Svefn er gulli betri

Page 1

Vinnutitill: Svefn er gulli betri (tragdeísk kómedía) Rósa Grímsdóttir

Myndin byrjar á því að aðalpersónan (hámenntuð kona á þrítugsaldri) er sýnt í myrkri kýla út í loftið og grípa í tómt. Öskrar og reynir að ná hálstaki á manni í rannsóknarslopp sem glottir að henni. Hún reynir stöðugt að ná manninum sem hverfur í reyk og hrópar að hann hafi bara fengið starfið hennar út af tengslum. Aðalpersónan vaknar í sefrofunum við símhringingu í miðri kyrkingu og bölbæn. Hún grípur pirruð um símann og heyrir að þar er vinur hennar (hámenntaður maður á þrítugsaldri). Í bakgrunni sést dagatal sem hefur verið merkt með rauðu. Viðtal lífsins míns. Loksins, loksins! Læðan Góða Nótt með rafskaut föst á höfðinu, liggur í makindum ofan á bréfum frá vinnumálastofnun sem liggja sem hráviði um allt skrifborðið. Rifrildi á sér stað í símanum, þar sem vinur hennar vill að hún skemmti sér þar sem það er föstudagskvöld. Hún neitar hinsvegar þar sem hún sé að fara í atvinnuviðtal daginn eftir. Í samtalinu kemur fram að núverandi yfirmaður hafi verið sá sem fékk starfið hennar á sínum tíma vegna tengsla. Þökk sé vini hennar sem hélt vinnunni fékk hún annað tækifæri, hann minnir hana á það og aðalpersónan tekur gremjulega undir. Þau rífast þar til hún fær nóg af honum segist þurfa að fara halda áfram að sofa. Svefn sé það eina sem kemur í veg fyrir að hún geti ekki haldið sönsum. Vinur hennar heldur áfram að hringja í tíma og ótíma, verður alltaf fyllri og fyllri. Segir að hún verði að koma í partýið og segir líka að hann þurfi að segja henni svolítið merkilegt en hún skellir á hann, áður en hún heyrir hvað það er. Loks fær aðalpersónan frið en getur þá ekki sofið og horfir taugaóstyrk á hvernig tíminn tikkar hratt frá henni. Er alveg að sofna eftir að hafa prófað margar aðferðir og þá vekur kötturinn hana með að æla í rúmið. Innikötturinn sleppur óvart út eftir að hafa mótmælt sandinum. Kötturinn var gjöf frá vini hennar á sínum tíma þegar hún var lengst niðri og því grípur hana örvænting þegar hún sér að kötturinn er skyndilega horfin. Aðalpersónan skilur allt eftir opið, hrópar á köttinn (Góða Nótt), vekur nágrannanna sem verða brjálæðir. Finnur köttinn efir langa leit, virtur en umdeildur vísindamaður rekst á hana, sér rafskautin á höfði læðunnar og finnst mikið til þess koma að hún þori að geri tilraunir á dýrum. Hún maldar í móinn og segir að þetta sé hættulausar svefnrannsóknir og hann heldur áfram að blaðra um hugrekki hennar, þar til hann veitir henni starfstilboð ef hitt skyldi klikka. Óðagotið hefur gefið henni tíma til að hugsa um hvort að það sé þessi virði að fá fá vinnuna aftur þar sem var farið svona illa með hana og það á þennan hátt. Aðalpersónan fer til baka en þar sem hún skildi eftir opna hurð fór einhver inn. Henni bregður við að uppgötva það, fer varlega inn og ræðst á viðkomandi til þess eins að komast að því að þetta er vinur hennar sem ætlaði sér eina ferðina enn að sannfæra hana um að koma í partý (heldur hún). Verður enn reiðari þegar hún sér að þetta er hann. Vinur hennar reynir í sífellu að útskýra af hverju hann er þarna en í bræði sinni hendir hún honum á dyr. Henni tekst aldrei að sofna og mættir ósofin, ein kvíðasprengja í viðtalið. Hún fríkar út, segir ýmsa hluti sem hún hefði ósagt geta látið. Að þeir geti troðið þessari vinnu


upp í rassgatið á sér, að hún sé komin með aðra og þurfi ekki að skríða aftur til þeirra. Aðalpersónan kemst þá að því að vinur hennar átt að taka viðtalið þar sem það kom svolítið upp á fyrir yfirmanninn. Hann hafi ætlað að láta hana vita af því að hún sé búin að fá starfið og geti því andað rólega. Hún hafnar starfinu þar sem hún hatar klíkuskap og endar að vinna hjá vísindamanninum sem gerir tilraunir á dýrum.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.