Lína Descret-Um bókaflokkinn

Page 1



Lína Descret eftir Rósu Grímsdóttur

Er fimm binda bókaflokkur sem sækir innblástur sinn frá japönskum teiknimyndasögum og teiknimyndum. Formið er þó aðallega fengið frá japönsku Light novel (Myndræn skáldsaga). Bækurnar eru myndskreyttar af höfundinum. Um bókaflokkinn.

Skaparar skapa tortímendur. Tortímendur eru kúgaðir í þessu heimi, lokaðir inni þar sem óttinn við mátt þeirra er það mikill. Þann ótta má rekja til stríðs sem varð á milli þessara tveggja tegunda fyrir um 1000 árum síðan. Sá ótti kemur þó ekki í veg fyrir að tortímendur séu notaðir sem þrælar skaparanna, eftir að hafa gengist undir þjálfun í tortímendabúðunum. Ein af aðalpersónunum, Anna Fíl er þó undantekning, talin friðsamur tortímandi sem fær að ganga laus. Tortímendur mega ekki skapa og skaparar ekki tortíma. Þeir geta þó hvort tveggja en það hefur sínar afleiðingar. Getur Lína Descret, eini skaparatortímandinn komið á friði á milli þessara tveggja tegunda? Bókina er enn sem komið er hægt að fá í helstu verslunum Eymundsson, Nexus eða frá höfundinum sjálfum. Heimasíða bókaflokksins http://linadescret.blogspot. com/


Um höfundinn

Höfundurinn er 24 ára nemandi á myndlista- og ­hönnunarsviði í myndlistarskóla Reykjavíkur og hefur verið virkur meðlimur á rithringnum í 7 ár. Áður hefur hann ritstýrt bók og verið hugmyndasmiður leikrits.

Í atvinnuleysinu nýtti höfundurinn tímann til þess að fara á alls kyns námskeið (myndskreytingar, ritsmiðju og BTM til að læra ná markmiðum sínum og fleira) til þess að setja upp bókina og undirbúa sig undir útgáfuna.

Tók tvisvar þátt í nanowrimo og nýtti í bæði skiptin verðlaunin frá createspace og fékk eintök af bókum sínum, til þess að sjá hvernig þær væru að koma út á prenti. Fékk aðstoð frá Óðinsauga við prentun og dreifinguna.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.