Landspítalinn - FLOKKUNARHANDBÓK

Page 1

FLOKKUNARHANDBÓK Hvernig á að flokka? Flokkunarhandbók fyrir söfnun úrgangs á Landspítala.


MERKINGAR Samrændar flokkunarmerkingar Nýtt samræmt merkingakerfi var tekið í notkun á Íslandi janúar 2023 sem stuðlar að bættri flokkun og er mikilvægur hlekkur í að innleiða hringrásarhagkerfið. Á Landspítala er flokkað í tæplega 30 úrgangsflokka. Í þessari handbók er gerð grein fyrir algengustu úrgangsflokkum sem falla til í daglegum rekstri spítalans og fylgja nýju flokkunarfyrirkomulagi. Á Landspítala er einnig flokkaður byggingaúrgangur, sjá leiðarvísi um byggingaúrgang (vantar hlekk)


Eldaðir kjöt- og fiskafgangar, ávextir, grænmeti, egg/eggjaskurn, tepokar (ekki úr plasti), tannstönglar úr tré, öll smærri bein s.s. fisk- og kjötbein, eldhúspappír/servéttur, kaffikorgur & kaffisíur og afskorin blóm/plöntur. Efnið er notað í jarðgerð og því er nauðsynlegt að nota sérstaka niðurbrjótanlega poka. Plastpoka má alls ekki nota!


Dagblöð, umslög, gluggaumslög, skrifstofupappír og bæklingar. Fernur (sem þarf að skola), sléttur pappi og tætt trúnaðarskjöl úr pappír. Efnið skal vera laust við stærri aðskotahluti þó að litlir hlutir eins og hefti megi vera á blöðunum. Millispjöld af vörubrettum, pítsa- og pappakassar. Til að efni nýtist sem best sem endurvinnsluefni er mikilvægt að fjarlægja matarleifar og aðskotahluti frá bylgjupappanum en límbönd og hefti mega fara með.


Dæmi um slíkan úrgang: Plastumbúðir harðar og mjúkar, plastpokar, tómir brúsar, plaststatíf og –bakkar, plastumbúðir með áföstu bréfi, plastumbúðir með álþynnu, lyfjaþynnur og frauðplast. Til að efni nýtist sem best sem endurvinnsluefni er mikilvægt að skola allar matarleifar af plastumbúðum. Allt efni á að fara í lokuðum pokum í söfnunarílátið.


Dæmi um slíkan úrgang: Glerílát, litað og glært gler, lyfjagler (þó ekki utan af eftirritunarskyldum lyfjum þau fara í brennslu). Postulín má einnig flokkast með.


Sá úrgangur sem ekki er hægt að flokka fer í blandaðan úrgang. Blandaður úrgangur endar í urðun eða brennslu. Dæmi um slíkan úrgang: Pappírs handþurrkur af salernum, einnota hanskar, pappírsþurrkur, óhreinar umbúðir sem ekki er hægt að hreinsa, samsettar umbúðir sem ekki er hægt að aðskilja, hrá matvæli, tyggjó, plástrar, slöngur, plastsprautur, vökvasett, bleyjur, dömubindi og túrtappar.


Dæmi um slíkan úrgang: Umbúðir gerðar úr málmum, sprittkertabikarar, málmlok af krukkum og smærri hlutir úr málmi. Þar sem mikið fellur til af stærri málmi þarf að flokka það sérstaklega í þar til gerð ílát.


Dæmi um nytjahluti sem fara í nýjan farveg eða endurvinnslu: Borð, sófar, rúm, náttborð, hillur, lampar og vagnar. Þvottahúsið sér um ýmsar textíl viðgerðir á saumastofu og að koma ónýtum textíl í endurvinnslu.

Deildir eru hvattar til þess að gefa hlutum framhaldslíf á Workplace undir „Endurnýting-markaður innan LSH“ Sjá nánar hér um meðhöndlun og flutning húsbúnaðar.


Skilagjaldskyldar umbúðir

Plastflöskur fyrir ávaxtasafa Plastflöskur fyrir gosdrykki Plastflöskur fyrir orkudrykki Plastflöskur fyrir vatn Plastflöskur fyrir áfengi

Glerflöskur fyrir áfengi Glerflöskur fyrir bjór Glerflöskur fyrir ávaxtasafa Glerflöskur fyrir gosdrykki Glerflöskur fyrir orkudrykki

Áldósir fyrir gosdrykki Áldósir fyrir orkudrykki Áldósir fyrir bjór


Dæmi um úrgang: Smá raftæki, rafmagnssnúrur, brunaboðar og prenthylki. Safnað í pappakassa og merkt „Raftæki / rafeindabúnaður“. Fyrir sjónvörp, skjáir, tölvur o.þ.h. er haft samband við HUT sem metur ástand tækja og kemur til endurvinnslu.

Fyrir stærri raftæki s.s. þvottavélar, ísskápar og frystar skal senda beiðni til rafvirkja inni á AFU þjónustusíðu (undir viðhald) sem sjá um að fjarlægja tækin. Þjónustuborð aðfanga og umhverfis (lsh.is)


Sóttmengaður úrgangur Um sóttmengaðan gildir: Vinnulýsing UMHV-003 09.01.02 Útg. 8.0 Útg.dagur 07/11/2019 (landspitali.is) Dæmi um smitandi úrgang (sóttmengaður úrgangur): Úrgangur sem hefur í för með sér meiri sýkingarhættu, einnota áhöld og hlutir mengaðir smitefni frá sýktum sjúklingi og umbúðir og sýni frá sýktum sárum, blóð, blóðhlutar, blóðmenguð einnota áhöld, hlutir og umbúðir. Þó má flokka blóðsmitaðan úrgang með blönduðum úrgangi ef hann er sambærilegur þeim sem fellur til sem heimilisúrgangur, eins og notuð tíðabindi og túrtappa, minni sáraumbúðir eins og plástra og bómull með þurru blóði.

Líkamshlutar, ónotaðir skimaðir blóðhlutar eða líkamsleifar, t.d. frá skurðstofum, krufningarstofum og rannsókngarstofum. Vefjasýni í formalíni eru meðhöndluð sem efnaúrgangur. Oddhvassir hlutir: Nálar, hnífsblöð og sprautur


Lyf og lyfjaafgangar Eftirritunarskyld lyf (fyrnd eða ófyrnd) sem eru í upprunalegum umbúðum skal skilað í apótek, skráningarbók höfð meðferðis fyrir lyf sem tekin eru af deildarlager. Fyrnd lyf skulu sett í gula sérmerkta poka fyrir sóttmengað í samræmi við gæðaskjal.

Lyf og lyfjaafgangar: Ytri umbúðir fjarlægðar nema ef um frumueyðandi lyf er að ræða. Lyfjaafgangar settir í gula sérmerkta poka fyrir sóttmengað í samræmi við gæðaskjal. Vökvar og lyfjaglös með lyfjaafgöngum í fljótandi formi eru settir í vökvaheld ílát áður en þau eru sett í gulan poka. Sótt eða flutt í ruslageymslu/gám.


Um meðhöndlun efnaúrgangs gildir: Verklagsregla UMHV-001 09.01 Útg. 8.0 Útg.dagur 12/07/2021 (landspitali.is)

Dæmi um spilliefni eru: rafhlöður, rafgeymar, flúrperur, úðabrúsar, olíumálning og efnaúrgangur sem bera hættumerki s.s. formalín. Einnig ílát, tuskur og rekstrarvörur sem innihalda leifar af varasömum efnum.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.