4 minute read

Fíkniefnabrot

 Á árinu 2019 voru skráð 1.400 fíkniefnabrot á höfuðborgarsvæðinu.

Skráð voru rúmlega 14 prósent færri fíkniefnabrot samanborið við árið 2018, en fjöldi brota sem skráð voru árið 2019 eru á pari við meðaltal fjölda brota fyrir síðastliðin tíu ár.  Á höfuðborgarsvæðinu voru að jafnaði skráð rúmlega 116 fíkniefnabrot á mánuði eða tæplega fjögur mál á hverjum degi.  Árið 2019 voru skráð 20 stórfelld fíkniefnabrot á höfuðborgarsvæðinu og er það töluverð fækkun milli ára samanborið við 2018 eða rúmlega 37 prósent færri brot.  Rúmlega 77 prósent allra skráðra fíkniefnabrota árið 2019, var vegna vörslu og meðferðar ávana- og fíknefna. Brotum fækkaði milli ára, þar sem 12 prósent færri brot voru skráð árið 2019 samanborið við árið á undan. Stór hluti brota vegna vörslu og meðferðar ávana– og fíkniefna kemur upp í tengslum við önnur mál, til dæmis akstur undir áhrifum fíkniefna.  Fækkun varð í flestum undirflokkum fíkniefnabrota fyrir árið 2019 samanborið við árið á undan. Hlutfallslega var mest fækkun á skráðum brotum er varða flutning fíkniefna milli landa, þar sem rúmlega 60 prósent færri brot voru skráð árið 2019 miðað við árið á undan.  Fjölgun varð á skráðum brotum er vörðuðu sölu og dreifingu fíkniefna árið 2019 og fjölgaði slíkum málum um 23 prósent frá árinu 2018.

Mynd 13. Fjöldi og meðaltal fíkniefnabrot á árunum 2010 til 2019.

Mynd 14. Fjöldi og tegund fíkniefnabrota á árunum 2016 til 2019.

Haldlögð fíkniefni

 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Tollgæslan lögðu hald á minna magn fíkniefna árið 2019 en árið á undan. Á þetta við magn allra tegunda fíkniefna að undanskildu amfetamíni og hassi. Lagt var hald á töluvert meira magn af amfetamíni árið 2019 en árinu á undan eða rúmlega þrisvar sinnum meira magn.  Örlítil aukning var á haldlögðu hassi, en sú aukning er minni en eitt prósent.  Á árinu 2019 var ekkert heróín haldlagt en nokkurt magn var haldlagt árið 2018 sem var óvenjulegt miðað við sem sést hefur hérlendis síðastliðin ár.  Hvað varðar magn var mest haldlagt af marijúana árið 2019 líkt og síðastliðin ár. Ef taldar eru fjöldi haldlagninga var oftast haldlagt marijúana árið 2019 en haldlagningar vegna amfetamíns fylgdu fast á eftir. Haldlagningum fækkaði almennt á milli ára og á það við um allar tegundir fíkniefna að undanskildu hassi, en sá fjöldi hélst stöðugur milli ára.

Mynd 15. Fjöldi haldlagninga eftir tegund fíkniefna á árunum 2010 til 2019.

Tafla 5. Magn haldlagðra fíkniefna frá árunum 2015 til 2019 með hlutfallslegri breytingu milli áranna 2018 til 2019.

Heildarfjöldi hegningarlagabrota eftir svæðum

 Hegningarlagabrotum fjölgaði á starfssvæðum lögreglustöðva 1 og 4 á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2018. Séu þessar tvær lögreglustöðvar skoðaðar sést að fjöldi hegningarlagabrota hefur aukist undanfarin fjögur ár á þeim svæðum sem þær tilheyra.

 Hegningarlagabrotum fækkaði á starfssvæðum lögreglustöðva 2 og 3 á milli áranna 2018 og 2019.  Hlutfallslega fjölgaði hegningarlagabrotum mest á svæði stöðvar 1 eða um sex prósent milli ára. Hegningarlagabrotum fækkaði hlutfallslega mest á svæði stöðvar 3 eða um 14 prósent frá árinu 2018.  Langflest brot voru tilkynnt á svæði lögreglustöðvar 1 líkt og fyrri ár.

Sú lögreglustöð sinnir fimm hverfum í Reykjavík; Háaleiti, Hlíðum,

Laugardal, Miðborg og Vesturbæ, auk Seltjarnarness. Fæst brot voru tilkynnt á svæði lögreglustöðvar 2 sem sinnir Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi.

Mynd 16. Fjöldi hegningarlagabrota frá árinu 2016 til 2019 eftir svæðum lögreglustöðva höfuðborgarsvæðisins

Mynd 17. Fjöldi hegningarlagabrota árið 2019 eftir svæði lögreglustöðva og hverfum eða sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins.

Lögreglustöð 1

Háaleiti-Hlíðar-Laugardalur-Miðborg-Vesturbær-Seltjarnarnes

 Árið 2019 voru skráðar 4.776 tilkynningar um hegningarlagabrot á svæði lögreglustöðvar 1. Flest brotin áttu sér stað í

Miðborginni eða tæp 40 prósent. Laugardalurinn fylgdi fast á eftir þar sem 23 prósent tilkynntra brota svæðis stöðvar 1 áttu sér stað árið 2019. Fæst brotin áttu sér stað á Seltjarnarnesi eða um 99 brot sem gerir tvö prósent heildarbrota á svæði stöðvar 1.  Auðgunarbrot skipuðu stærstan hluta tilkynntra hegningarlagabrota á svæði lögreglustöðvar 1 fyrir árið 2019 líkt og fyrri ár. Tilkynningum fjölgaði um tæp 15 prósent frá árinu áður. Innbrotum fjölgaði að sama skapi um tæp níu prósent frá árinu 2018 til 2019.  Hlutfallslega jukust tilkynningar vegna nytjastuldar ökutækja mest allra brota frá árinu 2018 til 2019 eða um 35 prósent.

Þar á eftir fylgdu kynferðisbrot en tilkynningum fjölgaði um rúmlega 30 prósent fyrir sama tímabil.  Tilkynningum um ofbeldisbrot fækkaði milli ára og voru rúmlega 11 prósent færri brot tilkynnt árið 2019 miðað við árið á undan. Það sama má segja um tilkynnt eignaspjöll, en þau voru rúmlega 13 prósent færri árið 2019 en árið 2018.  Tilkynntum fíkniefnabrotum fækkaði örlítið frá árinu á undan eða um rúmlega eitt prósent.

Mynd 17. Fjöldi hegningarlagabrota árið 2019 eftir hverfum höfuðborgarsvæðisins sem tilheyra svæði lögreglustöðvar 1.