Flokkunarhandbók Terra

Page 1

FLOKKUNARHANDBÓK Fyrir söfnun úrgangs hjá fyrirtækjum


MERKINGAR Samrændar merkingar Samræmt, einfalt og gott merkingakerfi er mikilvægt til að stuðla að betri flokkun og styður við bætta úrgangsstjórnun á Íslandi. Mikilvægur hlekkur í hringrásarhagkerfinu.

FYRIRTÆKI FLOKKA Í 7 FLOKKA

MATARLEIFAR

BLANDAÐUR ÚRGANGUR

PLAST

GLER & POSTULÍN

HARÐAR & MJÚKAR PLASTUMBÚÐIR

PAPPÍR PAPPÍR DAGBLÖÐ

GLÆRT & LITAÐ GLER

PAPPI

BYLGJUPAPPI SLÉTTUR PAPPI

MÁLMAR

MÁLMUMBÚÐIR MÁLMAR

NYTJAHLUTIR TEXTÍLL


Eldaðir kjöt- og fiskafgangar, ávextir, grænmeti, egg/eggjaskurn, tepokar (ekki úr plasti), tannstönglar úr tré, öll smærri bein s.s. fisk- og kjötbein, eldhúspappír/servéttur, og afskorin blóm/plöntur.

Kaffikorgur & kaffisíur.

Efnið er notað í jarðgerð og því er nauðsynlegt að nota sérstaka niðurbrjótanlega poka. Þessir pokar fást hjá okkur og eru úr lífrænni sterkju. Plastpoka má alls ekki nota!


Sá úrgangur sem ekki er hægt að flokka fer í blandaðan úrgang. Blandaður úrgangur endar í urðun eða brennslu.

Dæmi um slíkan úrgang: Pappírs handþurrkur af salernum, einnota hanskar, pappírsþurrkur, óhreinar umbúðir sem ekki er hægt að hreinsa, samsettar umbúðir sem ekki er hægt að aðskilja, hrá matvæli, tyggjó, bleyjur, dömubindi og túrtappar.


Dæmi um slíkan úrgang: Umbúðir gerðar úr málmum, sprittkertabikarar, málmlok af krukkum og smærri hlutir úr málmi. Þar sem mikið fellur til af stærri málmi þarf að flokka það sérstaklega í þar til gerð ílát.


Dæmi um slíkan úrgang: Plastpokar, plastbrúsar, plastdósir, plastumbúðir, plastbakkar, plastflöskur og frauðplast umbúðir Til að efni nýtist sem best sem endurvinnsluefni er mikilvægt að skola allar matarleifar af plastumbúðum. Allt efni á að fara í lokuðum pokum í söfnunarílátið. Plastfilmu skal safnað í sérstaka troðslupoka sem gott er að geyma á grind. Athugið að aðgreina þarf eftir lit á filmu. Glærar fara í einn poka og litaðar plastfilmur í annan.


Glerílát, litað og glært Mikilvægt er að fjarlægja t.d lok sem eru úr öðru efni en gler

Postulín

Rúðugler


Dæmi um slíkan úrgang: Fatnaður, lín, lök, dúkar, tuskur, sloppar og handklæði.


Ef bækurnar eru heilar þá ætti alltaf að vera fyrsti valkostur að koma þeim á nytjamarkað Ef kjölurinn er límdur saman má bókin fara í pappírstunnu. Annars fara innbundnar bækur í blandaðan úrgang. Terra Efnaeyðing býður upp á sérhæfða, ábyrga og umhverfisvæna þjónustu við eyðingu á trúnaðarupplýsingum. Trúnaðarskjöl eru tætt en pappír fer síðan í endurvinnslu.

Dagblöð, umslög, gluggaumslög, skrifstofupappír og bæklingar Efnið skal vera laust við stærri aðskotahluti þó að litlir hlutir eins og hefti megi vera á blöðunum

Til að efni nýtist sem best sem endurvinnsluefni er nauðsynlegt að hafa í huga að fernur séu skolaðar.


Millispjöld af vörubrettum, pítsa- og pappakassar. Til að efni nýtist sem best sem endurvinnsluefni er mikilvægt að fjarlægja matarleifar og aðskotahluti frá bylgjupappanum en límbönd og hefti mega fara með.


SPILLIEFNI OG RAFTÆKI Terra sérhæfir sig í flutningi, meðhöndlun og frágangi á spilliefnum og raftækjum til endurnýtingar, endurvinnslu eða eyðingar. Fyrirtækið vinnur skv. reglum gæðastjórnunarstaðalsins ISO 9001 og umhverfisstjórnunarstaðalsins ISO 14001 og er eini sérhæfði aðilinn í móttöku spilliefna á Íslandi. Auk móttöku á spilliefnum og raftækjum sinnir Terra margvíslegri annarri þjónustu s.s. söfnunarþjónustu (losun íláta), skjalaeyðingu, söfnun matarolíu, vöruförgun, sölu og/eða leigu sérhæfðra íláta og ráðgjöf um spilliefni.


Hægt er að senda fyrirspurnir á efnaeyding@terra.is og síminn er 559 2200


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.