11 minute read

Mosfellsbær, Kjalarnes og Kjósarhreppur

 Árið 2019 voru 243 hegningarlagabrot framin í Mosfellsbæ. Á Kjalarnesi voru framin 61 brot og tvö brot áttu sér stað í Kjósarhreppi.  Fjölgun brota átti sér stað í öllum brotaflokkum árið 2019 að undaskildum nytjastuldum. Vert er að nefna að í sumum brotaflokkunum er um

að ræða fá brot og geta hlutfallslegar breytingar sýnt mikla breytingu þó um sé að ræða fjölgun um fá brot. Verður því fjallað um mun á

fjölda milli ára frekar en hlutfallslegar breytingar milli ára í brotaflokkunum kynferðisbrot og nytjastuldur. Eignaspjöllum fjölgaði hlutfallslega mest eða um tæp 42 prósent frá 2018. Innbrotum fjölgaði að sama skapi töluvert eða um tæplega 41 prósent á milli áranna 2018 til 2019.  Kynferðisbrotum fjölgaði um fjögur brot árið 2019 samanborið við árið á undan. Kynferðisbrotum hefur fjölgað jafnt og þétt frá árinu 2016.  Auðgunarbrotum í heild fjölgaði um rúm fjögur prósent árið 2019 miðað við árið á undan.  Ofbeldisbrotum fjölgaði um tæp sex prósent árið 2019 miðað við árið 2018. Slíkum brotum hefur fjölgað ár frá ári síðan 2016 og er fjöldi brota árið 2019 tæplega 29 prósent fleiri en meðalfjöldi brota á árunum 2016 til 2018.  Nytjastuldum fækkaði um fimm brot árið 2019 miðað við árið á undan.

Hegningarlagabrot

 Flest hegningarlagabrot voru tilkynnt á svæði stöðvar 1, líkt og áður hefur komið fram, eða rúmlega 642 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.  Þar sker Miðborgin sig úr, en 2.116 brot voru skráð árið 2019 fyrir hverja 10.000 íbúa búsetta á því svæði. Þessi fjöldi stafar af miklu leyti af brotum tengslum við næturlíf, en Miðborgin er nokkuð algengur vettvangur líkamsárása og annarra slíkra brota. Tilkynntum brotum fór fjölgandi ár frá ári í Miðborginni á tímabilinu 2017 til 2019.  Á lögreglustöð 3 voru tilkynnt tæplega 310 hegningarlagabrot fyrir hverja 10.000 íbúa árið 2019.  Flest brot voru skráð í Breiðholti miðað við íbúafjölda, eða 382 brot fyrir hverja 10.000 íbúa. Skráð voru 268 brot fyrir hverja 10.000 íbúa árið 2019 í Kópavogi.  Tæplega 307 hegningarlagabrot voru tilkynnt fyrir hverja 10.000 íbúa á svæði lögreglustöðvar 4 árið 2019.  Flest brot voru tilkynnt í Árbæ og Grafarholti með 395 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.  Fæst brot á þessu svæði voru tilkynnt í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós eða 247 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.  Fæst hegningarlagabrot voru tilkynnt á svæði lögreglustöðvar 2 árið 2019, eða 213 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.  Flest brot voru tilkynnt í Hafnarfirði eða 251 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.  Fæst hegningarlagabrot voru tilkynnt í Garðabæ og Álftanesi, þar sem 146 brot voru skráð fyrir hverja 10.000 íbúa.

Mynd 21. Fjöldi hegningarlagabrota miðað við 10.000 íbúa árið 2019 eftir svæðum lögreglustöðva höfuðborgarsvæðisins.

Mynd 22. Fjöldi hegningarlagabrota miðað við 10.000 íbúa árið 2019 eftir hverfum og sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins.

Innbrot

 Flest innbrot áttu sér stað á svæði lögreglustöðvar 1 miðað við íbúafjölda eða tæplega 79 brot fyrir hverja 10.000 íbúa. Sé litið til hverfa innan svæðisins sést að fjögur þeirra (Miðborg, Hlíðar, Laugardalur og

Vesturbær) skipa fjögur efstu sætin yfir þau hverfi innan höfuðborgarsvæðisins sem flest innbrot voru tilkynnt miðað við íbúafjölda árið 2019.  Langflest innbrot voru tilkynnt í Miðborginni eða rúmlega 304 brot fyrir hverja 10.000 íbúa. Innbrotum hefur fjölgað mikið á þessu svæði miðað við íbúafjölda síðastliðin þrjú ár.  Innbrotum fækkaði mikið í Háaleiti frá árinu áður miðað við íbúafjölda og voru þau rúmlega 32 talsins miðað við 10.000 íbúa árið 2019.  Tæplega 43 innbrot voru tilkynnt árið 2019 á svæði lögreglustöðvar 3 miðað við 10.000 íbúa.

 Tæplega 37 brot voru tilkynnt í Kópavogi miðað við 10.000 íbúa og tæplega 29 brot í Breiðholti miðað við sama íbúafjölda.  Tæplega 33 brot voru tilkynnt árið 2019 á svæði lögreglustöðvar 4 miðað við 10.000 íbúa.  Þar af voru flest innbrot tilkynnt í Árbæ og Grafarholti miðað við íbúafjölda, eða rúmlega 41 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.  Fæst innbrot voru tilkynnt árið 2019 á svæði lögreglustöðvar 2 eða rúmlega 11 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.  Tilkynnt voru tæplega 18 brot fyrir hverja 10.000 íbúa í Hafnarfirði og tæplega 9 brot fyrir sama íbúafjölda í Garðabæ og Álftanesi.

Mynd 27. Fjöldi innbrota miðað við 10.000 íbúa árið 2019 eftir svæðum lögreglustöðva höfuðborgarsvæðisins.

Mynd 28. Fjöldi innbrota miðað við 10.000 íbúa árið 2019 eftir hverfum og sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins.

Kynferðisbrot

 Árið 2019 voru flest kynferðisbrot tilkynnt á svæði lögreglustöðvar 1 eða rúmlega 24 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.  Langflest brotin voru tilkynnt í Miðborginni miðað við íbúafjölda, eða tæplega 76 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.*  Tilkynntum brotum fjölgaði töluvert frá 2018 í hverfi Hlíða miðað við íbúafjölda og voru tæplega 28 brot tilkynnt fyrir hverja 10.000 íbúa.  Næst flest kynferðisbrot voru tilkynnt á svæði lögreglustöðvar 4 eða tæplega 16 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.  Flest brotin voru tilkynnt í Árbæ og Grafarholti eða tæplega 22 brot fyrir hverja 10.000 íbúa. Fæst brot miðað við íbúafjölda voru tilkynnt í Grafarvogi, sé miðað við þau hverfi sem tilheyra lögreglustöð 4, eða rúmlega 10 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.  Tilkynnt voru tæplega 11 kynferðisbrot fyrir hverja 10.000 íbúa á svæði lögreglustöðvar 2 árið 2019.  Tæplega 13 brot voru tilkynnt fyrir hverja 10.000 íbúa í Hafnarfirði. Tæplega sjö brot voru tilkynnt fyrir hverja 10.000 íbúa í Garðabæ og Álftanesi.  Fæst kynferðisbrot voru tilkynnt á svæði lögreglustöðvar 3 eða tæplega átta brot fyrir hverja 10.000 íbúa árið 2019.  13 kynferðisbrot voru tilkynnt fyrir hverja 10.000 íbúa í Breiðholti. Rúmlega fjögur kynferðisbrot fyrir hverja 10.000 íbúa voru tilkynnt í Kópavogi.  Sé litið til hverfa voru fæst kynferðisbrot miðað við íbúafjölda tilkynnt á

Seltjarnarnesi og í Kópavogi árið 2019 eða rúmlega fjögur brot miðað við 10.000 íbúa.

*Þessi fjöldi skýrist að miklu leyti af staðsetningu skemmtistaða, veitingastaða og vínveitingarstaða og tengjast brotin í flestum tilvikum næturlífi.

Mynd 25. Fjöldi kynferðisbrota miðað við 10.000 íbúa árið 2019 eftir svæðum lög-

Mynd 26. Fjöldi kynferðisbrota miðað við 10.000 íbúa árið 2019 eftir hverfum og sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins.

Ofbeldisbrot

 Flest ofbeldisbrot voru tilkynnt á svæði lögreglustöðvar 1 árið 2019 líkt og fyrri ár, eða 75 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.  Flest brotin voru tilkynnt í Miðborginni eða tæplega 315 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.* Ofbeldisbrotum hefur fækkað ár frá ári í Miðborginni miðað við íbúafjölda.  Næst flest brot voru tilkynnt á svæði lögreglustöðvar 3 árið 2019 eða rúmlega 57 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.  Þar áttu flest brotin sér stað í Breiðholti eða tæplega 62 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.  Rúmlega 34 ofbeldibrot voru tilkynnt fyrir hverja 10.000 íbúa í Kópavogi árið 2019.  Rúmlega 49 ofbeldisbrot voru tilkynnt árið 2019 fyrir hverja 10.000 íbúa á svæði lögreglustöðvar 4.  Flest ofbeldisbrot voru tilkynnt í Árbæ og Grafarholti eða rúmlega 58 brot fyrir hverja 10.000 íbúa. Ofbeldisbrotum á þessu svæði hefur fjölgað ár frá ári miðað við íbúafjölda.  Fæst ofbeldisbrot voru tilkynnt í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós eða 38 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.  Árið 2019 voru fæst ofbeldisbrot tilkynnt á svæði lögreglustöðvar 2 eða tæplega 26 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.  Rúmlega 43 ofbeldisbrot fyrir hverja 10.000 íbúa voru skráð í Hafnarfirði árið 2019.  Fæst brot voru tilkynnt í Garðabæ og Álftanesi eða rúmlega 15 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.

*Þessi fjöldi skýrist að miklu leyti af staðsetningu skemmtistaða, veitingastaða og vínveitingarstaða og tengjast brotin í flestum tilvikum næturlífi.

Mynd 23. Fjöldi ofbeldisbrota miðað við 10.000 íbúa árið 2019 eftir svæðum lögreglustöðva höfuðborgarsvæðisins.

Mynd 24. Fjöldi ofbeldisbrota miðað við 10.000 íbúa árið 2019 eftir hverfum og sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins.

Eignaspjöll

 Árið 2019 voru flest eignaspjöll tilkynnt á svæði lögreglustöðvar 1 miðað við íbúafjölda eða 80 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.  Þar af voru flest brot tilkynnt í Miðborginni eða tæplega 276 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.*  Fæst brot innan þess svæðis voru tilkynnt á Seltjarnarnesi eða rúmlega 23 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.  Næst flest eignaspjöll voru tilkynnt á svæði lögreglustöðvar 3 miðað við íbúafjölda árið 2019 eða rúmlega 64 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.  Þar af voru flest brot skráð í Breiðholti eða tæplega 69 brot fyrir hverja 10.000 íbúa. Skráð voru 39 brot fyrir hverja 10.000 íbúa í Kópavogi.  Tæplega 57 eignaspjöll voru tilkynnt árið 2019 á svæði lögreglustöðvar 4 miðað við 10.000 íbúa.  Þar af voru flest brotin skráð í Grafarvogi eða tæplega 53 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.  Fæst eignaspjöll voru tilkynnt á svæði lögreglustöðvar 2 miðað við íbúafjölda eða tæplega 34 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.  Þar af voru rúmlega 55 brot skráð í Hafnarfirði miðað við 10.000 íbúa.  Tæplega 23 eignaspjöll voru skráð í Garðabæ og Álftanesi fyrir hverja 10.000 íbúa og eru það fæst brot miðað við íbúafjölda á öllu höfuðborgarsvæðinu.

*Þessi fjöldi skýrist að nokkru leyti af staðsetningu skemmtistaða, veitingastaða og vínveitingarstaða og tengjast brotin í flestum tilvikum næturlífi.

Mynd 31. Fjöldi eignaspjalla miðað við 10.000 íbúa árið 2019 eftir svæðum lögreglustöðva höfuðborgarsvæðisins.

Mynd 32. Fjöldi eignaspjalla miðað við 10.000 íbúa árið 2019 eftir hverfum og sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins.

Nytjastuldir

 Flestir nytjastuldir voru tilkynntir á svæði lögreglustöðvar 1 árið 2019 miðað við íbúafjölda eða rúmlega 24 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.  Þar af voru flest brot tilkynnt í Hlíðum eða tæplega 75 brot fyrir hverja 10.000 íbúa. Tilkynntum nytjastuldum fjölgaði töluvert frá árinu 2018 á þessu svæði.  Miðborgin fylgdi fast á eftir þar sem rúmlega 57 nytjastuldir voru tilkynntir árið 2019 miðað við 10.000 íbúa.  Engir nytjastuldir voru skráðir á Seltjarnarnesi árið 2019  Næst flestir nytjastuldir voru skráðir á svæði lögreglustöðvar 3 árið 2019 eða tæplega 14 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.  Þar af voru skráðir flestir nytjastuldir í Breiðholti eða tæplega 14 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.  Níu brot voru skráð í Kópavogi fyrir hverja 10.000 íbúa.  Tæplega 12 nytjastuldir voru tilkynntir fyrir hverja 10.000 íbúa árið 2019 á svæði lögreglustöðvar 4.  Þar af voru skráðir flestir nytjastuldir í Árbæ og Grafarholti eða tæplega 19 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.  Tæplega átta nytjastuldir voru skráðir í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós miðað við 10.000 íbúa. Svipað hlutfall nýtjastulda var skráð í Grafarvogi.  Fæstir nytjastuldir voru skráðir á svæði lögreglustöðvar 2 miðað við íbúafjölda eða tæplega sjö brot miðað við 10.000 íbúa.  Hafnarfjörður er þar með flest brot miðað við íbúafjölda eða 10 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.  Tæplega sex nytjastuldir fyrir hverja 10.000 íbúa voru tilkynntir í Garðabæ og Álftanesi.

Mynd 33. Fjöldi nytjastulda miðað við 10.000 íbúa árið 2019 eftir svæðum lögreglustöðva höfuðborgarsvæðisins.

Mynd 34. Fjöldi nytjastulda miðað við 10.000 íbúa árið 2019 eftir hverfum og sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins.

Fíkniefnabrot

 Árið 2019 voru flest fíkniefnabrot skráð á svæði lögreglustöðvar 1 miðað við íbúafjölda eða 92 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.  Flest brotin voru tilkynnt í Miðborginni eða rúmlega 304 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.*  Tilkynnt voru 137 brot í Laugardalnum fyrir hverja 10.000 íbúa.

 Næst flest brot voru skráð á svæði lögreglustöðvar 4 miðað við íbúafjölda árið 2019 eða tæplega 62 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.  Árbær og Grafarholt voru þar með flest tilkynnt brot eða tæplega 77 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.  Mosfellsbær, Kjalarnes og Kjós voru með fæst tilkynnt brot miðað við íbúafjölda innan svæðisins, eða rúmlega 28 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.  Tilkynnt voru tæplega 58 fíkniefnabrot fyrir hverja 10.000 íbúa svæðis lögreglustöðvar 3.  Þar er Breiðholtið með flest brot eða rúmlega 62 brot fyrir hverja 10.000 íbúa. Tæplega 35 brot voru tilkynnt í Kópavogi fyrir hverja 10.000 íbúa.  Fæst fíkniefnabrot voru tilkynnt á svæði lögreglustöðvar 2 miðað við íbúafjölda árið 2019 eða rúmlega 19 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.  Þar voru rúmlega 29 brot skráð í Hafnarfirði og tæplega 17 brot tilkynnt í Garðabæ og Álftanesi, sé miðað við 10.000 íbúa.  Seltjarnarnes var það sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu þar sem fæst fíkniefnabrot voru skráð árið 2019 miðað við íbúafjölda eða rúmlega tvö brot fyrir hverja 10.000 íbúa.

*Þessi fjöldi skýrist að miklu leyti af staðsetningu skemmtistaða, veitingastaða og vínveitingarstaða og tengjast brotin í flestum tilvikum

Mynd 29. Fjöldi fíkniefnabrota miðað við 10.000 íbúa árið 2019 eftir svæðum lögreglustöðva höfuðborgarsvæðisins.

Mynd 30. Fjöldi fíkniefnabrota miðað við 10.000 íbúa árið 2019 eftir hverfum og sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins.