3 minute read

D‘Hondt Stop Believin‘

Ragnar Auðun Árnason stjórnmálafræðingur, 16. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi Suður

Gæti breyting á reiknireglu við útdeilingu þingsæta verið lausn?

Advertisement

Talsvert hefur borið á umræðu um hvernig sé réttlátast að útdeila þingsætum á Íslandi, mikið hefur verið rætt og ritað um hvort landið eigi allt að vera eitt kjördæmi eða hvort fjölga þurfi jöfnunarsætum. Að gera Ísland að einu kjördæmi sem myndi að öllum líkindum fækka fulltrúum fámennari byggðarlaga eða að fjölga jöfnunarþingsætum er ekki eina lausnin í því að reyna tryggja að framboð hljóti þingsæti í takt við kjörfylgi.

Í dag notumst við Íslendingar við reikniregluna D‘Hondt þegar kemur að því að deila út þingsætum sem og í sveitarstjórnarkosningum. Aðferði D‘Hondts gengur einfaldlega út á það að deilt er í atkvæðafjölda hvers framboðslista með heiltölunum 1, 2, 3, o.s.frv útkomutölunum úr deilingunni er því næst raðað upp í töflu og sá framboðslisti sem hefur hæstu útkomutöluna hreppir fyrsta sætið. Þá er sú útkomutala strikuð út og sú næsthæsta fundin og svo koll af kolli þar til öllum sætum hefur verið úthlutað.

Í nágrannalöndum okkar Svíþjóð, Danmörku og Noregi er hins vegar önnur reikniregla notuð en það er reiknireglan Sainte-Lagüe. Hún virkar eins og D‘Hondt nema þá er deilt einungis með oddatölum þ.e. 1,3,5,7. Svíþjóð og Noregur hafa þó breytt henni aðeins, í Noregi er það þannig að fyrst er deilt með 1.4 en ekki 1 þannig var það lengi vel í Svíþjóð en frá 2018 hafa þau deilt fyrst með 1.2. Þetta getur þótt frekar flókið sérstaklega þegar reynt er að útskýra þetta einungis í rituðu máli. Það má þó almennt segja að regla D‘Hondt hugli stærri flokkum á kostnað hinna sem minni eru hvort sem litið er á stærð flokka í heild á landsvísu eða stærð þeirra innan hvers kjördæmis fyrir sig. Þetta þýðir að skipting þingsæta milli flokka verður ekki eins nálægt kjörfylgi þeirra og hægt er ef notuð yrði önnur úthlutunarregla, t.d. regla Sainte-Lagüe.

Ef skoðuð eru úrslit síðustu þriggja kosninga, þá kemur í ljós að ef við hefðum notast við reglu Sainte-Lagüe hefði samræmi milli kjörfylgis og þingsæta verið betur tryggt. Ef við tökum sem dæmi seinustu kosningar, þ.e. 2017, þá hefði Samfylkingin hlotið einu þingsæti fleira á kostnað Framsóknarflokksins. Það hefði þýtt að flest atkvæði hefðu þá orðið á bakvið hvern þingmann Flokks Fólksins eða 3376. Þar sem við notumst við reglu D‘Hondt þá voru flest atkvæði á bakvið hvern þingmann Samfylkingarinnar eða 3379 og fæst atkvæði bakvið hvern þingmann Framsóknar eða 2627. Þetta hefði breyst við notkun SainteLagüe og þá hefðu atkvæði bakvið hvern þingmann Samfylkingarinnar verið 2957 en 3002 atkvæði verið á bakvið hvern þingmann Framsóknar.

Það virðist sem svo eftir lauslegan útreikning þá virðist SainteLagüe tryggja betur samræmi milli kjörfylgis og þingmannafjölda. Það

verður alltaf misvægi milli atkvæða, einhver flokkur mun hafa fæst atkvæði á bakvið hvern þingmann og einhver flokkur flest atkvæði bakvið hvern þingmann. Það mun alltaf koma í hlutskipti einhvers flokks að eiga rétt á næsta þingmanni (þ.e. 64 þingmanninum) en það eru bara 63 þingmenn. Ef öllum 63 þingsætunum hefði verið deilt á flokka eftir d‘Hondt aðferð miðað við heildaratkvæðamagn þeirra í kosningunum 2017 (eins og landið væri eitt kjördæmi), hefði þingmannafjöldi hvers flokks orðið eins og Sainte-Lagüe aðferðin gefur, sem enn frekar undirstrikar kosti þeirrar aðferðar umfram d‘Hondt. Það þarf því ekki endilega að vera að lausnin liggi í því að fjölga jöfnunarþingsætum eða að gera landið að einu kjördæmi, lausnin gæti legið í reiknireglunni.

Við framleiðum mikið rafmagn á Íslandi. Í dag er meira rafmagn á raforkukerfinu en er nýtt. Forstjóri Orkuveitunnar Bjarni Bjarnason hefur oft bent á það að við þurfum ekki að virkja meira þó við rafvæðum 100 þúsund bíla. Samt hefur rafbílavæðingin verið notuð af forstjóra Landsvirkjunar til að réttlæta Hvammsvirkjun. Fram kemur í fjórða áfanga rammaáætlunar að með því að stækka virkjanir við Vatnsfell, í Hrauneyjum og Sigöldu sé hægt að sækja 210 MW. Þessar virkjanir eru í orkunýtingarflokki rammaáætlunar. Það eru rúmlega tvær Hvammsvirkjanir.

Í félagssálfræði er til hugtakið sokkinn kostnaður. Sokkinn kostnaður er hugsannavilla sem við gerumst oft sek um við ákvarðanatöku. Mannfólkið hefur tilhneigingu til þess að meta ákvarðanir út frá t.d. tíma og fjármunum sem hafa farið í eitthvað en auðvitað á að taka ákvarðanir út frá þeim afleiðingum sem þær koma til með að hafa í framtíðinni. Oft hefur því verið fleygt fram að Hvammsvirkjun hafi verið lengi í undirbúningi og því væri sóun á tíma og peningum ef hún yrði ekki að veruleika. Þessi röksemdafærsla er gott dæmi um sokkinn kostnað. Auðvitað á fyrst og fremst að meta Hvammsvirkjun út frá því hvaða afleiðingar hún hefur á náttúru og samfélag ef af henni verður.

49

This article is from: