Grafarvogsbladid 12.tbl 2006

Page 22

24

GV

Fréttir

Ræða borgarstjórans í Reykjavík, Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar,

á aðventukvöldi í Grafarvogskirkju 3. desember sl.:

Í hverju er hamingjan fólgin? Aðventan er undirbúningstími jólanna. Í huga okkar flestra eru jólin hamingjuríkur tími. Þegar við vorum börn hlökkuðum við - allt árið - til jólanna. En hvað er það nákvæmlega sem gerir jólin að svona góðum tíma? Ég hef oft minnst jólanna á æskuheimili mínu. Þau kenndu mér að skilja í hverju hin æðsta jólagleði er fólgin. Þau færðu mér frið, ró, ánægju og innri gleði og tækifæri til sérstakra samverustunda með fjölskyldunni. Gjafirnar voru aðallega föt og bækur. Bækurnar voru lesnar strax, skipst var á bókum og innihald þeirra síðan skeggrætt. Hver bók vakti nýja hugsun, ný viðhorf og bollaleggingar um lífið og tilveruna. Það var einnig fastur siður á mínu æskuheimili að allir fjölskyldumeðlimir hlustuðu á messu í útvarpinu kl. 18 og síðan var sest að borðhaldi kl. 19, sem nánast alltaf var hangikjöt og uppstúf. Amma og afi í Tjarnarkoti, InnriNjarðvík, voru mjög trúuð og kirkjurækin. Af þeim lærði ég margt sem allt mitt líf hefur verið mér ofarlega í huga. Það var ekki síst hjálpsemin við náungann, lífsgleðin, mikil samfélagsvitund og viljinn til að láta gott

af sér leiða, sem einkenndi allt þeirra líf. Þeirra lífsskoðun var sú að betra væri að gefa en þiggja. Við byggjum í betra samfélagi ef allir landsmenn tileinkuðu sér þessa lífsskoðun. Jólahátíðin kenndi mér að hugsa til þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Hún minnti mig sífellt á það og gerir enn, að ekkert er sorglegra í ástandi heimsins en það, að milljónir manna, víðs vegar um heim líða neyð. Þó að við Íslendingar séum í dag efnuð þjóð og hér ríki mikil velmegun, þá eru þrátt fyrir það, hér í okkar landi og okkar borg, einstaklingar og fjölskyldur sem búa við afar bág kjör. Það er sárt að hugsa til einstaklinga og fjölskyldna, sem langar til að lifa eðlilegu lífi, en geta það ekki vegna fátæktar, hvort sem er um jólin eða á öðrum tíma ársins. Það á að vera helsta stefnumál þjóðarinnar að þessi hlið á okkar samfélagi hverfi sem fyrst. Við verðum að hlúa að okkar minnstu sambræðrum og -systrum og tryggja þeim sem byggðu þetta samfélag sem nú er talið eitt af þeim bestu í heiminum hvað varðar hamingju, lífsafkomu, mannsæmandi kjör og öryggi.

Ég sem borgarstjóri mun leggja áherslu á það að höfuðborg Íslands, Reykjavík, verði til fyrirmyndar hvað varðar aðstöðu og afkomu eldri borgara. Það er okkar að þakka þeim fyrir það þjóðfélag sem við nú búum í - og við munum standa í skilum. Þetta er heilög skylda samfélagsins. Frá upphafi vega hafa menn spurt: Í hverju er hamingjan fólgin? Hvað er það sem gefur lífinu gildi? Hvað er það sem gerir fólk farsælt? Þetta eru spurningar, sem tæpast nokkur mannvera kemst hjá að svara, annað hvort meðvitað eða ómeðvitað. Eiginlega erum við stöðugt að takast á við þessar spurningar. Við svörum þeim - á okkar hátt þegar við tökum stærstu ákvarðanirnar í lífi okkar - þegar við veljum okkur ævistarf eða lífsstefnu, við svörum þeim líka stöðugt í daglegu amstri. Við svörum þeim t.d. þegar við veljum um hvort við vinnum hin daglegu verk okkar illa, þokkalega, eða eins vel og við getum. - Leggjum sál okkar í að gera eins vel og mögulegt er - eða jafnvel aðeins betur.

stöðugt, í hinu daglega lífi. Og við tökumst einnig á við grundvallarspurningar lífsins, þegar við ákveðum hvað við gerum við frítíma okkar, þegar við ákveðum hvort við horfum á sjónvarpið eða förum á kóræfingu eða ákveðum að eyða tíma með fjölskyldu og vinum. Eftir því sem ég eldist, verður sú hugsun stöðugt áleitnari að það séu ekki stóru ákvarðanirnar sem skipta mestu máli um lífshamingjuna eins og hvort maður ákveður að verða sjómaður eða læknir, bankastjóri eða leikskólakennari, heldur séu það hinar litlu ákvarðanir hins daglega lífs, sem skipti meira máli þegar öllu er á botninn hvolft. En hvað er það þá sem skiptir mestu máli í raun og veru? Í hverju er hamingjan fólgin? Og hvað getur jólabarnið - frelsarinn - sagt okkur um það? Svarið er sennilega furðu einfalt: Að leggja sig fram um að láta væntumþykju móta sig, allt líf sitt og framkomu. Það sem við þurfum að gera er að taka á móti, leyfa hinni góðu og gleðiríku væntumþykju Guðs að streyma í gegnum okkur, alltaf -

Fjölmenni var í Grafarvogskirkju á aðventukvöldinu. Sóknarpresturinn í Grafarvogi, sr. Vigfús Þór Árnason, ásamt eiginkonu sinni í forgrunni.

Móðir Teresa segir á einum stað: ,,Haldið ekki að elska þurfi að vera sérstök eða framúrskarandi til að vera ekta. Það sem við þurfum, er að elska án þess að þreytast. Hvernig logar á lampa? - Með því að stöðugt streyma frá honum örlitlir dropar af olíu. Ef þessir örlitlu dropar hætta að streyma, slokknar á lampanum ... hverjir eru þessir olíudropar á lömpum okkar? Þeir eru hinir litlu hlutir hversdagslífsins, trúmennska, stundvísi, nákvæmni, hlýleg orð, umhyggja fyrir öðrum, hvernig við þegjum, hvernig við horfum, hvernig við tölum, hvernig við framkvæmum. Þetta eru hinir litlu dropar elskunnar, sem halda trúarlegu lífi okkar lifandi eins og sterkum loga.’’ (Tilvitnun lýkur) Ef okkur tekst að láta hinn stöðuga kærleika birtast í öllum okkar verkum, þó ekki sé nema örfáa daga um jólin - ef okkur tekst að eiga slíkt samfélag með okkar nánustu, munum við sannarlega eiga gleðileg jól. Guð gefi ykkur öllum Gleðileg jól.

GV-mynd


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.