Árbæjarblaðið 4.tbl 2023

Page 1

Árbæjarblaðið Árbæjarblaðið

Allar

Gylfaflöt 24 - 30 • 112 Reykjavík Sími 577 4477

Karen varð Norðurlandameistari

Íslenska karatelandsliðið hélt á dögunum til Gautaborgar og tók þar þátt í Meistaramóti Norðurlanda. Með í för voru fjórir keppendur frá Fylki en það voru þau Samuel Josh M. Ramos, Ísold Klara Felixdóttir (Íþróttakona Fylkis 2022) Karen Thuy Duong Vu og Guðmundur Týr Haraldsson. Fylkir hefur lengi verið eitt fremsta félag á Íslandi í karate og hefur okkar fólk náð frábærum árangri hér heima sem og erlendis. Á þessu móti var enginn breyting á því og er skemmst frá því að segja að Karen vann sinn flokk -48kg kumite og varð um leið fyrsta íslenska konan til að vinna Norðurlandameistaratitil. Keppendurnir stóðu sig allir með mikilli príði og voru landinu og félaginu til mikils sóma og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni en næsta verkefni er Heimsbikarmót í lok apríl!

VISSIR ÞÚ?

LEIKIN AF 120.000.000

KÍKTU Í KEILU, PÍLU, KAREOKE, PIZZU, DRYKK, BOLTA OG FJÖR.

ÞÚ GETUR BÓKAÐ BRAUT Á KEILUHOLLIN.IS OG Í SÍMA 5 11 53 00

4. tbl. 21. árg. 2023 apríl Fréttablað íbúa í Árbæjarhverfi
almennar bílaviðgerðir
Grafarvogs Þjónustuaðili
Bifreiðaverkstæði
www.bilavidgerdir.is
AÐ KEILA ER
YFIR
MANNS Í
90 LÖNDUM.
ÁB NÝ 2022_Arbær Aðsent efni - .qxd 4/19/2023 2:44 PM Page 1
Samuel Josh M. Ramos, Ísold Klara Felixdóttir (Íþróttakona Fylkis 2022) Karen Thuy Duong Vu og Guðmundur Týr Haraldsson.

Árbæjarblaðið Árbæjarblaðið

Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: abl@skrautas.is

Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson.

Ritstjórn: Leiðhamrar 39 - símar 698–2844 og 699-1322.

Netfang Árbæjarblaðsins: abl@skrautas.is

Útlit og hönnun: Skrautás ehf.

Auglýsingar: 698-2844 og 699-1322 - Stefán Kristjánssonabl@skrautas.is

Prentun: Landsprent ehf.

Ljósmyndarar: Katrín J. Björgvinsdóttir og Einar Ásgeirsson.

Dreifing: Póstdreifing.

Slæm fjárhagsstaða bitnar á íbúum

- eftir Björn Gíslason borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Gæluverkefni víki fyrir grunnþjónustu

Karlremban lifir

Knattspyrna er vinsæl íþróttagrein á Íslandi sem og annars staðar í heiminum. Ástæða er til að hafa miklar áhyggjur af þróun mála innan knattspyrnuhreyfingarinnar ef marka má atburði undanfarin misseri.

Jafnrétti kynjanna er eitthvað hugtak sem fólkið sem ræður ferðinni hjá Knattspyrnusambandi Íslands skilur ekki eða vill ekki skilja.

Konur sitja alls ekki við sama borð og karlar og háðuleg auglýsing nýverið um Bestu deild karla og kvenna er staðfesting á því. Þar fór langmestur tíminn í að auglýsa deild karlanna og lítið sem ekkert gert úr Bestu deild kvenna. Ekki tók betra við þegar gera átti aðra auglýsingu um kvennaknattspyrnuna. Þá voru konurnar boðaðar í tökur sama daginn og vertíðin hófst hjá konunum og að sjálfsögðu mættu þær ekki í auglýsingagerðina.

Það gildir einu hvort um er að ræða KSÍ eða fyrirbæri sem kallast íslenskur toppfótbolti, en það eru hagsmunasamtök liðanna sem leika í tveimur efstu deildum karla og kvenna. Í stjórn ÍTF sitja sjö aðilar, sex karlar og ein kona!! Ekki skrítið að hagsmunamál kvenna nái ekki fram að ganga á þeim vettvangi.

Íslenskar knattspyrnukonur, fyrirliðar liðanna allra í Bestu deild kvenna, sendu frá sér yfirlýsingu vegna umræddrar auglýsingar og fjarveru þeirra við tökurnar. Í stað þess að ÍTF bæðist afsökunar á framferði sínu gagnvart íslenskum knattspyrnukonum kom fyrrverandi framkvæmdastjóri KSÍ og samkvæmt fréttum í einhverjum störfum hjá ÍTF, fram í fjölmiðlum og veittist með þvílíku karlrembuofforsi að konunum að maður hefur sjaldan lesið aðra eins þvælu.

Knattspyrnan á Íslandi er í miklum vanda sem virðist ekki vera hægt að leysa á meðan karlar, uppfullir af karlrembu og vanvirðingu gagnvart konum, eru við stjórnvölinn í miklum meirihluta. Og sú staðreynd að kona tók nýlega við formennsku í KSÍ og framkvæmdastjórinn þar er kona, virðist ekki skipta nokkru einasta máli.

Það væri hægt hér að nefna mun fleiri dæmi um dapurt ástand innan knattspyrnuhreyfingarinnar. HK-málið sem er þyngra en tárum tekur, viðurkenningar fyrir 100 landsleiki og margt fleira.

Það er illa farið með íslenskar knattspyrnukonur og þær þurfa víðtækan stuðning í sinni réttlátu baráttu.

Árbæjarblaðinu er dreift ókeypis í öll íbúðarhús í Árbæ, Ártúnsholti, Grafarholti, Norðlingaholti og Úlfarsárdal. abl@skrautas.is

Fjármál borgarinnar eru komin í töluvert óefni eins og vart hefur farið fram hjá neinum, en borgarstjórnarmeirihlutinn hefur nú tvívegis hætt við skuldabréfaútboð til að forða borginni frá niðurlægingu, enda engin tilbúinn að lána borginni nema á mjög háum vöxtum. Sú staðreynd segir sína sögu um tiltrú markaðarins á fjármálum borgarinnar, en ekki þarf frekari vitnanna við að mínu mati.

En hvað þýðir þetta raunverulega fyrir okkur íbúana í borginni og hvernig er þessi staða farin að bitna nú þegar á borgarbúum?

Nú þegar er áhrifa þessarar slæmu fjármálastjórnar meirihlutans farið að gæta. Þess sjást t.d. merki þegar litið er til neyðarástandsins í leikskólamálum borgarinnar, en ekki hefur tekist að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla eins og lofað var fyrir síðustu kosningar. Þá hefur snjómoksturinn verið í ólestri, sem hefur bitnað verulega á borgarbúum í vetur. Og nú síðast um páskana, urðu Reykvíkingar, og sérstaklega íbúar efri byggða, varir við það að búið var að skerða afgreiðslutíma sundlauga yfir bænadagana og páskana. En fyrir ári

síðan voru allar sundlaugar opnar alla páskahelgina. Enn fremur hefur þjónusta strætó farið versnandi og fyrirséð að fara þarf í frekari niðurskurðaraðgerðir þar.

Verði ekkert aðhafst mun það bitna harkalega á skattgreiðendum í borginni með skertri þjónustu og auknum álögum. Þá er hætt við því að þegar komið er að skuldadögum eins og nú, lendi aðhaldið á þeim sem síst mega við því.

Það er orðið löngu tímabært og raunar aðkallandi að fjárfestingar borgarstjórnarmeirihlutans í gæluverkefni á borð við Braggann og puntstráin í Nauthólsvík, víki fyrir grunnþjónustu borgarinnar.

Ef borgarstjórnarmeirihlutinn viðurkennir ekki vandann nú og tekur hann ekki föstum tökum stefnir í að vandinn verði óviðráðanlegur.

Það gæti þýtt að sveitarstjórnarráðuneytið muni sjá sig knúið til að taka fjármál borgarinnar í gjörgæslu með tilheyrandi niðurlægingu fyrir stærsta sveitarfélag landsins.

Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

ÞÚ GETUR BÓKAÐ BRAUT Á KEILUHOLLIN.IS OG Í SÍMA 5 11 53 00 AÐ KEILAN Á UPPRUNA SINN 3200 FYRIR KRIST. VISSIR ÞÚ? Árbæjarblaðið Fréttir 4 ÁB NÝ 2022_Arbær Aðsent efni - .qxd 4/19/2023 1:33 PM Page 2
Björn Gíslason er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
FSTÆK Í L JA 21 04 KY N N I NG DRYKKI R KL 20 KYN SING BLUSH ALON Æ T T I B N G D A N PADRÆ NS&GA HAPP K KOONUKVÖÖLD KEILLUHALLA AMAN ARINNAR P EVA RUZA GUÐRÚN ÁRNÝ DJ. DÓRA JÚLÍA DRYKKIR BLUSHKYNLIFSTÆKJAKYNNING HAPPA A DRÆTTI Í A Í Í Á NUKVÖLD KEILUHALLARINNAR keiluhollin.is / 5 11 53 00 KONUKVÖLD
ÁB NÝ 2022_Arbær Aðsent efni - .qxd 4/17/2023 11:24 AM Page 3
KEILUHALLARINNAR VERÐUR HALDIÐ HÁTTÍÐÐLEGT FÖSTUDAGINN 21. APRÍLLKL. 20 BÓKAÐÐU BORÐ FYRIR ÞIG OG ÞÍNNAR Á KEILUHOLLIN@KEILUHOLLIN.IS

Fréttir

Barnamenningarhátíð

Barnamenningarhátíð í Reykjavík fer fram dagana 18. - 23. apríl. Á hátíðinni má sjá og upplifa margt af því flottasta sem gerist í barnamenningu á Íslandi. Hátíðin fer fram um alla borg og býður upp á stórar og smáar sýningar og viðburði sem unnir eru fyrir börn eða með börnum. Börn sýna verkin sín á virtum menningarstofnunum og taka að miklu leyti yfir menningarlíf borgarinnar þessa 6 daga sem hátíðin stendur yfir. Í ár er sérstök áhersla á viðburði í Grafarvogi og viðburði sem tengjast friði. Frítt er inn á alla viðburði.

Lag hátíðarinnar í ár, Kæri heimur fjallar um frið og er eftir Vigdísi Hafliðadóttur og Ragnhildi Veigarsdóttur úr hljómsveitinni Flott var frumflutt í Engjaskóla í Grafarvogi fyrir hátíðina. Lagið er samstarfsverkefni barnanna í 4. bekkjum borgarinnar og þessara ástsælu tónlistarkvenna. Nemendur Engjaskóla skrifuðu bréf til heimsins á fallegt bréfsefni þar sem þau tiltóku óskir sínar um frið. Bréfin hófust á orðunum „Kæri heimur“ og þaðan kemur titill lagsins. Á Barnamenningarhátíð er hægt að njóta ýmissa listforma og eru margar myndlistasýningar á verkum barna á söfnum borgarinnar. Á

Kjarvalsstöðum verður sýningin

Kjarval, álfar og tröll. Þar hægt að sjá afrakstur vinnu barnanna á

Kvistaborg upp úr verkum og áhrifa

Kjarvals á íslenskt menningarlíf.

Kjarvalskrakkarnir opnuðu vinnustofu Kjarvals í dúkkó, gerðu málverkið Fjallamjólk í þrívídd, Kjarvalsröppuðu, léku sér í

Kjarvalsleikjum, máluðu úti í náttúrunni, heimsóttu Listasafn Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum, breyttust í tröll og ræddu um lífið og listina. Þetta ferli bauð þeim að ferðast aftur í tímann og kynnast íslenskri menningu og listum,

íslensku landslagi, sögum og

ævintýrum. Sýningin stendur frá 18.23. apríl.

Miðvikudaginn 19. apríl verður formleg opnun á sýningunni Tjáning um kynheilbrigði á Þjóðminjasafni kl. 14:00 og stendur sýningin til 23. apríl. Textílverk eftir nemendur Hagaskóla sem innblásin af verkum

Tónlistin á sérstakan stað í hjörtum íslenskra barna og er hægt að njóta margskonar tónlistaviðburða á Barnamenningarhátíð.

listakonunnar Kristínar Gunnlaugsdóttur. Sýningin Opnun! Heimurinn eins og hann er — heimurinn eins og hann birtist þér opnar með pompi og prakt

miðvikudaginn 19. apríl kl. 16.00. Fjögur fötluð ungmenni opna dyr að sinni eigin veröld og bjóða þér að ganga inn og upplifa margbreytileikann. Listahópurinn sýnir eigin verk og sameiginlegt ljósmyndaverk sem varð til í listaflæði hjá Þroskahjálp. Fjórir ungir listamenn, fjölbreytt listform — einn veruleiki sem rúmar allt og við

íslenskra barna og er hægt að njóta margskonar tónlistaviðburða á Barnamenningarhátíð líkt og BIG

BANG. BIG BANG tónlistarhátið fyrir ungt fólk í Hörpu er evrópsk hátíð sem hefur það að markmiði að setja upplifun barna í forgrunn. Sumardaginn fyrsta, eða 20. apríl, fyllist Harpa af tónelskum börnum sem vilja njóta tónlistar í víðum skilningi. Dagskráin er fjölbreytt og afar metnaðarfull og samanstendur af tónleikum, innsetningum og tónlistartengdum smiðjum undir handleiðslu fagfólks í tónlist. M.a. mun slagverks sirkuslistahópurinn Maputo Mozambique sýnir listir sínar, plötusnúðurinn Ívar Pétur þeytir skífum fyrir börnin á Baby rave, Los Bomboneros flytur ljúfa tóna, Gullplatan - sendum tónlist út í geim - frumsamið lag eftir börn spilað af skólahljómsveit Grafarvogs og sungið af kór barna. Lagið er samið af börnum um allt land fyrir geimverur og verður hreinlega sent út í geim. Allir ættu að finna sér eitthvað að sínum smekk á BIG BANG.

eigum öll saman. Sýningin stendur á Ásmundarsafni 20. – 23. apríl alla daga kl. 13 – 17.

Tónlistin á sérstakan stað í hjörtum

Malbikun gatna í sumar

- malbikað fyrir einn og hálfan milljarð í Reykjavík

Malbikað verður fyrir alls 1.540 milljónir króna í Reykjavíkurborg í sumar. Gert er ráð fyrir að hægt verði að hefja framkvæmdir við fræsun og yfirlagnir í maí og áætlað að þeim ljúki í september 2023.

Borgarráð heimilaði umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út malbikunarframkvæmdir ársins á fundi sínum á dögunum.

Götur og/eða götukaflar í forgangi 2023 eru:

Árkvörn (Strengur-Ártúnsskóla),

Laxakvísl nr. 1-37, Laxakvísl nr. 2-16, Lyngháls (Hálsabraut-Stuðlaháls), Mánatorg við Norðlingavað, Norðlingavað (MánatorgVesturlandsvegur), Seiðakvísl nr. 1-21, Seiðakvísl nr. 26-36, Strengur Viðarás nr. 81-89, Þverás aðalgata (hringur), Þverás nr. 43-49, Þverás nr. 19-31.Sá fyrirvari er settur að listi yfir götur getur breyst við frekari ástandsskoðun á vormánuðum. Niðurbrot gatna er mjög háð yrti aðstæðum eins og umferðarþunga og veðurfari.

Greinargerð um viðhaldsþörf Gerð er grein fyrir stöðu og áætlaðri viðhaldsþörf gatnakerfis í Reykjavík í meðfylgjandi minnisblaði Eflu verkfræðistofu. Þar kemur m.a. fram að áætluð viðhaldsþörf gatna með endurnýjun yfirlaga er um 1.350 m.kr. á ári næstu 5-10 ár. Miðað við reynslu af endingu slitlaga gatna hefur verið áætlað að endurnýja þurfi slitlög á um 6% af götum borgarinnar til að halda gatnakerfinu í ásættanlegu ástandi. (Frétt frá Reykjavíkurborg)

Grafarvogur býður borgarbúum heim á Barnamenningarhátíð og eru margskonar viðburðir í gangi í hverfinu. Opnun myndlistarsýningarinnar Friður í freyðibaði eftir börn á fjórum leikskólum í Grafarvogi á Borgarbókasafninu í Spönginni þriðjudaginn 18. apríl. Börn á Engjaborg, Fífuborg, Hulduheimum og Lyngheimum fóru í könnunarleiðangur um Grafarvog, þar sem þau túlkuðu frið í umhverfinu sínu. Eins er sýningin

Hverfið okkar, Húsahverfi með verkum eftir börn í Húsaskóla og Víkurskóla. Lokahnykkur hátíðarinnar, Ævintýrahöllin, verður svo haldin 22. - 23. apríl í Borgarbókasafninu Spönginni sem býður upp á spennandi menningardagskrá fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Dagarnir hefjast á fjölskyldujóga og svo taka við fjölbreyttir dagskrárliðir. Ýmsar föndursmiðjur verða á staðnum og geta börnin m.a. búið til friðararmbönd og japanska hatta. Krakkakarókí verður á sínum stað fyrir þau sem vilja stíga út fyrir þægindarammann og syngja af hjartans list og mun Æskusirkusinn sýna sirkusatriði fyrir gesti og bjóða öllum að prófa. Dans Brynju P tryllir lýðinn með dásemdar danssporum og örleiksýningin Heimferð verður reglulega yfir daginn í húsbíl fyrir utan bókasafnið. Áhorfendum er boðið inn í húsbílinn til að leggja af stað í ótrúlegt ferðalag, undir leiðsögn þriggja óvenjulegra persóna, í gegnum þúsund örsmá augnablik sem færa okkur aftur heim. Skemmtilegur Ratleikur í Hallsteinsgarði á vegum Listasafns Reykjavíkur verður klukkan 1314:30 laugardaginn 22. apríl.

Á Barnamenningarhátíð verður borgin skemmtilegri en aðra daga ársins. Börnin munu setja sitt mark á menningarlíf borgarinnar þessa vikuna. Þeim býðst að fara á fjölbreytta viðburði og sýningar en ekki síður tjá sig um ýmis heimsins málefni af hjartans list. Nú er komið að okkur öllum að njóta og upplifa.

Árbæjarblaðið
4
Malbikað verður í borginni frá maí til september í sumar. Margs konar viðburðir verða á dagskrá Barnamenningarhátíðar. Viðburðir sem tengjast friði verða áberandi á Barnamenningarhátíðinni.
ÁB NÝ 2022_Arbær Aðsent efni - .qxd 4/18/2023 5:55 PM Page 4
Viðburðir sem tengjast friði verða áberandi á Barnamenningarhátíðinni.
U ÁTTUR T 15% áþrýstidæla Mótor: 2100W rýstingur Max:150 bör Kaliber Silver II 38.242 Áður 44990 kr AFSLÁ 3 Áð 33.1.146 ður 38995 kr. kl f ð fl l 1 ÁTTUR T 20% atnsflæði Max: 510l/klst. 31.992 ðu 39990 kr. AFSLÁ ÁTTUR T 15% LavorHPCFas AFSLÁ AFSL st120háþrýstidæl 20 ÁTTUR T 0% LÁ L h M Þr ÁTTTUR 20% Lavor HPC Fas Kalib 30.515 Áð 35900 AFSLÁ r ferðagasgrill st 120 háþrýstidæl Mótor: 1700W Þrýstingur Max:120 bör Vatnsflæði Max: 330l/kls 11.992 Áður 14990 kr. ber úr potta Grillgri Va 2 Á ast ind atnsflæði Max: 450l/klst. 23.992 Áður 29 29. Ka ga 3 br Gril dur táli ÁTTUR T 15% rennarar aliber asgrill r, , (9 kW) lflötur 54x41,5cm AFSLÁ r. Gr 2 ÁTTUR T 15% fyrir garðinn EV Hnjápúði VA A 895 Áðu 3 r 35.9 AFSLÁ úr pott Grillgr Greinaklippur brennarar (5kW) tas kr. Áður 2 1.1 rind 7 ÁTTUR T 20% AFSLÁ dur stáli Grillflötur: 4 brennara gasgri Silver Kalibe 54 Áður 46 67 m , ( ll er W) ar (12 kW 7x42cm kr. 4.995 .746 Öflugar hjólbörur 90 lítra 10.196 ri 4 í setti Sláttuo Bensín tvígen keðjusög, hek að slá arfa/nj 39.0 Áður 488 92 g sláttuhaus pum,disk til ,4kW með kr ÁTTUR T 20% rf fj ngis, 1, kkklipp óla og 09 865 AFSLÁ R % 1.375 Strákústur 30 cm ÁTTUR T 15% Á Hjólbörur 80 lítra AFSLÁ Weber sta 5 kg a aurasteypa Þyngd: 15k 1. 295 1 1 2.159 ÁTTTUR 10% AFSLÁ 2.199 Graskorn 5kg . 5 9 2.755 3.695 gt sumar f Gleðile fyyrir alla, alltaf! 3.499 Gróðurmold 40 ltr Blákorn 7 kg r. 1.298 ww.murbudin T LT SENDUM U LANDALL LAN www Með fyrirvara um prentvillur T! UM M n.is ÁB NÝ 2022_Arbær Aðsent efni - .qxd 4/17/2023 11:25 AM Page 5

Innafélagsmót

Fimleikadeildar

Fimleikadeild Fylkis var með 1. hluta innanfélagsmótið í dag en þá kepptu stúlkur í 5. þrepi létt, 5. þrepi og 4. þrepi létt en þetta eru allt ungar stúlkur sem eru að gera æfingar sínar.

Í 5. þrepi létt fengu allar stúlkurnar verðlaun fyrir sitt besta áhald, í 5. þrepi var í fyrsta sæti og fylkismeistari í 5. þrepi Karen Mist Eiðsdóttir í 2. sæti var Anna Katrín G. Englert og í 3. sæti var Ósk Norðfjörð Sveinsdóttir.

Í 4. þrepi létt var í 1. sæti Ylfa Sigrún N. Wilbinsdóttir í 2. sæti Ragnheiður Kara Jónsdóttir og í 3. sæti Nicola Kondraciuk.

Fimleikadeildin þakkar öllum keppendum sínum fyrir daginn í dag.

Á sunnudageginum 16. apríl hófst mótið kl. 11:15. og þá kepptu eldri keppendur í 4. þrepi, 3. þrepi 2. þrepi 1. þrepi og frjálsar og drengir kepptu í 5. þrepi, 4. þrepi og 1. þrepi. Allir stóðu sig með mikilli príði og framtíðin er björt hjá Fimleikadeildinni. Úrslit í þrepum stúlkna. Í 4. þrepi varð Nína Karen Kudla í fyrsta sæti, Karen Erla Bjarkadóttir í öðru sæti og Matthildur Einarsdóttir í þriðja sæti. Í 3. þrepi varð Aníta Líf Pálsdóttir í fyrsta sæti í öðru sæti Alma Rut

Kristmundsdóttir og í þriðja sæti Soffía Ingólfsdóttir.

Í 2. þrepi var í 1. sæti Magdalena Yaneva Dimova og í 2. sæti Leah Karin

Garðarsdóttir Mosty.

Í 1. þrepi var í 1. sæti Helena Lea Alfonsdóttir Ramel, í 2. sæti Emma Sóley

Halldórsdóttir og í 3. sæti Hildur Kristín Pétursdóttir. Í frjálsum æfingum kvenna var í fyrsta sæti Helena Helgadóttir, í öðru sæti Rakel Vilma Arnarsdóttir og í þriðja sæti Helga Karen Halldórsdóttir.

Einnig kepptu strákar í 5. þrepi, 4. þrepi og 1. þrepi. Í 5. þrepi varð Fjölnir Nökkvi Benediktsson í fyrsta sæti, í öðru sæti Alexander Örn Stefánsson í þriðja sæti Viktor Ingi Pálsson. Í 4. þrepi lenti Arnór Logi Hjartarsson Dungal í fyrsta sæti í öðru sæti Agnar Magnús Atlasson og í því þriðja Birkir Logi Gunnarsson Kaldal.

Í fyrsta sæti í 1. þrepi varð Ásgeir Smári Ásgeirsson og í öðru sæti Davíð Þór Bjarnason. Fimleikadeild Fylkis óskar öllum þátttakendum sem kepptu á innanfélagsmóti 2023 bæði á laugardegi og sunnudegi til hamingju með sinn árangur.

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Árbæ og Grafarholti:

Rakel Kara, Rebekka Ósk og Ingi Freyr best

Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar í Reykjavík, Árbæjar og Grafarholts hverfin, var haldin síðasta fimmtudag 23. mars í Árbæjarkirkju. Þar stigu 14 nemendur (7. bekkingar) úr 7 grunnskólum í púlt og fluttu valinn kafla upp úr bók Gunnars Helgasonar, Víti í Vestmannaeyjum. Ljóð eftir Aðalstein Áberg Sigurðsson og ljóð að eigin vali.

Meðfylgjandi er dagskrá keppninnar og myndir frá hátíðinni

Vinningshafar voru:

1. Rakel Kara Sigurþórsdóttir –Sæmundarskóla.

2. Rebekka Ósk Elmarsdóttir –

Dalskóla.

3. Ingi Freyr SkúlasonNorðlingaskóla.

Keppendur skólanna á lokahátíðinni

voru þessir:

Árbæjarskóli

Guðmundur Atli Jónsson

Karen Lind Þorsteinsdóttir

Ártúnsskóli

Páll Þór Sigurjónsson Þórhildur Guðjónsdóttir

Dalskóli María Kristín Magnúsdóttir Rebekka Ósk Elmarsdóttir

Ingunnarskóli

Arnar Alexander Viðarsson Sigþór Örn Gunnarsson

Norðlingaskóli Hekla Lind Ólafsdóttir Ingi Freyr Skúlason

Selásskóli

Ari Kjartan Jónsson Signý Hrafnkelsdóttir Sæmundarskóli Margrét Kolbrún Örvarsdóttir Rakel Kara Sigurþórsdóttir

Árbæjarblaðið Fréttir 6 Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár
Þátttakendur í lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar. Sigurvegarar í stóru upplestrarkeppninni. Rakel Kara, Rebekka Ósk og Ingi Freyr. Helena Helgadóttir sigraði í frjálsum æfingum.
ÁB NÝ 2022_Arbær Aðsent efni - .qxd 4/19/2023 2:22 PM Page 6
WITHOUT CONTROL POWER IS NOTHING B ða 13 Breiðhöf ve landsi erkstæ Stærs ns ði sta Nes n eiðhöfð sdekk Br nágren í næs ða 13. nni sta Tímap hjólbarð pantanir á nesde tæði lan ðaverks omn Eitt fullk ekk.is dsins. nasta í t Bókð fibíli t Bókaðu k þi tíma á netinu ð ð Tímabókun 59902080 ykjavík 110 Re Brreeiðhöfði13 5 Stæ reeiðhö tir ekki máli ðin skip tær dekkjaúrvali ím Bókaðu áBr fðða13. ið á nesdekk. a fyrir bílinn öf .is o s n þinn og 561 420 u a 0 / nesdekk.is ÁB NÝ 2022_Arbær Aðsent efni - .qxd 4/18/2023 11:32 AM Page 7

Bleikja í appelsínu og chili með tómat pasta

- frábær réttur sem vert er að prófa

Við höldum áfram að kynna fyrir ykkur afar girnilegar og góðar uppskriftir frá Hafinu í Spönginni.

Að þessu sinni er að bleikjan sem sem er í forgangi en í Hafinu er gríðarlegt úrval f frábærum fiskiréttum og girnilegu meðlæti.

Uppskriftin sem hér fylgir er fyrir fjórar manneskjur og lítur svona út:

Innihald

Bleikja

600 gr. bleikja í appelsínu og chili frá Hafinu. 15 ml olía.

Sósa

200 ml hakkaðir tómatar. 30 gr. tómat púrra.

- Gæðin skipta máli -

100 ml vatn.

1 stk. grænmetis teningur.

10 gr. fínt skorið basil.

2 stk. hvítlauks geirar.

1 tsk. chiliflögur.

100 gr. grænn aspas.

10 stk. kirsuberjatómatar.

50 gr. parmesan ostur.

500 gr. spaghetti

Aðferð

Bleikja

Hitið olíu á pönnu og leggið fiskinn á pönnuna, ef fiskurinn er með roði þá fer það fyrst niður.

Steikið þar til fiskurinn er hálfeldaður og roðið stökkt, snúið við og klárið eldunina í 2 – 3 mínútur.

Sósa

Setjið vatnið, hakkaða tómata, tómat purée, grænmetis tening, basil, hvítlaukinn og chiliflögur í pottinn.

Suðan fenginn upp og látið malla í 5 mínútur.

Spaghetti Fylgið leiðbeiningum á pakka. Aspasinn er létt steiktur á pönnu upp úr smjöri. Kirsuberjatómatar skornir í helming. Allt blandast saman og rífið Parmesan ost yfir. Verði ykkur að góðu!

Árbæjarblaðið Mataruppskriftir frá Hafinu 8 ÞÚ GETUR BÓKAÐ BRAUT Á KEILUHOLLIN.IS OG Í SÍMA 5 11 53 00 AÐ KEILA ER LEIKIN AF 120.000.000 MANNS Í YFIR 90 LÖNDUM. VISSIR ÞÚ? KÍKTU Í KEILU, PÍLU, KAREOKE, PIZZU, DRYKK, BOLTA OG FJÖR. .is o bffo bf ÞJÓNUSTA BGSVOTTUÐ A) · 2 T AT G SMIÐJUVEGI 22 ( RÆN GA ÞJÓNUSTA BGSVOTTUÐ VOGI · SÍMI: 567 7360 A 200 KÓP
Bleikjan frá Hafinu í Spönginni er hreint lostæti að ekki sé nú talað um hollustuna.
ÁB NÝ 2022_Arbær Aðsent efni - .qxd 4/15/2023 5:31 PM Page 8
ÁB NÝ 2022_Arbær Aðsent efni - .qxd 4/17/2023 6:50 PM Page 9

Endurvinnslum eropinallad móttakan agahjá

Móttaka Endurvinnslunnar er opin

Við tökum vel á mót

agagjhjá b raunbæ

i þér. alla daga vikunnar.

Grænir skátar styðja við ungmenna

Munið eftir nýja endurvinn

eidda Greiddarining eru

er opin alla d p káíH skátunum í Hr dreru

nsluappinu astarf í samfélaginu.

20

k

20kr.

in fyrir eininguna

Frábær kaup í

Múrbúðinni

Við á Árbæjarblaðinu hikum ekki

við að láta lesendur okkar vita þegar við komum auga á frábær tæki-færi í alls kyns innkaupum.

Nú þegar sumarið er innan seiling-ar eru margir sem þurfa að nota háþrýstidælur. Til dæmis til að þvo hús að utan, glugga, bíla nú eða stéttir utan við hús hjá fólki.

Á dögunum var okkur bent á mjög góða háþrýstidælu sem er til sölu í

Múrbúðinni. Hún er mun ódýrari í

Opnunartíminn okkar er:

Vikrir dagar kl. 9-18

Helgar kl. 12-16:30

Endurvinnslumóttakan Hraunbæ 123 . 110 Reykjavík

Múrbúðinni en sambærilegar dælur í öðrum verslunum þar sem við leituðum fyrir okkur. Munar þar mjög mörgum þúsund köllum. Dælan sem um ræðir, Lavor STM 160 ECO, er með þremur stillingum á þrýstingi eftir notagildi dælunnar hverju sinni. Lavor hefur einkaleyfi á

þessum búnaði og hann því ekki fáanlegur annars staðar. Engin hætta er á að dælan sé of kraftmikil til dæmis í bílaþvott. Sérstök stilling er fyrir þannig þvott.

Þessi dæla er mjög þægileg og einföld í notkun og með henni fylgja margir nytsamlegir aukahlutir sem geta komið sér afar vel, til dæmis við pallaþvott þar sem háþrýstidæla er lykilatriði ef vel á til að takast.

Þessa dagana er þessi tiltekna háþrýstidæla á sérstöku útsöluverði þar sem gefinn er 15% afsláttur.

Við höfum heyrt mjög mörg dæmi um frábær verð í Múrbúðinni og við viljum hvetja lesendur til að kanna málið þar áður en farið er í viðskiptin. Það er hægt að vera á góðu kaupi við að bera saman verð.

Árbæjarblaðið
10
Fréttir
ÁB NÝ 2022_Arbær Aðsent efni - .qxd 4/18/2023 11:15 PM Page 10
Lavor dælan er á frábæru verði í Múrbúðinni.

ÆVINTÝRAHÖLL BARNAMENNINGARHÁTÍÐAR Borgarbókasafn Spönginni, Grafarvogi

LAUGARDAGUR

22. APRÍL

10:30 - 11:15

Fjölskyldu jóga

11:00 - 12:00

Japönsk origami smiðja

12:00 - 12:30

Tíst, tíst!... Ćwir, ćwir!... Tweet, tweet!

13:00 - 13:30

Felix Bergsson les úr bókum sínum

13:30 - 14:00

Ys og þys í Grafavogi

Danssýning frá Dansgarðinum

14:00 - 15:00

Húllafjör í Ævintýrahöllinni

15:00 - 16:00

Dans Brynju Péturs

Smiðjur

13:00 - 15:00

Friðarbönd á vinarhönd

12:00 - 14:00

Barmmerkjasmiðja

10:30 - 16:00

Lita og klipp smiðja

Utandyra

11:00 / 12:00 / 13:30 / 14:30 / 15:30

Heimferð - örleikhús

SUNNUDAGUR

23. APRÍL

10:30 -1 1:15

Fjölskyldu jóga

11:00 - 12:00

Blaðrarinn (skráning á staðnum áður en viðburður hefst)

12:00 - 13:00

Blaðrarinn (skráning á staðnum áður en viðburður hefst)

13:00 - 13:30

Arndís Þórarinsdóttir - les úr verkum sínum

13:30 - 14:30

Æskusirkusinn sýnir listir sínar

14:00 - 15:00

Dans Afríka Iceland sýning og fjölskylduafró

15.00 - 16.00

Krakkakarókí

Smiðjur

13:00 - 15:00

Friðarbönd á vinarhönd

12:00 - 14:00

Barmmerkjasmiðja

10:30 - 16:00

Lita og klipp smiðja

Utandyra

11:00 / 12:00 / 13:30 / 14:30 / 15:30

Heimferð - örleikhús

13:00

BMX BRÓS

barnamenningarhatid.is

ÁB NÝ 2022_Arbær Aðsent efni - .qxd 4/17/2023 11:30 AM Page 11

Öskudagurinn

Öskudagurinn

Krakkarnir

Árbæjarblaðið Fréttir 12
var á sínum á stað í byrjun vors og krakkarnir í Árbænum gerðu sér margt til skemmtunar að venju. gengu í hús og sungu fyrir fólk og fengu mikið af góðu nammi í staðinn. Krakkarnir mættu í sínum flottustu búningum og Katrín ljósmyndari okkar fylgdist vel með að venju. Systkinin Óskar Helgi og Þórunn Ragnarsbörn og systkinin Bergrós Júlía og Róbert Árni Friðriksbörn. Aníta Rut Jónsdóttir, Hildur María Torfadóttir og Natalía Rós Emilsdóttir. Guðný Birna Ólafsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Ólöf Inga Kjartansdóttir og Ragna Björk Snæbjörnsdóttir létu ekki veðrið spilla fyrir sér gleðinni á öskudaginn. Baldur Þór Sigurbjörnsson, Baldur Freyr Magnússon, Óskar Helgi Ragnarsson, Baldur Freyr Magnússon, Christiaan Breki Þorsteinsson, Arnar Elís Tryggvason, Róbert Árni, Alexander Arnar Sigþórsson og Andri Sigurður Sigþórsson. Valdimar Kristjánsson, Klói, Kolbrún Tara, Daníel, Adelía Sól, Malvin Þór og Berglind Svana. Björk Roijker, Benjamín, Eva Karen, Emilía, Alexandra, Birgitta, Sævar ásamt Klóa. Baltasar Leó Ólafsson og bræðurnir Mikael Carlo og Rafael Snær Sigurðarsynir hittu Klóa. Magnús Berg Halldórsson, Logi Hrafn Bragason og Elís Ernir Viktorsson nemendur í Selásskóla. Aron Darri Elmarsson , Margrét Sóllilja Elvarsdóttir og Kristófer Sesar Hrafnsson gengu í hús að syngja fyrir smá nammi. Egill Óli Clausen og Emma Matthea Burknadóttir eru í sama leikskóla.
ÁB NÝ 2022_Arbær Aðsent efni - .qxd 4/18/2023 11:35 AM Page 12
ÁB myndir Katrín J. Björgvinsdóttir

Árbæjarblaðið Fréttir

Hjörtur Logi Þorgeirsson, Birkir Hallbjörnsson og Már Jóhannsson starfsmenn í Norlingaskóla. Emil Freyr Magnússon, Elvar Orri Stefánsson, Elías Bjarmi Eyþórsson, Rúnar Alexander Jónsson, Sebastian Óli Ólafsson og Vignir Snær Jónsson. Kötturinn Klói úr Mjólkursamsölunni tók vel á móti Arnari Mána Vignissyni og Steinunni Dúu Jónsdóttur á öskudaginn. Laíla Liv Waage og Kristný Rún Ingvarsdóttir voru ekki sviknar af glæsilegum nammipoka hjá Nonna í Þykkvabænum. Diljá Emilía Gunnarsdóttir, Karítas Davíðsdóttir og Aría Katrín Guðjónsdóttir voru að koma heim úr leikskólanum. Systurnar Freyja Dís og Eydís Embla Róbertsdætur kíktu við í Félagsmiðstöðina Hraunbæ 105 og sungu nokkur lög fyrir nammi. Systurnar Sigríður Huld og Anna Huld voru duglegar að syngja í Norðlingaholtinu. Oddný Dís Jónsdóttir, Thelma Lind Brynjarsdóttir og Íris Anna Arnarsdóttir fengu sér göngu um Norðlingaholtið. Systurnar Erna Óðný og Guðrún Árný Eyþórsdætur ásamt Nonna í Þykkvabænum.
13
ÁB NÝ 2022_Arbær Aðsent efni - .qxd 4/19/2023 2:36 PM Page 13
Sigrún Dís Kristófersdóttir, Marín Bylgja Stefánsdóttir, Guðrún Klara Brynjólfsdóttir, Unnur Lovísa Magnúsdóttir, Viktoría Bridde Ingadóttir og Lili Helka Oláh nemendur í Norðlingaskóla.

Gamla myndin

Félagsstarf fullorðinna

Viltu koma í myndlist, söngstund eða spila félagsvist?

Finnst þér gaman í dansleikfimi eða að útskurði og tálgun?

Langar þig að læra betur á snjalltækin þín, eða spila bingó?

Hefurðu gaman af ýmiss konar handavinnu eða ert með fleiri hugmyndir að einhverju til að gera í félagsstarfi fyrir fullorðna?

Þá er kjörið fyrir þig að koma í félagsmiðstöðina í Hraunbæ 105 og taka þátt í félagslífinu með okkur.

Hádegismatur frá Vitatorgi alla virka daga, panta þarf fyrir kl. 13 daginn áður og að sjálfsögðu er heitt á könnunni.

Öll hjartanlega velkomin.

Frekari upplýsingar er að finna á facebook síðu félagsstarfsins: www.facebook.com/hraunbaer105 eða í síma 411 2730

Félagsmiðstöðin

Hraunbæ 105

Sími 411-2730

Útfarar

rstofa Íslands

Gylfi Einarsson í sigurleik 2011

Við sjáum hér skemmtilega mynd af Gylfa Einarssyni úr sigurleik Fylkis gegn Víkingi árið 2011. Gylfi sneri heim þetta ár eftir rúmlega áratuga dvöl í atvinnumennsku en því miður var þetta hans síðasta leiktíð vegna þrálátra meiðsla. Gylfi sést nú reglulega á skjánum í umfjöllun Símans um enska boltann. Mynd: Einar Ásgeirsson KGG

Frumbyggjamessa 23. apríl kl. 17

Sólarhringsv

um til aðstandenda og ræð

ðum skipulag sé þess óskað

Eiríksdót

Útfararstofa

3300 & 565 5892 D

Lengi hefur verið á döfinni að kalla saman fólkið sem telst til frumbyggja í Árbæjarhverfi. Þau ykkar sem byggðu og þau ykkar sem ólust upp í Árbænum fyrstu árin þegar hverfið var að byggjast upp seint á sjöunda áratugnum og árunum þar á eftir. Frumbyggjamessa verður í Árbæjarkirkju kl. 17.00 sunnudaginn 23. apríl. sr.

Þór Hauksson þjónar fyrir altari. Kirkjukórinn og Bjarni Ara syngur. Organisti Krisztina Kalló Szkenár. Eftir athöfn í kirkjunni er kirkjugestum boðið að þiggja léttar veitingar í safnaðarheimili kirkjunnar. Gaman væri að heyra frásögur og sjá myndir frá þessum árum í safnaðarheimili kirkjunnar. Allar

ttir

Hafnarfjarðar

Dofrahellu 9b

Ég mæli svo eindregið með

kvikmyndatækninni

Í örum vexti hinna skapandi greina hefur Stúdíó Sýrland skapað sér sérstöðu sem fyrirtæki sem ekki aðeins nýtir þá þekkingu og aðstöðu sem það hefur upp á að bjóða fyrir hefðbundna viðskiptavini, heldur er fyrirtækið leiðandi í að tvinna saman starfsemina við fræðslu í skapandi tæknigreinum.

Nám í kvikmyndatækni í samvinnu við Rafmennt eru námsleiðir sem Stúdíó Sýrland er stolt af því að hafa þróað og kennt síðustu árin. Kennar sem kenna kvikmyndatækni eru á meðal þeirra fremstu í sínu fagi. Fyrirmynd, eftir Baldur Einarsson sem er uppalinn Árbæingur, var sýnd á Kvikmyndahátíð á dögunum.

Aðalleikarar eru: Gabríel Einarsson og Guðmundur Martin Hulduson sem eru

nemendur í Árbæjarskóla.

Við tókum Baldur í smá yfirheyrslu á

dögunum:

Nafn: Baldur Einarsson, 20 ára. Hvar ertu fæddur og hvar ólstu upp?

Ég fæddist á Akranesi, en ólst upp í Árbænum í Reykjavík. Hvers vegna kvikmyndatækninám?

,,Ég vildi læra að koma hugmyndum

,,frá blaði í myndform á réttan hátt” en ég var mikið að gera litlar stuttmyndir á yngri árum, og fékk reynslu sem ungur strákur að leika fyrir framan myndavél.

Áhuginn fyrir kvikmyndagerð kviknaði þar, þegar ég var bara 11 - 12 ára og kvikmyndatækni var rétti valkosturinn á skóla.

Um hvað er stuttmyndin þín?

,,Stuttmyndin er um tvo vini sem að

eru að reyna að ganga í augu stóra bróður eins þeirra og vini hans með því að ,,að græja áfengi fyrir partý” og lenda í allskonar veseni með það. Kannski um það að vera með góðar fyrirmyndir.” Myndir þú mæla með þessari leið í námi og hvers vegna? ,,Ég mæli svo eindregið með kvikmyndatækninni, frábær teymisvinna, frammúrskarandi tæki, geggjuð kennsla, svo skapast rosalega mikil vinátta og samvinna með bekkjarfélögum og þið fáið að móta og skapa kvikmyndastílinn ykkar og framtíð.” Er eitthvað lífsmottó sem þú vilt deila með lesendum? ,,Glasið er alltaf hálf-fullt”.

hugmyndir eru vel þegnar. Hægt er að setja sig í samband við sóknarprestinn sr. Þór Hauksson (thor@arbaejarkirkja.is) eða Öldu Magnúsdóttur (eykt13@gmail.com) Nánari dagskrá verður auglýst þegar nær dregur á heimasíðu kirkjunnar www.arbaejarkirkja.is

Árbæjarblaðið
14
Baldur Einarsson er tvítugur Árbæingur og framtíðarmaður í kvikmyndabransanum.
ÁB NÝ 2022_Arbær Aðsent efni - .qxd 4/17/2023 3:17 PM Page 14
Árbæingarnir Gabríel Einarsson og Guðmundur Martin Hulduson.

Fréttamolar frá kirkjustarfinu

Helgihald í apríl og maí 2023

Sunnudaginn 23. apríl kl. 17.00

Léttmessa (frumbyggjamessa) sjá nánar og heimasíðu kirkjunnar www.arbaejarkirkja.is og frétt hér í blaðinu. sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari.

Sunnudaginn 30. apríl kl. 11.00

Guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Árbæjarkirkju leiðir sönginn undir stjórn Krisztinu Kalló Sklenár organista.

Sunnudagaskólinn er á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjá Andreu Önnu Arnardóttur, Thelmu Rósar Arnardóttur og Sigurðar Óla Karlssonar. Kaffi og spjall eftir stundina.

Sunnudaginn 7. maí kl. 10.00

Fjölskyldusafnaðarferð. Nánari upplýsingar er að finna á www.arbaejarkirkja.is

Sunnudaginn 14. maí kl. 11.00.

Guðsþjónusta kl. 11.00. sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Árbæjarkirkju leiðir sönginn undir stjórn Krisztinu Kalló Sklenár organista. Kaffi og spjall eftir guðsþjónustuna.

Fimmtudagurinn 18. maí Uppstigningadagur)

Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00. Guðsþjónusta kl. 11.00. sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir og sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari. Kór Árbæjarkirkju leiðir sönginn undir stjórn Krisztinu Kalló Sklenár organista. Kór aldraðra syngja. Hátíðarkaffi í safnaðarheimili kirkjunnar í boði Soroptimistaklúbbs Árbæjar.

Sunnudaginn 21. maí kl. 11.00

Guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Árbæjarkirkju leiðir sönginn undir stjórn Krisztinu Kalló Sklenár organista. Kaffi og spjall eftir guðsþjónustuna.

Skoðið nánar á heimasíðu kirkjunnar www.arbaejarkirkja.is

Þér er ekki boðið

Öll eigum við augnablik í lífinu sem dvelur fast í huga. Minnumst hvar við vorum þegar ákveðnir stóratburðir áttu sér stað og eignuðust sinn sess í sögunni.

Einhver man eftir hvar hann/hún var þegar fregnin af morði á John Lennon barst um heimsbyggðina, árásin á Tvíburaturnana í New York og þeir sem eldri eru en tvæ vetra þegar John F. Kennedy var veginn í Texas og þannig mætti halda áfram. Svo er allt hitt sem ratar ekki í heimsfréttirnar. Fellur undir skilgreininguna ,,persónusaga” sem á ekki sinn sess í sögubókum eða heimssögunni. Eitthvað sem er sára ómerkilegt í huga heimsins, en hefur óskaplega stóra þýðingu fyrir ,,litla” sjálfið.

Þegar þessi pistill kemur fyrir sjónir lesenda eru páskarnir að baki en við lifum í aftanskini þeirra næstu vikurnar. Páskarnir, mesta hátíð kristinna manna. ,,Ef upprisan hefur ekki átt sér stað er trú vor ónýt,” orti skáldið. Eitthvað sem undirritaður hafði litlar áhyggjur af eða yfir það heila leitt hugann að á sínum æskuárum.

Talandi um æskuár. Ég er svo lánsamur yfir það heila að eiga góðar minningar af páskahaldi æsku minnar og til þess að gera til dagsins í dag. Einir páskar æsku minnar lýsa upp heiðhvolf minninga líkt og friðarsúlan í Viðey á myrkvuðum degi október mánaðar og það kemur ekki til af góðu. Til að fyrirbyggja allan misskilning er ég ekki að leggja að jöfnu morðið á bítilnum John Lennon og það sem gerðist eina páska æsku minnar.

Í þokukenndum minningum æskunnar var páskadagsmorgunn syfjaðasti morgunn ársins. Vakinn upp fyrir allar aldir og farið var fótgangandi í kirkju úr Þér er ekki boðið Norðurmýrinni yfir Skólavörðuholtið framhjá Hallgrími; sem á þeim árum var hugmynd komin eitthvað áleiðis til þess sem kirkjan er í dag. Helgihaldið undir kór kirkjunnr. Hallgrímur horfði á eftir fjölskyldunni niður að Reykjavíkurtjörn. Fjölskyldan svo fjölmenn að ,,venjulegur

bíll rúmaði ekki hópinn. Meira segja var ekki búið að ræsa strætó, svo snemma var lagt af stað að ég hefði ekki verið hissa að hitta konurnar sem fyrst komu að opinni gröf Jesú. Móðar og másandi vegna hlaupa þeirra og veltu þær fyrir sér hverjum þær ættu að segja frá tómu gröfinni. Á þeim tíma var ekki hlustað á konurnar. Ég gat svo sannarlega samsamað mig þessum konum. Frá öllum þessum páskamessugöngum fjölskyldunnar í gegnum árin man ég eftir einum manni sem hljóp við fót svona snemma morguns á páskadegi, kom það væntanlega ekki til af góðu því í humátt á eftir honum komu lögregluþjónar. Hlauparinn gaf sér tíma til að kasta á okkur kveðju. ,,gleðilega páska” sagði hann og kinkaði til okkar kolli. Auðvitað fylgdist ég með þeim allt til þess að hlauparinn og löggurnar sem á eftir honum voru hurfu fyrir næsta horn. Vissi ég ekki hvað þeim fór á milli en gat vel ímyndað mér að það hafði ekkert með upprisuna að gera eða drauma um páskaegg.

Aftur að páskadagsmorgninum þar sem enginn sjáanlegur var á hlaupum enda á þeim tíma sem almennt skokk var viðsfjarri huga nema að hlaupa undan löggunni. Þegar í kirkjuna var komið við tjörnina stóð ég á öndinni svo mikill var flýtirinn að koma á réttum tíma í kirkjuna. Meira að segja vekjaraklukkan þennan morguninn svaf yfir sig. Lái ég henni það ekki. Mér varð á að segja á leiðinni að það væi allt í lagi að koma aðeins of seint. Hafði orð um að presturinn væri örugglega búinn að heyra fréttina um upprisu Jesú og þyrfti

ekkert á okkur að halda nema kannski í söngnum því að hann söng ákaflega velþað man ég vel þótt ég muni ekki allt og allra síst mátti ég hafa orð á því í messunni sjálfri sem ég reyndar leyfði mér aðeins einu sinni og fékk þannig svip hjá nærstöddum að foreldrar mínir fyrir mína hönd settu dreyrrauða, afhverju veit ég ekki. Það á að segja frá því sem vel er gert. Mér leið ekki ósvipað konunum sem sögðu

frá upprisu Jesú. Þær hljóta að hafa sett dreyrrauða þegar sett var ofan í við þær, talandi aðra eins vitleysu um tóma gröf. Mér reyndar gat ekki verið meira sama –einu áhyggjur mínar á páskadagsmorgni í Fríkirkunni í Reykjavik á sjöunda áratug síðustu aldar var hvort ég fengi ekki alveg

sem enginn vill vera veik/ur, koma engu ofan í sig. Eini dagur ársins þar sem heitt súkkulaði með þeyttum rjóma og sætar kökur rötuðu á morgunverðaborðið og páskaegg fyrir það eitt að Jesú reis upp frá dauðum. Takk Jesú. Fljótlega voru páskaegg systkina minna minningin ein, eins og ljósmyndafilma sem yrði framkölluð seinna í Hans Petersen Bankarstræti. Systkinin mín eldri, sannfærðu mig um að eggið væri komið á síðasta söludag og það yrði að borðast strax. Ég vissi allt um það og mig hryllti við því, þetta með síðasta söludag. Nokkru áður hafði ég tekið gúlpsopa mjólkur sem var farin yfir síðasta neysludag með tilheyrandi súrbragði.

Það kom að því að ég komst til vits og ára - allavega til ára, látum vitið liggja milli hluta og aðra um að dæma. ,,Enginn er dómari í eigin sök.” Þegar ég fór að hafa eitthvað um það að segja hvaða stærð af

páskaeggi ég óskaði mér, héldu mér engin bönd. Betri helmingur minn reyndarfurðar sig stórum á hvaða stærð af eggi ég valdi mér - það stærsta. Minna má það ekki vera.

Ég get ekkert gert, eða kannski er réttara að segja að páskaeggið forðum daga æsku minnar hvílir þungt í huga mér, þótt veröldinni allri sé slétt sama. Þegar bráði af mér og ég komst til sjálfs míns á þriðja degi páska var það of seint. Systkini mín höfðu sannfært mig, litla bróður á sjálfum páskadegi, að þau gerðu mér greiða að klára páskaeggið mitt. Á sjálfum páskadegi þegar ég var, horft til slappleika míns, sem skilgetið afkvæmi föstudagsins langa sem boðflenna á sjálfum páskadagsmorgni. Hugsað til baka leið mér eins og öskrað væri í eyra mér á pari við strákana í hljómsveitinni 110 Rottweiller hundum mörgun árum seinna öskruðu lagið: ,,Þér er ekki boðið!”

Aðalfundur

Aðalfundur Árbæjarsafnaðar verður haldin 25. apríl kl.17.15 í safnaðarheimili kirkjunnar. Fundarefni: Venjueg aðalfundarstörf.

örugglega páskaegg þetta árið. Árið áður fékk ég páskaegg en....

Alast upp í sjö systkina hópi og vera næst yngstur getur verið blúsað og djassað, poppað og rokkað, togað og teygt. Þau ykkar sem eru eða hafa verið á sama stað og ég eða svipuðum að eiga fjöldann allan af eldri systkinum getið alveg getið ykkur til um hvernig það getur verið þegar á puttunum talið dugar og rúmlega það að telja lífárin. Það var ýmislegt sagt við mig og ég auðvitað trúði því sem eldri systkini mín sögðu.

Um árið eina páskana varð ég fyrir þeim ósköpum að veikjast af umgangspest. Veikindum fylgir oftar en ekki lystarleysi. Það var páskadagsmorgunn - morguninn

15
Árbæjarblaðið Fréttir
- eftir sr. Þór Hauksson sóknarprest í Árbæjarsókn
sr. Þór Hauksson.
ÁB NÝ 2022_Arbær Aðsent efni - .qxd 4/17/2023 3:18 PM Page 15
Æ FM A A S Æ GÆ G E ST / R ANI LI A J G G A EIL K FSM FSSMMA A TAAÐNUM ASAM OG ENDA OG HEFST Ð HÓPEFLI M DJJAMM STAARF LTTA DRYKK ATTUR, KEILA, MA UROGALL T R D M ST K NN NNNA A EINUM Á AR VEÐUR T T F GO R A P U ÍK ÍLEI RIRÞI Y ÁOKKURF ÐFR ÐUTILBO FÁ laugardag og ÆIN A Í B RÚTA HOU Y HAPPY tað m s inu r á e t e all em r s a r þ kku á o j a h innandyr eðri u v óð n í g n e ama m s hópnu jappa ð þ a a etr r b r e Hva Ð PY T FÖST Á F OPNUM YRR NNHÓPÁ a östudaga a f all N g m o arnu á b R UDÖGUM L S A UK K AO HOLLINEILU HOLLIN@KEILU K R Þ RI R F KKU Á O R Ð F ILBO U T Ð N.IS P Á Ó N H IN ST E R ANI keiluhollin.is 0 3 0 1 5 . 5 1 s ÁB NÝ 2022_Arbær Aðsent efni - .qxd 4/18/2023 8:32 PM Page 16
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.