12 minute read

Háaleiti

Árið 2019 voru skráð 583 hegningarlagabrot í Háaleitishverfi.  Fækkun var í öllum brotaflokkum árið 2019 miðað við árið á undan og meðaltal brota frá árunum 2016 til 2018.  Innbrotum fækkaði hlutfallslega mest árið 2019 miðað við árið á undan eða tæplega 60 prósent. Auðgunarbrotum í heild sinni fækkaði um tæplega 18 prósent frá árinu á undan og rúmlega 13 prósent frá meðaltali áranna 2016 til 2018.  Eignaspjöllum fækkaði einnig töluvert milli ára eða um 35 prósent miðað við árið á undan og 28 prósent miðað við meðaltal frá 2016 til 2018.

 Ofbeldisbrotum fækkaði um rúmlega 20 prósent frá árinu á undan og tæplega 19 prósent sé miðað við meðaltal áranna 2016 til 2018.  Fíkniefnabrotum fækkaði töluvert á árinu 2019 og er þá sérstaklega um að ræða fækkun frá árinu 2018 þar sem brotum fækkaði um rúmlega 23 prósent milli ára. Ef miðað er við meðaltal áranna 2016 til 2018 hefur þeim fækkað um tæplega 8 prósent. Að sama skapi varð töluverð fækkun á kynferðisbrotum árið 2019 samanborið við árið á undan þar sem brotum fækkaði um 30 prósent milli ára. Sé litið til meðaltals áranna 2016 til 2018 hefur þeim fækkað um tæpleg 9 prósent.  Nytjastuldum fækkaði einnig milli áranna 2019 og 2018, eða um 20 prósent, samanborið við rúm 10 prósent miðað við meðaltal áranna 2016 til 2018.

Hlíðar

 Árið 2019 voru 515 hegningarlagabrot skráð í hverfi Hlíða.  Misjafnt var eftir brotaflokkum hvort um var að ræða fjölgun eða fækkun brota árið 2019 samanborið við önnur ár. Sé einungis litið til breytinga frá árinu 2018 varð einungis fjölgun í tveimur brotaflokkum, kynferðisbrotum og fíkniefnabrotum.  Kynferðisbrotum fjölgaði umtalsvert árið 2019 í hverfinu og er um að ræða rúmlega tvöfalt fleiri brot samanborið við árið á undan. Tilkynntum kynferðisbrotum hefur farið fjölgandi jafnt og þétt frá árinu 2016, þó árið 2019 sýni umtalsvert meiri fjölgun en hefur verið síðastliðin ár. Þá voru tilkynnt rúmlega 165 prósent fleiri kynferðisbrot árið 2019 miðað við meðaltal áranna 2016 til 2018. Þó fjölgunin sé hlutfallslega mjög mikil ber að hafa í huga að hvert brot vegur tiltölulega mikið í heildarmyndinni.  Tilkynntum fíkniefnabrotum fjölgaði einnig eða um tæplega 28 prósent árið 2019 samanborið við árið á undan. Um er að ræða töluverða fjölgun, eða rúmlega 35 prósenta aukningu árið 2019, miðað við meðaltal brota áranna 2016 til 2018.  Nytjastuldum fækkaði hlutfallslega mest frá árinu 2018 eða um 20 prósent. Nokkur aukning varð í þessum brotaflokki árið 2018 og var fjöldi brota árið 2019 í samræmi við árin 2016 og 2017.  Nokkur fækkun varð á ofbeldisbrotum árið 2019 eða tæplega 17 prósent miðað við árið á undan. Um er að ræða lítilsháttar lækkun sé miðað við meðaltal áranna 2016 til 2018.  Eignaspjöllum fækkaði um tæplega 17 prósent árið 2019 miðað við árið 2018, en fækkunin var tæp 8 prósent sé litið til meðaltal áranna 2016 til 2018.  Fjöldi auðgunarbrota í heild stóð svo til í stað árið 2019 miðað við árið á undan. Sé litið til meðaltals áranna 2016 til 2018 er um að ræða fjölgun um rúm 22 prósent. Skýrist

Laugardalur

 Árið 2019 voru 1.105 hegningarlagabrot skráð í Laugardalnum.  Mismunandi er eftir brotaflokkum hvort um sé að ræða fjölgun eða fækkun brota árið 2019 miðað við önnur ár. Sé litið til ársins 2018 er um að ræða fjölgun í brotaflokkunum auðgunarbrotum, innbrotum og nytjastuldum.  Fjöldi skráðra nytjastulda tvöfaldaðist árið 2019 miðað við árið á undan og á það einnig við um meðaltal brota á árunum 2016 til 2018.  Auðgunarbrotum fjölgaði um tæplega 9 prósent árið 2019 miðað við árið á undan og tæplega sjö prósent sé miðað við meðaltal áranna 2016 til 2018.

Innbrotum fjölgaði einnig árið 2019 eða rúmlega átta prósent miðað við árið á undan. Töluvert fleiri innbrot voru framin árið 2016 og 2017 í hverfi

Laugardals samanborið við síðastliðin tvö ár.  Fíkniefnabrotum fækkaði um tæp 13 prósent árið 2019 miðað við árið á undan.  Kynferðisbrotum fækkaði lítillega árið 2019 samanborið við 2018 eða um tæplega þrjú prósent.  Fíkniefnabrotum og kynferðisbrotum fjölgaði á árunum 2016 til 2018. Meðaltal brota fyrir þessi ár er því nokkuð skekkt vegna færri brota sem framin voru árið 2016. Skráð voru rúmlega 8 prósent fleiri fíkniefnabrot árið 2019 miðað við meðaltal þessara ára og 17 prósent fleiri kynferðisbrot miðað við sama meðaltal.  Ofbeldisbrotum fækkaði um tæplega fjögur prósent árið 2019 miðað við árið á undan og rúm tvö prósent sé miðað við meðaltal áranna 2016 til 2018.  Eignaspjöllum fækkaði um tæp níu prósent árið 2019 miðað við árið á undan og um rúm 17 prósent miðað við meðaltal áranna 2016 til 2018.

Miðborg

 Árið 2019 voru framin 1.850 hegningarlagabrot í Miðborg Reykjavíkur.  Um er að ræða fjölgun í öllum brotaflokkum að undanskildum ofbeldisbrotum.  Ofbeldisbrotum fækkaði um tæp 11 prósent árið 2019 miðað við árið á undan og rúmlega 10 prósent sé litið til meðaltals áranna 2016 til 2018. Í gegnum árin hafa flest ofbeldisbrot verið framin í Miðborginni á höfuðborgarsvæðinu og eru brotin oftast tengd skemmtanahaldi.  Sé litið til ársins 2018 varð mest fjölgun á nytjastuldum árið 2019 eða rúmlega 35 prósent. Kynferðisbrotum fjölgaði einnig um tæplega 35 prósent milli þessara ára og innbrotum um tæplega 34 prósent frá árinu 2018.  Auðgunarbrotum í heild fjölgaði um 18 prósent árið 2019 samanborið við 2018. Fíkniefnabrotum fjölgaði um tæp 12 prósent miðað við árið á undan.  Eignaspjöllum fjölgaði um tæp þrjú prósent árið 2019 samanborið við árið á undan.  Sé litið til meðaltals brota á árunum 2016 til 2018 sést að hlutfallslegur munur á því tímabili og árinu 2019 var mestur er varðar innbrot. Rúmlega tvöfalt fleiri innbrot voru framin árið 2019 miðað við meðaltal þessara ára. Skýrist þetta af því að mun færri innbrot voru skráð árið 2017 miðað við árið á undan og eftir. Skekkir þetta því meðaltalið fyrir þennan brotaflokk. Ef árið 2017 er tekið út sést að fjöldi innbrota hefur farið stigvaxandi í

Miðborginni milli ára.  Kynferðisbrotum hefur að sama skapi farið fjölgandi frá árinu 2016 og sé miðað við meðaltal áranna 2016 til 2018 hefur brotum fjölgað um helming árið 2019.

Vesturbær

 Árið 2019 voru skráð 628 hegningarlagabrot í Vesturbæ Reykjavíkur.  Fjölgun var í öllum brotaflokkum árið 2019 að undanskildum ofbeldisbrotum og eignaspjöllum, bæði ef miðað er við árið á undan og meðaltal brota á árunum 2016 til 2018.  Hlutfallslega fjölgaði kynferðisbrotum mest árið 2019 miðað við 2018 eða 150 prósent. Skráð voru rúmlega tvisvar sinnum fleiri innbrot árið 2019 miðað við árið á undan. Auðgunarbrotum í heild fjölgaði um tæp 80 prósent á sama tímabili.

 Rúmlega 73 prósent fleiri nytjastuldir voru skráðir árið 2019 miðað við árið á undan. Þá fjölgaði fíkniefnabrotum um rúmlega 44 prósent milli ára.  Eignaspjöllum fækkaði um rúm 21 prósent frá árinu 2018 og ofbeldisbrotum um rúm 18 prósent á sama tímabili.  Sé litið til meðaltals brota fyrir árin 2016 til 2018 sést að árið 2019 fjölgaði innbrotum hlutfallslega mest miðað við það meðaltal eða um tæplega 100 prósent. Auðgunarbrotum í heild fjölgaði um rúmlega 85 prósent miðað við meðaltal áranna 2016 til 2018. Kynferðisbrotum fjölgaði um rúmlega helming árið 2019 miðað við meðaltal þessara ára og er það mun minni fjölgun en meðalfjöldi brota milli áranna 2018 og 2019. Stafar þessi munur af því að óvenju fá kynferðisbrot voru tilkynnt árið 2018 á svæðinu samanborið við árin á undan.

Seltjarnarnes

 Árið 2019 voru framin 99 hegningarlagabrot á Seltjarnarnesi.  Misjafnt var eftir brotaflokkum um hvort var að ræða fjölgun eða fækkun brota frá árunum 2018 til 2019. Vert er að nefna að í sumum brota-

flokkum er um að ræða mjög fá brot á hverju ári. Því getur hlutfallslegur munur mælst mikill þó fjöldi brota sé mjög lítill. Verður því fjallað um mun á fjölda milli ára frekar en hlutfallslegar breytingar milli ára í flestum brotaflokkum.

 Auðgunarbrotum fjölgaði um rúmlega 144 prósent árið 2019 samanborið við árið á undan. Þar af fjölgaði innbrotum á sama tímabili eða úr 10 brotum árið 2018 yfir í 17 brot árið 2019.  Ofbeldisbrotum fjölgaði um þrjú brot samanborið við árið á undan.  Enginn nytjastuldur var tilkynntur fyrir árið 2019 en tveir höfðu verið tilkynntir árið 2018. Tilkynntum fíkniefnabrotum fækkaði um fjögur brot frá árinu 2018 til ársins 2019. Eignaspjöllum fækkaði um helming árið 2019 samanborið við árið á undan.  Fjöldi tilkynntra kynferðisbrota var sá sami árið 2019 og 2018 eða tvö skráð brot.  Sé litið til meðaltals brota á árunum 2016 til 2018 sést nokkurn veginn sama þróun og lýst hefur verið hér að ofan. Innbrotum hefur fjölgað jafnt og þétt frá árinu 2016 til 2019 á Seltjarnarnesi og voru framin tvöfalt fleiri innbrot á árinu 2019 miðað við meðaltal áranna 2016 til 2018.

Lögreglustöð 2

Hafnarfjörður-Garðabær-Álftanes

 Framin voru 999 hegningarlagabrot á svæði lögreglustöðvar 2 árið 2019. Flest brotin voru framin í Hafnarfirði eða rúmlega 75 prósent. 22 prósent skráðra brota áttu sér stað í Garðabæ og rúmlega tvö prósent áttu sér stað á Álftanesi.  Fækkun varð í öllum brotaflokkum að undanskildum kynferðisbrotum fyrir svæði lögreglustöðvar 2 árið 2019 samanborið við árið á undan.  Líkt og fyrri ár voru auðgunarbrot stærsti hluti skráðra hegningarlagabrota fyrir svæði lögreglustöðvar 2 árið 2019 en þeim fækkaði um 32 prósent frá árinu 2018.

 Næst flest brot sem tilkynnt voru árið 2019 á svæði lögreglustöðvar 2 voru eignaspjöll. Þeim fækkaði lítillega milli ára eða um rúmlega þrjú prósent.  Innbrotum fækkaði mest á svæðinu árið 2019 samanborið við árið á undan eða um 97 prósent.  Fíkniefnabrotum fækkaði um tæplega 46 prósent frá árinu 2018. Ofbeldisbrotum fækkar um rúmlega 14 prósent milli ára. Nytjastuldum fækkaði um tæplega átta prósent á árinu 2019 miðað við árið á undan.  Skráð kynferðisbrot voru 28 prósent fleiri árið 2019 miðað við meðaltal áranna 2016 til 2018.

Mynd 18. Fjöldi hegningarlagabrota árið 2019 eftir hverfum höfuðborgarsvæðisins sem tilheyra svæði lögreglustöðvar 2.

Garðabær og Álftanes

Árið 2019 voru framin 226 hegningarlagabrot í Garðabæ og 21 á Álftanesi.  Fækkun var í öllum brotaflokkum árið 2019 samanborið við árið á undan, að undanskildum kynferðisbrotum. Rétt er að taka fram að í sumum

brotaflokkum eru fá brot og geta hlutfallslegar breytingar því gefið til kynna mikinn mun á milli ára þó um sé jafnvel að ræða eitt brot til eða frá.

Verður því fjallað um mun á fjölda milli ára frekar en hlutfallslegar breytingar í brotaflokkunum kynferðisbrot og nytjastuldur.

 Tilkynntum kynferðisbrotum fjölgaði um eitt brot árið 2019 miðað við árið undan og voru þau 11 talsins. Kynferðisbrotum fjölgaði miðað við meðaltal áranna 2016 til 2018. Árið 2019 voru skráð helmingi fleiri kynferðisbrot samanborið við meðalfjölda brota á árunum 2016 til 2018.  Mest fækkun varð í innbrotum árið 2019 samanborið við árið á undan eða rúmlega 61 prósent. Fjöldi innbrota hélst nokkuð stöðugur frá árunum 2016 til 2018 og er þessi fækkun árið 2019 því áhugaverð.  Auðgunarbrotum í heild fækkaði einnig árið 2019 miðað við árið á undan eða rúmlega 37 prósent. Eignaspjöllum fækkaði um rúmlega 32 prósent fyrir sama tímabil.  Ofbeldisbrotum fækkaði um tæp 28 prósent árið 2019 samanborið við 2018.

 Fíkniefnabrotum fækkaði um rúmlega 26 prósent milli ára, frá 2018 til 2019, og hefur þeim farið fækkandi ár frá ári síðan 2017.  Nytjastuldum fækkaði um þrjú brot frá 2018 til 2019 en fjölgaði um eitt brot sé litið til meðalfjölda brota á árunum 2016 til 2018.

Hafnarfjörður

Árið 2019 voru skráð 752 hegningarlagabrot í Hafnarfirði.  Fækkun varð í öllum brotaflokkum árið 2019 miðað við árið á undan, að undanskildum kynferðisbrotum og eignaspjöllum.  Kynferðisbrotum fjölgaði um tæp 27 prósent árið 2019 miðað við árið á undan, en fjöldi kynferðisbrota hafði haldist nokkuð stöðugur frá árinu 2016 til 2018.  Rúmlega 7 prósent fleiri eignaspjöll voru skráð árið 2019 miðað við 2018. Fjöldi eignaspjalla hefur aukist jafnt og þétt frá árinu 2016.

 Innbrotum fækkaði hlutfallslega mest árið 2019 miðað við 2018 eða rúmlega 44 prósent. Innbrotum fjölgaði umtalsvert árið 2018 og var fjöldi þeirra árið 2019 á svipuðu róli og á árunum 2016 til 2017.  Auðgunarbrotum í heild fækkaði einnig árið 2019 miðað við árið á undan eða um tæplega 17 prósent.  Fíkniefnabrotum fækkaði um tæpan þriðjung árið 2019 miðað við árið á undan. Fíkniefnabrotum hefur farið fækkandi ár frá ári frá árinu 2017.  Ofbeldisbrotum fækkaði um rúm 8 prósent árið 2019 miðað við árið á undan.  Engin breyting varð á fjölda nytjastulda frá árinu 2018 til 2019 þar sem sami fjöldi var skráður bæði árin.

Lögreglustöð 3

Kópavogur-Breiðholt

 Árið 2019 voru skráð 1.868 hegningarlagabrot á svæðinu sem heyrir undir lögreglustöð 3. Flest brotin voru skráð í Kópavogi eða rúmlega 54 prósent, en tæplega 46 prósent voru skráð í Breiðholti.  Stærsti brotaflokkurinn árið 2019 á svæði lögreglustöðvar 3 voru auðgunarbrot líkt og fyrri ár. Auðgunarbrotum fækkaði um rúmlega 10 prósent árið 2019 miðað við árið á undan.  Eini brotaflokkurinn þar sem brotum fjölgaði árið 2019 voru ofbeldisbrot en þeim fjölgaði um tæp fjögur prósent milli ára. Ofbeldisbrotum fjölgar lítillega ár frá ári og voru tæplega átta prósent fleiri ofbeldisbrot skráð árið 2019 miðað við meðaltal áranna 2016 til 2018.  Innbrotum fækkaði hlutfallslega mest árið 2019 miðað við árið á undan eða um rúm 24 prósent. Kynferðisbrotum fækkaði um rúm 23 prósent og nytjastuldum um tæp 23 prósent. Auðgunarbrotum í heild fækkaði um rúmlega 10 prósent á sama tímabili.

Mynd 19. Fjöldi hegningarlagabrota árið 2019 eftir hverfum höfuðborgarsvæðisins sem tilheyra svæði lögreglustöðvar 3.

 Fíkniefnabrotum fækkaði um tæp 19 prósent árið 2019 miðað við árið á undan. Tæplega 16 prósent færri eignaspjöll voru skráð árið 2019 miðað við árið á undan.

 Sé litið til meðaltals áránna 2016-2018 fækkaði tilkynntum brotum í ölum brotaflokkum árið 2019, nema ofbeldisbrotum.