1 minute read

ÖRVIÐTAL

Nafn, fornafn, aldur? Sigur Helga (Sigrún), hann, hán, (hún), 18 ára.

Hver er þín helsta hinsegin fyrirmynd? Mínar helstu hinsegin fyrirmyndir eru Páll Óskar, Gógó Starr, Ingileif og María, Demi Lovato, vinir mínir, fólkið í kringum mig og listinn heldur áfram og áfram. Allt þetta fólk hefur sýnt mér að það er í lagi að vera maður sjálfur og maður eigi ekki að fela það og einnig að allir eru frábærir á sinn hátt.

Advertisement

Hvernig viltu taka þátt í hinsegin samfélaginu? Hvernig ég vil taka þátt í hinsegin samfélagi er með því að passa að allir fái sömu réttindi og líði sem best, vinna meira sjálfboðastarf og jafnvel verða jafningjafræðari. Mér finnst svo ótrúlega mikilvægt að vera sem mest virkur/virkt/virk í samfélaginu því þannig fer mest af stað.

Hvað gleymdist að segja þér þegar þú varst ungmenni? Það sem gleymdist að segja mér þegar ég var ungmenni er að það er í lagi að taka sinn tíma að finna sjálfan sig, að ekki allir vita hverjir þeir eru á ungum aldri og allt getur breyst. Þótt mér var sagt að allir eru öðruvísi þá var mér ekki mikið kennt að finna mig og hver ég er. Ungmenni í dag eru miklu fljótari að finna þau sjálf heldur en mín kynslóð.