JólaFeykir 2015

Page 1

2 01 5

2015 Jólablaðið 26. nóvember 2015

45. tölublað

35. árgangur

1


2

2 01 5

FYRIRMYNDAR FRUMKVÖÐLAR

Séra Halla Rut Stefánsdóttir sóknarprestur í Hofsós- og Hólaprestakalli

Aðventan er tími vonar

Aðventan er í nánd, undirbúningur jólanna hefst á aðventunni. Töfrar hennar eru ótrúlegir, ljósin eru oft einkenni þess að aðventan er gengin í garð, enda meiri ljós á þeim tíma heldur en nokkrum öðrum, sem er nú svo sannarlega notalegt í skammdeginu. Ljósin gleðja alla, unga sem aldna. Í okkar samfélagi eru hefðir miklar í kringum jólaundirbúninginn og við dugleg að halda þeim við, sem er bara jákvætt. Aðventa, jólafasta er tími hefðanna þar sem við fyllumst fortíðarþrá. Það að vera fastheldinn á hefðir getur bara verið fallegt. Hlutirnir verða oft að vera eins og mamma og pabbi höfðu það, gamla skrautið á sínum stað, jólatréð skreytt á vissum tíma. En svo er nú líka notalegt að búa bara til sínar hefðir sjálfur. Þó svo að okkur finnist sumt alveg nauðsynlegt að gera þá þurfum við samt að passa upp á að njóta tímans og reyna að slaka á. Aðventan er tími vonar, eftirvæntinga hjá mörgum, tími sem er svo notalegur. Við ættum að gefa okkur góðan tíma í að kíkja í heimsókn til vina og vandamanna, það er alltaf svo gaman að fá óvænta heimsókn. Eins að dunda heima, hlusta á jólakveðjur í útvarpinu og jafnvel klára að skrifa síðustu kortin, sem við ætlum svo fara með í hús svona á síðustu stundu. En aðventan er ekki góður tími hjá öllum, við þurfum að vera vakandi fyrir líðan annarra, vera hvort öðru styrkur ef á þarf að halda. Vera vakandi þá sem og alltaf. Aðventa er tími vonar. Þegar kemur að aðventunni þá er eins og vonin fari í nýjan búning. Guð ákvað að birtast okkur sem barn. Börn gefa okkur einmitt vonina, með fæðingu hvers barns fæðist ný von. Um allt land munu kirkjuklukkurnar hringja inn jólin. Þá er gott að sitja í kirkjunni og hlusta á jólaguðspjallið, heyra kórinn syngja og taka undir þegar sungnir eru sálmar eins og „Heims um ból“, „Í dag glatt í döprum hjörtum“ og allir hinir jólasálmarnir sem kalla fram minningar og færa okkur frið í hjarta.

Feykir.is : Fyrirmyndarfrumkvöðlar 28. nóvember Á NORÐURLANDI VESTRA

Lokaþátturinn í beinni útsendingu Lokaþáttur Fyrirmyndarfrumkvöðla verður í beinni útsendingu á FeykirTV laugardaginn 28. nóvember og hefst útsendingin kl. 12:00. Sent verður út frá stúdíói SkottaFilm á Sauðárkróki og þangað mæta fulltrúar allra fyrirtækjanna sex sem fjallað hefur verið um í þessari þáttaröð.

Fyrirmyndar frumkvöðlar Á NORÐURLANDI VESTRA

inu Skagafirði, Unnur Valborg Hilmarsdóttir stjórnendamarkþjálfi og Þórður Erlingsson eigandi og framkvæmdastjóri InExchange í Svíþjóð. Rætt verður um

Einnig koma fram í þættinum Laufey Kristín Skúladóttir verkefnastjóri hjá sveitarfélag-

Fyrirmyndar FRUMKVÖÐLAR

Jólin koma...

verkefni þátttakendanna og frumkvöðlastarf vítt og breitt. Fyrirmyndarfrumkvöðlar er samstarfsverkefni Feykis og Skottu kvikmyndafjelags. Þáttagerðin er í höndum Árna Gunnarssonar kvikmyndagerðarmanns, Berglindar Þorsteinsdóttur, ritstjóra Feykis og Kristínar Einarsdóttur, blaðamanns hjá Feyki. Þáttarstjórnendur eru Berglind og Kristín en um upptökur og eftirvinnslu sér Árni Gunnarsson. /KSE

Á NORÐURLANDI VESTRA

Friðfinna L. Símonardóttir

Gísli Gunnarsson

Gunnsteinn Björnsson

Sólveig Olga Sigurðardóttir

Ásgerður Ósk Tryggvadóttir

Sigríður Gunnarsdóttir

Reykjaskóla í Hrútafirði Jólin koma hjá mér þegar ég set aðventuljósið í eldhúsgluggann, það minnir mig á ömmu Lillu og afa Gest.

Sauðárkróki Jólin koma á Þorláksmessu, þá er soðin skata og öll fjölskyldan kemur og borðar saman. Síðar um daginn er svo jólahangikjötið soðið sem fyllir húsið jólailmi. Þá er jólatréð skreytt og svo líkur deginum þar sem öll fjölskyldan kemur saman og borðar smákökur og drekkur kakó. Sauðárkróki

Jólin mega koma þegar ég er búin að setja gamla jólaskóinn minn út í glugga í byrjun aðventunnar. Sami skórinn síðustu 20 árin.

glaumbæ í Skagafirði Þegar maturinn er kominn á borðið og jólin eru hringd inn fyrir útvarpsmessuna á aðfangadag.

Sauðárkróki Ég kemst í jólaskap þegar jólabaksturinn byrjar, ilminn leggur um húsið og jólalögin hljóma með. Jólin sjálf koma svo þegar kirkjuklukkurnar óma í útvarpinu og sálmarnir í kjölfarið.

Sauðárkróki

Jólin koma þegar kirkjuklukkurnar hringja klukkan sex á aðfangadag. Kvöldið verður heilagt og heyra má vængjaþyt englanna.

2015

Megi Guð gefa ykkur góða aðventu og gleðileg jól. Sr. Halla Rut Stefánsdóttir

ÚTGEFANDI

Nýprent ehf. Sauðárkróki Sími 455 7176, feykir@feykir.is RITSTJÓRI & ÁBM.

Berglind Þorsteinsdóttir berglind@feykir.is BLAÐAMAÐUR

Kristin Sigurrós Einarsdóttir kristin@feykir.is LAUSAPENNAR

Óli Arnar Brynjarsson Sigríður Garðarsdóttir

FORSÍÐUMYND

Gunnhildur Gísladóttir AUGLÝSINGASÖFNUN

Sigríður Garðarsdóttir UMBROT & PRENTUN

Nýprent ehf.

Jólablaðið er prentað í 3600 eintökum og er dreift frítt í öll hús í Skagafirði og í Húnavatnssýslum.

Sérfræðikomur í desember

10. og 11. des. Orri Ingþórsson, kvensjúkdómalæknir

14. og 15. des. Sigurður Albertsson, alm. skurðlæknir 22. des. Haraldur Hauksson, alm./æðaskurðlæknir Tímapantanir í síma 455 4022


2 01 5

Dagar handan við dægrin eru minningamyndir Sölva Sveinssonar frá Sauðárkróki

NÝPRENT ehf / 112015

Í fyrsta kaflanum, Landsteinar bernskunnar, segir Sölvi: „Þetta voru þau ár sem Staðaröxl var hæsta fjall í heimi, árin sem brunnklukkan var mesta óargadýrið í náttúrunni, þannig að við kögursveinar lögðum langa lykkju á leið okkar til þess að forðast lygnur og pytti; hét reyndar brúnklukka í máli okkar. Þeir sem gleyptu brunnklukku áttu ógnarkvalir í vændum, þúsundfalt harðari en hjá tannlækninum áður en dauðinn kæmi frelsandi eins og Daníel Glad hvítasunnutrúboði með Barnablaðið.“ Á Sauðárkróki fæst bókin í afgreiðslu Sögufélagsins í Safnahúsinu og í Skagfirðingabúð. Hægt er að panta bókina frá Sögufélaginu í síma 453 6261 eða 453 6640 eða með því að senda póst á netfangið saga@skagafjordur.is

3


4

2 01 5 Páll Þórðarson á Blönduósi var 15 ára þegar hann greindist með krabbamein í beinvef

„Sýndi ótrúlegan karakter allan tímann“ Í byrjun síðasta árs greindist Páll Þórðarson, sem þá var nemandi í 10. bekk í Blönduskóla á Blönduósi, með krabbamein í beinvef sem einnig hafði dreift sér í lungu. Palli, eins og hann er oftast kallaður, er sonur Ásdísar Arinbjarnardóttur og Þórðar Pálssonar. Hann á tvær systur, Hrafnhildi Unu 18 ára og Kristínu Helgu 8 ára. Fljótlega var sett af stað söfnun fyrir fjölskylduna, sem samstarfsfólk Ásdísar og Þórðar við Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi stóð fyrir, en þau þurftu að dvelja langdvölum í Reykjavík vegna meðferðar sem Palli gekkst undir. Tókst meðferðin vel og hann er nú á góðum batavegi. Feykir spjallaði við fjölskylduna skömmu fyrir aðventuna og fékk að heyra af ferlinu frá því að Palli greindist og líðan hans í dag. VIÐTAL

Kristín Sigurrós Einarsdóttir

Fyrstu einkennin sem Palli fann fyrir voru að hann var orðinn haltur og með verki í mjöðm. Farið var með hann til heimilislæknis í byrjun desember 2013. „Tekin var röntgenmynd sem ekki sýndi neitt. Niðurstaðan var að Palli væri með mislanga fætur og talað um að hann þyrfti að fá innlegg,“ rifja foreldrarnir upp.

Palli á góðri stundu sumarið 2015. MYNDIR: ÚR EINKASAFNI

Í framhaldinu var gerð beiðni til bæklunarlæknis sem Palli hitti svo 17. janúar 2014. Aftur var tekin röntgenmynd sem sýndi ekkert frekar en sú fyrri, en læknirinn vildi senda hann í segulómun sem allra fyrst. Hann hringdi því á Akureyri og fékk tíma 20. janúar. „Í segulómuninni sést síðan þessi fyrirferð á lærleggshálsinum. Í framhaldinu fórum við til Reykjavíkur og hittum Ólaf Gísla krabbameinslækni, sem staðfesti þennan hræðilega grun um að um krabbamein væri að ræða,“ segja Ásdís og Þórður. Krabbameinið sem Palli greindist með kallast osteosarcoma og er krabbamein í beinvef. Síðar kom í ljós að það hafði dreift sér og var einnig komið í lungu. Aðspurð um hver hefðu

Palli t.v. ásamt vini sínum Arnari Frey Ómarssyni.

verið þeirra fyrstu viðbrögð segja þau Ásdís og Þórður: „Sjokk og dofi, maður trúði ekki að þetta væri að gerast. Palli sýndi ótrúlegan karakter og greip strax setninguna sem læknirinn sagði - „Það er hægt að meðhöndla þetta“ - og þannig var hann alla meðferðina. Sýni var tekið úr æxlinu til greiningar, sem tók viku. Líklega var þessi bið erfiðasti tíminn í ferlinu.“ Þegar búið var að staðfesta hvaða tegund krabbameins væri um að ræða hófst meðferð eftir alþjóðlegum leiðbeiningum. Ljóst var að þetta væri margra mánaða ferli, að lágmarki 30 vikur, lyfjameðferðir og skurðaðgerðir. „Það var ákveðinn léttir þegar meðferðin byrjaði. Þá var verið að gera eitthvað í málunum,“ segir Ásdís. Fjölskyldan fékk íbúð í

Reykjavík hjá Styrktarfélagi krabbameinsveikra barna. „Þar gátum við verið eins og við þurftum. Við vorum síðan meira og minna fyrir sunnan þennan tíma, þó við kæmumst norður af og til milli meðferða. Stelpurnar voru fyrir norðan; Hrafnhildur Una í MA en Kristín Helga flutti til afa og ömmu í Sauðanesi og hélt áfram í Blönduskóla,“ bæta þau við. „Það var voða lítið eftir af daglegu lífi þennan tíma. Við vorum lítið eða ekkert í vinnu og mættum góðum skilningi vinnuveitenda. Palli reyndi eftir mætti að nýta sér kennslu á Barnaspítala Hringsins og með frábærri aðstoð kláraði hann 10. bekk með láði þrátt fyrir veikindi. Til stóð að meta hann til einkunna en það tók hann ekki í mál. Prófin vildi hann taka þó að á þeim tíma væri hann rúmfastur og algjörlega þróttlaus. Hann stóð sig frábærlega allan tímann. Markmiðið var alltaf skýrt í kollinum á honum, að láta sér batna,“ segja foreldrarnir. „Honum var náttúrulega kippt út úr félagslífinu en var duglegur að spjalla við vini á Facebook og Skype. Krakkarnir voru líka duglegir að hafa samband ef þau voru í bænum og heimsækja hann ef hann var heima.“ Eins og nærri má geta var þetta ferli líka mikið álag á systurnar Hrafnhildi Unu og Kristínu Helgu. Í upphafi voru þær boðaðar í viðtal með foreldrunum og hittu teymi sem sá um mál fjölskyldunnar. „Málin voru rædd opinskátt og ýmsum spurningum svarað. Talið var rétt að þær héldu áfram í sínu umhverfi en þær komu náttúrulega oft suður,“ útskýra Ásdís og Þórður.

Fór í helgarfrí eftir krabbameinsmeðferðina og skellti sér svo í MA Palli þurfti að fara í tvær stórar skurðaðgerðir, eina á brjóstholi til að fjarlægja meinvörpin úr lungunum, og aðra þar sem æxlið í lærleggnum var fjarlægt og settur gerviliður í mjöðmina. Auk þess fór hann í fleiri smærri

F.v.: Palli, Hrafnhildur Una, Ásdís og neðst Kristín Helga og Þórður.

aðgerðir og 18 lyfjameðferðir. Meðferð lauk í lok september 2014 og að loknu helgarfríi skellti Palli sér beint í MA, þar sem hann er á öðru ári í framhaldsskóla í dag. Ásdís er hjúkrunarfræðingur við Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi en Þórður er nautgriparæktarráðunautur hjá RML og sjúkraflutningamaður. Aðspurð segja þau að það hafi bæði haft kosti og galla í þessu ferli að vera heilbrigðisstarfsmenn. „Stundum er gott að vita hlutina og stundum ekki. Líklega hefur það samt oftar hjálpað. Við gátum til dæmis oftar verið heima, því við treystum okkur til að gera ýmsa hluti sem aðrir foreldrar hefðu kannski ekki gert.“ Eins og lesendur Feykis eflaust muna fór af stað söfnun fyrir Palla og fjölskyldu hans, undir slagorðinu „Áfram Palli nagli!“ Það var samstarfsfólk Ásdísar og Þórðar við Heilbrigðisstofnunina sem átti frumkvæðið að henni. „Það er ómetanlegt að finna allan þennan stuðning og þurfa ekki að hafa peningaáhyggjur ofaná allt annað, því mikill kostnaður fylgir svona ferli. Við fundum fyrir góðum stuðningi alls staðar og ekki síst frá starfsfólki Barnaspítala Hringsins. Símtöl frá vinum og komment á fésinu björguðu líka oft deginum. Við viljum koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem studdu okkur á einn eða annan hátt.“ „Nú er rúmt ár frá því Palli lauk meðferð og hann fer í eftirlit á þriggja mánaða fresti, sem alltaf hefur komið vel út. Hann er enn í endurhæfingu og hefur ekki náð fullum þrótti en það kemur í rólegheitum. Hann er í öðrum bekk í MA og gengur það ágætlega. Svona lífsreynsla hefur auðvitað áhrif, hlutirnir eru ekki sjálfgefnir og mikilvægt að lifa í núinu. Við vitum aldrei hvað verður á morgun,“ sögðu þau Ásdís og Þórður, foreldrar Palla, að lokum.

Styrktarhópur Palla nagla í Reykjavikurmaraþoni 2014.


2 01 5 Tón-lystin : Sölvi Sveinsson

Dreymdi um að vera Elvis Skólamanninn Sölva Sveinsson kannast eflaust flestir við en hann er cand. mag. í sagnfræði og Óli Arnar Brynjarsson hefur lengst af starfað við kennslu og skólastjórnun, ásamt ritstörfum. Hann er fæddur árið 1950, alinn upp á Króknum, aðallega í fjörunni að eigin sögn. Sölvi tekur þátt í jólabókaflóðinu að þessu sinni en Sögufélag Skagfirðinga gefur út hina stórskemmtilegu bók hans, Dagar handan við dægrin, hvar hann varpar til lesenda minningarmyndum í skuggsjá tímans. Feykir náði í kappann í Köben fyrir tilstilli nútímatækni og fékk hann til að svara nokkrum vel völdum spurningum tengdum lyst hans á tónlist, bæði hinni hefðbundnu og ekki síður jólatónlist. Sölvi er hræddur um að eina hljóðfærið sem hann hefur tileinkað sér sé röddin og helsta afrekið á tónlistarsviðinu sé að hafa sungið í Barnakirkjukórnum hjá Eyþóri Stefánssyni um 1960. UMSJÓN

Jólatilboð í Græjubúð Tengils!

CANON IXUS 275 HS

CANON POWERSHOT SX410 IS

Einföld, skemmtileg og skapandi fjölskyldumyndavél sem er afar notendavæn. Með öflugri 40x aðdráttarlinsu en í nettu húsi fangar SX410 IS magnaðar ljósmyndir og HD vídeó.

CANON PIXMA MG6850 Magnaður prentari.

VERÐ KR.

44.900

Glæsileg myndavél með 12x optískum aðdrætti og 25mm gleiðlinsu.

VERÐ KR. 29.900

PAPPÍR OG BLEK

VERÐ KR.

23.900

Hannaður til að prenta út hraðar og það er engin málamiðlun þegar kemur að gæðum eða prentun úr tækjum og skýþjónustum. Prentun, skönnun og ljósritun.

Uppáhalds tónlistartímabil? 1963-73. Þú vaknar í rólegheitum á jóladagsHvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun morgni, hvað viltu helst heyra? Þá nýt þessa dagana? Elvis og allir hinir sem ég þagnarinnar. gerðu garðinn frægan um '65. Þú átt þess kost að fara hvert sem er Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu í heiminum og skella þér á tónleika. heimili? Bara það sem var spilað í Hvert færirðu, á hvaða tónleika og hvern gömlu gufunni, nema pabbi hélt alltaf tækirðu með þér? Ég tæki konuna konsert á sunnudagsmorgnum meðan með mér til himnaríkis að hlusta á hann rakaði sig. Pavarotti. Hver var fyrsta platan/diskurinn/ Hvaða tónlistarmaður hefur þig dreymt kasettan/niðurhalið sem þú keyptir um að vera? Elvis þegar ég var yngri. þér? Ætli fyrsta platan hafi ekki verið Hver var fyrsta platan sem þú óskaðir þér Sgt. Peppers Lonely eða hvað hún nú í jólagjöf? Ég tengi Óskalög sjúklinga hét. Vínill. Ég var orðinn 24 ára þegar við æskuárin, þau voru eftir hádegi á ég eignaðist græjur. laugardögum. Söngur villiandarinnar Hvaða græjur varstu þá með? Einfaldan hljómar nokkuð sterklega. nálaspilara með tveimur vesælum Hvaða plötu þykir þér vænst um eða hátölurum. hvaða plata hefur skipt þig mestu máli? Besta lagið til að hlusta á í bílnum / Best of Hollies af því ég á sérstakar á göngu? Síðustu vikur var það Fred minningar um hana síðan ég var í Åkerström að syngja Bellman. Menntaskólanum á Akureyri. Þá fórum Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér við í Sjallann á föstudagskvöldum og daginn? Hvaða lag sem er með Gylfa fengum okkur kannski aðeins í aðra Ægissyni. tána áður en við fórum og þá var Hvenær má byrja að þessi plata spiluð. Svo spila jólalögin? Alls um tíuleytið fórum Toppurinn VINSÆLUSTU LÖGIN ekki fyrr en eftir 1. des., við allir drengirnir úr helst ekki fyrr en svona sparibuxunum og sá Áfram veginn STEFÁN ÍSLANDI viku fyrir jól. lífsreyndasti pressaði Uppáhalds jólalagið? buxurnar. Þarna sátum Good Luck Charm ELVIS PRESLEY Ég sá mömmu kyssa við allir berleggjaðir á Yesterday jólasvein af léttara meðan og hlustuðum á BÍTLARNIR taginu, en Nóttin var Hollies. Ætti ég hörpu sú ágæt ein af sálmaHvenær eru jólin komin? STEFÁN ÍSLANDI greininni. Þegar ilmurinn af Tunglskinssónatan ÝMSIR Hvernig eru jólalögin rjúpnasósunni blandast 1812 best? Þau eru best við klukknahljóðið úr eftir TSJÆKOFSKÝ þegar maður sýslar við Dómkirkjunni kl. 6. ýmsar hljómsveitir, en þetta jólaundirbúning, t.d. verk þarf að spila á fullu gasi. við baksturinn.

Taktu IXUS með þér hvert sem er.

Flott úrval af pappír og bleki í Canon prentara. Ekki verða uppiskroppa við jólakortagerðina.

CANON PIXMA iP7250

Afkastamikill 5 hylkja ljósmyndaprentari með Wi-Fi. Hágæða og hraðvirk prentun sem jafnast á við framköllunarþjónustuna. Þessi er frábær í jólakortagerðina!

VERÐ KR. 16.698

CANON POWERSHOT D30

Fullkomin í alla útivist. Allt að 25m dýpi. Tilvalin myndavél fyrir alla útivist með HS myndflögu sem skilar framúrskarandi ljósmyndum og með GPS til að staðsetja ævinVERÐ KR. týrin. Njóttu þess að kafa á allt að 25m dýpi með hinni áreiðanlegu PowerShot D30.

54.900

CANON POWERSHOT S200

HS kerfi Canon og björt f/2 linsa skila framúrskarandi ljósmyndum við öll birtuskilyrði. PowerShot S200 kemur flottum eiginleikum í vasa ljósmyndarans sem vill taka hágæða ljósmyndir og deila þeim á ferðinni.

VERÐ KR.

54.900

GGoPro OP RO vélar og

aukahlutir í miklu úrvali!

G R Æ J U B Ú Ð I N

Þ Í N

HESTEYRI 2 SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 455 9200 afgreidsla@tengillehf.is

5


óls

6

2 01 5 Erla Gígja Þorvaldsdóttir gefur út geisladisk

„Börnin vildu endilega setja þetta á einn disk“

Hin 76 ára Erla Gígja Þorvaldsdóttir á Sauðárkróki hefur árum saman dundað við Kristín Sigurrós Einarsdóttir lagasmíðar sér til ánægju. Á dögunum kom út hennar fyrsti geisladiskur. Lögin fjórtán á disknum eru öll eftir hana, flutt af hinum ýmsu tónlistarmönnum, við texta eftir höfunda sem flestir eru skagfirskir. Diskurinn ber heitið Nafnið þitt, en titillagið var fyrsta lagið sem Erla Gígja samdi og er það að finna í tveimur mismunandi útsetningum á disknum. VIÐTAL

Erla Gígja segir að hún hafi upphaflega ætlað að semja lög sjálfri sér til ánægju. „Það eru ansi mörg ár síðan fyrsta lagið kom en svo hafa þau bara verið að koma svona smátt og smátt. Þetta átti nú bara að fara í skúffuna en það þótti ekki nógu gott. Börnin vildu endilega setja þetta á einn disk og gefa þetta út. Ég var nú ekkert

voðalega hrifin af því, ég er nú eiginlega bara að gera þetta mér til gamans,“ segir hún. Aðspurð segist Erla Gígja alin upp við mikla tónlist á heimilinu. Afi hennar, Þorvaldur Guðmundsson, kenndi söng á Sauðárkróki og faðir hennar, Þorvaldur Þorvaldsson, lék á trompet og orgel.

Nafnið þitt Textahöfundar eru meðal annarra Hilmir Jóhannesson, Hólmfríður Jónasdóttir, Þórdís Jónasdóttir og Þórdís Jónsdóttir. Tónlistarmaðurinn Vilhjálmur Guðjónsson hefur útsett flest laganna og haft yfirumsjón með verkefninu. Einnig eiga þeir Eiríkur Hilmisson, Þórir Úlfarsson, Stefán Örn Gunnlaugsson, Hrólfur Vagnsson og Yngvi Rafn Garðarsson, barnabarn Erlu Gígju, útsetningar á disknum. Flytjendur laganna eru Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson, Hreindís Ylva Garðarsdóttir, Ingibjörg Fríða Helgadóttir, María Ólafsdóttir, Páll Rósinkrans, Regína Ósk, Sandra Gunnarsdóttir, Svavar Knútur og Þórunn Arna Kristjánsdóttir. Diskurinn fæst í Skagfirðingabúð á Sauðárkróki

Erla Gígja semur öll sín lög á orgelið. MYND: KSE

Einnig lærði Erla Gígja á trompet og orgel. Í stofunni stendur gamall plötuspilari ásamt vínylplötum sem hún hlustar mikið á. Aðspurð um hvað sé í mestu uppáhaldi segist Erla Gígja vera alæta á tónlist. „Ég hlustaði mikið á klassík hérna áður fyrr og svo bara alla mögulega músík.“ „Ég er nú enginn snillingur á orgelið en ég sem öll lögin á það, svo hefur Vilhjálmur Guðjónsson útsett fyrir mig,“ segir Erla Gígja. Upptökur fóru fram á höfuðborgarsvæðinu og komu hinir ýmsir flytjendur að þeim, t.a.m. Hreindís Ylva Garðarsdóttir sem er barnabarn Erlu Gígju. Við útgáfuna naut hún styrkja frá Menningarsjóði KS og Menningarráði Norðurlands vestra. Hún segist afar

þakklát fyrir þann stuðning, sem og allt það góða fólk sem hún á að og hefur aðstoðað hana. Þrátt fyrir að þetta sé fyrsti diskur Erlu Gígju hafa lög eftir hana áður komið út á geisladiskum. Meðal annars hefur hún komið lögum áfram í dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks, dægurlagakeppni á Ísafirði og Húnavökulögum. Þá átti hún lagið Vornótt, sem komst í átta liða úrslit í undankeppni Eurovision árið 2009 og var það Hreindís Ylva sem söng lagið. Í Sæluviku árið 2009 var haldin tónlistarveisla til heiðurs Erlu Gígju, í tilefni af 70 ára afmæli hennar. Hún segir að skúffan sé ekki alveg tæmd en reiknar þó ekki með að standa í fleiri útgáfum.

Allt fyrir hestamanninn í jólapakkann ! Opið: mánudaga- föstudaga kl. 8-18 Laugardaga kl. 10-13 / S: 455 4610


2 01 5

7


8

2 01 5

Heiðursgestur er Diddú Allt ný lög á hljómdiskinum

VIÐ VITUM HVAÐ GLEÐILEG JÓL SKIPTA MIKLU MÁLI

ÚTGÁFUTÓNLEIKAR

Geirmundar Valtýssonar á hljómdiskinum

Skagfirðingar syngja

verða sunnudaginn 6. desember kl. 18 og 20:30 í Miðgarði, Varmahlíð Fram koma:

Álftagerðisbræður, ÁsgeirEiríksson Árni Geir Sigurbjörnsson, Anna Karen Hjartardóttir, Erna Rut, Bergrún Sóla Áskelsdóttir, Geirmundur Valtýsson, Hreindís Ylfa, Jóhann Björn Sigurbjörnsson, Ólöf Ólafsdóttir, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, Sigvaldi Helgi Gunnarsson, Sveinn Rúnar Gunnarsson, Róbert Gunnarsson, Róbert Óttarsson, Valdís Valbjörnsdóttir

Villi Guðjóns og hljómsveit

Ath! Aðgöngumiði í forsölu kr. 3500 - Við inngang kr. 3.900 10 ára og yngri fá ókeypis inn.

FORSALAN ER HAFIN í KS Varmahlið, hjá Önnu Siggu í Vefnaðarvörudeild Skagfirðingabúðar og á Bláfelli

HÁTÍÐ LJÓSS OG FRIÐAR VÍS óskar landsmönnum gleðilegra jóla og heillaríks komandi árs.


2 01 5

Safnarar, ekki örvænta... Sigga skoðar jólaskreytingar

Gaman að blanda saman gömlu og nýju Að koma sér í jólagírinn getur verið misauðvelt fyrir fólk, sumir þurfa aðeins að hugsa um jólin þá hlakkar í þeim. En heima hjá mér er skreytt 23. desember, þó svo jólaseríurnar fái auðvitað að fara upp í gluggana fyrir fyrsta í aðventu, þá fyrst kemst ég í jólaskap. Við skreytum líka mikið og þeir sem eru ekki vanir að sjá svona mikið skraut hugsa örugglega: „Guð minn góður“. UMFJÖLLUN

Sigríður Garðarsdóttir

Í fyrra hélt ég í fyrsta skipti upp á jólin heima hjá mér, það var erfitt skref en þar sem við erum komin með tvö börn þá var kominn tími til. Nú fyrst skil ég mömmu vel, stressið sem fylgir því að hafa allt fullkomið, en það getur verið erfitt með tvö lítil börn, maður verður að læra að slaka á og

Georg Jensen jólavörurnar finnst mér alveg ótrúlega fallegar, sérstaklega jólaóróarnir. Margir hafa safnað óróunum í mörg ár en þeir hafa verið framleiddir og seldir síðan árið 1984, aðeins í 31 ár. Suma eldri árgangana hefur verið erfitt að fá, en ekki örvænta, þeir ganga kaupum og sölum á Facebook síðu sem heitir Notaðar hönnunarvörur, ef þig vantar inn í safnið þitt eða til að fullkomna það.

njóta. Jólaskraut er eitthvað sem við geymum frá ári til árs en ég hef alltaf keypt eitthvað smá nýtt eða föndrað í gegnum árin, þannig að það er mikið til að moða úr. En það er til svo mikið af fallegu og flottu jólaskrauti að það er vel hægt að gleyma sér í gleðinni þegar verið er að velja.

„Perfect“ á jólatréð Omaggio æðið hefur staðið yfir í um eitt ár og ég ætlaði alls ekki að detta í þá gryfju að kaupa mér vasann. En Skagfirðingabúð og Blóma- og gjafabúðin á Sauðárkróki fengu smá úrval um daginn og stóðst ég ekki freistinguna. Omaggio eru að gefa út jólalínu og í henni eru ótrúlega fallegar jólakúlur sem eru alveg perfect á jólatréð.

Meiri sál í heimagerðum krans Aðventukrans verður að vera til á hverju einasta heimili. Mér þykir alltaf skemmtilegast að sjá fallegan heimagerðan aðventukrans, það er bara miklu meiri sál í þeim en hinum. En ef þig langar að fara út fyrir kassann þá sá ég einn á Ferm Living sem ætti að vera auðvelt að gera sjálfur. Ritfangaverslunin A4 er að selja svipaðar trékúlur sem kosta ekki mikið og væri gaman að prófa að búa til sinn eigin.

Borðhaldið toppurinn Hægt að finna ótrúlegustu hluti á Ebay Amma Baldvina og Steini afi í Birkihlíðinni á Sauðárkróki skreyttu alltaf öll loft með jólamúsastigum eða loftskrauti. Pabbi tók þessa hefð með sér og nú er ég byrjuð að skapa mínar eigin hefðir og ætla að halda þessu áfram fyrir mín börn. Mér þykir mjög gaman að blanda saman gömlu og nýju jólaskrauti en það hefur ekki verið auðvelt að finna gamaldags jólaskraut hér á landi, sérstaklega loftskraut. En á Ebay er hægt að finna ótrúlega hluti, þar á meðal þetta skraut, ásamt mörgu öðru skemmtilegu.

Borðhaldið á sjálfum aðfangadegi er toppurinn á þessu öllu saman, að mínu mati. Eftir að hafa lagt mikla vinnu og tíma í að elda jólamatinn þá er ótrúlega skemmtilegt að setja smá metnað í borðið sjálft og vera jafnvel með eitthvað litaþema. Þetta þarf ekki að vera mikið, enda þarf að vera pláss fyrir allan matinn. Fullt af skemmtilegu borð- og dýraskrauti sem setja punktinn yfir I-ið er t.d. að finna í verslunum Pier og Ilva sem halda einnig úti á netverslunum www.pier. is og www.ilva.is.

9


10

2 01 5 Sigurfinnur Jónsson hefur gengið til rjúpna síðan 1944

Á 1307 rjúpnaveiðiferðir að baki

Sigurfinnur Jónsson á Sauðárkróki er titlaður veiðimaður í símaskránni og líklega eru fáir sem bera þann titil með meiri sóma, enda hefur hann gengið til rjúpna á hverju ári síðan 1944. Allan tímann hefur hann haldið veiðidagbækur sem er einstakt á landsvísu, ef ekki heimsvísu. Hann lætur það ekki aftra sér þó hann hafi misst aðra höndina í vinnuslysi fyrir rúmum 40 árum og sé nú orðinn hálfníræður. Og að sjálfsögðu eru rjúpur í jólamatinn hjá Sigurfinni. VIÐTAL

Kristín Sigurrós Einarsdóttir

Sigurfinnur er fæddur og uppalinn á Daðastöðum á Reykjaströnd í Skagafirði. Í ævisögu hans, Háspenna lífshætta, sem sveitungi hans, Árni Gunnarsson, skrásetti og gefin var út árið 1999, kemur fram að ein af hans fyrstu endurminningum tengist skotveiði: „Ég sé mann ganga fyrir ofan túnið heima á Daðastöðum og sveigja í átt

niður á sjónum. Ég spyr pabba hvaða maður þetta sé og hann segir mér að þetta sé Magnús í Hólkoti. Ég sé að upp fyrir aðra öxlina stendur einhvers konar prik og spyr hvað þetta sé. Hann segir að þetta muni vera byssa og Magnús sé líkleg á leið suður í Drangsvík til að kíkja eftir einhverju til að skjóta.“ Þarna telur Sigurfinnur sig hafa verið um eða innan við

Sigurfinnur fór á rjúpnaveiðar í Axarfirði í október sl. ásamt Ellert Aðalsteinssyni, Elmari Erni Jónssyni og Stefáni Örlygssyni. MYNDIR: ÚR EINKASAFNI

Við gamla bæinn á Daðastöðum um 1940. Fremri röð frá vinstri: Friðvin, Halldór, Sigurfinnur og Páll. Aftari röð: Sigfríður Jóhannsdóttir, Jón Jónsson og hálfbróðir Sigfríðar, Bjarni Jónsson..

fimm ára aldur og það leið ekki á löngu þar til hann var farinn að handleika skotvopn sjálfur. Á fjórtánda ári fór hann í sína fyrstu ferð til rjúpna ásamt Páli bróður sínum og tíndi upp fyrir hann, gegn því að fá að skjóta einu skoti á dag. Árið eftir fór hann sjálfur til rjúpna. Síðan eru veiðiferðirnar orðnar 1307 á 70 árum, ef undan eru skilin þau tvö ár sem rjúpan var friðuð, og Sigurfinnur er enn að.

Ekkert gaman lengur

Fálkaungann greip Sigurfinnur með sér á uppleið úr sigi en skilaði honum svo aftur.

Veiðifélagarnir eru orðnir margir og minnist Sigurfinnur sérstaklega á Ellert Aðal-

steinsson, sem hefur farið margar ferðir með honum í gegnum tíðina. Á nýafstöðnu veiðitímabili fóru þeir austur á land ásamt góðum félögum, en það var í fyrsta sinn sem Sigurfinnur fór þangað til veiða. Hann segist oftast hafa farið í Tindastól: „Það er minn staður, ég þekki hann orðið út og inn, hverja einustu þúfu. Þetta er fallegt fjall, sérstaklega að austanverðu,“ segir Sigurfinnur. Hann hefur haldið dagbók yfir allar rjúpnaveiðiferðirnar og á þær allar, nema frá 1956-1960, en þær glötuðust. Alls hefur hann veitt hátt í 18 þúsund rjúpur, flestar á einu ári 1965 en

þá féllu 1000 í 35 ferðum. „Þá hætti ég að skjóta, þetta var ekki gaman lengur. En á tímabili, þegar ég var ekkert annað að gera, fór ég og var nærri mánuð í þessu. Það sem ég veiddi var allt selt suður í verslanir, en ég hafði bara ekkert gaman af þessu þegar þetta var orðið of mikið og of auðvelt, maður var kannski að taka 40 til 60 rjúpur á dag. Það var orðið erfitt þegar var kannski tveggja tíma gangur í bílinn.“ „Ég var alltaf að vinna líka og notaði sumarfríið mitt í þetta, hálfan mánuð og þegar ég meiddi mig var ég frá eitt haust,“ rifjar Sigurfinnur upp. Hann segist verða mjög var við að rjúpunni hafi fækkað. „Hún hefur minnkað svakalega mikið. Hún hefur aldrei náð sér upp, það voru alltaf sveiflur í henni áður, á tíu ára fresti kom hún alltaf upp. En núna er hún hætt að koma upp, hún er alltaf í lágmarki. Það er spurning hvað á að skjóta mikið af henni, mér finnst þetta alltof mikið orðið.“ Sigurfinnur segist lítið sem ekkert hafa legið á greni og tófur hafi hann aðeins skotið ef þær hafi orðið á vegi hans. Hins vegar geri hann nokkuð af því að skjóta svartbak. Aðspurður um hvort nóg sé af honum segir hann að það sé aldrei nóg af neinu. Sigurfinnur hefur líka farið til Póllands og skotið m.a. rauðref, rádýr og villisvín þar. Eins og nærri má geta er þessi mikli veiðimaður alinn upp við rjúpur í jólamatinn. „Þær voru matreiddar með gamla laginu, mér finnst það langbest. Þær voru heilsteiktar, ekki skornar úr bringurnar eins og þeir gera núna. Þær voru lagðar í mjólk held ég, en annars hefur konan mín alltaf gert þetta.“

Jólin í vinnunni : Herdís Sigurðardóttir, Brekkukoti í Blönduhlíð

Eldar fyrir gesti í Áskaffi á aðfangadagskvöld UMSJÓN

Kristín Sigurrós Einarsdóttir

Herdís Sigurðardóttir í Brekkukoti í Blönduhlíð er rekstrarstjóri Áskaffis í Glaumbæ. Herdís tók upp á þeirri nýjung um jólin í fyrra að hafa Áskaffi opið á aðfangadagskvöld og bjóða upp á hefðbundinn jólamatseðil, sem nokkrir heimamenn og ferðamenn

nýttu sér. Þetta var fyrsta aðfangadagskvöldið sem Herdís var bundin við vinnu og aðspurð segir hún að það hafi verið „aldeilis frábært.“ „Ég bauð upp á hátíðarmat eins og hjá ömmu og borðaði með gestum sem mættu í Áskaffi á aðfangadagskvöld. Sigríður systir mín var með mér í fyrra og verður á aðfangadagskvöld í Áskaffi, mér til aðstoðar. Hún

mun segja gestum frá jólahaldi liðinna tíma, hefðum og undirbúningi jóla hér áður fyrr. Sjálf hef ég oft verið ein á jólum og finnst það notalegt. Eins hef ég verið í foreldrahúsum og hjá systkinum á jólum og notið þess. Fyrir mér er alltaf ómissandi jólahefð að fara á jólatónleika Skagfirska kammerkórsins. Ein eftirminnilegustu jólin mín voru fyrir u.þ.b. 30 árum þegar

fór ég til Ástralíu ásamt Gígju systir minni og Siggu frænku minni. Við lögðum af stað á annan dag jóla. Það var mikill tilhlökkun að komast í sólina og hitann í Ástralíu. Þar var hásumar, maurar og allskonar skordýr útum allt sem ég hafði aldrei áður séð, ansi langt frá því að vera 10° frost og kafsnjór eins og daginn sem við komum aftur heim. En ég naut þess að vera í jólasólbaði, hitta frændsystkini mín sem bjuggu, og búa þar enn, og ferðast um Ástralíu sem er stórkostleg! Svo urðum við strandaglópar á heimleiðinni og ég veit ekki hvað og hvað, algjörlega ógleymanleg ferð. “


2 01 5

Öku- og bifhjólakennsla - Aukin ökuréttindi -

Kveikt á jólatrénu SUNNUDAGINN 6. DESEMBER

Vörubifreið - Hópbifreið Leigubifreið - Eftirvagn Akstursmat til endurnýjunar ökuskírteinis Öll vinnuvélaréttindi & 892 1790 Birgir og 892 1390 Svavar

að lokinni aðventumessu í Blönduóskirkju, um kl. 17:00 verða ljósin á jólatrénu tendruð. Tréð verður reist við Blönduóskirkju. Sungin verða jólalög og fregnir herma að jólasveinar verði komnir á stjá. -Bæjarstjóri

Jólagjöfina færðu hjá SKRAUTMEN Fallegar íslenskar vörur, skoðaðu úrvalið á www.skrautmen.com eða á næsta sölustað hjá Íslandspósti og Eftirlæti á Sauðárkróki. Vinnustofan einnig opin s: 453 6709

Ný bók!

Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út bókina

Hersetan á Ströndum og Norðurlandi vestra eftir Friðþór Eydal

RÉF B A F GJA Opnunartími yfir jólin í Þreksport

Aðfangadagur kl. 5:50 - 12:00 Jóladagur LOKAÐ Annar í jólum kl. 9 - 13 Gamlársdagur kl. 5:50 - 12:00 Nýársdagur LOKAÐ Hefðbundin opnun hina dagana. Margir tímar í boði yfir hátíðirnar

m iðskiptavinu Við óskullmumv Skagfirðingum okkar og göra jóla og farsældar gleðile á nýju ári

Í bókinni er greint frá liðsveitum, dvalarstöðum, varnarviðbúnaði og öðrum umsvifum breska og síðar bandaríska herliðsins ásamt samskiptum þeirra við heimamenn, loftárásum og öðrum athyglisverðum atburðum. Reykjaskóli var hersetinn í þrjú ár og allstór liðsafli tók sér bólfestu á Blönduósi. Ítarleg frásögn er af mannskæðu sjóslysi á Hrútafirði þar sem 18 hermenn fórust og fundust ekki og ljósi er varpað á missögn um heimsókn söng- og leikkonunnar Marlene Dietrich til Sauðárkróks. Einnig er fjallað um íbúðarbragga, búnað og farartæki herliðsins og hvernig þau komust í hendur Íslendinga að styrjöldinni lokinni. Fjöldi ljósmynda og korta eru í bókinni og hefur margt af því ekki birst áður. Höfundur bókarinnar, Friðþór Eydal, hefur rannsakað umsvif og starfsemi erlendra herja á Íslandi og ritað um það bækur og ritgerðir, ásamt greinum í dagblöð og tímarit.

Húnabúð Blönduósi

Við erum með flottu Smart shake brúsana í mörgum litum og fötin frá Under Armor :) Gjafabréfin eru á sínum stað! Gjafakort í ræktina, einkaþjálfun / hópþjálfun og ljósakort. Tilboð í ljós dagana 21. des. - 26. des. Stakur ljósatími á 1000.-

Aðalgata 20b Skr. sími 453 6363

Litla búðin með mikla úrvalið og frábæru þjónustuna! Við eigum 1 árs afmæli á Blönduósi þann 1. des. Í tilefni af því bjóðum við upp á kaffi og piparkökur að auki verður 10% afsl. af öllum leikföngum og barnafatnaði. Það verður afmælisopnun hjá okkur frá kl. 12:00 til kl. 20:00

Verið velkomin í Húnabúð!

Leikföng, gjafavara, jólavara, hönnun, handverk, barnafatnaður, tískufatnaður, handavinna

11


12

2 01 5

Upp á toppinn með

NÝPRENT ehf.

ostinn

MOZZARELLA

GOTTI

RIFOSTUR

Íslenski Mozzarella osturinn er framleiddur úr kúamjólk og hefur verið leitast við að ná hinum sönnu Ítölsku bragðgæðum. Mozzarella er ferskur ostur geymdur í saltlegi og er ýmist notaður eins og hann kemur fyrir eða í matargerð, t.d. á pizzur.

Gotti er mjög bragðmildur og mjúkur ostur en auðskeranlegur. Osturinn er góður fyrir börn og þykir þeim hann mesta lostæti. Þessi ostur hentar afar vel á grill og í heita rétti því hann bráðnar vel og fallega.

Ostablanda, sérstaklega ætluð fyrir pizzur. Milt bragð, góðir bræðslueiginleikar og teygjanleiki eins og fagmenn kjósa helst. Pizzaostur er blanda af Mozzarella og Maribó osti.

SVEITABITI Skagfirskur Sveitabiti er einstaklega mjúkur ostur og mun mýkri en sambærilegir fastir brauðostar sem eru á markaðnum í dag.

Mjólkursamlag KS

Skagfirðingabraut 51

550 Sauðárkróki

& 455 4600

Fax 455 4601

www.ks.is


2 01 5

Kíkt í prjónakaffi í Húsi frítímans á Sauðárkróki

„Miðvikudagskvöldin eru heilög kvöld“ Konurnar sem hittast Berglind Þorsteinsdóttir í prjónakaffi í Húsi frítímans á Sauðárkróki voru að koma sér í aðventugírinn þegar blaðamaður Feykis rak inn nefið á dögunum. Þar var spjallað og hlegið á meðan verðandi jólagjafir duttu af prjónunum, hver á eftir annarri.

Jóhanna Birgisdóttir heklaði hjartardúkana og bútasaumskransinn. Helga Bergsdóttir prjónaði jólakúlurnar og Herdís Þórðardóttir heklaði jólasveinana og stafina sem voru enn í vinnslu.

Háskóla Íslands, sem eru í starfsnámi hjá Svf. Skagafirði, í prjónakaffið. „Það var fimmti neminn hjá okkur um daginn. Ein af fyrstu nemunum sem við buðum hingað var norsk og á meðan hún var hér prjónaði hún tvær lopapeysur, eina á sig og hina á kærastann. Þetta er orðinn kúrs í félagsfræði að koma í prjónakvöld,“ segir Helga í gamansömum tón. Þá segja þær einnig leyfilegt að halda framhjá prjónunum í sérstökum verkefnum. „Þó þetta heiti prjónakaffi þá er þetta ekki bundið við prjónaskap,“ segir Helga, á meðan sumar prjóna sitja aðrar við ýmsar hannyrðir, s.s. hekl, útsaum og jafnvel flauelsskurð fyrir faldbúningasaum. Þegar þær eru spurðar hvort félagsskapurinn sé þeim mikils virði jánka allar. „Maður hlakkar alltaf til og getur varla beðið eftir því að byrja aftur á haustin. Miðvikudagskvöldin eru heilög kvöld – þeim er ekki fórnað fyrir neitt,“ segja þær.

segir Sigrún Alda og gjóir augunum til Ástu Ólafar Jónsdóttur, sem situr henni við hlið – hinar hlægja. Þær fara gjarnan saman í fleiri ferðir. „Við höfum svo endað vorið á að fara saman í dagsferðir og út að borða, nú síðast á Blönduós til að sauma í Vatnsdælurefilinn. Við höfum líka stundum farið á Akureyri að kaupa „görn“,“ segir Helga Bergsdóttir. „Og skó,“ skýtur ein inn í. Í prjónakaffinu miðla þær til hverrar annarrar. Sigrún Alda segist ekki hafa prjónað áður fyrr en hún saumaði og segir systur sína hafa séð um prjónaskapinn. Svo dreif Jóhanna Birgisdóttir hana með í Skaffó svo hún gæti keypt sér garn og tók hana með sér í prjónakaffið. „Ég byrjaði að prjóna og hef ekki stoppað síðan. Ég segi fyrir mig að ég er örugglega búin að græða tíu ár, ég er búin að læra svo mikið af hinum konunum. Svo er þetta er svo skemmtilegur félagsskapur,“ segir hún og brosir. Þá segja þær frá þeirri skemmtilegu hefð sem hefur skapast fyrir því að bjóða félagsfræðanemum við

Jóhanna Birgisdóttir var með jólasokka á prjónunum og Eyrún Þorvaldsdóttir var að hekla kúruteppi, samsett úr 2500 dúllum, sem gerðar eru úr 27 mismunandi litum af kambgarni. Bútasaumsjólasveinana gerði Jóhanna Björnsdóttir og húfur og vettlinga prjónaði Bryndís Alfreðsdóttir. Eitt parið gerði hún fyrir Rauða krossinn en hún prjónar mikið af vettlingum fyrir RKÍ úr garnafgöngum.

UMSJÓN

„Við hittumst hérna í hverri viku á miðvikudagskvöldum og það eru allir velkomnir,“ segir Sigrún Alda Sighvats. Hún segir að það sé svipaður kjarnahópur sem hefur komið þarna saman undanfarin fimm ár, á bilinu tólf til fimmtán konur. „Við hittumst frá ágústlokum til maíloka. Undanfarin fimm haust höfum við farið í bústað yfir langa helgi. Þá erum við í náttfötunum, það er prjónað og saumað, svo erum við með kokk sem eldar,“

Bryndís Alfreðsdóttir saumaði út jóladúkana. Sigríður Ingólfsdóttir heklaði stjörnuna og Guðrún Ingólfsdóttir prjónaði bjöllurnar. Ásta Ólöf Jónsdóttir saumaði út snjókarlana og Eyrún Þorvaldsdóttir gerði vitann sem er svokallað búsilla.

13


14

2 01 5 Mannskaðaveðursins 1935 minnst að 80 árum liðnum

Margir áttu um sárt að binda á jólunum 1935

Þann 14. desember nk. eru 80 ár liðin frá einu mesta mannskaðaveðri í manna minnum. Þann dag árið 1935 gerði skyndilegt áhlaupsveður um allt land, nema á Austfjörðum, með skelfilegum afleiðingum; 25 manns lágu í valnum, mikið eignatjón varð, fé fennti víða og hrakti í sjó og vötn. Þrír sveitabæir brunnu til kaldra kola og eitt hús á Siglufirði. Átta manns fórust í Skagafirði og eftir var samfélag í sorg.

að bryggju, um kl. 13:30, og gekk fljótt og vel að hífa bátinn upp á bryggjuna. Svo hófst ömurleg bið eftir hinum bátunum, mönnum skipað í vörð og rýnt út í sortann. Brimið og veðurofsinn jókst enn. Um þrjúleytið sást til báts úti fyrir sem hafði uppi segl, var það Leiftrið, bátur Pálma Sighvats. Hann hafði fengið á sig sjó og orðið vélarvana og var honum komið slysalaust upp á

fáir, ef nokkur, svaf þessa örlaganótt. Um eða laust eftir miðnætti aðfaranótt sunnudagsins 15. desember geisaði óveðrið enn og fór þá hópur manna niður að Vesturósi. Þar fannst fyrsti sjórekni hluturinn úr Nirði, kassi utan um áttavita, en næstu daga rak fleiri hluti úr bátnum en engan mann. Ljóst var að báturinn hafði farist. Veðrinu hafði slotað

bryggju. Enn vantaði tvo báta, Ölduna og Njörð, og degi mjög tekið að halla. Veðrið færðist enn í aukana, raflínur slitnuðu niður svo að bærinn varð ljóslaus með öllu. Þegar ógerlegt var að halda ljósum lifandi á bryggjunni og innsiglingarljósum úti á Eyrinni var brugðið á það ráð að fara með tvo bíla á Borgarsand og látið ljós lifa á þeim. Þegar öðrum bílnum var snúið upp í veðrið gekk framrúðan inn. Alla nóttina stóðu menn á verði og gengu fjörur,

á mánudeginum. Eftir mikla leit fannst Aldan á svonefndu Hólmatagli, rifi norðaustur af Elínarhólma við Kolkuós. Hún hafði brotnað og sat aftasti hluti hennar þar en framhlutinn rekinn í Brimnesgili, ásamt líki hásetans Ásgríms Guðmundssonar frá Fagranesi. Lík hinna þriggja fundust í fjörunni niður undan Kolkuósi. Lík bátsverjanna var flutt til Sauðárkróks, nema Björns Sigmundssonar sem var flutt til ættingja á Hofsósi. Báturinn Blíðfari

UMFJÖLLUN

Berglind Þorsteinsdóttir

Atburðir þessa dags, og dagana á eftir, eru raktir í Sögu Sauðárkróks. Í bókinni segir að það hafi verið sjaldgæft að hægt hafi verið að stunda róður frá Sauðárkróki í desember en 1935 gaf oft á sjó því stormadagar voru óvenju fáir miðað við árstíma. Föstudaginn 13. desember var frostleysa og veður mjög kyrrt, en dimmt yfir. Fram kemur að sjómönnum hafi þótt einstætt að róa þessa nótt því framundan voru líklega landlegur og atvinnuleysi, eins og venjan var yfir vetrarmánuðina. Nokkrar skipsáhafnir bjuggust til róðra og héldu vélbátarnir Aldan, Baldur, Björgvin, Leiftur og Njörður út á milli klukkan 1 og 4 þessa nótt. Veðurspáin var slæm; vaxandi norðaustanátt með snjókomu en menn uggðu ekki að sér og þegar lagt var frá landi var lognið mikið,

Sauðárkrókur um 1930. MYND: HSK

svikalogn, eins og sagt var. Í frásögn Sveins Sölvasonar formanns á Baldri segir: „Við héldum svo af stað í land og ætluðum venjulega leið grunnt inn með Reykjaströnd, en er við komum rétt inn fyrir Ing veldarstaðahólma, byrgir hann glennuna yfir Skagann, og þar sjáum við sjóina koma eins og risaháa garða norðan fjörðinn og stórhríð um leið með norðan hvassviðri. Ég hef aldrei fyrr né síðar vitað norðanveður koma svo snöggt. Það voru ekki tíu

mínútur frá því sjór var ládauður, þar til kominn var stórsjór, hvassviðri og hríð.“ Veðrið skall á laust fyrir hádegi. Á Sauðárkróki var sagt að stórhríð hefði brostið á af norðri með geysilegum sjógangi í skjótri svipan, og þeyttist brimlöðrið upp um fremstu húsin. Þær fregnir tóku að berast um þorpið að trillubátar hefðu farið út um nóttina og hófst þegar mikill viðbúnaður við bryggjuna að taka á móti þeim. Baldur kom fljótlega

Acer, MoChuisle, Bósi, Rúbín og Kalypsó þeirra Erlu Guðrúnar Hjartardóttur, nema við Hólaskóla, og Hlyns Sævars á Hólum í Hjaltadal

Kalypsó fær rjóma og hundarnir gotterí UMSJÓN

Berglind Þorsteinsdóttir

Erla Guðrún Hjartardóttir býr á Hólum í Hjaltadal ásamt níu ára syni sínum, HlynI Sævari, fjórum hundum og einni kisu. Hún á einnig nokkur hross en hún segist ekki taka þau inn fyrr en í janúar og því engin sérstök jólahefð í kring um þau. Hlynur Sævar elskar hunda og ætlar einn daginn að rækta þá. -Við eigum boxer hund hann Acer sem er sjö ára, hann hefur verið með okkur frá átta vikna aldri. Honum finnst best að sofa fram að hádegi, kúra og hafa það kósý, þannig að honum

finnst jólin rosa góður tími því þá er mikið kúrað. Svo eigum við líka boxer tík, hana MoChuisle sem er fjögurra ára og hefur verið með okkur frá sex vikna aldri. Hún var tekin frá móður sinni allt of snemma og í samstarfi við dýralækni bjargaði ég henni. Um ellefu vikna var hún með líkamlegan þroska á við fóstur og óvíst hvort hún myndi nokkurn tíma ná sér. Hún var á hvolpamjólk með sérstöku fóðri þangað til hún var eins árs. Hún er mjög spræk í dag en helmingi minni en hún ætti í raun að vera. Hún er alger orkubolti en finnst líka voða gott að kúra með okkur. Svo er hann Bósi fimm ára, hann er blanda af Sheffer og English Springer Spaniel, hann er búinn að vera með okkur síðan

Acer, MoChuisle, Hlynur Sævar og Bósi. MYND: ÚR EINKASAFNI

hann var átta vikna. Hann passar mjög vel uppá mig og vill helst ekki víkja frá mér, kemur iðulega með mér á klósettið bara til öryggis. Hann er ótrúlega vinnuglaður og skemmtilegur karakter. Svo er hún Rúbín þriggja ára sem er blanda af Rottweiler og Siberian Husky en við fengum hana tólf vikna þegar parið, sem hún fór til átta vikna, var búið að gefast upp á henni. Hún er rosalega mannelsk og yndisleg, finnst langskemmtilegast að

leika sér úti þegar það er mikill snjór. Því eru jólin yfirleitt mjög skemmtilegur tími fyrir hana. Allir hundarnir eru samt mikil kúrudýr og finnst ekkert betra en að kúrast uppí sófa með mér og syni mínum. Svo er það kisan okkar hún Kalypsó sem er átta ára en henni var bjargað af hafnarsvæðinu á Sauðárkróki þegar hún fannst þar ásamt systur sinni þegar þær voru ennþá blindar, hin systkinin voru

var sendur á eftir þeim og beið þeirra fjölmenni á bryggjunni á Sauðárkróki. Auk fyrrnefndra Ásgríms og Björns, fórust með Öldunni Magnús Hálfdánarson frá Hólkoti á Reykjaströnd og Bjarni Sigurðsson formaður. Með Nirði fórust Sigurjón Pétursson formaður, Margeir Benediktsson og Sveinn Þorvaldsson hásetar, Sveinn fór þennan túr í forföllum annars. Áður en óljóst var um afdrif Öldunnar, barst sú fregn, að Helgi Gunnarsson bóndi á Fagranesi, mágur Ásgríms, hefði orðið úti á leiðinni heim til sín óveðursnóttina. Um mennina er sagt að þeir hafi allir verið hinir vöskustu og á besta aldri, að undanskildum Ásgrími sem var liðlega fimmtugur. Ljóst er að óvenjumargir hafi átt um sárt að binda á jólunum 1935. Á gamlárskvöld 1935 orti Ísleifur Gíslason: Þetta árið margir muna, mjöll og bárur ollu grandi, flakir í sárum fólk af bruna, falla tárin óstöðvandi. Blessaðu árin – bið eg hljóður – bægðu fári elds og hranna, þerraðu tárin, Guð minn góður, græddu sárin þjáðra manna.

----Þann 13. desember nk. verður slyssins minnst í messu í Sauðárkrókskirkju. Heimild: Kristmundur Bjarnason (1973). Saga Sauðárkróks. Síðari hluti II. 1922-1948. Sauðárkrókur: Sauðárkrókskaupstaður

dáin og væntanlega móðirin líka sem fannst aldrei. En henni var gefinn peli og kom svo til okkar um sex vikna og var áfram á pela þangað til um sex mánaða aldur. Hún er mjög smávaxin og halda margir að hún sé kettlingur þó hún sé orðin átta ára. Hún heldur að hún sé maður eða hundur og henni semur ekki við neinar aðrar kisur. Hún er rosalega sérstakur og skemmtilegur karakter, en líkar vel að vera með okkur og hundunum. Fyrir mér eru jólin tími til að vera með þeim sem mér þykir vænt um og mér finnst afar mikilvægt að hafa dýrin mín hjá mér því þau eru hluti af mér. Þannig að ég hef verið um jólin hjá Rannveigu systur minni eða mömmu minni því þar eru dýrin mín velkomin. Ég gef Kalypsó rjóma á aðfangadag og hundunum eitthvað gotterí. Þau fá öll litla pakka frá þeim nánustu og Hlynur Sævar sonur minn hjálpar þeim að opna pakkana sem innihalda yfirleitt eitthvað gott dýranammi eða dýraleikföng. Mér finnst ekkert betra en að eyða aðfangadagskvöldinu með son minn og dýrin mín í fanginu.


2 01 5 Gísli Einarsson ritstjóri Landans og tengdasonur Skagafjarðar

Tekur því illa ef aðrir þvælast fyrir í eldhúsinu -Eitt af því allra skemmtilegasta sem ég geri er að elda góðan mat. Skemmtilegast er það að sjálfsögðu þegar ég hef nógan tíma og get verið í eldhúsinu í nokkra klukkutíma að útbúa eina máltíð. Ég hef stundum sagt að þetta sé einskonar therapía því ég slappa hvergi betur af en í eldhúsinu. Það er ef ég fæ að vera í friði. Ég er nefnilega alræmdur fyrir það á mínu heimili að taka því mjög illa ef aðrir eru að þvælast fyrir mér, kíkja ofan í pottana eða yfirhöfuð að trufla einbeitinguna við eldamennskuna. – Tvískinnungurinn er sá að mér finnst stundum gaman að hafa félagsskap í eldhúsinu en það verður þá að vera á mínum forsendum! – Sjálfhverfara verður það ekki, það er nú bara þannig. Mikilvægara er samt að hafa góðan félagsskap við matarborðið og það er fátt sem jafnast á við að taka hálfan dag í að elda og nota svo allt kvöldið í að njóta matarins með góðu fólki. Ég er til dæmis í matarklúbbi sem í eru aðallega Skagfirðingar og svo Svarfdælingur og Húnvetningur til uppfyllingar. Það er ekki versti félagsskapur sem hægt er að hugsa sér. Ég ætla að koma með uppskriftir, að aðalrétti sem mér finnst nokkuð jólalegur þó öðrum finnist hann kannski skrítinn. Þetta er upphaflega áramótaréttur hjá mér. Grunnurinn í þessari uppskrift kemur reyndar úr gamalli uppskriftabók en ég tel mig vera búinn að gera þessa önd að

minni. Í upphaflegu uppskriftinni þá átti að vera bláberjalíkjör sem ég átti ekki til. Ég átti hinsvegar bláberjasultu og síðan átti ég lögg af landa sem ég fékk senda frá manni sem ég þekki ekki neitt í ónefndri sveit á Austurlandi. Tilefnið var að ég var þá nýbyrjaður að stýra sjónvarpsþætti með sama nafni. Tekið skal fram að vodki gerir sama gagn.

Gleðileg jól Óskum Skagstrendingum og nærsveitarfólki gleðilegra jóla, árs og friðar. Með þakklæti fyrir samskiptin á árinu.

Sveit Sveitarfélagið Skagaströnd

Byrjaðu jólaundirbúninginn á sjálfum þér!

Við bjóðum uppá alhliða snyrtingu fyrir dömur og herra og fegrunarhúðflúrun.

Sérbúnar gjafaöskjur

fyrir dömur og herra á öllum aldri. Fallegt íslenskt handverk, klútar, herraslaufur, skartgripir og margt fleira.

Gísli í eldhúsinu heima í Borgarnesi. MYND: GUÐRÚN HULDA PÁLMADÓTTIR

Uppskrift a la Gísli Einars

Dekraðu við þína nánustu og gefðu GJAFABRÉF í snyrtingu frá okkur.

Önd í bláberjabruggi (FYRIR 4)

heitum ofni. Látnar standa í 5 mínútur og skornar í örþunnar sneiðar og bornar fram með klettasalati, fetaosti, bláberjasósu og sætkartöflumús.

Hráefni: 4 andabringur salt og pipar 2 dl. timían vodki 4 dl bláberjasulta Aðferð: Vodka og bláberja-

sultu blandað saman. Andabringurnar kryddaðar vel með salti, pipar og timían. Látnar liggja í bláberjabrugginu í 2-3 tíma við stofuhita. Brúnaðar á snarpheitri pönnu og síðan eldaðar í 15 mínútur í 180°C

15

Sætkartöflumús: 4 sætar kartöflur 2 msk rjómaostur salt og pipar Aðferð: Karöflurnar afhýddar og soðnar. Stappaðar og kryddaðar með salti og pipar. Rjómaostinum bætt í

og hitað í smástund. Sósa: ½ l lambasoð smjörbolla 1 msk balsamik edik 1 dl bláberjasulta salt, pipar og timían. þeyttur rjómi Aðferð: Sósan bökuð upp, ediki og bláberjasultu bætt við og í restina er slatta af þeyttum rjóma blandað varlega saman við. Verði ykkur að góðu.

Sími: 571-4070 Aðalgata 4 550 Sauðárkrókur

www.facebook.com/Eftirlaeti

Gjafavara í miklu úrvali STÓRAR OG SMÁAR

Jólin koma...

Stefán Ásgrímur Sverrisson

Sauðárkróki Fyrir mér þarf tvennt til að jólin séu komin. Jólagjöfin handa frúnni þarf að vera komin í hús og svo fer maður í skötuveislu hjá björgunarsveitinni. Þá mega jólin koma fyrir mér. Annars er ég svo spes að ég get brostið í jólaskap og söng hvenær sem er ársins, það endist samt ekki lengi í einu sem betur fer.

Sarah Holzem

Húsey í Skagafirði Jólin byrja þegar ég er búin að fá pakka sendan frá mömmu minni í Þýskalandi með súkkulaðijólasveini, þýskum smákökum og stundum heimabökuðu Weihnachtsstollen. Svo finnst mér alveg nauðsynlegt að hafa snjó um jólin.

FREEMOVER -KERTASTJAKAR SOMPEX LED KERTI

-MEÐ SJÁLFVIRKUM TÍMASTILLI LJÓSIÐ LIFIR Í KLUKKUSTUNDIR

Opið laugard. 28. nóv. frá kl. 10-17 Heitt súkkulaði og piparkökur

Opið alla virka daga kl. 11-18 Laugardaga kl. 10-16 Fyrsta sunnudag í aðventu kl. 13-15

Verið velkomin Aðalgötu 14, Skr. S: 455 5544

Túnbrau Sími: 455


16

2201 0155 Spjallað við hjónin Sigurð Líndal Þórisson, nýjan framkvæmdastjóra Selaseturs Íslands, og Gretu Clough leikbrúðuleikara

Úr sviðsljósinu í London til sjávarsælunnar á Hvammstanga Undanfarna áratugi hefur líf hjónanna Sigurðar Líndal Þórissonar og Gretu Clough snúist í kringum leikhúsið í Lundúnarborg, þar sem þau kynntust og felldu saman hugi. Þau hafa nú sagt skilið við ys og þys borgarlífsins og sest að í hæglátu umhverfi Hvammstanga, þar sem Sigurður hefur tekið að sér framkvæmdastjórn Selaseturs Íslands. Greta mun áfram starfa við brúðuleikhús, í eigu þeirra hjóna, en hún semur og setur á svið leikverk fyrir börn ásamt því að útbúa leikbrúður. Blaðamaður Feykis hitti hjónin í Selasetrinu á fallegu nóvembersíðdegi og fékk að heyra um fyrra líf þeirra í London, flutninginn og hvernig þau horfa til framtíðar á Hvammstanga. VIÐTAL

Berglind Þorsteinsdóttir

Sigurður frétti af lausri stöðu framkvæmdastjóra við Selasetrið þegar hann var staddur í brúðkaupi systur sinnar sl. sumar. Þá var hann starfandi hjá Expedia Inc., einu stærsta ferðaþjónustufyrirtæki heims, og hafði nýlega verið synjað um að flytja starfið með sér til Íslands, þangað sem hjónin langaði að setjast að. „Okkur var farið að langa hingað heim og þegar ég frétti í brúðkaupsveislunni að þetta starf væri laust setti ég mig í samband við stjórnarformanninn. Ég fór í viðtal á meðan ég var hér og var svo boðið starfið,“ segir Sigurður aðspurður um hvernig það atvikaðist að hann snéri aftur á heimaslóðirnar. Sigurður er fæddur 1. júní 1973, uppalinn að Lækjamóti í Víðidal. Foreldrar hans eru Elín Rannveig Líndal og Þórir Ísólfsson. „Þau búa þar ennþá og Ísólfur litli bróðir minn, með litlu aðstöðuna sína að Sindrastöðum, og hans fjölskylda. Svo býr þar líka Sonja systir mín, dýralæknir, hennar maður og þeirra sonur. Þannig að öll fjölskyldan er á Lækjamóti og nú erum við flutt á Hvammstanga,“ segir hann. Sigurður fór að heiman 16 ára gamall, fyrst suður til Reykjavíkur í framhaldsskóla og síðar í leiklistarnám til Bretlands. Hann segist nú búa í Húnaþingi vestra en að hann hafi alist upp í Þorkelshólshreppi

í Víðidal og að mikið hafi breyst frá því hann fór að heiman. Sigurður rifjar upp uppvaxtarár sín að Lækjamóti, þar sem foreldrar hans ráku meðalstórt bú með blandaðan búskap. „Maður tók þátt í öllum sveitastörfum. Ég man að ég var alltaf látinn sækja eggin þegar ég var fimm ára og var skíthræddur við hanann, örugglega eina skepnan sem ég hef nokkurn tíma verið hræddur við á ævinni var þessi hani,“ segir hann og hlær. Þá minnist hann þess þegar krakkarnir á bænum riðu berbakt fram að fermingu til þess að öðlast gott jafnvægi á hestbaki. „Það var uppeldislegt hjá pabba svo við værum með gott

jafnvægi. Þannig að við vorum marga klukkutíma á dag á hestbaki, upp um holt og hæðir, að smala og fleira. Það var enginn afsláttur með það, bara berbakt og hjálmlaust, en í þá daga var ekki nokkur maður með hjálm.“ Annað sem hann segir breytt er að nú sé krökkum skutlað á fótboltaæfingar á Hvammstanga en þegar hann var strákur þá hafi ekki nokkrum manni dottið það til hugar. „Mér þótti voðalega gaman í fótbolta þegar ég var strákur. Þegar ég fór á æfingar í Víðidalnum, sem haldnar voru í um 4-5 km fjarlægð frá Lækjamóti, þá ýmist skokkaði ég eða tók traktorinn með aftaní vagni og pikkaði nokkra stráka upp af bæjum í leiðinni. Stundum fór ég ríðandi á æfingar, svo sleppti ég bara hestinum á meðan ég lék mér fótbolta,“ segir hann og hlær. „Það datt aldrei nokkrum manni í hug að fara keyra mér á fótboltaæfingu, ég er alls ekki að kvarta yfir því en viðhorfin hafa breyst,“ bætir hann við.

Listrænt frelsi í leikhússtjórastarfinu

Árið 1995 hélt Sigurður til London í leiklistarnám við Arts Educational London School of Drama. Eftir útskrift ílengdist hann í borginni og bætti síðar við sig MA gráðu í listastefnu og -stjórnun frá Birkbeck College. Þegar hann greindist með sóríasis og sóragigt fór hann að beina augum sínum að leikstjórn í auknum mæli. „Það lá fyrir að ég varð að endurhugsa þetta eitthvað, ég myndi ekki geta verið á sviðinu endalaust, þá fór ég að einblína meira á leikstjórn.“ Sigurður tók að sér að stýra svokölluðu jaðarleikhúsi sem var staðsett fyrir ofan pöbb og tók 80 manns í sæti. Hann segir þá reynslu góða og gallharðan skóli. „Maður segir að maður hafi verið aðstoðarleikhússtjóri í þrjú og hálft ár og það hljómar voða vel en þetta var ekki þannig að maður sæti inni á skrifstofu og horfði yfir veldið sitt, heldur sá maður um allt og þreif klósettin líka. En þarna hafði ég


2 01 5 ótrúlegt listrænt frelsi og gat unnið með þeim sem mér datt í hug.“ Sem sjálfstætt starfandi leikstjóri er Sigurður með á sjötta tug leikverka að baki, auk þess sem hann aflaði sér kennsluréttinda við Strode's College, og vann sem kennari við marga virtustu leiklistarskóla Lundúna í tólf ár. „Maður vann þetta allt í bland, þetta var allt hark og frílans störf. Ég tók verk hér og þar en á því tímabili kynnist ég þessari og við giftum okkur,“ segir Sigurður og horfir á Gretu. „Við vorum vinir í nokkur ár áður en við síðan ákváðum að gifta okkur. Það gerðist svo ansi snöggt árið 2005,“ segir Greta. Hún hlær þegar hún rifjar upp þegar hún hringdi í mömmu sína til Þessar myndir eru úr leikbrúðuverkum Gretu, úr framleiðslu Old Saw, framleiðslufyrirtæki þeirra hjóna. að færa henni tíðindin. Annars vegar Tomten og Duvet Day en á myndinni er Greta ásamt Elínu dóttur sinni. MYNDIR: OLDSAW.CO.UK Hún sagði hana næstum hafa fengið hjartaáfall. „Gettu hvað ég var að gera?“ „Varstu að skipuð konum. Það var afar sérstök fullorðna líka. Árið 2012 langaði mig að gera kvikmynd?“- „Nei, ég var að gifta upplifun að leika Brútus en sem ung gera leikverk eftir ljóðinu um Tomten mig!“ leikkona átti ég alls ekki von á því að fá sem Viktor Rydberg samdi, en aðrir Greta kemur frá Bandaríkjunum, það hlutverk í hendurnar,“ segir hún og hafa fært það í nýja búninga, m.a. Astrid litlum landbúnaðar bæ í Vermont fylki hlær og heldur áfram: „Við vorum að æfa Lindgren, mig hafði í raun langað til þess sem heitir Brattleboro með ellefu þúsund að kvöldi til á ströndinni því það var of í mörg ár. Við Sigurður ákváðum loks íbúa. Í bænum er rík hefð fyrir brúðuleik heitt á daginn. Æfingarnar fóru fram við að demba okkur í það og stofnuðum og leikbrúðugerð en þar eru staðsett kyndlalýsingu með dásamlegt útsýni yfir þá Old Saw framleiðslufyrirtækið, sem nokkur fyrirtæki sem eru á meðal þeirra Bengalflóa. Það var ótrúleg upplifun.“ upprunalega var aðeins hugsað utan um áhrifamestu í heimi í þeim bransa. þessa einu uppfærslu,“ útskýrir Greta. „Bread & Puppet Theatre Company Börn hreinskilnari og Tomten þekkti Greta vel allt frá bernsku sem setur gjarnan upp ádeiluverk og þakklátari áhorfendur en hún átti bókina sem barn. Þau þróuðu hefur haft mikil áhrif á samfélagið í sýninguna áfram og fengu fjárveitingu gegnum tíðina. Sandglass Theater í Greta segir að sköpun eigin verka hafi til þess og gerði sýningin stormandi eigu Eric Bass, sem er einn áhrifamesti alltaf spilað stórt hlutverk í hennar lukku. „Þá efndi ég til samstarfs við brúðuleikari í heimi, og loks má nefna starfsferli. Síðan hafi það þróast á þann barnaleikhúsið Little Angel Theater sem David Syrotiak National Marionette veg að hún fór sífellt meira að vinna í er stærsta brúðuleikhúsið á Bretlandi og Theatre. Ég man þegar ég var að vinna leikuppfærslum fyrir börn. „Á Bretlandi við fórum með sýninguna mjög víða. á kaffihúsi þegar ég var í framhaldsskóla eru leikbrúður nánast einungis fyrir Áður en við vissum af vorum við búin og fór alltaf í kaffipásunum mínum börn, þó það sé að smá aukast fyrir að fara með hana um allt land.“ Eftir yfir götuna til þess að fylgjast með þeim skera út brúðurnar. Ég hugsaði með mér hve gaman væri að vinna við þetta en datt aldrei í hug að þetta væri eitthvað sem ég gæti lagt fyrir mig, það Undirbúningur jóla og kom mikið síðar,“ útskýrir hún. Greta jólahefðirnar eru blanda af er því alin upp með leikbrúðurnar fyrir íslenskum og amerískum augum og segir það hafa haft meiri áhrif siðum og venjum hjá þeim á hana en hún hafði gert sér í hugarlund. Sigurði og Gretu. Í aðdraganda jóla, er „Eftir útskrift úr framhaldsskóla fékk skór settur út í glugga ég inn í tónlistardeild Juilliard skóla, að íslenskum sið, en á sem var mikill heiður, en ég fann að aðfangadagskvöld er það var ekki það sem ég vildi gera. Þá sokkur fylltur af gjöfum ákvað ég að taka mér mér ársleyfi frá eins og tíðkast í Bandaskóla og stofnaði ungmennaleikhús og ríkjunum. Og segist vann með táningum á aldrinum 13-18 Greta ansi hrædd um að þau eigi eftir að enda uppi með afar dekraða litla ára,“ útskýrir hún. Eftir árið fór hún í stelpu. Aðfangadagskvöld fer að öðru leyti fram á íslenskan máta. Þau leiklistarnám í East15 Acting School í setjast spariklædd til kvöldverðar kl. 18, þá er borðað hangikjöt líkt og London og segir hún þá ákvörðun hafa tíðkast hjá fjölskyldunni að Lækjamóti. Eftir það er helmingur jólagjafanna breytt lífi hennar á marga vegu. Hún opnaður, þ.e. frá fjölskyldu hans og vinum. Morguninn eftir, á jóladag, er afgangurinn af gjöfunum opnaður í náttfötunum. Eftir gjafirnar fá þau sér hefur starfað sem leikkona á West End í veglegan morgunverð, upp á ameríska vísu, amerískar pönnukökur, brakandi London, jaðarleikhúsum og í Bangladess beikonsneiðar, hlynsíróp og fleira tilheyrandi. Þegar því er lokið er kominn og á Indlandi. „Ég tók þátt í uppfærslu á tími til að elda kvöldmatinn sem er tilbúinn hvenær sem er þann dag. Júlíus Sesari í Indlandi, sem var einungis

Jólahefðirnar tvær

velgengni Tomten fékk hún stöðu við leikhúsið sem hún segir hafa fest hana meir í sessi í leikbrúðusamfélaginu í Bretlandi. Síðan hefur hún unnið að ýmsum verkum og verið öðrum til ráðleggingar. Þegar hún er spurð hvernig það sé frábrugðið að gera sýningar fyrir börn og fullorðna svarar hún: „Munurinn á því að vinna með börnum og fullorðnum er sá að börn eru mun hreinskilnari. Ef maður er að gera eitthvað vitlaust þá fær maður að vita það um leið en á sama tíma eru þau þakklátustu áhorfendurnir.“ Greta segist geta unnið starf sitt hvar sem er í heiminum. Hún var orðin þreytt á borgarlífinu og hafði fylgst með Hvammstanga vaxa og dafna, milli ára og heimsókna, og alltaf heillast af bænum. „Okkur var farið að langa hingað heim,“ segir Sigurður. „Á vissum tímapunkti var, vegna sóragigtarinnar, orðið verra fyrir mig að standa mikið þannig að ég fór að leita mér að starfi þar sem ég gæti setið á rassgatinu. Ég fór þá að vinna hjá Expedia en langtímaplottið hjá mér var að standa mig vel og fá starfið með mér heim til Íslands,“ segir Sigurður glettilega. Hann starfaði hjá fyrirtækinu í fjögur ár sem gæða- og verkefnastjóri en ferðaþjónustufyrirtækið er með ótal vörumerki á sínum snærum, m.a. Hotels. com. Eitt stærsta og flóknasta verkefnið sem hann stýrði fólst í síðuefnisstjórnun fyrir 240 þúsund hótel í öllum þjóðlöndum í heiminum. „Öðru hverju þurfti að gera átak í því að tryggja að allar upplýsingar vefsíðanna væru réttar og þá þurfti að tala við hóteleigendur sem ekki uppfærðu hjá sér. Til þess að gera þetta þarf að vera með her manns í vinnu, hringja í hóteleigendurna, fara í gegnum allt saman og uppfæra það í kerfinu. Þegar mest lét var ég með 66 manns í vinnu, í fjórum heimsálfum, vinnandi á fimmtán tungumálum.“ Þá gátu sumir vinnudagar Sigurðar orðið ansi langir þar sem starfsemin spannaði yfir heiminn þveran og endilangan. „Þegar ég hafði verið hjá þeim í fjögur ár, og sannað mig rækilega, spurði ég hvort ég mætti taka starfið með mér til Íslands. Það var tekið til skoðunar og á endanum sagt nei. Ég varð alveg hundfúll,“ viðurkennir hann og var það staðan sem upp var komin áður en hann sótti um starfið hjá Selasetrinu. „Eftir að mér var boðið starfið hér sagði ég upp en þá var allt í einu komið allt annað hljóð í þau. Ég mátti taka starfið með mér og var jafnvel boðið launahækkun. En maður stendur við það sem maður er búinn að segjast ætla gera, ég var búinn

17


18

2 01 5 að gefa það út að ég ætla koma hingað,“ segir Sigurður og brosir.

hverfi varðar segist hann ánægður með þá góðu kjarnamyndun sem hefur átt sér stað við höfnina á Hvammstanga. Hann segir að því meira er í boði því meira aur sé skilinn eftir í samfélaginu.

„Ef blessaða útlendingana langar að kaupa lunda, er ekki í lagi að selja þeim lunda?“ Sigurður segist eiga sér stóra drauma með Selasetrið og að þar hafi verið unnið stórkostlegt starf. Safnið verði sífellt betra, verslunin í kring um það og önnur umgjörð til fyrirmyndar. „Ef maður horfir á fjölda gesta þá hefur verið stígandi í því, ekki bara sá meðbyr sem fæst með því hve mikið hefur verið að fjölga ferðamönnum, heldur höfum við verið að standa okkur umfram það,“ segir hann. Hvað ferðaþjónustu á landsvísu varðar telur hann þjóðina standa á krossgötum og að umræðan í samfélaginu endurspegli það. Hann telur hluta vandamálsins liggja í því að fjármagnið endi alltaf hjá ríkinu þegar það ætti að enda þar sem kúnninn er að koma. Þá segir hann Íslendinga hafi fátt að bjóða kúnnunum með mestu kröfurnar. „Við þurfum að hugsa um að við verðum aldrei ódýr áfangastaður og ef við ætlum ekki alltaf bara að auka magnið af fólki þá verðum við að fá fólk sem á meiri pening. Hvaða fólk er það, hvað þarf það og hvernig náum við til þeirra?“ útskýrir hann. Sigurður segist þakklátur fyrir þann hóp fólks sem kemur hingað í auknu mæli, Vesturlandabúa á aldrinum 2545 ára, sem ferðast á eigin vegum. „Við

Vill kynna íbúum samfélagsins leikbrúðuleik

Greta, Sigurður og Elín Rannveig í Selasetrinu. MYND: BÞ

megum alveg vera þakklát fyrir þessa breytingu því hún skilar fleira ferðafólki út á land. Þá spyr maður sig: „Hvað er það sem þetta fólk hefur gaman af, hvað vill það í mat og drykk. Eru þetta allt hipsterar og eigum við að bjóða þeim upp á hipsteraupplifun? Þá skulum við endilega gera það,“ segir Sigurður. Í því

samhengi ræðir hann um svokallaðar lundabúðir, sem sumir eru ekki hrifnir af. „Ef blessaða útlendingana langar að kaupa lunda, er ekki bara í lagi að selja þeim lunda? Er það eitthvað siðferðislega gölluð hugmyndafræði, að selja fólki það sem það langar að kaupa?“ Hvað ferðaþjónustu í hans nærum-

Hjónin komu til landsins, ásamt 15 mánaða dóttur sinni Elínu Rannveigu, þann 26. september og fluttu inn í einbýlishúsið, sem þau keyptu án þess að hafa nokkurn tímann komið þar inn áður, þann 27. september. Greta er að koma sér upp vinnuaðstöðu í bílskúrnum en þar ætlar hún að útbúa brúðurnar sínar. Einn daginn segist hún vilja bjóða fólki til að koma og sjá. „Eitt af því sem mér fannst spennandi við að flytja hingað er að hafa tíma og rúm til að skapa og ég vil hafa eitthvað fram að færa til samfélagsins, í stað þess að þiggja bara.“ Þá sér Greta fyrir sér að hún muni sýna það sem hún vinnur að hverju sinni fyrst á Hvammstanga áður en hún fer með sýningarnar til Bretlands. Einnig vilji hún gjarnan kenna bæði börnum og fullorðnum brúðuleik og brúðugerð. „Þegar ég hugsa um uppvaxtarár mín og hvernig það að hafa brúðuleikhúsin í kringum mig mótaði mig og hafði djúpstæð áhrif, langar mig að geta veitt börnunum hér það sama,“ segir hún að lokum.

Bestu jóla- og nýársóskir

til viðskiptavina nær og fjær með þökk fyrir viðskiptin á líðandi ári. Hátíðarkveðjur frá Léttitækni

Sérsmíði innréttinga og faglegur metnaður hefur verið aðalsmerki okkar um árabil. Vandaðar skúffubrautir, lamir og þykkar kantlímingar eru aðeins nokkur af einkennum okkar.

NÝPRENT ehf.

NÝPRENT ehf.

sígilt útlit Við framleiðum gæðainnréttingar þar sem sígilt útlit og vönduð vinnubrögð fagmanna eru höfð í fyrirrúmi.

Leitin að réttu lausninni hefst hjá okkur... Trésmiðjan Borg ehf

Borgarmýri 1 550 Sauðárkrókur Sími 453 5170 tborg@tborg.is

Þökkum fyrir frábæran stuðning og hlýju

í okkar garð á árinu sem er að líða. Óskum Skagfirðingum og viðskiptavinum okkar nærLÉTTITÆKNI og fjær gleðilegra jólaEHF og gæfuríks komandi árs

Félagar í Alþýðulist


2 01 5

Bestu óskir

HESTEYRI 2, SAUÐÁRKRÓKI

um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Þökkum viðskiptin.

Borgarmýri 1, Sauðárkróki I Oddagötu 22, Skagaströnd I Húnabraut 4, Blönduósi

Gleðileg jól 2015 Aðalgötu 21 • 550 Sauðárkróki Sími 453 5050 • Fax 453 6021 www.stodehf.is • stod@stodehf.is

SÍMANÚMER FYRIRTÆKJA Í KJARNANUM FJÖLNET

S: 455 7900

BIFREIÐAVERKSTÆÐI

S: 455 4570 I Fax 455 4571

VÉLAVERKSTÆÐI

S: 455 4560 I Fax 455 4561 Jón Geimundsson pípulagningameistari

S: 825 4565

Opið í Áskaffi

Áskaffi, sem er í Áshúsinu í Glaumbæ, verður opið sunnudaginn 20. desember frá kl. 14–19. Heitt súkkulaði, kökur og kruðerí.

Aðfangadagskvöld

Á aðfangadagskvöld verður boðið upp á hátíðarkvöldverð ef næg þátttaka fæst.

Bóka þarf í kvöldverðinn fyrir 19. desember í síma 699 6102 eða á askaffi@askaffi.is Gleðilega hátíð og farsælt nýtt ár. Verið velkomin, Herdís

TENGILL ehf.

S: 455 9200 I Fax 455 9299

19


20

2 01 5

www.heimir.is

Karlakórinn Heimir

Karlakórinn Heimir óskar Skagfirðingum og öðrum velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, með þökkum fyrir stuðning liðinna ára. t& Fjölbreyt isskrá e eg fn skemmtil anda! að v

Þrettándahátíð

Karlakórsins Heimis í Menningarhúsinu Miðgarði, laugardaginn 2. janúar 2016 kl. 20.30

NÝPRENT ehf.

Sérstakir gestir okkar: Unglingakór Varmahlíðarskóla.

Miðaverð: kr. 4.000 Forsala aðgöngumiða í Blóma- og gjafabúðinni á Sauðárkróki og í KS Varmahlíð

Bygg›asaga Skagafjar›ar Fyrsta til sjöunda bindi Byggðasögunnar er enn fáanlegt Þú getur pantað Byggðasögu Skagafjarðar með því að hringja í síma 453 6261 eða 453 6640. Einnig má senda tölvupóst á netfangið saga@skagafjordur.is

TILBOÐ kr.65.000 SJÖ FYRIR ALLAR AR RN BÆKU

Tilboðsverð á Byggðasögu Skagafjarðar • Fyrsta bindið um Skefilsstaðahrepp og Skarðshrepp kr. 9.000 • Annað bindið um Staðarhrepp og Seyluhrepp kr. 11.000 • Þriðja bindið um Lýtingsstaðahrepp kr. 12.000 • Fjórða bindið um Akrahrepp kr. 13.000 • Fimmta bindið um Rípurhrepp og Viðvíkurhrepp kr. 14.000 • Sjötta bindið um Hólahrepp kr. 14.000 • Sjöunda bindið um Hofshrepp kr. 15.000

NÝPRENT ehf

Afgreiðsla Byggðasögunnar er í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Útgáfa bókarinnar var styrkt af Menningarráðiog Vaxtarsamningi Norðurlands vestra.

Safnahúsinu

550 Sau›árkróki

Sími 453 6261 eða 453 6640

Netfang: saga@skagafjordur.is

http://sogufelag.skagafjordur.is

Allar bækurnar sjö fást í tilbo›spakka á kr. 65.000.

Ofangreint ver› er félagsmannaver› Sögufélags Skagfir›inga og b‡›st einnig þeim sem panta beint frá útgáfunni. Þeir sem grei›a fyrirfram fá bækurnar sendar bur›argjaldsfrítt. Annars leggst vi› bur›argjald.


2 01 5 Bragðað á jólabjórum ársins 2015

Fer lítið fyrir jólabragðinu þetta árið

Giljagaur

(Borg)

7,6/10

Bragð- og lyktarmikill með mikinn karakter. Passar á Þorláksmessu.

Einstök Doppelbock

7,3/10

(Einstök/Viking)

Bragðmesti maltbjórinn. Karamella. Litlu jólin.

Jólakaldi (Kaldi)

6,6/10

Dökkur Kaldi er klassískur.

Smakkarar voru Guðmundur Björn Eyþórsson, Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, Broddi Reyr Hansen og Þórhildur M. Jónsdóttir. MYNDIR: BÞ

Jólabjórinn kom í verslanir Vínbúðarinnar þann 13. nóvember Berglind Þorsteinsdóttir sl. en jafnan er mikil eftirvænting hjá landanum að bragða á ölinu sem íslensku brugghúsin reiða fram í tilefni hátíðanna. Hin árlega jólabjórssmökkun Bjórseturs Íslands fór fram á Hólum seinni part nóvembermánaðar. Því miður voru ekki allir íslenskir jólabjórar komnir til „byggða“, þ.e.a.s. heim á Hóla, þegar smökkunin fór fram. Kom það þó ekki að sök, því smakkaðir voru tíu jólabjórar. Feykir fylgdist með „hávísindalegri“ smökkun dómnefndarinnar í Bjórsetrinu. UMSJÓN

Smakkendur fengu ekki að vita hvað var í glösunum og gerði það leitina að jólabragðinu erfiðari og skemmtilegri. Óhemju mikil vinna var lögð í að finna jólabragðið 2015, en það fannst

ekki í þetta skiptið. Hérnefndir bjórar skoruðu hæst í smökkuninni, þó lítið hafi farið fyrir jólabragðinu.

Hátíðin gengur í garð með

Gouden Carolus Christmas

Leynisgestur kvöldsins var svo belgíski jólabjórinn Gouden Carolus Christmas. Bragðmikill bjór, kryddaður og sætur. Mikill anís, karamella og lakkrís. Það má kannski segja að hátíðin hafi gengið í garð.

21


22

i n n y m s l a D Dáí bsoeðimKdviernféílags Svínavatnshrepps 2 01 5 2015

Kvenfélag Svínavatnshrepps var stofnað Kristín S. Einarsdóttir árið 1874 í fyrrum MYNDIR Berglind Þorsteinsdóttir Svínavatnshreppi í Austur-Húnavatnssýslu og fagnaði því 140 ára afmæli sínu á síðasta ári. Var það gert með fjölmennu matarboði fyrir kvenfélagskonur í sýslunni. SAMANTEKT

Einnig var sett upp handverkssýning með handverki sem félagskonur höfðu unnið í gegnum

tíðina. Í dag eru um þrettán virkar félagskonur, sú elsta á tíræðisaldri. Eru þær flestar úr fyrrum Svínavatnshreppi en félagið teygir einnig anga sína í fyrrum Ása- og Sveinsstaðahreppa. Kvenfélagið stendur fyrir ýmsum viðburðum og fjáröflunum. Má þar nefna veitingasölu á árlegu ísmóti á Svínavatni og súpusölu á ársþingi USAH. Þá eru haldin skemmtikvöld heima hjá félagskonum á veturna og farið í menningarferðir. Þann 28. nóvember verður Jólamarkaður í Húnaveri haldinn þriðja árið

Guðrún Sigurjónsdóttir

Ég knús mitt til kvenna sendi

Þessar vísur setti Birgitta H. Halldórsdóttir saman og birtust þær í Konudagsræðu hennar í Afmælisriti kvenfélagsins í fyrra:

Jóhanna Gunnlaugsdóttir

Gunnu-kleinur 150 gr smjörlíki 250 gr skyr 1 kg hveiti 250 gr sykur 2 ½ dl mjólk 3 stk egg 2 tsk natron 4 tsk lyftiduft

í röð og rennur allur ágóði til jólasjóðs RKÍ í Austur-Húnavatnssýslu. Á markaðnum verður meðal annars hægt að fjárfesta í kleinum, ástarpungum og broddi. Konurnar í Kvenfélagi Svínavatnshrepps bjóða lesendum Feykis upp á jólauppskriftirnar í ár.

Bóndakökur

Aðferð: Kardimommudropar

300 gr hveiti 200 gr sykur 200 gr smjörlíki 75 gr kókosmjöl 2 msk síróp 1 tsk matarsódi 1 egg

eftir smekk. Úr uppskriftinni verða u.þ.b. 100 kleinur. Þurrefnin og smjörlíkið unnið saman, síðan egg, skyr, dropar og mjólk sett saman við.

Aðferð: Allt hnoðað saman og

gerðar lengjur úr deiginu. Kælt í ísskáp. Skorið í sneiðar og bakað við 180°C í u.þ.b. 10-12 mínútur. Tekið úr ofninum og súkkulaðidropar settir ofan á hverja köku. Látið súkkulaðið kólna yfir nótt á borði.

Birgitta H. Halldórsdóttir

Allramestauppáhalds súkkulaðikaka Löngumýrarfólks Kakan: 200 gr smjör 200 gr súkkulaði 4 egg 200 gr sykur 100 gr hveiti

Ingibjörg Jónsdóttir

Aðferð: Smjör og súkkulaði

Rjómastykki úr Vatnsdalnum Svamptertubotn: 8 egg 250 gr sykur 250 gr hveiti 3 tsk lyftiduft 3 msk vatn Aðferð: Stífþeytið egg og sykur,

blandið þurrefnum hægt saman við eggjablönduna og að lokum vatninu. Setjið í smurða skúffu, 30x40 sm, og bakið við 170°C í u.þ.b. 20 mínútur. Lemon curd (sítrónusmjör): 4 egg 150 gr sykur ¾ dl sítrónusafi 1 msk rifinn sítrónubörkur 60 gr smjör

Aðferð: Hrærið saman egg og

sykur í skál ásamt safanum, hitið vatnið í potti. Setjið skálina með hrærunni yfir pottinn en látið skálina ekki komast í snertingu við vatnið. Hrærið stöðugt í pottinum þar til blandan fer að þykkna (tekur u.þ.b. 8 mínútur). Setjið börk og smjör saman við hræruna og kælið. Setjið á svamptertubotninn apríkósusultu, súkkulaðikrem eða það sem hugurinn girnist og sítrónusmjörið þar ofan á, skerið botninn í stykki og skreytið með rjóma og ávöxtum.

brætt í vatnsbaði við lágan hita. Egg og sykur þeytt saman og hveiti síðan bætt saman við og svo rest. Bakað í u.þ.b. 40 mínútur við 175°C og á kakan að vera gegnbökuð. Kakan kæld,

sett á hana krem og skreytt með allskonar berjum eftir smekk, t.d. jarðarberjum og bláberjum. Borðast með rjóma eða ís. Krem: 75 gr smjör 2 msk síróp 100 gr súkkulaði (fer eftir smekk hvernig súkkulaði er notað)

Aðferð: Kremið er brætt í vatnsbaði.

Guðríður Kristinsdóttir

Peruterta Gígju Botn: 4 egg (ekki köld) 2 dl sykur 1 dl hveiti ¾ dl kartöflumjöl 1 ½ tsk lyftiduft 1-2 msk kakó (ef súkkulaðibotn, þá mínna af hveiti) Aðferð: Egg og sykur þeytt

mjög vel, í 10-15 mínútur, svo er restin sigtuð saman við. Bakast við 170-175°C í 15-20 mínútur.

Jóhanna Gunnlaugsdóttir

Hveitikökur 1 kg hveiti 2 msk sykur 200 gr smjörlíki 2 egg 10 tsk lyftiduft 5 soðnar kartöflur, meðalstórar ¾ l súrmjólk

Aðferð: Kartöflur eru soðnar

og stappaðar heitar og smjörlíki bætt saman við. Egg, sykur og þurrefni

hnoðað saman ásamt súrmjólkinni. Best er að hafa deigið sem blautast því þá verða þær léttar og mjúkar, nota bara meira hveiti til að fletja út. Hveitikökurnar eru ýmist skornar út undan diski eða bara flattar út hver fyrir sig. Pikkað í þær með gaffli og bakaðar á þurri pönnu við mjög vægan hita.

Krem: 70 gr suðusúkkulaði 3 eggjarauður 4 msk flórsykur 1 peli rjómi

Súkkulaði brætt, eggjarauður og flórsykur þeytt saman, rjómi þeyttur. Svo er öllu blandað saman.

Aðferð:

Púðursykurmarengs: 3 eggjahvítur 3 dl púðursykur (helst ljós) ½ tsk lyftiduft Aðferð: Þeytt vel og bakað við

150°C í 45-60 mínútur.

1 heil dós perur (botninn vættur með safa úr dós) Aðferð: Sett saman í þessari röð: marengs, krem, svampbotn, perur og svo restin af kreminu ofan á.


2 01 5 Hluti af dömunum í Kvenfélagi Svínavatnshrepps bragða á dásemdunum í Dalsmynni.

Ég knús mitt til kvenna sendi í kærleik er einmana þyrstur. Hjá þér vil að ljósið lendi í lífinu erum við systur. Í sannleika vil ég segja að sálin mín er svona. Þið allar hver einasta meyja nú elskið að vera kona.

Guðrún H. Baldursdóttir

Stríðsterta 100 gr sykur 160 gr smjör 2 stk egg 160 gr haframjöl 135 gr hveiti 110 gr döðlur 2 tsk matarsódi niðursoðnir ávextir með safa Rjómi: 2½ dl rjómi ½ tsk vanilludropar 2 msk flórsykur 2 msk Nesquick

Aðferð: Ég set flórsykur og Nesquick saman við rjómann en það má sleppa því. Súkkulaði: 150 gr súkkulaði Aðferð: Vinnið saman sykur

og smjör þar til létt og ljóst.

Setjið egg út í eitt í einu, setjið því næst hveiti og natron út í. Hakkið döðlurnar niður og blandið þeim út í ásamt haframjölinu og vinnið rólega saman. Setjið deigið í 26 sm form og bakið við 180°C í 20-22 mínútur. Þegar botninn er orðinn kaldur eru perurnar lagðar ofan á. Bleytið örlítið í botninum með safanum. Þeytið rjóma og vanillu saman og setjið óreglulega yfir botninn. Skerið niður jarðarber og aðra álíka ávexti og raðið yfir. Saxið niður súkkulaði og stráið óreglulega yfir tertuna. Látið tertuna standa minnst 3-5 tíma áður en hún er borin fram.

Kristín Rós Sigurðardóttir

Tindadraumurinn Botn: 100 gr suðusúkkulaði 100 gr karamellufyllt súkkulaði 100 gr smjörlíki 4 msk síróp 4 bollar rice crispies Ofan á botn: 1 ½ dl þeyttur rjómi Karamellubráð: 25-30 töggur eða 1 poki rjómakúlur Aðferð: Súkkulaði, smjörlíki og síróp er brætt

saman í potti. Rice crispies hrært saman við blönduna í pottinum. Sett í form og kælt í ísskáp. Rjóminn þeyttur og settur á botninn. Töggur/ rjómakúlur og rjómi er brætt saman í potti við vægan hita, síðan kælt og látið leka yfir rjómann ofan á kökunni.

Guðrún Sigurjónsdóttir

Kúlu-draumaterta Svampbotn: 3 stk egg 105 gr sykur 45 gr hveiti 50 gr kartöflumjöl 1 tsk lyftiduft Marengs: 3 eggjahvítur 150 gr sykur

Bakaður við 100°C í 2 klst Krem: 3 stk eggjarauður 5 msk flórsykur 70 gr brætt súkkulaði 1 peli þeyttur rjómi

Skreyting: ½ l rjómi konfekt Aðferð: Rauðurnar og flórsykur þeytt saman, bræddu súkkulaði blandað saman við og þeytt vel á meðan. Rjómi þeyttur og öllu blandað varlega saman. Kakan sett saman: Svampbotn, 1 cm lag þeyttur rjómi, annað eins af kremi, síðan marengs, rjómi og afgangur af kreminu efst og síðast skreytt með þeyttum rjóma utan með.

Guðrún H. Baldursdóttir

Mömmukossar 500 gr hveiti 215 gr Akra smjörlíki 115 gr sykur 1 stk egg 8 msk Tatelyle síróp 2 tsk matarsódi 1 tsk kanill 1 tsk negull ½ tsk engifer ½ tsk allrahanda

Smjörkrem: 100 gr Akra smjörlíki 150 gr flórsykur 1 stk eggjarauða 1 tsk vanilla

Aðferð: Allt hnoðað saman kalt og flatt þunnt út. Skerið hringlaga kökur með móti eða glasi. Bakið við 180°C þar til þær eru ljósbrúnar.

Jóhanna Gunnlaugsdóttir

Rækjuforréttur 300 gr rækjur 1 laukur 30 gr smjör 1-2 tsk karrý 1 rautt epli (afhýtt og skorið í litla bita) 1 græn paprika (skorin í litla bita) ½ dl vatn 1 teningur fiskikraftur 1 msk tómatsósa ¼ l rjómi ½ tsk paprikuduft ½ tsk salt 2-3 dl soðin hrísgrjón

Aðferð: Laukur brytjaður og látinn krauma í smjöri með karrý. Epli og paprika sett út í. Vatn, tómatsósa, fiskikraftur, paprikuduft, salt og rjómi sett í og látið sjóða í 10-15 mínútur. Sett í fallegar skálar: Soðnu hrísgrjónin, rækjurnar og gumsið yfir. Skreytt með ferskri steinselju og rækjum.

23


24

2 01 5

Ljós verða tendruð

Það verður jólastemning á Sauðárkróki laugardaginn 28. nóvember Ljós verða tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi kl. 15:30. Jólatréð er gjöf frá Kongsberg, vinabæ Skagafjarðar í Noregi. Mætum hress og kát í aðventustemninguna á Króknum! Áramótabrennur í Skagafirði á gamlárskvöld

HOFSÓS Kveikt verður í brennu á Móhól kl. 20:30. Flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Grettis kl. 21:00. HÓLAR Kveikt verður í brennu sunnan við Víðines kl. 20:30. Flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Grettis kl. 21:00. SAUÐÁRKRÓKUR Kveikt verður í brennu kl. 20:30. Flugeldasýning Skagfirðingasveitar kl. 21:00. VARMAHLÍÐ Kveikt verður í brennu við afleggjarann upp í Efri-Byggð kl. 20:30. Flugeldasýning Flugbjörgunarsveitarinnar kl. 21:00.

Sveitarfélagið Skagafjörður óskar íbúum Skagafjarðar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Jóladagatal Skagafjarðar er á www.skagafjordur.is

Aldan stéttarfélag færir félagsmönnum sínum, sem og landsmönnum öllum, bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári

Borgarmýri 1

550 Sauðárkrókur

Sími 453 5433

www.stettarfelag.is

G

Menningarhúsið Miðgarður óskar ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. midgardur.skagafjordur.is


2 01 5 Steinn Rögnvaldsson bóndi á Hrauni á Skaga

Jólin mín UMSJÓN

Ómissandi að mæta í hangiketið hjá móður minni á jóladag

Berglind Þorsteinsdóttir

Sigrún Hauksdóttir frá Brekku, varaoddviti Húnavatnshrepps

Langar í gott ullarteppi og góða bók til að lesa Jólin eru... tími friðar og gleði og samveru með fjölskyldunni. Hvað kemur þér í jólaskap? -Lykt af greni, hangikjöti og húsgagnabóni á sama tíma og hlustað er jólakveðjur og jólalög í útvarpinu.

Hjónin Merete Rabölle og Steinn Rögnvaldsson í fjárhúsinu á Hrauni. MYND: BÞ

Jólin eru... hátíð ljóss og friðar.

Hvað er besta jólalagið? -Litla jólabarn.

Hvað kemur þér í jólaskap? -Þegar jólalögin byrja að hljóma í útvarpinu.

Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? -Hitta fjölskylduna.

Hvað er besta jólalagið? -Get ekki gert upp á milli, mörg frábær.

Hvað langar þig í jólagjöf? -Góða bók til að lesa á jólunum og gott ullarteppi til að liggja undir meðan bókin er lesin.

Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? -Mæta í hangiketið á jóladag hjá móður minni, sem og fara til jólamessu hjá henni séra Sigríði Gunnarsdóttur.

Bakar þú fyrir jólin? -Já, það hef ég gert en hef dregið úr því síðustu ár í hlutfalli við fækkun þeirra sem eru á heimilinu.

Hvað langar þig í jólagjöf? -Besta jólagjöfin er að vera með börnin okkar öll heima á jólunum.

Hver er uppáhalds smákökusortin þín? -Mömmukökur sem eru bakaðar nógu snemma til að vera orðnar mjúkar af kreminu þegar maður fer að stelast í staukinn á aðventunni.

Bakar þú fyrir jólin? -Ekki náð svo langt enn.

Linda Gunnarsdóttir skólaliði í Varmahlíðarskóla

Hlustar á Jólaköttinn með Björk allavega einu sinni hver jól Jólin eru... yndislegur tími sem lýsir upp svartasta skammdegið með hátíðleika, fallegum jólaljósum, kertaljósum, jólasöngvum, gleði og samveru með fjölskyldu og vinum.

Hver er uppáhalds smákökusortin þín? -Sprautukökur hafa alltaf freistað mín óskaplega mikið.

Helgi Sæmundur Guðmundsson tónlistarmaður og háskólanemi frá Sauðárkróki

Grýlukanilkaffi og Sauðárkrókur kemur mér í jólaskapið Jólin eru... besti tími ársins. Hvað kemur þér í jólaskap? -Grýlukanilkaffið og Sauðárkrókur. Mér tekst ekki að komast í jólaskap fyrr en ég er kominn heim.

Hvað kemur þér í jólaskap? -Ég syng í kirkjukór og það fer alltaf smá jólafiðringur um mig þegar við byrjum að æfa jólasálmana fyrir aðventuhátíðina.

Hvað er besta jólalagið? –Ó helga nótt í útgáfu Egils Ólafssonar.

Hvað er besta jólalagið? -Svo mörg dásamleg jólalög en ég er búin að halda upp á eitt jólalag í mörg ár, finnst ómissandi að heyra það allavega einu sinni fyrir jólin, en það er lagið Jólakötturinn með Björk.

Hvað langar þig í jólagjöf? -Mér finnst skemmtilegast að láta koma mér á óvart, þess vegna geri ég aldrei neinn gjafalista. En mig langar reyndar í nýjan síma, þeir eru bara svo dýrir að það er best að ég kaupi hann sjálf.

Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? -Að vera með fjölskyldunni, það er svo dásamlegt. En mér finnst líka ómissandi að syngja við hátíðarmessu í Víðimýrarkirkju um miðnættið á aðfangadagskvöld, það er svo sérstök stemming að syngja í gamalli torfkirkju við kertaljós og tónana frá gamla fótstigna orgelinu.

Bakar þú fyrir jólin? –Já, ég baka svona fjórar til fimm sortir. Hver er uppáhalds smákökusortin þín? -Þær kallast „kossar“ hérna á mínu heimili. Þetta eru smákökur sem eiginmaðurinn fékk alltaf á sínu bernskuheimili og fékk ég uppskriftina hjá tengdamömmu. Mjög góðar, með kremi á milli.

Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? -Körfubolti í barnaskólanum, horfa á NBA, fara í Skaffó og keyra út jólakortin. Hvað langar þig í jólagjöf? -Tímavél, svo ég geti hætt að vera svona gamall. Bakar þú fyrir jólin? -Ég baka ekki en ég get verið ómetanlegur félagsskapur og DJ á meðan bakað er. Hver er uppáhalds smákökusortin

þín? -Það hljómar mjög undarlega en piparkökur með smá gráðosti ofan á er það besta sem ég hef fengið. Svo er önnur tegund sem ég veit ekki hvað heitir en mamma bakar það öll jól. Ég þarf að spyrja hana.

25


26

2 01 5 Geirmundur Valtýsson gefur út geisladiskinn Skagfirðingar syngja

Rammskagfirsk plata komin út Tónlistarmanninn Geirmund Valtýsson þarf ekki að kynna Kristín S. Einarsdóttir fyrir Skagfirðingum né öðrum landsmönnum, enda hefur hann verið að í áratugi og slær hvergi af. Nýjasta framlag Geirmundar er platan Skagfirðingar syngja, þar sem hann teflir fram fjölda nýrra laga, í flutningi hinna ýmsu Skagfirðinga á öllum aldri. Auk þess eru textahöfundarnir flestir skagfirskir. Diskurinn er nýkominn í verslanir og tvennir útgáfutónleikar verða í Miðgarði sunnudaginn 6. desember, en heiðursgestur á tónleikunum er engin önnur en söngkonan Diddú. VIÐTAL

Lögin á disknum eru öll eftir Geirmund og textarnir flestir eftir skagfirska höfunda. „Það eru þarna nokkrir textar sem voru komnir áður, eftir Kristján Hreinsson og Þorstein

Eggertsson, sem var „textahöfundur Íslands“ á tímabili,“ segir Geirmundur. Tíu laganna eru glæný úr smiðju sveiflukóngsins en fjögur þeirra voru til í handraðanum, án þess þó

Skagfirðingar syngja: Lögin eru öll eftir Geirmund. 1. Sunna TEXTI: Árni Gunnarsson. SÖNGUR: Sveinn Rúnar Gunnarsson og Erna Rut. 2. Það varst þú TEXTI: Hilmir Jóhannesson. SÖNGUR: Róbert Óttarsson. 3. Ótrúlega blá TEXTI: Kristján Hreinsson. SÖNGUR: Hreindís Ylva Garðarsdóttir. 4. Úllala TEXTI: Kristján Hreinsson. SÖNGUR: Sigurlaug Vordís. 5. Lífið og lækurinn TEXTI: Sigurður Hansen. SÖNGUR: Bergrún Sóla Áskelsdóttir og Sigvaldi Gunnarsson. 6. Hvar sem ég er TEXTI: Geirmundur Valtýsson. SÖNGUR: Sigvaldi Gunnarsson. 7. Ég gæti TEXTI: Geirmundur Valtýsson. SÖNGUR: Anna Karen Hjartardóttir. 8. Söknuður TEXTI: Þorleifur Konráðsson. SÖNGUR: Valdís Valbjarnardóttir. 9. Skagfirðingar syngja TEXTI: Sigurður Hansen. SÖNGUR: Álftagerðisbræður. 10. Viðvíkursveit TEXTI: Anna Þóra. SÖNGUR: Ólöf Ólafsdóttir. 11. Söngur um söng TEXTI: Kristján Örn Kristjánsson. SÖNGUR: Róbert Gunnarsson. 12. Skagafjörður TEXTI: Ingimar Bogason. SÖNGUR: Árni Geir og Jóhann Björn Sigurbjörnssynir. 13. Drangey TEXTI: Anna Þóra Jónsdóttir. SÖNGUR: Ásgeir Eiríksson. 14. Hvað ertu að hugsa um að gera í kvöld? TEXTI: Þorsteinn Eggertsson. SÖNGUR: Geirmundur Valtýsson og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir.

að hafa komið út áður. „Það er meira en ár síðan þessi hugmynd kviknaði hjá mér, að gefa út plötu með eintómum Skagfirðingum. Ég hélt að hún yrði aldrei að veruleika en mér var afskaplega vel tekið alls staðar þar sem ég bar niður. Ég reyndi að finna fólk sem ég vissi að hafði verið að syngja og upptökur hafa gengið afskaplega vel,“ bætir hann við, aðspurður um tilurð plötunnar. Sjálfur segist hann ekki skilja það sjálfur hvar hann finni tíma til að semja tónlistina. „Ég er eiginlega að verða hissa á þessu sjálfur. Ég á aldrei nein lög á lager. En ef maður sest niður og setur sig í stellingar þá kemur þetta einhvern veginn. Ég hef nú ekki gert mikið af textum, en ég á nú tvo á þessari plötu. En ég er fljótari að gera lagið ef textinn er til fyrir.“ Söngvararnir sem koma fram eru allt frá því að vera ungir krakkar til reyndra stórsöngvara. Yngstar eru barnabörnin Anna Karen og Valdís, sem einnig sungu með afa sínum á útgáfutónleikum jólaplötunnar Jólastjörnur

Okkar bestu óskir um gleðilega hátíð og farsæld á komandi ári

Geirmundar fyrir jólin 2013. „Við erum aldursforsetar ég og Álftagerðisbræður, svo held ég að Ásgeir Eiríksson komi næstur, en aldur er náttúrulega afstæður,“ segir Geirmundur. Hann segir samstarfið hafa gengið sérlega vel og allir hafi hliðrað til og látið upptökurnar, sem fram fóru í Reykjavík og Skagafirði, ganga upp. Allir sem koma við sögu á plötunni munu jafnframt koma fram á tvennum útgáfutónleikum í Menningarhúsinu Miðgarði, ásamt sérstökum heiðursgesti. „Það eru tónleikar klukkan sex og aðrir klukkan hálfníu. Þeir sem hafa áhuga á því og eru vanir því að sofna

klukkan hálftíu geta komið klukkan sex. Hljómsveit Villa Guðjóns mun leika undir á tónleikunum og útsetningin verður sú sama og á plötunni. Svo er rúsínan í pylsuendanum, það er Diddú, hún er heiðursgestur kvöldsins. Hún hefur ekki sungið með mér hér norðan heiða áður, en hún söng að vísu í fyrra í Austurbæ, þegar ég var með jólatónleika þar, hún er alveg ótrúleg,“ segir Geirmundur. Á tónleikunum verður hægt að tryggja sér eintak áritað af söngvurunum sem koma við sögu. Hefti með myndum af þeim öllum, ásamt söngtextum, fylgir plötunni.

útibúið Sauðárkróki


2 01 5

Við óskum ykkur Skagfirðingum og viðskiptavinum okkar nær og fjær GLEÐILEGRA JÓLA og farsældar á komandi ári. Þökkum fyrir frábæran stuðning og hlýhug í okkar garð á árinu sem er að líða. Félagar í Gallerí Alþýðulist

OPNUNARTÍMI

Í NÓVEMBER & DESEMBER 27. og 28. nóv. kl. 13 - 17 4. og 5. des. kl. 13 - 17 11. og 12. des. kl. 13 - 17 18. og 19. des. kl. 13 - 17

Verið velkomin með Meguiar’s bílahreinsivörum Eigum mikið úrval af hágæða bílahreinsivörum frá Meguiar’s

Verið velkomin í Kjarnann!

Bílaverkstæði KJARNANUM

HESTEYRI 2

550 SAUÐÁRKRÓKUR

SÍMI 455 4570

27


28

2 01 5 Skagfirðingarnir Hallgrímur Eymundsson og Rúnar Björn Herrera skelltu sér til Asíu

Ævintýraleg jól í Austurlöndum fjær Í desember á síðasta ári fóru Berglind Þorsteinsdóttir félagarnir Hallgrímur Eymundsson frá Saurbæ í Skagafirði og Rúnar Björn Herrera frá Sauðárkróki, ásamt Önnu Dóru kærustu Rúnars, í ógleymanlega skemmtiferð til Asíu þar sem þeir eyddu hátíðunum. Þau ferðuðust til Bangkok, Hua Hin og Chiang Mai í Norður Tælandi, og einnig til Kambódíu. Undirbúningurinn fyrir ferðina tók um hálft ár en þau voru erlendis í einn mánuð, heimsóttu ótal staði og héldu stífa dagskrá, milli þess sem þau nutu lífsins. Blaðamaður Feykis tók félagana tali og fékk að heyra ferðasöguna. UMFJÖLLUN

Hallgrímur og Rúnar við Doi Suthep hofið í Chiang Mai. MYNDIR: ÚR EINKASAFNI

„Anna Dóra hafði verið skiptinemi í Tælandi og var lengi búið að dreyma um að fara með mér þangað. Við fórum að tala um þetta og ákváðum að skella okkur,“ útskýrir Rúnar, aðspurður um hvernig það kom til að þau ákváðu að skella sér í reisuna. Anna Dóra sá um skipulagningu ferðarinnar en taka þurfti tillit til aðgengismála þar sem félagarnir notast báðir við hjólastól og ekki bara venjulega hjólastóla, heldur níðþunga rafmagnshjólastóla, eins og þeir segja sjálfir. Þau nýttu sér ferðaskrifstofur sem sérhæfa sig í ferðum fyrir hreyfihamlað fólk, t.d. var það hreyfihamlaður maður

sem rak gistinguna sem þau voru í á Chiang Mai og í Hua Hin gistu þau í húsi í eigu fatlaðs manns, en því fylgdi bílstjóri og bíll með rampi. Þá voru leiðsögumennirnir, sem fóru með þau út um hvippinn og hvappinn, með aðgengismál þeirra staða sem farið var á á tæru áður haldið var af stað. „Við fórum talsvert víða. Vinnufélaga mínum, sem bjó í Tælandi í mörg ár, leist ekkert á þetta plan hjá okkur því honum fannst það alltof viðamikið. En þetta gekk allt upp stóráfallalaust,“ segir Hallgrímur og brosir. Ferðalagið frá Íslandi tók 20 klukkustundir, flogið var í gengum Noreg beint til Bangkok í Tælandi og þaðan var þeim ekið á fyrsta viðkomustaðinn, Hua Hin. Þar segir Rúnar að sér hafi

liðið sérlega vel, þar var veður gott, hvorki of heitt né kalt. „Ég elska sól og blíðu. Það var oft heitt en það er þægilegra en að vera of kalt,“ segir hann. Hallgrímur lýsir Hua Hin sem fallegum strandbæ. Við ströndina er hátt fjall og á toppi þess eru gamlar hofrústir með ótal buddha styttum, en þar eru líka heimkynni tugþúsunda apakatta. Hallgrímur rifjar upp þegar þeir keyptu ís sem hægt var að kaupa við hofið og þá þyrptust að þeim ótal litlir apar sem vildu fá ís. Eftir fimm daga afslappelsi í Hua Hin tók við strangt prógram sem byrjaði með flugi frá Bangkok norður til Chiang Mai, sem er önnur stærsta borg Tælands. „Á flugvellinum í Chiang Mai tók leiðsögumaður fagnandi á móti okkur, stórskemmtilegur karl og algjör snillingur. Maður brosti frá því maður sá hann þangað til maður kvaddi hann. Hann var svo mikið krútt og fyndinn,“ segir Rúnar. Leiðsögumaðurinn var með þau í skipulögðum ferðum hvern einasta dag og fór með þau víða, t.d. í dýraog blómagarða, að skoða falleg buddhahof og upp á topp hæsta fjalls Tælands. „Við fórum að skoða mjög frægt buddha hof sem heitir Doi Suthep en þar er mjög fallegt útsýni yfir borgina. Þangað kemur fólk alls staðar að úr Asíu í pílagrímsferð og því var mikið af asískum túristum þar,“ segir Hallgrímur. Einn daginn keyrðu þau eftir löngum hlykkjóttum vegi upp á Doi Inthanon, hæsta fjall Tælands. Á leiðinni niður komu þau við hjá fallegu hofi en Hallgrímur sagði þá ekki hafa komist í það. Þangað lágu langar steintröppur og meira að segja rúllustigi, en hann sagði það hafi komið þeim að litlu gagni. Í Chiang Mai heimsóttu þau einnig dýra- og slöngugarð. Í dýragarðinum skoðuðu þau pandabirni og sædýrasafn en í slöngugarðinum fengu þeir að prófa halda á slöngu. Aðspurðir um hvort þeir hafi ekki orðið hræddir svara þeir

n e it an d i . „Það var rosalega þægilegt að hafa slönguna utan um hálsinn. Það var svo heitt þarna og slangan er rosalega mjúk og köld, henni líkaði líka vel að vera á mér, hún fékk hitann frá mér og ég á móti kuldann frá henni,“ segir Hallgrímur brosandi.

„Jólin koma á hverju ári en við erum einstakir“

Eftir dvölina í Chiang Mai héldu þeir aftur til Bangkok en þar gistu þeir á flugvallarhóteli áður en þeir keyrðu snemma dags til Kambódíu. Þegar til Bangkok var komið var klukkan að slá sex á aðfangadagskvöld. „Ég man að í anddyri flugvallarhótelsins var jólatré og fyrir framan það stóð gervijólasveinn. Ég stillti mér upp fyrir myndatöku, þá kom líka jólaveinastelpa og stillti sér upp við hliðina á mér,“ segir Hallgrímur og hlær. Þau eyddu aðfangadagskvöldi á fínum veitingastað hótelsins og gæddu sér ýmsum kræsingunum sem þar voru á boðstólnum. Eldsnemma næsta dag, jóladag, var ekið til Kambódíu. Hallgrímur og Rúnar segja mikinn mun á löndunum, Tæland og Kambódía séu gjörólíkir menningarheimar, að fara yfir til Kambódíu sé eins og að fara marga áratugi aftur í tímann. Það var strax við vegabréfaeftirlitið sem Hallgrímur fékk hálfgert menningarsjokk. „Þar var maður sem kom og tók töskurnar okkar. Hann var með stóran trévagn, á stórum tréhjólum, sem hékk utan um mittið, eins og maður ímyndar sér fyrir hest. Töskunum var hlaðið á vagninn og það var þvílíkt staflað á þá af töskum og alls konar varningi,“ rifjar Hallgrímur upp. Þá segja þeir viðbrögð Kambóda við hjólastólunum hafa verið

Hallgrímur hress á hóteli í Bangkok á aðfangadagskvöld.

kostuleg, eins og Rúnar lýsir því. „Eitt sinn var ég staddur á götumarkaði og ég varð alveg var við það að fólk var að benda á mig. Toppurinn var svo þegar það var einhver kona sem lá upp á borði, hrökk alveg í kút þegar hún sá mig og kallaði á kambódísku: „Hey, sjáið þið,“ segir hann og hlær. Svipað atvik átti sér stað þegar þeir komu á hótelið sitt á jóladag. Það var glæsilegt fimm stjörnu hótel sem búið var að skreyta hátt og lágt. Fyrir utan var risastórt gervijólatré og garðurinn allur upplýstur. Amerísk jólalög ómuðu allt um kring og múgur og margmenni mætti á staðinn með börnin sín til að skoða jólaljósin. „Við Halli fórum út og það var eins og Justin Bieber væri mættur að svæðið. Fólkið myndaði hring í kringum okkur, horfði á okkur og tók myndir - það var ekkert að hika við það. Við vorum eins og þvílíkir celebrities,“ segir hann í gamansömum tón. „Jólin koma á hverju ári en við erum einstakir þarna,“ bætir Hallgrímur við og hlær.

Tomb Rider hofið flottast

Fyrir utan eftirminnileg atvik þegar félagarnir sáu tígrisdýr, fóru í bátsferð í Kambódíu og brögðuðu á ýmsum smádýrum, s.s. engisprettum, snák og tarantúllu, þá segja Hallgrímur og Rúnar hofrústirnar í Angkor Wat standa einna helst upp úr ferðalaginu. Angkor Wat hofið er byggt á 12. öld og er á heimsminjaskrá UNESCO. „Það er stærsta trúarlega bygging í heimi og er umfangið gríðarlegt,“ segir Hallgrímur. Hofið segir


2 01 5

Gleðileg jól Jólatilboð á heimillistækjum frá Bosch og Siemens

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki óskar íbúum Norðurlands vestra, nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Sími: 453 5481 Sæmundargata 1, Sauðárkróki

Innritun fyrir vorönn 2016 stendur yfir og lýkur 15. desember. Sótt er um á heimasíðu skólans www.fnv.is undir hlekknum Rafræn umsókn. Hagstæð heimavist í boði Nánari upplýsingar á heimasíðu skólans: www.fnv.is og á skrifstofu í síma 455 8000.

FJÖLBRAUTASKÓLI NORÐURLANDS VESTRA Á SAUÐÁRKRÓKI Nánari upplýsingar á www.fnv.is eða í síma 455 8000

Kveikt á jólatré

sunnudaginn 6. desember kl. 17:00 við Félagsheimilið Hvammstanga og von er á jólasveinum Húnaþing vestra

Upplifum jólastemmingu saman!

Dögunarrækja er hátíðarmatur Gæði - Ferskleiki - Hollusta

29


30

2 01 5

Jólin helgast af kærleika

Gjafakort Hjá Fótspori Lovísu Kærleiksgjöf handa þeim sem þér þykir vænt um Gleðileg hátíð

þakka góð kynni, sjáumst hress

Lovísa Jónsdóttir, fótaaðgerðarfræðingur 896 0871 Aðalgötu 20b,Sauðárkróki

Gleymdu ekki

hárinu fyrir jólin

Við erum farnar að taka niður tímapantanir fyrir jól og tökum vel á móti þér. Erum einnig með fjölbreytt úrval af gæða hársnyrtivörum í harða pakkan á góðu verði. Útbúum gjafabréf að vali hvers og eins.

Verid velkomin-Hrönn, Oddný, Lovísa & Audur AÐALGATA 9 - S: 453 5131

Kúnst óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, með þökk fyrir viðskiptin í 25 ár.

Opnunartími íþróttamannvirkjanna yfir jólin:

Sauðárkrókur Hofsós Varmahlíð Íþróttahús SKR 21. des. Kl. 06:50-20:30 Kl. 07:05-13:05 Kl. 16:00-22:00 Kl. 08:00-24:00 Kl. 17:15-20:15 22. des. Kl. 06:50-20:30 Kl. 07:05-13:05 Kl. 16:00-20:00 Kl. 08:00-24:00 Kl. 17:15-20:15 23. des. Kl. 06:50-20:30 Kl. 07:05-13:05 Lokað Lokað Kl. 17:15-20:15 24. des. Kl. 09:00-12:00 Kl. 09:00-12:00 Lokað Lokað 25. des. Lokað Lokað Lokað Lokað 26. des. Lokað Lokað Kl. 10:00-16:00 Kl. 10:00-18:00 27. des. Kl. 10:00-16:00 Kl. 11:00-15:00 Lokað Lokað 28. des. Kl. 06:50-20:30 Kl. 07:05-13:05 Kl. 16:00-22:00 Kl. 08:00-24:00 Kl. 17:15-20:15 29. des. Kl. 06:50-20:30 Kl. 07:05-13:05 Kl. 16:00-20:00 Kl. 08:00-24:00 Kl. 17:15-20:15 30. des. Kl. 06:50-20:30 Kl. 07:05-13:05 Kl. 16:00-20:00 Kl. 08:00-24:00 Kl. 17:15-20:15 31. des. Kl. 09:00-12:00 Kl. 09:00-12:00 Lokað Lokað 1. jan. Lokað Lokað Lokað Lokað 2. jan. Kl. 10:00-16:00 Kl. 11:00-15:00 Kl. 10:00-16:00 Kl. 10:00-18:00 Starfsfólk íþróttamannvirkja sveitarfélagsins óskar öllum gestum sínum nær og fjær, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Hlökkum til að taka á móti sem flestum gestum á nýju ári.


2201 0155 Hópurinn fyrir framan Angkor Wat hofið í Kambódíu en hofið er á heimsminjaskrá UNESCO.

hann í miðjum frumskógi. Að því liggi um tveggja metra hár upphlaðinn vegur sem fer yfir síki umhverfis hofið. Leiðsögumaður þeirra þurfti að útvega sérstakt leyfi til að fara með þau þessa leið að hofinu en það er alla jafna lokað almenningi, hinn almenni ferðamaður þarf að fara upp langar tröppur. „Við keyrðum alveg að hofinu og fórum síðan um stall fyrir utan hofið. Þar

náðum við að klöngrast upp og komumst hringinn í kringum hofið,“ segir Hallgrímur. Rúnar segir að það hafi verið tilkomumikil sjón en bætir við að þar hafi verið ansi heitt. „Við fórum líka í annað hof sem var notað í gerð kvikmyndarinnar Tomb Rider, það var flottasta hofið. Skógurinn var búinn að vaxa inn í það og yfirtaka veggina, það var rosalega flott að sjá það,“ segir Rúnar. Hallgrímur tekur undir og eru þeir sammála um að það hafi verið flottasta hofið. „Fræ

hafa sáð sér í veggi hofsins og tré vaxið útum alla veggi, ræturnar eru risa stórar og hafa grafið sig innan um allt,“ útskýrir Hallgrímur. Við hofið voru framkvæmdir í gangi og gátu þeir því komist þar inn, í gegnum gat á veggnum, og upp ramp sem settur hafði verið fyrir jarðýtu. „Það var mesta upplifunin fyrir okkur af því við sáum svo mikið þar,“ segir Hallgrímur. Þeir félagið segja ferðalagið hafa verið ógleymanlega upplifun og að gaman hafi verið að kynnast menningunni þar ytra. Þeir halda ferðalögum ótrauðir áfram, Rúnar og Anna Dóra eru á leiðinni til Tælands á ný í desember og Hallgrímur stefnir á ferðalag með fjölskyldunni til Tenerife í janúar.

BÓKABOX: FRÁ 1.990,KLUKKUR: 1.990,- STK

KÚLULJÓS: 7.990,-

KERTASTJAKAR: FRÁ 990,-

STYTTUR: FRÁ 990,-

KRUKKUGLÖS: 790,- STK SNYRTIBORÐ: 39.900,PAPASAN STÓLL: 12.990,PULLA: 9.990,HNÖTTUR 50CM: 16.990,HNÖTTUR 45CM: 15.990,-

3 fyrir 2 af púðum PÚÐAR: FRÁ 1.990,BÓKABOX: FRÁ 1.990,HNÖTTUR 34CM: 12.990,-

Eitthvað fallegt í jólapakkann Smáratorgi 522 7860 • Korputorgi 522 7870 • Glerártorgi 522 7880 • www.pier.is

BÚDDASTYTTA F/KERTI: 5.990,-

Jólin í vinnunni : Róbert Örn Jónsson, kúabóndi í Réttarholti í Blönduhlíð

Í ófærðinni fyrstu jólin sótti hann kærustuna á snjósleða fram í sveit Róbert Örn Jónsson og eiginkona hans, Annika Webert, eru kúabændur í Réttarholti í Blönduhlíð í Skagafirði. Kýrnar gera engan greinarmun á hátíðisdögum og virkum dögum og þar sem ekki er róbót í fjósinu þarf mannshöndina til að mjólka þær bæði kvölds og morgna. „Þegar maður er kúabóndi án róbóts, þarf að mjólka kýrnar tvisvar á dag alla daga ársins. Eru jólin enginn undantekning á því. Þar sem maður þekkir ekkert annað þá finnst manni þetta ósköp eðlilegt. Á aðfangadagskvöld er farið heldu fyrr til mjalta. Það er hefð fyrir því að borða hamborgarhrygg á aðfangadagskvöld og þar sem við erum fimm systkininn þá er oft margt um manninn hér um jólin. Jólasiðir breytast ekki en þeir hafa þróast í takt með búskapnum. Varðandi tímasetningar þá verða aðrir í fjölskyldunni bara að bíða þar til allir eru tilbúnir. Möndlugrauturinn á aðfangadag og svo hangikjötið og ilmurinn af því á jóladag eru ómissandi jólahefðir,“ segir Róbert. Aðspurður um eftirminnilega viðburði eða augnablik tengt jólahaldi rifjar hann upp fyrstu jólin með eiginkonunni: „Þegar við hjónin vorum í tilhugalífinu og okkar fyrstu jól var allt ófært í sveitinni. Svo ég fór á snjósleðanum fram í sveit til að ná í hana svo við gætum eytt jólunum saman.“

UMSJÓN

Kristín Sigurrós Einarsdóttir

31


32

2 01 5

Gleðileg jól Kaupfélag Skagfirðinga sendir bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár – þökkum árið sem er að líða.

Kaupfélag Skagfirðinga Ártorgi 1 550 Sauðárkrókur & +354 455 4500 www.ks.is

Við óskum þér gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða!

Þetta og margt fleira, það borgar sig að renna við.

Nýjar vörur frá Bateman: Grindur * Hlið * Gjafagrindur * Rekstrargangar * Fjárvogir Rafgeymar * Kjarnfóður * Spænir * Sag Kuldagallar * Verkfæri * Vatnsdallar, ný sending

Kaffi og smákökur á aðventunni !

Kálfaduft * Steinefni * Gæludýrafóður ...allt á

15%

afslætti fram að áramótum

Fullt af nýjum vörum frá 66°Norður

560 VARMAHLÍÐ & 453 8888 www.velaval.is

Sjóvá

Opnunartími yfir hátíðarnar: 28., 29., 30. des. er opið frá kl. 10-14 Lokað aðfangadag og gamlársdag.

440 2000

Aðventan og hátíðarnar eru skemmtilegur tími og í mörgu að snúast. Við óskum þér og þínum gleðilegra jóla og góðrar skemmtunar við jólaundirbúninginn. sjova.is


2 01 5 Barnabókin Sokkaskrímslið er hugarfóstur mæðginanna Írisar Aspar Sveinbjörnsdóttur og Adams Baltasars Friðrikssonar

„Mjög ýkt sannsöguleg saga“ VIÐTAL

Berglind Þorsteinsdóttir

Út er komin barnabókin Sokkaskrímslið en það er Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir sem er höfundur bókarinnar. Sagan er byggð á fjölskyldunni hennar, þar sem Adam Baltasar sonur hennar, er sögumaðurinn. „Hann býr í litlu krúttlegu húsi á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni þar sem einn daginn fara undarlegir hlutir að gerast - sokkarnir byrja að hverfa á svo undarlegan hátt. Þá kviknar spurningin um hvort það sé Sokkaskrímsli í húsinu,“ segir Íris um söguþráð bókarinnar. Íris er uppalin á Sauðárkróki, dóttir Sveinbjörns Ragnarssonar, varðstjóra í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Maríu Lóu Friðjónsdóttur, rekstrarstjóra hjá Menningarfélagi Akureyrar. Íris er búsett í Flórens á Ítalíu, ásamt eiginmanni sínum Friðrik Arilíussyni og tveim börnum af fimm. „Þrjú á ég sjálf og tvö fékk ég í „bónus“ með eiginmanninum, svo eigum við hundinn Trygg,“ segir hún glöð í bragði. Friðrik stundar nám í klassískum söng í Flórens og Íris er að ljúka BA námi í grafískri hönnun við háskóla þar í borg. Sokkaskrímslið er fyrsta bók Írisar, alfarið unnin af henni, í sameiningu með Adam, en hugmyndin að henni kviknaði yfir notalegu

Íris og Adam. MYND: ÚR EINKASAFNI

kvöldspjalli fyrir svefninn. „Þegar Adam var að detta í fimm ára aldur vorum við að spjalla saman fyrir svefninn, sem maður gerir svo oft, og hann tekur mig með sér í sinn hugarheim. Umræðan fer í að ræða hversu undarlegt það sé að sokkarnir okkar hverfa alltaf annað slagið og uppúr þessu spjalli varð til þessi ýkta saga, byggð á sönnum heimildum sem ég skrifaði niður og ákvað að einhvern tímann myndi ég prenta hana út fyrir hann til að eiga. Svo verður hún einhvernvegin óvart að skúffufóðri,“ rifjar hún upp. Í fyrra var Íris í áfanga í skólanum þar sem hún átti að gera litla sögu frá A til Ö, þ.m.t. uppsetningu,

umbrot, teikningar, frágang og prentferli. „Þá sá ég tækifæri til að vinna hana alla leið, spýtti í lófana og kláraði 40 síðna söguna okkar Adams þar. Bókin fékk svo fínar undirtektir í skólanum af kennurum að ég fór að huga að því hvort hún ætti erindi inná fleiri krúttleg heimili…,“ segir hún.

„Þetta er bók! Þetta er alvöru bók!“ Þar sem Adam er meðhöfundur bókarinnar gegndi hann mikilvægu hlutverki við útgáfu hennar og hlaut titilinn listrænn stjórnandi bókarinnar og teiknaði m.a. myndir í bókina. „Hann tók því starfi mjög alvarlega. Ég held ég hafi teiknað hann

fjórum sinnum í bókina áður en hann var sáttur við að þetta væri „nógu“ líkt sér. Honum fannst líka algjör fásinna að breyta nöfnunum okkar þótt við ætluðum að prenta hana fyrir almenning, svo það stóð, enda bókin byggð á fjölskyldunni okkar. Þetta er mjög ýktsannsöguleg saga,“ segir hún og hlær. Bókin er prentuð hjá Odda og kom út í nóvemberlok. Bókina er hægt að nálgast í gengum Írisi sjálfa en hún segist hafa tekið þá stóru ákvörðun að fara ekki með hana í gegnum forlögin þar sem það skilar litlu sem engu til höfunda. „Þar sem upplagið er ekki gígantískt þá verður hún seld í gegnum mig persónulega. Ég vinn nánast alla mína grafísku vinnu undir nafninu Punkland og er með heimasíðuna www.punkland.net, þar er hægt að senda inn skilaboð, eða á netfangið: punkland@ punkland.net. Nú eða finna mig persónulega eða Punkland á feisbókinni“ Loks segir Íris standa upp úr að fylgjast með syni sínum sjá hvernig hugmynd geti orðið að veruleika. „Mér finnst skemmtilegast við allt ferlið að Adam sjái að fái maður hugmynd, þá er hægt að framkvæma hana og sjá hugmyndina fæðast. Þegar hann fékk fyrsta eintakið hélt hann á bókinni og sagði: „Þetta er bók! Þetta er alvöru bók!“ Það var mjög ánægjulegt.“

Týr þeirra Hönnu Þrúðar Þórðardóttur, eiganda Dýrakotsnammi, Guðmundar Guðmundssonar, Gunnþórs Tandra og Ísabellu Þrúðar á Sauðárkróki

Lítið hrifinn af jólasveinum

Fjölskyldumynd við jólatréð. Frá vinstri: Gunnþór Tandri, Guðmundur, Hanna Þrúður og Ísabella Þrúður sem heldur á Tý. MYNDIR: ÚR EINKASAFNI

VIÐTAL

Berglind Þorsteinsdóttir

Af hvaða tegund er gæludýrið þitt og hvað heitir það? -Í dag eigum við einn hund. Hann er af tegundinni Dachshund (langhundur). Hann er síðhærður og heitir Týr. Ertu búin að eiga Tý lengi? -Týr er búinn að vera hjá okkur frá fæðingu svo það eru kominn fimm ár. Hann er sonur hundanna okkar Hómers og Nóru. Nóra býr núna hjá góðum vini okkar og Hómer, þessi elska, fór yfir regnbogabrúna fyrir ári síðan. Hafa skapast einhverjar sérstakar jólahefðir í kringum Tý, t.d. sérstakur matur eða eitthvað sérstakt dekur? -Oftast er eldaður kjúklingur í matinn og jólabaðið er á sínum stað svo allir verði í sínu fínasta pússi þegar klukkan slær sex. Hvernig myndir þú lýsa aðfangadegi hjá hundinum? -Týr elskar morgungönguna sína og byrjar sína aðfangadaga á morgungöngu, eins og aðra daga, enda er hún eitthvað sem bætir, hressir og kætir hvern hund og eiganda. Eina röskun fyrripart aðfangadags er að oftast koma jólasveinar í heimsókn. Týr er lítið hrifinn af því þegar þeir banka upp á með tilheyrandi gauragangi og söng sem okkur mannfólkinu finnst svo skemmtilegt. Týr tekur því svo rólega meðan mannfólkið í

fjölskyldunni er að pússa sig upp fyrir kvöldið og slakur fram að jólaboði sem yfirleitt hefur verið hjá ömmu og afa. Flest undanfarin jól hafa verið fimm til sex hundar í jólaboðunum en í ár verða þeir líklega þrír til fjórir. Tý finnst spennandi að skoða pakkana undir jólatrénu og grafa aðeins í þeim, jólabangsar eru einnig spennandi og jólakjúklingurinn slær alltaf í gegn hjá mínum „manni“. Í lok aðfangadags endar hann oft undir „mjúkupakkahrúgunni“ enda elskar hann alla mjúku pakkana sem fjölskyldan fær. Hvernig kann hann að meta þessa fyrirhöfn? -Týr er nú lítið að kippa sér upp við nokkra fyrirhöfn sem við stöndum í yfir jólin svo framarlega sem að hann fær að taka þátt í þeim eins mikið og hann má. Hvað finnst fjölskyldumeðlimum um jólahefðir dýrsins? -Það er nú ótrúlega lítil fyrirhöfn fyrir jólahefðum Týs enda afspyrnu indæll hundur og þægilegur. Enginn í fjölskyldunni kippir sér upp við jólahefðir eða stúss í kringum hundana í fjölskyldunni enda allir vanir því að þeir fylgi og taki þátt í jólahaldinu með okkur. Flestir vita að við erum á kafi í hundunum, líka á jólunum. Eitthvað að lokum? -Við óskum öllum nær og fjær gleðilegra jóla og munum að vera góð hvert við annað og dýrin líka.

Týr elskar alla mjúku pakkana undir jólatrénu.

33


34

2 01 5 Brunavarnir Skagafjarðar minna á að eldhætta eykst í aðdraganda jóla

Aukum eldvarnir á aðventunni Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fer fram þessa dagana en þá heimsækja slökkviliðsmenn um allt land nemendur í þriðja bekk grunnskólanna og fræða þá og fjölskyldur þeirra um eldvarnir. Það er nefnilega þekkt staðreynd að eldhætta á heimilum eykst á aðventunni og útköll slökkviliða eru aldrei fleiri en í desember og janúar. Núna er því gott tækifæri til að huga að eldvörnum heimilisins og laga það sem betur má fara.

Það er svo mikið í húfi þegar eldvarnir eru annars vegar. Á hverju ári látast að meðaltali ein til tvær manneskjur í eldsvoðum. Jafnframt eyðast að meðaltali meira en tveir milljarðar króna í eldsvoðum ár hvert. Rannsóknir sem Capacent hefur gert fyrir Eldvarnabanda-

lagið og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sýna að heimilin í landinu geta gert mun betur í eldvörnum en raun ber vitni. Alltof fá heimili hafa til dæmis allt í senn reykskynjara, slökkvitæki og eldvarnateppi. Alltof mörg heimili hafa alls engan eða of fáa virka reykskynjara að vaka yfir sér. Þetta á sérstaklega við um þá sem búa í leiguhúsnæði og fólk á aldrinum 25-35 ára.

Staðalbúnaður á heimili

Að okkar mati á eftirfarandi að vera staðalbúnaður á hverju heimili: • Virkir reykskynjarar, tveir eða fleiri. • Léttvatns- eða duftslökkvitæki við helstu flóttaleið. • Eldvarnateppi á vísum stað í eldhúsi. Best er að hafa reykskynjara í

Slökkviliðsmenn í Skagafirði. MYND: BÞ

öllum rýmum. Þá á að minnsta kosti að setja upp framan við eða í hverri svefnálmu. Reykskynjara þarf að prófa reglulega og skipta þarf um rafhlöðu í þeim árlega. Upplagt er að velja fyrsta sunnudag í aðventu eða dag reykskynjarans, 1. desember, til þess. Endurnýja þarf reykskynjara á um tíu ára fresti. Margir hafa bjargað miklum verðmætum með því að slökkva eld með slökkvitæki og eldvarnateppi. Mikilvægt er þó

HEILBRIGÐISSTOFNUN NORÐURLANDS www.hsn.is

að enginn setji sig í hættu við það. Fyrstu viðbrögð við eldsvoða eru alltaf að koma öllum heilum út og gera slökkviliði viðvart í gegnum neyðarnúmerið, 112.

Förum varlega

Auk þess að hafa réttan eldvarnabúnað á heimilinu er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir hinni margvíslegu eldhættu á heimilinu og högum okkur í samræmi við það. Förum skynsamlega með kertaljós og

skreytingar og skiljum logandi kerti ekki eftir án eftirlits. Óaðgætni við matseld er mjög algeng orsök elds. Slíkar uppákomur er auðvelt að fyrirbyggja einfaldlega með því að fara varlega. Hvers kyns rafmagnstæki eru líka algeng eldsorsök. Bitur reynsla margra sýnir að ekki er skynsamlegt að hafa þvottavélar, þurrkara og uppþvottavélar í gangi ef enginn er heima til að bregðast við ef eldur kemur upp. Spjaldtölvur og tæki sem algeng eru í svefnherbergjum á ekki að hafa í sambandi nema í öruggu, tregbrennanlegu umhverfi. Til dæmis alls ekki uppi í rúmi eins og dæmi eru um að gert hafi verið með afar slæmum afleiðingum. Eldsvoði á heimili er skelfileg lífsreynsla sem enginn vill upplifa. Gerum því það sem í okkar valdi stendur til að draga úr hættu á að eldur komi upp og tryggjum að á heimilinu sé réttur búnaður til að bregðast við ef á þarf að halda. Með kveðju frá slökkviliðinu.


2 01 5

35


36

2 01 5

TÓNLISTARSKÓLI SKAGAFJARÐAR

Jólatónleikar skólans verða á eftirtöldum stöðum: Tónleikar Strengjadeildar

verða í Sauðárkrókskirkju miðvikudaginn 2. desember kl. 16:30.

GRUNNSKÓLINN AÐ HÓLUM

Laugardaginn 12. desember kl. 11:00.

HÖFÐABORG HOFSÓSI

Hörðu

pakkarnir

fást á Eyrinni ! Opið: mánudaga- föstudaga kl. 8-18 Laugardaga kl. 10-13 / S: 455 4610

Laugardaginn 12. desember kl. 14:00.

MIÐGARÐUR VARMAHLÍÐ

Þriðjudaginn 15. desember kl. 16:30 og 18:00.

TÓNLISTARSKÓLINN SAUÐÁRKRÓKI Mánudaginn 14. desember kl. 17:00. Þriðjudaginn 15. desember kl. 17:00. Miðvikudaginn 16. desember kl. 17:00.

ALLIR VELKOMNIR


2 01 5 Tónlistarkrakkar í Jólablaði Feykis

Eitt lítið jólalag

Í hugum flestra er tónlistin Berglind Þorsteinsdóttir ómissandi hluti af jólahaldinu og þótti því vel við hæfi að fá ungt tónlistarfólk til að prýða forsíðu Jólablaðs Feykis í ár. Fjögur ungmenni voru fengin til að skella sér í skógræktina í Varmahlíð í síðustu viku og leika nokkur lög innan um iðagræn grenitrén. UMSJÓN

Óskar Aron Stefánsson leikur á trompet, Björg Ingólfsdóttir spilar á harmóniku, Lilja Diljá Ómarsdóttir leikur á fiðlu og Davíð Einarsson spilar á saxafón. Áður en haldið var af stað sá Anna Lilja Guðmundsdóttir hársnyrtimeistari til þess að ungmennin væru fagurlega greidd. Það var síðan

Gunnhildur Gísladóttir ljósmyndari frá Álftagerði sem stillti krökkunum upp og fangaði hvert augnablik af mikilli list. Ungmennin klæddust fötum frá Lindex. Feykir þakkar öllum hluteigandi kærlega fyrir hjálpina og ánægjulega stund í skóginum.

Davíð

Lilja Diljá

Björg

Óskar

er 13 ára nemandi við Varmahlíðarskóla, sonur Einars Gunnarssonar og Írisar Olgu Lúðvíksdóttur í Flatatungu. Davíð hefur spilað á saxafón í fjögur ár og segir hann hafa orðið fyrir valinu því honum þykir saxafónn flottastur af öllum hljóðfærum. Skemmtilegast við hann sé hávaðinn og lætin sem hann gefur frá sér.

verður 12 ára í desember og er nemandi við Varmahlíðarskóla, dóttir Unnar Erlu Sveinbjörnsdóttur og Ingólfs Helgasonar á Dýrfinnustöðum. Björg hefur leikið á harmóniku í þrjú ár og valdi hana vegna þess að henni fannst það spennandi og svo líkar henni vel við tónlistarkennarann, Stefán R. Gíslason.

er 10 ára nemandi við Varmahlíðarskóla, dóttir Ómars Bragasonar og Guðbjargar S. Sigfúsdóttur í Varmahlíð. Lilja Diljá hefur leikið á fiðlu frá fjögurra ára aldri og finnst það alltaf jafn gaman. Hún segir kennara sinn, Kristínu Höllu Bergsdóttur, vera frábæran kennara og alltaf skemmtilegt í spilatímum og á hljómsveitaræfingum.

er 11 ára nemandi við Varmahlíðarskóla, sonur Birgittu Sveinsdóttur og Stefáns G. Indriðasonar í Álfheimum. Óskar hefur leikið á kornett frá því í 1. bekk en þetta er annar veturinn sem hann leikur á trompet. Honum finnst gaman að spila á trompet en hann segir mikla tækni á bak við það og honum finnst gaman að glíma við hluti sem reyna á. Þá þykir honum hljóðfærið fallegt sem og hljómurinn.

37


38

2 01 5

Gleðileg jól & farsælt komandi ár

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

Kaupfélag Vestur Húnvetninga

- Strandgata 1

Gleðileg jól og farsælt nýtt ár Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða! Þökkum frábærar viðtökur á kjúklingunum og minnum á samlokurnar okkar og tilboðin góðu SKAGFIRÐINGABRAUT 29 - S: 453 6666

Sími 455-2300

SÖLUTURN

in!

Verið velkom


2 01 5

Jóla mynda gátan VERÐLAUNAMYNDAGÁTA Þrenn verðlaun verða veitt fyrir rétta lausn gátunnar sem felst í setningu sem lesa má út úr myndunum. Lausnina skal senda á netfangið feykir@feykir.is eða í pósti á: Feykir fréttablað, Borgarflöt 1, 550 Sauðárkróki, ekki síðar en föstudaginn 11. desember. Athugið að í gátunni er ekki gerður greinarmunur á breiðum og grönnum sérhljóðum. VINNINGARNIR ERU: Barnabókin Sokkaskrímslið eftir Írisi Ösp Sveinbjörnsdóttur frá Sauðárkróki Geisladiskarnir Nafnið þitt, með lögum eftir Erlu Gígju Þorsteinsdóttur, og Á góðri stundu, þar sem Hreindís Ylva syngur lög Erlu Þorsteins. Geisladiskurinn Skagfirðingar syngja, með nýjum lögum eftir Geirmund Valtýsson í flutningi skagfirskra söngvara. Höfundur: Páll Friðriksson

Leikskólinn Vallaból

Gullkorn barnanna Börn eru miklir spekingar og Berglind Þorsteinsdóttir hafa gjarnan einlægari og opnari sýn á hlutina en þeir fullorðnu. Hér eru nokkur gullkorn frá börnum í leikskólanum Vallabóli í Húnavatnshreppi. UMSJÓN

Kennarinn var að lesa í huganum. NEMANDI: Hvað ertu að gera? KENNARI: Ég er að lesa. NEMANDI: Hvernig getur þú lesið með engu hljóði?

Kennari: Er H stelpa eða strákur? Nemandi: Hann er strákur. Kennari: Hvernig veistu að hann er strákur? KENNARI: Nemandi: Af því stelpan er Hver heima hjá honum. kemur næst? [Lítil systir]

Hér eru september, október........ NEMANDI:

...bláber! NEMANDI:

Þórunn, Grýla er dauð. KENNARI: Já, er það ekki?

NEMANDI: Jú... þá er

hún engill núna.

KEN

að veNARINN: Ég lja tv æ o, Ey tla NEM AND d gent I: ...and ís... lema n.

KENNARI:

Heldurðu að kindurnar verði ekki hissa þegar þær koma heim og sjá að það er búið að byggja ný fjárhús? NEMANDI:

Nei, þær vita það. Þær heyrðu okkur alltaf vera að tala um það.

39


40

2 01 5

Jólatilboð í Græjubúð Tengils!

NEXTBOOK 7,85

Þessi 8" spjaldtölva er tilvalin í jólapakkann!

Aðventan 2015 á Hótel Varmahlíð Kæru gestir, við hlökkum til að taka á móti og gera vel við ykkur á aðventunni í notalegri stemningu og huggulegheitum hér á Hótel Varmahlíð

Ekki spillir fyrir að hún er með 41% stærri skjá en hefðbundin 7" spjaldtölva vegna þess að hún er í 4:3 hlutföllum

27. nóvember – PizzAhlAðborð

VERÐ KR. 14.995

30. nóvember – PrJÓnAkAFFi

28. nóvember – JÓlAhlAðborð 4. desember – JÓlAhlAðborð 5. desember – JÓlAhlAðborð

LENOVO IDEAPAD 100

6. desember – JÓlAbrUnCh 14. desember – JÓlAPrJÓnAkAFFi

IdeaPad 100 fartölva frá Lenovo. Góð 15,6" fartölva með Celeron örgjörva. Örgjörvi: Intel Celeron N2840 2,16-2,58GHz dual core 1MB Minni: 4GB 1333MHz DDR3 (8GB mest, 1 rauf) Skjár: 15,6" HD LED TN m. myndavél Upplausn: 1366x768 punkta Diskur: 500GB 5400sn. VERÐ KR. Skjákort: Intel HD

HEYRNATÓL OG HÁTALARAR Bose – Sony – JAM – Skull Candy – HOM – Thonet & Vander o.m.fl. glæsilegt í jólapakkann!

79.899

Njóttu aðventunnar Fyrirspurnir og pantanir í síma 453 8170 og info@hotelvarmahlid.is Nánari upplýsingar á facebook.com/hotelvarmahlid

www.hotelvarmahlid.is

Við erum á Facebook, Pinterest, Youtube og TripAdvisor!

ACER ICONIA W1-810-17FE

Spjaldtölva, 32GB

IDEATAB A7-30

Spjaldtölva frá Lenovo Spræk og skemmtileg spjaldtölva með 3G tengimöguleika á frábæru verði. Hentar vel í alla afspilun og leiki.

Ein öflugasta og glæsilegasta 8“ spjaldtölvan í dag með 4ra kjarna örgjarva og fullkomnu Windows 8.1 ásamt Office 365 fyrir 2 tölvur.

VERÐ KR.

29.900 Í KS

VARMAHLÍÐ

VERÐ KR. 27.900

LENOVO IDEATAB S8-50 8"

Sunnudaginn 29. nóvember Jólakaffi kl. 14-18

ACER ASPIRE XC703 J2900

IdeaTab S8-50 spjaldtölva frá Lenovo. Kraftmikil og skemmtileg spjaldtölva, með glæsilegum Full HD skjá og 4G tengimöguleika á frábæru verði. Hentar vel í alla notkun, hvort VERÐ KR. sem er netnotkun og rafbækur eða afspilun og leiki.

Föstudaginn 4. desember Heill kjúklingur + franskar og 2 ltr. kók kr. 1.500

LENOVO IDEATAB YOGA 8"

Föstudaginn 11. desember Fjölskylduhamborgaratilboð kr. 3.500

IdeaTab B6000 Yoga spjaldtölva frá Lenovo. Spræk og skemmtileg spjaldtölva sem fer einkar vel í hendi. VERÐ KR. Hentar vel í alla afspilun og leiki. Frábær rafhlöðuending eða allt að 18 klst notkun með WiFi.

Sunnudaginn 13. desember Jólakaffi kl. 14-18

borðtölva

Spjaldtölva 16GB Android 4G

46.990

Ótrúlega nett borðtölva frá Acer sem skartar Intel Quad Core örgjörva, 4GB vinnsluminni og 500GB hörðum disk.

Spjaldtölva 16GB Android

VERÐ KR. 54.900

33.990

Fylgstu með jólatilboðum á facebook síðu Tengils Líkaðu við okkur á Facebook og taktu þátt í jólaleiknum – í vinning er glæsileg spjaldtölva frá Lenovo!

G R Æ J U B Ú Ð I N

Þ Í N

HESTEYRI 2 SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 455 9200 afgreidsla@tengillehf.is

Sunnudaginn 6. desember Jólakaffi kl. 14-18

Föstudaginn 18. desember Jólakryddað lambalæri, kartöflusalat, sósa og 2 ltr. kók kr. 2.500 Kynning á hátíðarmat kl. 15-18 Sunnudaginn 20. desember Jólakaffi kl. 14 - 18 Skötuveisla í hádeginu á Þorláksmessu

Starfsfólk KS Varmahlíd í jólaskapi!


2 01 5

Herinn á Skagaströnd

Skólahús Héraðsskólans að Reykjum. Skólinn var reistur árið 1930 við yfirbyggða sundlaug sem ungmennafélög beggja vegna Hrútafjarðar reistu á árunum 1927-1929. Kennsla hófst í skólanum í janúar 1931. Stóra álman hýsti skólastofur á neðri hæð en á efri hæð var heimavist nemenda og íbúð skólastjóra. Bragginn var hluti af birgðageymslum sem stóðu vestan við skólann og lá lítil járnbraut þangað frá lendingunni á Reykjatanga. MYND: Bandaríkjaher (NARA)

Hersetan á Ströndum og Norðurlandi vestra eftir Friðþór Eydal

Vera hermannanna á svæðinu setti mikinn svip á mannlífið

Nýlega kom út bókin Hersetan á Ströndum og Norðurlandi vestra eftir Friðþór Eydal. Eins og nafnið gefur til kynna Kristín S. Einarsdóttir inniheldur bókin frásagnir og fróðleik af veru breskra og bandarískra hermanna á svæðinu á tímum seinni heimstyrjaldarinnar. Friðþór hefur safnað saman miklum heimildum, munnlegum jafnt sem skrásettum, og bókina prýðir fjöldi mynda. Meðal annars er greint frá liðsveitum, dvalarstöðum, varnarviðbúnaði og öðrum umsvifum breska og síðar bandaríska herliðsins, ásamt samskiptum þeirra við heimamenn, loftárásum og öðrum athyglisverðum atburðum. Hér er gripið niður í tvo bókarkafla sem varpa skemmtilegu ljósi á lífshætti hermanna og samskipti þeirra við heimamenn í Húnavatnssýslum. SAMANTEKT

Bretavinna á Reykjatanga í Hrútafirði MARGT MANNA úr Hrútafirði fékk vinnu við framkvæmdir hersins á Reykjatanga. Akvegir voru lagðir úr möl sem tekin var í fjörunni og járnbraut fyrir litla flutningavagna líkt og gert var í nokkrum öðrum bækistöðvum breska hersins hér á landi. Lá járnbrautin frá bryggjustúf rétt sunnan við tangaoddann inn með fjörukambinum að norðanverðu og að birgðageymslum sem stóðu vestan við skólahúsið. Um fjörutíu

Íslendingar störfuðu hjá hernum þegar mest var og bjuggu í bröggum á Reykjatanga. Vinnan var í fyrstu mest við nýbyggingar en síðar viðhald mannvirkja og fækkaði þá í hópnum. Daníel Daníelsson frá Tannstöðum var gæslumaður ljósavélarinnar í Reykjaskóla er herliðið kom en réðst fljótlega til starfa hjá hernum með nýja trillu sem hann átti í félagi við Jón bróður sinn. „Það var mikið að

Ungir menn í Bretavinnu á Reykjaskóla veturinn 1940-1941. Frá vinstri: Stefán Jónsson frá Fossi í Staðarhreppi, Haraldur Þorvaldsson frá Þóroddsstöðum, Sæmundur Helgason frá Svertingsstöðum, Sigfús Pétursson frá Borðeyri, Garðar Sigurðsson frá Hvammstanga, Vilhjálmur Ólafsson frá Hlaðhamri og Einar Jónsson frá Tannstaðabakka. MYND: Gunnar M. Magnúss. Virkið í norðri, 2. útg.

gera fyrir bátinn. Það var óskaplega mikil uppskipun, og það þurfti líka að lóðsa skipin, enda getur þetta verið varasöm siglingaleið. Skip komu þarna mjög oft og ég þurfti að sækja þau út fyrir eyjarnar, lóðsa þau inn fyrir rifið, sem gengur þarna fram í miðjan fjörð, og út aftur. Þannig var skipað upp, að vélarlausir bátar, sérstakir uppskipunarbátar, voru dregnir milli skips og lands. Til þess þurfti auðvitað dráttarbát. Þetta var alveg ótrúlega mikil uppskipun. Aðflutningar voru allir með skipum. Þarna var mikil kolavinna en auk þess allskonar varningur sem skipað var á land, allt sem til þurfti. Báturinn var alltaf á tímakaupi, oft sólarhringum saman. Þetta var vel borgað því báturinn fékk sama kaup og bíll í vegavinnu, og allt frítt. Þetta var afskaplega góð útgerð. En það sannaðist hér sem oftar að peningar eru fljótir að fara. Það tapaðist mikið aftur í verðbólgunni.“

Harry með fjölskyldunni í Karlsskála. Myndina tók Ted sem var fyrirliði bandaríska herflokksins sem leysti Bretana af hólmi: Efri röð f.v: Guðrún Helgadóttir, Harry og Ernst Berndsen. Börn f.v: Adolf, Helga og Karl. MYND: Helga Berndsen

FYRSTU BRESKU hermennirnir sem settu upp varðstöð á Skagaströnd í júlí 1940 voru úr herfylkinu 1/5 West Yorkshire Regiment en þeir voru leystir af hólmi af liðsmönnum Durham Light Infantry sem settust að á Blönduósi 10. október sama ár. Carl Berndsen kaupmaður var umboðsmaður sýslumannsins á Blönduósi og var falið að útvega herflokknum íbúðarhúsnæði. Fékkst það á loftinu í stóru verslunarhúsi Kaupfélags Skagstrendinga við Einbúastíg. Reistir voru tveir braggar á Höfðanum ofan og norðan við lifrarbræðslu Ole Amundsen þar sem nú er ekið upp á Höfðann og þar var höfð varðstaða í torfbyrgi sem hermennirnir reistu sér til skjóls. Höfðu þeir stöðugt vakt á höfðanum og fylgdust með skipum vestur og norður á Húnaflóa. Helga Berndsen var ung stúlka og bjó með foreldrum sínum Ernst Berndsen og Guðrúnu Helgadóttur í Karlsskála. Hún segir foringja Bretanna hafa heitið Harry og hann hafi fljótlega orðið heimagangur hjá foreldrum sínum: „Englendingarnir höfðu lítinn mat og voru alltaf

svangir og ég held að það hafi verið fleiri en fjölskyldan á Karlsskála sem gáfu þeim mat. En eitthvað gátu þeir keypt, mjólk, egg, smjör og svo skyr, það var nú dálítið ævintýri með það. Stuttu eftir að þeir komu þá frétti amma mín, Steinunn Berndsen, að þeir vissu ekki alveg hvernig ætti að matreiða skyrið. Þeir hefðu prófað að steikja það en það smakkaðist nú ekki mjög vel. Amma lét kalla á þá og hrærði fyrir þá skyr og sýndi þeim hvernig átti að meðhöndla það. Þeir urðu glaðir og ánægðir og borðuðu mikið af skyri eftir það.“ Helga taldi að bresku hermennirnir hafi jafnan verið sex til átta talsins. Getur það nærri því smæsta flokksdeild fótgönguliðs í breska hernum (Section) eins og sú sem annaðist varðgæsluna á Skagaströnd var jafnan skipuð átta mönnum. Hún segir Harry helst ekki hafa viljað fara frá Skagaströnd og hafi hann fengið að vera þar lengur en aðrir í herflokki hans. Hann hafi verið í herliðinu sem bjargað var frá Dunkirk í Frakklandi undan sókn þýska hersins vorið 1940.

Jólin koma... Þorbjörn Gíslason

Hvammstanga Jólin komu inn á mitt heimili þegar búið var að kaupa eplakassann og hangikjötið, hvort tveggja komið í geymslu í „gamla eldhúsinu“ og húsið fylltist epla- og hangikjötsangan!

41


42

2 01 5

Velkomin í bakaríið ...ilmandi nýtt brauð/bakkelsi og kaffi

Gjafakörfur girnilegar og flottar

Flottar nýjar gjafavörur

Nicolas Vahé og House Doctor á frábæru verði ...eitthvað fyrir alla

PAKKATILBOÐ á jólabakkelsi á frábæru verði

Ath! sama verð og 2014

Mikið úrval af

-smákökum,-lagtertum, -tertubotnum og laufabrauði-Norska jólakakan o.m.fl.

„bakaríið svo mikið meira en bara brauð”

135 ára Stofnað 1880 Sauðárkróksbakarí * Aðalgötu 5 Skr. i Sími 455 5000

Jóladagskrá í KS Hofsósi Afgreiðslutími á aðventu og um jól & áramót:

Laugardaginn 12. des. kl. 14 - 16

Mánudaga til föstudaga kl. 9.30 - 18 Laugardagar 5.12. og 12.12. kl. 11 -16 Laugardagur 19.12. frá kl. 11 - 18 Þorláksmessa frá kl. 9.30 - 21 Aðfangadag frá kl. 9.30 - 12 Jóladag og annan í jólum - LOKAÐ 28.12. - 30.12. opið frá kl. 09:30 - 18 Gamlársdag frá kl. 9.30 - 12 Nýársdagur LOKAÐ Laugardagur 2. 1. opið frá kl. 11 - 16

Lionsmenn koma og selja síld og Aðalsteinn Ísfjörð tekur nokkur lög á nikkuna og verður með diska til sölu

Föstudaginn 18 des. kl. 16

andi ár, farsælt kom g o l jó g Gleðile viðskiptin takk fyrir a. m er að líð á árinu se á nýju ári. ss og kát Sjáumst hre

kemur Geirmundur Valtýsson og tekur nokkur lög af nýja diskinum o.fl. Hann verður með diska með sér og söngkonu.

HOFSÓSI


2 01 45 Jólin í vinnunni : Sigurlaug Maronsdóttir, sjúkraliði, Sauðárkróki

„Bölvað bull er þetta!“ UMSJÓN

Kristín S. Einarsdóttir

Sigurlaug Maronsdóttir er búsett á Sauðárkróki og starfar sem sjúkraliði á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki. Hún hefur starfað þar í rúm 20 ár og oft tekið vaktir um jólin. Ég hef bæði unnið á aðfangadagskvöld og aðra daga yfir jólin. Ég er ein í heimili og mér finnst ágætt að vinna um jól, sérstaklega eftir að ég varð ein. Ég vann lengi dvalarheimilinu og þær voru ákaflega tillitssamar við mig þar. Ég vann held ekki nema ein jól á þessum tíu árum sem ég var þar einstæð með þrjú börn. Þessi jól var ég lengi að átta mig á hvað börnin höfðu

fengið í jólagjöf af því ég var ekki viðstödd þegar þau tóku upp gjafirnar. Það er ekki eins að vinna á öldrunardeild og á sjúkradeild. Á dvalardeildum er fólkið heimilisfast og fæstir eiga þess kost að fara út á aðfangadagskvöld, kannski í besta falli skreppa í mat út í bæ, og koma aftur fyrir nóttina. Þar er líka fólk, sem á þess ekki kost að fá ættingja til sín í heimsókn. Við þurfum þá að aðstoða við að opna jólagjafir og lesa á kortin. Þetta er bara gaman og gefandi. Á sjúkradeild er þetta öðruvísi. Kannski er staðan þar sú að deildin er nærri, eða alveg tóm. Samt þarf að vera vakt, ekki bara hægt að loka búllunni. Ástandið getur verið á öllum stigum þar. Fyrir

nokkrum árum fæddist barn á Þorláksmessu og dvaldi sín fyrstu jól hjá okkur. Deildarnar eru skreyttar og sett upp jólatré og reynt að gera allt sem notalegast. Við fáum alltaf hamborgarhrygg með öllu og möndlubúðing í mat. Fyrir sjúklinga og heimilisfólk á dvalardeildum er mandla í búðingnum og möndlugjöf. Á dvalardeildum borðar heimilisfólk fyrst og síðan fær starfsfólk mat sendan á deildir og borðar saman á sinni deild. Á sjúkradeild borða stundum allir saman, sjúklingar, hjúkrunarfræðingur, sjúkraliði og læknir, sem oftast er afleysingalæknir, ef næði er til þess. Það er alltaf messað á sjúkrahúsinu á jólum og við förum með fólkið í

Sigurlaug Maronsdóttir. MYND: KSE

messuna. Ég fór einu sinni með gamlan mann niður og settist með hann fram við dyr, þar sem ég vissi nú ekki hvernig þolinmæðin yrði. En við sungum okkur í gegnum alla messuna, sálmana og messusvörin, fram að ræðunni. Svo kemur ræðan og allt í einu snýr maðurinn sér glottandi að mér og segir: „Bölvað bull er þetta!“ Ég sagði svo

prestinum þetta seinna, þeir voru góðir kunningjar og þessi maður hafði verið organisti í kirkju í mörg ár. Þetta var skemmtilegasta jólamessa sem ég hef farið í á sjúkrahúsinu. Herdís Klausen hjúkrunarforstjóri kemur alltaf í heimsókn á allar deildir á aðfangadagskvöld og þeir sem vinna aðfangadagskvöld og jólanótt fá litla gjöf.

Vinnuplan liggur fyrir nokkrum vikum fyrir jól og þá er hægt að fara að skipuleggja með heimafólki og hefja andlegan undirbúning ef þarf. Nú erum við flestar orðnar svo fullorðnar að ungar eru flognir að heiman eða sjálfbjarga. Stundum skipta konur vaktinni, ein til kl. 8 og önnur eftir það. Þá fá báðar smá jól heima. Þetta bjargast alltaf og það koma önnur jól.

Ýmsir viðburðir á Norðurlandi vestra

Allt að gerast á aðventunni Það færist alltaf í vöxt að haldnir séu tónleikar, markaðir og aðrir Kristín S. Einarsdóttir viðburðir í aðdraganda jólanna. Kórar, tónlistarskólar og aðrir sönghópar standa margir hverjir fyrir árlegum jólatónleikum. Hér eru nánari upplýsingar um fáeina af þeim viðburðum sem verða á aðventunni. SAMANTEKT

SAUÐÁRKRÓKSKIRKJA:

Jólafönn með Swingkompaníinu 14. desember

ÁSBYRGI Í HÚNAÞINGI VESTRA:

Jólatónleikar 3. desember

Víglundsdóttir, Kristinn Þór Víglundsson, Guðrún Steinbjörnsdóttir og Hrafnhildur Jóhannsdóttir. Efnisskráin er afar fjölbreytt og byggð upp á vali söngvaranna sjálfra. HÓLAR Í HJALTADAL:

Aðventuævintýri 13. desember

einstakan atburð sem enginn má láta fram hjá sér fara.

Nokkrir jólamarkaðir

Tónleikar með Demo

Frá vinstri: Skarphéðinn, Helga Dögg, Haukur, Guðbjartur og Benedikt á æfingu.

Tónleikar verða í Félagsheimilinu á Blönduósi 26. og 27. desember. Efnisskráin er fjölbreytt en með tónleikunum er hugmyndin að lífga aðeins upp á skammdegið. Fyrir hlé verður lágstemmd músík en seinni hlutinn verður kraftmeiri. Sjö manna hljómsveit og fimm söngvarar koma fram. Hljómsveitina skipa: Benedikt Blöndal, Fannar Viggósson, Guðbjartur S. Vilhjálmsson, Guðmundur K. Ellertsson, Haukur Ásgeirsson, Stefán Ólafsson og Skarphéðinn H. Einarsson.

á Hólum. Auk þess verður opið í Bjórsetrinu, í kirkjunni og í Sögusetri íslenska hestsins þar sem hægt verður að kaupa piparkökur og skreyta. Undir Byrðunni verður hægt að skera út laufabrauð. Óvæntir gestir koma í heimsókn og á markaði í Nýjabæ má kaupa ýmislegt góðgæti og gjafir. NORÐURLAND VESTRA:

FÉLAGSHEIMILIÐ Á BLÖNDUÓSI: 26. desember og 27. desember

Swing Kompaníið, sem skipað er þeim Gretu Salóme fiðluleikara og söngkonu, Unni Birnu Björnsdóttur fiðluleikari og söngkonu, Lilju Björk Runólfsdóttur söngkonu, Gunnari Hilmarssyni gítarleikara, Leifi Gunnarssyni bassaleikara og Óskari Þormarssyni trommuleikara fer í jólatónleikaför um landið í desember. Ásamt þeim koma fram barnakór og kirkjukór Sauðárkrókskirkju. Tónleikaförin ber yfirskriftina Jólafönn og er óhætt að fullyrða að þar sé eitthvað á boðstólnum fyrir alla. Einstaklega skemmtilegar og hressandi útsetningar á jólalögum í bland við hátíðleika skapa

Gestasöngvarar eru Helga Dögg Jónsdóttir, Nína Hallgrímsdóttir og Sara Rut Fannarsdóttir.

Hópur Vestur-Húnvetninga sem staðið hafa að tónleikahaldi fyrir jólin verður með jólatónleika í Ásbyrgi í Húnaþingi vestra fimmtudaginn 3. desember. Hljómsveitina skipa: Skúli Einarsson, Elinborg Sigurgeirsdóttir, Guðmundur Hólmar Jónsson og Sigurvald Helgason. Með þeim syngja Hulda Signý og Aldís Jóhannesdætur, Valdimar Gunnlaugsson, Hrafnhildur Ýr

Kvenfélag Hólahrepps og Skógræktarfélag Skagafjarðar á Hólum standa fyrir Aðventuævintýri á Hólum sunnudaginn 13. desember kl. 13-17. Fólki gefst kostur á að sækja jólatré í skóginn, kaupa sér heitt súkkulaði og bakkelsi og njóta hins einstaka umhverfis

• • • • • •

Hólabak 28. og 29. nóvember kl. 12 - 17 Húnaver 28. nóvember kl. 14 - 18 Opið hús í Iðju á Sauðárkróki 3. desember Kaffihús 9. bekkinga í GAV og markaður í Höfðaborg, Hofsósi 3. desember Hús frítímans á Sauðárkróki 5. og 6. desember Hvammstangi 6. desember kl. 11 - 17.

----Við bendum lesendum á að senda upplýsingar um viðburði á feykir@feykir.is, til birtingar á viðburðadagatali á feykir.is. Einnig er upplýsingar um viðburði á svæðinu gjarnan að finna á vefsíðunum skagafjordur.is, nordanatt.is og huni.is. Frá jólamarkaði í Húnaveri 2014.

4339


44

2 01 5


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.