Tímarit Hinsegin daga 2021 / Reykjavik Pride Magazine 2021

Page 1

REYKJAVIK PRIDE

HINSEGIN DAGAR 3. - 8. ágúst 2021



Welcome to Reykjavik Pride 2021

Velkomin öll á Hinsegin daga í Reykjavík Það hefur verið afar ánægjulegt að fylgjast með samfélaginu taka við sér á nýjan leik eftir vetrarkófið en vendingar undanfarinna vikna sýna okkur að tími samkomutakmarkana, óvissu og yfirvofandi smithættu er ekki með öllu liðinn. Undanfarið ár höfum við sjálfsagt öll fundið fyrir einhvers konar einangrun og saknað samverustunda og hversdagslegra hluta eins og að spjalla við fólk á förnum vegi eða hlusta á kliðinn inni á fjölsetnu kaffihúsi. Hjá mörgum rifjuðust upp erfiðar minningar um þann tíma þegar við börðumst við annars konar veiru. Blessunarlega er mannfallið hvergi nær í líkingu við það sem þá var. Þessi tími kófsins hefur einnig minnt okkur á hvað samfélagið okkar og samverustundir skipta miklu máli, að fá að vera innan um fólk sem maður samsamar sér með og finna fyrir því að maður tilheyri stærri heild.

It has been a pleasure watching our community come to life again, after a long time of gathering restrictions, uncertainty and risk of infection. In the last few days there has been an increase in covid cases in Iceland which shows us that we are not in the clear just yet. Surely many of us have felt isolated and missed the company of others and mundane things like talking to people you run into or listening to the clatter and chatter inside a full café. For many of us, the situation brought back unpleasant memories when a different kind of virus shook our community. Fortunately, the casualties are not as high now as they were back then. These strange times have also reminded us of the importance of our community, of spending time together, being around like-minded people, and the sense of belonging to a larger group.

Þema hátíðarinnar í ár er Hinsegin á öllum aldri. Aldursbreidd þeirra sem lifa sínu lífi, í stolti og út úr skápnum, hefur aldrei verið meiri. Með sýnileika, samtali og fræðslu um hinsegin málefni í samfélaginu höfum við skapað betri aðstæður fyrir börn og ungmenni til þess að koma fyrr út úr skápnum. Þau hafa frelsi til þess að átta sig á því hver þau eru og takast á við tilfinningar sínar í samtali við vini og fjölskyldu, sem er ómetanlegt. En við þurfum líka að huga að því að þau sem eru komin á efri ár ævi sinnar fái að eyða ævikvöldinu í gleði og stolti, geti tekið virkan þátt í félagslífi hinsegin fólks og hrökklist ekki aftur inn í skápinn vegna bágborinna aðstæðna og skilningsleysis á stofnunum og dvalarheimilum. Það er okkar að búa svo um hlutina að við öll getum verið við sjálf, frá æsku til elli.

This year’s theme of Reykjavik Pride is Queer at all ages. The age diversity among those living their lives out and proud has never been greater. With visibility and education about LGBTQ+ in the community, we have made it easier for children and young people to come out earlier. They have the freedom to explore their identity and deal with their feelings in an open conversation with their friends and family, and that is invaluable. But we also have to make sure that those getting older can spend their senior years in pride and joy, that they can participate in queer social life and that they are not forced back into the closet due to a lack of understanding or poor conditions in our nursing homes and health institutions. It’s our responsibility to make sure we can all live out our lives being our true selves, from youth to old age.

Fyrir hönd stjórnar Hinsegin daga í Reykjavík vil ég bjóða ykkur hjartanlega velkomin á hátíðina. Að vanda er margt í boði á hátíðinni í ár, fræðsla, menning og skemmtun, auk þess sem vonir standa til að Gleðigangan hlykkist á ný í gegnum miðborgina. Í ljósi aðstæðna viljum við vekja athygli á dagskrársíðunni okkar, hinsegindagar.is/dagskra, þar sem hægt er að fylgjast með hvað er í gangi hverju sinni. Sjáumst hýr og kát á Hinsegin dögum. Ásgeir Helgi Magnússon formaður Hinsegin daga, hann, 39 ára

On behalf of the board of Reykjavik Pride, I want to welcome you all to the celebration! As usual, the programme includes a variety of cultural, educational and fun events and entertainment, and we sincerely hope that the Pride Parade will make its way through the streets of downtown Reykjavik. In the light of recent events we urge you to check out the Pride programme on our website, hinsegindagar.is/en/programme, for easy access to information about all events.


Gleðilega hátíð

L ANDSBANKINN.IS


hinseginleika, hinsegin fjölskyldur og allt þar á milli. Það nær einmitt utan um kjarnann í Hinsegin dögum á Íslandi – þeir eru fyrst og fremst fjölskylduhátíð ekki síður en borgarhátíð, þar sem kynslóðirnar koma saman í öllum sínum fjölbreytileika og mætast án fordóma. Fyrir hönd Reykjavíkurborgar vil ég þakka ykkur fyrir óbilandi baráttuanda og farsæla réttindabaráttu, sem hefur skilað okkur betra samfélagi fyrir alla. Gleðilega Hinsegin daga 2021 og góða skemmtun.

En þó gleðin sé alltaf í fyrirrúmi, þá er réttindabarátta hinsegin fólks sterkur undirtónn þessara daga. Hinsegin dagar hafa gegnt stóru hlutverki í réttinda- og hagsmunabaráttu í landinu. Sú öfluga barátta hefur skilað einstökum árangri eins og staða hinsegin fólks hér á landi sýnir, og hefur verið öðrum hópum mikilvæg fyrirmynd. Enn er þó verk að vinna að berjast gegn fordómum og fyrir fullum réttindum allra. Baráttan heldur þannig alltaf áfram með nýrri kynslóð.

For more than twenty years now, Reykjavik Pride has filled our city with life, colour and joy for a whole week in August. The climax is the Pride Parade – an amazing Saturday event that traditionally brings some one third of the population together within the city centre. This time around, we have even more reason to come together and party in order to make up for last year’s low-key festivities – toned down due to the restrictions on gatherings during the Covid-19 pandemic.

Það er einmitt barátta kynslóðanna sem ber hæst á Hinsegin dögum í ár. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er "Hinsegin á öllum aldri" þar sem áherslan er lögð á samtal kynslóðanna – hvernig það er að eldast hinsegin, börn og

Together with the playfulness that has always characterized Reykjavik Pride, the festival maintains a strong undertone for the struggle that the LGBTQIA+ community carries out every day, around the world. This powerful struggle over the years has 5

yielded some unique results here in Iceland, and has been at the same time an important example for other groups. However, the fight against discrimination and inequality is never over and carries on with each new generation. The dialogue between generations is this year’s theme for the Reykjavik Pride, encouraging an open debate on how to grow up and grow older within the LGBTQIA+ community. In Iceland, the Reykjavik Pride is no less a family affair rather than a city festival, where the generations come together to reject prejudice and discrimination – and to celebrate diversity in all its glory. On behalf of the City of Reykjavik, I want to congratulate you on your relentless spirit in the fight for a better world – and you can take pride in every step along the way! More than anything, let’s have fun and enjoy this extraordinary Reykjavik Pride of 2021!

Dagur B. Eggertsson Mayor of Reykjavik

Kveðja borgarstjóra

Gleðin hefur verið aðalsmerki Hinsegin daga alveg frá því að þeir voru fyrst haldnir árið 1999. Hátíðin fyllir borgina af lífi og lit og óneitanlega er hápunkturinn sjálf Gleðigangan – þegar um þriðjungur allra landsmanna safnast saman í miðborginni til að fagna fjölbreytileikanum í allri sinni dýrð. Og nú höfum við enn meiri ástæðu til að koma saman og gleðjast, því við þurfum að bæta upp fyrir hátíðina í fyrra sem var haldin á lágstemmdum nótum undir ströngu samkomubanni vegna heimsfaraldursins.


Kveðja sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi Samband Íslands og Evrópusambandsins er umfram allt byggt á gildum sem eru okkur öllum kær. Ekki síst á jafnrétti, tjáningarfrelsi og því að mismuna ekki fólki. Þessi gildi eru meðal grundvallaratriða sáttmála ESB. Þess vegna er ánægjulegt fyrir sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi að leggja aftur sitt af mörkum til Hinsegin daga í Reykjavík í ár. Síðla árs 2020, tengt átaki okkar um „Samband jafnréttis“, kynnti framkvæmdastjórn ESB fyrstu áætlun sína um jafnrétti fyrir lesbíur, homma, tvíkynhneigða, trans, kynsegin, intersex og hinsegin (LGBTIQ). Í áætluninni er skilgreindur fjöldi aðgerða til ársins 2025. Aðgerðirnar byggja á fjórum stoðum: að berjast gegn mismunun, tryggja öryggi, að búa til samfélag fyrir alla, og að standa í stafni við að koma á jafnrétti fyrir hinsegin fólk um heim allan. Evrópusambandið skuldbindur sig til að berjast gegn hvers konar mismunun af heilum hug, bæði innan ESB og um heim allan. Til dæmis samþykkti framkvæmdastjórnin, núna í vor, áætlun um réttindi fatlaðs fólks fram til ársins 2030, samkvæmt ofangreindu Sambandi jafnréttis. Markmið þessarar áætlunar er að halda áfram veginn til að tryggja, meðal annars, að allt fatlað fólk, hver svo sem kynhneigð þess er, geti notið mannréttinda sinna fyllilega og losnað undan mismunun. Þessir tveir þræðir Sambands jafnréttis

hvöttu sendinefndina til að einblína á tengipunktinn milli hinsegin réttinda og réttinda fatlaðs fólks, þegar kom að því að styðja við bakið á Hinsegin dögum í ár. Með því að auðvelda aðgengi fyrir alla að viðburðum og hátíðarhöldum Hinsegin daga. Ég vona að þannig geti Hinsegin dagar í Reykjavík bætt enn sitt framúrskarandi og verðskuldaða orðspor um að vera fyrir alla, að vera fræðandi, og að vera fjör! Njótið göngunnar! The relationship between the EU and Iceland is above all based on the sharing of values – including those of equality, non-discrimination and freedom of expression – all of which are fundamental to the European Union’s founding treaties. It is in this context, that the EU Delegation to Iceland is pleased to contribute to Reykjavik Pride for another year. Late in 2020, in the context of its ‘Union of Equality’ initiative, the European Commission presented the first-ever EU Strategy for lesbian, gay, bisexual, trans, non-binary, intersex and queer (LGBTIQ) equality, which sets out a series of targeted actions for the period 20202025. These are built around four main pillars: tackling discrimination, ensuring safety; building inclusive societies; and leading the call for LGBTIQ equality around the world.

The EU remains deeply committed to and engaged in combating discrimination in all its forms, both internally within the Union and worldwide. For example, in spring 2021 – also under the ‘Union of Equality’ umbrella – the European Commission adopted the Strategy for the rights of persons with disabilities for the period 2021-2030. The objective of this Strategy is to progress towards ensuring inter alia that all persons with disabilities, regardless of their sexual orientation, enjoy fully their human rights and no longer experience discrimination. These two strands of the ‘Union of Equality’ inspired the Delegation to focus our contribution to Pride this year on the nexus between LGBTIQ rights and the rights of persons with disabilities – by facilitating accessibility for all to Pride events and celebrations. I hope that, in this way, Reykjavik Pride is able to enhance even further its excellent and well-deserved reputation for inclusivity, awareness-raising and fun! Enjoy the parade! Lucie Samcová – Hall Allen, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi


ÁFRAM

FJÖLBREYTILEIKINN

7


ÖRVIÐTAL

Nafn, fornafn, aldur? Sigur Helga (Sigrún), hann, hán, (hún), 18 ára. Hver er þín helsta hinsegin fyrirmynd? Mínar helstu hinsegin fyrirmyndir eru Páll Óskar, Gógó Starr, Ingileif og María, Demi Lovato, vinir mínir, fólkið í kringum mig og listinn heldur áfram og áfram. Allt þetta fólk hefur sýnt mér að það er í lagi að vera maður sjálfur og maður eigi ekki að fela það og einnig að allir eru frábærir á sinn hátt. Hvernig viltu taka þátt í hinsegin samfélaginu? Hvernig ég vil taka þátt í hinsegin samfélagi er með því að passa að allir fái sömu réttindi og líði sem best, vinna meira sjálfboðastarf og jafnvel verða jafningjafræðari. Mér finnst svo ótrúlega mikilvægt að vera sem mest virkur/virkt/virk í samfélaginu því þannig fer mest af stað. Hvað gleymdist að segja þér þegar þú varst ungmenni? Það sem gleymdist að segja mér þegar ég var ungmenni er að það er í lagi að taka sinn tíma að finna sjálfan sig, að ekki allir vita hverjir þeir eru á ungum aldri og allt getur breyst. Þótt mér var sagt að allir eru öðruvísi þá var mér ekki mikið kennt að finna mig og hver ég er. Ungmenni í dag eru miklu fljótari að finna þau sjálf heldur en mín kynslóð.

Hinsegin orðaforði Texti: Þorbjörg Þorvaldsdóttir, hún, 31 árs Hver er ég? Til þess að geta svarað þessari spurningu þurfum við tungumál. Nánar tiltekið þurfum við orð - litla flokkunarstimpla - til þess að geta talað um heiminn eins og hann blasir við okkur, reynslu okkar, upplifanir og tilfinningar. Til að svara spurningunni um það hver við erum nýtum við þess vegna mörg svokallaðar skilgreiningar, orð sem lýsa hinsegin upplifun okkar. Skilgreiningum sem tilheyra hinseginleikanum hefur fjölgað á undanförnum árum, enda höfum við hinsegin fólk líklega aldrei haft meira frelsi til þess að uppgötva og kanna eigin tilfinningar. Til þess að mismuna þarf þó einnig að nota tungumálið og til þess að móðga og særa þarf sannarlega að nota orðaforða. Í tungumálinu og notkun þess má finna allt í senn: valdeflingu, valdbeitingu, sýnileika og ósýnileika. Barátta minnihlutahópa er því mjög gjarnan samofin baráttunni við orð og baráttu fyrir orðum. Hinsegin barátta er þar sannarlega engin undantekning, enda hefur umræða um hinsegin orðaforða staðið yfir í áratugi á Íslandi og gerir enn. Skilgreiningarvaldið Baráttan fyrir orðunum snýst í grunninn um að færa skilgreiningarvaldið til þeirra sem orðin vísa til, enda ekki óeðlilegt að

8

líta svo á að þau eigi orðin umfram aðra. Það á að vera undir fólki sjálfu komið hvort orð ná flugi, hvort þau brotlenda eða hvort þau eru einfaldlega skotin niður. Val tiltekins samfélags á orðum fer þó sjaldnast fram á formlegum fundi, heldur verða til hefðir hægt og rólega. Gömlum orðum, særandi orðum eða lélegum tillögum er hafnað og ný orð eru tekin upp. Það er t.d. trans fólk sjálft sem hefur ákveðið að þau vilji ekki vera kölluð kynskiptingar heldur trans fólk, hommar og lesbíur höfnuðu tillögum gagnkynhneigðra um að vera kölluð hómar, lespur og kynhvarfar. Orðið sem notað var við stofnun Samtakanna ‘78, hómósexúalfólk, hvarf líka á endanum og kynvillingur hefur misst bitið og er sjaldan notað á niðrandi hátt lengur. Á sama máta hefur pankynhneigt fólk hafnað tillögum á borð við alkynhneigð og tvíkynhneigt fólk kallar sig bæjara aðallega í gríni. Intersex fólk hefur haldið í alþjóðlega hugtakið á meðan eikynhneigt fólk hefur meira að segja íslenskað styttinguna ace (af e. asexual) og myndað nafnorðið ás. Það var líka hinsegin fólk sjálft sem ákvað að endurheimta gamla skammaryrðið hinsegin.


ÖRVIÐTAL Nafn, fornafn, aldur? Hugrún Britta, er 23 ára og langflestir segja hún þegar talað er um/við mig. Og ég er sátt með í rauninni öll fornöfn en nota sjálf fornafnið hún.

Sýnileiki og ósýnileiki Í enskumælandi löndum hafa tilraunir til að endurheimta orðið queer, sem er að mörgu leyti sambærilegt orðinu hinsegin, gengið misvel. Jafnan eru skammstafanir notaðar, en misjafnt er hvort talað er um LGBT fólk, LGBTI fólk, LGBTIQ+ fólk, LGBTIAPQ+ fólk o.s.frv. Allt fer það eftir því hversu langt hver vill ganga í sýnileika þeirra hópa sem falla undir hinsegin regnhlífina, eða í raun hversu mikinn fórnarkostnað viðkomandi er tilbúinn til þess að færa og þá hvaða hópa eigi að gera ósýnilega hverju sinni. Þegar kemur að sýnileika takast þannig á tvö sjónarmið í umræðum um hinsegin orðaforða og þau orð sem er viðeigandi að nota hverju sinni. Orðanotkun getur nefnilega bæði aukið sýnileika og minnkað hann. Sértæk orð um ákveðna hópa auka sýnileika þeirra, en regnhlífarhugtak á borð við hinsegin þurrkar út línurnar milli skilgreininga á sama tíma og það undirstrikar sameiginlega þætti í reynslu okkar allra. Þannig hefur stórsigur hugtaksins hinsegin vakið blendnar tilfinningar meðal sumra homma og lesbía, sem þurftu að berjast fyrir því að fá að nota skilgreiningarnar sínar á sínum tíma. Á móti kemur að fólkinu sem tilheyrir

þeim hópum sem voru yfirleitt ekki nefndir í tengslum við hinsegin réttindi er ekki lengur sleppt í opinberri umræðu, heldur fá nú að vera hluti af menginu. Orðið hinsegin er að mínu mati sterkt hugtak sem getur aukið samstöðu meðal ólíkra hópa og getur líka gengið fyrir fólk sem hefur ekki þörf á nánari skilgreiningu fyrir hinseginleika sinn. Við þurfum samt líka að muna að tilgreina ákveðna hópa þegar það á við, í nafni sýnileikans og virðingarinnar fyrir sjálfskilgreiningu fólks. Orðin sem við hinsegin fólk höfum valið okkur eru nefnilega falleg og skipta mörg okkar miklu máli. Að lokum Mikilvægast er að við höfum sjálf valdið til þess að ákveða hvað við viljum láta kalla okkur og að meirihlutasamfélagið fylgi okkar fordæmi. Til þess þurfum við áframhaldandi fræðslu um hinsegin veruleika og ekki síst að vera óhrædd við að taka okkur pláss í tungumálinu. Við megum vera til, við megum skilgreina okkur ef við viljum og við megum gera kröfu um að annað fólk virði skilgreiningar okkar. Það er svo óendanlega dýrmætt að geta sagt hver við erum.

9

Hver er þín fyrsta hinsegin minning? Mín fyrsta hinsegin minning er... vá það eru svo margar að ég rugla þeim öllum saman. Örugglega þegar ég var skotin í vinkonu minni þegar ég var 10 ára. Ég vissi ekkert að þetta væru hinsegin minningar fyrr en mörgum árum seinna samt. Ég er pan og fattaði það þegar ég var í 9. eða 10. bekk en hafði verið skotin í stelpum áður án þess að átta mig á því. Það var alltaf sjálfgefið að ég væri hrifin af strákum þannig þegar ég var hrifin af stelpum skildi ég ekki alveg hvað það var og hvað það þýddi fyrir mér. Mér fannst drekinn í Shrek geggjað sæt til dæmis sem átti að vera kvenkyns. En það er dreki þannig... Hahah. Hver er þín helsta hinsegin fyrirmynd? King Princess er uppáhalds hinsegin tónlistargúrúið mitt þessa dagana. Annars er Sólrún Mjöll systir mín stærsta fyrirmynd mín í tónlist og lífinu en hún er líka hinsegin þannig ætli það sé ekki bara hún. Hvað gleymdist að segja þér þegar þú varst ungmenni? Það sem gleymdist að segja mér þegar ég var lítil er að heimurinn er ekki búinn til fyrir einstaklinga heldur stóra hópa af fólki sem geta hagað sér eins og farið eftir óskrifuðum reglum. Foreldrar mínir voru hins vegar mjög duglegir að hvetja mig áfram að vera ég (hvað sem það er) og synda á móti straumnum. Það gleymdist bara að láta mig vita að það getur verið einmanalegt og mjög ógnvekjandi en ekki bara spennandi og skemmtilegt eins og það lítur oft út fyrir að vera. En mér finnst ég mest heppin að eiga svona opna og góða foreldra sem eru alltaf tilbúnir að taka á móti mér eins og ég er. Það gerir allt minna einmanalegt og ógnvekjandi.


Hinsegin er regnhlífarhugtak yfir fólk með kynhneigð, kynvitund, kyneinkenni og/eða kyntjáningu sem fellur ekki að ríkjandi viðmiðum samfélagsins.

Frekari upplýsingar og aðstoð: Samtökin ’78 – Félag hinsegin fólks á Íslandi www.samtokin78.is skrifstofa@samtokin78.is s. 552 7878 Opnunartími skrifstofu er alla virka daga kl. 13-16.

Hinsegin fólk er m.a. hommar, lesbíur, tvíkynhneigðir, pankynhneigðir, eikynhneigðir, trans fólk og intersex fólk.

Einnig bendum við á upplýsingavef Samtakanna ‘78 www.otila.is fyrir frekari upplýsingar um hinsegin hugtök, reynslusögur og hinsegin hugmyndafræði.

Myndskreyting: Hinsegin félagsmiðstöðin

HVAÐ ER HVAÐ ER KYNVITUND

? HVAÐ ER KYNHNEIGÐ

?

Kynhneigð segir til um það hverjum fólk verður skotið í, ástfangið af og/eða laðast að. Kynhneigð er allskonar, getur breyst með tímanum og er mismunandi hjá hverjum og einum. Fólk getur laðast að einhverjum af öðru kyni, af sama kyni, að tveimur eða fleiri kynjum en fyrir öðrum skiptir kyn ekki máli þegar kemur að aðlöðun. Sum laðast lítið eða ekkert að öðru fólki. Sumum hentar að skilgreina kynhneigð sína en öðrum ekki.

Kynvitund segir til um hvernig við viljum lifa og vera í okkar kyni. Kynvitund hefur ekkert með kynfæri, líffræði eða útlit að gera, heldur með upplifun okkar af eigin kyni. Sumt fólk er með kynvitund í samræmi við það kyn sem það fékk úthlutað við fæðingu (þ.e. það kyn sem gert er ráð fyrir út frá kynfærum) og kallast það að vera sískynja. Aðrir eru með kynvitund sem samræmist ekki því kyni sem það fékk úthlutað við fæðingu og kallast það að vera trans.

Gagnkynhneigð: Samkynhneigð: Tvíkynhneigð: Pankynhneigð: Eikynhneigð: BDSM-hneigð:

Sískynja:

að laðast að fólki af öðru kyni að laðast að fólki af sama kyni (hommar/lesbíur) að laðast að fólki af fleiri en einu kyni að laðast að fólki óháð kyni að laðast lítið eða ekkert að öðru fólki að laðast að fólki sem deilir löngunum um samþykk og meðvituð valdaskipti

HVAÐ ERU KYNEINKENNI? Kyneinkenni segja til um hvernig líkaminn okkar starfar og hefur því eingöngu með líffræði að gera. Kyneinkenni ná t.d. yfir hormónastarfsemi líkamans, litninga og ytri og innri kynfæri. Sumir einstaklingar fæðast með kyneinkenni sem falla ekki að ríkjandi hugmyndum um karl- og kvenlíkama og kallast það að vera intersex. Til eru margar útgáfur af því að vera intersex. Hjá sumum sést það strax við fæðingu, hjá öðrum við kynþroska, öðrum mun seinna og hjá sumum kemur það aldrei í ljós.

Trans kona: Trans karl: Kynsegin:

Kynleiðrétting:

HVAÐ ER KYNTJÁNING? Kyntjáning segir til um hvernig við tjáum kyn okkar út á við, svo sem hvernig við klæðum okkur, berum okkur, tölum, klippum hárið okkar og hvernig almennt fas okkar er. Frá blautu barnsbeini er okkur kennt hvernig fólk eigi að vera út frá kyni og er það iðulega tengt við staðalmyndir kynjanna. Karllæg kyntjáning:

Markkynja:

Intersex:

að fæðast með dæmigerð kyneinkenni sem falla að stöðluðum hugmyndum um hvernig líkamar kvenna og karla líta út eða starfa að fæðast með ódæmigerð kyneinkenni sem stangast á við staðlaðar hugmyndir um hvernig líkamar kvenna og karla líta út eða starfa

manneskja sem er sátt við það kyn sem hún fékk úthlutað við fæðingu er kona sem var úthlutað karlkyni við fæðingu er karl sem var úthlutað kvenkyni við fæðingu manneskja sem tengir hvorki við að vera karl eða kona, er blanda af hvoru tveggja eða flakkar á milli læknisfræðilegt ferli sem sumt trans fólk fer í, t.d. aðgerðir, taka inn hormón o.s.frv.

er í samræmi við ríkjandi hugmyndir um hvernig karlar eiga að tjá kyn sitt Kvenlæg kyntjáning: er í samræmi við ríkjandi hugmyndir um hvernig konur eiga að tjá kyn sitt Óræð eða ódæmigerð kyntjáning: er á einhvern hátt á skjön við ríkjandi hugmyndir um hvernig fólk eigi að tjá sig út frá kyni


Queer is an umbrella term for people whose sexual orientation, gender identity, sex characteristics and/or gender expression does not conform to societal norms and expectations.

For more information and support: Samtökin ’78 – The National Queer Organisation of Iceland www.samtokin78.is skrifstofa@samtokin78.is tel. 552 7878 The office is open every weekday from 1pm to 4pm

The queer umbrella includes (but is not limited to) trans people, gay men, lesbians, bisexual, pansexual, asexual and intersex people.

For further information on queer terminology, stories of personal experience and queer theory, please visit Samtökin ‘78’s information website www.otila.is

Illustration: The Queer Youth center

WHAT IS WHAT IS GENDER

RIENTATION?

WHAT IS SEXUAL O

Sexual orientation describes who a person is attracted to or falls in love with. Sexual orientation is unique to each individual. It can be static or change over time. People can be attracted to individuals of the same gender, of another gender, more than one gender and for some people gender is not a factor in their attraction. Some people experience little or no attraction to other people. Some people choose to name or label their sexual orientation, but others do not. Heterosexual: Homosexual: Bisexual: Pansexual: Asexual: BDSM orientation:

attraction to people of a different gender (straight) attraction to people of the same gender (gay/lesbian) attraction to people of more than one gender attraction to people regardless of their gender experiencing little or no sexual attraction towards other people attraction to people that share a need for consensual and negotiated power exchange

WHAT IS GENDER EXPRESSION? Gender expression is how people communicate their gender through body language, clothing and hairstyle, behaviour and so on. Gender expression is often viewed on a spectrum between masculinity and femininity and is imprinted in people from an early age. Ideas about gender and gender expression are culturally informed and often based on stereotypes. Masculine gender expression: aligns with societal expectations for men Feminine gender expression : aligns with societal expectations for women Androgynous gender expression: can be a combination or interplay of masculinity and femininity into an ambiguous form Atypical/gender non-conforming gender expression: does not conform to stereotypical or societal expectations of gender

IDENTITY

Gender identity is about one’s own sense and feelings of gender. Gender identity is not about genitals, biology or appearance, but rather about how we experience our gender. Some people’s gender identity aligns with the gender they were assigned at birth (i.e. the gender which is assumed based on their genitalia); in other words, they are cisgender. Other people’s gender identity does not align with the gender they were assigned at birth; in other words, they are trans (sometimes referred to as transgender). Cisgender:

a person whose gender identity aligns with the gender they were assigned at birth Transgender: an umbrella term for people whose gender identity does not match the gender they were assigned at birth Trans woman: a woman who was assigned male at birth Trans man: a man who was assigned female at birth Non-binary: someone who does not identify as either a man or a woman, but perhaps in between, as both or neither. Some prefer genderqueer or another term Gender confirmation / transitioning: a medical process some trans people go through e.g. taking hormones or having surgery

S

WHAT ARE SEX CHARACTERISTIC Sex characteristics are about biology. Sex characteristics are e.g. our hormones, chromosomes and reproductive organs, both internal and external. Most people are born with sex characteristics that align with typical male or female bodies. However, some people are born with sex characteristics that do not fit these norms. Some people who have atypical sex characteristics use the term intersex to describe themselves. Endosex: Intersex:

people born with sex characteristics that align with typical male or female bodies people born with sex characteristics that do not fit the typical definition of male and female bodies


Hin n gött

12


nsegin n ttuleikhús Texti: Ásgeir Helgi Magnússon, hann, 39 ára Sköpunargleðin og litadýrðin verða í fyrirrúmi á Hinsegin dögum og þá sér í lagi hjá þeim átta ungmennum sem skipa götuleikhús Hinsegin daga. Götuleikhús hafa verið gríðarlega vinsæl á hverju sumri og kryddað menningarlíf miðborgarinnar með áhugaverðum listviðburðum sem nýta sköpunarkraft ungmenna til að halda götum borgarinnar litríkum og lifandi. Með hinsegin götuleikhúsi er áhersla lögð á að varpa ljósi á upplifanir ungs hinsegin fólks og að koma þeirra málefnum og skoðunum á framfæri, á sama tíma og skemmtun og fögnuður fjölbreytileikans er í fyrirrúmi. Útkoman er ákveðinn samfélagsspegill sem veitir innsýn í fjölbreytta tilveru hinsegin fólks og hinsegin ungmenna sem eru aktíft að taka skref út á við og tilbúin að deila sínu einstaka litrófi í stærra og opnara samfélagi. Verkefnið Hinsegin götuleikhús gengur út á þátttöku og frumkvæði ungmenna í listsköpun og að virkja þau til þátttöku í mótun hinsegin menningar á Íslandi. Verkefnið stuðlar að því að hinsegin ungmenni fái vettvang til þess að koma sínum skoðunum, málefnum og hugðarefnum á framfæri. Þeirra rödd er mikilvæg og þarf að heyrast. Ungmennin átta eru á aldrinum 15 til 18 ára og hafa fjölbreyttan bakgrunn og reynslu í listum. Í aðdraganda

hátíðarinnar hafa þau unnið undir handleiðslu fjöllistakonunnar Kimi Tayler. Við ræddum aðeins við Kimi og spurðum hana út í verkefnið. Hver er listamanneskjan Kimi Tayler? Í listinni þá get ég bara ekki haldið mig á einu sviði! Ég nýt þess að blanda saman ólíkum miðlum í sköpun og sjá hver útkoman verður. Ég byrjaði í myndlist, fór þaðan yfir í sviðslistir og svo áfram í uppistand. Að mínu mati er alveg fráleitt að reyna skilgreina sig of þröngt í listinni. Oftar en ekki finnst mér best að rýna í kjarnann á þeim hugmyndum sem ég er að vinna með og sjá þar hvaða lausnir eru best til þess fallnar að vinna verkið áfram - hvort sem það eru teikningar, skúlptúrar úr pappamassa, uppsetning á þögulu-diskóteki, teppavirki eða að nota þær aðferðir sem ég hef tileinkað mér í uppistandinu. Fyrir mig sem listamanneskju snýst þetta um að finna leiðir til þess að skapa frásagnir og miðla gleði, jafnvel þegar viðfangsefnið er erfitt umfjöllunar. Það gerast líka svo töfrandi hlutir þegar listin er tekin út úr sýningarsölum og leikhúsrýmum, þú nærð allt annarri tengingu við áhorfendur í götuleikhúsi og gjörningum en þú gerir í hefðbundnum rýmum. Hvað heillar þig við að vinna með ungmennum? Ég held að hver einasta kynslóð ungmenna hafi sitt „vibe“ sem fer svolítið eftir menningu hvers tíma. Mér finnst stórkostlegt hvað þessi kynslóð hér er skýr, skelegg og sjálfsörugg. Þegar ég var á þeirra aldri var ég varla komin út. Þau eru óhrædd við að láta í sér heyra 13

og í gjörningum á götum borgarinnar eiga þau eftir að ná til ótal hópa í samfélaginu. Ég veit að þetta mun verða frábært lærdómsferli fyrir okkur öll sem að verkefninu koma. Ég er nú þegar stolt af þeim og við erum varla byrjuð. Hverju eigum við von á frá Hinsegin götuleikhúsinu? Búist við hinu óvænta! Þegar þú vinnur með ungu listafólki sem hefur svona mikla sköpunargáfu og kraft þá veistu að eitthvað spennandi mun gerast. Ég er bara hér til að koma hugmyndum þeirra í góðan farveg og sjá til þess að þær verði að veruleika. Með allt þetta pláss sem þeim býðst og alla þessa fjölbreytni af sköpunargáfum sem eru að fara í þetta verkefni held ég að eitthvað geggjað, tilraunakennt og mikilvægt sé að fara gerast; og ég elska að ég hef ennþá ekki hugmynd um hvað það verður! Af hverju er þetta mikilvægt verkefni? Það að raddir hinsegin ungmenna fái að hljóma er svo mikilvægt. Þetta verkefni skapar ekki aðeins tækifæri til að koma listafólkinu saman, heldur einnig til að leyfa því að tengjast og fá áheyrn utan LGBTQIA+ samfélagsins. Eftir 18 mánuði af samkomutakmörkunum er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að skapa áhrifamikil verk sem höfða til og tengjast fólki í raunheiminum. Fylgið götuleikhúsinu á Instagram @reykjavikpride & www.hinsegindagar.is/gotuleikhus.


Eyrún Didziokas, hán, 18 ára

Kynseginleiki og samfélagið

14


Þegar við erum pínulítil erum við bara við sjálf. Ég hef alltaf verið kynsegin, ég hef alltaf búið yfir hinsegin kyni, en þegar ég var lítið var það ekki í boði. Ég man eftir því að hafa klippt hárið á mér stutt, vegna þess að mér fannst það flott, og fengið hrós fyrir það. Mér var hrósað fyrir að vera stelpa sem þorði að klippa á sér hárið, eins og ég væri með því að fórna kvenleika mínum til þess að ögra kerfinu. Þær samfélagslegu reglur sem valda þessu eru svo inngrónar í kollinum á okkur að flest áttum við okkur ekki einu sinni á því að þær séu skaðlegar. Börnin okkar eru mótuð af umhverfi sínu, þeim kennt hvað henti þeim og hvað ekki án þess að nokkur geri minnstu tilraun til að komast að því hvaða persónu þau geyma. Litlum stelpum er kennt að með því að klippa af sér allt hárið séu þær ekki litlar stelpur lengur, og litlum strákum er kennt að dirfist þeir að klæðast bleiku afsali þeir sér þar með karlmennsku sinni. Ég hef heyrt leikskólabörn segja hluti eins og: „Af hverju ertu stelpa ef þú ert með stutt hár?“ „Hún vill ekki leika sér með þetta, hún er stelpa.“ og „blár er strákalitur.“ Þetta er ekki þeim að kenna, kyn er lærð hegðun. Kyn er eitthvað sem börnum er kennt frá því þau fæðast. Kynjahlutverk og kynjaðir fordómar er eitthvað sem börn læra af umhverfi sínu, þessu eitraða umhverfi sem mótað er af viðhorfinu um „baráttu kynjanna“ sem er viðhaldið af okkur. Þessar lífsreglur og viðhorf sem börnin okkar erfa frá okkur valda kynbundnu ofbeldi, tilfinningalegri bælingu og fordómum gagnvart hinsegin fólki. Afleiðingarnar valda meiri skaða en við getum ímyndað okkur og styrkja grunnstoðir feðraveldisins. Með hverju barni sem elst svona upp bætum við einum múrsteini við uppistöður kynjakerfisins og það verður erfiðara og erfiðara að berjast gegn því. Það er ekki sjálfsagt fyrir nokkurt barn að fá að hvíla í sínu sjálfi í okkar samfélagi. Þetta orsakast af samspili endalausra lítilla hluta sem við tökum varla eftir í daglegu lífi. Ágæt dæmi eru fötin sem við klæðum börnin okkar í,

hárgreiðslan sem við veljum fyrir þau og dótið sem við kaupum handa þeim. Áður en við kynnumst barninu okkar höfum við séð fyrir okkur bláa skyrtu, stuttklippt hár og dótabíl eða bleikan kjól, tíkarspena og barbídúkku. Við segjum þeim hver þau eru áður en þau fá ráðrúm til að komast að því sjálf. Réttur okkar til að skoða eigin kynvitund og lifa samkvæmt henni er því tekinn frá okkur. Við fáum aldrei að ákveða hvernig okkur líður best eða hvað hentar okkur sem einstaklingum best, það er búið að ákveða það fyrir okkur um leið og við fæðumst. Ég man eftir því að hafa reynt að streitast á móti og hvað það var sárt og er það enn í dag, þegar fólk hrinti mér aftur ofan í stelpukassann. Ég man eftir því að hafa steytt hnefann í átt að reglunum, en sama hvað ég reyndi þá sigraði kynjakerfið alltaf að lokum. Það er erfitt að losna úr kassanum, því allt okkar líf hefur samfélagið reynt að troða á okkur orðum og skilgreiningum sem henta okkur ekki, sagt okkur að við eigum að haga okkur á ákveðinn hátt, vera einhver sem við erum alls ekki. Það er svo langt síðan ég var trútt sjálfu mér að ég man ekki hver ég er lengur. Ég get ekki lengur greint á milli þess sem samfélagið vill og þess sem ég vil. Við eigum við ofurefli að etja þegar við ögrum samfélaginu með tilvist okkar einni saman. Það er erfitt ferli að leita innra með sér að þeirri manneskju sem hefur orðið undir. Það er erfitt að passa ekki inn í það sem samfélagið kallar venjulegt og það er erfitt að vera þetta hinsegin kyn. Í fullkomnum heimi fengjum við öll að lifa án skilgreininga og nokkurrar hugsunar um hvaða þýðingu okkar tjáning og hegðun hefði fyrir okkar sjálfsmynd. Þá væri ekkert „hefðbundið kyn“ og „hinsegin kyn“. Í slíkum heimi fengjum við að stíga okkar fyrstu skref sem við sjálf, en ekki staðalímyndin af því sem við eigum að vera. Í fullkomnum heimi væri kyni ekki þvingað upp á hvern einasta einstakling sem fæðist. Því þannig erum við öll innst inni. Við erum

bara við sjálf, bara fallegar og marglitar mannverur. Við höfum öll okkar kynvitund, og það eru til jafnmargar útgáfur af henni og við erum mörg. Engin kynvitund er eins, enda upplifir engin manneskja heiminn á sama hátt. Ein kona upplifir sitt kyn ekki á sama hátt og önnur, því tilfinningar þeirra og hugar eru svo ólíkir og einstaklingsbundnir. Þrátt fyrir það skiptum við mannkyninu í tvo kassa, sem er langt frá því að vera raunhæft því við þyrftum tæpa átta milljarða kassa til að ná að flokka öll rétt. Í nútímatali og -hugsun eru hugtökin kvenleiki og karlmennska þröngir kassar sem einungis brotabrot fólks sem skilgreinir sig sem karl eða konu passar inn í, fyrir utan allt fólkið sem fellur utan kynjatvíhyggjunnar og finnur sig alls ekki í þessum hugtökum sem samfélagið telur nauðsynleg. Kvenleiki og karlmennska eru gildishlaðin hugtök, þau þarf að víkka og opna, skapa rými fyrir fleira fólk innan þeirra og utan þeirra. Þau eru ekki kassar í eðli sínu, þau eru róf eða landslag, stöðuvatn eða regnbogi. Karlmennska og kvenleiki er alls konar en þau eru ekki einu möguleikarnir, það er alls konar til utan þeirra sem við þurfum að viðurkenna. Kynjakassarnir okkar tveir eru einungis tvö pínulítil sólkerfi í óteljandi stjörnuþokum og vetrarbrautum. Ekkert okkar er eins, og það sem mér finnst fallegast við það að vera kynsegin er að geta viðurkennt það. Kynseginleiki viðurkennir og ýtir undir hugmyndina um að hver kynvitund sé einstök. Við slítum okkur frá kössunum og takmörkunum þeirra og látum okkur fljóta um í þeim endalausa hafsjó sem það að vera kvár er. Kynsegin fólk er lifandi sönnun þess að við erum ekki jafn einföld og við eitt sinn héldum.


Hólmaslóð 4, 101 Reykjavík

HINSEGIN DAGAR OFFICIAL SPONSOR

www.omnomchocolate.com


Miðar hægt Texti: Daníel E. Arnarsson, hann, 31 árs

ILGA-Europe, samband hinsegin fólks í Evrópu og Mið-Asíu, gefur út Regnbogakort á ári hverju. Á bakvið kortið liggur mikil greiningarvinna við að greina réttarstöðu hinsegin fólks í hverju landi beggja álfanna. Samtökin ’78, Trans Ísland og Intersex Ísland aðstoða ILGAEurope við gagnaöflun íslenska kaflans, en samhliða kortinu er gefin út ítarleg skýrsla um stöðuna, hvað megi betur fara og hvert ætti að stefna. Hvar stöndum við nú? Regnbogakortið er uppfært í maí ár hvert. Í maí 2021 fékk Ísland 52%, sem þýðir að 52% af lagalegum skilyrðum sem ILGA-Europe setur upp eru uppfyllt á Íslandi. Árið 2017 var Ísland með 47% og því höfum við bætt við okkur um eina prósentu á ári, sem er mun hægari gangur en æskilegt er. Enn er Ísland neðst á meðal Norðurlandanna þó að munurinn hafi minnkað síðustu ár. Sú bætta staða sem orðið hefur á Íslandi má að flestu leyti rekja til laga um kynrænt sjálfræði. Markmið þeirra laga er að tryggja rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt og miða þannig að því að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar. Einnig er lögunum ætlað að standa vörð um rétt einstaklinga til líkamlegrar friðhelgi. Því miður ná lögin þó ekki að vernda allt intersex fólk, og því fær Ísland ekki einkunn fyrir það atriði. Öll atriði er hægt að sjá á heimasíðu Regnbogakortsins, rainbow-europe.org (á ensku) og á heimasíðu Samtakanna ’78, samtokin78.is (á íslensku). Stefnum fram á við Það er nóg eftir í hinsegin baráttunni og möguleikar til umbóta margir. Hér skulum við þó aðeins skoða þau atriði sem Regnbogakort ILGA-Europe tekur á og hver staðan í þeim málum er á

Íslandi. Listinn er alls ekki tæmandi en Samtökin ’78 vinna nú að skýrslu þar sem Regnbogakortið allt er greint með tilliti til þess sem mögulegt er að bæta á allra næstu misserum.

á mismununarbreytum er skýr, þ.e.: „… kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.“

Stjórnarskrá Íslands Þessi punktur snýr að mismununarkafla stjórnarskrár. Til að uppfylla skilyrði ILGAEurope þá þarf að uppfylla að minnsta kosti eitt eftirfarandi atriða: - Að í stjórnarskrá sé grein gegn mismunun þar sem sérstaklega er tekið fram að ekki megi mismuna á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar eða kyneinkenna.

Meðferð gegn hinseginleika (conversion therapy) Meðferð við hinseginleika (e. conversion therapy) á sér nokkrar birtingarmyndir en þær tengjast því að hinsegin fólk er bælt eða því haldið niðri, jafnvel pyntað eða beitt ofbeldi í þeim tilgangi að það „hætti að vera hinsegin“. Þekktasta dæmið um þetta er „afhommun“ Gunnars í Krossinum sem bæði hann og Snorri í Betel töluðu reglulega um eða vísuðu til upp úr aldamótum.

- Að stjórnarskrá innihaldi almenna eða tvíræða grein gegn mismunun, en skilningur greinarinnar er sá að mismunun vegna kynhneigðar, kynvitundar eða kyneinkenna er bönnuð með greininni. Þetta verður að rökstyðja t.d. með gögnum úr undirbúningsvinnu stjórnarskrár, löggjafarsögu, lögskýringargögnum, með greinargerð eða dómaframkvæmd. - Að stjórnarskráin banni óbeint mismunun vegna kynhneigðar, kynvitundar eða kyneinkenna, t.d. með því að lýsa yfir að Mannréttindasáttmáli Evrópu sé hluti af stjórnarskránni eða hafi aðra stjórnskipulega stöðu (t.d. með yfirlýsingum stjórnvalda). Á Íslandi eru teknar fyrir nokkrar mismununarbreytur en engin þeirra snýr að kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu. Eins er engin tvíræð grein gegn mismunun sem hægt er að rökstyðja með lögskýringargögnum, að t.d. 65. gr. stjórnarskrárinnar skuli ná yfir mismununarbreytur er tengjast hinseginleikanum þar sem upptalning 17

Skilyrði ILGA-Europe til að uppfylla þetta atriði nær til löggjafar og/eða stefnu sem bannar meðferð sem byggir á þeirri forsendu að kynhneigð sé geðröskun eða annars konar röskun sem hægt sé að lækna eða fjarlægja. Á Íslandi eru engin lög sem fjalla beint um þetta atriði. Þó má færa rök fyrir því að hægt væri að gera lagabreytingu á læknalögum, nr. 53/1988, en hættan er sú að þau verði þá óþarflega sértæk á nákvæmlega þessu sviði. Maltneska þingið fór þá leið að setja heildarlög um hinsegin fólk, að intersexfólki undanskildu. Í þessum lögum er til dæmis bann við þessum meðferðum mjög skýrt (Affirmation Of Sexual Orientation, Gender Identity and Gender Expression Act, nr. 567). Blóðgjafir Þessi punktur nær til þess þegar ekki er bannað með lögum, reglugerð eða stjórnsýsluákvæði að gefa blóð eða hvers konar líkamsvef á grundvelli kynhneigðar


ÖRVIÐTAL

eða kynvitundar. Öll frestunartímabil þurfa að vera innan marka og réttlætanleg. Þetta á einnig við þegar heilbrigðisyfirvöld tryggja að: - Ákvarðanir um tímatakmarkanir séu teknar á einstaklingsgrundvelli og byggðar á áhættumati tengdu kynhegðun almennt en ekki kynhneigð eða kynvitund. - Kynferðisleg saga þess sem gefur blóð er meðhöndluð án fordóma.

Nafn, fornafn, aldur? Gógó Starr, hún/hann, tuttugu og eitthvað.

- Skjöl og gögn séu ekki notuð til að mismuna körlum sem hafa mök með körlum eða trans fólki.

Hvað gleymdist að segja þér þegar þú varst ungmenni? Að það væri valmöguleiki að vinna í fullu starfi sem dragdrottning. Hverjum datt það í hug?

Á Íslandi er mjög skýrt bann við því að karlmaður sem hefur haft mök við annan karlmann megi gefa blóð. Eins ef einhver hefur sofið hjá karlmanni sem hefur haft mök við annan karlmann, þá má sá aðili heldur ekki gefa blóð. Samtökin ’78 hafa tekið afstöðu í málinu og aðalfundur samþykkti ályktun en þar segir m.a.:

Hvernig myndir þú vilja hafa elliheimilið? Elliheimilið? Afsakið mig, ég verð að játa að ég er alveg núll búin að pæla í því. Ég verð ung að eilífu, takk fyrir. En svona fyrst þú spyrð þá hugsa ég að þar þurfi að vera gott svið fyrir reglulegar skemmtanir og sýningar og ég vil vera umkringd öðru hinsegin fólki – straight liðið má halda sér einhvers staðar annars staðar. Það væri líka mjög nett ef þetta elliheimili væri á skemmtiferðaskipi eða eitthvað álíka flippað. Og að sjálfsögðu þarf fordómalaust og vel frætt starfsfólk – það er soldið möst. Hvernig viltu taka þátt í hinsegin samfélaginu? Ég reyni að koma hinsegin list á stærri vettvang og vinn stöðugt að því að ungt fólk sem hefur áhuga á dragi hafi svið til að koma fram á og senu til að taka þátt í.

Aðalfundur Samtakanna ´78 beinir því til stjórnvalda, heilbrigðisráðherra og Blóðbankans að aflétta þeirri hrópandi mismunun sem felst í því að meina karlmönnum sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum, t.a.m. hommum, tvíog pankynhneigðum körlum, að gefa blóð. Samkvæmt núgildandi reglum Blóðbankans má ekki undir neinum kringumstæðum gefa blóð ef maður er karlmaður sem hefur haft samfarir við sama kyn, eða ef rekkjunautur er karlmaður sem hefur sofið hjá karlmanni. Hér er ekki á neinn hátt tekið tillit til kynhegðunar að öðru leyti. Í reglum Blóðbankans felast því gamalgrónir fordómar þar sem kynlíf hinsegin karla er flokkað sem áhættuhegðun algjörlega óháð öðrum þáttum, t.d. sambandsstöðu. Í vefkönnun Samtakanna ´78, sem framkvæmd var haustið 2020, kemur skýrt í ljós að yfirgnæfandi meirihluti þeirra 140 einstaklinga sem tóku þátt í könnuninni telja að hverfa þurfi frá þessum úreltu reglum sem viðhalda fordómum gagnvart þeim einstaklingum sem flokkast undir MSM. Eðlilegast væri að skima alla blóðgjafa fyrir áhættuhegðun í kynlífi. Mikill meirihluti svarenda taldi hugmyndir um að krefja hinsegin karla um ákveðinn skírlífistíma fyrir blóðgjöf niðurlægjandi. Lög um hatursglæpi og hatur Til að uppfylla skilyrði ILGA-Europe þarf að vera skýrt í lögum að glæpir gegn hinsegin fólki séu hatursglæpir og að möguleiki sé á refsiþyngingu vegna þeirra. Á Íslandi er engin skilgreining á hatursglæpum og ekkert í lögum sem 18

fjallar sérstaklega um hatursglæpi. Í skýrslu ríkislögreglustjóra frá 2008 segir m.a.: „Lög er fjalla um hatursglæpi geta verið mismunandi en talið er að hægt sé að setja þau í þrjá flokka. Í fyrsta lagi má nefna lög við broti sem þegar eru við lýði, ef það brot er framið þar sem fórnarlambi er mismunað fellur brotið undir aðra grein í lögunum. Þessi aðferð er ekki algeng en segja má að með breytingum á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, árið 1973 hafi íslensk stjórnvöld notast við fyrrgreinda aðferð. Árið 1973 var með lögum nr. 96/1973, um breytingu á almennum hegningarlögum, bætt inn 233. gr. a sem tekur sérstaklega á mismunun. Algengasta aðferð ríkja er að hafa t.a.m. klausu í grein um líkamsárásir þar sem heimilað er að þyngja dóm þegar sannað er að fórnarlambi hafi verið mismunað. Ýmis vandkvæði fylgja þessari aðferð, m.a. getur verið erfitt að greina hversu oft dómari hefur ákveðið að þyngja dóm yfir sakborningi eftir aðildarríkjum. Þriðja leiðin er að ríki hafi lög um hatursglæpi en geri engar breytingar á hegningarlögunum.“ Í almennum hegningarlögum er átta sinnum minnst á „þyngingu refsingar“ en í þeim tilfellum er ekkert sem viðkemur hinsegin fólki eða þeim mismununarbreytum sem unnið er eftir. Almenn lög er varða hinsegin fólk og alþjóðlega vernd Í raun er þessi punktur sá einfaldasti, eina krafan sem er sett fram af ILGA-Europe er að í lögum um alþjóðlega vernd, útlendingalögum í okkar tilfelli, sé minnst á mismununarbreyturnar kynhneigð, kynvitund og kyneinkenni og þá í þeim tilgangi að einstaklingurinn eigi að fá frekari vernd vegna þeirra. Á Íslandi er hinsegin fólk ekki á meðal þeirra hópa sem nefndir eru undir liðnum „Einstaklingar í sérstaklega viðkvæmri stöðu“. Þrátt fyrir að finna megi lögskýringargögn sem tæpa á þessum breytum þá náðu þær ekki fram að ganga og enduðu ekki í lögum. Vegna þessa þá uppfyllir Ísland engin skilyrði fyrir þessa kröfu. Eins og hér má lesa þá er nóg eftir í baráttu hinsegin fólks. Við í Samtökunum ’78 munum aldrei hætta baráttunni. Þú getur lagt okkur lið með því að gerast Regnbogavinur eða skrá þig sem sjálfboðaliða. Ég hvet þig til að skoða heimasíðuna okkar, en þar er margt gagnlegt og skemmtilegt. Höldum áfram, öll sem eitt!


ÁST FRAM VEGINN! Samstaða er besta leiðin í baráttunni fyrir opnara samfélagi. Gleðilega hátíð!


Með tilkomu raunveruleikasjónvarpsins hefur fjölbreytni mannlífsins fengið æ meiri sýnileika á öldum ljósvakans. Þessu verður að fagna því að sýnileiki skiptir máli, og þá sérstaklega fyrir hinsegin fólk. Íslenskt sjónvarp er þar engin undantekning en þættirnir Æði, sem sýndir voru nýlega á Stöð 2, færðu þyrstri þjóð nýja stjörnu. Bassi Maraj er stjörnuregn á næturhimni, glimmersprengja á stærsta vagni

hinseginleikans, óskilgetið afkvæmi Páls Óskars og Lady Gaga, frelsistákn nýrrar kynslóðar og astmapúst hverrar þreyttrar sálar. Það var því eiginlega mikilvægt að fá einmitt Bassa til að semja lag Hinsegin daga í ár. Fyrir þau sem eldri eru og kannski ekki jafn innvígð í tungutak yngri kynslóðarinnar má benda á orðskýringalista neðst í greininni.

20

Hvaðan ertu? Ég er alinn upp í Voginum og bjó ógeðslega lengi þar. Svo flutti ég í Mosó, og svo flutti ég í miðbæinn og bý núna þar með kanínunni minni henni Oreoniku Tanyu Maraj, en ég er samt að spá í að fá mér aðra af því mér finnst eins og hún þurfi systur. Hvernig var að alast upp í Grafarvogi? Það var alveg ratchet, ég var alveg ghetto

Texti: Símon O. Símonarson, hann, 47 ára

BASSI MARAJ ER MEÐ LAG HINSEGIN DAGA


child. Eða þú veist, ég bjó ekki eitthvað ratchet en það bara er eitthvað ratchet við Voginn. Ég fór einmitt í Rimahverfið um daginn og bara PTSD skilurðu! Af því ég var alveg vandræðaunglingur, þú veist, mér fannst ég vera æði. Always with the spotlight on me! Hvernig hefur ferill þinn þróast? Það var bara dálítið fyndið, ég átti ekkert að vera í Æði en svo beilaði Binni (Glee) og Patti (Patrekur Jaime) hringdi í mig og bað mig um að koma og þá voru allir bara „ohh hann er alveg æði“ þannig að þeir bættu mér bara meira inn í þættina. Var það alltaf draumurinn að verða frægur? Já klárt, mig langaði aðallega að gera einhverja list og annaðhvort leika eða syngja, ég var bara all for it. Ég tók alltaf þátt í Rímnaflæði og öllum svona söngvakeppnum og úff, I can't sing sko. Hvernig vildi það til að þú fórst út í tónlist? Eftir að ég sá Nicki Minaj í fyrsta skiptið í kringum 2009 þá bara úff... þetta er það sem ég vil gera, ég elska hana. Ég hlusta ekki á neina aðra tónlist en Nicki. Nýja lagið þitt náði miklum vinsældum um leið og það var gefið út, var það eitthvað sem þú bjóst við? Ég átti von á að það myndi fá einhverja smá athygli en ekki svona mikið, svo bara púff púff og núna eru fjórir mánuðir síðan ég gaf þetta út og það er geðveikt skrítið að labba inn í Hagkaup og það eru allir bara „úff Bassi Maraj“. Ég fer ekki inn í Hagkaup lengur af því ég er svo hræddur við goons og það er svo mikið af goons í Hagkaup. Hvernig fannst þér að vera beðinn um að semja lag Hinsegin daga í ár? Úff, mér fannst ég verða accepted in the gay community, en ég hef ekki verið on good terms with the gay community, hommar á Íslandi hafa verið að beef-a. Ég er all for everybody en hingað til hafa hommarnir verið að reyna að rakka okkur strákana í Æði niður. Hvernig gekk að semja lagið? Það var alveg pínu áskorun, líka af því ég mátti ekki blóta og það er alveg erfitt. Ég elska að blóta. En það gekk bara vel, ég var bara í stúdíóinu með Martini [framleiðandi] og við vorum bara að hafa gaman. Mig langaði að gera lag sem allir geta dansað við af því að það er eitthvað svo gay að dansa. Um hvað er lagið? Það er bara um að fólk geti ekki breytt

mér, ég er eins og ég er. Ég er alltaf að fara að vita að ég er æði, sama hvað gerist. Er textinn að einhverju leyti saminn til þeirra sem eru ungir og að finna sig? Jú það er alveg svolítið þannig. Ég málaði mig alveg þegar ég var yngri og þegar ég var í búðum og þannig þá átti ég það til að fela löngu neglurnar mínar, af því ég skammaðist mín alveg lengi fyrir að vera hommi. Það var ekki fyrr en í fyrra sem ég hugsaði bara æjj úff fuck it! Af því mér hefur alltaf fundist ég vera æði, en það hefur alltaf verið eitthvað svona in the back of my head. Hver er innblásturinn á bak við textann? Low-key að dissa straight fólk. Ég er bara: ehh úff krakki, horfðu á mig ég er fly, hvað ert þú? Þú ert bara eitthvað basic bitch. Eða fattarðu mig, sérstaklega straight menn og þá er ég ekki að tala um alla straight menn, meira svona fótboltastráka goons, þeir fríka mig út.

Finnst þér mikilvægt að koma hinseginleika á framfæri með tónlistinni þinni? Já og líka þú veist, það er enginn gay rapper á Íslandi og við erum low-key að brjóta múra, við Æði strákarnir, við gerðum fyrsta gay reality TV og ég er fyrsti gay rapper. Að lokum? Ég er æði og ég er alltaf að ljúga að öllum að ég sé 165 sentimetrar af því að mig langar að vera pínulítið krútt. Orðskýringar: Vogurinn – Grafarvogur Ratchet – óbeislað og hrátt PTSD – Áfallastreituröskun Goons – oft notað um ógnandi aðila Beef-a – að takast á Low-key – lúmskt


22


Þáttahorn Unnsteins Unnsteinn Jóhannsson (hann, 38 ára) sló eftirminnilega í gegn í fyrra með „Hlaðvarpshorni Unnsteins“ og er hann nú snúinn aftur. Eins og glöggir lesendur muna vann Unnsteinn í hönnunarversluninni Epal og nýtti því tímann heima til að sjæna með tuskum og spreybrúsum á meðan hann hlustaði á þátt eftir þátt af krassandi hinsegin hlaðvörpum. En nú er öldin önnur og sökum Covid var Unnsteinn meira eða minna iðjulaus heima allt síðasta ár. En það var sannarlega ekki til einskis því hér deilir hann með lesendum sjónvarpsþáttameðmælum sínum.

þessa þætti og persónur þáttanna. Þarna er einhver dýpt sem náði mér við fyrsta þátt og eru Pose þegar orðnir þættir sem ég get horft á aftur og aftur og aftur.

Schitt’s Creek Annaðhvort elskar þú þessa þætti eða þolir þá ekki. Ég reyndar á erfitt með að skilja hvernig er hægt annað en að vilja vera partur af Rose fjölskyldunni, en þættirnir fjalla um líf þeirra eftir að þau missa allt sitt ríkidæmi og flytja í smábæinn Schitt’s Creek. Ef ég ætti að reyna að lýsa þáttunum í fáum orðum myndi ég segja að hér væri þroskasaga forréttindafólks sem á allt og má allt. Lag Tinu Turner, Simply the Best, er sett í nýtt samhengi í þáttunum í líklega einni af hómórómantískari senum sem ég man eftir. Ekkert lag hefur verið spilað jafn oft á Spotifyinu mínu. Kannski fyrir utan Dvel ég í draumahöll (af hverju er ekki til barnaaðgangur á Spotify!?)

Pose Ef þú hefur ekki séð Pose, þá ertu með þeim heppnari að eiga það eftir, enda erum við hugsanlega að tala um bestu hinsegin sjónvarpsþætti síðari tíma. Pose fjallar um hinsegin fólk í New York á síðari hluta níunda áratugarins og byrjun hins tíunda. Í þáttunum er fjallað um einstaklinga sem lifa og hrærast innan ballroom senunnar, en sú sena hefur haft mikil áhrif á hinsegin samfélagið um allan heim. Það er einhver algjör galdur við

Legendary En talandi um ballroom culture. Legendary er með flottari raunveruleikaþáttum sem ég hef horft á. Við erum að tala um persónulegar sögur af jaðarsettu hinsegin fólki! Við erum að tala um glamúr! Við erum að tala um búninga! Við erum að tala um kynþokka! Og það sem mestu máli skiptir; dansatriðin! Ég er nokkuð viss að þótt þú sért ekki sérlegur aðdáandi raunveruleikasjónvarps gætu þessir þættir náð þér. Með tilkomu þátta eins og Pose og Legendary hefur ballroom orðið mainstream og mikil vitundarvakning um sögu og áhrif senunnar átt sér stað. Því miður hefur viðhorfið verið allt annað en jákvætt og fordómalaust. Það er því mikilvægt að bera virðingu fyrir og jafnvel kynna sér sögu ballroom senunnar.

Everything’s Gonna Be Okay Þessir þættir koma úr smiðju hins 23

ástralska Josh Thomas sem er einnig höfundur Please Like Me. Þættirnir fjalla um Nicholas (Josh Thomas) og systur hans en þau eru ein á báti eftir að faðir þeirra deyr skyndilega. Þau þurfa að takast á við áfallið sem fylgir fráfalli föður þeirra sem og einhverfu, kynhneigð, kynlíf, samþykki og ástina á þeirra eigin forsendum. Líkt og í Please Like Me er húmorinn og söguþráðurinn oft nokkuð vandræðalegur en samt svo heillandi.

Genera+ion Nýlega heyrði ég af þessum þáttum, sem ég ákvað að finna strax og byrja að horfa á. Hinsegin unglingadrama sem minnir mig örlítið á SKAM (það munu þó fáir, ef einhverjir, þættir toppa SKAM). Ekkert Disney-væb í þessu heldur er allt látið flakka um málefni sem snerta ungt fólk í dag. Þar á meðal samfélagsmiðlar, woke menningin og hið klassíska ástarlíf og allar þær flækjur sem fylgja unglingsárunum og ástinni. Generation eru þættir sem ég hefði viljað geta horft á þegar ég var unglingur. Nú er ég rétt að byrja á þáttunum og á því eftir að sjá hvernig spilast úr þeim og hvernig ég mun tengjast persónum þáttanna en ég ætla að minnsta kosti að klára seríuna.


Forsíðukeppni tímarits Hinsegin daga Texti: Símon O. Símonarson, hann, 47 ára Í ár héldu Hinsegin dagar í fyrsta sinn samkeppni um forsíðu tímaritsins, en sigurtillagan prýðir einmitt þetta blað sem nú liggur á víð og dreif á biðstofum, kaffihúsum og hinum ýmsu verslunum um land allt. Markmiðið með keppninni var að skapa vettvang fyrir hinsegin listafólk og þeirra list. Alls bárust keppninni 32 tillögur og má með sanni segja að dómnefnd hafi verið sett krefjandi verkefni að velja aðeins eina af þeim fjölmörgu spennandi tillögum sem bárust. Dómnefnd var skipuð þeim David Terrazas, yfirhönnuði hátíðar og tímarits, Ásgeiri Helga Magnússyni, formanni Hinsegin daga, og Sigtý Ægi Kárasyni, hinsegin myndskreyti og hönnuði, en Sigtýr sá um hönnun forsíðunnar 2020. Til þess að gæta allrar sanngirni í vali var verkum sem bárust í keppnina skilað til dómnefndar undir nafnleynd. Vinningstillagan hlaut verðlaun upp á 100.000 krónur og var niðurstaða dómnefndar kynnt í Máli og menningu við lúðraþyt og lófatak þann 27. júní síðastliðinn. Við fengum að forvitnast aðeins um sigurvegara keppninnar. Nafn, fornafn, aldur Catherine Soffía Guðnadóttir, she/her, 23 ára Ég er fædd og uppalin á Akranesi og bý þar enn. Í barnaskóla var uppáhalds greinin mín myndlist. Þegar ég fór svo í fjölbraut var ekki boðið upp á neinar listgreinar þannig að ég einbeitti mér að tungumálum. Ég útskrifast árið 2017 sem stúdent úr Fjölbrautaskóla Vesturlands. Eftir það var ég á krossgötum í lífinu og ætlaði í allt aðra átt en í dag. Ég hélt í langan tíma að ég gæti aldrei þénað af áhugamálinu mínu sem er listin, svo kynnist ég Dýrfinnu Torfadóttur gullsmið á Akranesi fyrir tilviljun. Hún ásamt fjölskyldu minni segja mér að þetta sé tilgangur minn; að skapa. Stuðningur þeirra gerði mér kleift að þreyta inntökupróf í fornám við Myndlistaskólann í Reykjavík, þar sem ég byrja í námi í haust.

Hvaða þýðingu hefur hinseginleikinn fyrir þér? Þegar ég hugsa um hinsegin dettur mér svo margt í hug. Að sjálfsögðu er það fyrst og fremst regnhlífarhugtak yfir svo marga, heilu samfélögin af fólki sem hafa loksins fundið sitt pláss í heiminum. Fyrir mér er hinsegin besta uppgötvun lífs míns, bein tenging við allt það góða í lífi mínu. Ég glímdi lengi við mína andlegu heilsu og fann svo að eigin óhamingja átti beinar rætur að rekja til þröngsýni og innri fordóma. Hinseginleiki kemur umræðu af stað. Umræðu sem þörf er á. Hinsegin fólk kann að hafa hátt og er óhrætt. Þegar ég hugsa um hinsegin hugsa ég líka um það hversu margir sterkir hinsegin/kynsegin brautryðjendur komu á undan mér og gerðu fólki eins og mér kleift að vera ég sjálf. Hvað býr að baki forsíðumyndinni? Það sem býr að baki forsíðumyndarinnar er að sjálfsögðu þema hátíðarinnar í ár; Hinsegin á öllum aldri. Ég ákvað að blanda þemanu við mína eigin hinsegin reynslu. Það sem sést fyrir miðju myndarinnar er eldri kona að labba með yngri stelpu. Þetta á sem sagt að vera eldri ég og yngri ég. Sú eldri er að fræða þá yngri um allt það sem hún hefur komist að í lífinu. Yngri er þröngsýn, lærir í skólanum ljót og niðrandi orð um hinsegin fólk og kann illa við aðra sem eru öðruvísi. Þær ganga saman Skólavörðustíginn á regnbogagötunni og sú eldri er að fræða þá yngri um alla fánana og um það hvaða fánar tilheyra hverjum. Ég myndi segja að þær eigi gott spjall um lífið, tali um alla erfiðleikana; að þvinga sig til að vera „eðlileg“, skilja ekki sjálfa sig og eiga hvergi stað í heiminum. En líka um það góða; að kynnast nýjum heimi í miðju samkomubanni, aflæra allt það sem maður hélt og koma út úr skápnum 23 ára sem samkynhneigð, eftir erfiða og langa baráttu. Hvernig var myndin unnin? Myndin er unnin á skemmtilegan hátt. Ég lærði aðeins að mála á þessu ári á kvöldnámskeiði hjá Myndlistaskólanum í Reykjavík. Þar kynntist ég vatnslitum og féll algjörlega fyrir þeim. Þegar ég sá

forsíðukeppnina auglýsta á Instagram voru tveir dagar til stefnu og ég ákvað þá að kýla á þetta. Ég vissi strax hvað ég vildi gera. Útfærslan var fljót að smella saman hjá mér; ég vildi sýna sögu mína á litríkan hátt ásamt því að sýna fjölbreytileika hinsegin fólks og nýtti mér vatnslitina til þess. Ég fór til Reykjavíkur og stillti mömmu minni og ömmu upp á Skólavörðustíg og smellti mynd af þeim. Fór svo heim og byrjaði strax að teikna, ég vildi hafa alla fánana til staðar og teiknaði þá inn líka. Eftir það málaði ég myndina og hætti ekki fyrr en ég var sátt. Fannst svo eitthvað vanta upp á þegar ég var búin að mála allt saman og bætti við regnboganum á síðustu stundu! Hvaða þýðingu hafði það fyrir þig að vinna forsíðukeppnina? Þegar ég frétti að ég hefði unnið forsíðukeppnina var ég í skýjunum! Þetta staðfesti fyrir mig að ég gæti gert erfiða og krefjandi hluti, ég gæti notað eitthvað sem ég lærði fyrr á árinu og nýtt það í verk sem mér þykir svo vænt um og segir sögu mína og annarra. Þetta sýndi mér líka að aðrir sjá hvað býr innra með mér, og trú dómnefndarinnar á verki mínu skilaði mér þessum sigri. Við verðlaunaafhendinguna hélt ég að ég myndi loksins trúa því að þetta hafi allt saman gerst, en mér finnst þetta ennþá svo ótrúlegt! Ég get hreinlega ekki beðið eftir að sjá verkið mitt og þessa sögu mína prýða forsíðu tímaritsins. Hver eru næstu skref hjá þér? Næstu skref hjá mér eru mjög spennandi. Nokkrum tímum eftir gleðigönguna þann 7. ágúst stíg ég upp í flugvél og held til Ítalíu á námskeið í marmarahöggi. Ég mun dvelja þar í þrjár vikur og kem svo beint heim til þess að hefja nám við Myndlistaskólann í Reykjavík, í fornáminu þar. Hver veit hvað gerist svo!


ÖRVIÐTAL Nafn, fornafn, aldur? Árni Glóbó, hann, 59 ára. Hver er þín fyrsta hinsegin minning? Við vorum tveir, ég og vinur minn, 7-8 ára og fórum í nokkra kynferðislega læknisleiki. Hvað gleymdist að segja þér þegar þú varst ungmenni? Ég var ekki varaður við illsku mannskepnunnar. Hvernig myndir þú vilja hafa elliheimilið? Rólegt, öruggt og skemmtilegt. Nálægt miðbaug.



Alexandra Briem, hún, 37 ára Ástrós Erla Benediktsdóttir, hún, 30 ára Darren Mark, he/they, 28 ára Harpa Heimisdóttir, hún, 55 ára Hekla Bjartur Haralds, hán, 14 ára Sigurður Andrean Sigurgeirsson, hann, 29 ára



Pride & Joy since 1984 MAC Cosmetics var stofnað árið 1984 af tveimur mönnum í LGBTQIA+ samfélaginu og erum við stolt af því að vera staður þar sem LGBTQIA+ einstaklingum hefur verið tekið opnum örmum frá fyrsta degi og fengið að tjá sköpunargleði sína, með því að leika sér með liti og verið sitt sanna sjálf. Við erum staðráðin í því að halda áfram þessari arfleifð í öllu því sem við gerum. MAC á langt samstarf að baki með LGBTQIA+ samtökunum og hefur safnað yfir $500.000.000 með sölu á VIVA GLAM um allan heim og hafa HIV samtökin á Íslandi fengið styrk úr þeim sjóði til fjölda ára. MAC hefur skuldbundið sig til þess að halda áfram að fagna og magna hverja rödd í samfélaginu, allt árið um kring. Slagorðin okkar - All Ages, All Races, All Genders eru sterkari nú en nokkru sinni fyrr, þar sem við berjumst fyrir réttindum og frelsi allra vina okkar og aðdáenda um allan heim. Við erum skuldbundnari í dag en nokkru sinni fyrr að standa með jaðarsamfélögum sem leita réttlætis og jafnréttis, þar sem við leggjum kraft okkar og fjármuni í að vera afl til jákvæðra breytinga. Við fögnum aðgreiningu og fjölbreytni og munum halda áfram að knýja fram nauðsynlegar breytingar fyrir fólk í jaðarsamfélögum sem þurfa á málsvörn okkar og stuðningi að halda.

All Ages, All Races, All Genders


Gleðig g The Pride P Frá Hallgrímskirkju, laugardaginn 7. ágúst kl. 14:00.

From Hallgrímskirkja church, Saturday August 7th at 2 p.m.

Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga. Í henni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar í einum hópi með fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína, sýnileika og gleði, ásamt því að minna á þau baráttumál sem skipta hvað mestu máli hverju sinni.

stundvíslega kl. 14:00 og bíður ekki eftir neinum. Gengið verður eftir Skólavörðustíg, Bankastræti, Lækjargötu, Fríkirkjuvegi og endað á Sóleyjargötu við Hljómskálagarðinn þar sem taka við glæsilegir útitónleikar að göngu lokinni.

Hinsegin dagar skipuleggja gleðigönguna en atriðin sjálf eru sprottin úr grasrótinni og einstaklingar og hópar geta skipulagt atriði og sótt um þátttöku í göngunni. Hinsegin dagar stýra hvaða atriði fá aðgang að henni en skilyrði er að þau miðli skýrum skilaboðum sem varða veruleika hinsegin fólks á einn eða annan hátt. Gönguleið Gangan leggur af stað frá Hallgrímskirkju

Skráning og þátttaka Þátttakendur sem ætla að vera með atriði í gleðigöngunni skulu sækja um eigi síðar en 2. ágúst á heimasíðu Hinsegin daga www.hinsegindagar.is/gledigangan. Nánari upplýsingar um gönguna veitir göngustjórn (gongustjorn@ hinsegindagar.is). Athugið að ekki er hægt að veita fólki með atriði aðgang að göngunni nema rafræna umsóknin hafi verið fyllt út og send og skilmálar samþykktir. Hinsegin dagar leggja áherslu á að þeir 30

sem vilja ganga með, en hafa ekki sótt um þátttöku og eru ekki með sérstakt atriði, bíði með að slást í hópinn þar til síðasti vagninn hefur farið framhjá. Gleðigöngupotturinn Með samstarfssamningi Hinsegin daga og Landsbankans varð til sérstakur styrktarpottur gleðigöngunnar. Pottinum er ætlað að styrkja einstaklinga og hópa til þátttöku í gleðigöngunni og þannig m.a. aðstoða þátttakendur við að standa straum af kostnaði við hönnun atriða, leigu ökutækja, efniskaup o.fl. Dómnefnd velur styrkþega úr innsendum umsóknum og úthlutar styrkjum með það að markmiði að styðja framúrskarandi hugmyndir til framkvæmda. Miðað er við að fjárhæðir styrkja úr Gleðigöngupottinum séu á bilinu 100.000–500.000 kr.


gParade gangan P Dómnefndin hefur heimild til að halda eftir að hámarki 200.000 kr. til veitingar hvatningarverðlauna að hátíð lokinni. Þar með hafa allir styrkir og verðlaun Hinsegin daga verið færð undir einn hatt og því er ekki hægt að sækja um aðra styrki eða endurgreiðslu kostnaðar vegna þátttöku í gleðigöngu Hinsegin daga. Auglýst var eftir umsóknum í byrjun júlí og umsóknarfrestur rann út 16. júlí. Áhugasamir þátttakendur eru hvattir til að fylgjast með og sækja um á næsta ári. Sjá nánar á hinsegindagar.is/styrkir. The Pride Parade Groups that wish to participate in the parade must apply to Reykjavik Pride before August 2nd by filling out a form on the website, www.reykjavikpride.is.

For further information about the parade please contact the parade managers Eva and Anna at gongustjorn@hinsegindagar. is. The parade starts at 2 p.m. sharp and goes from Hallgrímskirkja church, down Skólavörðustígur, Bankastræti, Lækjargata, and Fríkirkjuvegur. The parade concludes at Sóleyjargata, near Hljómskálagarður, where an outdoor concert takes place. Að gefnu tilefni minnum við á að ófiðraðir steggir og fjaðralausar gæsir eru ekki velkomin í gleðigöngu Hinsegin daga. Við göngum í þágu mannréttinda og mannvirðingar og biðjum gæsa- og steggjapartí vinsamlegast að virða það og finna sér annan vettvang.

31

Auglýsingar bannaðar Hinsegin dagar eru stoltir af því að gleðigangan í Reykjavík er ein af fáum sambærilegum göngum í heiminum þar sem auglýsingar fyrirtækja og þjónustu eru óheimilar. Með auglýsingabanninu er undirstrikað að gangan er grasrótarviðburður og þátttakendur taka þátt til að styðja baráttuna og málstaðinn en ekki til að styrkja eða auglýsa fyrirtæki. Í örfáum undantekningartilvikum eru auglýsingar heimilar en þá þarf að sækja sérstaklega um undanþágu til göngustjórnar. Athugið að allar ósamþykktar auglýsingar á bílum og fatnaði þarf að hylja áður en gangan fer af stað. Brot á þessum reglum verður til þess að atriði er hafnað eða vísað úr göngunni.


K


K

ONUR Í DRAGI

Dragsenan hér á landi hefur vaxið hratt síðustu ár en rætur hennar má rekja til tíunda áratugarins. Undir lok síðustu aldar (samt bara fyrir rétt rúmlega tuttugu árum) var Dragkeppni Íslands haldin í fyrsta sinn og hefur dragmenning á Íslandi þroskast hratt síðan. Einn stærsti vaxtarkippurinn var sjálfsagt árið 2015 þegar Drag-Súgur hóf sínar mánaðarlegu dragsýningar þar sem öllum áhugasömum var gefinn möguleiki á að koma fram og sýna listir sínar. Dragsenan einkennist nú af mikilli fjölbreytni þar sem öll flóran af draglistafólki kemur saman til að skemmta sér og öðrum.

Þegar almenningur hugsar um drag er trúlegt að hann sjái fyrir sér karlmann í drottningargervi, en skiptir kyn máli í dragi? Eru til dæmis margar konur í dragi á Íslandi? Við hittum Oddnýju Svövu Steinarsdóttur, dragdrottningu, til þess að heyra hennar upplifun.

eigin hinseginleika og 18 ára kom hún út úr skápnum.

„Ég vissi alveg að ég væri „öðruvísi“ sem krakki þar sem ég sótti frekar í stelpur, en ég reyndi að loka á þær hvatir. Ég veit ekki hvort ég hafi verið að afneita sjálfri mér, eða hvað það var. En ég kom ekki út úr skápnum fyrr en ég var 18 ára og það var af því ég átti kærustu. Í dag finnst mér erfitt að skilgreina kynhneigð mína en ég hef verið að hugsa mikið um það síðastliðið ár og finnst pankynhneigð eiga vel við mig. En þar á eftir kemur spurning um kyngervi og kynvitund; hver er ég án væntinga samfélagsins? Stór spurning sem ég á enn eftir ósvarað.“

„Ég hef oft þurft að heyra að ég sé ekki alvöru dragdrottning einfaldlega vegna þess að ég fæddist með píku,“ segir Oddný, sem einnig er þekkt sem Lola Von Heart í dragi.

Eftir að framhaldsskólanum lauk fór Oddný í BA-nám við Listaháskóla Íslands. Lokaverkefni hennar vakti talsverða athygli en Oddný skrifaði og hannaði bók um dragsenuna á Íslandi. Í bókinni beinir hún sjónum sínum að konum í dragi og fjallar þar sérstaklega um sjö konur sem hafa haft áhrif á dragmenningu samtímans hér á landi. Sumar eru drottningar en aðrar kóngar en allar eiga þær sínar sérstöku sögur sem lesandinn fær að skyggnast inn í.

Konan á bak við gervið Oddný er 24 ára draglistamaður og grafískur hönnuður. Hún ólst upp á Ólafsfirði en flutti þaðan sem unglingur. Þegar Oddný hóf framhaldsskólagöngu sína flutti hún til Reykjavíkur þar sem hugmyndaheimur hennar víkkaði og hún eignaðist nýja vini. Oddný áttaði sig líka á

Fyrstu skref drottningarinnar Áhugi Oddnýjar á dragmenningu Íslands var ekki sprottinn úr neinu tómarúmi. Fyrsta dragsýningin sem hún sá var sýning á vegum Drag-Súgs árið 2017. „Ég man eftir að fara í fyrsta skipti á DragSúg og sjá Jenny Purr uppi á sviði. Á því augnabliki kviknaði á einhverju hjá mér

33

og ég bara þurfti að prófa þetta.“ Oddný steig strax skref í átt að draumnum. Hún hafði heyrt að áheyrnarprufur fyrir Drag-Súg væru virkilega erfiðar, enda var dragsenan í miklum blóma á þessum tíma. Hugmyndir hennar um háskalega senu reyndust sem betur fer ekki réttar og hún fann strax að hún var umkringd fólki sem var eins og hún, og hlýjan og samstaðan í samfélaginu var mikil. „Þegar svona mikið af einstöku fólki með einstaka orku kemur saman, þá myndast töfrandi andrúmsloft og maður upplifir sig sem part af fjölskyldu. Tengingin er engu lík í þessum hóp af því við erum öll einhvern veginn hinsegin, og ef ekki hinsegin þá opin fyrir því og mikill stuðningsaðili.“ Lola verður til - hver er Lola? Það var svo á Hinsegin dögum 2017 sem að Oddný steig inn í dragsenuna, fyrst sem aðstoðarmanneskja á sýningu. Þar kynntist hún fljótlega dragdrottningunum og kóngunum og var í kjölfar þess skráð í Drag-Lab, eins konar dóttur-vettvang Drag-Súgs. Oddný var talsvert stressuð, svona eins og gengur, fyrir sinni fyrstu sýningu sem dragdrottning en eftirvæntingin var þó stressinu yfirsterkari. Það var fullt út að dyrum og stuðningur áhorfenda nær áþreifanlegur og varð þetta, eins og Oddný orðar það: „besta upplifun EVER!“ Þetta var í fyrsta sinn sem Lola Von Heart birtist heiminum.


„Ég hélt að ég vissi hver Lola væri, en hún breyttist og myndaðist sjálf með hverri framkomu. Hún átti að vera einhvers konar andstæða við mig en hún varð meiri spegilmynd eða framlenging af sjálfri mér heldur en eitthvað annað,“ segir Oddný og segir að í Lolu búi eitthvað alveg sérstakt sjálfstraust. „Hún veit hvað hún er að gera, og hún er toppurinn, alltaf. Lola hefur líka þennan eiginleika að geta „gert hvað sem er“. Hún hefur gert atriði sem rista djúpt og neyða áhorfandann til að líta inn á við, en hún gerir líka atriði sem eru bara gerð til að vera fyndin.“ En Lola er ekki staðnað íkon á arinhillu heldur tekur, eins og Oddný sjálf, stöðugum breytingum, þroskast og þróast. „Líkt og ég hefur Lola farið í gegnum mörg „tímabil“ útlitslega séð, en það er eiginlega það sem mér finnst skemmtilegast, að fólk viti ekki við hverju það eigi að búast. Mér finnst erfitt að lýsa henni því hún breytist stanslaust. En grunnurinn hennar breytist aldrei; hún er hávær, sterk og máttug. Það er ekkert að fara stoppa hana, því hún er með fullkomið sjálfstraust og fyrir mér er hún bara that bitch.“ Lola hefur blásið fleirum dragdrauma í brjóst og er hún sjálf svokölluð dragmamma. „Ég er svo stolt af „Haus of Heart“, sem er hópur af mínum nánustu vinum innan dragsenunnar. Þau eiga öll mjög sérstakan stað í mínu hjarta. Þau gera mig betri og leyfa mér virkilega að sýna mínar bestu hliðar.“ Hópurinn er Oddnýju mjög mikilvægur enda er samstaðan, stuðningurinn og þessi tilfinning um að tilheyra, eitthvað sem skiptir höfuðmáli.

skapað sér sín eigin tækifæri. Hvað er það við dragið? Það getur verið erfitt, sérstaklega fyrir hinsegin fólk og fólk sem tilheyrir jaðarhópum, að finna öryggi í sjálfum sér. Oddný þekkir þetta sjálf og hefur t.a.m. átt erfitt með að tala fyrir framan aðra. Dragið gefur henni frelsi til að takast á við þann veruleika. „Ég er með rosalegan félagskvíða og hef ekki meikað nokkurs konar framkomu, en þegar kemur að dragi þá er ég ekki Lola og Lola er ekki ég, og ég get aftengt allan minn ótta í henni. Af því Lola er ekki hrædd við neitt.“ Oddný segir að þegar hún kemur fram sem Lola skilji hún sjálfa sig og daglegt amstur eftir heima, grámygla hversdagsins er hvergi nærri í dragsenunni. „En auðvitað er ég ennþá ég og er náttúrulega viðstödd, en Lola veitir áhyggjulaust frelsi.“ Frelsið er Oddnýju mikilvægt, frelsi til að vera hún sjálf, til að vera Lola og til að vera frjáls hvernig sem það lítur út. „Lola hjálpaði mér að komast yfir samfélagslega pressu um hvernig maður eigi að líta út, mér fór að standa mun meira á sama um hvað fólki fyndist um mig og mitt útlit. Nú veit ég að kvenleiki minn er ekki endurspeglaður af útlitinu mínu.“

Drottningardragið veitir Oddnýju ákveðið kynleysi sem hún hefur mikla ánægju af. „Besti parturinn af dragi er að það veit enginn hver ég er, það veit enginn hvort ég sé kona eða ekki. Ég elska þegar ég er í dragi og vinir mínir ganga framhjá mér af því þau þekkja mig ekki. Halda allt eins að ég sé strákur og strákarnir geta allt eins verið stelpur, eða bæði. Dragið fer yfir þennan þröskuld. Okkur er alveg sama um kyn, við erum allt hitt. Þú getur skilgreint þig hvernig sem þú vilt en samt verið í dragi af því drag er gjörningur, laus við kyn. Þetta er búningur sem þú setur upp og tekur niður óháð því hvernig þú skilgreinir þig.“

Dragið og samfélagið/fordómar Það var ákveðið ferli fyrir Oddnýju að sleppa tökum á eigin fordómum fyrir því að vera kona í drottningardragi, en þegar hún hafi svo ákveðið að þetta væri í lagi hafi frelsistilfinningin aukist til muna. „Um leið og ég fór „all in“ og hélt bara áfram, leyfði engum að segja mér annað, vegna þess að á þessum tíma hafði sjálfur RuPaul sagt að konur ættu ekki að vera í dragi, þá fór réttlætiskenndin mín í botn og ég talaði á móti þessum ummælum í öðru show-inu mínu.“ Oddný segir að fordómarnir séu því miður víðs vegar og fólk í dragi, hvort sem um ræðir konur, karla, kvár og/eða trans, mæti fordómum í samfélaginu. Sjálf hefur hún misst af tækifærum, sýningum, viðtölum og fleiru sem henni hefur boðist þegar hún er Lola „en þegar kom að því sáu þau auðvitað að ég er stelpa svo það var tekið til baka“. Oddný hefur þó ekki látið þetta stoppa sig, heldur haldið ótrauð áfram og

Að lokum segist Oddný spennt fyrir framhaldinu í dragsenunni á Íslandi. „Ég vil sjá ennþá meiri fjölbreytni, ég vil sjá fleiri koma inn og prófa, brjóta reglurnar og gera þetta að sínu eigin. Ég vil sjá þessa stóru og fallegu fjölskyldu stækka.“

34


OPNUNARHÁTÍÐ HINSEGIN DAGA GAMLA BÍÓ, 3. ÁGÚST KL. 19-21:30 Loksins saman á ný! Opnunarhátíð Hinsegin daga verður haldin í Gamla bíó við Ingólfsstræti, þriðjudaginn 3. ágúst. Húsið opnar klukkan sjö með fordrykk í boði Ölgerðar Egils Skallagrímssonar og Borgar brugghúss. Þegar klukkan slær átta verða Hinsegin dagar formlega settir og við tekur stutt skemmtidagskrá. Komið og njótið samverustundar með hinsegin stórfjölskyldunni og skemmtiatriða frá okkar frábæra listafólki.

It’s time for the annual queer family reunion, and this year we will be located in Gamla bíó, Ingólfsstræti. The venue opens at 7 PM with pre-show complimentary drinks from Ölgerð Egils Skallagrímssonar and Borg brugghús. At 8 PM we officially start the festivities followed by performances from some of our fantastic queer entertainers.Come, meet the family and partake in the festivities.

MIÐAVERÐ: 1900 KR. MIÐASALA OG NÁNARI UPPLÝSINGAR Á HINSEGINKAUPFELAGID.IS

TICKETS: 1900 ISK. TICKET SALES AND INFORMATION AT HINSEGINKAUPFELAGID.IS

Hinsegin dagar bjóða upp á fjölmarga ókeypis viðburði. Í öðrum tilvikum er aðgangseyri stillt í hóf. Við viljum ekki að neitt okkar verði útundan á opnunarhátíðinni vegna kostnaðar, svo ef þú treystir þér ekki til að greiða aðgangseyrinn getur þú sent okkur tölvupóst á midi@hinsegindagar.is og við sendum þér frímiða. Reykjavik Pride offers many free events during the festival. At other events we try to keep the ticket cost moderate. We don’t want anyone to miss the Opening Ceremony, so if you are not able to pay the entrance fee please send us a message at midi@hinsegindagar.is and we will provide you with a free ticket.


FORS

Reykjavik Pride Party

ÖLUV E R Ð: 350 ÚT FULL 3. ÁGÚST 0 KR. T VER . Ð: 45 00 KR PRES . AL T H R O E P R I C E: 3 500 UG FULL H AUGUST ISK PRICE 3 : 4500 RD. ISK

Stjórnin Gamla bíó, Ingólfsstræti 2a 7. ágúst frá kl. 20:30 / August 7th from 8:30 p.m.

Miðasala og nánari upplýsingar á hinseginkaupfelagid.is


Hinsegin dagar í Reykjavík 2021

Dagskrá er í lausu lofti Fylgist með á hinsegindagar.is Due to current restrictions the programme may change Check hinsegindagar.is for updates Þriðjudagur 3. ágúst Tuesday August 3rd

Dragmenning Drag Culture Mál og menning, Laugavegur 18b – kl. 21 Mál og menning, Laugavegur 18b – 9 p.m. Forsöluverð: 1900 kr. / 2500 kr. eftir 3. ágúst Presale price: 1900 ISK / 2500 ISK after August 3rd

Regnboga götumálun Rainbow street reveal Ingólfsstræti – kl. 12 Ingólfsstræti – 12 p.m.

Fimmtudagur 5. ágúst Thursday August 5th

Opnunarhátíð Hinsegin daga Reykjavik Pride Opening Ceremony Gamla bíó, Ingólfsstræti 2a – kl. 19 Gamla bíó, Ingólfsstræti 2a – 7 p.m. Miðaverð: 1900 kr. Ticket price: 1900 ISK Miðvikudagur 4. ágúst Wednesday August 4th

Djammsöguganga Queer Party Walk Hlemmur – kl. 16 Hlemmur square – 4 p.m. Miðaverð: 4900 kr. Ticket price: 4900 ISK OFF VENUE

Happy Hour Cabaret Happy Hour Cabaret Þjóðleikhúskjallarinn – kl. 16-19 The Theatre Cellar Cabaret Club – 4-7 p.m.

OFF VENUE

Trans Ísland – Pride undirbúningur & grill Trans Ísland – Pride preparation & BBQ Hallveigarstaðir / Klambratún – kl. 17-21 Hallveigarstaðir / Klambratún – 5-9 p.m.

Góðan daginn Faggi – Frumsýning Góðan daginn Faggi (Good morning Faggot) – Premiere Þjóðleikhúskjallarinn – kl. 20 The Theatre Cellar Cabaret Club – 8 p.m. Forsöluverð: 3900 kr. / 4500 kr. eftir 3. ágúst Presale price: 3900 ISK / 4500 ISK after August 3rd

Ungmennatónleikar Queer youth concert Mál og menning, Laugavegur 18b – kl. 17 Mál og menning, Laugavegur 18b – 5 p.m. HinUng hittingur (18-25) HinUng – Queer youth get-together (18-25) Mál og menning, Laugavegur 18b – kl. 18:30 Mál og menning, Laugavegur 18b – 6:30 p.m.

Hinsegin karlastund Queer men’s night Mál og menning, Laugavegur 18b – kl. 20 Mál og menning, Laugavegur 18b – 8 p.m.

Viðlag: Kór verður til – engir venjulegir kórtónleikar Viðlag: A choir is born – the musical theater version! Gamla bíó, Ingólfsstræti 2a – kl. 20 Gamla bíó, Ingólfsstræti 2a – 8 p.m. Miðaverð: 3500 kr. / 2900 kr. fyrir 16 ára og yngri Ticket price: 3500 ISK / 2900 ISK for ages 16 and under

Hinsegin ladies night Queer ladies night Gamla bíó, Ingólfsstræti 2a – kl. 20 Gamla bíó, Ingólfsstræti 2a – 8 p.m. Forsöluverð: 1900 kr. / 2500 kr. eftir 3. ágúst Presale price: 1900 ISK / 2500 ISK after August 3rd

OFF VENUE

Kvöldganga | Hin hliðin á Reykjavík Evening Walk | The Other Side of Reykjavík Borgarbókasafnið Grófinni – kl. 20 Grófin Culture House – 8 p.m.

37


J

A map of

Reykjavík City

I

B

A

F

P

ÖRVIÐTAL Nafn, fornafn, aldur? Devin, hann/þau, 17 ára.

G

Hver er þín fyrsta hinsegin minning? Þegar ég horfði á Gleðigönguna árið 2016.

L

Hver er þín helsta hinsegin fyrirmynd? Ein af hinsegin fyrirmyndum mínum er Gottmik úr RuPaul’s Drag Race, fyrsti trans maðurinn til að taka þátt í þáttunum. Hvernig viltu taka þátt í hinsegin samfélaginu? Taka þátt í þeirri baráttu sem hefur verið í gangi síðustu áratugi og gera trans fólk sýnilegra í samfélaginu, af því það er hópur sem er að verða fyrir fordómum og skilningsleysi í dag.

H VAT

38

NSM

ÝRA

RVE

GUR


K

D Kiki - Queer bar

A Skólavörðustígur við Laugaveg Rainbow street

Laugavegur 22

E Þjóðleikhúskjallarinn

B

Gamla bíó Ingólfsstræti 2a

C

Hús máls og menningar Mál og Menning cultural center Laugavegur 18b

The Theatre Cellar Cabaret Club Hverfisgata 19

F Tjarnarbíó Tjarnargata 12

G Fyrirlestrasalur

Þjóðminjasafnsins The National Museum of Iceland Suðurgata 41

E

H Norræna húsið The Nordic House Sæmundargata 11

A

I Borgarbókasafnið Grófinni Grófin Culture House Tryggvagata 15

J Gamla höfnin, Ægisgarður The Old Harbour Ægisgarður

K Harpa

Austurbakki 2

L Hljómskálagarður

Hljómskálagarður park

M Hallgrímskirkja Hallgrímstorg 1

N Hlemmur

Hlemmur square

O Fjölskyldu- og

C

Húsdýragarðurinn

P IÐNÓ

D

Vonarstræti 3

N

M

39

O


Hinsegin dagar í Reykjavík 2021

Dagskrá

Reykjavik Pride 2021

Programme Föstudagur 6. ágúst Friday August 6th Hýrir húslestrar QueeReads Tjarnarbíó, Tjarnargata 12 – kl. 17 Tjarnarbíó, Tjarnargata 12 – 5 p.m. OFF VENUE

Happy Hour Cabaret Happy Hour Cabaret Þjóðleikhúskjallarinn – kl. 16-19 The Theatre Cellar Cabaret Club – 4-7 p.m. SHAMELESS: Uppistand með stolti SHAMELESS: A proud comedy show Tjarnarbíó, Tjarnargata 12 – kl. 19 Tjarnarbíó, Tjarnargata 12 – 7 p.m. Miðaverð: 2000 kr. Ticket price: 2000 ISK OFF VENUE

Hinsegin Jazz Queer Jazz Mál og menning, Laugavegur 18b – kl. 20 Mál og menning, Laugavegur 18b – 8 p.m. Miðaverð í hurð: 2500 kr. Ticket at the door: 2500 ISK Stolt siglir fleyið mitt Queer cruise from Reykjavík Harbour Frá gömlu höfninni, Ægisgarði – kl. 18:30 From the Old Harbour, Ægisgarður – 6:30 p.m. Forsöluverð: 2900 kr. / 3500 kr. eftir 3. ágúst Presale price: 2900 ISK / 3500 ISK after August 3rd Drag Djók Drag Djók Gamla bíó, Ingólfsstræti 2a – kl. 21 Gamla bíó, Ingólfsstræti 2a – 9 p.m. Forsöluverð: 3900 kr. / 4900 kr. eftir 3. ágúst Presale price: 3900 ISK / 4900 ISK after August 3rd Landleguball Shore leave dance Kiki, Laugavegur 22 – kl. 22:30 Kiki, Laugavegur 22 – 10:30 p.m. Miðaverð í hurð: 1000 kr. Ticket at the door: 1000 ISK

Laugardagur 7. ágúst Saturday August 7th Drag brunch Drag brunch Gamla bíó, Ingólfsstræti 2a – kl. 11 Gamla bíó, Ingólfsstræti 2a – 11 a.m. Forsöluverð: 4990 kr. / 5490 kr. eftir 3. ágúst Presale price: 4990 ISK / 5490 ISK after August 3rd Gleðigangan The Pride Parade Skólavörðuholt – kl. 14 Skólavörðuholt – 2 p.m. Útihátíð Hinsegin daga Reykjavik Pride outdoor concert

Hljómskálagarðurinn – kl. 15 Hljómskálagarður park – 3 p.m. OFF VENUE

Happy Hour Cabaret Happy Hour Cabaret Þjóðleikhúskjallarinn – kl. 16-19 The Theatre Cellar Cabaret Club – 4-7 p.m. Dansleikur með Stjórninni Reykjavik Pride Party Gamla bíó, Ingólfsstræti 2a – kl. 20:30 Gamla bíó, Ingólfsstræti 2a – 8:30 p.m. Forsöluverð: 3500 kr. / 4500 kr. eftir 3. ágúst Presale price: 3500 ISK / 4500 ISK after August 3rd OFF VENUE

Páll Óskar í IÐNÓ Paul Oscar Pride Party at IÐNÓ IÐNÓ, Vonarstræti 3 – kl. 23-3 IÐNÓ, Vonarstræti 3 – 11 p.m. - 3 a.m. Forsöluverð: 3500 kr. / 4500 kr. eftir 3. ágúst Presale price: 3500 ISK / 4500 ISK after August 3rd

Sunnudagur 8. ágúst Sunday August 8th Regnbogahátíð fjölskyldunnar Family Rainbow Festival Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn – kl. 10-14 Reykjavik Family Park and Zoo – 10 a.m. - 2 p.m.

Dagskráin er í stöðugri mótun Our programme is a work in progress Hinsegin dagar 2021 verða sex daga veisla! Dagskráin er í stöðugri mótun og nýjasta útgáfan er alltaf aðgengileg á vefnum okkar og samfélagsmiðlum. Fylgstu með! Our programme is a work in progress but the current version can always be found on our website and on our social media. Stay tuned! hinsegindagar.is


Fræðsludagskrá Educational Programme Að eldast hinsegin Við hættum ekki að vera hinsegin þótt við eldumst. En er gert ráð fyrir hinsegin eldri borgurum í samfélaginu? Hvað brennur helst á okkur og hvernig ætlum við að leysa það? Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafnsins – kl. 17 Getting older as a queer person We don’t stop being queer when we get old, but does society make room for queer senior citizens? What are our concerns and how do we want to solve them? The National Museum of Iceland – 5 p.m.

Þriðjudagur 3. ágúst Tuesday August 3rd Fundur með Aron-Winston Le Fevre Fundur með mannréttindafulltrúa Copenhagen Pride 2021, um ástandið í Evrópu. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður S’78, stýrir fundinum. Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafnsins – kl. 13 A meeting with Aron-Winston Le Fevre A meeting with the human rights advocate for Copenhagen Pride 2021 about the situation in Europe. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, the chair of S’78, conducts the meeting. The National Museum of Iceland – 1 p.m.

Fimmtudagur 5. ágúst Thursday August 5th Terfismi Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir stjórnar pallborðsumræðum um anti-trans áróður, eða „terfisma“, og hvernig feminísk samtök og þjónustuaðilar geta spornað gegn slíkum áróðri í sameiningu. Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafnsins – kl. 12 Terfism Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir leads panel discussions about anti-trans propaganda, or “terfism”, and how feminist groups and service providers can come together and fight such propaganda. The National Museum of Iceland – 12 p.m.

Samtal kynslóða Þrír einstaklingar af þremur kynslóðum segja frá sjálfum sér tvítugum og leiðinni þangað sem þau eru núna. Ragnhildur Sverrisdóttir stýrir. Mál og menning, Laugavegur 18b – kl. 17 Generations talk Three people from different generations talk about themselves at twenty and their journey to where they are now. Mál og menning, Laugavegur 18b – 5 p.m. Miðvikudagur 4. ágúst Wednesday August 4th

Hommaspjall Felix Bergsson stjórnar umræðum með valinkunnum hommum af þremur kynslóðum sem veita okkur innsýn í lífshlaup sitt og tilfinningar. Mál og menning, Laugavegur 18b – kl. 17 Gay chat Actor, singer and radio personality Felix Bergsson leads the chat with gays of three generations, who give us insight into their lives and emotions. Mál og menning, Laugavegur 18b – 5 p.m.

Regnbogavottun Reykjavíkurborgar Allir starfsstaðir borgarinnar geta sótt um regnbogavottun. Er hún eftirsóknarverð fyrir skóla? Hinseginleikinn í skólastarfi verður umræðuefni fundarins. Fulltrúar frá mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, Laugarnesskóla og Hlíðaskóla ræða málin. Hildur Heimis stýrir. Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafnsins – kl. 12 Rainbow Certification All city workplaces can apply, but is there any gain for schools to get certified? Queerness in the school workplace is the focus of this meeting, with representatives from the Reykjavik human rights office, Laugarnesskóli and Hlíðaskóli. The National Museum of Iceland – 12 p.m.

41


Fræðsludagskrá Educational Programme Föstudagur 6. ágúst Friday August 6th Leiðbeiningar fyrir ráðvillt fólk í fjölbreyttum heimi Fræðsla um kynseginleika frá þremur ungkvárum. Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafnsins – kl. 12 Instructions for confused people in a diverse world Three queer youths explain pronouns and word use and all things non-binary. The National Museum of Iceland – 12 p.m. Binders: Notkun, heilbrigði og hreinlæti Allt sem þú ættir að vita um binders og örugga notkun á þeim. Birna Gustafsson kynfræðingur fræðir. Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafnsins – kl. 13 Binders: How to use them, health and cleanliness Everything you should know about binders and how to use them safely. Led by Birna Gustafsson sexologist. The National Museum of Iceland – 1 p.m. Hinsegin unaður Aldís Þorbjörg, sálfræðingur og kynlífsráðgjafi, og Unnsteinn Jóhannsson, nemandi í kynfræði, munu leitast við að svara því sem þau sjálf hefðu viljað vita um kynlíf og unað hinsegin fólks. Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafnsins – kl. 17 Queer Pleasures Aldís Thorbjorg, psychologist and sex therapist, and Unnsteinn Johannsson, student in sexology, seek answers to the questions they themselves would have wanted to know about the sexual pleasures of queer people.

Laugardagur 7. ágúst Saturday August 7th A “Nordic Utopia” – Ráðstefna um jaðarsetningu á Norðurlöndunum A “Nordic Utopia” – Conference on marginalization and social injustice in the Nordics Panel: Colonialism & white feminism – why do we close our eyes to colonialism in the Nordics? Panel: Queerness – beyond American culture – what is queerness in a Nordic context? Norræna húsið – kl. 13-17 The Nordic House – 1-5 p.m. Sunnudagur 8. ágúst Sunday August 8th A “Nordic Utopia” – Ráðstefna um jaðarsetningu á Norðurlöndunum A “Nordic Utopia” – Conference on marginalization and social injustice in the Nordics Panel: Why is gender such a defining factor when it comes to hate speech? Panel: Immigrants, emigrants & asylum seekers – the value of “integration” into Nordic societies Norræna húsið – kl. 13-17 The Nordic House – 1-5 p.m.

The National Museum of Iceland – 5 p.m.

On August 6-8, Vía publishing and the Nordic House in Reykjavík will host a conference focusing on and exploring marginalization in the Nordic region. Contributors are from all the Nordic countries as well as Greenland, Faroe Islands and Sápmi. The topics will include colonialism, white feminism, queerness, ableism, immigrants, emigrants & asylum seekers, hate speech, the intersections of all this and marginalization in general. We will reflect on whether the status of equality paradise is getting in the way of talking openly about marginalization in the Nordic region. Vía will publish a volume with over 20 articles on these topics. The aim of the conference is to bring together artists, people of minorities who have experienced marginalization, experts and all those interested in having the conversation about where we really stand when it comes to equality. The Nordic countries are renowned for being frontrunners in equality, but is that really the case?


ÖRVIÐTAL

GLÆNÝ HÝRYRÐI!

Texti: Bjarndís Helga Tómasdóttir, hún, 39 ára

Árið 2020 blésu Samtökin ´78, í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar, til hýryrðakeppni. Markmiðið var að eignast fleiri orð til þess að við getum öll tjáð okkur um veruleika okkar á íslensku. Sérstaklega var óskað eftir tillögum að kynhlutlausum orðum í stað mágkona/mágur, strákur/stelpa og ekkja/ekkill. Í dómnefnd Hýryrða 2020 sátu Alda Villiljós, Ágústa Þorbergsdóttir, Eiríkur Rögnvaldsson, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, Valgerður Hirst Baldurs og Þorbjörg Þorvaldsdóttir. Hér má sjá þau orð sem urðu fyrir valinu ásamt rökstuðningi dómnefndar.

Kvár (sbr. kona, karl) Dómnefnd var sammála um að orðið kvár væri heppilegast sem ókyngreint nafnorð um fullvaxta manneskju. Orðið hefur þegar hlotið nokkra útbreiðslu meðal hinsegin fólks, en er þó ekki nema nokkurra mánaða gamalt. Orðasmiður er Hrafnsunna Celeste Ross.

Stálp (sbr. stelpa, strákur) Orðið stálp er heppilegt að því leyti að það tengist lýsingarorðinu stálpaður og hljómar því kunnuglega ásamt því að byrja á st- líkt og bæði strákur og stelpa. Auk þess hefur orðið -á- líkt og strákur, og -lp- líkt og stelpa. Dómnefnd var sammála um að gagnsæi þessa orðs gæti orðið til þess að það næði útbreiðslu auðveldlega. Orðasmiður er Inga Auðbjörg Straumland.

Mágkvár (sbr. mágkona, mágur) og svilkvár (sbr. svilkona, svili) Fyrir frændsemisorðin sem hefjast á mág- og svil- fannst dómnefnd liggja beint við að skeyta aftan við nafnorðinu kvár, en þessi orðmyndun kom einnig fram í tillögum þátttakenda. Þessi aðferð gæti jafnframt reynst vel fyrir fleiri orð í framhaldinu, þá sérstaklega þar sem seinni hluti samsetts orðs er -kona og/eða -maður. Orðasmiður er Regn Sólmundur Evu. Fengið af síðu Samtakanna ´78 Við fögnum þessum frábæru orðum og aukinni notkun þeirra í daglegu tali; þau eru alveg örugglega komin til að vera. Það hafa líka heyrst nýjar og skemmtilegar útgáfur af samsettum orðum, til dæmis þegar Ugla Stefanía var fundarstjóri á aðalfundi Samtakanna ´78 í mars síðastliðnum. Þar stýrði hún kosningu í gegnum Zoom þar sem fundargestir voru beðnir um að kjósa með „broskvári“ í stað „broskalls“. Er hugsanlegt að þess sé ekki langt að bíða þar til almenningur í landinu velur kynhlutlaus orð við hvert tækifæri?

43

Nafn, fornafn, aldur? Felix Bergsson, hann, 54 ára. Hver er þín fyrsta hinsegin minning? Ég man að þegar talað var um homma þegar ég var barn að aldri lækkuðu menn alltaf róminn og fóru að hvísla. Svo sagði einhver stundarhátt: „Æ þetta vesalings fólk.“ Ég held að þetta hafi verið eitt af því sem varð til þess að maður var lengi að sætta sig við kynhneigðina. Ég vildi ekki vera „vesalings fólk“. Svo man ég mjög vel eftir mömmuleikjum með vinum mínum þegar ég hef verið 5-6 ára. Ég vildi alltaf vera mamman og taka á móti pabbanum þegar hann kom heim úr vinnunni með faðmlögum og kossum. Hver er þín helsta hinsegin fyrirmynd? Ég er mjög hrifinn af baráttufólki eins og Peter Tatchell, en hann er Ástrali sem hefur unnið gríðarmikið og óeigingjarnt starf að mannréttindamálum í Bretlandi og um heim allan. Annars sæki ég mínar fyrirmyndir fyrst og fremst í hugrakka vini mína og félaga um heim allan sem þora að standa upp og vera þau sem þau eru þrátt fyrir allar þær hindranir sem verða í vegi, bæði í einkalífi en eins á opinberum vettvangi. Hvað gleymdist að segja þér þegar þú varst ungmenni? Að njóta þess að vera ungur, njóta þess að vera frjáls í námi og festa ekki ráð mitt of snemma, ferðast um heiminn, kynnast mismunandi menningarheimum og eignast vini alls staðar. Já og það gleymdist að segja mér hvað það væri æðislegt að vera samkynhneigður. Eiginlega forréttindi. Hvernig myndir þú vilja hafa elliheimilið? Geggjað skemmtilegt, opið, með góðum mat og drykk (kampavíni), skemmtilegum hinsegin vinum og almennri gleði. Helst myndi ég vilja að Jón Þór Þorleifsson og Eva María og Birna Glimmer yrðu þar líka til að halda partýinu gangandi. Hvernig viltu taka þátt í hinsegin samfélaginu? Ég vil fyrst og fremst vera til staðar til stuðnings góðum málum. Ég vil halda áfram að segja söguna okkar til að tryggja að hún gleymist ekki. Þannig getum við best haldið áfram veginn til mikilvægrar framtíðar þar sem fjölbreytileikinn nýtur skilnings og kemur öllum í heiminum til góða.


Ný klassabúlla opnar á

Hinsegin dögum! Þjóðleikhúskjallarinn á sér langa og litríka sögu í íslensku leikhús og skemmtanalífi. Hann var opnaður árið 1951 og hefur gegnt margvíslegu hlutverki í gegnum árin, verið veitingastaður, skemmtistaður og leiksvið eftirminnilegra sýninga. Nú hefur staðurinn verið tekinn í gegn og honum gefið nýtt yfirbragð. Kjallarinn opnar 5 ágúst með Happy hour kabarett undir stjórn búrlesk drottningarinnar Margrétar Maack. Óviðjafnanleg skemmtun á hinsegin dögum með frábærum skemmtikröftum, draglistafólki, dönsurum og uppistandi þar sem dýrðarljómi liðinnar tíðar blandast ferskum kabarettvindum. Glæsilegur bar með girnilegum kokteilum og glás af spennandiveitingum. Komdu á staðinn og láttu koma þér á óvart! Fylgist með spennandi dagskrá Kjallarans næsta vetur á leikhusid.is

Dagskrá Fimmtudagur 5. ágúst 16:00 - 19:00 Happy hour kabarett* 20:00 Góðan daginn Faggi, hátíðarfrumsýning á sjálfsævisögulegum heimildasöngleik Bjarna Snæbjörnssonar

Föstudagur 6. ágúst 16:00 - 19:00 Happy hour kabarett.* 20:00 Góðan daginn Faggi, önnur sýning.

Laugardagur 7. ágúst 16:00 - 19:00 Happy hour kabarett.* Nánari upplýsingar og miðasala á leikhusid.is *Athugið að dagskráin er ekki við hæfi barna.

Alla dagana milli kl. 16 - 19.

@leikhusid.is



Ljóðasamkeppni Hinsegin daga

Texti: Bjarndís Helga Tómasdóttir, hún, 39 ára

Ljóðasamkeppni Hinsegin daga var fyrst haldin árið 2016 á Hýrum húslestrum og verður þetta því í sjötta sinn sem keppnin er haldin. Markmið hennar var frá upphafi að gefa hinsegin skáldum öruggt rými til að deila verkum sínum með öðrum. Fyrsta árið vissum við ekki hvað við vorum að fara út í. Keppnin var öll hin glæsilegasta enda dómnefndin skipuð einvala liði, þeim Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur, Fríðu Ísberg og Viðari Eggertssyni. En ljóðin bárust og strax var ljóst að full ástæða væri til þess að endurtaka keppnina að ári og við það situr enn. Ljóðunum sem berast hefur fjölgað ár frá ári og í fyrra bárust yfir 60 ljóð. Frá upphafi hafa ljóðin borist nafnlaust til dómnefndar og ekkert verið gefið upp um nöfn vinningshafa fyrr en á Hýrum húslestrum. Heimsfaraldur setti svip sinn á Hinsegin daga árið 2020 eins og flest annað það ár. Vegna samkomutakmarkana þurfti að fella niður Hýra húslestra sem hefur frá upphafi verið vettvangur hinsegin ljóðasamkeppni. Það var síðan í júnílok á þessu ári að formaður dómnefndar 2020, Viðar Eggertsson, veitti verðlaunahöfunum viðurkenningu í Máli og menningu á Laugavegi. Hér á eftir birtast vinningsljóð ársins 2020 ásamt rökstuðningi dómnefndar. Við óskum þessum frábæru skáldum til hamingju með sigurinn.

VERÐLAUNALJÓÐ HINSEGIN DAGA 2020 1. sæti: Himnesk Höfundur: Brynhildur Yrsa Valkyrja Umsögn dómnefndar Í vinningsljóðinu mætast furður og ást. Manneskja mætir náttúru í flæðarmáli og stígandi ljóðsins fellur eins og flóð og fjara. Myndmálið er sterkt og myndirnar stórar, sem dregur fram litbrigði án þess að verða um of. Eitt er allt og allt er eitt í fullkomnum samruna. Himnesk Með fjögur augu og tvöfaldar varir opnar þú arma þína á móti deginum. Andlit þitt í móðu og andardrátturinn svo grunnur að þú virðist vera af öðrum heimi. Tiplar tánum á fjörugrjótið, blæðandi hælar og brotin tá. Þú stendur móti fullu tungli og breiðir út vængina sem gerðir eru úr rifjagarði þínum. Rifin hefja þig til flugs, krepptar tærnar finna þyngdarpunktinn og blóðið úr hælum þínum blandast freyðandi sænum. Logandi kertin á himnafestingunni minna á kertafleytingu á gárandi tjörn og þú veist að myrkrið í huga þínum getur á einu augabragði tendrað loga í lófum sem þú svo berð upp að vitunum, andar að þér og tekur á móti eilífu lífi.


2. sæti: Fjallkonan Höfundur: Þorbjörg Þorvaldsdóttir

Umsögn dómnefndar Hér er íslenska fjallkonan hyllt á erótískan og kraftmikinn hátt. Stígandinn magnast í sterkum náttúrumyndum og sífelldum endurtekningum. Þetta er einmitt ljóðið sem vantaði um íslensku fjallkonuna.

Fjallkonan

ÖRVIÐTAL Nafn, fornafn, aldur? Hólmar Hólm, hann, 30 ára. Hver er þín fyrsta hinsegin minning? Þegar Dana International sigraði Eurovision – ég var ekki nema 7 ára en ég vissi að það væri líklega skynsamlegast að halda því fyrir mig hversu mjög mig langaði að vera eins töff og hún.

Þú ert falleg Vil ég vera þú eða vil ég að þú gangir öll til eins og jörðin undir okkur Vil ég vera þú eða vil ég að vatn flæði niður hlíðarnar kvíslist yfir sanda og endi uppí mér á endanum

Hver er þín helsta hinsegin fyrirmynd? Hver sem þarf að lifa í felum en finnur þó styrkinn til þess að takast á við heiminn dag hvern.

Vil ég vera þú eða vil ég að þú sért sleip eins og steinarnir í flæðarmálinu Vil ég vera þú eða vil ég vera aldan sem skolast yfir þig, á þig yfir en samt undir þig bleyti þig

Hvernig viltu taka þátt í hinsegin samfélaginu? Hinseginleikinn fylgir mér hvert sem ég fer en ég geri mitt besta til að tala fyrir auknum sýni- og fjölbreytileika á öllum vígstöðvum, bæði í lífi og starfi.

Ég fletti upp um þig

3. sæti: Flosi játar Höfundur: Anton Helgi Jónsson Umsögn dómnefndar Endurvinnsla á sagnaarfi hefur oftsinnis skilað frjóum skáldskap. Hér er dreginn fram undirtexti Njálssögu á myndríkan og skemmtilegan hátt. Karlmennskuhugmyndir fyrri tíma mæta nútímanum í bland við vangaveltur ljóðmælandans sjálfs, svo úr verður frumlegur og fyndinn usli.

Flosi játar Það er satt, sem sagt var. Við hittumst reglulega Svínafellsás og ég. Ég var vissulega karlmenni en varla nógu mikið hraustmenni gat ekki látist vera brúður nema níundu hverja nótt. Allt leyfðist í bræðralagsþögninni upphátt réði samt öllu um sæmd mína hvort ég hitti ásinn klæddur slæðum brúðar eða hertygjum brúðguma. Ég var karlmenni og óttaðist ekkert að fráteknum slæðunum þeirra vegna stytti ég gjarnan líftíma meintrar hetju.

47


ÖRVIÐTAL Nafn, fornafn, aldur? Árni Grétar Jóhannsson, hann, 38 ára. Hver er þín fyrsta hinsegin minning? Sem ungur strákur var ég ægilega skotinn í öllum Miami Vice sundfatamódelunum í Freemans príslistanum sem amma mín var dyggur áskrifandi að. Skildi samt alls ekkert í því hvað var svona djúsí, hélt bara að ég hefði svona ægilega góðan smekk fyrir sundskýlum. Hver er þín helsta hinsegin fyrirmynd? Svo margar! En að öllum forverum okkar í baráttunni ólöstuðum held ég að Þorvaldur Kristins sé mitt „idol“. Hann reyndist mér svo vel. Óþreytandi brunnur visku þegar ég vann sem framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78, svaraði alltaf í símann þegar mig rak í rogastans. Læs á þróun senunnar. Svo vel máli farinn að unun er að hlusta á og hafði óendanlega þolinmæði fyrir spjalli um öll þau verkefni sem mættu mér óhörðnuðum í starfinu. Legend í lifanda lífi. Hvað gleymdist að segja þér þegar þú varst ungmenni? Að þú átt þína líffræðilegu fjölskyldu þegar þú fæðist. Þegar þú kemur út úr skápnum eignastu aðra bónus-fjölskyldu sem er þín hinsegin fjölskylda. Allt í einu er maður ríkari en lífið sjálft, hommar og hækjur, lesbíur og sjálf hinsegin flóran býður mann velkominn í fangið og maður á hauk í hverju horni. Ómetanlegt. Hvernig myndir þú vilja hafa elliheimilið? Í flestum mötuneytum eru Nýmjólkurbeljuvélar. Ég myndi vilja hafa hvítvínsbeljur í staðinn og nóg af hressu liði úr allri flórunni, hinsegin fólk og bandafólk að jöfnu. Stolt alla daga og rýmið býður upp á frelsi einstaklingsins til að vera hán sjálft alla daga! Hvernig viltu taka þátt í hinsegin samfélaginu? Ég reyni að gera það alla daga, ekki bara með því að vera sýnilegur í minni tilveru heldur líka með því að rækta hommann í mér, skapa vettvang fyrir allskonar hinsegin og líka gefa af tíma mínum til að Reykjavík Pride geti verið sem skemmtilegast! Allir í sjálfboðastörf.

Kaupfélag Kaupfélag Hinsegin daga og upplýsingamiðstöð Pride Store and Service Center Forsala miða er út 3. ágúst. Kaupfélagið er í Aðalstræti 2, jarðhæð, við Ingólfstorg. Presale price tickets available through August 3rd. The Pride Store is located at Aðalstræti 2, ground floor, by Ingólfstorg square.

Afgreiðslutími: þriðjudaginn miðvikudaginn fimmtudaginn föstudaginn laugardaginn

3. ágúst 11:00 – 18:00 4. ágúst 11:00 – 18:00 5. ágúst 11:00 – 18:00 6. ágúst 11:00 – 18:00 7. ágúst 11:00 – 15:00

Opening hours: Tuesday Wednesday Thursday Friday Saturday

August 3rd 11 a.m. – 6 p.m. August 4th 11 a.m. – 6 p.m. August 5th 11 a.m. – 6 p.m. August 6th 11 a.m. – 6 p.m. August 7th 11 a.m. – 3 p.m.

Aðgengismál Hinsegin dagar gæta þess í hvívetna að þeir einstaklingar sem taka þátt í hátíðinni hafi góðan og greiðan aðgang að öllum viðburðum. Þess er gætt að húsnæði þar sem viðburðir fara fram hafi gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða og sérstakur aðgengispallur verður til staðar á útihátíðinni í Hljómskálagarðinum. Þar að auki verða Opnunarhátíð Hinsegin daga, Hýrir húslestrar, Útihátíð í Hljómskálagarði og flestir fræðsluviðburðir hátíðarinnar táknmálstúlkaðir. Ítarlegar upplýsingar um aðgengismál á hátíðinni er að finna á heimasíðu Hinsegin daga. Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi er sérstakur styrktaraðili aðgengismála á Hinsegin dögum í Reykjavík.


Kaffihús Hinsegin daga Reykjavik Pride coffee shop Kaffihús Hinsegin daga í ár er staðsett í Húsi máls og menningar, Laugavegi 18b. Þar mun fara fram fjöldi fræðsluviðburða og skemmtana frá þriðjudegi til föstudags. Þar verða pallborðsumræður um samtal kynslóða og hommaspjall, hinsegin karlastund, kósí ungmennatónleikar, dragsýningin „Dragmenning“ og huggulegur hinsegin jazz. Lítið inn, fáið ykkur kaffi eða drykk og njótið stemmingarinnar. Kaffihús Hinsegin daga í Húsi máls og menningar er opið frá 11 til miðnættis á föstudögum og laugardögum, og 11 til 23 alla aðra daga. Athugið að Kaupfélag Hinsegin daga er að Aðalstræti 2 en þar má finna miðasölu, fjölbreytta fána og allan okkar regnbogavarning.

The Reykjavik Pride coffee shop 2021 is located at Mál og Menning culture house on Laugavegur 18b where you can see a variety of educational and entertaining events throughout the Pride week. Stop by, grab a cup or a glass and enjoy the cozy atmosphere. Mál og Menning culture house is open from 11 a.m. to midnight on Fridays and Saturdays, and 11 a.m. to 11 p.m. on other days. Note that the Pride Store and Service Center is located at Aðalstræti 2, ground floor, by Ingólfstorg square.


Stolt siglir fleyið mitt Queer Cruise from Reykjavík Harbour Frá Gömlu höfninni, Ægisgarði Föstudaginn 6. ágúst kl. 18:30 Forsöluverð: 2.900 kr. til 3. ágúst Fullt verð: 3.500 kr. From the Old Harbour, Ægisgarður Friday August 6th at 6:30 p.m. Presale price: 2.900 ISK until August 3rd Full price: 3.500 ISK Við siglum stolt úr höfn föstudaginn 6. ágúst frá Gömlu höfninni í Reykjavík. Siggi Gunnars spilar alla hýrustu poppsmellina og kannski nokkra sjómannavalsa. Klukkustundar löng sigling í kringum eyjarnar á Faxaflóa þar sem þú sérð borgina frá nýju, hýru sjónarhorni. Fordrykkur og huggulegheit í Fífli frá kl. 18:30. Vinsamlega mætið tímanlega því skipið leggur úr höfn á slaginu kl. 19:30 – skipstjórinn líður engar tafir! Við bendum á að miðaframboð er takmarkað. Síðustu ár hafa miðar selst upp snemma!

Reykjavik Pride invites you on a Queer Cruise… Icelandic style! Sailing around the small islands off the coast of Reykjavík, this cruise is a unique opportunity to view the city from a different perspective. The cruise will feature fantastic music provided by the local DJ and radio host Siggi Gunnars, as well as special offers at the bar. Pre-drinks and queer vibes from 6:30 p.m. before the ship sets sail at 7:30 p.m. from the Old Harbour in Reykjavík, a few minutes walk from the city center. The captain won’t tolerate any delays, so don’t be late! Limited Availability – very likely to sell out fast!

Ævintýri á sjó Adventures at Sea

Hvalaskoðunarferðir Eldingar eru á áætlun allt að sex sinnum á dag á sumrin og tekur hver ferð um þrjár klukkustundir. Einnig eru áætlunarferðir í sjóstöng og lundaskoðun daglega ásamt ferjusiglingum til Viðeyjar. Frítt fyrir farþega Eldingar í Hvalasetrið þar sem gestir geta fræðst um lífríki hafsins í máli og myndum.

Ever since its foundation in 2000, Elding has been an actively LGBT friendly company, emphasizing warm welcomes and a friendly approach. The company specializes in whale watching tours and other adventures at sea around Reykjavík. Whale Watching tours are scheduled up to six times a day during summer and each tour is approximately three hours long. Other tours are scheduled daily, including sea angling, puffin tours and a ferry to Viðey Island. Access to the Whale Watching Center is free for Elding passengers.

101 Reykjavík Tel. (+354) 519 5000

elding.is



Þýðandi: Vera Knútsdóttir

Volsky l k Texti: Derek T. Allen, hann, 24 ára

52


Viðtal

Jacob

Það þarf ekki mikla þekkingu á LGBT+ málefnum til þess að vita að ástandið í Póllandi er ekki ákjósanlegt. Á síðustu árum hefur ástandið, sem ekki var gott fyrir, orðið að enn meira helvíti fyrir alla liti regnbogans. Endurkjör hins hómófóbíska Andrzej Duda og skipun sérstakra svæða sem eru „laus við LGBT hugmyndafræði“ hefur misboðið fólki um allan heim. Það vill svo til að fjölmargir Pólverjar hafa sest hér að og var ég þess heiðurs aðnjótandi að fá að taka viðtal við einn af þeim. Jacob Volsky er samkynhneigður Pólverji sem hefur búið á Íslandi síðastliðin fjögur ár og hefur margt um það að segja hvernig það er að vera samkynhneigður í landi eins og Póllandi. Hvað fékk þig til að flytja til Íslands? Ekki veit ég það. Ég held, í raun, að það hafi bara gerst. Ég vissi alltaf að ég vildi yfirgefa Pólland. Mér leið alltaf eins og ég væri öðruvísi, svona almennt séð miðað við Pólverja. Það er reyndar skondin saga vegna þess að ég var í heimsókn hjá vinkonu minni þar sem hún átti afmæli og ég var á leiðinni heim. Þá sagði hún við mig: „Bíddu aðeins, Monika (eða hvað sem hún hét), hún er á leiðinni og hún var á Íslandi. Hún er ljósmyndari og tók myndir!“ Ég var alveg ákveðinn í að fara heim vegna þess að ég var þreyttur en sagði: „Ókei, ég get beðið í fimm mínútur,“ vegna þess að ég er óþolinmóður. Og já, ég ákvað að bíða og hún sýndi mér myndir. Á þessum tíma var ég að leita að sjálfum mér. Ég vissi ekki hvað mig langaði að gera. Ég vissi að ég þyrfti að búa annars staðar en þar sem ég bjó. Ég myndi segja að það hafi gerst fyrir slysni, en ég er mjög ánægður. Ég er ekki að segja að ég muni búa hérna til æviloka, en mig langar ekki að fara aftur til Póllands. Sú ákvörðun hefur verið tekin.

Hvað fær þig til að vera áfram hér á Íslandi? Hér finnst mér ég eiga heima. Mér finnst ég velkominn. Ég á mitt líf hérna. Kærastinn minn er hér. Ég hef vinnuna mína. Einfaldir hlutir, en þeir leyfa mér að vera, leyfa mér að lifa. Ég kann líka vel við kyrrðina. Fólk hér er ekki eins stressað og Pólverjar til dæmis. Mér finnst ég vera hluti af samfélaginu. Hvenær vissir þú að þú værir samkynhneigður? Ég veit ekki hvort að það hafi verið eitthvað ákveðið augnablik þar sem ég bara vissi það. Það fyrsta sem ég tók eftir var þegar ég var sirka tíu ára. Ég tók eftir því að ég hlustaði á öðruvísi tónlist en bekkjarfélagar mínir. Það var þá sem ég áttaði mig á því að það væri munur á mér og öllum öðrum. Ég fattaði auðvitað seinna að þau eru alveg eins. „En hvers vegna er ég að dansa við tónlist þeirra Madonnu og Britney Spears? Það er áhugavert,“ hugsaði ég. Þessi tilfinning innra með mér, þú veist, tónlistin, ég var að vaxa úr grasi og svo auðvitað fór ég að horfa á stráka og var bara: „Ókei, það er eitthvað að gerast, það er eitthvað er í gangi.“ Þannig að ég fann að þetta var öðruvísi og áttaði mig á því að strákar töluðu um stelpur með hætti sem kveikti ekki í mér og er hluti af karlmennskustaðalímyndinni. Ég vil frekar horfa á þá, [strákana]. Þannig að það var þetta, en ég hafði ekki hugtak yfir það. Ég vissi að ég var öðruvísi en ég vissi ekki hvort að ég samþykkti það. Ég hvorki hataði né elskaði sjálfan mig. Ég var eiginlega of ungur til að vera nógu meðvitaður til að hugsa: „elska ég sjálfan mig eða ekki?“ Svo áttaði ég mig seinna þegar ég hitti annað fólk að það er til hugtak yfir það, og þannig er það. Og, ég veit ekki, ég var ekki svartsýnn á líf mitt sem hommi. Það er eitthvað gott að lokum.

53

Hvernig er ástandið í Póllandi? Það var betra fyrir 10 árum en það er núna. Það er drifið af stjórnmálafólki. Pólverjar hafa ekki alltaf verið hómófóbískir. Stjórnmálafólk er að leika hræðilega ljótan og harkalegan leik. Þau eru að búa til óvin sem hægt er að berjast gegn. Fyrir nokkrum árum var flóttafólk óvinurinn í Póllandi. Þegar krísan um flóttafólk var í Evrópu fyrir fimm, sex, sjö árum, þá leyfði Pólland ENGU flóttafólki að koma inn í landið á meðan Þýskaland hleypti milljón inn, sem dæmi. Og Pólland, „kaþólskt“ ríki, hjálpaði ekki aumingja fólkinu sem var að flýja stríð. Það er hræðilegt. En það var vegna þess að stjórnmálafólk bjó til óvin. Og núna hafa þau nýjan óvin sem er LGBTQ+ fólk. Þau segja að samkynhneigðir séu það sama og barnaníðingar. Þau koma stundum fram með dæmi sem eru falsfréttir. Það er ein ástæða þess að Andrzej Duda vann kosningarnar. Í ræðum sínum minntist hann á margt slæmt. Ég er líka með dæmi sem kemur frá Jóhannesi Páli II páfa, „pólska páfanum“. Ég held að hann sé frægari en Jesú í Póllandi, hann er eitthvað betra en Jesú. Það er þannig sem að miðjan í stjórnmálunum í Póllandi hefur færst lengst til hægri. Miðjan er í raun hægri-miðja. Pínulítið til vinstri fyrir þeim er öfga-vinstri. [Jacob vitnar í blaðagrein] „Í ræðu sinni svaraði forsetinn þeirri gagnrýni sem hann hefur sætt um helgina vegna ummæla sinna gegn LGBTQ+.“ Að sjálfsögðu voru margir á móti ummælum hans vegna þess að hann sagði að LGBTQ+ fólk sé ekki fólk, heldur hugmyndafræði. Fyrir mig persónulega, þá var ég ennþá tilfinningalega tengdur þessum hlutum. En ekki lengur. Ég finn til með vinum mínum sem eru hinsegin og búa þarna, því þau eru í hættu, það er málið. Þetta snertir mig ekki á nokkurn


hátt vegna þess að ég bý hér. En á þeim tíma, þá var ég ennþá í miklum tengslum og þá sagði hann [vitnar í grein]: „Ég hef staðið frammi fyrir hugmyndafræðilegum árásum frá vestri og heima fyrir.“ Þannig að þau nota líka oft þetta „vestrið er eitthvað slæmt“... Fyrir nokkrum árum sagði Jarosław Kaczyński að danska þingið leyfi þér að vera barnaníðingur, í grundvallaratriðum, og sagði að það yrði eins í Póllandi. Og danska sendiráðið sagði: „Hey, það er ekki leyft, um hvað ertu að tala?“ Og hann sagði: „Vestrið er vont. Það er gott ef að við erum að flytja eitthvað út til þeirra eða þegar að ESB gefur okkur pening, en við viljum ekki hugmyndafræði þeirra.“ Þau segja einnig að við verðum að vernda börnin okkar vegna þess að þetta samkynhneigða fólk mun kenna þeim að fróa sér eða... Þetta er eins og eitthvað frá miðöldum. Ég hef regnbogafánann minn í glugganum hérna en ég efa að ég myndi gera það í Póllandi. Það er gott að fólk sé að setja þá í gluggann en það er möguleiki á því að það verði kastað í þig steinum vegna þess að stjórnmálafólk leyfir hómófóbíu í Póllandi. Þú minnist þó nokkuð á trúarbrögð. Telur þú að þau spili stóran þátt í ástandinu í Póllandi? Þau spila mjög stóran þátt. Fyrir það fyrsta, þá þurfum við að byrja fyrir 30 og eitthvað árum síðan, þegar kommúnismi var ennþá í Póllandi. Við vorum háð Sovétríkjunum. Fólki líkaði það augljóslega ekki og vildi vera frjálst ríki með sinn eigin forseta, forsætisráðherra og hvaðeina. Á þeim tíma í pólsku kaþólsku kirkjunni kom fólk saman og trúði á stofnunina. Margir prestar og biskupar eru viðriðnir stjórnmálin. Í messum eru þeir að segja það sem þeir hugsa. Einn biskup, ég held í Kraká, sagði: „Fyrir mörgum árum síðan vorum við sýkt rauðum sjúkdómi (sem þýðir kommúnismi), en núna erum við sýkt af regnboga-plágu.“ Hann er að segja þetta um manneskju sem hann kannski þekkir. Og auðvitað eru þeir að segja að það sé synd eða að við séum gölluð eða okkur skorti eitthvað. Ég hætti að fara í kirkju eftir að ég gekk til skrifta og sagðist vera að deita mann. Presturinn sagði, auðvitað „það er stærsta syndin bla bla bla,“ en hann mælti með að ég færi og „læknaði“ það einhvern veginn. Og ég sagði „það er ekki mitt vandamál.“ Ég ræddi þetta ekki frekar við hann því ég vissi að það væri

ekki fyrir mig, að standa í þessu, en það var trigger. Þannig að ég sagði við hann: „Þessi kirkja var að missa eitt sóknarbarn.“ Hvað telur þú að Pólland geti gert til að bæta ástandið? Ég held að þau þurfi að skipta um stóran hluta stjórnmálafólksins. Það væri frábært ef að ungt fólk væri virkara í stjórnmálum. Síðustu 20 ár hefur það meira og minna verið sama fólkið. Ég meina, það hefur breyst smá en það eru meira og minna sömu andlitin. Gamlir, hvítir, gagnkynhneigðir menn. Ég er kominn með nóg af því. Ég vil fleiri konur, fleira litað fólk (jafnvel þó að þar búi ekki margt litað fólk). Samfélagið er mjög einsleitt, allt nýtt fyrir þeim er skrítið og þau vita ekki hvernig þau eigi að eiga við það. Ég held að stjórnmálafólkið þurfi að breytast, en ég tel að skaðinn sé skeður fyrir LGBTQ+ samfélagið. Það mun taka mörg ár að bæta stöðuna, tiil að laga það sem hefur gerst. Við þurfum nýjan forseta, nýjan forsætisráðherra og í raun bara nýja ríkisstjórn. Næstu kosningar eru eftir þrjú ár þannig að það er nægur tími. En í hreinskilni þá efa ég það stórlega að stjórnarandstaðan vinni næstu kosningar. Ég er vonlítill, alveg gríðarlega vonlítill. Fólk kýs ekki vinstri stjórn vegna þess að fólk álítur vinstri stefnu vera það sama og kommúnisma. Hvernig eru hlutirnir á Íslandi? Mér finnst það að vera samkynhneigður hér vera allt í lagi, það er auðvelt. Þegar ég fór fyrst í gleðigönguna fyrir fjórum árum þá var ég agndofa yfir því hversu margir voru viðstaddir og allt svo vinalegt og indælt. Gangan hér á Íslandi er ekki bara um samkynhneigða, mér finnst hún vera fjölskylduhátíð. Ég hugsa ekki á hverjum degi búandi hér „einhver gæti hreytt fúkyrði í mig á götunni“ eða „ég get ekki haldið í höndina á kærastanum mínum.“ Eða þegar ég er að hitta einhvern: „Halda þau að við séum par?“ Ég hef ekki þessar áhyggjur hér. Í Póllandi erum við vinir, við erum bræður, ekki par. Ég hugsa ekki út í það hér. Hefur þú orðið fyrir miklum fordómum frá Íslendingum hér? Hvað með frá Pólverjum? Þegar ég vann fyrst með Íslendingum myndaði ég góð sambönd við þá. Ég hélt mig við Íslendingana þó að það væru aðrir Pólverjar að vinna á sama stað. Mín hugsun var sú að „ég yfirgaf Pólland

54

ekki til þess að vera með Pólverjum. Ég vil bara vera hér. Því fleiri ný tengsl, því betra.“ Þetta fólk var mjög opið og jafnvel eldra fólk, það var ekkert mál. Þetta er bara ekki umræðuefni, þannig er það bara. Ég fann ekki fyrir fordómum frá Pólverjum en ég hef tekið eftir því að sumir Pólverjar sem koma til Íslands eru með hómófóbíu vegna þess að þau ólust upp við það. Það að búa hér breytir stundum viðhorfum þeirra vegna þess að þau sjá að þetta er ekki endalok heimsins og Ísland er ekki að hrynja. Það er góð lexía fyrir fólk. En ég er ekki umkringdur hómófóbum. Ég er ekki að segja að hómófóbía sé ekki hér því auðvitað er hún það, en ég er að hugsa meira um transfóbíu á Íslandi. Það er að batna og þetta er ekki versti staðurinn til að vera trans, en ég tel að transfólk þurfi á meiri stuðningi frá samfélaginu að halda. Samfélagið okkar og ríkisstjórnin þarf að gera það eins einfalt og mögulegt er. Til dæmis í Póllandi, ef þú vilt löglega breyta um kyn þá þarftu að fara í mál við foreldra þína fyrir að „gefa þér“ vitlaust kyn. Þú þarft að fara fyrir dómstóla og þú þarft að berjast gegn foreldrum þínum. Þú gætir átt í góðu sambandi við foreldra þína og þeir samþykkt þig, en þú þarft samt að fara í mál við þá. Er eitthvað annað sem þú vilt bæta við? Það voru sjö tilraunir gerðar til að kjósa um staðfesta samvist og auðvitað fór engin þeirra í gegn. Sú fyrsta var árið 2013. Á þeim tíma var versti flokkurinn ekki við stjórn. Það voru fleiri frjálslyndir, en samt, við erum svo mikið til hægri og þessir frjálslyndu voru mjög íhaldssamir þannig að þau gátu ekki sammælst um það. Og við erum ekki einu sinni að tala um hjónabönd. Einnig, í júlí 2020 kærði ríkisstjórn Póllands Ikea fyrir að reka starfsmann fyrir alvarleg hómófóbísk ummæli sem hann lét falla á innra neti fyrirtækisins. Dómsmálaráðherra sagði beinlínis að það væri réttur hans að vera hómófóbískur. Þetta mál var svo heitt fyrir stjórnmálafólk í Póllandi og dómsmálaráðuneytið stóð með starfsmanninum. Það er sama hvaða regnbogamálefni um ræðir, þau stýra því.


ÖRVIÐTAL Nafn, fornafn, aldur? Ólafur Helgi / Starína, hann/hún, 39 ára. Hver er þín fyrsta hinsegin minning? Þegar ég sá bíómyndina „Priscilla, Queen of the Desert“ og uppgötvaði að það er hægt að vera alls konar. Hver er þín helsta hinsegin fyrirmynd? Skjöldur Mio Eyfjörð (dragmamma mín), Páll Óskar, RuPaul, Lady Bunny og fullt af öðrum drottningum. Hvað gleymdist að segja þér þegar þú varst ungmenni? Að varast fólk sem hrifsar af þér ástina, því þú mátt ekki elska einhvern af sama kyni.

55

Hvernig viltu taka þátt í hinsegin samfélaginu? Ég vil efla sjálfstraust og kenna fólki að fólk má vera hvernig sem er.


Veðrun okkar sem svipt vorum virðingunni Texti: Margrét Pála Ólafsdóttir, hún, 63 ára

Konan mín er snillingur enda hefur hún þraukað með mér í 30 ár. Eitt af því fjölmarga sem hún hefur fram yfir mig er hæfni hennar á samfélagsmiðlum sem ég gleymi svo vikum og mánuðum skiptir. Svo er hún í flokki hinna prúðustu netverja; leggur eingöngu gott til mála og fylgist grannt með fregnum bæði hérlendis sem erlendis sem og í alheimsumræðunni á helstu áhugasviðum. Á meðan ligg ég í leti yfir sögulegum heimildum og þjóðlegum fróðleik á 1,75 hlustunarhraða og spila kúluspil til að halda athyglinni við efnið. Á dögunum reif hún mig upp úr podkastinu „American Innovation“ þar sem Edison var að plotta hugmyndaaftöku á háspennuflutningi rafmagns à la Tesla með notkun mögulegs rafmagnsstóls til slátrunar á föngum á dauðadeildum. Auðvitað heyrði ég ekkert enda með hávaðaafþakkandi eyrnaplögg kyrfilega á sínum stað en blind var ég ekki. Með semingi fjarlægði ég plöggin, leit upp og spurði hvað væri eiginlega um að vera. „Hvað, heyrðirðu ekki hvað ég var að segja? Hvort þú hefðir lesið um weathering í sambandi við jaðarhópa eins og hinsegin fólk? Fólk sem lifir með fordómum og misrétti árum og áratugum saman og hreinlega missir heilsuna vegna fordóma? Fólk sem þróar með sér alls kyns kvilla og deyr talsvert yngra en gengur og gerist? Það er þess vegna sem svart fólk í Bandaríkjunum hefur farið miklu verr út úr Covid heldur en aðrir, meira að segja þar sem heilbrigðisþjónustan hefur reynst sambærileg fyrir alla.“

Ja, það má nú drepa með mörgu öðru en rafmagnsstólum, hugsaði ég og svaraði konu minni: „Já, veðrun – það er frábært hugtak . Ætli við séum ekki ansi mörg harla veðruð í gamla gay-samfélaginu okkar.“ Fyrir hugskotsjónum mínum birtist myndasýning af sveitinni minni á hálendinu með vatnsrofi í Jökulsárgljúfrum og frostsprungnu stórgrýti og auðnarlegum melum þar sem rofabörðin sýna álagið á veikburða jarðvegi með jökulleir og öskulögum. Meira að segja hríslurnar í jarðræktargirðingu Ungmennafélags Fjöllunga bera veðruninni merki og eru ekki nema 30-50 sentimetrar á hæð eftir nær sjötíu ára vöxt. Veðrun – ég skildi nákvæmlega hvað við var átt. Ég kom úr felum árið 1984 þegar ég uppgötvaði loks minn eigin sannleika um tilfinningar og ást. Þessi sannleikur gerði mig frjálsa og bjargaði lífi mínu en auðvitað vissi ég að gjaldið yrði hátt. Þar á meðal vissi ég það sem allir vissu; að lesbíur og hommar væru ekki guði og kirkju þóknanleg. En það varð að hafa það og ég skráði mig úr þjóðkirkjunni sama dag og ég skráði mig með sama heimilisfang og þáverandi kærastan mín. Eins hafði ég grun um að lesbíur væru einmana og þunglyndar og að rétt eins og hommarnir myndu þær að lokum enda sem fársjúkir alkóhólistar með sjálfsvígshugsanir. Vissulega mjög dapurlegt en hljómaði samt einhvern veginn betur en áframhaldandi líf í frysti án nokkurs skilnings á sjálfri mér. Verst fannst mér þó staðan fyrir dóttur mína sem ég gæti aldrei sagt sannleikann 56

og yrði móðurlaus allt of snemma. Svo lá í loftinu að lesbía ætti ekki að vera í miklum samskiptum við börn og alls ekki annarra manna börn – og ég með þriggja ára gamalt embættispróf á barnasviði. Hreint ekki björt framtíð en ég afneitaði þessum sársauka eftir föngum. Lék hinn sívinsæla þjóðarleik, „sem ekkert sé“ og hélt áfram veginn. Útskúfun guðs og manna var ekki algjör – alla vega ekki allra manna og kvenna. Höfnun dóttur minnar og fjölskyldu reyndist ekki rétt fremur en þunglyndi og sjálfsvíg enda sit ég nú, sprelllifandi amman, að skrifa þessa grein nær fjörutíu árum síðar. Vissulega endaði ég með að medikera mig sjálfa með ótæpilegu áfengi en það þýddi bara lukkulega meðferð fyrir tuttugu árum. En ég lifði af. Og hvað skyldi allt þetta hafa þýtt, svona eftir á að hyggja? Skyldi ég hafa veðrast þegar leigusalar hentu mér og konunni minni út úr íbúð – tvisvar þegar uppgötvaðist að við vorum par? Eða þá þegar okkur var hent út af veitingastað fyrir að haldast í hendur eitt augnablik? Hvernig var stormurinn þegar ég barðist fyrir því að halda vinnunni minni þegar búið var að banna mér að vinna með börnum? Og hvað með að halda haus til að réttlæta tilfinningar mínar fyrir fólki og fjölmiðlum þar sem fjölmargir fengu að lemja á mér og öðrum með orðum og biblíutextum? Var það veðrun að vita að ekkert þýddi að kæra þá sem öskruðu ókvæðisorð á eftir mér eða réðust að mér til að „laga“ mig – það eina sem ég þyrfti væri almennilegur


karlmaður? Meira að segja lúbarðir hommar reyndu ekki að leita aðstoðar lögreglunnar. Og blessuð þögnin sem ríkti í besta falli, þegar síminn hætti að hringja því enginn óskaði eftir kröftum mínum lengur – eins og ég hafði þó verið efnileg og eftirsótt. Eða þegar ég tróð mér inn á mannréttindaráðstefnu og þjóðþekktir einstaklingar hlógu að því bulli að draga ætti það sem gerðist bak við lokaðar svefnherbergisdyr inn í mannréttindaumræðu? Eða þegar algjörlega ósympatískir pólitíkusar sáu ekkert athugavert við að við værum hvergi viðurkennd í samfélaginu, hvorki til verndar né réttar lífsförunautar? Og fylgdi mögulega talsverð veðrun á erfiðustu stundunum eins og þegar lögfræðingurinn minn og barnavernd ráðlögðu mér að fara ekki í forræðisdeilu því væntanlega myndi ég tapa málinu sem myndi gera mig réttlitla gagnvart umgengni og grafa undan því að ég gæti starfað við fagið mitt, þau einu réttindi sem tókst ekki að taka af mér? Og öllum sáru stundunum þegar alnæmið réðist að strákunum okkar og kirkjan var svo sem til í að jarða þá – eini stuðningurinn sem þeir fengu á stuttri ævi frá þeirri stofnun? Og þau sem þoldu ekki sjálfsmedikeringu í alkóhóli og öðrum efnum? Að ógleymdum þeim sem buguðust og tóku eigið líf. „Hefurðu heyrt um weathering…?“ spurði mín góða kona og ég hugsaði að á sínum tíma hefði enginn leyft sér að hugsa um áföllin og álagið. Dagskipunin var „glad to be gay“ því að það var eina leiðin sem var í boði. Án þess að mögla hörkuðum við

öll af okkur og óðum í þessu jökulfljóti fordóma og réttleysis, án þess að njóta verndar hins opinbera eða virðingar samfélagsins. Bara að bretta upp ermar og skálmar og vaða þar sem hvergi sást til lands. Afbera straumiðuna og jakana sem fylgdu vorleysingunum, þrauka kuldann og sársaukann, grípa til sundtakanna í ísköldu vatninu, festast í sandbleytu og skríða upp á grýtta eyri í miðri ánni á blóðrisa hnjánum og safna kjarki til að halda áfram. Suma dagaði uppi á leiðinni, aðrir misstu fótana og enn aðrir hurfu í þokuna og náðu aldrei landi á bakkanum hinum megin. Hvað skyldi þetta ferðalag hafa kostað okkur? Hversu mikið kvarnaðist af mér og öllum sem svömluðu á undan mér, með mér og á eftir mér? Hversu veðurbitin, sandblásin, vatnssorfin, jarðvegseydd, frostsprungin og kalin erum við ef grannt er skoðað? Jú, ætli við séum ekki mörg hver ansi veðruð? Ég renni yfir greinina áður en ég sendi á blessaðan ritstjórann og hrekk við. Fæ bakþanka og hreinlega móral. Hvaða drama er þetta eiginlega í mér? Tóm sjálfsvorkunn yfir einhverju sem löngu er liðið? Hvað stoðar að brýna þessa fortíðarrödd um frostbylji og jökulfljót fyrri tíma – núna loksins þegar hinsegin samfélagið er komið á algjörlega nýjan og betri stað? Á ég ekki bara að henda þessu? En ég kann ennþá að harka af mér og veit að rétt eins og Soffía frænka kann ég bara einn söng og það verður bara að hafa það hvort hann er viðeigandi eða ekki.

FJALLKONAN FAGNAR ÞÉR!

fjallkonan

57

fjallkonan.rvk

fjallkona.is


Að eldast hinsegin – vangaveltur tveggja hjúkrunarfræðinga Fyrir nokkrum vikum var haft samband við okkur af stjórn Hinsegin daga þar sem við erum hjúkrunarfræðingar og höfum reynslu af því að vinna með öldruðum, til að ræða málefni eldri hinsegin einstaklinga. Úr varð að við munum stýra viðburði á Hinsegin dögum sem mun bera yfirskriftina „Að eldast hinsegin“ og við hvetjum sem flest til að mæta – enda eldumst við vonandi flest. Eldri borgarar eru þau sem náð hafa 67 ára aldri en meðalaldur hefur hækkað umtalsvert og er nú yfir 80 ár. Við erum því gömul lengur en nokkru sinni áður og því fylgir aukin þörf fyrir ýmiss konar heilbrigðisþjónustu – og skemmtun! Við fórum á stúfana og leituðum bæði eftir rannsóknum og sóttum í reynslu annarra í öldrunarþjónustu. Margar rannsóknir hafa verið gerðar um þarfir aldraðra bæði hér á landi og erlendis, en að okkur vitandi hafa aðeins verið gerðar erlendar rannsóknir sem taka mið af þörfum hinsegin aldraðra en engar íslenskar. Þessar rannsóknir sýndu meðal annars að aldraðir hinsegin einstaklingar eru hræddir við að nýta sér heilbrigðisþjónustu af ótta við fordóma frá þeim sem þeir leita til t.a.m. lækna og heimahjúkrunar. Þessar rannsóknir komu líka inn á að sú kynslóð LGBTQ+ sem er nú að komast á aldur á síður börn en gagnkynhneigðir jafnaldrar þeirra og er líklegri til að hafa misst tengsl við fjölskyldur sínar. Einnig eiga þau gjarnan flókna áfallasögu sem er mjög ólíkt þeim sem ekki eru hinsegin en á sama aldri.

Erlendar rannsóknir sýna að aldraðir hinsegin einstaklingar óttast að þurfa að fara aftur „inn í skápinn“ þegar þeir nýta sér úrræði eins og heimahjúkrun eða flytji á hjúkrunarheimili vegna hræðslu við fordóma og útskúfun. Víða erlendis eru til hjúkrunarrými eða búsetuúrræði sem eru sérstaklega hugsuð fyrir hinsegin fólk þar sem þau geta lifað í ellinni, laus við ótta. Okkur langaði til að heyra hver reynsla þeirra sem unnið hafa á hjúkrunarheimilum hér á landi væri og bera saman við þá reynslu sem við höfum af okkar starfi innan heilbrigðiskerfisins síðustu 15-20 ár. Við sendum því nokkrar spurningar á hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og almenna starfsmenn sem allir áttu það sameiginlegt að vinna eða hafa unnið á hjúkrunarheimilum og voru svörin vægast sagt mjög áhugaverð. Meirihlutinn taldi sig aldrei hafa hjúkrað hinsegin einstaklingi en viðurkenndi að hafa grunað að nokkrir íbúar hafi verið hinsegin án þess að það hafi verið rætt. Allir voru sammála um að hinsegin umræðan væri meiri og á öllum hjúkrunarheimilunum var hinsegin starfsfólk. Innan nokkurra hjúkrunarheimila er hefð að flagga regnbogafánanum á Reykjavík Pride og ber það trúlega merki um opinn hug stjórnenda. Nokkrir töluðu þó um að enn bæri á fordómum hjá einstaka íbúum heimilanna. Það sem einnig er áhugavert er að á síðustu 12 árum hafa aðeins fimm umsóknir borist til Færni- og heilsumatsnefndar þar sem tekið er fram að um hinsegin einstakling sé að ræða.

58

Hver eru næstu skref? Það er verulega mikilvægt að þessi umræða eigi sér stað og þarfir hinsegin fólks á Íslandi séu skoðaðar sérstaklega. Það þarf að skoða hvort heimahjúkrun þessa hóps þurfi að einhverju leyti að vera frábrugðin heimahjúkrun annarra og hvernig þá. Það er líka þörf á því að skoða hvort ótti hinsegin fólks við framkomu starfsfólks sé sambærilegur því sem sjá má í erlendum rannsóknum. En þá vakna ýmsar spurningar. Er raunhæft að vera með sér hjúkrunarheimili bara fyrir LGBTQ+ einstaklinga? Hvar ætti það hjúkrunarheimili að vera? Hver væru inntökuskilyrðin? Væri nóg að hjúkrunarheimili myndu „gefa það út“ að vera LGBTQ+ friendly? Hverjar eru þarfir þessa hóps? Þann 20. ágúst næstkomandi verður efnt til heilbrigðisþings þar sem málefni aldraðra eru til umræðu. Einnig er til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda stefnumörkun í öldrunarþjónustu og er það opið til 1. september. Það væri ósk okkar að hægt verði að nota þær niðurstöður sem fást af umræðufundinum „Að eldast hinsegin“ til að senda inn ábendingar og þannig hafa áhrif. Sjáumst þar! Sandra Ósk Eysteinsdóttir, hún, 42 ára Selma Kristín Erlendsdóttir, hún, 44 ára


59


Eftirtaldir ráðherrar styðja Hinsegin daga: ÖRVIÐTAL Katrín Jakobsdóttir, Forsætisráðherra

Bjarni Benediktsson,

Nafn, fornafn, aldur? Bára Halldórsdóttir, hún/hei þú þarna, 4-5 ára.

Fjármála- og efnahagsráðherra

Sigurður Ingi Jóhannsson, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Hver er þín fyrsta hinsegin minning? Man það ekki skýrt en ég yrði ekki hissa ef Sigga Beinteins hefði komið inn í þá mynd.

Svandís Svavarsdóttir, Heilbrigðisráðherra

Lilja Alfreðsdóttir, Mennta- og menningarmálaráðherra

Ásmundur Einar Daðason, Félags- og barnamálaráðherra

Hvað gleymdist að segja þér þegar þú varst ungmenni? Að það er engin skylda að vera eins og allir hinir. Sérkenni hvers og eins er það sem gerir heiminn áhugaverðan. Leitaðu uppi þá sem skilja þig og leyfðu orðum þeirra að hafa meira vægi en hinna. Og tvíkynhneigð er ekki tímabil, þú ert alveg eins hinsegin og hinir í samfélaginu.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Umhverfis- og auðlindaráðherra

Hýrar þakkir fyrir stuðninginn!

Hvernig myndir þú vilja hafa elliheimilið? Fullt af litlum litríkum húsum í hlýjum móa. Heitir pottar og nuddarar á hverju strái :)

HINSEGIN DAGAR REYKJAVIK PRIDE

Hvernig viltu taka þátt í hinsegin samfélaginu? Taka vel á móti nýja fólkinu og láta það upplifa sig velkomið. Draumastaðan væri að vera einhvers konar hinsegin skrýtna hlýja manneskjan sem alltaf væri hægt að leita til. Mig vantaði svoleiðis og ráðgjafarnir núna eru æði, en ég gæti verið einhvers konar „free hugs“ viðbót. Ef ég fengi heilsuna aftur myndi ég gerast „bio queen“ og gleyma mér í núinu dansandi í vindinum. Ég vil aðallega styðja þá sem þurfa það mest og njóta samveru og menningu með hinum. Gera gagn ef þarf en annars hafa gaman af þessu stutta lífi.

60



ÖRVIÐTAL Name, pronouns, age? Hannah Jane (HANS), she/her, 27. What is your first queer memory? Seeing the music video for t.A.T.u.’s “All The Things She Said” on TRL and then immediately asking my dad to drive me to the local CD store so I could buy their album. I was nine then and didn’t realise at that time why I liked it so much… I also strongly remember Kim Stolz on America’s Next Top Model in 2005. She was no doubt the first lesbian I saw on TV and her whole storyline has stuck with me to this day. Also, I’d like to give a shout out to Libba Bray’s Gemma Doyle trilogy. Not to spoil anything, but there’s a queer romance in it that I still credit for making me realise that perhaps being queer could be beautiful. I used to read and reread it just because I related to this character in some nebulous way. Now I understand why.

Hinsegin dagar þakka Samtökunum '78 fyrir ómetanlegt starf í þágu mannréttinda hinsegin fólks á Íslandi.

HINSEGIN DAGAR REYKJAVIK PRIDE

Who is your biggest queer role model? Otep Shamaya from the nu-metal band OTEP. She was the first queer person I ever saw myself in and I’d listen to her albums obsessively as a young teen. She was outwardly and unapologetically gay and politically radical and I was so in awe of her. I’m still in awe of her! I wish I was buff as hell and could write rap metal like her. (I hope she’s in Iceland randomly for Pride and sees this and contacts me omg) Check out “Warhead” for the best antiIraq War anthems of all time, “Shelter In Place” for some righteous anti-NRA anger and also “Apex Predator” for the sexiest wlw song of all time. And of course, “Equal Rights, Equal Rights” is a given, as it coined the iconic lyric, “Let’s get one thing straight: I’m not.” How do you participate in the queer community? I am the drag artist HANS, the reigning Drag King of Iceland! I like to wear Saran Wrap and roll around onstage to industrial music. I also like to sing show tunes.

62


Ráðgjöf Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt, þú getur alltaf sótt þér ráðgjöf hjá okkur. Á árinu 2020 sóttu 779 einstaklingar ráðgjöf hjá Samtökunum ’78. Hagsmunabarátta Við erum vakandi fyrir hvers konar misrétti, látum í okkur heyra og þrýstum á stjórnvöld að koma á réttarbótum fyrir hinsegin fólk. Ungmennastarf Börn og ungmenni eiga ávallt að hafa einhvern sem hlustar og jafnvel gefur ráð. Samtökin ’78 reka félagsmiðstöð í samvinnu við Reykjavíkurborg. Láttu sjá þig! Fræðsla Við erum alltaf að læra! Þekking á hinsegin málum er grundvöllur í okkar mannréttindabaráttu. Á árinu 2020 fengu 5.320 einstaklingar fræðslu frá Samtökunum ’78. Félagsstarf Samtökin ’78 eru félagasamtök, stofnuð af hinsegin fólki fyrir hinsegin fólk. Samtökin ’78 halda úti opnum húsum, fjölbreyttum viðburðum ásamt opnum fræðslu- og skemmtifundum.

Við tökum vel á móti þér! Sendu okkur erindi í gegnum vefsíðu, kíktu í heimsókn eða hringdu í síma 552 7878. Nánar má lesa um Samtökin ’78, bóka fræðslu eða ráðgjöf á samtokin78.is


KÓR VERÐUR TIL - ENGIR VENJULEGIR KÓRTÓNLEIKAR A CHOIR IS BORN - THE MUSICAL THEATER VERSION! Gamla bíó, 4. ágúst kl. 20 (húsið opnar kl. 19:30) Gamla bíó, August 4th, 8 pm (doors open from 7:30 pm) Almennt miðaverð: 3500 kr. // 2900 fyrir 16 ára og yngri Ticket price: 3500 isk. // 2900 for 16 years old and younger Eftir tvær uppseldar sýningar í Gaflaraleikhúsinu í júní mun hinn nýstofnaði kór Viðlag endurtaka leikinn. Þema sýningarinnar er söngleikjatónlist. Meðlimir kórsins hafa búið til skemmtilega íslenska texta við sumar af þekktustu perlum söngleikjasögunnar, einnig verða flutt minna þekkt lög, með húmorinn að leiðarljósi. Síðast komust færri að en vildu og þetta eru tónleikar sem þú vilt ekki missa af!

After two sold out shows in June, the newly founded choir Viðlag, are back. The theme of the concerts is musical theater. Members of the choir have made Icelandic lyrics , with a comedic twist, to some of the most known and cherished musical theater songs, mixed with some less known gems. The show is in Icelandic.


Styrktu gott málefni á hlaupastyrkur.is og taktu þátt 21. ágúst


STÆRSTA HÁTÍÐIN Í KÖBEN OG MALMÖ Ragnhildur Sverrisdóttir, hún, 60 ára

ÖRVIÐTAL Nafn, fornafn, aldur? Arna Arinbjarnardóttir, hún, 34 ára. Hver er þín fyrsta hinsegin minning? 1995 hitti ég lesbíur í fyrsta sinn á Spáni. Við vorum að heimsækja vinkonu mömmu sem bjó með kærustunni sinni og ég man hvað mér fannst þetta meika mikið sens. Hver er þín helsta hinsegin fyrirmynd? Hinsegin krakkar á aldrinum 12/13/14 ára eða jafnvel yngri sem eru að uppgötva hinseginleikann sinn og tala um það sín á milli og við foreldra sína. Hvað gleymdist að segja þér þegar þú varst ungmenni? Að það væri ekkert að því að vera lesbía og það væri fullkomlega eðlilegt að vita að man sé lesbía 13 ára.

World Pride er haldið á tveggja ára fresti og í ágúst er komið að Kaupmannahöfn og Malmö, sem sameinast sem gestgjafar. InterPride, alþjóðleg samtök hinsegin hátíða, hefur skipulagt World Pride frá árinu 2000 og fyrri hátíðir hafa verið í New York, Madrid, Toronto, London, Jerúsalem og Róm. World Pride í New York var langstærsti viðburðurinn til þessa og þar var þess minnst að 50 ár voru liðin frá Stonewall-uppreisninni. Engar líkur eru á að Kaupmannahöfn og Malmö nái slíkri hátíðarstærð, í heimi sem enn er plagaður af heimsfaraldri, en World Pride mun samt sem áður tryggja miklu fleiri viðburði í borgunum tveimur en annars hefðu verið. World Pride hátíðarhöldin fara fram undir heitinu Copenhagen 2021, þótt haldin séu í tveimur borgum í tveimur löndum. Það verða tónleikar, drag, Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn breytist í World Pride torg með veitingum og tónlist, 6 gleðigöngur hlykkjast um Kaupmannahöfn laugardaginn 21. ágúst, hinum megin við sundið býður Malmö upp á World Pride House með fyrirlestrum, kappræðum og skemmtun og svona mætti lengi telja. Allar nánari upplýsingar um dagskrá er að finna á copenhagen2021.com Það er óhætt að mæla með ferðalagi til Dana og Svía 12.-22. ágúst og fagna fjölbreytninni! Íslendingar koma víða við sögu á Copenhagen 2021: Forseti Íslands, verndari Samtakanna ‘78, ávarpar sérstakan fund yfir 150 kjörinna fulltrúa frá tæplega 60 löndum í öllum heimshornum í Kristjánsborgarhöll föstudaginn 20. ágúst. Danska þingið býður til fundarins og hefur kallað til t.d. þingmenn þjóðþinga, Evrópuþingsins og ýmissa mannréttindasamtaka. Í hópi þeirra sem sækja þingið eru margir hinsegin þingmenn, þar á meðal Hanna Katrín Friðriksson frá Íslandi, en allir þingmennirnir eiga það sameiginlegt að hafa sýnt hinsegin málefnum áhuga og stuðning.


Ásta Kristín Benediktsdóttir, doktor í bókmenntafræði og fyrrum göngustjóri Gleðigöngunnar, flytur fyrirlesturinn Copenhagen: The Gay Capital of Iceland? í menningarhúsi Íslands, Færeyja og Grænlands á Norðurbryggju (Nordatlantens Brygge) fimmtudaginn 19. ágúst. Ásta Kristín hefur unnið að rannsóknum á hinsegin bókmenntum og sögu. Í fyrirlestrinum beinir hún sjónum sérstaklega að öllum þeim sem flúðu fordóma, réttindaleysi og fásinnið á Íslandi á síðustu öld, en mörg þeirra settust að í Kaupmannahöfn.

Spánn er handan við hornið

Íslenska kvikmyndin Hjartasteinn verður sýnd í menningarhúsi Íslands, Grænlands og Færeyja á Norðurbryggju miðvikudaginn 18. ágúst kl. 20. Myndin gerist yfir sumar í litlu sjávarþorpi og fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina. Ukulellurnar spila við ýmis tækifæri á Copenhagen 2021. Fyrir utan að spila fyrir krónprinsessu og ýmsa gesti í tveimur móttökum á vegum borgarinnar og InterPride spila þær undir berum himni á Fluid Festival á Gammel Strand, fallegu torgi við síki í miðri Kaupmannahöfn. Þar verður níu daga hátíð fyrir konur og kynsegin einstaklinga þar sem verður spjallað og rökrætt, talað um pólitík og baráttu og flutt ljóð, en þegar líður á daginn stígur tónlistarfólk á svið. Ukulellur troða upp síðdegis á laugardeginum. Þessi hátíð er hugsuð fyrir konur, kvár og öll þau sem skilgreina sig utan kynjatvíhyggjunnar, hún leitast við að fagna fjölbreytileikanum hvað kynvitund varðar og skorar á hólm hinn hefðbundna skilning samfélagsins á kyntjáningu. Með áherslu á breytileika kyntjáningar, kynvitundar og kynhneigðar býður Fluid Festival upp á inclusive rými fyrir þau sem skilgreina kyn sitt kvenkyn, kynsegin eða binda sig ekki við neitt kyn.

gleðilega hátíð!

Stjórn Hinsegin daga mun funda með kollegum sínum á Norðurlöndunum og treysta samstarfið, en Hinsegin dagar studdu Kaupmannahöfn og Malmö í umsókn sinni um að halda World Pride. Hinsegin dagar leggja áherslu á að fylgjast vel með stöðu mála hjá öðrum þjóðum og ætla að viðhalda góðu sambandi við okkar nánustu. Saman erum við sterkari.

Krónprinsessa Dana, hin ástralska Mary, er verndari Copenhagen 2021 og um leið fyrsti fulltrúi konungsfjölskyldu sem gegnir slíku hlutverki á svo stórum LGBTQ+ viðburði. World Pride 2023 verður haldið í Sidney í Ástralíu, borginni þar sem Mary kynntist Friðriki krónprinsi árið 2000, þegar Ástralir héldu Ólympíuleikana.

EuroGames 2021 verður í Kaupmannahöfn 18.-20. ágúst. Þar keppir hinsegin fólk í 22 íþróttagreinum. Keppt verður bæði í Kaupmannahöfn og Malmö. Búist er við að um 4.000 manns taki þátt.

SJÁUMST Á TAPASBARNUM

Dagana áður en EuroGames 2021 eru haldnir verður sérstök ráðstefna fyrir fólk sem stýrir íþróttafélögum í Evrópu eða starfar fyrir þau, t.d. við þjálfun. Ráðstefnunni er ætlað að styðja sérstaklega við starfsemi hinsegin íþróttafélaga, en jafnframt stuðla að aukinni þekkingu á hinsegin málefnum innan íþrótta almennt.

sími 551-2344 tapas.is


GLEÐILEGA HÁTÍÐ #REYKJAVIKPRIDE

#GERUMÞETTASAMAN

Verslaðu á netinu byko.is


ÖRVIÐTAL Nafn, fornafn, aldur? Katrín Oddsdóttir, hún, 43 ára. Hver er þín fyrsta hinsegin minning? Þegar ég var svona 10-11 ára vildi vinkona mín stundum fara í hlutverkaleiki þar sem hún var gaurinn og ég konan hennar. Þetta eru mjög kómískar minningar og ég var hálf týnd alltaf í þessum leik man ég, en hún stjórnaði ferðinni af miklu öryggi. Það fyndna er að þessi kona lifir mjög heterónormatívu lífi í dag (að því ég best veit) en ég hef hins vegar verið að lessast samviskusamlega síðustu áratugi. Hver er þín helsta hinsegin fyrirmynd? Allar þær manneskjur sem gengu á undan og þorðu að koma út og berjast fyrir réttindum okkar hinsegin fólks á meðan fordómarnir voru í hámarki í samfélaginu. Við eigum þessu fólki ótrúlega mikið að þakka og ég vil senda þeim öllum ástarkveðju hér með: „Takk elsku vinir, ég dýrka ykkur öll með tölu!“ Hvað gleymdist að segja þér þegar þú varst ungmenni? Kannski gleymdist að segja mér að strákar gætu verið með píku og stelpur með typpi en ég held að við höfum ekki verið komin svo langt sem samfélag þegar ég var lítil. Ég er annars mjög heppin með fjölskyldu. Þurfti til dæmis aldrei að koma út úr skápnum því mamma spurði mig alltaf: „Áttu kærasta... en kærustu?“ Svo einn daginn svaraði ég bara síðari spurningunni játandi og það varð aldrei neitt nema gleði og ást frá mínu fólki með það. Ég er mjög þakklát fyrir þennan stuðning fjölskyldu minnar.

GÓÐA SKEMMTUN!

Hvernig myndir þú vilja hafa elliheimilið? Ég er þegar komin af stað í mjög mikla skipulagsvinnu um það mál. Ég og vinkona mín ætlum að sölsa undir okkur einhvers konar húsnæði og verða gamlar og glamorous þar saman. Við verðum með bar, leikjaherbergi, karókísal og sundlaug svo eitthvað sé nefnt. Mikil áhersla verður lögð á dagskrárliði eins og „leynigesturinn“, morðgátuleiki, kvöldvökur og improv. Áhugasöm geta sent umsóknir og þeim verður svarað samviskusamlega eftir tvo til þrjá áratugi.

HAPPY HOUR 15-18 saetasvinid.is


Hinsegin krossgáta Lárétt 1. Í Ævintýrabókunum á Jonni fugl sem heitir Kíkí. Fuglar sömu tegundar og hann heita ________. (8) 5. BDSM-búnaður sem er ólöglegur hér á landi. (8) 8. Heiti yfir konu sem býr með samkynhneigðri lesblindri BDSM transkonu af erlendum uppruna án þess að vera gift henni. (12) 11. Er þetta tegund af ökutæki sem Palli notar í Gleðigöngunni? (8) 12. "Olíu á skúrinn er erfitt nema fyrir fjandans ___ að fá." (3) 13. __Life, samfélagsíða BDSM-fólks. (3) 14. Borg þekkt fyrir skemmtanalíf hinsegin fólks á þriðja áratug síðustu aldar. (6) 15. Smábíll sem var framleiddur af Volkswagen. (6) 20. Sú sem á marga maka og er ekki við eina fjölina felld? Lýsing á henni gefur samt til kynna að hún eigi sér uppáhaldsspýtu. (7) 21. Góða nornin í bíómyndinni Galdrakarlinum í Oz. (5) 22. Vinsæll leyfisstaður í Flórída eða samnefnd mynd með Humphrey Bogart og Lauren Bacall. (3,5) 24. Kærasti Janet í Rocky Horror. (4) 26. Yfirskilvitlegt ástand sem fólk sem er sátt í sínum líkama upplifir aldrei? (5) 28. "Allir vita hver örlög fær sú ___ sem hvergi í vætu nær." (3) 29. Náttúrufyrirbærið sem táknar bæði sáttmála Guðs við okkur og fjölbreytileika. (10) 31. Alveg er ég hlessa á þessari samkynhneigðu konu. (5) 32. Día dís kemur fram sem sú með dæmigerð kyneinkenni. (7) 33. Háspil eikynhneigðs fólks með rómantískar tilfinningar. (8)

Úrlausnina má finna á vef Hinsegin daga, hinsegindagar.is 70

Lóðrétt 1. Tegund af verslun sem Hinsegin dagar reka. (9) 2. Skírnarnafn þýsks samkynhneigðs tískuhönnuðar. (4) 3. Hreyfir handleggina í sérstaka stöðu eins og var vinsælt um 2016. (6) 4. Söngkona sem vann Eurovision 2004 með laginu Wild Dances. (7) 5. Toppur sem karlmenn klæðast stundum á skemmtistöðum til að sýna líkama sinn betur. (10) 6. "Af litlum ____ kemur of mikið bál." (6) 7. Skírnarnafn leikarans sem lék Jack Twist í Brokeback Mountain. (4) 9. Eftirnafn tvíkynhneigðs íslensks skálds sýnir það sem getur stundum komið fram í BDSM-athöfnum. (3) 10. Annað orð yfir rassa. (10) 13. Málar sig. (6) 14. Listdansform sem tengist frægu samkynhneigðu rússnesku tónskáldi sem neyddist til að fremja sjálfsvíg þess vegna. (7) 16. Skírnarnafn hetjunnar í Tomb Raider. (4) 17. Venjulega öldugangurinn en kannski líka söngurinn í dragsýningunni. (8) 18. Skemmtun í næturklúbb, spilavíti, hóteli fyrir sitjandi áhorfendur sem samanstendur af söng-, dans- og tónlistaratriðum mismunandi listamanna. (8) 19. "Fann á ný betra líf af því ég fór ___ að trúa því að það væri eitthvað annað". (4) 23. Mistök í frægu diskólagi sem Laura Branigan söng? (6) 25. Enskt orð sem lýsir karlmannlegri konu. (5) 27. Höfundur 19. aldar hómó-erótískrar sögu um mann sem eldist aldrei. (5) 29. "Ekkert ___ glenntu upp kjaftinn. Ég kem. Ríf úr þér tennurnar." (4) 30. Skemmtistaður sem stóð við Austurvöll. (4)


S toltur s tuðningsaðilii bar át tu hinsegin f ólks um allan he eim Gleðilega hinsegin daga 2021! Nasdaq á og rekur Kauphöllina og Nasdaq verðbréfamiðstöð á Íslandi. “Best Place to Work for LGBTQ Equality” samkvæmt Corporate Equality Index 2021 (CEI) www.nasdaq.com


APPIÐ ER Í LYKILHLUTVERKI Á HINSEGIN DÖGUM HÖFUM ÞAÐ ÖLL Í SÍMANUM ÁFRAM OG FÖRUM Í SÝNATÖKU EF VIÐ FINNUM FYRIR EINKENNUM

Skannaðu kóðann og sæktu Rakning C-19 í App Store eða Google Play


Ljós jó mynd mynd:: Julie J lie Ju ie Rowl Row wland wland

Hjá okkur er ástin í fókus

Siðmennt styður samfélag þar sem allt fólk fær að blómstra.


Við styðjum réttindabaráttu hinsegin fólks ÁTVR, Vörður, Garðabær

ÖRVIÐTAL Nafn, fornafn, aldur? Alda Karen Hjaltalín, hún, 27 ára. Hver er þín fyrsta hinsegin minning? Þegar ég sá Natalie Portman leika Padmé í SW: Episode 3. Það var svona „ókei ég vil ekki vera hún, ég vil kyssa hana“ móment þar sem ég áttaði mig á því að ég laðaðist einungis að konum. En kom samt ekki út úr skápnum fyrr en 10 árum seinna lol. Svo er sagt að hinsegin konur geri hlutina hratt? Ég er allavega ekki ein af þeim hahaha. Hver er þín helsta hinsegin fyrirmynd? Megan Rapinoe og Hannah Gadsby eru í miklu uppáhaldi akkúrat núna sem eru lifandi og svo Virginia Woolf og Eleanor Roosevelt sem eru ekki á lífi í dag. Draumurinn væri að bjóða öllum fjórum plús kannski Frida Kahlo í eitt stórt matarboð. Ég tengi svo mikið við þær allar. Hvað gleymdist að segja þér þegar þú varst ungmenni? Vá svo mikið. Svona burtséð frá því hvernig maður setur mörk, kynjaskalinn og að læra hvernig maður vill vera elskaður og hvernig kynlíf virkar á milli tveggja kvenna (sem var bara alveg sleppt þegar ég var í kynfræðslu), þá held ég að það hefði verið ótrúlega gott að vita af svona innbyggðum fordómum þegar maður er ungmenni. Að vita að maður er með fordóma gagnvart því hver maður er, og þess vegna getur maður ekki leyft sér að upplifa allt sem maður er. Lífið breyttist gjörsamlega hjá mér þegar ég fattaði litlu fordómana sem ég var með gagnvart því hver ég er. Hvernig myndir þú vilja hafa elliheimilið? Fullt af skemmtilegum konum og nóg af bingó, rommí og scrabble. Hvernig viltu taka þátt í hinsegin samfélaginu? Með því að vera alltaf ég sjálf og sýna fordæmi í öllu sem ég geri. Hvort sem það er að ráða transfólk, standa með lgbtqia+ í samræðum við fjölskyldumeðlimi sem vita ekki betur, mæta á hinsegin viðburði og styðja allt hinsegin samfélagið við minnsta tilefni. Því margar litlar samræður, baráttur og breytingar geta gert mikið í því að ryðja leiðina fyrir alls konar hinsegin fólk.


Útgefandi: Hinsegin dagar í Reykjavík / Reykjavik Pride Hafnarstræti 20, 101 Reykjavík Útgáfuár: Júlí 2021

Fólkið á bak við Hinsegin daga Fjölmargir leggja hönd á plóg til að gera hátíð Hinsegin daga að veruleika á hverju ári. Við hlið Stjórnar starfar öflug samstarfsnefnd að verkefnum ársins auk gríðarstórs hóps sjálfboðaliða sem vinnur ómetanlegt starf meðan á hátíðinni stendur.

Ritstjórar: Elísabet Thoroddsen, Bjarndís Helga Tómasdóttir Ábyrgðaraðili: Ásgeir Helgi Magnússon, formaður Hinsegin daga Textar: Bjarndís Helga Tómasdóttir, Dagur B. Eggertsson, Daníel E. Arnarsson, Derek T. Allen, Elísabet Thoroddsen, Ragnhildur Sverrisdóttir, Unnsteinn Jóhannsson, Lucie Samcová – Hall Allen, Þorbjörg Þorvaldsdóttir, Ásgeir Helgi Magnússon, Eyrún Didziokas, Snædís Snorradóttir, Símon O. Símonarson, Margrét Pála Ólafsdóttir, Sandra Ósk Eysteinsdóttir, Selma Kristín Erlendsdóttir, Leifur Örn Gunnarsson Þýðing úr ensku: Vera Knútsdóttir, Herdís Eiríksdóttir, Bjarni Óskarsson Hönnun á forsíðu: Catherine Soffía Guðnadóttir Prófarkalestur: Bjarni Óskarsson, Díana Rós A. Rivera Prófarkalestur ensku: Bjarni Óskarsson Auglýsingar: Sigurður Starr Guðjónsson Ljósmyndir: Guðmundur Davíð Terrazas, Heiðrún Fivelstad, Hrefna Þórarinsdóttir, Juliette Rowland, Martyna Karolina Daniel, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Pressphotos/ Geirix, Geir Ragnarsson, Grace Chu, Ívar Eyþórsson, Catherine Soffía Guðnadóttir, Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir, Helgi Ómarsson, Laufey Ösp Kristinsdóttir, Oddný Svava Steinarsdóttir, Lorran Varden Krossgáta: Ásdís Bergþórsdóttir Merki Hinsegin daga: Aðalbjörg Þórðardóttir Hönnun tímarits: Guðmundur Davíð Terrazas Prentvinnsla: Prentmet Oddi Stjórn Hinsegin daga: Ásgeir Helgi Magnússon formaður, Ragnar Veigar Guðmundsson gjaldkeri, Ragnhildur Sverrisdóttir ritari, Herdís Eiríksdóttir meðstjórnandi, Leifur Örn Gunnarsson meðstjórnandi og Elísabet Thoroddsen meðstjórnandi Framkvæmdastjóri: Sigurður Starr Guðjónsson Starfsmenn Hinsegin daga: Snædís Snorradóttir, Ívar Eyþórsson

75

ÖRVIÐTAL Nafn, fornafn, aldur? Gyða, hún, 35 ára. Hver er þín fyrsta hinsegin minning? Ég vissi það ekki þá en þegar ég horfi til baka þá var það þegar samskipti kynjanna fóru að breytast á unglingsárum. Ég skildi ekkert hvað var í gangi. Ég jafnvel feikaði að langa nú í þennan og hinn bara til að vera eins og hin. Hver er þín helsta hinsegin fyrirmynd? Ingileif og María, þær eru svo með þetta! Því miður er ekki mikið um eikynhneigðar fyrirmyndir en myndi klárlega nefna Yasmin Benoit. Hvað gleymdist að segja þér þegar þú varst ungmenni? Að eikynhneigð væri til. Það hefði líklega gjörbreytt lífi mínu. Hvernig myndir þú vilja hafa elliheimilið? Nóg af borðspilum, tölvuleikjasölum, jafnvel VRherbergi, kannski verðum við komin með holodeck!


Hinsegin dagar eru borgarhátíð Reykjavíkur 2017–2022. Við þökkum Reykjavíkurborg, okkar stærsta styrktaraðila, fyrir ómetanlegan stuðning. Reykjavik Pride is an official Reykjavik City Festival during 2017–2022. The city is our largest supporter and we are grateful for the invaluable support.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.