Treatment-Aldanótt

Page 1

Treatment- Aldanótt Höfundur: Rósa Grímsdóttir

Fuglar syngja og fagna sumrinu þar sem þeir sitja á trjágrein fyrir utan glugga. Í gegnum gluggann má sjá hvernig grábröndóttur köttur byltir sér ofan á skoðunarbekk og mjálmar ámátlega, þegar feitir fingur snerta feldinn hans. Maður í læknisslopp á fimmtugsaldri skoðar hann í þaula undir vakandi augnaráði, dökkhærðrar og smávaxinnar konu, ALDA NÓTT (26). Hún horfir milli vonar og ótta á hann. Dýralæknirinn hristir höfuðið, reisir sig við og segir að kötturinn hennar eigi ekki langt eftir. Alda sýpur hveljur og spyr hvort að það sé ekkert hægt að gera. Dýralæknir sest niður í stól og svarar að hugsanlega geti ein rannsókn fundið út hvað sé að en það sé ekkert sem tryggir það að læðan muni lifa þá rannsókn af. Fyrir utan að rannsóknin er dýr. Dýralæknirinn lútir fram í stólnum og horfir á hana yfir gleraugun:,Ætlarðu virkilega að eyða öllum þínum tíma og peningum í dauðadæmdann kött? Þú hefur ekki það mikið á milli handanna.” Alda krossleggur hendurnar og svarar með þjósti að það komi honum ekki við. Hún finni þá bara peninga. Alda tekur læðuna varlega upp af skoðunarborðinu. Dýralæknirinn hristir höfuðið í uppgjöf og spyr föðurlegum rómi hvernig hún ætli að fara að því. Hún hafi ekki haft vinnu í... Hann hugsar sig aðeins um og Alda lítur undan og svarar að það séu þrjú ár. Dýralæknirinn stendur upp, gengur til hennar og leggur hönd á öxl hennar. Hann spyr með röddu þess sem hefur margoft reynt þetta áður, af hverju hún reyni ekki að fá sér aðra vinnu? Hvort að vinur hennar, hvað heitir hann aftur og þar sem dýralæknirinn hugsar sig um, svarar Alda eins og hún kæri sig ekki um svarið, Goggi. Dýralæknirinn kinkar kolli, ánægður á svip og segir:,,Já, hann Goggi…fínn strákur. Af hverju hafið þið aldrei verið saman?” Alda hendir hönd hans af öxlinni og hreytir út úr sér að hann eigi að koma sér að efninu. Dýralæknirinn virðist hafa gleymt stað og stund, þar sem hann starir fram fyrir sig og spyr hvað hann hafi aftur verið að segja. ,,Já, ætlaði hann ekki eitthvað að hjálpa þér? Alda snýr höfðinu hratt að honum og augun skjóta gneistum. Hún segir milli klemmdra tanna að það komi ekki til greina. Hún muni aldrei aftur fara í gömlu vinnuna. Sama hvað það kostar. Hún sé með aðra áætlun. Alda horfir af ástúð blandaðri sorg á læðuna í fangi sínu. Alda bítur saman tönnum þar sem hún hlustar í gemsa og þrammar fram og til baka fram hjá óumbúnu rúmi sínu. Kötturinn sefur á viðarborði upp við vegginn. Alda skellir í góm,


kveður viðtakandann, örg á svip og staðnæmist við tæki sem er staðsett á náttborðinu hennar. Á borðinu er að finna myndaramma sem sýnir brosandi hávaxinn dökkhærðan strák, GEORG, kallaður Goggi (28) sem heldur utan um hana þar sem hún er með fýlusvip. Alda er auðsjánlega pirruð á myndatökunni. Heyrnartól liggja við hlið rammans. Augu Öldu nema andartak við myndarammann. Hún leggur rammann niður og horfir í aðra átt eins og hún sé að gera eitthvað af sér. Alda muldrar að hann muni hvort sem er aldrei komast að þessu og leggur gemsann varlega niður við hliðina á rammanum og þrífur þess í stað upp heyrnartólin af náttborðinu. Hún skellir þeim á sig, snýr takka á tækinu á hæsta styrk og segir að í þetta sinn skuli þetta takast. Alda hendir sér í rúmið og lokar augunum. Fyrr en varir er hún stödd í draumalandinu. Allt er mjög eðlilegt um að lítast. Hún stendur við rúmstokkinn heima hjá sér og á borðinu sefur kötturinn hennar. Það er eins og Alda hafi í raun aldrei sofnað. Alda hrópar upp yfir sig að þetta eigi ekki að vera svona. Hún stappar niður fótunum og sótbölvar, að þetta sé ekki hinn fullkomni draumur. Að hún vilji ekki grámyglaðan hversdagsleikann. Það hafi ekki verið tilgangurinn með þessu. Alda kastar sér í rúmið í draumnum og lokar augunum. Opnar þau og sér sama staðinn. Hún sest upp , jafn pirruð á svip og sá sem hefur farið vitlausum megin fram úr rúminu. Alda teygir sig í tækið, jafn grettin í framan sem fyrr en á því augnabliki sem fingur hennar kemur við takkann, snarbreytist umhverfið og allt verður að pixlum í kringum hana. Alda hrekkur í kút og horfir með undrun blandaðri hræðslu á hvernig umhverfið brotnar smá saman niður í annað umhverfi. ,,Hvert þó í?” Tautar Alda agndofa. Svart hyldýpið gleypir hana og Alda öskrar þar sem hún fellur á ógnarhraða niður í tómið. Með miklu höggi lendir hún á steinsteyptu gólfi. Alda grettir sig af sársauka, nuddar botninn og kveinkar sér; “á þetta var vont” og kemur með þá athugasemd, að maður eigi ekki að geta fundið sársauka í draumi. Hún stendur upp með erfðismunum og tekur inn umhverfið sem blasir við henni. Það er eyðilegt, langur óspennandi hvítur gangur. Skyndilega birtist kötturinn hennar á miðju gólfi og grípur athygli hennar um leið. Alda kallar á hana af gleði og þýtur þangað eins og þar væri alvöru kötturinn hennar kominn. Hún réttir fram hendurnar eins og hún hyggist knúsa hann en þegar hún er alveg að komast að honum þá hverfur hann. Góða Nótt? Alda lítur í kringum sig og langt frá henni birtist kötturinn hennar aftur. Hann vælir af sársauka og dettur inn og út úr mynd líkt og truflanir í sjónvarpi. Alda kallar á hann, tekur á rás en þegar hún er rétt að ná honum hverfur hann og birtist annars staðar á nýjum stað. Alda hleypur í gegnum marga drauma. Í bakgrunni má sjá sveitarómantík, vísindaskáldsögulegt umhverfi, súrrelisma og


hverdagsleikann. Þetta endurtekur sig aftur og aftur og enn heldur Alda áfram að hlaupa þar til hún hnígur niður af þreytu. Alda hrósar happi þegar hún sér að hún er aftur komin í rúmið. Hún sest upp en henni bregður heldur betur í brún þegar hún sér sjálfa liggja undir sér. Alda spyr ráðvilltum rómi hvernig hún komist til baka? Alda reynir að troða sér inn í líkamann. Berja sjálfa sig en hendur hennar fara í gegn. Alda veltir því fyrir sér meira í alvöru en gamni hvort að hún sé draugur. Allt umhverfið í kringum hana er pixlað og það virkar eins og hún sé í pixluðu búri. Alda sér í gegnum búrið hvar Góða Nótt liggur kvalin á borðinu. Hún mjálmar hátt og kippist öll til. Hún lemur í búrið og þá heyrast högghljóð:,,Nei, ég verð að komast til Góðrar Nætur!” Öldu er kippt inn í annan draumaheim. Hin síhverfandi Góða Nótt birtist hlaupandi fyrir framan hana og Alda tekur á rás á eftir henni. Úr svip hennar má sjá staðfestingu og örvæntingu. Á þessu ferðalagi breytist bakgrunnurinn ört og hreyfimyndir á filmu svífa hratt hjá. Myndaröð sem sýnir þroskasögu lítillar stelpu. Á fyrstu myndinni heldur hún traustataki um grábröndótta kattarbangsann sinn þar til hann er rifinn frá henni. Hún fer að hágráta og er slegin í gólfið. Litla stelpan sýnir stolt einkunnablað sitt, foreldrum sínum sem hrista höfuðin með vanþóknunarsvip . Hún verði að gera miklu betur en þetta. Stelpan brosir eins og til að afsaka sig, snýr sér undan og tár glampar í augum hennar. Næstu myndir eru sýndar hratt og þær sýna skólagöngu hennar. Þar sem hún situr sveitt yfir námsbókunum frá því hún var lítil og það heyrist í börnum að leik fyrir utan gluggann hennar. Steinvölum er grýtt inn um opinn gluggann og þeim rignir yfir stílabækurnar. Illkvittnislegur barnshlátur heyrist inn um gluggann en litla stelpan dustar steinvölurnar af og heldur áfram að lesa. Fleiri steinvölum er hent inn og nokkrar þeirra lenda á stelpunni sem rekur upp sársaukaóp og grípur um höfuðið. Það myndast tár í augum hennar, hún þurrkar þau burt og bítur reiðilega á jaxlinn. Dökkhærður strákur á hennar aldursreiki, hleypur inn í herbergið og spyr af hverju hún sé að gráta en hún bandar höndum. Strákurinn þýtur út úr herberginu með grimmdarsvip og inn um gluggann berast háværar barsmíðar. Litla stúlkan er nú orðin að fullorðinni konu og kemur í ljós að það er Alda. Hún er stödd í útskriftarathöfn úr háskóla þar sem hún tekur við skírteini sínu. Dökkhærði strákurinn er orðinn að fullorðnum manni. Þetta er Goggi og hann stendur við hlið hennar og brosir. Alda nútímans hættir eltingarleiknum en hún tekur fyrst núna eftir myndum sem svífa


fram hjá henni. Það er eins og hún dáleiðist af því einu að horfa á myndirnar. Eltingaleikurinn er með öllu gleymdur. Alda fortíðarinnar er stödd á rannsóknarstofu. Hún er umkringd fólki sem greinilega finnst mikið til hennar koma, þar sem það pískrar spennt á bak við hana. Snillingur má lesa af vörum þeirra. Alda tekur ekkert eftir þeim þar sem hún er í sínum eigin heimi á kafi í bók og punktar einstaka sinnum niður hjá sér. Myndirnar breytast enn á ný, fólk biður hana um að koma með sér í teiti en hún afþakkar án þess að líta af verki sínu. Fólk pískrar nú um hana í reiðilegum tón og lesa má af vörum þeirra Hrokagikkur. Eins og áður lætur Alda eins og hún heyri ekki í þeim og Goggi hrópar að þeim að láta hana vera. Hann reynir samt sjálfur að fá hana til þess að slaka aðeins á, skemmta sér en hún tekur það ekki í mál. Síðasta hreyfimyndin sýnir Öldu steinilostna. Hún veifar höndunum í örvæntingu, þar sem verið er að láta dótið hennar í kassa. Hún hendir sér á hnén og grípur um fæturna á yfirmanninum sem er fönguleg kona MELKORKA (32). Melkorka fær öryggisverði til að losa hana af sér og bera hana út. Á bak við má sjá hvar Gogga er haldið niðri af öðrum öryggisvörðum þegar hann ætlaði að rjúka í yfirmanninn. Við tekur tími örvinglunnar og þunglyndis. Alda liggur heilu dagana uppi í rúmi, falin undir sænginni, myrkur, dagur, myrkur, dagur. Dyrabjöllunni er hringt. Alda grúfir sig lengra inn í sængina og hendir henni pirruð af sér þegar að dyrabjallan heldur áfram að hringja. Hún hendist upp, rífur upp dyrnar og sér þá kött í fanginu á vini sínum. Alda rankar við sér og sér að kötturinn hennar er löngu horfinn. Hún hrópar á eftir honum og hleypur enn þar til hún kemur inn á gamla vinnustaðinn sinn. Alda setur í brýnnar og gnístir tönnum:,,Af öllum stöðum sem ég hefði getað lent á.” Alda sér hvar hópur fólks í rannsóknarsloppum nálgast hana. Það talar í háum hljóðum um hvort að það hafi heyrt hvað hrokagikkurinn hafi verið reyna gera. Goggi er í hópi þeirra sem labba fram hjá henni en er sá eini sem horfir á hana í stað þess að þykjast ekki sjá hana. Hann grípur reiðilega framm í fyrir fólkinu og segir að hún sé engin hrokagikkur heldur snillingur. Alda getur ekki annað en brosað til Gogga. Voiceover: Meira segja í draumum stendur hann með mér. Fólkið virðist ekki alveg kaupa það sem Goggi sagði og Melkorka hringsólar í kringum Gogga eins og hrægammur og spyr snillingur eða klikkhaus? Hún spyr hvort að hann hafi ekki verið búin að láta vita að hún gæti fengið gömlu vinnuna aftur. Að Melkorka væri búin að fyrirgefa henni fyrir að láta eins og hún væri yfir þau hafin. Goggi sekkur saman, þar sem Melkorka hnitar hring í kring um hann og játar því. Melkorka heldur áfram hringsóli


sínu og segir að í stað þess að gera það sem hvaða vitiborna manneskja sem er myndi gera. Melkorka slær leikrænt út í loftið. Þá hafnaði hrokagikkurinn þessu stórkostlega starfi. Melkorka snýr sér í hringi eins og skopparkringla yfir alla rannsóknarstofuna. Hún rekst utan í Öldu sem hörfar frá en gefur annars ekki til kynna að hún sé þarna, heldur skimar á eftir ketti sínum, sem er þessa stundina hvergi sjáanlegur. Enga útgönguleið er að sjá í þessu lokaða rými. Melkorka bætir við á milli hringja:,,Starfinu sem eitt sinn var draumastarfið hennar.” Til þess eins að halda áfram að búa til draumavélina sem býr til hina fullkomnu drauma. Að í raun verði draumurinn sem annar veruleiki sem þú getir horfið inn í. Tónn Melkorku breytist og verður draumkenndari og horfir með seiðandi augum á Gogga eins og hún sé að reyna dáleiða hann. Fólkið í draumnum sé eins og alvöru fólk, geti hugsað og framkvæmt fyrir sig sjálft. Þú getir fundið nautn og sársauka í draumnum. En ólíkt raunveruleikanum þá geturðu stjórnað því hvað þú vilt. Óskað hvers sem er. Þetta er hugsað til þess að hjálpa þeim sem eru lamaðir og þunglyndir. Goggi spyr Melkorku sem mænir á hann, hvað sé að því? Það hnussar í henni. Hún hallar sér upp að honum, notar hann sem stuðingsborð, honum til sjáanlegs ama og svarar að fyrir það fyrsta sé þetta þvílíkt fjarstæðukennd hugmynd og að venju ætli þessi klikkhaus að gera tilraunina sjálf án utanaðkomandi hjálpar. Hópurinn hristir höfuðið eins og það sé með einn haus og spyr hvort að þessi heimska stelpa viti ekki hversu hættulegt það sé. Melkorka reisir sig við og gengur burt með hópinn í eftirdragi, enn röflandi. Raddir þeirra deyja út þar sem hann hverfur fyrir hornið. Goggi er skilin einn eftir hjá Öldu. Það er ljóst að Alda er slegin eftir tíðindin, þar sem hún stendur frosin á sama stað en hristir það svo af sér, tautar að þetta sé bara bara draumur og segir að hún verði að finna Góða Nótt. Eins og til að svara ósk hennar birtist læðan rétt hjá Gogga. Alda hleypur til hennar en það er sama sagan. Góða Nótt hverfur. Goggi lætur eins og hann sé að hrópa á eftir fólkinu þegar hann sér Öldu nálgast: Hún myndi aldrei gera það. Ég sagði HENNI að gera það EKKI EFTIRLITSLAUST. Goggi horfir ásökunaraugum á Öldu sem setur axlirnar upp að eyrum en yrðir ekki á hann, þar sem hún hleypur fram hjá honum til Góðrar Nætur sem hefur birst á öðrum stað en grípur að venju í tómt. Goggi blæs upp ennistoppnum og tautar: Ég er meira segja hunsaður hérna.” Öldu er kippt inn í annan draumaheim og þar er niðdimm nótt. Enn og aftur birtist Góða Nótt. Voiceover: Góða Nótt er að reyna leiða mig út héðan. Ég er viss um það. Ekkert annað kemur til greina. Það nauðir í vindinum, greinar titra í kuldanum og snjór fer að


falla og bleytir hár og föt hennar. Enn áfram heldur Alda að elta köttinn sinn og skelfur af kulda í gegnsósa fötunum. Hún stoppar loks hjá íbúðablokk, skimar á eftir kettinum á götunum sem eru lýstar upp af ljósastaurum en í þann mund sem Aldar ætlar að kalla á hana, grípur hún um hálsinn eins og hún sé að kafna. Alda hefur misst röddina. Skópar þeytist í gegnum loftið og rétt missir af því að hæfa Öldu. Alda stekkur frá og sér þá að mörghundruð skópörum er þrykkt í áttina til hennar. Hún stekkur til og frá og það er mikil mildi að ekkert þeirra hitti hana. Nágrannarnir hrópa hljóðlaust að henni að þeir geti ekki sofið og einu hljóðin sem heyrast eru hvernig skórnir smellar á blautri gangstéttinni. Alda reynir að hrópa að hún geti ekki vaknað. Það sést á svörtum bakgrunni með hvítum texta eins og í þöglum myndum. Vaknaðu þá! Heyrast nágrannarnir hrópa og risaskó er þeytt í áttina að Öldu sem lokar augunum hratt. Hvítur texti á svörtum skjá þar sem Alda hrópar á hjálp. Í þann mund sem skórinn ætlaði að lenda á henni, stekkur Goggi til hennar og rétt nær að bjarga henni frá því að kremjast. Alda opnar augun, sér varðeld fyrir framan sig, sest upp og kemur auga á hvar Goggi stendur skammt frá henni uppi á hól. Þau eru kominn á nýjan stað. Rómantískt landslag blasir við þeim, grænir hagar og lítil falleg hús þar sem reykurinn liðast upp úr strompum. Alda er með teppi yfir sér og er óðum að hitna. Hún sýgur upp í nefið og yljar hendurnar við varðeldinn. Augu Öldu hvarfla til Gogga sem snýr baki í hana. Það tekur hana smá tíma að telja í sig kjark til að fara til hans. Alda gengur upp á hólinn og spyr varfærnislega hvað hann sé að gera hérna. Goggi spyr á móti með frosið bros á vör, hvort að draumar séu ekki þannig að allt geti gerst. Alda segist ekki hafa óskað þess að hann myndi birtast sem þurrkar brosið af Gogga en það snýr aftur þegar hann spyr hvort að hún sé viss um það. Svipur Öldu segir að þetta sé ein mesta fjarstæða sem hún hafi heyrt en virðist svo sjá að sér og muldrar takk, sem fær Gogga til að brosa aftur. En þegar Alda ætlar að hlaupa af stað að nýju, grípur Goggi um handlegginn á henni. Hún reynir að losa sig og hrópar að honum að sleppa sér. Það dökknar yfir svip Gogga. Í bakgrunni hverfur sveitarómantíkinn og breytist í snarbrött fjöll. Það heyrist í eldingum í fjarska. ,,Alda, ef þú ferð þessa leið stefnirðu hraða leið til glötunar.” ,,Vó, rólegur á dramatíkinni, Georg.” Goggi bregst reiður við og segir að hún viti að hann vilji vera kallaður Goggi. En hvað um það, honum sé alvara. Öldu er augljóslega ekki um sel, hún hrekkur í kút við hverja eldingu en hristir svo hausinn yfir öllum fáranleikanum. Ávarpar hann með nafni og segir


hraðmælt að hann sé bara hérna í draumnum og viti ekkert hvað hann sé að tala um. Goggi grípur fram í fyrir henni. ,,Nei, ég er raunverulegur.” Eldingarnar hætta, það birtir af degi og heyrist í fuglum í fjarska. Ha, Alda bregst hvumsa við og nær að slíta sig úr taki hans. Goggi útskýrir að hann hafi komið til þess að bjarga henni. Endurlit, þar sem Goggi fór heim til Öldu. Hann sá að tækið var á hættulegum styrk svo að hann fór inn í undirmeðvitundina hennar. Alda grettir sig eins og krakki og segir ojj, inn í mig. Henni verður ómótt og þarf að styðja sig við eitthvað. Upp úr þurru birtist tómur trékassi sem hún getur sest á. Fórstu inn í mig? Spyr Alda fokreið eftir að hafa sest niður á kasssann og Goggi svarar að hann hafi orðið að gera það. Að hún Alda sé í hættu. Hættu? Étur hún upp á eftir honum og hann segir að hún sé smám saman að verða að engu. Goggi bendir á líkama hennar og Alda sér að hún orðin eins og Góða Nótt var í draumnum, eins og truflanir í sjónvarpi. Voiceover: Svo ég er í alvörunni að verða að draugi? Endurlit: Þar sem hún sá sjálfa sig liggja sofandi og Góða Nótt í kippum. Alda reiðist við minninguna. ,,En hvernig veit ég að þú ert raunverulegur?” Spyr Alda með ásökun í rómnum og Goggi hallar sér eldsnöggt niður að henni og smellir löngum kossi á munninn hennar. Alda berst um og reynir að ýta honum frá sér. Þegar hún loksins nær að sleppa, hlær Goggi á meðan hún þurrkar á sér munninn, agndofa á svip. Goggi glottir og spyr ögrandi hvort að hún ætli ekki að slá hann og Alda stekkur upp af trékassanum sem hverfur í reyk, steytir hnefann að honum og svarar að hún vilji gera margt verra en það. Alda gerir aðra tilraun til að hlaupa á eftir kettinum sínum en Goggi grípur um axlir hennar:,,Alda, hlustaðu á mig. Þú mátt ekki fara þessa leið.” ,,Nú, hvaða leið á ég þá að fara? Þykistu vera einhver Virgillius?” Goggi svarar ekki, heldur segir henni þess í stað að koma með sér og hann skyldi sýna henni það. ,,Af hverju á ég að hlusta á þig? Þykistu vera einhver riddari sem ætlar að bjarga mér á hvítum hesti. Ég get bjargað mér sjálf. Þetta er minn draumur. Ég get komist út héðan á eigin…!” Alda ætlar að ganga í burtu þegar Goggi segir myrkum rómi:,,Alda, kötturinn þinn er að leiða þig í dauðann.” Alda starir á hann en reynir svo að slá þessu upp í grín:,,Geturðu ekki byrjað eina einustu setningu á þess að minnast á nafn mitt?” Skapstygga krúttið mitt þá, svarar Goggi að bragði og það hnussar í Öldu, Alda er fínt. Þannig að ég er ekki Lísa í Undralandi? Þegar Goggi horfir með tómu augnaráði á hana, bætir Alda við:,,Skilurðu ekki, Góða Nótt er eins og kanínan…æ, já þú lest engar skáldsögur.” Goggi horfir á hana særður á svip og segir að það sé ekki satt. Hann hafi


bara ekki séð tenginguna. Það væri nær að segja að hún væri Dante og með þessu áframhaldi kæmist hún aldrei í hreinsunareldinn. Alda segir þá sigrihrósandi að hann sé Virgillius og hann tekur undir það. Alda ætlar eina ferðina enn að hlaupa af stað og Goggi hleypur á eftir henni og hrópar:,,Alda, kötturinn þinn er dauðadæmdur. Þú verður að gefa hana upp á bátinn.” ,,En…” ,,Þessi leið liggur til glötunar. Þú verður að fara að lifa lífi þínu og segja skilið við köttinn. Hún átti að hjálpa þér yfir erfiðasta hjallann en ekki vera þér hindrun.” Goggi veifar hendinni og fyrir aftan þau má sjá myndir af hvernig Alda hefur unnið yfir sig við að vinna í uppfinningunni. Góða Nótt mjálmar, veifar loppunni og Alda segir ekki núna. Hún sé upptekin. Goggi segir með ávítunarrómi að hún hafi ekki einu sinni sinnt henni. Alda svara fyrir sig að hún hafi verið að vinna að þessu fyrir hana, svo hún gæti fengið nóg af peningum til að getað læknað hana. Goggi segir að það sé bara það sem hún haldi að hún hafi verið að gera með þessu. Alda spyr hvað hann eigi við. ,,Þú verður að finna það út og gera andstæðuna við það.” ,,En ég get ekki sagt skilið við Góða Nótt. Þú gafst mér hana….ég meina ég elska hana! Goggi spyr með þjósti hvort að hún vilji frekar deyja með henni? Alda svarar játandi. Það hvín í loftinu eins og eftir byssuhvell þegar Goggi rekur henni kinnhest. Alda er smá stund að átta sig en slær hann svo á móti og finnst skyndilega eins og það sé ekki nóg og sparkar í punginn á honum. Goggi öskrar upp yfir sig og spyr hvort að hún hafi verið búin að gleyma því að alvöru hann muni finna fyrir þessu. Þegar hann sér kvikindislegt glottið á henni segir hann að hún hafi ekki verið búin að gleyma því. Goggi þrammar í áttina að henni, en í sömu mund birtist Góða Nótt og Alda tekur á rás á eftir henni. Hann kallar reiðilega á eftir henni (Alda Nótt!) en Alda stoppar ekki. Myndaröð þar sem Goggi eltir Öldu í gegnum mismunandi drauma. Hleypur á eftir henni á hlaupabraut á Ólimpíuleikunum ásamt öðrum hlaupurum, stekkur yfir húsþök í anda Matrix, syndir yfir Ermasundið, þau sigla á mismunandi bátum, fljúga í sitthvori tvíþekjunni og loks sjást þau hlaupa yfir grænt engi. Bæði eru orðin lafmóð og falla á jörðina. Goggi grípur tækifærið og stekkur á Öldu, snýr henni við og hún ber hendurnar fyrir sig eins og hann ætli að lemja hana. Þess í stað grípur hann um axlir hennar og neyðir hana til að horfa í augun á sér. Í eitt andartak leikur bros um varir hans og hann


segir að hann hafi ekki vitað að hún vildi vera íþróttamaður. Alda svarar reiðilega að hún vildi bara komast burt frá honum. Það kveikir undir reiðina hjá honum að nýju:,,Alda, þú ert nú meiri þrjóskupúkinn alltaf hreint. Hvernig datt þér í hug að nota tækið? Hvað þá á hæsta styrk! Þú vissir að það var hættulegt. Ég var búin að segja þér það og var ég líka margoft búin að láta þig vita af því að þú gætir fengið gömlu vinnuna þína aftur?” Alda berst um í taki hans í grasinu og segist ekki hafa viljað það. Hún vilji bara köttinn sinn. Goggi svarar reiðilega, Alda, hvaða vitleysa. Hún hafi elskað þetta starf. Hann þurfti að toga í marga strengi til að fá þetta í gegn og svo segir hún bara nei. Hvurslag vanþakklæti er þetta eiginlega! Alda nær að sparka honum af sér, stökkva á fætur og hrópar að hún hafi aldrei beðið hann um að gera þetta fyrir sig. Alda dustar grasið úr hárinu á meðan Goggi stendur á fætur, hristir höfuðið og segir að það breyti því ekki að það á þakka fyrir sig en ekki stofna sér í lífshættu út af einhverri heimskulegri þrjósku. Að hún verði að fara að lifa lífinu eins og manneskja. „Hættu að loka þig inni!“ Orð Gogga skekja jörðina, jörðin fer í sundur undir þeim og þau falla niður. Hárið á þeim stendur þráðbeint upp í loftið. Alda er búin að fá nóg og hrópar á Gogga þar sem þau falla niður í endalaust tómið. Hvaða rétt hafi hann á því að vaða svona um í draumi hennar til þess eins að skamma hana. Hann geti nú lítið sagt. ,,Ekki ert þú fullkominn.” Hún bendir með ásökunarfingri á hann:,,Gerir lítið annað en að fljóta í gegnum lífið án þess að þurfa að hafa neitt fyrir hlutunum.” Hún bendir á hvernig þau svífa niður máli sínu til stuðings og bandar út höndum:,,Getur farið að skemmta þér hvenær sem er. En ég get það ekki Goggi. Ég er ekki það klár!” Það síðasta segir hún með grátstafinn í kverkunum. Gogga er brugðið, hann syndir til hennar, tekur utan um hana segir að það sé bull og vitleysa. Að hún sé klárasta stelpa sem hann viti um. Hann strýkur hár hennar en Alda snýr upp á sig í taki hans og segir ,,já einmitt...stelpa“ og Goggi leiðréttir sig í flýti. Þá frekar manneskja, hvort að það sé betra. Alda segist vera orðin leið á því að hann þurfi alltaf að bjarga henni. Goggi brosir og faðmar fýlupokann þéttar að sér. Hann hvíslar að alvöru ástæðan fyrir því að hún sé í þessari klemmu sé vegna afbrýðissemi. Afbrýðissemi? Spyr Alda hissa og Goggi sleppir henni þannig að þyngdaraflið lyftir þeim og þau virðast fljúga í uppstreymi. Hann segir að gamli yfirmaðurinn hafi viljað koma henni fyrir kattarnef. ,,Voða fyndið eitthvað.” Alda blakar höndunum eins og vængjum. ,,Ég var ekki að reyna vera fyndinn.” ,,Ó.”


Goggi heldur áfram með útskýringu sína og segir að hún ásælist uppfinninguna þína og vilji eigna sér allan heiðurinn. Hún sé að nota köttinn hennar til þess að leiða sig í gildru. Þannig að það mætti segja að hún vilji bókstaflega koma henni fyrir kattarnef. Alda segir að þess vegna hafi hún talað svona illa um sig áðan en Goggi svarar neitandi, að hún geri þetta alltaf. Hann segir henni svo að yfirmaður þeirra sé hérna. “Er hún hérna í draumnum mínum?” Goggi “svarar játandi. Að hún hafi tekið yfir og Alda verði að sigra hann. Alda spyr hvort að hún líti út eins og einhver hasarhetja. ,,Alda, það er allt hægt í draumum. Þú verður bara að hafa trú á því.” ,,Voðalega geturðu verið væminn.” ,,Alda…” ,,,Allt í lagi þá.” Alda lendir mjúklega á jörðinni sem er moldargólf í helli. Melkorka hendist upp við komu hennar og stekkur frá gereyðingartæki sem er líkt og því hafi verið stolið úr James Bond mynd. Alda brettir upp ermarnar og lætur braka í hnúunum. Á bak við hana brosir Goggi dapurlega. Texti birtist á skjánum: Við tekur stórfenglegasti bardagi sem Alda hefur nokkru sinni tekið þátt í draumi sem endar með fullnaðarsigri hennar. Alda hefur enn þann dag í dag enga hugmynd um hvernig hún vann. Alda dansar sigurdans, Ég vann Goggi. Ég vann!” Goggi segist hafa séð það og óskar henni til hamingju. Það má sjá dapurleika í augum hans og Alda spyr spenntum rómi hvort að þetta þýði að nú komist hún heim. ,,Nei.” Alda verður felmtri slegin og hann bætir við að því miður hafi hann ekki verið að segja satt. Alda hrópar upp af hræðslu þegar hún sér hvernig hann er smám saman að leysast upp. Hverfandi Goggi ypptir öxlum og segist bara hafa verið draumasjálf. Að hann hafi aldrei verið þarna. Hann búist við að undirmeðvitund hennar hafi kallað á sig til að hjálpa sér eða eitthvað svoleiðis. ,,Synd að það skuli bara hafa verið tímabundið en glad I could be at your service.” Hverfandi höfuð hans hneigir sig. Alda hrópar upp fyrir sig og fálmar með höndum til hans:,,Goggi! Goggi! Hvað á ég að gera? Mun ég þá deyja?” Hún bendir á hverfandi líkama sinn sem fer að nálgast sama stig og hjá Gogga. Goggi svarar að hún verði að finna út úr því. Vísbendingarnar liggi í draumum, hvaða hafi þeir allir átt sameiginlegt? Alda heldur að það sé eltingarleikurinn


eða kötturinn en Goggi svarar neitandi, skipar henni að gleyma honum, að hann hafi bara verið tákn fyrir... En Goggi hverfur áður en hann getur sagt hvað kötturinn hennar táknaði. ,,GOGGIIII!” Alda leysist upp á eftir honum. Alda ofandar þar sem hún er stödd í litlum kjallara. Hjartsláttturinn dynur í eyrum hennar og hún rífur í hár sitt. Það er eins og hún sé að kafna. Á augabragði fyllist kjallarinn af vatni og Alda syndir fyrir lífi sínu. Hún spýtir vatni út sér og rétt nær að halda höfðinu uppi. Rýmið er óðum að fyllast. Voiceover: Ég hef engan tíma. Ég verð að finna lausn. Ég er að drukkna hérna. Drukkna úr vandamálum, drukkna í alvörunni. Ég…Ég held ég hafi fundið lausnina. Ég á að… Alda hrekkur upp í svitakófi. Hún þreifar á andlitinu og andar léttar. Alda tekur af sér heyrnartólin, leggur þau á borðið og slekkur í flýti á tækinu eins hún óttist að þetta muni byrja aftur. Hún brosir feginslega, lítur í kringum sig en rekur svo upp skelfingarvein og hendist á fætur. Hún grípur um Góða Nótt og hrjúfar sig í feldinn hennar. Feldurinn verður dökkur af tárum. Gemsinn hennar hringir og Alda tekur símann með skjálfandi höndinni af náttborðinu og svarar án þess að segja neitt. Þetta er Goggi og hann spyr reiðilega en meira eins og í gríni hvort að henni hafi nokkuð dottið í hug að prófa tækið einni eftir viðvörun hans. Auðvitað hafi hún ekki gert það, hún sé skynsamari en svo. Glaðlegur í bragði bætir hann við hvort að hún hafi ekki endurhugsað málið og vilji fá gamla starfið aftur. Endir.



Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.