Light Novel

Page 1

Hvaรฐ er Light Novel (Myndrรฆn skรกldsaga)?


Light novel er eitt af fjölmörgum japönsku bókmenntaformunum og á við um sögu sem er miðja vegu á milli skáldsögu og myndasögu. ­Gengur lengra heldur en Graphic novel í því að blanda þessum tveimur formum saman og líkist einna mest myndskreyttri bók, fyrir utan að formið er annað.

Mikið af löngum samtöl, einræður (hugsanir) Lítið af lýsingum, stuttar efnisgreinar (fljótlegt að lesa) myndir sem passa efninu (mismargar) Litamyndir í bland við grátóna. Light Novel getur átt við hvað bókmenntaflokk sem er, verið fantasía, raunsæjar sögur os.frv. Dæmi um Light novel er Ore no Imōto ga Konna ni Kawaii Wake ga Nai Gosick, Suzumiya Haruhi series, Zero no Tsukaima og margar fleiri. Nánari upplýsingar um Light novel er að finna á m.a á wikipedia. http://en.wikipedia.org/wiki/Light_Novel


Myndræn skáldsaga-Nýtt bókmenntaform á Íslandi. Þrátt fyrir öðruvísi lengd helst formið. Mikið af samtölum,einræðum/ hugsunum, stuttar efnisgreinar, lítið af lýsingum og myndir sem passa efninu. Teiknistíll er mjög mismunandi eftir Light Novel en það er ekki algengt að að teiknistílum sé blandað saman. Það er hins vegar gert í á­ kveðnum manga tegundum (japönskum myndasögum) til þess að brjóta upp alvarleika og leggja áherslu á fáránleika í ákveðnum aðstæðum. Til að mynda er það mikið notað í shojo, sem er ætlað fyrir ungar stelpur. Sjónarhornsskipting er ekki algeng. Venjulega er ein persóna sem ­hugsar rosalega mikið og talar mikið við aðra eða hlustar á. En sjónarhornsskiptning getur verið nauðsynleg til þess að gefa breiðari mynd af heimi og sjónarhorn hinna persónanna er því nauðsynleg til þess að gera betur grein fyrir hvers konar heimur þetta er. Við hvað fólkið þarf að búa.



Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.