5 minute read

Kópavogur

 Árið 2019 voru 1.016 hegningarlagabrot framin í Kópavogi.  Fækkun varð í öllum brotaflokkum árið 2019 samanborið við árið á undan.  Hlutfallslega fækkaði kynferðisbrotum mest árið 2019 eða tæplega 43 prósent frá árinu 2018. Fjöldi kynferðisbrota hélst nokkuð stöðugur frá árinu 2016 til 2018 og er þetta þó nokkur fækkun miðað við þann fjölda.  Nytjastuldum fækkaði um tæp 28 prósent frá árinu 2018. Slíkum brotum hefur fækkað stöðugt frá árinu 2016 og voru tæplega helmingi fleiri nytjastuldir tilkynntir árið 2016 en 2019.  Innbrotum fækkaði um rúm 23 prósent fyrir sama tímabil og fækkaði auðgunarbrotum í heild um tæp 20 prósent frá árinu 2018.  Eignaspjöllum fækkaði um tæp 23 prósent árið 2019 miðað við árið á undan.  Fíkniefnabrotum fækkaði um rúm 19 prósent árið 2019 miðað við árið 2018.  Ofbeldisbrotum fækkaði minnst hlutfallslega eða um rúm tvö prósent frá árinu á undan eða um þrjú brot. Ofbeldisbrot fóru stigvaxandi frá árinu 2016 til 2018.

 Tilkynntum brotum fækkaði í öllum brotaflokkum árið 2019 samanborið við meðaltal áranna 2016-2018, nema í ofbeldisbrotum.

Breiðholt

 Árið 2019 voru 852 hegningarlagabrot skráð í Breiðholti.  Fækkun varð í öllum brotaflokkum árið 2019 samanborið við árið á undan, að undanskildum ofbeldisbrotum og auðgunarbrotum.  Tilkynnt var um 10 prósent fleiri ofbeldisbrot árið 2019 samanborið við 2018, en töluvert færri ofbeldisbrot voru skráð árið 2018 miðað við árin á undan. Fjöldi ofbeldisbrota árið 2019 er nokkurn veginn á pari við meðalfjölda brota á árunum 2016 til 2018.  Auðgunarbrotum fjölgaði um rúm níu prósent árið 2019 samanborið við árið á undan. Fjöldi auðgunarbrota hefur farið vaxandi ár frá ári og voru slík brot árið 2019 rúmlega 24 prósent fleiri en meðalfjöldi brota á tímabilinu 2016 til 2018.  Innbrotum fækkaði um tæp 23 prósent árið 2019 miðað við árið á undan.  Fíkniefnabrotum fækkaði um tæp 19 prósent árið 2019 miðað við árið 2018.  Árið 2019 fækkaði nytjastuldum um rúm 16 prósent miðað við árið á undan og er það sama fækkun ef miðað er við meðalfjölda brota á árunum 2016 til 2018.  Eignaspjöllum fækkaði um tæp átta prósent frá árinu 2018.  Kynferðisbrotum fækkaði hlutfallslega minnst á árinu 2019 eða tæp sjö prósent.

Lögreglustöð 4

Árbær-Grafarvogur-Mosfellsbær-Grafarholt-KjalarnesKjósarhreppur

 Árið 2019 voru 1.541 hegningarlagabrot framin á svæði lögreglustöðvar 4. Flest brotanna áttu sér stað í

Árbæ og Grafarvogi eða um 70 prósent allra brota.  Auðgunarbrot skipa stærstan hluta brota á svæði lögreglustöðvar 4 líkt og á öðrum svæðum á höfuðborgarsvæðinu. Slíkum brotum fækkaði örlítið árið 2019 miðað við árið á undan, en fjöldinn árið 2019 var sá sami og árið 2017.  Fíkniefnabrotum fækkaði um rúm 20 prósent árið 2019 samanborið við árið á undan og nytjastuldum fækkaði um tæp 13 prósent fyrir sama tímabil.  Ofbeldisbrotum fjölgaði hlutfallslega mest árið 2019 samanborið við árið á undan eða um tæp átta prósent. Ofbeldisbrotum hefur fjölgað ár frá ári og er fjöldi slíkra brota árið 2019 rúmlega 21 prósentum meiri en meðalfjöldi brota á árunum 2016 til 2018.  Kynferðisbrotum fjölgaði um rúmlega fimm prósent árið 2019 samanborið við árið á undan. Skráðum kynferðisbrotum hefur fjölgað mikið ár frá ári og er fjöldi brota árið 2019 tæplega 64 prósentum hærri en meðalfjöldi brota var frá 2016 til 2018.  Eignaspjöll voru tæplega fjögur prósent fleiri árið 2019 miðað við árið á undan.

Mynd 20. Fjöldi hegningarlagabrota árið 2019 eftir hverfum höfuðborgarsvæðisins sem tilheyra svæði lögreglustöðvar 4.

Árbær og Grafarholt

 Árið 2019 voru framin 759 hegningarlagabrot í Árbæ og Grafarholti, þar sem 595 brot voru framin í Árbæ og 164 í Grafarholti.  Fíkniefnabrotum fjölgaði hlutfallslega mest eða um tæp 18 prósent frá árinu 2018. Fíkniefnabrotum hefur fjölgað mikið ár frá ári og voru tæplega 30 prósent fleiri fíkniefnabrot framin árið 2019 miðað við meðalfjölda brota á árunum 2016 til 2018.  Ofbeldisbrotum fjölgaði um tæp níu prósent árið 2019 og sé miðað við meðalfjölda brota á árunum 2016 til 2018 er um að ræða rúmlega 32 prósenta aukningu. Þetta er töluverð aukning og má sjá að slíkum brotum hefur fjölgað ár frá ári.

 Nytjastuldum fjölgaði um tæp sex prósent milli ára en sé miðað við meðalfjölda brota frá árunum 2016 til 2018 er um að ræða tæplega 26 prósenta aukningu á slíkum brotum.  Innbrotum fjölgaði hlutfallslega minnst árið 2019 og er um að ræða tæplega þrjú prósent fleiri brot en árinu áður. Auðgunarbrotum í heild fækkaði um tæp þrjú prósent á sama tímabili. Auðgunarbrotum fjölgaði töluvert á árunum 2016 til 2018 og er ánægjulegt að sjá þeim fækka aðeins árið 2019.  Kynferðisbrotum fækkaði um rúm tvö prósent frá árinu 2018 til 2019. Kynferðisbrotum fór ört fjölgandi á árunum 2016 til 2018 og þrátt fyrir fækkun árið 2019, voru slík brot tæplega 62 prósent fleiri árið 2019 miðað við meðalfjölda brota á árunum 2016 til 2018. Fjöldi kynferðisbrota var rúmlega tvöfalt fleiri árið 2019 samanborið við 2016.  Eignaspjöllum fækkaði um rúm tvö prósent árið 2019 miðað við árið á undan.

Grafarvogur

 Árið 2019 voru framin 476 hegningarlagabrot í Grafarvogi.  Ef miðað er við árið á undan varð fækkun í öllum brotaflokkum árið 2019 að undanskildum tveimur, kynferðisbrotum og ofbeldisbrotum.  Ofbeldisbrotum fjölgaði um rúm sjö prósent árið 2019 miðað við 2018.  Kynferðisbrot voru tæplega sex prósent fleiri árið 2019 samanborið við árið á undan en í raun fjölgar brotunum um eitt milli ára. Kynferðisbrotum hefur farið fjölgandi og voru slík brot tæplega 63 prósent fleiri árið 2019 miðað við meðalfjölda brota á árunum 2016 til 2018. Kynferðisbrot voru rúmlega helmingi fleiri árið 2019 en 2016. Um er að ræða fá brot og geta hlutfallslegar breytingar gefið ýkta mynd af breytingum milli ára.  Fíkniefnabrotum fækkaði hlutfallslega mest árið 2019 miðað við árið á undan eða um rúmlega 43 prósent. Þetta er umtalsverð fækkun miðað við fyrri ár. Grafarvogur er eina hverfið innan Höfuðborgarsvæðisins þar sem fíkniefnabrot hafa í gegnum tíðina verið fleiri en auðgunarbrot, en sú þróun snerist við árið 2019, þar sem auðgunarbrot skipuðu stærstan hluta skráðra brota á svæðinu.  Auðgunarbrotum í heild fækkaði um rúm níu prósent frá árinu 2018. Innbrotum fækkaði um tæp 22 prósent árið 2019 miðað við árið á undan.  Nytjastuldir voru töluvert færri árið 2019 en þeim fækkaði um 30 prósent frá 2018 og um 37 prósentum sé miðað við meðalfjölda brota á árunum 2016 til 2018. Brotum fækkaði um sex brot frá árinu 2018 til 2019.  Eignaspjöllum fækkaði um tæp sjö prósent árið 2019 miðað við árið á undan.