Namsvisir haust2015 ok

Page 1

SÍMENNTUNARMIÐSTÖÐIN Á VESTURLANDI

NámS VISIR HAUSTÖNN 2015 Skoðaðu úrvalið > www.simenntun.is

Ef merkið er á hvítum fleti er

Verkalýðsfélag Akraness


NámSVISIR

SÍMENNTUNARMIÐSTÖÐIN Á VESTURLANDI

Menntun skapar tækifæri - kynntu þér möguleikana

Landsmennt er fræðslusjóður Samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni Verkalýðsfélögin sjá um afgreiðslu einstakllingsstyrkja í umboði sjóðsins Sjóðurinn styrkir starfsmenntun í fyrirtækjum

| Sími 599 Ofanleiti 2, 5. 50b hæð |(A-hús) • 103 Reykjavík • sími: 599 |1450 fax:1401 599 1401 Skipholti 105 Reykjavík 1450 Fax•599 www.landsmennt.is |• landsmennt@landsmennt.is www.landsmennt.is landsmennt@landsmennt.is

Sjómennt | Skipholti 50b | 105 Reykjavík | Sími 599 1450

2


NámSVISIR

HAUSTÖNN 2015

SÍMENNTUNARMIÐSTÖÐIN Á VESTURLANDI

HAUSTÖNN 2015 Ágæti lesandi! Hér gefur að líta splunkunýjan námsvísi Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi fyrir haustönn 2015. Að venju er framboð á námskeiðum – bæði stórum og smáum – fjölbreytt og ferskt og ættu námsfúsir að finna hér eitthvað við sitt hæfi. Settu þig í samband við starsfólk Símenntunar – við tökum vel á móti þér!

VeSTURLaND

Kennsla á vegum Símenntunar fer fram á þessum stöðum á Vesturlandi: REYKHÓLAR BÚÐARDALUR STYKKISHÓLMUR GRUNDARFJÖRÐUR SNÆFELLSBÆR BORGARNES AKRANES

NÁMSVÍSIR haustannar 2015 ÚTGEFANDI: Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi ÁBYRGÐARMAÐUR: Hekla Gunnarsdóttir UMBROT: Óli Arnar PRENTUN: Prentmet

3


NámSVISIR

SÍMENNTUNARMIÐSTÖÐIN Á VESTURLANDI

STaRFSFóLk SÍMENNTUNARMIÐSTÖÐVARINNAR Á VESTURLANDI Inga Dóra Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ingadora@simenntun.is & 863 0862

Guðrún Vala Elísdóttir náms- og starfsráðgjafi vala@simenntun.is & 863 9124

Helga Björk Bjarnadóttir verkefnastjóri helga@simenntun.is & 437 2394

Hörður Baldvinsson verkefnastjóri hordur@simenntun.is & 841 7710

Hekla Gunnarsdóttir verkefnastjóri Akranesi hekla@simenntun.is & 437 2396

Svava Björg Svavarsdóttir skrifstofustjóri svava@simenntun.is & 437 2390

4


NámSVISIR

HAUSTÖNN 2015

Í BOÐI SÍMENNTUNARMIÐSTÖÐVARINNAR Á HAUSTÖNN 2015

Hvernig líður þér? Lífsorðin 14 og geðrækt

Í fyrirlestrinum fer Héðinn yfir það sem hann lærði á mögnuðu ferðalagi sínu út á jaðarinn. „Ég hef lært að mataræði, svefn, hugleiðsla og hreyfing skipta miklu máli fyrir mig. Ef ég næ að vinna með það á réttan hátt er auðvelt fyrir mig að stjórna minni lífsorku og þá þarf ég ekki utanaðkomandi aðstoð. Ég þekki orðið hugsanaferlin og bý nú við það frelsi að geta valið við hverju ég bregst og hverju ekki. Þetta snýst líka um innri fullvissu og að vera ekki háður ytri viðurkenningu.“ Fjölbrautaskóli Snæfellinga Fim. 24. sep. kl. 20:00 til 21:30. Húsnæði Símenntunar á Akranesi Fim. 1. okt. kl. 20:00 til 21:30. Leiðbeinandi: Héðinn Unnsteinsson rithöfundur. Bók Héðins, Vertu úlfur – wargus esto, hefur hlotið lofsamlegar móttökur gagnrýnenda og lesenda.

Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.

Yfirmaður eða leiðtogi? Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur verði meðvitaðir um mismunandi stjórnunarstíla og hverju leiðtogahugsun í starfi getur skilað.

Meðal þess sem farið verður yfir: • Hver er grunnreglan í stjórnun á fólki? • Hvernig tengjast samvinna og árangur mismunandi stjórnunarstílum? • Hvaða sýn hafði Sókrates á stjórnun og kennslu? • Hvað felst í orðinu „samvinna“? • Hvernig færðu fólk til að vinna með þér? • Skiptir máli hvernig hlutirnir eru sagðir? • Hvernig færðu neikvæða starfsmenn á þitt band? • Hvernig stjórnun skilar mestum og bestum árangri í formi aukinna afkasta og skilvirkni? • Hvaða þekking skiptir stjórnendur mestu máli?

Helsti ávinningur af námskeiðinu: • • • • •

Öflugri stjórnendur. Innsýn í eigin stjórnunarstíl. Þekkja helstu leiðtogakenningarnar. Skilningur á muninum á stjórnanda og leiðtoga. Er hægt að vera öflugur leiðtogi og líta jafnframt á sig sem þjón fólksins sem verið er að stjórna? • Læra helstu aðferðir leiðtoga í stjórnun. • Ný sýn á stjórnun. Fjölbrautaskóli Snæfellinga Fim. 8. okt. kl. 13:00 til 16:00. Leiðbeinandi: : Ásgeir Jónsson markþjálfi, MBA með áherslu á mannauðsstjórnun. Verð: 21.000 kr.

Skráðu þig núna! Skráning og nánari upplýsingar á www.simenntun.is og í síma 437 2390 5


NámSVISIR

SÍMENNTUNARMIÐSTÖÐIN Á VESTURLANDI

Gæsaflautun! Farið verður í grunnatriði sem snúa að því að blása í gæsaflautur af ýmsum mismunandi gerðum. Einnig verður farið yfir flautur þeirra sem sitja námskeiðið til að athuga hvort þær séu í lagi. Nemendur taki með sér flautur. Mælt er með Zink grágæsa og Zink heiðagæsaflautum til notkunar og æfinga á námskeiðinu. Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi Mið. 16. sep. kl. 19:30 til 22:30. Leiðbeinandi: Kjartan Lorange. Verð: 3.900 kr

Konungasögur - ritaðar í Borgarfirði Heimskringla Snorra Sturlusonar, saga norrænna konunga og þjóða, til umfjöllunar á sex sagnakvöldum

Fornsagnanámskeið í samvinnu Snorrastofu í Reykholti, Landnámsseturs í Borgarnesi og Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi. Fjallað verður um sköpunarsögu Heimskringlu, hvernig verk þetta varð til undir handarjaðri skáldbóndans í Reykholti.Þá verður fjallað um einstaka sögur, ekki síst þær sem þykja vera vitnis-burður um íslenska menn og málefni. Þeirra á meðal eru Haraldar saga hárfagra, Ólafs saga Tryggvasonar og sú viðamesta - Ólafs saga helga. Ráðgert er að nokkrir fræðimenn komi að námskeiðinu eftir því sem aðstæður leyfa. Óskar Guðmundsson rithöfundur hefur yfirumsjón með námskeiðinu, sem verður sex kvöld til skiptis í Landnámssetri og Snorrastofu frá byrjun október 2015 og fram í apríl 2016. Námskeiðin eru á mánudögum kl. 20:00 til 22:00. 5. okt. - Landnámssetur 2. nóv. - Snorrastofa 11. jan. - Landnámssetur 8. feb. - Snorrastofa 7. mar. - Landnámssetur 4. apr. - Snorrastofu Skráning fer fram hjá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi. Ekki er nauðsynlegt að skrá sig á öll kvöldin og hægt er að skrá sig á stök kvöld með litlum fyrirvara allan veturinn. Verð: Allt námskeiðið kostar kr. 19.900 og stakt kvöld kostar kr. 3.400.

Leiktu aðalhlutverk í eigin lífi – lausn frá meðvirkni

Þetta námskeið er fyrir þá sem vilja kynna sér eðli og orsakir meðvirkni og hvernig má vinna gegn meðvirkninni og stuðla að betri sjálfsmynd og heilbrigðari samskiptum/samböndum. Eitt aðaleinkenni meðvirkni er tilhneiging til að einbeita sér óhóflega að öðru fólki, líðan þess, viðbrögðum og hegðun. Þetta getur skapað óheilbrigð mynstur tilfinninga og hegðunar og komið fram sem stjórnsemi eða undirgefni. Á námskeiðinu er unnið með fræðslu, hópavinnu, verkefnavinnu og heimaverkefni. Húsnæði Símenntunar á Akranesi Þri. 29. sep. til 20. okt. kl. 19:00 til 21:00. Leiðbeinandi: Guðrún Björg Ágústsdóttir fjölskylduráðgjafi. Verð: 17.000 kr.

6


NámSVISIR

HAUSTÖNN 2015

Áfram veginn

– framhaldsnámskeið um orsakir og afleiðingar meðvirkni Námskeiðið fyrir þá sem hafa unnið með sjálfa sig og kynnt sér meðvirkni og vilja vinna áfram með orsakir og afleiðingar í eigin lífi. Tilvalið fyrir þá sem vilja skoða betur þau mynstur og einkenni sem eru þekkt hjá einstaklingum sem finna fyrir meðvirkni. Námskeiðið verður tvö skipti með fyrirlestrum og verkefnavinnu. Að námskeiði loknu mun leiðbeinandi bjóða upp á hópavinnu ef áhugi er fyrir hendi. Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi Mán. 28. sep. og 5. okt. kl. 19:00 til 21:00. Leiðbeinandi: Guðrún Björg Ágústsdóttir fjölskylduráðgjafi. Verð: 8.500 kr.

Búðu til eigið APP Farið í grunnhugtök í gerð appa fyrir Android og MIT App Inventor tólið frá MIT kynnt fyrir þátttakendum. Ferlið fyrir app er útskýrt og framkvæmt þannig að þátttakendur fá sitt eigið app fyrir símann eða spjaldtölvuna. Kennt er á PC tölvur. Á námskeiðinu er notað http://ai2. appinventor.mit.edu/ Æskilegt er að þátttakendur komi með Android snjallsíma eða spjaldtölvu ásamt USB snúru til að tengja við tölvu. Engrar forritunarkunnáttu er krafist. Námsgögn: Rafrænt efni frá kennara. Húsnæði Símenntunar á Akranesi Lau. og sun. 26. og 27. sep. kl. 10:00 til 16:00. Leiðbeinandi: Berglind Fanndal Káradóttir kennari í Margmiðlunarskóla Tækniskólans. Verð: 28.000 kr.

Þrívíddarprentun í Hugheimum - námskeið

Kennd verður undirstaðan í að nýta þau tæki sem er að finna í Hugheimum, þ.e. prentari og skanni þar sem unnið er með þrívíða hluti. Námskeiðið gengur út á að nemandi kynnist tækjunum og þeim möguleikum sem í þeim eru falin er snýr að nýsköpun og hönnun og verður aðaláherslan á prentarann. Markmiðið með námskeiðinu er að fólk geti nýtt sér tæki og aðstöðu í Hugheimum. Námskeiðið er styrkt af Uppbyggingarsjóð Vesturlands. Húsnæði Hugheima í Borgarnesi Mán. og mið. 19. til 28. okt. kl. 19:00 til 22:00 Leiðbeinandi: Sigursteinn Sigurðsson arkitekt. Verð: 3.000 kr.

7


NámSVISIR

SÍMENNTUNARMIÐSTÖÐIN Á VESTURLANDI

Stafslokanámskeið Auðnast- ráðgjafarþjónusta, í samstarfi við Símenntunarmiðstöðina á Vesturlandi, heldur starfslokanámskeið fyrir fólk á besta aldri á Vesturlandi sem stefnir að því að láta af störfum. Á námskeiðinu verður m.a farið yfir líkamlega og andlegu heilsu, að hverju þarf að huga og hvert á að leita. Sérfræðingur frá Tryggingastofnun fer yfir réttindi og hvað þarf að gera og hvenær. Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi Haldið í október þegar næg þátttaka næst kl. 09:00 til 15:00. Léttar veitingar í boði. Leiðbeinendur: Hrefna Hugósdóttir hjúkrunar- og fjölskyldumeðferðarfræðingur, Ragnhildur Bjarkardóttir BSc í sálfræði og fjölskyldumeðferðarfræðingur og gestafyrirlesari Ásta Júlía Arnardóttir sérfræðingur frá Tryggingastofnun. Verð: 16.900 kr. (10% afsláttur ef hjón koma bæði)

Unglingadeildarstærðfræði fyrir foreldra Á námskeiðinu verður farið lauslega í námsefni fyrir unglinga í stærðfræði og hvernig hægt er að aðstoða við heimalærdóminn. Nytsamlegt námskeið fyrir foreldra sem vilja aðstoða unglingana sína við námið. Húsnæði Símenntunar á Akranesi Fim. og mán. 10. og 14. sep. kl. 19:30 til 21:30. Leiðbeinandi: Sigurjón Jónsson kennari. Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi Mán. og mið. 14. og 16. sep. kl. 19:30 til 21:30. Leiðbeinandi: Bjarni Þór Traustason kennari. Verð: 7.500 kr.

Umhverfisstarf á heimilum Farið verður yfir 10 lítil, auðveld og einföld verk sem hægt er að vinna í venjulegu heimilishaldi til að draga úr neikvæðum áhrifum heimilisins á umhverfið og búa í haginn fyrir komandi kynslóðir. Lögð er áhersla á alþýðlega framsetningu og að þátttakendur fái svör við þeim spurningum sem á þeim brenna. Fjölbrautaskóli Snæfellinga Mið. 21. okt. kl. 19:30 til 21:30. Leiðbeinandi: Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur. Verð: 6.900 kr.

Varasöm efni í matvörum Farið verður yfir nokkur efni sem geta leynst í matvörum og haft skaðleg áhrif á heilsu og umhverfi. Rætt verður um uppsprettur efnanna, hvernig þau geta borist í matvæli og hvað neytendur geti gert til að forðast þau, sjálfum sér og umhverfinu til hagsbóta. Grunnskólinn í Stykkishólmi Mið. 30. sep. kl. 19:30 til 21:30. Leiðbeinandi: Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur. Verð: 6.900 kr.

Skráning og nánari upplýsingar á www.simenntun.is og í síma 437 2390 8


NámSVISIR

HAUSTÖNN 2015

Franska fyrir byrjendur Markmiðið er að byggja upp grunnorðaforða og þjálfa framburð. Lögð er áhersla á að þátttakendur geti sagt og skilið algengar setningar. Námskeiðið er fyrir byrjendur, eða þá sem litla undirstöðu hafa í frönsku. Megináhersla er lögð á talmál og hlustun. Námskeiðið er alls 15 kest. og fimm skipti. Grunnskólinn í Stykkishólmi Þri. 15. sep. til 13. okt. kl. 19:00 til 21:10. Leiðbeinandi: Anne Herzog kennari. Verð: 16.500 kr.

Spænskunámskeið Stutt námskeið sem er ætlað byrjendum eða þeim sem hafa lítinn grunn. Megináhersla er lögð á talmál og hlustun. Einu sinni í viku í fjögur skipti eða alls 12 kennslustundir. Fjölbrautaskóli Snæfellinga í Grundarfirði Lau. 3. til 24. okt. kl. 10:00 til 12:00 Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi Þri. 6. til 27. okt. kl. 18:00 til 20:00 Húsnæði Símenntunar á Akranesi Mið. 30. sep. til 21. okt. kl. 18:00 til 20:00 Leiðbeinandi: David Hidalgo Rodriguez framhaldsskólakennari. Verð: 15.000 kr.

Enskunámskeið Námskeiðið er ætlað fyrir byrjendur eða þá sem hafa lítinn grunn. Lögð er áhersla á daglegt mál, hlustun, tjáningu og skilning. Markmiðið er að nemendur verði færir um að tjá sig á ensku, skilja talað mál og geta haldið uppi samræðum. Gert er ráð fyrir heimavinnu til upprifjunar í hverri viku. Námskeiðið er alls 10. skipti eða 30 kennslustundir. Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi Mið. 16. sep. til 18. nóv. kl. 19:00 til 21:10. Leiðbeinandi: Hulda Hrönn Sigurðardóttir kennari. Húsnæði Símenntunar á Akranesi Þri. 15. sep. til 17. nóv. kl. 19:00 til 21:10. Leiðbeinandi: Sigurjón Jónsson kennari. Verð: 29.900 kr.

Íslenska fyrir útlendinga Icelandic for foreigners

Áhersla lögð á daglegt mál, hlustun, tjáningu, skilning, lestur, og ritun. Markmiðið er að þátttakendur verði færir um að tjá sig á íslensku og auðvelda þeim þannig að aðlagast íslensku samfélagi. Upplýsingar veitir Guðrún Vala Elísdóttir, vala@simenntun.is Information gives Guðrún Vala Elísdóttir, vala@simenntun.is Húsnæði Símenntunar á Akranesi Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi Snæfellsnes

9


NámSVISIR

SÍMENNTUNARMIÐSTÖÐIN Á VESTURLANDI

Ferðamennska Námskeiðið er grunnnámskeið í ferðamennsku og er ætlað almenningi sem hyggja á ferðir um óbyggðir. Um sjö klst. námskeið er að ræða, sem hefur það að markmiði að gera þátttakendur hæfari í að stunda ferðamennsku og útivist af öryggi við ólíkar aðstæður, bæði að sumri og vetri til. Á námskeiðinu er farið yfir ferðaundirbúning, ferðahegðun, mataræði, ofkælingarhættu, klæðnað og ferða- og útivistarbúnað. Átthagastofa Snæfellsbæjar í Ólafsvík Lau. 10. okt. kl. 10:00 til 17:00. Leiðbeinandi: Þór Þorsteinsson, björgunarsveitarmaður og leiðbeinandi hjá Björgunarskóla Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í ferðamennsku og rötun. Verð: 16.900 kr.

GPS, kortalestur og rötun Á námskeiðinu er farið yfir öll helstu grunnatriði rötunar. Þátttakendur læra á áttavita, æfa sig í að lesa og vinna á kort, bæði með stefnur, vegalengdir og staðsetningar. Farið er yfir allar helstu stillingar og notkunarmöguleika GPS staðsetningartækja, gögn unnin af kortum skráð í tækin og gögn á tölvutæku formi flutt í og úr tæki. Einnig verður kennt hvernig hægt er að vinna með GPS gögnin í tölvunni. Námskeiðið er tvö kvöld innandyra og ein útiæfing og hentar bæði fyrir byrjendur og þá sem vilja upprifjun í notkun á GPS staðsetningartækjum. Þátttakendur þurfa að hafa með sér eigin GPS tæki, áttavita og skriffæri. Leiðbeinandi getur verið þátttakendum innan handar með val á áttavita. Húsnæði Símenntunar á Akranesi Þri. og fim. 20. og 22. okt. kl. 19:00 til 22:30 og lau. 24.okt. kl. 11:00 til 14:00. Leiðbeinandi: Þór Þorsteinsson, björgunarsveitarmaður og leiðbeinandi hjá Björgunarskóla Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í ferðamennsku og rötun. Verð: 19.900 kr.

Viðbótarmeðferðir í hjúkrun Viðbótarmeðferðir í hjúkrun eru notaðar með það að markmiði að draga úr einkennum eins og verkjum, ógleði og kvíða og stuðla þannig að bættum lífsgæðum sjúklinga. Með viðbótarmeðferð er átt við meðferð eins og nudd, slökun, tónlistarmeðferð og ilmolíur. Á námskeiðinu verða kynntar nokkrar viðbótarmeðferðir og hvernig má nota þær í hjúkrun. Fyrirlestrar verða um helstu flokka meðferða, notkun þeirra og rannsóknir. Farið verður í hugtök, skilgreiningar, kenningar og hugmyndafræði nokkurra meðferða. Verklegar æfingar verða í nuddi og slökun þar sem lögð er áhersla á hvernig má á einfaldan hátt nýta það til að bæta líðan sjúklinga. Markmið námskeiðsins: Að þátttakendur þekki helstu viðbótarmeðferðir sem notaðar eru í hjúkrun og geti beitt einföldum aðferðum í nuddi og slökun. Húsnæði Símenntunar á Akranesi Mið. og fim. 12. og 15. okt. kl. 17:00 til 21:00. Leiðbeinendur: Þóra Jenný Gunnarsdóttir, PhD dósent í hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Lilja Jónasdóttir hjúkrunarfræðingur. Verð: 18.900 kr.

10


NámSVISIR

HAUSTÖNN 2015

Sár og sárameðferð Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu á sárum og sárameðferð. Farið verður í uppbyggingu og hlutverk húðar, lífeðlisfræði sára, sárgræðsluferlið og þætti sem hafa áhrif á það. Fjallað verður um helstu áhættuþætti á sjúkrahúsum og sýkingar, mismunandi gerðir sára, sárameðferð og val á umbúðum. Verkleg þjálfun í umhirðu sára og umbúðalögnum. Námskeiðið er alls 16. kest. Húsnæði Símenntunar á Akranesi Mán. 14. þri. 15. og mið. 16. sept. kl. 17:00 til 21:00. Leiðbeinandi: Linda Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur. Linda hefur starfað í rúma tvo áratugi á lýtalækningadeild og á slysa- og bráðasviði Landspítalans. Verð: 25.900 kr.

Námskeið um heilabilun Farið er yfir vitræna getu og hvernig hún breytist með aldrinum. Gerð er grein fyrir ríkjandi hugmyndum um heilabilun, hvernig sú þekking hefur þróast og helstu gagnrýni sem hefur komið fram á þá þekkingu. Áherslan er á persónumiðaða þjónustu fremur en sjúkdómsmiðaða. Kenningar og aðferðir kenndar við Tom Kitwood verða kynntar og sagt frá þróun þeirra í nútímanum. Áherslan er mest á aðferðir sem nýtast vel í starfi og daglegu lífi með fólki sem er með vitræna skerðingu af ýmsu tagi. Aðferðir persónumiðaðrar umönnunar verða kynntar með dæmum og æfingum ef tími vinnst til. Námskeiðið hentar öllum sem hafa áhuga og/eða starfa með öldruðum. Grunnskólinn í Stykkishólmi Fim. 1. okt. kl. 16:00 til 19:00. Leiðbeinandi: Sigrún Huld Þorgrímsdóttir, sérfræðingur í geðhjúkrun aldraðra. Verð: 12.000 kr.

Hattagerð

– búðu til þinn eiginn tækifærishatt Undirstöðuatriði kennd til hattagerðar og höfuðskrauts. Tækifærishattur búinn til á einum eftirmiðdegi, til dæmis fyrir brúðkaup, enskt teboð, grímuball eða þess háttar. Húsnæði Símenntunar á Akranesi Lau. 10. okt. kl. 12:00 til 16:00. Leiðbeinandi: Dagmar Atladóttir kennari. Verð: 10.900 kr.

Að smíða hring Á þessu námskeiði verður smíðaður víravirkishringur. Nauðsynlegt er að vera búin að fara á víravirkisnámskeið og hafa þokkalega kunnáttu í kveikingum. Æskilegt er að taka með sér glósubók og penna á námskeiðið. Innifalið í námskeiðsgjaldi er efni í einn hring. Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi Lau. og sun. 17. og 18. okt. kl. 10:00 til 16:00. Leiðbeinandi: Júlía Þrastardóttir gullsmíðameistari. Verð: 30.000 kr.

11


NámSVISIR

SÍMENNTUNARMIÐSTÖÐIN Á VESTURLANDI

Haustkrans Á námskeiðinu verður kennt að útbúa fallegan krans úr því sem fellur til úr náttúrunni. Þátttakendur koma með lyng, greinar, ber og skraut eða það sem þeir vilja nota, en einnig verður hægt að kaupa efni á staðnum. Innifalið í námskeiðsgjaldi er hálmhringur, kransaplast og vír. Blómalindin í Dalabyggð Fimmtudaginn 24. sept. kl. 19:30 til 21:30. Leiðbeinandi: Boga Kristín Thorlacius blómaskreytir. Verð: 6.000 kr.

Opin keramikvinnustofa Langar þig á námskeið þar sem þú kemst með fingurna í leir? Frá september til október gefst þér tækifæri til að vinna eitthvað af því sem þig hefur langað til að prófa í leir, undir leiðsögn. Námskeiðið er bæði ætlað byrjendum sem og þeim sem eitthvað hafa unnið með leir. Í vinnustofunni er bæði hægt að komast í rennibekk og vinna ýmsa aðra tækni með leirinn. Innifalið er 5 kg. af leir, brennsla og glerungur. Hægt er að kaupa meiri leir á staðnum. Hámark 6 þátttakendur. Samsteypan, Mánabraut 20, Akranesi Mán. og mið. 21. sep. til 7. okt. Kennt er í 6 skipti kl. 19:00 til 21:00. Leiðbeinandi: María Kristín Óskarsdóttir, grunnskólakennari og keramiker. Verð: 27.900 kr.

Modelteikning (workshop) Farið verður í tæknina við að teikna andlitsmyndir. Fyrri daginn æfa nemendur sig við að teikna andlit hvers annars og seinni daginn verður unnið með lifandi módel. Námskeiðið er fyrir alla, byrjendur sem lengra komna. Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi Lau. og sun. 14. og 15. nóv., kl. 11:00 til 14:00. Leiðbeinandi: Michelle Bird listakona (www.michellebird.com). Verð: 15.900 kr.

Námskeið í almennri málmsuðu Á námskeiðinu er farið í grunnatriði málmsuðu þar sem tekin er fyrir pinnasuða auk MIG/MAG hlífðargassuðu. Farið er yfir mismunandi tegundir rafsuðupinna og hvaða pinnar eru notaðir í mismunandi suðustellingum. Einnig er farið yfir hlutverk hlífðargassins, öryggismál ásamt praktískum atriðum sem mikilvægt er að tileinka sér við málmsuðu. Námskeið fyrir alla sem hafa áhuga á að læra að sjóða. Einnig er hægt að velja um að læra einstaka suðugerð. Húsnæði Suða ehf Grundarfirði Námskeiðið hefst í október ef næg þátttaka næst, 10 skipti samtals 20 klukkustundir. Leiðbeinandi: Finnur Hinriksson járniðnaðarmeistari og rafsuðukennari. Verð: 29.900 kr

12


NámSVISIR

HAUSTÖNN 2015

Hringur úr horni

Þátttakendum verður kennd tækni til að búa til skart úr lambahorni Á námskeiðinu verður búinn til hringur (hringur á fingur) úr lambahornum og mun hver og einn hanna hring eftir eigin höfði. Til að flýta fyrir ferlinu þá verður búið að saga niður og þurrka hringi. Efni innifalið í verði. Notaðar eru vélar og sandpappír til að pússa hornin til. Auðarskóli í Búðardal Þri. 6. okt. kl. 17:30 til 20:30. Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi Fim. 8. okt. kl. 17:30 til 20:30. Leiðbeinandi: Þorbjörg Óskarsdóttir listakona. Verð: 11.500 kr.

Hnyklasaumur Á námskeiðinu verður kennt að gera jólalegan, fallega vafinn og bróderaðan hnykil. Þátttakendur þurfa að hafa með sér 150-200 gr. af afgangs garni, langar stoppunálar í fínni kantinum, fingurbjörg og títuprjóna með kúluhaus. Léttar veitingar innifaldar. Allir fara heim með einn hnykil. Átthagastofa Snæfellsbæjar í Ólafsvík Lau. 31. okt. kl. 11:00 til 15:00. Grunnskólinn í Stykkishólmi Sun. 1. nóv. kl. 11:00 til 15:00. Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi Fim. 19. nóv. kl. 18:00 til 22:00. Leiðbeinandi: Auður Bergsteins, kennari og listakona. Verð: 12.900 kr.

Jólasmiðja

Námskeið í ýmiss konar jólaföndri úr endurunnu efni Á námskeiðinu verður hægt að gera jólakort, kransa, engla, borðskreytingar og fl. Ýmis efni innifalin, en þátttakendur geta komið með allskonar endurunnið efni að heiman, t.d pappír, efni, málningu, gömul jólakort o.fl. Átthagastofa Snæfellsbæjar í Ólafsvík Mið. 25. nóv. kl. 19:00 til 22:00. Leiðbeinandi: Dagmar Atladóttir kennari. Verð: 6.900 kr.

Pylsugerðarnámskeið Þetta námskeið er tilvalið fyrir þá sem vilja læra gera pylsur heima hjá sér. Kenndar verða ýmsar aðferðir í pylsugerð. Grunnskólinn í Borgarnesi Lau. 24. okt. kl. 10:00 til 13:30. Leiðbeinandi: Jóhannes Geir Númason kjötiðnaðarmeistari. Verð: 12.000 kr.

Grundarfjarðarbær 13


NámSVISIR

SÍMENNTUNARMIÐSTÖÐIN Á VESTURLANDI

Útieldun Námskeið sem hentar öllum, kennurum, skátum, fólki í ferðaþjónustu ásamt áhugafólki um útieldun. Farið verður í hvernig á að kveikja og vinna með opinn eld, ásamt ýmsum aðferðum við að elda úti t.d. með hollendingum (tegund af potti), murrikka pönnum og í álpappír. Eldaðir verða 5 til 7 réttir og allir fara saddir heim. Stykkishólmi Lau. 19. sep. kl. 14:00 til 17:00. Leiðbeinandi: Guðmundur Finnbogason sem hefur um árabil kennt kennurum og leikmönnum að elda úti. Verð: 9.900 kr.

Bökum okkar brauð

Fátt er betra en angan af heimabökuðu brauði Á námskeiðinu verður farið i að baka úr lífrænum (geri) og ólífrænum (lyftidufti, matarsóda) lyftiefnum. -Ódýrt brauð með lyftidufti þar sem bökuð eru 5 í einu. -Ofnskúffubrauð til að frysta. -Snittubrauð með ólífum og sólþurrkuðum tómötum. -Hrökkbrauð (heilsubrauð). Einnig verður kennt að gera hummus og útbúa marmelaði á 5 mínútum. Grunnskólinn í Stykkishólmi Lau. 10. okt. kl. 11:00 til 16:00. Leiðbeinandi: Eydís Rósa Eiðsdóttir matreiðslukennari. Verð: 10.900 kr.

Bollakökunámskeið sætra synda Á námskeiðinu verður farið yfir uppskriftir og leiðbeiningar í smjörkremsgerð, ásamt litun á kremi, notkun á pokum og stútum ásamt spraututækni og sykurmassaskreytingum og hvernig á að útbúa einfalt skraut. Ef tími gefst verður farið yfir hvernig á að gera fígúrur, flóknari blóm og skírnarskó. Hver og einn gerir nokkrar fallegar bollakökuskreytingar. Allt hráefni innifalið og nemendur taka með sér nokkrar kökur heim. Auðarskóli í Búðardal Lau. 31. okt. kl. 13:00 til 16:00. Leiðbeinandi: Eva María Hallgrímsdóttir eigandi Sætra synda. Verð: 14.900 kr.

14


NámSVISIR

HAUSTÖNN 2015

Markþjálfun

Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi býður nú í fyrsta skipti upp á markþjálfun fyrir einstaklinga og fyrirtæki Markþjálfun er aðferðafræði sem miðar að því að laða fram það besta í hverjum einstaklingi sem hana sækir. Áherslan er á að einstaklingurinn sjálfur taki skref sem gera markmið, óskir og framtíðarsýn að veruleika. Notað er ferli spurninga og persónulegra uppgötvana til að efla vitund og ábyrgð þess sem sækir markþjálfun. Markþjálfi veitir honum jafnframt aðferðir, stuðning og endurgjöf. Markþjálfun er gott verkfæri til að efla starfsmenn og auka starfsánægju í fyrirtækjum og stofnunum. Algjör trúnaður og traust. Nánari upplýsingar veitir Helga Björk Bjarnadóttir markþjálfi og verkefnastjóri. Netfang: helga@simenntun.is

Landnemaskóli II

School for settlers II Szkola dla Osiedlenców II Námið er 120 kennslustundir og er ætlað fullorðnu fólki af erlendum uppruna sem búið hefur hér á landi í 2-3 ár. Tilgangur skólans er að bjóða hagnýtt nám og auðvelda innflytjendum aðlögun að íslensku samfélagi og vinnumarkaði. Námið má meta til allt að 10 eininga á framhaldsskólastigi. Æskilegt, en ekki nauðsynlegt að þátttakendur hafi lokið Landnemaskóla I. Skólinn hefst í lok september. Merki lit Ljósra ir: uð Dökkra ur: 239 - 65 uður: 125 - - 35 56 - 30

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Vala Elísdóttir vala@simenntun.is eða í síma 437-2390. Húsnæði Símenntunar á Akranesi Átthagastofa Snæfellsbæjar í Ólafsvík Verð: 23.000 kr.

Menntastoðir – dreifnám

Menntastoðir er grunnnám á framhaldsskólastigi Kennd eru eftirtalin fög; stærðfræði, íslenska, enska, danska, námstækni, bókfærsla og tölvu- og upplýsingatækni. Kennsluhættir Menntastoða miðast við þarfir fullorðinna nemenda og leitast er við að veita nemendum góða þjónustu. Menntamálaráðuneytið hefur samþykkt að framhaldsskólar geti metið námið til eininga. Námið er metið sem fullnægjandi undirbúningur undir frumgreindadeildir Keilis, Bifrastar og Háskólans í Reykjavík. Námið er tvær annir og hefst með staðlotu í Borgarnesi um miðjan september. Merki litir: - 65 - 35 Ljósrauður: 239 - 56 - 30 Dökkrauður: 125

Nánari upplýsingar má nálgast inni á www.simenntun.is, en einnig gefur Helga Lind Hjartardóttir verkefnisstjóri Menntastoða nánari upplýsingar á netfangið helgalind@simenntun.is. Verð: 128.000 kr. Hægt er að sækja um styrki hjá stéttarfélögum fyrir skólagjöldum. Einnig geta atvinnuleitendur sótt um námsstyrk hjá Vinnumálastofnun vegna Menntastoða.

Fyrirtækjastyrkir – einstaklingsstyrkir – kannaðu málið hjá stéttarfélögum 15


NámSVISIR

SÍMENNTUNARMIÐSTÖÐIN Á VESTURLANDI

Raunfærnimat í skrifstofugreinum

Hefur þú unnið skrifstofustörf í þrjú ár eða lengur? • Ertu orðinn 23 ára? • Viltu bæta við formlega menntun þína á framhaldsskólastigi? • Viltu styrkja stöðu þína á vinnumarkaði? Þá er raunfærnimat í skrifstofugreinum kannski eitthvað fyrir þig. Tilgangur raunfærnimats er að gefa út staðfestingu sem einstaklingur getur notað til: • styttingar á námi • að sýna fram á reynslu og færni í starfi eða í atvinnuumsókn • að leggja mat á hvernig einstaklingur getur styrkt sig í námi eða starfi Matið er þátttakendum að kostnaðarlausu. Metið er á móti námskrá Skrifstofubrautar I í Menntaskólanum í Kópavogi. Skrifstofubrautin er hagnýtt nám á framhaldsskólastigi (33 einingar) sem miðar að því að veita nemendum almenna þekkingu í greinum sem nýtast við krefjandi störf á skrifstofu. Merki litir: Ljósrauður: 239 - 65 - 35 Dökkrauður : 125 - 56 30

Nánari upplýsingar gefur Guðrún Vala Elísdóttir náms- og starfsráðgjafi vala@simenntun.is

Sölu- markaðs- og rekstrarnám Þetta nám er ætlað fólki á vinnumarkaði sem er 20 ára eða eldra, hefur stutta formlega skólagöngu að baki, vinnur við sölustörf eða hefur hug á að stofna til eigin reksturs. Tilgangur námsins er að veita námsmönnum tækifæri til að auka hæfni sína og bæta við sig lykilfærni á sviði sölu,- markaðs-, og rekstrarmála. Námsaðferðir eru aðallega byggðar á hagnýtum viðfangsefnum tengdum almennum sölu- og markaðsstörfum. Námið er 273 klukkustundir og fer fram á haustönn 2015 og vorönn 2016. Meta má námið til allt að 30 framhaldsskólaeininga. Námsgreinar eru m.a.: • Námstækni • Hraðlestur • Markmiðasetning og tímastjórnun • Tölvu- og upplýsingatækni • Sölutækni, viðskiptatengsl og þjónusta • Verslunarreikningur • Almenn markaðsfræði • Samskipti og sjálfstraust • Framsögn og framkoma • Markaðsrannsóknir • Markaðssetning á samfélagsmiðlum • Lykiltölur, lausafé og áætlanagerð • Samningatækni • Verkefnastjórnun • Gerð kynningarefnis og viðskiptaáætlana Merki litir: - 65 - 35 Ljósrauður: 239 - 56 - 30 Dökkrauður: 125

Nánari upplýsingar veitir Helga Björk Bjarnadóttir verkefnastjóri á netfangið helga@simenntun.is eða í síma 437-2394. Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi Verð: 80.000 kr.

SNÆFELLSBÆR www.snaefellsbaer.is

16


NámSVISIR

HAUSTÖNN 2015

Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum Þetta er tækifæri fyrir þá sem til dæmis þurfa að klára bóklegu greinarnar til að ljúka iðnámi sínu. Þetta er líka tækifæri fyrir þá sem hafa gaman af því að læra og vilja bæta við sig þekkingu. Byrjaðir þú í framhaldsskóla en kláraðir ekki? Fórstu snemma út á vinnumarkaðinn? Hefur þú starfað lengi í ákveðinni iðngrein og vilt ná þér í starfsréttindi? Ef þú svarar játandi þá er „Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum“ fyrir þig. Lögð er áhersla á fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám. Helstu námsgreinar eru: Íslenska, danska, enska, stærðfræði, sjálfsstyrking og námstækni. Merki litir: - 65 - 35 Ljósrauður: 239 - 56 - 30 Dökkrauður: 125

Að loknu námskeiði: • hefur þú lært fyrstu áfangana í íslensku, ensku, dönsku og stærðfræði á framhaldsskólastigi. • hefur þú öðlast meira sjálfstraust í námi. • hefur þú þjálfað sjálfstæði í námi. • hefur þú þjálfað leikni þína í tölvunotkun og upplýsingaleit. • hefur þú styrkt stöðu þína á vinnumarkaði. Námið hefst í lok september. Nánari upplýsingar veitir Hekla Gunnarsdóttir á netfangið hekla@simenntun.is eða í síma 437-2390. Húsnæði Símenntunar á Akranesi Verð: 58.000 kr.

Tæknistoðir

Nýtt nám hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands Nýjung í átt að löggiltum starfsréttindum. Tæknistoðir eru einkum ætlaðar þeim sem hafa reynslu úr atvinnulífinu og eru að minnsta kostið 23 ára, eru á vinnumarkaði og hafa hug á að ná sér í löggild starfstengd réttindi í bíl-, málm- og byggingartæknigreinum. Með Tæknistoðum er verið að bjóða upp á námstækifæri í tæknigreinum fyrir nemendur sem búa fjarri hefbundnum verkmenntaskólum og eiga ekki gott með að taka sér frí frá vinnu til að afla sér lögboðinna starfsréttinda. Merki litir: - 65 - 35 Ljósrauður: 239 - 56 - 30 Dökkrauður: 125

Tæknistoður eru: • Frábær leið fyrir þá sem vilja byrja á tækninámi í sinni heimabyggð • Tilvalið nám með vinnu • Hæfilegur námshraði • Fjölbreyttar kennsluaðferðir • Góður stuðningur við nemendur Helstu markmið námsins eru: • Að auka menntun á Vesturlandi • Bæta aðgengi að tækninámi • Efla tækniþekkingu • Að höfða til breiðs hóps fólks sem vill efla sig á sviði mannvirkja og málmtæknigreina. Námið er í tvær annir og er skipt niður í lotur, en gert er ráð fyrir fjórum vinnulotum á hvorri önn. Námið hefst í lok september. Nánar upplýsingar gefur Hörður Baldvinsson verkefnisstjóri í síma 841 7710 og á netfangið hordur@simenntun.is Verð: 70.000 kr.

Skráning og nánari upplýsingar á www.simenntun.is og í síma 437 2390 17


NámSVISIR

SÍMENNTUNARMIÐSTÖÐIN Á VESTURLANDI

Vinnusmiðja um gerð styrkumsókna Í vinnusmiðjunni verður farið yfir undirstöðu-atriði í gerð umsókna um styrki í innlenda sjóði. Farði verður yfir undirbúing fyrir umsóknir og hvernig styrkumsóknir eru ritaðar. Að vinnusmiðjunni lokinni gefst þátttakendum kostur á að skrifa umsókn og skila til leiðbeinenda innan 14 daga. Leiðbeinandinn fer yfir umsóknina, rýnir hana og sendir til baka með upplýsingum um hvað var gott og hvað má bæta. Skráning er á vef Símenntunar www.simenntun.is og nánari upplýsingar gefur starfsfólk Símenntunar í síma 437-2390 Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi Mán. 14. sep. kl. 13:00 til 16:00 Húsnæði Símenntunar á Akranesi Mán. 28. sep. kl. 13:00 til 16:00 Átthagastofa Snæfellsbæjar í Ólafsvík Mið. 14. okt. kl. 13:00 til 16:00 Leiðbeinandi: Bjarnheiður Jóhannsdóttir, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands Verð: Vinnusmiðjan er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Fyrirtækjastyrkir – einstaklingsstyrkir – kannaðu málið hjá stéttarfélögum

18


NámSVISIR

HAUSTÖNN 2015

FYRIR FÓLK MEÐ FÖTLUN Eftirfarandi námskeið eru í samstarfi við Fjölmennt – símenntunar og þekkingarmiðstöð og ætluð fólki 20 ára og eldra. Helga Björk Bjarnadóttir þroskaþjálfi helga@simenntun.is hefur umsjón með verkefninu.

Textílmennt

Markmiðið er að þátttakendur njóti þess að skapa og upplifa efni, áferð og litaskil með mismunandi aðferðum textíls. Kynntar verða fjölbreyttar aðferðir svo sem prjón, hekl, vefnaður, útsaumur, textílmálun, textílþrykk, vélsaumur, þæfing og smyrnun. Grunnskólinn í Stykkishólmi Mið. kl. 16:15 til 18:00 (14 skipti) 16. sep. til 16. des. Leiðbeinandi: Kristbjörg Hermannsdóttir textílkennari. Verð: 25.000 kr. (hægt að skipta greiðslu).

Matreiðsla Kennt verður að útbúa hollan, gómsætan og fjölbreyttan mat. Þátttakendur hitta kennara fyrir upphaf námskeiðs og velja úr fjölbreyttum mataruppskriftum og fá leiðbeiningar með innkaup. Hráefni sjá þátttakendur um sjálfir. Kennt er inná heimilum þátttakenda á Akranesi og jafnvel Borgarnesi eftir samkomulagi í fjögur skipti 1,5 klst í senn. Leiðbeinandi: Katrín Leifsdóttir heimilisfræðikennari. Verð: 5.000 kr. (hægt að skipta greiðslu).

Egilssaga í máli, myndum og umhvefi Egilssaga verður lesin og söguslóðirnar skoðaðar. Námskeiðið er 10 skipti. Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi Mið. 30. sep. til 2. des. kl. 16:30 til 17:30 Leiðbeinandi: Kristín M. Valgarðsdóttir grunnskólakennari Verð: 7.500 kr. (hægt að skipta greiðslu).

Jóga Léttar og styrkjandi æfingar og teygjur, slökun á eftir. Námskeiðið er 12 skipti. Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi Mán. 28. sep. til 14. des. kl. 16:30 til 17:30 Leiðbeinandi: Margrét Ástrós Helgadóttir jógakennari. Verð: 9.000 kr. (hægt að skipta greiðslu).

19


NámSVISIR

SÍMENNTUNARMIÐSTÖÐIN Á VESTURLANDI

Fjölsmiðja

Fjölbreytt námskeið þar sem farið verður í myndlist, leiklist, textíl og tónlist. Námskeiðið er alls 14 skipti. Húsnæði Símenntunarmiðstöðvarinnar á Akranesi Mið. 16. sep. til 16. des kl. 15:30 til 17:30. Leiðbeinandi: Elínborg Halldórsdóttir listakona. Verð: 25.000 (hægt að skipta greiðslu).

Matreiðsla Kennt verður að útbúa hollan, gómsætan og fjölbreyttan mat. Þátttakendur hitta kennara fyrir upphaf námskeiðs og velja úr fjölbreyttum mataruppskriftum og fá leiðbeiningar með innkaup. Hráefni sjá þátttakendur um sjálfir. Kennt er inná heimilum þátttakenda á Snæfellsnesi eftir samkomulagi í fjögur skipti 1,5 klst í senn. Leiðbeinandi: Helga Sveinsdóttir grunnskólakennari. Verð: 5.000 kr.

Hreyfing, smiðjur, gistum saman Ein helgi (lau-sun) í nóvember þar sem í boði verður hreyfing og smiðjur með allskonar skemmtilegheitum, borðað saman, kvöldvaka um kvöldið og gist á góðum stað. Áhugasamir hafi samband í síma 437-2394 eða á netfang: helga@simenntun.is Stykkishólmur Fyrirkomulag og verð nánar auglýst síðar.

Skráðu þig núna! Skráning og nánari upplýsingar á www.simenntun.is og í síma 437 2390

Stykkishólmur Bærinn við eyjarnar

20


NámSVISIR

HAUSTÖNN 2015

Náms- og starfsráðgjöf Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands Símenntunarmiðstöðin veitir ókeypis náms- og starfsráðgjöf. Guðrún Vala Elísdóttir er náms- og starfsráðgjafi Símenntunarmiðstöðvarinnar. Boðið er upp á einstaklingsviðtöl, áhugasviðsgreiningar, lesblindugreiningar, hópráðgjöf, aðstoð við gerð ferilskráa o.þ.h. Þjónustan er ætluð fullorðnu fólki á vinnumarkaði. Hægt er að panta viðtöl í síma 437-2390 eða senda tölvupóst á vala@simenntun.is

SKELLTU Í LIKE Á

Símenntunarmiðstöðin er á Facebook!

Finndu síðuna okkar og „líkaðu“ við okkur og þú færð fréttir af öllum spennandi námskeiðunum okkar.

Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu

21


NámSVISIR

SÍMENNTUNARMIÐSTÖÐIN Á VESTURLANDI

Þjónusta Símenntunarmiðstöðvarinnar við nemendur í fjarnámi á háskólastigi Framboð fjarnáms á háskólastigi eykst stöðugt og við flesta íslenska háskóla er boðið upp á fjarnám af einhverju tagi. Kennsluaðferðir eru samkvæmt ákvörðun skóla hverju sinni. Sumar námsbrautir gera ráð fyrir að nemendur stundi námið eingöngu í gegnum tölvubúnað, aðrar gera ráð fyrir notkun á myndfundabúnaði, sumar námsbrautir gera þá kröfu til nemenda að þeir mæti í námslotur meðan aðrar gera minni kröfur um slíkt. Nám er í vissum tilfellum háð því að ákveðinn fjöldi náist í námshópa og ræðst þá staðsetning af myndfundabúnaði og nemendahópi. Símenntunarmiðstöð Vesturlands kynnir fjarnám á háskólastigi, veitir fjarnemum þjónustu í námsverum þar sem eru myndfundabúnaðir, tölvutengingar og umsjón með próftöku. Símenntunarmiðstöðin veitir jafnframt ráðgjöf og upplýsingar til verðandi fjarnema og nemenda í námi. Námsráðgjöf er einnig veitt hjá öllum háskólunum. Internetið gerir landsbyggðarfólki kleift að sækja háskólanám úr heimabyggð. Háskólanám í heimabyggð er gífurlega mikilvægur kostur og uppbygging fjarnáms á háskólastigi hlýtur að þurfa að vera hluti af stefnu ríkisstjórnar í byggðamálum. Símenntunarmiðstöðinn á Vesturlandi leggur sig fram við að þjónusta fjarnema í háskólanámi.

Vinsamlegast athugið að skráning fer fram

á vef Símenntunarmiðstöðvarinnar: www.simenntun.is eða í síma 437-2390 Vinsamlegast skráið ykkur um leið og þið sjáið námskeið við hæfi. Hægt er að skipta greiðslum sé þess þörf.

22


NámSVISIR

HAUSTÖNN 2015

Þín leið til fræðslu Ríkismennt styrkir starfsmenntun innan stofnana ríkisins á landsbyggðinni Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna Sjóðurinn fjármagnar þau verkefni sem sjóðsstjórn skipuleggur Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Ríkismenntar

| Sími 599 Ofanleiti 2, 5.50b hæð| (A-hús) • 103 Reykjavík • sími: 599|1450 • fax:1401 599 1401 Skipholti 105 Reykjavík 1450 Fax 599 www.rikismennt.is|• rikismennt@rikismennt.is rikismennt@rikismennt.is www.rikismennt.is

Styrkur þinn til náms Sveitamennt styrkir starfsmenntun innan sveitafélaga og stofnana þeirra á landsbyggðinni Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna Sjóðurinn fjármagnar þau verkefni sem sjóðsstjórn skipuleggur Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sveitamenntar

| Sími 599 Skipholti 105 Reykjavík 1450 Fax •599 Ofanleiti 2, 5.50b hæð |(A-hús) • 103 Reykjavík • sími: 599 |1450 fax:1401 599 1401 www.sveitamennt.is|• sveitamennt@sveitamennt.is sveitamennt@sveitamennt.is www.sveitamennt.is

23


ENNEMM / SÍA / NM40084

VERÐMÆTUR KRAFTUR Við viljum með ábyrgð og hagsýni að leiðarljósi hlúa að framtíð barnanna okkar. Við höfum trú á framtíðinni og tökum þátt í kraftmiklu samstarfi til uppbyggingar atvinnulífs og verðmætasköpunar á Íslandi.

Hagsýni - Liðsheild - Heilindi


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.