Freyja 2 4

Page 1

BÚNAÐARBLAÐIÐ

FREYJA

MEÐAL EFNIS:

KVÍGUUPPELDI

JARÐRÆKTARTÆKNI

HAUSTFÓÐRUN OG FENGIELDI SAUÐFJÁR

4. TÖLUBLAÐ

VETUR 2012

2. ÁRGANGUR


EFNISYFIRLIT Landbúnaður er einn af hornsteinum þjóðarinnar. -Hefur einhver gleymt því? Haraldur Benediktsson Búum betur Ingvar Björnsson Breytingar á þekju birkiskóga í nágrenni Heklubæja Höskuldur Þorbjarnarson, Friðþór Sófus Sigurmundsson og Guðrún Gísladóttir Jarðræktartækni Finnbogi Magnússon Afkvæmaprófun nautaárgangs 2006 Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir

3 5

8 15 20

Mjólkurveiki hjá minkalæðum Axel Kárason

21

„Það kom kvíga” - Uppeldi og aðbúnaður kvígukálfa Katrín Andrésdóttir

26

Haustfóðrun og fengieldi sauðfjár Jóhannes Sveinbjörnsson

31

Búnaðarblaðið Freyja 4. tölublað, 2. árgangur Útgáfudagur: 5. desember 2012 Ábyrgðarmenn og ritstjórar: Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir (898-4897), Axel Kárason (860-2935) og Eyjólfur Ingvi Bjarnason (862-0384) ISSN: 1670-8911 Höfundur forsíðumyndar: Dagbjört Drífa Thorlacius Útgefandi: Útgáfufélagið Sjarminn, Raftahlíð 55, 550 Sauðárkrókur www.sjarminn.is sjarminn@sjarminn.is

FREYJA 4-2


Frá ritstjórn Þetta haustið og það sem af er vetri hefur þjóðin enn á ný fylgst með íslenskum bændum kljást við náttúröflin. Í þetta skiptið eru það ekki Sunnlendingar að kljást við jarðhræringar, heldur norðlenskir bændur að eiga við gamlan kunningja, vetur konung. Ótrúlegar fréttir og fréttaljósmyndir af sauðfé sem bjargað hefur verið eftir langa dvöl í fönn, berast manna á milli á upplýsingahraða nútímans. Í þessum hremmingum hefur þrennt sannað sig enn á ný, harka íslensku sauðkindarinnar, samtakamáttur bænda ásamt fórnfýsi og hjálpsemi utanaðkomandi aðila, t.d. björgunarsveitanna. Þessari baráttu er þó engan veginn lokið. Nú eru bændur farnir að láta í ljós áhyggjur sínar af heyforða vetrarins, því óvenju snemma hefur þurft að taka á hús, og sömuleiðis gefa útigangi meira en í meðalári. Við þetta bætast svo spár um að jarðbönn gætu orðið viðvarandi fram á vorið, þannig að ekki sér fyrir endann á þessu á næstunni. En ef það er eitthvað sem ritstjórn Freyju hefur óbilandi trú á, þá er það íslenski bóndinn, seigla hans og útsjónarsemi. Efnistök Freyju í þetta skiptið eru víðfeðm að vanda. Vert er að benda á að það kveður við nýjan tón, því fyrsti pistill Freyju um skógrækt lítur nú dagsins ljós. Sambýli skógræktar, landgræðslu og sauðfjárræktar hefur lengi verið mikið hitamál, og hitnaði svo um munaði eftir að Ríkissjónvarpið sýndi heimildarmynd um málið nú á haustdögum. Mörgum þótti dregin heldur dökk mynd upp af ástandinu, en alvarlegast var þó hversu einhliða umræðan var. Enn og aftur sýndi það sig að fjölmiðlar virðast nær ófærir um að tryggja hlutlausa miðlun efnis þar sem allir málsaðilar fá að koma sjónarmiðum og upplýsingum á framfæri. Það skapast líklega af því að krafan um hratt og stöðugt framboð efnis er orðin svo mikil að ekki er hægt að bíða eftir andsvörum, heldur er nánast hverjum sem er leyft að geysast fram á vígvöll ljósvakamiðlana, með hvað sem er í farteskinu. Ritstjórn Freyju óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegrar jólaföstu og gæfuríks komandi árs. Þó að æði ógn og hríðir, aldrei neinu kvíða skal. Alltaf birtir upp um síðir, aftur kemur vor í dal.

(Freysteinn Gíslason)

© Oddný Steina Valsdóttir

Butra í Fljótshlíð fyrir miðri mynd. Fjallið Þríhyrningur í bakgrunni.

FREYJA 4-2

2


UMRÆÐAN

Landbúnaður er einn af hornsteinum þjóðarinnar. -Hefur einhver gleymt því? Í níu ár hef ég verið hluti af forystu Bændasamtaka Íslands. Á þessum tíma hafa dunið á þjóðinni ótrúleg áföll sem vonandi koma ekki aftur. Á fyrstu árunum lék hér allt í lyndi. Góður vöxtur var í efnahag þjóðarinnar, fjárfesting og uppbygging víða í samfélaginu. Þjóðin varð rík, svo rík að hún hafði ekki efni á að framleiða mat. Svo rík höfðum við aldrei verið áður. Raddir áhrifafólks sem komst til valda á síðustu metrum hagsældarinnar urðu sífellt háværari. Landbúnaður var í augum þess gamaldags og svipað álit var á öðrum grundvallaratvinnugreinum.

H ARALDUR B ENEDIKTSSON Formaður Bændasamtaka Íslands hb@bondi.is Efnahagshrun og tvö eldgos eru harður skóli til að minna okkur á hvaða grunnþættir í samfélagi okkar þurfa að vera í lagi. Í efnahagshruninu skipti sköpum að við höfðum ekki glatað landbúnaði sem framleiddi mat. Við höfðum matvælaframleiðslu sem tryggði okkur gegn því að samfélagið laskaðist alvar-

lega. Með sjávarútvegi, iðnfyrirtækjum og landbúnaði var til þjóðfélag sem virkaði og hélt haus. Hví er þetta sagt hér? Á þeim tíma sem ég hef starfað á vettvangi Bændasamtakanna hefur verið lögð mikil vinna í að kynna almenningi landbúnað. Það var vissulega ögrandi verkefni að tala um matvælaverð á síðustu mánuðum „gróðærisins“. Matarverð hafði þá orðið að pólitísku barefli á starfsumhverfi bænda til að ná því markmiði að verslunin gæti enn

3

FREYJA 4-2

stækkað hlut sinn í vöruverði. Gleymum því ekki að í rannsókn, sem sjálft Samkeppniseftirlitið hefur rökstutt, kom fram að smásöluverslunin hefur komist upp með að leggja meira á vörur sem fluttar eru inn í landið án tollverndar en á innlendar búvörur. Tvennt vil ég nefna sérstaklega við lesendur Freyju. Þjóðin, almenningur í landinu, missti aldrei trú á bændum og landbúnaði og skildi mikilvægi hans. Trúin var að vísu veikari en áður ef notaðir eru mælikvarðar skoðanakannana. Hitt atriðið er að álitið á landbúnaðinum og störfum bænda var langminnst hjá bændum sjálfum. Það er gróft að segja þetta við bændur. En á öllum þeim fundum sem ég hef haldið með bændum kom í ljós að ímyndin var hvergi meira löskuð. Ég hef líka komist að því að þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri. Á aðalfundum samtaka bænda, sem ég hef sótt

© Áskell Þórisson


UMRÆÐAN undanfarin ár í Noregi og Danmörku, kom í ljós nákvæmlega sama viðhorf hjá bændunum sjálfum. En hvergi er jákvæðni í viðhorfi til bænda þó mælanlega meiri en hér á landi í samanburði þessara landa. Á aðalfundi danskra bænda var rýnt í árangur af miklu ímyndarátaki sem staðið hefur í þrjú ár. Árangurinn reyndist góður og mun fleiri hafa trú á framtíð landbúnaðarins en áður. Formaður danskra bænda sagði í stefnuræðu sinni að landbúnaðurinn væri aftur kominn á þann stall að vera sjálfsagður hluti af dönsku atvinnulífi. Landsmenn skynja að það skiptir máli að framleiða raunveruleg og áþreifanleg verðmæti.

Framtíð landbúnaðar er einstaklega björt en hún er líka ákaflega brothætt. Látum vera að ræða um afdrif okkar innan ESB, að sinni. Snúum okkar frekar að því sem mun ráða heill og framtíð í afkomu bænda, sem er endurreisn tollverndar. Leiðrétting hennar er eitt mikilvægasta baráttumál stéttarinnar nú um stundir. Sú barátta er sannarlega gegn pólitískum „rétttrúnaði“. Hitt er líka staðreynd að ef þróun mála heldur fram sem horfir, að matvælaverð haldi áfram að stíga á heimsvísu, þá minnkar þörf fyrir slíka vörn. En hún er trygging og maður tryggir ekki eftir á. Því er nauðsynlegt að hafa þennan þátt í lagi.

Hið sama getum við sagt um Ísland. Í merkilegri samfélagsrýni sem gerð var sl. vetur af rannsóknafyrirtækinu Capacent kom fram að almenningur lætur sig hag bænda varða. Einstakur og einbeittur stuðningur við hag landbúnaðarins á að vera okkur hvatning. Gefum ekki afslátt af þeim þáttum sem þurfa að vera í lagi til að landbúnaður fái þrifist. Það er okkar að ganga fram og taka þátt í umræðunni og tala máli atvinnugreinarinnar. Jarðvegur í þjóðfélaginu fyrir sjónarmið bænda er frjór og við skulum rækta hann.

Góð afkoma bænda, trú á gildi landbúnaðarins, traust rekstrarumhverfi og sátt við fólkið í landinu – allt þarf þetta að fara saman. Tiltrú fólksins er til staðar og við þurfum að segja hvað við getum. Saman eigum við sem þjóð að þora að tala um gildi þess að nýta landið, byggja það allt, framleiða og hugsa sjálf um okkar hagsmuni og innviði samfélagsins. Enginn gerir það fyrir okkur. Þess vegna erum við bændur, íslenskur landbúnaður, hornsteinn byggðar og farsældar á Íslandi. Gleymum því ekki.

Íslenskt bygg bíður þreskingar á Svertingsstöðum 2 í Eyjafjarðarsveit

© Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir

FREYJA 4-2

4


BÚREKSTUR

Búum betur Í febrúarmánuði 2012 var haldinn fundur um rekstur kúabúa á vegum Búgarðs ráðgjafaþjónustu undir yfirskriftinni “Búum betur”. Tilefni fundarins var að líta yfir farinn veg og skoða rekstrarráðgjöf á svæðinu síðustu ár. Jafnframt voru kúabú sem tekið hafa þátt í rekstrarverkefninu Ráðhildi, verðlaunuð fyrir góðan rekstrarárangur. Í fagstarfi í landbúnaði hefur lengi tíðkast að verðlauna bændur fyrir góðan árangur í ræktun búfjár og fyrir afurðasemi. Lítið hefur verið gert af því að verðlauna bændur fyrir rekstrarárangur, e.t.v. vegna þess hversu erfitt er að meta og mæla slíkan árangur.

I NGVAR B JÖRNSSON Héraðsráðunautur Búgarði ib@bugardur.is Rekstrarráðgjöf í landbúnaði Búrekstur er flókin starfsemi þar sem margir þættir spila saman. Oft er erfitt fyrir bónda að gera sér fullkomna grein fyrir því hvaða áhrif einstök aðgerð hefur á heildarrekstur búsins. Fyrsta stigið í rekstrarráðgjöf er þó alltaf einhvers konar greining á rekstrinum í samanburði við önnur sambærileg bú. Til að hægt sé að vinna slíka greiningu þurfa að liggja fyrir talnagögn og því má segja að nákvæmt fjárhagsbókhald sé undirstaða greininga og ráðgjafar í búrekstri. Með stofnun Hagþjónustu landbúnaðarins myndaðist grundvöllur fyrir öflugar greiningar á rekstri bænda og fyrstu ár stofnunarinnar var öflug starfsemi á því sviði.

Hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar hófst vinna við greiningar á búrekstri og samanburð á milli búa árið 1993. Fyrsta árið var rekstur 70 búa greindur og borinn saman við meðaltalsbú. Önnur búnaðarsambönd hafa einnig unnið slíkar greiningar og öflugasta verkefnið, SUNNA, hefur verið starfrækt á Suðurlandi síðan 1998. Í kjölfarið var ákveðið að veita fjármagni í búrekstraráætlanir á landsvísu. Slíkar áætlanir byggja á greiningum á rekstri og því að bóndinn skoði reksturinn með ráðunaut. Í kjölfarið eru síðan sett markmið um bættan rekstrarárangur. Frá árinu 2004 hefur þetta verkefni heitið Ráðhildur á Norðausturlandi. Verkefnið var virkast á fyrstu árunum og voru þátttakendur flestir 70 talsins. Á þeim tíma fólst verkefnið í ítarlegum greiningum á rekstri búanna og samanburði við meðaltal svæðisins og landsins. Einnig voru gerðar sértækar greiningar á fóðuröflunarkostnaði. Með þessum greiningum fylgdu nákvæmar greinargerðir og greining á sterkum og veikum hliðum búskaparins. Í kjölfarið voru

Eyjafjarðarsveit: Staðarbyggðarfjall og Munkaþverárdalur í bakgrunni

© Ingvar Björnsson

5

FREYJA 4-2


BÚREKSTUR bændur heimsóttir þar sem reksturinn var ræddur í víðu samhengi og bóndinn setti sér markmið til næstu ára. Þá voru skipulagðir svæðafundir þar sem bændur hittust í smærri hópum og báru saman gögn frá búum sínum. Í könnun meðal þátttakenda sem unnin var árið 2004 kom í ljós almenn ánægja með verkefnið og sérstaklega með heimsóknir ráðunauta. Þar kom fram að bændum fannst ákaflega gagnlegt að geta borið sinn rekstur saman við sambærileg bú og rætt niðurstöðuna við ráðgjafa. Samanburðurinn sýndi bændum hvað betur mátti fara í rekstrinum eða staðfesti að þeir væru að gera vel. Gögnin sem orðið hafa til við svæðisbundnar greiningar á rekstri hafa nýst bændum og ráðunautum við að greina rekstrarþróun í búskap á mismunandi svæðum og til notkunar í áætlanagerð t.d. vegna framkvæmda og skuldamála. Góð bú og betri bú Þegar fylgst er með verkefni á borð við Ráðhildi yfir lengri tíma kemur í ljós að mikill munur er á rekstrarárangri búa. Vissulega er áramunur á rekstrinum, áföll geta sett strik í reikninginn og flest bú eiga sín góðu og slæmu ár. Ákveðin bú virðast þó skila góðri niðurstöðu ár eftir ár. En hver er besta mælingin á rekstrarárangur búa? Beinast liggur við að meta framlegðina sem er tekjur að frádregnum breytilegum kostnaði eða vergar þáttatekjur (EBITA) sem eru tekjur að frádregnum breytilegum og hálfföstum kostnaði. Þá eru afskriftir og fjármagnskostnaður látin liggja á milli hluta enda fremur mælikvarði á undangengnar fjárfestingar en rekstrarárangur búsins. Ágætt er einnig að sleppa launaþættinum enda mjög misjafnt hversu miklum launum rekstrinum er ætlað að standa undir. Þá þarf að deila öllum stærðum á innveginn lítra til að leiðrétta fyrir bústærð. Á fyrrgreindum fundi var ákveðið að verðlauna valin kúabú fyrir góðan rekstrarárangur, metinn eftir framlegðarstigi. Framlegðarstigið er einfaldur og fljótlegur mælikvarði á rekstur búsins og lýsir hlutfalli framlegðar af búgreinatekjum. Vissulega er

framlegðarstigið ekki einhlítur mælikvarði. Framlegðin er t.d. lægri ef bú framleiða mikla mjólk umfram greiðslumark og kaupa mikla vinnu af verktökum en alla jafna er framlegðarstigið mikilvæg kennitala.

Þegar rýnt var í niðurstöður úr Ráðhildi síðustu ár kom í ljós að ákveðin bú röðuðu sér í efstu sætin ár eftir ár þegar raðað var eftir framlegðarstigi. Þau þrjú bú sem efst röðuðust reyndust vera á Steinsstöðum II í Öxnadal, Espihóli í Eyjafirði og Engihlíð á og voru ábúendur Árskógsströnd verðlaunaðir fyrir góðan árangur í rekstri. Framlegð í mjólkurframleiðslu hefur lækkað hratt síðustu 5 ár og lýsir sú staðreynd verri afkomu. Í verkefninu Ráðhildi hefur meðalframlegðarstig lækkað úr 66% árið 2007 niður í 61,5% árið 2011. Þegar úrvalsbúin eru borin saman við meðaltalið kemur í ljós að meðal framlegðarstig síðustu 5 ára reyndist 71,8% í samanburði við 63,5% að meðaltali. Mismunurinn er 8,3 prósentustig en tekið skal fram að úrvalsbúin eru innifalin í meðaltalinu og hífa það upp. En hvar liggur munurinn á búunum þremur og meðaltalinu og hvað þýðir þetta í krónum talið? Í töflu 1 eru tölur úrvalsbúanna bornar saman við meðaltöl Ráðhildarbúa. Tölurnar eru bein meðaltöl síðustu 5 ára (2007-2011) á verðlagi hvers árs.

FREYJA 4-2

6


BÚREKSTUR

Tafla 1. Rekstur 3 búa sem flokkast sem úrvalsbú innan Ráðhildar, samanborinn við meðaltal allra búa innan verkefnisins.

Úrvalsbúin eru sambærileg að stærð og meðalbúið og framleiða álíka mikið umfram greiðslumark. Þau eru með meiri afurðir eftir árskú en það skýrir þó ekki endilega muninn því engin fylgni fannst í gögnunum á milli framlegðar og afurða eftir árskú. Þau eru hins vegar með hærra hlutfall tekna af mjólkurframleiðslu og því lægri heildartekjur á innveginn lítra. Þetta bendir til þess að önnur starfsemi en mjólkurframleiðsla, s.s. nautakjötsframleiðslan, skili mun lægri framlegð en mjólkurframleiðslan. Það kemur þeim sem til þekkja ekki á óvart en skýrir þó ekki mun úrvalsbúanna og meðaltalsins að fullu. Lægri tekjur á innveginn lítra vinnast upp og gott betur í breytilegum kostnaði sem er 13,1 kr. lægri á lítra á úrvalsbúunum og framlegðin verður þar 4,6 kr. hærri eftir hvern framleiddan lítra. Þá er fasti kostnaðurinn einnig lægri (2,4 kr. á lítra) og niðurstaðan verður sú að EBITA eða rekstrarafgangur til að greiða, laun, afborganir og fjárfestingu nemur 7,0 kr. á innveginn lítra umfram meðaltal. Sé miðað við meðalbúið eru þetta að jafnaði 1.560 þúsund á ári síðustu 5 ár eða samtals 7,8 milljónir. Þegar rýnt er í breytilega kostnaðinn eru allir liðir lægri á úrvalsbúunum en athygli vekur að kostnaður við kjarnfóður og áburð er einungis lítillega lægri. Það kemur ekki á óvart þegar haft er í huga að afurðir á úrvalsbúunum eru meiri en á meðalbúinu og

7

FREYJA 4-2

því er þar lagt mikið í fóðuröflun og –kaup. Jafn athyglisvert er að búvélakostnaður er mjög lágur þrátt fyrir að á úrvalsbúunum sjái bændurnir sjálfir um heyskapinn að mestu eða öllu leyti. Niðurstaðan af þessu er því í raun sú að bústjórnin er lykillinn að góðum rekstri fremur en búgerðin og aðstæður til búskapar. Rekstrarráðgjöf í nútíð og framtíð Nú er unnið að því á vegum Bændasamtaka Íslands að byggja upp öflugt búrekstrarskýrsluhald. Í slíku skýrsluhaldi felast mikil tækifæri og stefna ber að því að þátttaka bænda verði almenn líkt og í afurðaskýrsluhaldi. Í framtíðinni munu bændur geta nálgast greiningar á sínum rekstri og samanburð við úrvalsbú eða meðaltöl rafrænt í gegnum gagnagrunn. Bjóða þarf upp á eftirfylgni ráðunauta og heimsóknir til frekari greininga. Það sem héraðsverkefnin hafa sýnt er að heimsókn ráðunauts til skrafs og ráðgerða er mjög mikilvæg. Slík heimsókn er ekki bara til að benda á það sem betur mætti fara í búskapnum og hvar hagræðingartækifæri liggja heldur ekki síður til að hæla því sem vel er gert. Auk hinna hefðbundnu búrekstrarleiðbeininga er knýjandi þörf fyrir hagfræðiráðgjöf varðandi vélafjárfestingar og hagræðingu í vélanotkun, breytingar á útihúsum og vinnuaðstöðu og nýsköpun og nýbúgreinar.


SKÓGRÆKT

Breytingar á þekju birkiskóga í nágrenni Heklubæja Höskuldur Þorbjarnarson

Friðþór Sófus Sigurmundsson

Meistaranemi, B.Sc. í landfræði

Doktorsnemi, M.Sc. í landfræði

Guðrún Gísladóttir Prófessor í landfræði

Útdráttur Í þessari grein er sagt frá tveimur rannsóknum sem unnar voru í Landfræði við Háskóla Íslands. Rannsakaðar voru breytingar sem orðið hafa á útbreiðslu og þekju birkiskóglendis í nágrenni Heklubæja efst á Rangárvöllum. Fyrri rannsóknin var unnin vorið 2008 og var B.Sc. verkefni Friðþórs Sófusar Sigurmundssonar (rannsókn 1). Seinni rannsóknin fór fram vorið 2012 og var B. Sc. verkefni Höskuldar Þorbjarnarsonar (rannsókn 2). Við kortlagningu var notast við loftmyndir í lit (1:25.000) frá árinu 1987 og (1:20.000) frá 2006. Skóglendi var metið í eftirtalda flokka eftir þéttleika þekju: >75%, 50-75%, 25-50%, og 1025%. Flokkað var eftir loftmyndum en síðan var farið á vettvang til að sannreyna flokkunina. Niðurstöður rannsóknar 1 sýndu að birkiskóglendi hafði aukist um 94,5 ha frá 1987 til 2008. Þéttleiki skóglendisins jókst einnig, sérstaklega skóglendis með >75% þekju eða ríflega ellefufalt. Niðurstöður rannsóknar 2 voru að útbreiðsla birkiskóglendis hefði aukist í öllum þekjuflokkum.

Heildarútbreiðsla skóglendis jókst um 153,8 ha frá 1987 - 2012. Helstu ástæður eru beitarstýring, friðun skóga og uppgræðslustarf landeigenda og Landgræðslu ríkisins. Þá hafa veðurskilyrði verið gróðri afar hagstæð á tímabilinu sem rannsóknin nær yfir og farið batnandi. Á þeim svæðum þar sem skóglendi hefur þést og stækkað hefur uppgræðsla bænda í Næfurholti og á Hólum innan verkefnisins Bændur græða landið skilað góðum árangri.

Bakgrunnur Birkiskógum á Íslandi hefur hnignað verulega frá landnámi. Þá þöktu þeir 25-35% landsins en nú um 1%1-7. Eftir landnám fór skógum hnignandi og er talið að nýting manna í samspili við óblíð náttúruöfl hafi valdið því 813. Í nágrenni Heklu var landeyðing mjög víðtæk í upphafi 20. aldar og hafði gengið verulega á gróðurlendi. Þó er þar eftir þó nokkuð af náttúrulegum birkiskógi (mynd 1). Á síðari árum hefur áhugi á að endurheimta

birkiskóga í nágrenni Heklu aukist og var verkefnið Hekluskógar sett á stofn í þeim tilgangi 14. Til þess að verkefnið verði unnið á sem skilvirkastan hátt er nauðsynlegt að gera rannsóknir á því hvernig þróun og útbreiðsla núverandi skóga hefur verið á svæðinu. Þessar rannsóknir voru unnar í nánu sambandi við Hekluskógaverkefnið til þess að varpa ljósi á þá þróun sem átt hefur sér stað á svæðinu undanfarna áratugi.

FREYJA 4-2

8


SKÓGRÆKT Stutt yfirlit um sögu gróðurfars á rannsóknarsvæðinu Næfurholt var stórbýli og kirkjustaður og er reglulega getið í kirkjumáldögum biskupa. Þá er stundum nefnt hversu rík jörðin sé að skógi 15. Ekki er vitað hvenær jarðvegseyðing þar hófst og í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín, sem gerð er í Rangárvallasýslu árið 1711, stendur um Næfurholt: Skóg á jörðin mikinn að víðáttu brúkandi til kolgjörðar, selur ábúandi hann með leyfi eigenda nokkrum mönnum úr Mýrdal, flestum þó úr Landeyjum til kolagjörðar, og betala fyrir hverjar 5 og 6 tunnur sumir v, sumir iv, sumir iii álnir. Uppber ábúandi skógartollana og segir sjer þá lagða af eigendum, og eigi að standa fyrir tíundum, því jörðin sé meira tíunduð en hún þyki verð vera. Skógartollarnir kynnu að hlaupa sig í meðallagi um árið (eftir sögn ábúanda) hjer um lx álnir, (Árni Magnússon & Páll Vídalín, 1913-1917, bls. 27616) Þó að ekkert sé minnst á að skógurinn kringum Næfurholt hafi minnkað eða orðið

fyrir skakkaföllum líkt og aðrir skógar nágrenninu, sem taldir eru upp í jarðabókinni, er að auki sagt um Næfurholt ,,Högum grandar sandur og vikur“ (Árni Magnússon & Páll Vídalín, 1913-1917 bls. 27716). Einhver hreyfing er komin á jarðveginn og allar þrjár hjáleigur Næfurholts eru aflagðar sökum landþrengsla á heimajörðinni. Í Jarðabók Árna og Páls er talinn upp fjöldi skógarítaka sem jarðir í Rangárvallasýslu áttu í Næfurholtslandi. Öll þau skógarítök eru talin hafa versnað, skógur sem talinn var nothæfur til kolagerðar er í besta falli talinn nothæfur til eldiviðar. Byggð víða á Rangárvöllum og í Landsveit hörfaði undan áfoki og landgæði versnuðu16. Kirkja var lögð af í Næfurholti árið 1765 en þar hafði verið kirkja síðan um 120015. Í jarðvegssniðum sést að jarðvegsþykknun vegna áfoks var mikil alla 18. öldina, sérstaklega vestan Ytri-Rangár þar sem foksandur var að myndast milli gosanna 1766 og 1845. Í sýslu- og sóknalýsingum Rangárvallasýslu sem teknar voru saman árin 1839-1841 er sagt frá eyðingu byggðar ofarlega

Mynd 1. Svæðin sem voru rannsökuð. Neðra svæðið var til umfjöllunar í rannsókn 1 2008 (rannsókn 1) en efra (nyrðra) svæðið var til athugunar 2012 (rannsókn 2).

9

FREYJA 4-2


SKÓGRÆKT

Mynd 2. Þekja skóga í rannsókn 1 árið 1987.

í Landsveit og fólksfækkun í sókninni vegna ásóknar sandsins. Gríðarleg jarðvegseyðing átti sér stað á vormánuðum 1882 en þá gekk mikið norðanrok með frosti og þurru veðri yfir sunnanvert landið. Óveðrið stóð í tvær vikur frá 25. apríl til 9. maí og lagði fjölda jarða í eyði, sumar tímabundið, aðrar endanlega. Þá eyddust Landskógar, en svo var skógurinn milli Þjórsár og Ytri-Rangár nefndur17. Ekki voru það einvörðungu áfok og jarðvegseyðing sem skertu gróið land í Næfurholti. Í samtímalýsingu Odds Erlendssonar 18 er því lýst hvernig bærinn í Næfurholti var yfirgefinn (1845) þegar hraunrennsli frá Heklu hafði náð kringum Melfell og stefndi á bæinn. Hraunið náði loks fram gilið þar sem bæjarlækurinn rann, nokkur hundruð metra frá bænum sem ekki var byggður aftur heldur færður þangað sem hann stendur nú19. Norðurhraun sem liggur austan með Bjólfelli rann í eldgosi úr Rauðöldum árið 1389 og munnmæli herma að tveir bæir, Skarð eystra og Tjaldastaðir, liggi undir hrauninu20. Í skýrslu frá árinu 1899, sem unnin var á vegum Búnaðarfélags Suðuramtsins, er fjallað um skóga í Rangárvallasýslu og gerð grein fyrir ástandi þeirra og nýtingarmöguleikum. Þar kemur fram að skógar kringum Heklubæi séu mikið höggnir og lágvaxnir og búið að fella öll stærstu trén úr þeim og að austan Bjólfells sé einvörðungu kjarr21. Í ársskýrslum skógar-

varða á Suðurlandi er greint frá skógarhöggi og grisjun í Merkihvolsskógum og Hraunteigi sumarið 1918. Þar er einnig sagt frá hleðslu grjótgarða til varnar skóginum undir leiðsögn Gunnlaugs Kristmundssonar sandgræðslumanns. Í skýrslu skógarvarðarins kemur fram að skógarnir hafi verið nýttir til eldiviðar og besti skógurinn sé Hraunteigur austan YtriRangár, í landi Næfurholts. Árið 1921 er greint frá skógarhöggi í Hraunteigi og að nýta eigi viðinn til fyrirhleðslu í Djúpárósi. Alls voru teknir 150 hestburðir af viði. Skógarvörðurinn fylgdist vel með og lét aðeins höggva það sem var lítið og ræfilslegt en hlífði stærstu trjánum22. Rannsóknaraðferðir Frá upphafi var ljóst að grundvöllur fjarkönnunarverkefna sem þessa fælist í framboði á myndum af svæðinu. Fyrir valinu urðu loftmyndir í lit, frá Landmælingum Íslands, teknar 8. ágúst 1987 og loftmynd í lit frá Loftmyndum ehf. tekin 9. ágúst 2006. Þá var hægt að bera saman ástand og breytingar á 20 ára tímabili og með vettvangsferðum var hægt að kortleggja 20 ára breytingar á þekju skóglendis. Athuganir í vettvangsferðum miðuðu fyrst og fremst að því að kanna áreiðanleika flokkunarinnar sem gerð var eftir loftmyndunum en einnig að kanna þær breytingar sem orðið höfðu frá því að seinni

FREYJA 4-2 10


SKÓGRÆKT

Mynd 3. Þekja skóga í rannsókn 1 árið 2008.

loftmyndirnar voru teknar. Skóglendi var skipt eftirfarandi þekjuflokka: 10–25%, 25– 50%, 50–75% og >75%. Síðast en ekki síst var ýmsum sögulegum gögnum safnað auk þess sem rætt var við landeigendur um aðferðir við uppgræðslu og beitarstýringu. Til einföldunar eru bæði kjarrlendi og birkiskógar talin skóglendi. Helstu niðurstöður Mikil uppgræðsla hefur farið fram á undanförnum árum og hafa bændur í Næfurholti og Hólum grætt upp mikið af heimalöndum í samstarfi við Landgræðslu ríkisins. Þar sem áður voru lítt grónir melar er nú nokkuð gróskumikið graslendi. Notaður hefur verið búfjáráburður, moð og hey, auk þess sem tilbúinn áburður hefur verið borinn á með grasfræi. Samfara þessu hafa bændur stýrt beitarálagi á þeim hluta landsins sem er

beittur samhliða uppgræðslustarfinu. Hraunteigur hefur verið friðaður síðan 1977 en einnig er Hólaskógur friðaður og stunduð uppgræðsla kringum skóginn til að stöðva jarðvegseyðingu. Engin beit hefur heldur verið vestan Ytri-Rangár í um 15 ár. Sáð hefur verið lúpínu í börðin og borinn á búfjáráburður. Birki hefur vaxið upp með lúpínunni enda er lúpínan ekki í þéttum breiðum. Sauðfjárrækt er stunduð með tilheyrandi beit austan YtriRangár þó er enginn búskapur stundaður lengur í Haukadal en þar var árið 1987 sauðfjárbú með u.þ.b. 200 fjár á vetrarfóðrum23. Niðurstöður flokkunar á loftmynd í lit frá árinu 1987 sýna að stærstur hluti skóglendisins var gisinn eða með 10–25% þekju. Flestir eldri birkiskógar flokkast með 50%–75% þekju. Einungis 7,75 ha (1. tafla) eru

Tafla 1. Breytingar á þekju skóga í rannsókn 1 1987-2008

11 FREYJA 4-2


SKÓGRÆKT

Mynd 4. Þekja skóga í rannsókn 2 árið 1987.

með >75% skógarþekju og eru það dreifðir smálundir meðfram jaðri Norðurhrauns og skógarreiturinn við býlið Hóla. Megnið af gömlu birkiskógunum á svæðinu lendir í flokki sem hefur 50-75% þéttleika, þar á meðal Hraunteigur og Oddagljúfur. Hólaskógur hefur ekki verið friðaður og er mjög gisinn. Kjarrlendi einnkennir hraunin og þar nær þekjan hvergi yfir 10–25%. Stærstu kjarrlendissvæðin eru: Efra-Hvolshraun, Mosar og Norðurhraun. Skóglendi hefur þést og aukist að útbreiðslu árið 2008 (mynd 3). Gömlu birkiskógarnir hafa þést eða stækkað. Hraunteigur hefur þést og stækkað til suðurs og austurs. Skóglendi kringum Moshól hefur vaxið töluvert og rjóðrum hefur fækkað. Í vettvangsferð kom í ljós að töluvert mikið af nýsáðu birki er að spretta upp vestan Moshóls (mynd 3). Í jaðri Norðurhrauns og í Breiðabugi er birki að breiðast út. Skógartorfur í Tindilfelli og við

Skál haldast að mestu óbreyttar. Heilmikil breyting hefur átt sér stað í Efra-Hvolshrauni og ungar birkiplöntur eru að vaxa upp. Svæði 10–25% þekju er enn langstærsti flokkurinn. Eftir vettvangsferð var ákveðið að flokka megnið af Norðurhrauni í þennan flokk því þar er ekki um samfelldan skóg að ræða. Stærstu kjarrlendissvæðin eru enn Norðurhraun og Mosar en Efra-Hvolshraun er að breyttast úr kjarrlendi í skóg. Í heild hefur þekjan þést og vaxið verulega frá 1987 (Tafla 1). Við kortlagningu skóganna árið 1987 kom í ljós að skógur með 10–25% þekju var 15,3 ha og var svæði í þessum flokki helst að finna við Markhlíð og einnig við Drátt þar sem þekja trjágróðurs er minnst í jöðrum kjarr- og skóglendis. Þó má einnig sjá gisnari þekju inni í þéttara kjarr- og skóglendi, eins og í Heimaskógi. Skóglendi með 25–50% þekju var 9,5 ha árið 1987 og eru þau svæði gjarnan við

Tafla 2. Breytingar á þekju skóga í rannsókn 2 árin 1987-2012.

FREYJA 4-2 12


SKÓGRÆKT

Mynd 5. Þekja skóga í rannsókn 2 árið 2012.

útjaðra skógartorfanna á svæðinu og finnast víðast hvar. Einnig eru svæði innan þéttari skóga sem falla í þennan flokk. Oft taka svæði með meiri eða minni þekju við af þessum svæðum. 17,8 ha lentu í flokknum með 50–75% þekju árið 1987 og líkt og næsti flokkur fyrir neðan voru þau svæði sem lentu í þessum flokki gjarnan í útjaðri þéttari skóga. Í flokkinn með þekju > 75% lentu 153 ha sem er langstærstur hluti skóganna á svæðinu. Eins og sést á mynd 11 eru langflestar skógartorfurnar með þessa þekju og er algengt að skógurinn sé svo þéttur alveg að skógarjaðrinum, en utan hans er land víða rofið. Heildarflatarmál lands sem trjágróður þakti að 10–25% var 132 ha og hafði vaxið um rúm 769% á tímabilinu (Tafla 2). Trjágróður hefur aukist mjög í hraununum austast á svæðinu og er birkið þar allt að tveimur metrum á hæð. Við Melfell voru víðáttumikil svæði sem færð

voru í þennan flokk. Einnig voru stór svæði milli Ytri-Rangár og Landvegar sett í þennan flokk og stækkuðu þau eftir vettvangsferð. Þá höfðu hólmar í Ytri-Rangá gróið verulega upp og fór mikill hluti þeirra í þennan flokk, sérstaklega bakkarnir. Í flokkinn með 25–50% þekju fóru 15 ha sem er nokkur aukning frá því sem var árið 1987, en svæði sem áður höfðu verið í neðsta flokki færðust gjarnan upp um flokk. Í flokkinn með 50–75% þekju fóru 20,4 ha, og er þar bæði um að ræða svæði þar sem gróður stendur í stað og önnur sem færast upp um flokk. Afar sjaldgæft er að svæði færist niður um flokk en það hefur þó gerst á einangruðum svæðum, sérstaklega nyrst, við Hoftorfu, Vatnsdalstorfu og skógartorfur þar fyrir norðan. Þau svæði eru þó smá í samanburði við þau sem standa í stað eða sýna framför. Í flokkinn þar sem þekjan er >75% lentu 181,9 ha., og er það nokkur aukning frá því sem áður var. Á ýmsum svæðum þar sem þekjan var minni hefur

Tafla 3. Samanlagðar breytingar á þekju skóga í öllum þekjuflokkum á rannsóknarsvæðunum frá árinu 1987.

13 FREYJA 4-2


SKÓGRÆKT laufkrónan lokast og hefur það ásamt víðáttumeiri skógum við Drátt fyrst og fremst orðið til þess að þessi aukning hefur orðið. Á töflu 3 sjást svo samanlagðar breytingar á báðum rannsóknarsvæðunum frá 1987– 2008/2012. Lokaorð Skógar hafa verið í mikilli útbreiðslu við Heklubæi undanfarin 20 ár. Ástæður þess eru efalaust aukin uppgræðsla og friðun vissra svæða eins og Hraunteigs, fyrir beit. Einnig hafa bændur verið stórtækir í uppgræðslu. Uppgræðsla eykur beit fyrir sauðfé sem sækir mjög í allan nýgræðing24 og minnkar þar af

leiðandi ásókn þess í skóglendi. Beitarstjórnun bænda og breyttar beitaraðferðir eiga líka sinn þátt í stækkun kjarr- og skóglendis. Beit snemma vors þegar brum eru að springa út getur hindrað endurnýjun skógarins og valdið hnignun hans. Ef sauðfé er beitt í skóginn síðsumars eða að hausti hefur það mun minni áhrif á hann og breytir slík beit litlu fyrir hávaxinn skóg en kjarr getur orðið fyrir traðki og einnig nagar sauðfé stundum unga sprota 25. Beit verður að teljast hófleg í skóglendi kringum Heklubæi. Ekki voru merki ofbeitar í skóglendinu og beit virðist ekki hafa hindrað útbreiðslu birkis síðastliðin 20 ár.

Heimildaskrá: [1] Hákon Bjarnason: Ábúð og örtröð. Ársrit skógræktarfélags Íslands 1942, 1942. pp. 8 - 40. [2] Hákon Bjarnason: Athugasemdir við sögu Íslendinga í sambandi við eyðingu skóglendis. Ársrit Skógræktarfélags Íslands 1974, 1974. pp. 30 - 4. [3] Páll Bergþórsson: Hitafar og gróður. Búvísindi - Icelandic Agricultural Sciences 1996:141 - 64. [4] Sigurður Þórarinsson: Uppblástur á Íslandi í ljósi öskulagarannsókna. Ársrit Skógræktarfélag Íslands 1960 - 61, 1961. pp. 17 - 54. [5] Snorri Sigurðsson: Birki á Íslandi. Skógræktarbókin. Edited by Haukur Ragnarson. Reykjavík: Skógræktafélag Íslands, 1990. pp. 105 - 13. [6] Wöll C: Treeline of mountain birch (Betula pubescens Ehrh.) in Iceland and its relationship to temperature. Óútgefin meistaraprófsritgerð, Technical University Dresden, Dresden, 2008. [7] Rannveig Ólafsdóttir: Land Degradation and Climate in Iceland: A Spatial and Temporal Assessment (Doktorsritgerð). Meddelanden från Lunds Universitets Geografiska Institutioner, avhandlingar 143, Lund University, Lund, 2001. [8] Margrét Hallsdóttir: Pollen analytical studies of human influence on vegetion in relation to the landnám tephra layer in southwest Iceland. Lundqua Thesis 18: 1 - 45, 1987. [9] Friðþór Sófus Sigurmundsson: Hnignun skóg- og kjarrlendis í Þjórsárdal frá 1587 tl 1938 og ástæður hennar. Óútgefin meistaraprófsritgerð, Háskóli Íslands, Reikjavík, 2011. [10] Kristján Eldjárn: Bær í Gljáskógum í Þjórsárdal. Árbók hins Íslenska fornleifafélags. Reykjavík: Hið Íslenska fornleifafélag, 1961. pp. 7 - 46. [11] Sigurður Þórarinsson: Tefrokronologiska sdudier påIsland- Þjórsárdalur och dess förödelse. København: Munksgaard, 1944. [12] Sigurður H. Magnússon, Borgþór Magnússon: Þættir um vistfræði birkis og not þess í landgræðslu. Græðum Ísland Landgræðslan 1988 Árbók II. Edited by Anrés Arnalds, Anna Guðrún Þórhallsdóttir. Reykjavík: Landgræðsla Ríkisins, 1989. pp. 97 - 108.

[13] Ása L. Aradóttir, Ólafur Arnalds, Steve Archer: Hnignun gróðurs og jarðvegs. Græðum Ísland 1991 - 1992 IV. Edited by Ólafur Arnalds. Reykjavík: Landgræðsla Ríkisins, 1992. pp. 73 - 82. [14] Samráðsnefnd um Hekluskóga: Hekluskógar endurheimt skóglenda í nágrenni Heklu - forsendur og leiðir. Gunnarsholt, Selfoss og Reykjavík: Samráðsnefnd um Hekluskóga, 2005. [15] Íslenskt fornbréfasafn: Diplomatarium Islandicum. Kaupmannahöfn: Hið Íslenzka bókmenntafélag, 1857-76. [16] Árni Magnússon, Páll Vídalín: Jarðabók- Fyrsta bindi. Kaupmannahöfn: Hið íslenska fræðafélag, 1913-1918. [17] Magnús Kjartansson: Landsveit. Rangárþing vestan Eystri Rangár Sunnlenskar byggðir V Bindi. Selfoss: Búnaðarsamband Suðurlands, 1987. [18] Guðmundur Árnason: Uppblástur og eyðing býla í Landssveit. Sandgræðslan - minnst 50 ára starfs Sandgræðslu Íslands. Edited by Arnór Sigurjónsson. Reykjavík: Búnaðarfélag Íslands og Sandgræðsla ríkisins, 1958. pp. 50 87. [19] Oddur Erlendsson: Dagskrá um Heklugosið 1845-6 og afleiðingar þess. (Fjölrit Náttúrufræðistofnunar 3). Reykjavík: Náttúrufræðistofnun, 1986. [20] Sigurður Þórarinsson: Heklueldar. Reykjavík: Sögufélagið, 1968. [21] Árni Hjartarson: Á Hekluslóðum. Árbók 1995. Edited by Kristgeirsson H. Reykjavík: Ferðafélag Íslands, 1995. [22] Einar Helgason: Skýrsla um skóganna í Rangárvallasýslu. Reykjavík: Búnaðarfélag Suðuramtsins, 1899. [23] Einar E. Sæmundsen: Dagbókaskýrsla sumarið 1921. Reykjavík: Skógrækt ríkisins, 1921. [24] Guðrún Gísladóttir: Ecological disturbance and soil erosion on grazing land in southwest Iceland. Land degradation. Edited by A.J. Conacher. Dordrecht, Kluwer Acad Publishers, 2001. pp. 109 - 206. [25] Brynjar Skúlason: Sambýli skógræktar og sauðfjárræktar. Freyr 1996, 25:31.

FREYJA 4-2 14


JARÐRÆKT

Jarðræktartækni Við Íslendingar erum í sögulegu tilliti ung jarðræktarþjóð. Því er ekkert óeðlilegt við að kunnátta okkar í jarðrækt og jarðræktartækni sé nokkuð á eftir kunnáttu nágrannaþjóða okkar þar sem stunduð hefur verið markviss akuryrkja í hundruð og jafnvel þúsundir ára. Það er mín trú að jarðrækt og akuryrkja muni skipa sífellt stærri sess í íslenskum landbúnaði og þar liggi mörg ónýtt tækifæri. Því er mikilvægt að við náum að tileinka okkur sem fyrst þá þekkingu sem nágrannar okkar hafa aflað sér. Með aukinni jarðrækt fer kostnaður við jarðvinnsluna að skipta miklu máli enda getur sá munur hæglega numið 10-20.000 kr. á hektara eftir því hvaða tækni er valin.

F INNBOGI M AGNÚSSON Landbúnaðartæknifræðingur Jötunn Vélum finnbogi@jotunn.is

Í þessari grein er ætlun mín að fjalla stuttlega um nokkra grunnþætti í jarðvinnslutækni og nokkra kosti og galla hverrar tækni eða hvers tækis fyrir sig en þess ber að geta að listinn er engan veginn tæmandi og byggir að nokkru leyti á skoðunum og reynslu undirritaðs. Plógurinn Þegar rætt er um akuryrkju er plógurinn yfirleitt eitt af því fyrsta sem kemur upp í hugann enda grundvallartæki í allri jarðrækt. Kostir plógsins sem jarðvinnslutækis eru óumdeildir en á seinni árum hefur útbreiðsla jarðvinnslu án plægingar aukist hröðum skrefum erlendis, enda má með því lækka kostnað við akuryrkju umtalsvert auk þess sem fjöldi tilrauna sýnir að það að sleppa plógnum geti jafnvel skilað uppskeruauka.

Plógur - grundvallartæki í allri jarðrækt

15 FREYJA 4-2

Það er þó engin hætta á að notkun plógsins muni leggjast af en nauðsynlegt að notendur geri sér betur grein fyrir hvers vegna þeir velja að nota plóginn, hvort hann sé ekki örugglega rétt stilltur og hversu djúpt eigi að plægja þannig að unnt sé að lágmarka orkunotkun við vinnsluna. En orkunotkun getur hæglega aukist um 15-20% ef plógur er mjög vanstilltur og þar fyrir utan verður eftirvinna mun umfangsmeiri og dýrari ef land plægist illa. Plógherfi Erlendis hafa plógherfi verið notuð lengi sem tæki til að losa og lofta jarðveg. Oft eru þessi tæki notuð strax eftir þreskingu á sumrin til að blanda saman hálmi og jarðvegi og örva þannig niðurbrot örvera á hálmi og rótum áður en aftur er sáð vetrarafbrigðum nytjaplantna. Prófanir hérlendis hafa sýnt að hér er á ferðinni mjög áhugavert tæki fyrir íslenska akuryrkju þar sem ræktað er í myldnu og/eða sendnu landi. Fyrir utan að vera mun afkastameira og ódýrara í notkun en plógurinn, hefur plógherfið þá kosti að umferð með því snemma að vori losar og loftar yfirborð akursins sem leiðir til hækkunar jarðvegshita. Einnig er rétt að vekja athygli á því að möguleiki er að nota plógherfið þó enn sé klakaskel í landinu og þannig flýta fyrir brotthvarfi klakans auk þess sem tækið getur hentað vel þar sem erfitt er að plægja vegna grjóts í jarðveginum. Plógherfið hentar ekki við fyrstu umferð í endurræktun túna þar sem tækið nær ekki að vinna á vel gróinni grasrót. Þar er plógurinn


JARÐRÆKT Plógherfi - oft á heimavelli á öðru og þriðja ári endurræktunar

að nota þau þar sem bæði eru afköst mjög lítil og slitfletir margir og dýrir. Því verður þó ekki neitað að á Íslandi þar sem oft er verið að glíma við mjög fjölbreyttar aðstæður og misvel unnið land eru tætararnir tæki sem geta sigrast á flestum verkefnum.

besti kosturinn, en á öðru og þriðja ári endurræktunarinnar er plógherfið oft á heimavelli þar sem með því er unnt að vinna landið án þess að fá gömlu grasrótina upp á yfirborðið aftur. Þegar plógherfið er notað þarf að hafa í huga að illgresi getur orðið meira vandamál en við vandaða plægingu. Herfun /tæting Áður en lengra er haldið er mikilvægt að minna á þá staðreynd að tilgangurinn með notkun herfa og tætara er að slétta yfirborð akursins og mylja köggla til að skapa sem best skilyrði fyrir vöxt fræjanna og frekari vinnu á akrinum eða túnspildunni. Algengasta viðmiðun þegar vinnsludýpt þessara tækja er ákveðin er áætluð sáðdýpt en mjög mikilvægt er að fræin sem sáð er liggi sem næst þéttu undirlagi þannig að kímrætur fræsins geti sem fyrst dregið til sín vatn og næringu. Tætarar Notkun jarðtætara hefur lengi skipað stóran sess í jarðvinnslutækni hérlendis enda hér á ferðinni alhliða jarðvinnslutæki sem nota má við fjölbreyttar aðstæður. Víðast erlendis er notkun þeirra þó hlutfallslega mun minni en hér sem stafar fyrst og fremst af því að dýrt er

Tindatætari - alhliða jarðvinnslutæki

Helsti gallinn við notkun tætara fyrir utan mikinn kostnað er hættan á ofvinnslu en of algengt er að tætarar séu notaðir til að mylja jarðveg allt of mikið miðað við eðlilega uppbyggingu jarðvegsins. Það getur síðan orsakað minni uppskeru á komandi árum og aukna vatnsheldni. Einnig er mikilvægt að huga vel að rakastigi jarðvegsins þegar tætarar eru notaðir þar sem mjög auðvelt er að eyðileggja uppbyggingu jarðvegs sem tættur er mjög blautur eða mjög þurr. Því er mikilvægt þegar ákveðið er að nota tætara sem jarðvinnslutæki að stilla vinnsludýpt hans sem grynnst til að sóa ekki óþarfa orku og passa vel að vinna jarðveginn ekki of mikið. Fjaðraherfi Fjaðraherfin eru fyrst og fremst hugsuð sem fínvinnsluverkfæri í lokaumferð fyrir sáningu í myldnu og sendnu landi og henta ekki þar sem torfur eru í yfirborði eða land mjög seigt eins og oft vill verða í lítið niðurbrotnu mýrlendi. Fjaðraherfi - fínvinnsluverkfæri í myldnu og sendnu landi

Til að fjaðraherfi vinni sem best er mikilvægt að hægt sé að halda góðum aksturshraða og stilla vinnsludýpt tækisins í samræmi við áætlaða sáðdýpt. Mörg fjaðraherfi eru útbúin með nokkurs konar jöfnunarplanka að framan sem eru mjög afkastamikil verkfæri ef draga þar til í flaginu.

FREYJA 4-2 16


JARÐRÆKT til þjöppunar á landi þar sem ekki er hætta á þurrkum á vaxtartíma plöntunnar. Valtarinn skilur eftir sig mikið og ójafnt yfirborð sem stuðlar að aukinni hitun jarðvegsins og dregur úr hættu á að skel myndist ef miklar rigningar koma eftir að valtað hefur verið.

Diskaherfi Diskaherfi eru til í fjölda útfærslna en undanfarin ár hafa ný og öflug diskaherfi rutt sér til rúms hérlendis. Þeim herfum svipar að mörgu leyti til gömlu ýtuherfanna og eru þau mjög öflug jarðvinnslutæki. Stór og þung diskaherfi sem eru rétt stillt eru mjög áhugaverð jarðvinnslutæki sem henta við fjölbreyttar aðstæður þó þau geti átt í erfiðleikum með að mylja plógstrengi í lítið niðurbrotnu mýrlendi. Rekstrarkostnaður diskaherfanna er mun minni en tætara og afköstin jafnframt mun meiri.

Akurvaltari með Crosskill hringjum. Þessir valtarar eru nánast óþekktir hérlendis. Þeir eru mjög spennandi viðbót, ekki síst þar sem hætta er á vorþurrkum. Gerð þessara valtara er í grunninn eins og valtaranna með Cambridge hringjunum og þyngdin svipuð.

©

Diskaherfi - hentar vel við fjölbreyttar aðstæður

Völtun Mörgum hættir til að vanmeta áhrif völtunar á árangur akuryrkju en staðreyndin er að góð þjöppun á réttum stöðum er undirstaða góðrar og jafnrar spírunar fræsins. Mismunandi gerðir valtara eru til og hefur hver sína sérstöðu. Tilgangurinn með völtuninni er að þrýsta jarðveginum saman og að fræinu þannig að kímrætur þess geti sem fyrst hafið upptöku næringarefna. Mjög mismunandi er eftir jarðvegsgerð og hversu laus jarðvegurinn er hversu mikil þjöppun er nauðsynleg til að skapa þessi skilyrði. Akurvaltari með Cambridge hringjum Þetta er algengasti akurvaltarinn í notkun hérlendis. Cambridge hringirnir henta prýðilega

17 FREYJA 4-2

Akurvaltari með Croskill hringjum - lítið þekktur en spennandi viðbót

Aðalmunurinn felst í að Crosskill hringirnir eru mun opnari og skilja því eftir sig mun lausara yfirborð. Það stuðlar að því að stoppa hárpípukraftana sem leitast við að draga rakann upp úr jarðveginum en hann þarf að vera þjappaður til að þeir kraftar virki. Þjöppun að fræinu er álíka og við notkun

Akurvaltari með Cambridge hringjum - algengasti akurvaltarinn í notkun hérlendis


JARÐRÆKT Cambridge hringjanna en þar sem yfirborð akursins verður meira hitnar landið fyrr. Akurþjappari Akurþjapparar hafa ekki náð útbreiðslu hérlendis en eru mikið notuð tæki víða erlendis. Aðaltilgangur þessara tækja er að djúpþjappa jarðveginn og þannig skapa góðan grunn fyrir

t.d. flaghefil er að valtarinn þjappar efnið sem flutt hefur verið til um leið og þannig kemur strax í ljós hvort nægjanlegt efni hafi verið flutt. Auk þess virkar jöfnunarborðið vel til að mylja köggla á yfirborðinu. Jöfnunarborðið er oftast notað þegar akurinn er að mestu leyti tilbúinn til sáningar og nýta menn þá þjöppun valtarans um leið sem grunnþjöppun fyrir sáningu. Tunnuvaltarar

Akurþjappari - mest notaður í lausum jarðvegi

fræin ef jarðvegur er laus í sér niður fyrir áætlað sáðdýpt. Ekki er óalgengt að farið sé með þetta tæki beint á plógstrengi í landi sem er laust í sér. Tækið er þá oft sett framan á dráttarvél og aftan í er síðan sáðvél með einhvers konar fjaðraherfi framan á sér. Akurþjappari gæti orðið mjög spennandi viðbót við jarðræktartækni hérlendis þar sem akurland er oft laust í sér eftir t.d. tætingu. Jöfnunarborð framan á valtara Oft er hægt að kaupa vökvastýrt jöfnunarborð framan á áður nefndar 3 gerðir valtara sem að mínu mati geta oft á tíðum verið fyrirtaks jarðvinnslutæki fyrir utan það að þeir nýtast ekki við að draga til í ökrum. Kosturinn við jöfnunarborð framan á valtara í staðinn fyrir

Tunnuvaltari - mikið notaður en nokkuð takmarkaður

Þessi gerð hefur verið ráðandi hérlendis fram á síðustu ár en notkun þeirra hefur minnkað mikið seinni árin. Þessir valtarar henta vel við vorvöltun á nýlega ræktuðum túnum en í akuryrkju hentar þessi gerð mun síður. Ástæður þess eru nokkrar en meðal annars má nefna að yfirborð akursins verður minna en ef notuð er önnur gerð valtara, meiri hætta er á skelmyndun á yfirborði ef mikið rignir eftir völtun og auk þess valtar þessi gerð einungis yfirborðið en vinnur ekki dýpra niður eins og Cambridge og Crosskill valtararnir. Sáðvélar Nokkrar útfærslur af sáðvélum eru á markaðnum. Segja má að það sé sammerkt með þeim öllum að til að sáning takist sem best sé mikilvægt að sáðdýpt sé sem jöfnust og

Valtari með jöfnunarborði framan á

FREYJA 4-2 18


JARÐRÆKT fræið sé lagt á sem fastast undirlag til að spírun gangi sem jafnast og best. Jöfn þjöppun á undan sáningu er undirstöðuatriði til að sáðdýpt verði jöfn en það hefur mikil áhrif á jafnan þroska nytjaplantna eins og byggs. Því er það nánast regla þegar horft er á sáningu erlendis að notuð séu tvöföld dekk á dráttarvélarnar og pakkari á milli hjóla eða valtari á eftir dráttarvélinni og á undan sáðvélinni. Grassáðvélar Þetta eru einfaldar vélar sem oft á tíðum sáldra fræinu niður úr sáðpípum í u.þ.b. 10 sm hæð yfir yfirborði flagsins og dreifa þannig fræinu nokkuð jafnt yfir alla vinnslubreiddina. Aftan við sáðpípurnar kemur síðan pinnaröð sem á Grassáðvél að róta mold yfir - einföld og hentar vel fræið. Þessar vélar henta prýðilega við sáningu á grasfræi og öðru fræi sem þarf helst að liggja sem næst yfirborði flagsins. Raðsáðvélar Hefðbundar raðsáðvélar eru langalgengustu sáðvélarnar sem í notkun eru hérlendis. Algengt bil á milli sáðpípa er 12,5 sm, sem hentar vel við sáningu á t.d. byggi en er full mikið bil þegar sáð er grasfræi. Nokkuð algengt er að ekki sé gætt nógu vel að stillingum á þrýstingi á sáðodd og/eða flagið sem sáð er í

© Áskell Þórisson

19 FREYJA 4-2

sé misþjappað og því verði árangur sáningarinnar ekki eins og best væri á kosið sem oft sést í kornökrum á miklum misþroska kornsins. Sáðvélar með samsettri sáningu Nokkuð er um að hérlendis séu í notkun sáðvélar sem eru með tvö eða fleiri hólf og setja áburð og fræ í sömu röðina enda hafa tilraunir hérlendis sýnt verulega uppskeruaukningu hjá byggi við notkun slíkra véla. Þar sem köfnunarefnið í áburðinum brennir fræið við snertingu er mikilvægt að lágmarka slíkt og best er ef vélarnar eru þannig útbúnar að fræið og áburðurinn fari hvort með sínu rörinu niður í sáðoddinn og gjarnan aðeins misdjúpt. Auk þess að skila uppskeruauka fylgir umtalsverð vinnuhagræðing notkun þessara véla þar sem bæði sáning og áburðargjöf er framkvæmd í sömu ferðinni og jafnvel völtun líka. Þessi gerð af sáðvélum er nokkuð algeng í norðanverðri Skandinavíu en aftur á móti eru vélar sem setja fræ og áburð hvort í sína rásina mjög algengar þegar sunnar dregur en slíkar vélar hafa ekki sýnt neinn mælanlegan uppskeruauka hérlendis. Allar myndir eru fegnar af veraldarvefnum.


NAUTGRIPARÆKT Afkvæmaprófun nautaárgangs 2006 Um miðjan nóvember var nýtt kynbótamat keyrt í nautgriparækt og í kjölfarið fór fagráð yfir stöðuna á afkvæmaprófunum nauta. Sá árgangur sem nú er til skoðunar eru naut sem fædd voru 2006. Eftir þessa síðustu kynbótamatskeyrslu eru komnar viðbótarupplýsingar um dætur þessara nauta sem gera það kleyft að sjá nokkuð hvernig þessi árgangur kemur út í afkvæmaprófunum. Í meðfylgjandi töflu má sjá einkunnir nautana sem tilheyra nautaárgangi 2006. Nokkuð stór dætrahópur liggur að baki kynbótaeinkunn fyrir júgur, spena, mjaltir og skap enda búið að skoða talsverðan fjölda kúa undan öllum þessum nautum. Hvað afurðaeinkunn varðar þá er meiri breytileiki milli nauta hvað varðar fjölda dætra sem mjólkað hafa fullt mjaltaskeið, allt frá því að einstakir dætrahópar telji hátt í 100 dætur og niður í rúmlega 30. Engu að síður er hægt að byggja nokkuð öruggt heildaryfirlit á þessum upplýsingum þó að einstakar einkunnir einstakra nauta kunni að breytast lítillega þegar frekari reynsla er komin á dætur þeirra. Í meðfylgjandi tölfu má sjá kynbótaeinkunnir fyrir þau naut sem koma til dóms í árgangnum raðað eftir heildareinkunn. Þessi

árgangur er nokkuð fáliðaður aðeins voru 22 naut send voru út til prófunar. Synir Fonts eru átta, synir Umba sex, Stígur á þrjá syni og Glanni tvo. Þrasi, Hersir og Teinn eiga einn son hver. Almennt má segja að afurðasemi dætra þessara nauta sé í flestum tilfellum góð bæði hvað varðar mjólkurmagn og próteinhlutfall í mjólkinni. Júgur og spenagerð er einnig almennt góð en mun meiri breytileiki er í mjöltum og skapi. Júgurhreysti er í mörgum tilfellum afar góð hjá dætrum einstakra nauta í þessum árgangi. Fimm naut úr árgangnum fá A dóm sem þýðir að leitast verður eftir því að taka inn á stöð nautkálfa undan þessum nautum. Þrjú naut fá B dóm og eru teknir til framhaldsnotkunar en eru ekki nautsfeður. Þau naut sem eru með 107 eða lægri heildareinkunn verða að óbreyttu ekki teknir til áframhaldandi notkunar auk þess sem Dreitill 06-001 mun ekki koma til frekari notkunar þrátt fyrir að hljóta 111 í heildareinkunn. Byggir það annars vegar á því að aðrir og sterkari Fontssynir eru í árgangnum auk þess sem Dreytill er að gefa afar slakar mjaltir. /GEH

FREYJA 4-2 20


DÝRAHEILBRIGÐI

Mjólkurveiki hjá minkalæðum Einn af hornsteinum hvers minkabús eru ræktunarlæðurnar, sem hafa það hlutverk að koma nýrri kynslóð af minkum á legg, sem skapa síðan tekjur fyrir bændurna. Líkt og í sauðfjárræktinni er ræktunarstarfið árstíðaskipt, og læðurnar gjóta á tímabilinu frá miðjum apríl fram í miðjan maí. Eftir got tekur við mjólkurskeiðið, og á því tímabili eiga læðurnar á hættu að veikjast af efnaskiptasjúkdómi er heitir mjólkurveiki.

© Guðbjörg Helga Jóhannsdóttir

AXEL KÁRASON Dýralæknanemi Kaupmannahafnarháskóla langiseli@fjolnet.is Bakgrunnur mjólkurveiki Einkenni mjólkurveiki hjá læðunum eru1: • Minnkandi átlyst • Tregi til að yfirgefa kassan • Ofþornun og uppköst • Veikburða hreyfinga og dofi Við krufningu má merkja gulan lit í lifur, samfallin lungu, lítið innihald í meltingarfærum og fyllta gallblöðru. Á meðal breytinga á efnaskiptum má nefna truflanir í nýrnastarfsemi (hækkun á þvagefni, kreatíni og fosfór í blóðvökva) og of háan blóðsykur2. Síðustu áratugi hefur mjólkurveikin verið vaxandi vandamál í minkarækt í heiminum. Ræktendum og fræðimönnum hefur reynst erfitt að finna orsök veikinnar. Að stórum hluta má rekja það til þess að tíðni sjúkdómsins er mjög breytileg á milli búa, bæði milli landa, landsvæða sem og innan landsvæða. Á einfaldan hátt má segja að ástæðan fyrir mjólkurveiki sé sú að læðurnar ná ekki að bæta sér upp það af næringarefnum og vatni sem fer með mjólkinni sem hvolparnir fá. Það hefur einmitt sýnt sig að læðum sem fóstra stóra og meðalstóra hvolpahópa (4-9 hvolpa) er hættara við að fá mjólkurveiki, en þeim sem fóstra færri hvolpa3. Inn í fjölda hvolpa blandast svo tveir aðrir þættir sem eru heildar-

21 FREYJA 4-2

þyngd hvolpa í gotinu og aldur læðanna, en eldri læður (á öðru mjólkurskeiði eða síðara) eiga yfirleitt fleiri og þyngri hvolpa, sem leiðir til þess að þeim eldri er hættara við að fá veikina1. Þó ber að nefna í þessu samhengi að undirritaður hefur heyrt af því hjá bændum að veikin leggist frekar á yngri læðurnar. Það undirstrikar hversu margslungin mjólkurveikin virðist vera og erfitt getur reynst að átta sig á orsökum hennar. Að þessu sögðu er rétt að koma því að hversu mikla mjólk læðan framleiðir á degi hverjum. Í rannsókn frá árinu 1998 var mjólkurframleiðsla hjá læðum mæld. Í fyrstu viku eftir got mældist hún að meðaltali 86 grömm af mjólk á dag. Mjólkurmagnið jókst svo hratt næstu vikurnar og í fjórðu viku var það komið upp í 201 gramm á dag, sem er töluvert álag á dýr sem vegur rúmlega 1100 grömm4. Í mjólkinni er mikið af næringarefnum og orku, sem læðan verður að bæta sér upp með fóðrinu. Þrátt fyrir að átlyst aukist eftir því sem mjólkurframleiðslan eykst, þá tekst það ekki að fullu, og læðan er því í neikvæðu orkujafnvægi (gefur frá sér meira af orku með mjólkinni heldur en hún fær með fóðrinu) allt mjólkurskeiðið. Til að bæta gráu ofan á svart, þá er læðan þegar komin í neikvætt orkujafnvægi fyrir got vegna þeirra næringarefna sem hún þarf að nota í vöxt fóstranna5. Eldri kenningar Áratugum saman hafa tveir þættir verið lífseigir sem meintar ástæður mjólkurveiki, en þeir eru erfðatengdur þáttur og saltskortur. Hvað varðar erfðaþáttinn hefur því verið velt upp að óvart hafi verið valið fyrir hærri tíðni mjólkurveiki með þeim þáttum sem notaðir


DÝRAHEILBRIGÐI

Skortur á fituvef til að taka fitusýrur úr blóðinu. Fituvefurinn getur ekki tekið við meira af fitusýrum úr blóðinu

eru í kynbótum og/eða það sé fylgni með hærri tíðni og hækkunar í kynbótastuðlum læðanna á búunum. Þessir þættir eru aukin þyngd, stærð gots, litur pelsins og gæði hans. Áhrif stærðar gots hafa verið nefnd áður, en það hefur einnig komið í ljós að því þyngri sem læðurnar eru eykst hættan á að þær fái mjólkurveiki6. Ekki hafa fundist nein tengsl á milli veikinnar og pelsgerðar eða -gæða7,8. Tilgátan um að saltskortur sé orsök mjólkurveiki er meira en hálfrar aldar gömul. Borin hafa verið saman áhrif þess að hafa saltmagn í fóðri 1 gr. NaCl/MJ annars vegar, og 0,53 gr. NaCl/MJ hins vegar. Hjá læðunum sem fengu meira magn af salti í fóðrinu var tíðni mjólkurveiki lægri, og þær léttust minna en þær sem fengu fóður með minna salti9. Þó var saltskorti síðar ýtt út af borðinu sem mögulegri frumorsök veikinnar vegna þess að ekki tókst að framkalla klínisk einkenni veikinnar með því að valda saltskorti viljandi hjá læðum. Út frá þeirri niðurstöðu var ályktað að salt drægi úr tíðni veikinnar með því að auka átlystina, en saltskortur gæti ekki verið frumorsök hennar10. Ný öld, ný kenning Í byrjun þessarar aldar kom fram fremur róttæk kenning um orsakir mjólkurveiki. Hryggjarstykkið í þeirri kenningu er að læðan þrói með sér sykursýki 2 (einnig nefnd áunnin sykursýki), sem orðin er vel þekkt sem sjúk-

Mynd 1. Myndræn framsetning á þvi þegar fituvefurinn tapar eiginleikum sínum til að draga úr magni af fitu úr fóðri í blóðinu. Það gerist bæði þegar minkalæðurnar eru of feitar (fituvefurinn getur ekki tekið við meira af fitusýrum) og þegar þær eru of horaðar (enginn fituvefur til að taka við). Fitusýrurnar safnast þá saman í aðra vefi, t.d. lifur, vöðva og ß-frumum brisins. Þetta veldur truflunum á inntöku insúlíns í lifur og vöðvum sem og truflunum á framleiðslu insúlíns í brisi, sem þróast síðan í sykursýki 219. Þýtt af höfundi greinar.

dómur hjá mannfólki í hinum vestræna heimi. Þessi áunna sykursýki trufli svo efnaskipti og stjórn á blóðsykri hjá læðunni, sem leiði til orkuskorts og áðurnefndra einkenna11. Samkvæmt þessari kenningu er ástæða þess að læðan ávinnur sér sykursýki þríþætt; óæskilegt holdafar (of feit eða of horuð), skortur á omega-3 fitusýrum (þeim sömu og fást úr lýsi) í fæðu og oxunarálag. Samkvæmt kenningunni eru sömu áhrif af því að læðan sé of feit eða of horuð. Í báðum tilfellum gerist það, að ekki er hægt að fjarlægja fitursýrur úr blóði á réttan hátt. Það er sökum þess að annað hvort er fituvefurinn orðinn svo mikill að hann hefur myndað ónæmi fyrir insúlíni og getur þ.a.l. ekki tekið við meira af fríum fitusýrum úr blóðinu, eða hann er einfaldlega ekki til staðar þegar læðan er of horuð. Þetta veldur því að þessar fitusýrur safnast fyrir í lifur, vöðvum og brisi. Í lifur og vöðvum myndast síðan ónæmi fyrir insúlíni, sem síðan veldur því að þessir vefir missa eiginleikann til að taka upp sykur úr blóðinu, og brisið dregur úr insúlínframleiðslunni11 (sjá mynd 1). Mjólk minkalæðunnar er með hærra hlutfall af omega-3 fitusýrum en mjólk annarra húsdýra12. Minkurinn framleiðir ekki ensím sem gerir honum kleift að mynda omega-3 fitursýrur úr fitusýrum af annarri gerð. Sökum þess verður læðan eingöngu að reiða sig á fóður sem uppsprettu af omega-3

FREYJA 4-2 22


DÝRAHEILBRIGÐI

Meðahlutfall í fóðri (%)

Mynd 2. Meðalinnihald fóðurs af fiski, alifuglakjöti, öðru affalli úr kjötframleiðslu og korni á heilu framleiðslutímabili hjá búum í Norður-Ameríku þar sem mjólkurveiki var algeng (MV) annars vegar, og þar sem heilbrigði var gott (H) hins vegar6. Þýtt af höfundi greinar.

fitusýrunum, og því er mikil hætta á að í lok mjaltaskeiðs verði skortur á þeim, sem getur leitt af sér minni insúlinvirkni og of háan blóðsykur11. Oxun er efnahvarf í líkamanum sem getur leitt af sér frumuskemmdir, og oxunarálag kemur til þegar andoxunarefni ná ekki að vinna á móti oxuninni. Hátt hlutfall próteins í fæðu getur valdið oxunarálagi. Þetta hefur verið tengt við háa tíðni mjólkurveiki á búum þar sem notað er hátt hlutfall sláturúrgangs frá kjúklingasláturhúsum í fóður, en slíkt fóður er með hátt próteinhlutfall og lágt hlutfall af omega-3 fitusýrum. Þess ber þó að geta að í þessum tilfellum var hlutfall sláturúrgangs frá kjúklingum nokkuð hátt, eða um 85%13. Það sem meðal annars styður við þessa kenningu er sú staðreynd að margt er líkt með einkennum mjólkurveiki og lokastigum sykursýki hjá mönnum, sem eru m.a. niðurbrot vefja, þvagræsing (nýrnatruflun) af völdum glúkósa og loks ofþornun. Kenningin prófuð Um miðjan síðasta áratug var blóðsykurmagn læða á þremur mismunandi minkabúum í Nova Scotia í Kanada rannsakað. Rannsóknin stóð frá marsmánuði fram í júlí, og fólst í því að þrisvar sinnum á 12 vikna tímabili voru tekin blóðsýni úr læðunum, þær vigtaðar og

23 FREYJA 4-2

holdafar metið. Á mjólkurskeiðinu voru dagur gots, stærð gots og heildarþyngd gots skráð. Fóðrun var svo höfð mismunandi á milli búa á þessu tímabili. Dagsetning gots, stærð gots og heildarþyngd höfðu ekki marktæk áhrif á breytileika í styrk blóðsykurs hjá læðunum, en þó var hægt að merkja meiri breytileika í blóðsykri hjá þeim læðum sem þóttu ekki í æskilegum holdum (of horaðar eða of feitar) heldur en hjá þeim sem voru í æskilegum holdum14. Ef tíðni dauða af völdum mjólkurveiki var borin saman á milli þessara þriggja búa kom fram mjög marktækur munur án þess að marktækur munur væri á fjölda hvolpa í hverju goti á milli búa. Þar var bú A með 0% dauða, á meðan bú B var með 12% dauða og bú C með 15%. Ef innihald fóðurs á búunum var svo borið saman við fjölda dauðra minka, þá var á búi A umtalsvert hærra hlutfall (um fjórðungur) af laxi í fóðri heldur en á búi B (3%) og C (7%). Í staðinn var meira af þorski í fóðrinu á búum B og C, en tæplega helmingur fóðursins þar var þorskur. Eins og við Íslendingar þekkjum þá er fiskur almennt mjög ríkur af omega-3 fitusýrum, en þó má þess geta að síld og lax eru mun ríkari af þeim heldur en þorskur, en það getur haft áhrif á þennan mun á dauða af völdum mjólkurveiki á milli búa14. Á búi A var einnig mun hærra


DÝRAHEILBRIGÐI Mynd 3. Myndræn framsetning á kenningu Rouvinen-Watt um þróun mjólkurveiki. Bakgrunnurinn er holdastig læðunnar, skortur á omega-3 fitusýrum og oxunarstress. Það veldur áunninni sykursýki, sem myndar samspil við orku- og vökvaskort. Ofan á þetta bætist svo ytra álag og það þróast sameiginlega í mjólkurveiki11. Þýtt af höfundi greinar.

hlutfall af korni, sem kolvetnaríkri fæðu, í fóðrinu en á hinum búunum. Það er svo merkilegt með minkinn, að hann virðist hafa góða stjórn á nýtingu á þeim kolvetnum (sykri) sem hann fær úr fæðunni, en svo virðist sem hann eigi í vandræðum með þann sykur sem hann býr til sjálfur. Þess vegna verður það að teljast vandamál þegar að minnsta kosti 70% af þeim sykri sem er í mjólk læðunnar, verður til í mjólkurkirtlinum. Það hjálpar greinilega að gera þörfina á nýmyndun, bæði fyrir mjólkurframleiðslu og aðra líkamsstarfsemi, eins litla og mögulegt er.

urveiki niðri, er nauðsynlegt að fylgjast með og hafa stjórn á blóðsykri hjá læðunum allt árið um kring, ekki eingöngu á mjólkurskeiðinu14. Til að fylgjast með holdafari læðanna, og þ.a.l. með blóðsykrinum notuðust þau við holdafarsskala, sem gefur góða mynd af hinu raunverulega holdafari hjá 6,16 læðunum . Þessi skali er sambærilegur við þann skala sem Einar Einarsson loðdýraræktarráðunautur gaf út fyrir nokkrum árum og minkabændur ættu að þekkja vel. Þar eru læðurnar stigaðar á bilinu 1-5 þar sem 1 er mjög horuð, 5 er mjög feit og 3 þýðir að vera í réttum holdum.

Í framhaldsrannsókn var athugað hvort þrjú mismunandi bætiefni í fóðri gætu hjálpað læðunum við að hafa stjórn á blóðsykri. Bætiefnin voru síld (omega-3 fitusýrur), króm og magnýl. Áhrifin voru bæði prófuð á læður sem komu vel út úr blóðsykurmælingu fyrir rannsókn og þær sem komu illa út. Ekki reyndust marktækar breytingar á blóðsykri hjá þeim læðum sem mældust með réttan blóðsykur áður en bætiefnin komu til sögunar, en þær læður sem höfðu átt í vandræðum með með blóðsykurinn fyrir reyndust hafa betri stjórn á honum eftir að hafa fengið þessi bætiefni. Meðal annars kom það sérstaklega vel út að bæta eingöngu síld í fóðrið, sem ætti að vera áhugaverður kostur fyrir íslenska bændur út frá hagrænum sjónarmiðum15.

Það tímabil sem við beinum sjónum okkar hvað mest að í þessari grein, er tímabilið frá pörun þar til hvolparnir eru teknir frá mæðrum sínum. Um er að ræða tímann frá lokum febrúarmánaðar til mánaðamóta júníjúlí. Til að ná góðri frjósemi er mælt með því að læðurnar fái holdastig 2 í lok febrúar, nái 3 í lok mars og fari í 4 í lok apríl17. Það er í takt við það sem þætti æskilegt út frá blóðsykri, en þó rétt að minnast á að við lok apríl er afar mikilvægt að læðan hafi ekki náð 5 í holdastig því það hefur sýnt sig að við got og snemma mjólkurskeiðs er hvað mestur munur á blóðsykri hjá of feitum læðum og þeim sem eru í réttum holdum16.

Holdafar og blóðsykur Mikilvægasta ályktunin sem Hynes og Rouvinen-Watt drógu að þessum rannsóknum loknum, var sú að til þess að halda tíðni mjólk-

Vinnan við að tryggja að læðurnar séu í réttum holdum hefst þó mun fyrr. Þar er mikilvægast að ofala ekki læðurnar á tímabilinu september til nóvember, því vilji það til, þá er hætta á að draga þurfi snögglega mikið úr fóðri til að ná þeim í rétt hold yfir veturinn.

FREYJA 4-2 24


DÝRAHEILBRIGÐI Þurfi að minnka fóðurskammta mikið getur það valdið því að læðurnar fara að hreyfa sig án tilgangs (e. stereotypies), sem veldur því að þær hreyfa sig mun meira en þær eiga að gera í eðlilegu atferli, sem aftur veldur aukinni (óútreiknanlegri) orkunotkun og enn meiri erfiðleikum í að stjórna fóðrun18. Samantekt • Of hár blóðsykur (af völdum sykursýki) getur verið undanfari mjólkurveiki. • Aðalástæður áunninnar sykursýki hjá minkalæðum eru óæskilegt holdafar, skortur á omega-3 fitusýrum í fæðu og oxunarálag. • Læður sem eru í æskilegum holdum hafa betri stjórn á blóðsykri en þær sem eru annaðhvort of horaðar eða of feitar. • Svo að læður geti verið í æskilegum holdum síðla vetrar og að vori, þarf að huga að réttu

holdafari helst strax haustið áður. • Fiskur er almennt góð uppspretta af omega3 fitusýrum og því nauðsynlegur hluti af fóðri, en síld og lax eru betri uppspretta en t.d. þorskur. • Síld sem bætiefni í fóður við got og á mjólkurskeiði, getur auðveldað læðunum að ná stjórn á blóðsykri og hentar því vel handa læðum sem eru í óæskilegum holdum (of horaðar eða of feitar) við upphaf mjólkurskeiðsins. • Kolvetnaríkt fóður, t.d. bygg hjálpar læðunum að hafa stjórn á blóðsykri. • Holdafarsskali sem þekktur er meðal minkabænda gefur góða mynd af rauverulegum holdum hjá minkum og nýtist því bændum vel í að hafa stjórn á holdafari læðanna.

Heimildaskrá: 1. Nursing Sickness in Lactating Mink (Mustela vision) I. Epidemiological and Pathological Observations. Clausen, T.N., o.fl. 1992, Canadian Journal of Vetirinary Research, bls. 89-94. 2. Nursing Disease in Mink: Clinical and Postmortem Findings. Schneider, R.R. og Hunter, D. B. 1993, Veterinary Pathology 3. Factors influencing reproduction performanc [..]. Korhonen, H., o.fl. 1991, Scientifur, bls. 43-48. 4. Daily milk intake and body water turnover in suckling mink (Mustela vision) kits. Wamberg, S. og Tauson, A-H. 1998, Comparative Biochemistry and Physiology Part A., B. 119. 5. Energy Metabolism, Nutrient Oxidation and Water Turnover in the Lactating Mink (Mustela vision). Tauson, A-H., o.fl. 1998, The Journal of Nutrition, B. 128, bls. 2615S-2617S. 6. Mink Nursing Sickness in North America. Rouvinen-Watt, K. og Hynes, A. M.J. 3, s.l. : Scientifur, 2004, B. 28. 7. Nursing sickness in lactating mink [...] Wamberg, S., o.fl. s.l. : The Canadian Journal of Veterinary Research, 1992, B. 56. 8. Nursing disease in mink: ranch level epidemiology. Schneider, R.R., o.fl.. s.l. : Preventive Veterinary Medicine, 1992, B. 14. 9. Incidence of Nursing Sickness and [..] in Lactating Mink with and without Dietary Salt Supplementation. Clausen, T.N., o.fl. s.l. : The Canadian Journal of Veterinary Research, 1996, B. 60. 10. Failure of loop diuretics to induce nursing sickness in mink at

.

weaning. Hansen, O., o.fl. s.l. : Canadian Journal of Veterinary Research, 1996, B. 60. 11. Nursing sickness in the mink [..] Rouvinen-Watt, K. s.l. : The Canadian Journal of Veterinary Research, 2003, B. 67. 12. Jensen, R.G. Handbook of milk composition. San Diego : Academic Press, 1995. 13. Pathological Observations of Nursing Sickness in Mink. Seimiya, Y., o.fl. 1, s.l. : Japanese Journal of Veterinary Science, B. 50. 14. Hynes, A.M.J. og Rouvinen-Watt, K. Monitoring blood glucose [...]: 1. Prevention of hyperglycemia during the nursing period. s.l. : Canadian Journal of Veterinary Research, 2007. 15. Monotoring blood glucose [..]: 2. Effects of short-term fish oil, chromium picolinate, and acetylsalicylic acid supplementation during late lactation. A.M.J., Hynes. og Rouvinen-Watt, K. s.l. : Canadian Journal of Veterinary Research, 2007, B. 71. 16. Bis-Wencel, H. Glucose level in blood and urine of minks depending on body condition. Lublin, Poland : University of Life Sciences, 2011. 17. Centre, Danish Agricultural Advisory. Recommendation with regard to feeding[...]. s.l. : Kopenhagen Fur, 2008. 18. Finley, G., o.fl. Code of practice for the care & handling of mink: review of scientific research on priority issues. s.l. : National farm animal care council, 2012.

Eflum útbreiðslu Freyju! Prentað eintak í ársáskrift* kostar 6.000 krónur Stakt eintak kostar 2.000 kr. Freyja er blað sveitafólksins! *Búnaðarblaðið Freyja kemur út fjórum sinnum á ári

25 FREYJA 4-2


NAUTGRIPARÆKT

„Það kom kvíga“

Uppeldi og aðbúnaður kvígukálfa.

Kálfar eru eins og sparibaukar, því meira sem þú setur í þá, því meira færðu út aftur.

Alltaf er glaðst þegar góð mjólkurkýr ber fallegri kvígu, ekkert síður en þegar vel ættað folald fæðist. Folaldið fær besta atlæti, kaplamjólk, beit og frelsi og er síðan yfirleitt tamið af menntuðum tamningamönnum sem sífellt bæta við visku sína. Minni áhersla hefur verið lögð á markvissa tamningu kvígna og oft má bæta aðbúnað og fóðrun kálfa.

KATRÍN ANDRÉSDÓTTIR Fyrrverandi héraðsdýralæknir

Hvaða markmið ættu bændur að setja sér um kvígueldið? Kvígur eiga að vera nægilega þroskaðar til að festa fang 14 mánaða gamlar, æskilegur burðaraldur er u.þ.b. 24 mánuðir. Þá á kvígan að hafa fullan líkamlegan þroska til að bera lifandi kálfi og mjólka og andlega burði til að temjast í mjöltum.

Ferlið frá fæðingu til fyrstu geldstöðu Burðurinn Í lausagöngufjósum eiga kýr að bera í hreinum rúmgóðum burðarstíum1. Kálfurinn þarf að komast á spena (fá broddmjólk) innan fjögurra tíma frá fæðingu, svo upptaka mótefna sé tryggð2. Ráðlagt mjólkurmagn er 10% af líkamsþunga. Hægt er að mæla gæði broddmjólkur með broddmæli(colostrometer)3. Æskilegt er að kálfurinn fái að sjúga að vild fyrstu tvo til þrjá dagana. Fylgjast verður vel með því að kálfurinn fái nægju sína en einfaldast er að kanna það með sama takinu og lömbin - að grípa undir kviðinn og þreifa á Besta broddmjólkin er úr kúm: •Mjólkuðum strax eftir burð. Mótefnamagnið í mjólkinni minnkar eftir burðinn þótt kýrin sé ekki mjólkuð. •Sem eru að bera a.m.k. þriðja kálfi. •Sem bera á haustin. •Sem eru heilbrigðar og hafa fengið amk sex vikna geldstöðu á heimabúi. •Sem hafa ekki lekið fyrir burð/verið mjólkaðar eða borið fyrir tal. Ekki nota blóðmengaðan brodd, brodd úr kúm sem hafa fengið geldstöðu-meðhöndlun eða júgurbólgukúm.

© Katrín Andrésdóttir maganum4. Að hjálpa kálfi á spena eykur traust móðurinnar til mannsins og sömuleiðis verða fyrstu kynni kálfsins af mannskepnunni jákvæð. Mjólkurtímabilið Fyrstu átta vikur ævinnar skal fóðra kálfa á ferskri eða sýrðri mjólk, eða mjólkurduftsblöndu. Mjólkina á að gefa í túttufötum, þannig er sogþörf kálfsins fullnægt og mjólkin fer örugglega um mjólkurrennuna fram hjá vömbinni niður í vinstur þar sem hún ystir. Ysting mjólkurinnar er forsenda áframhaldandi meltingar og nýtingar mjólkur-

FREYJA 4-2 26


NAUTGRIPARÆKT Frystur broddur Nauðsynlegt er að hafa tiltæka frysta broddmjólk fyrir nýfædda kálfa. Frystið gæðabrodd í umbúðum sem auðvelt er að þíða broddinn í og hita. Athugið: Ef broddurinn er hitaður í meira en 40-50 °C, þá skemmast mótefnin. Merkið umbúðirnar kú og pökkunardegi, áætlað geymsluþol í góðum frysti er u.þ.b. fjórir mánuðir.

próteinsins í meltingarveginum. Hitastig mjólkurinnar ræður mjög miklu um hve hratt hún ystir (hleypur). Við 37-39°C hleypur hún á 5 mínútum en við 15°C tekur það sex tíma. Kálfar sem ekki fá fullnægt sogþörf sinni bregðast oft við með því að sjúga eyru og júgurstæði annarra kálfa. Ef eldri kálfar sjúga er það merki um að eitthvað sé að í stíunni, t.d. of mikill stærðarmunur eða að ekki komist allir að fóðrinu.

Berist óhleypt mjólk aftur í skeifugörn og smáþarma getur það valdið meltingartruflunum og kálfaskitu5. Vatnsblönduð mjólk ystir illa. Fari mjólkin í vömbina er hætt við að hún meltist ekki en rotnun verði í vömbinni, vanþrif og jafnvel skita geta komið í kjölfarið. Þroski jórturdýrsins Kálfar eiga einnig að hafa frjálsan aðgang að góðu heyi, hreinu vatni og kálfafóðurbæti með 17-19 % próteininnihaldi6 og háu AAT gildi. Fóðurbætirinn brotnar niður í vömbinni og myndar fríar fitusýrur sem örva þroska vambartotanna. Kálfarnir byrja að jórtra um tveggja vikna gamlir. Kálfar sem þrífast vel fyrstu 14 vikurnar mynda meiri júgurvef og geta því framleitt meiri mjólk sem fullorðnar kýr7. Ekki hefur verið talið ráðlegt að fóðra kvígurnar mikið frá

© Katrín Andrésdóttir

27 FREYJA 4-2

þriggja mánaða aldri þar til þær eru 9-12 mánaða. Á þessum tíma þroskast júgrið hratt og ef kvígan fitnar mikið verður meira af fituvef í júgrinu á kostnað kirtilvefsins8. Kvígur mega heldur ekki vera of feitar þegar þeim er haldið því það kemur niður á frjóseminni. NorFor er með sérstaka áætlun fyrir kvígueldi, leitið ráða hjá ráðunautnum ykkar9. Kálfastíur Kálfar eru félagsverur og eiga því að vera saman í stíu, gæta verður samt að hópurinn sé sem jafnastur í aldri og þroska. Bannað er að binda kálfa, það kemur verulega niður á velferð þeirra og líkamsþroska. Legusvæðið á að vera mjúkt, þurrt og laust við dragsúg. Þrif á kálfastíum verða að vera góð, annars er mikil hætta á smiti, t.d. skitu. Útbeit • Skylt er að nautgripir njóti útivistar a.m.k. 8 vikur á ári skv. reglugerð nr. 438/2002 um aðbúnað nautgripa. • Í frumvarpi að dýravelferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi er umráðamönnum gert skylt að “tryggja grasbítum útivist á beitilandi á sumrin“. • Almennt ætti ekki að beita kálfum yngri en fimm mánaða þar sem þeir geta ekki bitið nóg sér til viðurværis. Séu svo ungir kálfar settir út verður að gefa þeim, kjarnfóður og/eða úrvalshey með beitinni. • Mikilvægt er að ekki komi bakslag í þroska gripanna á beit.


NAUTGRIPARÆKT Beitin verður að fullnægja þörfum gripanna bæði til viðhalds og vaxtar. Beitilandið verður því að vera áborið og/eða ræktað. • Tryggja verður gott aðgengi að nægu hreinu drykkjarvatni. • Sömuleiðis þurfa kvígur stöðugt aðgengi að steinefnum og vítamínum, t.d. í stömpum. Mikilvægt er að gripirnir fái nóg Selen og Evítamín, sérstaklega þegar þeim er hleypt út á grængresi. Stíuskjögur (E-vítamín skortur) er ekki óalgengur sjúkdómur í kvígum sem eru nýkomnar út, einkennin eru stirðleiki, máttleysi og rauðlitað þvag. • Gætið þess að girðingar séu í lagi og engar slysagildrur. Líta verður reglulega eftir gripunum, helst daglega en a.m.k. einu sinni í viku. Þannig eru vináttuböndin treyst á milli manns og dýra. Kvígurnar eiga að koma hlaupandi til mannsins en ekki frá honum. Mikilvægt er að kvígurnar leggi ekki af þegar beitin minnkar. Ágætt er að gefa þeim hey með beitinni. Tekið á hús Mjög gott er að klippa kvígurnar um leið og þær koma inn. Gripirnir svitna oft og líður illa þegar þeir koma inn í hlýjuna, þannig kemur klippingin líka í veg fyrir þungt og rakt loft. Klipping fram að haus er áhrifamikil lúsahreinsun10. Flestar lýsnar fara með hárunum og nitin líka – lúsin festir nitina á hárin nokkuð fyrir ofan rótina þannig að hægt er að fjarlægja megnið af nitinni með góðri klippingu. Oft er hægt að ráða mikið í geðslag gripa þegar þeir eru klipptir! Sömuleiðis er ráðlegt að ormahreinsa kvígurnar, sérstaklega ef þeim er beitt á sama land ár eftir ár. Veturvist utandyra Gripirnir verða að vera: • Nægilega þroskaðir og í góðum holdum. Nautgripir af holdakynjum safna fituhulu undir húðina til varnar kulda, það gera íslensk hross líka. Nautgripir af mjólkurkynjum safna hins vegar fitunni í kviðarholið, það gera íslenskir nautgripir.

© Katrín Andrésdóttir • Loðnir og umfram allt hreinir. Óhreinindi í hárum eyðileggja einangrunina sem þau veita og gripunum verður því kalt. Þurrt og hreint legusvæði er því mjög mikilvægt fyrir velferð gripanna. • Gott skjól með a.m.k. þrem veggjum eða sambærilegt skjól er sömuleiðis nauðsynlegt. Gripirnir verða að hafa stöðugt aðgengi að góðu fóðri og hreinu vatni, brynningarvatn má ekki frjósa. Gæta verður þess að gripirnir komist allir í einu að fóðrinu og vatninu. Fari hópurinn frá fóðri/vatni áður en allir hafa fengið nóg er hætta á að lægst settu gripirnir fari svangir og þyrstir, hópurinn skiptir dýrin meira máli en maginn. Inn í kúahópinn Ágætt er að setja kvígurnar í kúahópinn þegar þær eru gengnar með 5-6 mánuði og leyfa þeim að vera þar í 2-3 vikur. Þá finna þær sinn stað í goggunarröðinni, þær eru fljótar að finna staðinn aftur þegar þær koma aftur í hjörðina fyrir burð. Þær læra líka á fjósið, gott er að leyfa þeim að fá smávegis fóður í mjaltaþjóninum að næturlagi eða fara gegnum mjaltabásinn í rólegheitum utan mjaltatíma. Almennt gildir að best er að setja gripi inn í hjörðina á kvöldin og helst fleiri en einn í einu, þannig verða minnst slagsmál11. Síðustu þrjár vikurnar fyrir burð og síðustu þrjár vikurnar eftir burð eru erfiðasti tíminn í lífi kvígunnar. Fylgjast verður grannt með því að hún éti/komist að fóðrinu en oft eru kvígurnar afétnar. Passa verður júgrin því stálmuð júgur eru viðkvæm fyrir júgurbólgu. Þarna er líka rétti tíminn til tamninga, kvígum finnst mjög gott að vera strokið niður spegilinn og

FREYJA 4-2 28


NAUTGRIPARÆKT Ungur hvolpur pissaði enn inni í stofu. Eigandinn var orðinn leiður á þessu og hugðist aga hundinn, greip í hnakkadrambið á honum, nuddaði trýninu ofaní hlandpollinn og henti hvolpnum síðan út um gluggann. Þetta endurtók eigandinn í hvert skipti sem sást pollur. Fljótlega var seppi búinn að ná þessu, þegar eigandinn birtist pissaði hvolpurinn á gólfið, nuddaði trýninu ofaní pollinn og stökk út um gluggann...

niður milli júgranna. Einnig finnst þeim strokur í nára mjög góðar. Þegar kemur í mjaltabásinn/mjaltaþjóninn, gerið þá það sama, strjúkið milli spenanna – þeim finnst það mikið betra en snerting við spena. Einnig er gott að hnubba júgrið líkt og kálfurinn gerir (og lömbin), þá selja þær betur.

Rannsóknir sýna að bændur sem umgangast gripi sína rólega og gætilega og taka sér tíma til að tala við þá og strjúka þeim, hafa meiri afurðir eftir kýrnar sínar. Þessar kýr mjólkast líka mun hraðar12. Skynjun nautgripa

Sjón Staðsetning augnanna sitt hvoru megin á Flestir sem fá sér hvolp fara á námskeið. Það höfðinu gerir að verkum að nautgripir hafa fyrsta sem þú lærir þar er að hundar skilja 330° víðsýni, þar af sjá þeir með báðum ekki orsakasamhengið milli gjörða og augum 25°–50°. Þetta gerir þeim kleift að refsingar – það gera nautgripir ekki heldur. fylgjast vel með rándýrum og öðru í Hundaeigendurnir læra að umhverfinu. Fyrir aftan ekkert þýðir að kalla hund til Varist að sprauta kýr og aðrar gripina er þó svæði sem þeir sjá ekki. Þeir sjá lítið upp og sín og skamma hann, þá sársaukafullar aðgerðir í niður og hreyfa því hausinn heldur hundurinn að mjaltabásnum/mjaltaþjóninum. skammirnar séu fyrir að Kýrnar geta tengt sársaukann ef þeir þurfa að breyta koma þegar kallað er og við staðinn og veigrað sér við að sjónarhorninu. hlýðir að sjálfsögðu ekki fara inn aftur. næsta kalli. Nautgripir hafa tvílitaskyn og því eru þeir viðkvæmir Sama gildir um nautgripi. Að refsa þeim fyrir snöggum hreyfingum. Dinglandi spotti í líkamlega hefur ekkert upp á sig, þeir læra hliði getur gert það að verkum að gripirnir bara að maðurinn veldur sársauka rétt eins og vilja ekki fara í gegn. Skörp skil ljóss og birtu rafmagnsgirðingin. vekja líka ótta. Gripirnir vilja heldur ekki fara úr ljósi inn í dimmu og þess vegna er oft erfitt Mönnum er mjög mislagið að umgangast dýr. að reka þá inn í hús. Í sumum fjósum fer allt af stað þegar bóndinn birtist og erfitt er að komast nálægt gripunum Mikilvægt er að skilja persónulegt rými (nálgunarpróf). Í öðrum fjósum eru gripirnir gripsins (flight zone). Þegar maðurinn kemur mannelskir og forvitnir. Að skilja gripina sína

Bretinn Martin Seabrook greinir milli þriggja þátta í verkum kúabóndans: • Störf sem ekki eru unnin meðal dýranna en skipta samt miklu máli; skipulag í fjósinu, skráningar, fóðuráætlanir og sjúkdómavarnir. • Tæknistörf; að kunna á vélbúnað og mjaltatæki. • Tilfinningagreind; hvernig bóndinn umgengst og snertir dýrin, hæfileikinn til að sjá og skilja atferli dýranna.

29 FREYJA 4-2

Blinda svæðið (grálitað) Ytri mörk flóttasvæðis Staðsetning bónda sem stöðvar hreyfingu

Staðsetning bónda sem kemur gripnum á hreyfingu

Jafnvægispunktur


NAUTGRIPARÆKT inn í rýmið hörfar gripurinn en stansar aftur þegar maðurinn fer út úr rýminu. Þetta er hægt að nýta til að reka gripinn, sjá mynd. Í þrengslum getur verið hættulegt að fara of langt inn í rýmið, gripurinn flýr og gæti ruðst yfir manninn. Myndin er eftir vísindamanninn Temple Grandin en hún hefur gert ýmsar hagnýtar rannsóknir á atferli dýra13. Heyrn Nautgripir eru viðkvæmari fyrir hátíðnihljóðum en fólk, há og hvell hljóð vekja ótta. Gripirnir eru fljótir að venjast stöðugu hljóði, t.d. frá útvarpi. Tónlist getur deyft áhrif óvæntra hljóða. Félagskerfi Goggunarröðin er síbreytileg, dýr geta færst upp og niður t.d. eftir aldri og heilsu. Hún er líka eftir mismunandi aðstæðum, kýr sem hefur forgang að fóðri verður kannski að víkja þegar kemur að legusvæðunum. Það eru kýrnar efst í goggunarröðinni sem við sjáum berjast fyrir því að komast enn ofar, þær lægra settu þegja og hlýða.

Ágóði af réttri tamningu og meðhöndlun nautgripa • Rétt tamdar kýr framleiða meira oxytocin (mjaltavaka) og selja því betur, þess vegna mjólka þær meira, frumutalan er lægri, júgurbólgutilvikin færri og dýralæknakostnaðurinn því minni. • Ef mjaltamanninum líður vel við mjaltirnar færist sú vellíðan yfir til kúnna og sérstaklega skynja fyrstakálfskvígurnar þetta vel. Hafi maðurinn þjálfað fyrstakálfskvígurnar vel þannig að þeim líði vel í mjöltum, þá skilar það sér í bættri velferð, betra heilsufari, minni dýralæknakostnaði og auknum æviafurðum14.

Skoðaðu kúahópinn á leið heim í fjós. Foringinn er fremst – en hún er yfirleitt í miðri goggunarröðinni. Höfðinginn, sú efsta í goggunarröðinni, er yfirleitt vel vernduð í miðjum hópnum. Þær lægst settu eru svo aftastar. Stjórnandinn er sú sem gefur merki um að eitthvað eigi að gera, hún getur verið efst í goggunarröðinni en þarf ekki að vera það.

Fyrstakálfskvígur halda mun betur á sér en fullorðnar kýr. Mikilvægt er að fóðra þær vel svo þær skili fullum afurðum og taki sömuleiðis út nauðsynlegan líkamlegan þroska. Því getur oft borgað sig að fresta aðeins sæðingu á hámjólka kvígum. Munið eftir tannskiptunum sem oft hafa áhrif á gróffóðurátið.

Fyrstakálfskvígur þurfa heldur lengri geldstöðu en eldri kýr, um geldstöðuna verður fjallað í næsta pistli.

Heimildir 1. https://www.landbrugsinfo.dk/Kvaeg/Filer/Diarre_tema_hygiejne.pdf 2.http://svenskmjolk.se/Global/Dokument/EPitr%C3%A4det/Mj%C3%B6lkg%C3%A5rden/Mj%C3%B6lkkvalitet/Kvalitetss%C3%A4krad%2 0mj%C3%B6lkproduktion/Utfodring_kalvarungdjur.pdf 3. http://www.calfandheifer.org/news/35554/ 4. https://www.landbrugsinfo.dk/Kvaeg/Filer/Diarre_tema_Raamaelk.pdf 5. Gunnar Guðmundsson: „Fóðrun og hirðing ungkálfa“http://saga.bondi.is/wpp/almhand.nsf/id/27FA2AA7A5730DBE002565860063755E 6. https://www.landbrugsinfo.dk/Kvaeg/Malkekoeer-o-opdraet/Smaakalve/Sider/Ingen_grund_til_mere_protein_i_kalvestar.aspx 7. Svensson, C. & Hultgren, J., 2008. Associations between housing, management and morbidity during rearing and subsequent first-lactation milk production of dairy cows in southwest Sweden. J. Dairy Sc.91:1510-1518. 8. https://medlem.tine.no/trm/tp/binary?id=17150 9. https://medlem.tine.no/trm/tp/binary?id=14441 10. http://www.keldur.hi.is/ytri_snikjudyr_nautgripum 11. http://www.agrisearch.org/attachments/article/137/D-40-08%20Final%20Report%20%28A%20Boyle%29.pdf 12. http://agriculture.kzntl.gov.za/portal/AgricPublications/ProductionGuidelines/DairyinginKwaZuluNatal/ TheCareandHandlingofDairyCattle/tabid/233/Default.aspx 13. http://www.grandin.com/references/new.corral.html 14. http://woolshed1.blogspot.com/2009/07/animal-behaviour-and-welfare-training.html Allar slóðir frá tímabilinu 1. - 10. nóvember 2012

FREYJA 4-2 30


SAUÐFJÁRRÆKT

Haustfóðrun og fengieldi sauðfjár Meðal sérkenna íslenskrar sauðfjárræktar eru löng innifóðrun, þar sem mest af framleiðslukostnaðinum fellur til, og sumarbeit á úthaga, þar sem stór hluti teknanna verður til en lítið af kostnaðinum. Þessi sérkenni gera það að verkum að afkoma íslenskra sauðfjárbænda veltur að töluverðu leyti á því að hver vetrarfóðruð kind skili sem mestum og verðmætustum afurðum. Búreikningar sýna að breytilegur kostnaður á hverja vetrarfóðraða kind er nokkurn veginn óháður því hversu mörgum lömbum hver þeirra skilar til nytja. Tekjurnar og þar með framlegðin vaxa hins vegar ört eftir því sem fleiri lömb koma til nytja eftir hverja vetrarfóðraða kind. Meðalfallþungi einlembinga er sjaldnast nema 2-3 kg meiri en tvílembinga skv. skýrslum fjárræktarfélaganna.

J ÓHANNES S VEINBJÖRNSSON Bóndi, Heiðarbæ Fóðurfræðingur Landbúnaðarháskóla Íslands jois@lbhi.is Í ræktunarmarkmiðum fyrir íslenska sauðfjárstofninn sem samþykkt hefur verið af fagráði í sauðfjárrækt segir meðal annars eftirfarandi: „Leggja skal áherslu á að auka eðlislæga frjósemi sauðfjárstofnsins þannig að fullorðnar ær eigi ekki færri en tvö lömb að jafnaði og að veturgamlar ær festi fang og eignist að jafnaði ekki færri en eitt lamb“. Þar sem þetta er ræktunarmarkmiðið, er eðlilegt að umfjöllun um fóðrun og annan aðbúnað taki mið af því hvert er stefnt í þessum efnum. Það er sömuleiðis í góðu samræmi við ofangreindar staðreyndir um áhrif frjósemi á afkomu sauðfjárbúa. Í eftirfarandi pistli verður lögð áhersla á að skýra þá líffræðilegu þætti sem þarf að hafa í huga, þegar fóðrun er skipulögð með tilliti til þessa. Áherslan er á haustið og fyrri part vetrar þar sem það er aðallega fóðrun á þessu tímaskeiði sem hefur áhrif á frjósemina. 1. tafla. Flokkun heyja eftir gæðum.

31 FREYJA 4-2

Heygæði Þegar minnst er á heygæði hér á eftir þá er flokkun heyjanna í töflu 1. lögð til grundvallar. Þetta er aðeins gróf viðmiðun um heygæði. „Góðar“ grastegundir, þegar horft er á fóðurgæði eru t.d. vallarfoxgras og vallarsveifgras, lakari tegundir m.t.t. fóðurgæða eru t.d. snarrót og túnvingull. Í gegnum hvaða líffræðilegu þætti hefur fóðrun áhrif á frjósemi? 1. Fóðrun í uppeldi hefur áhrif á frjósemi einstaklingsins síðar á lífsleiðinni. 2. Fóðrun fyrir og um fengitíð hefur áhrif á fjölda eggja sem ærin losar og þar með á hámarksfjölda fóstra sem til verða hjá hverri á. 3. Fóðrun um og rétt eftir fang (fyrstu 2 vikur meðgöngu) hefur áhrif á lífslíkur fósturvísa. Hér á eftir verður fjallað um hvern þessara þátta fyrir sig. Áhrif fóðrunar í uppeldi á frjósemi Fóðrun í uppeldi getur haft töluverð áhrif á frjósemi ánna síðar á ævinni. Jafnvel hefur verið staðfest að undirfóðrun áa á meðgöngu getur haft skaðleg áhrif á frjósemi afkvæmisins síðar. Rannsóknir hafa einnig sýnt að lítill


SAUÐFJÁRRÆKT vaxtarhraði hjá 2-4 mánaða gömlum lömbum kemur niður á frjósemi þeirra síðar á lífsleiðinni. Kynþroska seinkar ef fóðrun takmarkar vaxtarhraða lamba þannig að hann er ekki meira en 50% af því sem lömbin hafa eðliseiginleika til. Þessi seinkun á kynþroska er meiri eftir því sem lambið er yngra þegar þessi hægi vöxtur á sér stað. Verulegur afturkippur í vexti lamba á fyrstu mánuðunum getur því í einhverjum tilvikum skýrt ef óvenju margir gemlingar verða geldir vorið eftir. Vandamál af þessu tagi eru líklega fátíð í íslenskri sauðfjárrækt nú til dags. Hjá sauðfjárkynjum sem hafa árstíðabundinn fengitíma, líkt og það íslenska, skiptir máli að lömbin nái kynþroska fljótt og vel, þ.e. tímanlega áður en fengitíð hefst. Til er viðmiðun sem gerir ráð fyrir að lambgimbrar þurfi að hafa náð 60% af fullorðinsþunga við fyrsta fang til að frjósemi verði viðunandi. Ef miðað er við að fullorðinsþungi sé 65-70 kg þurfa gimbrarnar þá að vera að lágmarki 39-42 kg við tilhleypingu. Heppilegt er að því marki sé náð með jöfnum og góðum vexti allt sumarið og vel fram á haustið (út nóvember), fremur en með stífu eldi um og rétt fyrir fengitíð. Mjög hraður vöxtur um það leyti sem kynþroska er náð getur stuðlað að fitusöfnun í júgurvef sem dregur úr þroska mjólkurkirtilsins og þar með mjólkurlagni. Töflu 2 má hafa til viðmiðunar um fóðrun lambgimbra. Líklega er ekki óalgengt að um 75-80% af fullum þroska sé náð við fyrsta burð, þegar

ærnar eru ársgamlar. Meðan á mjólkurskeiðinu stendur er varla hægt að gera ráð fyrir auknum þroska svo neinu nemi. Tímann frá því lömb eru tekin undan að hausti og fram að fengitíð þarf að nota sem best, þannig að ærnar komist sem næst fullum þroska. Þá er líklegt að eðlislæg frjósemi fái notið sín. Alltof algengt er að ær sem skila miklum afurðum sem lambgimbrar séu einlembdar sem tvævetlur vegna þess að ekki er passað nógu vel upp á þetta. Áhrif fóðrunar á egglos Milli beiðsla hjá ám líða að jafnaði 16 til 17 dagar. Ærnar eru blæsma í 24- 60 klst. en egglosið verður 30-36 klst. eftir að beiðslið byrjar. Þó að egglosið sem slíkt krefjist hverfandi lítillar orku þá er fjöldi losaðra eggja í egglosi engu að síður mjög háður næringarástandi ærinnar. Samspil er á milli holdafars ærinnar og fóðrunarstigs á þeim tíma þegar egglosið á sér stað. Það tekur eggfrumurnar um 6 mánuði að þroskast, þannig að eggfruma sem losnar í desember hefur byrjað sinn þroskaferil í júní. Það eru miklu fleiri eggbú sem byrja að þroskast á þessum tíma heldur en eggfrumurnar eru sem endanlega losna. Vanhöld á eggbúunum eru háð mörgum þáttum, en næringarástand skiptir þar miklu máli. Ef ærnar leggja mikið af þegar þær mjólka mest getur það haft neikvæð áhrif á frjósemi á næsta framleiðsluári. Góð haustmeðferð og jafnvel sérstakt fengieldi geta þó komið í veg fyrir það.

2. tafla. Gildi sem má hafa til viðmiðunar um fóðrun lambgimbra.

FREYJA 4-2 32


SAUÐFJÁRRÆKT Áhrifum fóðrunar á fjölda eggja sem losna má skipta í þrennt: • Holdafar ærinnar tveim vikum fyrir fang. • Fóðrunarstig (holdabreytingar) frá því tveim vikum fyrir fang og þar til fang er fest. • Bein áhrif einstakra fóðurefna um og fyrir fang á hormónastarfsemi og þar með frjósemi. Sé holdafar áa tveimur vikum fyrir fang hæfilegt (holdastig 3,0-3,5 á skalanum 1-5) er ekki þörf fyrir sterkt fengieldi, en þó þurfa ærnar að vera á leið upp en alls ekki niður í holdum þegar þær festa fang. Séu holdin slök þá getur nokkuð sterkt fengieldi frá því tveim vikum fyrir fengitíð og þar til flestar ærnar hafa fest fang bjargað því sem bjargað verður varðandi frjósemina. Mjög feitar ær (einlembur, geldar veturgamlar ær o.fl.) geta haft tilhneigingu til að vera í afturför, þ.e. holdafar þeirra á niðurleið eftir að þær eru teknar á hús, vegna takmarkaðrar átgetu/átlystar. Þennan hóp áa getur verið ástæða til að halda nokkuð í við á haustbeitinni þannig að niðursveiflan komi strax þá, en að þær verði þá aftur á uppleið rétt fyrir og um fengitíð. Vissar amínósýrur, fitusýrur, snefilefni, vítamín og fleiri efni geta haft bein jákvæð áhrif á frjósemi jafnvel þó ekki sé byrjað að gefa þau þeim fyrr en stuttu (~viku) fyrir fang. Þetta gerist því aðeins að skortur á einhverju þessara efna hamli einhverju af þeim ferlum

© Áskell Þórisson

33 FREYJA 4-2

sem hafa að gera með myndun eggbúa og egglos. Snefilefni, vítamín og steinefni er sjálfsagt að passa uppá að sé nóg af í fóðri fyrir og um fengitíð. Einfaldasta leiðin til þess er að láta ærnar hafa aðgang að vítamín- og snefilefnabættum saltsteini. Ef bæta á við öðrum efnum eins og amínósýrum og fitusýrum þurfa þær að koma í gegnum fóðurbæti af einhverju tagi. Að öllu jöfnu er kjarnfóðurgjöf á fengitíð varla hagkvæm miðað við núverandi kjarnfóðurverð. Ef menn eiga kost á vel verkuðum fiskúrgangi af einhverju tagi fyrir lítið gjald getur það verið góð leið til að tryggja ýmis efni sem kann að vanta í heyið, svo sem ýmsar amínósýrur og fitusýrur. Áhrif fóðrunar um fang og á meðgöngu á lífslíkur fósturvísa Gott næringarástand fyrir og um egglos hefur ekki einungis jákvæð áhrif á fjölda eggja sem losna og þar með fjölda mögulegra fóstra, heldur einnig á gæði eggfrumanna og þar með lífslíkur fósturvísanna. Eftir að frjóvgun hefur átt sér stað tekur við fyrsti hluti meðgöngunnar, u.þ.b. mánuður, sem aftur má skipta í tvö tímabil: a) Um 10 daga tímabil þar sem í kjölfar frjóvgunar eiga sér stað fyrstu stigin í vexti og þroska fósturvísisins sem jafnframt flyst úr eggjaleiðaranum til legsins b) Um 20 daga tímabil þar sem tengsl myndast milli fósturs og legs með myndun fylgjunnar.


SAUÐFJÁRRÆKT Á fyrsta mánuði meðgöngunnar getur bæði undirfóðrun og offóðrun skaðað lífslíkur fósturvísanna. Með undirfóðrun er átt við fóðrun verulega undir viðhaldsþörfum. Slík fóðrun er varla algeng hérlendis. Offóðrun á fyrsta hluta meðgöngunnar leiðir til þess að styrkur prógesteróns í blóði lækkar. Prógesterón er meðgönguhormónið, það viðheldur meðgöngunni. Fari það niður fyrir tiltekin mörk, aukast líkur á vanhöldum á fósturvísum. Viðkvæmasti tímapunkturinn í þessu tilliti er á 11.-12. degi meðgöngu, þegar fósturvísirinn er að tengjast leginu, þ.e. fylgjan er að byrja að myndast. Yngstu ærnar eru taldar viðkvæmari fyrir þessu en þær eldri. Mjög hófleg þynging (≤50 g/dag) er þó ekki talin skaðleg, og ástæðulaust að draga mjög snöggt úr fóðrun á þessum tíma. Fóðrun að hausti og fram á miðjan vetur Eitt af því sem taka þarf með í reikninginn er að við haustrúning aukast bæði orkuþarfir og átgeta fjárins, gjarnan um 10-30% fyrst eftir rúninginn en 3-6 vikum eftir rúning kemst jafnvægi á aftur, áhrif rúningsins dvína smám saman. Niðurstöður tilrauna segja að átgetan aukist meira en sem nemur auknum orkuþörfum, þannig að haustrúningurinn sem slíkur kallar fram ákveðinn bata hjá ánum hafi þær nokkurn veginn ótakmarkaðan aðgang að góðu heyi. Þetta gerir það að verkum að haustfóðrun fyrst eftir rúninginn rennur að

einhverju leyti saman við „fengieldið“. Jafnframt þýðir þetta að ærnar eru farnar að draga nokkuð úr áti einmitt þegar það er æskilegt, á fyrsta hálfa mánuði meðgöngunnar. Með tilliti til þessa getur góð tímasetning á haustrúningi og upphafi innifóðrunar verið u.þ.b. 3 (2-4) vikum fyrir áætlaða tilhleypingu. Af hvaða gæðum heyin sem gefin eru á þessum tíma þurfa að vera fer að miklu leyti eftir ástandi ánna að hausti, en mikið atriði er að ærnar séu í stöðugri framför og þá sérstaklega rétt fyrir og um fang. Að lágmarki þarf að vera með gott hey, sbr. flokkunina hér fremst í þessum pistli. En töflu 3 má hafa til glöggvunar. Að lokum Í þessum pistli er sjónum beint að því tímaskeiði þar sem mest áhrif er hægt að hafa á frjósemi með fóðrun. Fyrir lambgimbrarnar er litið yfir aðeins lengri tíma en fyrir ærnar þar sem uppeldið allt hefur áhrif á frjósemina síðar á lífsleiðinni. Margt er enn ósagt um þessi efni en hér verður látið staðar numið að sinni.

Heimildaskrá: Dairy Sheep Nutrition. Ritstj. G. Pulina. CABI publishing, 2004. Sheep Nutrition. Ritstj. M. Freer & H. Dove. CABI publishing, 2002.

3. tafla. Ráðlögð fóðrun áa að hausti og fram á miðjan vetur.

FREYJA 4-2 34



Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.