Hlíðin - Golfklúbbur Skagafjarðar 50 ára

Page 1

Hlíðin

GOLFKLÚBBUR SKAGAFJARÐAR | 50 ÁRA


Hlíðin

G O L F K L Ú B B U R S K A G A FJ A R Ð A R | 5 0 Á R A

VIÐ óskum VERKFRÆÐISTOFA

GSS

til hamingju með 50 ára afmælið

INNRÖMMUN

Sverris

HÖNNUN Borgarflöt 1

PRENTUN

550 Sauðárkrókur

Hard

Cafe

2

SKILTAGERÐ

Sími 455 7171

nyprent@nyprent.is


Hlíðin

G O L F K L Ú B B U R S K A G A FJ A R Ð A R | 5 0 Á R A

AFMÆLISÁVARP FORSETA GSÍ

á 50 ára afmæli Golfklúbbs Skagafjarðar

Golfklúbbarnir eru hjarta og sál golfíþróttarinnar Kæru félagsmenn, til hamingju með afmælið. Nú er hálf öld síðan golf var fyrst leikið í Skagafirðinum og óhætt er að segja að aldurinn sé afstæður. Golfíþróttin hefur verið leikin í tæp þrjú hundruð ár, þar af í 86 ár hér á landi. Í mannsárum er Golfklúbbur Skagafjarðar því orðinn vel miðaldra en í golfsögunni er hann varla táningur. Hvernig sem á málið er litið þá ber klúbburinn aldurinn vel, umvafinn fögrum Hlíðarendavelli og drifinn áfram af heilsueflandi samfélagi. Íslenskir kylfingar, þeir redda sér og láta fátt stöðva sig þegar kemur að golfiðkun. Við leikum golf á tímum styrjalda og farsótta - meira að segja í íslenskum haustlægðum. Í gegnum tíðina höfum við notast það sem næst var hendinni við byggingu golfvalla, því mestu máli skipti að komast í golf. Það hefur því mikið vatn runnið til sjávar frá því notaðar voru niðursuðudósir í holubotna á sex holu golfvelli klúbbsins við Tjarnartjörn árið 1977. Hjarta og sál golfíþróttarinnar eru golfklúbbarnir og félagsmenn þeirra. Án þeirra væri lítið sem ekkert starf unnið í hreyfingunni og enginn vöxtur ætti sér stað. Það má aldrei líta á það sem sjálfsagðan hlut þegar félagsmenn í golfklúbbum verja frítíma sínum til að gera öðrum kylfingum kleift að leika golf við betri aðstæður. Sjálfboðaliðinn sem sér um ræsinguna í mótinu, tekur að sér dómgæsluna, situr í vallarnefnd, hirðir golfvöllinn eða málar golfskálann gefur þannig öðrum félagsmönnum frítíma sinn. Margar hendur vinna létt verk og þannig hafa

heilu golfklúbbarnir orðið til og vaxið í kjölfarið. Golfklúbbur Skagafjarðar er skýrt dæmi þess. Innan klúbbanna verður til vinátta, kynslóðir leika sér saman, börn fullorðnast og eldra fólk nýtur samveru gamalla vina. Golfklúbburinn sameinar félagsmennina og veitir þeim tækifæri til að stunda okkar skemmtilegu íþrótt. Hvort sem það er í keppni eða leik, á níu eða 18 holu velli, þá snýst íþróttin að mestu leyti um félagsstarfið. Það eru forréttindi að tilheyra golfklúbbi en það er golfklúbbum jafnframt lífsnauðsynlegt að eiga félagsmenn. Það á því að vera forgangsverkefni allra aðila innan golfhreyfingarinnar að leggja sig fram við að varðveita félagsandann í hverjum golfklúbbi og þannig næra golfíþróttina og stuðla að framgangi hennar. Þar hefur Golfklúbbur Skagafjarðar mikilvægu hlutverki að gegna og ég efast ekki um vilja klúbbsins og getu félagsmannanna til að takast á við verkið. Kæru félagsmenn Golfklúbbs Skagafjarðar. Þið eigið mikið hrós skilið fyrir ykkar vinnu því án vinnufrumlags ykkar, áræðni og áhuga væri enginn golfklúbbur til og það má aldrei líta á framlag ykkar sem sjálfsagðan hlut. Ég ítreka árnaðaróskir mínar til félagsmanna, stjórnarmanna og starfsmanna klúbbsins. Vegni ykkur vel í starfi og leik næstu áratugina. Haukur Örn Birgisson forseti Golfsambands Íslands

3


Hlíðin

G O L F K L Ú B B U R S K A G A FJ A R Ð A R | 5 0 Á R A

VIÐTAL VIÐ STJÓRN GSS

Stjórn með mörg járn í eldinum Stjórn GSS hefur mörg járn í eldinum á 50 ára afmælisári. Nefna má útgáfu afmælisrits, afmælismót í sumar og afmælishóf í haust. Kristján Bjarni formaður segist skynja aukinn áhuga á golfi, svo mikinn að fullbókað er á nýliðanámskeið, og í skoðun að bjóða upp á auka námskeið. Aðspurður um formannsstarfið segir Kristján það ótrúlega fjölbreytt og nánast eins og að reka fyrirtæki. „Við nafnar vorum sjoppustjórar í fyrra, tíminn fór svolítið í það“ segir Kristján Jónasson gjaldkeri klúbbsins sem jafnframt hefur setið í stjórn golfhermafélagsins frá upphafi. Halldór Halldórsson varaformaður GSS hefur mesta reynslu stjórnarmanna en hann hefur setið í ýmsum nefndum og verið í stjórn í fjölda ára.

Áhersla á börn og unglinga

Mikil áhersla er á barna- og unglingastarfið í GSS, enda eru börnin framtíðin. „Sumaræfingar eru á virkum dögum júní – ágúst og á veturnar eru inniæfingar. Þjálfarar eru reyndir kylfingar í GSS og einnig fær klúbburinn PGA kennara í heimsókn. Mikil áhersla er lögð á gott félagsstarf krakkanna“ segir Helga Jónína formaður barna- og unglinganefndar.

mörg horn að líta. „Árlega eru haldin a.m.k. 6 opin mót og yfir 20 innanfélagsmót. Auk þess starfar GSS með UMFÍ/ UMSS að undirbúningi og framkvæmd landsmóta. Yfir sumartímann erum við í GSS með 2-3 mót í hverri viku. Það er mikil vinna sem fram við hvert mót, setja mótið upp, slá inn skor og ganga frá úrslitum.“

Nýliðar velkomnir

„Hlíðarendavöllur fær einróma lof þeirra sem hann sækja“ segir Guðmundur Ágúst formaður vallarnefndar, en völlurinn að Hlíðarenda er á um 29 hektara svæði, sem jafngildir yfir 60 knattspyrnuvöllum. Staðsetning vallarins er góð, í göngufæri frá íbúðabyggð og tjaldstæðum bæjarins sem hefur marga augljósa kosti. „Það krefst vinnu að viðhalda vellinum og bæta. Vallarnefnd hefur lagt fram metnaðarfulla áætlun um endurbætur á vellinum árin 2020 – 2024. Vallarstjórinn hefur ásamt sumarstarfsmönnum unnið afrek við að halda vellinum í góðu ástandi og tækjum gangandi. Endurbætur á vellinum krefjast mikillar vinnu. Fjórir sumarstarfsmenn starfa á vellinum og einn starfsmaður í golfskálanum. Tveir starfsmanna vallarsins sinna einnig kennslu barna og unglinga. Starfsmenn vallarins sinna einnig slætti á íþróttasvæði Sauðárkróks og á opnum svæðum á Sauðárkróki“ segir Guðmundur Ágúst. Stjórn GSS er sammála um að golfið sé nærandi fyrir líkama og sál. Það finna allir eitthvað við sitt hæfi.

Stjórnin leggur áherslu á að gera inngöngu í GSS áhugaverða, með kynningum, námskeiðum og nýliðamótum. Nýliðanámskeiðin eru í fimm vikur og hefjast í byrjun júní. Kennt er tvisvar í viku. Dagbjört Rós, formaður kynningarog nýliðanefndar, segir nýliðanámskeiðin hafa gengið vel, „á námskeiðunum er farið yfir helstu þætti golfsins með það að markmiði að nýliðar treysti sér til að fara á völlinn að spila, taka þátt í nýliðamótum og félagslífi klúbbsins“ segir hún. „Í lok nýliðanámskeiðs er létt mót sem endar með pizzuveislu. Nýliðar geta tekið þátt í ýmsum mótum sem eru í boði, t.d. Hard Wok háforgjafarmótaröðinni og gullteigamótum“ segir Dagbjört.

Fjölbreytt mótahald

50 ára afmælismót GSS verður haldið 27. júní en mótahald skipar stóran sess í starfi klúbbsins. Andri Þór Árnason, formaður mótanefndar, segir mótanefnd hafa í 4

Nýliðanámskeið 2020.

Vallarnefndin hefur í nógu að snúast


Hlíðin

G O L F K L Ú B B U R S K A G A FJ A R Ð A R | 5 0 Á R A

STSÓLL AS INDG RATM ÁF RÁAFM Skagafjörður Skagafjörður

Skagafjörður

Við sendum félögum í Golfklúbbi Skagafjarðar hamingjuóskir í tilefni af 50 ára ár afmæli klúbbsins SKAGAFJARÐARVEITUR | BORGARTEIG 15 | 550 SAUÐÁRKRÓKUR | SÍMI 455 6200 | FAX 455 6201 | SKV@SKV.IS

5


Hlíðin

G O L F K L Ú B B U R S K A G A FJ A R Ð A R | 5 0 Á R A

Að loknu góðu móti á tíunda áratugnum.

GOLFKLÚBBUR SKAGAFJARÐAR

Formenn, klúbbmeistarar og heiðursfélagar GSS Formenn GSS: Reynir Þorgrímsson Friðrik Friðriksson Steinar Skarphéðinsson Einar Einarsson Reynir Barðdal Björn Steinn Sveinsson Þröstur Friðfinnsson Rúnar Vífilsson Ásgeir Björgvin Einarsson Margrét Stefánsdóttir Pétur Friðjónsson Rafn Ingi Rafnsson Kristján Bjarni Halldórsson

1970 - 1976 1977 - 1983 1984 - 1990 1991 - 1992 1993 - 1994 1995 - 1997 1998 - 2001 2001 - 2002 2003 - 2007 2008 - 2009 2010 - 2014 2015 - 2018 2019 -

Klúbbmeistarar GSS Klúbbmeistarar karla: Stefán Pedersen (1977), Steinar Skarphéðinsson (1979, 1980 og 1982), Haraldur Friðriksson (1981, 1983 – 1987), Örn Sölvi Halldórsson (1988 – 1992), Guðmundur Sverrisson (1993-1994), Örvar Jónsson (1995-1997), 6

Guðmundur Ingvi Einarsson (1998-1999), Einar Haukur Óskarsson (2000-2001), Jóhann Örn Bjarkason (2002-2005, 2010-2011), Gunnlaugur Elsuson (2006), Sveinn Gunnar Björnsson (2007), Ingvi Þór Óskarsson (2008), Oddur Valsson (2009, 2013), Arnar Geir Hjartarson (2012, 2014 – 2019). Klúbbmeistarar kvenna: Málfríður Haraldsdóttir (1988-1989), Valgerður Sverrisdóttir (1990-1991), Ingibjörg Stefánsdóttir (1992), Árný Lilja Árnadóttir (1993-1996, 1999-2000, 2002-2003, 2009, 2011-2019), Halla Björk Erlendsdóttir (1997-1998), Sesselja Barðdal (2001), Sólborg Hermundsdóttir (2004, 2007-2008, 2010), Svanborg Guðjónsdóttir (2005-2006).

Heiðursfélagar GSS: Friðrik Friðriksson (1993) Steinar Skarphéðinsson (2010) Stefán Pedersen (2019).


Hlíðin

G O L F K L Ú B B U R S K A G A FJ A R Ð A R | 5 0 Á R A

VIÐTAL VIÐ ÁRNA JÓNSSON GOLFKENNARA

Skemmtilegast að vinna með börnum og unglingum Árni Jónsson var ráðinn til GSS sem golfkennari árið 1992. Það átti eftir að reynast mikið gæfuspor fyrir golfklúbbinn og varð til þess að barna- og unglingastarf efldist mjög. Óhætt er að segja að golf sé vinsæl íþrótt í fjölskyldunni. Þrjú af fjórum börnum hans leika golf og meirihluti barnabarnanna spilar. Árni hefur eitthvað kennt þeim öllum en mismikið. En hvenær byrjaði Árni í golfi og hvers vegna? „Ég byrjaði þegar ég var 7 eða 8 ára, á Akureyri. Vini mínum Ragnari Sigurðssyni áskotnaðist golfkylfa, fimm járn og við fórum að stelast upp á golfvöll. Við vorum nú ekki velkomnir til að byrja með, enda ekki fyrir konur eða börn að stunda golf á þeim tíma, bara fyrirmenn bæjarins. En við gáfumst ekki upp, enda mest gaman að gera það sem ekki má og á endanum vorum við teknir inn í klúbbinn,“ svarar Árni.

Stjórn GSS vildi setja kraft í barna- og unglingastarfið

Upp úr 1990 sáu forsvarsmenn GSS að meðalaldur félagsmann fór hækkandi og setja þurfti kraft í barna- og unglingastarf. Einar Einarsson sem var formaður 19911992 hafði samband við Árna og réði hann til starfa sem golfkennara. Mjög fá börn voru fram að því í klúbbnum. „Forsvarsmenn sáu að ein leið til að fjölga félögum var að efla barnastarfið og fá fleiri félaga í gegnum börnin.“

Hvað skyldi svo vera eftirminnilegast? „Það er margt, ég átti góðar stundir við kennslu á Hlíðarenda, kenndi í 9 ár og kynntist mörgu góðu fólki. Við unnum titla og náðum að blanda okkur í baráttu hinna bestu meðal barna og unglinga á Íslandi, sem var mjög gaman fyrir alla“ segir Árni og er ekki í vafa um hvað sé skemmtilegast við að kenna golf: „Að vinna með börnum og unglingum er skemmtilegast. Svo hefur golf hefur góð áhrif yfir í nám almennt, en sem grunnskólakennara finnst mér það líka mikilvægt.“ Að loknu starfi hjá GSS kenndi Árni í Mosfellsbæ, hjá Golfklúbbnum Kili, eftir það á Akureyri og síðan á Dalvík.

Skipulag og iðjusemi er lykill að árangri

Hvaða ráð hefur Árni til þeirra sem eru að byrja eða eiga í erfiðleikum með sveifluna? „Mikilvægt er að fá leiðbeiningar hjá golfkennara og svo er það hin alræmda þolinmæði sem gildir“ segir Árni. „Það er ekki erfitt að læra golf, það sést best á því að börn frá 3ja ára aldri geta lært að spila. Elsti nemandinn minn var 93 ára og yngsti 3ja. Lykillinn að árangri er skipulag og iðjusemi við æfingar, auk þess að hafa gaman“ bætir hann við.

„Börnin eru framtíðin“

Árni hugsar með hlýju til Skagafjarðar, „ég sendi góðar kveðjur til klúbbsins og félaga hans á afmælisári. Megi klúbburinn halda áfram að vaxa og dafna, munum að börnin eru framtíðin. Til hamingju með 50 árin!“. 7


Hlíðin

G O L F K L Ú B B U R S K A G A FJ A R Ð A R | 5 0 Á R A

John Garner.

Óli Barðdal.

JOHN GARNER OG ÓLI BARÐDAL

Ráð golfkennara John Garner og Óli Barðdal eru PGA golfkennarar og eru á meðal fjölmargra sem komið hafa að golfkennslu hjá GSS. Það er því áhugavert að leita ráða hjá þeim fyrir byrjendur og lengra komna. Hvað er mikilvægast fyrir þá sem eru að byrja? „Að viðkomandi finni að hann sé velkominn i klúbbinn. Að viðkomandi hafi einhverja til að spila með. Að viðkomandi hafi einhvern í klúbbnum (mentor) sem hjálpar honum og kemur honum inni í allt til að byrja með“ segir Óli Barðdal. „Gripið er grunnatriði og skiptir miklu máli að það sé rétt. Þá hefur það mikil áhrif hvernig kylfingar stilla sér upp og einnig staða líkamans (e. Key things: grip, address, stance, posture). Reyna að halda hausnum kyrrum, það er gott að æfa það með því að horfa í spegil,“ segir John Garner. Hann mælir með því að hita upp og bendir á að gott sé að halda á tveimur kylfum og taka nokkrar léttar sveiflur. 8

Hver er mesta leiðin fyrir kylfinga með miðlungs forgjöf til að bæta sig? „Fá golfkennslu minnst fimm sinnum á ári, svo hann geti haldið áfram að þróa sig sem golfspillari. SHORTGAME, læra allt sem varðar stuttaspilið“ svarar Óli. „Þú sérð ekki sjálfan þig og því mikilvægt að fá ráðgjöf þess sem horfir,“ segir John Garner. „Góð kennsla er mikilvæg en það þýðir ekki að málið sé leyst. Æfingin verður að fylgja,“ bætir hann við. John segir einnig gagnlegt að glósa hjá sér upplýsingar og ráðleggingar. John bendir á að allir bestu kylfingar í heimi hafi golfþjálfara.


Hlíðin

G O L F K L Ú B B U R S K A G A FJ A R Ð A R | 5 0 Á R A

TELMA, HILDUR OG DAGBJÖRT

Systur í golfi Systurnar Telma Ösp, Hildur Heba og Dagbjört Sísí eru allar í GSS. Þær voru til í að svara nokkrum spurningum um golfið. Af hverju golf? „Mér finnst golf vera skemmtileg útivera. Svo er golfið líka frábær íþrótt á móti körfunni“ segir Telma Ösp. Hildur Heba segir golf vera skemmtilega íþrótt og auðvitað ekki leiðinlegt að eyða tímanum sínum úti í góðum félagsskap. Dagbjört Sísí segist æfa golf af því systur hennar æfa golf, „Hlynur golfkennari var svo skemmtilegur, hann bauð mér að koma og prufa þótt ég væri ekki orðin nógu gömul til að mega æfa“ segir Dagbjört. Dagbjört segir að hún hafi byrjað að prófa þegar hún var 5 ára, en æfa 7 ára. Hildur og Telma byrjuðu að æfa árið 2012 og hafa því æft í átta ár. Þær voru skráðar á námskeið eftir sumarbústaðsferð en þar mætti afi þeirra með golfsettið og þær fengu að prófa. „Ég er alltaf að keppa við sjálfa mig sem er ótrúlega skemmtilegt,“ segir Telma. „Svo er ég með mjög mikið keppnisskap svo það er fátt skemmtilegra en að ná markmiðum sínum og bæta besta skorið sitt. Svo er líka frábært að njóta þess að vera úti í góðum félagsskap.“ Hildi finnst skemmtilegt hve golfið er mikil einstaklings íþrótt „Maður þarfa að treysta á sjálfa sig, Það getur alveg reynt á og oft sem maður labbar af vellinum pirraður en það er nú ekkert skemmtilegra en þegar maður spilar góðan hring“ segir Hildur. „Golfið er skemmtileg íþrótt af því allir geta æft golf og það er gaman að eignast nýja vini þegar maður spilar með einhverjum sem maður þekkir ekki fyrir“ segir Dagbjört, „Maður getur líka allt sem maður ætlar sér. Maður þarf að hugsa jákvætt og æfa sig. Það er gaman að taka þátt í golfmótum. Líka gaman að æfa og spila með systrum mínum og fjölskyldunni.“ Uppáhaldsbraut? „Níunda brautin er mín uppáhalds,“ segir Dagbjört Sísí. „Maður slær upphafshöggið niður á brautina. Ég hugsa alltaf jákvætt á þessari braut.“ „Önnur braut“ svarar Telma Ösp. „Finnst alltaf mjög freistandi að reyna slá yfir vatnið þótt það sé nú yfirleitt

ekki skynsamlegasti kosturinn.“ Hildur Heba er sammála Telmu. „Mér finnst 2. brautin mjög skemmtileg. Ég elska að slá niður af pallinum og svo yfir vatnið er svolítið gaman.“ Eftirminnilegt úr golfinu? „Ég veit nú ekki hversu skemmtilegt eða sniðugt mér fannst það þegar þetta gerðist en núna finnst mér það fyndið“ svarar Hildur. „Þetta var sennilega fyrsta árið sem við Telma vorum í golfi og fórum einn hring með Önnu Kareni. Við vorum á 2. brautinni og vorum að fara yfir stífluna hjá vatninu eins og við gerðum alltaf. Við vorum búnar að fara nokkrum sinnum yfir og ég ákvað að hlaupa. Ég var næstum komin yfir þegar ég datt útí vatnið. Ég man að ég varð mjög pirruð yfir þessu og Telma hringdi í mömmu. Hún kom með föt og við kláruðum hringinn. Þetta voru lengstu 9 holur sem ég hef spilað. Held við höfum verið í um sjö tíma.“ Telmu er þetta líka minnisstætt: „Við Anna þurftum svo auðvitað að segja öllum frá þessu sem við hittum, Hildi til mikillar skemmtunar.“ Dagbjört man vel eftir „þegar við systur vorum að æfa saman á æfingasvæðinu. Telma náði ekki að lyfta boltanum með fjögur járninu sínu og var orðin pirruð yfir því. Hún sagði mér að prófa og ef mér tækist að lyfta boltanum þá fengi ég ís. Ég sló boltann og náði að lyfta honum í fyrstu tilraun!“ 9


Hlíðin

G O L F K L Ú B B U R S K A G A FJ A R Ð A R | 5 0 Á R A

UNNAR RAFN INGVARSSON skrifar

Saga GSS

Upphafið Rotaryklúbburinn á Sauðárkróki hefur lagt sitt að mörkum við uppbyggingu íþróttamannvirkja í Skagafirði. Klúbburinn hefur að markmiði sínu að efla margs konar starfsemi sem hann telurw vera til hagsbóta fyrir samfélagið. Þannig hvatti klúbburinn til uppbyggingar á skíðasvæði í Tindastóli og snemma vetrar árið 1970 tilnefndi klúbburinn þá Friðrik J. Friðriksson lækni og Reynir Þorgrímsson framkvæmdarstjóra til að kanna áhuga á uppbyggingu golfíþróttarinnar á Sauðárkróki. Þeir Friðrik og Reynir hófust þegar handa og boðuðu til fundar áhugafólks þann 9. nóvember sama ár. Viðtökurnar voru góðar og ákveðið var þá á fundinum að stofna golfklúbb og þeir ríflega 20 sem á fundinn mættu töldust til stofnfélaga Golfklúbbs Sauðárkróks. Á fundinn mætti einnig Þorvaldur Ásgeirsson úr Reykjavík, sem mun á þeim tíma hafa verið eini atvinnukylfingur landsins. Sýndi hann kvikmynd um golf og fræddi fundarmenn um ýmislegt varðandi golfíþróttina. Reynir Þorgrímsson var kjörinn fyrsti formaður klúbbsins, en aðrir í stjórn voru Björn Jónsson ritari og Sigurður Jónsson gjaldkeri. Varamenn voru kjörnir þeir Garðar Guðjónsson og Erling Örn Pétursson, endurskoðendur þeir Stefán Ó. Stefánsson og Friðrik J. Friðriksson. Daginn eftir stofnfundinn hóf Þorvaldur Ásgeirsson kennslu meðal félagsmanna og starf klúbbsins hófst af fullum krafti. Mánuði síðar var sótt um aðild að Golfsambandi Íslands og Ungmennasambandi Skagafjarðar. Golfsamband Íslands samþykkti umsóknina með því skilyrði að klúbburinn yrði aðili að Ungmennasambandi Íslands og þar með Íþróttasambandi Íslands. Ungmennasamband Skagafjarðar samþykkti umsókn klúbbsins og þar með varð klúbburinn formlega aðili að Golfsamband Íslands. Áhugi á golfíþróttinni varð talsverður þegar í upphafi og sýnt að nauðsynlegt væri að útbúa golfvöll sem allra fyrst. Þorvaldur Ásgeirsson leitaði að heppilegu svæði undir golfvöll í heimsókn sinni á Sauðárkrók og taldi hann að svæði norðan Tjarnartjarnar heppilegasta svæðið sem völ væri á. Raunar höfðu áhugasamir golfarar þegar hafið 10

golfiðkun á svæðinu, þótt enginn væri völlurinn. Svæðið var fyrir neðan þáverandi flugbraut. Í bréfi sem Reynir Þorgrímsson ritaði Bæjarstjórn Sauðárkróks 2. maí 1971 sagði m.a: Þetta svæði er innan girðingar fyrir neðan núverandi flugvöll. Svæði þetta er mjög gróðurlítið og þau fáu strá, sem upp koma, fljótt kroppuð af þeim fáu skepnum, sem þar eru geymdar. Svæði þetta er aðalega malarkambar, sandbreiður og mýrarfen með tjörnum. En þannig landslag hentar mjög vel fyrir golfvelli. Bæjarstjórn Sauðárkróks úthlutaði Golfkúbbnum þó ekki svæðinu formlega. Engu að síður hóf Þorvaldur skipu-lagningu þess með það fyrir augum að leggja þar golfvöll. Taldi hann að þar mætti koma fyrir 9. holu golfvelli auk æfingarsvæðis. Í upphafi voru þó aðeins lagðar 6 brautir, en landið var sléttlent og þurrt og því þurfti ekki að fara út í verulegar framkvæmdir. Þessi völlur nýttist félagsmönnum vel í fyrstu, enda kröfurnar kannski ekki miklar. Ríflega 20 félagar voru skráðir í klúbbinn á vordögum 1971 og um sumarið bættust enn í hópinn 15 félagar. Munu þeir hafa stundað íþróttina nokkuð sumarið 1972, enda kom Þorvaldur Ásgeirsson aftur á Sauðárkrók og kenndi mönnum réttu tökin á kylfunum. Árin þar á eftir dró hins vegar verulega úr félagsstarfsemi, þótt ávallt hafi einhverjir félagar haldið sér við á golfvellinum við Tjarnartjörn. Kom þar ýmislegt til. Fyrir það fyrsta flutti formaðurinn, Reynir Þorgrímsson, úr bænum en hann var mikil driffjöður í starfseminni. Í annan stað höfðu hestamenn, sem höfðu aðstöðu skammt frá golfvellinum, lítið álit á nýjum nágrönnum og beittu hrossum sínum gjarnan á golfsvæðið og loks kom að því að hestamönnum var úthlutað svæðinu, þrátt fyrir að kylfingar mættu hafa þar aðstöðu áfram í einhvern tíma. Eitthvað líf var þó í starfi klúbbsins þessi ár. Í byrjun árs 1973 áttu fjórir forystumenn klúbbsins fund með bæjarráði og var þar bókað að kannað yrði hvort mögulegt væri að byggja golfvöll á Hlíðarendalandi. Samþykkt var að kortleggja landið og leita álits skipulagssérfræðinga. Mun sú mæling hafa átt sér stað þá um sumarið, en ekkert varð að framkvæmdum í bili. Næstu sumur voru nokkrir


Hlíðin

G O L F K L Ú B B U R S K A G A FJ A R Ð A R | 5 0 Á R A

Gott veður á Hlíðarendavelli.

kylfingar á ferli á gamla vellinum við Tjarnartjörn, þótt ekki væri skipulagt starf í klúbbnum.

Klúbburinn endurreistur Árið 1977 var efnt til fundar í Golfklúbbi Sauðárkróks og ný stjórn kosin. Formaður varð Friðrik J. Friðriksson, varaformaður Kristján Skarphéðinsson en aðrir í stjórn Guðmundur Guðmundsson, Steinar Skarphéðinsson og Gunnar Guðjónsson. Varamenn voru Sigmundur Pálsson og Sigurður Jónsson. Reyndust þessir stjórnarmenn eiga eftir að koma mjög við sögu við uppbyggingu golfiðkunar á Sauðárkróki á næstu árum. Markmiðið nýrrar stjórnar var að byggja upp nýjan golfvöll á Sauðárkróki og efla starfsemi klúbbsins á allan hátt. Nýkjörin stjórn hófst strax handa að fá vallaraðstöðu og í því skyni voru kannaðir möguleikar á að leigja tún í Skarði eða Áshildarholti, eða þá Skeiðvöllinn á Sauðárkróki, Króksmýrar eða aðra túnbleðla innan Sauðárkróks. Niðurstaðan varð sú að í fyrstu var ákveðið að nýta gamla golfsvæðið við Tjarnartjörn. Steinar Skarphéðinsson hefur frá því sagt að árið 1977 hafi Friðrik J. Friðriksson komið að máli við hann og beðið hann að aðstoða sig og Helga Rafn Traustason kaupfélagsstjóra við að lagfæra golfvöllinn og útbúa holur sem hægt væri að nota. Útbjuggu þeir þar sex holur. Holubotnarnir voru niðursuðudósir sem þeir fundu

á ruslahaugunum. Þar fundu þeir fimm dósir af þokkalegri breidd en ein var þó svokölluð hálfdós og því sínu mjóst. Létu þeir félagar það ekki á sig fá og notuðu það sem fannst. Sú dós sem grennst var reynist að sjálfsögðu erfiðasta hola vallarins, en menn létu það yfir sig ganga, enda var jafnt á komið fyrir öllum sem urðu að kljást við að koma boltanum í holuna. Fyrsta golfkeppni á vegum klúbbsins var haldin 11. september 1977. Brautinar sex voru slegnar og reynt að útbúa þokklegar flatir. Þar voru spilaðir þrír hringir, eða 18 holur. Stefán Pedersen fór á fæstum höggum eða 88. Árni Friðriksson og Steinar Skarphéðinsson fóru á 90 höggum. Kristján Skarphéðinsson gaf fyrstu verðlaun, silfurkönnu, en Erling Örn Pétursson gaf golfkylfur fyrir annað og þriðja sæti. Stefán varð þannig fyrsti klúbbmeistari Golfklúbbs Sauðárkróks, en þátttakendur í þessu fyrsta móti golfklúbbins voru 17. talsins. Mikill hugur var í mönnum árið 1977 og talsverður áhugi á golfíþróttinni. Golfkennari var hjá klúbbnum um tíma og kenndi allmörgum réttu handtökin og margir nýttu dauðar stundir til að æfa sig á svæðinu við Tjarnartjörn. Hins vegar var öllum ljóst að mikilvægast væri að finna gott svæði undir golfvöll. Stjórn klúbbsins sendi 14. júlí 1978 beiðni til Bæjarstjórnar Sauðárkróks um land undir golfvöll. Fengu menn þá augastað á landi Hlíðarenda fyrir ofan Sauðárkrók sem framtíðargolfsvæði fyrir 11


Hlíðin

G O L F K L Ú B B U R S K A G A FJ A R Ð A R | 5 0 Á R A

Silfurkannan, fyrstu verðlaun fyrsta móts GSS

golfvöll. Hitti stjórn klúbbsins bæjarráð, sem tók vel í þessa málaleitan og ákveðið var að veita klúbbnum heimild til að skipuleggja golfvöll að Hlíðarenda. Þrátt fyrir að ákveðið hafi verið að Hlíðarendalandið væri framtíðargolfsvæði var enn ljóst að það yrði ekki tilbúið til golfkiðkunnar fyrr en eftir mörg ár. Því var mikilvægt að finna bráðabirgðasvæði þar sem hægt væri að stunda golf samhliða því að byggja upp framtíðargolfvöllinn. Um veturinn 1977-1978 hélt klúbburinn úti inniaðstöðu í Sláturhúsi K.S. og var kaupfélagsstjóri, Helgi Rafn Traustason, betri en enginn þegar að því kom að styðja við bakið á klúbbnum, en auk þess að leggja fram aðstöðu, var hann virkur félagsmaður og sýndi gjarnan kvikmyndir um golfíþróttina á fundum innan félagsins.

Golfvöllurinn að Skarði Í byrjun árs 1978 fóru fram viðræður við Ólaf Lárusson bónda í Skarði um að Golfklúbburinn fengi hjá honum land undir golfvöll. Kvöld eitt var ákveðinn fundur þeirra Ólafs á Skarði, Steinars Skarphéðinssonar og Fririks J. Friðrikssonar. Stóð Ólafur út á hlaði og beið þeirra félaga, en hafði á orði honum þætti gott að vita hvort Friðrik 12

héraðslæknir væri svo stundvís ef hann væri í læknisvitjun. Samningur um leigu á túnum var undirritaður 21. febrúar 1978. Samkvæmt honum sá klúbburinn um alla umhirðu og slátt, en landeigandi fékk að hirða reiturnar í kring um brautirnar til þurrkunar og nýtingar. Þá sá klúbburinn um áburðargjöf, viðhald girðinga og annað það sem að vellinum sneri. Greiddi klúbburinn sem svaraði 10.000 krónum fyrir hvern hektara lands, sem leigður var en heildarstærð vallarins reyndist 15. hektarar. Steinar Skarphéðinsson og Haraldur Friðriksson rissuðu upp brautir á vellinum. Það vor var pöntuð sláttuvél hjá SÍS, prentuð skorkort og gert annað það sem þurfti, til að hægt væri að halda golfkeppnir á hinum nýja velli. Þá var völlurinn girtur af, smíðaðar tröppur á girðingar og sett upp skilti á völlinn. Félagar rissuðu upp fjórar hugmyndir af mögulegum velli, og leituðu síðan til áðurnefnds Þorvaldar Ásgeirssonar, sem ráðlagði hvað best væri í stöðunni. Vallarlagningin að Skarði varð gerð með því augnamiði að kosta sem allra minnstu til, enda var þar tjaldað til einnar nætur ef svo má segja. Skarðsvöllur var aldrei hugsaður sem framtíðargolfvöllur klúbbsins. Steinar Skarphéðinsson hafði verið í Bretlandi keypti holuskera, flögg og annan búnað til að taka holur og voru verkfærin komin á Sauðárkrók áður en aðrir vissu af. Mun klúbburinn ekki hafa staðið straum af kostnaði vegna þessa. Þá lögðu aðrir til vélar og annað sem þurfti, auk þess sem menn verðlögðu ekki þær mörgu stundir sem í þessar framkvæmdir fóru. Þá um veturinn hannaði Haraldur Friðriksson merki klúbbsins og undirbúningur var hafinn að byggingu skýlis til að hafa á golfvellinum. Fyrsta mót sem haldið var á Skarðsvelli var einnar kylfu keppni 11. júní 1978, keppendur voru 10 talsins. Í kjölfarið fylgdi öflugt mótahald. Meistaramót var haldið í lok júlí og varð Steinar Skarphéðinsson þar hlutskarpastur. Á aðalfundi klúbbsins 1978 voru skipaðar ýmsar nefndir, sem vinna áttu að einstökum þáttum í starfi klúbbsins. Auk stjórnar voru skipaðar vallarnefnd, kappleikjanefnd, forgjafarnefnd, laganefnd og húsbyggingarnefnd. Markmiðið var að öflugur hópur leiddi starfið við uppbyggingu golfklúbbsins og menn skiptu með sér verkum því margar hendur vinna létt verk. Enn var vilji til að byggja upp völlinn í landi Hlíðarenda, býlis á Nöfunum fyrir ofan Sauðárkrók og á svokölluðum Hálsum. Landið var að hluta til útgrafið af mógröfum. Það var afar votlent og því vart nýtanlegt til hefðbundins búskapar. Áhugi Þorsteins Þorsteinsson bæjarstjóra á Sauðárkróki réð miklu um að ráðist var í uppbyggingu að Hlíðarenda en Þorsteinn sýndi málinu strax mikinn


Hlíðin

G O L F K L Ú B B U R S K A G A FJ A R Ð A R | 5 0 Á R A

áhuga og var drífandi í öllum samskiptum sínum við forsvarsmenn golfklúbbsins. Bæjarstjórn tók einnig vel í að styðja myndarlega við bakið á skagfirskum kylfingum. Í kjölfar viðræðna við bæjarstjórn var leitað til Þorsteins Einarssonar, íþróttafulltrúa ríkisisins sem veitti verkefninu mikinn stuðning og benti á að sænskur golfvallahönnuður Jan Sederholm gæti aðstoðað við hönnun vallarins. Sederholm var þekktur vallahönnuður og hannaði fjölmarga golfvelli í Svíþjóð og víðar á Norðurlöndum. Golfsamband Íslands og Þorsteinn Einarsson Íþróttafulltrúi ríkisins hafði fengið hann til að vera til ráðgjafar hér á landi. Guðjón Ingimundarson, sem var óþreytandi við uppbygginu íþróttasvæða í Skagafirði hafði milligöngu um þessi samskipti og var hann golfklúbbnum afar hjálpsamur. Sederholm gerði frumdrög að Hlíðarendavelli í lok ársins 1979. Hugmyndir hans voru í raun tvær. Plan A og plan B. Fyrri tillagan var miklu dýrari en sú seinni og að mörgu leyti óraunhæf. Lagði Steinar Skarphéðinsson tillögu B fyrir Þorstein bæjarstjóra. Þorsteinn skoðaði tillöguna, en sagði svo: „Fyrst það er til tillaga B, þá hlýtur að vera til tillaga A.“ og fékk hann þá að sjá þá fyrri og dýrari. Að sjálfsögðu var tillaga B lögð var fyrir Bæjarstjórn Sauðárkróks til samþykktar og í kjölfarið var hafist handa við að semja við þá aðila sem höfðu erfðafesturétt á hluta landsins. Tókust þeir samningar bæði fljótt og vel. Leitað var til Egils Bjarnasonar ráðunauts og ráðlagði hann um hvernig væri hægt að þurrka landið á Hálsunum, en það var nauðsynlegt áður en hægt væri að hefjast handa við brautalagningar. Um mitt ár 1979 var hafist handa við að grafa skurði á nýja svæðinu, en gröfur Búnaðarsambandsins sáu um gröftinn og var kostnaðurinn sem af því hlaust ekki greiddur af klúbbnum. Á árunum 1978 – 1979 var áfram fjárfest í ýmsum tækjum sem nauðsynleg voru til að geta haldið úti golfvelli. Þar á meðal var keypt flatarsláttuvél og traktor. Traktorinn kostaði 50.000 krónur. Steinar safnaði þeim fjármunum hjá klúbbmeðlimum. Segir það meira en mörg orð um þá staðfestu sem félagar sýndu í uppbyggingarstarfinu. Athygli vekur að árlega var hagnaður af rekstri klúbbsins þrátt fyrir miklar framkvæmdir. Haraldur Friðriksson var gjaldkeri og gerði það með miklum sóma. Vorið 1980 var vigtarskúr á Sauðárkrókshöfn fluttur upp á Skarðsvöll og endurbyggður þar og varð hann félagsaðstaða fyrir klúbbmeðlimi, meðan völlurinn var þar og nýttist vel þó hann væri hvorki stór eða reisulegur. Mótahald var komið í nokkuð fastar skorður á árinum 1978 og 1979. Árlega var haldið meistaramót, einnar kylfu

keppni, Jónsmessumót, Drangeyjarmót, Firmakeppni og Bændaglíma. Fyrsta stórverkefni klúbbsins var hins vegar Norðurlandsmót sem haldið var á Skarðsvelli í lok ágúst 1980 og tókst vel. Völlurinn á Skarði var að mörgu leyti skemmtilegur og eiga margir ánægjulegar minningar frá honum. Þó völlurinn hafi verið lagður á gömlum túnum var hann sléttur og þurr. Þá hafði hann þann meginkost að lítinn snjó setti á völlinn og var hann því snemma tilbúinn til spilamennsku. Hins vegar gat blásið um Skarðstún, en sumir eldri félagar segja þó að golan hafi farið hægar yfir á Skarðsvelli en Hlíðarendavelli þar sem Skarðagolan getur leikið kylfinga grátt.

Hlíðarendavöllur lagður Sauðárkróksbær úthlutaði Golfklúbbnum landi við Hlíðarenda þann 6. október 1978 auk 10-12 hektara landi í svokölluðum Hálsum, vestan Hlíðarenda. Við tók það starf að hanna golfvöll á svæðinu. Mun Steinar Skarphéðinsson hafa borið hitann og þungann af samskiptum við þá aðila sem til slíkra mála þekktu. Uppbygging á Hlíðarendavelli var í fullum gangi árið 1980. Jarðýtur Búnaðarsambandins unnu að sléttun brauta og fyllt var í mógrafir, sem voru þar sem nú er 4. og 8. braut. Þá voru sett dreni þar sem nauðsyn þurfti og aspeströr notuð í drenskurðina, en rörin fengust frá hitaveitunni. Vorið 1981 var sáð í brautir og um sumarið voru fengnar þökur á nokkrar flatir. Þá var unnið að girðingum í kringum völlinn, enda höfðu félagsmenn lítinn áhuga á nærveru sauðkinda í nýgræðingum sem

Fjárhúsin að Hlíðarenda.

MYND: Kristján C. Magnússon HSk

13


Hlíðin

G O L F K L Ú B B U R S K A G A FJ A R Ð A R | 5 0 Á R A

skaut upp kollinum í nýsáðum brautunum. Eftir var þó að leysa eitt smávægilegt vandamál. Hlíðarendi sjálfur var enn nýttur af Marteini Jónssyni og hafði hann einnig afnot af fjárhúsum, sem nefnd voru Hrólfsstaðir og voru nokkru vestar í Hlíðarendalandi. Það mál var leyst með því að Marteinn fékk að halda skepnur að Hrólfsstöðum, en Hlíðarendi sjálfur varð vettvangur lokaholu vallarins, þeirrar 9, auk þess sem fyrirhugað var að byggja félagsskála á bæjarhólnum sjálfum. Marteinn sinnti skepnum sínum að Hrólfstöðum í nokkur ár og voru fjárhúsin skammt frá 5. flöt vallarins. Kom svo að því að Marteinn varð frá að hverfa og fjárhús hans jöfnuð við jörðu. Vallarnefnd bar hitann og þungann af lagningu nýja vallarins og var Steinar Skarphéðinsson í forsvari hennar, en aðrir í nefndinni voru Sigmundur Guðmundsson, Páll Þorsteinsson, Sigurgeir Angantýsson, Reynir Kárason og Magnús Rögnvaldsson. Á þeim tíma var stjórnin undir forystu Friðriks J. Friðrikssonar en aðrir í stjórn voru Kristján Skarphéðinsson, Sigmundur Guðmundsson, Steinar Skarphéðinsson og Haraldur Friðriksson. Mikið kom einnig til með að mæða á húsnefnd, undir forystu Magnúsar Rögnvaldssonar, en auk hans voru Sigmundur Pálsson, Broddi Þorsteinsson og Sverrir Valgarðsson í nefndinni og Kappleikjanefnd var undir forystu Sverris

Golfskálinn að Hlíðarenda 1986. MYND: Þórhallur Ásmundsson 14

Valgarðssonar. Í raun báru örfáir menn uppi það mikla starf sem unnið var í kring um flutning vallarins frá Skarði að Hlíðarenda. Þeir sáu ávöxt erfiðisins þegar klúbburinn flutti formlega að Hlíðarenda, sumarið 1982. Þrátt fyrir flutning vallarins að Hlíðarenda var langur vegur frá því að völlurinn væri tilbúinn til spilunar. Enn voru ekki komnar þökur á allar flatir og mikið starf var óunnið við að lagfæra brautir og karga umhverfis völlinn. Höfðu sumir nokkrar áhyggjur af framkvæmdum kylfinga á Hlíðarenda. Einhverjir töldu fornbýlið Hæringsbúðir vera í hættu, en sá ótti reyndist ástæðulaus, enda eru Hæringsbúðir enn greinilegar fyrir vestan völlinn, en nú nýverið hefur komið í ljós að minjarnar eru afar gamlar, meðal annars, allstór skáli skammt vestan girðingar handan þriðju brautar vallarins. Þá voru sauðfjárræktendur, og þeir voru margir á Sauðárkróki, ekki allir yfir sig hrifnir af nábýlinu við golfarana, en flestir tóku þessum nábúum vel, enda var þess gætt að vel væri girt og sauðfé bæjarbúa væri í hæfilegri fjarlægð frá golfbrautunum. Þrátt fyrir það er eltingarleikur við sauðfé og hross næsta árviss viðburður á Hlíðarenda, enda efalítið erfitt fyrir skepnurnar að horfa uppá grænar grundir golfvallarins og mega ekki nýta sér grængresið. Árið 1983 blasti hins vegar við næsta stórverkefni,


Hlíðin

G O L F K L Ú B B U R S K A G A FJ A R Ð A R | 5 0 Á R A

að koma upp veglegum skála að Hlíðarenda. Gömlu viktarskúrarnir höfðu að vísu gegnt sínu hlutverki vel, en ljóst var að stór skáli yrði að rísa. Miklar vangaveltur voru um hvers konar hús ætti að byggja og var málið tekið fyrir á nokkrum fundum innan stjórnar og á aðalfundum. Ákvörðun var loks tekin í byrjun árs 1983, að kaupa einingarhús frá SG Einingum á Selfossi og kostaði það ríflega 900.000. Eftir var þá að koma upp húsinu og smíða innréttingar. Var það verkefni þeirra smiða sem í kúbbnum voru og unnu þeir að því verkefni á árunum 1983 til 1984 og var þá því verki að mestu lokið. Hins vegar voru margvísleg verkefni eftir í skála, m.a. uppsetning innréttinga o.þ.h. Var verkið allt unnið í sjálfboðavinnu. Nauðsynlegt reyndist að fá starfsmann á völlinn til að sinna slætti og öðrum tilfallandi verkefnum, enda viðhald golfvallar verulega tímafrekt. Ýmsir félagar höfðu reyndar komið að því að sinna slætti og öðrum verkefnum, en árið 1985 var orðið ljóst að við svo búið mátti ekki standa. Hólmar Ástvaldsson var þá ráðinn til þeirra verka og sinnti hann því um tveggja ára skeið. Magnús Rögnvaldsson var formaður vallarnefndar og vann hann að viðhaldsverkefnum sem voru ærin, en einnig var Steinar Skarphéðinsson, þá formaður klúbbsins sífellt að vinna að endurbótum á vellinum. Tíu árum eftir að farið var í framkvæmdir við Hlíðarendavöll, má segja að hann hafi verið orðinn fullbúinn golfvöllur, að margra mati einn besti 9. holu golfvöllur landsins. Völlurinn var fjölbreyttur og erfiður. Hann var lengi vel lengsti völlur landsins af rauðum teigum og veruleg áskorun fyrir alla kylfinga. Hins vegar voru mörg handaverk eftir svo svæðið í heild myndi nýtast að fullu til keppni og leiks, en ekki síður til uppbyggingarstarfs. GSS lögðu mikla áherslu á að byggja upp unglingastarf innan klúbbsins og það skilaði brátt stórkostlegum árangri.

Uppbygging starfs fyrir unglinga Þegar í upphafi var forsvarsmönnum GSS ljóst að mikilvægt væri að ná til barna og unglinga og kenna þeim tökin á íþróttinni þegar í upphafi. Félagsmenn voru flestir karlmenn, en konur og börn sjaldséðir gestir á golfvellinum við Tjarnartjörn. Þetta breyttist þó með tilkomu Skarðsvallar. Börn og unglingar fóru að stunda golfíþróttina þó í litlu mæli væri. Með tilkomu Hlíðarendavallar gjörbreyttist öll aðstaða til að halda úti öflugu unglingastarfi, einkum eftir að golfskálinn reis. Þrátt fyrir að skipulegu unglingastarfi hafi ekki verið til að dreifa fyrr en upp úr 1990 voru fengnir golfkennarar

tíma og tíma og haldin stutt námskeið, sem nýttust þeim allra áhugasömustu. Einn af þeim sem fundu sig í golfíþróttinni var Örn Sölvi Halldórsson sem var í hópi efnilegustu kylfinga landsins á sínum tíma. Hann varð, þrátt fyrir ungan aldur, margsinnis klúbbmeistari GSS og var í hópi bestu kylfinga landsins eftir að hann flutti til Reykjavíkur og hóf keppni undir merki Golfklúbbs Reykjavíkur.

Árna þáttur Jónssonar Árni Jónsson golfkennari fluttist til Sauðárkróks árið 1990 og hóf þegar að vinna að kennslu barna og unglinga. Sama ár var í fyrsta skipti farið með unglingasveit á Íslandsmót og hefur það verið gert árlega síðan. Aðeins þremur árum síðar, árið 1993, varð sveit GSS í öðru sæti í Íslandsmóti unglinga. Greinilega var frjór jarðvegur fyrir golfíþróttina á Sauðárkróki og tugir krakka stunduðu æfingar af kappi. Árný Lilja Árnadóttir aðstoðaði föður sinn við kennsluna og fóru þau einnig á Blönduós og Skagaströnd til að efla starfið þar. Árný Lilja reyndist betri en enginn, enda landsliðskona í yngri flokkum, þegar hún bjó á Akureyri. Á Blönduósi kom upp á sama tíma einn besti kylfingur landsins, Heiðar Davíð Bragason. Augljóst er að hann hefði ekki náð flugi í golfíþróttinni, ef tilsögn Árna og Árnýjar hefði ekki notið við. Árni var ófeiminn við að sækja ungmenni til liðs við golfið. Hann mætti til dæmis með golfkylfur á fótboltaæfingar hjá Tindastóli og leyfði krökkunum að spreyta sig við að slá golfbolta. Árangurinn varð ótrúlegur og fjöldi barna og unglinga æfði golf samhliða öðrum íþróttum. Árið 1994 eignaðist GSS fyrsta Íslandsmeistarann í einstaklingskeppni þegar Örvar Jónsson sigraði með yfirburðum í flokki 14 ára og yngri. Það ár voru þrír af sjö fyrstu í Íslandsmótinu í flokki 14 ára og yngri félagar í GSS, en auk Örvars kepptu þar Gunnlaugur Hafsteinn Elsuson sem varð í sjötta sæti og Guðmundur Ingvi Einarsson sem varð í því sjöunda. Ári síðar eignaðist klúbburinn fyrstu Íslandsmeistarana í sveitakeppni, en þá var keppni unglinga 14 ára og yngri haldin á Sauðárkróki. Árið eftir sigraði GSS í sömu keppni, auk þess sem piltar 15-18 ára urðu í þriðja sæti og sömuleiðis stúlkur 15-18 ára, og var það í fyrsta skipti sem GSS sendi stúlknasveit á Íslandsmót. Sveit 14 ára og yngri var skipuð þeim Guðmundi Víði, Kjartani Ómarssyni, Einari Hauki Óskarssyni og Árna Má Jónssyni. Piltasveitin var skipuð Guðmundi Ingva Einarssyni, Sigurði G. Jónssyni, Örvari Jónssyni og Gunnlaugi Hafsteini Elsusyni en stúlknasveitin þeim 15


Hlíðin

G O L F K L Ú B B U R S K A G A FJ A R Ð A R | 5 0 Á R A

Höllu Erlendsdóttur, Margréti Helgu Hallsdóttur, Sigríði Viggósdóttur, Sesselju Barðdal, og Eygló Óttarsdóttur. Það ár varð orðið ljóst að Golfklúbbur Sauðárkróks var í hópi öflugustu klúbba landsins þegar kom að starfi fyrir börn og unglinga. Vakti þessi árangur mikla eftirtekt og mun almennt hafa verið viðurkennt að Árni Jónsson var fremstur meðal jafningja þegar kom að þjálfun ungra kylfinga. Í viðtali við Morgunblaðið eftir að Örvar varð Íslandsmeistari 1994 sagði Árni Jónsson aðspurður að það væri skemmtilegra að kenna unglingum en fullorðnu fólki. Hann kannaðist líka við það að keppa sem unglingur í golfi. Sagði hann í gamansömum tón að hann hafi verið fyrsta unglingavandamálið í golfi á Íslandi, en hann var ungur að árum þegar hann stalst inn á Jaðarsvöll á Akureyri við lítinn fögnuð hinna ráðsettu kylfinga, sem töldu íþróttina ekki vera fyrir börn. Árni keppti fyrst í landsmóti í golfi árið 1959 og keppti með hléum til ársins 1980. Árangur Árna við golfþjálfum var vissulega einstakur. Í viðtali við DV 1996 við Björn Stein Sveinsson þáverandi formann GSS kom m.a. fram að 4 af 24 unglingum í landsliðshópi GSÍ væru frá Sauðárkróki. Var einstakt að svo fámennur klúbbur væri með svo öfluga ungliða. Eftir sigur Örvars Jónssonar á Íslandsmótinu 1994 tók hann þátt í á European Young Masters keppninni á Wentworth velli í Englandi. Endaði Örvar um miðjan hóp en sigurvegari með yfirburðum varð ungur Spánverji, Sergio Garcia að nafni, sem þar var að skapa sér nafn sem einn besti kylfingur heims. Mætti hafa mörg orð um frammistöðu þessara unglinga í GSS. Halla Björk, systir Gunnlaugs Hafsteins var í allra fremstu röð ungra kvenkylfinga árið 1998 og sigraði í stigakeppni unglinga. Gunnlaugur, Örvar og Guðmundur Ingvi stóðu sig með mikilli prýði, en þau voru öll í landsliðshópnum. Að stunda golf í fremstu röð á Íslandi og vera búsettur á Sauðárkróki skapaði margvíslega erfiðleika. Ýmsir töldu að fleiri unglingar úr GSS hefðu átt heima í landsliði og fá þau tækifæri sem landsliðskrökkum bjóðast. Ekki verður lagt á það mat hér. Einnig var mjög erfitt fyrir ungmenni frá Sauðárkróki að taka fullan þátt í mótaröðum unglinga. Kostnaður við ferðir var mikill og krafðist mikils tíma, en sú vinna og kostnaður lenti á foreldrunum að lang mestu leyti. Þetta er viðvarandi vandamál innan golfhreyfingarinnar og ekki hefur verið gerð nein tilraun til að koma til móts við unglinga af landsbyggðinni af hálfu G.S.Í. þrátt fyrir að margir af bestu kylfingum landsins hafi komið frá byggðalögum utan höfuðborgarsvæðisins. Árni Jónsson hætti störfum hjá GSS árið 1998, en störf hans áttu eftir að skila fleiri afreksmönnum í golfíþróttinni 16

á Sauðárkróki. Sumarið 1999 var gerður samningur við David Barnwell golfkennara á Akureyri um golfkennslu og var Patricia Smiley við kennslu á Sauðárkróki um sumarið. Var ánægjuleg tilbreyting að fá konu sem golfkennara og varð koma hennar til þess að auka áhuga kvenna á golfíþróttinni. Sumarið 1999 hófst hins vegar mikið ævintýri í lífi Guðmundar Ingva Einarssonar, sem þá var orðinn unglingalandsliðsmaður í golfi og af mörgum talinn efnilegasti kylfingurinn í hópi margra góðra innan GSS. Þá um sumarið sigraði hann í flokki unglinga í flokki 1518 ára á Íslandsmótinu sem haldið var í Vestmannaeyjum. Einnig tók hann þátt í Norðurlandamóti um sumarið og varð í 8. sæti, aðeins þremur höggum frá verðlaunum. Þá er ótalið að hann varð stigameistari unglinga það ár, en sá árangur tryggði honum sæti í liði Norðurlanda, sem keppti við Bandaríkin í liðakeppni árið 2000. Sú keppni var stökkpallur fyrir efnilega kylfinga, gáfu útsendarar háskóla í Bandaríkjunum keppninni góðar gætur og buðu efnilegum kylfingum skólastyrki. Í keppnina fór hann með hóflegar væntingar, en gekk vonum framar. Keppnin sem svipar til Ryderkeppni fullorðinna og ber heitið Izzo cup var æsispennandi. Guðmundur hlaut 1 ½ vinning af 4 mögulegum, en Bandaríkjamenn sigruðu með 24 ½ vinningi gegn 17 ½ vinningi Norðurlandabúanna. Mun þetta hafa verið vel ásættanleg úrslit miðað við þá yfirburði sem Bandaríkjamenn höfðu í golfi á þessum tíma. Í framhaldinu keppti Guðmundur á Western Junior Cup mótinu í Bandaríkjunum. Góður árangur Guðmundar varð til þess að honum var boðinn fullur skólastyrkur við nám í Bandaríkjunum. Árið 2003 varð Katrín Sveina Björnsdóttir Íslandsmeistari í höggleik í flokki stúlkna 14-16 ára og árið 2004 varð Oddur Valsson Íslandsmeistari í holukeppni unglinga. Síðan þá hafa ungmenni sem keppa undir merkjum GSS ekki náð þeim árangri að komast á efsta pall í Íslandsmótum, en mörg hver hafa þau staðið sig með miklum ágætum. Þó má nefna að Einar Haukur Óskarsson varð Íslandsmeistari fullorðinna í holukeppni árið 2012. Hann hóf golfiðkun á Sauðárkróki en var í Golfklúbbnum Keili þegar hann varð Íslandsmeistari. Árið 2000 var Mark Nolan golfkennari á Sauðárkróki og árið 2001 tók Óli Barðdal við þjálfun barna- og unglinga á Sauðárkróki og kenndi ásamt systur sinni Sesselju Barðdal í þrjú sumur en þá sigldi Óli til Danmerkur að fullnuma sig í golfkennslufræðum og kennir nú golf í því flata landi. Árið 2004 tók Gunnlaugur Hafsteinn Elsuson við og kenndi í fjögur ár og flutti þá til Reykjavíkur.


Hlíðin

G O L F K L Ú B B U R S K A G A FJ A R Ð A R | 5 0 Á R A

Naut Gunnlaugur aðstoðar Katrínar Sveinu systur sinnar við kennsluna. Ólafur Auðunn Gylfason kenndi í tvö ár, uns hann varð þjálfari hjá Golfklúbbi Akureyrar og árið 2010 kom Örn Sölvi Halldórsson klúbbnum til bjargar þegar hvorki gekk né rak að finna menntaðan golfkennara og kenndi golf í hjáverkum. Golfkennararnir Richard Hughes, Thomas Olsen og Mark Irwing voru sinn hvert árið 2011 til 2013. Jón Þorsteinn Hjartarson kenndi á árunum 2015 til 2016. Frá árinu 2016 hafa þeir Arnar Geir Hjartarsson og Atli Freyr Rafnsson haft veg og vanda að kennslu ungmenna en Árný Lilja Árnadóttir haldið nýliðanámskeið í samstarfi við þá Arnar og Atla. Á sama tíma hefur golfkennarinn John Garner komið reglulega á Sauðárkrók og kennt á stuttum námskeiðum fyrir börn og einnig boðið upp á kennslu fyrir fullorðna og síðustu ár hefur Óli Bardal komið í heimsókn og haldið námskeið fyrir klúbbmeðlimi. Má segja að þrátt fyrir að eftir tíma Árna Jónssonar hafi ráðist til klúbbsins góðir þjálfarar, þá höfðu þeir ekki nauðsynlegan tíma til að sinna uppbyggingunni með þeim hætti og var áður. Einnig eru aðrir þættir sem vert er að taka með í reikninginn. Í upphafi 10 áratugarins hafði klúbburinn þokkalega inniaðstöðu í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki en varð frá að hverfa árið 1998. Á móti kom að á þessum tíma var byggt upp gott æfingasvæði á golfvellinum, sem nýtist þó aðeins um sumartímann. Aðstaða til inniæfinga fékkst loks árið 2012 þegar keypt var skemma í iðnaðarhverfinu á Sauðárkróki þar sem lagt

var pútt og vippaðstaða auk þess sem sérstakt félag keypti golfhermi. Inniaðstaðan mun hafa mikil áhrif á starfsemi klúbbsins og gefur kylfingum kost á að æfa allt árið um kring. Klúbburinn hefur undanfarin ár staðið fyrir unglingamótum. Prentsmiðjan Nýprent hefur stutt dyggilega við unglingastarfið með stuðningi við Nýprent open sem haldið hefur verið árlega frá 2006. Þar er börnum og unglingum boðið að koma og keppa við jafnaldra sína á Norðurlandi. Segja má að Nýprent open hafi leitt af sér mótaröð ungmenna á Norðurlandi þar sem haldin eru nokkur golfmót árlega á ólíkum völlum, þar sem keppt er um Norðurlandameistaratitla ólíkum aldursflokkum. Samstarf milli golfklúbbanna á Norðurlandi hefur aukist á síðustu árum og er Norðurlandsmótaröðin dæmi um slíkt samstarf. Sveitir fullorðinna frá GSS hefa tekið þátt í Islandsmótum allt frá því um miðjan 9. áratug 20. aldar og oft staðið sig með ágætum. Sveitirnar hafa ávalt verið byggðar upp af heimafólki, sem hefur verið lykilatriði í vali á keppnisliðum. Kvennasveit GSS er nú í fyrstu deild Íslandsmótsins en karlaliðið í þeirri þriðju. Fjölmargir kylfingar hafa keppt fyrir hönd GSS í sveitakeppnum.

Rekstur og umsýsla Rekstur golfvallar, inniaðstöðu og annars félagssvæðis er verulega kostnaðarsamur. Í raun er rekstur GSS

Frá Hlíðarendavelli. MYND: HJALTI ÁRNA 17


Hlíðin

G O L F K L Ú B B U R S K A G A FJ A R Ð A R | 5 0 Á R A

sambærilegur við lítið fyrirtæki. Talsverður fjöldi starfsfólks starfar fyrir klúbbinn. Stór hluti kostnaðar við starfsemina er greiddur af félagsmönnum með félagsgjöldum en einnig hefur klúbburinn notið velvildar fyrir-tækja og sveitarfélagsins Sauðárkróks í upphafi og síðar Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Vallarstjóri og hans aðstoðarmenn vinna kraftaverk á hverju ári við að gera völlinn eins góðan og völ er á. Guðmundur Þór Árnason vallarstjóri hefur gegnt því starfi í um tvo áratugi. Er óhætt að fullyrða að ráðning hans hafi sannarlega verið happafengur fyrir klúbbinn, enda er hann vakinn og sofinn við að sinna þeim fjölmörgu verkefnum sem að starfinu snúa. Ráðnir hafa verið aðstoðarmenn árlega til að aðstoða Guðmund, en auk umsýslu vallarins hefur klúbburinn séð um slátt á opnum svæðum á Sauðárkróki og íþróttavöllum. Hefur klúbburinn notið stuðnings sveitarfélagsins þegar kemur að ráðningu ungmenna til að aðstoða við vallarumsjón. Ýmis vandamál blasa við vallarstjóra og hans fólki. Á þurrkárum er viðvarandi vatnsskortur á vellinum og ef vetur eru óhagstæðir er hætt við kali á brautum og flötum vallarins. Að sumu leyti má segja að staðsetning vallarins sé ekki með öllu heppileg, einkum með tilliti til veðurlags en ekki verður á allt kosið og staðsetningin og það mikla landssvæði sem klúbburinn hefur til umráða auðveldar einnig starfsemina og gerir völlinn að mörgu leyti einn skemmtilegasta golfvöll landsins.

Golfskáli GSS er opinn á sumrin og hafa verið ráðnir starfsmenn til að sjá um rekstur veitingasölu en einnig hafa félagsmenn lagt hönd á plóg og staðið vaktir við veitingasölu. Fjöldi gesta á vellinum styðja einnig við bakið á þjónustufyrirtækjum í Skagafirði, hvort sem um er að ræða veitingastaði, gististaði eða verslanir. Mikið sjálfboðaliðastarf er unnið í vegna unglingastarfsins, trjáplöntunar og stærri verkefna á vallarsvæðinu, sem hafa verið unnið í samstarfi félagsmanna og starfsmanna. Sjálboðaliðastarfið hefur alltaf verið aðalsmerki klúbbins og á þeim 50 árum sem klúbburinn hefur starfað hafa fjölmargir komið að starfi hans og er útlilokað að telja þá alla upp sem lögðu lífið og sálina í að skapa sér leikaðstöðu á Nöfunum fyrir ofan Sauðárkrók. Hlíðerndi er lang stærsta íþróttasvæði Skagafjarðar og er í sjálfu sér orðin gróðurperla sem allir geta notið, hvort sem þeir eru kylfingar eður ei. Nú eru félagsmenn GSS um 180 og árlega koma fjölmargir gestir til Sauðárkróks að spila þennan krefjandi og skemmtilega golfvöll. Það er því skiljanlegt að Hlíðarendavöllur er stolt félagsmanna, enda er þetta þeirra völllur, sem þeir hafa sjálfir lagt sitt af morkum til að gera það sem hann er í dag. Því er hins vegar ekki að leyna að rekstur klúbbsins hefur oft verið erfiður. Vélakaup eru sérstaklega kostnaðarsöm, enda þarf talsvert af tækjum til að sýsla um svo stórt íþróttasvæði. Þó hefur tekist að reka klúbbinn

Ungir kylfingar á Unglingalandsmóti UMFÍ sumarið 2014. MYND: ÓAB 18


Hlíðin

G O L F K L Ú B B U R S K A G A FJ A R Ð A R | 5 0 Á R A

Gömlu vigtarskúrarnir. MYND: HSk

Sigurlið í bændaglímu. MYND: HSk

Mót á níunda áratugnum. MYND: HSk

Keppt um Borgarbikarinn. MYND: HSk

og byggja hann upp með samstilltu átaki en einnig með stuðningi opinberra aðila, bæði ríkisins, en íþróttasjóður studdi við uppbyggingu vallarins í upphafi og síðan með aðstoð Sauðárkróksbæjar og síðar Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Þá hefur klúbburinn leitað til fyrirtækja sem mörg hver hafa stutt dyggilega við rekstur klúbbsins. Það má því segja að uppbygging og rekstur golfvallar í hæsta gæðaflokki sé sameiginlegt átak samfélagsins alls. Það verður enda seint metið til fjár hversu mikilvægt það er hverju samfélagi að eiga gott íþróttasvæði eins og Hlíðarendavöll. Möguleikinn til að stunda áhugamál sín er eitt af því sem hefur úrslita áhrif á hvar fólk velur sér búsetu. Möguleiki barna á að stunda íþróttir skipta þar miklu máli en golf er jú fyrir alla, hvort sem þeir eru börn að aldri eða komnir á efri ár og þessi íþrótt er vissulega mikilvæg fyrir heilsu þeirra sem hana stunda og skapar hún þannig okkur öllum arð, þó hann sé ekki endilega metinn til fjár. Golfklúbbur Sauðárkróks, sem nú heitir reyndar Golfkúbbur Skagafjarðar eftir nafnbreytingu árið 2019, býr við aðra aðstöðu en stærstu golfklúbbar landsins. Félagafjöldi þeirra er margfaldur á við GSS og rekstrar-

tekjur þar af leiðandi miklu meiri. Draumar hafa verið uppi um margvísleg framtíðaráform, meðal annars um stækkun vallarins, byggingu nýs golfskála og æfingaraðstöðu. Allt þetta kostar hins vegar mikið fé og klúbburinn sjálfur getur ekki af sjálfsdáðum lagt í verulegar fjárfestingar. Hagsmunir samfélagsins að eiga golfvöll sem stenst samanburð við velli stærstu klúbba landsins eru miklir. Fjöldi ferðamanna leggur árlega leið sína til Skagafjarðar til að spila golf og þeir skilja eftir umtalsverða fjármuni í samfélaginu. Þá er góð golfaðstaða mikilvægt lýðheilsumál og fyrir marga er golfvöllur einfaldlega forsenda fyrir búsetuvali, enda er golf vinsælasta íþrótt á Íslandi ef taldir eru fullorðnir iðkendur og sú önnur stærsta ef miðað er við alla iðkendur en yfir 17.000 manns er skráð í golfklúbba á Íslandi en mun fleiri spila golf reglulega. Uppbygging golfklúbbs á Sauðárkróki hefur verið byggð upp með gríðarlegu sjálfboðaliðastarfi. Óhætt er að segja að enginn sjái eftir þeim ómældu stundum sem þeir nýttu við uppbygginguna heldur eru stoltir af því að hafa fengið að taka þátt í skemmtilegu verkefni í frábærum félagsskap. Megi svo vera um langa tíð. 19


Hlíðin Hlíðin

GO AR G LOFLKFLKÚLB ÚBBU BR U RS KSAKG AA GFJ A FJ AÐ RA ÐR A R| |5 05 0Á R ÁA RA

VIÐTAL VIÐ SIGRÍÐI ELÍNU OG RAGNHEIÐI

Kvennamótin Fyrsta Kvennamót GSS var haldið 28. ágúst 2004 og hefur síðan þá verið árlegur viðburður og fastur liður á mótaskrá klúbbsins, eða í 17 ár. Konur í klúbbnum hafa lagt metnað sinn í að gera mótið sem glæsilegast úr garði og rauðar rósir, hlaðborð vinninga og samstarf kvenna í GSS eru aðalsmerki mótsins. Samstaða hefur myndast meðal GSS kvenna við skipulag og framkvæmd mótsins og ávallt hefur tekist að leysa sérhvern keppanda út með vinningi. Sigríður Elín (Ella Sigga) og Ragnheiður hafa verið ötular í undirbúningi og framkvæmd kvennamótanna. Hverjar koma að undirbúningi mótsins og hver er umgjörðin? „Allar félagskonur sem vettlingi geta valdið mæta í skálann dagana fyrir mót til skrafs og ráðagerða. Umgjörð mótsins er ætíð glæsileg og til að mynda prýða rauðar rósir teigana, boðið er upp á konfekt um miðbik mótsins

20

Móttaka að lokinni 18. holu.

og í lok móts þegar keppendur ganga af 18. flöt er þeim færður drykkur með viðhöfn. Mótið hefur verið eitt fjölmennasta mót klúbbsins og koma þátttakendur víða að, en einkum eru það vinkonur okkar úr golfklúbbunum á


Hlíðin Hlíðin

G LOFLKFLKÚLBÚBBUBRU R A FJ GO S KSAKGAAGFJ A RAÐRAÐRA R| |5 05 0 Á RÁAR A

Rauðar rósir prýða teiga.

Norðurlandi sem heimsækja okkur og taka þátt ár eftir ár,“ segja Ella Sigga og Ragnheiður. „Fyrir velvild fyrirtækja og stofnana í bænum hefur tekist að afla fjölda vinninga og konur klúbbsins hafa valið að skipta vinningum þannig að allir þátttakendur njóti góðs af fremur en að útbúa 5-10 stærri verðlaun. Er það mjög í anda mótsins en gleði, kærleikur og vinátta svífur yfir Hlíðarenda daginn sem Kvennamótið fer fram, hvort sem lognið fer hratt eða hægt yfir og hvort sem rignir eða sólin vermi kinn,“ segja þær Ella Sigga og Ragnheiður. Ella Sigga og Ragnheiður hafa spilað golf í allmörg ár.

„Ég byrjaði 1995 í golfi. Ég hafði verið „fótboltaekkja” áður og þegar maðurinn minn byrjaði í golfi ákvað ég að fara með honum, frekar en að bíða heima og nöldra yfir því hve golfið tæki langan tíma,” segir Ragnheiður. „Ég byrjaði 2001 vegna þess að Ásgeir dró mig með sér í golf. Ég var ekki sérlega spennt í fyrstu en það átti heldur betur eftir að breytast því sumarið 2002 var ég komin á fullt í golfið. Sé mest eftir því að hafa ekki byrjað miklu fyrr,“ svarar Ella Sigga. Báðar hafa þær Ella Sigga og Ragnheiður verið virkar í félagsstarfinu. Ragnheiður var í nýliðanefnd og svo formaður mótanefndar fyrir allmörgum árum. Svo var hún í stjórn GSS sem gjaldkeri í nokkur ár og er núna mótanefnd. Ella Sigga hefur verið formaður nýliða- og kynningarnefndar, ritari og í mörg ár í mótanefnd, þar af lengi sem formaður nefndarinnar. Hvað er heillandi við golfið? „Að spila golf er með því skemmtilegast sem ég geri, ég fæ góða hreyfingu, útiveru í fallegu umhverfi og frábæran félagsskap,“ svarar Ella Sigga. Ragnheiður segist fá mikið út úr því að vera sífellt að keppa við sjálfa sig. Golfið kom henni á óvart í byrjun. „Ég átti ekki von á að þetta væri svona rosalega skemmtilegt,” segir Ragnheiður.

21


Hlíðin

G O L F K L Ú B B U R S K A G A FJ A R Ð A R | 5 0 Á R A

VIÐTAL VIÐ RAFN INGA RAFNSSON

formann forgjafarnefndar og fyrrum formann GSS

Hef aldrei farið í misheppnaða golfferð Hvenær, hvar og hvers vegna byrjaðir þú að spila golf? „Ætli ég hafi ekki fyrst prófað að slá golfkúlu haustið 1992 þegar ég var við nám í Reykjavík. Við Árný laumuðumst nokkrum sinnum inn í Hvalfjörð á golfvöll sem var kenndur við Hvammsvík. Þessi völlur er ekki til í dag en þarna kviknaði áhuginn. Ég man ekki hver átti frumkvæðið en Árný lagði allavega til kylfurnar svo sökin er hennar að miklu leyti. Í framhaldinu fór ég nokkrum sinnum með skólabróður mínum úr verkfræðinni á gamla 9 holu völlinn á Korpúlfsstöðum og þá var bakterían komin til að vera.“ Hvað færð þú út því að spila golf? „Fyrst og fremst finnst mér golf skemmtilegur leikur og sem bónus fylgir með holl útivera og tækifæri til að spila með og kynnast góðu fólki. Það er spennandi hvað það er stutt á milli þess að slá frábært högg eða klúðra algjörlega. Þú veist aldrei hvað gerist næst. Að mörgu leyti er golf eins og skák. Þú leikur einn leik í einu, stundum er gott að tefla djarft og stundum ekki.“ Nefndar og stjórnarstörf fyrir GSS, hvaða og hvenær? „Gjaldkeri 1996–1999, forgjafanefnd 1998– 22

2020, formaður mótanefndar 2001, 2002 og 2003 og nokkur ár að auki sem nefndarmaður, ýmis verkefni með unglinganefnd 2004–2014, formaður GSS 2015–2018 og vallarnefnd 2019-2020.“ Holukeppnimeistari GSS 2019, hvert er leyndarmálið? „Því miður er ekkert leyndarmál á bak við þetta annað en að gera sitt besta. Það er mjög einstaklingsbundið hvaða leikskipulag kylfingar nota í holukeppni og hver og einn þarf að finna hvað virkar fyrir sig. Ég reyni að einbeita mér að því að spila „mitt golf“ og falla ekki í þá gryfju að taka of miklar áhættur. Of mikið „sóknargolf“ leiðir oftar en ekki til þess að andstæðingurinn vinnur holur auðveldlega.“

Rafn Ingi.

Uppáhaldsbrautin á Hlíðarenda? En á öðrum völlum ? „Mér finnst áttunda brautin á Hlíðarendavelli skemmtileg þar sem það er hægt að spila hana á svo marga vegu. Fuglinn er ekki langt undan en lélegt högg getur refsað grimmilega. Almennt held ég frekar uppá erfiðar brautir með mikið af hindrunum. Þegar upp er staðið er það áskorunin sem er skemmtileg, ekki endilega skorið sem maður fær á holuna. Á erlendum völlum verð ég að segja


Hlíðin

G O L F K L Ú B B U R S K A G A FJ A R Ð A R | 5 0 Á R A

17. holan á St. Andrews sem heitir The Road Hole. Þetta þarf að skýra nánar; Árið 2003 fórum við Árný í pílagrímsferð til Skotlands með Árna tengdapappa og mágum mínum þeim Jóni og Arnari. Einn daginn spiluðum við gamla St Andrews völlinn (Old Course) og ákváðum að hámarka upplifunina með því að leigja okkur kylfubera. Mér þótti það dálítið óþægilegt þegar kom í ljós að minn kylfuberi var ung kona að nafni Emily sem var komin rúma sjö mánuði á leið. Annars var þetta ógleymanlegur dagur á stað sem óhætt er að segja að sé heilagur fyrir golfara. Þegar kom að 17. brautinni gaf Emily mér góð ráð og lýsti einni erfiðustu holu vallarins þar sem heimsþekktir kylfingar hafa oftar en ekki lent í miklum erfiðleikum á stórmótum í gegn um árin. Upphafshöggið fór í hægri sveig og endaði ekki langt frá vallar-mörkum, óþægilega nálægt hótelinu sem þar stendur. Í annað högg tók ég 5 tré og kúlan fór aldrei þessu vant í rétta stefnu og endaði alveg fremst á flötinni. Eftir samráð við Emily var miðið Úr ferðinni til St. Andrews tekið vel til hægri en holan var vinstra megin og aftarlega á flötinni í u.þ.b. 30 metra fjarlægð en flötin hallar frá hægri til vinstri. Eftir púttið var boltinn lengi á leiðinni og endaði öllum til mikillar undrunar í holunni. Eftir þetta nota ég öll tækifæri til að minna á að meðalskorið mitt á The Road Hole er fugl. Nú er öll fjölskyldan í golfi. Er barátta á milli ykkar í golfinu? „Sá fjölskyldumeðlimur sem vinnur hverju sinni á montréttinn og notar hann óspart en hinir loka eyrunum.

Árný vill hafa forgjöfina sem viðmiðun en ég og strákarnir erum sammála um að það eigi að horfa á aðra þætti, svona eftir aðstæðum hverju sinni.“ Ferðu í golfferðir, þá hvert og hver er reynslan? „Já og ég hef aldrei farið í misheppnaða golfferð. Hef farið í golf til Englands, Skotlands, Írlands, Þýskalands, Spánar og svo Florida. Persónulega finnst mér skemmtilegast að spila í Bretlandi.“

23


Hlíðin

G O L F K L Ú B B U R S K A G A FJ A R Ð A R | 5 0 Á R A

ÁRNÝ LILJA ÁRNADÓTTIR skrifar

Golf og heilsa Golf er íþrótt sem fólk af báðum kynjum, á öllum aldri og breiðu getustigi, stundar á jafnréttisgrundvelli úti í náttúrunni. Íþróttin hefur þannig freistað fjölda fólks, enda hefur kylfingum, skráðum í golfklúbb, fjölgað mikið á undanförnum árum en í júlí 2019 voru 17846 einstaklingar skráðir í klúbb innan Golfsambands Íslands en um 60 milljón manna leika golf á heimsvísu. Aldursdreifing kylfinga er ólík flestum öðrum íþróttum því 58% skráðra íslenskra kylfinga er eldri en 50 ára. 1

Jákvæð áhrif golfs á heilsu eru fjölbreytt. Þegar niðurstöður lýðheilsurannsókna eru skoðaðar lifa kylfingar lengur, hafa betri almenna heilsu og njóta jákvæðra áhrifa á andlega heilsu. Þessi tengsl eru líklega til komin vegna hinnar jákvæðu samsetningar af göngu, vöðvavirkni og félagslegra samskipta (auk annarra þátta).2 Rannsóknir sem meta orkuþörf við golfiðkun, flokka golf sem íþrótt af meðalákefð með orkuþörf upp á 264-450 kcal/klst. Það kostar meiri orku að ganga hringinn en nota golfbíl, og eldri einstaklingar, þyngri einstaklingar og karlmenn nota meiri orku en td. konur eða yngri einstaklingar. Kylfingar sem ganga 18 holur taka 11.24516.667 skref sem samsvarar því að ganga 6-12 km. 3

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) mælir með reglulegri hreyfingu af meðalálagi í 150 mínútur á viku fyrir jákvæð heilsuáhrif. Kylfingur sem leikur 2-3 hringi á viku gerir gott betur, en markmiði WHO er einnig ríflega mætt þó leiknir séu 9 holu hringir 2-3x í viku. Kyrrseta er áhættuþáttur fyrir aukinni dánartíðni og rannsóknir sýna að golfiðkun getur lækkað dánartíðni og aukið lífslíkur. Stór sænsk rannsókn bar saman 300818 kylfinga saman við almenning og fann 40% lækkaða dánartíðni. Rannsakendur álykta að það samsvari 5 ára lengri lífslíkum, óháð kyni, aldri eða félagslegri stöðu.4 Með því að ástunda hreyfingu svo sem golf, hefur það jákvæð áhrif á blóðrásarkerfi, öndunfæri og almenna heilsu og minnkar líkurnar á því að þróa með sér sjúkdóma svo sem hjartasjúkdóma, sykursýki og krabbamein marktækt. Rannsóknir sýna að golf hefur jákvæð áhrif á áhættuþætti fyrir sjúkdóma s.s. blóðfitur, blóðsykur, kólesteról og líkamssamsetningu. Einnig batnar jafnvægi, færni og styrkur hjá eldri kylfingum, sem leiðir til bættra lífgæða. Sálræn áhrif geta verið m.a. bætt sjálfsálit, bætt sjálfstraust og minnkaður kvíði. Golf gefur einnig gott tækifæri til að þróa samskiptafærni, tilfinningastjórn og félagstengsl,5 þar sem íþróttin felur í sér langa samveru,

GOLFKLÚBBUR SKAGAFJARÐAR

Stjórn, nefndir og starfsmenn 2020 STJÓRN

Formaður:

Kristján Bjarni Halldórsson Varaformaður: Halldór Halldórsson Ritari: Dagbjört Rós Hermundsdóttir Gjaldkeri: Kristján Eggert Jónasson Aðrir í stjórn: Guðmundur Ágúst Guðmundsson Andri Þór Árnason Helga Jónína Guðmundsdóttir 24

VARAMENN Í STJÓRN: Hjalti Árnason Róbert Óttarsson Guðmundur Ragnarsson MÓTANEFND: Andri Þór Árnason, formaður Hjalti Árnason Kristbjörg Kemp Pétur Björnsson Ragnheiður Matthíasdóttir

VALLAR- OG SKIPULAGSNEFND: Guðmundur Ágúst Guðmundsson, formaður Rafn Ingi Rafnsson Magnús Helgason Þórður Karl Gunnarsson Guðmundur Þór Árnason, vallarstjóri BARNA- OG UNGLINGANEFND: Helga Jónína Guðmundsdóttir, formaður Magnús Barðdal Reynisson


Hlíðin

G O L F K L Ú B B U R S K A G A FJ A R Ð A R | 5 0 Á R A

nýjar rannsóknir til þess að upphitun fyrir golfhring geti bætt metrum við högglengd,6 með áherslu á axlir, bol, mjaðmir og læri. Burtséð frá niðurstöðum rannsókna sameinar golfiðkun kynslóðir, þar sem jafnvel afar og ömmur geta leikið með barnabörnunum, allir fengið sína hreyfingu og útiveru með tilheyrandi spjalli og skemmtun og þar með ræktað bæði líkama og sál. Heimildir:

Hraustur hópur kylfinga í GSS.

samskipti og oft einbeitingaráskorun. Útivistin sem fylgir golfinu hefur einnig jákvæð áhrif í formi fersks lofts og upptöku D-vítamíns þegar veður er gott. Eins og í öðrum íþróttum er hætta á meiðslum og þá helst í baki, úlnliðum og öxl. Meiðsli eru í meðallagi algeng, miðað við aðrar í íþróttir og verða sjaldan vegna skyndilegs áverka. Til að minnka líkur á meiðslum er mikilvægt að liðka áður en leikur hefst, svo sem með léttum æfingasveiflum og hreyfiteygjum. Reyndar benda

Margrét Helga Hallsdóttir Róbert Óttarsson Sylvía Dögg Gunnarsdóttir Sigríður Garðarsdóttir KYNNINGAR- OG NÝLIÐANEFND: Dagbjört Hermundsdóttir, formaður Herdís Sæmundardóttir Hafdís Skarphéðinsdóttir Erna Baldursdóttir Guðrún Björg Guðmundsdóttir FORGJAFARNEFND: Rafn Ingi Rafnsson, formaður Halldór Halldórsson AGANEFND: Halldór Halldórsson, formaður Reynir Barðdal

1. Ársskýrsla GSÍ 2019. Golfsamband Íslands; 2019 [sótt 2020]; Sótt af: http://arsskyrsla2019.golf.is/ talnaefni/ 2. Golf and Health Project. [sótt 2020]; Sótt af: https://www. golfandhealth.org/benefits/ 3. Murray AD, Daines L, Archibald D, et al. (2017) The relationships between golf and health: a scoping review. : Br J Sports Med 51:12–19 4. Farahmand B, Broman G, de Faire U, et al. Golf: a game of life and death–reduced mortality in Swedish golf players. Scand J Med Sci Sports 2009;19:419–24. 5. Murray AD, Archibald D, Murray IR, et al. (2018) 2018 International Consensus Statement on Golf and Health to guide action by people, policymakers and the golf industry. Br J Sports Med 52:1426–1436 6. Jack E. T. Wells, Ben L. Langdown. (2020) Sports science for golf: A survey of high-skilled golfers’ “perceptions” and “practices”. Journal of Sports Sciences 38:8, pages 918-927.

Stefán Pedersen SKEMMTI-OG SJOPPUNEFND: Sigríður Svavarsdóttir, formaður Auður Haraldsdóttir Halldóra Andrésdóttir Cuyler Kristrún Snjólfsdóttir Unnur Ólöf Halldórsdóttir SKOÐUNARMENN REIKNINGA: Haraldur Friðriksson Sigmundur Guðmundsson VARA SKOÐUNARMENN REIKNINGA: Magnús Helgason Pétur Friðjónsson SVEITASTJÓRAR: Árný Lilja Árnadóttir Hjörtur Geirmundsson

LEIÐBEIN. Á NÝLIÐANÁMSKEIÐI: Árný Lilja Árnadóttir Atli Freyr Rafnsson ÞJÁLFARAR BARNA- OG UNGLINGA: Atli Freyr Rafnsson Gestur Sigurjónsson VALLARSTARFSMENN: Guðmundur Þór Árnason, vallarstjóri Gestur Sigurjónsson Hlynur Einarsson Atli Freyr Rafnsson Hákon Ingi Rafnsson Rósa Dís Stefánsdóttir (starfsmaður í sjoppu) Karen Lilja Owolabi (starfsmaður í sjoppu) 25


Hlíðin

G O L F K L Ú B B U R S K A G A FJ A R Ð A R | 5 0 Á R A

VIÐTAL VIÐ ARNAR GEIR HJARTARSON

Golf og háskólanám í Bandaríkjunum Arnar Geir Hjartarson er margfaldur meistari karla í GSS. Árið 2019 setti hann vallarmet þegar hann spilaði völlinn á 67 höggum eða 5 högggum undir pari. Arnar Geir hefur verið í háskólanámi í Bandaríkjunum undanfarin ár þar sem hann hefur verið á íþróttastyrk vegna golfsins.

og dagurinn endaði svo á heimanámi á kvöldin og stundum körfubolta. Golfliðið sem ég var partur af í byrjun var stórt eða 20-25 strákar sem börðust um fá sæti sem í boði voru í mótum. Það fækkaði svo í liðinu þegar leið á og vorum við orðnir 12 mitt síðasta ár. Baráttan um sæti í liðinu minnkaði samt ekki og hef ég þurft að berjast mikið fyrir mínu sæti, sérstaklega síðustu tvö árin. Þessi ár sem ég hef verið í Bandaríkjunum hef ég ferðast víða og búinn að heimsækja 18 ríki og spila gríðarlegt magn af hreint út sagt stórkostlegum golfvöllum. Borgirnar sem ég einnig keyrt í gegnum eða gist í eru margar“ segir Arnar Geir.

Hvernig kom það til að þú fórst til Bandaríkjanna? „Frá því ég var lítill hafði mig alltaf langað til að fara til Bandaríkjanna og spila golf fyrir háskóla. Ég var aldrei bestur á mínum aldri, hafði aldrei unnið neitt á landsvísu og það voru margir sem voru með miklu lægri Arnar Geir. forgjöf en ég og það voru bara þessir bestu sem komust út. En ég gafst ekki upp og árið 2016 skrifaði ég undir samning hjá skóla Hvert er eftirminnilegasta mótið? í Missouri í Bandaríkjunum. Eftir langt, mjög langt ferli „Þau eru mörg eftirminnileg golfmótin en það er eitt sem og eftir hundruði tölvupósta þá hafðist þetta hjá mér. stendur framar öðrum, úrslitamót deildarkeppninnar í Haustið 2016 hélt ég því út til Bandaríkjanna einn og vissi fyrra, 2019. Deildarkeppnin var spiluð á velli sem Jack Nicklaus hannaði og sá skemmtilegasti sem ég spilaði á lítið hvað ég var búinn að koma mér í.“ þessum tíma þarna. Liðið var samansett af 5 Evrópubúum og höfðum við verið saman í 3 ár flestir. Við áttum hreint Hvernig gekk að kynnast öðrum úti? „Mín fyrsta vika þarna úti verður vika sem ég mun líklega út sagt frábæra daga allir og endaði mótið með öruggum aldrei gleyma, hreint út sagt ótrúleg í alla staði. Það sigri hjá okkur. Þetta var í fyrsta skiptið sem golflið skólans var dagskrá fyrir nýnema alla daga og öll kvöld fyrstu 5 verður deildarmeistari og virkilega gaman að vera partur af því. Þessi sigur tryggði okkur þátttökurétt í móti þar dagana mína. Minn fyrsta dag hitti ég stráka, einnig frá Evrópu, sem sem allir deildarmeistarar Bandaríkjanna mætast og í ég hef nánast verið með síðan þá og það er mikill spenn- þetta skiptið var mótið haldið í Phoenix. Algjör draumur að fá tækifæri til að spila þar með 30 bestu liðum ingur hjá okkur að heimsækja heimalönd hvers annars.“ landsins í NAIA deildinni. Við fengum ekki að reyna að endurtaka þetta aftur en vortímabilið var slegið af vegna Hvernig var nám og golf? „Venjulegur dagur hjá mér hófst á morgunmat áður Kórónavírusins.“ en ég fór í skólann, svo var ég í skólanum til hádegis og „Þetta ævintýri fékk svo heldur snöggan og óvæntan stundum til 14 á daginn, þá tók við golfæfing til kvöldmats endi vegna Covid19. Ég kláraði önnina því á netinu og 26


Hlíðin

G O L F K L Ú B B U R S K A G A FJ A R Ð A R | 5 0 Á R A

fékk enga almennilega útskrift. Eftir þessi fjögur ár er ég reynslunni ríkari, þetta hefur verið hreint út sagt ótrúlegur tími og á köflum hálf óraunverulegt. Ég vill hvetja alla sem hafa áhuga á að fara í háskólanám á íþróttastyrk, að láta vaða og reyna, því ef þú reynir ekki þá muntu sjá eftir því. Það er allt hægt ef þú leggur nógu hart að þér og jafnvel þínir stærstu draumar rætast. Ég vil loks þakka kærlega fyrir allan stuðninginn frá fjölskyldu,vinum, félögum í golfklúbbnum og bæjarbúum.“ Arnar fyrir miðju með liðsfélögum sínum við Missouri-skólann.

VIÐTAL VIÐ HJÖRT GEIRMUNDSSON

liðsstjóra karlasveitar GSS

„Skemmtilegt að heimsækja nýja velli“ Hvenær byrjaðir þú að spila golf? Hvers vegna byrjaðir þú í golfi? „Ég byrjaði í golfi fyrir alvöru 1986 á Hlíðarendavelli. Við vorum nokkrir félagarnir sem langaði til þess að prófa þetta og það var ekki aftur snúið. Það voru ekki margir á okkar aldri fyrir þennan tíma en vorum nokkrir sem komum inn þetta sumar. Mig minnir að Þorvaldur Ásgeirsson hafi einmitt komið þetta sumar og verið að leiðbeina kylfingum.“ Hve oft hefur þú tekið þátt í Íslandsmóti golfklúbba sem keppandi sem keppandi eða liðsstjóri? „Ég hef bara einu sinni spilað á Íslandsmóti golfklúbba, ætli það hafi ekki verið á Húsavík 1989. Þá var spilaður höggleikur og við urðum í 2.sæti og unnum okkur upp í 2.deild. Ég hef verið liðsstjóri fyrir karlasveitina í þrjú

skipti en farið sem stuðningsmaður og kylfusveinn í töluvert fleiri skipti. Svo hef ég ekki tölu á hvað ég hef oft verið liðsstjóri í Íslandsmótum unglinga, bæði hjá strákum og stelpum.“ Hvert er hlutverk liðsstjóra? „Fyrir það fyrsta þá þarf liðsstjórinn að útvega gistingu fyrir mannskapinn þegar fyrir liggur hvar keppnin er haldin. Einnig almennt utanumhald um hópinn fyrir og í keppni. Síðan þarf að velja hóp sem kemur til greina og í framhaldinu af því tilkynna um skilyrði fyrir því að vera valinn. Í 3.deild, þar sem karlasveitin er núna má fara með 6 leikmenn en aðeins 4 spila í einu. Aðalstarf liðsstjóri í keppni er síðan að velja þessa 4 leikmenn sem spila í hverri umferð og er það erfiðasti hlutinn við að vera liðsstjóri því eðlilega eru allir klárir að spila þegar í keppnina er 27


Hlíðin

G O L F K L Ú B B U R S K A G A FJ A R Ð A R | 5 0 Á R A

Karlasveit GSS í verðlaunaafhendingu 2019. Sveitina skipuðu Brynjar Örn, Elvar Ingi, Ingvi Þór, Arnar Geir, Hákon Ingi og Jóhann Örn. Liðsstjóri var Hjörtur Geirmundsson.

komið. Liðsstjóri má ráðleggja leikmönnum í keppni en ég læt það nú yfirleitt eiga sig þar sem strákarnir vita þetta yfirleitt mun betur en ég.“ Einhver eftirminnileg mót eða uppákomur? „Allar þessar keppnir eru eftirminnilegar á sinn hátt og það er mjög skemmtilegt að heimsækja nýja velli því það eru virkilega margar faldar perlur víða um landið. Við höfum t.d. spilað á Vatnsleysisströnd, Grundarfirði og Neskaupstað. Vellir sem við spilum alla jafna ekki á og eru mjög skemmtilegir holukeppnisvellir. En eftirminnilegasta keppnin er kannski sú sem ekki var spiluð. Minnir að það hafi verið 1990 eða 1991. Þá sendi klúbburinn tvær sveitir til leiks í 3. deild (A og B) sem átti að spilast á Eskifirði. Við vorum á tveimur bílum með kerru og samtals tíu leikmenn. Við lögðum af stað eldsnemma á fimmtudagsmorgni og fljótlega byrjaði að rigna. Rigningin jókst svo jafnt og þétt og þegar austur á land var komið var algjört skýfall. Völlurinn á Eskifirði var allur á floti og við stoppuðum þar aðeins í hálftíma og þá var keppnin blásin af og við keyrðum til baka. Við náðum sem sagt 900 km rúnti þennan dag og ekki var gripið í kylfu! Við fréttum svo daginn eftir að Eskifjarðará hafði flætt inn á golfvöllinn og þetta var mesta rigning á þessu svæði í 50 ár.“ 28

Sterkasta hlið þín sem golfara? „Ég myndi segja að sterkast hliðin hjá mér sé stutta spilið. Hef í gegnum tíðina verið alveg þokkalegur í því og að pútta.“ Veikasta hliðin? „Högglengdin hefur aldrei verið að þvælast mikið fyrir mér þannig að það er væntanlega veikleiki! Þess vegna hentar rosalega vel að spila Texas scramble með Elvari Inga og nota hans upphafshögg“. Að lokum „Ef ég mætti breyta einhverju varðandi golfið þá vildi ég hafa byrjað fyrr og þá einnig að fara til golfkennara fyrr. En það er aldrei of seint að byrja, en þá er líka mikilvægt að fá rétta leiðsögn í byrjun. Svo vil ég hvetja alla kylfinga í GSS að nýta sér okkar frábæru inniaðstöðu sem hefði nú aldeilis verið vel þegin þegar maður var að byrja og eins þegar við vorum hingað og þangað á veturna með unglinga-og barnastarfið á sinum tíma. Þetta er aldeilis ekki sjálfgefið fyrir okkur klúbbfélaga að hafa aðgang að þessari frábæru aðstöðu og við eigum að nýta okkur hana enn betur.“


Hlíðin

G O L F K L Ú B B U R S K A G A FJ A R Ð A R | 5 0 Á R A

VIÐTAL VIÐ KRISTJÁN JÓNASSON

Golfhermir Kristján Jónasson gjaldkeri GSS er einn af stofnendum áhugamannafélags um Golfhermi. Hann kann sögu aðdraganda stofnunar félagsins. „Félagar í GSS æfðu, að vetri til, við afar mismunandi aðstæður á árum áður. Sum árin fengum við inni önnur ekki og þá féllu æfingar niður. Einnig var klúbburinn í vandræðum með geymslu fyrir vélar að vetri til. GSS keypti húsnæðið að Borgarflöt 2 af Val Ingólfssyni árið 2012. Mjög fljótlega var farið að lagfæra aðstöðuna og kviknaði sú hugmynd að gott væri að hafa golfhermi í þessari aðstöðu. Inniaðstaða GSS samanstendur því af sláttubás, púttsvæði og golfhermi,“ segir Kristján. Eftir undirbúningsvinnu nokkurra aðila var ákveðið að stofna áhugamannafélag um eignarhald og rekstur golfhermis til afnota fyrir félagsmenn GSS. Stofnfundur félagsins var haldinn þann 6. nóvember 2012 og voru stofnaðilar 22, á fundinum var kosin stjórn en hana skipuðu Ásgeir B. Einarsson, Guðmundur Ragnarsson og Kristján Jónasson sem jafnframt var formaður. Stjórn félagsins hefur verið óbreytt frá upphafi. Ákveðið var að kaupa golfhermi af gerðinni DE3000 frá Optronics Ltd í Salt Lake City í Bandaríkjunum. Kaupverð hermisins var 25.000 USD. Við kaupverð hermisins bættist síðan flutningsgjöld, tollar og virðisaukaskattur auk kostnaðar við að breyta húsnæði félagsins. „Heildarkaupverð hermisins ásamt breytingum á húsnæði var tæplega 5,8 milljónir króna.“

Aukin notkun hermis á æfingum barna og unglinga

„Til að fjármagna þessi kaup félagsins var ákveðið að selja tíma í herminn í forsölu og náðist með því að greiða nokkurn hluta kaupverðsins. Einnig var tekið lán hjá Afl Sparisjóði að fjárhæð 3,6 millj. kr.,“ segir Kristján.

Golfhermirinn kom til landsins um miðjan desember 2012 og var unnið að uppsetningu hans um jól og áramót. Hermirinn var síðan tekinn í notkun og tímaskráning hófst þann 7. janúar 2013. Frá janúar til maí 2013 nýttu félagar í GSS golfherminn í 623 klukkustundir. Árið 2018–2019 var árleg notkun komin í rúmar 200 klukkustundir á ári, en tekið skal fram að æfingar barna- og unglinga eru ekki inn í framangreindum tölum. „Þetta eru eingöngu seldir tímar,“ segir Kristján, „æfingum barna og unglinga hefur fjölgað undanfarin ár og hefur æfingatímabil þeirra lengst talsvert.“

Hermirnn skuldlaus

Í maí 2018 var greidd síðasta greiðslan af láninu sem tekið var í upphafi vegna kaupa á herminum. Hermirinn er því í dag skuldlaus. Auk afnotagjalda af herminum hefur félagið notið velvildar nokkurra fyrirtækja sem hafa stutt dyggilega við starfsemi þess. Hvernig skyldi hermirinn hafa reynst? „Hermirinn hefur reynst ágætlega, en í dag rúmum sjö árum eftir kaupin er ljóst að þróunin í tækjum sem þessum hefur verið gífurleg og full þörf er á að GSS hugi að kaupum á nýjum hermi sem býður upp á betri og nákvæmari æfingar fyrir félagsmenn.“

Vaxandi vinsældir innigolfs

Innigolf nýtur vaxandi vinsælda. „Við sem hér búum þekkjum það af eigin raun að hér er ekki hægt að stunda golf úti við allt árið,“ segir Kristján. „Því er nauðsynlegt fyrir klúbb eins og GSS að hafa inniaðstöðu þar sem allir félagsmenn, jafnt börn sem fullorðnir, geta æft og haft gaman. Með slíkri aðstöðu mun árangur okkar félagsmanna aukast og ánægja þeirra sem stunda golf mun jafnframt aukast,“ segir Kristján að lokum.

29


Hlíðin

G O L F K L Ú B B U R S K A G A FJ A R Ð A R | 5 0 Á R A

VIÐTAL VIÐ ÁRNÝJU LILJU ÁRNADÓTTUR

liðsstjóra kvennasveitar GSS

Byrjaði 14 ára á Akureyri Árný Lilja er margfaldur meistari kvenna í GSS og hefur unnið til fjölda verðlauna í golfi. Árný hefur verið liðsstjóri kvennasveitar GSS sem hefur spilað í efstu deild kvenna undanfarin ár. Árný hefur staðið sig með prýði við kennslu á nýliðanámskeiðum GSS og ómetanlegt fyrir klúbbinn að fá að njóta krafta hennar.

unglingum frá GA, til Vestmannaeyja á Unglingameistaramót (heitir nú Íslandsmót unglinga í höggleik). Það var mjög gaman, mikil upplifun en líka mikil áskorun og sennilega þar sem keppnisbakterían tók sér bólfestu.”

Hefur tekið þátt í fjölda Íslandsmóta golfklúbba

Íslandsmót golfklúbba eru haldin Aðspurð um hvenær og hvers vegna árlega og þá etja lið klúbbanna kappi. hún byrjaði að spila golf svarar Árný: “Ég hef ekki tölu á fjölda Íslandsmóta “Ég byrjaði 14 ára. Báðir foreldrar mínir golfklúbba sem ég hef tekið þátt í, voru í golfi á þessum tíma, pabbi hafði sennilega oftar en 20 sinnum. Ætli verið í golfi frá barnsaldri og var að ég hafi ekki verið 17 eða 18 ára þegar kenna golf hjá Golfklúbbi Akureyrar. ég tók fyrst þátt og þá fyrir hönd Árný Lilja Við yngstu systkynin eltum þau upp Golfklúbbs Akureyrar. Síðan hafa ekki á golfvöll og þá var ekki aftur snúið. mörg sumur komið sem ég hef ekki Þrátt fyrir að stelpur væru fáar í íþróttinni og engin á verið með, fyrstu árin sem keppandi en undanfarin ár mínum aldri í klúbbnum, þá var eitthvað við íþróttina sem sem spilandi liðstjóri” svarar Árný þegar hún er spurð um heillaði. Pabbi var fljótur að henda mér út í djúpu laugina, þátttöku í Íslandsmótum. Árný hefur oft verið liðsstjóri en sumarið eftir að ég byrjaði dró hann mig, ásamt öðrum kvennasveitar GSS, en hlutverk liðsstjóra er margþætt.

SPJALLAÐ VIÐ KRISTJÁN ÓLA JÓNSSON (72)

„Aldrei of seint að byrja“ Hvenær byrjaðir þú í golfi? „Ég fór á byrjendanámskeið hjá Árnýju vorið 2018 og féll þá strax algjörlega fyrir íþróttinni. Hafði lengi langað til að prufa þetta sport en einhverra hluta vegna ekki haft mig af stað, vantaði kjarkinn, fannst ég kannski of gamall og passa ekki í hópinn, kominn á áttræðis aldur. Allt var þetta tóm þvæla, líka þetta með aldurinn. Hefði átt að byrja a.m.k. 65 árum fyrr, væri þá kannski búinn að ná einhverjum tökum á sveiflunni.“ Var eitthvað sem kom þér á óvart þegar þú byrjaðir að spila golf? „Það er nánast ekkert kynslóðabil í golfíþróttinni og því upplögð fjölskylduíþrótt þar sem allir geta farið saman á 30

völlinn. Aldrei of seint að byrja að spila golf. Hægt að spila golf fram á grafarbakkann, sem er bara í næsta nágrenni við Hlíðarendavöllinn, svo framarlega að hann sé vel sleginn.“ Spilar þú oft og krefst golfiðkun mikils tíma? „Já, nokkuð oft en samt ekki nógu oft, aldrei nógu oft. Allt tekur tíma, sama hvað það er, en tel að tímanum sé vel varið við að spila golf. Er að vísu heldri borgari og nýt þar af leiðandi nokkurra forréttinda, hvað tímann varðar.“ Hvað færð þú út úr því að spila golf? „Þetta er bara allt svo gaman. Ég held að það sé fyrst og fremst félagsskapurinn svo og útiveran og hreyfingin svo eitthvað sé nefnt. Golfíþróttin


Hlíðin

G O L F K L Ú B B U R S K A G A FJ A R Ð A R | 5 0 Á R A

„Liðstjóri er í forsvari fyrir sitt lið. Hann heldur utan um liðið, sér um að gæta hagsmuna sinna keppenda og kemur fram fyrir þeirra hönd gagnvart mótstjórn. Hann mætir á liðstjórafund þar sem reglur eru kynntar og kynnir í framhaldinu fyrir liðinu. Hann er ábyrgur fyrir að skila niðurstöðum leikja og greiðslu þátttökugjalda,“ segir Árný um hlutverk liðsstjórans.

„Hvað erum við að æfa núna?“

Árný er spurð um eftirminnileg mót eða uppákomur. „Mótin eru mörg og ýmsar uppákomur koma upp í hugann,” svarar hún, „en mér er minnisstætt þegar við kepptum eitt árið á Garðavelli á Akranesi. Þegar við mættum til að spila æfingahring var úrhellisrigning og rok. Við fórum samviskulega af stað en á 12. eða 13. braut heyri ég kallað undan einni regnhlífinni: „Árný hvað erum við að æfa núna!!?“ Við vorum allar gegnblautar, héldum varla á kylfunum og það er í eina skiptið sem við höfum ekki klárað æfingahring. Svo upphófst mikil leit að stað til að þurrka kylfur og sett því ekki var pláss til þess á okkar gististað. Ein úr liðinu átti ættingja sem miskunnaði sig yfir okkur, bílskúrinn var fylltur af blautum golfsettum og regnfötum. Þetta reddast nú alltaf einhvern veginn.“

Kvennasveit GSS 2019: Hildur Heba, Telma Ösp, Anna Karen, Sólborg Björg, Dagbjört Rós, Elín Sigríður og Árný Lilja spilandi liðsstjóri.

best að vera á vellinum til að koma sér í góð færi við holuna. Hvað varðar veikar hliðar þá hefur mig nú alltaf langað til að verða högglengri og nákvæmari í löngu höggunum.“

Golf er þroskandi áskorun

Sterkar og veikar hliðar

Aðspurð um sterkar og veikar hliðar hennar í golf svarar Árný: „Stutta spilið er mín sterka hlið. Það er mjög skemmtilegt að æfa stutta spilið og sparar mörg högg. Svo er leikskipulag mikilvægt, að gera sér grein fyrir hvar er

„Golf er fyrir fólk á öllum aldri,“ svarar Árný þegar hún er spurð um golf og aldur. „Golf er góð hreyfing og útivera, en íþróttin er líka áskorun fyrir einbeitingu og keppnisskap. Í golfi er hver og einn að keppa við sjálfan sig og völlinn fyrst og fremst, auk þess sem byrjendur og lengra komnir geta keppt sín á milli því forgjöfin jafnar leikinn. Golfi fylgir líka góð samvera og ég hef eignast marga vini og kunningja í kringum íþróttina sem er ómetanlegt,” segir Árný að lokum.

gefur, heldri manni eins og mér, tækifæri til að setja sér markmið og hafa eitthvað til að keppa að og reyna að bæta sig frá degi til dags, bæði andlega og líkamlega, aðallega þó andlega. Reyna að ná þokkalegum tökum á íþróttinni þegar maður er kominn á áttunda áratuginn í aldri, verða betri þegar maður er kominn á þann níunda, og vinna a.m.k. nokkur mót í lok þess tíunda.“ Hverjir eru helstu kostir þess að vera í GSS? „Það skiptir bara öllu máli fyrir mig að vera í GSS. Kostirnir eru ótvíræðir,

aðgangur að hinum frábæra Hlíðarendavelli og allri hinni frábæru aðstöðu klúbbsins. Í stjórn klúbbsins er nú mjög öflug og áhugasöm forysta, þar er valin maður í hverju rúmi, og félagarnir frábærir og taka vel á móti nýjum meðlimum. Mikið að gerast í klúbbnum á þessu stóra afmælisári, undir stjórn frábærra og áhugasamra félagsmanna. Öflugt barna og unglingastarf og dugmikið foreldrateymi í kringum það starf, sem ber að lofa og lofar góðu fyrir framtíðina. Viðburðarík starfsemi allt árið um kring, bæði á hinum frábæra Hlíðarendavelli svo og í inniaðstöðunni. Til hamingju með afmælið og takk fyrir mig GSS og innilegar hamingjuóskir inn í framtíðina.“ Uppáhaldsbrautin á Hlíðarenda? „Níunda brautin er í svolitlu uppáhaldi. Þó verða sumar brautir tímabundið í uppáhaldi, yfirleitt mjög stutt, ef manni hefur lánast að spila þær vel á einhverjum tímapunkti, sem er ekki mjög oft.“ 31


Hlíðin

G O L F K L Ú B B U R S K A G A FJ A R Ð A R | 5 0 Á R A

VIÐTAL VIÐ GUÐMUND ÞÓR ÁRNASON

vallarstjóra Hlíðarendavallar

Golfið hefur gefið mér óteljandi gleðistundir Guðmundur Þór Árnason hefur verið vallarstjóri Hlíðarendavallar frá árinu 2001 og staðið sig með miklum sóma. Kylfingar GSS eiga honum mikið að þakka.

Yfir vetrartímann er tíminn nýttur í viðhald og lagfæringar á tækjum þar sem mikilvægt er að sem minnst bili yfir háannatímann.“

Vonar að völlurinn verði

Guðmundur, eða Muggur eins og áskorun fyrir alla flestir kalla hann, er fæddur á því Aðspurður um helstu verkefni herrans ári 1955. Hvað skyldi hafa framundan segir Muggur það vera orðið til þess að Muggur byrjaði í að auka dren á brautum og laga ræsi golfi? „Ég prófaði golf fyrir alvöru sem liggur undir fjórðu brautinni. haustið 1997 aðallega til að hafa Um framtíð vallarins óskar Muggur eitthvað fyrir stafni. Hef verið þess að klúbbnum takist að halda algjörlega forfallinn síðan. Keypti í vellinum í góðri hirðingu og að það minnsta glæsilegt Pinseekerhann verði aðgengilegur öllum sett strax um haustið. Golfið golfurum. „Mín ósk er að völlurinn hefur síðan þá gefið mér óteljandi verði skemmtileg áskorun bæði gleðistundir í góðum félagsskap fyrir byrjendur og þá sem lengra eru bæði hér á Hlíðarenda og annars komnir í íþróttinni,“ segir hann. staðar. Það hefur þó vissulega gerst Muggur vallarstjóri. að ég hafi hætt allri golfiðkun þegar Fimmta brautin gæti náð heim er komið en alltaf vaknað toppsætinu í sumar að morgni viss um að nú sé rétta sveiflan fundin,“ segir Muggur gjörþekkir völlinn og því forvitnilegt að fá að vita Muggur og glottir. hver uppáhalds brautin er. „Önnur brautin kemur fyrst uppí hugann. Þar er áskorun á alla kanta í upphafshöggi. Ef boltinn fer af einhverjum óskiljanlegum ástæðum ekki Fjölbreytt starf vallarstjóra Aðspurður um starf vallarstjóra segir Muggur: „Hér á beint getur golfspilarinn lent í miklum vandræðum. Sama Hlíðarenda er starf vallarstjóra nokkuð fjölbreytt. Fyrst á við ef boltinn fer of langt, þá lendir hann í tjörn sem ber að nefna ábyrgð á umhirðu vallar yfir sumarið og sker brautina. Hafi upphafshöggið einhverra hluta ekki mannahaldi þar. Við umhirðu vallar er að mörgu að hyggja, náð tilætlaðri lengd getur annað höggið reynst varasamt svo sem götun, söndun og sáning á flötum. Snyrta þarf og innkoman á flöt erfið. Ef upphafshöggið er hins vegar sandglompur, teiga og stíga. Auk þessa bætist við sláttur af réttri lengd og stefnu er höggið inná flöt þægilegt og á vallarsvæðinu sem vallarstjóri skipuleggur með tilliti til góður möguleiki á parinu,“ svarar Muggur. annarra verkefna sem klúbburinn tekur að sér. Stærstu „Síðastliðið haust voru gerðar breytingar á fimmtu verkefnin eru sláttur á opnum svæðum hjá sveitarfélaginu brautinni og er næsta víst að hún gæti orðið nýja og íþróttasvæðinu. Auk þessa sér vallarstjóri um allmennt uppáhaldsholan mín. Útsýni á teig er frábært þar sem viðhald og viðgerðir á vélakosti klúbbsins. Eftir því sem sést yfir alla brautina, völlinn og út fjörðinn fagra,“ segir tími og fjárráð leyfa sinnir vallarstjóri nýframkvæmdum Muggur og verður spennandi að sjá hvernig fimmta og viðhaldi á vellinum í samráði við stjórn og vallarnefnd. brautin kemur út eftir breytingar. 32


Hlíðin

G O L F K L Ú B B U R S K A G A FJ A R Ð A R | 5 0 Á R A

GOLFKLÚBBUR SKAGAFJARÐAR

Heiðursfélagar GSS Friðrik Friðriksson læknir var fyrsti heiðurfélagi Golfklúbbs Sauðárkróks, GSS. Hann var formaður klúbbsins árin 1977-83 en á þeim árum var völlurinn fluttur að Hlíðarenda að tilstuðlan nokkurra eldhuga úr Rótarý og golfklúbbnum. Friðrik hafði brennandi áhuga á golfi og byrjaði að spila snemma á vorin niður á Borgarsandi þegar ekki var fært uppi á velli. Hann æfði sig óspart heima, svo mikið að stofuloftið varð fyrir barðinu á golfkylfunum svo gera þurfti við það. Þeir sem spiluðu golf með Friðriki lýsa honum sem liprum félaga sem gott var að spila með. Friðrik fór ótroðnar slóðir og var á undan sinni samtíð hvað golfkylfur varðar. Hann var ekki alltaf sáttur við sveifluna en í stað þess að breyta sveiflunni þá breytti hann kylfunum. Hann sneri upp á þær til að fá þær kylfur sem hentuðu honum. „Það er enginn eins byggður, sjáðu bara hendurnar á mér, þær eru allt öðru vísi en þínar“ sagði Friðrik við golffélaga sinn. Friðrik fór einnig á vélaverkstæðið og lét snitta í þyngingar til að breyta kylfunni. Hann fór svo heim og prófaði og kom aftur til að láta breyta þar til hann var sáttur. Svona breytingar eru innbyggðar í kylfur í dag, með málmstykkjum sem færa má til. Sagan segir að Friðrik hafi eitt sinn mætt á verkstæði með kylfu sem var með tréhaus en úr málmi að hluta. Verkstæðismaðurinn treysti sér ekki til að snitta í kylfuna og eiga það á hættu lenda í málmi og eyðileggja kylfuna. Friðrik fór heim en mætti sigri hrósandi daginn eftir með röntgenmynd af kylfuhausnum og fékk þá breytingar sem hann óskaði. Friðrik ráðlagði mörgum að stunda golf sér til heilsubótar enda er golf gott fyrir heilsuna. GSS á Friðriki mikið að þakka. Hann var öflugur formaður. Hann var óspar á gjafir til golfklúbbsins og tíma í vinnu. Steinar Skarphéðinsson var gerður að heiðursfélaga GSS á 40 ára afmæli klúbbsins árið 2010. Steinar var

fremstur í hópi þeirra sem unnu gríðarlegt starf við uppbyggingu golfvallarins að Hlíðarenda. Vallarnefnd bar hitann og þungann af lagningu á nýjum golfvelli að Hlíðarenda og var Steinar þar í forsvari. Steinar var formaður GSS árin 1984 til 1990 og vann mikið afrek við uppbyggingu starfsins. Steinar hefur verið virkur í starfinu alla tíð, öflugur sem formaður, í nefndarstarfi og sem almennur félagsmaður. Stefán Pedersen var kjörinn heiðursfélagi GSS á aðalfundi í nóvember 2019. Stefán hefur verið drjúgur við ljósmyndun í þágu klúbbsins í gegnum tíðina auk þess að sýna starfseminni lifandi áhuga og vera nánast hluti af vellinum. Í viðurkenningarskjali segir: „Með virðingarvotti þakkar Golfklúbbur Skagafjarðar þér fyrir auðsýndan áhuga á starfi klúbbsins, ljósmyndun í þágu hans og önnur störf.“ Stefán er ekki óvanur heiðursviðurkenningu en hann var kjörinn heiðursfélagi Umf. Tindastóls árið 2007. Þá hlaut hann samfélagsverðlaun Skagafjarðar árið 2016 fyrir afar góð störf í þágu samfélagsins til áratuga. Stefán hefur verið drjúgur við að heimsækja völlinn undanfarin ár og fylgjast með kylfingum. Þær heimsóknir hafa verið allmargar á hverjum degi sumars. Stefán hefur fylgst vel með á mótum og oft eini áhorfandinn. Margir kannast við að hafa hitt hann við sjötta eða níunda teig og spjallað um árangurinn í mótinu áður en lengra var haldið. Stefán var fyrsti klúbbmeistari karla í GSS árið 1977. 33


Hlíðin

G O L F K L Ú B B U R S K A G A FJ A R Ð A R | 5 0 Á R A

GOLFKLÚBBUR SKAGAFJARÐAR 50 ÁRA

Formenn GSS frá stofnun klúbbsins eru 13 talsins. Blaðamaður afmælisritsins sló á þráðinn til nokkurra fyrrum formanna GSS auk núverandi formanns.

Spjallað við formenn GSS Eignuðumst æfingasvæði

„Minnisstæðast er að GSS eignaðist æfingasvæði í fyrsta sinn“ segir Einar Einarsson sem var formaður 1991–1992. „Siggi Magg átti landið og Ingólfur Sveins að hluta. GSS keypti hey á Hofsósi og fór með til Sigga og liðkaði það fyrir kaupunum.“ Einar réði Árna Jónsson til starfa. Hann hafði starfað á Akureyri og hafði mikla reynslu. Árni var á lausu og Einar réði hann, en það reyndist mikið gæfuspor fyrir klúbbinn.

Guðmundur Guðmundsson, Reynir Barðdal, Árni Jónsson og Einar Einarsson.

Reynsla Árna dýrmæt fyrir GSS

Reynir Barðdal starfaði 1993–1994. Hann tók við af Einari sem hafði ráðið Árna til starfa á loka formannsári. Reynir segir Árna hafa haft mikla reynslu og yfirgripsmikla þekkingu á golfi sem hafi reynst dýrmæt fyrir GSS. „Árni var stýripinni klúbbsins á þessum árum. Árni kom á Krókinn á vorin og fór ekki til baka fyrr en á haustin. Hann tók sér aldrei frí og starfaði af líf og sál. Árni var afskaplega góður kennari en það skilaði sér í góðum árangri barna og unglinga. GSS sendi fjölda sveita á unglingamót og stóðu þær sig það vel að rætt var um GSS sem stórveldi í unglingastarfi. Þetta vakti það mikla athygli að fjölmiðlar tóku árangurinn til umfjöllunar“ segir Reynir og bætir því við að talsverðar samræður hafi verið við bæjaryfirvöld 34

um að byggja nýjan skála en því var slegið á frest og í staðinn var fjárfest í sláttuvélum fyrir brautir og flatir. Björn Steinn Sveinsson, formaður 1995-1997, tekur undir mikilvægi Árna fyrir klúbbinn og segir sér minnisstæðast þegar GSS varð fyrsti golfklúbbur landsins sem fékk viðurkenningu frá GSÍ fyrir unglingastarf.

Nýjar flatir og Guðmundur ráðinn

Þröstur Friðfinnsson var formaður 1998-2001. Hann segir nokkur atriði standa upp úr frá þeim árum. „Fyrst er að telja breytingar á vellinum með byggingu nýrra flata á 5. og 8. braut og endurbyggingu 6. flatar og 7. að hluta. Var það gert árið 1999 eftir að völlurinn fór mjög illa af kali og þessar flatir sérstaklega. Ég tel að völlurinn hafi orðið betri og skemmtilegri eftir. Þá má nefna almennt átak í fegrun umhverfis, bæði vallarins og húsakosts, plöntun runna og fleira. Það var síðan mjög ánægjulegt þegar klúbburinn fékk umhverfisviðurkenningu Skagafjarðar nokkrum árum síðar,“ segir Þröstur. Þröstur segir að fram á þennan tíma hafi vallarstjóri verið ráðinn fyrir hvert sumar, og gekk oft í smá brösum að manna stöðuna. „Það var því mjög mikilvægt skref þegar við fengum Guðmund Árnason til starfa, held að flestir sjái hve það hefur verið heilladrjúgt fyrir starfsemi klúbbsins,“ segir Þröstur. Af mótahaldi segir Þröstur að Landsmót árið 2000 standi upp úr sem og risastór sveitakeppni unglinga 1998. Þá var sigur Guðmundar Ingva Einarssonar á Íslandsmóti 18 ára og yngri í Vestmannaeyjum magnaður. Þresti er minnisstætt allt það góða fólk sem hann kynntist og vann með á árum sínum sem formaður. Þröstur segir hæpið að fara í upptalningu, en nefnir þó sérstaklega Rafn Inga Rafnsson, Halldór Halldórsson og Sigurjón Gestsson, auk Muggs sem fyrr er getið.


Hlíðin

G O L F K L Ú B B U R S K A G A FJ A R Ð A R | 5 0 Á R A

Markviss uppbygging með fastráðningu vallarstjóra

Guðmundur Rúnar Vífilsson var formaður 2001-2002. Hann segir mesta gæfusporið hafa verið að fastráða vallarstjórann. Vallarstjórinn varð starfsmaður klúbbsins meira og minna allt árið. „Það byggðist upp þekking með því að hafa sama manninn í þessu starfi ár eftir ár. Vélarnar voru yfirfarnar um veturinn og allt viðhald varð mun betra. Að sama skapi varð uppbyggingin á vellinum líka markvissari. Menn færðust ekki mikið í fang í einu og réðust ekki í meira en þeir réðu við. Á þessum tíma áttuðum við okkur á hvaða tæki vantaði á golfvöllinn, við kynntum okkur vélakost annarra golfklúbba og þá varð okkur ljóst hvað okkur vantaði. Seinna komst ég í þá aðstöðu að starfa einnig að íþróttamálum fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð. Þá forum við sömu leið með íþróttavellina, sérstaklega íþróttavöllinn á Króknum,“ segir Rúnar. „Golfklúbburinn og sveitarfélagið keyptu inn tæki sem voru í eigu beggja. Sum voru aðallega notuð á Íþróttavellinum, en önnur voru notuð á báðum völlunum. Stundum fórum við með vélar í Varmahlíð, Hofsós og eitthvað heim að Hólum,“ bætir hann við.

Ásgeiri finnst mikilvægt að taka vel á móti nýliðum. „Það er mikilvægt að þeir upplifi að þeir séu velkomnir,“ segir hann og sannarlega hægt að taka undir þau orð.

Sjoppusumarið mikla

Margrét Stefánsdóttir var fyrsta konan sem starfaði sem formaður GSS. Hún segist hafa látið slag standa og stokkið út í djúpu laugina og starfað árin 2008 til 2009. „Hrunið kom á þessum árum og það voru erfiðir tímar. Þetta var góður skóli og gaman að kynnast þessu karlaríki sem GSS var, að ég tali nú ekki um GSÍ en ég fór held ég á tvö þing GSÍ,“ segir Margrét. Hún segist eiga margar dásamlegar minningar frá Hlíðarendavelli. „Meðal annars að hafa spilað í logni og blíðu á Jónsmessunótt og að hafa bókstaflega rignt niður á Meistaramóti. Þá er minnisstætt að hafa sett oní við Reyni Barðdal og fleiri góða félaga fyrir að spila 5 eða fleiri í holli og einhverjar aðrar yfirsjónir hjá þeim félögum. Það voru einhverjir sem skoruðu á mig, kannski var ég formaður þá að senda þeim bréf. Gott ef Reynir var ekki í aganefndinni.“

Komum miklu í verk

Ásgeir Björgvin Einarsson, formaður 2003-2007 er ánægður með hve mikið komst í verk. „Við byggðum hús á æfingasvæðinu. Við tókum eldhúsið í gegn og breyttum því. Á vellinum settum við brýrnar á áttundu braut og stíflu á annarri braut“ segir hann. Teiknaður var skáli með inniaðstöðu, vélageymslu og kylfugeymslu. Teikningar klárar en svo kom hrunið. Félagslífið var gott. Ásgeiri er sérstaklega minnisstæð árshátíð á Kaffi Krók þar sem fjöldi manns mætti. Einnig voru Jónsmessumót vel heppnuð. Þá var byrjað um klukkan átta um kvöldið og fólk var að fara heim um miðnætti. Mikill hugur í stjórninni á þessum árum, ráðinn var kokkur í skálann og boðið var upp á steikur og kylfingar fengu kjötsúpu að loknu móti. Hugmyndin var að fá fólk úr bænum til að mæta. Þetta var tilraun sem gerð var eitt sumar.

Margrét ásamt Gunnari Sandholt.

Margt fleira skemmtilegt kemur upp í huga Margrétar: „Að hafa verið sjoppurekandi ásamt Lóu í heilt sumar, „sjoppusumarið mikla“ hef ég stundum kallað það. Eða þegar Rotary menn komu og spiluðu og ég þekkti ekki broddborgara Sauðárkróks og spurði alla um nafn því allir opnuðu reikning í sjoppunni í upphafi móts. Margréti er minnisstætt að hafa tekið þátt í að stofna kvennamót GSS, safna styrkjum fyrir unglinganefnd og vera í unglinganefnd í mörg ár án þess að eiga barn eða ungling í klúbbnum. Þá minnist hún þess að einu sinni var hægt að halda gamlársdagsmót í fínu veðri. 35


Hlíðin

G O L F K L Ú B B U R S K A G A FJ A R Ð A R | 5 0 Á R A

Inniaðstaða standsett

Pétur Friðjónsson, formaður 2010–2014 segir það hafa verið forréttindi að hafa verið valinn af félögum til embættisins. „Margt stendur uppúr þegar litið er til baka til að mynda 40 ára afmæli GSS árið 2010 og af því tilefni var brautum vallarins gefið nafn. Búnaður var í sumum tilfellum orðinn gamall og úr sér genginn og lögð var áhersla á að endurnýja hann eins og fjármálin leyfðu. Markmiðið var að gera aðeins betur þannig að aðstaðan, völlurinn og umhverfið væri betra en árið á undan,“ segir Pétur. „Það sem stendur upp úr frá þessum tíma var klárlega standsetning inniaðstöðu þannig að hægt væri að stunda golfíþróttina allt árið og 2012 náðist sá áfangi þegar klúbburinn festi kaup á Borgarflöt 2. Samhliða þessu réðust félagar í að safna fyrir útborgun í golfhermi og var stofnaður félagsskapur í kringum þann búnað, Golfhermafélagið.“ Pétur segir margt sem hægt er að tiltaka en það sem situr eftir er félagsskapurinn, vinskapur sem hefur myndast og sú ósérhlífni félaga GSS þegar kemur að vinnu á vegum klúbbsins. „Megnið af þeirri vinnu sem unnin er gera félagar endurgjaldslaust með bros á vör til að hægt sé að halda úti glæsilegum golfvelli sem við getum öll verið stolt af. Ég óska félögum til hamingu með þennan merka áfanga, árin 50 og óska stjórn velfarnaðar í störfum sínum.“

Ánægður með fjölgun

Rafn Ingi Rafnsson, formaður 2015–2018 segir erfitt að nefnda eitthvað sérstakt sem stendur upp úr. „En það sem stendur eftir í minningunni er gott samstarf með fólkinu í GSS og því fólki sem starfar í golfhreyfingunni utan Skagafjarðar. Frá þessum tíma er ég persónulega ánægðastur með hvað félagsmönnum fjölgaði mikið á þessum árum,“ segir Rafn Ingi. „Mér hefur fundist GSS vera einn stærsti „litli“ klúbburinn á landinu. Árum saman hefur GSS verið að framkvæma allt það sem stóru

36

Kristján Bjarni og Rafn Ingi á góðum stað ásamt Friðjóni lækni og Magnúsi Helgasyni.

klúbbarnir gera. Fyrir utan þá staðreynd að við eigum frábæran golfvöll sem krefst mikillar vinnu við daglega umhirðu, þá höldum við úti skipulögðu barna- og unglingastarfi, eigum inniaðstöðu fyrir vetraræfingar, höldum fjölmörg golfmót, erum með starfsmann í golfskála yfir sumarið, erum með mjög virkt nýliðastarf og sendum árlega lið til keppni á Íslandsmót Golfklúbba. Til þess að framkvæma allt þetta vinna félagsmenn sjálfboðavinnu sem launaðir starfsmenn sinna oftar en ekki fyrir stærstu klúbbana. Til að halda áfram á þessari braut þarf félagið að treysta á góðan stuðning frá sveitarfélaginu. Það er lykilatriði til að tryggja bjarta framtíð golfs í Skagafirði.“

Hver fugl er mikilvægur

Kristján Bjarni Halldórsson, formaður frá 2019, segist finna fyrir miklum og auknum áhuga á golfi í Skagafirði. „Við erum með öfluga stjórn og nefndir,“ segir Kristján. Hann segir mikinn hug í félagsmönnum og að allir séu tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að efla klúbbinn. Hann vonast til að ferðakylfingum fjölgi í Skagafirði. Kristján er afar þakklátur fyrir stuðning styrktaraðila í Skagafirði. „Án þeirra væri starfið erfitt, það er meira en að segja það að reka stærsta íþróttasvæði í Skagafirði.“ Kristján er bjartsýnn á framtíðina. „Félagsmenn eru frábærir og það er að bætast við ungt og hresst fólk. Oddaflugið skilar okkur langt – og hver fugl er mikilvægur.“


Hlíðin

G O L F K L Ú B B U R S K A G A FJ A R Ð A R | 5 0 Á R A

VIÐTAL VIÐ SYLVÍU DÖGG GUNNARSDÓTTIR (37)

Aldrei gefast upp! Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvað varð til þess að þú byrjaðir? „Ég byrjaði í golfi þegar ég skellti mér á byrjendanámskeið vorið/sumarið 2016. Ástæðan fyrir því að ég byrjaði var vegna þess að strákarnir okkar, Alexander Franz og Bjartmar Dagur ákváðu að prófa að æfa þá um veturinn og við hjónin vildum vera með þeim í þessu og við sjáum sko ekki eftir því.“ Hvað finnst þér skemmtilegast við golf? „Skemmtilegast við golf er útiveran og samveran með fólkinu. Ég upplifi þetta sem góða aðferð við að slaka á og taka góðan en um leið krefjandi göngutúr, því þetta reynir Sylvía Dögg með hluta fjölskyldunnar. bæði á sál og líkama ;o) Það sem er líka svo gaman við þessa íþrótt er að maður er alltaf að bæta sig og þarf ekki að hugsa það það er stórhættulegt. Já, þannig var nú upphafið á þessu út frá einhverri liðsheild, hver og einn spilar golf á sínum öllu saman ... Aldrei gefast upp!!! Annars er svo margt annað sem hefur komið mér á óvart; félagsskapurinn, forsendum.“ hvatningin og allt hrósið sem maður fær þó ekki gangi Var eitthvað sem kom þér á óvart þegar þú byrjaðir að allt vel í upphafi. Jákvæðni og gleði fylgir bara flestum golfurum, það hefur alveg sýnt sig, allavega hjá okkur í spila golf? „Já, ætli ég hafi ekki komið sjálfri mér mest á óvart, bæði Golfklúbbi Skagafjarðar.“ hvað ég er mikil keppnismanneskja og einnig hvað ég hef bætt mig mikið frá því ég byrjaði. Ég man enn eftir því Spilar þú oft og krefst golfiðkun mikils tíma? þegar ég var á æfingasvæðinu rétt eftir að ég byrjaði á „Já, á sumrin spila ég mikið golf og er næstum hægt að námskeiðinu og á þessum tímapunkti fór ALLT úrskeið- segja að ég spili daglega golf yfir sumartímann þó það is, í sveiflunni, högginu og skapinu. Þarna var komið detti einn og einn dagur út. Maður reynir að taka þátt aðeins of mikið af vonlausum höggum svo ég bara henti í einhverjum mótum klúbbsins og eins annarsstaðar ef kylfunni frá mér ;o) Þjálfarinn minn var staddur þarna og maður kemst í það. Golfiðkun krefst mikils tíma og þess sá til mín, hann kom labbandi til mín, klappaði og hló og vegna er frábært þegar við erum öll fjölskyldan komin sagði: „Ég held að þú sért fyrsta fullorðna manneskjan í þetta. Nú eru börnin orðin 7, 11 og 14 ára, öll á fullu í sem hendir kylfu á námskeiði hjá mér!“ Ég vissi ekki golfi og þau búin að ná, ekki bara okkur foreldrunum út hvernig ég átti að taka þessu, varð bara skömmustuleg í þetta heldur einnig ömmu og afa. Við mælum klárlega og hugsaði að kannski væri þetta nú bara alls ekki fyrir með þessari íþrótt, hún er án ef mannbætandi. Þessum mig. En þjálfarinn sagði að þetta væru nú bara augljós tíma er vel varið þegar fjölskyldan getur farið saman út merki um að ég vildi geta gert betur og þá væri ég á á völl, spjallað, keppt, þrætt, notið veðursins, hlegið og góðri leið – mæli samt ekki með því að henda kylfum, stundum grátið þegar ekki gengur nógu vel.“ 37


Hlíðin

G O L F K L Ú B B U R S K A G A FJ A R Ð A R | 5 0 Á R A

ÁVARP SVEITARSTJÓRA

Golfklúbbur Skagafjarðar 50 ára Þann 6. nóvember nk. eru liðin 50 ár síðan Golfklúbbur Sauðárkróks var formlega stofnaður en margt hefur síðan drifið á daga klúbbsins sem heitir í dag Golfklúbbur Skagafjarðar til marks um vöxt, viðgang og starfsemi klúbbsins. Það var framsýnt fólk sem stofnaði til hins formlega félags og svo sannarlega lögðu margir gjörva hönd á plóg þegar hinn glæsilegi Hlíðarendavöllur á Sauðárkróki var byggður í upphafi 9. áratugar síðustu aldar. Mér fróðari menn um þessa göfugu íþrótt hafa sagt að völlurinn sé einn glæsilegasti 9 holu völlur landsins og svo sannarlega dreg ég þau orð ekki í efa því völlurinn ber þess vitni að útsjónarsemi, vandvirkni og alúð hafa verið höfð að leiðarljósi við gerð og hönnun þessa snyrtilega vallar. Vallarsvæðið dregur fyrir vikið að sér mikinn fjölda fólks árið um kring, heimamenn og innlenda sem erlenda golfara, en einnig almennt útivistarfólk sem nýtur þess að ganga eða skokka í fögru nágrenni vallarins og gönguskíðafólk sem nýtur svæðisins og hollrar hreyfingar að vetri til. Forsvarsmenn félagsins hafa enda lagt sig fram um að hvetja til íþróttatengdrar afþreyingar og ferðaþjónustu og hreyfingar fólks á öllum aldri. Nýjasta framtakið í þeim efnum er net vinaklúbba um land allt sem félagið hefur eignast en í því felst að félagsmenn vinaklúbba fá afslátt á Hlíðarendavelli og félagar í Golfklúbbi Skagafjarðar fá afslátt á völlum vinaklúbbanna á móti. Uppbyggingunni hefur verið haldið áfram af elju og 38

dugnaði víðar en á Hlíðarendavelli sjálfum því árið 2013 fjárfesti klúbburinn í golfhermi sem staðsettur er í húsnæði félagsins niðri í bæ. Sveitarfélagið Skagafjörður og Golfklúbbur Skagafjarðar hafa átt í góðu og nánu samstarfi um langa hríð. Golfklúbburinn hefur þannig um margra ára skeið séð um slátt á íþróttasvæðinu á Sauðárkróki og opnum svæðum bæjarins í verktöku en sveitarfélagið hefur einnig stutt við starfsemi félagsins með ríkulegri áherslu á hið öfluga barnaog unglingastarf þess. Þá hefur Golfklúbbur Skagafjarðar lagt metnað í að vera virkur þátttakandi í að stuðla að því að Skagafjörður sé heilsueflandi samfélag sem heldur vel utan um íbúa sína jafnt sem góða gesti sem sækja okkur heim. Það er hverju samfélagi ómetanlegt að búa að jafn öflugu félagsstarfi og starfrækt er hjá Golfklúbbi Skagafjarðar. Slíkt er ekki sjálfsagt eða sjálfgefið. Þetta hefur tekist fyrir tilstuðlan ómælds sjálfboðaliðastarfs mikils fjölda fólks um fimm áratuga skeið. Fyrir þetta vil ég þakka öllu því góða fólki sem komið hefur að uppbyggingunni og félagsstarfinu. Að lokum árna ég Golfklúbbi Skagafjarðar, félagsmönnum þess og stjórn allra heilla og óska ykkur velfarnaðar í starfinu framundan. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar


Hlíðin

G O L F K L Ú B B U R S K A G A FJ A R Ð A R | 5 0 Á R A

VIÐ óskum

GSS

til hamingju með 50 ára afmælið

140 ára

ÁRKRÓKI 12.-15. JÚLÍ 2018

Est. 1880

dsmótið

LFBOÐALIÐI UMFÍ

Fornverk 39


GOLFKLÚBBUR SKAGAFJARÐAR | 50 ÁRA ÚTGEFANDI: GOLFKLÚBBUR SKAGAFJARÐAR ©2020 UMSJÓN: KRISTJÁN BJARNI HALLDÓRSSON | UPPSETNING & PRENTUN: NÝPRENT ehf.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.