7 minute read

Hin hliðin – Heiðveig María Einarsdóttir

Fullt nafn: Heiðveig María Einarsdóttir

Fæðingardagur og staður: 8. september 1979, Patrekstfjörður, var búsett á Tálknafirði og alin upp þar fyrstu æviár mín.

Hverra manna ertu: Móðir mín er Þórdís Ólafsdóttir, fædd 1959 í Reykjavík, hún starfaði lengst af sem heimavinnandi húsmóðir, ritari og matráður. Faðir minn er Einar Jörundur Jóhannsson, fæddur 1953 í Reykjavík en alin upp mest alla sína barnæsku í Holtakotum í Biskupstungum með viðkomu í Elliðaey í Breiðafirði um nokkurra ára skeið. Faðir minn starfaði lengst af á sjó þá sem stýrimaður og skipstjóri, bæði hjá eigin útgerð svo og hjá öðrum útgerðum.

Fjölskylduhagir: Ég er móðir þriggja barna, 10 ára drengs, 11 ára stúlku og 16 ára stúlku. Ég er í sambúð með yndislegum manni og á hann einn 7 ára dreng.

Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Tálknafjörður tvímælalaust og í raun allir sunnanverðir Vestfirðir, fæ aldrei nóg af því að heimsækja það landssvæði og vildi óska þess að ég gæti gert meira af því.

Starf: Í dag starfa ég sem Viðskiptalögfræðingur svo og sem afleysingar kokkur á ísfisktogaranum Helgu Maríu RE1 sem Brim hf. gerir út frá Reykjavík. Ég fer því á 3-4 vikna fresti á sjó í 1-2 vikur í senn. Hvað er það sem heillaði þig mest við sjóinn? Í raun það sem ég vissi ekki og varð að prufa til þess að sjá hvað það var sem allir sóttust í og þá sérstaklega pabbi minn og síðar mamma mín (hún fór nokkra túra að sumri til þegar ég var yngri). Það er í raun svo margt sem er heillandi, það er kannski fyrst og fremst fyrirsjáanleikinn; þú tekur að þér ákveðið hlutverk um borð og þú veist í langflestum tilvikum alltaf til hvers er ætlast af þér og líka hvenær. Kyrrðin og friðurinn frá öllu áreiti heillar líka og gefur amk mér alltaf heilan helling. Spennan við það hvað er að fiskast í hverju holi heillar líka. Svo skemmir líka ekki fyrir að gegnsæi í launum er algjört. Þú ert í ákveðnu starfi og fyrir það færð þú ákveðin hlut af aflaverðmæti sem er til skipta. Ég held að það sé engin önnur stétt sem getur státað sig af því að hafa algjört gegnsæi í launum og 100% jöfn laun kynjanna. Þó má bæta því við að laun okkar miðast við fiskverð sem ég hef lengi talið vera rangt á Íslandi með því fyrirkomulagi sem er í gangi í dag, þar er algjör skortur á gegnsæi.

Eftirminnilegasti samstarfsmaðurinn á sjó og hvað er það sem gerir hann eftirminnilegri en aðra: Þeir eru nú nokkrir, má kannski fyrst nefna Gunna heitinn skipstjóra frá Dalvík – við vorum saman á sjó á Sunnu SI á Flæmska Hattinum fyrir hartnær 20 árum síðan - þá fyrir það hversu afskaplega rólegur og óstressaður hann var alltaf í brúnni og þegar ég vann með honum fannst mér hann alltaf vera brosandi og

WWW.KIS.IS

glaður. Svo auðvitað Svenni og Robbi sem ég var með á Engey, tveir algjörir meistarar og reynsluboltar sem voru einhvern veginn alltaf eins og klukka og það einhvern veginn beit ekkert á þá. Algjörir naglar í vinnu og skilyrðislaus hörkutól báðir tveir og svo auðvitað með sinn eigin húmor hver fyrir sig. Að lokum er ekki hægt að sleppa þessari upptalningu án þess að nefna Helga Guðna, hann er ein allra elsta sál sem ég hef kynnst og hefði átt að vera fæddur í kringum aldamótin 1900. Hann er harðduglegur, metnaðarfullur og klár drengur og í raun á undan (nú eða eftir, eftir því hvernig á það er litið) sinni samtíð. Það er enn þó nokkuð í að hann skríði í þrítugt en bæði sálin og taktarnir eru nokkrum tugum eldri. Hann reykir pípu og eða vafðar sígarettur og spilar oft fyrir okkur og sig sjálfan á harmonikku í stakkageymslunni. Hann var lengi vel sá eini sem maður gat treyst á að væri með saumdót með sér á sjó – það hafði hann alltaf meðferðis til þess að bæta sjófötin sín ef kæmi á þau gat, því allt skal nýta.

Stundar þú einhverja líkamrækt á sjónum? Nei það geri ég ekki en ég hins vegar er að skila á bilinu 10-16 þúsund skrefum á dag þegar ég vinn sem kokkur, þá þrátt fyrir að vinnusvæðið mitt sé afar fáir fermetrar – ég snýst líklega aðeins of mikið í kringum sjálfa mig. Það er reyndar alltaf mikill hugur í mér áður en ég fer á sjó að æfa eitthvað í túrnum en það fellur alltaf um sjálft sig einhverra hluta vegna um leið og við erum farin úr höfn. Hins vegar stunda nokkrir skipsfélaga minna reglulega líkamsrækt á sjónum og ég dáist alltaf jafnmikið af þeim dugnaði í þeim, en ég hef ekki náð að hafa mig í það ennþá. Ég nota reyndar saununa sem er um borð mjög mikið og nánast eftir hverja einustu vakt. Þar er ég yfirleitt ein og næ að kúpla mig út úr deginum og svitna aðeins af mér eldhúsbrælunni áður en ég tek kvöldsturtuna fyrir svefninn.

Ef þú myndir smíða þér skip eða bát hvert yrði þá nafnið á því/ honum: Katla.

Hvað var draumastarfið þitt sem lítill stúlka: Lengi vel var það sálfræðingur en á síðari árum var það að verða Útgerðarstjóri, ég hef alltaf haft mikinn áhuga á veiðum, vinnslu og útgerð almennt og finnst það stórkostlega heillandi grein. En ég er nú samt ekki bjartsýn að sá draumur verði að veruleika, en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér !

Skemmtilegasti árstíminn á sjó: Vorið og sumarið finnst mér, reyndar eins og í landi – það einhvern veginn lifnar allt við og allir verða svo glaðir fyrir betri tíð. Þá er yfirleitt ágætis veður og birtan skilar mér helling þó að hún komi bara inn um kýraugað í mínu starfi.

mínum og að geta ekki stutt þau í einföldum daglegum athöfnum – og óttinn við að vera ekki til staðar ef eitthvað alvarlegt kemur fyrir. Þá sérstaklega þegar við pabbi þeirra erum bæði á sjó í einu sem því miður kemur stundum fyrir en þau eru öll sterk og dugleg og sína störfum okkar skilning og vinna eins mikið með okkur og hægt er þegar þessar aðstæður koma upp.

Eftirminnilega atvikið á sjó: Þau eru svo mörg og þá í flestum tilvikum jákvæð, mér finnst alltaf skemmtilegt þegar að fiskast vel og allir um borð þurfa að taka höndum saman og vinna aflann og það sem til fellur óháð hlutverkum. Heilt yfir hafa þær áhafnir sem ég hef unnið með verið mjög samstíga og vinnusamar þá sérstaklega þessi sem ég vinn með núna. Blessunarlega hef ég enn sem komið er ekki lent í neinum teljandi háska eða hættulegum aðstæðum á sjó og það virðist ekki skipta máli þó að það sé brjálað veður og allt á hliðinni ég verð ekki hrædd við hafið eða veðrið. Það reyndar er mér mjög minnisstætt þegar ég fór í land til þess að taka á móti barni skádóttur minnar (aupair sem kom til okkar þegar börnin voru lítil og er mér sem dóttir í dag). Ég fór þennan túr á síðustu stundu vegna forfalla og ætlaði í raun ekki að fara hann. En þegar það var verið að klára heimþrifin á dóli rétt fyrir utan Reykjavík eldsnemma á sunnudagsmorgni í mars þá fékk ég símtal frá þessari stúlku um að hún hefði misst vatnið og barnið væri líklega á leiðinni. Korteri seinna var ég komin í flotgalla og búin að fá far með hafnarbátnum í land (sem átti akkúrat leið hjá) þar sem vinkona mín tók á móti mér og skutlaði mér á sjúkrahúsið. Heilbrigð stúlka var tekin með keisaraskurði u.m.þ.b 2 klst. síðar eða um það leiti sem skipið mitt var að leggja að bryggju – ég var viðstödd og hefði aldrei viljað missa af þessari mögnuðu upplifun en hefði líklega gert það hefði þetta gerst sólahring fyrr t.d. Þetta er í eina skiptið sem mér hefur fundist ég verulega föst úti á sjó.

Hvaða lið verður Englandsmeistari í ár: LIVERPOOL að sjálfsögðu, þeir sleppa ekki hendinni af titlinum héðan af.

Ef þú ættir að velja eina íþrótt til þess að keppa með áhöfninni þinni, hvaða íþrótt yrði fyrir valinu: Líklega rugby.

Stolt siglir fleygið mitt með Gylfa Ægis eða Ship-o-hoj: Bara bæði, fer eftir stað og stund.

Siginn fiskur eða gellur: Allan daginn nætursaltaðar gellur. Ég hef aldrei náð að tengja við siginn fisk.

Smúla eða spúla: Smúla.

Ef þú mættir breyta einhverju á Íslandi í dag, hverju myndir þú þá breyta: Æ það er svo margt en ég vildi óska þess að þeir sem stjórna landinu hverju sinni, sama hvaða flokk þeir tilheyra myndu láta af sérog eiginhagsmunagæslu og vinna að hagsmunum heildarinnar og ALLRA en ekki bara fárra.