Skólablað Laugalandsskóla í Holtum 2012

Page 1

Var冒an Sk贸labla冒 Laugalandssk贸la 2012


Kveðja frá ritstjórn Árlega gefur 9. bekkur Laugalandsskóla út skólablað og er það liður í fjáröflun fyrir skólaferðalag í lok 10. bekkjar. Þema blaðsins í ár er fólk og viðburðir í sveitinni okkar og íþróttir. Í blaðinu má því m.a. finna viðtöl við Kristinn Guðnason fjallkóng og Margréti Sigurjónsdóttur ábúanda á Hellum. Þá er viðtal við Helgu Margréti Þorsteinsdóttur, Reykjum Hrútafirði sem ólst upp í sveit og stundaði frjálsar íþróttir af kappi og er Íslandsmeistari í sjöþraut. Ýmislegt skemmtilegt er líka að finna frá nemendum skólans. Við þökkum kærlega styrktaraðilum okkar sem auglýsa í blaðinu sem og þér lesandi góður og vonum að þú hafir gaman af. Árgangur 1997, Laugalandsskóla, veturinn 2011-2012 Greinahöfundar:

Ljósmyndir:

Anna Guðrún Þórðardóttir

©Arnþór (visir.is) bls. 18

Aron Ýmir Antonsson

©Eiríkur Jónsson bls. 33

Eyþór Trausti Bjarnason

©Helena Áskelsdóttir bls. 29 (neðri)

Margrét Rún Guðjónsdóttir Sigþór Helgason

©Olgeir Engilbertson bls. 9 (efst til vinstri), 10, 11, 12, 34 og forsíðumynd (grunnur)

Símon Helgi R Helgason

©Pálmi Bjarnason bls 32

Sóley Huldrún Guðbjörnsdóttir

©Sigrún Kristjánsdóttir bls. 35 og 36

Viðtöl við nemendur og ljósmyndun:

Forsíða:

Egill Þór Hannesson

Hver nemendi í 9.bekk gerði litla mynd af sér. Símon Helgi R. Helgason setti allt saman í eina forsíðumynd.

Guðmundur Hreinn Grétarsson Skönnun teikninga, umbrot auglýsingar bls. 17:

Útgefandi:

Bjarmi Már Helgason

9. bekkur Laugalandsskóla 2011-2012

Auglýsingastjóri:

Aðsetur:

Árni Páll Þorbjörnsson Ritstjóri og ábyrgðarmaður:

Laugaland, Rangárþing Ytra

Ásta Kristjana Guðjónsdóttir

Blaðið er prentað með:

Prófarkalestur: Hulda Brynjólfsdóttir og starfsmenn Laugalandsskóla

Konica Minolta 7222 og HP Color LaserJet CP3505dn Pri 2


Ritstjórnin Anna Guðrún Anna Guðrún er með ljóst hár og blá augu. Hún er mikill vinnuþjarkur og alltaf glöð í skapi. Hún er mikil hestamanneskja og elskar að vera með hestunum sínum. Anna á hest sem heitir Fjöður og er hún sko búin að segja okkur fullt af sögum af henni Fjöður og þær eru margar mjög fyndnar. Anna æfir handbolta á Selfossi og er 178 cm á hæð. Anna hefur t.d. unnið Stóru Upplestrarkeppnina, keppti í Ræðukeppninni og margt fleira. Ef þig vantar partýpartner þá er Anna þinn maður. Anna veit ekki alveg hvað hana langar að verða þegar hún er orðin eldri en við hljótum að komast að því seinna.

Aron Ýmir Aron er 14 ára ljóshærður og bláeygður. Hann hefur áhuga á kvikmyndum og tónlist. Hann æfir á trommur og gítar. Hann á trommusett, gítar og rafmagnsgítar. Hann á stórt kvikmyndasafn heima hjá sér. Hann er mikil vinur vina sinna. Hann heldur með Manchester United í ensku deildinni.

Árni Páll Árni Páll er rauðhærður 14 ára skemmtilegur strákur! Hann er mjög gáfaður enda „lærir“ hann mikið heima. Hann var í ræðuliðinu í Ræðu- og söngvarakeppninni! Árni er algjört ljósmyndanörd enda á hann eitt stykki Canon EOS og Olympus og hefur tekið margar flottar ljósmyndir. Hann hefur líka gaman af fluguhnýtingum og að veiða. Hann er nú líka eitthvað í bílunum! Hann er ekki alveg viss hvað hann ætlar að verða, en kannski hann endi á Bílaverkstæðinu á Rauðalæk með ljósmyndun sem aukastarf? Hver veit? 3


Ritstjórnin

Bjarmi Már Bjarmi Már er ljóshærður með blá augu. Hann fílar „Science fiction“ eða vísindaskáldsskap. Hann byrjaði í skólanum á síðasta ári. Hann er mikill brandarakall og það besta sem hefur komið frá honum hljómar svona: „Sæmundur! Pítsan mín er endalaus!“ Hann hefur gaman af því að spila leiki í tölvu og uppáhalds leikurinn hans er HALO. Uppáhalds tónlistarmaður Bjarma er Eminem og hann hefur gaman af hljómsveitinni D12..

Egill Þór Egill er dökkhærður með brún augu. Egill er alltaf í góðu skapi nema þegar hann er það ekki. Augljóslega! Honum finnst mjög gaman í fótbolta. Egill á margar kýr og mokar mykju á hverjum degi í fjósinu og skemmtir sér örugglega mikið við það. Egill getur borðað tvær kúlur af ís á 15 sek. (við tókum tímann). Hann er góður í stærðfræði og finnst mjög gaman í íþróttum. Hann er alltaf í stuði á böllum.

Eyþór Eyþór er brúnhærður og brúneygður drengur. Eyþór var búinn að vera í Laugalandsskóla alla sína skólagöngu þegar hann flutti til Noregs, á vorönn í níunda bekk, til pabba síns. Eyþór var aðal bassaleikarinn hjá okkur í eldri deildinni. Hann var alltaf að segja okkur brandra og stundum að snúa út úr í tímum. Þegar hann var að lesa í tíma fór hann stundum allt í einu að hlæja ótrúlega mikið og Kolbrún var ekkert svaka ánægð með það. Eyþór er fínasti strákur og það er leiðinlegt að missa hann úr bekknum. Skemmtu þér vel í Noregi!

4


Ritstjórnin

Guðmundur Hreinn Guðmundur er 14 ára ljóshærður, bláeygður gaur sem hefur mikinn áhuga á dýrum, blaki og hestamennsku. Hann er fínn strákur sem er oftast í góðu skapi. Hann er mikill brandarakall og er oftast með réttan húmor. Guðmundur er alæta á tónlist. Hann spilar oft kapal í tölvunni og þá sérstaklega í tíma. Hann á líka fjórhjól sem hann elskar að keyra. Guðmundur á PÍNULITLA tölvu (Thinkpad makki). Guðmundur hefur líka áhuga á hundum og á íslenskan fjárhund sem heitir Ingólfur.

Margrét Rún Margrét er með dökkt sítt hár og brún augu. Hún er mjög skemmtileg og hún er mjög fyndin. Hún er næst stærsta stelpan í bekknum og næst minnsta stelpan í bekknum. Margrét er mjög góð persóna. Hún hugsar vel um vini sína. Henni finnst gaman á böllum. Uppáhalds maturinn hennar er hamborgari með ótrúlega miklu áleggi. Hún á mikið af dýrum t.d. hesta, kindur, hunda og ketti. Hún er æðisleg vinkona. Margrét er ALLTAF svöng.

5


Ritstjórnin

Sigþór Helgason Sigþór er einn af mörgum í bekknum með gleraugu. Hann er líka dökkhærður og er langstærstur í bekknum, 186 cm nánar tiltekið. Sigþór bókstaflega elskar íþróttir! Hann tekur nánast þátt í þeim öllum, en þá sérstaklega handbolta og frjálsum. Við í bekknum erum fyrir löngu hætt að fylgjast með árangri hans, enda talar hann ekki alltof mikið um sín afrek, hógvær drengurinn. Nei, ef við viljum vita eitthvað um íþróttaafrek Sigþórs þá er ekki annað en að opna Dagskrána og fletta upp á íþróttasíðunum! Við skiljum ekki alveg af hverju þar er enginn dálkur einungis tileinkaður Sigþóri.

Símon Helgi Símon er 14 ára drengur, brúnhærður með græn/ grá augu. Símon er mikil bóndi í sér. Hann á einn hrút eins og er og tuttugu kindur, fimm ketti, einn hund og einn hest. En hann á líka fjórhjól og sláttutraktor. Áhugamál hans eru dýr, fjórhjól og bílar. Hann er búinn að vinna nokkur verðlaun fyrir hrútinn sinn og kindurnar. Símon er framtíðar bóndi. Það er staðreynd!

Sóley Huldrún Sóley Huldrún er yndisleg stelpa, 14 ára gömul, með gráblá augu, rauðar varir, og mjög venjulegt nef. Sóley finnst gaman að gera margt og mikið sem að hlýtur að vera kostur! Áhugamál hennar eru hestar. Uppáhalds hesturinn hennar heitir Kóngur og er mjög flottur hestur! Einu sinni ætlaði hún að verða dýralæknir þegar hún yrði stór.

6


Fréttir af Görpum: Markmið Íþróttafélagins Garps er að bjóða uppá fjölbreytt úrval æfinga þannig að börnin finni eitthvað við sitt hæfi. Það er ljóst að þeir sem stunda íþróttir og fá til þess góðan stuðning heima fyrir, temja sér hollan og heilbrigðan lífstíl til framtíðar. Sú nýjung varð á þessu ári að bjóða upp á körfuboltaæfingar í samvinnu við Ungmennafélagið Heklu og vonum við að það samstarf efli bæði félögin og ekki síður félagsleg tengsl krakkanna. Í stjórn Íþróttafélagsins Garps sitja: Harpa Rún Kristjánsdóttir formaður, Friðgerður Guðnadóttir gjaldkeri, Herdís Styrkársdóttir ritari og meðstjórnendur eru: Guðrún A. Óttarsdóttir, Jóhanna Hlöðversdóttir og Kristinn Guðnason. Fulltrúi nemenda í Laugalandsskóla er Sigþór Helgason.

Æfingatímar Garps Veturinn 2011-2012 Mánudagar: 15:00 - 16:15 Frjálsar: Borðtennis og badminton / blak Mánudagar: 16:15 - 17:15 Körfubolti 5.-8. bekk Þriðjudagar: 15:00 - 16:30 Glíma Þriðjudagar:

Frjálsar 19:00-21:30 (til skiptis mánudag og þriðjudag 19-21:30)

Miðvikudagar: 15:00 - 16:30 Knattspyrna / Handknattleikur Miðvikudagar: 18:30 - 19:30 Körfubolti á HELLU Fimmtudagar: 15:00 - 16:00 Fimleikar Sunnudagar:

16:00-17:00 Körfubolti á HELLU

Allar upplýsingar um starf Garps, myndir af mótum og fleira eru á http://garpsfrettir.blog.is/blog/garpsfrettir/ og á facebook :-)

7


Spurningin

Veistu hver Ridley Scott er? Örugglega rithöfundur!

Leikari?

Nei, nei, nei, nei!

Pizzur Hamborgarar Steikur Salat o.fl.

8

ÁRHÚS GISTIHÚS Sími 487 5577 Rangárbökkum 850 Hella arhus@arhus.is


Aron Ýmir Antonsson

Litla Ísland

Það gerðist aftur: Ísland varð fyrir valinu fyrir stórmynd!

Síðasta sumar kom sir Ridley Scott sem leikstýrði m.a. Gladiator, Alien og Robin Hood til að taka upp næstu stórmynd sína Promotheus. Hann tók upp tæplega fimmtán mínútna efni hér á landi en það tók eina og hálfa viku! Hann tók mest af því upp hjá Heklu Heklu. Greinarhöfundur fékk tækifæri til að gera svolítið sem enginn annar fékk að gera, en það var að fara þarna upp eftir og fylgjast með í smá tíma á meðan verið var að taka upp og hitta sjálfan leikstjórann! Að sjálfsögðu var það alveg einstök lífsreynsla. Það var mjög spennandi að sjá hvað gerist á settinu þegar verið er að taka upp svona stórmyndir. Leikstjórinn var alveg einstaklega fínn náungi og ekki þessi snobb týpa sem getur ekki talað við einn né neinn. Þarna voru margir mjög frægir leikarar eins og Charlize Theron, Michael Fassbender, Idris Elba og Noomi Rapace sem flestir kannast við úr Millenium þríleiknum. Myndin verður frumsýnd í júní hér á landi og eftirvæntingin er gríðarleg.

Noomi Rapace

Mynd af settinu hér á Íslandi. 9

Sir Ridley Scott


Anna Guðrún Þórðardóttir Eyþór Trausti Bjarnason

Geimstöðin Laugardaginn 13. ágúst 2011 stóðu vinir Geimstöðvarinnar fyrir hátíð og söfnun í Landmannalaugum. Vinstri hlið Geimstöðvarinnar þarfnaðist viðgerðar og var ákveðið að efna til söfnunar til að tryggja áframhaldandi viðveru Víbonsins í fjallferðum (www.sunnlenska.is/ menning/7341.html). Við á skólablaðinu ákváðum að fara í heimsókn til Olgeirs í Nefsholti eiganda Víbonsins og spyrja hann um hina víðfrægu Geimstöð. Við komumst að því að Geimstöðin á sér heilmikla og áhugaverða sögu. Olgeir er með allt á hreinu og segir okkur að bíllinn sé af gerðinni Dodge Weapon, framleiddur þann 9.október 1953 í Bandaríkjunum. Upphaflega var þessi gerð framleidd sem sjúkrabíll fyrir herinn og var fjöðrun mjúk og blásarar uppi í þakinu fyrir loftræstingu. Annar blásarinn er enn í lagi en búið er að klæða fyrir ristina. Nokkrum árum síðar keypti KEA bílinn og var hann aðallega notaður af Mjólkursamlaginu. Á þessum árum var snjóþungt á Akureyri og var sett sterkt timburgólf í bílinn og hann notaður mikið til mjólkurflutninga innanbæjar og einnig var hann notaður af verkstæðinu Þórshamri, sem sá um

Olgeir við Geimstöðina og ánægður ferðamaður á toppnum

viðhald bíla Samlagsins, til ferða um héraðið þegar mjólkurbílarnir biluðu. Um tíma rak KEA skurðgröfu og var bíllinn nokkuð notaður í sambandi við þann rekstur. „Hallgrímur verkstjóri í Þórshamri segist hafa sett vökvastýrið í bílinn en ég gleymdi að spyrja um spilið,“ segir Olgeir. Það var tengt við spilgír á gírkassanum sem var greinilega úr eldri gerð af Weapon með þvertenntum tannhjólum, ósynkrómiseraður sem kallað er. 10


Geimstöðin Eftir allmörg ár í þjónustu Mjólkursamlagsins keyptu starfsmenn á verkstæðinu Þórshamri bílinn og var hann skráður á Brynjólf Jónsson. Þeir notuðu bílinn oft til ferða á böll og í almennt „game“ og þaðan kemur hugmyndin að nafninu Geimstöðin, sem myndað er úr teinum utan á toppgrindinni sem þeir settu á bílinn og skartaði kösturum og loftnetum. Þeir settu líka forláta sæti úr flugvél í bílinn svo það var gott pláss fyrir aftan þau fyrir viðlegubúnað og annað. Svo kemur sagan að því hvernig Olgeir eignaðist bílinn. Hann keypti Geimstöðina árið 1977 af Björgvini Sigurðsyni frá Vetleifsholti sem bjó á Hellu og hugðist nota bílinn sem varabíl við skólaakstur. Þegar Olgeir kaupir bílinn hafði hann ekki verið notaður lengi og bensínvélin hafði brætt úr sér. Olgeir átti annan alveg eins bíl, gegnryðgaðan, en vélin var í topp lagi. Olgeir setti vélina sína yfir í Geimstöðina og gekk hún til ársins 1980. Olgeir var víst ekki í því að flytja fólk svo hann reif aftursætin úr svo að auðveldara væri að flytja hluti og setti í staðin gallonklædda bekki, sem hann átti úr hinum bílnum sínum, því þeir tóku miklu minna pláss. Eins og áður kom fram þá gekk vélin úr sér 1980 og þá fór Olgeir að trússa í fjallaferðum á Rússajeppa með lokaða hestakerru.

Veturinn 1981 fór allur í að gera upp og betrumbæta Geimstöðina. Dísilvél, D300, var sett upp og gírkassi úr amerískum Ford sem hafði endað ævi sína í veltu í Núpsvötnum. Þessi búnaður stendur enn. „Það var Ólafur, bróðir minn, sem sá að mestu um þetta og við fengum að vera í þessu í verkstæðisskúr hjá Einari í Götu,“ segir Olgeir kankvís. Fyrstu ferðir Geimstöðvarinnar eftir stóru viðgerðina voru loftnetaferðir í Þórsmörk og Emstrur, Hvanngil og Álftavatn. Þetta var snemmsumars eftir að ofsarok í febrúar veturinn 1981 hafði skemmt loftnetin. „Það er enn í fersku minni hvað Sævar Skaftason og Bryndís tóku vel á móti okkur í Langadal en þau voru þar skálaverðir,“ segir Olgeir.

11


Geimstöðin

Olgeir hefur svo farið á fjall að keyra matinn og annan varning í fyrstu leit á hverju ári og tvisvar í aðra leit að undanskildu haustinu 1980 og eru það alls 36 ferðir. Á fyrri árum var oftar en ekki erfið færð vegna snjóa og leiðinda stúss og keyrsla á keðjum jafnvel á öllum hjólum. Nú er mildara veður og mörg ár síðan Olgeir hefur þurft að setja á keðjur þó þurfti þess árið 2007 rifjar hann upp. „Aldrei hef ég þurft að skilja bílinn eftir inn á afrétti vegna bilana en einu sinni gaf kúplingin sig niður í Landsveit.“

„hlaupabóluna“ og því er framtak vinahóps Geimstöðvarinnar frá því í fyrra sumar kærkomið og við kveðjum Olgeir þar sem hann skipuleggur meðferð á hlaupabólunni.

Árið 1999 var hægri hliðin frá hurð og aftur úr endurnýjuð en nú er vinstri hliðin komin með

12


Bjarmi Már, Egill Þór, Guðmundur Hreinn, Sigþór.

1.—3. bekkur Olgeir Otri Hver er uppáhalds ofurhetjan þín? Harry Potter. Hvernig verður mjólkin til? Úr kúnum. Hver er uppáhalds íþróttamaðurinn þinn? Guðni íþróttarkennnari. Trúirðu á geimverur? Nei.

Þóra 3. bekk

Eiður Hver er uppáhalds ofurhetjan þín? Batman. Hvernig verður mjólkin til? Veit ekki. Hver er uppáhalds íþróttamaðurinn þinn? Veit ekki. Trúirðu á geimverur? Nei.

13


1.— 3. bekkur

Agnes Fríða Hver er uppáhalds ofurhetjan þín? Superman. Hvernig verður mjólkin til? Úr kúnum. Hver er uppáhalds íþróttamaðurinn þinn? Guðni íþróttakennari. Trúirðu á geimverur? Nei.

Einu sinni var vetur í Reykjavík og Villi vörubílstjóri var að keyra á Sigurður Matthías, 2. bekk götunum. Á rauðu ljósi fór ljóska út úr bílnum sínum og bankaði á gluggann hjá Villa. Hann skrúfaði niður rúðuna. „Fyrirgefðu“ sagði þá ljóskan „það er að detta af hlassinu þínu.“ Villi skrúfaði upp rúðuna. Svo kom aftur rautt ljós og ljóskan sagði: „Fyrirgefðu, en það er ennþá að detta af hlassinu þínu.“ Villi skrúfaði upp rúðuna. Þegar Villi stoppar í þriðja sinn á rauðu ljósi og ljóskan ætlar aftur að fara að segja það sama sagði Villi: „Hæ! Ég heiti Villi og ek saltbílnum.“

Helgi

Hákon Snær Hjaltested 3. bekk

Hver er uppáhalds ofurhetjan þín? Spiderman. Hvernig verður mjólkin til? Úr belju. Hver er uppáhalds íþróttamaðurinn þinn? Guðni íþróttakennari. Trúirðu á geimverur? NEI!

Glerlistaverk, skartgripir og fatnaður. listmunir.is Guðfinna Þorvaldsdóttir s. 869-6135

14


1.— 3. bekkur Einu sinni voru þrír menn uppi í Hallgrímskirkju og þeir fóru í keppni hver gæti hent úrinu sínu niður og gripið það aftur. Sá fyrsti prófaði en úrið skall í gangstéttina áður en hann komst niður. Þeim næsta mistókst líka. En sá þriðji henti úrinu sinu niður, tók lyftuna niður, fór í bíó, út að borða og í leikhús og kom svo aftur og greip úrið. „Ótrúlegt! Hvernig gastu þetta?“ spurðu hinir. „Auðvelt!“ svaraði hann. „Ég seinkaði úrinu um fjóra tíma.“ Heiðdís Lilja, 2. bekk Kristinn 3. bekk

Luis Suarez

Þorbjörg Hver er uppáhalds ofurhetjan þín? Engin. Hvernig verður mjólkin til? Úr kúnum. Hver er uppáhalds íþróttamaðurinn þinn? Allir. Trúirðu á geimverur? JÁ!

Einu sinni voru tveir menn sem voru nýbúnir að flytja í hús og síðan kviknaði í húsinu og annar hljóp út á svalir og kallaði: „Hjálp! Hjálp!“ Þá kom hinn og sagði: „Það er betra að við köllum saman!.“ „Já, það er sniðugt!“ svaraði hinn og þeir kölluðu í kór: „Saman! Saman!“ Gísella og Þóra 3.bekk 15


1.— 3. bekkur

Marey Sól

Hver er uppáhalds Hver er uppáhalds íþróttamaðurinn þinn? ofurhetjan þín? Íþróttaálfurinn. Engin. Trúirðu á geimverur? Hvernig verður mjólkin Nei. til? Úr kúnum.

Sigurbjörg 2. bekk

Sveinn Skúli Hver er uppáhalds ofurhetjan þín? Súperman. Hvernig verður mjólkin til? Úr kúnum. Hver er uppáhalds íþróttamaðurinn þinn? Kristinn Ásgeir. Trúirðu á geimverur? Nei.

Kristinn Rafn 2.bekk 16


Erum með Dráttarbíla, Beltagröfu, Skotbómulyftara og Bobcat smávél. Tökum að okkur: Efnisflutninga, Áburðarflutninga, Upphreinsun, Nýgröft og margt fleira. 17


Sigþór Helgason

Helga Margrét Þorsteinsdóttir sjöþrautakona markið er kannski ekki síður að komast alveg hjá meiðslum og eiga meiðslalaust og gott tímabil. Af hverju ákvaðstu að flytja út? Ég var að klára menntaskólann heima og þurfti að taka ákvörðun um hvað ég vildi gera að honum loknum. Það hefur alltaf verið draumur hjá mér að flytjast erlendis og geta einbeitt mér að því að æfa frjálsar í góðum hóp, með góðan þjálfara og við góðar aðstæður. Þegar mér stóð það svo til boða var ég ekki lengi að taka slaginn. Hvar býrðu núna? Ég bý núna í Växjö í Svíþjóð. Ég leigi hús með tveim öðrum frjálsíþróttastelpum og það er mjög gaman. Helga Margrét er ein af fremstu ungu

Hvernig er að búa úti?

frjálsíþróttakonum á Íslandi og Íslandsmet- Það er mjög gaman að búa úti og gengur hafi í sjöþraut.

vel. Það hefur verið mjög þroskandi og

Hvert er þitt mesta afrek?

reynsla sem ég á eftir að búa að alla ævi.

Ég vann bronsverðlaun á heimsmeistara-

Vissulega koma tímar þar sem ég sakna

móti unglinga 19 ára og yngri árið 2010.

fjölskyldu og vina mjög mikið en á móti

Ég á bæði Íslandsmet í sjöþraut og

kemur að á hverjum degi er ég að upplifa

fimmtarþraut.

drauminn minn, að fá að einbeita mér al-

Hvert er takmarkið fyrir næsta ár

gjörlega að frjálsum og gera mitt allra besta

Takmarkið fyrir næsta ár er að bæta minn

til að bæta mig.

persónulega besta árangur í sjöþraut og ná lágmarki á Ólympíuleikana í London. Tak18


Helga Margrét Þorsteinsdóttir

Hversu oft hefur þú orðið Íslandsmeistari? Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki tölu á því. Hvað fékk þig til þess að byrja í frjálsum? Öll systkini mín voru eða höfðu verið í frjálsum og í sveitinni minni æfðu eiginlega allir krakkarnir frjálsar þannig að það kom eiginlega ekkert annað til greina. Ég leit og lít ennþá mjög mikið upp til systkina minna og vildi að sjálfsögðu feta í þeirra spor og ná góðum árangri eins og þau. Hver er besti þjálfarinn sem þú hefur haft? Ég get ómögulega gert upp á milli þeirra þjálfara sem ég hef haft í gegnum tíðina, þeir hafa allir verið mjög góðir og hjálpað mér mikið, hver á sinn hátt. Agne Bergvall sem þjálfar mig núna er mjög góður þjálfari en sá þjálfari sem hefur kannski náð hvað mest til mín og hjálpað mér hvað mest hingað til er Guðmundur Hólmar Jónsson. Hver er uppáhalds greinin þín í sjöþraut?

Uppáhalds greinin mín er alltaf sú sem gengur best hverju sinni. Mér finnst hástökk mjög skemmtilegt en svo er líka alltaf gaman að hlaupa 800 metrana og klára sjöþrautina, það er tilfinning sem ég get ekki lýst! Að lokum spurðum við Margréti um lífsmottó hennar og það lá ekki á svari:

19

Þú gerir ekki betri fjárfestingu en í sjálfum þér! Yesterday is the past. Tomorrow is the future. Today is a gift. That's why it's called the present.


Anna Guðrún, Margrét Rún, Sóley Huldrún.

Stjörnuspáin Steingeit 22. desember – 19. janúar Ljónið 23.júlí – 22. ágúst Þú verður besti geimfari í Þú munt bjarga heiminum heimi en sturtast því miður með gaffli! Við bíðum öll niður klósettið og ráfar um spennt. geiminn, alein(n).. Eða hvað? Vatnsberinn 20. janúar – 18. Meyjan 23. ágúst – 22. sepfebrúar tember Bakaðu tertu og gefðu ritstjórn Við fundum sálufélaga þinn! skólablaðsins. Þú munt öðlast Vúhú… reyndar býr hann/ mikla hamingju fyrir vikið. hún í Kasakstan… Fiskarnir 19. febrúar – 20. mars Vogin 23. september – 22. Kauptu þér risastórt fiskaoktóber búr fullt af hákörlum, seldu Þú breytist í marbendil. Veþað svo á uppsprengdu sen. verði á svarta markaðinum og flýðu með alla peningana Sporðdreki 23. október – til Bahama! 21. nóvember Hrúturinn 21. mars – 19. Þú verður fyrir loftsteini og apríl öðlast magnaða ofurkrafta! Passaðu þig á flóðhestunum. Þeir bíta. Fast… Bogamaður 22. nóvemberNautið 20. april – 20. maí 21. desember Þú ert að leita að týnda Þú uppgötvar að þú ert ættbróður þínum, en finnur leidd(ur) og að raunveruaðeins týnda systur. legir foreldrar þínir eru frá Bömmer. Plútó. Tvíburinn 21. maí- 20. júní Þú vaknar upp allsnakin (n) í Perú og manst ekkert Saumastofa Jóku og Öll með Tölu hvernig þú komst þangað. Líttu á björtu Merkjum múla, hundaólar, handklæði ofl. hliðarnar. Þú færð geðveikt tan… Erum með garn, tölur, töskur, sokkar og fleira fallegt. Krabbinn 21.júní – 22. Eitthvað fyrir alla! júlí Talaðu með skoskum Opið mánud. — föstud. kl. 10 — 17 Miðvikudagshreim þessa vikuna, kvöld kl. 20 — 22 það hjálpar þér í mannlegum samskiptum. Jóka s: 863 5312 — Þóra s: 864 6968 20


Sigþór Helgason

Guðrún Bjarnadóttir Frjálsar og framhaldsskóli Líður þér betur í FSu heldur en í Lauga-

Guðrún Heiða Bjarnadóttir er búin að æfa frjálsar íþróttir frá því að hún byrjaði í skóla hér á Laugalandi þannig að við ákváðum að taka viðtal við hana. Á miðju skólaári byrjaði hún í FSu og langaði okkur að vita hvernig henni gengi. Af hverju ákvaðst þú að byrja í Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) hálfu ári áður en þú útskrifast úr 10. bekk? Ég gat það námslega og mig langaði það voðalega mikið félagslega. Allar bestu vinkonur mínar og vinir voru byrjuð í FSu. Hvernig gengur þér í prófum? Mér gengur rosalega vel í prófum er reyndar búin að fá að minnsta kosti eina lága einkunn í dönsku, en að öðru leyti gengur mér vel. Laugalandsskóli undirbýr mann vel fyrir framhaldsskólann, t.d. er fyrsti kaflinn í stærðfræði bara framhald eða upprifjun úr 10. bekk og danskan er nánast sú sama, kannski aðeins fleiri ritunarverkefni en orðaforðinn sem Björg er að kenna, er mjög svipaður. Reyndar eru rosalega mörg próf. Frá því að ég byrjaði er ég búin að taka sex próf í dönsku, eitt próf í stærðfræði, skila mörgum verkefnum í íslensku og þrjú próf í ensku og skila verkefnum og lesa mikið. Ég bjóst við miklu erfiðara námi og er mjög hissa hvað þetta er líkt öllu því sem við gerum í 10. bekk.

landsskóla? Sko ég sakna Laugalandsskóla mjög mikið en mig var farið að langa svolítið að breyta til og þess vegna var þetta góð tilbreyting fyrir mig. Ég er í FSu leikritinu (mæli með að allir komi að sjá, frumsýning 9. mars) og bráðum styttist í Flóafár og Káta daga. Ég er komin í lið, RockyBilly liðið, á Flóafári. Ég og Heiðrún Huld frá Hvolsvelli bjuggum líka til 12 manna leisertag lið sem er að fara að keppa í leisertag í skólanum á Kátum dögum og svo styttist í árshátíðina og ég er ótrúlega spennt! Það er mikið að gerast hérna og það hentar mér vel. Það er samt alltaf gaman að koma í heimsókn í gamla skólann og hitta alla krakkana og spjalla við kennarana.

21

Við óskum nemendum Laugalandsskóla góðs gengis. Kvenfélagið Lóa


Anna Guðrún, Margrét Rún, Sóley Huldrún.

Prinsessur

Einu sinni voru 6 stórar prinsessur sem voru í 5.bekk, sem elskuðu að vera litlar prinsessur og vera úti í garði og hoppa og skoppa eins og franskir sætir froskar. Þau fundu einu sinni grimma önd, sem þeim fannst vera skrítin en örlítið græn. Þau áttu hana til æviloka.

um eng f ögu til að as s s ur. kk Þe . be ð okk 5 við ja me sem

22


Egill, Guðmundur Hreinn, Sigþór.

4. - 5. bekkur

Hildur Jónsdóttir. Hver er uppáhalds íþróttin þín? Fimleikar. Sigurlín 5. bekk

Hvað gerir þú oftast í frímínútum? Ég veit það ekki. Hver er fyrirmyndin þín? Veit það ekki.

Dagný 5. bekk

Ef þú myndir fá að halda afmælið þitt hvar sem er í heiminum hvar myndir þú halda það? Heima. Brynjar 4. bekk

23


4.— 5. bekkur

Guðný Karen Hver er uppáhalds íþróttin þín? Fótbolti. Hvað gerir þú oftast í frímínútum? Spila fótbolta. Hver er fyrirmyndin þín? Ég bara veit ekki… Ef þú myndir fá að halda afmælið þitt hvar sem er í heiminum hvar myndir þú halda það? Heima hjá mér.

Ljóð um snjó

Arndís 4. bekk

Guðný Karen

Inn um hvít tár

4. bekk

krakkarnir leika sér og borða snjóinn mjúka. Krakkar klæða sig vel þegar þau leika sér innan um köld tár. Jónas 5. bekkur

24


4.— 5. bekkur

Sóley Hver er uppáhalds íþróttin þín? Frjálsar. Sóley 5.b.

Hvað gerir þú oftast í frímínútum? Ég fer út að leika mér á hringnum. Hver er fyrirmyndin þín? Systir mín og bróðir minn. Ef þú myndir fá að halda afmælið þitt hvar sem er í heiminum hvar myndir þú halda það? Í Egilshöllinni.

Brynjar 4. bekk

Hannes Árni

Jóhanna 5. bekk

Hver er uppáhalds íþróttin þín? Fótbolti. Hvað gerir þú oftast í frímínútum? Lesa. Hver er fyrirmyndin þín? Ég á mér enga fyrirmynd. Ef þú myndir fá að halda afmælið þitt hvar sem er í heiminum hvar myndir þú halda það? Í Keiluhöllinni. Hannes 5.b. 25


4.—5. bekkur

Dagný Rós Hver er uppáhalds íþróttin þín? Frjálsar. Hvað gerir þú oftast í frímínútum? Ég er bara að leika mér. Hver er fyrirmyndin þín? Brynjar bróðir og Margrét Heiða. Ef þú myndir fá að halda afmælið þitt hvar sem er í heiminum hvar myndir þú halda það? Í Vatnsgarðinum í Noregi. Það var svo gaman þar!

Brynjar Örn 4. bekk

Grétar 4. bekk

26


Myndasagan

Morðið á kaffistofunni Hæ! það var framið morð í kaffistofunni

hmm. spor! Eltum þau

kíkjum út!

27


Anna Guðrún, Margrét Rún, Sóley Huldrún.

Margrét á Hellum Við brugðum okkur í heimsókn til Möggu í eldhúsinu. Margrét Sigurjónsdóttir býr á Hellum í Rangárvallasýslu, sem er mjög merkilegt bæjarstæði. Dagurinn byrjar snemma hjá Möggu. Hún vaknar klukkan hálf fimm og fær sér hafragraut, lýsi og mjólk. Svo tekur hún upp prjónana og prjónar þar til hún kemur og eldar fyrir okkur. Þegar Magga var lítil hefði hún helst viljað vera vinnukona en er nú orðin fjárbóndi á Hellum. Heima á bænum klæðir Magga sig í svörtu Nokia stígvélin sín og hún og smalakötturinn Loppa fara út í fjárhús. Uppáhalds verk Möggu í sveitinni er að hugsa um kindurnar sínar en hún man því miður ekki eftir neinu bráðfyndnu atviki sem gerðist á bænum hjá henni.

Helgi Hauksson 1. bekk 28


Margrét á Hellum

Við vildum líka fá að vita hvað væri svona merkilegt við bæjarstæðið Hella. Á bænum eru þrír manngerðir hellar sem voru gerðir af Pöpum í kringum 800. Stærsti hellirinn, Hellnahellir, er 50 metra langur og stærsti manngerði hellir á Íslandi.

Svo var það í jarðskjálftanum 1896 og 1912 að innri partur hellisins fylltist af jarðvegi úr fjallinu fyrir ofan, sem sagt Skarðsfjalli. Svo milli 1950-1960 var farið með lítinn traktor inn til að hreinsa jarðveginn út. Þar sem þeir fóru inn fundust sjö krossar í loftinu, en það eru margar rúnir í öllum hellunum.

En hjá þessum krossum hefur verið haldin messa og tónleikar. Svo er einn staður sem heitir Dísukrókur þegar þú ert komin inn í hellinn. Þar var kona bundin við vegginn fyrir mörgum árum því hún var ekki eins og fólk var flest. Hellnahellir er til sýnis ferðamönnum og öðrum áhugasömum allan ársins hring. Vissara er að hringja á undan sér því ekki er heimilt að skoða hellinn án fylgdar. Margrét veitir nánari upplýsingar í símum: 487 6583 / 861 1949. Að lokum bendum við á vefsíðuna www.hellar.is en þar má finna frekari fróðleik um hellana og ljósmyndir af þeim.

Guðný Karen 4. bekk Tryggvi 7. bekk

29


Aron Ýmir, Egill Þór

Tónlist fyrir alla

sem boðið er upp á vandaða skólatónleika fyrir börn þar sem skemmtun og menntun haldast í hendur. Skólatónleikar á Vignir, Matthías og Jón eftir tangó tónleika í Laugalandsskóla Íslandi, Tónlist fyrir alla, er Í nóvember kom hópur frá sjálfstætt starfandi stofnun framtakinu Tónlist fyrir alla en rekin á vegum Menntaog spiluðu tangó fyrir og menningarmálakrakkana. Við hittum ráðuneytisins. Hvað eruð þið búnir að tónlistamennina Matthías vera að spila saman lengi í Stefánsson, Vignir Þór Stefánsson og Jón Rafnsson skólum? Í skólum erum við og fengum að spyrja þá búnir að vera í ár. Við nokkurra spurninga. byrjuðum í fyrra haust. Upphaf skólatónleikanna á Þið hafið spilað saman áður. Eruð þið þá svona Íslandi má rekja aftur til ársins 1994, þegar íslensku hljómsveit? Tja, ekki sem þjóðinni barst peningagjöf Tangó-hljómsveit. Við frá Norðmönnum í tilefni af stofnuðum hana bara fyrir lýðveldisafmæli Íslands árið framtakið Tónlist fyrir alla. 1994 og skyldu þessir fjár- Er hægt að hringja í ykkur og biðja ykkur um að munir notaðir til að efla tónlistar- og menningarstarf koma og spila? í grunnskólum á Íslandi. Já það er hægt. Allt frá árinu 1995 hefur Við erum með svo verið staðið fyrir tónleikum í kallaða „freelance“ grunnskólum landsins þar tónlist. 30

En eruð þið ekki allir í einhverri annarri hljómsveit? Jú, við erum nú allir í öðrum hljómsveitum en hann Vignir er í svo mörgum að það er ekki hægt að hafa tölu á því. Matthías er í tveimur; Pöpunum og South River Band og Jón Rafnsson er í Guitar Islandico. Er langt síðan þið byrjuðu að æfa á hljóðfærin ykkar? Já. Vignir var átta ára þegar hann byrjaði að spila á píanó og Matthías var sex til sjö ára. Hvaðan eruð þið ættaðir? Jón er frá Kirkjubæjarklaustri og Vignir er frá Selfossi svo að við erum hér á heimavelli!Matthías er frá Akureyri. Til gamans má geta að Matthías samdi lagið Eldgos sem sló í gegn í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2011.

Austvaðsholt s. 487 6598 hekluhestar@hekluhestar.is


eldhestar.is

Í dag er dagsferð Eldhesta í Reykjadal ein af vinsælustu hestaferðum landsins. Eldhestar bjóða upp á hestaferðir frá 1 klst og upp í 7 daga ferðir. Allar dagsferðir fyrirtækisins og styttri eru farnar frá Völlum í Ölfusi, sem og lengri. Hins vegar teygja lengri ferðirnar anga sína nánast um land allt. Allar styttri ferðirnar eru ætlaðar jafnt vönum sem óvönum.

Hótel Eldhestar er hannað út frá áherslum Norræna umhverfismerkisins, Svansins. Markmiðið er að skapa umhverfi hreinleika og fegurðar. Það er einmitt eitt af markmiðum Eldhesta að gestir hótelsins upplifi náttúruna og hreinleika umhverfisins.

Eldhestar ehf · Völlum - 810 Hveragerði Netfang: info@eldhestar.is Sími: 480 4800 — Fax: 480 4801

31


Símon Helgason

Kóngur í 30 ár

Kristinn í Árbæjarhjáleigu er fæddur í Reykjavík, þann 6.desember 1950. Við brugðum okkur af bæ og heimsóttum Kristinn. Ferðamennska í Skarði Pabbi og mamma tóku við búi afa míns í Skarði þegar ég var átta ára gamall. Það þótti ágætlega stórt bú þá, svona um 200 kindur og fjórtán kýr og nokkur hross. Þegar afi og amma bjuggu á Skarði stoppaði ferðafélagið alltaf hjá þeim og fólk fékk sér kaffi áður en það fór inn í Landmannalaugar. Foreldrar mínir þróuðu þetta svo með því að kaupa gamalt hús af hreppnum sem hét Þinghús og voru með kaffisölu þar. Svo fór ferðamönnum að fjölga og útlendingar fóru að koma og þegar ég var svona um 12 ára var orðið mikið um þetta

og sérstaklega Hekluferðir. Þá var farið með fólk á hestum upp að Heklu. Það var alltaf farið austur með veginum eins og hann er núna og svo var riðið yfir vaðið fyrir framan Galtalækjarskóg og þaðan upp að gamla Næfurholti og upp Bjallana og dálítið lengra en Markhlíð svona á móts við mið Næfurholtsfjöllin og þar niður að hrauninu og þaðan fór fólkið að ganga.

32

Svo beið maður þar á meðan fólk gekk í hrauninu og sumt gekk upp á Heklu. Stundum þurfti maður að bíða svakalega lengi. Einu sinni beið ég í átta tíma og var maður nú orðinn frekar framlágur þá. Ég veit það núna að ég hefði getað farið niður í Næfurholt og beðið þar en ég beið bara þarna og hélt í hestana.


Kóngur í 30 ár

Reynslan kennir manni mikið í tamningum Þegar ég var fimmtán ára á Skarði byrjaði ég að temja hesta. Þá voru ekki margir sem unnu við hestamennsku. Það var tamningastöð á Hellu en þá var algengt að menn tömdu sjálfir hestana fyrir sig sem brúkunarhesta. Ég byrjaði fljótt á því og að temja fyrir nágrannana. Fyrsti hesturinn sem ég tamdi var fyrir Billa á Botnum. Pabbi hafði gaman af að kaupa hesta og hafði gaman af að skipta á hestum og var oft að kaupa mjög leiðinlega hesta sem tamning hafði misheppnast á, því oft misheppnuðust tamningar í gamla daga og oft var hann að kaupa hrekkjótta hesta og það kenndi manni helling að eiga við leiðinlega hesta. Reynslan kennir manni mikið í tamningum. Ég tamdi alltaf í hjáverkum með búskapnum. Þegar ég flyt að Árbæjarhjáleigu urðu tamningar stærri þáttur, en nú er ég orðinn svo gamall og stirður og get ekkert tamið. Breytingin í tamningum er aðstaðan. Nú er aðstaðan til tamninga orðin svo miklu betri.

Eldur Ég hef tamið marga hesta sem hafa náð langt og auðvitað á maður alltaf eftirminnilega hesta. Fáni hennar Heklu stendur manni nálægt. Svo var hestur sem pabbi átti og hét Eldur. Ég smalaði mikið á honum og hefur enginn hestur náð því sem hann gat. Hann var svo þolinn og var aldrei uppgefinn. Hann tekur öllum hestum fram varðandi seiglu og hann var svo fimur og gat jafnvel farið með mig það sem ég komst ekki gangandi. Það sem hann hafði langt

Þórður Þorgeirsson situr hinn einstaka Eld á sýningu í Reiðhöll Reykjavíkur. 33

fram yfir aðra hesta var hvað hann var duglegur í brekkum. Það eru margir hestar duglegir og maður getur riðið þeim helling en svo kemur maður að brekku og þá gefast þeir upp, en hann var eini hesturinn sem gafst ekki upp þó ég hefði riðið honum dag eftir dag. Ég reið honum alla daga á fjalli og var á honum í mörg ár. Hann var kjarkaður og skynsamur og fékk Þórður Þorgeirsson t.d. að nota hann í sýningaratriði. Hann reið honum í gegnum eldhring og lét hann stökkva yfir bíla og einu sinni reið hann honum upp stúkuna í Reiðhöllinni í Reykjavík. Hann var einstakur hestur.


Kóngur í 30 ár

Ég hafði meira gaman af búskap en skóla Ég hafði alltaf miklu meira gaman af búskapnum en skólanum. Ég byrjaði í Laugalandsskóla þegar ég var níu ára og fór þá í hálfan mánuð í vorskóla. Þá var heimavist í skólanum. Þann tíma sem ég var í skóla vorum við hálfan mánuð í skólanum og hálfan mánuð heima. Við fórum á mánudegi og vorum þá viku og helgina og fórum svo heim á föstudegi. Þó ég væri í skólanum fór ég alltaf að gefa kindunum þegar ég kom heim. Þá var þetta nú svolítið öðruvísi með kindurnar. Þá voru húsin dreifð og voru á þremur stöðum. Eitt var uppí fjalli og þar voru bara fimmtíu kindur. Svo voru um hundrað kindur í húsi sem heitir Innvið hús og svo voru sjötíu kindur inn á túni heima. Þá var líka miklu minna gefið. Oft gekk maður upp í fjall en í seinni tíð var farið á bílum eða hestum inn að húsum. Stundum var keyrt á traktor upp undir fjallið og gengið síðasta spottann.

Ég hef mest gaman af kindum og eru þær allar í uppáhaldi. Maður hélt upp á einstaka rollu þegar maður var unglingur en það breytist með aldrinum. Flestar urðu kindurnar 1166 í Skarði og ég held að þar hafi aldrei orðið fleira fé.

34

Snemma átti ég mitt fé og oft voru hinir og þessir kallar að gefa mér kindur. Þegar ég er að alast upp var féð ekki við hús þegar það var að bera. Skólinn var oft búinn snemma. Einu sinni var skólinn búinn í kringum sumardaginn fyrsta og þá var ekki ein einasta kind orðin eftir við húsin. Þær voru allar farnar á beit í nýgræðingnum og því var hætt að gefa. Féð bar úti um alla haga í Skarði. Ég var alltaf alla daga frá morgni til kvölds á hesti að gá til kinda. Ef þær báru sjálfar þá voru þær látnar vera og ekkert gert og við mörkuðum ekkert fyrr en það var smalað í vorrétt en ef þær misstu þá þurfti maður að ná þeim og fara með þær heim og þá voru önnur lömb vanin undir þær. Maður var allaf á hesti, í svona átta til tíu tíma, ríðandi alla Skarðshagana, sem eru um sextánhunduð hektarar, í kringum ærnar.


Kóngur í 30 ár Þá var nú ekki algengt að krakkar ættu kindur en ætli ég hafi ekki átt um tíu kindur þegar ég var fimmtán ára og þótti það mikið á þeim tíma. Ég var t.d. orðinn töluvert gamall þegar farið var að leggja lömb inn á mitt nafn í sláturhúsinu. Ætli ég hafi ekki verið svona átta til níu ára þegar Einar Guðlaugsson kom að Múla sem er í nágrenni við Skarð með margt af mislitu fé, gráblesótt og golsótt, austan úr Öræfum. Þá var lítið til af mislitu fé í Landsveit og heillaðist maður mjög af því. Einar gaf mér gráblesótta gimbur. Ég man enn hvernig kindin sú leit út.

og einhver besti fjármaður á Íslandi var bústjóri á Skógum og hann kenndi mér fjármennsku. Í öllum frítímum var ég úti á búi hjá honum. Þó það væri margt fé í Landsveit þá var ekki mikil fjármennska. Heima var t.d. hugsunin að gefa nógu lítið og spara hey.

Skógum kenndi Árni Jónasson mér að rækta fé og að fóðra vel. Hann var alveg einstakur, t.d. var vaninn að gefa á garðann og svo flýttu menn sér í burtu, en Árni var á meðan féð var að éta og kenndi mér hvernig vaxtarlag á fé ætti að vera. Árið eftir veru mína á Skógum keyptum við tvo þá fyrst fór féð að lambhrúta þaðan og þá fyrst fór féð að batna í batna í Skarði Skarði, en pabbi hafði svolítið gaman af þessu. Hann Almennt voru menn ekki að hafði líka mjög gaman af rækta fé í Landsveit, hvað viðskiptum og fór fljótlega varðar byggingu, fyrir utan að kaupa góða hrúta af fjárKjartan í Flagveltu sem kom búum, til dæmis hjá Sigurði utan úr Hrepp og synir í Kastalabrekku. Ég held hans Teitur, Maggi og að enginn hrútur hafi breytt Fjármennska í Stefán. Aðrir ræktuðu fyrst eins miklu í Landsveit og frítímum Ég var eitt ár á Skógum eftir og fremst fé sem var hraust Freyr frá Skógum. fermingu og hef ég aldrei lært og gat bjargað sér eins mikið í fjármennsku í misjöfnum eins og þann vetur. Ég var svo heppinn að Árni Jónas- veðrum og aðstæðum. son úr Mývatnssveit En á

Óskum nemendum Laugalandskóla alls hins besta í framtíðinni.

Guðlaugur og Jónína www.laekjarbotnar .is 35


Kóngur í 30 ár

Fjallkóngur í þrjátíu ár Ég fór fyrst á fjall þegar ég var á fjórtánda ári, árið 1963. Árið 1981 varð ég fyrst fjallkóngur og eru því komin rúmlega 30 ár síðan. Ég hef alltaf farið í allar leitir, nema fyrsta árið. Oftast fer ég í tvær til þrjár leitir á hverju ári. Ég hef oft lent í verra veðri í fyrstu leit en í seinni leit og það hafa komið ár þar sem við höfum rétt getað klárað út af snjó, en ég held að við höfum aldrei þurft að fresta réttum. Fjallkóngsstarfið felst í því að fjallkóngur stýrir smölum og ber ábyrgð á fjárleitum.

36

Hann skipuleggur smalamennskuna í samráði við fjallskilanefndina. Núna erum við þrír í henni og ég er formaður sem verður til þess að maður undirbýr sig meira og það hentar mjög vel fyrir fjallkónginn að ráða svolítið hvaða menn fara á fjall, en í gamla daga var það ekki þannig. Þá var fjallkóngunum útvegað menn og annað sem til þurfti, en þeir fengu ekki að ráða neinu um það. Núna er þetta á færri höndum og hefur gengið vel. Það er kannski af því að ég er svo ráðríkur, en mér líkar þetta mjög vel.


37


Bjarmi Már, Egill, Guðmundur Hreinn, Sigþór.

6. - 7. bekkur Bergþór Kristinn Hver er uppáhalds íþróttin þín? Ég veit það ekki. Hvað gerir þú oftast í frímínútum? Ég fer bara á fótboltavöllinn og geri ekki neitt! Hver er fyrirmyndin þín? Marín. Ef þú myndir fá að halda afmælið þitt hvar sem er í heiminum hvar myndir þú halda það? Í Disneylandi.

Jana Lind

Hver er uppáhalds íþróttin þín? Frjálsar. Hvað gerir þú oftast í frímínútum? Misjafnt. Hver er fyrirmyndin þín? SIGÞÓR!!!!! Ef þú myndir fá að halda afmælið þitt hvar sem er í heiminum hvar myndir

38


6.—7. bekkur

Kristófer Hlakkar þú til að verða busi? Nei. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Maturinn hennar mömmu. Hver er fyrirmyndin þín? Engin. Ef þú myndir fá að halda afmælið þitt hvar sem er í heiminum hvar myndir þú halda það? Spáni.

Annika 7.bekk

Eygló 5. bekk

Nonni litli sat og hámaði í sig öskudagsnammi. Gömul kona gaf sig á tal við hann og sagði: „Veistu að tennurnar skemmast þegar þú borðar svona mikið sælgæti og þú færð bólur í framan?“ Þá svaraði Nonni: „Afi minn varð 105 ára!“ „Nú?“ sagði gamla konan. „Át hann kannski líka fimm súkkulaðistykki í einu?“ „Nei,“ sagði Nonni. „Hann skipti sér aldrei af því sem honum kom ekki við.“ Eiður og Óttar 7. bekk

Af Af

hv

þv

erj

uk

ía

Tryggvi 7.bekk 39

eyr

ði ljó ún sk an rak út ljó s ig sið af? í ! ste fnu Te lm a6 .b ek k

ðh


6.—7. bekkur

Guðbjörg Viðja Hver er uppáhalds íþróttin þín? Hestaíþróttir. Hver er fyrirmyndin þín? Ég hef enga. Hvað gerir þú oftast í frímínútum? Labba um og passa að mér kólni ekki. Ef þú myndir fá að halda afmælið þitt hvar sem er í heiminum hvar myndir þú halda það? Í Disneylandi.

Sæmundur Hver er uppáhalds íþróttin þín? Glíma. Hver er fyrirmyndin þín? Glímukennarinn minn. Hvað gerir þú oftast í frímínútum? Er í tölvunni eða rölti úti. Ef þú myndir fá að halda afmælið þitt hvar sem er í heiminum hvar myndir þú halda það? Í Mall of America.

Ljóska nokkur kemur inn í Rúmfatalagerinn og segir við afgreiðslukonuna: „Ég ætla að fá bleik gluggatjöld sem eiga að passa fyrir skjáinn á tölvunni minni.“ Afgreiðslukonan svarar undrandi: „En þú þarft ekki gluggatjöld á tölvuna???“ Þá segir ljóskan: „Halló!!!! Ég er með Windows!“ Smári Valur 6. bekk 40


6.—7. bekkur

Íris Þóra Hver er uppáhalds íþróttin þín? Fimleikar. Hvað gerir þú oftast í frímínútum? Leik mér. Hver er fyrirmyndin þín? Uuu, bara fjölskyldan mín. Ef þú myndir fá að halda afmælið þitt hvar sem er í heiminum hvar myndir þú halda það? Í Disneylandi.

Patrekur Hlakkar þú til að verða busi? Ég verð ekki í þessum skóla á næsta ári. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Pítsa. Hver er fyrirmyndin þín? Ég veit það ekki. Ef þú myndir fá að halda afmælið þitt hvar sem er í heiminum hvar myndir þú halda það? Boston. Fanney 7. bekk

Halla 7.bekk

Eyrarvegi 32 – Sími 480 1160— Neyðarnúmer 660 1100 41


6.—7. bekkur

Dreki spýr eldi Dreki spýr eldi upp úr munni sínum. Hann stendur upp á kistu og spýr upp í heiðbláan himininn. Höf: Jónas 8.bekk

Vilborg 7. bekk

SUPER 10 – LDC SÓTTHREINSISÁPA Er með vistvænar sápur frá GNLD til sölu. Þetta eru umhverfisvænar hágæðavörur sem eru auk þess fjárhagslega hagkvæmur kostur. Sápurnar eru seldar sem þykkni sem er blandað með íslensku kranavatni. Sigrún Björk Benediktsdóttir, Meiri -Tungu 1 b GSM: 868-4226 sbb@ismennt.is

42


Aron Ýmir

Busaball Í ár var enn og aftur haldið í hefðina og haldið busaball og þótti það heppnast nokkuð vel þrátt fyrir nokkur óhöpp. Byrjað var að mála unglingana í framan og láta þau syngja eitt og eitt fyrir framan alla en gekk það misvel. Þar næst var þeim pakkað inní plast. Næst var farið með þau út (á sokka leistunum auðvitað) og þau böðuð með alls konar góðgæti svo sem tómatsósu, albrani og sinnepi. Síðan voru þau böðuð með ísköldu vatni og send í sturtur. Eftir það skemmtu allir sér vel saman á ballinu. 

43


Bjarmi Már, Egill, Guðmundur Hreinn, Sigþór.

8.– 10. bekkur Fiðrildin Fiðrildin fljúga í fallegum dal, skreytt með fallegum hjörtum. Þau fljúga hátt. Þau fljúga lágt. Þau fljúga alls staðar. Höf: Sigrún 8. bekk

Þorbjörg 1. bekk Steinunn

Hvernig var að busa? Geðveikt gaman! Hver er fyrirmyndin þín? Bara einhver söngkona. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Pítsa. Hvert er uppáhalds lagið þitt? My Immortal.

44

GHG


8.—10. bekkur

Guðlaugur Hvernig var að busa? Geðveikt! Hver er fyrirmyndin þín? Guðjón Valur Hver er uppáhalds maturinn þinn? Hamborgarahryggur Hvert er uppáhalds lagið þitt? Pass….má hringja í vin?

Gústaf Hvernig var að busa? Það var fínt! Hver er fyrirmyndin þín? Cristiano Ronaldo! Hann er sko töffari! Hver er uppáhalds maturinn þinn? Mjög fín steik Hvert er uppáhalds lagið þitt? The Joker með The Steve Miller

GHG

Píla Píla mín er sæt og fín. Gengur um með gráa ól. Hundakjáni hún já er en ég elska hana samt.

Höf. Ómar Högni 8. bekk Agnes 1. bekk 45


8.—10. bekkur

Það besta við að verða fullorðinn er að maður getur keypt sér eins mikið sælgæti og maður vill. Ryan Gosling

Tré fellur Lítill piltur gengur inn í skóg. Fann síðan stórt tré og klifraði upp á topp. Pilturinn datt niður og grét en fann svo hól. Pilturinn gekk og gekk upp á hól.

Pilturinn fékk þá hugmynd að ýta trénu niður. Hann ýtti og ýtti og tréð féll. Pilturinn varð hamingjusamur af gleði. Höf: Daníel 8. bekk

Bangsi Hinn fagri fagri bangsi er klæðist krónu gylltri brosir breitt yfir beit. Feldur hans brúnn er en eigi hann stór er.

Höf: Elvar 8. bekk 46


8.—10. bekkur

Sunneva Hvernig var að busa? Það var bara mjög gaman. to me t o n wa dd ou ag an y o r at d nd Wh ress i ula? h d do, the on Tim

Hver er fyrirmyndin þín? Ég hef bara enga sérstaka. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Bara tortillur eða eitthvað. Hvert er uppáhalds lagið þitt? Sexy And I Know It- LMFAO.

Sigurður Smári Hvernig var að verða busaður? Bara mjög skemmtilegt. Einu sinni var sulta að labba yfir götu. Þá kom bíll og keyrði yfir hana. Þá kom önnur sulta og sagði: „Hey! Komdu hingað marmelaðið þitt.“

Hvert er uppáhalds lagið þitt? Enter Sandman með Metallica. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Pítsa. Hver er fyrirmyndin þín? Steven Gerrard.

Guðjón Andri 8.bekk

Sniðugt í vinnunni!

47


8.—10. bekkur Ég fékk mynd með flottu blómi. Blómið var bleikt, grænt, fjólublátt og rautt . Það sem ég sá var súperblóm.

Helgi 1.bekk

Margrét Heiða 8.bekk Ljósku eina langaði mikið að veiða í gegnum vök. Dag nokkurn fór hún og keypti dót sem hún þurfti til veiðanna. Hún fann sér góða stað og byrjaði. Allt í einu heyrði hún rödd segja: „Það er enginn fiskur í vatninu.“ Ljóskan leit í kringum sig en sá engan og hélt áfram að veiða. Aftur heyrðist bergmála: „Það er enginn fiskur í vatninu.“ „Guð? Ert þetta þú?“ spurði ljóskan eftirvæntingafull. Þá var svarað: „Þetta er forstöðumaður skautahallarinnar!“

Sunneva Eik 10.bekk

Guðni 8.bekk

48


Egill Þór, Sigþór.

Guðni vs. María Guðni Hvert er þitt mesta afrek? Að eignast heilbrigða dóttur. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Slátur. Hvaða bekkur er skemmtilegastur í Laugalandsskóla? 9. bekkur að sjálfsögðu. Hvert er metið þitt í píptesti? 14,2. [fyrir kannski 300 árum.] Hvaða fag er skemmtilegast að kenna? Náttúrufræði. Hefurðu tapað oft fyrir nemanda í íþróttum? Ekki að mig reki minni til. Viltu fjölga íþróttatímum í Laugalandsskóla? Já.

María Hvert er þitt mesta afrek? Börnin mín þrjú. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Lambahryggur. Hvaða bekkur er skemmtilegastur í Laugalandsskóla? 6. og 7. [9] Hvert er metið þitt í píptesti? Ég held að það sé 11,2. Hvaða fag er skemmtilegast að kenna? Stærðfræði og íþróttavalið. Hefurðu tapað oft fyrir nemanda í íþróttum? Nei. Viltu fjölga íþróttatímum í Laugalandsskóla? Já!

49


10. bekkur rifjar upp

1.- 3. bekkur

4. – 6. bekkur

Jónella var umsjónakennarinn okkar í fyrsta og öðrum bekk.

Það var stór áfangi að færast úr Súlnasalnum í stóra skólann í fjórða bekk en við byrjuðum þar í pínulítilli stofu Í fyrsta bekk voru: Dagbjört, (stofu 3) með Sillu sem umEyrún, Helga Sunna, Hjördís, sjónakennara. Þá bættust Kristjana, Oddný, Steinunn Elísabet, Gústi og Sebastian í og svo auðvitað Ólafur sem bekkinn. var eini strákurinn. Þá kunnu Steinunn Birna og Eftirminnilegast frá Súlnasal- Kristjana Rós ekki á klukku num var þegar við bjuggum til og þurftu að snúa sér við og stafrófið úr leir og Einingaspyrja Eyrúnu og Helgu bækurnar í stærðfræði. Sunnu hvað klukkan væri og auðvitað voru allar frímínútur Guðrún Heiða bættist í hópinn í öðrum bekk. Í þriðja notaðar til þess að fara í Hollinn skollinn. bekk fengum við Sigrúnu Björk Benediktsd. sem umsjónarkennara.

50


10.bekkur Í 5.bekk voru stelpurnar alltaf að dansa uppi á borði. Guðlaugur og Sunneva byrjuðu svo í 6. bekk en í lok hans flutti Hjördís okkar til Þýskalands. Í 6.bekk kenndi Ásta Hrönn með Sillu. Í 6.bekk fórum við í Þórsmörk. Við vorum roslega þæg... eða þannig... 7.-10. bekkur

borða kanil. Í níunda bekk fengum við aftur nýja kennarann, Maríu Carmen. Elísa kom í bekkinn, en Oddný fór í grunnskólann á Hellu eftir haustönnina. Það eftirminnilegasta úr 9. bekk var þegar við fórum í Bláfjöll með 10.bekk og gistum. Við röðuðum dýnum saman og hoppuðum niður af kojunum á þær. Svo hoppuðum við á dýnur og runnum og skullum saman. Þá kom Sigurjón skólastjóri inn og allir héldu að hann yrði kannski smá pirraður en svo var ekki. Það eina sem hann sagði var: „Passið bara að meiða ykkur ekki gullin mín.“

Í 7. bekk fengum við nýja kennarann í skólanum, Ástu Kristjönu! og Sóley Salóme byrjaði. Við fengum alltaf að breyta borða röðuninni og skipta um sæti þann vetur og var það mjög gaman. Svo tók auðvitað hið frábæra áttunda Svo núna er hið æðislega, fráár, við í stofu með 9. bekk og bæra og yndislega lokaár með Stefán sem kennara. Hann var Sigurjóni. Krakkar hafa komið öðruvísi kennari en við áttum og farið úr þessum hóp og að venjast, heimspekilegur og erum við tíu eftir: Elísabet sagði fullt af sögum. Hafþór María, Eyrún Rós, Guðlaugur bættist í hópinn en Dagbjört Ingi, Gústaf Ásgeir, Helga og Sóley fóru það ár. Sunna, Kristjana Rós, Ólafur Logi, Sebastian Valur, Stefán talaði mjög mikið um Steinunn Birna, Sunneva Eik Varmárskóla. Við vorum og svo reyndar Guðrún Heiða, auðvitað líka busuð af 10.bekk sem er ekki útskrifuð héðan, og þurftum meðal annars að en er í FSu.

51


52


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.