Námsvísir Starfsmenntar 2019-2020

Page 1

UM STARFSMENNT

2019-2020

Nรกm og rรกรฐgjรถf

1


UM STARFSMENNT

Efnisyfirlit 4 4 5 6 8 10 12 13 14 15

2

Vefnámskeið Tölvunám Nám í þjónustustjórnun Nám fyrir alla Nám starfsgreina Nám um kjör og velferð Starfstengt nám fyrir stofnanir Ráðgjafi að láni Ráðgjöf og raunfærnimat Ferða- og dvalarstyrkur


UM STARFSMENNT

Fræðslusetrið Starfsmennt býður opinberum starfsmönnum upp á starfstengda símenntun og veitir stofnunum heildstæða þjónustu á sviði starfsþróunar. Þjónusta Starfsmenntar er sérsniðin að þörfum þátttakenda um allt land í krafti faglegs samstarfsnets og öflugs vefkerfis. Starfsmennt er samstarfsvettvangur starfsmanna og stjórnenda þar sem unnið er að þróun þekkingar og þjálfunar í þágu einstaklings og samfélags.

Starfsmennt Fræðslusetrið Starfsmennt er samstarfsvettvangur fjármála- og efnahagsráðuneytisins og flestra aðildarfélaga BSRB um starfstengt nám, starfsþróun og ráðgjöf. Starfsmennt er hugmyndabanki, umsjónaraðili og framkvæmdaraðili að verkefnum sem lúta að starfsþróun ríkisstarfsmanna, metur þörf fyrir fræðslu hjá einstökum stofnunum eða stofnanahópum og hefur frumkvæði að því að búa til námskeið sem svara þeirri þörf. Hlutverk Starfsmenntar er að • •

bjóða opinberum starfsmönnum víðtæka möguleika til menntunar og þroska aðstoða stjórnendur við mótun vinnustaðamenningar og starfsumhverfis sem miðar að því að auka ánægju og hvatningu í starfi

Nám á vegum setursins er aðildarfélögum að kostnaðarlausu en opið öðrum gegn gjaldi. Félagsmenn eftirtalinna stéttarfélaga eiga aðild að setrinu í gegnum kjarasamningsbundin réttindi til starfsþróunar: • Sameyki - stéttarfélag í almannaþjónustu (þetta á við um alla félagsmenn sem áður tilheyrðu SFR sem og þá félagsmenn sem áður tilheyrðu St.Rv. og eru ríkisstarfsmenn, starfsmenn Akranesskaupstaðar, Seltjarnarness, Dvalarheimilisins Höfða, Innheimtustofnunar sveitarfélaga eða Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins). • Kjölur - stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu • Félag starfsmanna stjórnarráðsins • Félag flugmálastarfsmanna ríkisins • Starfsmannafélag Garðabæjar • Starfsmannafélag Suðurnesja • Starfsmannafélag Kópavogs Nám á vegum Starfsmenntar er einnig opið félagsmönnum eftirtalinna stéttarfélaga þeim að kostnaðarlausu að því gefnu að þeir starfi hjá stofnunum ríkis eða sveitarfélaga:

• FOSS, stéttarfélag í almannaþjónustu • Starfsmannafélag Hafnarfjarðar • Starfsmannafélag Vestmannaeyja • Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum • Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi • Starfsmannafélag Dala- og Snæfellssýslu • Starfsmannafélag Húsavíkur • Starfsmannafélag Fjarðabyggðar • Starfsmannafélag Fjallabyggðar • Starfsmannafélag Mosfellsbæjar • Starfsgreinasamband Íslands (nær ekki til félagsmanna í Eflingu, Hlíf og VSFK)

Nánari upplýsingar: smennt.is Fyrirspurnir: smennt@smennt.is Hvaða hæfni viltu styrkja? Við bjóðum fjölbreytt úrval náms, bæði styttri námskeið og lengri námsleiðir, sem efla starfshæfni og nýtast í lífi og starfi. Námið er allt skipulagt þannig að hægt sé að stunda það samhliða starfi. Við skiptum náminu hjá okkur í fjóra aðalflokka: Nám fyrir alla Fjölbreytt úrval námskeiða sem efla grunnfærni og almenna starfshæfni á vinnumarkaði. Nám starfsgreina Nám starfsgreina eru sérsniðin námskeið fyrir tilteknar fagstéttir og störf, þvert á stofnanir. Nám stofnana Nám stofnana eru sérsniðnar námsleiðir og stutt námskeið sem haldin eru í samstarfi við stofnanir. Nám um kjör og velferð Námskeið sem eru ætluð starfsmönnum og stjórnendum og varða t.d. launajafnrétti, félagafræðslu, vinnumarkaðsmál og stjórnendaþjálfun.

3


NÁM FYRIR ALLA

Vefnámskeið Vefnámskeiðin eru opin öllum óháð stéttarfélagsaðild. Þau er hægt að stunda hvar og hvenær sem er. Þátttakendur eru í beinum samskiptum við kennara, fá send námsgögn og vinna verkefni rafrænt.

Nánari upplýsingar á smennt.is

Tölvunám Almennt tölvunám – grunnur

Frábært alhliða tölvunámskeið þar sem farið er yfir alla helstu þætti er varða almenna tölvunotkun. Námskeiðið hentar þeim sem hafa litla reynslu en vilja efla þekkingu sína á rafrænu umhverfi.

Tölvuleikni - Windows stýrikerfið

Fjallað er um glugga, möppur, hvernig sníða má notendaviðmót að eigin þörfum, skráavinnslu, einföld forrit, vistun, eyðingu gagna og endurheimt.

Excel – töflureiknir – grunnur

Kynnt eru helstu grunnverkfæri Excel og notendaviðmót. Farið er yfir grunn í uppsetningu formúla, svo sem summu, frádrátt, margföldun og deilingu. Einnig er farið í vísun í reiti, skjöl og útlitsmótun gagna.

Excel – framhald

Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem hafa einhverja þekkingu og reynslu af forritinu. Unnið er með þætti eins og föll, sjálfvirkni, snúningstöflur (Pivot), gagnagrunna og fjölvinnslu (Macros).

Word – grunnur

Fjallað er um hvernig nota má forritið til að leysa margvísleg verkefni. Notendaviðmót og virkni eru skýrð, farið er í útlitsmótun texta og prentun skoðuð.

Word – framhald

Þátttakendum er kennt að nýta forritið til fulls og láta það vinna fyrir sig og einfalda verklag, auk tengingu við önnur forrit og sjálfvirkni við vinnu. 4


Wix gerir öllum kleift að smíða góða heimasíðu frá grunni án þess að hafa djúpa tæknilega þekkingu.

Photoshop

Frábært námskeið fyrir alla sem vilja taka sín fyrstu skref í Photoshop. Þetta námskeið er byggt á spennandi verkefnavinnu í myndvinnslu.

NÁM FYRIR ALLA

Vefsíðugerð (Wix)

Hugarkort – Mind Mapping

Hugarkort eru frábær leið til að greina stór og smá viðfangsefni, þróa hugmyndir, halda utan um upplýsingar og draga fram áherslur.

Power Point – Margmiðlun og kynningar

Forritið býður upp á marga möguleika til þess að útbúa vönduð og eftirtektarverð gögn á einfaldan hátt, hvort sem það eru skjásýningar eða námsgögn.

Fjársjóður Google og vefgerð

Hér eru fjölmörg vinsæl og öflug verkfæri á borð við Google Sites, Google Docs og Google Apps kynnt fyrir þátttakendum.

Publisher – upplýsingamiðlun

Námskeiðið er sérstaklega sniðið fyrir þá sem vilja búa til fjölbreytt og vandað kynningarefni, svo sem fréttabréf, auglýsingar, kort, nafnspjöld og námsefni.

Outlook – Verkefna- og tímastjórnun

Kennt er hvernig nota má Outlook til þess að halda utan um verkefni, tíma og samskipti við viðskiptavini og aðra tengiliði.

Myndvinnsla og myndavélar

Farið er í vinnslu á myndum fyrir vefi og heimasíður ásamt ýmsum brögðum og brellum með ókeypis myndvinnsluforritum.

Nám í þjónustustjórnun 20 góð ráð í þjónustustjórnun

Kennd eru gagnleg ráð til að stýra og stytta samtöl með markvissri spurningatækni og í samskiptum við erfiða einstaklinga.

8 lyklar að árangursríkum tölvupóstsamskiptum

Fjallað er um hvernig spara má tíma, auka afköst og veita betri þjónustu með tölvupósti, sem er oft ein helsta samskiptaleið stofnana við viðskiptavini.

Þjóðerni og þjónusta – Góð ráð í samskiptum við erlenda gesti

Fjallað er um ýmis atriði sem gott er að hafa í huga þegar tekið er á móti erlendum gestum. Námskeiðið er einnig kennt á ensku (Service Quality, Hospitality and Cultural Differences).

Service Quality, Hospitality and Cultural Differences

In this course you will learn about what is important when serving tourists in general and identify the common characteristics associated with individual nationalities.

Kæla/róa erfiða viðskiptavini/þjónustuþega

Fjallað er um hagnýt ráð til að stýra samskiptum við erfiða viðskiptavini. 5


NÁM FYRIR ALLA

Nám fyrir alla Nám fyrir alla eru þverfagleg, starfstengd námskeið sem er ætlað að efla grunnfærni og almenna starfshæfni á vinnumarkaði. Hér má finna fjölbreytt úrval námskeiða sem eru þróuð með það í huga að koma til móts við síauknar kröfur sem gerðar eru til starfsmanna á ólíkum sviðum. Allt nám er aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu en aðrir greiða fyrir þátttöku. Auk þess geta aðildarfélagar sem sækja nám utan sinnar heimabyggðar sótt um ferða- og dvalarstyrki.

Grunnnám í reikningshaldi

Hagnýtt námskeið fyrir þá sem vilja auka þekkingu sína við færslu bókhalds en hafa ekki starfað við það.

Grunnnám í bókhaldi

Nemendur fá þjálfun í færslu fjárhagsbókhalds, sem byggir á verklegum æfingum með raungögnum í raunumhverfi og á rauntíma.

Ný persónuverndarlöggjöf GDPR

Námið er aðallega ætlað þeim sem bera ábyrgð á meðhöndlun persónuupplýsinga hjá stofnunum, svo sem vinnslu persónuupplýsinga eða öryggi slíkra upplýsinga.

Árangursrík samskipti

Unnið er með sjálfstraust, áhrifaríka samskiptatækni, endurgjöf og lausn ágreinings. Lögð er áhersla á hvernig takast á við erfið starfsmannamál. Námskeið eru haldin bæði á Akureyri og á Sauðárkróki.

Jákvæð sálfræði og styrkleikaþjálfun

Á námskeiðinu verður farið yfir kosti styrkleikaþjálfunar og hvernig hægt er að nýta sér verkfæri úr styrkleikaþjálfun í daglegu lífi. Þátttakendur læra leiðir til að njóta lífsins betur og vera virkari í lífi og starfi.

Öflugt sjálfstraust

Á námskeiðinu er einstaklingum kennt að byggja upp og efla sjálfstraust.

Að auka seiglu og stjórna eigin líðan

Á námskeiðinu er farið í sjö þætti seiglu, hvernig þeir birtast og hvaða áhrif þeir hafa á einstaklinga og árangur. Farið er í hagnýtar æfingar sem auka seiglu og gefa innsýn í eigin hugsanir og orsakagreiningar. Námskeiðin eru haldin á Blönduósi, Sauðárkróki og Hvammstanga.

Þrautseigjuþjálfun

Á námskeiðinu verður fjallað um hvernig má þjálfa þrautseigju. Námskeiðið er haldið á Akureyri. 6


Stutt og hagnýtt námskeið til að hjálpa þér við að halda réttu fundina á árangursríkari hátt.

Sáttamiðlun

Á námskeiðinu er fjallað um eðli sáttamiðlunar og hugmyndafræðin að baki sáttamiðlunar er kynnt. Það er t.d. lykilatriði fyrir stjórnendur að geta tekist á við ágreining og tekið forystu í að leita sátta milli deilandi aðila.

NÁM FYRIR ALLA

5-4-1: Leikskipulag fyrir árangursríka fundi

Vönduð íslenska – tölvupóstar og stuttir textar

Hér er nám sem hentar öllum sem vilja ná betri tökum á rituðu máli, hvort sem það er í tölvupóstum, greinaskrifum, skýrslum eða á vefnum. Farið er yfir nokkur lykilatriði sem hafa verður í huga þegar skrifa skal texta fyrir ólíka miðla.

Verkefnastjórnun - fyrstu skrefin

Á námskeiðinu er farið í grunninn á verkefnastjórnun sem og hvað verkefnastjórnun er og hvar hún getur nýst. Áhersla er á undirbúning og eftirfylgni verkefna til að tryggja árangur. Bæði er boðið upp á námskeið í Reykjavík og á Sauðárkróki.

Skjalastjórnun – rekjanleiki, verklag og ábyrgð

Á námskeiðinu er fjallað um ávinning upplýsinga- og skjalastjórnunar, mismunandi tegundir skjala og ISO 15489 (alþjóðlegur staðall um skjalastjórnun). Einnig verður farið stuttlega yfir íslensk lög og reglugerðir og rætt um tengsl fagsviðsins við stjórnun þekkingar og gæða.

Hvatning og starfsánægja – áhrif stjórnenda

Farið verður yfir ólíkar þarfir starfsmanna eftir mismunandi eiginleikum þeirra og hvaða kynslóð þeir tilheyra. Leitast verður við að greina hvað hægt er að gera til að bæta starfsandann og hvað virkar síður.

WordPress - vefurinn minn

Námskeiðið er kjörið fyrir alla sem koma að uppsetningu og viðhaldi vefsíðna með hugbúnaði WordPress.

Teymisvinna með Office 365

Farið verður ítarlega í nýjustu möguleika í Microsoft Outlook, Teams, Planner, Delve og OneDrive og hvernig nýta megi Office pakkann í því samhengi.

Microsoft Teams fyrir samskipti og stjórnun verkefna

Á þessu námskeiði verður Microsoft Teams kynnt og dæmi um notkun sýnd. Námskeiðið er haldið á Akureyri.

Raunfærnimat til styttingar á Háskólabrú Keilis

Þriðjudaginn 15. október, kl. 17.00, verður haldinn kynningarfundur hjá Starfsmennt um raunfærnimat á móti námskrá Háskólabrúar Keilis. Matið getur stytt leið þátttakenda að lokaprófi af Háskólabrú Keilis umtalsvert.

Í vetur verður einnig boðið upp á námskeið um eftirfarandi þætti: • Aðgreining vinnu og einkalífs • Tímastjórnun og samskipti á vinnustað • Sköpunargleði og lausnamiðuð hugsun • Stafræn kennsla og miðlun • Að starfa hjá hinu opinbera • Starfsmannasamtöl

Fylgstu með á smennt.is

7


NÁM STARFSGREINA

Nám starfsgreina Starfsmennt greiðir fyrir þátttöku aðildarfélaga sinna í fjölbreyttu starfstengdu námi. Oft er hægt að velja um stað- og /eða dreifnám og því ætti búseta ekki að vera fyrirstaða. Starfsmennt greiðir ferða- og dvalarstyrki skv. reglum setursins hverju sinni. Allar nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á vefnum okkar, en oft þarf að skrá sig bæði hjá okkur og viðkomandi skóla. Sótt er um námsbrautir að hausti og/eða vori.

8


Námið undirbýr nemendur fyrir próf á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis til viðurkenningar bókara, skv. 43. grein laga nr. 145/1994 um bókhald.

Almennir bókarar

Hagnýtt og gott nám þar sem farið er yfir helstu þætti bókhalds, svo sem reikningshald og skattaskil.

NÁM STARFSGREINA

Viðurkenndur bókari

Fagnám í umönnun fatlaðra

Námið er ætlað þeim sem starfa eða vilja starfa við umönnun fatlaðra en í því felst að vinna við þjónustu á heimilum og stofnunum fyrir fatlaða. Það getur einnig hentað þeim sem starfa í þjónustu við aldraða og sjúka og fyrir þá sem vinna með börnum og unglingum í vanda.

Félagsmála- og tómstundabraut

Borgarholtsskóli býður upp á brúarnám á félagsmála- og tómstundabraut. Starfsvettvangur þeirra sem ljúka félagsmála- og tómstundanámi er einkum félagsmiðstöðvar, íþrótta- og æskulýðsfélög og önnur félagasamtök.

Félagsliðabraut og viðbótarnám

Borgarholtsskóli býður upp á námsbrú og viðbótarnám félagsliða. Starfsvettvangur félagsliða spannar vítt svið félagslegrar endurhæfingar og virkniúrræða fyrir þá sem vegna félagslegra aðstæðna, veikinda, öldrunar, þroskaraskana eða hvers konar áfalla þurfa á sérstökum stuðningi að halda.

Heilbrigðisritarar

Fjölbrautaskólinn við Ármúla býður upp á brúarnám fyrir heilbrigðisritara. Brúarnámið hentar öllum sem hafa starfað sem móttökuritarar og vilja öðlast full réttindi á því sviði.

Læknaritarabraut – við Fjölbrautaskólann við Ármúla

Læknaritaranám er viðurkennt starfsnám sem lýkur með prófi í læknaritun. Námið felur einnig í sér viðbótarnám til stúdentsprófs af þeirri braut. Frá og með hausti 2019 verður þessi braut við FÁ einungis í boði fyrir þá sem þegar hafa hafið námið en ekki lokið því. Öðrum er bent á fagháskólanám í heilbrigðisgagnafræði við Háskóla Íslands.

Námsbraut fyrir sótthreinsitækna

Fjölbrautaskólinn við Ármúla býður upp á námsbraut fyrir sótthreinsitækna. Sótthreinsitæknar vinna sérhæfð störf við dauðhreinsun tækja og áhalda á heilbrigðisstofnunum og í fyrirtækjum í heilbrigðisþjónustu.

Stuðningsfulltrúar í skólum – brú

Borgarholtsskóli býður upp á brúarnám fyrir stuðningsfulltrúa í skólum og greiðir Starfsmennt námið fyrir stuðningsfulltrúa í framhaldsskólum. Stuðningsfulltrúar starfa við hlið annars fagfólks að umönnun, uppeldi og menntun barna og ungmenna með sérþarfir.

Mun vélmennið taka yfir verkefnin þín? Fjórða Fjórða iðnbyltingin iðnbyltingin er er hafin. hafin. Henni Henni fylgir fylgir m.a. m.a. gervigreindin gervigreindin og og samtenging samtenging tækja tækja um um háhraðainternet. háhraðainternet. Það Það má má líka líka reikna reikna með með framförum framförum áá sviði sviði genatækni genatækni sem sem kveikir kveikir siðferðilegar siðferðilegar spurningar. spurningar. En En sú sú spurning spurning sem sem flestir flestir spyrja spyrja sig sig eflaust eflaust er er hvort hvort gervigreindin gervigreindin muni muni yfirtaka yfirtaka verkefnin og jafnvel starfið. Því er spáð að gervigreindin muni yfirtaka ákveðna tegund starfa verkefnin og jafnvel starfið. Því er spáð að gervigreindin muni yfirtaka ákveðna tegund starfa og og þá þá frekar frekar þau þau störf störf og og verkefni verkefni sem sem eru eru rútínubundin rútínubundin og og einföld. einföld. Menn Menn virðast virðast þó þó vera vera sammála sammála um um að að vélmennin vélmennin eigi eigi lítinn lítinn séns séns íí þau þau störf störf sem sem krefjast krefjast sköpunar, sköpunar, lausnamiðaðrar lausnamiðaðrar hugsunar, hugsunar, samskipta samskipta og og tilfinningagreindar tilfinningagreindar áá háu háu stigi. stigi.

Nánari upplýsingar á smennt.is

9


NÁM UM KJÖR OG VELFERÐ 10

Nám um kjör og velferð Námskeiðin er ætluð starfsmönnum og stjórnendum og varða t.d. launajafnrétti, félagafræðslu, vinnumarkaðsmál, heilbrigt vinnuumhverfi og stjórnun.


Vinnustofa fyrir forstöðumenn, mannauðsstjóra, millistjórnendur og starfsmenn þar sem fjallað er um sálfræðilega og félagslega áhrifaþætti er varða vinnu, heilsu, vellíðan og hvatningu. Áhersla er einkum á samskipti, einelti og kynferðislega áreitni, forvarnir og fyrirbyggjandi ráðstafanir.

Jafnlaunastaðall

Námskeiðin fimm eru ætluð forstöðumönnum, mannauðsstjórum, gæðastjórum og öðrum þeim sem ætlað er að stýra eða gegna ábyrgðarhlutverki við innleiðingu jafnlaunastaðalsins.

Launaskólinn

NÁM UM KJÖR OG VELFERÐ

Gerum gott starfsumhverfi betra

Launaskólinn er námsleið fyrir launafulltrúa og þá sem koma að kjara- og starfsmannamálum hjá ríki og sveitarfélögum. Námið hentar einnig stjórnendum sem vilja efla þekkingu sína á þessu sviði.

Vaktavinna

Fjallað verður meðal annars um hugmyndafræði helstu vaktavinnukerfa sem verið er að vinna með á opinberum stofnunum. Gefin verður innsýn inn í óskavaktakerfi og vaktarúllur og hvernig bregðast má við villum eða ofhleðslu vakta.

Alltaf í ræktinni eða mætirðu bara stöku sinnum? Að sinna símenntun er eins og að mæta í ræktina. Maður getur mætt nokkuð reglulega og þannig viðhaldið hæfni sinni eða maður getur mætt sjaldnar og tekið þá hraustlega á því, lesið margar bækur og farið á mörg námskeið. Hættan við það er þó sú að maður missi mikið niður milli æfinga og eins að manni vaxi hreinlega í augum að mæta yfirhöfuð þegar þörfin er mest. Ekki missa niður hæfnina, sinntu símenntun reglulega og viðhaltu þannig hæfni þinni! Ef þú veist ekki hvar á að byrja, hafðu þá samband við okkur hjá Starfsmennt!

11


Starfstengt nám fyrir stofnanir Starfsmennt býður stofnunum og starfshópum sérsniðin námskeið og námsleiðir í samræmi við fræðsluþörf, stefnu og framtíðarsýn. Stofnanir geta bæði óskað eftir styttri námskeiðum og fyrirlestrum til að taka á einstaka þáttum í starfinu en einnig aðstoða ráðgjafar Starfsmenntar stofnanir við að setja saman sérsniðnar námsleiðir sem mynda heildarnámskerfi stofnunar. Heildstæð stefna í námi veitir starfsmönnum og stjórnendum betri sýn yfir fræðslustarf og stuðlar að markvissri starfsþróun innan stofnana. Skráning og utanumhald náms er á vefnum okkar sem einfaldar umsýslu og eftirfylgni. Þar er haldið utan um námsferil hvers starfsmanns, námsleiðina í heild og allt fræðslustarf stofnunar sem unnið er í samvinnu við Starfsmennt. Leitast er við að finna hentugustu leiðina til að miðla fræðslu hverju sinni og getur kennsla farið fram hjá stofnuninni sjálfri, í húsnæði Starfsmenntar, hjá öðrum fræðsluaðila í samvinnu við Starfsmennt eða á vefnum. Forsvarsmenn stofnana eru hvattir til að vera í sambandi og fá frekari upplýsingar um námsframboð og tilhögun fræðslu. Námskeiðin og fyrirlestrarnir hér að neðan eru dæmi um þá efnisflokka sem stofnanir geta óskað eftir.

Kynningar

Samskipti

Miðlun og framsetning upplýsinga

Árangursrík samskipti og samvinna

• • • •

• Að efla liðsheild • Að leysa ágreining • Að takast á við breytingar • Að takast á við erfiða einstaklinga • Samskipti ólíkra menningarheima • Árangursrík framsögn og tjáning • Einelti og áreitni á vinnustað • Gott viðmót - góð þjónusta • Jafningjasamstarf og vinna í teymum • Ótilhlýðileg háttsemi á vinnustað • Samskipti á vinnustað • Samspil starfs og einkalífs • Samtalstækni • Starfsandi og samstarfsvilji • Um vinnupersónuleika • Vellíðan á vinnustað • Siðfræði starfs • Virk hlustun og félagsstuðningur

Framsögn og framkoma Markviss ritun tölvupósta og texta fyrir ólíka miðla Meðferð persónuupplýsinga Vönduð íslenska

Stjórnun Nýsköpun, frumkvæði og verkefnavinna • Að stýra jafningjum • Breytingastjórnun • Fundarstjórnun • Hópefli og hóphlutverk • Hugarkort og rafræn skipulagning • Innsýn í leiðtogafræði • Stjórnun í erfiðu umhverfi • Verkefnastjórnun • Viðburðastjórnun • Viðtalstækni • Þjónustustjórnun

12


Ráðgjafi að láni

Starfstengd tungumálakunnátta

Starfsmennt býður stofnunum Ráðgjafa að láni. Um er að ræða hagkvæma lausn þar sem hlutverk ráðgjafans er skilgreint í hverju tilfelli fyrir sig með þarfir stofnunar og starfsmanna í huga. Lausnin felur í sér að lána stofnunum ráðgjafa til að aðstoða við tímabundin mannauðstengd verkefni, sem tengjast meðal annars:

• Enska, fagorðaforði stofnana • Lagaenska

Mannauðsmál Vinnustaðamenning og mótun starfsumhverfis • Mannauðsstjórnun • Kenningar í mannauðsstjórnun • Réttindi og skyldur opinberra starfsmanna • Starfsmannaval og ráðningar • Starfsánægja • Stjórnunarstílar og leiðtogahæfni • Starfsmannasamtöl fyrir stjórnendur • Starfsmannasamtöl fyrir starfsmenn • Vinnustaðamenning • Erfið starfsmannamál • Móttaka nýliða • Stjórnun og skipulag

Starfshæfni Sjálfsefling • Að efla sjálfstraust og öryggi • Að geta talað máli sínu • Að takast á við breytingar • Að takast á við áföll á vinnustað • Ákveðniþjálfun • Jákvæð sálfræði og styrkleikaþjálfun • Persónuleg markmiðasetning • Kulnun, streita og starfsþrot • Tímastjórnun • Þrautseigja • Nýsköpun og lausnamiðuð hugsun

• Þarfagreiningu fræðslu • Áætlanagerð tengdri fræðslu og starfsþróun • Framkvæmd stofnananáms • Hæfnigreiningum starfa og virkri notkun starfslýsinga • Starfsþróunarsamtölum • Mótun heildstæðrar mannauðsstefnu

STARFSTENGT NÁM FYRIR STOFNANIR

Tungumál

Markmið þjónustunnar er að styðja við mannauðseflingu, stuðla að jákvæðri mótun vinnustaðamenningar og ýta undir virka starfsþróun. Ráðgjafar Starfsmenntar veita stofnunum aðgang að sérfræðiþekkingu og reynslu og aðstoða við að finna leiðir til auka fagmennsku, starfsánægju, skilvirkni og hvatningu í starfi.

Nánari upplýsingar: smennt.is Fyrirspurnir: smennt@smennt.is

Hvað er hæfni? Hæfni Hæfni er er samsett samsett úr úr þekkingu þekkingu og og leikni. leikni. Þekkinguna Þekkinguna ávinnur ávinnur maður maður sér sér bæði bæði íí gegnum gegnum nám nám og og reynslu og leiknin felst í því að geta beitt þekkingunni á meðvitaðan máta. Til að vera virk(ur) reynslu og leiknin felst í því að geta beitt þekkingunni á meðvitaðan máta. Til að vera virk(ur) íí samfélagi samfélagi og og áá vinnumarkaði vinnumarkaði er er ekki ekki nóg nóg að að hafa hafa einungis einungis fræðilegu fræðilegu eða eða verklegu verklegu hæfnina, hæfnina, það það þarf þarf meira til. Persónubundnir þættir eins og að geta átt í samskiptum við aðra og sýna samkennd samkennd eru eru mikilvægir. mikilvægir. Þá Þá er er nauðsynlegt nauðsynlegt að að sýna sýna seiglu, seiglu, áræðni áræðni og og sjálfstraust. sjálfstraust. Já, og svo er ekki verra að búa yfir nokkuð góðu jafnaðargeði. Allir þessir þættir Já, og svo er ekki verra að búa yfir nokkuð góðu jafnaðargeði. Allir þessir þættir koma koma saman saman og og mynda mynda hæfni hæfni sem sem einstaklingur einstaklingur býr býr yfir. yfir. Til Til að að efla efla hæfni hæfni sína sína er er gott gott að að þekkja þekkja bæði bæði sínar sínar sterku sterku hliðar hliðar sem og þær veiku og leita leiða til að styrkja hvoru tveggja. sem og þær veiku og leita leiða til að styrkja hvoru tveggja. Það Það er er nefnilega nefnilega ekki ekki síður síður mikilvægt mikilvægt að að viðhalda viðhalda styrkleikum styrkleikum ekki ekki bara bara að að berjast berjast við við veikleikana. veikleikana. Starfsmennt Starfsmennt aðstoðar aðstoðar stjórnendur stjórnendur og og starfsmenn starfsmenn við við að að styrkja styrkja og og auka auka hæfni. hæfni.

13


NÁM STOFNANA

Ráðgjöf og raunfærnimat Starfsmennt býður öllum félagsmönnum upp á þjónustu náms- og starfsráðgjafa til að ræða stefnu í námi og starfi. Meginmarkmið þjónustunnar er að efla vitund einstaklinga um hæfileika sína, viðhorf og áhuga þannig að þeir geti notið sín í námi og starfi. Ráðgjöfin nýtist öllum óháð aldri eða stöðu sem þjónusta á sviði símenntunar og starfsþróunar.

Ráðgjafi aðstoðar þig við að

Raunfærnimat

• átta þig á áhuga þínum og tengja við nám og störf. • þekkja veikleika og styrkleika og efla starfshæfni. • vega og meta hin ýmsu störf og starfssvið. • útbúa ferilskrá. • leita að áhugaverðu tómstundastarfi eða námi. • efla sjálfstraust. • bæta samskipti og samstarfshæfni. • læra að setja mörk og stjórna tilfinningum. • forgangsraða, skipuleggja og stýra tíma.

Raunfærnimat er byggt á þeirri hugmynd að nám fari ekki eingöngu fram innan formlega skólakerfisins heldur við allskonar aðstæður og í margvíslegu samhengi. Raunfærni er því samanlögð færni sem einstaklingur hefur náð með ýmsum hætti, svo sem starfsreynslu, starfsnámi, frístundanámi, skólanámi, félagsstörfum og fjölskyldulífi. Raunfærnimat er staðfesting og mat á þeirri hæfni sem einstaklingur býr yfir á ákveðnum tíma. Markmiðið er að einstaklingur fái viðurkennda raunfærni sína, þannig að hann þurfi ekki að sækja nám í því sem hann kann nú þegar.

Einnig stendur félagsmönnum til boða að taka áhugasviðspróf sem geta hjálpað einstaklingum við að greina og þekkja áhugasvið sitt og hvernig sú þekking getur komið að gagni í námi, starfi og tómstundum. Viðtölin fara fram á skrifstofu Starfsmenntar eða í gegnum rafræna miðla á opnunartíma skrifstofu. Sjá nánar á smennt.is.

14

Haustið 2019 mun Starfsmennt í samstarfi við Keili, miðstöð vísinda, fræðslu og atvinnulífs og með styrk frá Fræðslusjóði bjóða upp á raunfærnimat á móti kröfum Háskólabrúar Keilis. Kynningarfundur verður um miðjan október 2019.


Ferða- og dvalarstyrkur Til þess að reyna að tryggja jafnara aðgengi allra félagsmanna að námi bjóðum við þeim sem sækja þurfa nám á vegum setursins utan heimabyggðar ferða- og dvalarstyrki. Sótt er rafrænt um styrkinn í gegnum vef Starfsmenntar. Hægt er að sækja um styrk bæði vegna ferðakostnaðar og gistingar, hvort sem gist er í heimahúsi eða aðrir gistimöguleikar valdir. • Akstur greiðist til einstaklinga sem nemur 1/4 af akstursgjaldi eins og það er reiknað af ferðakostnaðarnefnd ríkisins hverju sinni. • Kílómetragjald reiknast frá ystu bæjarmörkum sbr. vef Vegagerðarinnar. • 15 km verða að vera á milli ystu marka bæjarfélaga. • Ekki er greiddur ferðakostnaður á stór höfuðborgarsvæðinu. • Ef margir ferðast saman má framselja einstaklingsrétt til eiganda bílsins.

• Ávallt ber að velja ódýrasta mögulegan ferðamáta, akstur eða flug. Þannig er ætlast til að námsmenn panti flug með fyrirvara ef kostur er á. Skila þarf inn flugmiða með umsókn og í einstaka námsleiðum verður sett þak á verð flugfargjalda. • Ef námsleið er kennd í fjarnámi eða dreifnámi ber að velja þann kost umfram staðbundið nám. • Skila þarf inn áætlun um ferðakostnað ef fara þarf fleiri en sjö ferðir á önn til að sækja nám. • Greitt er fyrir gistingu þegar sækja þarf námskeið um langan veg. Stuðningurinn miðast við eins manns herbergi og greiðist að hámarki kr. 14.060 fyrir hverja nótt gegn framvísun kvittunar. Ef aðrir gistimöguleikar eru valdir er veittur styrkur kr. 5.400 fyrir hverja nótt án framvísunar kvittunar. • Greiddur er styrkur í Vaðlaheiðargöng eins og ferð kostar skv. afsláttakjörum fyrir 10 miða https:// www.veggjald.is/. Frá hausti 2019 er greitt fyrir ferð fram og til baka kr. 2.500 fyrir félagsmenn. Aðrar reglur geta gilt hjá öðrum fræðslu- og mannauðssjóðum sem setrið hefur samið við. • Sækja verður um ferða- og dvalarstyrk á sama námsári og nám er stundað.

Símenntun varðar þig

Útgefandi: Fræðslusetrið Starfsmennt Útgáfuár: 2019 Ritstjórar: Björg Valsdóttir og Soffía Guðný Santacroce Prófarkalestur: Sólborg Alda Pétursdóttir, Júlía Hrönn Guðmundsdóttir og Helga Rún Runólfsdóttir Ábyrgðarmaður: Guðfinna Harðardóttir Útlit, umbrot, teikningar og ljósmyndir: Atarna – Kristín María Ingimarsdóttir Prentun: Prentmet – umhverfisvottuð prentsmiðja

15


UM STARFSMENNT

2019-2020

smennt.is

16

Fræðslusetrið Starfsmennt / Skipholti 50b, 105 Reykjavík / Sími 550 0060


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.