Eilífur – fermingarblað skátafélagsins Eilífsbúa 2020

Page 1

Eilífur

FERMINGARBLAÐ SKÁTAFÉLAGSINS EILÍFSBÚA 2020


2 Eilífur

FERMINGARBLAÐ EILÍFSBÚA 2020

HILDUR SKRIFAR

Fjörugt skátastarf

Starfið í vetur fór rólega af stað. Það fækkaði aðeins hjá okkur sem er alltaf pínu leiðinlegt en erum með flottan og góðmennan hóp. Það er enn tækifæri að vera með og bjóðum við alla krakka velkomna. Fundartímana má finna hér í blaðinu okkar.

Fyrir utan hefðbundið fjörugt skátastarf sem fer fram á skátafundum okkar vikulega fórum við síðasta vor í félagsferð í Valhöll sem er skátaskáli Klakks á Akureyri. Við gistum eina nótt og skemmtu allir sér vel, fullorðnir sem og börn. Það er nefnilega það skemmtilega við skátastarf, maður verður aldrei of gamall til að hafa gaman af góðu sprelli með krökkunum. Annars brölluðum við margt í ferðinni við fórum í leiki, úti og inni. Grilluðum sykurpúða og enduðum ferðina á sundi í sundlaug Akureyrar. Aldrei að vita hvar við endum í félagsútilegu í vor.

Skátavígsla á sumardeginum fyrsta 1993.

til að hafa farið á skátamót vita hversu skemmtileg þau eru. Dagskrá frá morgni

til kvölds í heila viku. Á landsmótum koma saman skátar frá ólíkum menningarheimum og er gaman að sjá fjölbreytileikann saman kominn á einum bletti og allir skemmta sér vel og eru vinir. Eldri skátar sem vilja koma og upplifa landsmót aftur er bent á fjölskyldubúðirnar sem eru starfræktar á landsmótinu og þar er dagskráin engu síðri. Nánari upplýsingar um landsmót er að finna á www.skatamot.is. Að lokum vil ég fyrir hönd skátafélagsins Eilífsbúa þakka öllum fyrir stuðninginn og hjálpina á liðnu ári. Án ykkar væri skátastarf sem byggist að öllu leiti á sjálfboðaliða-vinnu ekki gerlegt. TAKK. Með skátakveðju, Hildur Haraldsdóttir, félagsforingi Eilífsbúa

Í sumar, 8.-14. júlí, ætlum við að skunda á Hamra á landsmót skáta. Þeir sem þekkja

ALLIR MEÐ...

FUNDARTÍMAR eilífsbúa Skátafundir Eilífsbúa eru haldnir einu sinni í viku fyrir hvern hóp. Fundirnir eru í skátaheimili okkar, Borgartúni 2 Sauðárkróki. Þetta starfsárið eru fundirnir eftirfarandi: Dróttskátar (8., 9. og 10. bekkur) eru á mánudögum kl: 17:30–18:30

Fálkaskátar (5., 6. og 7. bekkur) eru á miðvikudögum kl: 17:00-18:00

Drekaskátar (3. og 4. bekkur) eru á fimmtudögum frá kl: 17:00-18:00

Nýjir og gamlir félagar velkomnir

Fundur hjá skátum.


Eilífur 3

FERMINGARBLAÐ EILÍFSBÚA 2020

BRANDARAHORNIÐ

Tveir skátar... Það voru einu sinni tveir skátar í útilegu og þeir höfðu gleymt að taka með sér mat. Þess vegna ákváðu þeir að fara að veiða sér rjúpur í matinn. Þeir gengu upp um fjöll og firnindi, en allt í einu áttuðu þeir sig á því að þeir voru ramm villtir. Hvert sem augað eygði voru snævi þakin fjöll. Þá segir annar: „Heyrðu, ég hef heyrt að það eigi að sýna stillingu og skjóta þremur skotum upp í loftið til að hjálp berist, ef maður er villtur.“ „Já,“ sagði hinn. „Þetta hef ég líka heyrt. Það er best að prófa þetta.“ Þeir skutu síðan þremur skotum og biðu í smá stund, en ekkert gerðist. Þeir skutu öðrum þremur skotum, en ennþá gerðist ekkert. Svona gekk þetta í nokkurn tíma þar til annar segir við hinn: „Það verður að fara að gerast eitthvað, við eigum bara TVÆR ÖRVAR eftir!!!“

Talið frá vinstri, María Dröfn Guðnadóttir, Guðni Ólafsson, Guðni Th. Jóhannesson, Ástrós Eva Guðnadóttir og Edda María Valgarðsdóttir. Neðri mynd: Ástrós Eva Guðnadóttir, forsetamerkishafi.

SKÁTASTARF Á SAUÐÁRKRÓKI

Forsetamerkið Fyrst um sinn táknaði forsetamerkið lok dróttskátaþjálfunar en frá árinu 2008 eru það rekkaskátar sem geta unnið sér inn merkið. Forsetamerkið er staðfesting á því að skátinn hefur klárað tiltekna þjálfun innan skátahreyfingarinnar og telst með starfi sínu þar verðugur þess að hljóta

þessa viðurkenningu. Fyrstu merkin voru afhent 1965. Haustið 2019 fékk Ástrós Eva Guðnadóttir afhent sitt merki og óska Eilífsbúar henni til hamingju með áfangann.


4 Eilífur

FERMINGARBLAÐ EILÍFSBÚA 2020

LOVÍSA SKRIFAR:

SKÁTASTÚLKUR FÓRU Í FERÐ... Ég átti því láni að fagna að vera skáti á mínum unglingsárum. Það var ekki starfandi skátafélag í minni heimasveit, hvað gerir maður þá? Já rétt, smalar saman krökkunum í sveitinni og stofnar skátafélag. Fyrsta árið var unnið og tekin próf til að við gætum kallast skátar. Markið var sett hátt, alla leið á topp Keilis sem er bæjarfjallið okkar. Vel var unnið að undirbúningi og þjálfun fjallgarpa. Þegar líða tók á vorið var farið í undirbúningsgönguferðir á mismunandi há fjöll á Reykjanesskaganum. Og svo rann upp sú langþráða stund að láta drauminn rætast. Ekið var með farangur að Höskuldarvöllum en þaðan skyldi ganga á fjallið. Við komum okkur fyrir, tjölduðum og borðuðum næringarríka máltíð, því orku þurftum við fyrir morgundaginn. Síðan var slakað á, æfðir söngvar sem áætlað var að flytja á áningarstöðum á uppleið. Eftir góða næturhvíld hófst gangan að fjallinu. Í minningu minni var dásamlegt veður eins og alltaf í góðum bernskuminningum og létt voru fyrstu sporin, fyrsta stopp var þegar við komum að fjallsrótunum, nesti og söngur, Skátastúlkur fóru í ferð...... o.s.frv. Þá hófst hin eiginlega fjallganga. Keilir er eins og allir vita

Hér sést Margrét Þ. Sigurðardóttir. Hún var um tíma ylfingaforingi hjá Skátafélaginu Andvarar og síðar var hún stofnandi kvenskátafélagsins Ásinjur á Sauðárkróki og félagsforingi þeirra. Myndin tengist ekki efni greinarinnar.

mjög fagurt og vinalegt í miðjum Reykjanesfjallgarðinum, en þegar nær er komið er fjarskafegurðin orðin að misgrófri malarskriðu sem okkur fannst nú ekki eins spennandi í návígi og að sjá úr herbergisglugganum heima. Ekki kom til greina að skipta um skoðun á þessum punkti, við vorum jú skátar sem ekki gefast upp fyrir einhverjum malarbing, og upp var haldið tvö skref upp og brrr niður. Við stoppuðum nokkrum sinnum á leiðinni, svona til að nærast, taka lagið og semja við Keili um að hætta þessum látum og leyfa okkur að komast á tindinn.

Að sjálfsögðu komust allir á tindinn ánægðir með árangur dagsins. Það var stoltur hópur sem horfði yfir fallegu sveitina sína og söng „Blessuð sértu sveitin mín“ hefðum varla verið sælli á Mount Everest. Að starfa með skátunum er gott veganesti fyrir unga fólkið okkar. Að puða og reyna aftur þegar fyrsta og önnur tilraun mistekst kennir okkur að vera stolt þegar verki er lokið. Taka þátt í skátamótum og tengjast sterkum vináttuböndum við félagana.

„Reyndu að skilja við heiminn örlítið betri en þegar þú komst í hann, þá veistu að þú hefur ekki eitt ævi þinni til einskis.“ Þessi kveðja frá Baden Powell á erindi til okkar í dag ekki síður en fyrir ca 120 árum þegar hún var skrifuð. Með skátakveðju Lovísa Símonardóttir


Eilífur 5

FERMINGARBLAÐ EILÍFSBÚA 2018

Eilífur 5

FERMINGARBLAÐ EILÍFSBÚA 2020

EILÍFSBÚAR

myndir

UPPSKRIFT ÁRSINS

Eldbakaður ostur!

Eldbakur ostur.

Hér er eitthvað sem er tilvalið að prófa í næstu útilegu eða bara út í garði. Þú þarft: Álpappír Ostur (bónda brie eða sambærilegur ostur) Sýróp Valhnetur (saxaðar) Osturinn er settur á álpappírinn og sýrópi helt yfir og hnetum stráð yfir. Álpappírnum er lokað og sett yfir glóðin. Osturinn er bakaður í skamma stund eða þar til hann er orðinn vel mjúkur. Núna er bara að njóta með ritz kexi eða brauði.


6 Eilífur

FERMINGARBLAÐ EILÍFSBÚA 2020

Skátafélagið Eilífsbúar

Fermingarskeyta verður í skátaheimili okkar að Borgartúni 2 á Sauðárkróki: Sunnudaginn 16. ágúst kl. 10:00 – 14:00. Sunnudaginn 30. ágúst kl. 10:00 – 14:00.

1

Aðra fermingardaga, þ.e. 25. júlí, 8. ágúst, 22. ágúst, 29. ágúst, 5. september, 19. september, 10. október, 11. október og 25. október verður opið frá kl. 12–13. Einnig er tekið á móti pöntunum í síma 453 6350 á opnunartíma. Verð 1000 kr. skeytið – Greiðslukortaþjónusta. Athugið! - Hægt er að ganga frá skeytapöntunum fyrir alla fermingardagana í einu. - Skeytum er komið til fermingarbarna á fermingardaginn

5

Við erum með sjö mismundandi skeytategundir og fjóra mismunandi heillaóskatexta á skeytin auk þess sem hægt er að búa til sinn eigin texta. Þeir textar sem við erum með tilbúna eru: 1. Hjartanlegar hamingjuóskir á fermingardaginn. Bjarta framtíð. 2. Innilegar hamingjuóskir á fermingardaginn. 3. Hamingjuóskir til fermingarbarns og foreldra. 4. Innilegar hamingjuóskir til þín og fjölskyldu þinnar.

Hard

Cafe

Steinull hf

& 453 5355

CAMPING IN SKAGAFJORDUR Reykir

No re servat

ion


Eilífur 7

FERMINGARBLAÐ EILÍFSBÚA 2020

tasala Eilífsbúa 2

3

6

7

4

Útgefandi og ábyrgð: Skátafélagið Eilífsbúar

140 ára

Est. 1880

HÖNNUN Borgarflöt 1

PRENTUN

550 Sauðárkrókur

S K I LTA G E R Ð

Sími 455 7171

nyprent@nyprent.is

Umbrot og prentun: Nýprent ehf.


8 Eilífur

FERMINGARBLAÐ EILÍFSBÚA 2020

SKAGAFJÖRÐUR

Fermingarbörnin 2020 Hér er að finna lista yfir þau börn sem fermast í Skagafirði árið 2020. Þessi listi er birtur með samþykki allra viðkomandi aðila eins og persónuverndarlög kveða á um. Athugið að sum barnanna hafa þegar verið fermd þegar þessi síðbúni Eilífur hefur loks litið dagsins ljós. Engu að síður er ekkert því til fyrirstöðu að óska þeim til hamingju með daginn og senda skeyti. Númerin fyrir ofan nöfnin eru pöntunarnúmer á fermingarskeytum skátafélagsins og gilda þrátt fyrir frestanir ferminga.

FERMINGARBARN Í BARÐSKIRKJU

101

Helgi Hrafn Símonarson

Fermt var laugardaginn 30. maí

ÞINGVALLASTRÆTI 24 AKUREYRI

FERMINGARBARN Í FELLSKIRKJU

102

Hrafnhildur Hreinsdóttir Símon Helgi Símonarson

Aron Ingvi Valsson

Fermt var sunnudaginn 31. maí

BOGATUNGU 50 MOSFELLSBÆ

FERMINGARBARN Í HOFSÓSSKIRKJU

103

Fermt var sunnudaginn 14. júní

Valur Ingvi Magnússon Una Björk Jóhannsdóttir

Patrekur Rafn Garðarsson MELSTAÐ

Garðar Páll Jónsson Guðný Kristín Loftsdóttir

FERMINGARBÖRN Í SAUÐÁRKRÓKSKIRKJU

Fermt var þjóðhátíðardaginn 17. júní 104

105

Auður Ásta Þorsteinsdóttir

Fannar Páll Ásbjarnarson

Guðbjörg Árnadóttir Þorsteinn M. Þorsteinsson

Sigríður Sunneva Pálsdóttir Ásbjörn Svavar Ásgeirsson

DALATÚNI 10

FERMINGARBÖRN Í HOFSKIRKJU

Fermt var þjóðhátíðardaginn 17. júní

FERMINGARBÖRN Í SAUÐÁRKRÓKSKIRKJU

Fermt var sunnudaginn 28. júní

FORNÓSI 12

106

Jörundur Örvar Árnason VÍÐIHLÍÐ 14

Elenóra Jónsdóttir Árni Gunnarsson

107

108

AUSTURGÖTU 6

SUÐURHOLTI 11 HAFNARFIRÐI

Katla Steinunn Ingvarsdóttir Ingvar Guðmundsson Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir

Viktoría Dís Sölvadóttir

Hildur Sæbjörg Jónsdóttir Valdimar Sölvi B. Traustason

109

110

VÍÐIGRUND 4

FELLSTÚNI 12

Daníel Esekíel Agnarsson Jóna Salvör Kristinsdóttir Agnar Sæberg Sverrisson Norbert Szuece

Klara Sólveig Björgvinsdóttir Brynhildur Jóhannsdóttir Ingi Björgvin Kristjánsson


Eilífur 9

FERMINGARBLAÐ EILÍFSBÚA 2020

FERMINGARBARN BORGARALEG FERMING

111

Leifur Hlér Jóhannesson

Fermt var laugardaginn 18. júlí

BRÚNASTÖÐUM

FERMINGARBÖRN Í HOFSÓSKIRKJU

201

Stefanía Hjördís Leifsdóttir Jóhannes Helgi Ríkharðsson

Agla Rut Egilsdóttir

Laugardaginn 25. júlí kl. 11:00

HÁTÚNI 7

FERMINGARBARN Í VÍÐIMÝRARKIRKJU

203

Júlía Þórunn Jónsdóttir Þorgils Pálsson Egill Jóhannsson Margrét Geirsdóttir

202

Njála Rún Egilsdóttir HÁTÚNI 7

Júlía Þórunn Jónsdóttir Þorgils Pálsson Egill Jóhannsson Margrét Geirsdóttir

Áróra Ingibjörg Birgisdóttir

Laugardaginn 8. ágúst kl. 11:00

VALAGERÐI

FERMINGARBÖRN Í RÍPURKIRKJU

204

205

SMÁRAGRUND 5

SMÁRAGRUND 5

Laugardaginn 8. ágúst kl. 13:00

Fanney Friðriksdóttir Birgir Hauksson

Halldóra Sölvadóttir Álfhildur Leifsdóttir Sölvi Sigurðarson

Sindri Sölvason Álfhildur Leifsdóttir Sölvi Sigurðarson

FERMINGARBÖRN Í SAUÐÁRKRÓKSKIRKJU

Sunnudaginn 16. ágúst kl. 11:00 206

Ari Eyland Gíslason GILSTÚNI 24

Ingunn Ásta Jónsdóttir Gísli Eyland Sveinsson

210

Fannar Orri Pétursson RAFTAHLÍÐ 48

Regína Jóna Gunnarsdóttir Pétur Ingi Björnsson

214

Tómas Bjarki Guðmundsson GRUNDARSTÍG 8

Helga Jónína Guðmundsdóttir Guðmundur Ágúst Guðmundsson

207

211

215

SUÐURGÖTU 13B

HÓLMAGRUND 5

GRUNDARSTÍG 8

Arna Þorsteinsdóttir Sara Níelsdóttir Þorsteinn Hjaltason

Haukur Rafn Sigurðsson Ingibjörg Ásta Sigurðardóttir Sigurður Bjarni Rafnsson

208

212

LAUGATÚNI 7

SKÓGARGÖTU 3B

Brynjar Snær Halldórsson Jónína Pálmarsdóttir Halldór Svanlaugsson

Hlynur Sævar Franzson Erla Guðrún Hjartardóttir Franz Valgarðsson

209

213

KRÓKAMÝRI 22, GARÐABÆ

ÆGISSTÍG 3

Dísella Einarsdóttir

Bjarney Anna Björnsdóttir Einar Valur Valgarðsson

FERMINGARBARN Í HOFSSTAÐAKIRKJU

Laugardaginn 22. ágúst kl. 11:00

Isabelle Lydia Chirikadzi Thelma Knútsdóttir Ken Chirikadzi

216

Trausti Ingólfsson DÝRFINNUSTÖÐUM

Unnur Erla Sveinbjörnsdóttir Ingólfur Helgason

Una Karen Guðmundsdóttir Helga Jónína Guðmundsdóttir Guðmundur Ágúst Guðmundsson


10 Eilífur

FERMINGARBLAÐ EILÍFSBÚA 2020

FERMINGARBARN Í HVAMMSKIRKJU

217

218

Laugardaginn 22. ágúst kl. 11:00

FELLSTÚNI 2

BIRKIHLÍÐ 7

FERMINGARBÖRN Í HOFSÓSKIRKJU

301

302

AUSTURGÖTU 9

SÆTÚNI 11

Laugardaginn 29. ágúst kl. 11:00

Brynjar Már Guðmundsson Nanna Andrea Jónsdóttir Guðmundur Kristján Hermundsson

Björn Jökull Bjarkason Bjarki Már Árnason Emma Sif Björnsdóttir

Haraldur Már Rúnarsson Heiðrún Guðmundsdóttir Rúnar Már Jónsson

Kolbrún Ynja Stefánsdóttir Inga Dögg Jónsdóttir Stefán Grímur Snæbjörnsson

FERMINGARBÖRN Í SAUÐÁRKRÓKSKIRKJU

Sunnudaginn 30. ágúst kl.11:00 303

Alexander Franz Þórðarson RAFTAHLÍÐ 37

Sylvía Dögg Gunnarsdóttir Þórður Ingi Pálmarsson

307

Jóhann Orri Unnarsson HOLTI BLÖNDUÓSI

Lára Björg Jóhannsdóttir Unnar Pétur Pétursson

311

Sylvía Rós Rögnvaldsdóttir HLÍÐARSTÍG 4

Margrét Viðarsdóttir Rögnvaldur Ingi Ólafsson

304

308

312

VÍÐIMÝRI 10

BARMAHLÍÐ 4

GILSTÚNI 13

Andri Guðmundsson Guðmundur Björn Sigurðsson Natalia Vico

Jón Gabríel R. Marteinsson Bertina Rodriguez Marteinn Jónsson

305

309

LJÓSALANDI

GRUNDARSTÍG 1

Bryndís Erla Guðmundsdóttir Ingibjörg Jóna Felixdóttir Guðmundur Halldórsson

Hulda Gunnarsdóttir Ásgeir Hannes Aðalsteinsson

310

GILSTÚNI 22

ÁRTÚNI 17

Sólveig B. Fjólmundsdóttir Rúnar S. Símonarson

FERMINGARBARN Í SJÁVARBORGARKIRKJU

Ólöf Sólveig Júlíusdóttir Hjörtur Björnsson

Jósef Ásgeirsson

306

Hákon Snorri Rúnarsson

Veigar Björn Hjartarson

Rebekka Helena Barðdal Róbertsdóttir Selma Barðdal Reynisdóttir Róbert Óttarsson

313

Bergur Freyr Guðmundsson

Laugardaginn 5. sept. kl. 13:00

ÖLDUSTÍG 13

FERMINGARBÖRN BORGARALEG FERMING

314

315

Laugardaginn 19. september

LÖNGUMÝRI 19 SELFOSSI

SUÐURGÖTU 2

FERMINGARBARN Í FLUGUMÝRARKIRKJU

316

Laugardaginn 10. október kl. 14:00

Margrét Huld Björnsdóttir Guðmundur Helgi Kristjánsson

Katrín Sif Arnarsdóttir

Sólveig Olga Sigurðardóttir Arnar Kjartansson

Emilía Kvalvik Hannesdóttir BJARNASTÖÐUM

Charlotte Kvalvik Hannes Bjarnason

Vigdís Kolka Vignirsdóttir Áslaug Helga Jóhannsdóttir Vignir Kjartansson


Eilífur 11

FERMINGARBLAÐ EILÍFSBÚA 2020

FERMINGARBÖRN Í SAUÐÁRKRÓKSKIRKJU

Sunnudaginn 11. október kl. 11:00 401

Gísli Kristjánsson BARMAHLÍÐ 1

Hafdís Einarsdóttir Stefán Valur Jónsson Kristján Elvar Gíslason Stefanie Wermelinger

FERMINGARBARN Í GLAUMBÆJARKIRKJU

Sunnudaginn 25. október kl.14:00

402

Natan Ingi Halldórsson FORNÓSI 6

Dagbjört Elva Jóhannesdóttir Halldór Ingi Steinsso

403

Sindri Snær Ægisson SKÓGARGÖTU 3

Þorgerður Eva Þórhallsdóttir Ægir Ágústsson

404

Hákon Kolka Gíslason VÖGLUM

María Hjaltadóttir Gísli Björn Gíslason

SVIPMYND

EIN gömul

Piltar úr Skátafélaginu Andvarar á Sauðárkróki stilla sér upp fyrir myndatöku við Bifröst eftir gönguferð á Molduxa. Myndin gæti verið tekin 1948. Efri röð frá vinstri: Bjössi Hrefnu, Binni Júlla, Birgir Dýrfjörð og Gulli á Eyrinni. Neðri röð frá vinstri: Hreinsi Palla, Friðbjörn G. og Auðunn Blöndal. Myndina tók Gunnar Helgason skátaforingi.

SKÁTALÖGIN SKÁTA LÖGIN Skáti er hjálpsamur | Skáti er glaðvær | Skáti er traustur Skáti er náttúruvinur | Skáti er tillitssamur | Skáti er heiðarlegur Skáti er samvinnufús | Skáti er nýtinn | Skáti er réttsýnn | Skáti er sjálfstæður

www.skatar.is


TENGILL ER MEÐ RÉTTU GRÆJURNAR FYRIR BÆNDUR RAFVERKTAKAR, TÖLVUÞJÓNUSTA & GRÆJUBÚÐ

• Viljið þið létta ykkur sauðburðinn? • Viljið þið geta kíkt á mjaltaróbótann hvar sem er í heiminum? • Viljið þið fylgjast betur með verðlaunahrossinu ykkar?

Við hjá Tengli ehf. bjóðum heildarlausnir í myndavélum og netkerfum í útihús. VILTU FRÍSKA UPPÁ GÖMLU TÖLVUNA?

ERUM MEÐ GOTT ÚRVAL AF LED LAUSNUM KOMDU OG KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ!

SSD DISKAR

VERÐ FRÁ KR. 9.990.-

Hesteyri 2

www.tengillehf.is

455 9200

FYLGDU OKKUR Á FACEBOOK

RAFVERKTAKAR, TÖLVUÞJÓNUSTA & GRÆJUBÚÐ

GRÆJUBÚÐIN ÞÍN

nýprent ehf / 032017

• Viljið þið þráðlaust net í útihúsin?


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.