Námsvísir vor 2014

Page 1

UM FRÆÐSLUSETRIÐ

Nám og þjónusta við stofnanir

vor 2014


Fræðslusetrið Starfsmennt býður opinberum starfsmönnum upp á starfstengda símenntun og veitir stofnunum heildstæða þjónustu á sviði starfsþróunar. Þjónusta Starfsmenntar er sérsniðin að þörfum þátttakenda um allt land í krafti faglegs samstarfsnets og öflugs vefkerfis. Starfsmennt er samstarfsvettvangur starfsmanna og stjórnenda þar sem unnið er að þróun þekkingar og þjálfunar í þágu einstaklings og samfélags.

www.smennt.is

2

Fræðslusetrið Starfsmennt · Ofanleiti 2, 5. hæð · Sími 550 0060 · smennt@smennt.is


UM FRÆÐSLUSETRIÐ

Efnisyfirlit Fræðslusetrið Starfsmennt ........................................................................................ 4 Nám og þjónusta Starfsmenntar ......................................................................... . . . ...... 4 Starfsfólk og stjórn .............................................................................. ..... .......... . . .. 5 ALMENN NÁMSKEIÐ .............................................................................. . .......... . . .. 6 •

Danska – þjálfun í talmáli

Enska fyrir atvinnulífið

Mannauðsstjórnun fyrir millistjórnendur

Nám fyrir starfsfólk í stjórnunareiningum

Rekspölur 2

Skrifstofubraut – fjarnám og staðbundið nám

Upplýsinga- og skjalastjórnun

Verkefnastjórnun – vinnulag sem virkar

Markaðssetning vöru og þjónustu

Ég og starfið

Þjónustustjórnun – fjarnám og staðbundið nám

FJARKENNT TÖLVUNÁM ............................................................................ ......... 10 STARFSTENGDAR NÁMSLEIÐIR .......................................................................... ... 12 •

Yfirlit yfir námsleiðir Starfsmenntar

Viðurkenndur bókari

Launaskólinn – nám fyrir launafulltrúa

Starfsnám stuðningsfulltrúa

Þróttur – námsleið fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja

Brúarnám – þrjár leiðir

Viðbótarnám fyrir félagsliða

Starfsmannasamtöl

FARANDFYRIRLESTRAR OG SÉRSNIÐIN NÁMSKEIÐ RÁÐGJAFAÞJÓNUSTA VIÐ STOFNANIR

.................................................. 18

.................................................................. 20

Allar nánari upplýsingar og skráning á vefsíðu Starfsmenntar

·

www.smennt.is

3


UM FRÆÐSLUSETRIÐ

Fræðslusetrið Starfsmennt Markmið

Leiðir

• Að efla símenntun starfsmanna og stofnana

• Að hanna, þróa og meta starfstengt nám í samstarfi við stjórnendur, starfs menn og viðurkennda fræðsluaðila

• Að stuðla að markvissri starfsþróun starfsmanna og auka hæfni þeirra til að takast á við fjölbreyttari verkefni

• Að hafa umsjón með og votta vinnu- tengt nám og þjálfun

• Að auka möguleika stofnana á að þróa starfsemi sína til samræmis við kröfur á hverjum tíma

• Að veita stofnunum ráðgjöf á sviði menntunar og mannauðs

• Að vera samstarfsvettvangur stjórnenda og starfsmanna þar sem unnið er að þróun þekkingar og þjálfunar

Fræðslusetrið Starfsmennt er samstarfsvettvangur fjármála- og efnahagsráðuneytisins og flestra aðildarfélaga BSRB um starfstengt nám, starfsþróun og ráðgjöf. Nám á vegum setursins er því starfsmönnum ríkis og bæja að kostnaðarlausu en opið öðrum gegn gjaldi. Félagsmenn eftirtalinna stéttarfélaga eiga aðild að setrinu í gegnum kjarasamningsbundin réttindi til starfsþróunar: • SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu • KJÖLUR - stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu • Félag starfsmanna stjórnarráðsins • Félag flugmálastarfsmanna ríkisins • Starfsmannafélag Garðabæjar • Starfsmannafélag Suðurnesja • Starfsmannafélag Kópavogs

Samflot bæjarstarfsmannafélaga: • Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi • Starfsmannafélag Hafnarfjarðar • Starfsmannafélag Vestmannaeyja • Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum • Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi • Starfsmannafélag Dala- og Snæfellssýslu • Starfsmannafélag Húsavíkur • Starfsmannafélag Fjarðabyggðar • Starfsmannafélag Fjallabyggðar • Starfsmannafélag Skagafjarðar • Starfsmannafélag Mosfellsbæjar • Starfsmannafélag Seltjarnarness Sama rétt eiga ríkisstarfsmenn innan: • Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar Samningar um stofnananám hafa verið gerðir við: • Mannauðssjóð Kjalar • Mannauðssjóð Samflots • Mannauðssjóð KSG • Ríkismennt/Sveitamennt

4

• Að taka þátt í stefnumótun á sviði símenntunar og leiða nýjungar í starfsþróunarverkefnum

Nám og þjónusta Starfsmenntar Í þessum kynningarbæklingi er að finna allar helstu upplýsingar um þjónustu Fræðslusetursins Starfsmenntar vorið 2014. Bæklingnum er ætlað að gefa yfirlit yfir margvísleg námskeið og þjónustu sem opinberir starfsmenn geta sótt til setursins. Þó er aðeins stiklað á stóru þar sem meirihluti náms er settur upp í samstarfi við stofnanir og starfshópa, og sérsniðið að þeirra þörfum. Markmið útgáfunnar er að starfsmenn og stjórnendur geti skipulagt nám með góðum fyrirvara og nýtt betur möguleika sína til starfsþróunar. Námi Starfsmenntar má skipta í tvennt. Annars vegar almenn námskeið sem eru opin öllum og hins vegar sérhæft starfstengt nám sérstaklega ætlað einstaka stofnunum og starfshópum. Þá býður Starfsmennt einnig upp á fjarkennd tölvunámskeið og ýmsa ráðgjafaþjónustu. Þjónusta Starfsmenntar er félagsmönnum aðildarfélaga, og þeirra sjóða sem gert hafa sérstaka samninga við setrið, að kostnaðarlausu. Aðrir geta sótt nám á vegum setursins gegn greiðslu. Starfsemi setursins byggir á þeirri hugmyndafræði að símenntun sé samofin störfum og að vinnustaðurinn sé mikilvæg uppspretta lærdóms. Allar nánari upplýsingar um nám og þjónustu má fá á vefsíðu Starfsmenntar þar sem skráning og önnur rafræn umsýsla náms fer fram.

www.smennt.is

Fræðslusetrið Starfsmennt · Ofanleiti 2, 5. hæð · Sími 550 0060 · smennt@smennt.is


Hulda Anna Arnljótsdóttir

Björg Valsdóttir

Bergþóra Hrönn Guðjónsdóttir

Marta Gall Jörgensen

Sólborg Alda Pétursdóttir

Starfsmenn Hjá Fræðslusetrinu Starfsmennt starfa sjö starfsmenn en auk þess er margskonar stoðþjónusta aðkeypt. Framkvæmdastjóri er Hulda Anna Arnljótsdóttir, Björg Valsdóttir er skrifstofustjóri og Bergþóra Guðjónsdóttir og Sólborg Alda Pétursdóttir eru verkefnastjórar náms. Þá sinna Marta G. Jörgensen og Sverrir Hjálmarsson mannauðsráðgjöf við stofnanir og Guðrún H. Sederholm náms- og starfsráðgjöf.

UM FRÆÐSLUSETRIÐ

Starfsfólk og stjórn

Starfsfólk setursins hefur allt umtalsverða starfsreynslu og fjölbreytta menntun að baki, m.a. sem kennarar, í stjórnun- og stjórnsýslufræðum, félags- og fjölmiðlafræðum, vinnusálfræði, upplýsingatækni og námsog starfsráðgjöf. Þessi bakgrunnur nýtist vel í nýsköpunar-, fræðslu- og þróunarstarfi setursins á sviði símenntunar og starfsþróunar. Stjórn Starfsmenntar skipa tveir fulltrúar frá stéttarfélögunum og tveir frá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins auk varamanna. Stjórnin fundar reglulega og tekur ákvarðanir varðandi rekstur, verkefni og framtíðarsýn setursins.

Sverrir Hjálmarsson Guðrún Helga Sederholm

Árni Stefán Jónsson

Stjórn Starfsmenntar Aðalmenn:

Guðmundur H. Guðmundsson

Arna Jakobína Björnsdóttir

Ágústa H. Gústafsdóttir

Jóhanna Þórdórsdóttir

Einar Mar Þórðarson

Þórveig Þormóðsdóttir

Árni Stefán Jónsson formaður SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu, formaður Guðmundur H. Guðmundsson sérfræðingur hjá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins, varaformaður Arna Jakobína Björnsdóttir formaður KJALAR - stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu Ágústa H. Gústafsdóttir sérfræðingur hjá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins

Varamenn: Jóhanna Þórdórsdóttir fræðslustjóri SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu Einar Mar Þórðarson sérfræðingur hjá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins Þórveig Þormóðsdóttir deildarstjóri hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu

Allar nánari upplýsingar og skráning á vefsíðu Starfsmenntar

·

www.smennt.is

5


ALMENN ALMENN NÁMSKEIÐ

Almenn námskeið Almenn námskeið Starfsmenntar eru opin öllum þvert á stofnanir og starfsgreinar. Hér má finna námskeið sem efla grunnfærni og starfshæfni og koma til móts við auknar kröfur sem gerðar eru til starfsmanna. Margskonar námskeið eru í boði sem varða stjórnun, tungumál og eflingu

sjálfstrausts sem grunn að góðum samskiptum. Einnig er boðið upp á sérhæft nám sem undirbýr þátttakendur fyrir störf á nýjum vettvangi eða dýpkar þá þekkingu sem fyrir er. Skráning og nánari upplýsingar eru á vef Starfsmenntar.

Danska – þjálfun í talmáli á léttum nótum, I

Enska fyrir atvinnulífið

(16 stundir)

Það þykir sjálfsögð færni í dag að geta bjargað sér á ensku og á þessum námskeiðum er orðaforði efldur og öryggi í talmáli aukið. Námskeiðin eru haldin um allt land í samstarfi við fræðsluaðila sem hafa mikla reynslu af kennslu á þessu sviði. Reynt er að raða í námshópa eftir getu eða áhugasviði og fer þá mat fram áður en námskeið hefjast. Nánari upplýsingar og skráning er á netinu. Þá geta stofnanir einnig óskað eftir að fá starfstengd enskunámskeið heim í hús þar sem unnið er eingöngu með fagorðaforða. Hafa skal samband við skrifstofu Starfsmenntar ef óskað er eftir sérsniðnu enskunámskeiði inn til stofnana.

Vægi dönsku hefur ekki minnkað þó að enskan sé það tungumál sem við notum oftar. Góð tungumálakunnátta greiðir leið, styrkir tengsl og kemur í veg fyrir margskonar misskilning. Hér eru í boði hagnýt dönskunámskeið þar sem talmál er þjálfað og orðaforði aukinn. Reykjavík

17. feb.-5. mars, á mánud. og miðvd.

(20-30 stundir)

Vík (enska I) 18. feb. - 11. mars á þri/fim. Hafnarfjörður Námið hefst 27. janúar Ísafjörður (enska I) Námið hefst 22. janúar Ísafjörður (enska II) Námið hefst í byrjun febrúar Hvolsv. (enska I) 20. jan. - 10. feb. á mán/miðvd. Klaustur (enska I) 18. mars - 8. apríl á þri/fim. Selfoss (enska I) 20. jan. - 10. feb. á mán/miðvd. Selfoss (enska II) 17. feb. - 10. mars á mán/miðvd. Akureyri (konur) 4. feb. - 25. mars á þriðjud. Akureyri (karlar) 5. feb. - 26. mars á miðvikud. Akureyri (framh.) 1. apríl - 21. maí á þriðjud.

www.smennt.is 6

Fræðslusetrið Starfsmennt · Ofanleiti 2, 5. hæð · Sími 550 0060 · smennt@smennt.is


Námsþættir:

(32 stundir)

• Framkoma og flutningur máls

Hér er boðið upp á stutt og snarpt nám í mannauðsstjórnun þar sem sjónum er beint að vinnustaðnum, fólkinu og samskiptum þess. Megintilgangur námsins er að gera þátttakendur hæfari til að vinna með og virkja mannauðinn á hverjum vinnustað út frá sérstöðu starfsumhverfis ríkisstofnana. Áhersla er lögð á skipulagningu og stjórnun starfsmannamála og að gefa yfirsýn yfir fræðasviðið, sem og hagnýt verkfæri. Námið er sniðið að þörfum millistjórnenda s.s. starfsmannastjóra, verkefnastjóra, fræðslustjóra og annarra starfsmanna sem axlað hafa aukna ábyrgð í starfi eða hafa mannaforráð.

• Gæðastjórnun

• Drifkraftur í teymisvinnu

• Hugkortagerð og áætlanir • Leiðtogahæfni • Líkamsbeiting og álagsstjórnun • Rafræn skipulagning

ALMENN NÁMSKEIÐ

Nám í mannauðsstjórnun fyrir millistjórnendur hjá ríkinu

• Samskipti á vinnustað • Skilvirkir fundir og viðburðastjórnun • Upplýsinga- og skjalastjórnun • Uppsetning og röðun tækja • Viðhorf og virkni í breytingum • Þjónustustjórnun

Námsþættir: • Að vera leiðtogi og/eða með mannaforráð (3 kst) • Vinnustaðamenning (1 kst) • Kynning á stefnumiðaðri mannauðsstj. (3 kst) • Áætlanir og starfsgreiningar (1 kst)

Reykjavík Ísafjörður Akureyri Egilsstaðir Selfoss

24. feb. - 9. apríl mán. og miðvd. fjarkennt sömu daga fjarkennt sömu daga fjarkennt sömu daga fjarkennt sömu daga

• Öflun umsækjenda og ráðningar (4 kst) • Nýliðamóttaka og nýliðaþjálfun (4 kst) • Starfsmannasamtöl - Starfsþróunarsamtöl (3 kst) • Frammistöðustjórnun (1 kst) • Starfsþróun, fræðsla og persónuleg færni (3 kst) • Mælingar á árangri fræðslu (2 kst) • Mælingar á árangri mannauðsmála (2 kst) • Starfsánægja, umbun og hvatning (2 kst) • Framleiðni og virkni starfsfólks (2 kst) • Breytingastjórnun (1 kst)

Reykjavík Ísafjörður Akureyri Egilsstaðir Selfoss

8. maí frá kl. 13 -15.50 og 9., 15. og 16. maí frá kl. 8.30 - 15.50 fjarkennt sömu daga fjarkennt sömu daga fjarkennt sömu daga fjarkennt sömu daga

Rekspölur (2x60 stundir) Námskeiðin eru tvö en þau voru fyrst sett á laggirnar árið 1995 og hafa verið kennd allar götur síðan. Á þeim er fjallað vítt og breitt um einstaklinginn, stöðu hans og stefnu. Rætt er um persónulega hæfni, almenna þekkingarleit, samspil starfs og einkalífs ásamt kynningu á samfélagslegum innviðum. Rekspölur hefur reynst afar góður grunnur að frekara námi eða þátttöku í félagsstörfum. Námskeiðin eru sjálfstæð og því má taka 2 á undan 1, ef vill.

Á Rekspeli 2 (60 stundir) er lögð áhersla á einstaklinginn í samfélagi nútímans, samskiptahæfni, sjálfstraust, siðfræði og rökfræði. Meðal þess sem fjallað er um er fjölmenning og hvaða áhrif hún hefur á samfélagið og einstaklinginn. Námsþættir:

Nám fyrir starfsfólk í stjórnunareiningum (60 stundir) Þessi námsleið hefur hlotið frábærar viðtökur og verið vel sótt af fólki sem vill styrkja stjórnunarog skipulagshæfni sína. Námið er opið öllum en er sérstaklega hannað með þarfir starfsmanna sem vinna með stjórnendum og vilja sérhæfa sig í slíku samstarfi. Markmiðið er að þátttakendur læri hagnýtar aðferðir til að takast á við og halda utan um fjölbreytt og flókin verkefni. Áhersla er lögð á sveigjanleika, sjálfstæði, forgangsröðun og skipulag ásamt kynningu á samskiptahæfni og leiðtogafræðum.

• Samskipti og sjálfstraust • Fjölmenning • Þjónustuviðmót • Siðfræði í lífi og starfi • Samskipti og frávik • Rökfræði í lífi og starfi • Kjarasamningar • Að tala máli sínu • Hönnun á Íslandi Reykjavík

4.-11. apríl, alla daga kl. 8.30-15.55

Allar nánari upplýsingar og skráning á vefsíðu Starfsmenntar

·

www.smennt.is

7


ALMENN NÁMSKEIÐ

Skrifstofubraut I og II (Eininganám) Starfsmennt býður upp á nám á skrifstofubraut í samstarfi við MK. Skrifstofubrautin er ætluð fólki í hverskonar skrifstofustörfum og miðar að því að efla færni í íslensku, ensku, bókhaldi, skipulagi og stýringu verkefna. Bæði er boðið upp á staðbundið nám og fjarnám en hvor braut er 33 einingar (2-3 annir). Nám hefst ýmist 8. eða 11. janúar. Nánari upplýsingar fyrir haust 2014 eru veittar hjá Starfmennt og MK.

Markaðssetning vöru og þjónustu (Eininganám) Í þessu hnitmiðaða og skemmtilega námi er lögð áhersla á hagnýtar lausnir í markaðsstarfi skipulagsheilda, s.s. stofnana, fyrirtækja og félaga. Fjallað verður um markaðsfræði, helstu hugtök og hvernig best er að ná til ólíkra viðskiptavina og hópa. Sett verður upp markaðsáætlun út frá ytri greiningu og tæki og tól fyrir margskonar greiningarvinnu kynnt. Þá verður einnig fjallað um mikilvægi góðrar þjónustu, ásýndar, vörumerkja og tengsla við fjölmiðla. Auk þess verður farið yfir möguleika netsins, samfélagsmiðla og rafrænna kynninga, ásamt utanumhaldi viðburða. Akureyri

Upplýsinga- og skjalastjórnun

12. feb. -19. mars., kennt miðvikudaga kl. 16.30-18.00

Boðið verður upp á fjarnám í samstarfi við símenntunarmiðstöðvar þar sem næg þátttaka næst.

(10 stundir) Fjallað verður um tengsl upplýsinga- og skjalastjórnunar við stjórnun þekkingar og gæða. Kenndar verða aðferðir við að skipuleggja útgefið efni s.s. bækur, tímarit, fréttabréf, ársskýrslur og rafræn gögn. Sýnt verður fram á hvernig hægt er að nota ýmis tölvukerfi við skipulagningu gagna, skráningu, vistun og endurheimt. Áhersla er lögð á almenna umfjöllun og hugmyndafræði svo að námskeiðið henti þeim breiða hópi starfsmanna sem hafa með málaflokkinn að gera á vinnustað. Reykjavík

8. maí kl. 13-16 og 9. maí kl. 9-12

Ég og starfið (36 stundir) Hér er fjallað um mikilvægi heilbrigðs sjálfstrausts sem grunn að góðum samskiptum og vellíðan á vinnustað. Markmiðið er að kynna nemendum jákvæða vinnustaðarmenningu sem meðal annars byggist á góðum samskiptum, eflingu liðsheildar, hvatningu, sjálfstrausti, lífsleikni og tilfinningagreind. Í þessu námi hefur bekkurinn alltaf verið þéttskipaður enda kennararnir færir sérfræðingar á sínu sviði. Námsþættir: • Inngangur að samskiptafræðum

Verkefnastjórnun

• Árangursrík samskipti

(24 stundir)

• Samtalstækni og erfið samskipti

Starfsmennt býður upp á 24 stunda námskeið í verkefnastjórnun þar sem kynnt er hugmyndafræði og helstu aðferðir þessa vinsæla verklags. Farið er í mótun hugmyndar, markmiðssetningu, framkvæmdaáætlun, verkáætlun og tímaáætlun ásamt kostnaðargreiningu og kynningaráætlun. Þá fær samskipta- og upplýsingaþátturinn aukið vægi þar sem fjallað er um hlutverk og skyldur verkefnastjóra. Námskeiðið veitir góða yfirsýn yfir þessa tegund stjórnunar. Reykjavík Ísafjörður Akureyri Selfoss

8

11. feb. - 18. mars, kennt á þrið., kl. 13-15.50 fjarkennt sömu daga fjarkennt sömu daga fjarkennt sömu daga

• Að efla sjálfstraustið • Lífsleikni og tilfinningagreind • Að byggja upp liðsheild • Persónuleg markmiðasetning • Streita og álag 1 • Streita og álag 2 • Upprifjun og umræður Reykjavík

11. mars - 8. apríl, kennt á þriðjud. og fimmtud. kl. 8.30-11.30

www.smennt.is

Fræðslusetrið Starfsmennt · Ofanleiti 2, 5. hæð · Sími 550 0060 · smennt@smennt.is


Þjónustustjórnun

(6 stundir)

(12-20 stundir)

Á þessu stutta námskeiði gefst þátttakendum kostur á að horfa á stutt kennslumyndbönd um þjónustu og samskipti við erfiða skjólstæðinga. Sýnt er hvernig má gera góða þjónustu enn betri og jafnvel framúrskarandi og mikilvægi hennar fyrir ánægju starfsmanna og gæðastarf stofnana. Myndskeiðin taka á raunverulegum aðstæðum og eru bæði fræðandi og skemmtileg. Þetta snarpa námskeið er einstaklega hentugt fyrir önnum kafna starfsmenn því það eina sem til þarf er örlítill tími, tölva og nettenging. Námið er metið með heimaverkefni. Stofnanir geta kallað eftir úrvinnslunámskeiði til að ræða myndböndin enn frekar og er þá haft samband við skrifstofu Starfsmenntar.

Á námskeiðinu er fjallað um hvernig gera má góða þjónustu enn betri og hvað ber að varast. Rætt er um grunnþætti þjónustu sem stuðst er við til að meta gæði og árangur. Gefnar eru leiðbeiningar um hvernig veita má góða þjónustu í síma og í tölvupósti. Þá er farið yfir hvernig gott er að bregðast við í erfiðum samskiptum þannig að pirraðir og reiðir skjólstæðingar fái úrlausn mála sinna og verði sáttari.

ALMENN NÁMSKEIÐ

Þjónustustjórnun – fjarkennt

Námsþættir: • Móttaka þjónustuþega • Símsvörun • Samskipti við erfiða skjólstæðinga • Notkun tölvupósts

Allt landið

5. mars - 2. apríl, fjarnám Námskeiðið er sett upp í samstarfi við stofnanir þegar þess er óskað.

Allar nánari upplýsingar og skráning á vefsíðu Starfsmenntar

·

www.smennt.is

9


FJARKENNT TÖLVUNÁM

Fjarkennt tölvunám Undanfarin ár hefur Fræðslusetrið Starfsmennt boðið upp á fjarkennd tölvunámskeið sem efla almenna og sértæka tölvufærni. Námskeiðin eru í stöðugri þróun, ný bætast við og önnur detta út. Nú er boðið upp á ársaðgang að vefnámskeiðum í samstarfi við Tölvunám.is, þar sem þátttakendur geta flett upp og horft á stutt innslög um fjölda aðgerða í helstu forritum.

námið hvað varðar á eigintíma forsendum og hraða. hvaðNemendur varðar tímahafa og hraða. aðgangNemendur að kennara, hafa aðgang bæði að í tölvupósti kennara, bæði og íþjónustusíma tölvupósti og sem þjónustusíma hann svarar sem frá hann kl. svarar 9 til frá 21 kl. alla9virka til 21daga. alla virka Þettadaga, fyrirkomulag en þetta fyrirkomulag hefur leitt til hefur til þess að tæknilegir örðugleikar þess aðleitt tæknilegir örðugleikar eru ekki hindrun í náminu. eru ekki Æskilegt hindrun er í náminu. að taka grunnnámið Æskilegt er áað undan taka grunnnámið framhaldsnámskeiðunum á undan framhaldsnámskeiðunum nema þó nokkur nema þó nokkur tölvuþekking sé til staðar. tölvuþekking sé til staðar.

Flest tölvunámskeiðin Tölvunámskeiðin eru fjarkennd eru fjarkennd og þeim og lýkur er lokið með verkefnum, með verkefnum, í samstarfi í Nemandi.is. samstarfi við Nemendur Nemandi.is. geta því Nemendur tekið þátt geta hvar því sem tekið er á þátt landinu hvarogsem stundað er á landinu og stundað námið á eigin forsendum

Öll námskeiðin miða að því að efla tölvulæsi ríkisstarfsmanna með þjálfun í notkun einstakra forrita og og auka auka með þannig því sjálfsbjargarviðleitni sjálfsbjargarviðleitni og hæfni til sértækari aðgerða.

Ársaðgangur að vefnámskeiðum

Vefnámskeiðin eru:

Fræðslusetrið Starfsmennt býður upp á ársaðgang að vefnámskeiðum á vefnum Tölvunám.is. Skráning á námskeiðin fer fram á smennt.is og er félagsmönnum aðildarfélaga Starfsmenntar að kostnaðarlausu en opin öðrum gegn gjaldi. Boðið eru upp á ítarlegt yfirlit aðgerða sem byggir á stuttum innslögum sem þátttakendur geta nýtt sér samhliða tölvuvinnslu í eigin starfi. Um er að ræða athafnanám þar sem nám á sér stað samhliða framkvæmd og reynslu. Sú nálgun er talin festa nám enn betur í sessi.

www.smennt.is 10

• Excel • Word • Outlook • PowerPoint

• Access • Office • Photoshop • Lotus Notes

Opnað verður fyrir ársaðganginn fjórum sinnum yfir árið: 1. okt., 1. nóv., 1. feb. og 1. mars

Vefnámskeið Tölvunáms eru ítarleg, vönduð og gagnvirk og ýta undir sjálfstæði og áhuga nemenda á að leita sér upplýsinga og nýta námskeiðin sem uppfletti- og hjálpartæki. Markmið kennsluvefsins er að notendur geti bjargað sér sjálfir og lært á hugbúnaðinn á eigin spýtur. Ársaðgangurinn hentar þeim sem hafa nokkuð góða undirstöðu í tölvuvinnslu.

Fræðslusetrið Starfsmennt · Ofanleiti 2, 5. hæð · Sími 550 0060 · smennt@smennt.is


(80 stundir) Námskeiðið er fjarkennt í 10 vikur og er ætlað þeim sem hafa litla eða enga þekkingu af tölvuvinnslu. Farið er í grundvallaratriði tölvunnar, gagnlega þætti hennar eins og ritvinnslu (Word), töflureikni (Excel), Internet, tölvupóst og upplýsingatækni. Kennt er á Windows Vista, Office kerfi og Windows 7, allt eftir því í hvaða umhverfi þátttakendur vinna. Allt landið fjarnám

Námskeið hefst 4. febrúar

Skipulagning, tímastjórnun og tölvupóstur með Outlook (26 stundir) Á námskeiðinu eru kynntar leiðir fyrir fólk sem vill bæta skipulag og samskipti, auðvelda tímastjórnun og verkefnastýringu og halda betur utan um tengiliði og viðskiptavini. Sérstök áhersla er lögð á að hafa yfirsýn yfir margskonar verkefni og samskipti við viðskiptavini. Allt landið fjarnám

Námskeið hefst 4. febrúar

Framsetning í PowerPoint (26 stundir) Farið er yfir hvernig setja má upp texta og kynningar á skýran og skilmerkilegan hátt með stuðningi myndrænnar framsetningar glæruforritsins PowerPoint. Allt landið fjarnám

Námskeið hefst 25. febrúar

viðurkenningarskírteini, nafnspjöld, námsefni og annað útgáfutengt efni. Allt landið fjarnám

Námskeið hefst 18. mars

Myndvinnsla og myndavélar (26 stundir) Hér eru grundvallaratriði í myndvinnslu kynnt. Námskeiðið hefur verið mikið endurnýjað og áhersla er á áhugaverð ókeypis forrit fyrir myndvinnslu (Photoshop samhæft), skipulagningu og eftirvinnslu. Farið er í uppbyggingu mynda og þættir eins og stærð, upplausn, þjöppun, litakerfi, prentun og birting á neti skoðuð. Fjallað er um helstu atriði sem koma upp við notkun á stafrænum myndavélum svo sem samspili ljósops og lokahraða. Allt landið fjarnám

FJARKENNT TÖLVUNÁM

Grunnnám á tölvur

Námskeið hefst 18. mars

Fjársjóður Google (26 stundir) Farið er vítt og breytt í umfjöllun um öflug og ókeypis verkfæri frá Google og fleirum, með áherslu á raunhæfa notkun í starfi, námi og leik. Skoðuð verða tól eins og Google Sites til vefsíðugerðar, Google Docs, sem inniheldur m.a. ritvinnslu og töflureikni og sem gerir mörgum kleift að vinna í sama skjali. Allt landið fjarnám

Námskeið hefst 18. mars

Word - framhald (26 stundir)

Excel - framhald (26 stundir) Farið er í flóknari hluta Excel forritsins og hvernig hægt er að láta forritið vinna fyrir sig og einfalda þannig verklag og uppsetningu gagna. Lögð er áhersla á tengingu við ýmis gögn ásamt umfjöllun um helstu formúlur og föll forritsins. Allt landið fjarnám

Námskeið hefst 25. febrúar

Hér eru flóknari hlutar Word forritsins skoðaðir og hvernig má láta forritið vinna fyrir sig og einfalda verklag. Áhersla er lögð á tengingu við önnur forrit og að setja upp skjöl s.s. skýrslur og ritgerðir og undirbúa gögn fyrir prentun. Allt landið fjarnám

Námskeið hefst 8. apríl

Hugarkort (26 stundir)

Kynningarefni og fréttabréf með Publisher (26 stundir) Á námskeiðinu er meðal annars farið í hvernig búa má til fjölbreytt kynningarefni eða setja upp prentgripi eins og fréttabréf, auglýsingar, kort,

Á námskeiðinu er farið í annars vegar aðferðafræði hugarkorta og hinsvegar hagnýtingu þeirra við notkun á (ókeypis) hugbúnaði til hugarkortagerðar. Að loknu námskeiði á þátttakandi að vera leikinn í gerð hugarkorta og geta nýtt sér aðferðina til að setja verkefni, fundi eða texta fram á myndrænan hátt. Allt landið fjarnám

Námskeið hefst 8. apríl

Allar nánari upplýsingar og skráning á vefsíðu Starfsmenntar

·

www.smennt.is

11


STARFSTENGDAR NÁMSLEIÐIR NÁMSLEIÐIR STARFSTENGDAR

Starfstengdar námsleiðir Starfsmennt býður stofnunum og starfshópum upp á sérsniðnar starfstengdar námsleiðir þar sem bæði er gætt að fagmennsku og sveigjanleika. Námsleiðirnar mynda heildarnámskerfi stofnana eða faghópa og geta verið allt frá 20 að 240 stundum. Náminu er ýmist skipt upp í sjálfstæð námskeið eða stærri námslotur sem starfsmenn velja úr í samræmi við eigin fræðsluþarfir og framtíðarsýn stofnana. Stýrihópar starfa innan hverrar námsleiðar og eiga þar sæti jafnmargir starfsmenn og stjórnendur. Stýrihóparnir ráða hraða, framboði og fyrirkomulagi náms. Þeir geta einnig breytt áherslum og inntaki náms ef breytingar verða á starfsumhverfi og tryggt þannig að námið sé ávallt í takt við tímann. Námsleiðir Starfsmenntar eru þróaðar í samræmi við starfsmarkmið stofnana og eru rauði þráðurinn í fræðslustarfi þeirra. Starfsfólk hefur því yfirsýn yfir símenntunarkerfi stofnunar í heild og getur valið þau námskeið sem því hentar. Fræðsluþarfir starfsmanna eru mismunandi og verklag Starfsmenntar tekur mið af því. Öflugt vefkerfi Starfsmenntar býður upp á gott utanumhald og rafræna umsýslu náms sem haldið er í samstarfi við vinnustaði, skóla og

símenntunarmiðstöðvar um land allt. Haldið er utan um námsferil hvers einstaklings á lokuðu nemendasvæði, svo auðvelt er að fylgjast með og halda utan um námsframvindu. Á vef Starfsmenntar má einnig sjá námskrár og starfstengdar námsleiðir sem hannaðar hafa verið fyrir einstaka stofnanir og starfsgreinar. Þar skrá þátttakendur sig til leiks og fá upplýsingar um efnistök, fyrirkomulag, stað og stund. Hver stofnun eða starfsgrein hefur sína eigin gátt á vefnum þar sem allt námsefni er sett fram og sér Starfsmennt um að senda reglulega út rafrænar kynningar og veffréttabréf til að minna á nám og fylgja því eftir. Það er því mikið hagræði fyrir stofnanir að nýta sér rafrænt utanumhald Starfsmenntar til að votta starfstengt nám. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir helstu námsleiðir Starfsmenntar. Allar nánari upplýsingar má svo nálgast á vefnum, þar sem einnig er ýmiskonar fróðleikur um símenntunarkerfi og fræðsluáætlanir. Lesendur eru hvattir til að skoða vefinn, leita fyrirmynda í fyrri verkefni og koma eigin hugmyndum að námi á framfæri við starfsfólk Starfsmenntar.

Yfirlit yfir starfstengdar námsleiðir: • Á fjölunum – námsleið fyrir leiksviðstækna • Á vettvangi – námsleið fyrir læknaritara • Áfangar I og II – námsleiðir fyrir fangaverði • Brúarnám fyrir verðandi heilbrigðisritara • Brúarnám fyrir verðandi félagsliða • Brúarnám í félagsmála- og tómstundafræðum • Fríhafnarskólinn • Heilsa – námsleið fyrir starfsfólk á heilbrigðissviði • Hæfni – námsleið fyrir heilbrigðisritara • Járnsíða – námsleið fyrir starfsmenn sýslumannsembætta • Launaskólinn – námsleið fyrir launafulltrúa ofl. • Lausnir – námsleið fyrir lyfjatækna • Skil – námsleið fyrir starfsfólk á innheimtusviði tollstjóra • Starfsnám stuðningsfulltrúa – grunnnám • Starfsnám stuðningsfulltrúa – framhaldsnám • Stoð – námsleið fyrir starfsfólk á velferðarsviði • Tryggingastofnun • Viðbótarnám fyrir félagsliða • Vinnumálaskólinn – námsleið fyrir starfsfólk Vinnumálastofnunar • Vísdómur – námsleið fyrir starfsfólk dómstóla • Þróttur – námsleið fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja

12

vilt þú

blómstra

í þínu starfi?

Fræðslusetrið Starfsmennt · Ofanleiti 2, 5. hæð · Sími 550 0060 · smennt@smennt.is


Námið varir í eina önn og skiptist í þrjá hluta: Reikningshald, skattskil og upplýsingatækni.

Starfsmennt býður nú félagsmönnum sínum upp á Undirbúningsnám fyrir próf til viðurkenndra bókara á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Boðið er upp á námið í Menntaskólanum í Kópavogi og Endurmenntun Háskóla Íslands þar sem kennt er á ólíkum tímum. Starfsmennt greiðir innritunar- og einingagjöld en nemendur greiða próftökugjald sjálfir.

Inntökuskilyrði í námið er að hafa stúdentspróf eða sambærilega menntun og reynslu af vinnumarkaði og bókhaldsstörfum. Kennt er hjá Endurmenntun HÍ og MK og hefst skráning vorið 2014 fyrir nám haustið 2014.

Launaskólinn Nám fyrir launafulltrúa og þá sem koma að kjara- og starfsmannamálum hjá ríki og sveitarfélögum

www.smennt.is

STARFSTENGDAR NÁMSLEIÐIR

Viðurkenndur bókari – undirbúningsnám

(84 stundir) Starf launafulltrúans krefst mikillar þekkingar á inntaki kjarasamninga og yfirgripsmiklu regluverki opinbera vinnumarkaðarins. Launafulltrúar gegna ábyrgðarmiklu starfi þar sem lítið má út af bregða vegna hagsmuna launþega um að afgreiðsla launa og ávinnsla réttinda sé rétt. Því er mikilvægt að þeir sem vinna við launavinnslu og á starfsmannadeildum þekki sem best umhverfið og lagarammann, hafi vettvang til að deila vinnulagi og ræða verkferla. Nám fyrir launafulltrúa svarar einnig aðkallandi fræðsluþörf fyrir grunnmenntun á þessu sviði en hingað til hefur þjálfunin að mestu farið fram á vinnustað. Hér er ætlunin að styrkja launafulltrúa og aðra þá sem koma að

starfsmanna- og kjaramálum hjá ríki og bæ í starfi, með því að gefa yfirsýn yfir sviðið, kynna helstu ákvæði kjarasamninga og réttinda launþegans ásamt því að veita hagnýtar leiðbeiningar. Námið er alls 84 stundir og er því skipt í 4 þemu. Hvert þema samanstendur af efnislega tengdum námsþáttum og valnámskeiðum fyrir þá sem sinna sérhæfðari verkefnum. Námskeiðin eru kennd í 1-3 daga samfleytt, og er reynt að setja þau upp þar sem næg þátttaka fæst. Starfsmennt greiðir ferða- og dvalarstyrki skv. reglum setursins til þeirra sem rétt eiga á því. Skráning og frekari upplýsingar eru á vef Starfsmenntar.

Þema I - Opinber vinnumarkaður, ráðning, starfslok og starfsskyldur Opinber vinnumarkaður og regluverkið um samningamál (6 kst)

Reykjavík 8. - 10. janúar

Regluverkið um ríkisstarfsmenn og starfsmenn sveitarfélaga (3 kst)

Reykjavík 8. - 10. janúar

Upphaf starfs, starfsskyldur og siðareglur (6 kst)

Reykjavík 8. - 10. janúar

Starfslok (7 kst)

Reykjavík 8. - 10. janúar

Þema II – Vinnutími og afgreiðsla launa

Laun og vinnutími (8 kst)

Reykjavík 3. - 4. febrúar

Rétt laun á réttum tíma (4 kst)

Reykjavík 3. - 4. febrúar

Lágmarkshvíld og frítökuréttur (4 kst)

Reykjavík 3. - 4. febrúar

Vaktavinna, bakvaktir og afbrigðilegur vinnutími - Sérhæft námskeið (8 kst)

Reykjavík 10. febrúar

Starfsfólk skóla – sérstakir launaútreikningar - Sérhæft námskeið (8 kst)

Reykjavík 11. febrúar

Þema III – Fjarvera frá vinnu – launaðar fjarvistir Orlof (5 kst) Óvinnufærni, veikindaréttur og slysatryggingar (6 kst) Fæðingar- og foreldraorlof (2 kst) Almennt um fjarveru frá vinnu (1 kst) Þema IV – Mannauður og hæfni

Einelti og áreitni á vinnustað (3 kst) Þróun starfa og símenntun (7 kst) Hlutverk og hæfni launafulltrúans (8 kst) Allar nánari upplýsingar og skráning á vefsíðu Starfsmenntar

·

www.smennt.is

13


STARFSTENGDAR NÁMSLEIÐIR

Starfsnám stuðningsfulltrúa Starfsnám stuðningsfulltrúa er ætlað öllum sem starfa með fötluðum og sjúkum eða hyggja á starf á þeim vettvangi. Markmið námsins er að auka þekkingu starfsfólks á þörfum skjólstæðinga sinna og efla þjónustuna. Snert er á ýmsum flötum sálar-, félags- og uppeldisfræði. Námið, ásamt starfsreynslu er metið til eininga á félagsliðabrú.

Grunnnám (162 stundir) Í grunnnáminu fá nemendur fræðslu um líf og aðstæður fatlaðs fólks og sjúkra. Markmiðið er að efla almenna færni og fagmennsku í starfi með auknum skilningi á þörfum skjólstæðinga. Námið samanstendur af 27 námsþáttum.

símenntun ber ávöxt

Námsþættir grunnnáms:

Framhaldsnám

• Kynning og samvinna

(84 stundir)

• Námstækni

• Áföll og afleiðingar

Í framhaldsnáminu er fjallað enn frekar um líf og aðstæður fatlaðra, aldraðra og sjúkra en þekking nemenda dýpkuð. Námsþættir eru 16 en einnig er unnið lokaverkefni áður en nemendur eru útskrifaðir. Ljúka verður grunninum á undan framhaldsnáminu.

• Erfðafræði og helstu flokkar fötlunar

Námsþættir framhaldsnáms:

• Þroskasálfræði

• Framtíðarsmiðja

• Félagssálfræði

• Mannréttindi og siðferði

• Mál og tal – málþroski/mál og talmein

• Árangursrík samvinna

• Óhefðbundnar leiðir til tjáskipta • Lýðheilsa – tannvernd og sýkingavarnir

• Geðsjúkdómar – helstu flokkar og meðferðarúrræði

• Lyfjafræði

• Einhverfa og aðrar raskanir á einhverfurófi

• Samstarf við fjölskyldur – samtalstækni

• Heyrnarskerðing

• Velferðarþjónustan

• Blinda/sjónskerðing

• Vinnumarkaðurinn

• Hreyfihamlanir

• Stjórnsýsla, lög og reglugerðir

• Ánetjun lyfja og vímuefna

• Greining og mat - vinnustaðaheimsókn

• Fíkn og neysla

• Frístundir

• Öldrun

• Endurmenntun og nám fullorðinna

• Kynfræði

• Atvinna með stuðningi

• Barna- og unglingavernd

• Búseta

• Hjálpartæki

• Þjónustuáætlanir

• Samantekt

• Mat á námi

• Lokaverkefni

• Hugmyndafræði fötlunar • Siðfræði • Virðing og viðhorf

• Mat á námi og námsleið Reykjavík

27. jan. - 20. maí., kennt er aðra hverja viku, kl. 8.30-12.00

Reykjavík

Kennt haust 2014

www.smennt.is 14

Fræðslusetrið Starfsmennt · Ofanleiti 2, 5. hæð · Sími 550 0060 · smennt@smennt.is


Námsleið fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja Starfsmennt hefur, í samstarfi við Kjöl stéttarfélag og Akureyrarbæ, þróað nýja námsleið fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja. Þróttur er námsleið sem ætlað er að auka faglega þekkingu þessa hóps og mæta síauknum kröfum sem gerðar eru í starfi hvað varðar móttöku ólíkra hópa og þjónustu við

viðskiptavini. Námið er alls 150 kennslustundir en það skiptist niður í 24 námskeið og getur hver starfsmaður eða stofnun sniðið það að sínum þörfum. Námið er sett upp í samstarfi við stofnanir og bæjarfélög um land allt sé þess óskað. Allar nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Starfsmenntar, www.smennt.is og hjá starfsfólki setursins.

Samskipti og sjálfstyrking • Sjálfstyrking og starfsánægja (8 kst) • Að efla liðsheild og hópavinnu (4 kst) • Ég og bærinn - ímyndarnámskeið (4 kst)

STARFSTENGDAR NÁMSLEIÐIR

Þróttur

• Að eiga við erfiða gesti (8 kst) • Þjónustustjórnun (6 kst) • Að takast á við breytingar (4 kst) • Einelti á vinnustað (4 kst) • Fjölmenning og siðir (4 kst) Samskipti við skóla • Samskipti við skóla - Hvar liggja mörkin? (8 kst) • Agastjórnun- frávik, greiningar og sérþarfir (8 kst) • Samskipti við ólíka hópa – börn, unglinga, aldraða og fatlaða (8 kst) • Einelti í skólum (4 kst) Starfið og starfsumhverfið • Vinnuumhverfi – Starfsleiði og áhrif vaktavinnu (8 kst) • Ábyrgð og sérstaða starfsins (6 kst) • Tímastjórnun og forgangsröðun (4 kst) • Viðburðastjórnun – Námskeið fyrir stjórnendur (4 kst) • Öryggi og áföll – Viðbrögð við áföllum á vinnustað (4 kst) • Frístundir og afþreying (6 kst) Önnur námskeið • Veðurfræði – örnámskeið (4 kst) • Tungumál – Enska fyrir atvinnulífið, talmál (12 kst) • Hreinsitækni – snyrtilegt umhverfi og ræsting – meðhöndlun efna (6 kst) • Tölvur og tölvuvinnsla (26 kst) • Sjálfsvörn – Grunnatriði í líkamlegri sjálfsvörn (4 kst)

Allar nánari upplýsingar og skráning á vefsíðu Starfsmenntar

·

www.smennt.is

15


STARFSTENGDAR NÁMSLEIÐIR

Brúarnám – metur starfsreynslu Í brúarnámi er starfsreynsla metin til eininga að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Starfsmennt býður þrennskonar brúarnám í samstarfi við framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu sem oftast er einnig fjarkennt að hluta. Allar nánari upplýsingar er að finna á vef Starfsmenntar, www.smennt.is og í síma 550 0060. Þar sem hér er um langt nám að ræða þarf að sækja um inngöngu með góðum fyrirvara. Umsóknir fyrir nám á haustönn 2014 þurfa því að berast fyrir lok maí 2014 til framhaldsskólanna.

Brú í félagsmála- og tómstundafræðum

(Eininganám) Starfsmennt og Borgarholtsskóli hafa hannað 36 eininga viðbótarnám sem samanstendur af 11 áföngum. Náminu er ætlað að dýpka grunnþekkingu, efla fagmennsku og kynna nýjar áherslur í þjónustu félagsliða. Þrír þriggja eininga áfangar verða kenndir á hverri önn í dreifnámi hjá Borgarholtsskóla. Starfsmennt greiðir eininga- og innritunargjöld fyrir félagsmenn aðildarfélaganna. Áhugasömum er bent á að snúa sér beint til Borgarholtsskóla í síma 535-1700. Námið er þegar hafið á þessari önn en umsóknarfrestur fyrir haust 2014 er í lok maí. Námsáfangar:

Námið er ætlað fólki sem vinnur við tómstundir barna, ungmenna, fatlaðra einstaklinga og aldraðra.

• Fatlanir, viðhorf, þjónusta

Markmið námsins er að koma til móts við þá nemendur sem hafa áhuga á margs konar frístundastörfum og að þeir öðlist hæfni til að stjórna, skipuleggja og undirbúa félagsstarf hjá opinberum aðilum og frjálsum félögum. Boðið verður upp á dreifnám að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

• Félagssálfræði

Námið samanstendur af 34 einingum sem skiptast á 4 annir. Kennt er í Borgarholtsskóla en Starfsmennt greiðir einnig fyrir brúarnám í öðrum framhaldsskólum landsins.

• Stjórn og hagur

Félagsliðabrú – nám með starfi

Starfsmannasamtöl

Í Borgarholtsskóla er boðið upp á námsbrú fyrir verðandi félagsliða. Þar er starfsreynsla metin til jafns við nám og því styttist brautarnám úr 78 einingum í 32, að uppfylltum öðrum skilyrðum.

Undirbúningur fyrir starfsmenn og stjórnendur

Náminu er skipt upp í 4 hluta með að meðaltali 8 einingum á önn og lýkur náminu því á tveimur árum miðað við eðlilega framvindu. Bæði er boðið upp á dreifnám og staðbundna kennslu.

Heilbrigðisritarabrú – nám með starfi Í Fjölbrautaskólanum við Ármúla er boðið upp á námsbrú fyrir verðandi heilbrigðisritara. Brúin felur í sér mat á fyrra námi og starfsreynslu sem styttir námsbraut heilbrigðisritara úr 80 einingum niður í 33. Að námi loknu öðlast þátttakendur fullgild réttindi sem heilbrigðisritarar. Náminu er skipt á 3 annir, 11 einingar á önn að meðaltali. Kennt er síðdegis, á tímabilinu 15.2018.20 frá mánudegi til miðvikudags. Brúin er í boði í dagskóla og síðdegis ef þátttaka næst ásamt fjarnámi fyrir þá sem uppfylla skilyrðin.

16

Viðbótarnám fyrir félagsliða

• Félagsleg virkni og starfsendurhæfing • Geðheilbrigði og samfélagið • Hagnýt siðfræði • Lokaverkefni • Óhefðbundin samskipti • Sérhæfð upplýsingatækni • Vinnustaðanám • Öldrun og lífsgæði

Fræðslusetrið Starfsmennt býður stofnunum upp á námskeið í Starfsmannasamtölum. Á námskeiðunum er farið yfir ástæður, undirbúning og framkvæmd starfsmannasamtala auk þess sem fjallað er um ávinning þeirra. Námskeiðin eru góð leið til að undirbúa sig sem best fyrir starfsmannasamtöl og tryggja þannig góða nýtingu þeirra og efndir. Boðið er upp á námskeið fyrir annarsvegar stjórnendur (6-8 kst) og hinsvegar starfsmenn (3-4 kst). Hafa skal samband við skrifstofu Starfsmenntar varðandi uppsetningu á námskeiðunum en starfsfólk veitir einnig ráð varðandi uppsetningu eyðublaða fyrir samtölin.

www.smennt.is

Fræðslusetrið Starfsmennt · Ofanleiti 2, 5. hæð · Sími 550 0060 · smennt@smennt.is


Viltu verða að liði?

DAGSVERK.IS / SMENNT-0114

Viltu verða félagsliði og fá starfsreynslu, fyrra nám og vel leyst lífsverkefni metin til framhaldsskólaeininga?

Raunfærnimat félagsliða Við hjá Fræðslusetrinu Starfsmennt bjóðum upp á raunfærnimat sem metur starfshæfni þína og auðveldar þér að ljúka námi sem félagsliði. Til að komast í raunfærnimatið þarft þú að: • vera 25 ára eða eldri • hafa starfað í 3 ár eða lengur með fötluðu fólki, öldruðum eða sjúkum • hafa lokið a.m.k. 240 stundum í starfstengdu námi Áhugasamir fá allar nánari upplýsingar hjá Starfsmennt í síma 550 0060 en fyrirhugað er að halda kynningarfund í apríl og hefja síðan matið.

Fræðslusetrið Starfsmennt – Sími 550 0060 smennt@smennt.is – www.smennt.is Starf félagsliða felst í því að efla og styðja við sjálfstæða félagslega virkni einstaklinga sem njóta þjónustu á heilbrigðis-, félags- eða menntunarsviði. Félagsliðabraut er alls 81 eining en þátttaka í raunfærnimati metur starfsreynslu A l l a r n áog n astarfshæfni r i u p p l ý s itil n geininga a r o g og s k rgreiðir á n i n gleið á vfullorðinna e f s í ð u S tíanámið. rfsmenntar · www.smennt.is 17


STARFSTENGDAR STARFSTENGDAR NÁMSLEIÐIR

Farandfyrirlestrar og sérsniðin námskeið Hvaða námskeið henta þér og vinnustaðnum þínum? Námskeiðin hér fyrir neðan er að finna í námskrám Starfsmenntar sem unnar hafa verið í samstarfi við fjölmargar stofnanir. Stofnanir á vegum ríkis og bæja geta óskað eftir að fá valda námskeiðstitla til sín heim í hús sem sérsniðin verða að þeirra starfsvettvangi. Framkvæmdin er með þeim hætti að stjórnendur panta námskeið og Starfsmennt heldur utan um skráningar og rafrænar kynningar og finnur heppilegan kennara/leiðbeinanda. Þátttakendur skrá sig á vef Starfsmenntar og geta

sótt þangað þátttökuskjöl, metið námið og haldið utan um námsframvindu sína á persónulegu vinnusvæði. Kennsla fer fram innan stofnana eða í samstarfi við símenntunarmiðstöðvar eða aðra fræðsluaðila. Starfsmennt stendur straum af kostnaði fyrir félagsmenn aðildarfélaganna en á einnig í samstarfi við marga fræðslusjóði sem taka þátt í verkefninu eða endurgreiða fyrir þátttöku sinna félagsmanna. Stofnanir greiða fyrir þá starfsmenn sem standa utan allra samninga.

Kynningarmennt

• Þjónustustjórnun • Viðburðastjórnun • Fundarstjórnun • Hugkort og rafræn skipulagning • Að stýra jafningjum • Samningatækni • Hópefli og hóphlutverk • Skilvirkir vinnufundir • Innsýn í leiðtogafræði • Viðtalstækni • Stjórnun í erfiðu umhverfi

Miðlun og framsetning upplýsinga • Miðlun upplýsinga og þjónustulund • Markviss nýting tölvupósts • Flutningur máls og myndræn framsetning • Skilvirkir fundir og fundastjórnun • Ritun fundargerða • Framsögn og framkoma • Markviss ritun og meðferð íslensks máls • Uppsetning og gerð skýrslna • Skriflegar samantektir • Heimildaleit og meðferð gagna • Vistun og málaskrár • Atvika- og dagbókarskráning • Upplýsinga- og skjalastjórnun • Að leita upplýsinga á netinu • Boðleiðir og upplýsingamiðlun • Að tjá sig án kvíða • Móttaka og svörun erinda • Markaðssetning vöru og þjónustu

Stjórnunarmennt Nýsköpun, frumkvæði og verkefnavinna • Að vinna að framgangi hugmynda • Nýsköpun og frumkvæði • Verkefnastjórnun- vinnulag sem virkar • Stefnumótun • Tímastjórnun • Gæðastjórnun • Breytingastjórnun • Þekkingarstjórnun • Þátttökustjórnun

18

Samskiptamennt Árangursrík samskipti og samvinna • Starfsandi og samstarfsvilji • Sjálfsmat og gæði samskipta • Jafningjasamstarf og vinna í teymum • Að takast á við erfiða einstaklinga • Að takast á við breytingar • Að efla liðsheild • Að takast á við álag og streitu • Samspil starfs og einkalífs • Félagslegur margbreytileiki og fjölþjóðlegir vinnustaðir • Samtalstækni og samningatækni • Einelti og áreitni á vinnustað • Vellíðan á vinnustað • Virk hlustun og félagastuðningur • Streita og starfsþrot • Samskipti á (kvenna)vinnustað • Gott viðmót – góð þjónusta • Að leysa ágreining • Ótilhlýðileg háttsemi á vinnustað • Um vinnupersónuleika

Fræðslusetrið Starfsmennt · Ofanleiti 2, 5. hæð · Sími 550 0060 · smennt@smennt.is


fyrir millistjórnendur

• Fagorðaforði stofnana • Talþjálfun og orðanotkun • Hagnýt málfræði • Enska fyrir atvinnulífið • Lagaenska

• Kenningar í mannauðsstjórnun • Hvað er markviss mannauðsstjórnun? • Stefnumiðuð mannauðsstjórnun • Starfsmannastefna • Starfsmannaval og ráðningar • Starfsgreiningar/hæfnilýsingar • Starfsþróun og starfsánægja • Undirbúningur starfsmannasamtala • Lærdómsstofnunin • Stjórnunarstílar og leiðtogahæfni • Stjórnun og samhæfing verkferla • Talsmaður lærdóms • Meistari og nýliði • Stjórnun við erfið skilyrði • Leiðsögn og ráðgjafafærni • Réttindi og skyldur starfsmanna • Mælingar á árangri mannauðsmála

Vinnustaðarmennt

Starfsþróunarmennt

Almenn fræðsla um mikilvægt innra starf

Starfshæfni og menntun

Vinnustaðarbundin hæfni

Sjálfsefling og þekking

• Hlutverk og regluverk stofnunar • Innra net og heimasíða stofnunar • Starfsumhverfi og stefna stofnunar • Réttindi og skyldur starfsmanna • Skipurit, stjórnun og boðleiðir • Saga, sýn og gildi stofnunar • Vinnustaðarmenning • Námsumhverfi og jafningjafræðsla

• Að efla sjálfstraust og öryggi • Að takast á við breytingar • Hagfræði skynseminnar • Hollusta og heilbrigði • Áföll og viðbrögð við vá • Að geta talað máli sínu • Um gagnrýna hugsun • Sjálfstyrking í starfi • Ákveðniþjálfun • Persónuleg markmiðssetning • Að greina áhugasvið sitt • Gerð færnimöppu/náms- og starfsferilskrá • Að auka persónulegan styrk sinn

símenntun er heillaspor Tungumálamennt Starfstengd tungumálakunnátta

Fagbundin hæfni • Hlutverk, verksvið og ábyrgð starfs • Siðfræði og fagmennska í starfi • Trúnaður og lagaumhverfi fagsins/starfsins • Samstarfsaðilar • Réttindi neytenda • Þjónustulund og jákvætt viðmót • Framþróun fagsins og framtíðarsýn • Matsaðferðir • Tölfræði og gagnavinnsla • Stjórnunarhæfni eftir sérsviðum

Verkbundin hæfni • Vinnuferlar • Verkferlar við símsvörun og upplýsingagjöf • Meðferð tækja • Tækniþekking og tölvufærni • Fjarkennd tölvunámskeið • Starfsþjálfun og handleiðsla • Öryggi og álag • Lífstíll og heilsuefling • Líkamsbeiting

STARFSTENGDAR NÁMSLEIÐIR

Mannauðsmennt

Símenntun og vinnumarkaður • Námsráðgjöf og starfsval • Kynning á menntamöguleikum og styrkjum • Þróun starfa og símenntun • Að hvetja til náms og efla áhuga • Námstækni og hæfileikinn til að læra • Hvatning og seigla á óvissutímum • Að sækja um starf og fá starf • Frá orðum til athafna • Félagsleg virkni og tengslanet • Námsnálgun fullorðinna

www.smennt.is

Allar nánari upplýsingar og skráning á vefsíðu Starfsmenntar

·

www.smennt.is

19


ÞJÓNUSTA VIÐ STOFNANIR

Ráðgjafaþjónusta við stofnanir Fræðslusetrið Starfsmennt veitir stofnunum fjölbreytta þjónustu til að greiða leið lærdóms á vinnustað og efla mannauð. Um er að ræða Ráðgjafa að láni og farandfyrirlestra til stofnana en náms- og starfsráðgjöf fyrir einstaklinga. Þá stýrir Starfsmennt fjölmörgum þróunarverkefnum sem ætlað er að innleiða nýjungar og efla frumkvæði í námi opinberra starfsmanna. Þjónustan er án endurgjalds fyrir félagsmenn aðildarfélaga og ef forsvarsmenn stofnana hafa áhuga á að nýta sér tilboðin þá eru allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu Starfsmenntar.

Ráðgjafi að láni

Náms- og starfsráðgjöf

Fræðslusetrið Starfsmennt býður samstarfsstofnunum sínum upp á ráðgjöf í mannauðsmálum til að styðja við umbótaverkefni á vinnustað. Um er að ræða verkefnið "Ráðgjafi að láni" sem hefur staðið stofnunum til boða í á annan áratug og verið fyrirmynd að ráðgjafaþjónustu annarra aðila. Verkefnið felst í að lána ráðgjafa í tímabundna vinnu og styrkja þannig grunninn fyrir markvissa mannauðsstjórnun. Einnig er um að ræða einstaklings- og hópráðgjöf en ráðgjafar Starfsmenntar vinna oft með stýrihópum stofnana að margskonar hugmyndavinnu og þróun stuðningsúrræða á sviði menntunar og starfsþróunar.

Starfsmennt býður opinberum stofnunum upp á þjónustu náms- og starfsráðgjafa fyrir starfsfólk. Með ráðgjöfinni er stutt við símenntunaráætlun einstaklinga og möguleika á frekari starfsþróun auk þess sem fólk er hvatt til sjálfsábyrgðar og virkrar þátttöku í uppbyggingu á eigin hæfni. Meginmarkmið ráðgjafarinnar er að efla vitund einstaklinga um hæfileika sína, viðhorf og áhuga svo þeir njóti sín betur í námi og starfi. Ráðgjöfinni er ætlað að auðvelda fólki á öllum aldri og við hvaða aðstæður sem er, að átta sig á styrkleikum sínum svo það eigi hægara með að ákveða stefnu í námi og starfi.

Helstu viðfangsefni ráðgjafanna eru:

• Aðstoð við að átta sig á áhuga sínum og tengja við nám og störf

• Vinnustaðagreiningar • Þarfagreining fræðslu • Stefnumiðuð starfsþróun • Sérsniðið stofnananám • Fræðsla og farandfyrirlestrar • Hæfnigreiningar starfa • Starfsþróunaráætlun • Mannauðsstefna

20

Hvað er náms- og starfsráðgjöf?

• Aðstoð við að þekkja veikleika og styrkleika og efla starfshæfni • Aðstoð við að vega og meta hin ýmsu störf og starfssvið • Aðstoð við að útbúa ferilskrá og atvinnuumsókn • Aðstoð við að leita að áhugaverðu tómstundastarfi eða námi

• Virk starfsmannasamtöl

• Aðstoð við að efla sjálfstraust eftir áföll í námi eða starfi

Verkefni ráðgjafans eru öll á sviði mannauðseflingar og starfsþróunar og kostar Starfsmennt vinnuna að því gefnu að hún nýtist félagsmönnum aðildarfélaganna. Þá hefur Starfsmennt gert samstarfssamninga við fjölda fræðsluog mannauðssjóða annarra stéttarfélaga og þannig auðveldað stofnunum heildstæða nálgun ráðgjafarvinnunnar og nýtt samlegðaráhrif. Stjórnendur geta óskað eftir láni á ráðgjafa á skrifstofu Starfsmenntar og er þá verkefnið teiknað upp og samið um hlutverk og efndir.

• Aðstoð við að bæta samskipti og samstarfshæfni • Aðstoð við að læra að setja mörk og stjórna tilfinningum í starfi • Aðstoð við forgangsröðun, skipulag og tímastjórnun Hægt er að panta einstaklingsviðtal við náms- og starfsráðgjafa hjá Starfsmennt í síma 550-0060. Viðtölin fara öll fram á skrifstofu Starfsmenntar. Ráðgjafarnir hafa allir víðtæka reynslu af vinnu með fullorðnum og þekkingu á störfum og starfsumhverfi.

Fræðslusetrið Starfsmennt · Ofanleiti 2, 5. hæð · Sími 550 0060 · smennt@smennt.is


ÞJÓNUSTA VIÐ STOFNANIR

Námsmenning og starfsþróun Stefnumiðuð starfsþróun er mikilvægt samstarfsverkefni starfsfólks og stjórnenda sem miðar að því að gera starfsfólki kleift að auka við þekkingu sína og hæfni með því að veita tækifæri til menntunar og þjálfunar. Leitast er við að byggja upp þekkingu, hæfni og ánægju starfsfólks til framtíðar og auka þannig fagmennsku, skilvirkni og gæði í starfi stofnana. Með því að virkja starfsfólk til náms treysta stjórnendur grunn starfseminnar og auka líkur á góðri vinnustaðamenningu. Mikilvægt er að starfsfólk og stjórnendur sjái hag í að uppfæra þekkingu og hæfni starfsfólks og skapi aðstæður og tækifæri til þess. Starfsþróun má fylgja eftir og styrkja með ýmsum leiðum, m.a. með markvissri fræðslu, starfstengdri símenntun, vinnustaðarþjálfun, verkefnavinnu, aukinni ábyrgð í starfi og viðamiklum samstarfsverkefnum, innanhúss og utan. Með því að hvetja til náms á vinnustað eru starfsfólki sköpuð tækifæri til að vaxa í starfi og takast á við ný verkefni í samstarfi við stjórnendur og út frá stefnu stofnana. Starfsþróun getur því verið ávinningur náms að því gefnu að eitthvað nám átti sér stað, t.d. á þann hátt að einhver breyting verði á hegðun, hugsun og viðhorfum þátttakenda. Til þess að nám nýtist starfsmanni og stofnun þarf mat og umræða um gildi og ávinning náms og tengsl við starfsþróun að aukast.

www.smennt.is

Hvað er námsmenning? Á vinnustöðum þróast ákveðnar venjur, hefðir og verklag. Starfsfólk starfar oft í hópum og á í samskiptum við hvort annað og stjórnendur. Til staðar eru ákveðnar formlegar og óformlegar leiðir um hvernig samvinnu og samskiptum skal háttað. Starfsfólk vinnur í ákveðnum rýmum, stundum í opnum rýmum, á lokuðum skrifstofum og jafnvel heima. Auk þess nýtir það mismunandi kerfi og tækni. Ef til vill hittir starfsfólk einnig viðskiptavini, notendur, birgja, samkeppnisaðila og aðra hagsmunaaðila. Þegar fólk kemur til vinnu hefur það með sér eigin sögu, sigra, ósigra, væntingar, drauma og viðhorf. Til samans skapa öll þessi skilyrði ákveðna stemningu og menningu. Það er því ekki hægt að þvinga fram námsmenningu með stefnum og reglum. Þó er hægt að skapa aðstæður á vinnustað sem stuðla að námsmenningu. Til að mynda er markvisst hægt að innleiða einhverjar af þeim aðferðum sem ýta undir lærdóm á vinnustað, s.s. starfaskipti, handleiðslu, fræðslu, tímabundin verkefni, hópavinnu, endurgjöf, nýjar áskoranir, gefa starfsfólki tíma til að læra hvert af öðru og skapa tíma til að fá nýjar hugmyndir.

Hvernig má stuðla að lærdómi? Starfsþróun er fjárfesting sem fylgja þarf eftir. Koma þarf í veg fyrir að fjárfest sé í námi og fræðslu sem ekki er þörf á og ber ekki árangur. Þegar starfsfólk sækir námskeið eða annarskonar starfsþjálfun þarf að huga vel að því hvernig nýta megi nýja þekkingu, hæfni og færni í starfi og deila henni á vinnustað. Stjórnendur og starfsfólk þurfa í sameiningu að setja upp áætlun um hvernig koma megi því við. Á næstu síðu má sjá áætlun sem styðjast má við til að tryggja að námskeiðsþátttaka nýtist sem best:

Allar nánari upplýsingar og skráning á vefsíðu Starfsmenntar

·

www.smennt.is

21


ÞJÓNUSTA VIÐ STOFNANIR

Áætlun um öflun, miðlun og nýtingu nýrrar þekkingar og hæfni Hvað mun ég læra?

Hvernig mun það sem ég H vernig mun ég miðla Hvernig tengist það sem læri nýtast í starfi mínu? og deila því sem ég læri? ég læri og tileinka mér markmiðum og stefnu stofnunar?

Hvaða hæfni, þekkingu, færni eða viðhorf vænti ég þess að tileinka mér?

Hvað mun ég gera öðruvísi í starfi mínu – og í hvaða aðstæðum? Hvaða sýnilega árangri skilar starfsþróunin?

Eftir að lærdómur hefur átt sér stað þarf einnig að leggja mat á hvað starfsfólk hefur lært og hvort það hafi í raun nýst á þann veg sem gert var ráð fyrir samkvæmt áætluninni. Auk þess er gott að

Hvaða aðferðir mun ég nota til að miðla og deila nýrri hæfni, þekkingu og færni með samstarfsfólki mínu – og hvenær?

Hvaða markmið stofnunar mun sá árangur sem starfsþróunin skilar mér styðja við – og hvernig?

temja sér að skrá markvisst hvort og hvernig maður geti nýtt nýja þekking og hæfni samhliða því að lærdómur á sér stað. Það má til að mynda gera á eftirfarandi hátt:

Lærdómur – Frá orðum til athafna Hvað af því sem þú hefur lært er sérstaklega mikilvægt fyrir þig og þær áskoranir sem þú glímir við í starfi?

Er eitthvað sem þig langar að kafa dýpra í og leita þér frekari upplýsinga um?

Með skipulögðum vinnubrögðum, einfaldri eftirfylgni og umræðu milli starfsfólks og yfirmanna er hægt að skrá og vinna með margskonar hæfni sem fólk tileinkar sér með ýmsum aðferðum og láta þá hæfni blómstra í lífi og starfi. Fræðslusetrið Starfsmennt hefur nú um

22

Frá orðum til athafna: Gefur lærdómurinn þér hugmyndir að einhverju sem þú vilt byrja að gera eða gera öðruvísi? Eða hugmyndir að einhverju sem aðrir ættu að gera?

árabil aðstoðað stofnanir við að þróa markvissar aðferðir til að efla mannauð stofnana og greiða leið starfsþróunar. Stjórnendur geta nálgast mannauðsráðgjafa setursins til að fá nánari upplýsingar og teikna upp samstarfsverkefni.

Fræðslusetrið Starfsmennt · Ofanleiti 2, 5. hæð · Sími 550 0060 · smennt@smennt.is


fel

ur

í

lla tíð, allir sé a i us ar v ífe ur

. Símenntun

enntun er ek ðm k i bu ra

nd

ll

ð ta

a lær

in

við

ákveðið tímabil,

Útgefandi: Fræðslusetrið Starfsmennt Útgáfuár: 1. tbl. 2014 Ritstjóri: Björg Valsdóttir Ábyrgðarmaður: Hulda Anna Arnljótsdóttir Útlit, umbrot og teikningar: Atarna – Kristín María Ingimarsdóttir Prentun: Prentmet – umhverfisvottuð prentsmiðja

h e ld


Fræðslusetrið Starfsmennt · Ofanleiti 2, 103 Reykjavík · Sími 550 0060

www.smennt.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.