35.tbl

Page 14

14

FIMMTUDAGURINN 6. SEPTEMBER 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Lögreglan átti ánægjulega Ljósanótt

›› FRÉTTIR ‹‹

N

9,5% kvótans í Grindavík

F

iskistofa hefur nú úthlutað kvóta fyrir næsta fiskveiðiár sem hófst sl. föstudag. Úthlutað er 318.544 tonnum í þorskígildum sem er 19.000 þorskígildum meira en á síðasta fiskveiðiári. Mest af kvótanum fer til Reykjavíkur en skip sem hafa heimahöfn í höfuðborginni fá úthlutað samtals 14,2% af heildarkvóta. Þar á eftir koma Vestamannaeyjar og því næst Grindavík, með 10,6% og 9,5%, af heildaraflamarki. Þessar þrjár heimahafnir skera sig úr. Úthlutað aflamark eftir heimahöfnum á Suðurnesjum er eftirfarandi: Grindavík................................... 9,5% Garður......................................... 2,8% Sandgerði.................................... 0,4% Keflavík....................................... 1,0% Njarðvík......................................... 0% Vogar........................................... 0,8% Samtals eru því 14,5% kvótans á Suðurnesjum.

Jana og Dimma aldursforsetar í Grindavík

B

æjaryfirvöld í Grindavík hafa birt lista yfir alla hunda og ketti sem eiga heimili í Grindavík og hafa verið skráðir hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Á listunum má finna 110 hunda af ýmsum tegundum og 56 ketti en tegundir þeirra eru ekki tilteknar. Það vekur athygli á listunum að elsti köttur Grindavíkur er hin 19 ára gamla Jana sem býr við Iðavelli í Grindavík. Dimma er hins vegar elsti hundur/tík Grindavíkur. Hún er fædd árið 1996 og því 16 ára gömul. Á vef bæjaryfirvalda segir að birting upplýsinga um hunda og ketti í bænum er jafnframt hugsuð til hvatningar fyrir þá hunda- og kattaeigendur sem eru með óskráð dýr að ganga frá sínum málum í samræmi við reglur, en á listunum á vef Grindavíkurbæjar eru heimilisföng dýranna, nöfn þeirra, fæðingarár og hvenær þau voru fyrst skráð hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja.

H

Hárfaktorý opnar við Hafnargötu

árgreiðslukonurnar Lilja Guðmundsdóttir og Gauja Jóns opnuðu nýlega hárgreiðslustofu að Hafnargötu 20 í Reykjanesbæ. Stofan heitir Hárfaktorý en áður var þar til húsa Nýja Klippótek. Þær stöllur segja að viðtökurnar hafi verið ótrúlega góðar síðan þær opnuðu í síðustu viku. Þær tjáðu blaðamanni það að þær hafi viljað sýna fólki að kreppan sé á undanhaldi og því ákveðið að opna bara sína eigin stofu.

›› Fisktækniskóli Íslands

Viðurkenning aðeins til eins árs

M

ennta- og menningarmálaráðuneytið hefur veitt Fisktækniskóla Íslands viðurkenningu sem skóli á framhaldsskólastigi til 31. júlí 2013. Bæjarráð Grindavíkur fagnar því að skólinn hafi hlotið viðurkenninguna og vonar að hún sé fyrsta formlega skrefið á þeirri leið að framhaldsnám verði í boði í Grindavík, en lýsir jafnframt vonbrigðum með að viðurkenningin

Hvalarannsóknarskúta heimsækir Reykjanesbæ L augardaginn 8. september verður sérhönnuð hvalarannsóknarskúta til sýnis almenningi í Reykjanesbæ, frá kl. 14 til 16 við bryggjuna í Keflavík. Hægt verður að hlusta á hljóð ólíkra hvalategunda og ræða við rannsóknarfólk um borð í skútunni. Skúta þessi nefnist Song of the whale og er að koma úr leiðangri milli Íslands og Grænlands. Búið er að koma fyrir í skútunni sérstökum búnaði til að nema hljóð steypireyða auk annarra sjávardýra. Þeir sem gera sér ferð um borð fá að hlusta á þessi einstöku hljóð og fræðast um rannsóknir sem eru á heimsmælikvarða – og eru framkvæmdar á Faxaflóasvæðinu. Þetta rannsóknarverkefni er samstarf Háskóla Íslands og IFAW samtakanna og verða vísinda-

ProModa hársnyrtistofa opnar á Nesvöllum

H

sé bundin við eitt skólaár. Bæjarráð tekur undir með stjórn Fisktækniskólans að það sé afar brýnt að koma skólanum á fastar fjárveitingar byggðar á nemendaígildum eins og á við um aðra framhaldsskóla. Nauðsynlegt er að tryggja rekstraröryggi skólans svo hann geti séð lengra fram í tímann en eitt ár í senn og geti markað sér framtíðarstefnu og laðað að sér fleiri nemendur. Sjávarútvegur er ein

ársnyrtistofan ProModa opnaði í húsnæði Nesvalla í Reykjanesbæ á dögunum en þá sameinuðust fjórar hárgreiðslukonur frá þremur stofum á nýjum stað. „Þetta er búinn að vera frábær dagur og allt gengið vel,“ sögðu þær þegar fréttamaður VF leit við á opnunardaginn. Á ProModa starfa þær Jóhanna Óladóttir og Svala Úlfarsdóttir en þær ráku áður Capello í Hólmgarði, Linda Hrönn Birgisdóttir sem áður rak Nýja Klippótek á Hafnargötu og loks Marta Teitsdóttir sem rak Elegans á Nesvöllum. Húsnæðið þar er nýlegt og staðsetningin er góð. Þær stöllur brostu sína breiðasta og ánægðar að takast á við þessa breytingu. Tímapantanir eru í síma 421-4848 en þær sögðust einnig taka á móti viðskiptavinum af götunni ef það væri laus tími hjá þeim.

menn frá Háskólanum og samtökunum á svæðinu til að fræða fólk um þessar rannsóknir.

meginstoð íslensks samfélags og hlýtur að vera metnaðarmál fyrir fiskveiðiþjóð að menntun í veiðum og vinnslu sé í boði. Án menntunar og framþróunar er hætt við að Íslendingar missi samkeppnisforskot sitt í sjávarútvegi. Tekjur ríkisins af sjávarútvegi eru að hækka talsvert með hækkun veiðigjalda. Sveitarfélög fá ekki hlutdeild í þeim tekjum, nema að mjög takmörkuðu leyti. Veiðigjaldið á meðal annars að renna í menntun og rannsóknir í sjávarútvegi og styðja við greinina. Að mati bæjarráðs Grindavíkur liggur beint við að veita hluta þess fjármagns til að byggja upp Fisktækniskóla Íslands og efla þannig menntun í grunngreinum íslensks sjávarútvegs.

ýafstaðin Ljósanótt í Reykjanesbæ fór vel fram og gekk þáttur löggæslu í bænum vel. Hátíðin hófst á fimmtudagsmorgun og náði hámarki á laugardagskvöld þegar um tuttugu þúsund gestir voru saman komnir, meðal annars til að fylgjast með voldugri flugeldasýningu. Fólk skemmti sér vel og ánægja skein úr hverju andliti. Busaball var á fimmtudagskvöldið í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og þar voru ungmennin til fyrirmyndar. Talsverðar annir voru hjá lögreglu á Ljósanótt, enda í ýmsu að snúast við stjórnun, auk þess sem gönguhópar lögreglumanna voru á svæðinu og fylgdust gjörla með því að fólk færi að settum reglum. Hátíðin var stórslysalaus og engin alvarleg mál komu upp. Lögregla hafði afskipti af nokkrum unglingum sem ýmist voru einir á ferð og brutu þar með útivistarreglur, eða ölvaðir og með áfengi, sem tekið var af þeim og hellt niður. Sem fyrr naut lögregla aðstoðar ýmissa aðila á Ljósanótt, svo sem björgunarsveita, Landhelgisgæslu og fleiri. Þeim, sem lögðu hönd á plóg, eru færðar kærar þakkir fyrir aðstoðina, segir á fésbókarsíðu lögreglunnar á Suðurnesjum.

Lýsa yfir vonbrigðum með ákvörðun formanns flokksins

S

tjórn Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ lýsir y fir mi k lum vonbrigðum með þá ákvörðun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins að skipta um þingflokksformann. Ragnheiður Elín hefur verið einn öflugasti liðsmaður þingflokksins á þessu kjörtímabili og staðið vaktina sem þingflokksformaður þannig að eftir því er tekið. Er það ekki síst því að þakka að Suðurkjördæmið er eitt sterkasta vígi

Sjálfstæðisflokksins, þar sem Ragnheiður er oddviti. Stjórn Fulltrúaráðsins telur þessa ákvörðun formannsins vera þess eðlis að veikja þingflokk Sjálfstæðisflokksins nú þegar kosningar nálgast. Stjórnin skorar á forystu flokksins að sjá að sér í þessu máli og vinna heldur að því að sameina flokkinn en ekki sundra. Stjórn Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.