35.tbl

Page 1

Víkurfréttir

BLAÐAMAÐUR ÓSKAST

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Óskum eftir að ráða hressa og klára manneskju í starf blaða/fréttamanns.

Póstur: vf@vf.is

Um heilt starf er að ræða en einnig er möguleiki á hlutastarfi. Umsækjendur þurfa að hafa gott vald á íslensku. Umsóknir með helstu upplýsingum sendist í tölvupósti til Páls Ketilssonar, ritstjóra, á netfangið pket@vf.is.

Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

vf.is

FIMMTUdagurinn 6. september 2012 • 35. tölubl að • 33. árgangur

›› Dragnótaveiðar hafnar:

Uppi í kálgörðum hjá Garðmönnum

D

ragnótaveiðar hófust að nýju í Garðsjónum í vikunni eftir hlé á veiðunum í sumar. Fjölmargir snurvoðarbátar stunda veiðarnar og aflinn er að mestu koli. Samkvæmt upplýsingum frá hafnarvoginni í Keflavík þá fara veiðarnar rólega af stað þetta haustið en afli bátanna hefur verið um fimm tonn eftir daginn. Á meðfylgjandi mynd má sjá Örn KE 14 á veiðum skammt undan landi í Garði á þriðjudagskvöld. Garðmenn segja bátana reyndar alveg uppi í kálgörðum.

14. tölublað • 32. árgangur • Fimmtudagurinn 7. apríl 2011

spennandi uknattleikir ›› Fótboltinn

VF-mynd: Hilmar Bragi

›› Viðtal

›› Menntun

Víðismenn úr leik eftir vítaspyrnukeppni

Alltaf verið með kraftadellu

Suðurnesjamenn dúxa á Bifröst

› Síða 23

› Síða 16

› Síða 18

Fjarþjálfun Fitubrennsla, æfingaráætlun, matseðill og myndbönd

Tilboð í september

kr. 4950,-

ehf.

Reykjanesbær ur: vf@vf.is a daga kl. 09-17

Opið allan sólarhringinn

to.

kosti með gen.

endur vænn er ari

TM

Fitjum - sjá nánar á bls. 23

20.000 á Ljósanótt 2012

Það er háspenna í körfuboltanum í Reykjanesbæ þessa dagana. Keflavík og KR eigast við í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik og staðan í viðureign liðanna er 2:2. Oddaleikur verður í viðureign liðanna í KR-heimilinu í Reykjavík í kvöld. Spennan er ekki minni í úrslitaviðureign Keflavíkur og Njarðvíkur í kvennaboltanum. Þar er staðan reyndar orðin 2:0 fyrir Keflavík eftir tvo æsispennandi háspennuleiki. Keflavíkurstúlkur orðið Íslandsmeistarar SVIPMYNDIR Í BLAÐINU Í DAG OGgeta HUNDRUÐ MYNDA kvenna með sigri á Njarðvíkurstúlkum í Keflavík annað kvöld, föstudagskvöld. VF-mynd: HBB

NÝ T T

Morgu nver matseð ðarill A ðeins í b Subway oði á Fitjum

Á VF.IS

VIÐ ERUM DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND

Holtsgötu 52 - 260 Reykjanesbæ s. 420 5000 - Fax: 421 5946

| www.flytjandi.is | sími mi 525 5 7700 7 |

rðarbraut 13 @heklakef.is

Easy ÞvoTTaEfni

Easy MýkingarEfni


2

FIMMTUDAGURINN 6. SEPTEMBER 2012 • VÍKURFRÉTTIR

HEILSULEIKSKÓLINN HEIÐARSEL Heilsuleikskólinn Heiðarsel óskar eftir að ráða leikskólakennara, þroskaþjálfa eða starfsmann með aðra uppeldismenntun í 90-100% stöðu sem fyrst. Einnig leitum við að starfsmanni í skilastöðu frá 15:00-16:15. Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri Heiðarsels í síma 4203131, eða á netfangið heidarsel@reykjanesbaer.is Umsóknarfrestur er til 20. september. Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar.

UPPSKERUHÁTÍÐ SUMARLESTURS

Um leið og við þökkum þeim tæplega 300 börnum sem tóku þátt í sumarlestri Bókasafnsins í sumar, bjóðum við til uppskeruhátíðar á alþjóðlegum degi læsis, laugardaginn 8. september kl. 13:30. Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur les brot úr nýrri bók og allir sem mæta verða leystir út með góðri gjöf. Heppnir fiskar sem veiddir verða úr búrinu fá sérstaka viðurkenningu. Við minnum á að laugardagar eru fjölskyldudagar á Bókasafninu. Opið á laugardögum kl. 10:00 til 16:00 í vetur.

NESVELLIR

›› FRÉTTIR ‹‹

Í vímu hjólaði á ljósastaur Hér opnar Landsbankinn nýtt sameinað útibú í Reykjanesbæ síðar á árinu.

Landsbankinn lokar í Garði og Vogum - nýtt sameinað útibú opnar í Krossmóa síðar á árinu

L

andsbankinn hefur ákveðið að sameina útibú bankans í Reykjanesbæ og afgreiðslur hans í Garði og Vogum á einn stað frá og með 14. september. Sameinuð starfsemi verður í húsnæði bankans við Tjarnargötu 12 í Reykjanesbæ fyrst um sinn, en verður flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði að Krossmóa 4a í hjarta bæjarins síðar á þessu ári. Við þann flutning verður afgreiðsla bankans að Grundarvegi 23 í Reykjanesbæ einnig sameinuð útibúinu. Áfram verður rekin afgreiðsla í Sandgerði. Ekki verður um neinar uppsagnir að ræða þar sem þeim starfsmönnum sem nú starfa í Garði, Vogum og afgreiðslu í Reykjanesbæ verður boðið starf í útibúinu eða í afgreiðslunni í Sandgerði. Óhjákvæmilegt er að við þetta verði nokkur breyting á starfsemi Landsbankans á Reykjanesi en mikil áhersla er lögð á að þjónusta við viðskiptavini skerðist eins lítið og unnt er. Starfsfólk bankans mun leggja sig fram um að halda þeim óþægindum sem skapast í lágmarki. Engar breytingar verða á reikningsnúmerum og ekki er þörf á endurnýjun greiðslukorta. Hraðbanki verður áfram í Garði og settur verður upp hraðbanki í Vogum. Útibúið í Reykjanesbæ verður að breytingum loknum enn öflugra og hagkvæmara en það hefur verið og þjónusta þess mun eflast. Um 45 manns munu starfa í sameinuðu útibúi en að auki sinna um

20 starfsmenn í Reykjanesbæ bakvinnsluverkefnum fyrir bankann í heild og þar verður áfram stærsti vinnustaður Landsbankans utan Reykjavíkur. Landsbankinn rekur einnig útibú í Grindavík og afgreiðslu í Leifsstöð og samanlagt starfa tæplega 100 manns hjá bankanum á Reykjanesi þegar allt er talið. Líkt og ítrekað hefur komið fram er rekstur Landsbankans til stöðugrar skoðunar með það fyrir augum að hagræða þar sem því verður við komið og leggja niður óhagkvæmar einingar ef þarf. Þessar aðgerðir fylgja þeirri stefnu en nauðsynlegt er að draga frekar úr kostnaði við reksturinn. Þá hefur tæknilausnum í bankaþjónustu fleygt gríðarlega fram, heimsóknum í útibú og afgreiðslur fer hratt fækkandi af þeim sökum og samgöngur verða æ betri. Fækkun afgreiðslustaða er því í senn eðlileg og óhjákvæmileg. Reiknað er með að Landsbankinn spari tæplega 150 milljónir króna á ári í rekstri sínum með þeim breytingum sem hér eru kynntar. Fækkun útibúa og afgreiðslustaða banka nú er hluti af þróun sem staðið hefur um langa hríð. Frá árinu 1998 hefur afgreiðslustöðum Landsbankans t.a.m. fækkað úr 64 í 38 (fjölgaði tímabundið árið 2011 vegna samruna við Spkef) og verða eftir þessar breytingar 35. Útibúum Landsbankans og Spkef hefur samanlagt fækkað um tæplega þriðjung á síðustu tveimur árum, segir í tilkynningu frá bankanum.

LÉTTUR FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER KL 14:00

Landsbankinn lokar útibúi sínu í Garði þann 14. september nk.

Kynning á tómstundastarfi fyrir eldri borgara Allir hjartanlega velkomnir

K

arlmaður á þrítugsaldri slasaðist þegar hann hjólaði á ljósastaur í Reykjanesbæ um helgina. Hann tjáði lögreglunni á Suðurnesjum að hann hefði verið eitthvað ryðgaður í kollinum eftir grasreykingar og því hafnað á staurnum. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem gert var að meiðslum hans. Þau munu vera minni háttar. Þá var lögreglu tilkynnt um að ekið hefði verið á ljósastaur í Sandgerði. Sá sem það gerði lét sig hverfa af vettvangi, án þess að gera viðvart um ákeyrsluna.

Tveimur loftpressum stolið

L

ögreglunni á Suðurnesjum barst á mánudag tilkynning um innbrot í áhaldahúsið í Vogum. Þaðan hafði tveimur loftpressum verið stolið úr áhaldageymslu golfklúbbsins á Vatnsleysuströnd. Þá hafði bensínorfi einnig verið stolið. Sá eða þeir sem þarna voru að verki höfðu brotið niður hurð á vesturhlið hússins og komist inn með þeim hætti. Lögregla beinir þeim tilmælum til þeirra sem kunna að búa yfir upplýsingum um málið að hafa samband í síma 420-1800.

Fundu tvo fíkniefnapoka

T

veimur pokum með kannabisefnum var komið til lögreglunnar á Suðurnesjum í byrjun vikunnar. Annar pokanna fannst fyrir utan skemmtistað í umdæminu, þegar starfsmenn staðarins voru að vinna þar við þrif. Hinn pokinn fannst innan dyra á öðrum skemmtistað. Þar voru starfsmenn einnig við þrif þegar þeir fundu hann undir borði. Báðir pokarnir innihéldu lítið magn af efnum.

LAUGARDAGSFUNDUR

Fyrsti laugardagsfundur vetrarins verður haldinn þann 8. september kl. 10:30 í félagsheimili Framsóknar, Hafnargötu 62. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Reykjanesbæjar.

Daglegar fréttir www.vf.is


3

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 6. SEPTEMBER 2012

Landsbankinn sameinar útibú á Suðurnesjum Útibú Landsbankans í Reykjanesbæ og afgreiðslustaðir hans í Garði og Vogum verða sameinuð frá og með 14. september. Sameinuð starfsemi verður við Tjarnargötu 12 en síðar á árinu verður flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði í Krossmóa 4a í hjarta Reykjanesbæjar. Starfsemi Landsbankans í Sandgerði verður óbreytt. Hér verður framtíðaraðsetur Landsbankans í Reykjanesbæ, Krossmóa 4a .

Landsbankinn þinn er heiti á stefnu Landsbankans. Bankinn er í eigu þjóðarinnar og hefur mikilvægu hlutverki að gegna í samfélaginu. Landsbankinn hefur breyst mikið og mun breytast og eflast enn frekar í takt við nýja stefnu. Við skiptum ekki um nafn heldur hugarfar.

Mikil áhersla er lögð á að þjónusta við viðskiptavini skerðist sem allra minnst vegna þessa. Engar breytingar verða á reikningsnúmerum við sameininguna og ekki er þörf á endurnýjun greiðslukorta.

Sameinuð útibú 45 starfsmenn í útibúinu

Starfsemi bankans í Sandgerði breytist ekki og þar verður áfram rekin afgreiðsla. Hraðbanki verður áfram í Garðinum og nýr hraðbanki verður settur upp í Vogum.

einnig verður einhverjum boðið starf í Sandgerði. Um 45 manns munu starfa í sameinuðu útibúi. Að auki sinna um 20 starfsmenn bakvinnsluverkefnum fyrir bankann.

Öllum boðið starf

Sterkari saman

Starfsmönnum sem nú starfa í Garði og Vogum verður öllum boðið starf í útibúinu í Reykjanesbæ sem verður enn öflugra og hagkvæmara fyrir vikið,

Sameinað útibú verður mjög vel í stakk búið til að mæta kröfum viðskiptavina, jafnt einstaklinga sem fyrirtækja. Samanlögð reynsla starfsmanna og

Landsbankinn

landsbankinn.is

20 starfsmenn í bakvinnslu �ölbreytt þekking vega þar þungt. Markmið okkar er að veita framúrskarandi þjónustu með áherslu á örugg og fagleg vinnubrögð, persónulega þjónustu og stuttan svartíma. Við hlökkum til að taka vel á móti þér.

410 4000


4

FIMMTUDAGURINN 6. SEPTEMBER 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Leiðari Víkurfrétta

vf.is

Hilmar Bragi Bárðarson, fréttastjóri

Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa:

Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Þrettánda Ljósanóttin í Reykjanesbæ

Fjölskylduhátíðin Ljósanótt í Reykjanesbæ hefur heldur betur fest sig í sessi sem ein stærsta og glæsilegasta bæjarhátíð landsins, hátíð þar sem bæjarbúar taka höndum saman um að skapa menningar- og mannlífsveislu sem dregur að tugþúsundi gesta. Í ár voru veðurguðirnir ekki alveg í sínu besta skapi en það kom þó ekki í veg fyrir að um 20.000 manns kæmu saman á hápunkti Ljósanætur til að njóta stórtónleika og glæsilegrar flugeldasýningar á laugardagskvöld. Hátíðin hófst sl. fimmtudag með setningarhátíð þar sem yfir 2000 blöðrum var sleppt til himins en öll leik- og grunnskólabörn bæjarins tóku þátt í þeirri athöfn. Í framhaldinu opnuðu tugir sýninga á myndlist og handverki um allan bæ. Þá tók við hver viðburðurinn á fætur öðrum og öll sýningarrými voru notuð og út um allt var fullt af fólki að njóta þeirra viðburða sem boðið var uppá. Undirritaður fylgist vel með á samfélagsmiðlum og þar bar Ljósanótt að sjálfsögðu á góma. Yfirgnæfandi meirihluti talar vel um hátíðina. Hins vegar mátti einnig sjá umræðu um verðlagningu á

vöru og þjónustu. Bent var á að veitingastaður seldi „venjulegan“ kaffibolla á 850 krónur. Annar benti á að bjór sem kostaði 800 kr. á fimmtudagskvöldi hafi verið kominn í 1000 kr. á laugardagskvöldi og glasið hafi minnkað í ofanálag. Þá var einnig bent á að kjötsúpuskál hafi verið seld á 3200 krónur. Einn benti á að sumt af því sem selt væri á hátíðarsvæðinu væri bara til að skapa sóðaskap eins og spraybrúsi sem marglitum þráðum var sprautað úr. Einn pirraðist yfir lazer-geisla sem síðan var lýst í augu gesta og tónlistarfólks á sviðinu. Þá lýsti fólk vanþóknun á peningaplokki almennt. Þá mátti sjá umræðu um það að bíla- og mótorhjólalestin sem fer um Hafnargötuna og út í Gróf væri í raun alltof löng. Þá passaði ekki að setja öll þessi ökutæki í halarófu inn á milli þúsunda gangandi vegfarenda. Komið hefur fram ábending um að bíla- og hjólalestin fari frekar um Ægisgötuna og framhjá hátíðarsviðinu þar á leið sinni í Grófina. Það væri mun hættuminna og væri ekki að trufla dagskrá á hátíðarsviðinu mikið. Heilt yfir þá tókst Ljósanótt vel og ánægjan almenn. Það þarf hins vegar að skoða allar athugasemdir sem koma fram.

Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 13. september 2012. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða fusi@vf.is

›› FRÉTTIR ‹‹

Styrkir til nýsköpunarverkefna

N

ýsköpunarmiðstö ð Íslands fyrir hönd hins nýja ráðuneytis Atvinnuvega- og nýsköpunar hefur auglýst eftir umsóknum í styrktaráætlunina Átak til atvinnusköpunar. Sjóður þessi hefur til umráða 80 milljónir króna á ári sem úthlutað er í tvennu lagi, vor og haust. Við síðustu úthlutun bárust 253 umsóknir svo ljóst þykir að áhuginn er mikill fyrir styrkjunum sem nema á bilinu 250 þkr. til 2 mkr. Styrkirnir eru veittir til frumkvöðla og fyrirtækja til m.a. þróunar og erlendrar markaðssetningar.

Suðurnesjamenn þéttbýlir

F

æstir þéttbýlisstaðir eru á Suðurnesjum, 6 talsins, en þar búa samt 99,4% íbúanna í þéttbýli. Þetta kemur fram í skilgreiningum Hagstofunnar og tölum hennar fyrir 2012 en á Íslandi búa 16.516 manns í strjálbýli eða 5,2% og 94,8% í 101 þéttbýlisstað á landinu eða 303.059 manns.

Breyttur útivistartími tekur gildi

Þ

ann 1. september sl. breyttist útivistatíminn en þá mega börn 12 ára og yngri ekki vera á almannafæri eftir kl 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn á aldrinum 13-16 ára skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.

Þátttakendur í Svæðisbundnu leiðsögunámi á árunum 2004 – 2005.

Frá námskeiðinu Aftur í nám þar sem þátttakendur leira orð og myndir.

Viltu hefja nám að nýju? A

f hverju vill fólk hefja skólagöngu að nýju eftir langt hlé? Margar ástæður geta verið að baki því svo sem að vilja skipta um starfsvettvang, vilja verða góð fyrirmynd fyrir börnin sín, fá áhuga á sérstöku námi, vilja bæta stöðu sína á vinnumarkaði og svo framvegis. Nú er tækifæri til að taka lítil eða stór skref í átt að aukinni þekkingu. Boðið er upp á ýmsar námsleiðir hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum fyrir þá sem vilja hefja nám að nýju. En það þarf oft mikið átak til að rífa sig upp úr þægindahringnum sínum og fara í eitthvað nýtt. Þá skiptir gríðarlega miklu máli sú hvatning sem einstaklingurinn fær. Sá einstaklingur sem er hvattur áfram er mun líklegri til að hefja og ljúka námi. Því er mikilvægt að hvetja sína nánustu áfram og jafnvel benda þeim á námsmöguleika sem gætu hentað þeim. Þekkir þú einhvern sem þarf á hvatningu að halda? Grunnmenntaskólinn Námið hefst 10. september. Í skólanum er lögð áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Skólinn er 300 kennslustunda nám fyrir þá sem hafa stutta skólagöngu að baki eða vilja styrkja námshæfileika sína eftir langt hlé.

Skrifstofuskólinn Námið er ætlað einstaklingum sem vilja auka færni sína til að takast á við almenn verslunar- og skrifstofustörf. Verslunarreikningur og bókhald auk tölvu- og upplýsingatækni og verslunarensku eru aðalfögin. Skrifstofuskólinn er 240 kennslustundir og hefst um leið og næg þátttaka fæst. Aftur í nám – námskeið fyrir lesblinda Er námskeið ætlað einstaklingum sem eru lesblindir, tölublindir eða eiga við námsörðugleika að etja. Stuðst er við Ron Davis aðferðina í lesblinduleiðréttingu. Aftur í nám er alls 95 kennslustundir og þar af eru 40 einkatímar. Ef þú þekkir einhvern sem er les- eða tölublindur segðu honum eða henni frá námskeiðinu. Markmiðin eru að námsmaður auki færni sína í lestri og bæti sjálfstraust sitt til náms. Svæðisbundið leiðsögunám Aukning erlendra ferðamanna hefur verið mjög sýnileg á Suðurnesjum í sumar og er spáð aukningu í fjölda ferðamanna á næstu árum. MSS hefur í ljósi þessa ákveðið að bjóða upp á Svæðisbundið leiðsögunám. Svæðisbundið leiðsögunám opnar fyrir spennandi atvinnumöguleika á Suðurnesjum. Námið er tveggja anna og lýkur í maí 2013 og er námið byggt upp að hluta

til sem bóknám, að hluta til sem verklegt og að hluta til sem fjarnám. Megináhersla er lögð á náttúru, menningu og sögu Reykjanesskagans og nágrennis, auk þess sem áhersla er lögð á leiðsögutækni og hagnýta þjálfun fyrir starfið í vettvangsferðum. Félagsliðabrú Félagsliðabrúin er fyrir einstaklinga sem starfa við umönnum og stuðning með börnum, unglingum, fötluðum og öldruðum og hafa að minnsta kosti þriggja ára starfsreynslu. Námið er stytting á félagsliðanámi þar sem metin eru þau námskeið og reynsla sem viðkomandi nemandi hefur öðlast í gegnum tíðina. Nemendur útskrifast sem félagsliðar. Fagnámskeið fyrir starfsmenn leikskóla Fagnámskeið fyrir starfsmenn leikskóla er 210 kennslustunda nám sem kennt er á tveimur önnum. Þeir námsþættir sem eru kenndir eru meðal annars uppeldi leikskólabarna, þroski og þróun leikskólabarna, listastarf með börnum, sjálfsefling og tölvuleikni. Námið er einskonar fornám fyrir leikskólaliðabrú sem MSS hefur boðið upp á.


5

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 6. SEPTEMBER 2012

www.peugeot.is

FRUMSÝNUM

PEUGEOT 208

PEUGEOT 208 KOSTAR FRÁ KR.

LAUGARDAG MILLI KL. 12:00 OG 16:00

Eldsneytiseyðsla í blönduðum akstri frá 3,4 til 4,5L/100km og CO2 útblástur (g/km) frá 87 til 104.

Bernhard Reykjanesbæ • Njarðarbraut 15 • 260 Reykjanesbæ • Sími 421 7800 • www.bernhard.is

2.290.000


6 markhonnun.is

FIMMTUDAGURINN 6. SEPTEMBER 2012 • VÍKURFRÉTTIR

grísabógur ferskur

tur t á l s f a 32%

Kræsingar & kostakjör

598 áður 879 kr/kg

Bestu tilBoðin grísahakk

grísasNitsel

958 áður 1.198 kr/kg

grísagúllas

1.198 áður 1.498 kr/kg

1.198 áður 1.498 kr/kg

ttur

50% afslá GRÆNMETI vIkuNNaR blómkál

íSlEnSkT

230 áður 459 kr/kg

grísahNakki BEinlAuS

1.294 áður 1.598 kr/kg

NautaþyNNur

fERSkAR

1.792 áður 2.298 kr/kg

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |

þ

l B


7

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 6. SEPTEMBER 2012

lambabógur frosinn

! A B M RÐBO

VE

699

kr/kg

í nettó kjúkliNgavæNgir

HVíTlAukS-GRill

395

kjúkliNgaborgari M/BRAuði

gellur BláMAR

áður 589 kr/pk

299 þorskhNakkar léTTSAlTAðiR BláMAR

1.594 áður 1.898 kr/kg

ttur

33% afslá

1.591 áður 1.989 kr/kg

morguNkorN

Ný bökuð rúNstykki

flinTSTonES 3 TEG. 250G

AllAR TEGundiR

ttur

50% afslá

159 áður 199 kr/pk

40

NÝBakaÐ TILBOÐ

áður 498 kr/kg

áður 79 kr/stk

Tilboðin gilda 6. - 9. september Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


8

FIMMTUDAGURINN 6. SEPTEMBER 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Systrafélagið Aðalfundur Systrafélagsins verður haldinn þriðjudaginn 11. september 2012 kl. 20:00 í Safnaðarheimilinu Innri-Njarðvík.

„En í lífi okkar geta líka komið fyrir augnablik eða aðstæður sem breyta okkur á þann veg að viðhorf okkar til lífsins breytast í kjölfarið þrátt fyrir að ekki sé um persónulegan missi eða áfall að ræða.“

Að vera reynslunni ríkari!

Allir velkomnir.

Eldhúsvaskar og tæki

Bol-834 80x48x18cm þykkt 0,8mm

11.990,-

Bol-897 66x43x18cm þykkt stáls 0,8mm

10.450,-

Bol-604 48x43x18cm Þykkt stáls 0,8mm

7.490,(fleiri stærðir til)

Bol-871 48cm þvermál þykkt 0,8mm

6.990,Kletthálsi Reykjavík

AGI- Eldhústæki

3.990,-

Reykjanesbæ Akureyri Húsavík Vestmannaeyjum

– Afslátt eða gott verð? Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Enginn kemst í gegnum lífið án þess að takast á við erfiðleika eða áföll. Umræðan sem snýr að sorg og áföllum hefur frekar verið tengd þeim neikvæðu afleiðingum sem slíkt hefur í för með sér en ekki má útiloka að í mörgum tilvikum er um að ræða jákvæðan þroska í kjölfar missis, þó maður mundi gjarnan vilja vera án þeirrar erfiðu reynslu sem kallar fram slíkan þroska. Til að gefa dæmi um þann þroska sem fólk dregur af áföllum má nefna breytta skynjun á sjálfan sig, en það er ekki óalgengt að fólk upplifi nýjar hliðar á sér, verði jafnvel sterkara á ákveðnum sviðum og þakklátara fyrir vissa hluti sem það hefur þurft að láta reyna á. Sú tilfinning að viðkomandi sé orðinn sterkari og geti þolað næstum hvað sem er eftir að hafa farið í gegnum áfall, er algeng. Fólk talar gjarnan um að það eigi í dýpri og merkingarbærari samböndum við aðra eftir áföll og það geri sér betur grein fyrir hvað það er sem skiptir máli í samskiptum og hvaða sambönd beri að rækta. Þá virðist fólk eiga betur með að setja sig í spor annarra og sýna meiri samúð og samkennd en áður. Þá tala þeir sem hafa lent í erfiðum áföllum um að þeir eigi auðveldara með að tjá tilfinningar sínar. Þá hafa margir talað um breytta lífsskoðun og þá vísað til þess að þeir öðlist nýja sýn á lífið í kjölfar áfalla og verði ýmist mjög trúaðir eða finni nýjan tilgang með lífinu. Fyrir suma er breytingin á lífinu svo mikil að þeir tala um „fyrir og eftir“ atburðinn sem breytti öllu. Það er mikilvægt að vera meðvitaður um að sorgin er einstaklingsbundin og þar af leiðandi úrvinnsla hennar

Fisktækniskóli Fisktækniskólinn býður upp á stutt, skemmtilegt og hagnýtt einingabært nám sem opnar þér fjölda möguleika í vel launuð störf í sjávarútvegi auk möguleika á framhaldsnámi að loknu grunnnámi. Námið er til tveggja ára og með mikla áherslu á tengingu við atvinnulífið og vinnustaðaþjálfun. Námsárið skiptist í eina önn í skóla með áherslu á faggreinar og eina önn á vinnustað undir leiðsögn tilsjónarmanns. Fólk sem vill hasla sér völl í þeim greinum sem skólinn býður upp á fær því gott tækifæri að mynda góðar tengingar út í atvinnulífið auk þess að búa sig undir frekara nám. Náminu lýkur með framhaldsskólaprófi.

Fisktækniskólinn býður upp á nám í: Fiskvinnslu, sjómennsku, fiskeldi og netagerð Samstarfsaðilar Fisktækniskólans eru: Einhamar ehf, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur, Stakkavík ehf, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, Verkakýðsfélag Grindavíkur, Vísir ehf, Þorbjörn ehf, Þróttur ehf

Getum bætt við okkur nemendum á haustönn

Fisktækniskólinn Icelandic College of Fisheries

Víkurbraut 56 240 Grindavík Sími: 412 5968

www.fiskt.is www.facebook.com/fisktaekniskoli info@fiskt.is

líka. Þegar einstaklingur fer í gegnum þetta ferli skiptir miklu máli að viðkomandi vinni í sorgarferlinu en ekki síður að taka það í smá skömmtum og sinna öðrum verkefnum meðfram því. Þá er leitast eftir ákveðnu jafnvægi milli þess að takast á við íþyngjandi verkefni sorgarinnar og þess að eiga stundir sem ekki eru markaðar af sorginni, þannig að jákvæðir og neikvæðir þættir kallist á. Þannig er hægt að líta á þetta ferli sem mikilvægan þátt í enduruppbyggingu einstaklingsins sem vegna áfallsins getur stigið upp sterkari aðili sem lifði af en nýtti sér á sama tíma, erfiða reynslu til að skapa sér betra líf. En í lífi okkar geta líka komið fyrir augnablik eða aðstæður sem breyta okkur á þann veg að viðhorf okkar til lífsins breytast í kjölfarið þrátt fyrir að ekki sé um persónulegan missi eða áfall að ræða. Þannig er eins og lífið sé að undirbúa okkur á einhvern hátt undir það óumflýjanlega og ef við tökum á móti þá getur sú reynsla nýst okkur á erfiðum tímum. Til þess að missa ekki af þessum augnablikum þurfum við að vera opin fyrir umhverfinu og hugsa meira út fyrir okkur sjálf og þægindahringinn okkar, vera vakandi þegar við kynnumst nýju fólki og aðstæðum, og hlusta á hvað aðrir hafa að segja. Lífið sjálft og okkar innri maður er í sífelldri endurnýjun – svo framarlega sem við leyfum því gerast! Lífið er nú einu sinni þannig að öll þurfum við einhvern tímann að þjást og þó við getum ekki haft áhrif á þær aðstæður sem valda þjáningunni kunnum við hins vegar að geta haft áhrif á afstöðu okkar til þjáningarinnar. Þangað til næst – gangi þér vel. Anna Lóa Fylgstu með mér http://www.facebook.com/Hamingjuhornid


9

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 6. SEPTEMBER 2012

ÞAKKIR AÐ LOKINNI LJÓSANÓTT 2012 Ljósanótt, fjölskyldu- og menningarhátíð Reykjanesbæjar, var haldin í 13. sinn dagana 30. ágúst - 2. september s.l. Hátíðin var glæsileg og talið er að um 20 þúsund manns hafi tekið þátt í hátíðarhöldunum. Við viljum þakka ykkur íbúum, styrktar- og samstarfsaðilum og síðast en ekki síst gestum kærlega fyrir ykkar þátt. Ykkar framlag er það sem gerir hátíðina svo einstaka. Sjáumst öll að ári. Árni Sigfússon bæjarstjóri og Ljósanæturnefnd.

ljosanott.is


10

FIMMTUDAGURINN 6. SEPTEMBER 2012 • VÍKURFRÉTTIR

›› Reykjanesbær:

Viðbygging Asparinnar tekin í notkun V

iðbygging við sérdeildina Ösp, í Njarðvíkurskóla, tekin formlega í notkun við hátíðlega athöfn í liðinni viku, en deildin var sett á laggirnar haustið 2003. Byggt var við deildina vegna þess fötluðum börnum hefur fjölgað í samræmi við fjölgun íbúa í Reykjanesbæ. Þegar deildin var stofnuð var talið mikilvægt að fötluð börn, sem búsett eru í Reykjanesbæ, ættu kost á skólagöngu í heimabyggð sinni eins og önnur börn. Frá upphafi var markið sett hátt og hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar höfð að leiðarljósi. Námið er einstaklingsmiðað og hver nemandi stundar nám í bekk í skólanum, með jafnöldrum, eins og hæfni hans og geta leyfa ásamt því að fá sérkennslu og þjálfun við hæfi í Öspinni. Þetta hefur gefist vel og starfar deildin enn eftir þessum grunngildum. Deildin og Njarðvíkurskóli njóta virðingar hjá samstarfsaðilum og þykir starfið vera til fyrirmyndar. Í upphafi hófu fjórir nemendur nám í deildinni en þeim

hefur fjölgað og var orðið mjög þröngt um starfsemina. Öspin er heilsdagsskóli og starfar frá kl. 8 til 16 og nú eru tólf nemendur í deildinni úr Reykjanesbæ, Garði, Grindavík og Sandgerði.

Vogar afhenda styrki úr Menntasjóði

S

Víðir Ingimarsson, Petrína Sigurðardóttir og Guðni Daníelsson fyrir framan nýja húsnæðið.

B

Bílahúsið færir sig um set

ílahúsið, bílasala og þjónustuverkstæði hefur söðlað um og flutt starfsemi sína að Bolafæti 1 í Njarðvík. Áður var Bílahúsið staðsett við Njarðarbraut 1. Bílahúsið er umboðsaðili BL á Reykjanesi og sér fyrirtækið einnig um AB varahluti sem munu von bráðar vera undir sama þaki á Gónhól.

Mánaskin á Stakksfirði Ljósmynd: Einar Guðberg

tyrkjum úr Menntasjóði Sveitarfélagsins Voga hefur nú verið úthlutað í fyrsta sinn. Úthlutunin fór fram á fundi bæjarstjórnar miðvikudaginn 29. ágúst 2012. Alls hlutu 13 nemendur viðurkenningu úr sjóðnum að þessu sinni, 10 nemendur sem lokið hafa námi á öðru ári í framhaldsskóla og þeir þrír nemendur sem náðu bestum árangri í 10. bekk í Stóru-Vogaskóla vorið 2012. Nemendur eða fulltrúar þeirra mættu á fund bæjarstjórnar og tóku við viðurkenningarskjali og peningaverðlaunum úr hendi Ingu Sigrúnar Atladóttur, forseta bæjarstjórnar. Nemendur sem lokið hafa námi á öðru ári í framhalds-

skóla hlutu viðurkenningu: Eyþrúður Ragnheiðardóttir Berglind Káradóttir Guðmunda Birta Jónsdóttir Hekla Eir Bergsdóttir Magnea Guðríður Frandsen Marta S. Alexdóttir Steinar Freyr Hafsteinsson Sævar Sigurjón Ríkharðsson Tomas Barichon Valgerður Kristín Kjartansdóttir Eftirtaldir nemendur sem luku grunnskólaprófi frá Stóru-Vogaskóla vorið 2012 og voru með bestan námsárangur fengu viðurkenningar: Anna Kristín Baldursdóttir: 9,7 Aníta Ósk Drzymkowska: 9,5 Kolbrún Fríða Hrafnkelsdóttir: 9,4

BÍLAHÚSIÐ HEFUR FLUTT AÐ BOLAFÆTI 1 NJARÐVÍK Frumsýnum ISUZU D-MAX nk. laugardag frá kl. 12:00 - 16:00 að Bolafæti 1 Njarðvík

NÝR OG SPARNEYTNARI

Bolafæti 1 Njarðvík - Sími 421 8808 - www.bilahusid.is Bílasala og þjónustuverkstæði


VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 6. SEPTEMBER 2012

FIRMAVÖRN

OKKAR VAKT LÝKUR ALDREI ALLAN SÓLARHRINGINN - 365 DAGA ÁRSINS þrjá áratugi. Fyrirtækið gætir öryggis viðskiptavina sinna með úrvali tæknilausna og fjölbreyttu þjónustuframboði fyrir öll svið mannaðrar gæslu og fjargæslu. Securitas hefur rúmlega 400 starfsmenn og meira en 100 öryggis- og þjónustubíla til að sinna

11


12

FIMMTUDAGURINN 6. SEPTEMBER 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Svipmyndir frá Ljósanótt 2012 Fornbílar óku í halarófu niður Hafnargötuna á laugardeginum.

Glæsileg dagskrá var á stórtónleikum á hátíðarsviðinu á laugardagskvöldinu. Þar var minning þeirra Ellýar og Vilhjálms heiðruð með vandaðri söngdagskrá.

Skólamatur bauð 5000 manns upp á rjúkandi heita kjötsúpu.

L

jósanótt 2012 var haldin hátíðleg um nýliðna helgi. Þetta var 13. Ljósanæturhátíðin. Dagskrárliðir skiptu hundruðum. Ljósmyndarar Víkurfrétta voru á ferðinni með myndavélar og fönguðu stemmninguna. Hér er lítið brot af myndum en á vef Víkurfrétta má sjá hundruð mynda í fjölmörgum myndasöfnum.

Gróa Hreins var að mynda son sinn, Sigurð Guðmundsson, á símann en Sigurður heiðraði minningu Ellýar og Vilhjálms Vilhjálmsbarna.

Árgangar safnast saman við hátíðarsviðið við Ægisgötu en þúsundir tóku þátt í árgangagöngunni sem fór niður Hafnargötuna. Elsti göngugarpurinn er fæddur 1922 og því níræður á árinu.

Ýmis íþróttaafrek voru unnin á Ljósanótt. Sundkrakkar frá ÍRB syntu áheitasund frá Innri Njarðvík til Keflavíkur og þá fór fram aflraunakeppnin Sterkasti maður Suðurnesja.

Skemmtileg keppni milli bæjarfélaga fór fram á Flughóteli þar sem m.a. voru smíðuð farartæki úr ávöxtum og grænmeti. Þá voru gerðar athyglisverðar tilraunir með egg. - Sjá nánar á vf.is.

Um 20.000 manns voru á stórtónleikum Ljósanætur sem fóru fram á laugardagskvöldið. Tónleikarnir náðu svo hápunkti þegar glæsileg flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Suðurnes var á ellefta tímanum.

Taekwondo-deild Keflavíkur sýndi bardagalist í miðbæ Keflavíkur á laugardeginum...

Yfir 2000 blöðrum var sleppt á setningarhátíð Ljósanætur sem ávallt fer fram við Myllubakkaskóla í Keflavík.

... og á sama tíma tróðu fjölmargir tónlistarmenn upp við Rokkheima Rúnars Júlíussonar við Skólaveg.

Danssýningar voru víða um bæinn þar sem dansskólarnir sýndu það sem nemendur þeirra eru að vinna að.

Listakonan Halla Har hefur tekið þátt í Ljósanótt frá upphafi og ávallt sýnt sín nýjustu verk.

Árgangur 1962 skipaði sérstakan sess í árgangagöngu Ljósanætur þetta árið. Hér er fyrirliði árgangsins.


13

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 6. SEPTEMBER 2012

ENNEMM / SÍA / NM49847

Við bjóðum góða þjónustu

Íslandsbanki býður þér í viðskipti

Íslandsbanki hefur á síðustu árum gert átak í því að bæta þjónustu á öllum sviðum. Við bjóðum því framúrskarandi bankaþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki með hagsmuni viðskiptavina og samfélagsins að leiðarljósi. Komdu í útibú Íslandsbanka að Hafnargötu 91 og ráðgjafar okkar fara yfir það hvað við getum boðið þér og hvernig það gengur fyrir sig að skipta um viðskiptabanka. Við tökum vel á móti þér. Að flytja viðskipti sín milli banka er auðveldara en þú heldur.

Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000


14

FIMMTUDAGURINN 6. SEPTEMBER 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Lögreglan átti ánægjulega Ljósanótt

›› FRÉTTIR ‹‹

N

9,5% kvótans í Grindavík

F

iskistofa hefur nú úthlutað kvóta fyrir næsta fiskveiðiár sem hófst sl. föstudag. Úthlutað er 318.544 tonnum í þorskígildum sem er 19.000 þorskígildum meira en á síðasta fiskveiðiári. Mest af kvótanum fer til Reykjavíkur en skip sem hafa heimahöfn í höfuðborginni fá úthlutað samtals 14,2% af heildarkvóta. Þar á eftir koma Vestamannaeyjar og því næst Grindavík, með 10,6% og 9,5%, af heildaraflamarki. Þessar þrjár heimahafnir skera sig úr. Úthlutað aflamark eftir heimahöfnum á Suðurnesjum er eftirfarandi: Grindavík................................... 9,5% Garður......................................... 2,8% Sandgerði.................................... 0,4% Keflavík....................................... 1,0% Njarðvík......................................... 0% Vogar........................................... 0,8% Samtals eru því 14,5% kvótans á Suðurnesjum.

Jana og Dimma aldursforsetar í Grindavík

B

æjaryfirvöld í Grindavík hafa birt lista yfir alla hunda og ketti sem eiga heimili í Grindavík og hafa verið skráðir hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Á listunum má finna 110 hunda af ýmsum tegundum og 56 ketti en tegundir þeirra eru ekki tilteknar. Það vekur athygli á listunum að elsti köttur Grindavíkur er hin 19 ára gamla Jana sem býr við Iðavelli í Grindavík. Dimma er hins vegar elsti hundur/tík Grindavíkur. Hún er fædd árið 1996 og því 16 ára gömul. Á vef bæjaryfirvalda segir að birting upplýsinga um hunda og ketti í bænum er jafnframt hugsuð til hvatningar fyrir þá hunda- og kattaeigendur sem eru með óskráð dýr að ganga frá sínum málum í samræmi við reglur, en á listunum á vef Grindavíkurbæjar eru heimilisföng dýranna, nöfn þeirra, fæðingarár og hvenær þau voru fyrst skráð hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja.

H

Hárfaktorý opnar við Hafnargötu

árgreiðslukonurnar Lilja Guðmundsdóttir og Gauja Jóns opnuðu nýlega hárgreiðslustofu að Hafnargötu 20 í Reykjanesbæ. Stofan heitir Hárfaktorý en áður var þar til húsa Nýja Klippótek. Þær stöllur segja að viðtökurnar hafi verið ótrúlega góðar síðan þær opnuðu í síðustu viku. Þær tjáðu blaðamanni það að þær hafi viljað sýna fólki að kreppan sé á undanhaldi og því ákveðið að opna bara sína eigin stofu.

›› Fisktækniskóli Íslands

Viðurkenning aðeins til eins árs

M

ennta- og menningarmálaráðuneytið hefur veitt Fisktækniskóla Íslands viðurkenningu sem skóli á framhaldsskólastigi til 31. júlí 2013. Bæjarráð Grindavíkur fagnar því að skólinn hafi hlotið viðurkenninguna og vonar að hún sé fyrsta formlega skrefið á þeirri leið að framhaldsnám verði í boði í Grindavík, en lýsir jafnframt vonbrigðum með að viðurkenningin

Hvalarannsóknarskúta heimsækir Reykjanesbæ L augardaginn 8. september verður sérhönnuð hvalarannsóknarskúta til sýnis almenningi í Reykjanesbæ, frá kl. 14 til 16 við bryggjuna í Keflavík. Hægt verður að hlusta á hljóð ólíkra hvalategunda og ræða við rannsóknarfólk um borð í skútunni. Skúta þessi nefnist Song of the whale og er að koma úr leiðangri milli Íslands og Grænlands. Búið er að koma fyrir í skútunni sérstökum búnaði til að nema hljóð steypireyða auk annarra sjávardýra. Þeir sem gera sér ferð um borð fá að hlusta á þessi einstöku hljóð og fræðast um rannsóknir sem eru á heimsmælikvarða – og eru framkvæmdar á Faxaflóasvæðinu. Þetta rannsóknarverkefni er samstarf Háskóla Íslands og IFAW samtakanna og verða vísinda-

ProModa hársnyrtistofa opnar á Nesvöllum

H

sé bundin við eitt skólaár. Bæjarráð tekur undir með stjórn Fisktækniskólans að það sé afar brýnt að koma skólanum á fastar fjárveitingar byggðar á nemendaígildum eins og á við um aðra framhaldsskóla. Nauðsynlegt er að tryggja rekstraröryggi skólans svo hann geti séð lengra fram í tímann en eitt ár í senn og geti markað sér framtíðarstefnu og laðað að sér fleiri nemendur. Sjávarútvegur er ein

ársnyrtistofan ProModa opnaði í húsnæði Nesvalla í Reykjanesbæ á dögunum en þá sameinuðust fjórar hárgreiðslukonur frá þremur stofum á nýjum stað. „Þetta er búinn að vera frábær dagur og allt gengið vel,“ sögðu þær þegar fréttamaður VF leit við á opnunardaginn. Á ProModa starfa þær Jóhanna Óladóttir og Svala Úlfarsdóttir en þær ráku áður Capello í Hólmgarði, Linda Hrönn Birgisdóttir sem áður rak Nýja Klippótek á Hafnargötu og loks Marta Teitsdóttir sem rak Elegans á Nesvöllum. Húsnæðið þar er nýlegt og staðsetningin er góð. Þær stöllur brostu sína breiðasta og ánægðar að takast á við þessa breytingu. Tímapantanir eru í síma 421-4848 en þær sögðust einnig taka á móti viðskiptavinum af götunni ef það væri laus tími hjá þeim.

menn frá Háskólanum og samtökunum á svæðinu til að fræða fólk um þessar rannsóknir.

meginstoð íslensks samfélags og hlýtur að vera metnaðarmál fyrir fiskveiðiþjóð að menntun í veiðum og vinnslu sé í boði. Án menntunar og framþróunar er hætt við að Íslendingar missi samkeppnisforskot sitt í sjávarútvegi. Tekjur ríkisins af sjávarútvegi eru að hækka talsvert með hækkun veiðigjalda. Sveitarfélög fá ekki hlutdeild í þeim tekjum, nema að mjög takmörkuðu leyti. Veiðigjaldið á meðal annars að renna í menntun og rannsóknir í sjávarútvegi og styðja við greinina. Að mati bæjarráðs Grindavíkur liggur beint við að veita hluta þess fjármagns til að byggja upp Fisktækniskóla Íslands og efla þannig menntun í grunngreinum íslensks sjávarútvegs.

ýafstaðin Ljósanótt í Reykjanesbæ fór vel fram og gekk þáttur löggæslu í bænum vel. Hátíðin hófst á fimmtudagsmorgun og náði hámarki á laugardagskvöld þegar um tuttugu þúsund gestir voru saman komnir, meðal annars til að fylgjast með voldugri flugeldasýningu. Fólk skemmti sér vel og ánægja skein úr hverju andliti. Busaball var á fimmtudagskvöldið í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og þar voru ungmennin til fyrirmyndar. Talsverðar annir voru hjá lögreglu á Ljósanótt, enda í ýmsu að snúast við stjórnun, auk þess sem gönguhópar lögreglumanna voru á svæðinu og fylgdust gjörla með því að fólk færi að settum reglum. Hátíðin var stórslysalaus og engin alvarleg mál komu upp. Lögregla hafði afskipti af nokkrum unglingum sem ýmist voru einir á ferð og brutu þar með útivistarreglur, eða ölvaðir og með áfengi, sem tekið var af þeim og hellt niður. Sem fyrr naut lögregla aðstoðar ýmissa aðila á Ljósanótt, svo sem björgunarsveita, Landhelgisgæslu og fleiri. Þeim, sem lögðu hönd á plóg, eru færðar kærar þakkir fyrir aðstoðina, segir á fésbókarsíðu lögreglunnar á Suðurnesjum.

Lýsa yfir vonbrigðum með ákvörðun formanns flokksins

S

tjórn Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ lýsir y fir mi k lum vonbrigðum með þá ákvörðun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins að skipta um þingflokksformann. Ragnheiður Elín hefur verið einn öflugasti liðsmaður þingflokksins á þessu kjörtímabili og staðið vaktina sem þingflokksformaður þannig að eftir því er tekið. Er það ekki síst því að þakka að Suðurkjördæmið er eitt sterkasta vígi

Sjálfstæðisflokksins, þar sem Ragnheiður er oddviti. Stjórn Fulltrúaráðsins telur þessa ákvörðun formannsins vera þess eðlis að veikja þingflokk Sjálfstæðisflokksins nú þegar kosningar nálgast. Stjórnin skorar á forystu flokksins að sjá að sér í þessu máli og vinna heldur að því að sameina flokkinn en ekki sundra. Stjórn Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ


15

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 6. SEPTEMBER 2012

Hafnargötu 90 (fyrir ofan Tölvulistann)

s. 420 6070

Reynir Ólafsson lögg, fasteignasali. Júlíus Steinþórsson lögg, leigumiðlari, sölumaður Sigrún Inga Ævarsdóttir sölumaður

Sölusýningin er á milli 12:00 - 14:00 laugardag og sunnudag

ERUM MEÐ Í EINKASÖLU 16 STÓRGLÆSILEGAR NÝJAR 3ja OG 4ra HERBERGJA ÍBÚÐIR VIÐ BJARKARDAL 33 Með fjölbýlishúsinu eru til sölu aðeins 8 bílskúrar og á þar við fyrstur kemur fyrstur fær! Möguleiki er að fá íbúðirnar á ýmsum byggingarstigum.

Möguleiki er á 100% fjármögnun! Verðdæmi á 3ja herbergja tilbúinni íbúð með 20.280.000 kr. láni, 100% lán: 80% lán á 4,2% vöxtum frá ILS miðað við 40 ár – greiðslubyrði ca. 70.000 kr. 20% lán á 4,2% vöxtum frá seljanda miðað við 30 ár – greiðslubyrði ca. 20.000 kr. Samtals greiðslubyrði lána: ca. 90.000 kr. á mánuði.

Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar.


16

FIMMTUDAGURINN 6. SEPTEMBER 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Hannes Þorsteinsson er 25 ára kraftajötunn. Hann varð sterkasti

›› FRÉTTIR ‹‹ Tekin með 29 skammta af amfetamíni

L

ögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina fimm manns sem voru á leið í Reykjanesbæ með um 30 grömm af amfetamíni meðferðis. Lögreglumenn stöðvuðu bifreið á Reykjanesbraut sem fólkið, fjórir karlmenn og ein kona, voru í. Einn mannanna henti þá strax frá sér kúlu sem innihélt fíkniefni. Við leit fundust svo tuttugu og átta pakkningar til viðbótar, samtals um þrjátíu grömm, eins og áður sagði. Fólkið var fært á lögreglustöð, þar sem það var yfirheyrt og sleppt að því loknu. Grunur leikur á að efnin hafi verið ætluð til sölu í Reykjanesbæ.

L

Á ofsahraða innanbæjar

ögreglumenn voru við hefðbundið eftirlit í Keflavík á dögunum þegar þeir heyrðu gríðarlegan vélarhávaða nálgast. Skömmu síðar kom bifreið í ljós, sem ekið var á mikilli ferð, langt umfram leyfilegan ökuhraða, í þéttbýlinu. Ökumaður, rúmlega tvítugur karlmaður, var stöðvaður og honum tilkynnt að skýrsla yrði rituð um athæfi hans. Þá var annar ökumaður, tæplega tvítug kona, staðin að ölvun við akstur. Þriðji ökumaðurinn, rúmlega þrítugur karlmaður, var staðinn að akstri undir áhrifum fíkniefna. Með honum í bílnum var félagi hans, sem játaði við yfirheyrslur að hafa brotist inn í bifreið, með því að brjóta rúðu í henni, og stolið úr henni veski.

Eggin gleymdust á eldavél

L

ögreglunni á Suðurnesjum barst aðfaranótt þriðjudags tilkynning um að mikil reykjarlykt væri í stigagangi fjölbýlishúss í umdæminu. Þegar lögreglumenn komu á staðinn var mikil brunalykt þar og reyndist hana leggja frá potti á eldavél í einni af íbúðunum. Húsráðandi hafði verið að sjóða sér egg og sofnað út frá eldamennskunni með þeim afleiðingum að eggin brunnu við. Hann kvaðst sjálfur myndu reykræsta íbúð sína.

Ók fjórhjóli fram af hengju og slasaðist alvarlega

Ö

kumaður slasaðist alvarlega eftir að hann ók fjórhjóli fram af hengju og hafnaði ofan í malarnámu. Hann hafði ekið eftir slóða sem lá að námunni í nágrenni við Suðurstrandarveg þegar slysið varð. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítala. Dráttarbíll var fenginn til að fjarlægja fjórhjólið. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins.

maður Suðurnesja annað árið í röð núna á Ljósanótt. Hannes er rétt tæpir tveir metrar á hæð og vegur u.þ.b. 150 kíló. Hann ætlar sér að ná langt í heimi aflrauna og er aðeins rétt að byrja.

Texti: Eyþór Sæmundsson • Ljósmyndir: Hörður Birkisson

Alltaf verið með hálfgerða kraftadellu

„Ég byrjaði að æfa aflraunir af krafti fyrir keppnina í fyrra,“ segir Hannes sem hefur þegar tekið þátt í nokkrum af stærri keppnunum í kraftaheiminum á Íslandi, m.a. Vestfjarðarvíkingnum, Austfjarðartröllinu og keppninni um Sterkasta mann Íslands sem fram fór í Grindavík í ár. Hannes sem er uppalinn í Garðinum segist hafa byrjað að fikta við lyftingar um 19 ára aldur. Hann hafði ekkert sérstaklega gaman af því að hanga yfir lóðunum í lyftingasalnum en fann sig síðar í aflraunum. „Ég tók þátt í keppninni Sterkasti maður Suðurnesja árið 2009 og þá kviknaði áhuginn á aflraunum fyrir alvöru.“ Um síðastliðna helgi atti Hannes kappi við John Russell í keppninni sem fer jafnan fram á Ljósanótt. Á fyrri degi keppninnar vann Russell fyrstu tvær greinarnar, þannig að seinni daginn var að duga eða drepast fyrir Hannes. Hann tók til sinna ráða og vann allar þrjár greinarnar þann daginn og tryggði sér sigur annað árið í röð eins og fyrr segir. „Það var komin spenna í þetta þegar við vorum orðnir jafnir fyrir lokagreinina. Það vildi svo heppilega til að ég fékk að fara á eftir honum og vissi því upp á hár hvað ég þyrfti að gera til að vinna.“ Greinin var náttúrusteinahleðsla og það er grein sem Hannes hefur æft mikið og er hvað sterkastur í. Undir manni sjálfum komið Hannes æfir yfirleitt fimm sinnum í viku en hann segir að hér á svæðinu sé ekki ýkja góð aðstaða fyrir þá sem ætla sér að ná langt í aflraunum. Hann æfir því töluvert í Reykjavík þar sem hann hefur verið undir handleiðslu Stefáns Sölva Péturssonar sem hefur unnið til fjölda titla í aflraunum. „Að vera þarna með svona öflugum mönnum gefur manni óneitanlega svolítið spark í rassinn. Maður stefnir því alltaf á það að verða jafn sterkur og þeir.“ Til þess þarf hann augljóslega að innbyrða heil ósköp af mat en það er ekkert grín að fæða svona skrokk. „Fæðubótarefnin vega upp á móti fæðinu þannig að maður þarf ekki alveg að vera að borða öllum stundum sem maður er vak-

andi,“ segir Hannes léttur í bragði. „Alveg frá því að maður sá Jón Pál Sigmarsson í sjónvarpinu í gamla daga hefur maður haft gaman af því að vera að lyfta steinum og þess háttar,“ segir Hannes en markmiðin eru háleit hjá honum og ætlar hann sér að ná langt. „Maður stefnir alltaf á það að verða sterkari en sá sterkasti. Það er eini hugsunarhátturinn sem er hægt að temja sér í þessu. Maður vonast bara til þess að slasa sig ekkert á leiðinni,“ en meiðsli eru algeng í þessari íþrótt og álagið er mikið á líkamann. „Oft á tíðum snýst þetta hreinlega um það hversu vel þú þolir sársaukann.“ Á sínum yngri árum stundaði Hannes knattspyrnu en hann fann sig ekki alveg þar. „Maður var alltaf að hugsa um að slasa ekki neinn þar sem maður var svo miklu stærri en allir aðrir. Þetta var ekki alveg mín íþrótt en mér finnst mikið um það í hópíþróttum að menn séu að kenna hver öðrum um það sem illa fer. Í einstaklingsíþróttum er þetta allt undir manni sjálfum komið.“ En hvað er svona skemmtilegt við þetta sport? „Það er gríðarlega mikil samheldni

á milli keppenda. Það er alveg sama hver á í hlut, það eru allir að hvetja hvern annan áfram. Alltaf er verið að ýta mönnum áfram til þess að gera betur. Menn eru einbeittir þegar þeir eru t.d. í ákveðinni grein og þá er keppnisskapið til staðar. En um leið og sú grein er búin þá eru allir orðnir bestu vinir aftur,“ félagsskapurinn er því það sem Hannes sækist hvað helst í. Fær fisk og kjöt frá fjölskyldunni Um helgar sinnir Hannes dyragæslu á skemmtistöðum og það segir hann hjálpa til við aflraunirnar.

Hann hefur því nokkkuð sveigjanlega dagskrá á virkum dögum sem gerir honum kleift að æfa mikið. Hann fær mikinn stuðning og hjálp frá sínum nánustu og m.a. hefur hann verið að fá gefins fisk og kjöt frá ættingjum sem vinna í slíkum iðnaði, sem hann segir hjálpa sér mikið. Hann segir stemninguna í keppnum eins og Vestfjarðarvíkingnum vera einstaka en allir keppendur ferðast saman í rútu á milli bæjarfélaga á Vestfjörðum. „Þar er maður að keppa gegn ansi öflugum mönnum. Þar á meðal mönnum eins og Hafþóri Júlíusi Björnssyni og Stefáni Sölva sem eru orðnir heimsklassa menn í aflraunum,“ segir Hannes. „Ef maður ætlar sér að ná langt í aflraunum þá verður maður að æfa þessar greinar sem keppt er í, það er ekki nóg að lyfta bara stönginni í ræktinni.“ Sumarið er tíminn sem flestar aflaraunakeppnir fara fram og því mun Hannes nýta veturinn vel til æfinga. Hann ætlar sér að koma enn öflugri inn í næsta sumar og refsa lóðunum þangað til. Hvernig er hópurinn sem er að stunda aflraunir á Suðurnesjunum? „Þetta er frekar lítill hópur. Hann mætti alveg vera stærri því hér er hellingur að öflugum strákum sem gæti reynt fyrir sér í þessu. Maður er þó alltaf að reyna að draga fleiri með sér á æfingar og margir hverjir eru hrifnari af aflraununum en lyftingum. Í þessu reynir oft meira á úthald en í almennum kraftlyftingum, það er aðeins meira „action“ í gangi í þessu,“ segir þessi efnilegi aflraunamaður að lokum.


VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 6. SEPTEMBER 2012

NÁTTÚRULEGT ENDURNÝJUNARFERLI HÚÐARINNAR ER ÖFLUGAST Á NÓTTUNNI NÝTT PURE & NATURAL REGENERATING NÆTURKREM inniheldur lífræna argan olíu og aloe vera sem veita húðinni mikinn raka ásamt því að styðja við náttúrulegt endurnýjunarferli húðarinnar.

ÁN PARABENA, SÍLIKONS, LITAREFNA OG STEINEFNAOLÍA.

NIVEA.com

17


18

FIMMTUDAGURINN 6. SEPTEMBER 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Texti: Hilmar Bragi Bárðarson • Ljósmynd: Oddgeir Karlsson

Suðurnesjamenn dúxa í laganámi á Bifröst

Um 100 nemendur voru útskrifaðir frá Háskólanum á Bifröst, úr diplómanámi í verslunarstjórnun, frumgreinanámi, grunnnámi í viðskiptafræði, viðskiptalögfræði og HHS (heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði) ásamt meistaranemum úr öllum deildum skólans sl. laugardag. Suðurnesjafólk kom, sá og sigraði á Bifröst að þessu sinni. Snorri Snorrason frá Keflavík dúxaði í meistaranámi sínu við lagadeild og Hanna Björg Konráðsdóttir úr Keflavík dúxaði í laganámi sínu við lagadeildina. Þá hlaut Suðurnesjakonan Kristín Þórdís Þorgilsdóttir verðlaun fyrir námsárangur á meðan á námi hennar stóð. Hanna Björg hefur verið búsett á Bifröst með fjölskyldu sína og stundað nám við lagadeildina. Víkurfréttir heyrðu frá henni eftir útskriftina sl. laugardag og tóku púlsinn á lífinu á Bifröst. - Segðu okkur aðeins frá leiðinni á Bifröst. Hvað réð því að þú fórst þangað í nám og hvað hefur þú verið að læra áður? „Ég stóð á tímamótum haustið 2010, og hafði nýlokið námi úr viðskiptafræði og langaði að bæta við þekkingu mína og menntun. Ákvað að skoða aðstæður á Bifröst og þar mætti mér hlýlegt og hvetjandi andrúmsloft. Ég varð heilluð af staðsetningunni og fannst þetta litla samfélag sjarmerandi. Ég gat líka fengið hluta náms míns metið og það hjálpaði enn frekar við ákvörðunartökuna. Ég hafði heyrt margt jákvætt um skólann og ákvað bara að slá til og sé ekki eftir því“.

- Hvar ertu stödd í náminu í dag. Hvað áttu eftir? „Ég er núna búin með tvær grunngráður og stefni á masterspróf í lögfræði. Það er nú svolítið erfitt að svara spurningunni hvað ég á eftir, það er nú ansi margt eftir vonandi í lífinu, en mastersnámið er næst á dagskrá og svo held ég að ég reyni nú bara að leita leiða til að koma mér út á atvinnumarkaðinn“. - Hver er lykillinn að þeim árangri að dúxa í lagadeildinni? Þarf ekki mikinn aga og gott skipulag? „Ja, þegar stórt er spurt…, ég verð nú að viðurkenna að ég kann kannski ekki besta svarið við þessari spurningu, þó það virðist vera

Hjónin Hanna Björg Konráðsdóttir og Jóhannes Þórhallsson ásamt börnum sínum, þeim Elísabetu og Eydísi. undarlegt, ég er haldin skelfilegum prófkvíða og það er hvorki gott né gaman að vera í kringum mig þegar ég er í prófum, maðurinn minn á mikið hrós skilið. Það eru samt þó nokkrir þættir sem hjálpuðu til. Í fyrsta lagi fannst mér námið ofboðslega skemmtilegt, í náminu var gífurlega mikið verkefnaálag og oft á tíðum fannst mér ég lítið annað

Atvinna! Matreiðslumaður óskast

DYNAMO REYKJAVÍK

Skólamatur óskar eftir að ráða matreiðslumann til starfa í eldhús sitt í Reykjanesbæ. Vinnutími er frá kl. 6 til 15 virka daga. Umsóknir berist á skolamatur@skolamatur.is fyrir 11. september. Vinsamlegt tilgreinið fyrri störf. Skólamatur er reyklaus vinnustaður.

Sími 420 2500 I skolamatur@skolamatur.is I skolamatur.is

Hollt, gott og heimilislegt

gera en að sinna þeim, en verkefnin voru ákaflega gagnleg og nytsamleg og við úrlausnir á þeim las maður mikið í kringum lesefnið og það síaðist smám saman inn í kollinn. Í öðru lagi gerði ég nánast ekkert annað en að sinna fjölskyldu minni og náminu mínu og átti lítinn tíma afgangs. Í þriðja lagi fékk ég góða aðstoð og stuðning frá fjölskyldu og manninum mínum“. - Þú ert ekki að fara auðveldustu leiðina, þ.e. að stunda nám og ala upp börn á sama tíma? Hvernig gengur það upp að ala upp börn á Bifröst og læra lögfræði? „Já, veistu, þetta er bara búið að vera ofsalega strembið, skal nú alveg viðurkenna það. Bæði fyrir mig og manninn minn sem hefur verið að keyra á milli úr vinnunni í Reykjavík alla leið upp á Bifröst. Hann er í erfiðri vaktavinnu og hefur þurft að keyra í öllum veðrum þannig að álagið hefur verið mikið. Hvað börnin varðar, held ég að það skipti nú ekki máli hvar þú býrð á landinu, það er alltaf heilmikið og vandasamt verkefni að ala upp börn, en dásamleg og gefandi vinna. Börn þurfa tíma og mikla sinnu og mín börn eru þar engin undantekning. Ég hef reynt að sinna því starfi eins vel og ég hef getað. Að samræma uppeldi barna og nám er náttúrulega talsverð vinna, en það er það líka þegar fólk kemur út á vinnumarkaðinn og margir tala um að það sé enn erfiðara. Á Bifröst ríkir mjög góður

andi og leikskólinn er alveg stórkostlegur, hins vegar er alveg hætta í svona litlu samfélagi að fólk hætti að fylgjast nægilega vel með börnunum, því svæðið er svo lítið og það er auðvelt að detta í þá gryfju að telja að ekkert geti komið fyrir. Ég skal alveg viðurkenna að ég var leiðinlega mamman á svæðinu og fannst erfitt þegar eldri dóttirin var ein úti að leika“. - Segðu mér aðeins frá samfélaginu sem er á Bifröst. Þarna eru fleiri Suðurnesjamenn sem hafa verið að gera góða hluti. „Samfélagið iðar af krafti og það er mikil aðsókn í nám á Bifröst núna, sem er ánægjulegt. Við erum nokkur af Suðurnesjum að læra á Bifröst og fjölmargir Suðurnesjamenn hafa gert góða hluti í náminu hérna í gegnum tíðina. Snorri Snorrason úr Reykjanesbæ var að ljúka mastersprófi í lögfræði með hæstu einkunn í mastersnáminu og hefur staðið sig ótrúlega vel í náminu. Hann er einstakur, ótrúlega duglegur og eljusamur og ég held að það séu fáir sem ég þekki sem koma að spjalli við mig um lögfræðileg viðfangsefni af svo mikilli ástríðu eins og Snorri. Hann ljómar af áhuga og eldmóði þegar rætt er um lögfræði. Síðan var ung stúlka af Suðurnesjum, hún Kristín Þórdís Þorgilsdóttir að fá verðlaun fyrir námsárangur á meðan á námi stendur, þannig að þetta er nú bara ansi gleðilegt og ánægjulegt fyrir okkur Suðurnesjafólkið“.


19

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 6. SEPTEMBER 2012

Ný námskeið í Gargandi snilld Nú eru að hefjast ný námskeið í leiklist, söng og tjáningu hjá Gargandi snilld. Eins og áður verða tímarnir byggðir upp á hópefli, leikjum og hinum ýmsu leiklistaræfingum með það að markmiði að byggja upp og auka sjálfstraust þátttakenda. Auk þess verður farið í undirstöðuatriði í söng, notkun hljóðnema, framkomu á sviði ofl. Innifalið í námskeiðsverðinu er einn tími í hljóðveri þar sem þátttakendur fá að syngja lag að eigin vali inn á disk sem þeir fá til eignar í lok námskeiðsins. Unnið er í fámennum hópum, einu sinni í viku á mánudögum eða miðvikudögum, klukkustund í senn. Framhalds og byrjendarhópar.

Námskeiðið er fyrir öll hress börn og unglinga á aldrinum 8-15 ára. Kennsla hefst mánudaginn 17.september. Skráning fer fram á www.gargandisnilld.is

Nánari upplýsingar veitir Guðný Kristjánsdóttir í síma 8691006 eftir kl.16.00 alla daga. Kennt er í Frumleikhúsinu, Vesturbraut 17, Reykjanesbæ.

SUÐURNES | GARÐUR | GRINDAVÍK | REYKJANESBÆR | SANDGERÐI | VOGAR Menningarráð Suðurnesja hefur ákveðið að efna til samkeppni um auðkennismerki (logo). Merkið verður notað í kynningarstarfi Menningarráðs í auglýsingar, á bréfsefni, á vefsíðu og annað hefðbundið markaðs- og kynningarefni.

MENNINGARRÁÐ SUÐURNESJA EFNIR TIL SAMKEPPNI UM AUÐKENNISMERKI

Öllum er frjálst að taka þátt í samkeppninni. Engin skilyrði eru sett við hönnun merkisins önnur en þau að merkið þarf að geta gengið í einum lit. Með tillögum á að fylgja stutt lýsing á hugmyndinni að auðkennismerkinu. Einnig skal fylgja tillögunni í lokuðu umslagi, helstu upplýsingar um eiganda tillögunnar s.s. nafn, símanúmer og netfang. Skilafrestur er til kl. 16:00 föstudaginn 21. september 2012 og skal tillögum skilað á skrifstofu Heklunnar, Grænásbraut 506, 235 Reykjanesbæ, merktar „lógó“. Sveitarfélögin á Suðurnesjum standa að Menningarráði Suðurnesja í samræmi við gildandi samstarfssamning sveitarfélaganna. Hlutverk Menningarráðs er meðal annars að samræma aðgerðir á sviði menningarmála á Suðurnesjum, standa fyrir öflugu þróunarstarfi í menningarmálum og nýsköpun sem meðal annars styðji við menningartengda ferðaþjónustu.

DÓMNEFND VELUR Á MILLI HUGMYNDA Veitt verða 50.000 króna verðlaun fyrir vinningstillöguna og verður merkið þá eign Menningarráðs. Frekari upplýsingar veitir verkefnastjóri Menningarráðs Suðurnesja, Björk Guðjónsdóttir s. 420-3288/894-1116 – netfang: bjork@heklan.is

http://menning.sss.is


20

FIMMTUDAGURINN 6. SEPTEMBER 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Þessa hvolpa vantar heimili strax

T

veir fallegir hvolpar, sem eru blanda af border collie og labrador, leita nú að nýju heimili sem allra fyrst. Hvolparnir eru þriggja mánaða, fæddir 10. júní sl. Um er að ræða tvær tíkur. Þeir sem geta komið þessum hvolpum á nýtt heimili sem allra fyrst eru hvattir til að hafa samband í síma 846 2525.

Opin æfing hjá Kvennakór Suðurnesja Þ

egar sumri lýkur fara farfuglarnir að hefja sig til flugs og það sama má segja um söngfuglana í Kvennakór Suðurnesja. Kórkonur eru reyndar aðeins búnar að hita upp fyrir veturinn með söng á Ljósanótt en kórinn tók þátt í tónlistardagskrá í Duushúsum. Kvennakór Suðurnesja hefur tekið þátt í hátíðinni frá upphafi enda er þetta frábær vettvangur fyrir menningarstarf og skemmtileg leið til að kveðja sumarið og hefja vetrarstarfið. Kvennakórinn tók líka þátt í Sandgerðisdögum en þar sáu kórkonur um kósýkvöld kvenna sem var haldið í sundlauginni í Sandgerði og tókst það frábærlega. Góð mæting var enda flott dagskrá í boði. Bláa lónið var með kynningu á vörum sínum, lesið var úr bókum frá bókaútgáfunni Lesstofunni, glæsilegt happdrætti með flottum vinningum, söngur og tískusýning þar sem kórkonur brugðu sér í hlutverk fyrirsætna og sýndu föt frá hönnuðum af Suðurnesjum. Vetrarstarfið hefst síðan af fullum krafti mánudaginn 10. september en þá verður haldin opin æfing í Listasmiðjunni, Keilisbraut 773 á Ásbrú en þar er kórinn með æfingaaðstöðu. Kvennakórinn hvetur

allar konur sem hafa áhuga á söng til að kíkja við því þó það séu margar skemmtilegar og söngelskar konur í kórnum er nóg pláss fyrir fleiri. Kórkonur ætla líka að slá upp Pálínuboði og verður eflaust ýmislegt girnilegt á borðum. Æfingin hefst kl. 20. Kvennakór Suðurnesja er elsti starfandi kvennakór á landinu en hann var stofnaður 22. febrúar 1968 og verður því 45 ára í vetur. Dagskrá vetrarins er ekki fullmótuð en gert er ráð fyrir að kórinn komi fram á tónleikum fyrir jólin auk þess sem haldnir verða vortónleikar. Í febrúar fara kórkonur í æfingabúðir í Skálholti. Ýmislegt fleira skemmtilegt er á döfinni sem verður nánar kynnt síðar. Kórinn æfir á mánudögum kl. 20 og raddæfingar eru á miðvikudögum á sama tíma.

Jósefína Arnbjörnsdóttir minning

Auglýst eftir

IPA-verkefnistillögum Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur auglýst eftir hugmyndum að IPA-verkefnum á Íslandi en markmið þeirra er að undirbúa mögulega þátttöku í uppbyggingarsjóðum ESB komi til aðildar að sambandinu. Auglýst er eftir verkefnum á sviði:

➤ Atvinnuþróunar og byggðamála ➤ Velferðar- og vinnumarkaðsmála Til ráðstöfunar eru u.þ.b. 8,3 milljónir evra. Stefnt er að því að verja þeim til allt að 20 verkefna um allt land á árinu 2013. Verkefni skulu taka mið af „Ísland 2020“ stefnumörkuninni og vera unnin í samstarfi a.m.k. þriggja aðila. Lágmarksstyrkur til hvers verkefnis er 200 þús. evrur og að hámarki ein milljón evra.

➤ Kynningarfundir verða haldnir á eftirfarandi stöðum á næstunni: Grand hóteli Reykjavík 10. september kl. 13-17.30 Háskólanum á Akureyri 11. september kl. 13-17.30 Hótel Héraði á Egilsstöðum 12. september kl. 13-17.30 Hægt verður að fylgjast með fundinum þann 11. september á vefsíðu Byggðastofnunar. Fundirnir eru öllum opnir og aðgangur er ókeypis. Tilkynna þarf um þátttöku á netfangið ipa@byggdastofnun.is með a.m.k. sólarhrings fyrirvara. Umsóknafrestur er til 30. nóvember 2012 Frekari upplýsingar um IPA og umsóknargögn eru aðgengileg á slóðinni: www.byggdastofnun.is/ipa

Vi ð í árg ang i ´56 höfum flest náð því að verða 56 ára á árinu. Jósefína varð 56 ára 30. ágúst sl. Hún dó daginn eftir. Hetjuleg barátta fyrir lífinu endaði með sigri dauðans. Við kynntumst árið 1973, fyrir 39 árum, þá 17 ára nemendur í Héraðsskólanum í Reykholti. Systa úr Axarfirði í norðri, ég frá Eyjum í suðri að flýja eldgos í heimabyggðinni. Bæði ættuð frá Arnarhól í okkar heimabyggð. Ég komst að því síðar að þetta ár kynntist hún Magnúsi Torfasyni frá Miðhúsum í Garði sem reynist vera frændi minn. Svona er margbreytileiki lífsins, ýmist leikur eða daður sem endaði með ævitrúnaði og ást þeirra tveggja. Í Ásbyrgi um sumarið var tónninn gefinn. Ævintýrin héldu áfram í þessari miklu náttúru, hóffari Sleipnis sem varð þeirra sælureitur. Markaði upphaf á traustu og góðu sambandi við rauðglóandi geisla röðulsins sem seig í sæ við ysta haf Axarfjarðar og fyrstu ástarblossarnir geisluðu inn í líf þeirra. Kvöldið er fagurt, sól er sest og sefur fugl á grein. Við skulum koma vina mín og vera saman ein. Við Systa hittum aftur eftir 35 ár, vorið 2009 þegar við Sigga fluttum í Garðinn. Við rifjuðum upp góðar minningar, vökvuðum vináttuna og fundum hvað það var gott að hittast aftur. Hún færði mér á skrifstofuna handunnið tré í litlum potti. Hún vildi færa mér lífsins tré sem ég gæti skýlt mér við í stormum lífsins og ég notið um leið fágaðs handbragðs skólasystur minnar og gott að líta upp úr erli dagsins. Við áttum samleið í stjórn DS en hún vann

lengst af á Garðvangi og var fulltrúi starfsfólksins í stjórninni. Þar fann ég heiðarleika hennar og umhyggju fyrir því starfi sem hún sinnti. Fyrir gamla fólkinu sem hún gaf allt af sér svo það gæti átt ánægjulegt ævikvöld í návist hennar. Seinna ætlaði hún að njóta þess sama með Magga, barnabörnunum og fjölskyldu. Það varð ekki og nú hefur þessi heilsteypta kona bundið bagga hildar og kvatt okkur á besta æviskeiði lífs síns. Þau áttu lengst af heima við Sunnubraut 12 í Garði, Systa og Maggi. Snyrtimennskan þeim báðum í brjóst borin og við innganginn blasti við handmálaður steinn. Hér búa Systa, Maggi og Jóhann Daði. Steinum og gróðri raðað snyrtilega upp, allt hafið sinn stað. Húsið, garðurinn og heimilið látlaust og hógvært, í stíl við húsmóðurina sem byggði fjölskyldunni fallegt heimili. Þau voru samtaka hjón og gerðu hlutina saman. Lífið og ævikvöldið sem þau ætluðu að lifa saman beið eftir þeim með þeirri rómantík sem það hófst á. Þau hófu samleiðina í Ásbyrgi á fögru sumarkvöldi og kveðjast nú hinstu kveðju eftir sólríkt sumar. Blómin eru að gefa eftir en minningin lifir um góðan lífsförunaut. Ég leiði þig í lundinn minn, mín ljúfa, komdu nú. Jörðin þó eigi ótal blóm. Mín eina rós ert þú. Nú skilja leiðir en minningin um Systu lifir. Við söknum góðs vinar og vottum Magnúsi og börnum þeirra samúð. Ásmundur Friðriksson Sigríður Magnúsdóttir


21

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 6. SEPTEMBER 2012

›› FRÉTTIR ‹‹ ›› Ásmundur Friðriksson skrifar:

S

Getur orðið sátt?

átt í pólitík og pólitískri umræðu var ákall forseta vors við innsetningu hans í embætti. Skilaboð sem eiga rétt á sér þar sem heiðarleiki ríkir en sátt næst ekki þar sem svik á svik ofan eru vinnubrögð nýs meirihluta í Garði. Bæjarfulltrúar D-listans hafa sýnt vilja til að vinna í sátt og standa við sín loforð gagnvart kjósendum. Þeir hafa lagt sig fram við að trúverðugleiki einkenni störf þeirra fyrir íbúa Garðs. Að baki þeim stendur allur D-listinn og 70% bæjarbúa. En hvernig getur orðið sátt ef þeir sem rændu völdunum og kenna sig við íbúalýðræði en hafa samkvæmt skoðanakönnunum aðeins 30% bæjarbúa að baki sér. Hvernig getur sú sátt litið út þegar þeir sem stjórna hafa ekki umboð til þess frá kjósendum. Hvenær skiptir íbúalýðræðið máli sem N- og L-listar kenna sig við? Kolfinna S. Magnúsdóttir rauf samstarfið án allra skýringa fyrir samstarfsfólki sínu og kjósendum D-listans. Kolfinna seldi umboð sitt og æru sem bæjarfulltrúi Dlistans og 55% kjósenda hans fyrir persónulega hagsmuni sína. Þar er algjörlega gengið framhjá hagsmunum annarra íbúa Garðs, meðan hún skarar eld að eigin köku með stuðningi L- og N-lista. Það verður engin sátt fyrr en Kolfinna S. Magnúsdóttir hefur gert hreint fyrir sínum dyrum og skýrt út fyrir íbúum Garðs á íbúafundi hverjar voru hinar raunverulegu ástæður brotthvarfs hennar úr meirihluta D-lista. Sú staðhæfing að ágreiningur í málefnum skólans sé orsökin er uppspuni og á ekki

við rök að styðjast. Það vita bæjarfulltrúar L- og N-lista. Nú hefur meirihlutinn svikið það loforð bæjarstjórnar Garðs að farið verði að ábendingum um úrbætur sem fram komu í úttekt um starfsemi Gerðaskóla í nýlegri skýrslu Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Það var kveðið á um að nýtt stjórnunarteymi kæmi að skólanum. Sömu stjórnendur hafa verið endurráðnir og nýr skólastjóri fellur á fyrsta prófinu. Gera má ráð fyrir að á næstunni birtist greinar um sannleikann í því máli. Þetta eru alvarlegustu svik Kolfinnu S. Magnúsdóttur og meirihlutans við nemendur Gerðaskóla og foreldra þeirra. Við allt samfélagið í Garði. Skoðanamunur kjörinna fulltrúa er eðlilegur og mikilvægt að sem flestar skoðanir fái umræðu og þær virtar. Að rökræða og rýna til gagns er merki um þroska stjórnmálamanna án ósættis eða persónulegrar hagsmunagæslu. Þar skilur í milli bæjarfulltrúa D-listans og meirihlutans í Garði. Þar sannast máltækið að hver uppsker eins og hann sáir. Að reita illgresið í sínum eigin garði og henda því yfir í garð nágrannans verður ekki til þess að rósaskrúði vaxi og dafni. Illgresið leitar alltaf upprunans og kemur upp um eigandann að lokum og svartir hrafnar kætast. Ef það verða þau vinnubrögð sem nýr meirihluti í Garði ætlar áfram að vinna eftir verður engin sátt. Ef heiðarleg umræða, niðurstaða löglegs meirihluta fær ráðið í Garðinum mun D-listinn vinna í sátt að hagsmunum sveitarfélagsins og íbúa þess eins og ákall forseta vors benti svo réttilega á. Ásmundur Friðriksson. Fv. bæjarstjóri í Garði.

Kaffihúsakvöld í Eldey eftir viku

F

immtudagskvöldið 13. september ætla frumkvöðlar og hönnuðir í Eldey á Ásbrú að bjóða til Kaffihúsakvölds frá kl 20-22. Kl 20.15 mun Brynja Aðalbergsdóttir leikskólastjóri segja frá mastersvegkefni sínu „Viltu biðja jólasveininn um að gefa mér íslenskt nammi í skóinn?" en þar segir af „kanamenningu" í Keflavík og samfélagslegum áhrifum af setu varnarliðsins á Miðnesheiði á menningu og daglegt líf. Frumkvöðlar og hönnuðir sýna verk sín og eru vinnustofur opnar að fyrirlestri loknum. Kaffi og heimabakað á staðnum gegn frjálsu framlagi.

Slípirokkur hljóp í hönd Slípirokkur hljóp í hönd manns sem var við vinnu sína í íþróttahúsi í Reykjanesbæ. Maðurinn var að skera stálbita þegar óhappið varð. Hann hlaut skurð á hendi og fór á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar. Þaðan fór hann á Landspítala þar sem áverkarnir voru rannsakaðir nánar.

á manninum lá fyrir og fann lögregla hann skömmu síðar. Hann var færður á lögreglustöð, þar sem tekin var af honum skýrsla, og honum síðan sleppt.

Innbrot í golfskála Brotist var inn í golfskálann í Grindavík á dögunum. Þegar lögreglan á Suðurnesjum kom á vettvang mátti sjá að gluggi hafði verið spenntur upp með spýtu, sem lá fyrir neðan hann. Ekki liggur enn ljóst fyrir hvort einhverju var stolið, en lögregla rannsakar málið. Áfengisþjófur tekinn Þjófnaður á áfengi var tilkynntur til lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Karlmaður hafði komið inn í vínbúðina í Njarðvík, tekið þar áfengispela og látið sig hverfa án þess að borga. Lýsing

Daglegar fréttir www.vf.is

ÚTBOÐ HJÚKRUNARHEIMILIÐ REYKJANESBÆ

Reykjanesbær, óskar eftir tilboðum í uppsteypu og utanhússfrágang vegna byggingar á nýju hjúkrunarheimili að Njarðarvöllum 2, Reykjanesbæ. Verkið nær til að gera húsið fullfrágengið að utan og tilbúið fyrir innréttingar að innan. Stærð hússins er 4.338 m². Helstu magntölur eru:

Mót Steypa Steypustyrktarstál Flísaklæðning Viðsnúið þak

13.000 1.700 180 2.234 1.380

m² m³ tonn m² m²

Verkinu skal vera lokið eigi síðar en 1. október 2013. Útboðsgögn verða afhent rafrænt á verkefnavef verksins, lykilorð að útboðsgögnum veitir Karl Á. Ágústsson karl@thg.is. Einnig er hægt að fá gögnin afhent á geisladisk frá kl. 13:00 mánudaginn 3. september n.k. á skrifstofu THG Arkitekta Faxafeni 9, 108 Reykjavík. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Nesvalla Njarðarvöllum 4, 260 Reykjanesbæ mánudaginn 24. september nk. kl. 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 2 - 1 6 8 6

Aðalskoðun, faggildur skoðunaraðili í 18 ár

HJÁ AÐALSKOÐUN ER BÍLLINN

Í GÓÐUM HÖNDUM 18lá% ttur HVAR HENTAR ÞÉR AÐ LÁTA SKOÐA?

affsskoðunargjaldi

æli

a afm 18 ár ar n ni af í tilef ðalskoðu A

a

Við erum með fjórar skoðunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og eina í Reykjanesbæ. Þaulreyndir og þjónustuliprir fagmenn taka á móti þér á þeim öllum. HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ ÞIG!

Ef þú kemur með bílinn í skoðun fyrir hádegi í september færðu 18% afmælisafslátt. Opið kl. 8-17 virka daga Reykjavík

Grjóthálsi 10 Sími 590 6940

Reykjavík

Skeifunni 5 Sími 590 6930

Hafnarfjörður Hjallahrauni 4 (við Helluhraun) Sími 590 6900

Kópavogur

Skemmuvegi 6 (bleik gata) Sími 590 6935

Reykjanesbær

Holtsgötu 52 (við Njarðarbraut) Sími 590 6970

www.adalskodun.is


22

FIMMTUDAGURINN 6. SEPTEMBER 2012 • VÍKURFRÉTTIR

KONUKVÖLD Annar áfangi nýs hjúkr›› Nesvellir í Reykjanesbæ:

Í GOLFSKÁLANUM LEIRU FÖSTUDAGINN 21. SEPTEMBER 2012 KL. 20:00. (HÚSIÐ OPNAR KL.19:00)

LÉTTAR VEITINGAR, HAPPDRÆTTI, RÆÐUMAÐUR, TÍSKUSÝNING, TÓNLIST OG MIKIÐ FJÖR ! MIÐASALA MÁNUDAGINN 17. SEPTEMBER AÐ HAFNARGÖTU 45 (TANNLÆKNASTOFA KRISTÍNAR) MILLI KL. 16:00 -18:00. HÚSIÐ LOKAR KL. 01:00 VERÐ KR. 3.500,ALLAR KONUR VELKOMNAR KVENNANEFND GS NÁNARI UPPLÝSINGAR ERU Á HEIMASÍÐU GS WWW.GS.IS/ EÐA HJÁ ERLU Í SÍMA 899-2955 OG GUÐRÚNU BIRNU Í SÍMA 867-6506

2

SMÁAUGLÝSINGAR – 421 0000 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS

HÚSAVIÐGERÐIR Skipti á þaki Íbúðareigendur í fjölbýli í Keflavík óska eftir tilboði í þakskipti á 3ja hæða húsi í Keflavík. Upplýsingar hjá siddy@simnet.is

TIL LEIGU Einstaklingsíbúð! Ca. 45m 2 íbúð fyrir reyklausan einstakling. Trygging. Engin gæludýr. Laus strax. 690-8390 eftir kl. 18 Snilldartilboð á ferðinni, nú er rétti tíminn til að græja bílinn fyrir veturinn. Bónstöð Ragga í Garði kynnir. Mössun, Djúphreinsun og alþrif. Fólksbíll 15.000 kr. Jeppinn 16.000 kr. Alþrif með bóni. Fólksbíll 5000 kr. Jeppinn 6000 kr. Stærri jeppinn 7000 kr. Allar upplýsingar og pantanir í síma 772-1554. Er einnig á facebook. www.facebook.com/bonstodragga . Endilega gerstu vinur á facebook. Vagnageymslur í vetur hj á A l e x fe rð a þj ónu s tu n n i, k r. 7 5 0 0 , - l e n g d a r m e t e r i n n tímabilið. Uppl. alex@alex.is eða 421 2800 á skrifstofutíma. Bíla Filmur & Þrif Set filmur í allar gerðir bíla og bílaþrif upplýsingar í síma 8687752 eða gretartor@hotmail.com

60m2 íbúð til leigu á jarðhæð á Túngötu 13 í Keflavík. 65000 + hiti og rafmagn. Uppl. í síma 6994758 á milli 9:00 - 12:00 og 13:00 - 16:00

2ja herbergja, 70m 2 íbúð við Heiðarból. Seld með yfittöku á láni plús sölulaun, greiðslubyrði láns rúmlega 50 þús. pr. mán. Uppl. í síma 421 1420.

Kirkjur og samkomur: Ytri-Njarðvíkurkirkja. Fj ö l s k y l du g u ð s þj ónu s t a o g sunnudagaskóli 9. september kl.11. Spilakvöld aldraðra og öryrkja 13. September kl.20. Sjá nánar um starfið á njardvikurkirkja.is

HJÚKRUNARHEIMILIÐ REYKJANESBÆ

Verkið nær til að gera húsið fullfrágengið að utan og tilbúið fyrir innréttingar að innan. Stærð hússins er 4.338 m². Helstu magntölur eru:

Hollt og gott nesti í skólann H

au s ti ð er yndislegur tími og alltaf ánægjulegt þegar allir á heimilinu detta aftur í sína daglegu rútínu í vinnu, skóla og tómstundum eftir langt og gott sumarfrí. Á þessum árstíma er að mörgu að huga þegar kemur að börnunum í upphafi skólaárs. Mataræðið skipar þar stóran sess en með því að veita börnunum okkar heilsusamlegt mataræði og kenna þeim hollar matarvenjur erum við að leggja grunn að góðri heilsu þeirra og vellíðan. Að nesta börnin vel í skólann með hollt og gott nesti

Fimmtudagurinn 14. apríl 2011

Mót Steypa Steypustyrktarstál Flísaklæðning Viðsnúið þak

13.000 1.700 180 2.234 1.380

m² m³ tonn m² m²

Verkinu skal vera lokið eigi síðar en 1. október 2013. Útboðsgögn verða afhent rafrænt á verkefnavef verksins, lykilorð að útboðsgögnum veitir Karl Á. Ágústsson karl@thg.is. Einnig er hægt að fá gögnin afhent á geisladisk frá kl. 13:00 mánudaginn 3. september n.k. á skrifstofu THG Arkitekta Faxafeni 9, 108 Reykjavík. kaka með lífrænu hnetusmjöri Tilboð verða opnuð á skrifstofu Nesvalla Njarðarvöllum 4, 260 Reykjanesbæ mánudaginn 24. september nk. kl. 11.00 að viðstöddum þeim soðið bjóðendum þess óska. og gúrkum, egg,sem ávaxtabo-

er afar mikilvægt en misjafnt er milli skóla hvaða áherslur eru varðandi val á nesti. Sniðugar hugmyndir að nesti væri t.d. ýmsar tegundir af ávöxtum og grænmeti, gróft brauð með hollu áleggi, jógúrt án viðbætts sykurs, hnetur og rúsínur, rís-

Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,

Garðar Brynjólfsson,

ost, orkuklattar, o.fl. Þessar hugmyndir eru auðvitað líka hægt að nota sem snarl eftir skóla. Börn eru nefnilega mikið fyrir að snarla og sérstaklega þegar þau eru í yngri kantinum en við sem foreldrar getum haft svo gríðarlega mikil áhrif á heilsu barnanna okkar með því að aðstoða þau í að velja holla og góða fæðu og að sjálfsögðu verðum við að reyna að vera þeim góð fyrirmynd! Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/ grasalaeknir.is

VEITINGASALAN Í LEIRU ER OPIN ALLA DAGA

Krossholti 15 Keflavík, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þann 2. september sl. Útför fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju, fimmtudaginn 13. september kl. 14:00.

Helga Auðunsdóttir, Anna Guðrún Garðarsdóttir, Sigurjón Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn.

Elsku hjartans konan mín, yndislega mamma okkar, amma Jósefína, tengdamamma, dóttir og systir,

• Bingó • Gler-, keramik- og leirnámskeið • Handavinna • Leikfimi - dans- boltaleikfimi. • Línudans • Félagsvist • Tölvuklúbbur • Bridge • Hádegismatur • Síðdegiskaffi • Bókaútlán

Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.nesvellir.is/

ÚTBOÐ

nesbæ mánudaginn 24. september nesbæ verður 4.350 m2 að stærð, nk. kl. 11.00 að viðstöddum þeim með 60 nýtískulegum einstaklingsíbúðum, en auk þess verður hluti bjóðendum sem þess óska. Framkvæmdir við bygginguna hafa af þegar byggðri þjónustumiðstöð gengið vel en fyrsti áfangi sem var á Nesvöllum nýtt fyrir starfsemi uppsteypa sá Hjalti Guðmundsson hjúkrunarheimilis. Stefnt er að óskar eftir tilboðum í uppsteypu því og utanhússfrágang byggingar á nýju í að taka nýtt vegna hjúkrunarheimili ehf.Reykjanesbær, um. hjúkrunarheimili að Njarðarvöllum 2, Reykjanesbæ. notkun í byrjun ársins 2014. Nýtt hjúkrunarheimili í Reykja-

TTgar NjÝ n ff ú e L

ur

pizz

SÚPA DAGSINS OG FERSKUR FISKUR KAFFIVEITINGAR, HAMBORGARAR, SAMLOKUR OG FLEIRA GÓÐGÆTI.

Vikan 6. - 12. sept. nk.

Allir velkomnir

eykjanesbær hefur auglýst eftir tilboðum í uppsteypu og utanhússfrágang vegna byggingar á nýju hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ. Verkið nær til að gera húsið fullfrágengið að utan og tilbúið fyrir innréttingar að innan og skal verkinu vera lokið eigi síðar en 1. október 2013. Útboðsgögn verða afhent rafrænt á verkefnavef verksins, lykilorð að útboðsgögnum veitir Karl Á. Ágústsson karl@thg.is. Einnig er hægt að fá gögnin afhent á geisladisk á skrifstofu THG arkitekta, Faxafeni 9, 108 Reykjavík. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Nesvalla Njarðarvöllum 4, Reykja-

TIL SÖLU

Þjónustumiðstöðin Nesvöllum

Föstudaginn 7. september n.k. kl. 14:00 Léttur föstudagur: Kynning á tómstundastarfi eldri borgara á vegum Reykjanesbæjar og Félags eldri borgara á Suðurnesjum.

R

www.facebook.com/grasalaeknir.is

VÍKURFRÉTTIR

ÞJÓNUSTA

unarheimilis boðinn út

Jósefína Kristbjörg Arnbjörnsdóttir,

OPIÐ ALLA DAGA FRAM Á KVÖLD FYRIR FÉLAGA Í GS OG AÐRA.

Sunnubraut 12 Garði, lést í faðmi fjölskyldunnar á D-deild HSS þann 31. ágúst sl. Útför fer fram frá Útskálakirkju í Garði, föstudaginn 7. september kl. 15:00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið.

VÍKURFRÉTTIR Í SÍMANN

m.vf.is

Magnús Torfason, Brynja Magnúsdóttir, Jónína Magnúsdóttir, Jóhann Daði Magnússon, Ingimundur Aron Guðnason, Björn Bogi Guðnason, Magnús Máni Guðnason, Jóhanna Sigurðardóttir, og systkini hinnar látnu.

Karl Einarsson, Guðni Ingimundarson,

HAFIÐ SAMBAND Í SÍMA 421 4100 EÐA NETFANGIÐ GS@GS.IS


23

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 6. SEPTEMBER 2012

Víðismenn úr leik eftir tap í vítaspyrnukeppni

F

ótboltasumrinu lauk hjá Víðismönnum í 3. deild karla í fyrradag þegar liðið tapaði grátlega eftir vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum deildarinnar. Leiknir frá Fáskrúðsfirði hafði sigur í Garðinum í fyrradag með fimm mörkum gegn fjórum en staðan eftir venjulegan leiktíma var 2-1 fyrir Víði. Sú staða var einnig uppi í fyrri leik liðanna á Fáskrúðsfirði og því þurfti að grípa til framlengingar. Mörk Víðismanna í venjulegum

leiktíma skoruðu þeir Tómas Pálmason og Ólafur Ívar Jónsson. Í framlengingunni bar það helst til tíðinda að þrír leikmenn fuku út af. Einn frá Leikni og tveir Víðismenn. Einar Karl Vilhjálmsson fékk tvö gul spjöld og Björn bróðir Einars fékk að líta beint rautt spjald. Hvorugu liði tókst þó að skora og vítaspyrnukeppni staðreynd. Þar brást tveimur leikmanna Víðis bogalistin en aðeins einum frá Leikni og því fara þeir áfram í næstu umferð.

LÖGFRÆÐISTOFA REYKJANESBÆJAR EHF

Frábært ár hjá sundfólki Í

RB náði nýjum hæðum í sundlauginni þetta árið. Á AMÍ var ÍRB með yfirburði og vann með 1749 stigum en næst á eftir komu

Fjölnir með 959 stig og Ægir með 829. Sundmenn ÍRB voru með hæsta hlutfall bestu tíma eða 85% og er það hæsta hlutfall bestu

Að lokinni Ljósanótt Fimmtudagur: Jæja, þá er Ljósanótt liðin. Maður er hálfdaufur, ég vil meira fjör en allt verður að taka enda. þessi hátíð tókst sérstaklega vel að mínu mati. Það fengu allir eitthvað við sitt hæfi. Við eldri borgarar störtuðum með sagnakvöldi eftir að skólakrakkarnir voru búnir að sleppa þúsundum blaðra í öllum regnbogans litum. Það voru dætur Sigurbergs skóara að segja sögur frá því þegar þær komu fyrst til Keflavíkur á stríðsárunum, mér fannst þetta skemmtilega uppsett hjá þeim. Sonur Ernu skó og barnabarn voru sögumenn það mættu rúmlega 200 manns það var alveg troðfullt hús, kaffi og kleinur á eftir sem Sigurjón bakari gaf okkur. Ég og dóttir mín fórum niður í Duushús og í bíósalnum var verið að heiðra minningu Helga S. Jónssonar þar sem Ellert Eiríksson og Óli gamli Björns sögðu skemmtilegar sögur um hann, allur salurinn sprakk úr hlátri trekk í trekk. Eftir það fórum við í nýja Duussalinn þar sem yfir 50 listarmenn sýndu verk sín. Föstudagur: Það var farið á Nesvelli og þar var dansaður línudans kl. 2 um daginn. Svo um kvöldið var svo aftur farið á Nesvelli þar sem

var harmónikuball þar sem 90 manns mættu. Mikið stuð og allir skemmtu sér mjög vel. Laugardagur: Þá var farið í hina árlegu árgangagöngu þar sem maður hitti marga góða og gamla vini. Það var gaman að sjá Hafnargötuna fulla af fólki streyma niður að hátíðarsvæðinu og hlusta á bæjarstjórann rífa af sér brandara, og segja okkur að það sé farið að birta til í atvinnumálum hjá okkur Suðurnesjamönnum. Þá er ég að tala um Helgurvíkurmálið. Ég hlakka mjög mikið til. Eftir það var farið að skoða myndlistarsýningar, hönnun og sköpun af öllu tagi. Þó maður hefði ekki pening var manni treystandi fyrir kaupum sem maður borgaði daginn eftir, þetta kalla ég traust, frábært að fólk sé farið að treysta hvert öðru aftur. Um kvöldið fór ég aftur niður í bæ að hlusta á tónleika á hátíðarsvæðinu sem heppnaðist mjög vel. Við eigum frábært tónlistarfólk. Sunnudagur: Fór á frábæra sýningu Með blik í auga þar sem var fullt hús. Krakkarnir sem sýndu Gærur glimmer og gaddavír voru frábær. Ég vil þakka öllu því fólki sem stóðu að þessari hátíð fyrir gott starf. Og að endingu vil ég segja að ég hef aldrei séð aðra eins flugeldasýningu. Takk, Takk, Takk. Erna Agnarsdóttir eldri borgari.

tíma hjá nokkru liði á öllum Íslandsmeistaramótum sem skráð eru síðustu 6 ár. Á tímabilinu 2011/2012 náði ÍRB einnig 14 sundmönnum í landslið, það er 8 fleiri en á tímabilinu á undan. Á tímabilinu 2011/2012 voru 7 sundmenn sem náðu 13 Íslandsmetum í aldursflokkum og einu Íslandsmeti í opnum flokki. Árni Már Árnason lenti í 31. sæti á Ólympíuleikunum í London með sterku sundi en besti árangur hans á árinu var á Mare Nostrum í Canet þar sem hann varð í 4. sæti og bætti Íslandsmet sitt í 50 m skriðsundi. Árni keppti einnig á Evrópumeistaramótinu og var Íslandsmeistari á ÍM50 í 50 og 100 m skriðsundi og 50 m bringusundi. Íris Ósk Hilmarsdóttir átti afar tilkomumikið ár. Hún stimplaði sig inn á toppinn í íslensku baksundi þegar hún vann brons á Íslandsmeistaramótinu aðeins 13 ára gömul, vann gull í sínum aldursflokki á Aldursflokkameistaramóti Íslands, varð Norðurlandameistari æskunnar í 200 m baksundi á NMÆ og fékk brons í 100 m baksundi á sama móti. Hún vann einnig gull á Smáþjóðaleikunum og vann aldursflokkabikarinn á AMÍ. Erla Dögg Haraldsdóttir átti fínt ár og keppti í úrslitum bæði á Evrópumeistaramótinu og á Mare Nostrum. Erla var Íslandsmeistari í 50 m laug í öllum bringusundsgreinum og var sundmaður ársins hjá ÍRB og Njarðvík fyrir sund sitt á Heimsmeistaramótinu 2011 þar sem hún varð í 17. sæti. Davíð Hildiberg Aðalsteinsson var valinn sundmaður Keflavíkur fyrir baksund sitt á Íslandsmeistaramótum 2011 og hann varð aftur Íslandsmeistari 2012 í öllu baksundi og var valinn til þess að keppa fyrir Ísland á smáþjóðaleikunum og Mare Nostrum. Auk þess náðu fjölmargir ungir og efnilegir sundmenn frábærum árangri og ljóst er að sund er í stöðugri sókn í Reykjanesbæ.

STARFSMAÐUR ÓSKAST N1 óskar eftir að ráða áræðinn og þjónustulundaðan starfsmann til starfa í verslun félagsins í Keflavík. Í starfinu felst sala, þjónusta og ráðgjöf til viðskiptavina auk annarra tilfallandi verkefna í versluninni.

WWW.N1.IS

Nánari upplýsingar veitir Stefán S. Briem, verslunarstjóri í síma 820 9014. Áhugasamir geta einnig sótt um starfið á www.n1.is

Meira í leiðinni

Hefur tekið til starfa á Hafnargötu 27a 3. hæð. Allir velkomnir í frítt viðtal. Sími: 421-3435 Úlfar Guðmundsson, hdl.

Umhverfis-, skipulagsog byggingarmál Laus er til umsóknar staða sviðsstjóra umhverfis-, skipulagsog byggingarmála í Sveitarfélaginu Garði og Sandgerðisbæ. Starfssviðið nær til skipulags, - byggingar- og umhverfismála, verkefna á sviði fasteigna sveitarfélaganna, vatnsveitu og fráveitu, ásamt starfsemi áhaldahúsa. Sviðsstjóri umhverfis-, skipulags- og byggingarmála annast framkvæmd byggingareftirlits í sveitarfélögunum í samræmi við ákvæði skipulagsog mannvirkjalaga, og samþykkta sveitarstjórna. Undir sviðið heyra samgöngur og umferðarmál, viðhald gatna, húsafriðun og brunamál. Helstu verkefni: • Framkvæmd og eftirfylgni skipulags- og byggingarmála • Áætlanagerð; verkefnaáætlanir, fjárhagsáætlanir • Stefnumótun í málaflokknum í samvinnu við kjörnar nefndir • Umsjón með eignasjóði • Umsjón með verklegum framkvæmdum á vegum sveitarfélaganna • Skráning og viðhald vegna Fasteignaskrár Íslands og landupplýsingakerfis • Undirbúningur funda nefnda á því sviði sem verkefnin ná til, og ábyrgð á eftirfylgni og frágangi mála sem þar eru til umfjöllunar • Samræming verkefna • Samvinna innan og utan sveitarfélaganna í málaflokknum Hæfniskröfur og menntun: • Háskólamenntun á sviði skipulags- og byggingarmála sbr. 8. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010 og 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 • Góð þekking á þeim málaflokkum sem starfið nær til • Reynsla af stjórnun verkefna og rekstri á sviði skipulagsog byggingarmála • Reynsla í gerð fjárhags- og verkáætlana • Metnaður og skipulagshæfni • Góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar Staðan er laus frá 1. október nk. Launakjör eru samkvæmt samningum stéttarfélaga við sveitarfélögin. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Sandgerðisbæjar eða á netfangið sandgerdi@ sandgerdi.is. merkt „Byggingar- og skipulagsmál“ fyrir 15. september.


auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 vf.is

Fimmtudagurinn 6. september 2012 • 35. tölublað • 33. árgangur

FIMMTUDAGSVALS Valur Ketilsson skrifar

Beisluð sýn

A

ð baki er bjart og hlýtt sumar. Þurrara en mörg önnur undanfarin ár. G arð sl ang an fé k k s i n n s ke r f af notkuninni og gróðurinn drakk í sig úðann. Krækiberjalyngið á skaganum hefur ekki fengið sömu meðferð og er líflaust á haustdögum. Þarf að sækja berin eitthvað lengra að þessu sinni. Dásamlegt að fá að safta svolítið og eiga djúsinn í vetur. Skipulag sumarsins gekk aldrei þessu vant vel fyrir sig og teyging á því var að njóta sólarinnar á Spánarströnd í maí. Varð svo miklu meira úr sumrinu fyrir vikið. Sumarbústaðarferðir og ferðalög lifa í minningunni. Haustið á næsta leiti og myrkrið að skella á.

Ó

líkt öðrum þá er minn tími að renna upp. Elska þennan tíma. Tími fyrir kertaljós í gluggasyllum og notalegar kvöldstundir í kyrrðinni. Keypti þennan líka lekkera ilmolíulampa á Ljósanótt sem ætlar að magna stemninguna fyrir mér. Litríkt ljósaskraut að auki. Snark í arineldi og flísteppi um öxl í hauströkkrinu á eftir að lama lúnar lappir og næra sálartetrið. Ljúfir tónar úr lystigarði ættartrésins á Skólaveginum fylla umgjörðina og tómið sem útaf stendur. Eldar, sem dropi í hafið en fylling í sjálfið. Lóan safnast saman á túninu og undirbýr að kveðja í bili. Þennan táradal. Lofar að koma aftur með birtu og yl. Við þurfum á því að halda.

F

élagsstarfið í undirbúningi. Fjörugt og fyrirferðarmikið. Bræðralagið binst að nýju og ber saman bækur sínar. Lífið er margbreytilegt og ljómi afurðarinnar ólíkur. Ekki eru allir í lífsins leik. Aðrir eins og lauf í vindi. Flestir endurnærðir eða gæfuríkir. Hæðir eða lægðir eins og gerist og gengur í lífinu. Gagnast þá faðmur félagsskaparins og umhyggja fyrir hvorum öðrum. Fátt betra en hlýtt handtak eða fágæt stund í horni. Nálgun í næði. Borin á borð af einlægni og heiðarleika.

M

arkmiðin liggja þó fyrir og daðra við mig í fylgsnum hugans. Það er svo margt sem mig langar að gera og hefur lengi langað. Draumar geta orðið að veruleika ef stefnan er mörkuð. Blanda af elju og hógværð hefur reynst mér vel hingað til. Stefni á slíka tvennu. Þú uppskerð eins og þú sáir. Jarðvegurinn frjór fyrir flestar hugmyndir. Sást vel á litbrigðum listafólksins um helgina. Hamingjan skein úr hverju andliti enda fantasíurnar ferskar. Mínar eru þegar komnar á blað og bíða frjóvgunar. Framkalla sýn sem ekki verður beisluð öllu lengur.

Daglegar fréttir www.vf.is

Opið alla miðvikudaga frá kl. 8:00 – 16:00 Tímapantanir í síma 426 8540

Opið virka daga frá kl. 8:00 – 17:00 Frjáls mæting


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.