Veidislod 2. tbl. 2012

Page 1

VEIÐISLÓÐ tímarit um sportveiði og tengt efni

nr. tvö 2012




ONE ONE ER NÝJA FLAGGSKIPIÐ FRÁ SAGE. MEÐ SAGE ONE FÆR NÁKVÆMNI NÝ VIÐMIÐ. ÞRIGGJA ÁRA ÞRÓUNARVINNA. NÝJA KONNETIC TÆKNIN. HANDGERÐ STÖNG FRÁ GRUNNI. VIÐ LEYFUM OKKUR AÐ FULLYRÐA AÐ SAGE ONE ER MERKASTA NÝJUNG Í FLUGUSTÖNGUM FRÁ ÞVÍ GRAFÍT KOM TIL SÖGUNNAR. SAGE ONE ER HIN FULLKOMNA FLUGUSTÖNG. KONNETIC™ TÆKNIN

BEST FRESHWATER ROD

- International Dealer Show í New Orleans 2011

BEST SALTWATER ROD

KONNETIC™ tæknin / Sage ONE

- International Dealer Show í New Orleans 2011

Hefðbundin flugustöng

BEST FLY ROD

- Efftex 2011

BEST ALL ROUND ROD

- Fly Fisherman Gear Guide 2012

BEST NEW FLY ROD

- Feild & Stream feb. 2012

Þessi nýja tækni er afsprengi margra ára þróunarvinnu. Með nýrri aðferð og efnum er nú unnt að pressa meira af bindiefni eða lími úr koltrefjamottunum en áður hefur verið unnt. Við þetta er hægt að gera stangarefnið (grafítmotturnar) enn léttari en áður án þess það tapi styrk. Grafíttrefjarnar liggja þéttar saman og bjögun verður því minni í stangarefninu. Konnetic tæknin gerir því nýju Sage One stöngina léttari og grennri en aðrar stangir um leið og hún auðveldar veiðimanni auð auka nákvæmni í köstum.

Hefðbundin flugustöng

KONNETIC™ tæknin / Sage ONE

Ný viðmið í nákvæmni

Hér sést hvernig grafíttrefjarnar liggja þéttar saman. Orka stangarinnar flyst því jafnt frá handfangi fram í topplykkju. Sage ONE er ekki bara kraftmeiri heldur er hún einnig nákvæmari með Konnetic tækninni og talsvert léttari.

Hefðbundin flugustöng

KONNETIC™ tæknin / Sage ONE

Fyrstu Sage ONE stangirnar sem komu til Evrópu fóru í flugustangarekka Veiðihornsins Síðumúla 14. ágúst 2011.

SÍÐUMÚLI 8 - 108 REYKJAVÍK SÍMI 568 8410 - VEIDIHORNID@VEIDIHORNID.IS


frá ritstjórn

Sælir lesendur góðir. Við höldum nú áfram með Veiðislóðina. Þetta er 2. tölublað þessa árs og áttunda blaðið frá því við byrjuðum á þessu kukli. Fyrsta blaðið kom út um líkt leyti í fyrra, þannig að við erum að tala um átta blöð á einu ári. Þetta er skemmtilegt og að sama skapi krefjandi verkefni. Móttökur lesenda hafa verið svo magnaðar að það er ekki hægt annað en að halda þessu áfram, ekki hvað síst þar sem þessi útgáfa styrkir mjög fréttavefinn okkar www.votnogveidi.is og rennir sterkum stoðum undir þá sérstöðu sem við höfum á tímum vaxandi samkeppni þar sem stóru vefmiðlarnir hafa allt í einu áttað sig á því að sportveiði er málið. Það er alveg ljóst að smærri sérhæfðir miðlar munu í vaxandi mæli eiga undir högg að sækja nú þegar stóru valtaranir eru komnir á kreik. Er nauðsynlegt að halda vöku sinni og sérstöðu, annars er hætta á ferðum. Á öðrum nótum: Vertíðin er hafin og þegar þetta er skrifað seint í mai er meira að segja búið að landa fyrsta laxinum. Við óskum veiðimönnum og konum frábærrar vertíðar 2012. Megi allir koma heilir með með góðar minningar í hugskotinu. Guðmundur Guðjónsson, ritstjóri Heimir Óskarsson, útlit og umbrot Jón Eyfjörð Friðriksson, greinaskrif.

efnið 8

Stiklað á stóru Yfirlit yfir margt af því sem gerðist á sviði sportveiða síðustu vikurnar.

12 Viðtal Við tókum tali Guðrún Unu Jónsdóttur sem nýlega var kjörin formaður SVAK. 20 Fluguboxið Hér fjöllum við um þurrfluguna Blue Bottle sem hefur gefið gríðarlega vel. Langá Fancy sem hinn nýlátni Íslandsvinur Alan Mann hannaði. Alexöndru sem er gömul og klassísk og Peter Ross sem er miklu vinsælli fluga en Alexandra nú til dags. 30 Veiðistaðurinn Við skoðum okkur um á bökkum Straumfjarðarár, laxveiðiperlu á Snæfellsnesi.

40 Fjölskylduveiði Við tökum til við fyrri iðju að benda fólki á fjölskyduvæna veiðikosti. Einn slíkur og með þeim betri, er Vífilstaðavatn í Garðabæ. 44 Fjölskylduveiði Vatnasvæði Lýsu er vanmetið af mörgum, en í raun er um fjölbreytt og gríðarlega fiskauðugt vatnasvæði að ræða sem hentar einstaklega vel fyrir fjölskyldufólk. 50 Vöðlur og vöðluskór Fáir hafa jafn mikið vit á umhirðu vaðla og vöðluskótaus heldur en Herra Skóstofan Lárus Gunnsteinsson. Hér tekur hann saman eitt og annað sem huga ber að áður en lengra er haldið.

52 Ljósmyndun Ljósmyndagalleríið okkar er að þessu sinni í höndum Matts Harris, Englendings sem hefur starfað við veiðiljósmyndun í 15 ár. 66 Einu sinni var Við rifjum upp veiðisögur úr gömlu viðtali við Kristján heitinn á Hólmavaði. 70 Villibráðareldhúsið Seiðandi laxasúpa. Salka gaf fyrir fáum árum út bókina Spriklandi lax í boði veiðikokka þar sem nokkrir af helstu kokkum veiðihúsanna töfruðu fram snilld sína. 72 Strandveiði Við heyrðum aðeins í Oddgeiri Guðmundssyni, áhugamanni um strandveiði, sem hefur sett upp vandaða vefsíðu um þetta vaxandi og heillandi sport.

76 Veiðihundar Að þessu sinni fjöllum við um öryggi hunda í bílum, eitthvað sem allt of margir huga ekki að sem skyldi. 78 Veiðisagan Svo virðist vera að læra megi eitt og annað um veiðitrix í smiðju Andrésar Andar! 80 Lífríkið Að þessu sinni fjöllum við um lóminn, mikinn og harðsækinn veiðifugl, barlóm og hrekkjalóm. 82 Græjur o.fl. Frá og með blaðsíðu 82 fjöllum við um alls konar græjur, uppákomur o.fl.

Forsíðumynd: Sjóbirtingur úr Tungulæk. Ljósmynd: Jón Eyfjörð



ÓTVÍRÆTT MERKI UM GÆÐI Í tvíhendulínum erum við með sérstöðu, við skerum og vigtum línuna fyrir stöngina

4Cast er einstök samsetning af skotlínu og langri

Komdu í Veiðiflugur og fáðu þjónustu og ráðleggingar frá þeim sem hafa reynsluna.

Guideline er leiðandi veiðivöruframleiðandi í Skandinavíu. Hjá Guideline vinna bestu veiðimenn Norðurlanda við hönnun á stöngum og línum. Við hjá Veiðiflugum erum með mikla veiðireynslu og okkar sérgrein eru línur og stangir. Það er ekki sama hvaða lína fer á stöngina þína, þar þarf að gæta mikillar nákvæmni svo þú fáir sem mest út úr veiðinni og köstunum. Vissir þú að línurnar frá Guideline eru hannaðar af bestu veiðimönnum Skandinavíu? Bullet skotlínan er hönnuð til að kasta langt með einu kasti og það mun koma þér verulega á óvart hvað hún flýgur mjúklega. belglínu og hefur 11 metra haus sem leggst mjúklega á vatnsflötinn. 4Cast línan var kosin besta línan hjá Trout&Salmon og er hrein bylting í hönnun á línum.

þína svo þú náir því besta út úr köstunum. Það er mikilvægt að fá rétta ráðgjöf varðandi hvað hentar í línum og við fullyrðum að sú ráðgjöf er

framúrskarandi hjá okkur í veiðiflugum.

Vissir þú að ábyrgðin á stöngunum frá Guideline er fullkomin. Við hjá Veiðiflugum erum sjálf veiðimenn og vitum hvað það er slæmt að þurfa að bíða eftir stangarpörtum í marga mánuði eða ár.

Ábyrgðin hjá okkur er einfaldlega 100%

sem felst í því að við eigum alltaf alla stangartoppa á lager í búðinni hjá okkur og afgreiðum þá samdægurs ef þú lendir í óhappi með Guideline stöngina þína.

Það styttir leiðina að góðum árangri. Veiðikveðja!

111


Þingvallaurriði af stærri gerðinni. Mynd: Nils Folmer Jörgensen

Stiklað á stóru: Síðan að Veiðislóð kom síðast út hefur heldur betur dregið til tíðinda. Komið er vor og veiðitíminn byrjaður. Að venju voru augu flestra á sjóbirtignsvötnu í Skaftárhreppi og þau sviku ekki frekar en fyrri daginn. Vatnamótin, Tungulækur, Tungufljót, Geirlandsá, öll voru þau gjöful fyrstu veiðidaganna. Síðan fjaraði veiðin smátt og smátt út eins og algengt er, en að þessu sinni dró ekki síður úr veiði vegna þess að menn voru minna að fara að veiða. Kreppan og eldsneytisverðið að sliga menn þar, enginn vafi á því og til marks um það var sú staðreynd að meira var af lausum leyfum á þessum vorveiðislóðum en verið hefur. 8

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2012


Stórir silungar og mikið af rjúpu og svartfugli

9


stiklað á stóru Einnig opnuðu vötnin, en það voru lítil tíðindi við hin þekktari eins og Vífilstaðavatn og Elliðavatn. Kropp lengst af, enda alls ekki hlýtt og vinsamlegt vor. Þingvallavatn var að vanda mest í fréttum fyrir stóru urriðana og þeir virðast vera fleiri en í annan tíma eftir að ræktun þeirra byrjaði á nýjan leik. Að venju hefur verið talsvert af svindli með makríl og svoleiðis sem bannað er og háværar raddir hafa verið uppi um að friða eigi algerlega Þingvallaurriðann. Að mati sérfræðinga þolir hann þó nokkur afföll af veiði og það liggur enn engan vegin fyrir hvar og hvernig jafnvægi kemst á í Þingvallavatni við fjölgun urriða á nýjan leik, en þegar hann var næstum þurrkaður út forðum þá kom mikið ójafnvægi í lífríki Þingvallavatns. Veiðimálastofnun hélt sinn ársfund og þar spáði Guðni Guðbergsson ágætri laxveiði 2012, en hann reiknaði þó með að kúrfan væri eigi að síður byrjuð að síga niður á við eins og búast mætti við með reglulegum millibilum. Hvað laxveiðivertíðina varðar, þá eru margir spenntir og ekki hvað síst vegna þess að augljóst er að miklu meiri snjór er í fjöllum að þessu sinni heldur en oft áður í gegnum síðustu árin. Óhætt að segja að margir séu orðnir leiðir á langvarandi þurrkum á sumrum og ýmsir veiðileyfasalar hafa sagt okkur að slíkt óþol sé jafnvel farið að hafa áhrif á sölu veiðileyfa á besta veiðitíma. Á skotveiðislóðum, þá stytti umhverfisráðherra all verulega veiðitíma svartfugla, en stofnar þeirra hafa beðið hnekki við sandsílahrunið sem

10

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2012

einnig hefur haft áhrif á stofna kríu og sílamáfa. Skiptar skoðanir eru á þessum gjörningi ráðherra, því bent hefur verið á að skotveiðar á svartfugli eru ekki stærri stærð en svo í stóra samhenginu að menn telji að þær skipti heilu stofnana nokkru máli. Rjúpnatalningar hafa og farið fram og komið misjafnlega út. T.d. fundu menn lítið af rjúpu á Þingvallasvæðinu. Okkur hafa hins vegar sagt glöggir menn að það segi ekkert þó að ákveðnir staðir sýni lítið, meira geti verið af rjúpu annars staðar og það sé raunin. Einn sagði okkur t.d. að í nágrenni Hornafjarðar væri mikið af rjúpu. Annar sagði okkur af óvenj mörgum körrum víða á Vesturlandi.


Gunnar Óskarsson með birting úr opnun Geirlandsár.

Nefndur Nils Folmar með 16 punda drjóla úr Minnivallalæk.

Ásta Ólafsdóttir með 10 pundara úr Minnivallalæk.

Þetta er Denni leiðsögumaður með stóran birting úr Litluá.

Þessi ófrýnilegi haus er úr Tungufljóti.

Glæsilegur birtingur úr Eldvatni.

Bændur og leigutakar við Haukadalsá á góðri stundu.

Fyrr-margnefndur Nils Folmer með 18 pundara úr Þingvallavatni. Varla veiðir nokkur maður fleiri stórfiska en téður Dani.

Stórir fisar voru líka að veiðast í Húseyjarkvísl.

Strengir áttu stórafmæli á dögunum, Lax-á líka.

Mynd Jón Eyfjörð.

Kvikmyndin Lónbúinn var frumsýnd fyrir skemmstu, hér er verið að mynda í myndina.

Mögnuð vorveiðistemning við Eldvatn.

11


Guðrún Una með stóra sjóbleikju.


viðtal

Guðrún Una Jónsdóttir

Ætlaði aldrei að verða formaður Guðrún Una Jónsdóttir er ekki fyrsta konan sem veitir stangaveiðifélagi forstöðu. Þær gera sig æ meira gildandi. Tvær konur hafa setið í stjórn SVFR, ein verið formaður Ármanna og gott ef formaður SVFK er ekki í raun forkona. Það telst samt alltaf til tíðinda þegar konur taka að sér forystuhlutverk í sporti eins og stangaveiðinni þar sem karlaveldið er jafn áberandi og raun ber vitni. En það segir okkur kannski líka að það er miklu meira af veiðikonum þarna úti á örkinni heldur en margur heldur. En hvað sem því líður, þá er frambærileg veiðikona spennandi kostur fyrir þá sem gefa út veiðitímarit, við heyrðum því í Guðrúnu Unu og spurðum hana nokkrar af þessum klassísku veiðimannaspurningum. Eins og t.d…..

13


viðtal

Guðrún Una Jónsdóttir

Hvenær byrjaðir þú að veiða og hvernig bar það til? “Ég byrjaði nú ekki að veiða fyrr en um 1996 en þá kynntist ég eiginmanni mínum Árna Jóhannessyni geðlækni og Mokveiðifélagsmeðlimi. Hann og faðir hans Jóhannes Sigurjónsson eru miklar veiðiklær og hafa kennt mér allt sem ég kann í dag í tengslum við stangveiði. Sem krakki fór ég líka oft í Jökuldalsheiðina með pabba og fjölskyldu þar sem veitt var í net. Faðir minn Jón Hallgrímsson bóndi á Jökuldal er líka mikill skotveiðimaður og aðeins í stangveiðinni líka,sérstaklega síðustu ár, svo líklega hefur það ýtt undir veiðiáhugann. Draumur okkar pabba er að sjá laxinn ganga upp alla Jökulsá á Dal og í þverár hennar. Veiðidellan hefur síðan bara aukist eins og frægt er um dellur sem grípa fólk. Fólk er td hætt að spyrja mig hvað ég ætli að gera í sumarfríinu.” Með hverjum veiðir þú.... fjölskyldu eða í föstum vinahollum? “Ég veiði talsvert ein mín liðs, sérstaklega í silungsveiðinni. Skrepp t.d oft í Hörgána sem er í nokkurra mínútna fjarlægð frá Akureyri. Þá er yngsta barninu skutlað í leikskólann og síðan brunað útí á. Tengdapabbi fær stundum að koma með og ef hann nennir ekki, bíð ég manni vinkonu minnar með en við gerðum samning um að ég gæti fengi hann lánaðan reglulega. Já svona eiga vinkonur að vera. Bíð bara eftir að Gróa á Leiti fari á stúfana. Síðan förum við hjónakornin alltaf í einn stóran laxveiðitúr á Jöklusvæðið með Mokveiðifélagsmönnum og fleiru góðu fólki. Silungur eða lax? “Nú seinni ár hefur silungsveiðin unnið á enda svo margar silungsveiðiperlur

14

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2012

hér í nágrenni Akureyrar sem auðvelt er að heimsækja. Laxveiðin er þó líka alltaf á sínum stað og þá er það Jöklusvæðið. Hef einnig farið í Hölkná, Blöndu og Iðu svo eitthvað sé nefnt. Eftirlætis veiðistaðir? “Gjöfulustu staðirnir verða jú fljótt eftirlætisstaðir og nefndir hér að neðan þó svo margir aðrir séu jafnvel fallegri en ekki eins gjöfulir. Netselstanginn í Ánavatni, Eiðsbreiðan í Laxá, Laxárfoss, Arnarmelsbreiðan í Jöklu, Sauðárbreiðan í Kaldá og Þelamerkubreiðan í Hörgá. Fluga eða maðkur.... eða jafnvel spúnn? “Ég hef aldrei verið dugleg með maðkinn, það hefur eitthvað með að gera að þræða þá uppá öngulinn. Spúnninn var mitt aðalvopn þangað til ég lærði að kasta flugu. Seinni ár hefur flugan unnið á og síðasta ár fékk spúnastöngin oftast að liggja heima.“ Uppáhalds flugur? „Nú myndu sjálfsagt margir tala um eitthvað örsmátt en ég er meira fyrir þær stóru enda oft að veiða í miklu vatni. Í síðasta túr austur í Jöklu var sú ófrýnilega fluga Randalín heit í Jöklunni sjálfri. En hún skilaði okkur hjónum m.a 3 löxum á sama klukkutímanum í myrkri og mígandi rigningu á Arnarmelsbreiðunni. Sunrayinn er líka mikið notuð sem og Skröggur og Kolskeggur. Ef ég á að nefna smærri flugu, að þá var það í öðrum túr austur í Jöklu, nánar tiltekið á Eiðsbreiðunni í Laxá, að við vissum af fiskum en vatnsleysið var algert og bara dauði og djöfull þrátt fyrir ótalmörg rennsli. Þá fór Hairy Mary nr 14 undir að beiðni míns heittelskaða og bingó hann var á. Á sama tíma beit


Guðrún veiðir með ýmsum og út um allt, hér eru m.a. myndir frá laxveiðiám, Jökuldalsheiði, með eiginmanni, börnum og tengdapabba. Stóra myndin er frá Hörgá.

15


16

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2012


17


viðtal

Guðrún Una Jónsdóttir

á hjá partnernum mínum og voru það einu fiskarnir sem náðust í þeim túr en þeir björguðu sannarlega ferðinni. Í silungsveiðinni eru það Noblerarnir og Dýrbítarnir sem gefa best hjá mér.“ Veitt og sleppt? „Ég er alltaf að verða duglegri að sleppa í laxveiðinni og fer auðvitað að lögum og reglum í hverri á. Ef þú veiðir með Mokveiðifélagsmönnum stendur eiginlega ekkert annað til boða en að sleppa öllu. Sjóbleikjuna hirði ég hins vegar og fer hún oftast beint í pottinn.“ Hvað fékk þig til að fara í formennsku í SVAK.... ertu félagsmálatröll? „Ég fór að starfa með félaginu í vetur og endaði í stjórn. Ætlaði aldrei að verða formaður en hlutirnir æxluðust bara þannig. Ég hef starfað í foreldraráðum innan KA og hef þokkalega reynslu þaðan. Þetta er samt mikil áskorun sem ég vona að ég standi undir, en er með reynslubolta með mér í stjórn og saman munum við gera okkar besta.“ Hvað er SVAK stórt félag og fyrir hvað stendur það? „Í Stangveiðifélagi Akureyrar eru um 2-300 félagar. Tilgangur félagsins er fyrst og fremst að útvega félagsmönnum sem hagstæðust og fjölbreyttust veiðileyfi hverju sinni. Nú fá félagsmenn 20 % afslátt af veiðileyfum sem eru í umboðssölu hjá okkur og félagsgjaldi er verulega stillt í hóf og hefur verið það sama frá upphafi. Vefsalan okkar er öflug og þannig gerð að menn geta gengið frá veiðileyfapöntun þegar þeim hentar og greitt með kreditkorti. Erum einnig með rafræna veiðibók sem gefur góðar upplýsingar um veiðina, er auðveld í notkun og alltaf aðgengileg.

18

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2012

Við erum með öflugt fræðslustarf einu sinni í viku yfir vetrartímann. Í vetur var það í samstarfi við stangveiðifélögin Fluguna og Flúðir og var vel sótt. Þegar líða tekur á vorið bjóðum við uppá kastnámskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Félagið hefur líka lagt sig fram við að efla áhuga barna á þessari íþrótt og boðið uppá námskeið sem sérstaklega eru ætluð þeim. Framundan er síðan vorhátíðin okkar, uppákoma vegna 150 ára afmælis Akureyrarbæjar svo eitthvað sé nefnt. Við eigum 10 ára afmæli á næsta ári, sem við munum að sjálfsögðu halda uppá með pompi og prakt.“ Svona í lokin: Hvað á að veiða í sumar? „Veiðisumarið mitt byrjar í Jökuldalsheiðinni í Sænauta- og Ánavatni fljótlega eftir að vötnin koma undan ís. Bleikjurnar þar eru svakalega flottar en það þarf þolinmæði til að fá þær til að bíta á. Síðast þegar ég var þar á ferð kastaði ég með ullarvettlingum af því það var svo kalt en uppskar 2 flottar 3 og 4 punda bleikjur. Seinnihluta sumars fram á haust eyði ég í Hörgánni og ég er einnig búin að panta mér daga í Ólafsfjarðaránni. Reikna líka með að ég kíki í Svarfaðardalsána en hún gaf mér lax í síðasta túr. Fleiri ár á söluvef SVAK verða vonandi heimsóttar líka ef færi gefst. Síðast en ekki síst er það Jöklutúrinn austur en þar fengum við hjónin 13 laxa á þremum dögum á eina stöng í fyrra.“


SÍÐUMÚLI 8 - SÍMI 568 8410

Veiðihornið er Simms búðin

ALLIR VEIÐIMENN ÞEKKJA SIMMS GÆÐI!

Gore-tex gerir gæfumuninn. Gore-tex öndunarfilman ber höfuð og herðar yfir aðrar öndunarfilmur bæði hvað varðar vatnsheldni og útöndun. Simms notar Gore-tex Performance-Shell og Gore-tex Pro-Shell í vöðlur og jakka. Engar málamiðlanir. Simms er málið.

19


fluguboxið Blue Bottle

Tökurnar eins og

sturtað sé niður úr klósetti Miðað við fjölda laxveiðimanna í landinu eru þeir líklega fáir sem nota þurrflugur í laxinn. Margir hafa gert einhverjar tilraunir og eiga 2-3 Bombera í boxum sínum. Fæstir hafa sett í fisk á þessar flugur, en þeir eru þó til sem það hafa gert og láta vel af þeim við vissar kringumstæður. Við urðum því meira en lítið forvitnir þegar okkur var sagt frá miklu minni og nettari þurrflugu, Blue Bottle, sem menn veiddu gríðarlega vel á hér fyrir allnokkrum árum og sumir gera svo enn í dag.

20

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2012

Einhvern tíman er við hlýddum á flugusamtal þá sagði einn: „Það var nú alveg svakalegt þegar við fórum síðan að reyna Blue Bottle.“ Og hinn svaraði: „Já, hún toppaði allt.“ Þegar spurt var út í þetta kom í ljós að menn fóru að nota þessa flugu í Laxá í Kjós á níunda áratugnum, á árunum þegar Ásgeir Heiðar var þar umsjónarmaður og Haraldur Eiríksson staðarleiðsögumaður. Það var Haraldur sem léði okkur flugurnar á myndinni og sagði okkur þessa skemmtilegu sögu. „Við byrjuðum að nota þessa flugu líklega 1998. Hún mun vera Nýsjálensk að uppruna. Heimsþekktur veiðimaður, Terry Ring, var hér staddur og var að vinna að sjónvarpsmyndinni „The Take“, eða Tökuna. Sú mynd er stórkostlega vel gerð og gengur enn sinn gang á sjónvarpsstöðum ytra. Gallinn var bara sá í byrjun, að áin var afar vatnslítil og þetta var bölvað vesen. Rétt að menn voru að fá einhverja hreyfingu með því að nota Bombera. Anthony Luke var þarna leiðsögumaður og hann gróf allt í einu þessa flugu uppúr boxinu sínu og öllum að óvörum þá bara svínvirkaði hún. Menn fóru að koma inn eftir vakt-


irnar hafandi sett í 10 til 12 fiska og þetta var að virka bæði á lax og sjóbirtinga, sérstaklega stóru birtingana. Í framhaldi af þessu var þessi fluga mikið notuð og í gegnum þurrkana voru hollin að fá allt upp í 70 prósent af afla sínum á Blue Bottle. Þetta var á tímabilinu frá miðjum júlí og fram í miðjan ágúst. Best gafst hún veidd á dauðareki og ef fínn goluhjúpur var á ánni. Þá notuðum við hana nær eingöngu á frísvæðunum svokölluðu en þar eru margir veiðistaðir sem hæfa þurrflugu mjög vel, þessi stóru lygnu fljót sem eru í ofanálag full af fiski. Ef að við hreyfðum hana, þá tók fiskur ekki og á þeim tíma var það líka svoleiðis, að maðkahollum var hleypt inn á milli og þá tók fyrir alla töku á Blue Bottle, að okkar mati vegna þess að menn maðkveiddu frísvæðið með stórum flotholtum. Fiskurinn varð hreinlega fyrir of miklu áreiti. En svo fór hún aftur að gefa þegar maðkurinn hætti. Tökurnar á Blue Bottle voru einstaklega skemmtilegar, hún situr þannig á vatninu að afturendinn er í kafi en vængirnir uppúr. Það eru engin læti þegar hún er tekin, meira eins og það myndist svelgur undir henni og fiskurinn sjúgi hana niður til sín. Minnir

á þegar pústað er niður úr klósetti og síðan er eins og allt ætli til fjandans að fara þegar fiskurinn tekur við sér, búinn að átta sig á mistökunum

Þetta er hin magnaða þurrfluga Blue Bottle, eða Fiskiflugan. Mynd: Heimir Óskarsson.

Við veltum því mikið fyrir okkur hvers vegna flugan var svona mögnuð. Ekkert svar fékkst auðvitað við því, en það virðist samt vera augljóst að hún virðist eiga að líkja eftir fiskiflugunni, enda heitir hún Blue Bottle á ensku. Það fer minna fyrir notkun Blue Bottle hin seinni ár, en það eru þó enn nokkrir sem veiddu í Kjósinni á þessum árum sem nota hana samhliða öðru. Þeir eru að veiða á hana. Sjálfum langar mig mjög til að fá reynslu á hana víðar. T.d. í Laxá í Leirársveit, Grímsá, frammi á dal í Norðurá, þar eru alls staðar svipaðir staðir og á frísvæðinu í Kjósinni, stórir, lygnir og fiskur liggur þétt í torfum. Ég er líka ákveðinn í að reyna hana þegar við opnum Mývatnssveitina . Hún er áreiðanlega mögnuð í urriðann ekki síður en laxinn,“ sagði Haraldur um þessa mögnuðu töfraflugu.

21


fluguboxið Langá fancy

Níu laxar á

fyrstu vakt í fiskleysi Langá fancy er fluga sem kom fyrst fram á sjónarsviðið sumarið 1980. Eins og nafnið gefur til kynna var Langá á Mýrum vettvangur þess atburðar. Höfundur flugunnar var Alan Mann, breskur veiðikappi sem veiddi á Íslandi í 30 ár, í Hofsá, en aðallega þó um árabil í Langá á Mýrum þar sem honum varð vel til vina með Ingva Hrafni Jónssyni fréttamanni og sjónvarpsstjóra ÍNN, en Ingvi var þá með miðsvæðin í Langá á leigu og hafði veiðimenn sína í veiðihúsinu Sólvangi í landi Stangarholts. Alan Mann var ein af frægustu kappaksturshetjum Bretlands og hann lést nýverið. Það er einkar skemmtileg saga á bak við tilurð Langá fancy, sem enn í dag er ein gjöfulasta flugan sem bleytt er í Langá á Mýrum. Við báðum Ingva að segja okkur söguna.

22

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2012

„Þetta var sumarið 1980 og köldu árin 1978 og 1979 voru farin að taka sinn toll, það var frekar lítið af laxi í ánni og þegar Alan og félagar hans voru í ánni, var hún auk þess hálf steríl, það var sól og frekar lítið vatn og þeir voru ekkert að veiða vel kapparnir. Ameríkanarnir voru byrjaðir að kenna okkur hér hitsið og það var aldrei byrjað í neinum hyl nema með hitsi. En það var lítið að ganga og Alan settist við væsinn í Sólvangi og fór að „fiddle about“ eins og hann orðaði það þegar ég spurði hann, en hann sat við þetta við kertaljós um miðnætti. Hann var þá byrjaður að vinna í þessari flugu. Daginn eftir sagði hann mér að skutla félögunum að ánni, hann ætlaði sjálfur að vera uppi í húsi og dunda við fluguna. Sjálfur fór ég í snúninga niður í Borgarnes og svo leið á daginn. Á seinni vaktinni átti Alan Stangarhyl, en félagar hans voru á Tannalækjarbreiðu, Jarðlangsstaðakvörn og Neðri Hvítsstaðahyl. Rétt fyrir sex kom ég í hús og þá var Alan búinn að klára fluguna og sýndi mér. Þetta var tvíkrækja á löngum legg með fremur stóran haus til að gáruhnúturinn passaði betur. Þetta var falleg fluga fannst mér, silfraður búkur, grænt vaf, Jungle cock. Það var eitt-


hvað í henni úr öðrum flugum, Night Hawk, Silver Doctor, en samt var þetta ný fluga með eigin sérkenni. Hann var með fjögur eintök og vildi byrja á því að hitta vini sína, sem voru Carl Wheeler, Tony Seare og Peter Hewitt. Hann fór til þeirra allra og gaf þeim eintak af flugunni, gegn því að mega kasta henni fyrst í hylinn hjá þeim. Tony Seare var tannlæknir frá Brighton og þeir voru sérstaklega miklir mátar og afar innstilltir inn á sprellið hvor hjá öðrum. Þeir hleyptu allir Alan í hylinn, en Tony ætlaði þó fyrst að senda hann til baka. Forvitnin réði síðan að lokum og það er skemmst frá að segja að Alan setti strax í lax í öllum hyljunum fyrir framan nefin á félögum sínum. Hafði þó enginn þeirra fengið fisk á vaktinni. Síðan lét hann þá alla hafa flugur og fór síðan upp í Stangarhyl. Þar lauk hann vaktinni og landaði sex löxum í beit! Alls var hann þá búinn að landa níu löxum á þessa nýju flugu í fiskleysinu.

Ég fór síðan og sótti félagana og Alan var búinn að biðja mig að segja ekki frá löxunum sex. Hann raðaði þeim öllum á pallinn (allt drepið í þá daga) á meðan ég skaust eftir körlunum, en enginn þeirra hafði fengið fisk eftir að Alan fór frá þeim. Hann lá svo í leyni til að sjá svipina á þeim þegar þeir sáu hrúguna við húsið og víst er að þeir misstu algerlega andlitin og hvein mikið í þeim. En þeir voru um það bil hálfnaðir með vikuna sína þegar þetta gerðist og veiðin batnaði mjög. Og mest veiddist á Langá fancy, sem Alan skýrði því nafni þar og þá. Hann hnýtti margar í viðbót þarna við ána og gaf mér m.a. box með 15-20 stykkjum. Í framhaldi af því fór ég að gauka flugu og flugu að félögum mínum. Það endaði með því að Doktor Jónas fór að framleiða fluguna fyrir opinn markað. Flugan er enn mikið notuð í Langá og víðar og enn hefur hún töframáttinn. Seinni árin er hún hins vegar oftast notuð sem hitstúpa.

Langá fancy, hugar­ smíð Alans Mann. Mynd: Heimir Óskarsson.

23


fluguboxið Alexandra

Galdrafluga

með gamla sögu Alexandra prinsessa og síðar drottning.

Silungaflugan Alexandra er með þeim skrautlegri. Litlum sögum fer af veiðni hennar nú til dags, en svo var ekki forðum er hún var svo banvæn í breskum vötnum að ástæða þótti til að banna notkun hennar víða. Það mætti ætla að fáir noti hana þó að flestir hafi heyrt hennar getið og fræg lýsing á henni var í hinni klassísku Roðskinnu Stefáns heitins Jónssonar fréttamanns. Hann sagði frá því að veiðibúðareigandi einn hefði hvíslað því að sér að Alexöndru keyptu engir nema eiginkonur í gjafaleit handa körlum sínum. Var sá þá nýbúinn að selja einni frúnni Alexöndru númer 2, sem er býsna skrautleg og stæðileg fluga. En Alexandra á sér bráðskemmtilega sögu sem gaman er að rifja upp og þegar við spurðumst fyrir hjá hópi veiðimanna sem við þekkjum til, kom í ljós að ýmsir höfðu af henni góða reynslu. Var jafnvel talað um galdraflugu.

24

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2012

Stefán Bjarni Hjaltested er fróður mjög um flugur og sögu þeirra. Hann sagði okkur þetta um uppruna Alexöndru: „Alexandra bar fyrst nafnið Lady of the Lake en var endurnefnd til heiðurs Alexöndru Bretaprinsessu .Talin fyrst hnýtt um 1860, annaðhvort af W. G. Turle frá Newton eða Dr.John Brunton breskum hugvits og veiðimanni.“ En hver var umrædd Alexandra? Það er hægt að gúggla alla hluti að því er virtist og fyrsta gúgl sagði okkur þetta: „Alexandra prinsessa af Danmörku var valin 16 ára gömul til að verða kvonfang Alberts Játvarðs prins af Wales. Þegar Victoría Bretadrottning, tengdamóðir hennar, andaðist árið 1901, færðist Alexandra upp um titil, varð drottning hins nýja kóngs af Wales. Opinberlega þótti Alexandra virðuleg og aðlaðandi og í einkalífinu ástrík og glaðleg.“ Á hnýtingarsíðu sem við fundum á Netinu var Alexöndru lýst sem fyrrum stórveiðiflugu og komið var inn á bannið sem skellt var á hana sums staðar. Það kemur líka fram að flugan virki í staðbundinn urriða, sjóbirting og regnbogasilung. Hún flokkist undir „attractor flies“ sem virki gjarnan best á dögum þegar engin leið virðist fær til að finna réttu fluguna eða fá töku. Þá sé gott að draga


fram Söndru, því hún veki áhuga fiska og um leið aukist mjög vonin um að þeir taki agnið. Hún sé sem sagt fremur fluga sem fífli fiskinn til að bíta fyrir forvitnissakir heldur en að hún minni hann sérstaklega á eitthvað gómsætt. En þeir sem eru miðaldra eða meira muna sumir eftir því að Alexandra var gjarnan nefnd í sömu andránni og nokkrar aðrar klassískar eins og Tiel and Black, Peter Ross, Connemara black og fleiri. Þá var hún víða mikið notuð, en síðan virðist frægðarsól hennar hafa hnigið verulega. En okkur fýsti að heyra hvað veiðimenn hafa að segja um fluguna. Stefán Bjarni sagði okkur meira, t.d. þetta: „Árið 1954 kynntist ég manni sem Valtýr hét og var skrifari við höfnina starfsmaður

Eimskips .Hann átti sumarhús við Helluvatn og var veiðimaður af guðsnáð fannst mér Veiddi oftast af báti og eingöngu á flugu . það voru sæludagar að vera með þessum öðlingi. Aðallega veiddi hann á 4-5 flugur Alexöndru,Teal and black Black zulu Peter Ross og Connemara black Hann hnýtti þessar flugur sjálfur og tíndi oft viss efni í þær við vatnið. Alexandra var gríðarlega mikið notuð hér áður fyrr en er ein af þeim flugum sem hreinlega datt út, en er að taka við sér aftur núna. Farið var að sleppa rauðu andarfjöðrunum í hala og hliðum, sem að mínu mati eyðilagði fluguna. Alexandra veiddi best neðarlega í vatni og var oft dregin mishratt ,stundum með vægum rykkjum Mér var kennt að spara stundum efnið í vængnum. Veiddi mikið á hana á árum áður hjá frændum mínum á Vatnsenda.“

Það eru mjög skiptar skoðanir um það hvort að fluga þessi sé veiðileg eða ekki. Sumir vilja jafnvel slíta vængina af. Mynd: Heimir Óskarsson.

25


fluguboxið Alexandra

Það var Ragnar Hólm Ragnarsson sem notaði orðið Galdrafluga. Hann sagði þetta: „Sagt er að Alexandra hafi verið bönnuð í ákveðnum vötnum þegar hún kom til skjalanna seint á 19. öld og hét þá Lady of the Lake. Mér hefur alltaf fundist þessi fluga einkar falleg: græni páfuglinn og rauða línan í vængnum yfir silfruðum búknum. Hún er samt eins og margar af þessum klassísku gömlu silungaflugum, vanmetin nú til dags og allt of lítið reynd. Ég á hana alltaf til í boxunum mínum og gríp oft til hennar við erfiðar aðstæður. Mér finnst hún eiginlega flottust sem tvíkrækja nr. 12, þá er einhverju jafnvægi náð.

Hægt er að sérpanta flugur hjá Sigurberg Guðbrandssyni hnýtara í síma 696 1139.

26

Alexandra hefur gefið mér marga fiska þegar tregt hefur verið í Hlíðarvatni og einu sinni bjargaði hún túr í vötnin fyrir landi Mallands á Skaga. Þá hafði Álftavatnið verið steindautt drjúga dagsstund en þegar Alexandra sveif yfir vatnsflötinn og lenti loks með blautum kossi, var eins og suða kæmi upp í stórum potti. Menn gætu deilt um hvort það hafi verið einmitt sá tími dagsins eða hvort flugan réði úrslitum, ekki vildi ég storka örlögunum með að skipta um flugu og fá heim um það sanninn. Í mínum huga er Alexandra stundum algjör galdrafluga.“ Yngri veiðimenn sem við heyrðum í höfðu í einstöku tilvikum eitthvað um fluguna að segja. T.d. hafði einn hnýtari okkar Veiðislóðarmanna, Sigurberg Guðbrandsson þetta að segja: „Hef ekki mikla reynslu af notkun á Alexöndru en hef þó gert fína veiði með henni. Alexandra hefur reynst mér best sem straumfluga, hnýtt með augum til þyngingar. Set hana ekki oft undir en hún hefur gefið mér vel þegar ég hef

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2012

gert það. Mér er efst í huga þegar ég var við veiðar í Laxá í Aðaldal í urriðaveiði og var að veiða Höfðahyl. Þarna var ég með Pétur Pétursson, Húsvíking, mér til aðstöðar og fékk ég tvo væna urriða á stuttum tíma, báða á Alexöndru í straumflugu útgáfu. Þessir urriðar voru 52 og 56cm ef að ég man það rétt.“

Það var og Og annar veiðimaður í yngri kantinum, Svavar Hávarðsson, benti okkur á að Alexandra gefur ekki bara silung ef svo ber undir, heldur getur hún einnig reynst hin skæðasta laxafluga. Og það þarf engum að koma á óvart. Svavar sendi okkur tilvitnun af vef Affallsins frá haustinu 2010, en þá var að veiðast óhemjulega vel í ánni. En í tilvitnuninni stóð: „Nýtt met var slegið í Affallinu í gær þegar 49 laxar komu á land. Þar af tóku 37 rauðan Frances, en 12 tóku Alexöndru. Með veiði dagsins í dag fór Affallið svo í fyrsta sinn yfir 900 laxa.” Ritstjóri kastaði oft Alexöndru fyrr á árum. Þá var verið að stunda vötnin meira en nú til dags. Henni var kastað í Þingvallavatn, Elliðavatn, Vífilstaðavatn og einhver vötn á Arnarvatnsheiði, t.d. Arnarvatn litla. En engin var veiðin. Aðrar flugur voru að gera það gott, en Alexandra var bara ekki að standa vaktina. Á þeim árum fékk undirritaður þar með megna ótrú á flugunni. Mörgum árum seinna var tregt hjá okkur í Sjávarstrengjum Skálmardalsár, en þó slangur af bleikju á ferðinni. Eftir að hafa reynt margt var komið skap til að gera einhverja vitleysu. Þarna kúrði í boxinu gamalt lúið eintak af Alexöndru. Ótrúin sat föst við sinn keip og eftir öll þessi ár rann það upp fyrir mér að það voru grænu vængirnir sem fóru í


taugarnar á mér. Minntu á slý, engu var líkara en að slýhattur héngi á þessari flugu í hverju kasti. Ég sleit því vængina af flugunni, kastaði henni og fékk strax nokkrar bleikjur. Seinna fékk ég líka góða sjóbleikjuveiði á vængslitna Alexöndru í Hrolleifsdalsá í Skagafirði. Og það merkilega er, að þegar við gerðum fyrirspurnir til veiðimanna um reynslu þeirra af Alexöndru, fengum við m.a. þetta svar frá Erni I. Jóhannssyni: „Ég er búinn að nota hana í Þíngvallavatni í mörg ár, en byrja á að klippa megnið af vængjunum af, hef fengið allt uppí 6 punda bleikjur þannig.“

Af þessu má ráða, að hér er um margslungna flugu að ræða. Eina af mörgum gömlum klassískum flugum sem eru alveg hreint jafn góðar í dag og þær voru í gær. Menn eru bara hættir að nota þessar gömlu góðu. Ekki er vafi að það kryddar tilveruna á bökkum vatnanna að tína til af og til þessar eldri gersemar og athuga hvort þær gefi ekki enn fiska.

Veiðikortið 37 vötn Eitt kort 6.000 kr. www.veidikortid.is

00000 FLEIRI VÖTN ÓBREYTT VERÐ

27


fluguboxið Peter Ross

Séra Peter Ross og selshárin Þá er ekki síður skemmtileg forsaga hinnar þekktu flugu Peter Ross, sem er betur þekkt fyrir aflasæld heldur en Alexandra. Enn í dag nota margir Peter Ross í silunginn og einkannlega er púpuafbrigði af henni veiðisælt í andstreymisveiði, sérstaklega með lítilli kúlu framan á.

En hér er um stórmerkilega flugu að ræða. Þetta er ein þekktasta silungafluga allra tíma og menn hafa líka veitt lax á hana. Ef hún væri notuð reglulega sem laxafluga þá væri hún eflaust hátt skrifuð, enda hefur hún alla burði til að vera slík veiðikló. En sum sé, þá er hún fyrst og fremst silungafluga og með stóraukningu í notkun á kúlupúpum hin seinni ár, hefur hún einnig skotið upp kollinum sem afburðafluga af því tagi. Peter Ross er gömul fluga og á sér skemmtilega forsögu. Þá forsögu rakst ritstjóri á í bókinni “Lífsgleði á tréfæti”, eftir Stefán heitinn Jónsson fréttamann. Sú bók er afburðagóð lesning fyrir alla veiðimenn hvort heldur er skot- eða stangaveiðimenn. Hann fjallar m.a. um uppruna Peters Ross, þar stendur: -Í þessum orðum skrifuðum rifjast upp fyrir mér rétt einu sinni sagan um skírdagspredikun skoska prestsins, séra Peters gamla Ross, sem lenti í því fyrir 150 árum (skrifað 1998-99) á miðvikudaginn í dymbilvikunni að verða uppi-

28

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2012

skroppa með purpuralitað selshár þegar hann var að hnýta uppáhaldsfluguna sína, Teal and Red. Af þeim sökum varð rauði bolurinn undir gráyrjótta urtandarvængnum allt of stuttur og ekki nema svo sem 1/3 af lengd silfraða leggsins. En við þessu var bara ekkert að gera, og þegar hann reyndi svo þessa vanbúnu flugu um kvöldið, þá tóku silungarnir hana svo grimmt að hann hafði bara aldrei vitað annað eins. Það voru nú meiri ósköpin. Í predikuninni daginn eftir lagði hann svo út af ritningargreininni þar sem segir frá því þegar Jesús hitti Pétur og áhöfn hans við netabætinguna hjá Genesaretvatni og bað þá að hætta nú að veiða fiska og koma heldur með sér að veiða menn. “Og þeir gerðu það og fylgdu honum.Hóseanna!” sagði séra Peter Ross. Svo kom löng þögn innblásinnar undrunar sem lauk með andköfum, og hann bætti við: “En þeir voru reyndar ekki fluguveiðimenn!” Þetta er náttúrulega með alskemmtilegustu forsögum af nokkurri flugu, þó


eiga þær sér margar skemmtilegt upphaf og feril. Sá er þetta ritar hefur lítið haft af Peter Ross að segja. Tók einu sinni þó tæplega 4 punda urriða á hana í snarbrjáluðu veðri frá engjunum gegnt Elliðavatnsbænum. Mörg ár síðan. Veðurhamurinn var slíkur að það var enginn annar nógu vitlaus til að vera úti við í veiðiskap. Og rokið beint í fangið. Þessi veiði var mér líka minnistæð fyrir þær sakir að einhverju sinni var bíl ekið frá Elliðavatnsbænum og var skyndilega stöðvaður. Út úr honum vatt sér maður sem öskraði undan vindi svo undir tók í fjöllunum, “Er einhver veiððððiiiiiii......” Endurtók síðan öskrið enn hærra. Á móti snarvitlausu slagveðrinu datt mér ekki til hugar að reyna að öskra á móti og maðurinn hristi hausinn, gafst þá upp, stökk inn í bíl og ók burt, eflaust veltandi fyrir sér hvaða helv... fýlupoki þetta væri.

viðstöðulaust og við reyndum hverja fluguna af annarri, en þetta var bara sýning. Loks var félagi minn kominn með lúið eintak af Peter Ross, tvíkrækju númer 12 sem þótti smátt á þeim árum. Skyndilega lyfti sér lax nokkuð á skjön við hástökk allra hinna. Þetta var fyrir ofan félagann og hreyfing laxins minnti meira á uppítöku silungs heldur en laxastökk eða þegar þeir kafa upp með haus, bak og sporð. Félagi minn var í miðju bakkasti, en vatt uppá sig og sendi fluguna upp eftir, sum sé andstreymis, Peter Ross paddan lenti beinlínis í svelgnum eftir fiskinn, sem enn var stór á yfirborðinu, og var soginn ofan í kok á 8 punda hæng í sömu andrá. Eftir á að hyggja var þessi lax nokkuð sérkennilegur, því hann var mjög þéttdílóttur og meira að segja nokkuð sjóbirtingslegur. Þetta var þó lax við nákvæma skoðun, engin spurning um það..

Peter Ross, hefðbundin og sem púpa en þannig hnýtt er hún alvarlega banvæn silungum. Mynd: Heimir Óskarsson.

Þá var ég eitt sinn, einnig fyrir mörgum árum, í Elliðaánum og félagi minn og ég gátum ekki slitið okkur frá laxatorfunni í Kistunum. Laxar stukku

29


Sjávarfoss í Straumfjarðará. Myndir eru úr safni Ástþórs Jóhannssonar og Katrínar Ævarsdóttur.

30

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2012


veiðistaðurinn

Straumfjarðará perla á Snæfellsnesinu Ástþór Jóhannsson

31


veiðistaðurinn Straumfjarðará

Við stöldrum að þessu sinni við á bökkum Straumfjarðarár sem rennur til sjávar á sunnanverðu Snæfellsnesi. Hún er vestust hinna þekktu laxveiðiáa sem falla til sjávar á nesinu, allt frá Mýrum og út á nesið. Áin er í leigu hjónanna Ástþórs Jóhannssonar og Katrínar Ævarsdóttur í Dal og Konráðs Inga Jónssonar sem kenndur er við Litróf. Straumfjarðará er miðlungs stór á í smærri kantinu ef þannig mætti að orði komast, hún er veidd með fjórum dagsstöngum og er „minnsta“ áin í þeim skilningi þar sem þjónusta er höfð í veiðihúsi. Þau halda úti veglegri heimasíðu um ána, www.straumfjardara. is og styðst þessi texti að hluta við eitt og annað sem þar er að finna, að öðru leyti eftir samtölum við hinn margfróða Ástþór.

Veiði í Straumfjarðará er fyrst getið meðal annarra stórkostlegra eigna Helgafellsklausturs. Það kemur fram í máldagabók klaustursins frá 1378 og einnig í Vilkinsmáldaga frá 1397. En þar sem búið hefur verið við ána frá miðri 9. öld má búast við því að þar hafi veiðar verið stundaðar frá upphafi Íslandsbyggðar, á meðal írskra íbúa er þarna bjuggu fyrstir og hafa eflaust verið kunnugir handtökum við veiðar heiman að frá sér á Írlandi. En Straumfjarðará rennur einmitt um Dufgusdal sem heitir eftir írskum landnámsmanni er þar bjó og getið er um í Eyrbyggju. Helgafellsklaustur hefur að öllum líkindum haldið eignaréttinum frá miðri 13. öld. Í fornri dómabók er heimild frá 1351 um málarekstur Þorsteins ábóta Snorrasonar í Helgafellsklaustri og Ara Grímssonar, bónda nokkurs er bjó á bæ einum nærri ánni. Hafði sá síðarnefndi orðið uppvís að því að laumast í óleyfi í ána. Ekki var tekið mjúklega á þessari yfirsjón Ara bónda, því honum var gert að greiða klaustrinu sekt sem nam tíu kýrverðum. Það er upphæð sem ekkert

32

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2012

síður þá en nú myndaði talsverð verðmæti og mundi reynast þung refsing eignalitlum bónda; á núvirði, sekt sem nemur vel á aðra milljón. Í bókinni Rivers of Iceland sem skrifuð var af Major General R. N Stewart rétt fyrir miðja síðustu öld lýsir hann dvöl sinni við Straumfjarðará, en þessi veiðimaður sem ættaður var frá Skotlandi heimsótti ána í fyrsta sinn árið 1912 og síðan í einhver skipti næstu áratugina, allt fram yfir seinni heimsstyrjöld. Lýsingar hans eru stórskemmtilegar og fróðlegar, ekki síður lýsingar hans á mannlífinu, en lýsingar á veiðiskapnum. Áin var þýdd yfir á íslensku af Einari Fal Ingólfssyni ljósmyndara og blaðamanni fyrir síðustu jól og er skyldueign stangaveiðimanna fyrir allan þann fróðleik sem þar er að finna. Sérstakt veiðifélag var stofnað við ána árið 1938 og að stofnun þess stóðu landeigendur. Þegar komið var fram á þennan tíma hafði áhugi fjölmargra Íslendinga vaknað fyrir stangveiði og



veiðistaðurinn Straumfjarðará

áin þá þegar orðin eftirsótt til veiða. Í upphafi síðari heimstyrjaldarinnar tók að mestu leyti fyrir heimsóknir erlendra veiðimanna, en á sama tíma jókst áhugi heimamanna og fyrsta byggingin sem sérstaklega var byggð fyrir veiðimenn reis við ána. Um tíma voru tvö hús. Annað þeirra stóð nærri gamla brúarstæðinu, en hitt og það sem síðar varð helsta aðsetur veiðimanna um áratuga skeið stóð á svonefndum Hólavelli, sem hafði verið bæjarstæði á Dalsjörðinni um aldir. Á þessum árum deildu veiðimenn húsrými með ábúendum jarðarinnar Dals, sem á veiðitímanum flutti með sitt heimilishald út í hlöðu yfir sumartímann. Var sá háttur hafður á fram á sjötta áratug síðustu aldar. Árið 1975 fengu veiðimenn aðstöðu í nýbyggðu veiðihúsi, er reyst var nærri grunni þess gamla. Sumardag einn árið 1962 hóf Spánverji nokkur að venja komur sínar í ána og hann ásamt félögum sínum dvaldi þar við veiðar frá fyrstu viku í júlí og fram undir lok ágústmánaðar, ár hvert, allt fram til þess tíma að hann dró sig í hlé fyrir aldurs sakir árið 1995. Félagi hans einn Juan Palao er lengst af dvaldi með honum hélt út fram á nítugasta og sjötta aldursár sitt, en hann veiddi í síðasta sinn í ánni sumarið 2004 og hafði þá stundað veiði í ánni hvert sumar í nærri hálfa öld. Síðustu árin lét hann sér nægja að kasta flugu sinni fyrir laxana er safnast fyrir í Húshyl þegar líður á sumarið. Enn er hópur spánskra veiðimanna er dvelur hér við veiðar ár hvert og því má segja að „spánska öldin“ hafi ríkt hér við ána í fimm áratugi. Frá 1997 hefur eingöngu verið leyfð fluguveiði í ánni og Straumfjarðará var fyrst í hópi þeirra áa sem síðan hafa

Húshylur að ofan, Nýja brú að neðan.


9,5 kg. Þingvallaurriði Landað á Winston Boron IIIx #6 í maí 2012

Af hverju Winston? Einstakur karakter

Best geymda leyndarmálið? Það má segja að Winston sé eitt best geymda leyndarmálið í fluguveiði á Íslandi því svo lítið hefur farið fyrir þessu frábæra bandaríska merki sem á sér þó hóp harðra aðdáenda.Winston hefur lengi farið sínar eigin leiðir í efnisvali en þekktastar eru Winston flugustangir fyrir Boron stangarefnið. Winston flugustangir hafa sinn einstaka karakter sem engir líkja eftir en svo margir eru hrifnir af. Hefur þú prófað Winston? Ef ekki er svo sannarlega kominn tími til.

Einstök gæði Grænu stangirnar “Green Sticks” eru framleiddar í Bandaríkjunum Allar með lífstíðarábyrgð frá framleiðanda

STRANDGATA 49 - 220 HAFNARFIRÐI - SÍMI 555 6226 - VEIDIBUD@VEIDIBUD.IS

35


veiðistaðurinn Straumfjarðará

tekið upp slíkt veiðifyrirkomulag. Árið 2001 var byggður laxastigi í ána þar sem hafði verið nokkur hindrun fyrir göngufisk og við það dreifðist lax sér betur um ána. Næstu árin á eftir veiddist talsvert meira af laxi og á sama tíma jókst hrygning í ánni. Sumarið 2006 var tekið í notkun glæsilegt veiðihús sem vakið hefur athygli fyrir góða hönnun og staðsetningu. En skoðum nú helstu veiðistaði árinnar. Við stoppum ekki við þá alla, því veiðiskýrslur gefa skýrt til kynna hvar er góður staður og hvar ekki. Þó geta víða leynst laxar eins og þekkt er og Ástþór sagði okkur þegar við veiddum í ánni hjá honum s.l. haust að þegar vatnsmagnið væri vel yfir meðallagi, líkt og var seint í september í fyrra, þá mætti heita að áin væri einn óslitinn veiðstaður því nánast alls staðar mætti finna heppilegan stein, straumbrot eða pytt þar sem lax gæti unað sér. Við byrjum efst í ánni og það er Ástþór sem lýsir þessu í öllum aðalatriðum

Rjúkandi Efsti laxgengi veiðistaður árinnar. Hér safnast lax saman í kerinu undir fossinum. Best er að kasta á hann uppstreymis og draga línuna hratt að sér þegar hún berst með straumnum yfir fiskinn sem þarna liggur. Með þeirri aðferð er minni hætta á að styggja laxinn. Í góðu vatni liggur lax í strengnum rétt fyrir neðan fossinn. Þar getur komið styggð að honum ef ekki er varlega farið því nálægðin við laxinn er mikil. Þetta er góður staður og hefur gefið upp í 40 laxa á sumri og alltaf að minnsta kosti tveggja stafa tölu

Gíslakvörn Einn gjöfulasti veiðistaðurinn í efri hluta árinnar. Eins og víðar um ána þarf að gæta að sér því auðvelt er að styggja laxinn í hyljunum.

36

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2012

Best er að koma ofan frá fossinum og niður í gljúfrið að austan, enda keyrt að ánni þeim megin. Fiskur getur legið og tekið í strengjunum þar sem gljúfrið er þrengst og alveg niður á brotin þar sem breiðan endar. Í litlu vatni er betra að veiðastrenginn vestan frá. Hefur gefið upp í 61 lax og alltaf minnst tveggja stafa tölu síðustu árin, utan að 2009 veiddust þar aðeins þrír laxar!

Grænibakki Fallegur strengur með breiðu. Lax liggur gjarnan við klöppina efst í strengnum sem skiptir ánni og síðan alla leið niður á brotin, allt eftir vatnsmagni. Þarna veiðist lax upp úr júlí og síðan út veiðitímann ef vatn er í góðu meðallagi. Getur verið drjúgur og hefur komist í 19 laxa síðustu sumur, en líka dottið niður í 1-2 fiska.

Hýrupollur Djúpur stuttur hylur rétt ofan við veiðihúsið, þar sem áin fellur um klapparþrengingu. Þarna er straumiða mikil og erfitt að ná flugunni niður. Í dýpinu safnast laxinn fyrir og tekur fluguna þegar hún dansar í fryssinu. Í litlu vatni liggur lax í strengnum ofan við þrenginguna. Þessi staður gefur oftast dálítinn slatta af laxi, algengt 10 til 20 yfir sumarið.


Við Rjúkanda.

Bænhúshylur

Dalsfoss Veiðistaðurinn er rétt neðan við veiðihúsið og er fosshylur eins og nafnið ber með sér, að mestu umkringdur lágum hömrum. Í kverkinni framan við fossinn er laxastigi er byggður var 2001 til þess að bæta göngur fisks upp á efra svæði árinnar.

Lygnihylur Einnig nefndur PresidentFraman við klettana sem skipta Lygnahyl frá Litlafossi breiðir áin úr sér í fallegt ker sem rennur á klöpp með skessukötlum og þar liggur laxinn þegar árvatnið er í kjöraðstæðum. Veiðiskilin eru oft ógreinileg á milli Lygnahyls og Litlafoss, því fiskurinn sakkar sér úr stokknum niður á brotin og í strenginn þar fyrir ofan, eftir því sem vatnshæð árinnar eykst. Staðurinn er kjörinn í miklu vatni og heldur fiski frá upphafi vertíðar og fram í lok veiðitímans. Helsti tökustaður er út af klapparhorninu vestan megin árinnar. Þegar vatnsstaða er óvenju há leggst lax og tekur við bakkann austan megin, niður á brotinu. Í miklu vatni, sérstaklega ef fiskur er í göngu fyrri hluta sumars myndast strengur út af eyri er skiptir ánni rétt neðan við flúðina sem markar veiðistaðinn. Í vatnavöxtum getur myndast þar góður veiðistaður sem nefnist Þvottastrengur, þegar lax flýr ólguna sem myndast neðan við Dalsfoss og í stokknum neðan við hann. Þrátt fyrir allt þá er staðurinn mishittur milli ára, hefur gefið frá 1 laxi upp í 54 og heldur virðist hann hafa dalað allra síðustu sumur.

Neðan við túnið hjá veiðihúsinu rennur áin í löngum klapparstokki, sem má þekkja af símalínu sem strengd er á milli staura um miðjan hylinn. Undir línunni er einmitt tökustaður, en lax færist upp eða niður strenginn eftir vatnshæð og straumþunga. Það er eitt af einkennum Straumfjarðarár að í rigningartíð getur hún bætt við sig miklu vatni og því er fiskur sífellt að færa sig í breytilegri vatnshæð, ekki síst á veiðistöðum eins og þessum. Um miðjan hylinn marar langur klettur í kafi og í straumnum vestan við hann tekur laxinn á milli hamranna sem skipta hylnum frá breiðunni fyrir neðan. Þar liggur síðan laxinn þegar vatn vex og þá liggur hann og tekur fluguna alveg niður á brotin og enn neðar í strengjunum þar fyrir neðan sem myndast þegar áin flæðir. Bænhúshylur er að öllu jöfnu virkur upp úr mánaðarmótum júní/júlí og helst virkur fram í lok veiðitíma. Hann er með betri veiðistöðum og fer ekki undir tveggja stafa veiðitölu. Hefur mest gefið 41 lax hin seinni ár.

Svartibakki Hér fellur áin litlu neðar um grjótþrengingar eða smáflúðir og breiðir síðan úr sér neðan þeirra. Út af klöppunum er myndarlegur steinn sem þrengir að staumnum. Neðan við hann og alla leið niður breiðuna er tökustaður laxa og ræður vatn hversu ofarlega laxinn tekur. Í miklu vatni tekur hann út frá steininum neðarlega á breiðunni og í verulega kröftugu veiðivatni verður til annar strengur nokkru neðar, rétt ofan við holtið þar sem áin beygir til vesturs. Svartibakki er í góðu vatni fallegur og gjöfull staður, en heldur illa fiski þegar vatnsstaða í ánni er lág. Í gegnum árin hefur hann reynst drjúgur og gefið upp í 73 laxa í besta ári (2008)

Nýja brú Á þessum veiðistað þar sem þjóðvegurinn vestur á nes þverar ána er auðvelt að fylgjast með laxagengdinni og þegar komir eru laxar í brúarhylinn í upphafi vertíðar er ljóst að fiskur er genginn á fleiri staði. Þegar líður á sumarið geta laxar legið í tugatali í hylnum undir brúnni og þar veiðist lax alla vertíðina. En þeir

37


veiðistaðurinn Straumfjarðará

taka illa í litlu vatni. Í slíkum skilyrðum eru meiri líkur á að hann taki fáeina metra ofan við eystri brúarstólpann. Í góðu vatni dreifir fiskurinn sér betur og leggst niður á breiðuna neðan brúarinnar, allt niður undir flúðirnar. Einnig getur lax legið í strengjunum sem myndast í miklu vatni ofan við brúareyrina og í strengjum þar enn ofar. Brúarhylurinn er veiddur beggja vegna allt eftir skilyrðum á hverjum tíma. Í góðu vatni er Brúarhylurinn gjöfull staður og einn sá besti og jafnasti í ánni, iðulega að gefa 40 til 50 laxa..

Húshylur (Hylstapakvörn) Einn fengsælasti veiðistaðurinn í ánni. Í meðalvatni tekur laxinn niður af grjótunum sem raðað hefur verið við bakkan til þrengingar, efst í strengnum. Í góðu vatni myndast fleiri strengir niður breiðuna og laxinn dreifist betur um hylinn og fer að taka út af klöppunum sem skaga út úr holtinu á bakkanumveiðihúsamegin. Í miklu vatni liggur laxinn mjög neðarlega. Skemmtilega fjölbreyttur staður sem gefur þetta 30 til 70 fiska á sumri og margur byrjandinn hefur sett þar í lax, svo hæg eru heimatökin.

Neðri Ármót Þarna bætast árnar Fáskrúðarbakkaá og Grímsá við vatnakerfi Straumfjarðarár. Rétt neðan við útfall þeirra er klöpp sem skagar út í ána og í strengnum þar niður af er helsti tökustaðurinn. Hinsvegar getur lax legið ofan við klöppina og einnig nokkuð langt niður eftir breiðunni, ekki síst þega líður á vertíðina, því staumurinn nær langt niður úr veiðistaðnum. Þennan stað þarf að veiða frá báðum bökkum árinnar, til að hann sé fullreyndur. Oftast drjúgur, en þolir illa lítið vatn. Hefur oft skilað um Sjávarfoss Fyrri hluta sumars er mikið líf í þessum veiðistað þar sem nánast hver einasti lax sem gengur í ána og veiðast ekki á svæðunum þar fyrir neðan, fer um fossinn. Best er að veiða staðinn af rauðamölshellu sem gengur inn undir fossinn, eða af eyrinni neðan við. Laxinn tekur í hvítfryssinu neðarlega og niður alla fossbreiðuna að broti. Þarna getur lax verið að taka á mjög grunnu vatni, en varast þarf að láta ekki skugga falla á hylinn þegar sólin skín úr

38

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2012

vestri á eftirmiðdögum. Í miklu vatni verður til annar strengur utan við megin veiðistaðinn og þá er veitt af klöppunum sem mara í kafi austan við strenginn. Þetta er líklega besti veiðistaður árinnar þó hann sé ekki jafngjöfull alla vertíðina. Hefur komist í 118 og 119 laxa allra síðustu sumur.

Snasi Niður með holtinu austan og neðan við Sjávarfoss liggur löng breiða sem endar í nokkuð djúpum hyl neðst við holtsendann. Út frá klöppinni sem þar skagar út í hylinn er helsti tökustaðurinn í Snasa. En auk þess geta fiskar tekið þar sem þeir leynast upp eftir strengnum við grjótin. Er afar mishittur, 0 til 98 er sveiflan.

Neðri Nethamar Langur strengur sem rennur með lágu mýrarholti. Þarna gætir sjávarfalla í stórstreymisflóði. Nokkuð er af bleikju í strengum stuttu eftir að fer að falla aftur út og enn frekar neðst við klappirnar þar sem hylurinn er dýpstur. Þegar lax er að ganga er ágæt laxavon víða um strenginn. En það ræðst af því hvernig staðurinn mótast um veturinn. Þarna rennur áin á nokkuð skriðulli möl sem á það til að fletja út staðinn og þá stoppar laxinn þar síður. Allra síðustu sumur hefur mölin skemmt veiðistaðinn, en hann hefur þó verið gjöfull, t.d. veiddust þar 59 laxar 2003 og 24 laxar 2004.

Sökkur Í beygjunni neðan við eyrina hjá Nethamrinum neðri rennur áin við holtið sem nær niður í ósasvæði árinnar, þar getur safnast upp bleikja og einn og einn lax veiðist þar. Þó ekki árlega. Fyrst og fremst er þetta silungastaður sem gaman er að kasta í. Á flóði hverfur veiðistaðurinn og kemur ekki í ljós aftur fyrr en að fellur út á ný. Á meðan flæðir er veiðistaðurinn ónýtur. Sumarið 2004 veiddust þarna 32 laxar og 2005 18 stykki. Annars hafa fáir laxar veiðst, aðallega bleikja sem fyrr segir. Og hér lýkur Straumfjarðará för sinni til sjávar. Lesendur geta skoðað meira tæmandi lesningu um veiðistaði árinnar með því að fara á: www.straumfjardara.is


Lax-, silungs- og skotveiði Hrútafjarðará, Breiðdalsá, Jökla, Minnivallalækur og Fögruhlíðará

www.strengir.is

39


fjölskylduveiði Vífilstaðavatn

Algert lykilvatn og hentar öllum Vífilstaðavatn er eins og vasaútgáfa af Elliðavatni og eykur vatnið fjölbreytnina á höfuðborgarsvæðinu svo um munar. Þetta er lítið vatn, aðeins um 0,27 ferkm að flatarmáli og er jafnvel vorveiðivatn númer eitt á Íslandi, því þar má hefja veiðiskap 1. apríl núorðið á meðan menn þurfa að bíða lengur eftir Elliðavatni. Það er ekki þar með sagt að það leysist einhver svaka veiði úr læðingi, en ef það vorar sæmilega þá er von og auk þess fara þangað margir nánast gagngert til að liðka kasthöndina og fá útrásina og útiveruna sem blundað hefur allt of lengi yfir skammdegismánuðina. Það er bæði urriði í vatninu og bleikja. Bleikjan var aðalfiskurinn og algengust er hún frá tæpu pundi upp í 1,5 pund, en af og til, sérstaklega tímabundið á vorin, er eins og einhver lokuð klíka af vænni bleikjum geri vart við sig og þá er gaman að vera við vatnið með rétt agn á endanum. Slíkar bleikjur eru í kringum 2 til 2,5 pund og ein og ein slefar í 3 pund. Svona uppákoma var í vatninu rétt eftir miðjan apríl nú í vor og þetta er vel þekkt. En bleikjan hefur þó dalað í vatninu eins og víðar og urriðinn tekið meira við. Urriðinn er mest 1 til 1,5 pund og hann hrygnir í Vífilstaðalæknum sem fellur úr vatninu og rennur til sjávar í Arnarvogi. Leyfilegt er að veiða í öllu vatninu, en það má kannski útlista það sem galla

40

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2012

við vatnið, af því að það er svo lítið, að veiðin er best á tiltölulega afmörkuðum svæðum. Það eru grasbakkarnir að sunnanverðu og svo ströndin undir hlíðinni að norðaustan. Menn veiða á báðum svæðum frá landi og svo er vaðið út. Vatnið er ekki ýkja djúpt og hægt að vaða víða og sums staðar langt. Það er mál manna sem þekkja Vífilstaðavatn, að þar sé veiði best snemma. Apríl getur þó verið brokkgengur, en þegar líður á mai fer að glæðast verulega. Mai hefur að vísu verið svellkaldur þetta árið og því hefur mánuðurinn verið brokkgengur líka, en júní verður þá bara betri. Júní er alltaf góður, sérlega fyrri hlutinn. Menn hafa talið að júlí sé daufari, en síðan fari hrygningarbleikjan að hlaðast upp “undir hlíðinni”


Frá Vífilstaðavatni. Mynd Jón Eyfjörð.


fjölskylduveiði Vífilstaðavatn

er líður fram í ágúst og þá sé iðulega góð veiði. Í ágúst eru margir hins vegar hættir að eiga við vötnin í nágrenninu, farnir annað. Það er algengt að menn séu í vötnunum á vorin og fram í sumarbyrjun á meðan að beðið er eftir “alvöru” veiðiferðunum. Eins og víðar, veiða fluguveiðispekúlantar oftast best í vatninu og í frábærum bókarflokki Eiríks St. Eiríkssonar, Stangaveiðihandbókin, er í fyrsta bindi greint frá vatninu og í spjalli við Þór Nielsen, sem gjörþekkir vatnið eftir að hafa stundað það um langt árabil, kemur fram að bestu flugurnar eru að hans dómi Peter Ross, Vífó grá(eftir Þór sjálfan), Engjaflugan (eftir Jón Petersen), Herdís (eftir Jón Sigurðs­son) og svo Tailor, sem telst meiri almannaeign líkt og Pétur Ross. En það geta fleiri veitt en sérfræðingarnir og þetta er frábær staður fyrir krakka og byrjendur. Mikill fiskur á ferð og stutt að fara. Ef ekki eru flugustangir með í för þá hafa margir veitt vel með flugu í flotkúlu. Hafa tauminn eins langan og viðkomandi ræður við og draga lúshægt. Einnig gefur maðkur í flotkúlu á tíðum. Beita lítið á smáan öngul og hylja öngulinn vel. Það er einmitt algeng mistök sem menn gera, að hafa of stóran öngul og beita of glannalega. Bleikjan er afar háttvís og er ekki fyrir stóra bita, a.m.k. ekki í þessu vatni og mörgum öðrum. Það sama gildir um urriðann á þessari veiðislóð. Það gilda strangari reglur um umgengni við Vífilstaðavatn en víðast hvar, þó svo að góð umgengi eigi að vera regla alls staðar, því vatnið nýtur ákvæða vatnsverndar. Hundar eru bannaðir og einnig er bannað að tjalda, svo og notkun vélbáta.

42

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2012

Garðabær á vatnið, en hægt er að kaupa veiðileyfi í Golfskála GKG við Vífilstaðaveg. Einnig skal á það bent að handhafar Veiðikortsins, www.veidikortid. is mega veiða frítt í vatninu eins oft og þá lystir, þess vegna allan daginn alla daga fram á haust. Dorgveiði er einnig leyfð hér og hún getur verið skemmtileg, sá er þetta ritar ólst upp í Garðabænum og lærði til veiðimennsku við Vífilstaðavatn og Vífilstaðalæk. Þá fórum við félagarnir oft og iðulega að vökunum í norðausturhorninu, hirtum ekki um að bora göt heldur köstuðum spón yfir vakirnar, drógum þá af ísnum og létum þá falla ofaní. Vorum svo á skaki og fengum fallegar bleikjur. Menn eiga þó auðvitað að vara sig á þessum vökum, sem stafa af kaldavermslum og uppsprettum. Stundum sátu norskir gráhegrar í grenitoppum sumarbústaðar sem þarna er og biðu þess að við hættum og hypjuðum okkur heim til að þeir gætu sem fyrr setið einir að veiðiskapnum, en af verksummerkjum leyndi sér ekki að þeir notuðu vakirnar til að veiða. Það gerðu einnig minkar, ummerkin um það leyndu sér ekki, traðk í snjó, lítil vel „negld“ spor og síðan blóðblettir við vakarbrún og síðan slóð eftir mink með dauða bleikju sem rekja mátti langar leiðir að bælum minkanna. Nú orðið halda hegrarnir þó meira til við Urriðakotsvatnið og mink hefur fækkað mikið þarna. Umsjónarmenn Veiðislóðar líta á Vífilstaðavatn sem algert lykilvatn. Það er frábært fyrir alla, kunnuga sem ókunnuga, reynda sem óreynda, unga sem gamla og alla þar á milli.


ÓDÝRA VEIÐIBÚÐIN SAVAGE GEAR SÍLIKONBEITAN ER AÐ GERA ALLT VITLAUST Í URRIÐAVEIÐINNI

· ÓDÝRAR FLUGUR · ÓDÝRIR SPÚNAR · ÓDÝRAR VÖÐLUR · ÓDÝRIR JAKKAR · ÓDÝR HJÓL · ÓDÝRAR STANGIR · ÓDÝRA VEIÐIBÚÐIN BEITAN Í VEIÐIFERÐINA

ORMAR OG MAKRÍLL

SAVAGE GEAR 4PLAY SÍLIN ERU ÓTRÚLEGA EÐLILEG Í VATNI OG VEIÐA VEL

KRÓKHÁLSI 4 - 110 REYKJAVÍK - SÍMI 517 8050 Í leiðinni úr bænum MÁN. TIL FÖS.- 9 TIL 18 /// LAU. - 10 TIL 16

43


Torfavatn á Lýsusvæðinu. Mynd gg.

44

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2012


fjölskylduveiði

Vatnasvæði Lýsu á Snæfellsnesi er paradís fjölskyldunnar

Vatnasvæði Lýsu er á framfæri Gunnars Jónassonar í Lýsudal. Gunnar hefur komið á fót hressilegri ferðaþjónustu í Lýsudal og hefur Lýsuvötnin á kantinum fyrir gesti og gangandi. Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur svæðið í umboðssölu að auki, þannig að leyfi á svæðið eru aðgengileg.

45


Fyrirsögn Fyrirsögn Inngangur

1 2

3

4

46

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2012


Vatnasvæði Lýsu er vestur á Snæfellsnesi og samanstendur af nokkrum vötnum, sprænum á milli þeirra og síðan efsta hluta af þeirri á sem fær nafnið Vatnsholtsá áður en yfir lýkur. Svæðið sem um ræðir klárast hins vegar í svokölluðum Kistuhyl efst í Netá, sem rennur úr Lýsuvatni sem er stærsta og neðsta aðalvatn Lýsuvatna. Þar fyrir neðan er Vatnsholtsá og Hópið sem er leigt út sér og kemur ekki hér við sögu. Efst á þessu svæði eru tvö smávötn sem koma lítt við sögu. Í þeim er þó fiskur og úr þeim renna lækir í Torfavatn. Úr Torfavatni rennur síðan stubbur yfir í Reyðarvatn sem er ögn vestar. Stubburinn stuttur. Í Reyðarvatn að austan kemur einnig annar lækur. Við þessa lækjarósa eru góðir veiðistaðir. Úr Reyðarvatni rennur síðan Króká/Miðá, stæðileg lækjarspræna sem fellur út í Lýsuvatn. Lýsuvatn er stærst vatnanna þriggja og líklega það vatn sem mest veiðist í.

1 Sprænunrar á milli vatnanna eru yfirleitt fullar af silungi. 2 Hér hefur urriði gripið fluguna, en bleikjan er tíðari. 3 Hin nýja aðstaða fyrir ferðamenn í Lýsudal. 4 Gunnar í Lýsudal.

Samkvæmt Gunnari, og fleirum sem veitt hafa reglulega í vötnum þessum og stubbum, þá er hér að finna flesta þá fiska sem prýða íslensk veiðivötn og ár. Mest er af bleikju, en einnig er drjúgt af urriða. Sjógengnir fiskar af báðum tegundum ganga einnig inn á svæðið en stundum vita menn ekki hvort að bleikjur sem veiðast eru staðbundar eða sjógengnar og þá fyrir nokkru komnar úr saltinu. Auðveldara er að greina birtinginn. Síðan er talsvert af laxi í vötnunum og einnig í sprænunum þegar vætutíð er þar vestra, sem er oftast á haustin hin seinni ár. Svo eru auðvitað hér álar og hornsíli, en stangaveiðimenn vilja sem minnst vita af þeim félögum. Laxinn er að uppistöðu eins árs lax úr sjó, mest 4 til 6 pund. En

stærri veiðast af og til og laxar allt að 18 pundum hafa veiðst hér. Bleikjan er af ýmsum stærðum, mikið af henni er smá, en það er líka talsvert af 1-2 punda fiski. Urriðinn er jafn vænni en bleikjan, mikið 1 til 2 pund og stærri fiskar veiðast af og til. Birtingurinn er af svipaðri stærð og staðbundni urriðinn. Ef við skoðum svæðið sem slíkt, þá veiðist mest af laxinum í vötnunum. Það eru ákveðnir blettir í þeim öllum, en Lýsuvatnið er þó þeirra best. Þar veiðist laxinn í Kistuhyl, þ.e.a.s. í útfallinu vestast og einnig er gott að vaða frá suðurbakkanum í átt að stórum steini sem stendur upp úr vatninu mjög austarlega, út af ósi Krókár/Miðár. Frá suðurbakkanum er fyrst grunnt, en síðan dýpkar og þarna er áll og í honum bæði bleikja og lax. Oft stekkur hann þarna. Stundum vaða menn líka út frá ósi Krókár/Miðár ef þeir koma þar að eftir að hafa farið með henni og veitt. Það er talsvert að vaða, en auðvelt. Króká/Miðá er oft og tíðum afar veiðisæl. Hún er vatnsmesta sprænan á svæðinu að Vatnsholtsánni undanskilinni, og í henni eru nokkrir hyljir. Sá mikilvægasti er um miðbik sprænunnar þar sem kemur fremur kröpp beygja. Þarna sýður stundum og kraumar vatnið af bleikju og sá er þetta ritar hefur oftar en einu sinni komið þarna að og bókstaflega mokað upp fiski. Eitt sinn kraumaði hylurinn og við sátum tveir, hvor á sínum bakkanum og skiptumst á að kasta litlum dökkum flugum, líklega Tiel and Black, og það var á í hverju kasti hjá okkur báðum uns við bara hættum, búnir að landa fimmtíu bleikjum. Og ekkert lát á tökum og sá ekki högg á vatni í bleikjutorfunni!

47


fjölskylduveiði Vatnasvæði Lýsu

Og um alla Króká/Miðá er veiðivon, með bökkum, í kringum steina hér og þar og þar sem áin breiðir úr sér rétt ofan óssins. Oft er talsvert af fiskinum smátt, en oft, oft eru vænir fiskar í bland og jafnvel talsvert af þeim. Erum við þá að tala um 1,5 til 2 punda bleikjur sem eru náttúrulega frábærir fiskar að kljást við á léttar stangir. Þegar vatnsgusur hlaupa í svæðið í rigningum er oft hægt að hitta á lax í Króká/Miðá, sérstaklega í Inngangur nefndum hyl um miðbikið. En það má ekki gleyma því að þetta er bara lækur og viðkvæmur samkvæmt því. Það þarf að fara varlega að ánni. Jafnvel krjúpa eða sitja þegar veitt er.

Fyrirsögn Fyrirsögn

Í Reyðarvatni eru laxablettir, einkum vestarlega nálægt ósi Krókár/Miðár, en silungavon alls staðar nánast. Einna veiðilegast í Reyðarvatni er þó þar sem lækirnir renna í vatnið austast. Sérstaklega sá efri, sem fer í vatnið í tveimur strengjum og er nokkurt dýpi í vatninu þar framan við. Þarna fá menn oft góð bleikjuskot og fyrir kemur að laxinn er líka að snuðra að lækjarósunum. Enda fer hann upp í Torfavatn, sem er reyndar austan við neðri lækinn. Stundum er svart af bleikju niður af ræsinu á þeim læk, en fregnir herma að erfitt sé að koma agni að þeim fiskum og þeir taki í samræmi við það mjög illa. Torfavatn er gott silungsvatn og sumir segja að eftir því sem austar dregur á svæðið aukist urriðaveiðin. Það eru líka laxablettir í Torfavatni, einkum vestarlega á suðurbakkanum. Gunnar er til reiðu að leiðbeina gestum hvar laxinn liggur helst. Hann segir að fyrir nokkrum árum hafi laxveiðin fyrst og fremst verið á maðk þar sem menn hentu út maðki með flotkúlu og biðu svo rólegir þar sem agnið lá í vatninu.

48

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2012

Það gat tekið mislanga stund, en svo tók fiskur og þá ruku menn til að tóku stöngina og lönduðu feng sínum. „Seinni árin eru menn að veiða meira og meira með flugu og það er að skila sínu líka. Greinilega vel hægt að nota það agn,“ segir Gunnar. Og þar sem spónn er leyfilegur þá tekur fiskur líka það agn. Hitt er svo annað mál, að spónveiði er kannski sú aðferð sem mest er krefjandi á þessum slóðum sökum þess að vötnin eru ekki sérlega djúp og þau eru auk þess töluvert gróðurmikil. Þeir sem nota spón verða því að búa sig undir að eyða nokkrum tíma í að slíta slý af önglunum. Þetta er fjölskylduparadís. Aðgengi að veiðisvæðinu er auðvelt og þægilegt. Hvergi langt að ganga nema að menn taki sig til og rölti upp í smávötnin fyrir austan Torfavatnið. En það er þó engin svakaleg vegalengd! Engin þörf á jeppa. Hægt að kaupa gistingu í Lýsudal hjá Gunnari eða slá tjaldi eða tjaldvagni á skipulögðum svæðum til slíks á sama stað. Þetta er hættulítið umhverfi fyrir t.d. smáfólkið og fyrir hina þá er fjallahringurinn svo feiknalegur, með Snæfellsjökul og Stapafell í öndvegi, svo tilkomumikill að það er augnayndi að líta uppúr veiðiskapnum, hvort heldur vel gengur eða verr. Það er ekkert á vísan að róa á þessu svæði frekar en öðrum, en eitt geta gestir svæðisins verið full vissir um, og það er að það er allt morandi í fiski.


Á heimasíðu Stangaveiðifélags Reykjavíkur er að finna laus veiðileyfi í mörgum af bestu laxveiðiám landsins. Norðurá í Borgarfirði, Langá á Mýum, Laxá í Dölum og Laxá í Aðaldal eru aðeins nokkrar af þeim frábæru veiðiám sem félagið hefur upp á að bjóða.

LAXVEIÐITÍMABILIÐ ER AÐ HEFJAST!

Kynntu þér málið á www.svfr.is – stærsta veiðileyfasöluvef landsins.


eitt og annað Vöðlur

Tímabært að huga

að vöðlum og vöðluskónum Nú þegar veiðitímabilið er um það bil að fara af stað á Íslandi og margir búnir að umraða í fluguboxinu og athuga hvort stöngin sé ekki á réttum stað er ekki úr vegi að fara yfir vöðlurnar.

Hvar eru þær eiginlega? Skyldu þær leka já, eru skórnir slitnir? Gott er að fara yfir vöðlurnar og skoða hvort ekki var gat á þeim síðan í fyrra. Nú þegar margir hafa komið með vöðlurnar í viðgerð til okkar á Skóstofuna þá er ekki úr vegi að fara yfir þær og meta hvort ekki þurfi að laga þær.

gat á skóna. Hægt er að laga skóna með því að setja hælfóður í þá og koma þá í veg fyrir að þeir geri gat á sokkana. Ef svo illa vill til að sokkarnir eru skemmdir þá er hægt að laga þá, en einng er hægt að skipta um sokka á flestum vöðlum og eigum við hjá Skóstofuni þá á lager núna.

Flestar öndunarvöðlur mega fara í þvottavél á hita 30 og hefði verið gott að gera það í haust. Mold og önnur óhreinindi sem komu á vöðlurnar í fyrra eru líklega búin að gera gat á þær , það gerist þegar vöðlurnar eru blautar og vatnið gufar upp og óhreinindin sitja eftir. Þegar þú svo tekur vöðlurnar og ferð í þær í næsta veiðitúr þá er hætta á að það komi sprungur í textílinn að utan og þær fara að leka.

Þó nokkuð hefur borið á því að vöðlur koma í viðgerð eftir veiði síðasta sumars og er sorglet að sjá að vöðlurnar eru orðnar stífar á utanverðum lærum eftir að menn þurrka hendurnar utan í þær og skylja eftir sig beituslím sem skemmir vöðlurnar mjög fljótt.

Einnig er nauðsynlegt að skoða sokkana og athuga hvort þeir eru ekki farnir að nuddast við hælinn. Ef svo er þá er nauðsynlegt að skoða vöðluskóna og ef það eru skemmdir innan í hælnum við hælkappann þá er öruggt að það geri

50

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2012

Þó nokkuð er orðið um öndunarvöðlur með rennilás að framan og er rétt að minna á að renna nú lástnum alveg niður áður en farið er í eða úr vöðlunum. Rennarinn getur skemmst og þá lokast lásinn ekki alveg eins og til er ætlast og er í sumum tilfellum ekki nokkur möguleiki að laga það, lásinn er vatnsheldur í upphafi en tiltölulega viðkvæmur fyir álagi svo rétt er að passa


- fjöldi veiðsvæða um land allt

að smyrja hann eilítið. Gott er að nota kerti til að renna upp og niður þá verður hann liprari, nú eða bara þvo hann með sápu og skola vel. Lásarnir eru enn mjög dýrir og ekki enn hægt að skipta um þá svo muna nú að nota tippið eins og sumir vilja segja. Oft er hægt að endurnýja filltið á skónum svo þar getur maður sparað og látið skóna endast lengur. Einnig er hægt að sauma slitna sauma og láta þá endast lengur. Vöðlur með áföstum skóm eða stígvélum er einnig hægt að endurnýja og laga svo gott er að skoða það vel hvort ekki þurfi að laga eða skipta um fyrir næsta veiðitímabil. Lárus Gunnsteinsson

Söluvefur sem aldrei sefur Bestu verðin - Sértilboð í hverri viku

Skóstofan efh. www.skostofan.com

51


ljósmyndun Matt Harris

Ég elska alla veiði af ástríð Veiðislóð er með heppnina með sér enn eina ferðina í þessum fjölbreyttu og fallegu ljósmyndasöfnum. Það er gaman að því að hafa getað verið með átta jafn frábrugðin og að sama skapi frábær gallerí og eins og sjá má á næstu síðum þá er enginn aukvisi hér á ferð. Ljósmyndarinn að þessu sinni er hinn breski Matt Harris sem er með þekktari fluguveiðiljósmyndurum heims. Matt hefur veitt og myndað um allan heim, allt frá „Regnskógunum í Amazon að Norður heimsskautinu,“ eins og hann segir sjálfur. Hann nefnir staðarnöfn og þau eru, auk Íslands, Alaska, Argentína, Ástralía, Bahamas, Brasilía, Skotland, Kúba, Guatemala, Mongolía og...og...og...mörg önnur. „Eftirlætisfiskar mínir eru stórir Atlantshafslaxar og heitsjávarfiskurinn Permit. Ég elska þó alla veiði af mikilli ástríðu,“ segir Matt, en myndir hans hafa birst víða, svo og greinar sem hann skrifar gjarnan, auk þess sem þær hafa unnið tilverðlauna, m.a. hjá Fuji, Kodak, Polaroid og Alþjóðasamtökum ljósmyndara svo eitthvað sé nefnt. Hann hefur starfað við gerð veiðiljósmynda í 15 ár og unnið fyrir marga, m.a. Frontiers, Hardy´s, Rio, Patagonia, Orvis, Airflo, Aardwark McCleod, The Fly Fisher Group o.fl. Gefum Matt aðeins orðið: „Ég nota mest myndavélar og linsur frá Canon. Fyrst og fremst nota ég EOS 1Ds Mk3 og EOS 5dMk2 og ég er að vonast eftir því að koma höndum yfir hinar nýju EOS 1Ds X og 5D Mk3 á næstunni, en mér líst afar vel á þær. Ég nota margar gerðir af linsum, m.a.: 14mm f2.8 16-35mm f2.8, 24-70 f2.8, 100mm f2.8 macro og 70-200 f2.8, með 2X millistykki þegar þörf krefur. Auk þess að taka myndir þá skrifa ég mikið um veiði og hafa greinar eftir mig birst m.a. í The International Game Fishing Association Magazine, Esquire, GQ Magazine, Conde Naste Travel, The Sunday Times Travel Magazine, This is Fly, Catch Magazine, The Atlantic Salmon Journal, Trout and Salmon, Fieldsports Magazine, Trout Fisherman, Adventure Fishing, Flugfiske-feber og The Farlows Magazine. Ég vil líka nefna það að ég leyfi NASF oft að nota myndir mínar endurgjaldslaust og hvet alla þá sem vilja kynna sér velferð hins stórkostlega Atlantshafslax, að heimmsækja www.nasfworldwide.com Hægt er að sjá meira af afurðum Matts Harris hér: www.mattharrisflyfishing.com

52

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2012


รฐu

53


54

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2012


Kunnuglegt umhverfi við Norðurá í Borgarfirði.

55


ljósmyndun Matt Harris

56

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2012


57


ljósmyndun Matt Harris

Bjargstrengur í Langá.

58

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2012


59


60

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2012


Undurfagurt umhverfi Hítarár.

61


ljósmyndun Matt Harris

62

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2012


63


Grímulaus gleði á bökkum vatnanna.

64

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2012


Sviflétt kría á ferðinni.

65


einu sinni var

Kristján Benediktsson á Hólmavaði

....og setti fljótlega í

stóran kolmórauðan

dólg

Í dag er það Bensi á Hólmavaði, en áður var það Kristján á Hólmavaði, karl faðir Bensa. Við erum að tala um Hólmavað í Aðaldal, á bökkum Laxár í Aðaldal. Kristján gamli er látinn fyrir all nokkrum árum, en hann var goðsögn þar nyrðra og einn slyngasti stangaveiðimaður sinnar samtíðar. Sem bóndi á Hólmavaði var Laxá að sjálfsögðu hans á. Kristján var líka frægur fyrir reykhúsið sem margir heimsóttu með feng sinn. Þaðan kom sá brimsaltaði taðreykti lax sem svo margir tóku ástfóstri við. Kristján var með hrikalegar krumlur eitt sinn er ritstjóri sá hann svipta upp á borðið 15 punda laxi til flökunnar, virtist stórlaxinn hreinlega tínast í frumskógi risavaxinna fingra og breiðra lófa! Síðan gerðist allt nánast á hraða ljóssins og mest varð maður undrandi að fingur flakarans skyldu ekki skola niður af borðinu með slóginu. Bensi, Benedikt Kristjánsson, sonur Kristjáns, hélt hefðinni gangandi árum saman eftir dag föður hans, en síðan mátti eigi drepa laxa úr Laxá lengur og reykhúsið gat ekki staðið undir silungi einum saman og laxi úr öðrum ám. Ritstjóri þessa blaðs var svo heppinn að hitta Kristján Benediktsson á Hólmavaði nokkrum sinnum. Fyrsta skiptið var snemma vors 1983, nánar tiltekið í mai og

66

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • maí 2011

það var kalt vor líkt og nú, frost um nætur og lágar hitatölur á daginn. Kristján mátti varla vera að því að tala við mig, var á kafi í sauðburði, en vegna þess að eiginkona mín var með í för, dóttir Benedikts heitins Jónssonar, eins af upphafsmönnum Húsavíkurdeildar Laxárfélagsins og mikill vinur Kristjáns, þá gaf hann sig í klukkustund og viðtalið var tekið í skjóli og sólskini undir húsvegg á Hólmavaði. Kristján byrjaði viðtalið reyndar á því að rifja upp hversu gaman það hefði verið á yngri árum, að bjóða upp í dans tengdamóður minni Önnu Soffíu. En það er önnur saga og allt er þetta fólk látið í dag. Sumt er geymt á prenti sem betur fer og þó viðtalið við kristján væri stutt þá er það eigi að síður mikils virði. Viðtalið birtist í bókinni Varstu að fá’ann? sem út kom snemma vetrar 1983. Ekki er ætlunin að birta það allt hér, frekar nokkur valin brot og við bara byrjum: – Einn eftirminnilegasti veiðidagur minn í Laxá var einmitt daginn eftir


að Heimir (á Tjörn) hafði átt sextugsafmæli. Hann bauð mér og fleiri vinum sínum til kvöldverðar í tilefni dagsins og á eftir fengum við okkur einn lítinn. Ég átti veiðileyfi daginn eftir og var með hugann meira við það en veisluna, en það var ekki við það komandi að ég fengi að fara snemma heim – um það var ekki að ræða. En þegar ég var að fara heim, kvaddi karlinn mig með þeim orðum, að ég myndi veiða í fyrramálið, en ég yrði að vera kominn að ánni klukkan sjö. Ég fór um morguninn upp á Óseyri og ætlaði að byrja þar, en þá voru þegar komnir menn efst í hana og farnir að veiða. Ég byrjaði því neðar og setti fljótlega í 13 punda lax. Vart var hann kominn á land, er ég setti í annan og var sá mun stærri. Mátti ég gera svo vel og elta þann fisk alveg niður á Suðureyri áður en ég hafði hann á land. Þetta var 20 punda hængur og ég hugsaði með mér að ég skyldi geyma hann í klakið og tjóðraði hann því á Suðureyrinni. Síðan hélt ég aftur upp eftir. Mennirnir, sem þar voru, virtust eitthvað óvanir og reyndi ég því að segja þeim til, fór svo aftur að renna og setti strax í þriðja laxinn, 13 punda fisk. Á meðan settu hinir loks í fisk og engan smágolla, það var greinilega stórlax mikill og þeim gekk illa að eiga við hann, náðu honum m.a. einu sinni á land en misstu hann út aftur. „Ætliði virkilega að missa þennan bolta?“, kallaði ég til þeirra, en auðvitað ætluðu þeir ekki að gera það. Ég renndi aftur og setti í stórlax, missti tökin á honum og mátti elta hann niður á Suðureyri, í annað skiptið á þessum veiðidegi. Þegar á Suðureyrina kom, mundi ég allt í einu eftir tjóðraða laxinum, en sá sem ég var með á nú, var

Kristján á Hólmavaði afgreiðir viðskiptavin við eldgamla reykhúsið. Myndina tók hinn fallni höfðingi Rafn Hafnfjörð.

mjög sprækur og engu munaði að hann flækti sig í þeim tjóðraða og frelsaði þá báða. Mér tókst þó að koma í veg fyrir það og náði fiskinum loks, hann var 17 punda. Þá ákvað ég að tjórða aldrei lax í klak þar sem ég kynni að þurfa að landa öðrum fiski. Dró ég því 20 pundarann upp úr og slátraði báðum. Það var

67


einu sinni var

Kristján Benediktsson á Hólmavaði skemmtilegt upplitið á hinum, er ég kom arkandi upp með ánni með tvo stórlaxa, þeir vissu ekki betur en að ég hefði verið með aðeins einn á. En þeir voru búnir að ná sínum fiski, hann var 23 pund og stórfallegur....“ Og Kristján hélt áfram á öðrum stað: – Maður lendir stundum í meiri háttar átökum við stóru laxana í Laxá og það er ekkert langt síðan að ég lenti síðast í slíku. Það var á lokadegi veiðitímans 1981 og ég var að veiða í klak með Pétri Fornasyni. Ég fór á Stífluna, setti á Black Doctor nr 8, og setti fljótlega í stóran kolmórauðan dólg. Þessi fiskur lét aldrei mjög illa, en sparaði kraftana og seig verulega í. Ég átti fyrst lengi við hann á Stíflunni, en síðan seig hann af stað niður ána og ég elti með háf, plastpoka og mikið slý á línunni. Þegar við vorum staddir rétt fyrir ofan Grástraum sá ég fram á erfiðleika vegna Hrúthólmans. Laxinn mjakaði sér þarna til og frá, en á meðan kom Pétur í Laxárnesi til mín. Hann tók háfinn og var lengi að vaða fram og til baka á eftir laxinum, en svo fór að lokum að hann náði honum. Þetta var 22 punda fiskur og hann var ekki fyrr kominn á land, en Pétur Fornason kom af efra svæðinu og hafði hann fengið 24 punda lax.“ Loks skulum við rifja upp þessa litlu skemmtilegu veiðisögu í viðtalinu við kristján á Hólmavaði: -Áður en við látum þetta gott heita, vildi ég gjarnan rifja upp merkilega veiðisögu sem gerðist fyrir neðan Æðarfossa. Það var hann Einar í Hjarðarhaga sem var að veiða og setti í lax sem æddi suður alla á. Einar komst í klípu og óð á eftir laxinum, komst loks út á grjóteyri sem er útií miðri á. Laxinn var þá tekinn að spek-

68

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • maí 2011

jast og Einar náði smám saman yfirhöndinni. Við Björn á Laxamýri höfðum fylgst með leiknum ofan af bjarginu og þar sem Einar stóð á eyrinni og glímdi við laxinn, tókum við eftir því að einhver umgangur var í ánni talsvert ofar en við vissum að laxinn hans Einars var á ferðinni. Sáum við busl og sporðaköst. Það skýrðist fljótt hvað um var að vera. Laxinn hjá Einari hafði ætt með línuna á aðra línu sem lá í ánni. Annar lax var með hana í eftirdragi og hafði sá slitið sig af öngli einhvern tímann fyrr. Línurnar höfðu flækst saman og Einar landaði fyrst öðrum laxinum, síðan hinum. Hann kom svo gleiðbrosandi upp á bjargið til okkar með tvo 15 punda laxa.“


69


villibráðareldhúsið

Úr bókinni „Spriklandi lax í boði veiðikokka“

Seiðandi

laxasúpa með sítruskeimi

Forréttur fyrir 8 eða aðalréttur fyrir 4 Við förum í smiðju til Björgvins Mýrdal sem þá var og er kannski enn kokkur í Þrándargili, veiðihúsinu við Laxá í Dölum. Það var erfitt að velja rétti úr heilli bók af þessu tagi, en sá fyrsti sem kom úr pottinum var það sem Björgvin nefnir seiðandi laxasúpu. Ljósmyndir eru eftir Lárus Karl Ingason og það voru blaðamennirnir Bjarni Brynjólfsson og Loftur Atli Eiríksson sem voru fengnir til að rekja garnirnar úr kokkunum, kynna þá og fá þá til að töfra fram eitthvað dásamlegt.

Laxasoð. Notað í súpuna, gott að gera daginn áður! • Bein úr einum laxi, haus og sporður með fylgja með. Hreinsað vel • 2 lítrar vatn • ½ lítri þurrt hvítvín • 3 knippi af sítrónugrasi, marin og hökkuð • 4 skalottulaukar, grófskornir • 10 hvítlauksgeirar, marðir • 20 stk hvít piparkorn, heil. Allt sett í pott og soðið við vægan hita í um 30 mínútur. Siktað. Vökvinn er síðan soðinn niður um helming.

70

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2012

Björgvin segist í bókinni ekki vera mikill veiðimaður sjálfur þó að hann hafi iðulega reynt í Laxá og beri henni vel söguna. Um eftirlætisflugur sínar segir hann: Ég hef stundum notað gárubragðið á efsta svæðinu þar sem áin fellur í gljúfrum fyrir neðan Sólheimafoss, það er mjög skemmtilegt. Annars fer ég yfirleitt með mér reyndari mönnum og veiði frekar á uppáhaldsflugur þeirra en mínar.“

Súpan • 1 lítri laxasoð (hér til vinstri) • 2 lítrar rjómi • 25 gr. smjör • Límónu safi eftir smekk • Sjávarsalt og nýmulinn hvítur pipar eftir smekk • 3 vorlaukar, fínsaxaðir • ½ knippi kóríander, fínsaxað Soð, smjör og rjómi sett í pott og soðið saman við vægan hita í um eina klukkustund eða þar til vökvinn byrjar að þykkna. Saltað og piprað eftri smekk og bragðstyrkur aukinn hæfilega með límónusafa. Vorlauk og kóríander er bætt út í skömmu áður en súpan er borin fram. Það vakti athygli okkar að hvergi var minnst á hversu mikið af laxi fer í súpunna. Hefur líklega gleymst miðað við að myndin sýnir laxabita. Ætli menn velji ekki magnið sjálfir í súpuna, eftir því hvort hún á að vera forréttur fyrir fleiri, eða aðalréttur fyrir færri og þá er best að setja bitana út í skömmu áður en súpan er borin fram.


Björgvin, Þrándargil við Laxá í Dölum og súpan góða. Ljósmyndir: Lárus Karl Ingason


Strandveiðikappi á góðum degi. Mynd úr safni Þorsteins Geirssonar.


strandveiði Oddgeir Guðmundsson

Víðast hvar er hægt

að stunda þetta frítt Það er mikið talað um strandveiði í seinni tíð og þá ekki endilega hinar umdeildu strandveiðar smærri fiskibáta, heldur strandveiði með stöng í hönd sem er óðum að bæta við vinsældum. Og ekki að undra, því þetta er sport sem hefur allt til brunns að bera sem sóst er eftir, útiveru, einveru eða veiði í hópi vina og fjölskyldu, spennuna við tökuna og veiðina og ekki hvað síst að möguleiki er að veiða vel í soðið fyrir miklu minni pening heldur en það kostar að koma sér í lax- eða silungsveiði. Strandveiði er ansi breiður vegur. Um er að ræða allt frá gutli með nettum spinnstöngum og spúnum/spinnerum sem notast er við á silungsveiðum í fersku vatni og upp í að menn eru að grýta út óhemjuþungum lóðum og beitu með enn hrikalegri stöngum sem geta verið allt að 20 feta langar! Bara hvað viltu? Sumir eru meira að segja með flugustöngina sína.

„Ég fór í strandveiði af því að ég hafði séð fólk víða við strendur að veiða og fannst þetta spennandi, svo skemmir ekki að það þarf ekki að fara langt til að kasta út önglinum og víðast hvar er hægt að stunda þetta frítt. Eins er áhugavert að stunda veiði þar sem fiskiflóran er með eindæmum breið og ekki er ólíklegt að þú fáir 5+ tegundir í einni og sömu ferðinni.“

En til marks um að þetta er veiðiskapur sem á vaxandi vinsældum að fagna þá höfum við nú fundið vandaða vefsíðu, www.strandveidi.is og þegar við höfðum samband þá varð á vegi okkar Oddgeir Guðmundson strandveiðiáhugamaður og umsjónarmaður vefsins. Okkur langaði í smá vitneskju og spurðum hann fyrst hvernig það bar til að hann fór að stunda strandveiði.

Hvernig hefur þér gengið veiðin og hvað færðu út úr strandveiði? „Veiðin hefur gengið svona upp og ofan eins og með aðra veiði. En það hafa verið mjög fáar ferðirnar sem ég hef ekki dregið eitthvað að landi. Það helsta sem ég hef fengið útúr strandveiðinni hingað til hefur verið útiveran og spjall með veiðifélögunum.“

73


strandveiði

Oddgeir Guðmundsson Menn horfa gjarnan á risastangir ....er þetta þá jafn skemmtilegt og að veiða laxfiska á léttar græjur? „Það má segja að stangirnar stækki í samræmi við væntanlega fiskiþyngd. En fiskar sem koma úr sjónum geta verið hressilega stórir og er þá ekki síður gaman að takast á við þá eins og laxfiska með léttum græjum. Hinsvegar eiga sjávarfiskar það til að gleypa all hressilega og verður þá oft minna um löndunartækni en í laxfiskveiði.“ Nú hefur þú sett á laggirnar strandveiðivef, hver er tilgangur vefsins.... og hefur hann þjónað tilgangi sínum? „Tilgangur vefsins var að mestu leiti til að reyna sjá hve víðtækur áhugi er fyrir strandveiðinni og ef hægt væri að fá veiðimenn til að pósta inn mögulegum veiðistöðum. Ég byrjaði það verk með því að skrá alla veiðistaði sem ég vissi um á þeim tíma á Google Map sem er aðgengilegt hverjum sem áhuga hefur. Það kort fékk strax gríðarlega mikla athygli, og reiknast mér til með það séu hátt í 2.000 skoðanir á því korti á mánuði frá því að ég setti það inn. Það má því segja í ljós hafi komið að áhuginn er sannarlega til staðar, en eins og í annarri veiði þá reyndist takmarkaður áhugi fyrir því að deila veiðistöðum.“ Hvað stendur strandveiði helst fyrir þrifum á Íslandi....og er hann með mikinn vaxtarbrodd til framtíðar? „Ég myndi telja að það helsta sem þyrfti að koma til er að birta áhugaverða strandveiðistaði. En lykilatriði í því að þetta sport nái að vaxa er að þeir sem vilja prófa geti fengið vitneskju um áhugaverða staði og hvernig skuli haga veiðinni á viðkomandi stöðum. Ég gerði tilraun til að nálgast meiri upplýsingar um staði með að senda tölvupósta á hin

74

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2012

ýmsu sveitarfélög en fékk áhugasöm viðbrögð frá flestum þeirra. En þegar kom að því að upplýsa um mögulega veiðistaði innan viðkomandi sveitarfélaga þá gátu þau litla hjálp veitt. Ég tel að strandveiði geti vaxið gríðarlega á Íslandi eins og í öðrum löndum, en strandveiðin er líklegast lang umfangsmesta stangveiðin í heiminum. Ég hef til að mynda fengið þó nokkrar fyrirspurnir frá erlendum veiðimönnum um hvar hægt sé að komast í strandveiði á Íslandi.“ Er dýrt að koma sér af stað? „Líkt og með allar tómstundir þá getur maður hagað segli eftir vindum. Það er hægt að kaupa ágætis sjóstangveiðistangir í til að mynda Europris. Og ef viðkomandi er að fíla sig í sportinu þá er hægt að fara yfir í stærri og vígalegri búnað. Ég veit um marga sem nota gömlu vatnastangirnar sínar í sjóveiðina og passa bara skola búnaðinn vel eftir hverja veiðiferð, í flestum tilfellum ná viðkomandi aðilar að halda búnaðinum sínum í tiltölulega góðu ástandi þrátt fyrir saltið.“ Er hægt að fara bara hvert sem er og kasta út? „Það er hægt að fara mjög víða og kasta út, en réttast er að fá leyfi hjá eigendum þess lands sem kastað er útfrá, í all flestum tilfellum má búast við mjög jákvæðum og áhugasömum svörum.“ Svo mörg voru þau orð Oddgeirs, en ein lítil veiðisaga hér til að ljúka þessu. Eins og fram kemur í máli Oddgeirs þá geta menn farið að strandveiðinni frá báðum áttum og fyrir þá sem hafa áhuga á því að prófa þá væri ekki úr vegi að faa bara fyrst með kastsstöng, beita spinner og finna sér einhverjar


Ufsinn er gírugur að taka flugu og berst af ógnarkrafti fyrir lífi sínu.

klappir sem eru ekkert allt of langt frá einhverjum árósi. Nógu langt frá samt til að veiðin sé lögleg. Maður einn sem við þekktum eitt sinn fór eitt sinn með fjölskylduna í orlofshús á Akureyri. Ekki stóð til að veiða og því enginn búnaður tekinn með. Okkar manni fór þó að leiðast og langaði að bleyta færi, en engin var stöngin í skottinu og auk þess var uppselt í árnar í nágrenninu. Kunningi hans einn á Akureyri sagði þá við hann: „Prófaðu bara í sjónum, ég skal lána þér stöng.“ Með 7 feta kasstöng og nokkrar Lippur í farteskinu fór okkar maður fyrst, að leiðsögn kunningja síns, út á einhverjar klappir að austanverðu í Eyjafirði, ekki langt frá þeim stað er ekið er upp á Vaðlaheiði. Þar landaði hann nokkrum

sjóbleikjum, auk nokkurra ufsa og smáþorska, en ufsarnir voru allt að 5-6 pund og það var eins og að kljást við áramótaflugelda. Bleikjurnar voru líka skemmtilegar og voru allt að 3 punda. Þetta kom veiðimanni skemmtilega á óvart og það rann upp fyrir honum að þetta var veiðidagur með skemmtanagildi í hæsta gæðaflokki. Daginn eftir var farið á einhverjar klappir að vestan, nærri Krosseyrarfabrikkunni. Þar endurtók þetta sig, sjóbleikjur, ufsar og þyrsklingar. Ekki var þessi veiðidagur lakari og þegar vikan í orlofshúsinu var liðin og vinur vor sagði frá ferð sinni norður í vinahópi þegar heim á Suðurnesin var komið, var frásögnin líkt og um veiðitúr hafi verið að ræða.

75


veiðihundar veiðihundar

Um öryggi hundaí bílum í bílum Öryggi hunda Inngangur

Það er afar algengt að sjá hunda lausa í bílum á sama tíma og mennskir farþegar eru ólaðir niður í bak og fyrir. Ólarnar bjarga mannslífum, en hundur sem er laus í bíl er í stórhættu og þarf ekki mikið umferðaróhapp til að dýrið kastist til og fái af því þungt högg. Af hverju ætti ekki að gæta að öryggi hunda í bílum alveg eins og hugað er að öryggi manna. Það er beinlínis lögbrot að menn festi ekki um sig sætisbelti, en skítt með hundinn og er hann þó að öllu jöfnu ekki lítils metinn fjölskyldumeðlimur.

Veiðihundar

Eitt sinn ræddum við þessi mál við Ásgeir Heiðar veiðimann og mikinn hundamann. Það er all langt síðan og hann tók undir að það væri allt of algengt að hundar væru lausir í bílum. Sagði hann það stafa af því að menn vissu hreinlega ekki að hægt væri að gera ýmislegt til að auka á öruggi þeirra. Nefndi hann sem dæmi að sjálfur boltaði hann hundabúrið sitt á palli síns bíls, en ÁH ók á þeim tíma palljeppa. Að sjálfsögðu var eitthvað um að menn gerðu slíkt hið sama í skottum venjulegra jeppa eða skutbíla.

Við ræddum síðan í framhaldi af þessum vangaveltum í vikunni við Einar Pál Garðarsson hjá Hundabúðinni Bendir og sagði hann að það færðist mjög í vöxt að hundaeigendur gerðu viðeigandi ráðstafanir. „Það er engin vafi á því að nauðsynlegt er að huga að þessum öryggismálum. Ekki aðeins hundsins

76

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2012

vegna heldur ekki síður fyrir aðra í bílnum. Bíllinn þarf ekki að vera nema á 30 km hraða í árekstri til að 30 kg hundur kastist af 3 tonna afli í hnakkann á þeim sem situr fyrir framan hann í framsætinu. Sumir nota ákveðin bílbelti sem fara í öryggisfestingar í aftursætunum og þau duga fyrir hunda frá 20 kg og uppúr. Það eru einnig til beisli sem krækjast í aftursætisfestingar. Eigendur þessara stærri hunda eru oftast á skutbílum, jeppum eða pallbílum og í skutbíl er oft svo þéttraðað af farangri, að það er hægt að skorða búr ansi vel. En það eitt dugar þó kannski ekki alltaf og betra er að strappa yfir búrin ólar sem festast í þar til gerða króka. Sumir bílar, t.d. pallbílar og jeppar eru flestir með þessa króka. Búrin eru ýmist plastbúr eða grindarbúr og er nauðsynlegt gagnvart tryggingarfélögum sem bjóða gæludýratryggingar að ganga úr skugga um hvaða búr eru viðurkennd


Staðalbúnaður í samræmi við efni greinarinnar. Þetta og fleira má sjá á heimasíðu Bendis, www.bendir.is

og hver ekki. Og það er margt hægt að skoða og spekúlera í þessum efnum, t.d. að búrin taka mikið pláss í bílunum og við vitum það öll sem erum í þessum veiðitúrum og ferðalögum að það liggur við að það sé alveg sama hversu stór bíllinn er, það virðist aldrei vera nóg pláss. Margir grípa þá til þess ráðs að fá útbúinn svokallaðan falskan botn undir búrið því það má smeygja ýmsu þar undir, byssum, stangarhólkum og fleira. En þessi búnaður er allur til í búðinni og menn ættu bara að kynna sér hvað í boði er og þiggja ráðgjöf í leiðinni og hún kostar þó ekkert,“ sagði Einar Páll. Hægt er að kaupa tryggingar fyrir hunda, t.d. hjá VÍS, en huga ber að smáaletrinu þar eins og víðar. T.d. stendur eftirfarandi í skilmálum VÍS: „Sé ferðast með hundinn í farartæki skal hann vera í þar til gerðu búri eða hundabelti sem er tryggilega fest niður í farartækinu.“

Bendir VERSLUN MEÐ HUNDAVÖRUR  511-4444 www.bendir.is

77


veiðisagan Leitað í smiðju til

Andrésar andar Við veltum nokkrum nýlegum veiðisögum fyrir okkur til að fylla þennan efnisflokk í 8. tölublaði. Fannst þær einhvern vegin ekki alveg nógu hressilegar og spennandi þó góðar væru. Þá rifjaðist upp ein örfárra ára gömul. Okkur rekur ekki minni til að hafa skráð hana nema á enska vefnum okkar. Við ætlum því að renna henni hérna og vonandi eru sem flestir að heyra hana í fyrsta sinn. Í okkar huga eru fáar sem við höfum heyrt óborganlegri. Vinur okkur var á gæs einhvers staðar á Suðurlandi í októbermánuði og átti gistingu vísa á sveitabæ einum þar sem hann þekkti nokkuð til fólks. Bóndinn á bænum var áhugasamur og sérvitur veiðimaður bæði með byssu og stöng og þegar okkar mann bar að var bóndi nýkominn heim úr Vatnamótunum í Vestur Skaftafellssýslu þar sem hann hafði fengið góða veiði. Þeir tóku eðlilega tal saman og okkar kunningi spurði bónda út í gang mála í hinum víðfeðmu Vatnamótum. Fyrir þá sem kannski vita það ekki, þá eru Vatnamótin þar sem Geirlandsá ásamt Hörgsá og Fossálar renna út í Skaftá. Þetta er mikið bergvatn sem sameinast grugginu í Skaftá og er veiðisvæðið bæði langt og margslungið. Iðulega lenda menn í því að leita vel og lengi uns þeir finna hvar fiskurinn liggur hverju sinni, en hann

78

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2012

færir sig til, svæðið breytist og þetta er því talsvert krefjandi veiðiskapur. Það kann að vera að þarna sé aðeins veitt á flugu í dag, en þegar þessi saga gerðist, fyrir fáum árum, var spónveiði leyfð, a.m.k. í haustveiðinni, og spónn kom hér skemmtilega við sögu. Bóndi þessi er mikið fyrir fluguveiðina, en þegar hann fór í Vatnamótin var spúnstöngin alltaf skammt undan og hann hafði gaman að því að kasta spæninum í lok vaktanna, eða þegar einstaklega erfitt reyndist að finna fisk, þá notaði hann Tóbíinn sinn til að leita. Að þessu sinni var mikið vatn á svæðinu og eftir nokkurt árangurslaust puð með fluguna fór sá svarti að kafa um ála og sund í leit að birtingi. Og það var ekki sökum að spyrja, svarti Tóbías er magnaður eins og menn vita og


Vatnamótin. Mynd Axel Óskarsson.

innan stundar var bóndi búinn að landa 5 punda birtingi. En okkar maður var með kænskubragð í kollinum og hann sagði kunningja okkar svo frá að í stað þess að rota fiskinn og pakka honum í plast, þá hafi hann „riggað hann“. Í vasa sínum geymdi hann nokkurn taumbút. Á öðrum endanum var smár og hárbeittur öngull, á hinum endanum lítið rautt kúluflotholt, líkt og börn nota gjarnan á bensínstöðvarsettum sínum. Hann smeygði önglinum í gegnum rótina á veiðiugga birtingsins og sleppti honum síðan. Bóndi vissi nefnilega sem var, að birtingarnir liggja þarna gjarnan nokkrir/ margir saman og að þessi fiskur myndi vitja félaga sinna. Þá myndi hann vita eins og skot hvar torfan væri með því að fylgjast vel með rauðu kúlunni. Og þetta

gekk eftir. Það sem eftir lifði túrsins var bóndi í fiski og landaði góðum slatta. Notaði þá aðeins fluguna. Í lokin sótti hann kaststöngina á nýjan leik og náði að koma spæninum yfir flotholtið í fjórða kasti, dró þá „riggaða“ birtinginn til sín, losaði öngulinn úr veiðiugganum, klappaði honum á kollinn og þakkaði honum fyrir daginn og samstarfið. Ýtti honum síðan út í á þannig að hann gæti synt til eftirlifandi félaga sinna! Gæsaskyttan vinur okkar hlýddi í forundran á þessa frásögn og átti varla til orð. En þegar hann mátti mæla á ný, spurði hann vitaskuld hvernig í ósköpunum bónda hefði dottið þetta í hug. Og bóndi svaraði: „Ég hef gert þetta áður, ég las um þetta í Andrésar andar blaði fyrir nokkrum árum.“

79


lífríkið Lómurinn

Mikill veiðifugl sem getur kafað 800 metra í einum spretti Til er ætt fugla sem kallaðir eru brúsar. Fjórar tegundir brúsa finnast á norðurhveli jarðar og eru þetta fornir fuglar og gríðarlega aðlagaðir umhverfi sínu og brýnustu þörfum. Tveir brúsar eru í íslenska náttúruríkinu, himbrimi og lómur. Báðir tveir stórir og einstaklega litskrúðugir og fallegir fuglar. Lómurinn er smærri tegundin, en stór fugl samt sem áður. Hann er algengari en himbriminn og með meiri útbreiðslu. Himbriminn er tegund sem finnst hvergi í Evrópu nema á Íslandi. Er svokölluð Amerísk tegund. Hann er jafn framt stærri og skrautlegri og til eru af honum miklu fleiri sögur sem sumar hverjar eru ævintýralegar. Við eigum hann eftir í þessum pistlum, því við ætlum hér að segja aðeins frá lómnum. Brúsar, og þar með lómur,eru svo snjallir kafarar að sagt er að aðeins mörgæsir standi þeim á sporði í þeim efnum. Himbriminn er sagður geta farið niður á 80 metra dýpi og verið í kafi í 8 mínútur, en svoleiðis útreikningar eru ekki fyrir hendi um lómin þó að vitað sé að hann geti synt allt að 800 metra í einum rykk í kafi. Þetta eru því mikil sundtök og skrokkurinn einstaklega vel lagaður til slíks, straumlínulagaður, sterkur og með stóra sundfætur aftast á búknum. Svo aftarlega að brúsar geti ekki gengið á þurru landi, enda verpa þeir fremst á vatnsbakka þar sem þeir geta bókstaflega rennt sér á maganum af hreiðrinu þegar þess gerist þörf. Veiðimenn eru oft með horn í síðu þessara fugla, en hvað lóminn varðar, þá er hann ekki talinn gera neinn usla

80

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2012

að ráði í fersku vatni. Ef usla skyldi kalla þegar fugl er að veiða ofan í sig og unga sína. Lómar verpa við smærri vötn og tjarnir en himbrimar og oft eru varptjarnir lóma fisklausar með öllu. Þeir eru nefnilega svo duglegir að sækja sér fisk út á sjó og fljúga til þess langar leiðir ef þurfa þykir. Þeir eru að vísu stundum að veiða á fersku vatni og derra sig ef veiðimenn eða aðrir koma nærri. Eitt sinn var ritstjóri að veiða í Straumunum og lómar tveir urðu afar reiðir þegar veiðisvæðin sköruðust og syntu ógnandi í áttina að tvífætlingnum. Á meðan stóri frændi himbriminn hefur yfir sér áru fugls sem aðrir óttast og virða, þá er meira grínast með lóminn og talað um að vera með barlóm eða að berja lóminn ef verið er að kvarta og það þarf ekkert að fara út í hvað það


Lómar á Laxá í Kjós. Mynd Ásdís Guðmundsdóttir.

þýðir að vera álitinn hrekkjalómur. Í ensku er nafn lómsins einnig teygt og togað, „loon“ gjarnan notað yfir óþokka eða vitleysing. Óðalssöngur lómsins er hljómmikill, sérstakur og sterkur líkt og hjá himbrima. Hljóð þeirra frænda þykja mörgum ómissandi raddir sumarsins og víst má taka undir það. Það eru þó ekki allir jafn hrifnir og Guðmundur Páll Ólafsson náttúrufræðingur segir frá því í fuglabók sinni, þeirri stóru, að bóndi einn á Vesturlandi, hafi skotið alla lóma á landareign sinni vegna þess að hljóðin í þeim fóru í taugarnar á honum. Guðmundur Páll segir líka frá því hvernig alþýðan forðum daga reyndi að rýna í spádómsgáfu lómsins, reyndi að lesa úr hljóðum hans og kallaði hann þerrikráku þar sem gólið benti til þurrks, en jóðlið sem hann gefur einnig frá sér vissi á vætu. En þar sem hann jóðlaði í tíma og ótíma, þá var í raun ekkert að marka lóminn sem þar með var talinn hrekkjalómur. Hitt er svo annað mál, að hin hljómmikla rödd brúsanna allra er aðeins sumargaman, eftir varptíma þagna þeir og ekki heyrist til þeirra aftur fyrr en vorar á ný.

í brekku við Vífilstaðavatn og fylgdist í sjónauka með skemmtilegri uppákomu þar sem fjórar toppendur unnu saman að því að smala smásilungum í þéttan hnapp og tína þá síðan upp á örgrunnu vatni við vatnsbakkann. Það eitt og sér var afar skemmtilegt að horfa á, en enn skemmtilegra bættist við, er tveir lómar komu fljúgandi og settust á vatnið rétt utan við toppendurnar. Þar sveimuðu þeir um og veiddu hvern tittinn af öðrum sem voru að sleppa burt úr herkví toppandanna. Eitt og annað um lóminn svona að lokum. Hann er auðþekkjanlegur eins og myndin gefur til kynna. Og hann er stór fugl þó að smár sé í samanburði við himbrimann. Vænghafið nær allt að 1,17 metrum. Eggin eru tvö og algengt mun vera að aðeins einn ungi komist á legg, því foreldrarnir veiða ofan í þá og þá er oft annar frekari en hinn, fær þar af leiðandi meira og þá er lífskrafturinn ekki lengi að fjara úr hinum skapminni. Ungarnir eru sex vikur að komast á flug og þá er stutt í að lómarnir yfirgefi landið. Þeir fljúga til hafs og sjást stundum á vetrum, aðallega við sunnanvert landið. En megnið af stofninum fer ugglaust eitthvað lengra.

Sem fyrr segir er lómurinn mikill kafariog veiðigarpur. Oftast veiðir hann í söltum sjó, en auðvitað í fersku vatni líka. Fyrir utan að vera veiðinn að eðlisfari, þá er hann einnig klókur tækifærissinni. Eitt sinn sat ritstjóri upp

81


græjur ofl.

Nýja Exceed stangalínan frá Guideline

Guideline hefur sent frá sér nýja stangalínu sem er samstarfsverkefni Leifs Stavmo og Klaus Frimor. Þykja þetta vera afburðagóðar stangir. Í fréttatilkynningu frá Veiðiflugum, sem eru umboðsaðilar fyrir Guideline á Íslandi segir eftirfarandi: „Með þvi að kafa í okkar eigin auðlindir mátum við hvaða stangir hafa verið vinsælastar hjá Guideline síðasta áratuginn, og hönnuðum úr því nýja stöng í mið verðflokki, allra besta stöng í þessum verðflokki sem við höfum gert. Mikið úrval af mismunandi lengdum stanga fyrir margar mismunandi línuþyngdir eru í boði, ellefu einhendur, þrjár “switch” stangir og fjórar tvíhendur. Í hverja stöng notum við einstaka blöndu af japönsku grafíti sem skilar sér í frábærri vinnslu í stönginni. Hin geysimikla reynsla sem Leif Stavmo og Klaus Frimor hafa sem stangarhönnuðir, ásamt samstarfi við frábæra verksmiðju skilar okkur stöng sem á efir að færa bros yfir andlit margra veiðimanna um allan heim. Eftir mikla þróunarvinnu og margar prufustangir var stöngin að lokum orðin þannig að hún kom starfsfólki Guideline skemmtilega á óvart og fór langt fram úr væntingum. Þannig hlaut hún nafnið Exceed - ”exceeding all expectations”

82

Léttari útgáfurnar af einhendunni eru gerðar eftir innblæstri frá vinnslunni í okkar vinsælu Fario stöngum, mjúk en kraftmikil vinnsla sem býður upp á mjög margar mismunandi aðferðir og útfærslur á köstum. 9´6 og 10´ stangirnar hafa þróast frá allnokrum prufuútgáfum. Loka niðurstaðan eru stangir sem hafa sinn eigin persónuleika, hraðar stangir sem hafa þennan eftirsótta “slingshot effect” í kastinu. Af þeim sökum eru þetta stangir sem henta alveg sérlega vel í öll speyköst. Exceed Switch stangirnar koma fyrir þrjár mismunandi línuþyngdir og eru frábær kostur í Switch stöngum. Vinnslan í Exceed Switch stöngunum er í grunninn byggð á LPXe stöngunum með smá breytingum hér og þar. Það sem gerir Exceed Switch stangirnar frábærar er hversu léttar þær eru. Exceed Switch er með örlítið minni handföngum en LPXe stangirnar. Svona náum við fram því allra besta úr stönginni, hvort heldur hún er notuð sem einhenda eða tvíhenda. Þetta gerir þessar stangir svo einstakar og skemmtilegar í notkum, í þeim er svo mikið líf og persónuleiki, annað en í svo mörgum öðrum switch stöngum á markaðnum sem eru þyngri og annað hvort allt of mjúkar (regressed action) eða allt of stífar.

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2012

Fjórar Exceed tvíhendur sækja innblástur sinn frá hinum geysivinsælu LeCie stöngum. 12’ og 12’9 eru kærkomin nýjung í viðbót við lengdirnar á stöngum sem í boði eru frá Guideline og henta mjög vel í mörgum ám í Evrópu og á Íslandi. Tvær lengri útfærslurnar af Exceed tvíhendunum henta vel til veiða í stærri ám á Íslandi, Noregi, Skotlandi og víðar. Þessar tvíhendur hafa mjög svipaða hraða og kraftmikla vinnslu og “stóru bræðurnir”, LPXe og LeCie og eru besti kosturinn fyrir þá sem vilja spara aðeins við sig en fá það allra besta sem völ er á fyrir peninginn. Exceed stangirnar eru sérstalega styrktar á álagspunktum, en styrkingin kemur á engann hátt niður á vinnslu stanganna. Stangirnar eru djúpgrænar að lit með dökkgráum vafningum við lykkjur og samsetningar. Allar stangirnar eru með PB dökkgraáum “stripper” lykkjum og léttum snákalykkjum. Exceed stangirnar eru gerðar með það í huga að minna er meira - “less is more”. Hjólsætin eru mjög sterk, einhendur upp í línu 6 eru með fallegum við í hjólsæti en einhendur fyrir línu 7 og upp úr eru með málmi í stað viðarsæta. Öll handföng eru með hágæða portúgölskum korki.

Blað Veiðiflugna á Netinu

Veiðiflugur á Langholtsveginum hafa farið þá leið í vörukynningu að gefa út vandaðan vörulista á Netinu. Þar er vöruúrval sett upp með snyrtilegum hætti í flettiforrit með sama hætti og Veiðislóð. Flaggskip Veiðiflugna eru Guideline fluguveiðivörurnar og Patagonia útivistar- og veiðifatnaður, en litrófið er þarna allt að finna, m.a. hin frábæru Vestfirsku Einarsson fluguveiðihjól. Auk vörulista er ýmis konar afþreyignarefni í blaðinu og ekki annað en að opna, fletta og njóta. Blaðið er aðgengilegt á heimasíðu Veiðiflugna, www.veidiflugur.is


græjur ofl.

Ný tækni gerir frábærar línur enn betri TreaZure er nýjasta afurð Maxima í Þýskalandi en þennan virta framleiðanda af nælonlínum og taumaefni þarf ekki að kynna fyrir íslenskum veiðimönnum. Maxima er það taumaefni sem notið hefur hvað mestrar útbreiðslu hér á landi og má fullyrða að sé í veiðitöskum flestra íslenskra veiðimanna enda löngu þekkt fyrir styrk og viðnám gegn hnjaski. Maxima TreaZure er ólíkt öðru nælonefni í allri uppbyggingu. Ef hefðbundnar nælonlínur og taumaefni er skoðað í sterkri smásjá sést lagskifting. Helsti styrkur nælonefnis liggur í ysta byrðinu. Þegar efnið verður fyrir hnjaski t.d. dregst eftir stórgrýti og klöppum, minnkar slitstyrkur efnisins mikið og hætta á að taumurinn eða línan slitni eykst mikið.

Með nýrri tækni hefur Maxima tekist að blanda þessum styrktarþáttum ekki bara í ysta byrði línunnar heldur er efninu blandað inn í kjarna nælonsins. Maxima TreaZure línan hefur það því framyfir hefðbundið nælon að slitstyrkur minnkar ekki eins mikið þó línan rispist. Þá er Maxima Treazure mýkra efni en annað frá Maxima og nánast alveg minnislaust. Við í Veiðihorninu mælum sérstaklega með Maxima TreaZure fyrir silungsveiðimenn. Sjá nánar á slóðinni hér að neðan: maximalines.blogspot.com

Úr fróðleikshorni Veiðihornsins

Sportbúðin er flutt Sportbúðin sem starfrækt hefur verið frá mars 2007 er flutt. Ekki var farið langt því innréttuð hefur verið ný Sportbúð rétt hinumegin við götuna, í Harðviðarvalshúsinu að Krókhálsi númer 4. Við skelltum gömlu búðinni í lás í febrúar og hófum flutninga yfir götuna og svona hálfopnuðum í mars á ný. Við erum svona að ljúka við að koma okkur fyrir þó enn eigi eftir að merkja búðina endanlega að utan og innan.

Sportbúðin er vel staðsett, í leiðinni úr bænum, hvort heldur sem farið er vestur og norður eða suður og austur. Sportbúðin leggur mikla áherslu á ódýrari veiðibúnað fyrir fjölskyldufólk. Mikið úrval er af ódýrum stöngum, hjólum, vöðlum og veiðifatnaði er í Sportbúðinni. Úrval af ódýrum spúnum svo og beitan í veiðiferðina er á staðnum. Gott aðgengi er að Sportbúðinni og næg bílastæði.

Einhver hafði á orði um daginn að búðin hefði minnkað mikið en það getum við ekki tekið undir. Sportbúðin er jú á mun færri fermetrum en áður en það er jafnmikið af vörum í nýju Sportbúðinni og var í þeirri gömlu ef undan eru skyldir kayakarnir sem eru á leiðinni á ný.

83


græjur ofl.

Savage Gear beita sem slær í gegn Nú í vor hófum við í Veiðihorninu og Sportbúðinni sölu á beitu frá Savage Gear í Danmörku. Fyrirtækið hefur fyrst og fremst sérhæft sig í beitu og búnaði fyrir geddu og aðra ránfiska sem finnast í Evrópu en einnig fyrir sjóveiði. Við heyrðum í fyrra af hópi veiðimanna frá austurhluta Evrópu sem veiddu vel á Savage Gear beituna bæði í Þingvallavatni en einnig í Veiðivötnum. Þá fréttum við einnig af hópi íslendinga sem voru að moka upp stórum urriðum í veiðivötnum en þeir félagarnir höfðu fest kaup á Savage Gear í Noregi og Svíþjóð og fóru vægast sagt leynt með. Um tvennskonar beitu er að ræða. Annars vegar eru það hörð síli með liðamótum og hins vegar er það mjúk sílikonbeita einnig með liðum. Hvort tveggja dregur að sér stóra fiska enda er þessi nýja beita ótrúlega eðlileg í vatni eins og sést á meðfylgjandi myndskeiðum:

http://savage-gear. com/PLayYouTube. asp?id=Ua8iIHCnQJY.asp

http://savage-gear.com/ PLayYouTube.asp?id=cSCfh9s_wI.asp

Savage Gear 4-Play Soft Bait var valið besta nýja agnið á Efttex sýningunni sem haldin var í júní 2011. Hér er vöruþrónunarstjóri Savage Gear, Mads Grosell með verðlaunagripinn. Savage Gear beitan fæst í Sportbúðinni Krókhálsi 4.

Orvis Zeiss Polycarbonate Acklins veiðigleraugu Vesturröst býður þessa dagana upp á nýja línu í veiðigleraugum frá Orvis. Um er að ræða hágæða veiðigleraugu, sólgleraugu með nettri og léttri umgjörð ,gúmmí við eyru og nef til að tryggja stöðugleika . Polycarbonate linsurnar hafa filmu sem hrinda frá vatni og móðu og 3 laga filter í linsu sem varnar því að útfjólubláir

84

geislar og glampi nái í gegn. 100% UVA og UVB vörn. Optical gæða linsur, 99% Polarization skilvirkni. Þessar linsur, sem eru frá Zeiss, þola vel högg og eru með rispuvörn. Gæða hulstur og silkipoki fylgja. Þetta hljómar eins og eitthvað til að kynna sér betur.

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2012


græjur ofl.

Sage ONE bætir enn við sig

Bandaríski flugustangaframleiðandinn SAGE kemur enn á ný með stórkostlega nýjung fram á sjónarsviðið. Sage ONE. Margir hafa fullyrt að Sage ONE sé merkasta nýjung í flugustöngum frá því grafítið kom til sögunnar. Við í Veiðihorninu tökum undir það. Sage ONE er afsprengi þriggja ára þróunarvinnu hjá Sage á Bainbridge eyju utan við Seattle í Bandaríkjunum. Jerry Siem, yfirhönnuður og þróunarstjóri hjá Sage sagði þegar Sage ONE var kynnt að það réði ekki úrslitum hvað sett væri í stöngina heldur hvað hægt er að taka úr henni. Stangarefni allra flugustanga er rúllað upp úr grafítmottum. Motturnar eru gerðar úr grafíttrefjum sem límdar eru saman með sérstöku bindiefni. Þróun í grafítmottum undanfarin ár hefur að mestu legið í því að gera motturnar úr fínlegri en fleiri trefjum. Með því móti er hægt að gera stangir enn léttari og sterkari enda hafa margir framleiðendur komið með „enn léttari“, „enn hraðari“ og „enn sterkari“ stangir á hverju ári. Í þróun á Sage ONE var farin önnur leið. Horft var til bindiefnisins sem heldur trefjunum saman í þeim tilgangi að

lágmarka notkun þess. Afrakstur áralangrar þróunarvinnu leit svo dagsins ljós um mitt sumar 2011 þegar Sage ONE var kynnt. Sage ONE er „enn léttari“, reyndar sú léttasta á markaðnum, „enn hraðari“ og „enn sterkari“ en aðrar stangir. „Blankið“ eða sjálft stangarefnið er grennra en á sambærilegum stöngum en síðast en ekki síst er Sage ONE nákvæmasta stöngin á markaðnum og hægt er að punkt-kasta með henni á löngum færum. Með tilkomu nýja bindisefnisins og framleiðsluferli sem gerir það að verkum að hægt er að pressa límið eða bindiefnið út úr mottunni liggja grafíttrefjarnar þétt saman og vísa í sömu átt. Með þessu móti flyst kraftur kastsins jafnar frá handfangi fram í topp auk þess sem allur titringur í stangarefninu minnkar til muna og flugan lendir á nákvæmlega þeim stað sem hún á að lenda á. Sage ONE er því einstök stöng og allir þeir sem fengið hafa að prófa lofa stöngina í hástert. Sage ONE hefur hlotið margar viðurkenningar og verðlaun á öllum sýningum og viðburðum þar sem hún hefur verið kynnt sbr. hér.

Best Freshwater Rod International Dealer Show í New Orleans 2011 Best Saltwater Rod International Dealer Show í New Orleans 2011 Best Fly Rod Efttex 2011 Best Allround Rod Fly Fishermena Gear Guide 2012 Best New Flyrod Field & Stream feb 2012 Fyrstu Sage ONE í Evrópu birtust í flugustangarekka Veiðihornsins í Síðumúla um miðjan ágúst í fyrra og voru strax rifnar út enda hafði eftirvæntingin verið mikil. Til þessa hefur Sage ONE einungis verið fáanleg í einhendum frá línuþyngd 3 til 9 en nú um miðjan júní koma á markaðinn fyrstu tvíhendurnar og „switch“ stangirnar í ONE línunni.

Allar Sage flugustangir eru handgerðar hjá Sage á Bainbridge fyrir utan Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna, ólíkt flestum flugustöngum á markaðnum sem framleiddar eru í stórum verksmiðjum í Kína og Kóreu undir ýmsum merkjum. All grafitið er búið til í Bandaríkjunum. Sage framleiðir einungis flugustangir undir sínu merki og Sage flugustangir eru ekki búnar til annarsstaðar. Grafítið sem notað er í Sage flugustangir er ekki notað í aðrar flugustangir.

Úr fróðleikshorni Veiðihornsins

85


græjur ofl.

Simms dagar Veiðihornsins 2.-3. júní n.k. Það verður sannkölluð veiðihátíð í Veiðihorninu Síðumúla 8 helgina 2. og 3. júní næstkomandi en þá heimsækja okkur Tim Malyurek og Nick Simmons frá Simms í Bandaríkjunum og þeir Jon Anders Walle, Tom Roger Bekkeli og Bent-Ove Ulsaker frá Simms í Evrópu. Við viljum hvetja alla áhugasama veiðimenn að heimsækja Veiðihornið þessa helgi og hitta sérfræðingana sem svara meðal annars spurningunni um afhverju Simms er það besta í vöðlum og veiðifatnaði. Tom Roger og Bent-Ove eru sérfræðingar í Gore-tex fatnaði, meðferð og viðgerðum enda veita þeir forstöðu viðgerðamiðstöð Simms í Evrópu. Margt fleira verður brallað þessa helgi en meðal þess helsta má segja frá því að fulltrúar frá

Strengjum, Lax-á og SVFR verða með veiðileyfakynningar að ógleymdu Veiðikortinu. Einar Guðnason frá Fluguveiðiskólanum kynnir starfsemina í sumar, Steingrímur Einarsson kynnir Einarsson fluguhjólið báða dagana. Nils Folmer Jörgensen ætlar að hnýta flugurnar sem draga að stóru fiskana auk þess sem hægt verður að prófa allar helstu flugustangir Veiðihornsins á kastsvæðinu við búðina. Allir sem koma fá happdrættismiða en dregið verður eftir helgina og vinningarnir verða ekki af verri sortinni eða Simms vöðlur, Sage ONE, Einarsson fluguhjól og fleira. Auk kynninga verða ýmis tilboð í gangi alla helgina en nánari dagskrá liggur fyrir í Veiðihorninu og á Facebook síðu Veiðimannsins síðustu vikuna í maí.

Simms sumardagar hjá Veiðivon Helgina 2. - 3. júní stöndum við fyrir Simms sumardögum í Veiðivon, Mörkinni 6 í samstarfi við Flyfish Europe, dreifingaraðila Simms í Evrópu. Það verður heilmikið um að vera þessa helgi í búðinni en til landsins koma sérfræðingar Simms í vöðlum, sem munu halda kynningar á viðhaldi og viðgerðum á vöðlum ásamt því að kynna vörurnar frá Simms. Við munum leggja undir okkur búðina og sal Ferðafélags Íslands sem er í sama húsi og búðin svo það verður nægt pláss fyrir allar uppákomurnar sem verða meðal annar:

• Hreggnasi verður með kynningu á sínum veiðisvæðum. • Iceland Angling Travel verður með kynningu á ferðum til Mexíkó. • Leigutakar Litluár verða með kynningu á ánni. • Björn K. Rúnarsson hnýtir laxaflugur og ræðir við veiðimenn um laxveiðina. • Happdrætti og margt fleira sem verður auglýst síðar. Afgreiðslutími þessa helgina verður sem hér segir: Laugardagur 2. júní: 10 - 16 Sunnudagur 3. júní: 12 – 16 Sjá nánar á www.veidivon.is

86

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 2. tbl. 2012


Sjón er sögu ríkari! Polarized veiðigleraugu með gulgrænum lit úr gæða gleri Fáanleg í þínum styrk og mörgum litum

Gleraugað • Bláu húsin við Faxafen • 108 Reykjavík • Sími 568 1800 • gleraugad.is

87


VEIÐISLÓÐ tímarit um sportveiði og tengt efni

Útgefandi: GHJ útgáfa ehf. Ritstjórn: Guðmundur Guðjónsson, ritstjóri Heimir Óskarsson, útlit og umbrot Jón Eyfjörð Friðriksson, greinaskrif Netfang: veidislod@veidislod.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.