Veidislod 2013 02

Page 1

VEIÐISLÓÐ tímarit um sportveiði og tengt efni

2/2013


Síðumúli 37 581-2121

Reykjavík • Akureyri

Hafnarstræti 99 462-1977

Opið Mánudaga til Föstudaga frá 10 til 18 og Laugardaga frá 10 til 16

Badlands Alpha Jakki

Badlands Smekkbuxur

Þegar vanda skal valið í skotveiði fatnaði kemur Alpha jakkinn sterkur inn. Jakkinn er í senn algjörlega vatnsheldur og fjögur efnislög tryggja góða öndun í erfiðum aðstæðum. Níðsterkur jakki með rúmgóðum vösum að auki er hægt að taka hettuna af. Þetta er jakkinn sem heldur veiðimanninum þurrum og hlýjum í íslensku veðri.

Hannaðar til að halda veiðimanninum heitum og þurrum. Extra langir rennilásar á hliðum gera veiðimanninum kleift að fara í og úr buxunum á auðveldan hátt. Meira pláss í kringum hnéin auðvelda allar hreyfingar í erfiðum aðstæðum. Stillanleg axlarbönd og mittisól tryggja að buxurnar sitji sem best.

Lífstíðarábyrgð á öllum töskum frá Badlands Badlands Birdvest

Badlands Superday Superday bakpokinn er einn sá besti á markaðnum í dag, hentar vel fyrir allar tegundir af skotveiði. Stillanlegar brjóstólar og mittisól tryggja að veiðimaður getur tekið þennan með sér út um allt án þess að finna nokkuð fyrir honum. Hægt er að hengja eina byssu utan á pokann, heildarrými pokans eru 32 lítrar og vegur pokinn einungis 1,4 kg.

Afskaplega þægilegt og vandað rjúpnavesti. Er með fullt af hólfum og vösum fyrir helstu hluti skotveiði mannsins. Stillanlegar brjóstólar og mittisól tryggja þægilegan burð. Appelsínuguli liturinn tryggir það að veiðimaður er vel sjáanlegur. Heildarrými vestisins eru 6 lítrar og vegur það tæpt eitt kíló. Vandað og flott vestií rjúpuveiðina.

Snjóþrúgur og mannbroddar frá Norfin Norfin Mannbroddar

Norfin Snjóþrúgur

Hannaðir til að ganga á hálum ís á öruggan hátt. Hentar öllum stærðum af vetrarskóm. Festist yfir allan fótinn með ól. Fylgir með poki til að geyma þá í þegar þeir eru ekki í notkun.

Hannaðir til að ganga í miklum snjó. Litlir gaddar sem tryggja öryggi og koma í veg fyrir að þú rennir.


Útivistarbuxur frá Norfin Norfin Útivistarbuxur

Norfin útivistarbuxur

Stillanlegar buxur, hægt að breyta í stuttbuxur. Gerðar úr nælon canvas efni sem gerir það að verkum að raki fer í ytri hlið svo buxurnar þorni fljótt.

Þægilegar buxur úr endingar góðum nátturulegum bómul. Góðar fyrir veiðina og daglega notkun.

Gott úrval af innanundirfatnaði Norfin Cosy Line

Norfin Active Line

Norfin Winter Line

Vandaður innan undirfatnaður frá Norfin úr 100% pólyester. Tekur svitann og andar.

Mjög vandaður innanundir fatnaður frá Norfin. Tekur svitann og andar. 65% Skinlife, 27% Polyamid, 8% Spandex.

Vandaður innan undirfatnaður frá Norfin úr 100% pólyester. Tekur svitann og andar. Með rennilás upp í háls.

Húfur, vettlingar og lambúshettur

Norfin Húfa

Norfin Loðhúfa

Norfin Vettlingar

Norfin Lambúshetta

Hlý vetrarhúfa fóðruð með flís.

Vönduð svört loðhúfa fóðruð með kanínu skinni. Vindhelt efni með vatns hrindandi filmu, slitsterkt og auðvelt að þrífa

Vindheldir hanskar úr hágæða pólyester efni með PU himnu, þessir eru hentugir fyrir veturinn.

Mjög vönduð lambúshetta. Undir hjálm eða stök. Hylur allt andlitið og er með götum fyrir öndun svo það komi ekki móða á gleraugun.



frá ritstjórn

Hér kemur nýtt tölublað af Veiðislóð. Þau urðu tvö þetta árið. Fimm í fyrra, sex þar áður. Við höfum því dregið saman seglin eins og margir hafa gert. Framhaldið er óráðið en viljinn er til staðar . Tilfellið er, að við byrjuðum af miklum krafti. Ákváðum að sjá hverju það skilaði. Þetta er fríblað og öllum opið og það er staðreynd að móttökur lesenda hafa verið ævintýri líkastar. Erum við að sjálfsögðu þakklátir fyrir það. Það er mikil vinna að skrifa og gefa út blað af þessu tagi. Blaðið er oftast um og yfir 100 blaðsíður. Tekjulindin er af auglýsingum, en þær hafa ekki verið á hverju strái, þrátt fyrir allt tal um að framtíð útgáfu og afþreyingar sé á Inter­netinu. Það er enn óárán í efnahagslífi þjóðar­ innar. Það finna flestir enn ríkulega fyrir krepp­ unni. Hvað sem talnaleikjum stjórnmálamanna líður þá er þetta svo. Útgáfa af þessu tagi telst til frumkvöðlastarfsemi og staðreyndin er sú að frumkvöðlar eiga oft erfitt upp­ dráttar. Þeir þurfa að sanna sig og til þess þurfa þeir öðru fremur tíma.

Útgáfa Veiðislóðar fylgir framboði og eftirspurn. Það er næg eftirspurn eftir þessu tímariti en framboð auglýs­ enda og þar með auglýsinga, er takmarkað og bísna margir um hituna. Við höfum því þurft að tóna niður útgáfuna með færri tölublöðum, því miður segja sumir. Útgáfan okkar er í stöðugri endurskoðun. Við ætlum ekki að hverfa af vettvangi, en eftir þetta tölublað munum við huga að því hvernig best verður staðið að útgáfunni á nýju ári, þannig að Veiðislóð geti áfram glatt lesendur okkar og skilað því sem þarf til þess að útgáfa af þessu tagi geti gengið. Með þakklæti, jóla- og nýárskveðju, Guðmundur Guðjónsson, ritstjóri Heimir Óskarsson, útlit og umbrot Jón Eyfjörð Friðriksson, greinaskrif.

Eitt kort 0 1 4 362vötn 6.900 kr www.veidikortid.is

2 0 1 4

00000 Jólagjöf veiðimannsins!



efnið 6

Stiklað á stóru

Að venju rifjum við upp í máli og myndum.

14 Nils Folmer Jörgensen Sumir, ekki margir, hafa einstakt lag á að setja í og landa löxum í yfirstærð. Nils Folmer Jörgensen er einn þeirra og hér segir hann frá leyndardómunum.

22 Veiðistaðurinn – Gljúfurá og Hópið Veiðislóð heimsótti þessa fallegu veiðistaði síðast liðið sumar og er óhætt að segja að það hafi gengið á ýmsu.

28 Veiðistaðurinn – Miðdalsá Hér er á ferðinni einstaklega falleg sjóbleikjuveiðiá í Steingrímsfirði sem Lax-á hefur í hyggju að gera samhliða að laxveiðiá. Veiðislóð leit í heimsókn.

38 Veiðisagan – Guðmundur Falk Guðmundur Falk er veiðimaður og náttúrubarn á Suðurnesjum. Hann veiðir víða og ævinlega er myndavélin með í för. Hann náði fágætlega skemmtilegri myndasyrpu s.l. sumar.

40 Veiðisagan – Ásgeir Heiðar Einhverjum gæti dottið til hugar að það væri að bera í bakkafullan lækinn að Ásgeir Heiðar segi aftur söguna af „anakondunni“ í Laxá í Aðaldal. En góð veiðisaga er aldrei sögð of oft, líkt og góð vísa er aldrei of oft kveðin.

44 Ljósmyndun – Höskuldur Birkir Erlingsson Veiðimaður, veiðileiðsögu­ maður og lögreglumaður á Blönduósi stendur á bak við linsurnar í þessum sívinsæla efnisflokki Veiðislóðar.

34 Fluguboxið – Stirða Eftir ýmsar tilraunir við hnýtingarvæsinn og á árbökkunum, rataði Marinó Heiðar Svavarsson loks á algjört undratæki, Stirðu! Hér kynnumst við henni.

36 Fluguboxið – Glóðin, Rollan og fleiri Sveinn Þór heitir Grenivíkingur sem hnýtt hefur nokkrar afburða góðar sjóbleikjupúpur. Nefna má Glóð, Rollu, Gulltoppu....og fleiri. Þær eru svo sterkar að þær veiða einnig aðra laxfiska. Hér er pistill um þessar mögnuðu flugur.

62 Einu sinni var – Kofinn í Hrunakróki Gamall niðurníddur kofi frá dögum Guðmundar Einarssonar frá Miðdal, í Hrunakróki við Stóru Laxá, var endursmíðaður á árinu.

66 Villibráðareldhúsið – Rjúpusúpa með sellerí og eplum Sigga Hall meistarakokk þekkir hvert mannsbarn. Hann á margar glæsilegar villibráðar­ uppskriftir og sumar þeirra eru í nýrri bók eftir hann, Jóla­ réttirnir – að hætti Sigga Hall.

68 Villibráðareldhúsið – Heitreykt gæsabringa

88 Bækur – Pálmi Gunnarsson

Pétur Alan Guðmundsson í Melabúðinni töfrar hér fram fljótgerðan rétt sem myndi sóma sér jafn vel á hátíðarborði sem í veiðikofa.

Pálmi Gunnarsson, hinn landsþekkti tónlistar- og fluguveiðimaður hefur skrifað æviminningar sínar og nefnist bókin Gengið með fiskum, enda hefur Pálmi svo sannarlega gengið með fiskum í gegn um árin. Hér birtum við nokkra valda kafla...

70 Villibráðareldhúsið – Taðreyktur laxfiskur Hér fer gamli reynsluboltinn Ólafur Þ.Georgsson í Reykofninum yfir það með okkur hvernig við best eigum að meðhöndla, pakka og geyma reyktan laxfisk, til þes að gæði hans séu sem best og endist sem lengst.

72 Villibráðareldhúsið – Veiðimeistarinn Einn er sá drykkur sem að tengist veiðimönnum og villi­ bráð sterkari böndum heldur en gengur og gerist. Sá er hinn þýski Jagermeister, en hann á sér mjög áhugaverða sögu.

91 Bækur – Einar Guðmann Einar Guðmann hefur endursamið Skotveiðihandbók sína og hér svarar hann nokkrum spurningum um bókina og skotveiðikúltúrinn.

94 Græjur – Alls kyns nýlundur og skemmtilegheit Að venju kynna samstarfsaðilar okkar fullt af nýjungum og skemmtilegheitum.

78 Lífríkið – Grenlækur í vanda staddur Landgræðslan og Vegagerðin hafa komið í veg fyrir að kvíslar úr Skaftá renni út á Eldhraun. Fyrir vikið tæmast lindir og veiðiperla eins og Grenlækur flýtur að feigðarósi.

86 Bækur – Silungur á Íslandi Ritstjóri þessa blaðs hefur sent frá sér bókina Silungur á Íslandi þar sem silungsveiði á Íslandi er flokkuð og greint frá henni í máli og myndum. Þá eru kynnt nokkur af þekktustu veiðisvæðum landsins.

Ljómynd forsíðu er tekin í Stóru Laxá af Heimi Óskarssyni.

Bendir VERSLUN MEÐ HUNDAVÖRUR  511-4444 www.bendir.is


stiklað á stóru

Eitt besta veiðisumarið Síðan að við stikluðum síðast á stóru, snemma sumars, hefur stangaveiðivertíðin runnið sitt skeið og nú er stutt til jóla og þar með nýs árs með tilheyrandi fyrirheitum. Framhald varð á góðu gengi í laxveiðiánum og útkoman varð fjórða besta veiðisumarið. Sjóbleikjuveiði á norðanverðu landinu var góð, en almennt var sjóbirtingsveiðin á rórri nótunum. Fiskur var þó undir og margir veiddu vel. En þetta var ekki með bestu vertíðum. Góð vorveiði 2013 gaf þó góð fyrirheit. Vatnasilungsveiðinn var upp og ofan, góð víðast hvar, en slök t.d. í Veiðivötnum og kom það á óvart.

8

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2013


9


stiklað á stóru

Erlendur kappi með stórlax úr Vatnsdalsá.

Ragnar Halldór Eiríksson með síspikaðan boltalax úr Skjálfandafljóti.

Arnaldur Kári Sigurðsson, aðeins 4 ára, landaði sínum fyrsta laxi í Straumfjarðará.

10

Þessi dreki er úr Hofsá.

9 ára enskur pjakkur með 96 cm hæng úr Hofsá. Með honum er leiðsögumaðurinn Ólafur Ragnar Garðarsson.

Björn K. Rúnarsson með einn af sínum árlegu stórlöxum, þessi kom úr Vatnsdalsá.

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2013

14 ára veiðikona með einn af mörgum úr Þverá.

Hanna Hrefnudóttir með stórlax úr Hofsá.

Með þessari mynd fylgdi aðeins þessi lýsing: Róbert Daníel og fjölskylda við Ölvesvatn.


Á meðan veiðimenn voru upptekn­ ir af góðu veiðisumri, fóru margar ár í útboð, Flekkan, Straumfjarðará, Brynjudalsá, Víðidalsá, Skjálfanda­ fljót, Mýrarkvísl, Laxá á Refasveit, Laugardalsá við Djúp og Tungu­ fljót. Við erum kannski að gleyma einni eða tveimur, auk þess sem Nesveiðar hafa skipt um hendur og endursamið hefur verið um nokkur svæði eins og Grímsá, Langá, urriða­svæðin ofan virkjunnar í Laxá og fleiri. Allt að gerast. Hin mikla laxveiði kann að hafa flækt það ferli sem margur óskaði þess að væri komið af stað, að verð veiðileyfa hlyti að fara lækkandi. Eitt hefur þó ekki breyst þó að óvænt hafi allar ár fyllst aftur af laxi...og það er fjár­hag­ ur almennings í landinu. Það verður eftir sem áður erfitt að selja veiði­ leyfi innanlands ef að ekki kemur til einhverra umtalsverða lækkana. Veiðileyfasala innanlands jókst ekk­ ert að marki 2013 miðað við 2012 þrátt fyrir að allar ár væru fullar af fiski og það er umhugsunar­efni. En að laxasumrinu 2013. Fjórða besta laxasumarið frá upphafi skráninga. Að minnsta kosti níu ár með metveiði. Fiskifræðingar létu hafa eftir sér að engin dæmi væru um annan eins viðsnúning.

Klaus Frimor með stórlax úr Laxá í Aðaldal.

Ingibjörg Jóhannsdóttir með stóran urriða úr Svartá í Skagafirði. María Petrína Ingólfsdóttir með risableikju úr Hlíðarvatni, en hún veiddi nokkrar í góðri yfirstærð.

Þessi fallegi lax er úr Hofsá.


stiklað á stóru

Jón Sigurðsson með 20 pundara úr Straumál í Laxá í Aðaldal.

Robin Wise veiddi þennan 76 sentimetra urriða í Skjálftavatni.

Ríkarður Hjálmarsson með 100 cm hæng úr Stóru Laxá.

12

Kolbrún Vaka Helgadóttir nældi í Maríulaxinn sinn í Haukadalsá.

Efnileg veiðistelpa með boltaurriða úr Veiðivötnum.

Glæsilegur hængur úr Laxá í Aðaldal.

Kristín Ingibjörg Gísladóttir með fallegan lax úr Hofsá.

Erlendur veiðikappi með stórlax úr Jöklu. Gunnar Örlygsson með 20 pundara úr Æðarfossum í Laxá í Aðaldal.

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2013



stiklað á stóru

20 pundari úr Hrútafjarðará.

Erlendur veiðikappi með stórlax úr Jöklu. Erlendur kappi með fallegan lax úr Soginu.

Iðunn Hekla Axelsdóttir með Maríulaxinn sinn úr Hrútafjarðará.

14

Axel Óskarsson með 100 cm hæng úr Réttarfossi í Hrútafjarðará.

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2013

Prestsfrúin í Heydölum með stórlax úr Breiðdalsá.



viðtal

Nils Folmer Jörgensen

Hugsar út fyrir rammann og hefur heppnina með sér

16

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2013


Fáir veiðimenn hér á landi hafa sett í og beinlínis landað jafn mörgum 100 cm-plús löxum allra síð­ ustu árin og Nils Folmer Jörgensen. Jú danskur þegn, en búsettur hér á landi og kvæntur íslenskri konu, Ástu Ólafsdóttur sem veit líka í hvorn endann á veiðistöng maður heldur, eftir að hafa unnið hjá Lax-á um árabil. En Nils virðist hafa eitthvert sérstakt og einstakt lag á því að ekki aðeins setja í þá stóru, heldur líka að hafa betur, en þeir eru einmitt býsna margir sem setja kannski í þá, en er fyrir­munað að landa þeim. Okkur fýsti að setjast niður með Nils og heyra hvað hann hefði um þetta að segja, en síðan sumarið 2010 hefur hann landað ellefu löxum á bilinu 100 til 108 cm. Og fjölda laxa yfir 90 cm.

17


viðtal

Nils Folmer Jörgensen

á svipinn og svo ypptir hann öxlum og veit í fyrstu

Segðu okkur frá því þegar þú braust ísinn...

ekki hvað skal segja. En svo rekjum við saman nokkur

„Þetta var lokatúr vertíðarinnar, hausttúr í Miðfjarðará

grundvallaratriði sem að eru algerlega augljós Eins og t.d.

og mér hafði gengið gríðarlega vel, var nýbyrjaður á

að veiða í réttum ám. Nils veiðir mikið í Laxá í Aðaldal,

seinni vakt seinni heila dagsins, var í Austurá og kominn

Vatnsdalsá, Hafralónsá og nú síðast í Breiðdalsá. Þeir

með þrjátíu laxa. Þetta var fyrir neðan Kambsfoss og

sem að stunda smálaxaárnar á vestanverðu landinu eru

þar sem ég stóð neðarlega við breiðuna sá ég allt í

ekki að fara að lenda í jafn mörgum stórlaxaævintýrum

einu tvo hrikalega fiska liggja á grunnu vatni rétt fyrir

og Nils. Annað sem hann nefnir er þetta: „Það má ekki

utan þar sem ég stóð. Stærðin leyndi sér ekki, því það

heldur gleymast að ég er veiðandi allt sumarið. Margir,

voru „venjulegir“ laxar með þeim þarna. Ég kastaði

kannski flestir, eru kannski með 3 til 6 daga á sumri. Það

á þá, en þeir styggðust. Ég settist því niður og leyfði

telur. Ég er t.d. búinn að vera mikið með landa mínum

þeim að ná ró aftur. Fór síðan niður fyrir þá og reyndi

Klaus Frimor í Laxá í Aðaldal í sumar og við höfum

að andstreymisveiða þá, en aftur styggðust þeir og ég

fengið yfir 100 cm þar, ég fékk einn 104 cm, en það

fékk mér þá aftur sæti. Ég hafði veitt svo vel að ég var

hafa líka verið nokkrir fisklausir dagar, þannig að þetta

alveg afslappaður og til í að gefa þessum höfðingjum

er líka heppni, að vera á staðnum þegar skilyrðin eru

nægan tíma. Á endanum sat ég yfir þeim í tvo tíma.

rétt og þeir stóru eru til í að taka. Það var t.d. heppni eitt

Ég kastaði alls ekki mörgum köstum fyrir þá því ég var

sumarið þegar ég fékk þrjá laxa, 90 til 99 cm í Vatnsdalsá

meira og minna að slaka á og gefa þeim frið og tíma.

á sama deginum. Heppnin er fólgin í því að vera í ánni

Eitt sinn skaust meira að segja einn af smærri löxunum

á tilteknum degi, á réttum stað á réttum tíma.“

að flugunni til að grípa hana, en ég kippti henni viljandi

Hvert er leyndarmálið? Nils byrjar á því að verða spurull

frá honum, þá hefði allt farið til fjandans. Þetta hreif og á endanum tók annar þeirra stóru fluguna og það var

En hvenær byrjaði þessi stórlaxa-aflasæld?

mögnuð og stórkostleg stund. Að setja í svona tröll í þröngu gili og tæru viðkvæmu vatni er ótrúleg upplifun, hljóðdynkurinn t.d. þegar svona flykki stekkur og lendir

„Þetta kom nú alls ekki af sjálfu sér. Ég byrjaði að veiða

í vatninu, alveg magnað. Þetta var 108 cm grútleginn

í íslenskum ám sumarið 2003 og var þá m.a. mikið í

hængur og ég var svo saddur og sáttur eftir að hafa

Miðfjarðará, en líka víðar. Ef satt skal segja, þá sá ég ekki

landað honum að ég hætti að veiða þó ég ætti drjúgan

þessa stóru laxa í ánum. Gamall og góður leiðsögumaður

tíma eftir. Bara fékk mér sæti, upplifði atburðinn aftur

í Miðfirðinum sagði mér af stórum tröllum sem voru

og ók svo til míns heima.“

m.a. efst í Austurá, t.d. í Kambsfossi. Þeir væru líka í Hafralónsá og svo að sjálfsögðu í Laxá í Aðaldal. En ég kom ekki auga á þá. Ég hafði alveg hug á því að setja Rangá náði ég svo einn daginn tveimur löxum sem

Þetta var sum sé byrjunin, hvernig er síðan veiðibókin?

voru 7,6 og 9,5 kíló og var alveg gersamlega í skýjunum.

„2010; 100 cm í Laxá í Aðaldal, 104 cm í Hafralónsá, 2011;

En þetta var þó ekki byrjunin á neinu og það var ekki

104 cm í Hafralónsá, 103 cm á Hrauni í Aðaldal, 108 cm

fyrr en haustið 2009 sem að ég braut loksins ísinn og

í Vatnsdalsá, 2012; 101 cm í Nesi, 101 cm í Hrútafjarðará,

þá skyldist mér að maður þarf að einbeita sér að þeim

2013; 101 cm í Hafralónsá, 104 cm í Nesi og 106 cm í

stóru til að sigra þá (hunt them down var orðalagið).“

Vatnsdalsá.“

í stórlaxa, en ég var ekki að ná þessu. Dag einn í Ytri

18

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2013


Var ekki einn í viðbót í Breiðdalnum í sumar? „Hann var 99 cm, en var yfir 10 kíló. Ég velti þyngdinni ekkert fyrir mér, það er lengdin sem ég miða við. Þessir tveir 108 cm sem ég veiddi voru t.d. alveg klárlega sitt hvor vigtin. Sá fyrri í Miðfirðinum var mjög leginn hængur, en sá í Vatnsdalnum alger andstæða, spikfeitur veiddur snemma á veiðitíma. Augljóslega miklu þyngri þótt lengdin væri hin sama. Síðan veit ég um 100 cm lax sem var ekki nema 16,5 pund. Þess vegna þýðir ekkert að velta þyngd fyrir sig.“

En hvaða aðferðum beitirðu, það veiða margir í þessum sömu stórlaxaám en eru ekki stöðugt að setja í tröll? „Í fyrsta lagi eru svona almennir hlutir eins og reyna að hugsa út fyrir rammann. Fara í veiðibókina og sjá hvaða flugur hafa verið mikið notaðar, hvaða hyljir hafa klárlega verið mikið barðir. Reyna síðan aðrar flugur og aðra hylji. Fara í staðina sem eru minna veiddir í stað stjörnustaðanna á svæðinu þínu. Þessa í giljunum sem fáir nenna að gefa sér tíma í því þar eru laxarnir sem hafa fengið meiri frið. Og brjóta kannski alveg upp það sem menn eru að gera. Gott dæmi um þetta er kannski þegar ég veiddi minn þyngsta lax, 108 cm tröllið í Vatnsdalsá. Þá átti ég neðsta svæðið, Hnausastreng, Skriðuvað og Hólakvörn. Það er kannski ekki gott svæði til að fara í ævintýramennsku því svæðið er svo stutt og hyljirnir fáir. Þar að auki finnst mér Hnausasrengur ekki heillandi staður. Auðvitað er þar mikið magn af fiski, en hann er bara lúbarinn öllum stundum og fær aldrei frið. En ég reyndi að fara út fyrir rammann á þessu svæði samt sem áður og byrjaði miklu ofar í Hólakvörninni heldur en að menn gera almennt. Það skilaði sér í þessum glæsilega stórlaxi. Ég kom líka eitt sinn í Víðidalsá og þar var hópur manna að veiða sem var mikið bara með túpur og sökkenda. Þannig veiddu þeir bara og höfðu alltaf gert, en í

19


viðtal

Nils Folmer Jörgensen

þetta skipti var það ekki að gera sig. Ég og minn félagi byrjuðum þannig líka en þegar það gekk ekki þá fórum við yfir í flotlínur. Ég setti undir Undertaker númer 14 og var ekki lengi að setja í fisk. Og við veiddum mjög vel á smáflugurnar á meðan aðrir í hópnum þrjóskuðust við, héldu sig við túpurnar og veiddu ekki neitt. Öðru sinni var ég í Laxá í Dölum og með mér var kvikmyndatökulið. Það átti að ná góðum skotum af hits-tökum. En Laxá var vatnslítil og ómöguleg og í tvo daga fékk ég ekki högg, sama hvað ég skautaði flugunni. Það voru laxar í öllum pyttum og pollum, en ekkert gekk. Þá setti ég smáa túpu undir, kastaði andstreymis í þessa sömu pytti og strippaði fluguna hratt til mín og á örfáum klukkustundum var ég búinn að landa sjö löxum.“

Veiðirðu laxinn mikið andstreymis? „Já, ég geri töluvert af því. Það er ein leiðin og þá annað hvort læt ég fluguna reka til baka eins og menn þekkja í silungsveiði, eða að ég strippa hana hratt eins og ég gerði í Dölunum forðum. Og ég er ekkert endilega með smáar flugur þegar ég andstreymisveiði. Bara hvað sem er, alveg eins stórar og skrautlegar flugur eða túpur.“

Hvað fleira skiptir máli? „Framsetningin. Ekki bara í andstreymisveiði, heldur framsetning almennt. Ég reyni að sjá fyrir mér þetta sekúndubrotabrot þegar laxinn kemur auga á fluguna og maður getur þurft að reyna eitthvað annað en normið. Dæmi um það er t.d. fyrr í sumar þegar ég var ásamt tökuliði við veiðistaðinn Krubbu í Vatnsdalsá. Það var sól og nánast logn og ofan af klettunum sáum við fjóra eða fimm laxa mjög greinilega og tveir þeirra voru mjög stórir. Þetta voru ekki bestu skilyrðin, langt í frá, en ég fór yfir á eyrina, setti undir mjög langan taum og þverkastaði yfir að fiskunum og strippaði hratt. Eftir nokkur köst var það sá stærsti sem brást við og negldi fluguna. Heppni þar, líkt og ég gat um, maður þarf líka að hafa heppnina með sér. Hver hinna laxana sem er hefði getað orðið fyrri til. Þetta var 106 cm hrygna.“

20

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2013


21


viðtal

Nils Folmer Jörgensen

Fleira?

Spjall okkar var lengra og snérist yfir í urriðaveiðar í

„Jah, fara afar varlega. Krjúpa, skríða ef nauðsyn krefur.

Þingvallavatni, en þar er Nils að sjálfsögðu einnig á

Maður gerir það náttúrulega ekki í Blöndu eða Rangánum,

heimavelli. Veiddi m.a. tvo 26 punda í vatninu í vor

en í smærri ánum getur það verið nauðsynlegt. Falla

og marga stóra en smærri. En það er önnur saga sem

inn í landslagið. Allt mitt upplegg er svoleiðis. Ég nota

kannski verður sögð síðar, að lokum súmmeraði hann

t.d. Rio flourcarbon tauma og reyni að fela alla hnúta.

spjallið upp: „Fara í réttar ár, vera heppinn(!), hugsa

Ég veit ekki hvort að það skiptir máli, en ég trúi því

út fyrir rammann, fara varlega/falla inn í umhverfið.“

vegna þess að maður sér laxinn svo vel í íslenskum ám. Þess vegna nota ég t.d. ekki Maxima tauma þó ég viti að margir séu mér ósammála með þá. Annað sem mér dettur í hug er að ég nota gjarnan hnút sem að ég held að heiti Rapalahnúturinn sem er í aðalatriðum þannig að maður herðir ekki hnútinn þétt að fluguauganu, heldur rennur flugan frjáls í lítilli lykkju. Þetta er sérstaklega gjöfult í frekar hægrennandi strengjum, gefur flugunni aukið líf sem oft virðist gera gæfumuninn.“

PÖKKUNARLAUSNIR ALLT Á EINUM STAÐ FYRIR ATVINNUMENN OG HEIMILI

• Kassar og öskjur • Arkir og pokar • bakkar og filmur • Límmiðar • Plastkort

LÍMMIÐAR • PLASTKORT AÐGÖNGUMIÐAR OG MARGT FLEIRRA....

• Aðgöngumiðar • Pökkunarvélar • Hnífar og brýni • Einnota vörur o.fl.

Skoðaðu vörulistan okkar á www.samhentir.is 22

Suðurhrauni 4 • 210 Garðabæ • Furuvellir 3 • 600 Akureyri • Sími: 575 8000 • Fax: 575 8001 • www.samhentir.is

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2013



veiðistaðurinn Gljúfurá, ósinn og Hópið

Kannski ekki gullmoli fluguveiðimannsins við fyrstu sýn Einu sinni fórum við í Gljúfurá í Húnavatnssýslu. Það var í lok ágúst fyrir all nokkrum árum. Veiði hafði verið slök og lítið af laxi í ánni, veður var afleitt og gránaði í fjöll. Næstu árin fór lítið fyrir veiðifréttum úr ánni, en eitt sat þó eftir frá túrnum. Okkur var sagt að oft veiddist drjúgt af sjóbleikju neðst í ánni. Menn skryppu þangað af og til og lentu oft í skotum. Við náðum einni. Hún kom í fyrsta kasti, falleg 2 punda bleikja og við stilltum okkur inn á mok, en það var bara þessi eina. Þangað til núna í vor, þá fengum við nýja sýn á Gljúfurá, eða raunar nánast Hópið. Eða öllu heldur ós Gljúfurár út í Hópið.

Mynd Heimir Óskarsson.

24

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2013


25


veiðistaðurinn Gljúfurá, ósinn og Hópið

Þannig er nú málið vaxið í dag að Pétur Pétursson

var Sigurður Árni leiðsögumaður þarna að morgni

leigutaki Vatnsdalsár bauð í Gljúfurá þegar áin fór í

föstudagsins sem við komum, útsendur af Pétri til

útboð. Áin hafði verið í lægð og náði hún botni í fyrra

að standsetja veiðihúsið sem stendur á mel rétt ofan

þegar aðeins sjö laxar gengu upp fyrir teljara sem er að

við Hópið. Fallegt útsýni þaðan yfir vatnið mikla og

vísu neðarlega í ánni. Þar sem Pétur tekur við stjórninni

umhverfi þess. Eftir skyldustörfin skrapp Sigurður með

er lax umsvifalaust verndaður gegn drápi, en menn

ungan son sinn stutta stund niður í ós árinnar og það

mega taka með sér silung í soðið kjósi þeir þess. Menn

var á í hverju kasti. Og vænar bleikjur, fylgdi sögunni.

ættu að geta sætt sig við það, enda silungur betri að

Það var því eftrivænting hjá okkur.

éta, um það eru flestir sammála. Að mati Péturs var ekki vanþörf á að taka Gljúfurá í gjörgæslu og eflaust

Við komum frekar seint á föstudagskvöldinu og völdum

var það rétt hjá honum.

að veiða ósinn eitthvað fram á nóttina þar sem veðrið var að verða bjart og fallegt, en veðurspáin einkar

Gljúfurá er falleg á, en kannski ekki gullmoli

fjandsamleg, norðanáhlaup með rigningu í uppsiglingu

fluguveiðimannsins við fyrstu sýn. Það orð hefur farið

með morgninum. En kvöldið og nóttin voru einstaklega

af henni að hún sé aðallega hentug fyrir maðkinn, í

falleg, sem sjá má sjá af myndum sem við birtum hér.

henni séu fyrst og fremst stuttir hraðir strengir með holu

Spegilslétt Hópið í sólarupprásinni. Við vorum þrjú

undir. Það er að vísu rétt, en það er gaman að „hitsa“

framan af, síðan tveir. Yfir fimmtíu bleikjum var landað

svoleiðis staði. Svo eru líka ákjósanlegir flugustaðir hér

og annað eins slapp. Stundum voru 2-3 tökur í hverju

og þar. Áin er þess vegna ekki öll þar sem hún er séð. Og

kasti og fyrir kom að ef að það slapp bleikja, þá tók

síðan er það bleikjan. Þannig að Gljúfurá er vissulega

önnur áður en að ráðrúm væri til að kasta á ný. Ekki

áhugaverð, hafi maður áhuga á veiðiá sem hefur bæði

oft sem menn lenda í svoleiðis.

upp á lax og sjóbleikju að bjóða. Skrýtið að upplifa það að ef staðið var austan við Við fengum að skreppa í ána viku af júlí. Hugmyndin var

strenginn í útfallinu, kastað vestur yfir hann og látið

að veiða sjóbleikjuna sem er sögð safnast í ós árinnar

slá yfir þá kom ekki högg. En ef staðið var vestan við

þar sem hún fellur út í Hópið. Okkur var enn fremur

strenginn og kastað austur yfir hann og látið slá þannig,

heimilt að kíkja á nokkra laxastaði og athuga hvort sá

þá var ekki friður fyrir fiski. Virtist þétt og stór torfa af

silfraði væri genginn í ána. Þetta var daganna 5.-7.júlí.

bleikju liggja í stórri holu í vesturkanti strengsins. Mjög

Kannski heldur snemmt fyrir lax í þessari síðsumarsá,

ofarlega í strengnum, rétt út af óskjaftinum. Við fengum

en það var aldrei að vita.

líka fiska neðar og örfáa nokkuð vestur af strengnum, m.a. einn stærsta fiskinn, en flestir fiskanna tóku á

Pétur sagði okkur í aðdragandanum að menn hefðu

mjög afmörkuðu svæði. Þetta kvöld og nótt komu af

eitthvað skroppið í ósinn og einnig út í Hóp og veitt

og til laxar sveimandi inn að ósnum, 2-3 saman, og

vel. Nefndi hann Rúnar Marvinsson kokk sem hefur

stukku bæði stutt frá okkur og lengra úti. Við settum

mikið dálæti á Hópinu og kann vel á það. Hann var við

í einn þeirra, 6-7 punda fisk sem tók bleikjupúpuna

annan mann og var á annað hundrað fiskum landað,

Loðmund. Laxinn lak af í löndun, en stærstu bleikjurnar

bæði í ósnum og víðar í Hópinu. Voru nefndir staðir

sköguðu upp í laxinn að stærð. Þrjár voru yfir 5 pund,

eins og Ásbjarnarnes og „Undir björgum“. Einhverjir sem

sú stærsta ekki langt frá 6 pundum, og margar á bilinu

seinna komu hrepptu norðan rok, sem stendur beint

2,5 til ríflega 3 pund. Ein var um 4 pund. Fullkomlega

í fangið í ósnum, en þeir fengu samt nokkrar bleikjur

ógleymanlegt kvöld og nótt.

og enn fremur 7 punda sjóbirting sem tók rokur langt í Hóp, sem minnir á rúmsjó á þessum slóðum. Síðan

26

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2013

Þegar líða tók á nóttina dró veðrið upp, fór hratt versnandi


Ásdís Guðmundsdóttir með stóra sjóbleikju úr Hópinu. Mynd gg.

Kári Ársælsson að landa bleikju í ósnum. Mynd gg.


Ósinn yfirgefinn.

veiðistaðurinn

Mynd Heimir Óskarsson.

Gljúfurá, ósinn og Hópið

og um hádegi laugardagsins var komið andstyggðar

Á sunnudagsmorgninum hafði áin sjatnað mikið, en

veður sem gaf ekki sumar til kynna. Lofthiti hjá okkur

var þó enn mjög vatnsmikil. Veðrið hafði gengið niður,

var 4 gráður, rigningin var löðrandi í norðanáttinni og

komið nánast hægviðri, en eigi að síður var kalt í veðri.

fjöll og hlíðar gránuðu hressilega meira en hálfa leið

Við kíktum á 2-3 laxastaði, en án árangurs. Vorum ekki

niður. Í þessu veðri afréðum við að fara með ánni og

alveg tilbúin að hætta og skutumst í hálftíma niður í ós

kíkja eftir laxi. Við skoðuðum hylji hingað og þangað.

áður en brottför var nauðsynleg. Það þurfti ekki lengri

Byrjuðum neðan við veiðihús og unnum okkur upp eftir

tíma til að landa tíu bleikjum í viðbót og missa annað

ánni. Í Brúarhylnum stökk smálax þar sem við stóðum

eins. Alls vorum við því búin að landa yfir 80 bleikjum og

í hlíðinni fyrir ofan hann eftir að hafa reynt nokkrar

missa nálægt því annað eins. Aftur sáum við laxa hnusa

flugur. Áin var hratt vaxandi og eins og kunnugt er þá

af ósnum og fengum síðan þær fréttir aðeins örfáum

eru það ekki bestu aðstæður til veiða nema síður sé.

dögum síðar að lax væri farinn að ganga af alvöru í ána.

Þetta var eini laxinn sem við urðum vör við fyrir utan

Fjórum dögum síðar settu erlendir veiðimenn í laxa

þá sem voru að stökkva kvöldið áður og um nóttinu

á fjórum mismunandi stöðum. Við höfðum reynt þá

úti fyrir ósnum. Þá ókum við eftir jeppaslóða langt inn

alla, en aðeins orðið vör við lax á einum þeirra. Svona

á heiðina, eins langt og slóðinn náði og köstuðum á

er þetta fljótt að breytast.

ýmsa veiðilega staði. En þetta var með hálfum huga, svo var fyrir að þakka veðrinu. Okkur var skítkalt.

Hugmyndin hjá Pétri er að leigja veiðihúsið með tveimur silungastöngum í ós árinnar áður en að laxatíminn

Veðurfarið þreytti okkur og þegar komið var niður að

byrjar. Hafi menn Veiðikortið geta fjórir til fimm tekið

veiðihúsi undir kvöldið einfaldlega söfnuðu allir um

húsið saman, tveir veitt í ósnum og hinir þar sem þeim

hríð. Áin var nú í talsverðum vexti og orðin skoluð. Að

þóknast í Hópinu eftir því sem Veiðikortið leyfir. Svo geta

horfa frá veiðihúsi niður að Hópi gat að líta brimöldur á

menn róterað ef að allir eru með Kortið. Hugmyndin

vatninu. Í húsinu gnauðaði og ofnar voru kynntir eins

hljómar afar vel, sérstaklega ef að smjörþefurinn sem

og hægt var. Seint um kvöldið hafði veðrið þó gengið

við fengum af silungsveiði á þessum slóðum er til marks

talsvert niður og áin var hætt að vaxa. Tveir okkar skutust

um það sem reikna má með. Og síðan er það staðreynd

niður í ós og lönduðu 15 bleikjum á stuttum tíma. Nú

að Hópið sjálft er afar veiðisælt, ekki bara í ósi Gljúfurár.

voru aðstæður aðrar, helmingi meira vatn eða meira og skolað að auki að mæta brimöldu vatnsins. Á móti kom að þrátt fyrir rokið var Hópið tært. Á mótunum hreinlega sauð vatnið eins og í tröllvöxnum suðupotti. En undir þessum ósköpum lá enn sama bleikjutorfan og þegar flugan barst á réttan stað, þá var fiskur við. En kuldans vegna var stoppið stutt.

28

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2013


GRÆNLAND ÁFANGASTAÐUR VEIÐIMANNA Lax-á hefur reist glæsilegar veiðibúðir í SV Grænlandi með allri þeirri þjónustu sem veiðimenn og útivistarfólk geta óskað sér. Ævintýraleg náttúra Grænlands í bland við frábæra silungs- og hreindýraveiði gerir veiðiferðina að einstakri upplifun. Lax-á er leiðandi ferðakrifstofa sem hefur skipulagt veiðiferðir á Íslandi og um heim allan í yfir 25 ár.

Lax-á veiðibúðir

Lax-á ehf.

Staðsetning: Akurhvarf 1, 203 Kópavogur

Sími: 531 6100

Netfang: lax-a@lax-a.is

Vefur: lax-a.is


veiðistaðurinn Miðdalsá

Bleikjuá með möguleika á laxaframtíð? Miðdalsá þekkja fáir, hún rennur í sunnanverðan Steingrímsfjörð norður á Ströndum, er engin spræna, en ekkert fljót heldur. Þar sem ekið er yfir ána á brú niður undir ós blasir við veiðilegur sjóbleikjuós. Enda hefur sjóbleikjan verið aðalfiskurinn í ánni og verður eflaust áfram. En Lax-á hefur tekið þessa á á leigu og hyggjast menn og konur þar á bæ bæta laxi í ána til að gera hana meira aðlaðandi fyrir veiðimenn. Mikil vinna er fram undan, en sú vinna gæti gengið upp. Áin er gríðarfalleg, það fengu útsendarar Veiðislóðar að upplifa þegar við sóttum ána heim í boði Lax-ár snemma í júlí.

Myndir með grein GG.

30

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2013


31


veiðistaðurinn Miðdalsá

Stefán Sigurðsson sölustjóri veiðileyfa innanlands sagði

kríuhópar upp á 2-300 fugla gengu berserksgang yfir

okkur að kortlagning árinnar hefði byrjað af alvöru

ætisflekkum rétt úti fyrir ósnum. Brandandarpar gladdi

í fyrra og héldi áfram í sumar. Veiðileyfi yrðu seld á

og augu, svo og ungviði kríu, tjalda og sandlóu. Öll

hóflegu verði á meðan sú vinna stæði yfir í þeirri von

umgjörðin benti til að lífríkið væri í blóma

að veiðimenn fengjust til að skreppa norður og eflaust tæki það dálítinn tíma að vinna þá vinnu til fullnustu.

Hylur númer 3, við gamla brúarstæðið, er í örfárra

Þar sem stans Veiðislóðar var stuttur, benti Stefán á

mínútna göngufæri ofan við ósinn. Gömlu stólparnir

strengina við ósinn, veiðistað númer 3 sem er þar rétt

leyna sér ekki og áin rennur þarna í stríðum streng niður

fyrir ofan og er við gamalt brúarstæði. Og eins veiðistað

á stutta breiðu. Þetta er djúpt upp undir hvítfyssandi

sem er merktur númer 5, en segja má að hann sé í

strengnum, en grynnist fljótt. Þegar við komum þarna

beygjunni beint út af veiðihúsinu sem stendur uppi í

stökk lax, en hann tók ekki. Niður á breiðu lágu nokkrar

hlíðinni að vestan verðu.

bleikjur, en þær tóku ekki heldur. Fréttum við seinna að menn sem á eftir okkur komu settu í og lönduðu

Við kíktum á alla þessa staði og gott betur, ókum eftir

laxi þarna og einn sem kom stuttu seinna sá laxa víða

jeppaslóða talsvert upp með á, eða þar til að slóðinn

um ána og landaði 4 eða 5.

sveigði nokkuð frá ánni og okkur þótti ráðlegra að ganga niður að á og upp með henni til að missa ekki af

Seiðatjörnin er einhverja þrjá kílómetra (ágiskun) inni

einhverju veiðilegu sem á þeirri leið kynni að leynast.

í dalnum og er ekið yfir ána í þrengingu þar rétt fyrir

Á þeirri leið er seiðatjörn þeirra Lax-ármanna og það

ofan. Þetta er jeppafæri frá tjörninni og liggur vegurinn

að toppönd og hettumáfar voru þar á ferð benti til að

dálítið frá ánni inn eftir bröttum grónum hlíðum. Þarna

líf væri í kringum tjörnina.

er mikil náttúrufegurð og fuglalíf fjölskrúðugt, en þarna upp frá er foss sem að Stefán hafði sagt okkur að hann

En ósinn, ef við byrjum á honum, er afar veiðilegur

hefði eitt sinn gengið að og fengið nokkrar vænar bleikjur

frá sjónarhóli sjóbleikjumanna. Hann er þó stuttur,

snemma í júlí. Þar hefðu verið á ferðinni bleikjur úr

ekki þó svo stuttur að báðar stangirnar geti ekki veitt

hópi þeirra sem eru elstar og stærstar og skipta mestu

í honum þegar skilyrði eru að detta í að vera rétt. Það

fyrir hrygningarstofninn. Fiskar sem ganga langt inn

er t.d. á Fjörunni og útfallinu eftir liggjandann. Við

á heiði til hrygningar og hafa líklega til þessa fengið

komum þarna að aðfallinu langt komnu eitt skiptið og

góðan frið til þess fyrir veiðimönnum.

þá var svæðið algerlega líflaust. Fyrra sinnið sem við komum að ósnum var hins vegar full fallið ut og þá var

Þar sem vegslóðin sveigir nokkuð frá ánni, reyndum

bleikja um allan streng, alveg frá brú og langt niður á

við félagarnir að sjá á eðli árinnar hvar umræddur foss

breiðu. Settum við í nokkrar, lönduðum sumum, en

myndi leynast. Töldum okkur sjá hvítfyss og lögðum þá

misstum aðrar. Þetta voru fiskar af þessari algengu

bílnum og gengum þangað. Ekki reyndist það þó vera

Vestfjarðastærð, 1 til 2 pund. Ein sem slapp var þó milli

fossinn, en í krafti þess að hann væri innan seilingar,

3 og 4 pund. Flugurnar sem við byrjuðum með voru

gengum við hressilegan göngutúr upp með ánni og

svo heitar að lítið var skipt um. Ein heitir Glóð, önnur

sáum margar veiðilegar breiður. Loks sáum við foss

var bleikrauð og silfruð straumfluga úr smiðju Súdda á

og héldum þangað í brakandi blíðunni. Ekki er hann

Breiðdal. Gulltoppur, púpa sem líkist Rollunni en er með

hár og auðgengur göngufiski. Þá er hann heldur ekki

stuttan glimmerbrúsk ofan á kollinum gaf líka tökur.

sérlega veiðilegur, því holan undir honum er stutt og hvítfysst. Rétt neðar er hins vegar afar veiðileg breiða

Við ósinn er fínt að orna sér, mikið fuglalíf og veiðivon góð. Þarna sáum við t.d. magnaðar sýningar þegar

32

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2013

og þar sáum við líf þó að ekki tæki þar fiskur.



veiðistaðurinn Miðdalsá

34

Leitaði hugurinn nokkuð upp fyrir fossinn og spurningin

Veiðihúsið virðist vera gamall vinnuskúr sem talsverð

varð áleitin hversu langt þyrfti að ganga til að finna

vinna hefur verið lögð í til að gera vistlegan. Tvö

hrygningarbleikjuna. Ekki var það gerlegt fyrir okkur

herbergi eru þar og lítil stofa og eldhúskrókur. Forstofan

félaganna í þessum túr, en bíður kannski betri tíma, nú

er stór og nógu löng til að auðvelt er að setja saman

eða að við höfum með þessu kveikt í einhverjum öðrum

stangirnar innan dyra ef menn kæra sig um. Fyrir

sem er nógu duglegur og ævintýragjarn til að leggja í

enda forstofunnar er útgengt að útisturtu, sem er ekki

slíka göngu. Seinna skyldist okkur þó að við hefðum

algengt í veiðihúsum, en reynslan af henni er sú að það

enn átt eftir nokkra göngu til að finna þann foss sem

er gríðarlega hressandi að skella sér í sturtu utan dyra.

um er talað. Það bíður því betri tíma.

Í stuttu máli þá fór vel um okkur þarna.

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2013


35


fluguboxið Stirða

Oft skrökvað um afla til að vera trúað! Marinó Heiðar Svavarsson heitir veiðigarpur norðan heiða. Hann hefur hannað og hnýtt fluguna Stirðu, sem gagnast best í sjóbleikju í ýmsum myndum, en er enn fremur liðtæk í laxinn, enda veiða bleikjuveiðimenn oft laxa á bleikjuslóðum, á bleikjuflugurnar. Marinó var til í að segja lesendum Veiðislóðar frá Stirðu, hér er pistill hans: „Smá stirðu saga. Fljótlega eftir að ég fór að hnýta kom Stirða undir. Hugmyndin að henni er ekki svo langsótt. Alltaf þegar ég fór að veiða fyrir tíð Stirðu var mér sagt að leita með nobbler sem ég gerði með mjög litlum árangri, en fann eina og eina bleikju. Svo eftir ferð á bókasafn þar sem mér voru gefnir tveir kassar af gömlum veiðiblöðum, las ég að fyrst þegar Nobbler kom til landsins hafi hann verið mun þyngri og vegna þess hvað var erfitt að kasta honum var sett á vatnskeðja sem er í raun fislétt í vatni og gott að kasta. Ég varð mér útum stór augu og fór að gera flugur með þeim, þá aðalega Nobbler sem breytti ekki miklu. Enn var sama tregðan í fiskeríi. Einn og einn hér og þar, svo einn morgunin sama sumar, á einum af rúntunum á bökkum Ólafsfjarðarár hitti ég mann sem var við veiðar með streamer nr 6 þunga, með þverhaus og veiddi andstreymis og mokfiskaði. Þarna fékk ég hugmynd, fór

36

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2013


heim og fór milliveginn á þeirri flugu og

mörgum sínu fyrstu flugufiska. Appelsínugul

Nobblers og útkoman var Stirða sem hefur

virkar hún vel í þá stóru og fór eg nýlega

síðan verið ótrúleg.

að nota hana svolítið mikið. Hún er ekkert síðri þannig en í öðrum litum. Aðrir litir eru

Eftirminnilegast er morgunvakt i Fljótaá á

ekki inni hjá mér, en allavega vilja menn

sv 1. Á annan tug af bleikju og 2 laxar komu

samt fá hana rauða líka og gula. Það er bara

þá á land. Hún er ekki síðri í sjóbirting, þetta

ótrúlegt hvað hún gefur oft. Ég hef lent í því

er fluga sem fer alltaf undir þegar finna skal

að skrökva og þóst hafa fengið færri en eg

fisk og nota ég hana að mestu andstreymis

fékk á Stirðu svo menn myndu trúa mér.

með tökuvara. Hún virkar klunnaleg í það en það er eitthvað við hana sem pirrar fiskinn og hann ræðst a hana. Hún hefur gefið

37


fluguboxið

Glóðin, Rollan og Gulltoppa

Glóðin, Rollan og Gulltoppa Sveinn Þór heitir fluguhnýtari og veiðimaður á Akureyri, ættaður þó frá Grenivík. Sveinn er mikill hnýtari og nokkrar af púpunum hans eru svo kyngimagnaðar að þær ættu að vera skyldueign, ekki bara silungsveiðimanna, heldur laxveiðimanna líka, því þær rokveiða bæði með hefðbundu reki í laxveiði, sem og með strippi og síðast en ekki síst andstremis sem er gríðarlega vanmetin veiðiaðferð þegar laxinn er annars vegar. Jón Eyfjörð, einn okkar þremenningana á

á Rolluna og Gulltopppinn. Í sumar dró ég

VoV og Veiðislóð færði ritstjóra nokkrar flugur

þessar flugur aftur fram á sjóbleikjuslóðum

þegar við vorum einhvers staðar að veiða

í Skálmardalsá, Hópinu og Vatnsdalsá og

sumarið 2012. Líkast til þegar við vorum í

bleikjan tók hana á öllum þeim vígsstöðvum.

Skjálfandafljóti. Við ármót Leikskálaár og

Hér tekur nú Jón Eyfjörð við og skrifar um

Nýpár settum við í hverja bleikjuna og hvern

frumraun sína með umræddum flugum

birtingin af öðrum og notuðum þessar flugur.

Sveins Þórs:

Glóðin var aðalflugan, en við fengum líka fiska „Það er bjartur og fagur ágústmorgun, himininn skafheiður, hitinn hækkandi, sólin skín og loftið iðar af flugu. Við félagarnir eru staddir við ónefnda á og erum búnir að landa einum laxi. Fregnir höfðu borist af bleikjutorfu í hyl einum ofar í ánni en að hylnum er hálfgert torleiði. Þangað stefndi hugurinn því fátt veit ég skemmtilegra en egna fyrir bleikju og í þessari á getur bleikjan líka verið álíka stór, jafnvel stærri en smálaxinn sem nú var að ganga. Við komum loks að hylnum og tókum föggur okkar, óðum yfir því betra er að eiga við fiskinn frá hinum bakkanum. Áin er grýtt og

38

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2013


Glóðin og Rollan. Myndir Jón Eyfjörð.

Ekkert gerðist nú hjá félaganum í nokkurn tíma. Ég skipti nú ört um flugur en varð ekki var. Það hélt áfram að hlýna og bleikjan nærði sig sem aldrei fyrr. Hún var ekki að éta af yfirborðinu, það var ljóst því ég sá gjarnan bara sporða og bakugga uppúr. Ég leitaði Peter Ross. Hún hefur stundum gefið bleikju við aðstæður eins og nú voru uppi. Ég seilist i boxið en það fyrsta sem ég sé að Glóðin, frá Sveini Þór, sveitunga mínum frá Grenivík. Hugsunarlaust tek ég kúluhausinn og hnýti undir. Nú allt í einu hafði bleikjan áhuga á mér. Kast eftir kast elti torfa af bleikju en ekki tók hún. Ég skipti um aðferð og strippaði kúluhausinn hratt. Þá gerðist það. Fyrsta bleikjan tók og svo tóku þær hver af annarri. Ég sá að félaginn var hættur að veiða og farinn að búa sig undir að fara aftur í bílinn. Hann var með þrjá fiska. „Ég ætla að vera aðeins lengur!“ kallaði ég til hans og hélt áfram að losa bleikjurnar af flugunni en það var nánast frekar straumhörð þar sem við óðum yfir en

bleikja á í hverju kasti.

við tókum eiginlega ekki eftir því. Bleikjan vakti á stóru svæði og það var auðséð að það

Við áttum eftir að kíkja á tvo staði áður en

var talsvert af henni. Fyrst var þurrflugan

vaktin kláraðist og ég sá að félaginn var farinn

reynd, Adams nr. 16, svo nr. 18, þá Black

að ókyrrast á bakkanum. Ég hætti að veiða,

gnat í sömu stærðum. Ég heyrði hvin í hjóli

sótti bleikjurnar tvær sem ég hafði hirt. Þær

og sá að félagi minn var að landa fallegri

voru báðar ríflega 50 cm. langar, feitar og

bleikju, á að giska 45 – 50 cm. Ekkert gerðist

pattaralegar. „Hvað fékkstu margar?“ spurði

hjá mér, sama hvaða fluga var reynd. „Hvað

svo félaginn þegar ég skreið upp á bakkann,

ertu með undir?“ hrópa ég að félaganum.

móður og másandi eftir vaðið yfir stórgrýtið.

„Lítinn bleikan kúluhaus!“ var svarið. Ég

Ég hafði fengið 9 bleikjur á Glóðina en ekki

hætti að kasta og kíkti yfir vopnabúrið. Jú,

orðið var á annað.

eitthvað var ég með af kúluhausum en enga bleika. Aftur hvein í hjólinu hjá félaganum

Við sögðum fátt þegar við ókum frá hylnum

og ég sá fiskinn strika út á miðja breiðu.

og læddumst eftir grýttum slóðanum niður

Pheasant tail varð fyrir valinu hjá mér og

með ánni og einbeitingin var ekki upp á

ég kastaði í áttina að fiski sem ég sá lóna

marga fiska á þeim tveimur stöðum sem

rétt undir yfirborðinu. Hann einfaldlega

við áttum eftir á leiðinni niður í veiðihús.

tók sveig framhjá flugunni minni. Ljóst að

Við vorum báðir saddir, búnir að veiða nóg.“

þetta yrði erfitt.

39


Veiðisagan Guðmundur Falk

Dýrin mín smá og stór! Annað áhugamálið mitt af tveimur er ljósmyndun, hitt er veiði sem er stunduð af krafti meðan tíminn leyfir. En þar sem ég er búinn að vera við skipstjórn í hvalaskoðun í sumar á hvalaskoðunarskipinu Moby Dick frá Keflavík þá hef ég komist lítið til að veiða og verið mest að sigla með túrhestana. Þá er búið að vera ótrúlega blautt hjá okkur

að ég ákvað að taka rölt eftir ósunum sem eru

hér suðurfrá og grámyglan allt að drepa

alger náttúruperla og geyma margar tegundir

þar sem það er ein versta birta til dýra- og

flækingsfugla og annað skemmtilegt dýralíf

fuglaljósmyndunar. En þennan dag sat ég heima og var að huga að því að fara og athuga

Er ég var búinn að rölta smástund þá sé

með arnarpar sem ég fann á Reykjanesinu

ég straumröst eins og eftir flugu með

og sjá hvernig því vegnaði. Fór að stað í

Portlandsbragði bregða fyrir út í einum

dumbungi, en hafði vélina með, sem er

straumálnum og ákvað að læðast niður

alltaf við hlið mér í bílnum

bakkan í fjöruna og sjá hvað þarna væri á ferð. Og þar er þá Minkur á ferð og er hann

Svo fann ég ernina mína og sá að þeir höfðu

að berjast við sprelllifandi marhnút þarna

komið upp tveimur ungum og ákvað því í

út í straumnum og mikill buslugangur en

heimleiðini að kíkja eftir sel í Ósabotnum

á land kom hann með marran og dröslaðist

sem þar eltir laxagöngur inn í Ósana. Þar

með hann yfir hraunklappir og þarabunka

kemur lax og þefar af vatninu sem streymir

og virtist ekki hafa neitt fyrir að ferðast með

þar stríðum straumi undan hrauninu og upp

jafnþyngd sína eða meira um svæðið

úr botninum. Hef ég landað laxi þarna og það einum sem er metlax, en það er eins og

Varð hann mín strax var og virtist ekki kippa

í sögunum, við nefnum ekki þyngdina því

sér neitt upp við að ég væri þarna og naut

henni yrði ekki trúað

ég því andartaksins við að mynda dýrið í nærmynd og fylgjast með honum og atferli

Selina sá ég og þá fór sólin að skína þannig

40

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2013

hans við þessa veiði


Þetta var magnað augnablik en skýringinn af hverju minkurinn kom beint til mín með bráð sína og staldraði við hjá mér var sú að á eftir honum var stór og mikill villiköttur sem ætlaði sér annaðhvort að ræna hann bráð sinni eða þá hjóla í sjálfan minkinn og hafði skepnan vit á að koma til mín eins og hún vissi að kötturinn myndi styggjast við að koma að mér, sem hann og gerði og hafði sig á brott Þau eru ekki alvitlaus blessuð dýrin og má ég til með að segja frá að þegar ég var með sem mesta dellu fyrir skotveiðum þá vissi ég af stað við tjörn eina þar sem ég veiði mikið af bleikju, og það vænni, þar sem minkalæða hélt sig alltaf með sinn hóp af ungmink og þarna syntu þeir um og veiddu meðan ég kastaði flugunni. Og bleikjan tók og virtist ekki skipta máli þó að minkurinn væri að veiða þarna á sama fermetranum, en auðvitað fór það í taugarnar á mér og samkeppnin við varginn varð óþolandi. Ég mætti með haglarann næst og hafði hann tilbúinn við hlið mér meðan ég kastaði flugunni í kvöldkyrrðini og bleikjan var við, en enginn sást minkurinn. Ég var farinn að halda að grenið hefði verið unnið. Næst enginn byssa, bara flugustöng, og eins og við mannin mælt, minkurinn að leika sér og á veiðum bara rétt við hliðina á mér. Aftur sótt byssan og þá lét hann ekki sjá sig Seinna gerði ég samkomulag við minkinn að hann mætti éta bleikjuna bara ekki drepa hana alla og það merkilega er að þarna er alltaf væn bleikja og nóg af henni og var henni sleppt í tjörnina af breskum liðsforingja á stríðsárunum og þótti alla tíð smá en eftir að minkurinn kom þá sér hann um að grisja tjörnina og bleikjan er rosaelga væn fyrir vikið.

41


Veiðisagan Ásgeir Heiðar

Ásgeir með tröll(kerlinguna). Mynd Jafet Ólafsson.

42

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2013


Þetta var eins og að vera meðAnacondu í fanginu

Eins og víða hefur komið fram, þá veiddi Ásgeir Heiðar einn allra stærsta lax sem veiðst hefur hér á landi í mörg ár, í Laxá í Aðaldal, eða allar götur síðan 2006 þegar álíka langur fiskur veiddist í Vatnsdalsá. Um var að ræða 115 cm hrygnu sem náðist á land á furðu stuttum tíma, eða tuttugu mínútum. Hér kemur veiðisagan. Við greindum frá þessu á vef okkar www.votnogveidi.is á sínum tíma, en það toppar í raun engin veiðisaga þessa á þessu nýliðna stórgóða veiðisumri. Hún fær því að endurtaka sig hér.

43


veiðisagan Ásgeir Heiðar

Og þetta hljómaði svona: Við heyrðum í veiðimanninum,

ofsalega lítið svigrúm til að gera nokkurn skapaðan

Ásgeiri Heiðar og hann sagði okkur að hann hefði

hlut. Reyndi þó eftir megni að halda honum rólegum

farið norður til veiða vel undirbúinn ef kæmi til átaka á

og þegar mér þótti það tímabært, þá fór ég með fiskinn

þessum mælikvarða. Ekki það að hann væri ekki jafnan

niður fyrir með það fyrir augum að þreyta og landa í

vel undirbúinn, en kannski venju fremur að þessu sinni,

Vitaðsgjafa. Þar er sandeyri og áður en varði var ég

en hann sagðist hafa grafið upp tíu ára gamla spólu

búinn að koma laxinum þar upp. Það var enginn háfur

með 25 punda brúnu Maxima girni sem hann notaði

notaður, heldur reyndum við að koma höndum yfir

og veiddi mjög stóra laxa á í Kanada um árið. „Þetta

fiskinn þarna á eyrinni.

fæst ekki hérna lengur, en ég vissi að ég gæti treyst því eitt hundrað prósent. Síðan var ég með tíu feta Sage Z

En það má segja að þarna hafi laxinn allt í einu áttað sig

Axis einhendu fyrir línu 8 og Loop tvíkrækju númer

á því hvað gerst hafði. Það voru aðeins liðnar tuttugu

8, aftan í kvart tommu svartri Frances túpu. Ég vil hafa

mínútur og hann átti mikið meira en nóg eftir og nú

þessar flugur stuttar, því lengri leggur eykur vogaraflið

hófst æðisgengin barátta þar sem við reyndum að losa,

sem fiskurinn hefur til að þjarka á flugunni og eykur

mæla og mynda. Þetta var eins og að vera með Anacondu

líkurnar að hann nái að rífa fluguna úr sér,“ sagði Ásgeir.

í fanginu þar sem laxinn hlykkjaðist ofsalega og barðist um. Minnti mann svolítið líka á svona Rodeo eins og

Veiðistaðurinn var Hornflúð á Nessvæðunum og klukkan

menn þekkja frá Bandaríkjunum. Styrtlan á hrygnunni

var orðin eitthvað um tíu að morgni. Ásgeir hafði þegar

var slík að það var engin leið að ná utan um hana og

veitt staðinn frá venjulega bakkanum, þegar þeir ákváðu

halda fiskinum, en á sama tíma þurfti allt að gerast

að færa sig yfir á öndverðan bakka og sýna laxinum nýtt

hratt, fumlaust og vel. Þetta tókst þó að lokum og ég

sjónarhorn. Til þess þurfti að róa yfir en með honum

kom mér ekki gang að veiða meira lengi á eftir. Lá bara

var Jafet Ólafsson, þaulkunnugur Laxármaður sem

á bakkanum, horfði á skýin og tugði strá.“

bauðst til að sýna honum Vitaðsgjafann. „Ég veit ekki hvort að menn gera þetta mikið á Hornflúð, sem við

Þetta er mögnuð saga, en því hefur verið fleygt að laxinn

gerðum þarna og ég geri oft á mörgum veiðistöðum.

hafi alls ekki verið 115 cm heldur að minnsta kosti 118 cm

Það er oft sterkt. Ég kastaði stutt og lét fluguna fara

og vel yfir 30 pund. Hvað segir Ásgeir Heiðar um það?

löturhægt og í fjórða kasti kom takan. Flugan var aðeins undir yfirborðinu þannig að ég sá ekki tökuna, sem

„Ég get ekkert um það sagt. Málbandið náði ekki að

var hæg og þung og mér fannst strax að það myndi

klára þennan dreka en við mældum hann 98 cm að

sitja vel í laxinum. Það er ekki valkostur að þreyta lax

tálknbarðinu. Síðan hafa menn verið að leika sér með

frá umræddum bakka, þannig að við rérum aftur yfir

alls konar viðmiðanir á hausnum. Þeir fyrir norðan telja

og ég þreytti þaðan, en hafði þó vissar áhyggjur af því

að laxinn hafi verið að minnsta kosti 118 cm, en ég hef

að vera að toga í laxinn frá „vitlausri“ hlið....flugan gæti

sett mig á 115 cm. Það er góð tala og tala sem ég get

losnað við það.

sagt að laxinn hafi örugglega ekki verið undir. Hvað vigt varðar þá spái ég ekki mikið í það, enda tilgangslítið.

Ég ákvað þó þarna strax að bara treysta græjunum. Ekki var um annað að ræða, en í upphafi vissi ég þó ekki hversu stór laxinn var. Fyrsta tilfinningin var 12 til 14 pund. Fimm mínútum seinna var hann kominn upp í 16 til 18 pund. Loks stökk hann og þá sögðum við báðir í kór „já sæll“, þetta var þá sannkallaður stórfiskur. Ég hélt allan tíman mjög þétt í laxinn og gaf honum

44

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2013

Mér dugar að vita hvað ég fór og gerði.“


NÁÐU FORSKOTI MEÐ SJÁLFVIRKNI Í VIÐSKIPTUM Við sérhæfum okkur í þjónustu við stór og meðalstór fyrirtæki með sjálfvirkni og rafrænum viðskiptaferlum. Með sjálfvirkni í skráningu skjala s.s. reikningum, pöntunum og skýrslum dregur verulega úr margskráningu, milliliðum fækkar, öryggi eykst og aðgengi að vöru og þjónustu verður betra. Með sérþekkingu og reynslu af sjálfvirknivæðingu auðveldar Staki innleiðingu rafrænna viðskiptaferla. Með öflugum samstarfsaðilum mætir Staki fjölbreyttum og ströngum kröfum viðskiptavina sinna. Staki rekur stærstu sérhæfðu skeytamiðju landsins fyrir stöðluð rafræn viðskiptaskeyti. Hafðu samband, sendu póst á staki@staki.is og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig.

Staki Automation ehf. • Ármúla 27 • 108 Reykjavík • S: 510 0410 • staki.is


46

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2013


ljósmyndun

Höskuldur Birkir Erlingsson

Stangaveiðin er fyrir mér „lífsstíll“ Ég hef einhvern veginn þegar ég lít til baka alltaf veitt. Eins lengi og ég man eftir mér. Sem stráklingur á Drangsnesi var ég alltaf á bryggjunni ef mögulegt var. Veiddi ég þar kola, marhnúta, þyrsklinga og ef ég var heppinn eina og eina sjóbleikju. Þegar ég eltist þá fór ég að veiða silung í hinum og þessum vötnum í kring um Drangsnes, og fannst mér það óendanlega gaman. Laxveiðin var alltaf einhvern vegin svo fjarlæg. Hún var fyrir þá sem að áttu peninga og voru rosa klárir og leit ég upp til þeirra sem að veiddu lax. Ég veiddi minn fyrsta lax í Langadalsá í Djúpi, þegar ég var 25 ára og eftir það var ekki aftur snúið. Ég gerðist veikur, mikið veikur. Í dag þá veiði ég eins mikið og ég get, hef tíma og efni á. Hins vegar hafa málin þróast þannig að ég vinn töluvert við leiðsögn í ánum hérna í kring um Blönduós þar sem að ég bý og fæ ég mikið út úr því. Mér finnst gaman að sjá gleðibrosið sem færist yfir fólk þegar að það veiðir fallegan lax sem að ég hef aðstoðað það við að fá. Það er skrýtið en þegar ég hef verið lengi í leiðsögn þá verð ég óþreyjufullur og þarf að komast eitthvað sjálfur til að veiða. Eins og til að vinda ofan af mér. Oft er þá myndavélin með í för við veiðarnar og þá reyni ég að fanga augnablikið. Ég hef mikinn áhuga á ljósmyndun og fer drjúgur tími í það. Ég átti fyrir mörgum árum síðan, Olympus OM filmuvél með skiptanlegum linsum og ég held að þá hafi áhuginn kviknað en hins vegar voru filmurnar dýrar. Eftir að stafræna tæknin kom þá er hægt að leika sér meira og fikta með ýmsa möguleika. Í dag á ég Nikon D3 og á hana nota ég Nikon Nikkor 17-35 mm linsu í landslagið og svo Sigma 70-200 mm linsu í ýmislegt annað. Ég tek mikið myndir af hestum í keppnum og sýningum en svo er þetta blandað efni. Landslagsmyndir, norðurljós og ýmislegt fleira. Ég er með ljósmyndasíðu og slóðin á hana er: http://www.flickr.com/photos/hoskibirkir

47


ljósmyndun

Norðurljós yfir Þingeyrarkirkju.

48

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2013


49


ljósmyndun

Höskuldur Birkir Erlingsson

Gamla brúin yfir Vatnsdalsá.

50

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2013


Mánafoss í Laxá á Ásum.

51


ljósmyndun

Sólarlag á Vatnsnesi við Hamarsrétt.

52

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2013


53


ljósmyndun

Höskuldur Birkir Erlingsson

Kolugljúfur.

54

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2013


Falleg nýveidd hrygna úr Svarthyl af svæði 2 í Blöndu.

55


ljósmyndun

Glímt við stórlax í Blöndu.

56

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2013


57


ljósmyndun

Höskuldur Birkir Erlingsson

Róbert Freyr Gunnarsson með sinn fyrsta flugulax, veiddan í Hnausastreng í Vatnsdalsá.

58

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2013


Kría í árásarhug.

59


ljósmyndun

Höskuldur Birkir Erlingsson

Blönduós.

60

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2013


Rauรฐisandur.

61


ljósmyndun

Höskuldur Birkir Erlingsson

Steini!

62

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2013


Lax-, silungs- og skotveiði Hrútafjarðará, Breiðdalsá, Jökla, Minnivallalækur og Fögruhlíðará

www.strengir.is


einu sinni var Kofinn í Hrunakróki

Ævintýralegur aðdragandi og framkvæmd Í fréttum í sumar hefur verið sagt frá þeirri skemmtilegu uppákomu að Stóru Laxárdeild Veiðifélags Hvítár og Ölfusár tók upp á því í samvinnu við Lax-á, leigutaka árinnar, að endursmíða gamla kofaræksnið í Hrunakróki. Kofi þessi hefur sett svip sinn á svæðið og engum blandast hugur um að hann eigi sér einhverja sögu. Það er vægt til orða tekið, en af tveimur kostum var sá betri valinn. Kostirnir voru að rífa hræið, eða endursmíða það. Seinni kosturinn var sem sagt valinn, og gott betur, um leið og kofinn var vígður á ný var opnað í honum veiðiminjasafn sem heldur á lofti minningunni um gamla tíma, þegar sumar af helstu veiðikempum þeirra tíma veiddu þarna reglulega og reistu kofan með ærinni fyrirhöfn. Það er gaman að segja frá því að við félagarnir á

Félagsskapurinn Flugan var í sjálfu sér merkilegur

Veiðislóð erum engin unglömb lengur, en samt ekki svo

félagsskapur, en hún var hópur veiðimanna sem gerði

gamlir að við séum orðnir gleymnir. Við mundum því

langtíma samning um alla stangaveiði á umræddu

eftir að hafa séð og lesið viðtal við Friðrik Þorsteisson

vatnasvæði og skipti því síðan á milli félaga sinna.

húsgagnasmið fyrir mörgum árum þar sem hann sagði

Veiðifélag Árnesinga var stofnað 1938 og uppúr því

frá sögu þessa kofa og veiðum sínum á efsta svæði

var umrætt veiðifélag stofnað og leigði það alla veiðina

Stóru Laxár í kompaníi við kappa eins og Guðmund

eins og áður var getið. Alls var Flugan með svæðin í 25

Einarsson frá Miðdal.

ár, en þá leystist félagið upp og aðrir aðilar komu að

Við eigum Guðmundi heitnum Daníelssyni rithöfundi

64

svæðunum.

þetta viðtal að þakka, en Guðmundur ritaði bók sem

Við gætum skrifað ósköpin öll um Fluguna og þá

kom út árið 1970 og heitir Vötn og veiðimenn – Uppár

sem stofnuðu félagið og veiddu um árabil á gullöld

Árnessýslu. Í bókinni rekur Guðmundur sögu veiða í

stangaveiðinnar í Árnessýslu. Ef til vill gerum við það

uppám sýslunnar og birtir skýrslur, frásagnir og viðtöl.

síðar, en þessi pistill er til heiðurs gamla kofanum í

Eitt viðtalanna er við Friðrik Þorsteinsson, sem þá var

Hrunakróki. Við vitnum nú hér í viðtal Guðmundar

einn eftirlifandi þeirra þriggja sem veiddu efsta svæðið

Daníelssonar við Friðrik Þorsteinsson húsgagnsmið.

í Stóru Laxá undir samningi sem veiðifélagið Flugan

Báðir þessir heiðursmenn eru látnir fyrir margt löngu.

gerði um alla stangaveiði á svæðinu.

Sem betur fer skráðu þeir þessa sögu:

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2013


„Hvenær fórstu fyrstu ferðina í Hrunakrók?“ spurði ég. „Æ þetta er nú hvergi bókfært, með nákvæmni verður það ekki sagt, - líklega um 1940 eða upp úr því.“

væri bílfært. Síðan var ekki hægt að komast með það lengra um sumarið, svo við fengum þá til þess, karlana þarna austur frá, að flytja það áfram um veturinn. Einhvern vegin drösluðu þeir því inn eftir, ég veit ekki

„Byggðuð þið veiðihúsið fyrsta sumarið sem þið veidduð

hvernig, en þeir komu því inn eftir að minnsta kosti.

þar?“

Sumarið eftir reistum við húsið og gengum alveg frá

„Nei, það gerðum við ekki,“ sagði Friðrik. „En út af fyrir sig er dálítil saga af þeirri framkvæmd. Við keyptum flekahús af setuliðinu, sem þá var, það var sumarið áður en að Ölfusárbrúin slitnaði.“ „Annar strengur Ölfusárbrúarinnar slitnaði aðfaranótt 6.september 1944,“ sagði ég, „og tveir bílar fóru í ána.“

því að utan og settum í það gamla skipakabyssu, sem ég náði í einhvers staðar. Nú gátum við hitað það upp, og það varð fokhelt og gólf í því og allt, en innréttinguna vantaði, kojur og húsgögn, og það var töluvert timbur, sem til þess þurfti. Um haustið þegar brúin féll, þá vorum við búnir að hugsa okkur að fara austur með timbrið. Nú lokaðist alfararleið

„Já, alveg rétt og þá höfum við verið búnir að hafa

með slíkan farangur. En við létum það ekki aftra okkur

Laxá í tvö eða þrjú ár,“ sagði Friðrik. „Við fluttum

og ókum upp að Brúarhlöðum með allt dralsið á einum

flekahúsið í sundurlausum pörtum upp að Kaldbak í

vörubíl. Þarna fengum við Kristján heitinn í Einholti

Hrunamannahreppi, því að svo átti að heita, að þangað

til þess að ljá okkur hesta og ganga í lið með okkur.

65


einu sinni var Kofinn í Hrunakróki

Þegar bílvegi þraut, var ekki um annað að gera en að

„Þið verðið að gista hjá okkur í nótt,“ sögðum við við

binda timbrið í drögur og flytja það á reiðingshestum

karlana, „þið ratið ekki heim.“

yfir fjallið og inn með hlíðinni að vestanverðu við Laxá. Við fórum nú allir upp að Haukholtum, og þangað held ég að bíllinn hafi komizt og að þar höfum við búið upp á hestana. Þaðan fórum við að Jötu, og þar bjó þá Eiríkur, má ég segja, lítil karl að vexti, og fengum hann með okkur. Þá var komið óveður og rigndi svo mikið að með eindæmum var. Allt gekk þó vel yfir fjallið og niður að ánni. Ekki var hún lengur fögur og tær, heldur orðin að skaðræðisfljóti, en það gerði ekki til, við þurftum ekki að fara yfir hana. Komumst nú brátt í Hrunakrók

Það þýddi ekki að aftra þeim, þeir kvöddu og fóru. Löngu síðar fréttum við af ferðum þeirra. Okkur var sagt þeir hefðu týnt öllum hestunum, nema líklega þeim sem þeir riðu, loks komizt við illan leik að Kaldbak, og þar hefðu þeir þegið gistingu. Allt fór því vel að kalla, meira að segja fundu þeir týndu hestana morguninn eftir og komust svo heim til sín.Ég hef ekki séð þá síðan, og báðir munu þeir nú vera dánir.

að húsinu, timburdrögur teknar ofan, hafurstask borið

Við útilegumenn héldum til eina viku í Hrunakróki og

inn og lagt í kabyssuna, en Guðmundur gekk niður að

lukum við að ganga frá húsinu, og þetta varð besti kofi,

á með stöngina. Ekki leið langur tími þar til hann kom

og hann stendur enn. En áin var of mikil og mórauð

til baka og lagði á borð með sér vænan lax. Við suðum

til að veiða í henni, það varð ekki nema þessi eini lax,

hann og átum allir saman og skoluðum honum niður

spurning hvort við reyndum það meir.“

með innihaldi einnar flösku brennivíns. Enn rigndi látlaust og meira en orð fá lýst, það var einnig orðið svo dimmt, að ég hef ekki séð annað eins.

66

Þeir voru hýrir af víni og sögðust hafa séð hann svartari.

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2013


Ertu búinn að skrá þig? Tímaritið VEIÐISLÓÐ er ókeypis fyrir lesendur! Ef þú lesandi góður ert ekki skráður fyrir ókeypis áskrift þá getur þú sýnt okkur stuðning með því að skrá þig t.d. núna!

„... en hvernig skrái ég mig?“ Þú ferð inn á www.veidislod.is og skráir netfang og nafn upp í hægra horninu, gangi þér vel!

Smelltu á kassann til að fara á veidislod.is og skrá þig! Við notum skráninguna eingöngu til að senda þér tilkynningu um ný tölublöð!

67


villibráðareldhúsið Siggi Hall

Uppskrift fyrir 8-10 manns:

Rjúpusúpa með sellerí og eplum Rjúpur eru ómissandi í jólamatnum hjá mörgum Íslendingnum. Aðallega eru það fjölskyldur skotveiðimanna sem hafa vanist rjúpum í jólamatinn, en einnig er nokkuð um að fólk tengt skyttum fjölskyldu- og vinaböndum treystir á þær. Stundum er hins vegar lítið um rjúpu, eða að skyttur eru óheppnar og veiða lítið. Séu menn með fáa fugla undir höndum, of fáa til að halda almennilega rjúpnaveislu samkvæmt hefðinni, er samt hægt að draga fram nokkurs konar plan-B, sem er þessi forláta rjúpnasúpa sem Siggi Hall hefur fullkomnað og þarf ekki nema tvær rjúpur í 8 til 10 manna rétt. Eða eins og Siggi segir: „Það kemur rjúpuangan í húsið. Keimur og karakter þessarar súpu er í ætt við rjúpusósuna sem allir sækjast eftir. Fínni samt á bragðið og mýkri.“ Uppskriftin heitir Rjúpusúpa með sellerí og eplum og er að finna í bókinni: Jólaréttirnir - að hætti Sigga Hall, sem Litróf gaf út fyrir jólin í fyrra. Það er 130 síðna doðrantur, fullur af girnilegum hátíðarréttum úr smiðju meistarans, myndskreytt ríkulega með myndum Lárusar Karls Ingasonar.

68

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2013

Hráefni, súpusoðið: • 2 rjúpur • 3 sellerístilkar, skornir í bita • 1 gulrót, skorin í bita • 1 laukur, skorinn í bita – 1 grænt epli, kjarnhreinsað og skorið í bita • timjankvistur • 4 lárviðarlauf • 10 svört piparkorn • salt

Hráefni, súpan: • rjúpubringurnar, skornar í litla bita • 2–3 skalottlaukar, fínt skornir • 1 glas hvítvín • 1 glas púrtvín • 2 msk smjör • salt og svartur pipar úr kvörn • 3 msk smjör + 2 msk hveiti • 1 lítri rjómi • 1/2 grænt epli skorið smátt • 1 sellerístöngull, skorið smátt


... með rjúpunni

MATUA VALLEY PINOT NOIR 2.499 KR – NÝJA SJÁLAND

Aðferð, súpusoðið:

Aðferð, súpan.

Verkið rjúpurnar og skerið bringurnar frá. Notið allan innmatinn nema lifrina. (Geymið samt rjúpulifrina og frystið. Hún er frábær við pategerð o.þ.h.). Hreinsið úr fóörnunum og notið helminginn af lynginu sem þar er við soðgerðina.

Notið víðan súpupott yfir hita og bræðið smjörið. Þegar það er farið að freyða látið þá rjúpubitana og skalottlaukinn þar út í. Brúnið allt vel og saltið og piprið mátulega. Hellið hvítvíninu og púrtvíninu yfir. Látið það sjóða og hellið svo rjúpusoðinu yfir. Látið sjóða vel saman í u.þ.b. hálftíma. Fleytið vel ofan af. Bræðið saman smjör og hveiti í smjörbollu. Takið súpuna af hita og hrærið smjörbollunni vel út í. Setjið yfir hita aftur og hellið rjómanum út í. Látið sjóða varlega saman í u.þ.b. 2 mínútur og passið að ekki sjóði of kröftuglega þannig að ekki sjóði upp úr né brenni við botninn. Bragðið á og saltið og piprið. Áður en súpan er borin fram látið þá fínt skorið grænt epli og fínt skorinn sellerístilk út í og kannski smá púrtvínsslettu ef þarf og eina til tvær skeiðar af léttþeyttum rjóma ofan á.

Brúnið rjúpubeinin, lærin og fóörnin upp úr smjöri við miðlungshita. Látið grænmetið, timjanið, lárviðarlaufin og piparinn með. Brúnið allt saman. Látið 2 lítra af vatni yfir, saltið og látið suðu koma upp. Þegar suðan kemur upp fleytið þá ofan af alla froðu sem kemur upp.Látið þetta léttsjóða saman við suðumark í minnst 2 tíma. Sigtið soðið vel.

Ljóskirsuberjarautt. Létt meðalfylling, þurrt, fersk sýra, mild tannín. Rauð ber, jarðarber, lyng, jörð.

PICCINI MEMORO ROSSO 1.999 KR – ITALIA – TOSKANA Dökkkirsuberjarautt. Meðalfylling, hálfþurrt, fersk sýra, mild tannín. Dökk ber, kirsuber, vanilla, eik, plóma, fíkjur.

69


villibráðareldhúsið Pétur Alan Guðmundsson

Heitreykt villigæsabringa Forréttir eða smáréttir, hvort heldur er í veiðiferð eða á hátíðarborðið. Maður kemur ekki að tómum kofanum hjá Pétri Alan Guðmundssyni verslunarmanni í Melabúðinni. Hann er mikill veiðigarpur bæði með byssu og stöng og hefur einstakt yndi af að elda bráðina. Hér hristir hann fram úr erminni sérlega spennandi rétt og best að gefa honum orðið: „Í veiðiferðum vantar oft forrrétt eða smárétt. Ég geri oft heitreykta villigæsabringu sem er skemmtilegt, einfalt að gera og vekur alltaf mikla lukku.

Áhöld: • Pottur (helst með glerloki) • Álpappír

Hráefni: • 1-2 villigæsabringur • Gróft salt til að þekja bringurnar • Sprek og greinar

Bringurnar eru þaktar grófu salti í um það bil 2 klukkustundir. Saltið hreinsað af. Best er að nota pott með glerloki til að fylgjast með eldi og reyk. Ágætt er að þekja botninn með álpappír því potturinn getur skemmst af eldinum. Ég á pott sem ég nota einungis í þetta, en nýti potta í ferðalögum séu þeir til staðar í kofum og bústöðum. Kveikt er í litlum þurrum sprekum í botninum og látin loga Passið að góður logi sé í sprekunum. Leggið birkigreinar, bláberja-, krækiberjalyng, blóðberg eða það sem leggst til, jafnvel þurra stilka af rósmaringreinum og þess háttar. Það þarf jafnvel að blása á sprekin til að ná góðum loga svo að eldurinn nái í greinarnar og myndi góðan reyk, Gæsabringan/

70

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2013

bringurnar eru lagðar ofan á greinarnar og pottinum lokað vel og ekki opnað fyrr en að lokinni reykingu. Potturinn er hafður á meðalhita á eldavél í uum það bil 10-20 mínútur, þá tekinn af, án þess að lyfta lokinu, og færður út fyrir og látinn standa í um það bil 30 mínútur. Eldavélar og pottar eru misjöfn að gæðum þannig að menn þurfa að prófa sig áfram með tímann sem og hvað menn vilja bringurnar mikið „eldaðar“ en mér finnst bringan best frekar rauð. Eftir biðtímann eru bringurnar teknar inn, sneiddar þunnt og raðað á kex eða þunnt skorið snittubrauð, bláberjasultudropi settur á eða annað góðgæti. Þetta vekur alltaf jafn mikla lukku í félagahópnum.“


... með gæsinni

ROSEMOUNT CABERNET SAUVIGNON 2.599 KR – ÁSTRALÍA Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, fersk sýra, þroskuð tannín. Dökk ber, sólber, minta, eik.

ROSEMOUNT CABERNET / MERLOT 2.399 KR – ÁSTRALÍA Kirsuberjarautt. Létt meðalfylling, þurrt, mild sýra, mild tannín. Rauð ber, plóma, krydd, lyng.


villibráðareldhúsið Ólafur Þór Georgsson

Óli í Reykofninum lúrir á mörgum góðum ráðum Fyrir þá stangaveiðimenn sem hirða eitthvað af afla sínum þá er þessi árstími afar mikilvægur. Nauðsynlegt er að kortleggja hvernig nýta skal aflann til þess að mennfinni ekki frosin lík í frystinum næsta vor, þegar allt of seint er orðið að nýta aflann. Fiskur geymist engan vegin endalaust í frosti. Hann skemmist þar smátt og smátt og fátt er verra fyrir veiðimann en að hafa drepið veiðidýr til þess eins að það skemmist í frystinum. Við ræddum af þessu tilefni við Ólaf Þór Georgsson í Reykofninum í Kópavogi, gamlan reynslubolta í bransanum og hann veitti okkur mikilsverða ráðgjöf sem skal miðlað hér til lesenda okkar. Í einu af fyrri tölublöðum okkar af Veiðislóð röktum við hvernig best væri að ganga frá og meðhöndla fiskinn nýveiddan. Allt stendur það eins og stafur á bók, blóðga, kæla og frysta sem fyrst. Ekki verra að slægja líka, að ekki sé minnst á að flaka og ganga þannig frá fiskinum. En að ýmsu er að hyggja. Óli í Reykofninum segir okkur t.d. að silungur geymist verr en lax, hvort heldur hann sé geymdur slægður eða óslægður. Ef hann er óslægður stöðvast niðurbrot ætisins sem í honum er, en byrjar aftur þegar frost fer úr honum. Þá eiga frostskemmdir greiðari leið að kjötinu ef fiskurinn er slægður. Af

72

þessum sökum skiptir minna máli þótt lax sé settur í frost óslægður, því í honum er ekkert æti. Lykillinn að þessu er að geyma fiskinn ekki of lengi í frosti, velja honum hlutverk sem fyrst.

um peningasóun væri að ræða, þráalyktin væri auðfundin vönum manni og neytandinn myndi ekki njóta vörunnar. Það var því ekki ellefta stundin þegar á allt var litið. Runnin var upp tólfta stundin.

Og ekki skal gleyma, að hráefni gengur sér til húðar þótt geymt sé í frystikistum. Þegar 5-6 mánuðir eru liðnir frá því að bleikja eða urriði eða lax voru drepin og sett í frystinn, þá er þrái farinn að setjast að. Það kemur fram í bragði ef fiskur er eldaður og þegar umsjónarmaður þessa rits fór eitt sinn á elleftu stundu með 20-30 urriða og sjóbleikjur í Reykofninn tilkynnti Óli að það væri yfirgnæfandi líkur á að

Þegar við ræddum við Óla á dögunum sagði hann að geymslutíminn hlypi á 6 til 8 mánuðum og færi eftir því hversu vandlega menn gengju frá aflanum. Ástæða væri þó til þess að hvetja menn til að bíða ekki þessa 6-8 mánuði, heldur gera eitthvað við fiskinn miklu fyrr.

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2013

Ætli menn að elda fiskinn ættu menn því að ljúka við birgðir sínar fyrri part vetrar. Sé ætlunin að


... með silung

MATUA VALLEY SAUVIGNON BLANC 2.399 KR – NÝJA SJÁLAND Fölsítrónugrænt. Meðalfylling, þurrt, sýruríkt. Grösugir límónu- og asparstónar.

reykja eitthvað af fiskinum þá segir Óli þetta: „Þumalputtareglan er sú að fyrir hvern einasta dag sem menn geyma vakúmpakkaðan reyktan fiskbita í kæli, glatast ein vika sem hefði mátt geyma bitann í frosti. Sé ekki ætlunin að borða fiskinn strax eða fljótlega, ætti því að setja hann í frost sem fyrst. Og ekki er vafi á því að fiskurinn geymist betur í frystikistu heldur en í frystiskáp, Menn finna það þegar þeir opna slíkar geymslur. Ef kista er opnuð pressast frostið niður. Ef skápur er opnaður þrýstist frostið út. Þá er mjög gott að dreifa bitunum með roðhliðina upp þangað til að þeir eru fullfrosnir. Tína þá síðan í svartan plastpoka til geymslu. Það eykur

gæði frostgeymslunnar að ekkert ljós komist að fiskinum. Reyktur fiskur hefur meira geymsluþol heldur en nýr fiskur, en varast ætti samt að geyma slíka vöru í fjölda mánaða, heldur neyta hennar eða nýta sem fyrst.“

PICCINI MEMORO BLANCO 1.999 KR – ITALIA – TOSKANA Strágult. Meðalfylling, þurrt, fersk sýra. Ljós ávöxtur, pera,eik, hunang.


villibráðareldhúsið Jagermeister

Veiðimeistarinn á sér langa merkilega sögu Mörgun finnst gott að vökva kverkarnar þegar vinir hittast á árbakka, við kofann þegar menn koma þreyttir en sælir í hús eftir veiðidag, eða yfir veiðisögum á síðkvöldum þegar enginn vill fara í háttinn. Að öðrum drykkjum ólöstuðum þá virðist einn hafa sérstakan veiðimannasess umfram aðra. Sá heitir Jagermeister, Veiðimeistarinn.

„Jagerinn“ er svo tengdur veiðimensku, að nýlega reyndu dýraverndunarsamtök að fá framleiðandann til að breyta nafni drykksins úr Jagermeister í Waldmeister. Að sjálfsögðu var enginn áhugi á því hjá framleiðendum Jagermeister, en dýraverndunarsamtökin höfðu unnið heimavinnu sína, því Waldmeister er líka flott nafn! Sá er fyrstur blandaði „Jagerinn“ hét Curt Mast, fæddur árið 1897 og hann var orðinn 37 ára gamall þegar hann blandaði þennan óvenjulega, fjölkryddaða drykk í fyrsta sinn. En segja má að ræturnar megi rekja til edikframleiðslu föður hans. Sá hét Wilhelm Mast. Sá kom til þýska smábæjarins Wolfenbuttel snemma á áttunda áratug 19.aldar. Iðnvæðingin mikla var þá á miklu skriði og þar sem mikil eftirspurn var eftir ediki til að kæla grjót áður en það var unnið i námum, ákvað Wilhelm að stofna edikverksmiðju. Samhliða framleiddi hann eðalvín og stofnaði fyrirtækið Wilhelm Mast.

74

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2013

Wilhelm gamli lagðist í sóttarsæng árið 1918 og tók þá Curt við fyrirtæki föður síns, aðeins 21 árs gamall. Wilhelm hafði ávalt haft mikið yndi af því að brugga og selja eðalvín sem hliðarbúgrein og hinn ungi Curt erfði það af föður sínum. Stuttu eftir að hann tók við fjölskyldufyrirtækinu, hætti hann framleiðslu ediks og einbeitti sér að víngerð. Brennd vín áttu hug hans allan. Eftir margar og miklar tilraunir með allra handar blöndur kynnti Curt drykk árið 1943 sem hann kallaði Jagermeister og átti sá eftir að slá í gegn. Á næstu áratugum átti „Jagerinn“ eftir að verða vinsælasti jurtalíkjör veraldar. Í honum eru tugir jurtakrydda og þeir sem þekkja drykkinn vita að hann er aldrei nákvæmlega eins. Curt Mast brást við velgengni „Jagersins“ með því að þróa og framleiða fleiri tegundir og sumar urðu vinsælli en aðrar. En síðan megraði hann framleiðsluna og eftir að hafa framleitt mest tuttugu tegundir, færði hann sig smátt og smátt niður í aðeins tvær. Jagermeister og Schlehenfeuer. Og þannig standa málin í dag og fyrirtækið gengur undir nafninu Mast-Jagermeister SE.


75




Fyrirsögn Fyrirsögn Inngangur

78

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2013


lífríkið Grenlækur

Grenlækur, perlan í Landbroti, flýtur að feigðarósi Grenlækur, perlan í Landbroti, ein besta og sérstæðasta sjóbirtingsá landsins og líklega þótt víðar væri leitað, flýtur í rólegheitum að feigðarósi. Vatnsrennslistruflanir sem Vegagerðin og Landgræðslan bera ábyrgð á, hafa rúið svæðið óhemju af vatni, breytt eðli árinnar og svo rammt hefur kveðið að ástandinu, að flest haust og vetur flýtur varla vatn yfir helstu hrygningarsvæði árinnar. Og ástandið hefur einnig áhrif á aðra læki og lindir á svæðinu, þó ekki enn sem komið er með jafn afgerandi hætti. Veiðiréttareigendur og leigutakar stangaveiði á svæðinu hafa margítrekað kvartað og krafist svara og aðgerða síðustu árin, en engin svör fást. Allt er við það sama og kunnugir telja að Grenlækur verði einfaldlega búinn að vera sem góð veiðiá innan fárra ára.

79


lífríkið Veiðislóð settist niður með leigutökunum Helga Björnssyni og Gunnari Óskarssyni formanni Stangaveiðifélags Keflavíkur og ræddi við þá um hreint út sagt ótrúlega atburðarrás síðustu ára þar sem pólitík og sértækir hagsmunir virðast vera settir ofar því að lífríki veiðiáa í Landbroti nái sér á strik á nýjan leik. „Vatnið er að hverfa og fiskurinn með. Það síðasta og nýjast í þessu er, að „starfs­ hópur“ fylgist með hvað er að gerast á svæðinu, þó svo að það hafi verið ljóst síðan árið 1992, að Vegagerðin lokaði fyrir vatnrennsli Skaftár út á Eldhraun með þeim afleiðingum að Grenlækur þornaði á margra kílómetra löngum kafla. Þeir eru margir sem muna eftir þeim náttúru­hamförum af mannavöldum, þurr árfarvegur, meira og minna á mikilvægu hrygningarsvæði. En því miður hefur þetta endurtekið sig allnokkrum sinnum. Í tilefni af fundi okkar, tók Helgi saman stutta samantekt um ferlið og hér kemur hún: „Um miðja síðustu öld lokaði Vegagerð ríkisins fyrir rennsli Skaftár fram á Eld­ hraunið og skerti með því vatn í lækjum og lindum í Landbroti. Umkvart­anir leiddu til aðgerða sem að bættu að hluta ástandið. – Árið 1992 lokaði Vegagerðin aftur fyrir vatn fram á Eldhraun að því er virðist án rannsókna og samráðs við landeigendur, m.a. við Grenlæk. Áratugina fyrir þessa framkvæmd var meðalrennsli Skaftár við Kirkjubæjarklaustur 35-38 m3/s en verður eftir hana um 50 m3/s. Mismunur sem er 12-15 m3/s vatns var tekinn af hrauninu og þar með lækjum og lindum í Landbroti og Meðallandi. Landeigendur náðu ekki eyrum framkvæmdaraðila og ástandið fór versnandi. – Árið 1998 þornuðu sumir lækir í Land­­ broti alveg upp og voru þá fyrirstöðu­ garðar Vegagerðarinnar fjarlægðir. Lækir tóku að renna á ný stuttu seinna.

80

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. 2. tbl. 2013

– Árið 2000 voru fyrirstöðugarðar Vegagerðarinnar endurbyggðir. Garðarnir hefta sem fyrr verulega náttúrulegt flæði árinnar út á Eldhraun þrátt fyrir að sett hafi verið þrjú rör til vatnsstýringar fram á hraunið. Framkvæmdin, sem var skilgreind sem fjögurra ára tilraunaverkefni var bundin þeim skilyrðum að „leyfishafi vakti svæðið og hafi um það samráð við Náttúruvernd ríkisins, Landgræðsluna og Veiðimálastofnun.“ Lauk þessu fjögurra ára tímabili án rannsókna og bar leyfishafi, Skaftárhreppur, við fjármagnsskorti. Í svarbréfi Skipulagsstofnunar, dagsett 11.september 2000, við beiðni formanns Veiðifélags Grenlækjar um umhverfismat vegna þessara framkvæmda segir m.a.: „Hlutverk Skaftárhrepps verður að tryggja lögformlega þætti framkvæmdarinnar skv. Vatnalögum, skipulags- og bygg­ ingar­­lögum og náttúru­verndarlögum. “Í bréfinu segir einnig: „að umhverfis­ ráðuneytið standi fjárhagslega að baki tilrauninni bæði hvað varðar tilraunina sjálfa svo og skaðleysi hreppsins vegna hugsanlegra bótakrafna frá hagsmuna­ aðilum. Á síðustu árum hefur formaður Veiðifélags Grenlækjar árangurs­ laust leitað svara til sveitarstjóra, sveitastjórnar,oddvita, náttúru­ verndar­­nefndar og formanns atvinnu­ málanefndar sveitarfélagsins í von umúrbætur. Skriflegum athuga­ semdum Veiðifélags Grenlækjar og Veiðimálastofnunar hefur ítrekað verið komið á framfæri bæði til sveitarfélagsins og Skipulagsstofnunar. Árið 2009 mættu formaður atvinnu­ málanefndar Skaftárhrepps á haust­ fund Veiðifélags Grenlækjar en þar fór m.a. sviðsstjóri umhverfissviðs Veiðimálastofnunar yfir stöðu mála ásamt því að bændur kynntu árlegt milljóna tekju­ta ­ p vegna skertra hlunninda.


Árangur þess fundar hefur ekki litið dagsins ljós. Í apríl 2010 fundar formaður Veiðifélags Grenlækjar með umhverfisráðherra þar sem hann fór yfir þetta mikla umhverfisog hagsmunavandamál, forsögu þess og ástæður vatnsleysisins í Grenlæk. Engin viðbrögð bárust það ár og enn hefur ekki frést af aðgerðum sem duga til úrbóta á þessum bráða vanda. Í maí 2010 sendir forstjóri Veiðimála­ stofnunar bréf til umhverfisráðherra þar sem bent er á nauðsyn skjótra viðbragða vegna þverrandi vatns í lindum. Engin viðbrögð bárust það ár. Í febrúar 2011 sendir forstjóri Veiðimála­ stofnunar annað bréf til umhverfisráð­ herra þar sem hann hvetur ráðuneytið enn sem fyrr til að grípa til aðgerða. Árangur af því bréfi í dag er óljós. 14. febrúar 2011 14 tekur sveitarstjórn Skaftárhrepps fyrir bréf frá leigutökum veiðiréttar í Grenlæk dagsettu 31. janúar um nauðsyn á tafarlausum aðgerðum. Einnig er tekið fyrir á fundinum bréf Veiðimálastofnunar til Umhverfisráðherra sem getið er um hér að ofan. Þorsteinn Kristinsson sem situr í sveitarstjórn var sá eini í sveitarstjórn sem tók undir ofan­ greind sjónarmið leigutaka með bókun (sjá fundargerð sveitarstjórnar). Auk þess kynnti hann á fundinum lauslega könn­ um sína á áætlaðri tekjuskerðingu veiði­ réttarhafa við Grenlæk vegna minnk­andi fiskgengdar, sem hann sagði vera á bilinu 70-95%. Í svarbréfi sveitarstjórnar til leigutaka er vísað til nýlegs samkomulags Skafár­ hrepps, Umhverfisráðuneytis og Vega­ gerðar, „um stýrihóp vegna aðgerða gegn gróður- og landeyðingu á áhrifasvæði Skaftár. Markmið stýrihópsins er m.a. að stuðla að rannsóknum á hrifum einstakra vatnsstýringarferla og stuðla þar með að mögulegum lausnum til þess að auka stöðugleika í rennsli lækja og linda undan

81


lífríkið eldhrauni á Út-Síðu“. Í mars 2011 sendir stjórn veiðifélags Gren­ lækjar greinargerð til Umhverfisráðherra þar sem farið er yfir skerðingu á rennsli vatns út á Eldhraunið á Út-Síðu í Skaftár­ hreppi og þau margvíslegu áhrif sem það hefur haft á náttúru svæðisins neðan Eldhrauns og byggðina þar. Í lok greina­ gerðarinnar er óskað er eftir viðbrögðum og svari Umhverfisráðuneytisins við erindi stjórnarinnar. 14. mars 2011 tekur sveitarstjórn Skaftár­ hrepps fyrir bréf frá leigutökum veiði­ réttar í Grenlæk dagsettu þann 9. mars þar sem m.a. er skorað á sveitarstjórn „að beita sér fyrir því að tryggt verði nægjan­ legt vatnsmagn Skaftár út á Eldhraun til að byggja upp aftur og viðhalda lífríki í Grenlæk sem og í öðrum lækjum og lindum í Landbroti á meðan niðurstöðu stýrihópsins er beðið“. Í svarbréfi sveitar­ stjórnar er áskorun leigutaka ekki svarað og aðeins ítrekað að besti farvegur máls­ ins sé í áður nefndum stýrihópi. Þorst­ einn Kristinsson ítrekaði fyrri afstöðu sína til málsins. Í apríl 2011 berst stjórn veiðifélags Gren­ lækjar svar við bréfi sem þeir sendu til Umhverfisráðherra í mars. Þar er hafnað fullyrðingum stjórnarinnar að ráðuneytið hafi ekkert aðhafst varðandi vatnsþurrð í Grenlæk. Í því sambandi er bent á að ráðuneytið hafi bæði í fyrra og í vetur verið í samskiptum við sveitarstjórn Skaftárhrepps vegna vatnsstýringar um rörin út á Eldhraunið. Að öðru leyti er vísað á „stýrihópinn“ varðandi úrlausnir. 19. maí 2011 tekur sveitarstjórn Skaftár­ hrepps fyrir bréf frá leigutökum veiðirét­ tar í Grenlæk dagsettu þann 19. apríl þar sem m.a. var óskað eftir afstöðu og svari sveitarstjórnar við ósvaraðri áskorun leigutaka. Í svarbréfi sveitarstjórnar er sem fyrr áskorun leigutaka ekki svarað og aðeins ítrekað að besti farvegur málsins sé í áður nefndum stýrihópi.

82

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. 2. tbl. 2013

20. júní senda leigutakar sitt fjórða bréf til sveitarstjórnar Skaftárhrepps. Þar er bent á að sveitarstjórn hafi aldrei svar­ að efnislega ítrekuðum beiðnum og áskorunum leigutaka um skjót viðbrögð. Einu viðbrögð eru endurteknar tilvísanir í „hugsamlegar lausnir“ tengdar stýri­ hópi sem hefur næstu 5 ár til starfs sem öðru fremur virðist eiga að beinast að vandamálum tengdum gróður- og land­ eyðingu en ekki lífríki sem líður nú árlega fyrir vatnsskort vegna framkvæmda af manna völdum. Í bréfi leigutaka segir einnig „Viðbrögð sveitarstjórnar í máli þessu valda okkur miklum vonbrigðum. Er sinnuleysi sveitarstjórnar með öllu óskiljanlegt þar sem bæði lífríki lækjanna sem og hagsmunir fjölda manna í sam­ félaginu líða fyrir aðgerðarleysi hennar“ Einnig kemur fram að leigutakar telji þessa leið fullreynda og að þeir muni ræða á næstunni við veiðifélag Gren­ lækjar og leigusala veiðiréttar um aðrar og vonandi árangursríkari leiðir til úr­ lausnar í máli þessu. Ekki er búist við svari frá sveitarstjórn við bréfi þessu.“

Staðan í dag Staðan í dag er ekki mikið breytt og þeir Helgi og Gunnar tala ekki aðeins um 5 ár stýrihópsins til að koma með tillögur og stuðla að rannsóknum, heldur „fimm blóðug ár“, því þeim vitanlega sé ekkert verið að vinna í þessum málum og stýrihópurinn m.a. notaður til að þagga niður í veiðiréttareigendum. Helgi segir að vissulega sé enn góð veiði á svæðinu, en þó aðeins að miðað sé við önnur svæði annars staðar. Því sé enn talað um ár og læki í Landbroti og Meðalandi sem sjóbirtingsparadísir, en það breyti engu um þann gríðarlega skaða sem unninn hefur verið á sjóbirtingsstofnum á svæðinu með umræddum vatnsrennslistruflunum. Að því ósögðu að bleikja sem áður var bæði algeng og stórvaxin á svæðinu er svo gott sem horfin.


30. janúar, 2013 Magnús Jóhannsson og Guðni Guðbergsson Veiðimálastofnun:

Lífríki og sjóbirtings­ veiði í lindarlækjum í Landbroti og Meðal­ landi og viðkvæmur vatnsbúskapur þeirra „Sjóbirtingsgengd hefur stórminkað í Grenlæk og efstu svæðin sem áður voru mikilvæg hrygningarsvæði eru nánast fisklaus. Þar hefur lífríkið því bæði orðið fyrir ómetanlegri röskun auk þess sem hagsmunaaðilar hafa orðið fyrir verulegum tekjumissi. Í því sambandi má nefna að einn landeigandi hefur tapað yfir 80 prósent af þeim tekjum sem hann áður hafði af stangaveiði á svæði sínu í Grenlæk. Og þeir félagar segja báðir enn fremur, að lausn sé til. Opna þarf rásir fram á hraunið þar sem fyrirstaða var byggð og tryggja að þar renni að nýju nægjanlegt vatn til að viðhalda lækjum og lindunum á svæðinu allt árið. Þessi lausn hafi alltaf legið fyrir og margsinnis hafi verið bent á hana. En af einhverjum ástæðum sem ekki fást upp gefnar sé ekki hlustað. Ráðuneytið, sveitarfélagið, Landgræðslan og Vegagerðin hafi bara ekki áhuga. Aðeins og ævinlega er vísað í „stýrihópinn“ og fimm „blóðug“ árin sem hann hefur úr að moða.

Í Landbroti og Meðallandi eru ár og lækir sem eiga upptök sín í lindum sem streyma undan Eldhrauni og fleiri hraunum sem eru á svæðinu. Þetta eru frjósöm vatnakerfi með ríkulegt lífríki, mikla fisksæld og veiði. Almennt eru litlar sveiflur í rennsli lindaáa. Lindárnar sem eiga frumupptök sín undan Eldhrauni eiga það hins vegar til að sveiflast talsvert í vatnsmagni og fyrir kemur að þau þverri. Vatnsflæði Skaftárvatns út á Eldhraunið ofan við Kirkjubæjarklaustur virðist hafa talsverða og stundum afdrifaríka þýðinu fyrir vatnsmagn í Eldhraunslindum.

Framhald í næstu opnu!

83


lífríkið Í Landbroti og Meðallandi eru ár og lækir sem eiga upptök sín í lindum sem strey­ ma undan Eldhrauni og fleiri hraunum sem eru á svæðinu. Þetta eru frjósöm vatnakerfi með ríkulegt lífríki, mikla fisksæld og veiði. Almennt eru litlar sveiflur í rennsli lindaáa. Lindárnar sem eiga frumupptök sín undan Eldhrauni eiga það hins vegar til að sveiflast talsvert í vatnsmagni og fyrir kemur að þau þverri. Vatnsflæði Skaftárvatns út á Eldhraunið ofan við Kirkjubæjarklaustur virðist hafa talsverða og stundum afdrifaríka þýðinu fyrir vatnsmagn í Eldhraunslindum. Urriði (sjóbirtingur) er ríkjandi tegund laxfiska á vatnasvæði Grenlækjar sem og í öðrum lindarvötnum á því svæði. Vatnasvæði Grenlækjar er eitt aflasælas­ ta sjóbirtingssvæði landsins og þar er einnig talsverð bleikjuveiði en mjög lítil laxveiði. Bændur og aðrir íbúar á svæðinu hafa umtalsverðar nytjar af stangveiði og þjónustu sem henni tengist. Sextán bæir í Landbroti og Síðu hafa hlunnindi af veiði í Grenlæk einum. Eftirspurn fer sífellt vaxandi í sjóbirtings- og bleikjuveiði. Mikil fiskframleiðsla í Grenlæk byggist á háum styrk næringarefna sem er undir­ staða mikillar lífrænnar framleiðslu, á hagstæðu hitafari, hentugri botngerð og tiltölulega stöðugu vatnsrennsli. Vatnsþurrð varð í Grenlæk og fleiri lindám á svæðinu vorið 1998. Í vett­ vangskönnun Veiðimálastofnunar síðari hluta maí það ár var ekki að sjá neitt rennsli í upptakalindum Grenlækjar og farvegur þurr frá upptökum niður fyrir Stórafoss. Alls voru um 10 km af farvegi Grenlækjar þurrir. Á sama tíma voru 13 km af farvegi Tungulækjar á þurru. Áætlað var að um 80% af bestu uppeldis­ svæðum urriða í Grenlæk væru á þurru (1. mynd). Rannsóknir Veiðimálastofn­ unar hafa sýnt að vatnsþurrðin hafði mikil áhrif á seiðaframleiðslu lækjarins sem síðar kom fram í talsvert minnkaðri

84

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. 2. tbl. 2013

sjóbirtingsgengd og veiði3. Bleikjuveiðin hefur einnig dregist saman. Vatnsþurrðin hefur einnig komið niður á öðrum lindarlækjum, s.s. Tungulæk og Eldvatni sem leiddi til minni sjóbirtings­ veiði. Þá er viðbúið að vatnsþurrðin hafi ekki aðeins haft áhrif á fisk heldur á allt lífríki vatnsins; þörunga, botngróður og botndýralíf sem og fuglalíf. Sum ár hefur vatnsrennsli orðið mjög lítið í Grenlæk þótt hann hafi ekki þornað. Reynslan hefur sýnt að vatnsstaðan er að jafnaði lægst síðla vetrar og að vori. Þetta hefur haft neikvæð áhrif framleiðslu urriða­seiða. Sé litið til þess hvernig þétt­ leiki urriðaseiða hefur verið við mismun­ andi rennsli á árabilinu 1998–2008 sést að alltaf þegar meðalrennsli í maí í Grenlæk mældist undir 1,4 m3/sek fundust engin eins árs urriðaseiði í seiðamælingum að hausti ofar í læknum4 (2. mynd). Þetta sýnir að rennsli undir þessum mörkum hefur afgerandi áhrif á seiðaframleiðslu. Skaftáreldahraunið (Eldhraunið) rann úr Lakagígum á árunum 1783-84. Vatn og framburður úr Skaftá tók fljótlega að renna út á Eldhraunið. Í gegnum árin hefur vatnsrennsli úr Skaftá verið stýrt út á Eldhraunið þannig að náttúran hefur ekki haft sinn framgang. Hófust þær aðgerðir í upphafi 20. aldar. Ýmist hefur vatni verið veitt frá hrauninu eða greitt fyrir flæði þess út á hraunið. Hafa þar

Um 10 km af góðum búsvæðum urriða voru á þurru vegna vatnsþurrðar í Grenlæk vorið 1998. Ljósmynd Guðni Guðbergsson.


mismunandi hagsmunir legið að baki. Afdrifarík framkvæmd var árið 1992 þegar Vegagerðin lokaði fyrir rennsli úr Skaftá með garði við svokallaðan Brest en þetta var gert í samráði við Landgræðsluna sem taldi Skaftá með framburði sínum valda gróðureyðingu í hrauninu. Í kjöl­ farið minnkaði rennsli til lindarlækjanna sem endaði með vatnsþurrð árið 1998. Til ýmissa aðgerða hefur verið gripið síðar og enn eru það mismunandi hagsmunir sem togast á. Staðan síðustu misseri er sú að vatnsrennsli í Grenlæk og fleiri lindar­ lækjum í Landbroti og Meðallandi sem koma úr lindum undan Eldhrauni er mjög lítið. Vegna sérstæðs lífríkis og náttúrufars er Grenlækur á náttúrumynjaskrá. Sérstætt lífríki og náttúrufar er í hættu vegna vatnsleysis, auk efnahagslegra verð­ mæta við nýtingu veiðihlunninda sem eru mjög þýðingarmikill þáttur í afkomu fólks og byggðar á svæðinu. Verndargildi sjóbirtingsstofna lindarvatna í Land­broti og Meðallandi er ótvírætt, ekki aðeins á landsvísu heldur einnig á heimsvísu. Sjóbirtingsstofnar hafa víða verið að láta undan síga.

Tengsl meðalrennslis í Grenlæk við Seglbúðir (vhm nr. 339) og þéttleika eins árs urriðaseiða að hausti sama ár á seiðarannsóknarstöð við Gloppu í Grenlæk. Rennslisgögn voru fengin hjá Veðurstofu Íslands..

Heimildir 1. Verkfræðistofna Vatnaskil 2005. Skaftá, Hverfisfljót. Rennslislíkan. Landsvirkjun, LV-2005/051: 121 bls. 2. Magnús Jóhannsson og Guðni Guðbergsson 1999. Vatnsþurrð í Lindarvötnum í Landbroti. Vettvangsat-hugun á Grenlæk og Tungulæk 26. og 27. maí 1998. Veiðimálastofnun , 4 bls. 3. Magnús Jóhannsson, Guðni Guðbergsson og Benóný Jónsson 2005. Seiðarannsóknir og veiði í Grenlæk í Landbroti í kjölfar vatnsþurrðar árið 1998. Veiðimálastofnun, VMST-S/05004X: 20 bls. 4. Magnús Jóhannsson og Benóný Jónsson 2010. Fisktalning og seiðarannsóknir í Grenlæk árin 2009 og 2010. Veiðimálastofnun VMST/11045: 18 bls.

Brýnt er að fundin verði lausn á vatns­ búskapsmálum lindarvatna í Landbroti og Meðallandi til frambúðar, þannig að vatnsrennsli til þeirra verði tryggt eins og kostur er. Að öðrum kosti er lífríki og stærsti sjóbirtingsstofn landsins í bráðri hættu.

85


bækur

Guðmundur Guðjónsson

Silungur á Íslandi Ný bók á markaðnum er Silungur á Íslandi, en höfundur og ritstjóri hennar er Guðmundur Guðjónsson, ritstjóri þessa blaðs. Útgefandi er Litróf. Ritstjóri fékk leyfi hjá sjálfum sér til að birta stuttan kafla úr bók­ inni. Hann er fenginn úr kaflanum sem fjallar um staðbundna urriða í straumvatni ...

Óhemjuleg græðgi urriðans! „Þekkt er að urriði í straumvatni veiðist vel á straumflugur. Enda eru hornsíli á matseðli hans þar sem þau finnast og það er býsna víða. Þá tekur urriði eigin seiði og annarra laxfiska, einkum stærri fiskar. Þó kom nokkuð á óvart þegar magainnihald margra urriða sem veiddust í ofanverðum Elliðaána var skoðað, að laxfiskaseiði voru þar ekki áberandi. Þetta er eflaust breytilegt, tilfinning or reynsla veiðimanna gefur oft vísbendingar. Skulu nefnd tvö dæmi sem bókarhöfundur þekkir af eigin raun. Það fyrra var 7 punda urriði/sjóbirtingur sem veiddur var á Klöppinni neðan við Ægissíðufoss í Ytri Rangá seint í júní fyrir all nokkrum árum. Það var dóttir höfundar sem veiddi fiskinn á Lyppu. Hún vildi hirða fiskinn og var hann færður

86

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2013


Ljósmynd: Heimir Óskarsson

til vigtunar í gamla skúrnum við brúna yfir Ytri Rangá. Veiðieftirlitsmaður snaraði fiskinum þar úr pokanum til að setja á vigtina og þeyttust við það ein 4-5 gönguseiði laxa úr fiskinum. Í kollinn á fleirum sást í koki fisksins. Þessi fiskur var sílspikaður og silfurbjartur eins og nýgenginn birtingur. Þetta var þó enginn göngutími birtings og veltu menn fyrir sér að um birting hafi verið að ræða sem sleppti úr sjógöngu þegar hann komst að því að nægt æti var að hafa í ánni, þ.e.a.s. gönguseiði úr sleppitjörnum leigutaka árinnar. Hann hafi verið kominn í sjógöngubúning. Síðan er spurning hvort hann hefði gengið óvenju seint út, eða haldið til í ánni. Áður en þeim spurningum var svarað, glaptist hann á agn og lauk lífi sínu. Hitt tilvikið var á báti úti á Apavatni. Höfundur var þar staddur með Skúla bónda í Útey í vitjun á silunganetum. Þarna kom inn hrafl af ca 1 punds bleikjum, en gaman var þegar akfeitur urriði, um 2 til 2,5 pund, kom inn fyrir þóftuna. Um leið og Skúli greip um hann í netinu, spýttust hornsíli út um allan bát. Stóð bunan uppúr honum allan tímann á meðan Skúli losaði hann úr netinu og þegar höfundur gægðist ofan í kokið á fiskinum að honum blóðguðum, mátti sjá röð hornsílahausa stífla kokið. Hristi ég þá fiskinn duglega og enn þeyttust síli um allan bát. Þegar ég var búinn að tæma úr hálsinum (nóta bene, fór ekki inn í magann) tíndi ég saman hornsílin sem lágu allt í kring eins og hráviði.

Raðaði þeim á þóftuna. Þau voru 44 talsins. En þetta er nú ekkert, urriðinn er sannkallað rándýr og því stærri sem hann verður, því harðar sækir hann í stærri munnbita. Í maga þeirra hafa fundist andarungar, hagamýs og minkahvolpar. Þekkt er saga sem Garðar heitinn Svavarsson, einn snjallasti stangaveiðimaður sem Ísland hefur alið, sagði frá og gerðist við Langavatn á Mýrum. Áður en að vatnsmiðlunarstífla var smíðuð í útfalli Langár var mjög stór og flottur urriðastofn í vatninu sem notaði efri hluta Langár til hrygningar. Á þeim árum fóru menn á bátum út á vatnið og drógu spún. Einn urriði dró bát í hringi í fjörtíu mínútur og kom aldrei úr kafi og sleit á endanum. Annar sem náðist var 22 pund og var með sjö hálfvaxna toppandarunga í maganum. Andarungar og mýs eru á matsseðlinum. Rafn Hafnfjörð gerði eitt sinn skemmtilega tilraun við Laxá í Mývatnssveit. Hann hnýtti eitthvert hrikalegt músarígildi og kastaði því á urriðana í Laxá. Þeir æddu að músinni og gerðu hverja atlöguna að annarri. Þeir festu sig ekki og taldi Rafn það stafa af því að flugan hafi verið hugsanlega of groddalega hnýtt. Eða öngulbugurinn of grunnur miðað við stærð flugunnar og því hefðu urriðarnir ekki náð kjaftinum utanum fluguna til að festa sig. Síðan hafa fleiri gert tilraunir með músalíki og veitt á þau.“

87


Pálmi á veiðislóð í Grænlandi.

bækur

Pálmi Gunnarsson

Gengið með fiskum Pálmi Gunnarsson fluguveiði- og tónlistarmaður er í fremstu röð hér á landi á báðum sviðum. Hann hefur marga fjöruna sopið og nýlega skrif­ aði hann æviminningar sínar, sem eru æði mótaðar af viðskiptum hans við fiska, þ.e.a.s. laxfiska, sem hann hefur elst við frá blautu barnsbeini og mótað líf hans og viðhorf. Hér koma nokkrir stuttir kaflar úr bók­ inni,“Gengið með fiskum“, sem Pálmi valdi sjálfur fyrir Veiðislóð.

88

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2013

Fiskur á þurru landi – Ég á góða vini sem eru grænmetisætur og flestir þeirra eru ekki miklir áhugamenn um veiðiskap. Myndu fyrr liggja dauðir en leggja sér blóðuga nautasteik til munns. Á þessu held ég að séu eðlilegar erfðafræðilegar skýringar því sýnt hefur verið fram á, með nokkurri vissu, að frummenn sem ráfuðu um sléttur Afríku í árdaga skiptust í tvo hópa. Í þeim fyrri voru kjötætur og veiðimenn, í hinum voru þeir sem leituðu í korn og ávexti. Ég tilheyri klárlega fyrri hópnum því allt mitt líf hefur með einhverjum hætti snúist um veiði. Ég var rétt ný­farinn að ganga þegar ég fór á bryggjuna að dorga. Hörðustu veiðimennirnir voru í fjölskyldunni, rómaðar veiðihetjur sem skutu fugl, sel, hnísur og höfrunga, lögðu fyrir hákarl, veiddu silung í vötnum og ám, drógu fyrir sjóbleikju í víkum og vogum og hvöttu ungar veiðiklær til dáða. Hugsaðu eins og fiskur, sagði vinur minn og kastsnill­ ingurinn Mel Krieger við mig þegar við öttum kappi við dyntóttan fisk. Sem er ef til vill ekki svo langsótt ef við látum sjö daga sköpunarsögu kristindómsins eiga sig og leitum upprunans í kenningunni um þróun tegundanna, en samkvæmt henni erum við komin af fiskum. Í mínum vinahópi þykir eðlilegt að ræða við fiska og þegar best lætur gefa þeim nöfn. Ég er þess fullviss að þar í liggur einhver tenging við upphafið. Hins vegar er talin ástæða til að pakka saman og halda heim þegar fiskarnir fara að svara fyrir sig. En þetta skilja ekki allir og alls ekki þeir sem aldrei hafa veitt fiska og talað við þá.


Fluguveiði rokkar Hann sagði okkur frá lærisveinum Jesú og niðurstaða okkar var sú að góðir veiðimenn á Galíleuvatni hefðu verið fluguveiðimenn og að Jóhannes sem var í uppáhaldi, hefði verið þurrfluguveiðimaður (A River Runs Through It – Norman MacLean). Þó ég hafi býsna frjótt ímyndunarafl á ég dálítið erfitt með að sjá Nasretann sveifla flugustöng, en - hver veit? Samkvæmt ævafornu náttúruriti voru menn farnir að snúa litað ullarband á beinkróka og kasta fyrir urriða löngu fyrir Krist. En hvað gerir fluguveiði svo sérstaka, hvað er það sem fær sanntrúaða fluguveiðimenn til að líta aðrar veiði­aðferðir sem hálfgerða trúvillu? Ef ég skoða þetta út frá minni eigin reynslu, þá vel ég fluguveiði af nokkrum ástæðum. Hún er þrifaleg, einföld og svo finnst mér fluguköst einstaklega skemmtileg svo ekki sé nú talað um alla stúdíuna í kring­ um flugurnar sjálfar. Svo gaman finnst mér að veiða með flugu að mér er nokk sama hvort ég fæ einn fisk, marga eða alls engan. Fyrir „flugu“ veiddi ég með maðki, hrognum, spún og eiginlega öllu sem hægt var að koma við. Ég átti frækinn feril sem kolaskutlari heima á Vopnafirði en þá rerum við, ég og æskufélagi minn Hafþór, um sandvíkurnar og skutluð­ um kola með löngum steypustyrktarjárnum sem við feng­ um að láni úr húsgrunnum og surfum á odd og agnhald. Seinna tóku við veiðar með maðki sem var ógnaragn, og

þá ekki síður hrognin sem höfðu hreinan eyðingarmátt þar sem þeim var beitt. Sannir hrognamenn létu aðeins slá í hrognin til að ná hámarksvirkni. Hrognanotkun fór illa með föt og bíla því illa lyktandi lýsisbrækjan sem fylgdi þessum gjöreyðingarbeitum hafði þann sérstaka eiginleika að dreifa sér með vindinum. Ég man ágætlega hvenær ég lét af maðk- og hrognaveiði. Á stilltum haustmorgni við hinn magnaða veiðistað Breiðufor í Tungufljóti, tók ég þá ákvörðun að nota aldrei framar beitu eða spún. Ég var að veiða með maðki neðarlega í forinni þegar ég stóð allt í einu í lýsisbrækju í öllum regnbogans litum. Þegar ég leit við sá ég makkerinn brosandi út að eyrum, nýbúinn að kasta sökku með hrognaslammi í miðja forina og allt komið í keng. Þegjandi pakkaði ég saman og fór heim í hús og sór þess eið að veiða aldrei framar með neinu öðru en flugu. Það skal fúslega viðurkennt að það tók á að að halda eiðinn og standast freistingarnar, sem hefur aldrei verið mín sterkasta hlið. Í þónokkurn tíma hafði ég spúnaboxið í skott­ inu ásamt lítilli kaststöng og taldi mér trú um að ég yrði að hafa þetta til taks ef ég færi með strákinn minn í veiði. Ég var eins og fíkill í fráhvarfi meðan ég þæfði mig í gegnum flugköst og annað sem fylgir því að veiða með flugu. Þegar ég sá félagana fleygja silfurslegnum spúnum upp í vindinn, á sama tíma og ég reyndi í örvæntingu að koma frá mér flugulínu sem meira og minna var vafin utan um hausinn á

89


bækur

Pálmi Gunnarsson

mér, féllust mér einatt hendur. Ekki bætti úr skák að þessir svokölluðu veiðifélagar mínir gerðu stanslaust grín að fluguveiðitilburðum mínum og köstuðu jafnvel maðki við hliðina á flugunni til að sýna yfirburði beitunnar. Ég komst hins vegar í gegnum tremmann með einum eða tveimur smábakföllum fyrst til að byrja.

Áhugasamur veiðimaður lætur frekar lífið en hætta veiðiskap (Lífsgleði á tréfæti eftir Stefán Jónsson)

Veiðiskapur trúi ég að eigi sér rætur í frumþörfinni að komast af og viðhalda tegundunum. Allt sem lifir er í stöðugri þróun. Maðurinn er engin undantekning í því þróunarferli. Stanley Kubrick sýndi þetta skemmtilega í meistaraverki sínu 2001 Odyssey í senunni þegar apinn áttaði sig á að lærleggur af dýri væri upplagt vopn. Forfaðir minn, sem ég gef mér að hafi stundað veiðarnar, hefur trúlega lamið sér á brjóst eftir gott dráp, heimtað flottustu kerlurnar og notið ýmiss konar forréttinda. Þótt margt hafi breyst frá árdögum er ég sannfærður um að blóð áa okkar sem drápu dýr með bareflum og frumstæðum eggvopnum, þaut með sama hraða um æðarnar þeirra og okkar sem núna göngum til veiða. Sömu efnaskiptin, sama ástríðan, sama veiðigreddan. Í dag þarf ég hins vegar ekki að drepa eitt eða neitt frekar en ég vil þar sem enginn sveltur á mínu heimili. Í stað gleðinnar yfir bráð, hefur tekið við ánægjan sem fylgir því að ganga til veiða með hófsemi í fyrirrúmi. Árnar, vötnin, þögnin, sólarlagið og sólaruppkoman, söngur fuglanna, suð flugnanna, rigning, vonskuveður, allt tengist þetta einhverju sem er ofar mínum skilningi. Við þessar aðstæður fæ ég að leika ofurlítið hlutverk sem er eins og skapað fyrir mig. Það þvælist ekkert fyrir mér að veiða fallegan fisk, togast á við hann og sleppa honum. Ég geng til veiða vegna þess að ég nýt hvers augnabliks sem ég eyði í veiðiferð og hámark ánægjunnar er að tengjast veiðidýrinu og umhverfi þess.

90

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2013

Suma veiðistaði þekki ég svo vel að ég segi óhikað að ég muni setja í fisk í fyrsta kasti og að trúlega verði hann stór. Þetta er eins og hvert annað karlagrobb og þó, að baki býr reynsla og þekking sem dugar vel þegar ég set í þennan gír. Ég veit nokkurn veginn hvernig matseðill fiskanna lítur út, hvernig þeir bregðast við veðri, vindum og áreiti og hvernig er best að bera agnið fyrir þá. Urriðinn sem ég segi veiðifélaga að muni taka í fyrsta kasti tekur listilega hnýtt hornsílið rólega, svona eins og hann hafi varla pláss fyrir fleiri hornsíli. Það eru einu rólegheitin sem í boði eru. Hann tekur strikið niður breiðuna, stekkur einu sinni og heldur síðan áfram niður veiðistaðinn svo syngur og hvín í græjunum. Svo syndir hann til baka alla breiðuna, rólega en ákveðið eins og sá sem valdið hefur. Ég kem honum einu sinni á grunnt vatn þannig að ég geti skoðað hann. Stórkostlegur brúnn goggmikill urriðahængur varla minna en 5 kíló. Um stund liggur hann rólegur á grynningunni en svo leggur hann í hann með slíkum látum að sandurinn þyrlast upp undan honum. Neðarlega á breiðunni veltir hann sér kröftuglega og lemur niður sporðinum. Þar skilja leiðir. Seinna sama dag sit ég uppi á bakka við fallega breiðu og sötra heitt súkkulaði í kaldaskít. Ég hafði verið að leika mér með stóra laxaþurrflugu sem stundum hefur gefið mér urriða og nú flaut hún á lygnunni við bakkann fyrir neðan mig. Allt í einu sé ég hvar smáurriði syndir undir stórri laxaþurrflugunni. Rennir sér nokkrum sinnum að henni eins og til að máta bitann. Svo ræðst hann til atlögu og gleypir fluguna sem er næstum eins stór og hausinn á honum. Þeir flýta sér dálítið að vaxa urriðarnir í Litluá.


bækur

Einar Guðmann

Veiðar á villtum fuglum og spendýrum

Sjálfur hef ég aldrei litið á mig sem einhvern stórveiðimann þegar að skotveiðum kemur Nýlega kom út hjá Forlaginu endur­ útgáfa af skotveiðibiblíu Einars Guðmanns; Veiðar á villtum fuglum og spendýrum, sem fyrst kom út árið 2007. Bókin er nánast botnlaus þekkingar- og upplýsingabrunnur sem bæði nýbyrjaðir og löngu­ byrjaðir í skotveiðifræðunum geta sótt næringu í. En augljóslega hefur skotveiðimönnum á Íslandi fjölgað mikið á þeim árum sem liðin eru frá útgáfu bókarinnar, þannig að höfundurinn taldi það fjarri því of snemmt að ráðast í endurskoðaða endurútgáfu. Nú er sú bók komin út og í tilefni af því heyrðum við í Einari Guðmann, sérfræðingi veiðiog verndarteymis hjá Umhverfis­ stofnun, og lögðum fyrir hann nokkrar spurningar sem brunnu á vörum okkar. 91


bækur

Einar Guðmann Hvað skjóta margir á Íslandi og fjölgar þeim statt og stöðugt? „Gefin eru út um 12.000 veiðikort árlega hjá Umhverfisstofnun sem gefur til kynna hvaða fjöldi fer til veiða. Það er þó ekki hægt annað en að reikna með að hluti veiðikorthafa fari aldrei til veiða þrátt fyrir að kortið sé endurnýjað. Veiðimönnum fer í raun ekki fjölgandi. Fjöldinn hefur nánast staðið í stað síðan veiðikortakerfið var stofnað árið 1995. Nýjir menn koma inn en á móti hættir svipaður fjöldi vegna aldurs. Það er því ekki hægt að segja að skotveiðimönnum fjölgi þrátt fyrir stækkandi þjóð. Líklega má rekja það til breytinga á þjóðfélaginu. Það er margt sem grípur athyglina í dag og um mörg önnur áhugamál að velja.“

Þegar bókin kom fyrst út, hvert var tilefnið? „Bókin kom fyrst út árið 2007. Á þeim tíma var ekki til heilstætt námsefni fyrir þá sem vildu gerast veiðimenn og fara á námskeið og fá veiðikortaréttindi. Viðfangsefni námskeiðana eru mjög viðamikil og spanna bráðina, veiðiaðferðir, lög og reglur, siðfræði, stofnvistfræði, náttúruvernd, öryggismál og eitt og annað sem ætlast er til að veiðimenn hafi þekkingu á. Bókin var skrifuð í skorpum á um einu og hálfu ári. Markmiðið var að skrifa bók sem yrði sambærileg við þær bækur sem notaðar eru við kennslu á veiðinámskeiðum í nágrannalöndunum. Það var því stórt stökk að fara úr því að hafa nokkurra blaðsíðna bækling við kennsluna og að hafa bók sem snertir á flestu sem viðkemur veiðum. Í dag getum við fullyrt að námsefnið og prófin sem nýjir íslenskir veiðimenn fara í gegnum séu sambærileg og þekkist á Norðurlöndunum. Árið 2004 skrifaði ég fyrstu útgáfuna af Skotvopnabókinni sem fjallar eins og nafnið gefur til kynna um skotvopn, skotfæri og meðferð þeirra. Saman mynda þessar tvær bækur heilstæðan upplýsingagrunn um

92

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2013


veiðar og skotvopn sem ætlað er að höfða til bæði nýrra veiðimanna og reynslubolta.“

Telur þú að veiðimenning og þekking skotveiðimanna hafi aukist með tilkomu bókarinnar? „Veiði- og skotvopnanámskeiðin hafa tekið miklum breytingum eftir tilkomu beggja bókana. Með tilkomu bókarinnar Veiðar á villtum fuglum og spendýrum hefur verið hægt að segja að nám íslenskra veiðimanna sé orðið sambærilegt og nágrannalandana. Til þess að námið í heild sé sambærilegt vantar þó á að lengja veiðikortanámskeiðið. Hér eru námskeiðin samtals um 20 tímar en er um 30 tímar á norðurlöndunum. Prófin eru sambærileg, en markmiðið er að einn daginn fáist heimild til að lengja veiðikortanámskeiðið til samræmis við norðurlöndin sem hefði það í för með sér að íslensk veiðikort verði tekin gild á norðurlöndunum. Um helmingur íslenskra veiðimanna er af gamla skólanum og fór aldrei á námskeið eða sat örstutt námskeið á sínum tíma. Eftir 2007 hefur menntun veiðimanna hinsvegar tekið miklum breytingum.“ „Sjálfur hef ég aldrei litið á mig sem einhvern stórveiðimann þegar að skotveiðum kemur. Frændi minn heitinn, Albert Sölvi Karlsson var byssusafnari og kenndi mér að skjóta þegar ég var 13 ára af hinum ýmsu skotvopnum. Lengi vel stundaði ég eingöngu íþróttaskotfimi sem keppnisgrein en kom ekki nálægt skotveiði. Stundaði hinsvegar fluguveiði. Ég varð Íslandsmeistari í grófri skammbyssu eitt árið og sigraði einnig á landsmóti í staðlaðri skammbyssu og ennfremur á ég stafla af gullverðlaunum úr riffilmótum sem ég tók þátt í hjá Skotfélagi Akureyrar. Það fór hinsvegar svo að á endanum byrjaði ég að stunda skotveiði en það var ekki fyrr en um 1996 en þá snéri ég mér af krafti að skotveiðum næsta áratuginn. Þó ég státi ekki af margra áratuga reynslu eins og sumir veiðifélagar mínir þá gagnaðist mjög vel við

skrif og gagnaöflun fyrir bókina að hafa fengið innsýn í flestar veiðiaðferðir hvort sem það voru minkaveiðar með hundum, gildruveiðar, refaveiðar, fuglaveiðar, selveiðar, hreindýraveiðar eða veiðar erlendis.“

Og nú kemur bókin aftur út, væntanlega yfirfarin og endurbætt.... hvað hefur helst breyst og hverju er helst við bætt? „Það hefur margt breyst á milli árana 2007 þegar fyrsta útgáfan kom út og 2013. Breytingarnar í nýju útgáfunni snúa að lagabreytingum, breytingum á veiðitímabilum og fyrirkomulagi varðandi ýmsar veiðar auk þess sem viðbætur í texta og myndum er víða að finna. Upphaflega skrifaði ég bókina þannig að ég bjó til óskaefnisyfirlit og skrifaði síðan um það sem mér fannst svona bók þurfa að fela í sér. Eflaust má bæta fleiru við en það bíður framtíðarinnar.“

Þeir sem eiga gömlu bókina þurfa væntanlega að yngja upp? „Upplýsingar sem eru ekki úreltar í gömlu útgáfunni standa vonandi vel fyrir sínu um ókomin ár. Í meginatriðum eru útgáfurnar að fjalla um sama efni en auðvitað er best að hafa nýjustu upplýsingar hjá sér. Skotvopnabókin sem kom út í nýrri útgáfu 2010 og Veiðar á villtum fuglum og spendýrum sem var að koma út á þessu ári fjalla báðar um flest sem viðkemur veiðimönnum og skotvopnum og sjálfur fletti ég það oft upp í þeim báðum að ég vil helst hafa þær við hendina.“

93


græjur ofl. Sage á Íslandi í stórsókn – Veiðihornið Það þarf varla að kynna Sage flugustangir fyrir íslenskum fluguveiðimönnum en þessar bandarísku flugustangir hafa líklega verið mest keyptu flugu­ stangir hér á landi og víðar mörg undanfarin ár. Miklar breytingar hafa orðið hjá Sage síðustu misserin bæði hvað varðar nýjungar í flugustöngum en einnig varðandi dreifingu á alþjóðlegum markaði. Árangur­ inn hefur ekki látið á sér standa því sala Sage flugustanga hefur nánast tvöfaldast á Íslandi á þessu ári og miklar væntingar eru bundnar við Skandinavíumarkað á næsta ári en þar voru gerðar breytingar á fyrirkomulagi dreifingar nú í sumarlok. Það er síst ekki fyrir hina frábæru Sage ONE stöng sem allir lofa að þessi góði árangur náðist á árinu enda fullyrða margir að Sage ONE sé merkasta nýjung í gerð flugustanga frá því grafít kom til sögunnar. Hin nýja Konnetic tækni sem Steve Greist hjá Sage hefur unnið við að þróa síðustu ár er byltingarkennd nýjung sem gerir flugustangir enn kraftmeiri og nákvæmari en allar aðrar stangir á markaðnum. Íslandsvinurinn Jerry Siem hannaði ONE stöng­ ina ásamt Steve Greist og kynnti hana svo eftirminnilega hér á landi í upphafi sumars. Nú um mitt sumar kom enn ein nýjungin á markaðinn frá Sage. Nýja stöngin ber nafnið Sage Method og eru miklar vonir bundnar við þessa nýju stöng sem að margra mati er jafnvel enn betri en Sage ONE. Method stangirnar komu til landsins í byrjun ágúst og hlutu strax góðar móttökur. Linuhraðinn er enn meiri í Method en ONE án þess þó að stöngin sé of stíf.

94

Allar Sage flugustangir eru handgerðar á Bainbridge eyju fyrir utan Seattle í Bandaríkjunum. Hver stöng er smíðuð fyrir sig þ.e. frá botnstykki til topplykkju Þrátt fyrir það eru Sage flugu­ stangir jafnvel á betra verði en flugustangir sem eru fjöldaframleiddar í stórum verk­smiðjum í Kóreu og Kína og markaðssettar undir hinum ýmsu nöfnum. Það má með góðri samvisku fullyrða að Sage Approach og Sage Method eru bestu kaup í flugustöngum á markaðnum. Jafnvel þessar stangir sem kosta 49.900 (Approach) og 59.900 (Response) eru einnig handgerðar á Bainbridge. Allar Sage flugustangir eru með lífstíðarábyrgð frá framleið­ anda en fræðast má um ábyrgð­ ina á vefsíðu Sage ( www.sageflyfish.com ). Ábyrgðin gildir fyrir þann sem upphaflega átti stöngina en flyst ekki með stönginni ef hún er seld notuð. Ef Sage stöng brotnar og þarf að reyna á ábyrgð er brotni hlutinn sendur til Bainbridge þar sem nýtt stykki er búið til og sent til baka. Eðli málsins samkvæmt tekur þetta nokkurn tíma en söluaðilar Sage á Íslandi lána stöng á meðan ef þess er óskað. Sjá einnig hér www.Sageflyfish.com www.Veidihornid.is og síðast en ekki síst hér http://vimeo.com/67836513

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2013

Nýjung í kayökum – Veiðihornið Kayakar hafa verið að ryðja sér til rúms meðal veiðimanna og eru ekki lengur alfarið tæki þeirra sem hafa unun að siglingum á slíkum farkostum. Skotveiðimenn hafa um nokkurt árabil notað kayaka til veiða og komast á slíkum bátum nær bráðinni heldur en á öðrum fleyjum. Stangaveiðimenn eru líka byrjaðir að skoða þá möguleika sem kayakar bjóða uppá, en eþeir eru verulegir, t.d. við vatnaveiðar ogstangaveiða í söltu vatni í fjarðarbotnum og öðrum skjólbetri stöðum

Hér er komin önnur nýjung hjá okkur í Veiðihorninu. Sit on Top veiðikayakar frá Savage Gear. Bátar sem eru sérhannaðir til stang- og skotveiða. Ríkulega búnir og vandaðir bátar. Hægt að fá ýmsan aukabúnað. Sjá nánar um Sit on Top frá Savage Gear hér: http://www.veidimadurinn.is/ Default.aspx?modID =1&id=42&vID=1171


græjur ofl. Nýtt frá Orvis 2014 – Vesturröst Það sem verður nýtt í stöngum er Orvis Clearwater tvíhendur að sjálfsögðu léttar, með nettu nútímalegu handfangi og í 4 pörtum. Stærðir 12 fet lína 5, 12,6 feta lína 6, 13 fet lína 7, 13,6 feta lína 8 og 14 feta lína 9 Ingólfur í Vesturröst segir: „Þessar tvíhendur prófuðum við hjá Orvis í ágúst ásamt mörgum sérfræðingum , komu þær vel út og voru menn mjög ánægðir með útkomuna hjá Orvis enda þegar þeir koma með nýjar stangir þá er mikil hönnun og prófun á bakvið hverja stöng. Ekki er heldur slæmt að vita til þess að þessar tvíhendur munu kosta um kr 58,000 kr.

Clearwater

H2 Switch

Og í hinni frægu nýju Orvis H2 stöng þá bætist við þá seriu Orvis H2 Switch frá línu 5 til línu 9. Vega þessar stangir svipað og venjulegar einhendur. Orvis New Products 2014 - GoExpo

Switch stangir frá Airflo – Vesturröst Síðustu ár hafa Switch stangir orðið vinsælar. Og af hverju? Jú þær eru fjölhæfar, henta við ýmsar aðstæður í silungs og laxveiði og eru góðar fyrir yfirhandarköst, veltiköst,speyköst og fl. Lengdin á þessum nýju Switchstöngum frá Airflo 11,3 fet gerir þær fjölhæfar og skemmtilegar t.d. fyrir gáruveiði. Ariflo Airteck Switch er mjög létt stöng og á ótrúlega góðu verði. Lengd, lína, þyngd: 11’3”, Switch #6 D/HAND, 5.43oz 11’3”, Switch #7 D/HAND, 5.85oz www.vesturrost.is/?p=7649

95


græjur ofl. Hvað er Vision? – Veiðivörur Vision er stærsti fluguveiðiframleiðandi í Skandinaviu í dag og er mjög framsækin í sinni þróun á bæði fatnaði, stöngum og hjólum. Frá Vision færðu hæstu gæði og nýstarlegustu hönnun sem völ er á dag á viðráðanlegri verði en gengur og gerist Heitar vörur frá Vision ... Í fluguhjólum eru sérstaklega tvö hjól sem standa uppúr og er það Varioverse hjólið sem er það eina sinnar tegunda í heiminum. Varionverse bremsukerfið er hannað þannig að þú stillir hjólið eftir þeirri taumþykkt sem þú notar hverju sinni og gerir það að verkum að þú þarft ekki að vera að fikta í bremsunni á meðan á viðureign stendur. Snúnigshandfangið er einnig ótengt bremsunni þannið að ef fiskur tekur rokur á meðan þú ert að hala inn þarftu ekki að hafa áhyggjur af því að það slái þig. Tank hjólið er ódrepandi málmklumpur með klassísku bremsukerfi sem virkar. Tank hjólið er ekki hannað til að vera létt, það er byggt með áreiðanleika í huga, enda er það okkar skoðun að tvíhenduhjól þarf ekki að vera létt. Þú þarft ekki lengur að hafa áhyggjur þó þú missir hjólið á grjót því Tank hjólið þolir ansi mikið hnjask ásamt því að pluma sig vel í viðureign við hvaða fisk sem er. Cult tvíhendurnar eru gríðarlega kraftmiklar stangir sem er auðvelt að kasta með og fyrirgefa þér mistök í tímasetningu. Stöngin er fáanleg frá 12,6’ til 15,2’ fyrir línu 6 til 10. Stöngin er mjúk, sem gerir spey köst með henni alveg einstaklega áreynslulausa og ánægjulega upplifun. Extreme einhendan er ein allra besta stöng sem framleidd hefur verið. Stöngin er úr besta graphite sem fáanlegt er ásamt hjólasæti og korki í hæsta gæðaflokki. Extreme 9’ #5 vegur

96

aðeins 72g. Stöngin er uppbyggð þannig að mjúkur toppurinn gefur þér mikla vinnslu og stífari neðri helmingurinn sér til þess að öflin bera þig ekki ofurliði frekar enn stór fiskur. Vibe 125 línurnar eru teflon húðaðar línur og endast þarafleiðandu lengi. Þær eru algörlega minnislausar jafnvel við kaldar aðstæður. Hausinn á línunni er 12,5 m langur sem gerir Vibe 125 að frábærri alhliða flugulínu sem er mjög auðvelt að kasta langt. Ace Tip Er “multi tip” skothaus með þremur mismunandi endum. Flot, Intermedium og Sink 3. Einnig er möguleiki á að fá sökkhraða 5 - 8 aukalega og þá eru þeir jafn þungir og langir og hinir endarnir sem gerir þennan skothaus virkilega skemmtilegan að kasta alveg sama á hvaða dýpi þú vilt veiða. Einnig er intermedium skothausinn glær sem gerir hann samasem ósýnilegan í vatninu. Kura saumlausu vöðlurnar eru þær fyrstu sinnar tegundar í heiminum. Vöðlurnar eru soðnar saman með aukinni vörn á samskiptum til öryggis. Vöðlurnar eru bæði fánlegar í karla- og kvennastærðum. Opas vöðlurnar eru gerðar úr Japönsku F4 efni sem er það sterkasta sem völ er á í vöðlum í dag. Vöðlurnar eru 5 laga á álagsflötum með slitsterkri ytri húð sem stenst núning við grjót og aðrar fyrirstæður í vegi veiðimannsins, neðri helmingurinn er síðan 4 laga og tryggir þarafleiðandi góða

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2013

öndun. Opas vöðlurnar eru með fullkomlega vatnsheldum vasa með rennilás sem er staðsettur framan á vöðlunum. Það er ekki ástæðulaust að leiðögumenn um allan heim velja Opas vöðlurnar til að halda sér þurrum. Loikka vöðluskórnir eru niðurstaða 15 ára þróunar á vöðluskóm hjá Vision. Vöðluskór þurfa að vera sterkir eins og bestu gönguskór, léttir eins og hlaupaskór, auðveldir að fara í líkt og inniskór en samt að halda vel við öklann og síðast en ekki síst með botni sem gerir þér kleift að standa í lappirnar við erfiðustu aðstæður, Þetta hefur Vision allt tekist með þessum frábæru vöðluskóm sem slá flestum vöðluskóm á markaðnum við. Fáanlegir með gúmmí botni og tungstein nöglum eða með filt botni. Mako vöðluskórnir eru úr gerviefni sem gerir þá bæði slitsterka ásamt því að draga ekki í sig neitt vatn. Mako vöðluskórnir eru ekki með neina sauma á tásvæðinu ásamt harðri tá, ásamt því að vera nú fáanlegir með nýja hvíta gúmmi botninum með tunsgsten nöglum. Opas vöðlujakkarnir eru gerðir úr sterkasta efni sem fánlegt er í dag. Á jakkanum er Riri®’s Aqua Zip® rennilás. Ásamt YKK®’s AquaGuard® rennilás á vösunum. Á jakkanum eru 6 vasar og þar af einn bakvasi fyrir stærri hluti svo þú ættir ekki að vera í vandræðum með að geyma fluguboxin þín og allt sem þú þarft með þér í veiðina. Kraginn er hár og flísfóðraður og

ætti þarafleiðandi að koma í veg fyrir að þér verði kalt jafnvel með hettuna niðri. Kúra vöðlujakkinn er gerður úr þriggja laga F3.5 fabric öndunarefni og er sniðið einstaklega þægilegt. Allir vasarnir eru með YKK®’s AquaGuard® rennilás á vösunum. Jakkinn er fáanlegur í þremur litum sem svo allir ættu að finna sér eitthvað við hæfi. Power hoody er frábær innanundirpeysa með áfastri lambhúshettu og hentar einstaklega vel við íslenskar aðstæður. Peysan er úr Polartec® Power Stretch® efni sem er sterkt og endingargott. Subzero primaloft jakkinn er gerður úr PrimaLoft® tækninni sem er besta einangrunarefni í fatnaði að gæsadún frátöldum. Þennan þarf ekki að fara mörgum orðum um, en þér verður einfaldlega ekki kalt í veiðinni aftur án þess að klæðast heftandi dúnúlpu. Kynntu þér nánar á visionflyfishing.com eða veidivorur.is


grĂŚjur ofl. Varioverse

Ace Tip

Mako

Tank

Kura

Loikka

Cult

Opas

Power hoody

Extreme

Kura

Opas

Subzero

Vibe 125

97


VEIÐISLÓÐ tímarit um sportveiði og tengt efni

Útgefandi: GHJ útgáfa ehf. Ritstjórn: Guðmundur Guðjónsson, ritstjóri Heimir Óskarsson, útlit og umbrot Jón Eyfjörð Friðriksson, greinaskrif Netfang: veidislod@veidislod.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.