Námsvísir haust 2014

Page 1




Dale Carnegie – Örugg framkoma - vinnustofa Raddblær, svipbrigði og líkamstjáning geta verið allt að 90% af skilaboðum sem fólk meðtekur. Með því að rýna í hvernig þú beitir þér í tjáningu getur þú haft töluverð áhrif á hvernig fólk upplifir þig. Á þessu námskeiði færðu tækifæri til að skoða hvað þú endurspeglar þegar þú tjáir þig. Ertu fagleg/ur, áhrifamikil/l, áhugaverð/ur og með útgeislun? Þú skoðar leiðir til að auka áðurnefnd atriði sem eru innan þíns áhrifasviðs og gera þig eftirminnilegri og áhrifameiri. Ávinningurinn er að þú getur tjáð þig á lifandi og skemmtilegan hátt full/ur af öryggi og útgeislun. Húsnæði Símenntunar á Akranesi Þri. 9. sep. kl. 19:30 til 21:00 Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi Fim. 11. sep. kl. 19:30 til 21:00 Leiðbeinandi: Unnur Magnúsdóttir, eigandi Dale Carnegie á Íslandi


Jurtalitunarnámskeið Á námskeiðinu verður farið í stutta göngu um nágrenni Hespuhússins til að fræðast um þær jurtir sem hægt er að nota til litunar úr nánasta umhverfi. Að göngu lokinni verður farið inn í Hespuhúsið, jurtirnar settar í pott og farið yfir litunarferlið frá upphafi til enda. Spjallað verður um íslenska litunarhefð og ýmis efni kynnt sem notuð eru við jurtalitun. Innifalið í námskeiðsgjaldi er prufuspjald með nokkrum litatónum ásamt bæklingi um jurtalitun. Hespuhúsið við Andakílsárvirkjun Lau. 13. sep. kl. 13:00 til 17:00 Leiðbeinandi: Guðrún Bjarnadóttir, náttúrufræðingur og eigandi Hespuhússins í Andakíl Verð: 8.900 kr.

Fyrirlestur og sýnikennsla um jurtalitun Fjallað verður um íslenska jurtalitunarhefð og jurtir sem notaðar eru til litunar í dag og á öldum áður. Leiðbeinandi verður með litunarpotta með sér og ýmis efni til að breyta litunum og sýnir verklag við jurtalitun. Þátttakendur fá með sér prufuspjald með nokkrum litatónum ásamt bæklingi um jurtalitun. Fjölbrautaskóli Snæfellinga í Grundarfirði Fim. 9 okt. kl. 20:00 til 22:00 Leiðbeinandi: Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur og eigandi Hespuhússins í Andakíl Verð: 6.900 kr.

Harðangur og klaustur – útsaumsnámskeið – fyrir byrjendur Kennd verða undirstöðuatriði þessarar saumtegundar. Auk þess gera þátttakendur ýmis verkefni, svo sem nálabók, skærapúða og hangandi jólaskraut. Allt efni er innifalið í námskeiðsgjaldi. Grunnskóli Snæfellsbæjar í Ólafsvík Fös. 19. sep. kl. 18:00 til 22:00 og lau. 20. sep. kl. 10:00 til 16:00 (Skráningar þurfa að berast fyrir 12. september) Auðarskóli í Búðardal Fös. 3. okt. kl. 18:00 til 22:00 og lau. 4. okt. kl. 10:00 til 16.00 (Skráningar þurfa að berast fyrir 26. september) Leiðbeinandi: Katrín Jóhannesdóttir textílkennari Verð: 25.000 kr.


Byrjendanámskeið í víravirki Kenndar verða grunnaðferðir í íslensku víravirki sem byggjast á aldagömlum hefðum við þjóðbúningagerð. Víravirkið hefur verið að koma sterkt inn í skartgripagerð síðustu árin. Á námskeiðinu verður hægt að velja um að smíða blómahálsmen eða kross. Allt efni sem þarf í hlutinn er innifalið í námskeiðsgjaldi og ekki þarf að koma með neitt nema handfylli af þolinmæði og jákvæðni. Húsnæði Símenntunar á Akranesi Lau. 18. okt. kl. 10:00 til 15:00 og sun. 19. okt. kl. 10:00 til 15:00 Leiðbeinandi: Júlía Þrastardóttir gullsmiður Verð: 25.500 kr.

Myndprjón ,,Roositud“ er eistneskt myndprjón og er skemmtilega öðruvísi í framkvæmd. Á námskeiðinu verður prjónuð handstúka. Þátttakendur þurfa að koma með: • Minnst 80 cm hringprjón nr. 3,5 • Kambgarn í 3 litum • Skæri • Frágangsnál • 1 prjónamerki Grunnþekkingar á prjóni er krafist; að fitja upp, prjóna slétt og brugðið og að fella af. Fjölbrautaskóli Snæfellinga í Grundarfirði Lau. 27. sep. kl. 10:00 til 13:00 Auðarskóli í Búðardal Lau. 27. sep. kl. 16:00 til 19:00 Leiðbeinandi er Christine "Tína" Einarsson frá Prjónasmiðju Tínu á Selfossi Verð: 7.200 kr.

Stykkishólmsbær


NÁMSVÍSIR HAUSTÖNN 2014

7


Tvöfalt prjón – fallegt beggja vegna Kennd er prjónaaðferð þar sem prjónlesið hefur enga röngu en aðferðin býður samt upp á að prjónað sé flókið myndprjón. Aðferðin er frábrugðin tvíbandaprjóni eða myndprjóni og hentar vel, til dæmis í trefla, húfubönd og fleira. Þátttakendur þurfa að hafa með sér stuttan (40-60cm) hringprjón í stærð 4,5-5, rautt og hvítt garn sem hentar prjónastærðinni, skæri og frágangsnál. EKKI er hentugt að koma með mohair, angóru, lopa, léttlopa eða „loðið“ garn af neinu tagi. Þátttakendur þurfa að kunna að fitja upp, prjóna slétt og brugðið og fella af. Húsnæði Símenntunar á Akranesi Mið. 24. sep. kl. 19:00 til 22:00 Leiðbeinandi: Christine "Tína" Einarsson frá Prjónasmiðju Tínu á Selfossi Verð: 7.200 kr.

Ullarætan – heklnámskeið – fyrir lengra komna Á þessu námskeiði verður kennt að hekla tvær týpur af ullarætu, bæði stutta og langa. Farið verður yfir hvernig á að hekla utan um ullarætuna, hvernig á að hekla saman ullarætuferninga og einnig mismunandi aðferðir við að hekla kant á ullarætuna. Þátttakendur þurfa að koma með heklunál nr. 3,5 og garn sem hæfir heklunálinni. Innifalið í námskeiðsgjaldi er: - Uppskriftir að langri og stuttri ullarætu. - Leiðbeiningar með tveimur mismunandi aðferðum við að hekla saman ullarætuferninga. Húsnæði Símenntunar á Akranesi Þri. 14. okt. kl. 19:00 til 21:30 Leiðbeinandi: Elín Kristín Guðrúnardóttir Verð: 7.500 kr.


Fatasaumur fyrir byrjendur Kennd verða undirstöðuatriði í fatasaumi. Þátttakendur læra máltöku og einfaldar breytingar á sniðum, allt eftir verkefnavali hvers og eins. Boðið verður upp á aðstoð við almennar viðgerðir og breytingar á fatnaði, óski þátttakendur eftir því. Verkefnaval er í höndum þátttakendanna sjálfra. Tímarammi námskeiðs á að nægja t.d. til að sauma kjól miðað við að einnig sé unnið heima. Þátttakendur þurfa að koma með saumavél, tvinna, sníðaskæri, pappírsskæri, sníðapappír og sníðablöð í fyrsta tíma. Leiðbeinandi sendir þátttakendum nánari upplýsingar í tölvupósti fyrir fyrsta tímann. Hámark 7 þátttakendur. Námskeiðið er 5 skipti. Grunnskólinn í Stykkishólmi Fim. 25. sep. til 23. okt. kl. 19:00 til 21:30 (Skráningar þurfa að berast fyrir 17. september) Leiðbeinandi: Kristbjörg Hermannsdóttir textílkennari Verð: 25.900 kr.

Nálarorkering Á námskeiðinu er farið í grunninn á nálarorkeringu. Byrjað er á því að kenna að gera hnútinn sem allt er byggt á. Því næst læra nemendur að mynda hringa, keðjur og lauflykkjur sem notaðar eru til að tengja saman og sem skraut. Farið verður yfir nokkrar útfærslur af því að setja upp mynstur og að lokum er gert verkefni. Koma þarf með LJÓST heklugarn nr. 10 og orkeringarnálina. Einnig er hægt að kaupa nálina á námskeiðinu og kostar hún 1400 krónur. Húsnæði Símenntunar á Akranesi Fim. 23. okt. kl. 18:00 til 21:00 Grunnskólinn í Stykkishólmi Lau. 25. okt. kl. 12:00 til 15:00 Leiðbeinandi: Þorgerður Kjartansdóttir Verð: 9.000 kr.

Námskeið í vatnslitun Vatnslitamálun fyrir byrjendur og lengra komna. Verkefni verða aðlöguð að hverjum og einum. Unnið verður eftir fyrirmyndum og ýmsar tækniæfingar gerðar. Pappír er innifalinn í námskeiðsgjaldi. Námskeiðið er 5 skipti. Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi Þri. 30. sep. til 28. okt. kl. 18:00 til 20:00 Leiðbeinandi: Þórey Jónsdóttir myndlistakennari Verð: 17.900 kr.


Akrýlmálun Kennd verða undirstöðuatriði akrýlmálunar. Kennt að grunna og vinna abstrakt með ýmis konar tækni. Þátttakendur mæta sjálfir með liti og pensla. Námskeiðið er 5 skipti. Brekkubæjarskóli á Akranesi Þri. 30. sep. til 28. okt. kl. 18:00 til 20:00 Leiðbeinandi: Elínborg Halldórsdóttir myndlistarkona Verð: 17.900 kr.

Saumað með TWILL Þátttakendur sauma flík að eigin vali og þurfa að hafa myndað sér skoðun á því hvað þeir ætla að sauma. Í vikunni áður en námskeið hefst verður leiðbeinandi í sambandi við þátttakendur til að ræða um snið og efni, en hægt verður að fá efni á góðu verði fyrir námskeiðið í versluninni Twill. Á námskeiðinu læra þátttakendur að taka mál og færa inn máltöflu, að taka upp snið úr blöðum og aðlaga þau. Þátttakendur komi með eigin saumavélar og áhöld. Húsnæði Símenntunar á Akranesi Lau. 25. okt. og sun. 26. okt. kl. 10:00 til 17:00 (Skráningar þurfa að berast fyrir 17. október.) Leiðbeinandi: Anna Kristín Magnúsdóttir, kjólameistari Verð: 21.900 kr.

Saumanámskeið frá TWILL Á námskeiðinu verða búnir til tveir hlutir; taska og leggings. Taskan er fóðruð með rennilásavasa og smellum. Snið tekið upp af leggings og kennt hvernig hægt er að sauma þær úr einu eða fleiri efnum. Efnið er ekki innifalið í námskeiðsgjaldinu en boðið verður uppá nokkra tilbúna pakka með mismunandi efnum í bæði töskuna og leggings á mjög góðum kjörum. En einnig má koma með efni með sér. Fjölbrautaskóli Snæfellinga í Grundarfirði Lau. 13. sep. og sun. 14. sep. kl. 10:00 til 17:00 Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi Lau. 11. okt. og sun. 12 okt. 10:00 til 17:00 Leiðbeinandi: Anna Kristín Magnúsdóttir, kjólameistari Verð: 21.900 kr.


,,Konfekt og kökur“ úr hollu hráefni Lærðu að búa til gómsætt konfekt og kökur til dæmis fyrir jólin úr næringarríkum hráefnum. Á námskeiðinu gera þátttakendur nokkrar gerðir af sælgæti og kökum sem eru bæði hollar, góðar og næringarríkar. Allir fá að spreyta sig og það verður nóg að smakka. Námsgögn og uppskriftir innifalið. Grunnskólinn í Grundarfirði Lau. 11. okt. kl. 13:00 til 16:30 Grundaskóli á Akranesi Fim. 13 nóv. kl. 18:00 til 21:30 Leiðbeinandi: Oddrún Helga Símonardóttir (heilsumamma) Verð: 8.900 kr.

Tapas gerð Lærðu listina á bakvið góða tapasgerð. Á námskeiðinu gera þátttakendur tapasrétti frá grunni. Áherslan er lögð á að allir fái að prófa handtökin og læra af eigin reynslu hvernig maturinn er gerður til að geta auðveldlega snarað fram nokkrum spænskum réttum næst þegar gesti ber að garði! Í lok námskeiðsins gæða þátttakendur sér á réttunum. Námsgögn og uppskriftir innifalið. Grunnskóli Snæfellsbæjar í Ólafsvík Mið. 15. okt. kl. 17:00 til 21:00 Grundaskóli á Akranesi Mið. 5 nóv. kl. 17:00 til 21:00 Leiðbeinandi: Matthías Þórarinsson matreiðslumeistari Verð: 14.900 kr.

Heimili og hönnun Farið er í grunnatriði eins og uppröðun húsgagna, hvernig hengja á myndir, litaskema, o.s.frv. Einnig verður farið í hvernig gera megi upp gömul húsgögn með tilliti til efnis og forms hlutarins. Í kjölfars námskeiðsins verður stofnuð facebook grúbba þar sem þátttakendur geta sett inn myndir, fengið ráðgjöf og deilt hugmyndum. Markmið: Að þátttakendur nái tökum á grunnhugmyndum í hönnun innan heimilisins. Allir fá munnlega endurgjöf frá kennara. Húsnæði Símenntunar á Akranesi Mán. 27. okt. kl. 18:00 til 21:00 Leiðbeinandi: Emilia Borgþórsdóttir iðnhönnuður Verð: 11.500 kr.


Hreinsun – orka – vellíðan Einföld og áhrifamikil hreinsun þar sem farið verður yfir toxísk efni í fæðu og umhverfi og áhrif þeirra á heilsu okkar. Farið verður yfir hvernig afeitrunarferli líkamans virkar og hvaða einkenni það eru sem kalla á hreinsun. Þátttakendur fá hugmyndir að máltíðum og uppskriftir til að styðjast við yfir daginn. Námsgögn og uppskriftir innfalið í verði. Fjölbrautaskóli Snæfellinga í Grundarfirði Þri. 16. sep. kl. 19:00 til 20:30 Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi Fim. 25. sep. kl. 19:00 til 20:30 Leiðbeinandi: Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir Verð: 5.900 kr.

Ritunarnámskeið - Hvað liggur þér á hjarta? Notaðar eru skapandi og skemmtilegar aðferðir til hrista hópinn saman og finna rithöfundinn í hverjum og einum. Skrifaðir eru stuttir textar með mismunandi aðferðum. Hópurinn ræðir hvern texta og þátttakendur velta fyrir sér á hvaða hátt þeir vilja nota Facebook til að koma upplýsingum, skoðunum og hugleiðingum á framfæri. Átthagastofa Snæfellsbæjar í Ólafsvík Þri. 21. okt. kl. 18:00 til 22:00 Leiðbeinandi: Björg Árnadóttir fullorðinsfræðari, rithöfundur og áhugamaður um notagildi Facebook. Verð: 7.900 kr.

Er meðvirkni góðmennska? Farið verður í kjarnaatriði meðvirkni, rætt um mörk og markaleysi, meðalhófið, brenglað sjálfsmat, týnda sjálfsmynd, vanhæfni við að mæta eigin þörfum og löngunum og hvernig meðvirk manneskja getur ómeðvitað rænt sjálfa sig og aðra þroska og/eða gleði. Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur læri að þekkja sjálfan sig betur og virða eigin rödd, langanir og þarfir. Aukin meðvitund og sjálfstraust. Námskeiðið byggist upp á fyrirlestrum, æfingum og samtölum. Langtímamarkmið: Að lifa lífinu lifandi. Bók og penni innifalið í námskeiðsgjaldi. Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi (4 skipti) Fim. 23. okt. til 13. nóv. kl. 19:30 til 21:30 Átthagastofa Snæfellsbæjar í Ólafsvík (1 skipti) Lau. 4. okt. kl. 9:00 til 17:00 Leiðbeinandi: Jóhanna Magnúsdóttir, guðfræðingur og framkvæmdastjóri Lausnarinnar Vesturlandi www.johannamagnusdottir.com Verð: 15.900 kr.


Excel fyrir byrjendur Farið verður í helstu grunnatriði við notkun töflureiknisins Excel við ýmis konar útreikninga og úrvinnslu talna ásamt útlitsmótun skjala. Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að vera orðnir færir töflureiknisnotendur og þekkja helstu eiginleika Excel. Námskeiðið er 4 skipti. Fjölbrautaskóli Snæfellinga í Grundarfirði Mán. og fim. 15. til 25. sep. kl. 20:00 til 22:00 Leiðbeinandi: Freydís Bjarnadóttir, framhaldsskólakennari Verð: 15.000 kr.

Excel - framhald Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa farið á grunnnámskeið eða kunna aðeins á forritið. Byggt verður á grunnatriðum í Excel og áhersla lögð á vinnu með myndrit og formúlur. Námskeiðið er 4 skipti. Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði Mán. og fim. 15. til 25. sep. kl. 20:00 til 22:00 Leiðbeinandi: Freydís Bjarnadóttir, framhaldsskólakennari Verð: 15.000 kr.

Notendanámskeið í Office 365 Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir eru nú að nýta sér kosti Office 365 skýjaþjónustu Microsoft. Á þessu námskeiði er farið yfir hvernig best er að nýta sér þær lausnir og þjónustu sem í boði er í Office 365 umhverfinu. Farið er yfir eftirfarandi þætti: • Notkun á skrifstofuhugbúnaði (Office 2013) í Office 365 umhverfinu hvað varðar aðgengi að gögnum í Onedrive og Sharepoint. • Uppsetningu á Office 2013 pakkanum á önnur tæki en vinnutölvu og tengjast þannig vinnuumhverfi notandans. • Hvernig á að nýta Lync til samskipta í textaspjalli, tali og mynd og til fjarfunda. Athugið að þetta er ekki námskeið í Office 2013 skrifstofuhugbúnaði heldur eingöngu hvernig unnið er í Office 365 umhverfinu. Námskeiðið er gagnvirkt með kennslu og stuttum æfingum. Tvö skipti með viku millibili. Húsnæði Símenntunar á Akranesi Mið. 17. og 24. sep. kl. 18:00 til 21:00 Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi Mið. 1. og 8. okt. kl. 18:00 til 21:00 Leiðbeinandi: Eyjólfur Rúnar Stefánsson, kerfisfræðingur Verð: 15.000 kr.

Kerrupróf – BE réttindi Til að aka með stærri vagna/kerrur þarf að afla sér BE réttinda, en til þess þurfa viðkomandi að vera orðinn 18 ára og vera kominn með fullnaðarökuskírteini. Námið skiptist í 4 bóklega tíma og 4 verklega. Prófin eru tekin hjá Frumherja í Reykjavík eða á Akranesi. Greiða þarf sérstakt prófgjald sem er 10.300 kr. Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi Haldið í október þegar næg þátttaka hefur næst. Leiðbeinandi: Þórður Bogason ökukennari Verð: 57.000 kr.


Námskeið í verkefnastjórnun og leiðtogahæfni Á námskeiðinu er farið í grunnatriði verkefnastjórnunar og persónulega færni þátttakenda, skilvirkt verklag og forgangsröðun verkefna. Verkefni eru skoðuð í víðu samhengi, allt frá skipulagningu og áætlunargerð til eftirlits með öllum þáttum á verktíma frá byrjun til enda. Þetta námskeið nýtist öllum sem vilja tileinka sér betra verklag, auka afköst sín og skilvirkni í þeim verkefnum sem þeir vinna í og stjórna, sama af hvaða stærðargráðu þau eru. Á námskeiðinu eru kenndar aðferðir við undirbúning verkefna, áætlanagerð og eftirfylgni. Þátttakendur fá góða sýn á eðli verkefna, æfingu og kynningu á að nota algeng verkfæri við verkefnastjórnun, kennslu og þjálfun í góðum samskiptum í hópastarfi og kynnt helstu hjálpartæki verkefnastjórans á sviði hugbúnaðar. Námskeiðið er undirbúningur fyrir alþjóðlega vottun verkefnastjóra samkvæmt hæfinsviðmiðum IPMA (International Project Management Association) Húsnæði Símenntunar á Akranesi Fim. 2. okt. og fös 3. okt. kl. 09:00 til 16:00 Leiðbeinandi: Svavar H. Viðarsson M.Sc. í verkefnastjórnun Verð: 39.900 kr.

Símenntunarmiðstöð Vesturlands býður upp á Menntastoðir í dreifnámi á haustönn 2014 Menntastoðir er grunnnám á framhaldsskólastigi. Kennd eru eftirtalin fög; stærðfræði, íslenska, enska, danska, námstækni, bókfærsla og tölvu- og upplýsingatækni. Kennsluhættir Menntastoða miðast við þarfir fullorðinna nemenda og leitast er við að veita nemendum góða þjónustu. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur samþykkt að framhaldsskólar geti metið námið til eininga. Námið er metið sem fullnægjandi undirbúningur undir frumgreinadeildir Keilis, Bifrastar og Háskólans í Reykjavík. Námið er 2 annir og hefst með staðlotu í Borgarnesi helgina 19.- 20. september. Umsóknarfrestur er til og með föstudeginum 12. september. Hægt er að sækja um styrki hjá stéttarfélögum fyrir skólagjöldum. Einnig geta atvinnuleitendur sótt um námsstyrk hjá Vinnumálastofnun vegna Menntastoða. Nánari upplýsingar má nálgast inni á www.simenntun.is eða hafa samband við Helgu Lind Hjartardóttur verkefnisstjóra Menntastoða hjá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi í síma 437-2390 eða netfangið helgalind@simenntun.is Verð: 81.000 kr.


Ris og hnig í hamingju Snorra Sturlusonar Eins og undanfarna vetur býður Snorrastofa í Reykholti, Landnámssetur í Borgarnesi og Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi til námskeiðs um fornsöguleg málefni. Á komandi vetri verður sjónum beint að sjálfum Snorra Sturlusyni, sagnaritara og stjórnmálamanni, sem nafnkunnastur er allra Íslendinga fyrr og síðar. Námskeiðskvöldin eru 6 talsins og fyrsta kvöldið verður á sögulofti Landnámsseturs Dagskrá: 1. Uppruni Snorra og æska 6. okt. 2014 2. Valdaútþensla í Borgarfirði – héraðsríkið 3. nóv. 2014 3. Ástin og sálarlíf Snorra 12. jan. 2015 4. Hirðmaðurinn Snorri og Skúli jarl, hertogi og kóngur 2. feb. 2015 5. Sagnamaðurinn Snorri – Edda og Heimskringla 2. mar. 2015 6. Fall Snorra - samsærið – morðið 6. apr. 2015 Snorrastofa í Reykholti og Landnámssetur í Borgarnesi til skiptis. Mán. kl. 20:00 til 22:00 Leiðbeinandi: Óskar Guðmundsson rithöfundur í Véum Verð: 19.900 kr. (stakt skipti 3.400 kr.)

Snæfellsbær


Smáskipanám Smáskipanám kemur í stað þess sem áður var nefnt 30rl réttindanám (pungapróf) og miðast atvinnuskírteinið nú við lengd skipa í stað brúttórúmlestatölu áður. Réttindin miðast skv. því við skip, 12 metrar og styttri að skráningarlengd. Einnig er skilyrði að hafa lokið 12 mánaða siglingatíma skv. reglugerð nr. 393/2008. Námið er kennt hjá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi og kennt með faglegri ábyrgð Skipstjórnarskóla Tækniskólans. Námið verður kennt á Akranesi á vorönn 2015. Hvetjum áhugasama til að hafa samband við Hörð Baldvinsson, hordur@simenntun.is eða í síma 437-2390

Dalabygg›


Geðsjúkdómar og sálræn vanlíðan Markmið námskeiðsins er að þátttakendur verði betur í stakk búnir til að sinna einstaklingum með geðraskanir í starfi sínu. Námskeiðinu er skipt í tvo hluta. Í fyrri hlutanum verður fjallað um helstu orsakir, áhættuþætti og einkenni geðsjúkdóma ásamt því að fjallað verður um viðbrögð og meðferð. Einnig verða teknar fyrir helstu persónuleikaraskanir, skoðaðar orsakir og meðferð. Farið verður yfir hvenær mikilvægt er að skoða andlegt ástand og farið yfir helstu þætti geðheilbrigðismats. Í síðari hlutanum verður fjallað um geðræn vandamál aldraðra, þunglyndi og kvíða sem eru algengustu vandamál aldraðra. Farið verður yfir hvernig þau birtast, hvernig þau eru ólík því sem gerist meðal yngra fólks og hvernig þau tengjast almennri hrörnun ellinnar. Farið verður í hvernig hægt er að mæta þessum vandamálum og nota í venjulegri hjúkrun og umönnun. Mest er fjallað um notkun lífssögu og minninga, en fleiri aðferðir verða kynntar til sögunnar. Húsnæði Símenntunar á Akranesi Mið. og fim. 29. og 30. okt. kl. 17:00 til 21:00 Leiðbeinendur: Sylvía Ingibergsdóttir sérfræðingur í geðhjúkrun og Sigrún Huld Þorgrímsdóttir sérfræðingur í geðhjúkrun aldraðra Verð: 19.900 kr.


Eftirfarandi námskeið eru í samstarfi við Fjölmennt – símenntunar og þekkingarmiðstöð og ætluð fólki 20 ára og eldra. Helga Björk Bjarnadóttir þroskaþjálfi helga@simenntun.is hefur umsjón með námskeiðunum.

Söngur Langar þig að læra að syngja? Kenndar verða aðferðir við að beita röddinni rétt og hlusta, sungið saman. Tónlistarskólinn á Akranesi, Dalbraut 1 Mán. 8. sep. til 6. okt. Kl. 11:00 til 11:45 (5 skipti) Tónlistarskóli Borgarfjarðar, Borgarnesi Þri. 9. sep. til 7. okt. kl. 11:00 til 11:45 (5 skipti) Leiðbeinandi: Zsuzsanna Budai tónlistarkennari Verð: 2.500 kr.

Matreiðsla Kennt verður að útbúa hollan, gómsætan og fjölbreyttan mat. Þátttakendur hitta kennara áður en námskeið hefst og velja úr fjölbreyttum mataruppskriftum og fá leiðbeiningar með innkaup. Hráefni sjá þátttakendur um sjálfir. Kennt er inni á heimili þátttakenda. Þri. og mið. kl. 16:30 til 18:00 eða 18:30 til 20:00 16. sep. til 7. okt. (4 skipti) Leiðbeinandi: Katrín Leifsdóttir heimilisfræðikennari Verð: 4.000 kr.

Jurtalitun Farið verður í næsta nágrenni og jurtir tíndar. Jurtirnar verða settar í pott og ullarband litað samkvæmt gömlum hefðum. Hespuhúsið við Andakílsárvirkjun Lau. 6. Sep. kl. 13:00 til 16:00 Leiðbeinandi: Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur Verð: 3.000 kr.


Söng- leiklist Á námskeiðinu mun söng, tónlist og leik vera stefnt saman. Unnið verður með raddbeitingu og túlkun. Hópurinn verður hristur saman með fjölbreyttum traust- og leikæfingum þannig að sem mest fáist út úr námskeiðinu. Spáð og spekúlerað verður í búninga og gervi í tengslum við efniviðinn sem unnið verður með. Í lok dags verður samantekt á viðfangsefnum dagsins og borðað saman. Húsnæði Símenntunarmiðstöðvarinnar á Akranesi Lau. 13. sep. kl. 10:00 til 19:00 Leiðbeinandi: Ása Hlín Svavarsdóttir leiklistarkennari og leikstjóri og Zsuzsanna Budai tónlistarkennari Verð: 7.000 kr. (matur innifalinn)


Betra líf Þema dagsins verður lagið ,,Betra líf“ með Páli Óskari. Farið verður í jákvæðar staðhæfingar, spuna, dans, minnisspil, hugleiðslu og margt fleira. Gleðin verður í fyrirrúmi og mælt með að þátttakendur mæti í litríkum fötum til að undirstrika gleði litanna. Ráðhúsið í Stykkishólmi Lau. 18. okt kl. 10:00 til 16:00 Leiðbeinandi: Jóhanna Magnúsdóttir guðfræðingur, kennari og ráðgjafi Verð: 5.000 kr. (léttar veitingar innifaldar)

Verum með! Hreyfing, léttar æfingar, leikir og fræðsla. Þátttakendur mæti í íþróttafötum og klæði sig eftir veðri. Húsnæði Símenntunarmiðstöðvarinnar í Borgarnesi Mið. 10. sep. til 8. okt kl. 16.30 til 18:00 (5 skipti) Leiðbeinandi: Sólrún Halla Bjarnadóttir íþróttakennari Verð: 5.000 kr.

Sundnámskeið Farið verður yfir helstu sundtökin og farið í skemmtilega leiki í sundlauginni. Sundlaugin í Ólafsvík Tímasetning ákveðin síðar Leiðbeinandi: Snædís Hjartardóttir íþróttakennari

Tónlist Kynnt verða ýmiss hljóðfæri, hlustað verður á tónlist og spilað saman Tónlistarskólinn í Stykkishólmi Námskeiðið hefst í nóvember alls 5 skipti, tímasetning auglýst síðar Leiðbeinandi: Hafþór Guðmundsson tónlistarkennari Verð: 5.000 kr.






Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.