Ég sit hérna á veröndinni, drekk vont kaffi og horfi á Klettafjöllinn hægt og rólega bæta á sig snjó. Haustið nálgast hér í Colorado. Heima eru flestir að þrífa stangir og línur eftir vægast sagt grátlegt sumar. Sjálfur setti ég í örfáa fiska og landaði færri. Eftir lélegt sumar drifu sig þó margir íí sjóbirting. Það er skemmtilegur fiskur, en mér er alveg sama hvað menn segja, sjóbirtingur er enginn Lax. Annar fiskur sem er ekki Lax en fjári skemmtilegur er Carp. Sem að öllum líkindum er kallaður Vatnakarfi á íslenzku. Undarlegur fiskur með yfirvaraskegg og stór stingandi augu. Í áraraðir hafa Evrópumenn verið duglegir að veiða hann. Hingað í klettafylkin hefur veiðin borist með miklum látum. Lengi vel vildu menn

ekki veiða þennan fisk, fannst hann eitthvað undarlegur. Nú eru haldnar miklar keppnir meðal veiðimanna og er fluguveiðin þar í farabroddi. Peningaverðlaun og stærri bikarar en konan leyfir í stofuna. Það er þumalputtaregla veiðimanna að vippa sér í næstu boðlegu veiðibúð hvar sem er í heiminum og athuga hvað er um að vera. Fá sér kaffi, kíkja á Simms prísana og grúfa sig yfir flugubarinn. Þetta er nákvamlega það sem ég gerði. Fékk mér vont kaffi, keypti mér Simms stöff og grúfði mig yfir fluguúrvalið. Óþarfi er að taka það fram að hér eru flugurnar töluvert öðruvísi, enda er náttúran öðruvísi hér. Ég fór nú eitthvað að ræða við fagmennina og þeir byrjuðu á að lýsa áhuga sínum á

53


veitt erlendis

Vatnakarfaveiðar í Kolórado – Eysteinn Orri Gunnarsson íslenskum ám og þá sérstaklega laxinum. Ég sagði þeim pent að bíða í tvö sumur eða svo áður en pantað er. Mér var minnistæður eldri maður í Kjósinni í sumar. Sá hafði safnað í langan tíma fyrir viku ferð í ána. Þegar ég var þar, þá var hann búinn að vera við veiðar í tvo daga og ekki fengið högg. Þegar ég fór var hann högglaus, hann átti þó einn og hálfan dag eftir. Allavega, þeir fóru að tala um Carp. Ég vissi ekkert hvað í fjáranum það var. Fór heim og fletti upp á þessum fiski. Varð nokkuð hrifinn af veiðinni og hringdi í sjoppuna og bað þá um að gæda mig hálfan dag. Tveimur dögum síðar var ég við bakka McIntosh vatns í og við bæinn Longmont í Colorado (30 mínutur frá bænum mínum Boulder, klukkutíma frá Denver). 26 stiga hiti og ekki ský á himni, hefði ekki viljað vera við veiða í þessum aðstæðum á Íslandi. Gædinn minn Brian Harris, ungur strákur, líklega einn færasti flugukastari sem ég hef séð a.m.k. í hans aldursflokki. Á meðan við röltum meðfram vatninu spurði ég hann hvernig hann hefði komist í kast við fluguveiðina. Brian sagði að hann hefði verið að veiða frá því að fyrsta bleyjan var sett á hann. Þó hefði hann gert veiðina að lífsviðurværi sínu fyrir níu árum eftir að hafa verið á snjóbretti, dottið fram af hengju beint á tré, legið meðvitundarlaus á sjúkrahúsi í hálfan dag og brotinn nánast í tvennt. Hann var svo hakkaður að hann hafði ekki getað gert neitt af viti nema hnýtt flugur á væs föður síns. Síðan hafði hann, eins og svo margur, farið að venja komur sínar í hverfisveiðibúðina og á endanum hafði eigandinn sagt „dude you are always here, I can just start paying you“ . Þarna stóðum við og ég reyndi að koma auga á einhverja hreyfingu í vatninu. „There, on your one o´clock, 30 feet out, cast on his left no more than a foot away!“. Ég stóð þarna eins og asni með stöngina í hendinni og horfði á gruggugt vatnið.

54

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2012

„What are you looking at!“ sagði ég. Þá sá ég einn stærsta sporð sem ég hef séð gægjast uppúr grugginu. Reif út línu og kastaði á hann. Ég er ágætur kastari, en ég átti ekki von á að ég þyrfti að kasta á blett sem er ekki meira en góður matardiskur úr eldhúsi móður minnar í þvermál, í réttri línu við fiskinn. Ég átti ekki sjéns í þessu kasti. Stressaðist allur upp af æsingi. Kastaði þrisvar og í lokakastinu negldi ég fluguna í bakið á dýrinu, sem tók á rás í dýpið. Við héldum áfram ferð okkar meðfram vatninu og Brian kom aftur auga á fisk. Nú vandaði ég mig töluvert betur og náði að lenda flugunni í línu við fiskinn, 30cm frá honum. “Right on the money”. Brian stóð átekta og sagði mér hvernig ég ætti að stippa „slow, slow, strip,strip, sit... strip slow.. get ready, get ready he‘s coming, get ready..“ Ekkert, fiskurinn synti rólegur yfir fluguna. Við héldum áfram og sáum annan fisk, minni. Ég gerði mig tilbúinn og kastaði. „to long, to much on his right“, kastaði aftur en aðeins of lang í burtu „that‘s ok, let it sit“. Ég beið og fylgdi strip skipunum Brians. Allt í einu fann í svakalegan kipp, línan þeyttist út. „don´t touch the reel“ hrópaði Brian. Fiskurinn rauk út, þvílíkt átak, stöngin bognaði niður að hnjám. Eftir einhvern tíma náði ég að landa honum, hef ekki hugmynd um hversu lengi ég var að landa honum, ég hafði svo gaman af þessu. Losaði fluguna og tók hann upp til myndatöku. Ég gat varla haldið á honum, stirtlan var svo sver, og fiskurinn blautur. Tveir aðrir komu upp á þessum hálfa degi við McIntoshvatn í Colorado fylki. Ég neita því ekki að ég kastaði á líklega 15- 20 fiska þennan dag, suma vel yfir 15pundin. Þetta er nákvæmnisveiði og styggð kemur að fiskinum mjög auðveldlega.“ Svo mörg voru þau orð Eysteins Orra og greinilegt að vatnakarfaveiði getur leynt verulega á sér og þessar fluguveiðar eiga ekkert skylt við stórstanga ímynd Vatnakarfans austan úr Evrópu.


Veiðikortið 2013

Eitt kort 35 vötn 6.900 kr

00000

www.veidikortid.is Elliðavatn komið á kortið!


eitt og annað Taumur snertur

Eru menn að skrá í bók laxa sem þeir misstu? „Taumur snertur!“ er víst kallað hátt og snjallt á bökkum vatnanna. Hvað skyldi það nú þýða? Fyrir þremur árum eða svo var ritstjóri staddur á árbakka að horfa á veiðimann glíma við fallegan vorlax. Mannfjöldi fylgdist með og mikið í húfi að laxinn næðist á land því vertíðin var að hefjast og hvað er betra fyrir hið almenna geðslag veiðimanna en að það veiðist vel strax í byrjun vertíðar. Aðstoðarmaður var þarna á höttunum til að grípa laxinn þegar og ef hann kæmi bröltandi upp í fjöru. Þegar laxinn fór að gefa sig og koma nær fór aðstoðarmaðurinn að bera sig eftri taumnum og sá græni, ritstjórinn, hugsaði hvern fjandann er hann að gera, ætlar hann að rífa í tauminn? Veit hann ekki betur? En skyndilega blakaði kappinn fingurgómunum í tauminn og æpti: „Taumur snertur“. Ritstjórinn var enn ekki að fatta hvað þarna var í gangi, en hugsaði ekki nánar út í það þar sem laxinum var landað stuttu seinna og athygli allra beindist að honum. Ritstjóri velti þessu ekkert fyrir sér í framhaldinu, um nóg annað að hugsa, en af og til síðan hefur þetta þó borist til eyrna og helst að skilja að lítill hópur sérvitringa stundi það að snerta tauminn og takist það, þá sé laxinn bókaður þó að hann leki af flugunni áður en að löndun kemur. Sem sagt, bóka lax sem náðist ekki á land. Vegna þess að það tókst að snerta tauminn! Nú í sumar hefur það síðan gerst, einmitt í laxleysinu, að orðrómur um að svona lagað sé stundað hefur vaxið mjög fiskur um hrygg og það er jafnvel staðhæft í okkar eyru að í einstaka ám sé það beinlínis regla sett af leigutökum og framfylgt af leiðsögumönnum að stunda

56

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2012

þessa iðju, þ.e.a.s. að snerta tauminn með fingrunum og bóka síðan laxinn þótt hann sleppi í framhaldinu. Það vita allir veiðimenn að þetta er einmitt ögurstundin í fluguveiði og flestir laxa sleppa einmitt þegar stutt er í löndun Erum við á VoVog Veiðislóð nokkuð einir um að átta okkur ekki á þeirri hringavitleysu sem hér er á ferðinni? Hvernig er hægt að skrá lax veiddann sem er ekki veiddur? Og dettur einhverjum í hug að gera það? Greinilega. Þeir eru ófáir sem að telja að það eigi ekki einu sinni að skrá lax sem er sleppt aftur,


Karl Marinósson að landa laxi í Laxá í Leirársveit. Myndin er tekin af Heimi Óskarssyni og tengist umfjöllun ekki neitt, þ.e.a.s. þessi fór alveg upp á land!

því hann veiðist kannski aftur og aftur og skekki skráningar. Látum það nú liggja á milli hluta, menn hafa þó landað þeim fiskum, mælt þá og myndað. En að skrá lax í bók vegna þess að aðstoðarmanni tókst að pota fingri í tauminn. Nei andsk..... Einn sem við ræddum við og rasaði yfir vitleysunni sagði að framvegis myndu menn væntanlega lengja tauma sína. Hann sagði líka: „Það vita það allir að það eru vel fylltar veiðibækur sem selja veiðileyfin og selja þau dýru verði. Ef þetta er satt og rétt, þá er enn minna að marka veiðibækurnar heldur en fyrr, því þær töpuðu þá þegar gildi sínu að ein-

hverju leyti þegar menn fóru að sleppa laxi í vaxandi mæli og bóka einstaka laxa tvisvar eða þrisvar út af endurveiði. Og nú bætist við að menn séu að bóka laxa sem þeir misstu af því að taumur var snertur. Endar það ekki með því að menn bóka laxa sem að þeir tylltu í eða misstu fljótt. Bóka jafnvel laxa sem að eltu hjá þeim eða tóku viðbragð undir flugunni? Kannski eru menn nú þegar að stunda það, hver veit?“

57


veiðisagan Úr ýmsum áttum

Þær geta verið margvíslegar uppákomurnar þegar stangaveiðin er annarsvegar Kría Gamall kunningi kom að orði við okkur og greindi frá tveimur skrýtnum uppákomum hjá sér á bökkum vatnanna fyrir fáum árum. Bæði atvikin áttu sér stað við Straumana í Borgarfirði, þar sem Norðurá, ásamt Gljúfurá, rennur í Hvítá. Þessi vinur okkar var þarna með son sinn ungan og var mikið lagt undir að standa vaktina með sóma, kenna guttanum réttu handtökin og sjá til þess að fiskur tæki agnið. Drengurinn var eitthvað að drolla yfir flugukastinu þegar pabbinn greip af honum stöngina, þandi sig og sagði hátt og snjallt þegar hann reif línuna upp í það sem átti að vera stórglæsilegt kast, “svona áttu að gera þetta!” En hann náði varla að sleppa síðasta orðinu og upphafinn sjálfsánægjusvipurinn stirðnaði, því eitthvað hrifsaði í fluguna í háloftunum. Það næsta sem gerðist var að frekjulegt en jafnframt sjokkerað kríugarg barst að vitum

58

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2012

manna úr háloftunum og þegar þeir litu upp var þar kría með fluguna í sér og í miklum vanda stödd. Nú voru góð ráð dýr og veiðimaður fór að reyna að stytta línuna. Ekki kom annað til greina en að reyna að bjarga frekjugreyinu ef þess var nokkur kostur. En sú stutta tók í, reif út línu, féll tvisvar til jarðar, komst atfur á flug og reif út meiri línu. Þetta gerðist vandræðalegra með hverri sekúndunni. En svo, til þess að bjarga málum, náði krían loks að losa sig er hún féll til jarðar í þriðja skiptið. Hún drattaðist eitthvað flögrandi niður eftir, settist á stein og hóf að snurfusa sig. Henni virtist ekki hafa orðið meint af ævintýrinu, en veiðimaður vissi ekki þá og veit ekki enn hvort að hann húkkaði kríuna, hvort að línan bara flæktist í henni eð ahvort hún greip fluguna í gogginn í loftinu.


Ljósmynd: Einar Falur

Smyrill Seinna í þessum sama veiðitúr sátu menn letilega úti á verönd og sól skein í heiði. Kaststöng hallaðist upp að gafli við enda verandar, á enda línunnar var Devon og hann hafði losnað af festingu og bara dinglaði í lausu lofti. Skyndilega var háður Hildarleikur fyrir framan veröndina er smyrill gerði sig líklegan til að næla sér í þúfutitling. Sá litli leitaði ásjár upp á verönd, en það var runnið æði á smyrilinn og hann stakk sér glannalega yfir smáfuglinn og fólkið sem sleikti sólina. Skyndilega kom illfylgið auga á Devonin sem lafði frá stangartopppinum, lagði saman tvo og tvo og fékk út rangt svar. Hann réðist hún af hörku á Devoninn, greip hann í klærnar og hugðist hafa hann á brott með sér. Þetta varð aftur til þess að hann sat nú fastur á önglunum og hóf hann nú að draga út lína og stöngin skall á jörðina. Smyrlinum varð nú ekki um sel og veiðiæsingurinn rann af honum og hræðslukennt æði tók við. Þetta varð ekkert dramatískara en hér er komið sögu, það næsta sem gerðist var að smyrillinn náði að losa sig af önglunum og var ekki seinn á sér að forða sér. Eftir nokkur andartök, er viðstaddir máttu loks mæla eftur, tóku menn eftir því að enginn hafði náð að hreyfa legg eða lið.

59


veiðisagan Úr ýmsum áttum

60

Tveir fyrir einn

Alltaf til í tuskið

Einkennileg saga hefur verið sögð af manni sem var að veiðum í ofanverðri Laxá í Aðaldal. Hann kom að veiðistað og kastaði út maðki. Þarna var undir afar ólmur og gráðugur lax sem þusti þegar til og svalg maðkinn svo græðgislega í sig að beitan spýttist út um annað tálknlokið og vingsaði maðkurinn þá til og frá niður með hlið laxins. Það var meira en annar lax á svæðinu þoldi, hann rauk til og hrifsaði í orminn og festi öngulinn í kjaftvikinu. Glímdi nú veiðimaður við tvo væna og nýrunna laxa sem létu ófriðlega. Þrátt fyrir að aðstæður hlytu að teljast veiðimanni í óhag, tókst honum að landa löxunum og var sá fyrri sem tók 15 punda hængur, en sá seinni um 10 pund, hrygna. Í raun og veru þvældust laxarnir svo fyrir hvor öðrum að veiðimaðurinn reiknaði með því að miklu erfiðara hefði verið að ná bara öðrum í einu, sérstaklega þeim 15 punda. Þegar fór að líða á glímuna óttaðist veiðimaðurinn mest að línan myndi slitna við tálknlokið. Það gekk þó ekki eftir.

Og úr því að gráðugir laxar eru til umræðu, þá veiddist fyrir nokkrum árum einn úr úrvalsflokki allra gráðugustu við Skarastaðabrú í ofanverðri Austurá. Sá var 15 pund og kokgleypti spón. Þegar honum var landað og veiðimaður fór upp í kjaftinn á honum til að losa spóninn, rak hann augum í fjóra línustubba. Hann hafði sum sé kokgleypt fjóra maðkaöngla fyrr um sumarið, og kokkurinn í Laxahvammi kunni af honum sögurnar. Þær voru allar eins. Hann hafði gleypt og sakkað svo niður með steininum sem hann lá við, farið fyrir hann að neðanverðu og sagað línurnar í sundur. En hann þurfti að elta spóninn og þess vegna náðist hann.....í fimmtu tilraun.

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2012


Lax-, silungs- og skotveiði Hrútafjarðará, Breiðdalsá, Jökla, Minnivallalækur og Fögruhlíðará

www.strengir.is

61


62

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2012


ljósmyndun

Pétur Alan Guðmundsson

Er fyrst og fremst að fanga

augnablikin Ljósmyndagalleríið að þessu sinni er frá Pétri Alan Guðmundssyni, kaupmanni í Melabúðinni í Vesturbæ Reykjavíkur og greinilegt að kaupmennskan er ekki það eina sem í hann er spunnið. Pétur er fyrst og fremst Skot- og stangveiðimaður, æfir og veiðir með vorsteh veiðihund en alla tíð hefur myndavél verið með. „Þessi áhugi á ljósmyndun jólst jafnt og þétt með aldrinum og þegar stafræna myndakerfið hélt innreið sína varð sprenging í þessu hjá mér. Nú er ég alltaf með myndavélina hangandi mér, hvort sem það er 20 stiga frost eða 20 stiga hiti í fjallgöngu, veiði eða öðru.. Ég er ekki að leita að neinu sérstöku, er fyrst og fremst að freista þess að fanga augnablikin. Mest er ég í hundum og fuglum, en þar fyrir utan er mér svo sem fátt óviðkomandi ef mér líst á myndefnið,“ segir Pétur. Pétur notar aðallega Canon 7D og oftast er hann með linsu sem heitir Canon EF 70-200mm F/2,8L II AF IS USM. Oft verður einnig Canon 24105mm F/4L IS EF USM AF fyrir valinuog stundum jafnvel enn aðrar Canon linsur. En „vinnur“ Pétur myndir sínar? „Já, ég vinn lang oftast myndir mínar, laga oftast eitthvað og „kroppa“ og hentar mér vel að nota Picasa enda er ég bara amatör í þessum málum og hef ekki tíma til að læra á Photoshop eða Lightroom eins og er“ segir Pétur. Og nú skuluð þið lesendur góðir njóta næstu opna þessa blaðs, því þær prýða glæsilegar myndir Péturs Alans Guðmundssonar.

63


ljósmyndun

C.I:B. Zetu Jökla sem er snögghærð vorstehtík í minni eigu.

64

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2012


65


ljósmyndun

Pétur Alan Guðmundsson

Karri að vori

66

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2012


67


ljósmyndun

Pétur Alan Guðmundsson

Rjúpa ofan við Árskógssand.

68

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2012


Karri í Skálafelli.

69


ljósmyndun

Írski setinn Valaskjalvs Tokk reisir rjúpu sem Kristinn Einarsson skaut í Einunndalen í Noregi .

70

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2012


71


ljósmyndun

Pétur Alan Guðmundsson

72

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2012


73


ljósmyndun

Pétur Alan Guðmundsson

Fjalldalafífill

74

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2012


75


ljósmyndun

Grjót í hveralæk í Kerlingarfjöllum

76

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2012


Leirhversskvetta í Námaskarði

77


ljósmyndun

Pétur Alan Guðmundsson

Kríur við Langá á Mýrum

78

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2012


79


ljósmyndun

Eggjaþjófur í Heiðmörk.

80

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2012


81


ljósmyndun

Pétur Alan Guðmundsson

Friðþjófur Adolf Ólason og ég með afla eftir fyrsta túr vorsins á Iðu.

82

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2012


Ertu örugglega búinn að skrá þig? Tímaritið VEIÐISLÓÐ er ókeypis fyrir lesendur! Ef þú lesandi góður ert ekki skráður fyrir ókeypis áskrift þá getur þú sýnt okkur stuðning með því að skrá þig t.d. núna!

„... en hvernig skrái ég mig?“ Þú ferð inn á www.veidislod.is og skráir netfang og nafn upp í hægra horninu, gangi þér vel!

Smelltu á kassann til að fara á veidislod.is og skrá þig! Við notum skráninguna eingöngu til að senda þér tilkynningu um ný tölublöð!


Lax að stökkva og lenda ofan á línunni í Gljúfrahyl í Setbergsá.. Mynd GG


lífríkið

Guðni Guðbergsson

Spurt og svarað um

margvíslegt

viðkomandi laxfiskum Það eru margvíslegar spurningar sem að ýmist eru síkviknandi í hópi veiðimanna eða kvikna af einhverjum sérstökum gefnum tilefnum á vertíðum. Spurningar er varða veiði og veiðidýrin. Af hverju þetta og af hverju hitt? Við þurftum aðeins þrjár mínútur til að hripa niður eftirfarandi spurningar og við báðum Guðna Guðbergsson hjá Veiðimálastofnun að svara þeim eftir sinni bestu vitund. Guðni brást vel við eins og hann gerir ævinlega, en það eru samt alltaf einstök atriði sem erfitt er að svara. Og í öðrum tilvikum þarf að athuga hlutina vandlega, skoða gögn og þess háttar. En um það sagði Guðni: „Hér er tilraun til svara við spurningunum. Það er ekki alltaf auðvelt að gefa tæmandi svör við svona lista. Við erum að fara yfir gögn sumarsins og reynum að gera okkur grein fyrir stöðunni og horfunum. Reynum að draga það saman áður en langt um líður með frekari greiningu á ástandinu.“

85


lífríkið

Guðni Guðbergsson Nýlega hefur það komið uppá að laxar, sérstaklega hængar lengist í ánum vegna þess að krókurinn tognar hressileg. Sérstaklega virðist þetta eiga við um stærri fiska. Er til einhver meðaltalstala í þessum efnum og hvað veldur þessari tognun?

„Hér brestur mig þekkingu. Líklegt er að laxahængar lengist og breyta um lögun þegar dregur að hrygningu en ég þekki ekki hve mikið það er. Umbreytingin tekur einhvern tíma í ánum og er væntanlega að breytast frá því að lax gengur og fram að hrygningu og því tæpast um neitt meðaltal að ræða þar sem göngutími og veiðitími geta skipt máli. Stærð laxa er m.a. notuð til að greina lengd sjávardvalar sem er mest eitt eða tvö ár í ám hér á landi. Einnig til að meta viðkomugetu mælda í fjölda hrogna, en það á við um hrygnur en ekki hænga.“ Í framhaldi af spurningu 1, fer þetta ekki ansi illa með lengd-versus þyngd kvarðann ykkar góða?

„Hér eru fleiri þættir eins og að fiskar leggja af í ánum. Hér er því vandamál sem erfitt er að gera við. Það sem á móti getur komið er að eiga mælingar sem gerðar eru á annan hátt s.s. með mælingum á stærð fiska í teljurum eins og sumstaðar er gert í ám.“ Í framhaldi af svo laxlitlu sumri....er að ykkar mati hætta á slakri hrygningu í framhaldinu, þ.e.a.s. að árgangurinn sem sprettur af þessu sumri verði lélegur?

„Það er vissulega hætta og fer eftir því hve stór hrygningarstofninn er (fjöldi hrogna). Hér kemur einnig til að hver árgangur er nokkur ár í ánni. Það eru því möguleikar til að afföll minnki ef samkeppni minnkar og vöxtur aukist sem getur verkað upp að ákveðnu marki og því getur seiðaframleiðsla milli

86

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2012

árganga gróið að einhverju leyti saman. Það er því ekki ástæða til að hafa miklar áhyggjur ef niðursveifla er í stuttan tíma. Ef hún stendur lengur getur það vissulega haft áhrif til minnkandi seiðaframleiðslu. Frjósamari ár þar sem vaxtarhraði er mikill fyrir og fáir árgangar eru í ánum á hverjum tíma eru viðkvæmari fyrir en þar sem þeir eru fleiri og þar geta lægðir komið fyrr fram. Það sem hægt er að hafa áhrif á er það hvað veitt er úr stofnum. Þegar hátt hlutfall er veitt og sleppt hefur veiðin minni áhrif.“ Er ekki frekar hætt við að stórlax verði fáliðaður á næsta sumri eftir að smálax klikkaði svo afgerandi í sumar?

„Það eru tengsl á milli fjölda laxa með eins árs sjávardvöl og laxa með tveggja ára sjávardvöl. Þegar laxar með eins árs sjávardvöl eru fáliðaðir eru líkur til þess að sú minnkun komi hlutfallslega fram hjá tveggja ára laxi. Það eru því líkur til að laxar með tveggja ára sjávardvöl verði fáliðaðir á næsta ári. Það hversu hátt hlutfall tveggja ára laxa er, er mismikið milli landshluta. Á Vesturlandi er megnið af laxinum með eins árs sjávardvöl en hlutfallslega er meira af tveggja ára laxi í ám á Norður- og Austurlandi. Oft hefur komið upp sú kenning að kynþroskaaldur sé ákvarðaður úti í sjó og ef að skilyrði eru þar óhagstæð geti það leit til þess meira komi af stórum laxi árið eftir. Á þeim tíma sem við höfum gögn um eru ekki vísbendingar um að um slíkt hafi gerst.“ Miðað við heimtur á merkjum í löxum í Elliðaánum í sumar, sem sýndu svipaðar heimtur og vant er, virðist það ekki benda alfarið á að aðstæður í ánni (og þá kannski ánum) hafi valdið þessum miklu afföllum?

„Á þessari stundu liggur ekki fyrir hverjar endurheimtur hafa verið í


Elliðaánum í sumar. Það er því ekki ástæða til að fjölyrða mikið um það fyrr en þær upplýsingar liggja fyrir.“

laxinn?.....og í framhaldi af því.....hvað með geldbirtinginn, er hann að éta í ánni?

Í framhaldi af spurningu 5....ef svo er, er þá ekki frekar líklegt að næsta sumar verði betra smálaxasumar þar sem skilyrði voru betri á þessu vori heldur en í fyrra?

Ef þessir fiskar eru allir að éta í ánni, eru þeir þá ekki í seiðum?

„Það er nær útilokað að draga þessa ályktun eins og er. Hlutur árferðis í ánum er ekki ljós nú en verður það frekar með greiningu á vaxtargögnum úr hreistri en með því er hægt að sjá hvort vöxtur hafi verið hægur eftir útgöngu. Ef svo er bendir það til aukinna affalla. Það stafar hinsvegar af ástandi á átuslóð í sjó á þeim svæðum sem laxinn heldur sig. Seiðaárgangar hafa almennt mælst stórir síðustu ár í kjölfar góðrar laxgengdar og veiði undanfarin ár (2008-2010).“

Hvað með sjóbleikjuna.....hún er að éta í ósnum, en étur hún á göngu sinni upp ána? „Varðandi bleikju eru hlutirnir kannski heldur flóknari. Sjóbleikjan leitar í ósa til átu eftir hrygningu. Þær éta eitthvað í ánum á göngu en þar er takmarkað að hafa fyrir stóra fiska. Bleikja er gjarnan á öðrum búsvæðum en lax og sjóbirtingur, bæði í kaldari ám og á svæðum þar sem straumur er minni. Þar sem vötn eða ísölt lón eru neðarlega á vatnakerfum leirar hún þangað í fæðuleit og heldur sig þar sem selta er viðráðanleg.“

Alþekkt er að laxinn étur ekki í fersku vatni. En þegar hoplax bregður hart við á vorin og tekur af mikilli græðgi gæti það bent til að laxinn byrji að éta í fersku vatni áður en hann fer aftur út...gerir hann það?

„Hér þarf að hafa í huga af hverju laxinn étur ekki í ánum. Þegar lax er í göngu og er að þroska hrogn og svil er hann ekki að éta. Í ánum er fæða takmörkuð og yfirleitt smásæ. Það sem þar er að éta fyrir hoplaxa er því af afar skornum skammti og fátt í stöðunni annað en að koma sér til sjávar þar sem áta er fjölbreyttari og ríkulegri.“ Sömu spurningu má einnig spyrja um sjóbirting....er hann byrjaður að éta í fersku vatni í apríl og mai áður en hann fer út....

„Hér er í sama svar í gildi.“ ...og hvað með birtinginn sem kemur um hásumar og fram eftir hausti.....er hann að éta í ánni eða er hann með sama kerfi og

„Hér er í sama svar í gildi.“

„Hér er í sama svar í gildi.“


einu sinni var Draumreisa ABU

Drömresa ABU 1969 Sænska veiðivörufyrirtækið ABU stóð lengi fyrir „Drömresan“ og gerir kannski enn. Drömresan er eins og liggur í augum uppi draumareisan, þ.e.a.s. draumaveiðiferðin, en árlega bauð fyrirtækið verðlaunaviðskiptavinum í draumareisu. Veiðimenn sendu inn myndir og skýrslur af sér með stóra fiska og ABU hólfaði niður í flokka eftir því hvaða fiskitegund var dregin á þurrt. Þeir sem skiluðu skýrslum yfir stærstu fiskana voru boðnir í veiðitúrinn og var hann farinn hingað og þangað. Árið 1969 var hann farinn til Íslands. All mörgum árum seinna komu Svíarnir aftur með sína verðlaunahafa til Íslands, en það er önnur saga.

88

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2012

Jafnan fjallaði ABU um draumareisuna í ársbæklingi sínum þar sem vörur fyrirtækisins voru kynntar. Bæklingurinn var (og er kannski enn) frægur og hét (og heitir kannski enn) Napp og Nytt. Frásögn af Íslandsferðinni kom í Napp og Nytt 1970, en draumareisan til Íslands var 1969, eða fyrir 43 árum! Draumareisan 1979 var farin á bakka Laxár í Aðaldal, nánar tiltekið á Nesveiðarnar. Greinin í Napp og Nytt er mjög myndskreytt og ljóst að sænski hópurinn veiddi mjög vel. Greinilegt að margt hefur breyst, því laxahrúgunni er allri raðað dauðri á árbakkann og augljóst a sumum myndanna að Svíunum þótti gaman að veiða á spón.


á Laxárbökkum Sem kunnugt er þá er aðeins veitt á flugu í ánni í dag og öllumlaxi sleppt. Mikið er rætt um fegurð Laxár og frægð hennar einnig og síðan er drjúgu rými rennt undir Jónas litla sem var að kasta fyrir lax í fyrsta skipti, nánar tiltekið í Vitaðsgjafa með mömmu sína Elnu Linn og pabbann Finn að gefa góð ráð. En síðan kvað við óp, Mamma og pabbi, hjálp, ég er með fisk á, sem síðan reyndist vera 20 punda Maríulax. Hvar ætli Jónas litli sé í dag?

Ekki ætlum við að rekja textann nánar, en leyfum myndunum frekar að tala sínu máli, en þær eru skemmtileg heimild um fyrri tíma á bökkum íslenskra laxveiðiáa

Síðan er löng tala um Mývatn, Goðafoss, Kröflu og hrifningu gestanna á því sem fyrir augu bar, enda flestir eða allir að koma til landsins í fyrsta skipti og þá kemur vissulega margt mönnum spánkst fyrir sjónir.

89


villibráðareldhúsið villibráðarvínin

Vínin sem

passa best við

villibráðina Villibráð er á hátíðarborðum margra Íslendinga. Aðallega er það rjúpa og hreindýr, en margir eru einnig farnir að leggja sér til munns innflutta villibráð á borð við elg, hjört og fleira í þeim dúr. Þá nota margir laxfiska frá liðinni vertíð í forrétti þannig að villibráðin ræður algerlega ríkjum. Við gerum ráð fyrir því að eldamennskan sé meira og minna fastmótuð hjá flestum, en menn eru margir hverjir frekar tilbúnir að gera breytingar þegar kemur að því að velja hvað skal drekka með villibráðinni. Í Villibráðareldhúsi Veiðislóðar að þessu sinni ætlum við því að benda á heppileg borðvín með villibráðinni og fengum við til þess vínspesíalista frá tveimur af stærri innflutningsaðilunum á víni, RJC (Rolf Johansen) og Bakkusi. Hér fara á eftir tillögur þeirra m.t.t. hvað er á borðum og lýsing á hverjum drykk, eiginleikum þeirra og gæðum, njótið vel.

90

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2012

Sartori Amarone Amarone er toppurinn á vínunum frá Valpolicella-héraðinu utan við Verona á Ítalíu. Þrúgurnar eru þær sömu og í hefðbundnum Valpolicella en í stað þess að pressa þær strax eftir tínslu eru þrúgurnar sem notaðar eru í Amaronevínin þurrkaðar í um þrjá mánuði. Sartori Amarone 2008 hefur angan af trönuberjum, kirsuberjum og dökku súkkulaði, nokkuð eikað. Það hefur mjúka, þægilega áferð, ferska sýru og ágætis lengd Bestu kaupin á Amarone í vínbúðunum. 3.750 krónur


La Planta Bodegas Arzuaga er tiltölulega ungt vínhús í einu helsta gæðahéraði Spánar, Ribera del Duero. Það var stofnað árið 1993 af Arzuaga Navarro fjölskyldunni sem keypti ekrur við hlið Vega Sicilia, þektktasta vínhúss Spánar. Bestu víninin frá Arzuaga eru þung og mikil Ribera-vín í klassískum stíl en fjölskyldan hefur jafnframt sett á markað vínið La Planta sem er Tempranillo í mjög nútímalegum stíl. Vínið er mjög dökkt, eikin áberandi með vanillu og púðursykri. Kröftugur og massívur sólbetjaávöxtur, nokkuð kryddaður. 2.599 krónur. Mjög góð kaup.

Marques de Riscal Reserva

Tavernelle Cabernet Sauvignon 2006

Marques de Riscal er eitt af þeim Riojavinum sem eiga sér hvað lengsta sögu á íslenska markaðnum enda er um að ræða eitt helsta vínhús svæðisins. Vínhús á sér langa sögu og er eitt af þeim vínhúsum svæðisins sem blómstruðu í kjölfar þess að tækni og víngerðarmenn streymdu til Rioja frá Bordeaux á síðari hluta nítjándu aldar.

Castello Banfi er með bestu vínhúsum Montalcino en auk þess að framleiða afbragðsgóðan Brunello gerir vínhúsið nokkur önnur einstaklega frambærileg vín úr „erlendum“ þrúgum. Tavernelle er hreint Cabernet Sauvignon, þrúgurnar ræktaðar á hæð við þorp með sama nafni syðst í Montalcino.

Reserva 2006 er klassískur Rioja, þroskaður ávöxtur og mikil eik, í nefi leður, kandís, vanilla og reykur í bland við mjög þroskaðan rauðan ávöxtinn. 3.399 krónur.

Þetta vín sýnir og sannar að Cabernet á svo sannarlega erindi á þessu ræktunarsvæði. Dökkt og djúpt á lit, lítið farið að sýna aldur. Angan af eik, tóbaki og dökkum berjum, mjög þroskuðum sólberjum og bláberjum. Þarna er líka kaffi og angan af kryddi. Í munni öflugt og þéttriðið, kröftug en mjúk tannín, góður bragðmassi, nokkuð kryddað. Flottur Cabernet úr heitu loftslagi, með ítölskum elegans. Enn töluvert ungt, á mörg góð ár eftir. Þetta er vín fyrir góða steik, manni dettur í hug T-Bone eða Ribeye. Hvers vegna ekki nautasteik Fiorentina að hætti þeirra í Toskana? Einnig með þurrum ostum á borð við Parmigiano. 3.799 krónur. Góð kaup.

91


Með laxi Fordrykkur

Með laxi

Ferrari Maximum Brut

Bernard Defaix Chablis 2011

Ferrari Maximum Brut er hið sígilda flaggskip Lunelli-fjölskyldunnar. Hreint Chardonnay-freyðivín, tært og brakandi ferskt. Ristað brauð, ger, brioche og hnetur í nefi. Frábærlega uppbyggt, stendur góðum kampavínum ekkert að baki en kostar töluvert minna.

Vín frá Chablis eru flokkuð gæðalega eftir staðsetningu ekranna. Einföldust eru Petit Chablis og algengust eru Chablis. Bestu vínin koma svo af tilteknum ekrum sem bera nöfn og eru kallaðar Premier Cru og Grand Cru. Skarpt þétt, sýrumikið. Sítrónubörkur, sætur greipávöxtur, smjör og möndlur.

4.250 krónur.

2.795 krónur. Mjög góð kaup.

92

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2012

Dr. Loosen Riesling Gray Slate 2011 Riesling vín frá Moseldalnum í Þýskalandi, þetta er vín úr smiðju Ernst Loosen sem kosinn var víngerðarmaður ársins hjá hinu virta víntímariti Decanter árið 2005, hálfsætt vín en afar ferskt , sítrus epli og blóm. 1.795 krónur. Mjög góð kaup.


Villibráð/fuglar

Villibráð/hreindýr og gæs

Villibráð/rjúpa og önd

GD.Vajra Nebbiolo Langhe 2009

Grant Burge Miamba Shiraz 2009

Isole e Olena Chianti Classico 2010

Og hér nýtur Nebbiolo-þrúgan sín svo sannarlega, hreint og kraftmikið vín. Dökk ber, mjög þroskuð kirsuber og sólber, kryddað með þykkum ávexti, leður og örlítill vottur af ekvalyptus. Nokkuð tannískt en fínlegt og elegant, þarf helst að mýkja með umhellingu í karöflu nokkru áður en borið er fram. Engu að síður Nebbilo sem nýtur sín vel nú ólíkt stóru Barolo-vínunum sem þurfa yfirleitt ansi mörg ár til að toppa,

Grant Burge Miamba Shiraz er nánast dökkt sem blek, mjög kröftugt með þykkum vanilluhjúpuðum krækiberjasafa, þarna er kókos og súkkulaði og þroskaður og massaður svartur ávöxtur. Feitt og langt í munni. Hörkuvín, með þeim betri í sínum verðflokki.

Vín úr smiðju Paolo di Marchi í Toskana en hann er sannkallaður galdramaður með sangiovese þrúguna. Hér er einn af hans bestu árgöngum af Isole e Olena Chianti Classico. Mikill karakter í þessu víni, fínleiki og bragðlengd. Dökk ber og ávextir, krydd. Þetta vín fékk frábæra dóma í Decanter nýverið en þar skoraði það hæst allra Chianti vína sem smökkuð voru.

3.350 krónur. Góð kaup.

3.650 krónur.

3.695 krónur.

93


veiðihundar r veiðih Einar unda Páll Garðarsson

Margt hægt að gefa besta vinin

Á jólum má ekki gleyma hundinum. Þetta eru bráðvitrar skynsemdar verur og þeir vita Hundar elska að fá gjafir fyrir utan að vera með afbrigðum forvitnir. Fjölskyldumeðlimu með ferðatösku að Hvutti sé ekki mættur, vitandi að í töskunni leynast gjafir. Og hvað h Bæli

Bakpoki

Neoprene vesti frá Dokken

Önd

Við heyrðum í Einari Páli Garðarssyni í hundabúðinni Bendi í Kópavogi og það var að heyra að þar sem hann þekkti til þá gleymdist sá ferfætti ekki og í búðinni kennir margra grasa. Það er margt sem hægt er að gefa hundinum í jólagjöf, en eins og Einar Páll orðaði það, þá má skipta jólagjöfum hunda í tvo megin flokka. Annars vegar einfaldar gjafir þar sem hundurinn fær eitthvað sem hann ræður vel við að opna sjálfur og étur síðan, og síðan praktískari gjafir þar sem hundurinn eignast eitthvað eins og t.d. nýtt bæli, nýjan bakpoka eða eitthvað þvíumlíkt, og jafnvel eitthvað sem hann rétt fær að snuðra af áður en því er skellt inn í skáp til geymslu þangað til að notagildi þess rennur upp. Þá má segja að um sé að ræða gjöf sem gagnast báðum hundaeiganda og hundi. Til að jólin verði fullkomin fyrir hundinn er líklega best að hann fái gjafir af báðum sortum. Einar Páll benti á nokkrar sniðugar jólagjafir handa hundinum og benti fyrst á neoprene vesti frá Dokken sem allir veiðihundar þurfa að eiga, sérstaklega þeir sem eru mikið í skurðum og vatni, enda eru vesti þessi sniðin til að verja aðal líffæri hunda, lungu, hjarta, nýru o.s.frv. Hann benti og á annað slíkt vesti, svokallað Flecta hitavarmavesti frá Petlife, en þar er á ferðinni vandaður og vatnsheldur hlífðarfatnaður með varma eiginleikum. Á milli innra og ytra lags er Flectalon aluminum einangrun, en filman endur-


Ljós og flauta

Kong Classic

num í jólagjöf

hvað klukkan slær. ur má ekki koma heim frá útlöndum hann óskar þess að hann fái eitthvað! kastar allt að 95% af líkamshita sem leitað hefur burt aftur niður að líkamanum. Gott endurskin er á hliðum jakkans og má þvo hann í þvottavél á 40°. Þá dró Einar fram skemmtilega gerviönd sem má einnig fá sem rjúpu ef því er að skipta. Leikfang þetta er framleitt í Bandaríkjunum og Einar Páll lýsti fyrir okkur sérstökum eiginleikum þessa leikfangs. „Öndin er rosalega sniðug, Ameríkanarnir sem hönnuðu hana voru með allt á hreinu. Þannig er mál vexti, að höfuð og fætur andarinnar eru grjóthörð en miðstykkið er úr mjúku fómi. Aftast er síðan spotti með kúlu. Þannig er öndin auk þess að vera leikfang, kennslutæki í því hvernig hundurinn á að taka rétt í bráð því ef maður kastar öndinni í vatn og hundurinn sækir, þá grípur hann um mjúku miðjuna og ef hann ætlar að hrista sig ferlega umleið og hann kemur uppúr, þá slást hörðu hlutar andarinnar í hann. Hann á nefnilega að skila fyrst, hrista sig svo, þannig að þetta kennir honum að losa sig við öndina áður en hann hristir af sér vatnið.“

Og Einar heldur áfram: „Nú, nýtt bæli er klassísk gjöf handa hundi og þarf ekki nein orð um það. Sama má segja um bakpokann sem við erum með, hann er gríðarlega góð gjöf handa hundi. Hundur á að geta borið þriðjung þyngdar sinnar og ef maður fer út að ganga með hundinn og hann er bara í ól, þá fær hann ekkert út úr því annað en frískt loft og hundinn vantar alla útrás. Setji maður hæfilega þyngd í slíkan bakpoka og fer síðan í hálftíma göngutúr, þá vinnur hundurinn og hann verður þannig miklu sáttari því hann er að gera skyldu sína með því að vinna. Loks er það sambyggða flautan og ljósið. Nefni það síðast því það er kannski meira fyrir hundaeigandann. Þetta er lítið og nett verkfæri, en getur skipt sköpum og eflaust bjargað lífi ef því er að skipta. Þetta þolir 40 stiga frost, 50 stiga hita og 100 metra dýpi. Ljósið sést í þriggja mílna fjarlægð og flautan sjálf nær 110 desíbelum.“

Bendir VERSLUN MEÐ HUNDAVÖRUR  511-4444 www.bendir.is

95


bækur

Vötn & veiði

Kafli úr árbókinni

VÖTN & VEIÐI Stangveiði a Íslandi 2012

Í Stangaveiðiárbókinni Vötn og Veiði 2012 eru að venju kaflar þar sem lýst er viðskiptum okkar við nokkur valin forvitnileg veiðisvæði. Hér birtum við einn kaflann sem er skrifaður af Einari Fal Ingólfssyni ljósmyndara og blaðamanni um heimsóknir hans á vit sjóbleikja í Vatnsdalsá í Húnaþingi. Auk þess skrifa all margir veiðimenn og konur pistla um hápunkta veiðisumra sinna og má þar nefna Sigurð Árna Sigurðsson, Ragnar Hólm Ragnarsson, Mjöll Daníelsdóttur, Ragnheiði Thorsteinsson, Árna Friðleifsson og marga fleiri svo einhverjir séu nefndir að öðru ólöstuðum. Þá prýða bókina að vanda mikill fjöldi ljósmynda sem eru bæði af kátu veiðifólki á góðum stundum og magnaðar stemmingar af bökkum vatnanna. Þess má og geta, að þetta er 24. árið sem árbók þessi kemur út í einni mynd eða annarri og má því segja að næsta ár eigi bókin stórafmæli.

96

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2012


Dökkur sjóbleikjuhængur úr Húnaþingi. Myndir með grein: Einar Falur Ingólfsson.

Bleikjuævintýri í Vatnsdal Það þarf mikið að ganga á til að Vatnadalsá verði nánast óveiðandi, en í haust upplifði ég það í fyrsta skipti. Við komum til veiða í septemberhollið okkar á laxasvæðinu daginn eftir að slotaði sannkölluðu hamfaraveðri, sem barið hafði á norðurlandi. Bændur og björgunarsveitamenn héldu til fjalla, eða bara á heimatúnin, að leita þúsunda fjár sem grafist hafði í fönn eða hrakist í skjól undan veðurofsanum, en við söfnuðumst saman tólf veiðimenn í veiðihúsinu Flóðvangi þar sem hrímhvítt Jörundarfellið blasti við okkur og eftir dalnum flæddi Vatnsdalsá bólgnari og skolaðri en við höfðum nokkru sinni séð hana. Fyrir neðan brúna á hringveginum flæddi hún yfir bakka sína og yfir úthagana á stóru svæði. En þótt áin væri þetta mikil, og ísköld af allri þessari snjóbráð, þá hvarflaði ekki annað að okkur en að leita að fiskum. Þótt laxinn kynni að vera rólegur í þessu kalda vatni, og hafa leitað á ólíklega staði í flóðinu, þá vissum við að það væri gríðarmikið af vænum sjóbirtingi og sjóbleikju á svæðinu og það mætti alltaf reyna að finna hvar silungurinn héldi sig. Þetta var þriðja og síðasta heimsókn mín með veiðistöng á laxasvæðið í Vatnsdal þetta sumarið. Eins og alkunna er þá var þetta ekki eitt af gjöfulustu laxveiðisumrum sem fregnir fara af, þvert á móti, og í þessari einstaklega fallegu veiðiá var minna að sjá af laxi en undanfarið, eins og víðast hvar annarsstaðar. En samt var alltaf von á góðri veiði þar í sumar; ég hef nefnilega ekki síður gaman af að eltast við vænan silung en laxinn, og svo býður Vatnsdalsá upp á allt sem gleður mitt

veiðimannshjarta: náttúrufegurð, ríkulega sögu og fjölbreytileikann, urriða, bleikju og laxinn – sem getur orðið afar stór þar eins og menn vita. Ég er einn af þeim sem nýt þess að þekkja veiðisvæði betur og betur, að koma að þeim aftur og læra sífellt betur hvernig fiskarnir haga sér á ólíkum tímum og við ólíkar aðstæður. Á undanförnum árum hef ég þannig kynnst Vatnsdalsá býsna vel, laxa- og silungasvæðunum, og hef lent í allnokkrum eftirminnilegum ævintýrum – ekki síst í silungsveiði á laxasvæðinu. Og nokkur þeirra gerðust á þessu sumri þegar laxinn varð svo liðfár. Í nokkur ár höfum við þrír félagar, Sigurður Árni Sigurðsson og Þórsteinn J. Vilhjálmsson auk mín, unnið að bók um ána og umhverfi hennar. Við þá vinnu hefur tilfinningin fyrir sögu svæðisins og náttúrunni dýpkað enn meira og styrkst, og þegar ég fer þar um með stöng auk myndavélar hefur ég reynt að veiða sem víðast og kanna sem mest. Í flóðunum í haust fannst mér ég búa að þeirri nálgun, auk þess sem ég upplifði náttúruna í alveg nýjum ham að hausti. Sumarið 2011 þótti heimamönnum sjóbleikjan vera furðu seint á ferðinni; þrátt fyrir að stöku vænir fiskar hafi verið að veiðast fram eftir sumri komu torfurnar ekki fyrr en um um miðjan ágúst af einhverjum krafti. Þá var ég ásamt Steen Johanssyni við veiðistaðinn Bleikjufljót í Forsæludal, við óðum út og ætluðum að reyna fyrir okkur á sama tíma og ég var að taka við hann viðtal. Skyndilega lægði þar sem

97


bækur

Vötn & veiði Steen var að gera sig kláran til að kasta, og sólargeisli braust gegnum ský. Þá blasti við okkur undursamleg sjón. Það voru bleikjur um alla breiðu og engir smáfiskar. Mikið 2 til 5 pund, giskuðum við á. Steen kastaði straumflugu og var innan skamms búinn að landa tveimur vænum. Þá hnýtti ég Krók á stuttan taum og kastaði uppfyrir mig, þar sem braut á steini: tvö köst gáfu tvær bleikjur, ekki minni. Þá settumst við við niður á bakkann og nutum þess að spjalla og horfa á dýrðina niðri við botn. Sumarið 2012 gekk bleikjan fyrr á laxasvæðið í Vatnsdal, og kannski má segja sem betur fer, því þá gladdi hún margan veiðimanninn í laxaleysinu. Og stórir og gríðaröflugir birtingar tóku að birtast í mörgum hyljanna þegar leið á sumarið, allt að átta og níu punda fiskar í bland. Við Þorsteinn J. veiddum fyrst á svæðinu snemmsumars og þá voru fallegir laxar teknir að veiðast á neðra laxasvæðinu, í Hnausastreng neðan flóðs, en uppi í dal fengum við afar fallegar bleikjur. Þorsteinn hefur verið að gera kvikmynd um ána og fannst hann vanta myndir af bleikjuveiði. Ég lagði til að við færum á einn af mínum eftirlætisstöðum, Efri-Ármót þar sem þveráin Álka sameinast Vatnsdalsá. Þar hnýtti ég hinn gamalreynda Krók á tauminn og var á skömmum tíma búinn að setja í og kljást við þrjár fallegar og sprettharðar nýgengnar bleikjur. Þorsteinn fékk strax þau myndbandsskot sem hann þurfti. Seinna þessar vaktir fengum við fleiri sjógengna silunga á veiðistöðum þarna á miðsvæðinu, meðal annars bleikjur sem lágu í furðu hröðum straumi í Árnahyl en Þorsteinn komst upp á lagið með að fá þær til að taka. Seint í júlí var ég aftur komin í Vatnsdal þeirra erinda að taka viðtal við gamalreyndan bandarískan veiðimann, sem kemur árlega þangað ásamt stórum hópi félaga sinn. Ég var mættur norður í býtið og við ræddum lengi saman yfir kaffibolla, auk þess að fara í bílferð um nágrennið. Þetta var síðasti morgunn hópsins og þeir hættu snemma að veiða, þurftu að halda suður að ná flugi. Þegar við kvöddumst um tíuleytið, spurði viðmælandinn: „Ertu ekki með stöngina þína?“ „Jú,“ sagði ég hissa, „hún er nú skottinu allt sumarið.“ „Fínt,“ sagði hann. „Við erum með ána til klukkan eitt, leiðsögumennirnir ætla að veiða Hnausastreng en það er eng-

98

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2012

Þorsteinn J. Vilhjálmsson að þreyta bleikju í Árnahyl í Vatnsdalsá.

inn uppfrá. Þú hefur svæðið út af fyrir þig. Reyndu nú að ná einhverju.“ Ég gat ekki annað en þakkað kærlega fyrir og þegar veiðimennirnir beygðu til norðurs, í átt að hringveginum, þá stefndi ég suður dalinn með kitlandi veiðiskjálfta í skrokknum: ég ætlaði ekki á frægar laxaslóðir heldur beint á bleikjuslóð. Ók að miklum eftirlætisstað, þar sem von er á silungi allt sumarið, læddist þar fram á eyrina því fiskurinn getur legið ansi nærri og byrjaði að kasta. Eftri fjörutíu mínútur var ég búinn að fá nóg, og þvílík skemmtun! Fyrstu sex bleikjurnar hirti ég, og þær voru allar vænar. Þá tóku tvær minni sem ég sleppti, og síðan fjórar „kusur“ til. Þeim gaf ég einig líf. Þetta var ævintýralegt og ég var líka búinn að fá nóg af silungi og kominn tími til að reyna við laxinn í tvo tíma. Ég ók þá inn Forsæludal, skyggndi Stekkjarfoss og sá tvo smálaxa á brotinu, kastaði þremur flugum fyrir þá, án árangurs, og gekk þá þennan kílómeter inn þröngt gljúfrið þar fyrir ofan, að Dalsfossi. Þegar ég fór meðfram rennunni þar sem fellur úr Djúphyl sá ég nokkra laxa en ákvað að hvíla staðinn ef þeir hefðu séð mig og gekk inn að fossi. Þar kastaði ég um stund í fosshylinn og við Neðri-Stein, og varð ekki var, en renndi mér þá varlega niður brekkuna að Djúphyl. Þar reyndi ég nokkrar flugur í rennunni en sá þá í tvígang lax sýna á sér bakið til hliðar við mig, aftast í


Bleikjan komin á land.

sjálfum hylnum. Ég var með litla Black-and-blue undir, kastaði henni þvert á hylinn og dró hratt að mér. Laxinn negldi hana í fyrstu tilraun og dansaði síðan trylltur um í nokkrar sekúndur áður en hann losnaði af. Mér var slétt sama, þetta hafði verið óvænt og frábær þriggja stunda veiðiferð. Síðasta heimsókn sumarsins á laxasvæðið í Vatnsdal var síðan strax þarna eftir norðan áhlaupið í september. Þá var félagi minn Helgi Þorgils Friðjónsson með mér á stönginni, hans fyrsta heimsókn á laxasvæðið og aðstæður svo sannarlega ekki eins og maður hafði vonast til. En ég ætlaði að kynna hann fyrir dalnum og allir ætluðu veiðimennirnir að veiða; verkefnið var að finna fiska í þessum kalda og brúna flaumi. Það var erfitt, ekki síst til að byrja með. En daginn áður en við komum, í hörku gaddi og byl, hafði veiðimönnunum sem voru á undan okkur auðnast að draga eldrauðan stóran hæng upp úr Þórhöllustaðahyl. Það sýndi okkur að þetta var mögulegt við þessar aðstæður. Lax gaf sig ekki fyrstu vaktirnar en á nokkrum stöðum tók hinsvegar sjóbirtingur, hann var greinilega viljugastur við þessar aðstæður. Og það var til að mynda mikið af honum í Hólakvörn, þar sem hann skvetti sér og bylti, og tók stundum flugurnar með látum. Hnausastrengur var hinsvegar svo til

óveiðandi, þar sem vatnið flæddi yfir bakkana og upp að plötunni á borði sem þar er fyrir veiðimenn að sitja við. Efsti hluti árinnar var líka óveiðandi, gilið fyrir ofan og neðan Stekkjarfoss, þar sem straumbeljandinn var ógnvekjandi, og Álka var eins og ískaldur kakóvellingur á að líta; bar með sér krapa og gróður. Það var helst miðsvæðið sem við einbeittum okkur að og eins og fyrr segir, tóku af og til birtingar, en stóra spurningin á vörum okkar veiðimannanna þegar við hittumst var sú sama: hvar er bleikjan? Við vissum að það var mikið af henni í ánni, en hvar var hún við þessar aðstæður? Einhverjir tóku eftir því að á meðan allir lækir og þverá sem féllu niður í dalinn voru skolaðir, þá var ein undantekning. Gilá var vissulega meiri en sú spræna sem hún er allajafna á sumrin, en hún virtist tær. Á haustin er veitt á sex stangir á laxasvæðinu, tvær saman á svæði, og þegar við Helgi Þorgils áttum efri hluta miðsvæðisins á þriðju vakt, þá lögðum við bílnum við Línufljót, þar sem við reyndum fyrst fyrir okkur, og ákváðum að ganga síðan niður með ánni, niður að Gilárós að austan. Ég vildi athuga hvort það gæti verið að fiskurinn safnaðist ekki saman á þessum eina stað sem við vissum um með tæru vatni á svæðinu; það hlyti að vera vænlegt, rétt eins og að veiða í skilum fersk- og jökulvatns í Skaftafellssýslunum.

99


bækur

Pattaralegir sjóbirtingar eru einnig í boði.

Vötn & veiði

Á þessari leið tekur hver fallegi veiðistaðurinn við af öðrum, og þeir voru líka vænlegir í þessu flaumi, sem þó dró nú heldur úr. Ásbrekkuhylur, Hornafljót, Forsetahylur; við urðum ekki varir. Þegar við gengum með kyrru síki fyrir ofan Forsetahyl sprakk vatnsflöturinn og vænir fiskar ruddust burt eftir að hafa orðið okkar varir. Í Neðri-Búbót höfðu veiðst sjóbirtingar daginn áður og þar fékk Helgi einn lítinn. En ég var spenntur að skoða Gilárósinn og það var rétt sem sagt hafði verið; lækurinn var mikill og tær, og myndaði svona tuttugu metra löng skil meðfram malareyri, áður en skolið tók aftur yfir. Ég var með sökkenda á línunni og litla þýska Snældu á taumnum, en hún hefur oft reynst vel þegar ég leita að fiskum, öllum tegundum. Og ég var varla byrjaður að kasta efst í skilin þegar rifið var í, alveg við bakkann. Sá fiskur lak strax af og spenntur kastaði ég stax aftur, stutt út í straumskilin og dró hægt að bakkanum. Hann var á um leið, falleg bleikja. Og skömmu síðar önnur, en svo komu nokkur árangurlaus köst. Þá tísti síminn í vasa mínum og í honum voru skilaboð frá félögum okkar neðar á svæðinu, að þeir væru búinir að landa 75 cm sjóbirting og 84 cm laxahrygnu í Vaðhvammi. Slepptu báðum eftir myndatöku. Það var eins og tökustundin væri komin. Helgi Þorgils kastaði Bleikri-og-blárri straumflugu og fékk bleikju nánast strax; hann hefur lengi stundað stangveiði

100 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2012

en starði á þennan 57 cm fisk, hafði aldrei fengið svona stóra bleikju fyrr. Kastaði aftur, æði kappsamur, og flugan flaug yfir meginstrenginn. Þar sem hún barst aftur yfir að bakkanum til okkar, þar sem bleikjurnar voru í ferska vatninu, var rifið í og línan rauk út af hjólinu á ofurhraða. Það gat ekki verið bleikja enda hreinsaði stór lax sig upp úr ánni langt fyrir neðan og losnaði af þegar hann skall aftur niður. Helgi dró inn, bölvandi en æstur, kastaði strax aftur og þá tók bleikja. Þannig gekk þetta í hátt í klukkustund, annar lax gerði ekki vart við sig, en við höfðum fundið bleikjurnar og vorum lentir í veislu. Ég skipti yfir í appelsínugulan nobbler og fékk töku eftir töku, missti sumar, og hélt öðrum. Nokkrum sleppti ég en stórum bleikjunum fjölgaði á bakkanum og þegar þær voru orðnar fjórtán fannst okkur vera komið nóg, enda ætluðum við að hitta félagana við gamla félagsheimilið Móhellu og borða hádegismat saman. Bleikjurnar fylltu laxaslönguna okkar og við skiptumst á að bera hana á herðunum, aflinn seig í. Helgi Þorgils hafði aldrei lent í viðlíka bleikjuævintýri – mig grunaði að hann hafi jafnvel ekki trúað sögum mínum um slík aflabrögð. En nú veit hann að ég lýg ekki þegar norðlensku stórbleikjuna ber á góma.


Sigurður Árni Sigurðsson með fallegan sjóbirting úr Vatnsdalsá.

101


græjur ofl. Ný töskulína frá Vision – Hrygnan Hrygnan býður nú upp á fínasta úrval af veiðitöskum frá Vision. Hönnuðir Vision hafa unnið heimavinnuna sína, því nýju töskurnar eru úr þynnra og mýkra vatnsheldu efni en fyrri týpur. Þá eru nýir litir. Töskurnar hafa netvasa bæði innan og utan á og auðvelt er að hengja hluti á

axlarólarnar og D-hringina. Áföst vatnsheld ábreiða toppar síðan töskurnar og fljótvirkar smellur opna og loka þeim. Kíkið á úrvalið, það svíkur ekki og verðið er afar hagstætt.

Sérvalin flugubox Hrygnunnar Hrygnan býður nú upp á snjalla jólagjöf fyrir stangaveiðimanninn hvort heldur hann er vanur eða óvanur. Hægt er að kaupa „sérvalin“ fluguböx, ýmist með 10 flugum eða 20 flugum og ýmist bara í silung eða bara í lax, nú eða blandað, allt eftir óskum viðskiptavina.

Flugurnar eru sérvaldar af sérfræðingum Hrygnunnar og er óhætt að segja að fiskar jafnt sem veiðimenn muni eiga erfitt með að standast það flugnaúrval sem í boði er.

Glæsileg sýning í Hrygnunni Eigendur Hrygnunnar hafa sett upp sérdeilis glæsilegar og smekklegar veggskreytingar í versluninni og má segja að það sé heimsóknarinnar virði í verslunina þó ekki ætti annað að gera en að skoða listaverkin. Umrædd verk eru neðanvatnsborðsmyndir eftir Ríkharð Hjálmarsson. Ríkharður er þekktur fluguveiðimaður og aflasæll með afbrigðum. En fyrir nokkrum misserum var hann heltekinn ljósmyndadellunni og

hefur í vaxandi mæli einbeitt sér æ meira að því að festa vatnabúana á filmu. Þeir sem þekkja hann þekkja einkum myndir úr Þingvallavatni, Hlíðarvatni og Brynjudalsá, en sjón er sögu ríkari, hér er um stórglæsilegar ljósmyndir að ræða.

102 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2012


græjur ofl. Korkers vöðluskór – Veiðiflugur Korkers vöðluskórnir er skrefi framar en aðrir vöðluskór á markaðnum, enda eru þeir mjög vinsælir meðal þeirra sem vita hvað þeir vilja. Þeir eru reimalausir, í stað reima er vír og strekkihjól. Þetta er sama kerfi og er á snjóbrettaskóm og hefur þetta löngu sannað sig sem mjög öruggt „reima“ kerfi. Með þessum hætti er mun fljótlegra og auðveldara að klæða sig í og úr skónum auk þess sem þú losnar við að slíta reimarnar í vöðluskónum eins og vill gjarnan gerast með hefðbundna reimaða vöðluskó.

Korkers skórnir eru með skiptanlegum botnum. Með skónum fylgja tvö sett af botnum, annars vegar gúmmíbotnar og svo negldir gúmmíbotnar. Hægt er að fá aukalega neglt filt fyrir þá sem kjósa það. Korkers skórnir fást hjá veiðiflugum á Langholtsvegi 111

Jólagjöf ... Gjafabréf á námskeið – Veiðiflugur Hægt er að fá gjafabréf á námskeið í fluguhnýtingum, fluguköstum og svo verður haldið nýstárlegt ljósmyndanámskeið fyrir veiðimenn. Hnýtinganámskeiðin verða haldin í verslun Veiðiflugna í vetur, og boðið verður upp á nokkur fjölbreytt námskeið sem hægt er að velja úr. Vinsælast er alltaf byrjendanámskeiðið í silungaflugum, en einnig er hægt að skrá sig á framhaldsnámskeið þar sem farið er í laxaflugur og túpur og að lokum verður haldið sérstakt námskeið í þurrfluguhnýtingum. Óskar Páll Sveinsson og Tommi Za sjá um hnýtinganámskeiðin. Næstkomandi vor verða svo haldin geysivinsæl námskeið í fluguköstum. Námseiðin eru tvenns konar: annars vegar einhendu og svo tvíhendu. Klaus Frimor er kennari á námskeiðunum. Klaus er þekkt nafn í fluguveiðiheiminum en hann er einstaklega fær kastari og góður

kennari sem nær vel til fólks. Námskeiðin hjá Klaus henta öllum, hvort sem menn eru vanir eða óvanir. Með kastnámskeiði hjá Klaus fylgir DVD diskur þar sem Klaus sýnir grunnreglurnar í fluguköstum svo auðvelt er fyrir menn að rifja upp það sem fram kemur á námskeiðinu. Minningar okkar eru best geymdar í formi ljósmynda og flottar veiðimyndir eru ómetanlegar í minningabankanum okkar. Þess vegna bjóða Veiðiflugur nú námskeið í veiðiljósmyndun. Sigurjón Ragnar ljósmyndari fer yfir tæknilegu atriðin og reglur í ljósmyndun og Hilli Hans verður honum innan handar. Hilli er þekktur fyrir flottar „fiska pósur“ og mun meðal annars sýna mönnum nokkur trikk í þeim efnum. Virkilega flott námskeið sem hentar öllum veiðimönnum.

Mynd Sigurjón Ragnar.

103


græjur ofl. Simms Gore-tex vöðlur, skór, vesti og jakkar – Veiðihornið Í Veiðihorninu Síðumúla 8 eru margar gerðir af vöðlum fyrir veiðimenn og konur á boðstólum. Simms hefur um langt árabil skapað sér það nafn að vera áreiðanlegasta merkið þegar kemur að vöðlum og veiðifatnaði. Allar Simms Gore-tex vöðlur eru handgerðar í Bozeman, Montana í Bandaríkjunum og hvert par er lekaprófað áður en varan er send í verslanir.

Prologic Thermo skotveiðigalli – Veiðihornið Smekkbuxur og jakki á ómótstæðilegu verði. Settið er fóðrað, vatnshelt og með útöndun. Góð hetta er á jakkanum sem er með stillanlegri teygju í mitti. Góðir vasar eru bæði á jakka og buxum. Buxurnar eru háar og með axlaböndum. Þessi skotveiðigalli hefur nú verið fáanlegur á Íslandi í þrjú ár þannig að góð reynsla er kominn á

Simms er ávalt fyrsti valkostur vandlátra veiðimanna þegar gera þarf kröfur til hlífðarfatnaðar. Simms vöðlur eru fáanlegar á breiðu verðbili eða frá 39.900. Simms vörurnar fást í Veiðihorninu Síðumúla 8 og Veiðibúðinni við lækinn í Hafnarfirði en einnig í veiðibúðinni á netinu www. Veidimadurinn.is

Ron Thompson reyksuðukassi – Veiðihornið Allir veiðimenn verða að eiga reyksuðukassa. Auðvelt og fljótlegt er að töfra fram veislumáltíð með reyksuðukassanum hvort heldur sem hráefnið er fiskur eða kjöt. Kassarnir eru sterkir og úr ryðfríu stáli. Brennarar til að kveikja upp í saginu fylgja. Ron Thompson reyksuðukassar

hafa um langt árabil verið vinsæl gjafavara í Veiðihorninu. Beykisag í kassana er einnig fáanlegt í Veiðihorninu. Þessa vinsælu kassa og sagið má ennfremur fá í veiðibúðinni á netinu www. Veidimadurinn.is .

104 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2012

hann í íslenskum haustveðrum. Felumynstrið er MAX4 sem fellur vel að haustlitum. Verðið er óviðjafnanlegt eða aðeins 29.995 fyrir þennan góða skotveiðigalla. Prologic skotveiðigallinn er fáanlegur í Veiðihorninu Síðumúla 8, Sportbúðinni Krókhálsi 4 og Veiðibúðinni við Lækinn í Hafnarfirði en einnig í veiðibúðinni á netinu www.Veidimadurinn.is


græjur ofl. Öndunarvöðlupakkar Veiðihornsins Flestir veiðimenn hafa á síðustu árum fært sig úr neoprenvöðlum yfir í öndunarvöðlur. Þessi þróun hefur orðið hröð á allra síðustu árum ekki síst vegna þess að í nú má fá gott úrval af vönduðum öndunarvöðlum á mjög viðráðanlegu verði. Í Veiðihorninu Síðumúla 8 er hægt að velja úr fjölbreyttu úrvali af öndunarvöðlum og skóm. Til þess að einfalda valið hafa starfsmenn Veiðihornsins sett saman nokkra vandaða pakka á verði sem á sér enga hliðstæðu. Hér eru fjögur dæmi um vandaða vöðlupakka frá Veiðihorninu. a) Ron Thompson Hydrowave öndunarvöðlur og Scierra Contour skór með filtsóla. Traustur og vandaður pakki á afar hagstæðu verði. Það er góð reynsla af þessum pakka í á þriðja ár hér á landi. Pakkaverð aðeins 27.995 b) DAM Hydroforce öndunarvöðlur og fisléttir en sterkir DAM skór með gúmmísóla. Vandaður pakki frá DAM í Þýskalandi. Vöðlurnar eru með góðum brjóstvasa og fylgir belti. Pakkaverð aðeins 27.995

c) Scierra CC3 öndunarvöðlur og Scierra Contour skór með filtsóla. Margra ára reynsla við íslenskar aðstæður. Á þessum vöðlum eru engir innanfótasaumar sem er kostur. Scierra skórnir sem eru fisléttir og sterkir eru með filtsóla. Pakkaverð aðeins 29.995 d) Simms Freestone öndunarvöðlur og Simms Freestone skór með filtsóla. Vöðlurnar eru með fjögurra laga japanskri Toray öndunarfilmu en þetta er með betri öndunarfilmum á markaðnum. Skórnir eru úr sterku vinyl efni með góðum og stömum filtsóla. Frábært pakkaverð. Þennan Simms vöðlupakka færðu á aðeins 49.900 í Veiðihorninu Síðumúla 8, Sportbúðinni Krókhálsi 4 og Veiðibúðinni við Lækinn í Hafnarfirði en einnig í veiðibúðinni á netinu www.Veidimadurinn.is Þetta eru aðeins örfá sýnishorn af þeim fjölda tilboða sem eru fáanleg í Veiðihorninu Síðumúla 8, Sportbúðinni Krókhálsi 4 og Veiðibúðinni við Lækinn í Hafnarfirði. Vöðlupakkarnir eru einnig fáanlegir í veiðibúðinni á netinu www.Veidimadurinn.is

Dakota Angler Okuma SLV II veiðiúr fluguhjól – Veiðihornið – Veiðihornið

Vinsæl úr sem eru sniðin að veiðimanninum. Úrin sem eru vatnsheld eru í nælu (karabínu) sem festist utan á jakka eða vesti. Angler II úrin sýna tvo tíma og eru búin ljósi, dagatali, hitamæli og áttavita. Úrin eru einnig með innbyggðu önglabrýni og þeim fylgir klippa fyrir girnið. Dakota útivistar- og veiðiúrin koma í vatnsheldu boxi. Dakota útivistar- og veiðiúrin fást í úrvali í Veiðihorninu Síðumúla 8 og í veiðibúðinni á netinu. www. Veidimadurinn.is

Líklega eru SLV fluguhjólin einhver þau mest keyptu á Íslandi á liðnum árum. Okuma SLV hjólin eru úr sterku áli. Hjólin eru með breiðum kjarna eða „large arbour“ sem gerir það að verkum að fljótlegt er að spóla inn slaka á línu auk þess sem minni hætta er á að lína hringist mikið á hjólinu. Bremsubúnaður hjólanna er góður og vel varinn fyrir salti og sandi í innsigluðu bremsuhúsinu. Okuma SLV hjólin eru fáanleg í fjölmörgum stærðum eða frá línuþyngd 2/3 til 10/11. Okuma SLV fluguhjólin eru fáanleg í Veiðihorninu Síðumúla 8, Sportbúðinni Krókhálsi 4 og Veiðibúðinni við Lækinn í Hafnarfirði. Okuma SLV fluguhjólin eru einnig fáanleg í veiðibúðinni á netinu www.Veidimadurinn.is

MAD neopren skotveiðivöðlur – Veiðihornið Þykkar og hlýjar neoprenvöðlur í felumynstri. Steelshank stígvél með grófum sóla. Hné eru með styrkingu. Á vöðlunum er stór og góður brjóstvasi og þægileg, stillanleg neoprenaxlabönd

með smellu. Fullt verð á þessum skotveiðivöðlum er 28.995 en þær eru nú á sérstöku jólatilboði aðeins á 19.995. Þessar vönduðu skotveiðivöðlur fást í Veiðihorninu Síðumúla 8, Sportbúðinni

Krókhálsi 4 og í Veiðibúðinni við Lækinn í Hafnarfirði en einnig í veiðibúðinni á netinu www. Veidimadurinn.is

105


græjur ofl. Merino ullin frá Simms – Veiðivon Einhver albesta jólagjöf sem hægt er að gefa veiðimanni eru hlý og góð undirföt. Fá ef nokkur slá út Merinu ullina frá Simms, sem fæst í Veiðivon í Mörkinni. Haukur í Veiðivon segir þetta það besta sem í boði er, mýktin sé undursamleg og engin slík föt sem hann hafi prófað á löngum ferli í veiðimennsku hafi betri rakastýringu og hitajöfnun. „Einfaldlega frábær vara,“ segir Haukur. Þess má geta, að auk hinna sérstaklega fíngerðu trefja sem gefa flíkunum alla hina góðu eiginleika, þá er bæði hægt að þvo Merino ullina í vél eða í höndunum.

Elías barnavestin frábæru – Veiðivon Veiðivon er fjölskylduvæn í meira lagi. Þar fæst veiðibúnaður fyrir alla aldurshópa. Meðal þess sem boðið er upp á eru veiðivesti á börnin, en þeim þykir fátt skemmtilegra en að finna að þau séu fullgildir meðlimir í veiðiferðinni. Vestin eru kennd við teiknimyndapersónuna Elias og eru framleidd hjá norska fyrirtækinu Elbe Normark. Þetta eru traust og góð veiðivesti með nógu mörgum vösum fyrir börnin, en stæðrirnar sem í boði eru henta allt frá 3 og upp í 6-8 ára.

106 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2012


græjur ofl. „Fjölgræja“ eða hvað eigum við að kalla þetta? – Veiðivon Sú var tíðin að menn horfðu agndofa á svissneska hermannahnífinn sem öll sín margvíslegu blöð og græjur. Ekki skal dregið úr þeirri merku græju, en hún bliknar nú samt við hliðina á „fjölgræjunni“, Multitool frá Leatherman. „Mér brá eiginlega þegar ég kynntist þessari vöru. Það eru nokkrar útgáfur af þessum tækjum og það er hægt að gera nánast allt saman með þetta, allt frá því að stanga úr tönnunum og yfir í að gera við bílinn. Það er gríðarlega margt sem ein svona græja getur bjargað manni með, manni dettur það ekki einu sinni allt í hug,“ sagði Haukur í Veiðivon.

Work Sharp hnífabrýni – Veiðivon Veiðimenn og hnífar eiga alltaf samleið og hnífur er lítils virði nema að hann sé flugbeittur. Það er hálf sneypulegt aað vera kannski í veiðitúr og ætla að slægja og flaka nokkra silunga og átta sig þá á því að hnífurinn er bitlaus. Það er því ágætis dægrastytting heima fyrir að eiga gott brýni og passa uppá það að

veiðihnífarnir séu boðlega beittir. Í Veiðivon fást slík tæki, frábær hnífabrýni frá hinu leiðandi fyrirtæki Work Sharp. Afar hagkvæmt eign fyrir alla veiðimenn. Sjá hér myndband sem kynnir það í boði er >>>

http://youtu.be/N6GVHHNjMgE

107


græjur ofl. Orvis Silver Sonic vöðlur – Vesturröst Orvis kynnir til sögunnar „Orvis SonicSeam“ tæknina. Þetta eru einhverjar flottustu saumalausu vöðlur á markaðinum í dag. Þú helst þurr allan daginn. Þessi nýja Orvis SonicSeam tækni gerir það að verkum að nú eru ekki notaðir neinir þræðir eða saumar til að sauma vöðlurnar saman heldur eru þær soðnar saman með tvöfaldri vatnsvörn sem lengir til muna endingartíma þeirra. Þessar vöðlur eru gerðar fyrir ýtrustu kröfur alvöru veiðimanna sem veiða allan veiðitímann. Neðri hluti þeirra eru gerðar úr 4 laga vatnsheldu öndunarefni, það sama og er í „Orvis Pack and Travel“vöðlunum en efri hlutinn er hannaður út frá 4 laga Orvis ProGuide vöðlunum og er sérlega léttur og þjáll. Þessi hönnun gefur þér möguleika á að lengja í axlarböndunum og gera vöðlurnar að mittisvöðlum án þess að taka axlaböndin af þegar heitt er í veðri. Vasi framan á vöðlunum er með rennilás sem er rúmgóður til að geyma t.d flugubox í, en til viðbótar er annar algjörlega vatnsheldur poki þar inn í til að geyma t.d

https://vimeo.com/46309723

farsíma eða myndavél. Vöðlurnar eru með áföstum sandhlífum sem einnig eru festar á með Orvis SonicSeam tækninni. Sérstaklega var lagt mikið í að Neoprene sokkurinn myndi passa vel og er hann með skriðvörn undir til að draga úr núningi. Belti er á öllum vöðlunum og lengjanleg axlabönd.

Samantekt: • Orvis SonicSeam tækni sem Orvis er með einkaleyfi á. • 4 laga vatnsheld öndunarefni • Vandaður neopren sokkur • Vatnsheldur innri vasi fyrir síma ofl. • Áfastar sandhlífar

Elliðavatnið komið á Veiðikortið! – Veiðikortið Nú er Veiðikortið 2013 að koma út en áætlað er að byrjað verði að dreifa því fyrstu viku desembermánaðar, þannig að kortið verður klárt í jólapakka landsmanna. Byrjað er að selja kortið á vefnum www.veidikortid.is og verða pantanir sendar um leið og bæklingurinn kemur úr prentun. Það er sérstaklega ánægjulegt að kynna Elliðavatnið inn sem nýjan mögulegan áfangastað fyrir veiðikortshafa við borgarmörkin. Auk Elliðavatns er heimilt að veiða í Hólmsá og Nátthagavatni.

Í Hólmsá verður þó einungis heimilt að veiða á flugu. Með tilkomu Elliðavatnsins í Veiðikortinu verður ennþá auðveldara fyrir höfuðborgarbúa að skjótast í veiði t.d. fyrir eða eftir vinnu. Vatnasvæðið í Svínadal, þ.e.a.s. Þórisstaðavatn, Geitabergsvatn og Eyrarvatn munu ekki vera í Veiðikortinu 2013. Veiðikortið 2013 kostar aðeins 6.900 kr en verðið var búið að standa óbreytt síðustu 4 ár.

108 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2012


græjur ofl. Nýja Helios 2 getur ekki beðið vorsins – Vesturröst Við vorum svo spenntir að kynna nýju Helios 2 stöngina að við getum ekki beðið til vorsins með að frumsýna nýja myndbandið sem fylgir með þessum pistli. Meðfylgjandi myndband sem nú kemur fyrir sjónir íslendinga segir ekki allt sem hægt er að segja um nýju Helios stöngina svo við ætlum að bæta nokkru þar við. Nýja Helios 2 stöngin er jafn létt og eldri stönginn ( léttasta flugustöng í heimi) en við höfum bætt hleðsluna í stangarendanum sem fyrir vikið verður nákvæmari. Stöngin er sterkari en upprunalega Helios stönginn og toppurinn er helmingi sterkari. Helios 2 er framleidd í verksmiðju Orvis í Manchester , Vermont í Bandaríkjunum. Gagnrýnendur og atvinnumenn eru á einu máli um hversu næm og nákvæm þessi nýja Helios2 er . Fyrir okkur er það allt sem skiptir máli að stönginn sé létt, skemmtileg að kasta og skili fluguni nákvæmlega þangað sem þú ætlast til. Veiðar eiga að vera skemmtilegar. Erum við að kynna nýtt efni í stöngina? Nei eiginlega ekki því Orvis fann upp ofur-létta blöndu (ekki carbon fiber)sem notuð hefur verið í nýjustu Orvis stangirnar og Orvis er með einkaleyfi á og gerði okkur kleyft að gera Helios að léttustu stöng í heimi. Galdurinn við að ná fram þessari ofur-léttu tilfinningu og nákvæmu kasteiginleikum liggur í hvernig fíberinn er blandaður saman við tækni Orvis í hitaþolnu plasti. Samskonar tækni er að ryðja sér til rúms í öðrum hátækni íþróttavörum eins og í keppnisreiðhjólum sem tímaritið „Men’s Journal“ lýsti sem byltingu í þróun efnisnotkunar. Shawn Combas, flugustangarhönnuður hjá Orvis, lýsir nýju Helios2 þannig: „Við höfum

https://vimeo.com/46309723 aukið styrkin í stangartoppnum um 100% og gert hann léttari, um leið og hann verður næmari. En það sem er miklvægara fyrir veiðimanninn er að hleðslan í stöngini verður oflugri við minni áreynslu. Við hönnun á stöngini var hver partur þróaður til þess að skila flugunni nákvæmlega á þann stað sem veiðimaður ætlar sér. Einhver sagði við prufu að nákvæmnin væri eins og laser. Þetta er bylting í flugustangarhönnun“ Þú getur séð nokkur myndbönd frá prófunum á Helios H2 hér.

Helios is here Auðvitað er sama hvað skrifað er um nýju Helios H2 stöngina. Það sem skiftir máli er hvernig hún virkar við veiðar. Í stuttu máli : • 20% sterkari en frumgerðin • 20% léttari í hendi • 100% sterkari í topp enda • Framúrskarandi nákvæmni og hleðslueiginleikar.

Umsagnir nokkura heimsþekktra fluguveiðimanna sem okkur þótti réttast að fylgdu með á móðurmáli þeirra þar sem erfitt er að þýða innlifun umsagna þeirra:

The 966 is vastly more sensitive than the Helios version and much easier to load for the inexperienced angler. Toby Swank Montana Fins & Feathers

............... HOLY SH*T!!! No BS, damn thing is like casting with a laser pointer. Bubba Smith, Fisheads of the San Juan

............... Power - yes! Great, effortless casting with a 14’ leader, double leech set up hung under indicator, even into stiff headwinds this week. Amazing backbone to fight these fish, especially to pull them out of the reeds where we were hooking up.

............... That is the finest casting tool I have ever used. It is just unreal how the tip doesn’t jump no matter how much line or how hard I threw it. It dampens superbly. Loads effortlessly. Chuck Hawkins Hawkins Outfitters, Michigan

...............

Með kveðju frá okkur í Vesturröst

Dave Jensen Fly Fish Alberta

............... Loving the 9 and 10wt H2s. Been handling tuna, trevally, queenfish and an array of other species. All good so far, super light, super strong, great castability and fighting sticks.

Ingó Vesturröst Jón Ingi Veiðivatnaskelfir Gulli fjallagarpur

Jono Shales Australia

109


VEIÐISLÓÐ tímarit um sportveiði og tengt efni

Útgefandi: GHJ útgáfa ehf. Ritstjórn: Guðmundur Guðjónsson, ritstjóri Heimir Óskarsson, útlit og umbrot Jón Eyfjörð Friðriksson, greinaskrif Netfang: veidislod@veidislod.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.