Freyja 3-1

Page 1

BÚNAÐARBLAÐIÐ

FREYJA

MEÐAL EFNIS:

GELDSTAÐAN

ILLVIÐRIÐ Í SEPTEMBER

LUNGNAKREGÐA Í SAUÐFÉ

1. TÖLUBLAÐ

VOR 2013

3. ÁRGANGUR



Frá ritstjórn Hér er komið fyrsta tölublað búnaðarblaðsins Freyju árið 2013. Viljum við byrja á því að bjóða lesendum okkar gleðilegt ár, þó nokkuð sé nú liðið frá áramótum, og þakka samfylgdina síðustu tvö ár. Í blaðinu kennir ýmisa grasa að vanda. Fjallað er um nýliðun í nautgripa- og sauðfjárrækt og tveir landsþekktir veðurfræðingar gera illviðrinu 10. og 11. september góð skil. Katrín Andrésdóttir og Jóhannes Sveinbjörnsson taka síðan upp þráðin þaðan sem frá var horfið í síðasta blaði, svo eitthvað sé nefnt.

Búnaðarblaðið Freyja 1. tölublað, 3. árgangur Útgáfudagur: 11. mars 2013

Í upphafi þessa útgáfuárs fórum við útgefendur yfir stöðuna og þá reynslu sem safnast hefur í sarpinn síðustu tvö ár. Í kjölfarið var tekin sú ákvörðun að hætta útgáfu blaðsins á prentuðu formi, þar sem slíkt var bæði tímafrekt og stóð ekki undir sér kostnaðarlega. Við munum þó halda ótrauð áfram í útgáfustarfinu á vefnum og nýta fjármuni og vinnustundir fremur í að efla blaðið sem veftímarit.

Ábyrgðarmenn og ritstjórar: Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir (898-4897) Axel Kárason (860-2935) Eyjólfur Ingvi Bjarnason (862-0384) ISSN: 1670-8911 Forsíðumynd: Beðið eftir vorinu (GEH)

Þessi vetur hófst með hvelli í byrjun september og hefur eflaust reynst mörgum bæði langur og erfiður. Nú styttist hins vegar í komu vorsins með öllum þeim skemmtilegu verkefnum sem því fylgja. Vonum við að bændur og búalið komi vel undan vetri og óskum lesendum Freyju velfarnaðar í vorverkunum.

Útgefandi: Útgáfufélagið Sjarminn Raftahlíð 55 550 Sauðárkrókur www.sjarminn.is sjarminn@sjarminn.is

EFNISYFIRLIT Staða og þróun nýliðunar í nautgripa- og sauðfjárrækt Helgi Elí Hálfdánarson – 3 Af illviðrinu 10. til 11. September 2012 Trausti Jónsson og Einar Sveinbjörnsson – 6 Fóðrun áa á meðgöngu og fyrst eftir burðinn Jóhannes Sveinbjörnsson – 11 Geldstaðan – upphafið á nýju mjaltaskeiði Katrín Andrésdóttir – 15

Efnamagn í mykju Ríkharð Brynjólfsson – 20 Kregða og aðrar lungnasýkingar í sauðfé – hvað er til ráða? Hákon Hansson – 21 Hvað eru kynbætur? Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Emma Eyþórsdóttir – 26

FREYJA 1-3

2


UMRÆÐAN

Staða og þróun nýliðunar í nautgripa- og sauðfjárrækt Miklar breytingar hafa orðið í starfstétt bænda síðustu ár. Búfjáreigendum hefur fækkað og meðalaldur starfandi bænda hækkað. Þessi atriði gefa vísbendingar um að nýliðun í landbúnaði sé lítil. Eðlileg endurnýjun í bændastéttinni er mikilvæg til þess að landbúnaðurinn geti þróast og dafnað sem atvinnugrein. Í BS-lokaverkefni mínu í búvísindum við Landbúnaðarháskóla Íslands skoðaði ég stöðu og þróun nýliðunar í nautgripa- og sauðfjárrækt á Íslandi á tímabilinu 2001-2009.

H ELGI E LÍ H ÁLFDÁNARSON Landbúnaðarfræðingur BS-90 helgieli@gmail.com Staða nýliðunar í landbúnaði hefur mikið verið í þjóðfélagsumræðunni síðustu misseri. Umræðan hefur verið á þann veg að nýliðun sé sama sem engin og nær ómögulegt sé fyrir ungt fólk með áhuga á búskap að hasla sér völl í greininni. Forystumenn í landbúnaði hafa lýst yfir áhyggjum af stöðu nýliðunar í greininni. Meðal annars sagði Jón Bjarnason þáverandi ráðherra sjávarútvegsog landbúnaðar í ræðu sinni á Búnaðarþingi 2011: „Það er því ákveðið áhyggjuefni að meðalaldur íslenskra bænda heldur áfram að hækka sem bendir til þess að óeðlilega lítil nýliðun sé í greininni.“ (Jón Bjarnason, 2011). Samtök ungra bænda hafa ályktað um stöðu nýliðunar í landbúnaði og hvatt stjórnvöld og hagsmunafélög til aðgerða. Á aðalfundi félagsins sem haldinn var í félagsheimilinu

© Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir

3

FREYJA 1-3

Brún 25. febrúar 2012 beindu samtökin því til stjórnvalda og búgreinafélaga að: „Móta og koma í framkvæmd skýrri stefnu í nýliðunarmálum í öllum búgreinum“ (Samtök ungra bænda, 2012, 16. liður, bls. 3). Um verkefnið Markmið rannsóknarinnar var að greina stöðu og þróun nýliðunar í tveimur hefðbundnum búgreinum, nautgripa- og sauðfjárrækt, á tímabilinu 2001-2009. Þróun í fjölda skráðra búfjáreigenda á hverju ári var skoðuð, bæði einstaklinga og félaga. Þau gögn sem þessi rannsókn var byggð á voru fengin úr forðagæsluskýrslugrunni Matvælastofnunar. Fengnar voru upplýsingar um alla skráða eigendur nautgripa og sauðfjár á tímabilinu 2000-2009. Gögn fyrir hvert ár miðast við forðagæsluskýrsluuppgjör að vori. Höfundur setti fram skilgreiningu á hugtakinu nýliðun. Það var gert í tengslum við úrvinnsluna og tók skilgreiningin að hluta til mið af því gagnasafni sem unnið var með.


UMRÆÐAN Nýliðun er hér skilgreind sem þau tilfelli þegar einstaklingur eða félag er skráð sem nýr búfjáreigandi í búgrein samkvæmt forðagæsluskýrslum á tímabilinu 2001-2009. Nýliði getur verið einstaklingur eða félag sem tekur við búfjárhaldi af öðrum aðila, einstaklingi eða félagi, eða stofnar til nýs búfjárhalds. Gögn fyrir nautgriparækt og sauðfjárrækt voru unnin hvor í sínu lagi en með sama hætti. Eftir hreinsun gagnanna voru 1.898 nautgripaeigendur sem komu fyrir í gögnunum um nautgripi en 3.785

sauðfjáreigendur komu fyrir í gögnunum um sauðfé. Af skráðum eigendum nautgripa voru félög 207 talsins en sauðfjár 256 talsins. Niðurstöður og umræður Þróun nýliðunar í nautgriparækt var skoðuð sem hlutfall nýliða af heildarfjölda skráðra nautgripaeigenda í landinu. Þegar litið er yfir árin 2000-2009 í heild, má sjá að skráðum eigendum nautgripa fækkar á hverju ári tímabilsins, sjá 1. töflu. Mest er fækkun milli áranna 2000 og 2001 en þá fækkar skráðum eigendum um 85 aðila.

1 .tafla. Fjöldi eigenda og þróun nýliðunar í nautgriparækt.

Hlutfallsleg nýliðun í nautgriparækt er nokkuð stöðug á tímabilinu 2001-2009 og er meðalnýliðun tímabilsins 5,0% á ári, sjá 1.

töflu. Nýliðun er mest 6,6% árið 2007 en minnst árið 2008, eða 3,7%.

© Símon Bergur Sigurgeirsson

FREYJA 1-3

4


UMRÆÐAN 2 .tafla. Fjöldi eigenda og þróun nýliðunar í sauðfjárrækt.

Nýliðun í sauðfjárrækt var metin með sama hætti og í nautgriparækt, sem hlutfall nýliða af heildarfjölda skráðra sauðfjáreigenda í landinu. Þegar tímabilið 2000-2009 er skoðað í heild sinni, sjá 2. töflu, fækkar skráðum eigendum sauðfjár á öllum árum tímabilsins, nema árið 2009. Mest er fækkun milli áranna 2002 og 2003 en þá fækkar skráðum sauðfjáreigendum um 113 aðila. Dregið hefur úr fækkun þeirra frá árinu 2004. Hlutfallsleg nýliðun í sauðfjárrækt er nokkuð stöðug á tímabilinu 2001-2009 og er meðalnýliðun tímabilsins 5,3% á ári, sjá 2. töflu. Nýliðun var minnst árið 2001 eða 4,5% en mest árið 2002 eða 6,3%. Helstu niðurstöður/ályktanir Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að nýliðun á tímabilinu 2001-2009 var að meðaltali 5,0% á ári í nautgriparækt en 5,3% á ári í sauðfjárrækt. Skráðum eigendum Heimildaskrá: Jón Bjarnason (2011). Ræða ráðherra á Búnaðarþingi Sótt 1. apríl 2012 af 2011. http://www.sjavarutvegsraduneyti.is/radherra/raedu r_JB/nr/10419 Samtök ungra bænda (2012). Samþykkt mál á aðalfundi SUB 2012. Sótt 1. apríl 2012 af http://www.ungurbondi.is/bondi/images/stories/Skj ol/Samtykkt_mal_adalfundur_2012.pdf

5

FREYJA 1-3

nautgripa fækkar úr 1.474 aðilum árið 2000 í 959 árið 2009 en skráðum eigendum sauðfjár fækkar úr 2.805 aðilum árið 2000 í 2.376 árið 2009. Lokaorð Helstu annmarkar þessarar rannsóknar eru að allir aðilar sem eru skráðir nýir búfjáreigendur í búgrein á tímabilinu eru taldir nýliðar. Því má gera ráð fyrir skekkju af völdum þeirra sem hætta og byrja oftar en einu sinni sem skráðir búfjáreigendur á tímabilinu. Enn fremur þarf að hafa í huga að einhverjir búfjáreigendur gætu hafa breytt búrekstri sínum úr einstaklingsrekstri yfir á félagsform á tímabilinu. Það var ekki skoðað og því voru allir aðilar, einstaklingar og félög, sem komu nýir inn á skrá yfir búfjáreigendur á tímabilinu taldir nýliðar. Hér er um að ræða frumrannsókn á þessu viðfangsefni en vonandi er verkefnið hvatning til áframhaldandi rannsókna á þessu sviði. Niðurstöðurnar sem hér er greint frá eru hluti af stærra verkefni þar sem meðal annars var skoðaður munur á nýliðun eftir sýslum, meðalaldur skráðra búfjáreigenda og greint frá líklegum aðgangshindrunum inn í búgreinarnar.

Ritgerðina í heild sinni má finna á Skemmunni, rafrænu gagnasafni háskólanna á Íslandi (http://skemman.is/handle/1946/12439).


VEÐURFRÆÐI

Af illviðrinu 10. til 11. september 2012 Dagana 10. til 11. september 2012 gerði mikið hríðarveður um landið norðan- og norðaustanvert. Miklir fjárskaðar urðu og ísing og hvassviðri sleit raflínur. Einnig urðu miklar samgöngutruflanir. Úrkoma var mikil og féll að hluta til sem snjór. Óvenju mikið snjóaði miðað við árstíma. Hríðarveðrið náði yfir svæðið frá Húnavatnssýslum í vestri og austur fyrir Hólsfjöll. Þar fyrir austan sem og á Vestfjörðum var tjón varla teljandi. Hvasst var um mestallt land.

TRAUSTI J ÓNSSON Veðurfræðingur Veðurstofu Íslands trausti@vedur.is

E INAR S VEINBJÖRNSSON Veðurfræðingur vedurvitinn@gmail.com

Lægð kom úr suðri, dýpkaði hratt austan við land, dró rakt loft úr suðaustri norður fyrir sig og gekk á sama tíma til móts við kuldaframrás norðan úr höfum. Úrkomuákefðin réð miklu um það að úr varð slydda og snjókoma en ekki rigning og má heita grundvallarforsenda mikillar snjókomu á þessum árstíma.

fellur öll sem regn. Að auki skiptir máli hvort vindur blæs upp hlíð eða á hlið meðfram henni. Bráðnunarkælingin er sú eina blási vindur meðfram hlíð – en blási hann upp eftir henni kólnar loftið við uppstreymið. Þannig ræður samspil fjölmargra þátta tegund úrkomunnar.

Öll úrkoma á Íslandi byrjar ævi sína sem snjór. Rigning er þannig orðin til úr snjó sem bráðnar á leið til jarðar. Bráðnunin gengur á varma loftsins, hiti lækkar og frostmarkið færist neðar og neðar eftir því sem meira bráðnar. Loks hefur loftið kólnað nægilega til þess að slydda og snjór nái alveg til jarðar. Úrkomumagn er mjög breytilegt eftir landslagi og þess vegna getur snjó kyngt niður á einum stað meðan á öðrum er úrkoma mun minni og

Á Íslandi getur gert hret með snjókomu í hvaða mánuði sem er. Á Vestfjörðum og öllu Norðurlandi eru þau nokkuð algeng fram yfir miðjan júní en miklu færri í júlí, lítið eitt fleiri í ágúst en tíðnin vex ört í september. Algengt er að snjói bæði í út- og innsveitum á Norðurlandi eftir miðjan september, fyrri hluti mánaðarins er langoftast snjólaus. Ekki verður alhvítt á Akureyri í september nema einu sinni á áratug að jafnaði. 1. mynd. Veðurkort kl. 9 að morgni 10. september 2012. Þrýstingur við sjávarmál er sýndur með heildregnum línum, úrkomuákefð með litaflötum og vindur með hefðbundnum vindörvum. Á bláu svæðunum er gert ráð fyrir því að úrkoma hafi verið á bilinu 10 til 15 mm síðustu 3 klukkustundir eða 3 til 5 mm/klukkustund. Svo mikil ákefð er óvenjuleg nema í nágrenni við fjöll. Lægðarmiðjan er við Austfirði og skil liggja í austurjaðri úrkomubeltisins yfir Norðausturlandi. Austan þeirra er mjög skaplegt veður, vindur hægur, úrkoma lítil og sömuleiðis hlýrra (sjá 2. mynd).

FREYJA 1-3

6


VEÐURFRÆÐI Hríðargrimmd Illska hríðarveðra vex með lækkandi hita, vaxandi vindi og aukinni úrkomu. Meðalhiti fellur mjög í september. Á Norðurlandi er nærri fjórum stigum kaldara í lok mánaðarins heldur en í byrjun hans. Að meðaltali fellur hiti á Íslandi um það bil 2 stig á hverja 300 metra hækkun í landi. Á láglendi er hiti í lok mánaðarins um það bil sá sami og var í 600 metra hæð í upphafi hans. Úrkoma vex frá ágúst og fram í október. Líkur á mikilli úrkomu á skömmum tíma vaxa að sama skapi. Vindhraði vex sömuleiðis, meðalvindhraði er um 4,3 m/s á láglendisstöðvum í ágúst, en 5,3 m/s í september. Illviðratíðni vex umtalsvert. Líkur á því að meðalvindhraði á sólarhring á landinu öllu komist í 15 m/s eru tíu sinnum meiri í september heldur en í ágúst. Þetta leiðir allt til þess að líkur á veðri eins og því sem hér er fjallað um vaxa stórlega frá upphafi septembermánaðar til enda hans. Tjón ræðst ekki eingöngu af veðrinu sjálfu heldur einnig af því sem fyrir því verður. Hús, girðingar, raflínur og samgöngumannvirki eru á sama stað allt árið. Athafnir mannsins og atvinnuhættir hafa lagað sig að árstíðasveiflunni að nokkru. Búfénaði er smalað af afrétti á haustin, samgöngur og búnaður samgöngutækja breytast einnig eftir árstímum. Mun færri reikna með því að lenda í samgöngutruflunum í byrjun september heldur en í lok þess mánaðar. Slæmt veður snemma í september er því líklegra til tjóns heldur en sams konar veður í lok hans.

Tjón í illviðrinu Fjárhagslegt tjón sem hlaust af veðrinu var verulegt. Ekki er gerð tilraun til að leggja á það endanlegt mat, en ljóst má vera að það hleypur á hundruðum milljóna króna. Þá er ekki tekið með í reikninginn margvíslega röskun, truflun á starfsemi og óbeinan skaða sem sem veðrið olli. Um 10 þúsund fjár heimtist ekki og er talið að hafi drepist frá Holtavörðuheiði í vestri, austur á Hérað. Flest féið sem drapst, grófst í fönn í þeirri miklu úrkomuákefð sem fylgdi hretinu og einna umfangsmest í SuðurÞingeyjasýslu. Þá drápust einnig nautgripir og á annað hundrað kílómetrar af girðingum sliguðust undan blautum snjónum svo sitthvað sé talið og snertir búskap. Bjargráðasjóður áætlar að 224 jarðir hafi orðið fyrir tjóni, mismiklu eins og gefur að skilja. Slydda eða blautur snjór sem fellur til jarðar í hitastigi nálgægt +1,0 til 1,5°C myndar ísingu á raflínur. Sérstaklega kveður að slydduísingu þegar vindur stendur hornrétt á stefnu raflínunnar. Þarna skiptir úrkomuákefðin verulegu máli svo og að hiti sé stöðugur og þar með form úrkomunnar. Það var einkum í Suður-Þingeyjarsýslu sem að raflínur sliguðust vegna slydduísingar þar sem þær liggja í um 200-300 metra hæð. Þar var hitinn óhagstæður, vestar var kaldara, en austar hins vegar hlýrra. Á Kópaskerslínu við Höfuðreiðarmúla brotnuðu þannig yfir 20 staurastæður. Skemmdir urðu einnig á Kröflulínu 1 á þremur stöðum í Mývatnssveit og ofan Reykjadals. Þá slitnaði Laxárlína upp af Fnjóskadal. Í dreifikerfi Rarik fóru línur í

1. tafla. Ný sólarhringsúrkomumet í september á nokkrum veðurstöðvum. Tvær sjálfvirkar stöðvar eru á listanum og hafa þær ekki athugað nema í fáein ár. Ekki var sett met á mönnuðu stöðinni á Akureyri en þar mældist úrkoman 77,2 mm á tveimur sólarhringum nú. Heildarúrkoma í mánuðinum þar var þreföld meðalúrkoma og hefur aðeins einu sinni orðið meiri í september. Það var 1946.

7

FREYJA 1-3


VEÐURFRÆÐI 2. mynd. Vindur og hiti í um 400 metra hæð yfir Íslandi kl. 9 að morgni 10. september 2012. Vindur er sýndur með hefðbundnum vindörvum, en hiti með lituðum strikalínum. Vindurinn er svipaður hámarksvindhraða á veðurstöðvunum. Frostmarkið er í kringum 400 metra hæð í SuðurÞingeyjarsýslu en hækkar eftir því sem austar dregur. Bráðnunarkæling í ákafri úrkomu er oftast vanmetin í tölvureikningum.

Mývatnssveit mjög illa og gjöreyðilögðust á köflum. Hversu óvenjulegt var veðrið? Næturfrost eru algeng á Norðausturlandi í september – lágmarkshitamet voru því ekki slegin. Hiti var að þessu sinni nærri frostmarki á stórum svæðum og olli það ásamt úrkomumagni og vindi óvenju snarpri ísingu á raflínum. Úrkoman olli því að óvenju kalt var þó að deginum hríðardagana. Þann 11. september komst hiti ekki upp fyrir frostmark á sjálfvirku veðurstöðinni á Neslandatanga við Mývatn. Það er eina skiptið sem hámarkshiti í september hefur verið neðan við frostmark frá því að stöðin var sett upp 1996. Það hlýtur að vera óvenjulegt að dagur svo snemma í mánuðinum skuli hafa verið svo kaldur. Á mönnuðu stöðinni í Reykjahlíð er ekki vitað um hámarkshita neðan frostmarks svo snemma í september að minnsta kosti frá 1961 að telja.

Úrkoman í veðrinu var óvenjumikil um landið norðanvert. Ný sólarhringsmet í september voru sett á fjölmörgum veðurstöðvum. Á sumum þeirra hefur verið mælt í áratugi. Óvenju mikið snjóaði og ekki hefur mælst jafnmikil snjódýpt í fyrri hluta mánaðarins og nú (50 cm mældust á Auðnum í Öxnadal). Á Akureyri festi snjó en á veðurstöðinni var þó ekki alhvítt á snjóathugunartíma (kl. 9 að morgni). Ekki er nema einu sinni vitað um að alhvítt hafi orðið þar jafnsnemma og nú frá því að reglulega var farið að fylgjast með snjóhulu fyrir um 75 árum. Það var í miklum hretagarði í september 1940. Þá varð alhvítt þann 10. og aðfaranótt þess sjöunda gránaði einnig. Snjórinn mun þó hafa verið meiri að þessu sinni. Eldri dæmi eru um snjó á Akureyri í fyrri hluta september og jafnvel í ágúst. Mjög hvasst var í veðrinu og náði vindur yfir 20 m/s á nærri þriðjungi sjálfvirkra

2. tafla. Ný snjódýptarmet fyrir september, sett í veðrinu sem var einstakt að því leyti að bera upp á fyrri hluta mánaðarins. Langflest snjódýptarmet á veðurstöðvum landsins eru sett í síðasta þriðjungi hans.

FREYJA 1-3

8


VEÐURFRÆÐI veðurstöðva á láglendi, en á nærri þremur af hverjum fjórum stöðvum á hálendi. Ný met í vindhraða í september voru sett á nokkrum stöðvum. Á sumum þeirra hefur verið athugað í 7 ár eða meira.

Hér að neðan verða rifjaðar upp nokkrar dagsetningar þar sem getið er um fjárskaða, ísingu eða hríðarveður í ágúst og fram til 17. september. Áhersla er á norðausturhluta landsins.

Snemmhretabálkur Samanburður við eldri veður verður aldrei einhlítur. Vindhraðamælingar voru t.d. mun stopulli á árum áður en nú er. Úrkomuákefð og snjódýpt er alltaf mjög staðbundin. Beit búfjár er með öðrum hætti en áður var og ekki er smalað úr afréttum á sama tíma og var. Raflínur hafa ekki legið um landið nema í nokkra áratugi.

Hríðarveður var víða um landið norðanvert oftar en einu sinni í fyrri hluta september 1979 en veður var þá verra á Vestfjörðum heldur en nyrðra. Þann 14. lentu gangnamenn í erfiðleikum og færð spilltist á fjallvegum.

Aðeins eitt ámóta norðanveður hefur gert í september frá því að sjálfvirkar stöðvar komu til sögunnar fyrir um 15 árum. Það var þann 21. september 2003. Vindhraði í þessum veðrum var mjög svipaður. Þá snjóaði einnig um landið norðanvert en úrkoma í norðanáttinni var ekki eins mikil og í veðrinu í september síðastliðnum. Bátar slitnuðu upp í höfnum á Hvammstanga og Sauðárkróki og raflínur á Vestfjörðum slitnuðu vegna ísingar. Minniháttar foktjón varð víða, m.a. í Reykjavík, Árborg, Vestmannaeyjum, Suðureyri og á Akureyri. Lægðina sem olli þessu veðri bar að með öðrum hætti. Hún kom að vestan, dýpkaði ört fyrir norðan land og skellti síðan norðanillviðri suður um. Mest snjóaði á Vestfjörðum þar sem snjódýpt mældist 16 cm í Birkihlíð í Súgandafirði.

Mikið hríðarveður gerði á háheiðum norðaustanlands 25. til 27. ágúst. 1974. Ferðamenn lentu í hrakningum á hálendinu og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði urðu illfær. Alhvítt varð á Grímsstöðum og 10 cm snjódýpt 26., hámarkshiti dagsins var aðeins 0,7 stig. Þá var 21 cm snjódýpt í Sandbúðum sama dag. Bíll fauk 40 m út af vegi á Varmadalsmelum í Mosfellssveit, tvö hjólhýsi fuku undir Ingólfsfjalli. Á heildina litið var ekki eins hvasst og 2012. Dagana 7. til 10. september 1972 urðu nokkrir fjárskaðar í hríðarveðri norðaustanlands. Veðrið virðist hafa verið öllu vægara heldur en 2012. Hiti að deginum var enn lægri á Grímstöðum á Fjöllum alla dagana 7 til 10. heldur en í veðrinu síðastliðið haust. Norðanáhlaupið 26. ágúst 1971 minnir mjög á veðrið 2012. Þetta er hálfum mánuði fyrr í dagatalinu og atburðurinn því ólíklegri sem því nemur. Meðalhiti á þessum hálfa mánuði lækkar um 2 stig. Veðrið varð verst austar

3. tafla. Ný vindhraðamet í september 2012, sett í veðrinu. Engin stöðvanna hefur athugað mjög lengi.

9

FREYJA 1-3


VEÐURFRÆÐI heldur en 2012. Rúmlega fjögur þúsund fjár munu hafa farist. Mest fjártjón varð í Vopnafirði. Slydduísing hlóðst á rafmagnsstaura og víða varð rafmagnslaust á Norðausturlandi. Fjallvegir urðu ófærir og ferðamenn lentu í hrakningum. Skriður féllu á vegi á Austurlandi. Snjó festi í byggð en var þó miklu minni heldur en 2012. Þann 2. september 1970 grófst fé í fönn í Svartárkoti í Bárðardal og nokkrir tugir kinda fórust í Axarfirði í hreti þann 12. september 1965. Einnig snjóaði niður í byggð í ágúst það ár án þess að tjóns væri getið . Þann 20. til 21. ágúst 1964 fennti fé á stöku stað á Norðurlandi og varð alhvítt niður á láglendi á stöku stað. Árið áður, 1963, fór fé í fönn í hreti 9. september. Snjóaði þá í byggð í Reykjahverfi, þar sem fé lenti í fönn og talað var um öklasnjó í Öxarfirði. Fjallvegir nyrðra urðu þungfærir. Úrkoma var óvenjumikil víða. Síðar í mánuðinum (þ. 24.) gerði enn illvígara norðanhret. Á þessum tíma var réttað seinna en yfirleitt hefur gerst á síðari árum og gangnamenn lentu í hrakningum. Í Húnavatnssýslum var veðrið kallað hausthret aldarinnar. Rifjað var upp að gamlir menn kölluðu slæm kuldaköst að hausti haustkálfa og vitnuðu þau um hlýjan vetur framundan. Veturinn 1963 til 1964 varð einhver sá hlýjasti sem um getur. Janúar og febrúar 2013 hafa reyndar orðið í flokki hinna allra hlýjustu.

Slæmt hret gerði dagana 6 til 11. september 1940 og snjóaði þá í byggðum Norðanlands meðal annars á Akureyri. Tveir bátar á sjó fórust og með þeim sex menn. Slæm hret gerði í fyrri hluta september bæði 1913 og 1914. Af enn eldri hretum má nefna veður sem gerði 10. til 12. september 1882, þá fennti fé og hross á afréttarlöndum milli Skagafjarðar og Húnavatnssýslu. Vart var farið um í Fljótum og í Sléttuhlíð nema á skíðum og ár voru riðnar á ís. Þann 10. september var snjódýpt á Flateyri 1 til 1,5 fet. Einnig gerði frægt hret frá 15. til 18. september 1878. Fé fennti, og syðra urðu heyskaðar og skipbrot. Mikið fjártjón varð í NorðurMúlasýslu, mest í Vopnafirði og á Jökuldal. Í Vopnafirði týndust hundruð fjár, mest á Torfastöðum, Hofi og Haukstöðum, á annað hundrað á öllum bæjum, á mörgum bæjum týndust tugir fjár. Tvö erlend fiskiskip rak á land í Vopnafirði þ. 13. Haustskip strandaði við Papós. Lokaorð Hretið mikla 9. til 11. september 2012 er í hópi hinna verstu svo snemma hausts. Komu þar saman óvenjuleg snjókoma og hvassviðri, svipuð og gerist í hinum meiri vetrarveðrum.

Þann 1. september 1952 gerði mikið norðanveður og ísing braut símastaura milli Grímsstaða og Vopnafjarðar. Úrkoman var mest á Vestfjörðum og í útsveitum nyrðra. Mikil tjónahret urðu seint í september 1943 og 1946. Árssólarhringsmet Akureyrar úr hretinu 1946 (91,8 mm) stendur enn. Þá urðu miklar skemmdir af völdum skriðufalla og ísingar, mest í Höfðahverfi og Dalsmynni. Mikil ísing sleit raf- og símalínur í Vaðlaheiði. Skemmdir urðu á skóglendi í Fnjóskadal. Í hretinu 1943 fennti fé víða á Norðurlandi. Heimildir:

Tölulegar upplýsingar eru allar úr gagnagrunni Veðurstofunnar. Tjónalýsingar úr eldri veðrum eru flestar fengnar úr Veðráttunni tímariti Veðurstofunnar og aðgengilegar á vefnum timarit.is.

© Gísli Haraldsson

FREYJA 1-3 10


SAUÐFJÁRRÆKT

Fóðrun áa á meðgöngu og fyrst eftir burðinn Í grein í síðasta tölublaði Freyju (4/2012) var fjallað um fóðrun áa fyrri hluta vetrar, eða fram á fyrsta mánuð meðgöngunnar. Hér verður tekin fyrir fóðrun seinni hluta vetrarins. Þegar talað er um heygæði í þessari grein er það út frá sömu flokkun heyja og í fyrri greininni, sjá 1. töflu þar.

J ÓHANNES S VEINBJÖRNSSON Bóndi, Heiðarbæ, Þingvallasveit Fóðurfræðingur Landbúnaðarháskóla Íslands jois@lbhi.is Fóðrun á meðgöngu Meðgangan er alls tæpir 5 mánuðir (meðaltal 143 dagar), en þar af á vöxtur fóstranna sér einkum stað á síðustu 2 mánuðunum eða svo. Það er í raun ekki fyrr en kringum 100. dag meðgöngunnar (6 vikum fyrir burð) sem farið er að reikna sérstaklega með auknum fóðurþörfum vegna fósturvaxtarins. Úr því vaxa þær svo mjög hratt, og nema heildarþarfir tvílembu fyrir orku og prótein á síðustu vikum meðgöngunnar um það bil tvöföldum viðhaldsþörfum. Á miðri meðgöngunni eru þó mikilvægir hlutir að gerast, en þá tekur fylgjan út meginhlutann af þroska sínum. Sterkt jákvætt samhengi er á milli þroska fylgju og fæðingarþunga lamba. Áhrif fóðrunar á öðrum og þriðja mánuði meðgöngunnar á þroska fylgjunnar, og þar með fæðingarþungann, fara hins vegar eftir aldri og ástandi ánna. Hjá fullþroska ám sem eru í góðu ástandi við fang hafa almennt ekki fundist jákvæð áhrif hækkaðs fóðrunarstigs á þessu tímabili á þroska fylgjunnar og fæðingarþunga, en sú er hins vegar raunin fyrir yngstu ærnar og jafnframt þær sem eru í slöku ástandi við fang. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að flokka ærnar í fóðrunarhópa eftir aldri og ástandi á þessum hluta fóðrunartímabilsins eins og öðrum. Þetta

11 FREYJA 1-3

tímabil er kjörið að nota til að jafna ástand ánna fyrir vorið. Fyrir stærstan hluta ánna dugir á þessum tíma að gefa sæmilegt hey (flokk C). Þegar kemur fram yfir 100. dag meðgöngunnar vaxa kröfurnar til fóðurgæða nokkuð hratt, þar sem á sama tíma og fóðurþarfirnar aukast, minnkar átgetan, einkum síðustu 2-3 vikur meðgöngunnar vegna aukinnar rýmisþarfar fósturs og fylgju. Til að halda uppi fóðuráti og fóðra í takt við þarfir er á þessum tímapunkti æskilegt að skipta yfir í gott hey (flokk B). Fóðrun á þessu tímabili þarf þó að taka mið af því hvernig holdafar ánna er þegar þessum tímapunkti er náð og því hvernig fóðrun eftir burðinn er háttað. Niðurstöður fósturtalningar og mat á holdafari ánna eru góðir mælikvarðar til að flokka ærnar eftir í fóðrunarhópa á þessum tíma. Jafnvel þó að sauðburðarfóðrið og vorbeitin séu í hæsta gæðaflokki, þá getur ær sem mjólkar tveimur eða fleiri lömbum ekki uppfyllt orkuþarfir sínar á fyrstu vikum mjaltaskeiðsins. Hún þarf að hluta til að treysta á að brjóta niður eigin hold til að ná að mjólka eins og erfðaeðli hennar og þarfir lambanna segja til um. Þetta þýðir að ærin þarf að hafa einhvern forða til að brjóta niður. Nýjustu tilraunaniðurstöður (Hallfríður Ólafsdóttir, 2012) sýna að sé fóðrað á úrvalsheyi (flokki A) síðustu 4-6 vikur meðgöngunnar geta tvílembur uppfyllt orkuþarfir sínar með heyi eingöngu. En er það nauðsynlegt eða æskilegt? Þegar það er gefið að ærin þarf að brjóta niður hold á mjaltaskeiðinu, þá snýst spurningin um hvort betra sé að hún byrji á því fyrir eða eftir


SAUÐFJÁRRÆKT burðinn. Niðurbrot skrokkfitu leiðir til vaxandi álags á lifur við að vinna úr fitunni. Þegar upptaka lifrar á fitu verður meiri en sem nemur getu lifrarinnar til að brjóta fituna niður, safnast fita upp í lifrinni (fitulifur) sem dregur úr virkni hennar og eykur hættu á súrdoða. Með því að niðurbrot á fitu verði í einhverjum mæli fyrir burðinn „þjálfast“ lifrin í að vinna úr fitunni, þannig að ekki verður eins snögg breyting vegna fituniðurbrots sem óhjákvæmilega á sér stað eftir burðinn. Jafnframt ýtir aflögnin undir átlyst þannig að átgeta strax eftir burðinn er að jafnaði meiri hjá ám sem byrjaðar eru að leggja af fyrir burðinn. Meðal annars af þessum sökum er það talið fullkomlega eðlilegt og æskilegt að ærnar leggi lítillega af síðustu 1-2 vikurnar fyrir burðinn. Að sama skapi er þá eðlilegt að fram að þeim tíma dragi smám saman úr holdaaukningu. Önnur mikilvæg spurning þessu tengd er: Hversu vænar er æskilegt að ærnar séu orðnar áður en þær byrja að leggja af? Tilraunir sem gerðar voru á Tilraunabúinu á Hesti á áttunda og níunda áratug 20. aldar (Stefán Sch. Thorsteinsson & Sigurgeir Þorgeirsson, 1989) sýndu að á fyrstu vikunum eftir burð mjólkuðu þær ær best sem voru með holdastig á bilinu 3,5 – 4,0 (á skalanum 1 til 5) um 2 vikum fyrir burð og fengu kjarnfóður með heyinu á síðustu vikum meðgöngunnar og fyrst eftir burðinn. Ær sem eingöngu fengu hey mjólkuðu hins vegar best ef þær voru ennþá feitari en þetta (holdastig >4) um 2 vikum fyrir burð. Í dag er það fremur sjaldgæft að bændur gefi ám á besta aldri með tvö lömb eða færri kjarnfóður fyrir burðinn. Í því ljósi er almenn ráðlegging að stefna að því að ærnar nái hæst holdastigum uppá 3,50-4,25 í síðasta lagi um 2 vikum fyrir burð.

Miðað við að ærnar hafi verið með holdastig 3,0-3,5 við fang eins og mælt var með í fyrri grein, má þannig halda því fram að æskileg holdaaukning frá fangi og þar til ærnar byrja að leggja af rétt fyrir burðinn sé um 0,5-1,0 holdastig, sem jafngildir u.þ.b. 3-6 kg af fitu. Þungaaukning vegna fósturvaxtarins er þar fyrir utan. Miða má við að holdaaukningin sé svipuð allan tímann, þó kannski einna minnst fyrsta mánuð meðgöngunnar, en úr því mætti miða við nálægt 50 g/dag. Algengt er að snoðrúningur á íslenskum sauðfjárbúum eigi sér stað einhvers staðar í námunda við 100. dag meðgöngu, einmitt þegar þarfir fóstranna fara að aukast. Við snoðrúninginn má búast við aukinni átlyst ánna sem gott er að svara með bættum heygæðum, til að fóstrin fái sitt og holdaaukningin haldi áfram þar til jafnvægi er náð ca. 2 vikum fyrir burð. Mjög mikilvægt er að heyið sem gefið er síðustu vikurnar fyrir burðinn sé lystugt, og að nóg sé gefið þannig að engar ær étist úr. Orkuríkt hey á þessum tíma seinkar því að ærnar fari að leggja af. Gott er ef hægt er að skipta yfir í úrvalshey (flokk A) á síðustu 2-3 vikum meðgöngunnar. Hins vegar er enn mikilvægara að heyið sem gefið er eftir burðinn sé orkuríkt, þannig að ef heygæðin eru tæp þá er rétt að spara allra besta heyið þar til eftir burðinn. Hinu má svo ekki gleyma að próteinþarfirnar aukast mjög hratt fyrir burðinn, og nauðsynlegt er að mæta þeim eins vel og nokkur kostur er. Í áðurnefndri tilraun Hallfríðar Ólafsdóttur o.fl. dugði úrvalsgróffóður (0,86 FEm og 84 g AAT í hverju kg þe.) til að uppfylla bæði orku- og próteinþarfir tvílembna, alveg fram að burði, enda var heyátið að meðaltali um 1,82 kg þe. á dag. Ef próteinþarfir eru ekki uppfylltar fyrir burðinn er hætt við að ærnar skili bæði minni og próteinsnauðari mjólk en ella. Ef ekki er

© Ragnar Þorsteinsson

FREYJA 1-3 12


SAUÐFJÁRRÆKT möguleiki á að gefa úrvalshey (flokk A) síðustu vikur meðgöngunnar, vex því þörfin fyrir kjarnfóðurgjöf, ekki síst próteinsins vegna, þar sem ærnar hafa miklu minni möguleika á að flytja það á skrokki sínum milli ólíkra skeiða á framleiðsluferlinum heldur en fituna (orkuna). Í sömu tilraun voru áhrif kjarnfóðurgjafar fyrir burðinn skoðuð frá ýmsum hliðum. Kjarnfóðurgjöf með svo góðu heyi sem raun bar vitni, hafði engin áhrif á fæðingarþunga lambanna. Hins vegar hafði hún jákvæð áhrif á vaxtarhraða lambanna, þannig að lömb undan ám sem ekkert kjarnfóður fengu á síðasta mánuði meðgöngunnar uxu um 10% hægar fyrstu 7 vikur ævi sinnar heldur en lömb undan ám sem fengu kjarnfóður á þessum tíma. Ekki var verulegur munur að þessu leyti milli ólíkra gerða kjarnfóðurs. Meginmarkmið kjarnfóðurgjafar fyrir ær bæði fyrir og eftir burð er að sjá fyrir bæði gæðapróteini og auðleystum kolvetnum, auk stein- og snefilefna og vítamína. Það er ákveðið samspil milli próteins og auðleystra kolvetna í efnaskiptunum, þannig að viðbót af öðrum þessara efnaflokka sparar hinn að vissu marki. Til mjólkurmyndunar þarf mikið af glúkósa, sem beint og óbeint kemur úr auðleystum kolvetnum í fóðri, en prótein (amínósýrur) geta líka umbreyst yfir í glúkósa. Auðleystu kolvetnin hafa líka jákvæð áhrif á nýtingu fóðurpróteins og þar með AAT-styrk fóðursins. Þetta samspil er ágæt skýring á því hvers vegna kjarnfóður getur haft jákvæð áhrif á mjólkurlagni áa, hvort heldur áherslan í kjarnfóðrinu er meiri á auðleystu kolvetnin eða próteinið.

Fóðrun eftir burðinn Á íslenskum sauðfjárbúum er algengt að ær séu fóðraðar inni í a.m.k. eina viku eftir burðinn, og síðan úti í einhvern tíma áður en beitin tekur alveg við. Þegar vel vorar er þetta tímabil stutt, en þegar illa vorar getur þurft að gefa ánum að meira eða minna leyti í mánuð eftir burðinn. Lengi vel var bændum ráðlagt að gefa ánum 50-100 g/dag af kjarnfóðri síðustu vikurnar fyrir burðinn og 200-300 g/dag á meðan ærnar voru fóðraðar inni eftir burðinn. Byggðust þessar ráðleggingar m.a. á tilraunum sem gerðar voru á Tilraunabúinu á Hesti á áttunda og níunda áratug 20. aldar (Stefán Sch. Thorsteinsson & Sigurgeir Þorgeirsson, 1989). Síðan þessar tilraunir voru gerðar hafa ýmsar forsendur breyst í sauðfjárræktinni. Heygæði hafa aukist verulega, m.a. vegna tilkomu rúllutækninnar og aukinnar endurræktunar túna. Kjarnfóðurverð hefur hækkað verulega, ekki síst nú allra síðustu árin. Stór hluti sauðfjárbænda hefur því horfið algerlega frá því að gefa kjarnfóður fyrir burðinn og jafnvel eftir burðinn einnig. Í þeim hópi eru m.a. sumir þeirra bænda sem allra bestum árangri ná í sauðfjárræktinni, mældum í kjötþunga eftir á. Árangur þeirra hefur ekki eingöngu með gæði sumarhaganna að gera, heldur kemur þarna til gríðarlega góð og úthugsuð fóðrun ánna á mismunandi tímabilum vetrarins, og mikil áhersla á skjótan og góðan þroska í uppeldinu. Grundvallaratriði sem sameinar þá sem bestum árangri ná í þessum efnum er mikil áhersla á gæði gróffóðursins. Eftir burðinn eru nánast engin takmörk fyrir

1 .tafla. Ráðlögð fóðrun áa frá miðri meðgöngu og út innifóðrunartímabilið.

13 FREYJA 1-3


SAUÐFJÁRRÆKT þeirri svörun sem fæst í mjólkurlagni ánna og þar með vaxtarhraða lamba með auknum gæðum gróffóðurs, bæði meðan féð er á húsi og ekki síður eftir að það er komið út á græn grös. Það þekkja margir að erfitt er að fá ær til að halda sig að heyi eftir að þær komast í nýgræðinginn. Gæði heyjanna og ferskleiki eru úrslitaatriði í því efni. Þegar sauðburður stendur sem hæst er vinnuálagið mikið og því mikilvægt að öll aðstaða til að gefa fé úti sé sem best. En jafnvel þótt hey séu góð getur kjarnfóðurgjöf í 5-7 daga eftir burð haft verulega jákvæð áhrif á nyt ánna. Hversu mikil þörf er á þeirri kjarnfóðurgjöf hlýtur að fara eftir því hvort nyt ánna er fullnægjandi eða ekki. Það fer bæði eftir fjárstofninum og fyrri fóðrun. Ef ærnar flóðmjólka án kjarnfóðurs þannig að jafnvel þarf að mjólka úr þeim til þess að þær verði ekki missognar, þá er ekki ástæða til að auka á þann vanda með kjarnfóðurgjöf. Þær ær sem helst þurfa á kjarnfóðri að halda eftir burðinn eru yngri ær (lambgimbrar og tvævetlur), rýrar ær, þrílembur, og ær sem ganga með fleiri lömb en þær hafa borið (fósturmæður). Þær síðast töldu, jafnvel þótt vænar séu, eru stilltar inn á að mjólka einu lambi en þurfa nokkurra daga aðlögun og smá hjálp til að mjólka tveimur lömbum vel.

Holdafar ánna við burð hefur úrslitaáhrif á getu þeirra til að mjólka. Ekki er raunhæft annað en að reikna með því að ær þurfi að taka hluta orkunnar af eigin holdum fyrstu vikurnar eftir burðinn. Á meðan væn ær getur farið nálægt því að skila hæstu mögulegu nyt við slíkar aðstæður getur rýr ær það alls ekki. Reikna má með að ær sem er 70 kg og með holdastig um 4 við burð sé með yfir 20 kg fituforða á skrokknum. Rannsóknir benda til þess að vænar ær þoli að tapa sem nemur 1,0 holdastigi (5,5-6 kg af fitu) á fyrstu 6 vikum mjaltaskeiðsins. Jafnvel er til í dæminu að ær fari niður um 2 holdastig eða 11-12 kg af fitu á mjaltaskeiðinu án þess að hljóta af því varanlegan skaða. Holdatap af þeirri stærðargráðu getur þó komið niður á frjósemi næsta framleiðsluárs. Að lokum Fóðrun á því tímabili sem hér hefur verið fjallað um leggur mikilvægan grunn að getu ánna til að mjólka og skila vænum lömbum. Ekki er nóg að fóðrunin sé að meðaltali góð heldur þarf að tryggja að hver einstaklingur í hjörðinni fái atlæti við hæfi.

Heimildaskrá: Bragi Líndal Ólafsson (1995). AAT-PBV próteinkerfið fyrir jórturdýr. Ráðunautafundur 1995: 46-60. Freer, M. & Dove, H. (ritstj.), 2002. Sheep Nutrition. CABI Publishing. Hallfríður Ólafsdóttir. 2012. Energy and protein nutrition of ewes in late pregnancy: effect on ewe feed intake, live weight, body condition and plasma metabolites, lamb birth weight and growth rate. MSc thesis, Agricultural University of Iceland. Jóhannes Sveinbjörnsson og Bragi Líndal Ólafsson, 1999. Orkuþarfir sauðfjár og nautgripa í vexti með hliðsjón af mjólkurfóðureiningakerfi. Ráðunautafundur 1999: 204-217. Stefán Sch. Thorsteinsson & Sigurgeir Þorgeirsson, 1989. Winterfeeding, housing and management. Í: Reproduction, growth and nutrition in sheep. Dr. Halldór Pálsson Memorial Publication: 113-145. Útg. Búnaðarfélag Íslands og Rannsóknastofnun landbúnaðarins.

© Ragnar Þorsteinsson

FREYJA 1-3 14


NAUTGRIPARÆKT

Geldstaðan

- upphafið á nýju mjaltaskeiði Þegar kýrnar voru helsta bjargræði fátækra barnafjölskyldna þóttu kýr sem lögðu saman nytjar miklir kostagripir. Nú er hins vegar viðurkennd nauðsyn hvíldarinnar milli mjaltaskeiða (sem flest spendýr taka sér) og hve mikilvæg hvíldin er bæði fyrir júgur og meltingarveg kúnna. Þekking á aðbúnaði og fóðrun geldkúa eykst því stöðugt.

KATRÍN ANDRÉSDÓTTIR

Dagur, ágúst 1922 „Munu þær og eigi fáar vera, húsfreyjurnar, sem blessað hafa góðu kúna sína, er „lagði saman nytjar" og orkaði því, að aldrei varð með öllu bjargarlaus bær, en hægt var að skipta sinni mjólkur-ögninni á milli barnanna, sársvangra oft og tíðum." (Dýraverndarinn, 1946)

Fyrrverandi héraðsdýralæknir „Ef þú getur hirt þessar 15- 20 geldkýr mínar þá treysti ég þér fyrir 500 mjólkurkúm“ sagði virtur danskur kúabóndi og benti þannig á mikilvægi geldstöðunnar. Upphaf geldstöðu og burðurinn eru viðkvæmustu tímabilin í lífi mjólkurkúar, þess vegna er mjög mikilvægt að undirbúa kúna vel fyrir geldstöðuna, ekki síður en fyrir burðinn. Líta skal á geldstöðuna sem upphafið á nýju mjaltaskeiði en ekki lok síðasta mjaltaskeiðs. Oft má rekja orsakir þess

að kýr drepast um burð til vandamála sem komið hafa upp um um það leyti sem kýrnar fóru í geldstöðu.1 Hvernig er best að standa að geldstöðunni? Mörg mjaltakerfi bjóða nú upp á burðalista og lista yfir ráðlagðan geldstöðudag. Einnig er handhægur listi inni á Huppunni (www.huppa.is), „huga að geldstöðu“, á þeim lista koma einnig fram þrjár síðustu frumutalningar.

1. mynd. Geldstaðan og fyrstu vikur mjaltaskeiðsins er tíminn sem kallar á mesta umönnun bóndans. (Heimild: Yaron)

15 FREYJA 1-3


NAUTGRIPARÆKT Hvernig á að gelda kýrnar?

næringarefnið og allar skepnur eiga alltaf að hafa frjálsan aðgang að vatni.2 Kýr sem eru geltar upp þannig að mjaltirnar eru strjálaðar samhliða minnkaðri fóðrun fá sjaldnar júgurbólgu en aðrar. Önnur viðurkennd aðferð er að snögghætta mjöltum ef kýrnar eru heilbrigðar í júgri, þetta er þó ekki ráðlegt sé dagsnytin meiri en 20 lítrar.3 Ekki má taka meira en viku að gelda upp kú. Hreinlæti og gott eftirlit eru lykilatriði í allri geldstöðunni.4

Spendýrum er eðlilegt að venja undan sér þegar meltingarfæri afkvæmisins hafa náð fullum þroska og það lifir á sama fóðri og fullorðnu einstaklingarnir. Þá eru afkvæmin líka orðin vel tennt þannig að móðurinni þykir óþægilegt að láta sjúga sig. Einnig fara mörg afkvæmi á ýmsum aldri forgörðum úti í náttúrunni, móðurinni er því eðlilegt að geldast upp hvenær sem er á "Kýrnar eiga að vera Heilbrigð júgur mjaltaskeiðinu sé hún ekki heilbrigðar í júgri og í sogin. Kindur, geitur, hross hæfilegum holdum þegar Brýnt er að kýrnar fari inn í og holdagripir venja yfirleitt þær eru geltar upp." geldstöðuna með heilbrigð undan sér eftir sex mánuði júgur. og safna svo holdum fyrir meðgönguna og næsta mjaltaskeið. •Kýr sem ekki hafa fengið júgurbólgu á mjaltaskeiðinu Þegar kýr hafa verið troðjúgra 18 tíma eða •og/eða hafa verið undir 100 í 2-3 síðustu lengur hætta mjólkurkirtlarnir að framleiða frumutalningum mjólk vegna þrýstingsins á kirtilblöðrurnar. •og eru með óskemmda mjólk á Schalmskál Gott er að undirbúa kúna í 10-14 daga með því (bakkapróf) að setja hana á fóður með takmörkuðum teljast heilbrigðar og óhætt að setja þær í orkustyrk, það dregur úr mjólkurgeldstöðu án frekari ráðstafana. Að sjálfsögðu framleiðslunni. Fóðrið verður samt að vera í verður samt að fylgjast með júgrunum áfram, nægjanlegu magni til að kýrin sé södd. sérstaklega hjá þeim sem leka. Kúm sem eru Svangar kýr verða stressaðar og búa sig því fljótar að mynda keratíntappa í spenaopið er verr inn í geldstöðuna. Sumir bændur minna hætt við júgurbólgu í geldstöðunni. takmarka aðgengi að vatni, slíkt er algerlega óásættanlegt m.t.t. dýravelferðar og góðra Júgrin eiga að minnka verulega og helst að búskaparhátta. Vatn er mikilvægasta verða eins og tómir pokar. Kirtilvefurinn á að visna og endurnýja sig svo aftur, þetta tekur 34 vikur. Þessi endurnýjun kirtilvefsins getur losað júgrið við langvinnar sýkingar, oft er þetta eina leiðin til að losna við Stafylococcus aureus sýkilinn sem hefur þann leiða eiginleika að hreiðra um sig inni í vefnum og verjast þannig sýklalyfjameðhöndlunum. Langvinnar sýkingar S. aureus lýsa sér oft þannig að kýrin virðist læknast af bráðajúgurbólgu, en frumutalan er of hátt og sveiflast upp og niður. Júgur sem ná að endurnýja sig á þennan hátt eru líka mun betur í stakk búin til að framleiða mjólk.

© Katrín Andrésdóttir

2. mynd. Geldjúgur, tomur poki. (Gömul Fontsdóttir)

Best er að hafa ákveðið verklag ef minnsti vafi

FREYJA 1-3 16


NAUTGRIPARÆKT leikur á um heilbrigði kúnna. Nú hefur RM (Rannsóknarstofa mjólkuriðnaðarins) tekið upp s.k. PCR mælingar á mjólkursýnum, þá er greint erfðaefni (DNA) úr þekktum júgurbólgusýklum og sömuleiðis Betalactamase gen sem gefur til kynna ónæmi gegn penicillini. Mjög handhægt er að fá þessar greiningar þar sem hægt er að nota kýrsýnin, aðeins þarf að biðja um geldstöðugreiningar á tilteknum kúm um leið og kassinn er sendur á RM. • Þar sem PCR mælingin greinir aðeins þekkta júgurbólgusýkla trufla aðrir gerlar ekki mælinguna, en ýmiss konar mengun (smit) frá spenum og höndum sýnatökumanns gat áður truflað ræktunarmyndina og þar með greininguna. • Aldur sýnis skiptir ekki máli í PCR mælingu, ekki heldur geymsluhitastig sýnis en þetta hefur hvort tveggja mikil áhrif á hefðbundna ræktun júgurbólgusýkla. • Ennfremur virðist PCR mælingin vera næmari (júgurbólgusýklar greinast oftar en í hefðbundinni ræktun). Á grundvelli PCR greiningar og skoðunar á júgri er meðferð svo ákveðin í samráði við dýralækni búsins. Skoða verður tímanlega hvort ekki sé betra að slátra kúm sem ítrekað hafa fengið júgurbólgu þar sem þær eru oft smitberar. Almennt er nú lögð áhersla á minni notkun sýklalyfja og sérstaklega að takmörkuð sé notkun breiðvirkra lyfja. Penisillín á því að vera fyrsta val við meðhöndlun júgurbólgu, einnig við geldstöðumeðhöndlun.5 Aðeins ætti að meðhöndla fyrir geldstöðuna þær kýr sem eru sýktar (ekki meðhöndla alla spena á öllum kúm) og aðeins þá spena sem eru sýktir. Árangur geldstöðumeðhöndlunar er lakari í eldri kúm, á þær er hnífurinn oft besta lækningin. Leggja verður áherslu á júgurbólguvarnir á mjaltaskeiðinu.6 Holdafar og fóðrun Holdastigun

er

17 FREYJA 1-3

mikilvægt

hjálpartæki

3. mynd. Holdastigun Frá SOP-Golding (Landbrugsinfo DK)

kúabænda, þannig er hægt að fylgjast með fóðruninni á öllum stigum mjaltaskeiðsins. Kýrnar leggja af meðan þær mjólka mest en bæta svo við sig aftur þegar minnkar í þeim.7 Nauðsynlegt er að fylgjast vel með holdafari kúnna þegar geldstaðan nálgast. Grannar fyrstakálfskvígur ættu að fá tíu vikna hvíld, feitar kvígur sem eru heilbrigðar í júgri þurfa ekki nema sjö vikur. Grannar eldri kýr eiga að fá níu vikna geldstöðu meðan þeim feitu og júgurhraustu duga sjö vikur.8 Fóðrun geldkúa Geldkýrnar eiga ekki að vera í mjólkurkúahjörðinni. Best er að fóðra þær í tveim hópum, annars vegar þær sem eiga 8-3 vikur í burð og hins vegar þær sem eiga minna en þrjár vikur í burð. Kýrnar skulu hafa frjálsan aðgang að fóðri, en orkustyrkurinn verður að vera takmarkaður til að koma í veg fyrir óþarfa holdasöfnun og fitulifur. • Fóðurþarfirnar eru 4,5 FEm til viðhalds og 1,5-2,5 FEm til fósturvaxtar síðustu mánuðina. • Rökrétt er að átgetan stjórni orkustyrknum í fóðrinu en hún er mjög breytileg, ~ 2% af skrokkþyngd. Lystugar kýr þurfa því léttara fóður (minni orkustyrk). • Almennt skal miða við 8-9 kg á dag og mikilvægt er að átið minnki ekki í lok geldstöðunnar því þá eykst hættan á fitulifur.9


NAUTGRIPARÆKT

© Katrín Andrésdóttir 4. mynd. Geldkýr og snemmbærar kvígur saman á sumarbeit. Tryggja skal þessum hópi hæfilega orkuríka beit, gott aðgengi að hreinu drykkjarvatni, gott skjól og steinefnastamp fyrir geldkýr. Hafa skal reglulegt eftirlit með hópnum.

"Júgurbólga er án efa sá sjúkdómur sem veldur kúabændum mestu tjóni. Nýbærum er mjög hætt við júgurbólgu, en um hana verður fjallað í næsta pistli."

Nú eru á markaði sérstakar steinefnablöndur fyrir geldkýr. Þær innihalda steinefni, snefilefni og vítamín í réttum hlutföllum. Rétt steinefna- og vítamíngjöf í geldstöðunni bætir heilbrigði kúnna og eykur framleiðslugetunna. Fóðrunartengdir sjúkdómar um burð Doði er afleiðing tímabundins skorts á Ca(kalsíum) við burð þar sem líkaminn tapar skyndilega út miklu kalsíum með mjólkinni. Einkennin eru sljóleiki, máttleysi og minnkað blóðrennsli. Kalsíumstyrkur í blóði er lágur, því er algengasta meðhöndlunin innspýting á kalsíumlausn. Mikið kalsíum er í mjólk, 1,2 g/l – með 20 lítrum fara því út 24 g af kalsíum. Steinefnajafnvægið í geldstöðufóðrinu skiptir miklu máli, það á að vera magnesíumríkt og að sama skapi snautt af kalí og natríum. Dvítamín eykur upptöku á kalsíum. Styrkur fosfórs í blóði lækkar einnig um burð, þetta veldur ekki bráðum einkennum en er oft skýringin á þrálátum doða, s.k. „Downer cow“ heilkenni.9

Fitulifur er afleiðing offóðrunar í upphafi geldstöðu eða vanfóðrunar í lok geldstöðu. Áætlað er að 50-75% kúa séu með fitulifur um burð. Grannar kýr geta verið með fitulifur og sömuleiðis geta kýrnar verið feitar án þess að vera með fitulifur – en algengast er að akfeitu kýrnar séu með fitulifur. Fitulifur þróast oft samhliða sjúkdómum sem herja á kýrnar um burð, t.d. legbólgu, júgurbólgu, vinstrarsnúningi, súrri vömb og doða. Kýr með mikla fitulifur svara oft illa meðferð þessara sjúkdóma. Kýr sem græðast hægt eftir burð og eru lystarlausar eru oft með fitulifur, en líklega er fitulifrin þó frekar afleiðing en orsök lystarleysisins. Kýr með fitulifur eru líklegri til að fá súrdoða.10 Stálmi. Besta vörnin gegn stálma er næg hreyfing, almennt þarf að tryggja geldkúm næga hreyfingu. Ofgnótt natríum í fóðri getur orsakað mikinn stálma. Kvígur stálma meira en fullorðnar kýr, afleiðing stálmans geta verið sár í nára. Ef sýking kemst í þessi sár geta þau háð skepnunni lengi.

FREYJA 1-3 18


NAUTGRIPARÆKT

© Eyjólfur Ingvi Bjarnason Undirbúningur burðarins geta verið vandamál í Þrengsli geldkúastíunum. Samkvæmt rannsóknum mega ekki vera fleiri en átta kýr um hverja tíu legubása ef kúnum á að líða vel. Kýr vilja geta haldið sig í hæfilegri fjarlægð frá kynsystrum sínum. Allar kýr í lausagöngu eiga að bera í hreinum burðarstíum, gólfið verður að vera stamt og mjúkt. Best er að setja kúna í burðarstíuna annað hvort rétt fyrir burðinn eða amk 10 dögum áður. Flutningur stressar kýrnar, nýjar rannsóknir sýna að kýr sem eru fluttar 3-9 dögum fyrir burð verða oftar veikar og eru líklegri til að hverfa úr hjörðinni innan 60 daga.11

Til er orðið töluvert af stöðluðum verklagsreglum (SOP, standard operating procedure) um hvernig best er að standa að fóðrun og aðbúnaði mjólkurkúa við geldstöðu og burð. Hér skal bent á dönsku reglurnar, SOPgolding og þær sænsku, Standardrutiner: Sinläggning Þeim sem vilja fræðast nánar um fóðrun mjólkurkúa er bent á ágætan fyrirlestur Grétars Hrafns Harðarsonar dýralæknis í veffræðslu Landssambands kúabænda.

Heimildaskrá:

StampEnemark, P. (án dags). Sótt frá Videncentret for Landbrug, Kvæg: http://www.vfl.dk 1

Ítarefni

2 Kerr,

D. S. (án dags). Drying-Off Lactating Livestock. Sótt frá http://smallfarms.oregonstate.edu/sfn/ su10dryinglivestock Cote, J. (án dags). Health Management Practices for Dry Dairy Cows. Sótt frá http://en.engormix.com/MAdairy-cattle/management/articles/healthmanagement-practices-dry-t106/p0.htm 3

a_Goldning_SOP_skabelon.pdf?download=true 9 Grétar

Hrafn Harðarson. (án dags). Framleiðslusjúkdómar mjólkurkúa. Sótt frá http://www.naut.is/veffraedsla-lk-nytt/ 10 Merck.

(án dags). Merck Veterinary Manual. Sótt frá http://www.merckvetmanual.com/mvm/index.jsp?cfi le=htm/bc/80801.htm

4

B. H. (án dags). Dyrlægegruppen I/S, Hedensted. Sótt frá http://www.hedvet.dk/landpraksis/kvaeg/goldkofod ring/

5

"Dagur", á. (án dags.). http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2639852&l ang=da.

Christvall, L. (án dags). Svensk Mjölk. Sótt frá http://www.svenskmjolk.se/Mjolkgarden/Foretagand e/Standardrutiner/Sinlaggning/#.UTEYeFduRZU NMSM. (án dags). Nordiska riktlinjer för mastitbehandling. Sótt frá Svensk Mjölk: http://www.svenskmjolk.se/ Browning, J. (án dags). Strategies for mastitis control: dry cow therapy and culling. Australian Veterinary Journal. 6

Rodenburg, J. (án dags). Body Condition Scoring of Dairy Cattle. Sótt frá http://www.omafra.gov.on.ca/english/livestock/dair y/facts/00-109.htm#1 7

DLBR. (án dags). SOP-Golding. Sótt frá https://www.landbrugsinfo.dk/Kvaeg/SOP/Sider/05 8

19 FREYJA 1-3

11 Lauridsen,

Dýraverndarinn. (1946, 10 1). http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4947773. Yaron, L. (án dags). If you can measure it you can manage it. Sótt frá http://www.milkproduction.com/Library/Scientificarticles/Management/If-you-can-measure-it-you-canmanage-it/


JARÐRÆKT

Efnamagn í mykju

Nýlokið er verkefni þar sem safnað var mykjusýnum víðs vegar um landið og þau efnagreind. Flest voru þau undan nautgripum en nokkur undan sauðfé. Þau voru öll úr upphrærðu taði, en sýnataka undan grindum er mjög erfið. Verkefnið var unnið af höfundi með styrk frá Framleiðnisjóði landbúnaðarins.

RÍKHARÐ B RYNJÓLFSSON Prófessor Landbúnaðarháskóla Íslands rikhard@lbhi.is

Það sem mestu skiptir um nýtingu búfjáráburðar er hvernig sá hluti köfnunarefnisins sem er á ammoníakformi nýtist. Þetta er sá hluti sem getur horfið út í buskann sem útgufun ef illa tekst til með dreifingu. Þess vegna var þessi hluti, táknaður sem NH4-N, mældur sérstaklega með viðurkenndri amerískri aðferð. Auk þess var mælt heildarmagn af köfnunarefni (N) og svo steinefni. Mismunur heildarmagns N og NH4N kallast lífrænt N og í próteini af ýmsum toga. Meðaltal og fjórðungsmörk 68 sýna undan nautgripum má sjá í 1. töflu. Fjórðungur sýna er undir neðri fjórðungsmörkum en fjórðungur yfir efri fjórðungsmörkum. Efnamagnið var tengt þurrefnismagni mykjunnar og því eru einnig sýnd reiknuð gildi fyrir þunna og þykkja mykju, en mykja með 4% þurrefni er mesta lap og sígur viðstöðulaust í jörð, jafnvel þó hún sé frosin en án svella. Mykja með 8% þurrefni er svo þykk að úr henni sígur hægt.

Eins og fjórðungsmörkin sýna var efnamagnið talsvert breytilegt (þó efnamagn væri svipað) en hér gildir sem ella að betra er að veifa röngu tré en öngu. Hér skal því haldið fram að ef ekið er út 20 tonnum af þykkri mykju eða 40 tonnum af þunnri mykju sé steinefnaþörf túns fullnægt, hvort sem borið er á að hausti eða vori (nema úrfelli að hausti skoli mykjunni burtu). Það heyrir til undantekninga ef steinefnaþörfin er yfir 15 kg P og 60 kg K/ha. Skammtar umfram það eru bruðl með þessi efni. Varla er að vænta lélegri nýtingar en svo að 25 tonn af þykkri eða 50 tonn af þunnri mykju gefi nægileg steinefni. En hvað um N? Þó NH4-N-magn sé mismunandi eftir þurrefni kemur á móti að vænta má betri nýtingar eftir því sem mykjan er þynnri. Ef ekið er á tún að vori í svölu og sólarlitlu veðri má reikna með að allt að 2/3 þess í þunnu mykjunni nýtist en varla yfir helming í þeirri þykku. Við lakari skilyrði, hlýrra veður og/eða sólfar með vindum fer nýting þunnu mykjunnar niður í helming en í þriðjung i þeirri þykku. Þetta jafnar mun á nýtanlegu N. Eitthvað losnar úr lífrænu N, norskar töflur segja 10-20% eftir hraða niðurbrots, væntanlega erum við frekar í lægri kantinum svo þar bætist við 0,1-0,2 kg/tonn.

1. tafla. Niðurstöður greininga á efnamagni (kg/tonn mykju)

FREYJA 1-3 20


DÝRAHEILBRIÐGI

Kregða og aðrar lungnasýkingar í sauðfé - hvað er til ráða? Lungnasýkingar af völdum baktería eru vaxandi vandamál í sauðfjárrækt hér á landi. Lungnasjúkdómar í sauðfé geta valdið bráðum dauða eða langvinnum veikindum sem valda veikum dýrum þjáningum, draga úr afurðum þeirra og skapa eigendum dýranna fjárhagstjón. Algengasta lungnabólga í sauðfé er lungnapest, sem veldur töluverðu tjóni. Henni valda aðallega tvær tegundir sýkla af sömu ættkvísl, annars vegar Pasteurella multocida sem var algengastur fyrr á árum en í seinni tíð ber hins vegar æ meira á sýklinum Mannheimia haemolytica, sem leggst einkum á ungt fé. Bóluefni gegn lungnapest er framleitt á Tilraunastöðinni á Keldum og m.a. er mögulegt að framleiða fyrir mismunandi svæði, eftir því hvaða sýklar valda lungnapestinni.

H ÁKON H ANSSON fv. héraðsdýralæknir Breiðdalsvík hih@eldhorn.is

orsök þess að hósti fylgir slíkum sýkingum. Hósti er aðgerð með ákveðið markmið, þ.e. að losa slím og hreinsa það burt en er um leið vísbending um að lungu og barki séu sýkt. Kregðusýkillinn ræðst á bifhárin í lungum lamba og myndar klasa í efra öndunarvegi fullorðins fjár

Kregða er afbrigðileg lungnabólga í lömbum og ungu fé sem orsakast af sýklinum Mycoplasma ovipneumoniae og er vaxandi vandamál. Mycoplasma kallast á íslensku berfrymingar og eru minnstu þekktu bakteríur. Þær eru ekki nema 1/10 af stærð kólígerils. Bakterían myndar ekki frumuveggi og er háð umhverfi sínu um mörg næringarefni. Hún lifir nokkurs konar sníkjulífi. Hver undirtegund sýkilsins er að mestu bundin við ákveðna dýrategund, kregðan greinist eingöngu í sauðfé og geitum. Kregðusýklar fjölga sér í slímhúðum lungna og þvagfæra, en geta einnig valdið liðabólgum, sýkingum í augum og júgri. Ekki hefur tekist að framleiða bóluefni gegn kregðu í sauðfé hér á landi og er ekki heldur á markaði erlendis, þótt tekist hafi að framleiða bóluefni fyrir einstök bú eða svæði þar sem kregða er vandamál.

Sjáanlegar breytingar á lungum eru oft greinilegar, mismunandi stór svæði við brúnir lungnanna eru fallin saman, dökkrauð og loftlaus. Þessar breytingar sjást oft í sláturhúsum, í lömbum sem virðast alheilbrigð nema að þau hósta. Stundum sést brjósthimnubólga. Breytingarnar virðast að einhverju leyti ganga til baka þegar líður á veturinn en fullorðnar ær verða áfram með sýkilinn í sér, eru sk. heilbrigðir smitberar.

Lungnasjúkdómar valda því að viðkomandi dýr hefur veikluð bifhár og þau ná því ekki að hreinsa burt slímið sem myndast í lungunum. Þess vegna þarf veikt dýr að hósta. Sýkingar með berfrymingum geta eyðilagt flutningsgetu bifháranna tímabundið, sem er

Breytingar á lungum, sem áður er lýst og sjást á myndum sem fylgja greininni, eru einkennandi fyrir kregðu. Með því að skoða lungu úr sláturlömbum og leita að þeim einkennum, sem sjást á myndunum á að vera hægt að greina hvort veikin er í hjörðinni. Ef

21 FREYJA 1-3

Einkenni og smitdreifing kregðu Einkenni kregðusýkingar eru hósti, nefrennsli, dálítil hækkun líkamshita og minnkað át. Ef hár hiti mælist, stafar hann oftast af því að aðrir sýklar fylgja í kjölfar sýkingar með berfrymingum, t.d. lungnapestarsýklar. Stundum sjást bólgnir liðir í kjölfar sýkinga.


DÝRAHEILBRIGÐI ganga á úr skugga með óyggjandi hætti hvort kregðan sé til staðar þarf rannsóknir á rannsóknarstofu. Nútíma greiningaraðferðir, t.d. PCR (polymerase chain reaction) og ELISA (Enzyme-linked immunosorbent assay) eru fljótvirkar aðferðir til að greina sýklana, en nokkuð dýrar í framkvæmd. Ef taka á sýni úr lifandi kindum er einfaldast að taka stroksýni úr nefholinu. Flóknara er að taka sýni úr barka og efri öndunarvegum og vart á færi nema sérfræðinga. Þegar taka á sýni úr lungum sem sýna einkenni kregðu er best að taka þau á mörkum heilbrigðs og sjúks vefs. Til eru margir stofnar af kregðusýklinum og þótt ónæmi myndist fyrir einum stofni geta dýr verið móttækileg fyrir öðrum. Erlendis hafa verið greindir margir mismunandi stofnar kregðusýkilsins og þótt tækist að framleiða bóluefni hér á landi er ekki tryggt að það gagnist gegn öllum stofnum. Kregða hefur lengi verið landlæg á ákveðnum landsvæðum hérlendis, en á seinni árum virðist hún hafa breiðst mikið út og er farin að valda tjóni þar sem veikin var ekki þekkt áður. Smitdreifing í sýktri hjörð er mikil en sýking leiðir sjaldan til dauða. Á nokkra vikna tímabili sýkjast flest lömb í hjörðinni. Þar sem kregða er landlæg eru því flest lömb sýkt, sum dragast aftur úr en fá drepast. Flest lömbin hósta, hluti þeirra eru dauf, öndun er hröð og oft sést nefrennsli og jafnvel hor í nös. Mismunandi er hvað mörg lömb eru með einkenni, en ef litið er yfir nokkurra vikna tímabil hafa flest lömb í hjörðinni sýnt einkenni.

Smitleiðir eru einkum í gegnum öndunarveginn. Kregðusýkillinn er oft í öndunarvegi heilbrigðra dýra, og þaðan er helsta smitleið í nýfædd lömb. Talið er að lömbin smitist, einkum frá mæðrum sínum, á fyrstu dögum eftir burð, en veikin þróast hægt og verður ekki sjáanleg fyrr en eftir 6 til 12 vikur. Misjafnt er hversu einkenni kregðunnar sjást lengi, sum lömb ná sér fljótlega, en önnur eru mun lengur að ná sér á strik. Þegar ósýkt lömb koma inn í sýktan stofn eða öfugt, að sýkt lömb komi inn í heilbrigða hjörð er mikil hætta á að kregðan breiðist hratt út í ósýktum dýrum. Oft fylgja með lungnasýkingar af völdum lungnapestarsýkla eða annarra sýkinga. Í upphafi greinarinnar var talað um að berfrymingar valdi sk. afbrigðilegri lungnabólgu, m.a. vegna þess að henni fylgir venjulega ekki hár hiti eins og hefðbundinni bakteríulungnabólgu. Þó að kregðan ein og sér valdi sjaldan alvarlegum einkennum kemur fyrir að hún leiði til bráðrar lungnabólgu og jafnvel dauða, ef aðrar lungnasýkingar af völdum baktería fylgja í kjölfarið. Þetta gerist einkum ef aðstaða í fjárhúsum er ekki góð, þrengsli, raki, léleg loftræsting og slæm umgengni í húsum. Kregðusýkillinn hefur einnig ræktast frá slímhúðarog hornhimnubólgu í augum. Algengara er þó að augnsýkingar, sem oft koma upp í hjörðum og breiðast hratt út stafi af öðrum sýklum, og þá helst sýkli sem er önnur tegund sömu ættkvíslar og kregðusýkillinn, þ.e. Mycoplasma conjunctivae.

© Ragnar Þorsteinsson

FREYJA 1-3 22


DÝRAHEILBRIÐGI Nú er talið víst að kregðusýkillinn geti gert lömb og ungt fé móttækilegra fyrir lungnapest1. Nauðsynlegt er því að endurmeta og rannsaka kregðu og þátt kregðusýkilsins í tengslum við vaxandi vandamál af völdum lungnapestar. Meðhöndlun Lengst af hefur verið talið að einkenni kregðu væru svo væg, að ekki væri ástæða til að meðhöndla veik dýr með lyfjum. Áður var ráðlagt að bólusetja gegn lungnapest, en sú bólusetning hefur ekki áhrif á kregðuna. Einnig hefur verið ráðlagt að gefa inn ormalyf sem er virkt gegn lungnaormum. Ormalyfsgjöf á alltaf rétt á sér, en verkar þó ekki sérstaklega gegn kregðu. Mælt er með að taka á almennum atriðum varðandi aðbúnað, bæta loftræstingu, koma í veg fyrir mikinn raka og óhreinindi í húsum og að hafa ekki of þröngt á fénu. Svo virðist sem að lambakaup af kregðusvæðum hafi orðið til þess að veikin breiðist út og er nú sjáanleg víða um land. Aðkeyptu lömbin smita fé sem fyrir er á bænum sem þau koma á og svo dreifist kregðan þaðan á nágrannabæi við fjárrag og samgang milli bæja. Vandamálið er að þótt hægt sé að gefa lyf sem draga úr einkennum eða jafnvel lækna einstakar kindur næst ekki að útrýma veikinni úr hjörðinni. Eins og áður sagði eru fullorðnu ærnar einkennalausir smitberar, sem smita svo lömbin sín strax eftir burð. Kregðan er svo alvarlegur sjúkdómur, að ekki má draga lengur að grípa til markvissra aðgerða sem miða að því að ná taki á útbreiðslu og afleiðingum smitsins. Að mínu mati er eingöngu hægt að stöðva þessa hringrás með róttækum aðgerðum sem fela í sér að framleiða bóluefni og bólusetja ærnar.

Á myndunum sjást dæmigerðar og einkennandi breytingar af völdum kregðu. Ljósi hluti lungnanna er eðlilegur lungnavefur, en við brúnir lungnanna eru mismunandi stór svæði sem eru fallin saman, dökkrauð/dökkbrún og loftlaus.

23 FREYJA 1-3

Lyf til meðhöndlunar á kregðu Lyfjagjöf með sýklalyfjum sem verka á kregðusýkilinn getur skilað góðum árangri í einstökum lömbum og hjálpað þeim að yfirvinna sýkinguna og ná sér á strik aftur. Með þessari lyfjagjöf næst líka að drepa niður sýkingar sem hugsanlega fylgja í kjölfar kregðunnar.


DÝRAHEILBRIGÐI Algengustu sýklalyf eins og Penicillin virka ekki á kregðuna. Fræðin segja að Oxytetracyclin eigi að verka vel á kregðusýkilinn. Hér á landi fæst eitt lyf í þessum flokki, Engemycin. Mín reynsla er að lyfjagjöf með Engemycin skili misgóðum árangri og oft litlum. Auk þess er hætta er á að sýklar myndi ónæmi gegn Tetracyclin lyfjum ef þau eru notuð í miklum mæli. Að mínu mati reynist stungulyfið Baytril vet 10 % best. Virka efnið í lyfinu heitir Enrofloxacin. Lyfið er breiðvirkt og því ákjósanlegt við meðhöndlun við flestum sýkingum þ.á.m. í töfluformi við slefsýki ef önnur ráð duga ekki. Ráðlagður skammtur við kregðu er 2,5 mg/kg á dag sem samsvarar 1 ml á hver 40 kg. Baytril er mjög dýrt lyf, 1 glas kostar rúmlega 26 þús krónur, en glasið nægir til að meðhöndla ca 25 gemlinga. Eins og áður sagði leysir lyfjagjöf þó ekki vandamálið, heldur slær aðeins á verstu einkennin. Lyfjagjöf er því bæði dýr og skilar takmörkuðum eða engum árangri til lengri tíma litið, því óhugsandi er að losna við kregðu með sýklalyfjagjöf þar sem hún hefur náð fótfestu. Greinarhöfundur leggur ríka áherslu á að bændur leiti ráðgjafar hjá dýralækni búsins áður en ráðist er í lyfjagjöf. Bóluefni gegn kregðu og samspil við lungnapest Eina leiðin til að vinna varanlega á kregðu í nútíma sauðfjárbúskap er að framleiða bóluefni sem vinnur á kregðu. Áður hefur verið nefnt, að lungnasýkingar séu eitt helsta og vaxandi vandamál í sauðfjárræktinni og því væri best að blanda saman bóluefnum við lungnapest og kregðu. Lungnapestin veldur töluverðum búsifjum og þarfnast því nauðsynlega nánari rannsókna. Erlendis hefur á síðustu árum verið aukinn áhugi á rannsóknum kregðusýkilsins og nýjar rannsóknir hafa leitt ýmislegt athyglisvert í ljós, auk þess sem hefur tekist að framleiða bóluefni, sem skilað hefur góðum árangri.

Amerísk rannsókn frá árinu 20101 beindist að lungnasýkingum í amerísku villifé (Bighorn). Tilgangur þessarar rannsóknar var að rannsaka hvort kregða ein og sér væri orsök banvænna lungnasýkinga í stofninum eða hvort sýkillinn væri að veikja mótstöðu fjárins gagnvart öðrum sýkingum, einkum lungnapest af völdum Mannheimia haemolytica. Helsta niðurstaðan var sú að kregðusýkillinn minnkar viðnám kinda gegn lungnapestarsýklinum hjá þessum fjárstofni. Af fjórum kindum í rannsókninni hafði ein greinst með lungnapestarsýkla á slímhúð í nefholi, en sýndi engin einkenni. Eftir sýkingu með kregðusýkli drapst þessi ær, en hinar lifðu. Þær drápust hins vegar allar 1 til 5 dögum eftir að þær höfðu verið sýktar með lungnapestarsýklinum Mannheimia haemolytica. Kregðusýkillinn Mycoplasma ovipneumoniae einn og sér veldur því ekki banvænum lungnasýkingum í þessum fjárstofni, en minnkar mótstöðu ánna gangvart lungnapestarsýklinum og stofnar sem venjulega orsaka ekki veikindi verða sjúkdómsvaldandi þegar kregðusýkill hefur undirbúið jarðveginn. Gæti þetta verið ástæða þess að lungnapest virðist sums staðar valda meira tjóni en áður hér á landi og að jafnvel bólusetning gegn lungnapest dugir ekki? Þarna er verðugt rannsóknarefni. Aðrar rannsóknir2,3 leiddu til svipaðrar niðurstöðu, þ.e. að kregðusýkillinn minnki mótstöðu gegn lungnapest og fleiri lungnasýkingum, sem hafa ekki greinst hér á landi. Einnig kemur fram4 að vísindamönnum tókst að greina genamengi sýkilsins og er það í fyrsta skipti sem það tekst. Það ætti að auðvelda frekari rannsóknir. Framleiðsla bóluefnis gegn kregðu Tilraunastöðin að Keldum hefur kannað möguleika á að framleiða bóluefni gegn kregðu en illa hefur gengið að rækta sýkilinn. Nýlega var hafist handa við nýtt verkefni sem miðar að því að þróa og framleiða bóluefni og er vonandi að það takist.

FREYJA 1-3 24


DÝRAHEILBRIÐGI

© Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir Aðrir kostir eru að láta framleiða bóluefni erlendis. Það mál hefur nokkuð verið kannað og á að vera fær leið, en óljóst er hvað slíkt kemur til með að kosta. Ef tilraunir á Keldum bera ekki árangur er nauðsynlegt að láta framleiða bóluefni erlendis og gera tilraunir með það hér og sjá hver árangurinn yrði. Ef hann yrði góður væri hugsanlega hægt að framleiða blandað bóluefni, gegn lungnapest og kregðu sem væri óskastaða. Haustið 2012 hafði greinarhöfundur samband við Prófessor Ganter hjá Dýralæknaháskólanum í Hannover í Þýskalandi5 í þeirri von að hann gæti gefið Íslendingum ráð, þar sem rannsóknir á kregðu eru meðal helstu rannsóknarverkefna deildar hans við háskólann. Ganter staðfesti að myndir af lungum sem greinarhöfundur sendi honum sýndu greinileg einkenni kregðu. Nokkrar þessara mynda sem teknar voru í sláturhúsinu á Kópaskeri haustið 2009 fylgja einnig þessari grein. Í Þýskalandi hefur kregðusýkillinn verið greindur í sauðfjárhjörðum þar sem lungnabólga í lömbum var vandamál. Brugðið var á það ráð að berjast gegn sýkingunni með því að framleiða bóluefni við kregðu, ræktað úr lungum frá viðkomandi hjörð og blanda saman þessu kregðubóluefni og bóluefni við lungnapest (Mannheimia haemolytica). Árangur bólusetninga var góður að því tilskyldu að skipulega væri bólusett. Einnig var bólusett í geitahjörð, þar voru kiðlingarnir teknir frá móðurinni snemma auk þess sem bólusett var. Veikin virtist hafa verið upprætt í geitahjörðinni og hætt er að bólusetja í þessari hjörð. Almennt telja svo Þjóðverjar að kregða sé vaxandi vandamál á sauðburði í hjörðum þar sem hreinlæti er gott og fé er inni yfir

25 FREYJA 1-3

veturinn. Sjúkdómurinn finnst samt sjaldan, einfaldlega vegna þess að ekki er skipulega leitað að honum. Prófessor Ganter ráðlagði Íslendingum að láta framleiða blandað bóluefni við kregðu og lungnapest og benti á nokkra stóra framleiðendur bóluefnis í Þýskalandi og Bretlandi í því sambandi. Ljóst er að hægt er að framleiða bóluefni en þó er erfitt að rækta sýkilinn þar sem sérstaka nákvæmni þarf við sýnatöku og frágang sýna svo hægt sé að einangra hann. Gott væri framleiða tilraunabóluefni til að meta árangur þess áður en farið væri í stórfellda framleiðslu. Þó verður fróðlegt fylgjast með því hvaða árangri rannsóknir þær sem Tilraunastöðin á Keldum hefur sett af stað um þróun bóluefnis munu skila. Innlend framleiðsla er alltaf besti og ódýrasti kosturinn. Heimildaskrá: 1) Rohana P. Dassanayake, Sudarvili Shanthalingam, Caroline N. Herndon, Renuka Subramaniam, Paulraj K. Lawrence, Jegarubee Bavananthasivam, E. Frances Cassirer, Gary J. Haldorson, William J. Foreyt, Fred R. Rurangirwa, Donald P. Knowles, Thomas E. Besser, Subramaniam Srikumaran. 2010. Mycoplasma ovipneumoniae can predispose bighorn sheep to fatal Mannheimia haemolytica pneumonia. Vet Microbiol. 2010 October 26; 145(3-4): 354–359. 2) Maria E. Harvey, Daniel G. Morrical, Ricardo F. Rosenbusch. 2007. Sheep flock infections with Mycoplasma ovipneumoniae involve multiple strains, Small Ruminant Research, 73(1–3): 287-290. 3) Rosário Gonçalves, Isabel Mariano, Alejandro Núñez, Sandra Branco, Graham Fairfoul, Robin Nicholas. 2010. Atypical non-progressive pneumonia in goats, The Veterinary Journal, 183(2): 219-221. 4) Yang F., Tang C., Wang Y., Zhang H., Yue H.. 2011. Genome sequence of Mycoplasma ovipneumoniae strain SC01. J. Bacteriol. 193:5018. 5) Bréfaskipti milli greinarhöfundar og Prof. Manfred Ganter við Dýralæknaháskólann í Hannover, Þýskalandi, október 2012.


KYNBÆTUR

Hvað eru kynbætur? Í ræktunarstarfi allra búgreina er unnið eftir fyrirfram skilgreindum ræktunarmarkmiðum. Í slíku starfi eiga kynbætur sér stað, þ.e. hlutfall æskilegra gena er aukið með úrvali kynbótagripa. Tilgangurinn er að fá betri gripi í hverri nýrri kynslóð og við færumst nær og nær settum markmiðum.

E YJÓLFUR I NGVI B JARNASON Sauðfjárræktarráðunautur

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins

eyjolfur@rml.is

Allir bændur hafa einhvern tíma í búskap sínum valið einn grip fram yfir annan til ásetnings, viðkomandi gripur hefur þá verið betri en aðrir gripir í einum eða fleiri æskilegum eiginleikum sem valið er fyrir. Sérviska og hyggjuvit hvers bónda réði lengi vel því hvaða gripir voru valdir til framræktunar. Í dag er hins vegar skýrsluhald, þar sem safnað er tölum og mælingum fyrir skilgreinda eiginleika, forsenda kynbóta. Á grunni skýrsluhaldsins er reiknað kynbótamat gripanna og það verður aldrei réttara en forsendurnar sem liggja að baki. Þeir bændur sem færa vandaðar skýrslur munu því alltaf njóta þess í markvissari kynbótaárangri. Erfðafræðin er grunnurinn bak við kynbætur og í flestum tilvikum eru erfðir lítill partur af mun stærri mynd, því umhverfið hefur mikil áhrif á flesta eiginleika. Svipgerð hvers einstaklings er það sem hægt er að sjá eða mæla á hverjum grip og líta má á svipgerðina sem summu af erfðum og umhverfisáhrifum (P = G + E). Kynbæturnar beinast að erfðaáhrifunum og miða að því að auka áhrif eftirsóknarverðra gena þannig að yngstu gripirnir standi að jafnaði framar en kynslóð foreldranna. Í kynbótum er svo unnið með séða eiginleika og magnbundna eiginleika. Séðir eiginleikar stjórnast oftast af einföldum erfðum, þannig að einn eða fáeinir erfðavísar stjórna þeim og

E MMA E YÞÓRSDÓTTIR Dósent/Brautarstjóri Landbúnaðarháskóla Íslands emma@lbhi.is oft er hægt að geta sér til um arfgerð út frá svipgerð gripsins. Algengustu dæmi um séða eiginleika eru litir og horn. Magnbundnir eiginleikar stjórnast aftur á móti af mörgum erfðavísum og því erfitt að gera sér grein fyrir áhrifum hvers og eins. Við kynbætur á slíkum eiginleikum (vöxtur, frjósemi, mjólkurlagni) þarf að styðjast við upplýsingar úr skýrsluhaldinu því á grunni þeirra er reiknað kynbótamat með tölfræðilegum aðferðum. Leiðréttingar Við undirbúning gagna fyrir útreikninga á kynbótamati er nauðsynlegt að gera ýmsar leiðréttingar á kerfisbundum umhverfisáhrifum í skýrslunum. Þetta er gert til þess að gripir séu bornir saman á jafnréttisgrunni. Við getum aldrei borið saman einlembing og tvílembing á jafnréttisgrunni eða þá lagt að jöfnu lömb sem slátrað er við 120 eða 180 daga aldur. Sama máli gegnir um afurðir kúa sem bera að vori eða hausti. Hins vegar getum við ekki tekið tillit til tilviljanakenndra umhverfisáhrifa, s.s. ef uppáhaldsærin gengur í túninu, veikinda gripa, misjafnra fóðurgæða, að ekki sé talað um áföll vegna hreta. Slík áhrif eru ætíð svo afmörkuð að þau er ekki hægt að yfirfæra á stærri heild þegar unnið er með stór gagnasöfn.

FREYJA 1-3 26


KYNBÆTUR Arfgengi og erfðafylgni Arfgengi er hugtak sem skiptir miklu máli fyrir árangur ræktunarstarfsins. Arfgengi er hlutfallstala sem er metin fyrir hóp gripa fyrir ákveðinn eiginleika, mæld með tölugildinu 0,00 til 1,00. Arfgengi segir til um hversu mikið breytileiki í einum eiginleika mótast af erfðum, ef það reiknast nærri núll stafar breytileiki nær allur af umhverfisáhrifum en eftir því sem talan hækkar eiga erfðir meiri þátt í þeim breytileika sem er á milli einstaklinga. Ef arfgengi er hærra en 0,40 er talað um hátt arfgengi en lágt ef það er undir 0,20. Eftir því sem arfgengi eiginleika er hærra því auðveldara er að ná árangri í kynbótum eiginleikans. Algengt er að arfgengi framleiðslueiginleika í búfé sé á bilinu 0,150,30. Erfðafylgni er annað hugtak sem nauðsynlegt er að kunna skil á. Hún er mæld á bilinu -1,0 til +1,0 og segir til um hvernig einn eiginleiki tengist öðrum. Ef erfðafylgni er jákvæð milli tveggja eiginleika (+ tala) breytast þeir við úrval í sömu átt en ef fylgnin er neikvæð (tala) breytast þeir við úrval í gagnstæðar áttir, þ.e. við getum séð framför í öðrum

eiginleikanum en afturför í hinum. Sé hún 0 eru eiginleikarnir óháðir hver öðrum eða þá að erfðafylgnin er ekki þekkt. Ýmis dæmi hafa komið upp í gegnum tíðina þar sem val fyrir einum eiginleika hefur haft neikvæð áhrif á þróun í öðrum eiginleika. Samhliða því að velja fyrir styttri framfótarlegg á lömbum sem fylgdu bættir holdsöfnunareiginleikar fylgdi oft líka tilhneiging til mikillar fitusöfnunar. Til að forðast það var samhliða valið fyrir minni fitusöfnun og þannig hefur tekist að minnka vægið á þessari neikvæðu erfðafylgni. Úrvalsaðferðir Ræktunaraðferðir til að ná árangri í kynbótum eru breytilegar eftir búfjárkynjum í hinum stóra heimi. Í kynbótum nautgripa, sauðfjár og hrossa á Íslandi er stunduð hreinrækt, þ.e. ræktunarmarkmiðið er hið sama fyrir alla gripi sem fæðast og þeir geta því mögulega allir komið til greina til framræktunar. Nokkrar aðferðir eru til sem byggja má úrval á. Sú fyrsta er einstaklingsúrval, þ.e. svipgerð einstaklings ræður því hvort gripur er valinn til framræktunar. Þá skal haft í huga að gripur

1. mynd. Samhengi kynbótamats og kynbótagildis. Punktalínur sýna öryggismörk kynbótamatsins.

27 FREYJA 1-3


KYNBÆTUR ber aldrei utan á sér víkjandi erfðavísa sem hann getur búið yfir. Önnur aðferð er ætternisúrval, þá er horft til upplýsinga um föður, móður eða systkin þegar gripur er valinn til kynbóta. Þriðja aðferðin er afkvæmarannsókn, þá eru afkvæmahópar bornir saman og kynbótagripirnir valdir út frá frammistöðu afkvæmanna. Allar þessar aðferðir eru notaðar í kynbótastarfinu hér á landi oft samhliða. Lambhrútar til ásetnings eru valdir út frá ætterni og einstaklingsdómi en endanlegt val t.d. á hrútum á sæðingastöð er oftast á grundvelli afkvæmarannsókna. Í nautgriparæktinni er val kynbótanauta nær alfarið byggt á afkvæmarannsóknum. Hver aðferð hefur kosti og galla og líklegt er að bestur árangur náist með því að blanda þeim öllum saman. Kynbótamat Kynbótamat gripa er reiknað út frá upplýsingum úr skýrsluhaldi um afurðir og eiginleika gripanna og í því felst mat á kynbótagildi gripanna þ.e. hverju þeir eru líklegir til að skila til afkvæma sinna. Kynbótamat reiknað með BLUP aðferðum er almennt í notkun hér á landi og er viðurkennd sem besta aðferðin við mat á kynbótagildi. Kostir aðferðarinnar eru m.a. að hægt að meta erfða- og umhverfisþætti samtímis og tekið er tillit til upplýsinga um alla ættingja hvers grips sem skráðir eru í skýrslum. Þannig fæst mun öruggara mat á kynbótagildi gripa sem notaðir eru á mörgum stöðum í stað þess að horfa á kynbótagildi þeirra í afmörkuðum hóp. Það er hins vegar nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að kynbótamat er aðeins reiknuð tala, raunverulegt kynbótagildi er það sem gripurinn fær frá foreldurum sínum og það verður aldrei hægt að reikna. Á 1. mynd má sjá samspil raunverulegs kynbótagildis og reiknaðs kynbótamats. Ef við vissum hið raunverulega gildi frá foreldrum þá væri reiknaða matið jafnt kynbótagildinu. Útkoma úr kynbótamati getur verið ýmist hærri eða lægri en hið raunverulega kynbótagildi. Eftir

því sem upplýsingar um gripinn og ættingja hans eru meiri og betri, því minni óvissa fylgir reiknaða matinu og það verður öruggara. Þessi öryggismörk verða þrengri eftir því sem magn upplýsinga eykst og ef þess er gætt að gæði upplýsinga séu sem best, þ.e.a.s. að skýrslur séu rétt og samviskusamlega færðar. Sjálfbærar kynbætur Hér að framan hefur verið stiklað á stóru í flestum þeim þáttum sem hafa áhrif á kynbætur. Umhverfisáhrif skipta mjög miklu máli fyrir marga eiginleika og því getur vönduð meðferð s.s. rétt fóðrun gripa haft mikið að segja um hvort kynbætur skila sér í raun. Eins er mjög nauðsynlegt að hafa öll ræktunarmarkmið víðfeðm og vel skilgreind svo ekki séu ræktuð inn í stofna óæskileg hliðaráhrif s.s. vegna neikvæðrar erfðafylgni. Ótal dæmi eru þekkt erlendis um neikvæð áhrif kynbóta s.s. val fyrir auknu mjólkurmagni hjá kúm hefur leitt til aukinnar tíðni júgurbólgu sem og lakari frjósemi.1 Á Íslandi hefur okkur borið gæfa til að stunda ræktunarstarf þannig að slík áhrif eru lítil sem engin. Fjölþætt ræktunarmarkmið sem taka til margra eiginleika er einnig forsenda þess að búféð haldist hraust og afurðasamt til lengri tíma. Ef valið er einhliða eftir örfáum eiginleikum er bæði aukin hætta á skyldleikarækt og afturför í eiginleikum sem ekki er tekið tillit til. Kynbótafræðin sem slík gengur út frá mörgum línulegum mælikvörðum þegar unnið er með gögn. Hins vegar er rétt að hafa í huga að líffræðin sem stýrir lífi hverrar skepnu er ekkert endilega línuleg. Þetta þarf líka að hafa í huga því allir hlutir hafa þolmörk, þ.e. hversu langt á að ganga í kynbótum á kostnað annarra þátta sem varða til dæmis velferð eða heilsufar gripanna. Kynbætur eru nefnilega ekkert annað en eitt af fjölmörgum verkfærum í verkfæratösku bóndans sem þarf að hafa þekkingu og skilning á til þess að búskapurinn skili góðum árangri. Heimildaskrá: 1) Rauw, W. M., Kanis, E., Noordhuizen-Stassen, E. N. and Grommers, F. J. (1998). Undesirable side effects of selection for high production efficiency in farm animals: a review. Livestock Production Science, 56 (1): 15-33.

FREYJA 1-3 28



Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.