7 minute read

Finnst það skylda sín að taka þátt í umhverfisvernd

Guðbjörg Lára ásamt foreldrum sínum þeim Sigurði Magnússyni og Þóru Þórisdóttur og bræðrunum sínum þeim Kolbeini og Þangbrandi. Ljósmynd: Matarbúðin.

Finnst það skylda sín að taka þátt í umhverfisvernd

Guðbjörg Lára Sigurðardóttir rekur fyrirtækið Urta Islandica ásamt Matarbúðinni Nándinni með foreldrum sínum og bræðrum. Eftir að hafa búið erlendis og kynnst mismunandi menningarheimum uppgötvaði hún að á Íslandi var best að vera. Hafið, umhverfismál og sjálfbærni eru henni og fjölskyldu hennar hugleikin og eru þau að setja upp fyrstu plastlausu matarbúðina á Íslandi um þessar mundir. Þau eru að búa til hringrásarkerfi fyrir glerumbúðir, sem verða þvegnar og sótthreinsaðar í sérsmíðaðri glerþvottavél.

Á

sólríkum morgni í ágúst mætir blaðamaður í litla Matarbúðina Nándin sem staðsett er í gamla hluta Hafnarfjarðar umkringd fallegum gömlum húsum. Við honum blasti smekklega raðað grænmeti í kössum fyrir utan búðina, svona eins og í útlöndum. Ætlunin var að setja niður með Guðbjörgu Láru og fá að vita meira um hana, fyrirtækið og öll verkefnin sem standa yfir og framundan eru.

Sjórinn og saltið hefur verið mikið áhugamál hjá fjölskyldunni og hugmyndafræðin bak við vörurnar hefur alltaf verið að framleiða næringarrík, falleg og frumleg matvæli úr íslensku hráefni. Þá hafa þau verið að stúdera ýmsar lausnir í umbúðamálum til þess að geta sleppt því að nota plast í vörur Urta Islandica og vörur Matarbúðarinnnar. „Við höfum verið að búa til saltblöndur sem henta íslenskum fiski. Við blöndum t.d. þara, íslenskum berjum, íslenskum jurtum, saman við saltið. En saltið sjálft fáum við frá Norðursalti. Grunnhugmyndin með

„Grunnhugmyndin með saltblöndunum er að koma bragði af villtum íslenskum jurtum og sjávargróðri í saltið og steinefnum og vítamínum í matinn með saltinu.”

saltblöndunum er að koma bragði af villtum íslenskum jurtum og sjávargróðri í saltið og þannig steinefnum og vítamínum í matinn með saltinu. Við seljum t.d. þarahvítlaukssalt og þegar sú framleiðsla byrjaði var hugsunin að ná joðinu og steinefnunum úr þaranum og blanda saman við saltið. Við höfum notað íslenskt flögusalt í framleiðsluna okkar frá því byrjað var að framleiða það 2013, en fram að því fluttum við inn í salt frá Portúgal sem við notuðum í jurtasaltið okkar.

Fyrirtækið Urta Islandica byrjaði hér í þessu rými, en við fluttum framleiðsluna til Keflavíkur 2017. Matarbúðina Nándina opnuðum við hérna á Austurgötunni 17 júní s.l. og bjóðum upp á úrval af plastlausum matvörum, t.a.m. seljum við mjólk á flöskum og kjöt og fisk í jarðgeranlegum umbúðum, segir Guðbjörg Lára.

Hreinn sjór í vörunum

Fyrirtækið lét bora borholu á Reykjanesi þar sem sóttur er matvælavottaður hreinn sjór og hefur spennandi vara verið í þróun hjá þeim, sem er sjósódavatn, en þau nota einnig sjóinn í íslensku

Hafið er Guðbjörgu Láru og fjölskyldunni hugleikið og finnst þeim skylda sín að taka þátt í að vernda það og með því að hætta að nota plastumbúðir séu þau að leggja sitt af mörkum í umhverfismálum.

Guðbjörg Lára

Mynd af fjölskyldunni með Umhverfis- og auðlindarráðherra, Guðmundi Inga Guðbrandssyni en Matarbúðin fékk þá virðulegu viðurkenningu á Bláskelinni 2020. Ljósmynd: Matarbúðin.

kaffisýrópin sem þau framleiða fyrir kaffihús Pennans og jurtasýróp sem hafa notið vinsælda. Að sögn Guðbjargar Láru magnar sjórinn upp jurtabragðið og býr til náttúrulega seltu í vörurnar. „Við þróum margt með sjóinn í huga og munum halda því áfram. Sjórinn er stútfullur af steinefnum sem við ætlum að vera duglegri að nýta. Við erum alltaf í einshverskonar hugmyndavinnu um það hvernig við getum nýtt sjóinn í matvæli.”

Bjó í nunnuklaustri í Portúgal

„Draumurinn minn var alltaf að búa erlendis. Ég ferðaðist töluvert en svo komst ég að því eftir nokkra viðveru erlendis að mig langaði bara að vera heima nálægt mömmu og pabba. Ég kem inn í fyrirtækið tvítug eftir nokkurra viðveru erlendis. Þar vann ég í skóla fyrir erfiða unglinga og svo bjó ég í gömlu nunnuklaustri í Portúgal um tíma með 18 öðrum

Fyrirtækið lét bora borholu á Reykjanesi þar sem sóttur er matvælavottaður hreinn sjór og hefur spennandi vara verið í þróun hjá þeim, sem er sjósódavatn, en þau nota einnig sjóinn í íslensku kaffisýrópin sem þau framleiða fyrir kaffihús Pennans og jurtasýróp sem hafa notið vinsælda.

sjálfboðaliðum að vinna að ýmsum verkefnum með bæjarbúum. Ég er mikil fjölskyldumanneskja, en við erum 4 systkinin, bræður mínir tveir eru að starfa með okkur í þessu, Kolbeinn sér að mestu um vélakostinn okkar og Þangbrandur hefur verið í framleiðslunni. Svo á ég 2 ára gamlan son svo það er nóg að gera og mikið fjör” segir Guðbjörg Lára og brosir. Helsta áhugamál Guðbjargar Láru hefur verið að starfa í Björgunarsveit Hafnarfjarðar sem hún gerir með pabba sínum Sigurði Magnússyni.

„Mamma er heilinn á bak við þetta”

Þóra Þórisdóttir, móðir Guðbjargar Láru, er heilinn á bak við fyrirtækið eins og hún orðar það sjálf. „Upp úr bankahruninu hellti mamma sér í rannsóknarvinnu á íslenskum jurtum og tók sér 2 ár í það áður en eiginleg framleiðsla hófst. Fyrsta hugmyndin hennar var að þurrka íslensk aðalbláber og setja í tepoka og útfæra í fallegar gjafapakkningar. Það var svo árið 2010 sem fyrirtækið var stofnað og framleiðsla á fyrstu vörunum hófust sem voru ýmis jurtate og jurtasýróp. Mamma hefur frá upphafi hugsað vörurnar út frá góðri næringu og vítamínum og var það hugsunin með aðalbláberjateinu í byrjun, sem er mjög næringarík fæða. Svo langaði mömmu að vinna með salt, þá var ég enn út í Portúgal og við fórum að flytja inn salt þaðan eða þangað til við fórum í samstarf við framleiðendur hér heima 2013. Í dag sé ég um alla hönnun en með glöggu auga mömmu, allar umbúðir og slíkt sé ég um. Pabbi kemur svo inn í þetta á fullu með okkur árið 2014 og er framleiðslustjórinn okkar og nú eru bræður mínir hér líka.“

Finnst það skylda að taka þátt í umhverfisvernd

Það er enginn lognmolla yfir fyrirtækinu og mörg járn í eldinum, bæði í vöruúrvali og vöruþróun. Nú stendur yfir nýtt verkefni, það er að koma á laggirnar plastlausri matarbúð. Hafið er Guðbjörgu Láru og fjölskyldunni hugleikið og finnst þeim skylda sín að taka þátt í að vernda það og með því að hætta að nota plastumbúðir séu þau að leggja sitt af mörkum í umhverfismálum. Allir þeir aðilar sem fyrirtækið Guðbjörg gefur okkur uppskrift af fiskrétti sem fjölskylda hennar eldar oft.

Þorskur með birkisýrópi og bláberjasalti

800 g þorskur 60 g smjör 4 hvítlauksrif, pressuð 2 msk birkisýróp ½ dl steinselja, söxuð smátt svartur pipar bláberjasalt álpappír

Hitið ofninn í 200°C. Bræðið smjörið, og svo er sírópi, steinselju og hvítlauki bætt út í smjörið, setjið til hliðar. Skerið þorskinn í fjóra jafnstóra bita, piprið örlítið og leggið hvern bita í álpappír. Dreifið smjörsósósunni yfir hvern bita. Pakkið fiskbitanum þétt inn í álpappírinn og bakið í ofninum í um 15 mínútur eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn. Áður en fiskurinn er borinn fram er dálitlu bláberjasalti dreift yfir fiskinn. Borið fram með sýrðum rjóma með blómasírópi, límónusneiðum og sætum kartöflum.

er í samstarfi við skuldbinda sig til að taka þátt í því með þeim. Matarbúðin Nándin hefur hefur hlotið viðurkenningu sem heitir Bláskelin 2020, en Umhverfisstofnun hefur haldið utan um það verkefni. Viðurkenningin er veitt fyrirtækjum, stofnunum, einstaklingum eða öðrum fyrir framúrskarandi lausnir sem stuðla að minni plastnotkun og plastúrgangi í samfélaginu.

„Við létum sérsmíða glerþvottavél fyrir okkur, með henni getum við tekið við glerinu okkar og endurnýtt það og þannig búið til hringrásarkerfi fyrir gler. Alla tíð hefur umhverfið verið okkar leiðarljós í gegnum alla okkar framleiðslu. Við höfum leitar okkur fræðslu og þekkingar víða erlendis um jarðgerðanlegar umbúðir, en enn sem komið er hentar glerið okkur best.

Þetta verkefni tengist líka svo vel sjónum og er þetta okkar skref í því að reyna að minnka plastið í honum. Raunin er sú að það er dýrt að endurnýta glerið, við erum ekki að spara neitt í þessari aðgerð heldur viljum við leggja okkar af mörkum í að minnka óþarfa plast og einnota plastumbúðum. Það er ekki hægt að segja annað um okkur en að við förum á fullum krafti inn í verkefnið: plastlaus september,” segir Guðbjörg Lára og hlær.