Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2.tbl 2022

Page 30

Katrín Brynjarsdóttir

hjúkrunarfræðingur á meðferðargeðdeild geðrofssjúkdóma, 33A

Morgunvakt á meðferðardeild geðrofssjúkdóma

Vaktin mín

Umsjón: Sigríður Elín Ásmundsdóttir / Myndir: Úr einkasafni

Meðferðargeðdeild geðrofssjúkdóma er 16 rúma legudeild sem skiptist í 10 bráðapláss og sex endurhæfingarpláss. Deildin var opnuð í janúar 2022, þegar geðrofsteymi móttökugeðdeildar og sérhæfð endurhæfingargeðdeild sameinuðust í eina deild. Deildin tekur á móti sjúklingum með bráðan og alvarlegan geðrænan vanda og sinnir jafnframt endurhæfingu fólks með geðrofssjúkdóma og algengar fylgiraskanir eins og kvíða, þunglyndi og vímuefnavanda (tvígreiningarvandi). Mikil áhersla er lögð á teymisvinnu á meðferðargeðdeild geðrofssdjúkdóma. Ég hóf störf á geðsviði LSH sumarið 2020, eftir þriðja námsárið mitt í hjúkrun. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á geðsviðinu og einnig störfum sem tengjast áfengis- og vímuefnavandamálum. Ég ákvað þess vegna að sækja um á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild sem var á þeim tíma staðsett á Kleppsspítala og var þá endurhæfingardeild sem sinnti einstaklingum með tvígreiningar. Eftir að ég hóf störf þar vaknaði enn meiri áhugi hjá mér á geðhjúkrun og þeirri vinnu sem felst í starfinu. Í þessari dagbókarfærslu fer ég yfir morgunvakt á virkum degi. Það er mikið um útskriftir, innlagnir, fjölskylduvinnu og meðferðarviðtöl. Áhersla er lögð á teymisvinnu svo vaktin gangi eins áreynslulaust fyrir sig og hægt er miðað við álag og aðstæður. Morgunvaktin byrjar saman inni á vaktherbergi og þar er munnlegt rapport. Mér finnst gott að byrja morgunvaktir á því að fá mér kaffibolla á meðan rapporti stendur. Farið er yfir hvernig kvöldið áður gekk fyrir sig, frekari breytingar á andlegri líðan skjólstæðinga og hvort það sé eitthvað sem þarf að hafa í huga varðandi skipulag morgunvaktarinnar. Eftir rapport fer ég inn á lyfjaherbergi til þess að skoða lyfin fyrir vaktina. Verið er að prófa nýja verkferla á deildinni og koma lyfjatæknar til að taka saman morgunlyfin. Ég sest við tölvuna og fer yfir lyfin hjá hverjum og einum svo ég hafi betri yfirsýn. Ég sé að þrír skjólstæðingar eru skráðir á forðasprautu og skrái það hjá mér.

Eftir þessa yfirferð les ég mig aðeins til um skjólstæðingana sem ég er skráð á, en þeir eru tveir á þessari vakt. Ég undirbý mig svo fyrir morgunfund og les mig til um breytingar og annað sem þarf að taka fyrir á þeim fundi. Þegar búið er að undirbúa morgunlyfin fer ég með þau til skjólstæðinganna, býð þeim góðan daginn og kanna líðan þeirra. Mér finnst mjög gott að nota lyfjagjafatímann á morgnana til að opna daginn með mínum skjólstæðingunum þann daginn. Morgunfundurinn er haldinn með öllum meðferðaraðilum deildarinnar, sem eru læknar, hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafar, sálfræðingar og ráðgjafar. Farið er yfir hvern og einn skjólstæðing og hvaða meðferðaleiðir eru nýttar. Ég mætti á fundinn þegar komið var að því að ræða mína skjólstæðinga en þennan dag var fyrirhuguð útskrift hjá öðrum skjólstæðingi mínum og var farið yfir þá þætti sem þyrfti að undirbúa fyrir útskrift.

Læknir á vaktinni bað mig um að taka saman lyf fyrir fjóra daga fyrir skjólstæðing minn sem átti að útskrifast svo hann fengi lyfjarúllu með sér heim. Fór ég þá inn á lyfjaherbergi og byrjaði að undirbúa lyfjatiltekt. Stuttu seinna talaði ég við skjólstæðinginn og móður hans, gaf honum síðustu vítamínsprautuna sem hann var skráður á og lyfin til þess að taka með heim. Læknirinn


Articles inside

Ritrýnd grein: Heilsutengd lífsgæði sjúklinga eftir liðskiptaaðgerð á mjöðm: Lýsandi ferilrannsókn

37min
pages 36-45

Vaktin mín, Katrín Brynjarsdóttir segir frá morgunvakt á meðferðardeild geðrofssjúkdóma

6min
pages 30-31

Ritrýnd grein: Ofbeldi gagnvart starfsfólki geðdeilda Landspítala

23min
pages 66-73

Ritrýnd grein: ,,Þetta er ekkert flókið“ Smokkanotkun ungra karlmanna

34min
pages 74-84

Viðtal – Helga Sif Friðjónsdóttir, sérfræðingur í geðhjúkrun og klínískur lektor við Hjúkrunarfræðideild HÍ, segir frá nýju meistaranámi í geðhjúkrun sem hefst í haust

4min
pages 28-29

Golfmót hjúkrunarfræðinga

2min
pages 16-19

Kjara- og réttindasvið Fíh, ásamt formanni félagsins fór langþráða fundaröð um landið

2min
pages 8-9

Viðtal – Birna Óskarsdóttir, hjúkrunarfræðingur er teymisstjóri í teymi sem er í þróun á geðþjónustu LSH og er ætlað að þjónusta fólk með alvarlegan geð- og fíknivanda á vettvangi

6min
pages 20-23

Mikilvægt að fjölga körlum í hjúkrun, Fíh lét gera könnun um viðhorf til karlkyns hjúkrunarfræðinga

7min
pages 24-27

Ritstjóraspjall

4min
pages 4-5

Viðtal – Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor í lífeðlisfræði og forstöðukona við Institute for Stress Medicine í Gautaborg, segir að margir í Svíþjóð séu greindir með kulnun sem kemur svo í ljós að er eitthvað allt annað eins og til dæmis geðhvörf, áfallastreituröskun eða þunglyndi

12min
pages 10-13

Pistill formanns Fíh

4min
pages 6-7

Viðtal – Hrönn Stefánsdóttir og Ragnheiður Eiríksdóttir eru

3min
pages 14-15
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.