Listahátíð í Reykjavík 2018

Page 1


The theme for the festival this year is HOME.

ÞEMAÐ SKAPAR MERKINGARBÆRT SAMHENGI OG LJÁIR VERKEFNAVALI HÁTÍÐARINNAR DÝPT.

THE THEME GIVES A MEANINGFUL CONTEXT AND ADDS DEPTH TO THE PROGRAMMING OF THE FESTIVAL.

Það tengir og speglar annars óskylda viðburði á áhugaverðan hátt. Sumar tengingarnar eru með ráðum gerðar. Aðrar eru óvæntar, þær liggja eins og fíngerður vefnaður inn á milli og allt um kring og bíða þess að verða uppgötvaðar.

It reflects and interlinks otherwise unrelated events. Some of these connections are intentional. Others are unexpected, like finely woven threads to be discovered inbetween and all around.

HEIMA

Yfirskrift Listahátíðar í ár er HEIMA.

WWW.LISTAHATID.IS

Í verkum sínum varpar listafólk hátíðarinnar upp spurningum um tengsl manns og náttúru, rætur og rótleysi, sjálfsmyndina og mennskuna. Það spyr hvaðan við komum og hvert við erum komin. Það ögrar okkur með spurningum um heimilisleysi, mörk og landamæri, heima sem mætast og líf sem snertast.

2

Through their works, the festival’s artists ask important questions about the relationship between man and nature, roots and rootlessness, identity and humanity. They ask where we come from and where we have come to. They challenge us with questions about homelessness, boundaries and borders, worlds that meet and lives that touch.

HOME


HVER SEM ÞÚ ERT...

WHOEVER YOU ARE...

T

T

Að þessu sinni teygir Listahátíð anga sína um alla borg og langt út fyrir hana. Stórir listviðburðir á heimsmælikvarða, vegleg og spennandi fjölskyldudagskrá, verkefni með þátttöku almennings og úrval ókeypis viðburða í almenningsrými eru meðal þess sem einkennir dagskrána. Ég get heldur ekki látið hjá líða að benda á glæsilega dagskrá Klúbbs Listahátíðar. Þar mun hjarta hátíðarinnar slá.

This year, the festival reaches all around the city and far beyond its limits. Large events on an international scale, a rich and exciting family programme, events involving public participation and a selection of non-ticketed events in public spaces are some of the programme’s distinguishing features. I must also mention the splendid programme at the Festival Hub, the true beating heart of the festival.

Velkomin á Listahátíð 2018!

Welcome to the 2018 Reykjavík Arts Festival!

akk fyrir að taka þér tíma til að fletta kynningarriti Listahátíðar í Reykjavík. Hver sem þú ert og hvaðan sem þú kemur vona ég að þú finnir eitthvað á dagskrá hátíðarinnar sem vekur forvitni þína og áhuga.

Vigdís Jakobsdóttir

LISTRÆNN STJÓRNANDI LISTAHÁTÍÐAR Í REYKJAVÍK ARTISTIC DIRECTOR OF REYKJAVÍK ARTS FESTIVAL

hank you for taking the time to browse through the Reykjavík Arts Festival programme. Whoever you are and wherever you come from, I hope you will find something in here to pique your curiosity and interest.

Photo: Aldís Pálsdóttir

3


Dagur B. Eggertsson

BORGARSTJÓRI Í REYKJAVÍK MAYOR OF REYKJAVÍK Photo: Baldur Kristjánsson

GLEÐILEGA LISTAHÁTÍÐ!

HAPPY REYKJAVÍK ARTS FESTIVAL!

R

E

eykjavík iðar alla daga af lífi, listum og menningu en það bregst ekki að alltaf þegar Listahátíð er sett – þá er það alveg sérstaklega hátíðlegt! Hátíðin, sem stendur frá 1. júní til þjóðhátíðardagsins 17. júní, var upphaflega haldin á tveggja ára fresti, svo eins árs fresti og nú nýlega var ákveðið að gera hana að tvíæringi á nýjan leik. Þetta var gert til að hægt væri að efla hátíðina, skipuleggja hana betur og laða að stærri viðburði. Það er óhætt að segja að sú ákvörðun hafi reynst rétt, eins og sést best á dagskrá þessarar 31. Listahátíðar í Reykjavík sem ber yfirskriftina „Heima“. Þetta gæti virst látlaus yfirskrift en er þó margræð. Stundum er tengingin augljós en í öðrum viðburðum þarf að kafa dýpra undir yfirborðið. Þetta getur jafnt átt við þann stað sem við köllum heima, eða átt við þá mörgu heima sem við eigum flest hlutdeild í í net- og alþjóðavæðingu samtímans.

The theme may seem a modest one, yet it is multi-layered. Sometimes the connection is obvious, while with other events you have to delve deeper. It can refer to the place that we call home or to the many worlds in which most of us have some sort of stake, in our digital, globalized times.

„Heima“ vísar líka til þess að hátíðin fer ekki einungis fram í hefðbundnum rýmum í miðbæ Reykjavíkur, heldur er hún færð út í hverfin til að sem flestir fái notið hennar. Viðburðir verða meðal annars haldnir í Breiðholti, Grafarvogi, Blesugróf, og í smáíbúðahverfinu. Sennilega hafa aldrei verið fleiri fjölskylduviðburðir á dagskrá eins og nú, og eins er mikið úrval af ókeypis viðburðum.

“Home“ also refers to the fact that the festival does not only take place in conventional spaces in the centre of Reykjavík; it spreads into the various neighbourhoods of the city so even more guests can enjoy what it has to offer. Events will be held in the Breiðholt area, Grafarvogur, Blesugróf and Smáíbúðahverfið, to name a few locations. The programme has probably never before offered more family-oriented events, and there is also a great range of events where admission is free.

WWW.LISTAHATID.IS

Þá verður Klúbbur Listahátíðar endurvakinn eftir að hafa legið í dvala undanfarin ár og verður hann í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Klúbburinn mun gegna mikilvægu hlutverki sem miðstöð hátíðarinnar og þar verður ókeypis dagskrá alla daga hátíðarinnar og fram á kvöld með tónlist, listamannaspjalli, gjörningum, upplestri og fleiru.

4

very day, Reykjavík is buzzing with life, arts and culture, but the opening of the Reykjavík Arts Festival never fails to strike an especially festive note! The festival, which lasts from June 1st to our national holiday, June 17th, was originally held every two years, then annually, until it was recently decided to turn it into a biennial event again. This was done in order to strengthen the festival, aid with organization and attract larger events. It is safe to say that this has turned out to be the right decision, as evidenced by the programme of the 31st RAF which revolves around the theme of “Home“.

Fyrir hönd fulltrúaráðs Listahátíðar í Reykjavík þakka ég því listafólki sem leyfir okkur að njóta listar sinnar og býð gesti velkomna til að lifa og njóta.

The RAF Hub will also come back to life after a few years hiatus, operating from the Reykjavik Art Museum in Hafnarhús. The Hub will serve an important function as the festival hub, offering a free programme every day of the festival and well into the night with music, artist talks, happenings, readings and more. On behalf of the RAF council I want to thank the artists who are sharing their art with us and ask all guests to please go ahead and enjoy.


Lilja Alfreðsdóttir

MENNTA- OG MENNINGARMÁLARÁÐHERRA MINISTER OF CULTURE AND EDUCATION Photo: Heiða Helgadóttir

MENNINGIN BLÓMSTRAR HEIMA

CULTURE FLOURISHES AT HOME

L

F

istahátíð í Reykjavík hefur allt frá upphafi gegnt mikilvægu hlutverki við að kynna Íslendingum þann sprengikraft og þá fjölbreytni sem býr í menningarlífi þjóðarinnar, jafnframt því að bjóða landsmönnum að njóta úrvals af því besta sem er að finna í litríku framlagi alþjóðasamfélagsins í gegnum þá fjölmörgu gesti, sem sækja okkur heim í tilefni hátíðarinnar hverju sinni. Nú er komið að fyrstu hátíðinni sem haldin hefur verið eftir að ákveðið var að gera Listahátíð í Reykjavík aftur að tvíæringi, eftir að hún hafði verið haldin árlega um langa hríð. Því hefur gefist góður tími til að skipuleggja og undirbúa ríkulega dagskrá sem er ætlað að ná til fjölbreytts hóps gesta, þar sem flestir viðburðir tengjast með einum eða öðrum hætti þema hátíðarinnar í ár, sem er hugtakið „heima“. Það verður fróðlegt að sjá hvernig ólíkir listamenn nálgast þetta kunnuglega en um leið óræða hugtak í verkum sínum. Sumir líta eflaust til staðsetningar, þ.e. heimilis eða lands, aðrir til menningarlegra tengsla, þ.e. þess umhverfis í tungumáli, siðum og venjum sem hver einstaklingur tengir sig helst við, og enn aðrir til hugarástands, þ.e. hvar hverjum og einum líður best. Það er margt sem gleður hugann og vekur tilhlökkun þegar litið er yfir dagskrá hátíðarinnar, og er ekki að efa að landsmenn eiga eftir að fagna því tækifæri sem hér býðst enn einu sinni til að njóta þeirrar lista- og menningarveislu sem boðið verður upp á um alla Reykjavík sem og á völdum stöðum út um landið.

rom its very beginnings, the Reykjavík Arts Festival has served an important role in introducing Icelanders to the dynamic energy and diversity at the heart of the nation‘s cultural life, while inviting us to enjoy a selection of the best that is to be found in the global community‘s colourful contribution, through the many guests who visit us for the festival every time. It is now time for the first festival to be held since the decision was taken to turn the RAF back into a biennial, after it had been held annually for some time. Therefore, there has been plenty of time to organize and prepare a bountiful programme which is intended to reach a diverse audience, since most of the events have a connection of some sort to this year’s theme, which is the theme “home“. It will be interesting to witness how different artists approach this familiar yet ambiguous concept through their works. Some will no doubt look to location – household or country – while others will work with cultural connections – the environment to which each individual most strongly relates through language, habits and traditions, while yet others will look to a state of mind – the place where each and every one of us feels best. Many events delight and excite when looking through the festival programme, and the people of Iceland will no doubt cherish the opportunity to once more enjoy this true feast of arts and culture taking place all throughout the city as well as in selected locations around the country.

5


LISTAHATID.IS 6

EDDA BLS / PG 76


PHOTO: LESLEY LESLIE-SPINKS

7


WWW.LISTAHATID.IS

YFIRLIT VIÐBURÐA

SJÓNLISTIR VISUAL ARTS

8

111 28 ATÓMSTJARNA 50 BÓKVERK 46 DANIEL LISMORE 14 DEMONCRAZY 10 EDDA 76 EINSKISMANNSLAND 22 HJÓLIÐ 26 JOURNEY TO HOME 30 PEPPERMINT 24 STREET VIEW (REASSEMBLED) 38 THE LOVER 44

TÓNLIST MUSIC BÍÓTÓNAR Í BAÐI 52 BROTHERS 54 BROT ÚR MYRKRI 74 CROSSINGS 70 EDDA 76 FLOR DE TOLOACHE 16 GAELYNN LEA 36 HJÁLMURINN 64

MAHLER NR.2 12 NEW WORLDS 72 REYKJAVIK GPS 34 SÁLARFÓÐUR 40 ÚR TRÉ Í TÓNA 32 VÖKURÓ 66

SVIÐSLISTIR PERFORMING ARTS ASPARFELL 56 ATÓMSTJARNA 50 BLÁKLUKKUR FYRIR HÁTTINN 42 BLESUGRÓF 68 BROTHERS 54 BROT ÚR MYRKRI 74 EDDA 76 HJÁLMURINN 64 NEW WORLDS 72 ÓÐUR OG FLEXA 20 R1918 62 SAURUS 18 THE GREAT GATHERING 48 THE LOVER 44 TRANSHUMANCE 60

MIÐASALA Á ALLA VIÐBURÐI Á WWW.LISTAHATID.IS EVENT OVERVIEW


FRÍTT FREE 111 28 ASPARFELL 56 BÍÓTÓNAR Í BAÐI 52 BÓKVERK – OPNUN 46 CROSSINGS 70 DEMONCRAZY 10 DANIEL LISMORE - OPNUN 14 EINSKISMANNSLAND - OPNUN 22 HJÓLIÐ 26 JOURNEY TO HOME 30 PEPPERMINT 24 R1918 62 REYKJAVIK GPS 34 SÁLARFÓÐUR 40 SAURUS 18 STREET VIEW (REASSEMBLED) 38 TEPPABORGIN 58 THE GREAT GATHERING 48 ALLIR VIÐBURÐIR Í KLÚBBI LISTAHÁTÍÐAR 80

ÚTI OUTDOORS BÍÓTÓNAR Í BAÐI 52 BLESUGRÓF 68 BLÁKLUKKUR FYRIR HÁTTINN 42 DEMONCRAZY 10 HJÓLIÐ 26 JOURNEY TO HOME 30 REYKJAVIK GPS 34 R1918 62 SAURUS 18 STREET VIEW (REASSEMBLED) 38 TRANSHUMANCE 60 FJÖLSKYLDUVÆNT FAMILY-FRIENDLY BREIÐHOLT FESTIVAL 93 DANIEL LISMORE 14 HJÁLMURINN 64 HJÓLIÐ 26 ÓÐUR OG FLEXA 20 R1918 62 SAURUS 18 THE GREAT GATHERING 48 TEPPABORGIN 58 TRANSHUMANCE 60

TICKETS AVAILABLE FOR ALL EVENTS AT WWW.ARTFEST.IS 9


DEMONCRAZY WWW.LISTAHATID.IS 10

LJÓSMYNDUN GJÖRNINGALIST ÚTI PHOTOGRAPHY PERFORMANCE ART OUTDOORS FRÍTT FREE

LJÓSMYNDASÝNING Á AUSTURVELLI PHOTO EXHIBITION IN THE CITY CENTRE


BORGHILDUR INDRIÐADÓTTIR (ISL)

DEMONCRAZY

1.

JÚN TI

L

15. JÚN

LJÓSMYNDASÝNING Í MIÐBORGINNI

PHOTO EXHIBITION IN THE CITY CENTRE

B

W

erbrjósta ungar konur standa ákveðnar og sterkar við málverk, ljósmyndir og styttur af karlmönnum í opinberum rýmum. Þær horfa beint í myndavélina og ögra þeirri jakkafataklæddu, miðaldra og karlkyns ímynd valdsins sem þær hafa alist upp við. Þær eru komnar til að vera. Demoncrazy er röð ljósmynda í yfirstærð sem sýndar eru á Austurvelli. UM LISTAMANNINN Borghildur býr og starfar í Reykjavík. Hún lauk mastersnámi í arkitektúr frá Universität der Künste í Berlín. Árin 2015 og 2016 vann hún í Stúdíói Ólafs Elíassonar í Berlín. Ennfremur hefur hún unnið við framleiðslu og uppsetningu á verkinu MEAT í Schaubühne og sem leikari og hönnuður í verkinu Club Inferno hjá Volksbühne Berlín. Sem stendur starfar hún með Vilhjálmi Hjálmarssyni arkitekt FAÍ og fæst einnig við sýningarstjórn og listsköpun.

e see topless young women who pose with a determined, strong attitude next to paintings, photographs and statues of men in public spaces. They stare directly into the camera, challenging the besuited, middle-aged, male image of power with which they grew up with. These women are here to stay. Demoncrazy is a series of oversized photographs exhibited in the heart of the city. ABOUT THE ARTIST Borghildur lives and works in Reykjavík. She has a master’s degree in Architecture from Universität der Künste, Berlin. She worked at Studio Olafur Eliasson in 2015 and 2016. She has collaborated with various artists and directors in the creation of installation and theatre projects such as MEAT shown in Schaubühne and as an actress and designer for Club Inferno staged by Volksbühne in Berlin. She now works with architect Vilhjálmur Hjálmarsson and independently as a curator and artist.

AUSTURVÖLLUR CITY CENTRE VERÐ / PRICE FRÍTT / FREE LISTAMAÐUR ARTIST BORGHILDUR INDRIÐADÓTTIR LJÓSMYNDARI PHOTOGRAPHER MARKÚS ANDERSEN FYRIRSÆTUR MODELS ADDA ÞÓREYJARDÓTTIR SMÁRADÓTTIR, GLÓDÍS GUÐGEIRSDÓTTIR, NANNA HERMANNSDÓTTIR, STELLA BRIEM FRIÐRIKSDÓTTIR DEMONCRAZY.IS STYRKT AF SUPPORTED BY MYNDLISTARSJÓÐUR

STRÆTÓ BUS 1,3,6,11,12,13,14

TENGDUR VIÐBURÐUR CONNECTED EVENT

DEMONCRAZY: DROSOPHILA BLS / PG 82 11


MAHLER NR. 2 WWW.LISTAHATID.IS 12

TÓNLIST MUSIC

SINFÓNÍUTÓNLEIKAR SYMPHONY CONCERT

GREG HELGESON


SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS (ISL) ICELAND SYMPHONY ORCHESTRA

UPPRISUSINFÓNÍA MAHLERS MAHLER’S RESURRECTION SYMPHONY EIN STÓRFENGLEGASTA SINFÓNÍA ALLRA TÍMA

ONE OF THE GREATEST SYMPHONIES OF ALL TIME

U

M

pprisusinfónía Mahlers er ein stórfenglegasta sinfónía allra tíma. Verkið krefst stórrar hljómsveitar og nýtur sín til fulls í tignarlegum hápunktum auk þess sem Mahler kallar til leiks tvær söngkonur og blandaðan kór. Osmo Vänskä, heiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, þekkir tónmál Mahlers betur en flestir aðrir og hefur nýverið hljóðritað sinfóníuna með Minnesota hljómsveitinni. Mótettukór Hallgrímskirkju er í fremstu röð íslenskra kóra og kemur hér fram í stækkaðri mynd eins og hæfir þessari risavöxnu sinfóníu. Söngkonan Christiane Karg hefur um árabil vakið aðdáun fyrir silkimjúka og tæra sópranrödd sína. Hún er fastagestur við óperuhúsin Covent Garden og La Scala og hefur tvívegis unnið til hinna virtu Echo Klassik verðlauna. Bandaríska mezzósópransöngkonan Sasha Cooke sérhæfir sig í flutningi á tónlist Mahlers og hefur meðal annars hlotið Grammy-verðlaun fyrir túlkun sína á verkum hans. Tónleikarnir verða sendir út í beinni útsendingu á Rás 1.

ahler’s Resurrection Symphony is one of the grandest symphonies of all time. Scored for a gigantic orchestra, mixed chorus, and two female vocalists, it makes full use of the sonorities of such a large group with its sweeping gestures and majestic climaxes. Osmo Vänskä, the Honorary Conductor of Iceland Symphony Orchestra, knows Mahler’s musical language better than most, having recently recorded this work with the Minnesota Orchestra. The Motet Choir of Hallgrímskirkja stands at the forefront of Iceland’s rich choral tradition. The choir appears here in expanded form, as is appropriate for this enormous symphony. The soloists on the programme come from the top ranks of vocal artists. Christiane Karg is a frequent guest at Covent Garden and La Scala and a two-time winner of Germany’s coveted Echo Klassik award. American mezzo-soprano Sasha Cooke specialises in performing works by Mahler and has won a Grammy Award for her interpretation of his music. The symphony will be broadcast live on Rás 1.

1.

JÚN

19:30 HARPA - ELDBORG VERÐ / PRICE 2.500 – 7.500 ISK LISTRÆNIR AÐSTANDENDUR ARTISTS SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS ICELAND SYMPHONY ORCHESTRA HLJÓMSVEITARSTJÓRI CONDUCTOR OSMO VÄNSKÄ EINSÖNGVARAR SOLOISTS CHRISTIANE KARG SASHA COOKE KÓR CHOIR MÓTETTUKÓR HALLGRÍMSKIRKJU MOTET CHOIR OF HALLGRÍMSKIRKJA

STRÆTÓ BUS 1,3,6,11,12,13

TENGDIR VIÐBURÐIR CONNECTED EVENTS TÓNLEIKAKYNNING BLS / PG 86 OPIN ÆFING BLS / PG 86

13


DANIEL LISMORE WWW.LISTAHATID.IS 14

HÖNNUN SJÓNLISTIR DESIGN VISUAL ARTS

“BE YOURSELF, EVERYONE ELSE IS ALREADY TAKEN”


DANIEL LISMORE (GBR)

“BE YOURSELF, EVERYONE ELSE IS ALREADY TAKEN” SÉRVISKULEG, SKAPANDI ORKA

ECCENTRIC, CREATIVE ENERGY

D

D

aniel Lismore er listamaður, fatahönnuður, stílisti, rithöfundur og baráttumaður, búsettur í London. Tímaritið Vogue hefur útnefnt hann sem sérviskulegasta klædda mann Englands og hann er þekktur fyrir íburðamikinn og yfirgengilegan klæðnað sem sameinar á stórkostlegan máta hátísku og hans eigin hönnun, notuð efni, fundna hluti, hringabrynjur, skartgripi ólíkra menningarhópa, hattagerðarlist og margt fleira. Úr verður ein allsherjar tjáning óheflaðrar skapandi orku. Sýningin „Be Yourself, Everyone Else is Already Taken”, var fyrst sýnd í samvinnu við SCAD á SCAD FASH: Museum of Fashion and Film, í Atlanta árið 2016. Á sýningunni býðst gestum að sökkva sér niður í hinn einstaka heim Daniels Lismore - að lifa sem list. Listamaðurinn skapaði skúlptúra í fullri stærð og sótti innblástur til barnæsku sinnar og kínverskra leirhermanna. Hver skúlptúr er skrýddur alklæðnaði sem Lismore hefur sjálfur klæðst á þýðingarmiklum augnablikum í lífi sínu.

aniel Lismore is a London based artist, fashion designer, celebrity stylist, writer and campaigner. He has been named by British Vogue as England’s most outrageous dresser and is known for his elaborate and extravagant ensembles that brilliantly combine haute couture with his own designs, vintage fabrics, found objects, chain mail, ethnic jewellery, millinery and more in an expression of eccentric, creative energy. The exhibition “Be Yourself, Everyone Else is Already Taken” was co-curated and first shown by SCAD and presented at SCAD FASH: Museum of Fashion and Film in Atlanta in 2016. It offers an immersion into Lismore’s unique sartorial point of view - living as art. Inspired since childhood by ‘the Terracotta Army’, Lismore has created life size sculptural warriors - each wearing an ensemble worn by the artist at a key point in his life.

2.

JÚN TI

L

17. JÚN

OPNUN / OPENING 2. JÚNÍ 18:00 HARPA OPNUNARTÍMI OPENING HOURS 12:30 - 16:30 VERÐ / PRICE 1.500 ISK LISTAMAÐUR ARTIST DANIEL LISMORE Í SAMSTARFI VIÐ IN COLLABORATION WITH EFNI EHF. STRÆTÓ BUS 1,3,6,11,12,13

TENGDIR VIÐBURÐIR CONNECTED EVENTS

GUIDED TOUR WITH THE ARTIST BLS / PG 87 15


FLOR DE TOLOACHE

WWW.LISTAHATID.IS 16

TÓNLIST MUSIC

DÚNDRANDI MARIACHI TÓNLIST POWERFUL MARIACHI MUSIC


2.

FLOR DE TOLOACHE (USA)

FLOR DE TOLOACHE

JÚN

FYRSTA KVENNAMARIACHI HLJÓMSVEITIN

FIRST ALL WOMAN MARIACHI GROUP

F

L

lor de Toloache, handhafi Latin Grammyverðlaunanna, er fyrsta mariachi-hljómsveit New Yorkborgar sem eingöngu er skipuð konum. Sveitin var stofnuð árið 2008 og forsprakkar hennar eru söngkonurnar Mireya I. Ramos og Shae Fiol. Líkt og algengast var á upphafsárum mariachi-tónlistarinnar var sveitin upphaflega tríó, skipað hörpu, fiðlu og vihuela. Í dag kemur Flor de Toloache fram sem fullskipuð mariachihljómsveit. Meðlimir sveitarinnar eiga sér margvíslegan uppruna og koma meðal annars frá Mexíkó, Púertó Ríkó, Dóminíska lýðveldinu, Kúbu, Kólumbíu, Þýskalandi, Ítalíu og Bandaríkjunum. Þessi menningarlegi suðupottur litar þeirra einstaka blæ og tón og Flor de Toloache býður upp á framsækna, fjölbreytta og ferska nálgun á mexíkóska þjóðlagatónlist. Þrátt fyrir að sveitin vinni að því að varðveita aldagamlar hefðir mariachi-tónlistarinnar verður blanda hennar af hinu hefðbundna og nútímalega til þess að útvíkka mörk hennar og færa nýjum áhorfendum hinn eina sanna mariachi-hljóm.

atin Grammy winners Flor de Toloache made New York City history as its First All-Women Mariachi Group. Founded in 2008, Flor de Toloache is led by singers Mireya I. Ramos & Shae Fiol. Reminiscent of the early days of mariachi the group started as a trio, Harp, Violin and Vihuela. Today, Flor De Toloache performs as a full Mariachi ensemble. The members hail from diverse cultural backgrounds such as Mexico, Puerto Rico, Dominican Republic, Cuba, Colombia, Germany, Italy and the United States. This defines their unique flavour and sound. The result of this cultural bouquet is an edgy, versatile and fresh take on traditional Mexican music.

20:00

HARPA SILFURBERG CONCERT HALL

VERÐ / PRICE 4.900 ISK LISTAMENN ARTISTS MIREYA RAMOS NOEMI GASPARINI JULIE ACOSTA NANCY SANCHEZ

While working to preserve centuries old traditions of Mariachi, their melange of the traditional and the modern pushes the boundaries of the genre and brings Mariachi music to new audiences.

STRÆTÓ BUS 1, 3, 6, 11, 12, 13

“THERE SHOULD BE FIREWORKS NAMED AFTER THIS BAND, FOR ALL THE INTENSITY AND COLOR AND LIFE THAT BURSTS FORTH FROM FLOR DE TOLOACHE” — MARISA ARBONA-RUIZ, NPR’S FIRST LISTEN

17


SAURUS WWW.LISTAHATID.IS 18

LEIKHÚS FJÖLSKYLDUVÆNT ÚTI THEATRE FAMILY-FRIENDLY OUTDOOR FRÍTT FREE

GÖTULEIKHÚS STREET PERFORMANCE

BERT HOLTMANN


2.

CLOSE-ACT THEATRE (NLD)

SAURUS

JÚN 14:00

RISAVAXNAR SKEPNUR FRÁ FORSÖGULEGUM TÍMA

GIANT BEASTS FROM PREHISTORIC TIMES

Þ

T

ær hafa hingað til verið taldar útdauðar. Stærstu skepnur sem nokkru sinni hafa búið á jörðinni snúa engu að síður aftur til 21. aldarinnar og birtast vegfarendum á götum Reykjavíkur. Með ærandi orgi ryðjast risaeðlurnar hungraðar í gegnum áhorfendaskarann í leit að fæðu. Fólk forðar sér enda hefur það aldrei séð slíkar risaskepnur áður. Um mannfjöldann fer feginsandvarp þegar eðlurnar taka að gæða sér á gróðri. Þær eru grænmetisætur! Nú þora vegfarendur að koma nær til að skoða þessar forsögulegu skepnur betur; eðlurnar eru gáskafullar og hvatvísar, glefsa í hendur og slá halanum til og frá. Skömmu síðar halda þær áfram ferð sinni. Að baki þeim stendur agndofa áhorfendaskarinn og horfir á eftir eðlunum sem hverfa ein af annarri... UM LISTAMENNINA Close-Act Theatre er hollenskur leikhópur sem er þekktur fyrir afar myndrænt götuleikhús í yfirstærð. Þetta er í fyrsta sinn sem leikhópurinn kemur fram á Íslandi.

hey are presumed to be extinct, nonetheless the biggest beasts that ever walked the earth return to the 21st century and to the streets of Reykjavik. With a deafening roar these Saurusses charge through the crowds, looking for food to calm their hunger. People jump swiftly out of their way having never seen such giant beasts before. There is a widespread sigh of relief as the Saurusses start eating plant life. Ah vegetarians! Now people risk moving closer to view these prehistoric beasts better; the Saurusses are playful and spontaneous, snapping at hands and sweeping their tails. After a while they move on. Behind them a stunned audience stands and watches in amazement as the beasts slowly disappear… ABOUT THE ARTISTS Close-Act Theatre from the Netherlands brings a strong visual street theatre in largerthan-life spectacles and now perform in Iceland for the first time.

LAGT AF STAÐ FRÁ IÐNÓ OG FARIÐ UM LÆKJARGÖTU, AUSTURSTRÆTI OG AUSTURVÖLL. STARTS FROM IÐNÓ BY THE POND AND TRAVELS THROUGH THE CITY CENTRE.

OG

3.

JÚN 11:00

EGILSHÖLL GRAFARVOGUR

VERÐ / PRICE FRÍTT / FREE LISTRÆNIR AÐSTANDENDUR ARTISTS TONNY AERTS PAUL KESSLER PAUL VAN DE WATERLAAT VANESSA KURTH ZJOSKE VAN NIEKERK ERWIN VORSTERMANS FRANK VERHOEVEN LISTRÆNN STJÓRNANDI ARTISTIC LEADER HESTHER MELIEF Í SAMSTARFI VIÐ IN COLLABORATION WITH GRAFARVOGSDAGURINN

STRÆTÓ BUS 1,3,6,11,12,13,14

19


RAFMAGNAÐ ÆVINTÝRI

WWW.LISTAHATID.IS 20

DANS FJÖLSKYLDUVÆNT DANCE FAMILY-FRIENDLY

ÓÐUR OG FLEXA SNÚA AFTUR LOCO AND KICKS RETURN

SAGA SIGURÐARDÓTTIR


ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN (ISL) ICELAND DANCE COMPANY

RAFMAGNAÐ ÆVINTÝRI ELECTRIC BOOGALOO

2.

JÚN OG

3.

ÓÐUR OG FLEXA SNÚA AFTUR

LOCO AND KICKS RETURN

E

I

ftir ævintýralegt afmælispartý er allt á rúi og stúi heima hjá Óði og Flexu. Þau eru ennþá uppveðruð eftir að hafa ferðast um heima og geima með ímyndunaraflinu og eru tilbúin til að takast á við næsta ofurhetjuverkefni: Að taka til með stæl! Þeim birtist þá óvænt rafmagnaður gestur. Hver er hann? Hvaða kröftum er hann gæddur? Hvað getur hann kennt Óði og Flexu um heima rafmagnsins? Óður og Flexa: Rafmagnað ævintýri er sjálfstætt framhald af verkinu Óður og Flexa halda afmæli sem Íslenski Dansflokkurinn sýndi 2016. Sýningin Óður og Flexa halda afmæli hlaut einróma lof áhorfenda og gagnrýnenda og var tilnefnd til Grímuverðlauna 2016 í flokkunum Barnasýning ársins og Danshöfundar ársins.

n the aftermath of the most exciting birthday party ever, Loco and Kicks house is an absolute mess. The friends are still elated after their fantastic journey fuelled by their imagination and are ready to take on their next superhero task: to clean up with style. Then an unexpected electric guest shows up. Who is he? What powers does he possess? What can he teach Loco and Kicks about the world of electricity? The piece is an independent sequel to the successful Loco and Kicks throw a Birthday Party, which received raving reviews and was nominated as ‘children’s performance of the year’ and ‘choreography of the year’ at the Iceland Performing Arts Awards (Gríman) in 2016.

JÚN 13:00 & 15:00 BORGARLEIKHÚSIÐ REYKJAVIK CITY THEATRE LISTABRAUT 3 VERÐ / PRICE 2.900 ISK HÖFUNDAR/HUGMYND CREATORS HANNES ÞÓR EGILSSON ÞYRI HULD ÁRNADÓTTIR HANDRIT SCRIPT HANNES ÞÓR EGILSSON PÉTUR ÁRMANNSSON SIGRÍÐUR SUNNA REYNISDÓTTIR ÞYRI HULD ÁRNADÓTTIR DANSHÖFUNDAR CHOREOGRAPHERS HANNES ÞÓR EGILSSON ÞYRI HULD ÁRNADÓTTIR LEIKSTJÓRI DIRECTOR PÉTUR ÁRMANNSSON BÚNINGAR OG SVIÐSMYND COSTUMES AND SET DESIGN SIGRÍÐUR SUNNA REYNISDÓTTIR LJÓS LIGHTING DESIGN KJARTAN DARRI KRISTJÁNSSON HLJÓÐ SOUND GARÐAR BORGÞÓRSSON DANSARAR DANCERS ERNESTO CAMILO ALDAZABAL VALDES HANNES ÞÓR EGILSSON ÞYRI HULD ÁRNADÓTTIR STRÆTÓ BUS 2, 13 21


EINSKISMANNSLAND

WWW.LISTAHATID.IS 22

JÓN STEFÁNSSON, TINDAFJALLAJÖKULL, 1940, OLÍA Á MASÓNÍT.

MYNDLIST VISUAL ARTS

RÍKIR ÞAR FEGURÐIN EIN? WHERE BEAUTY ALONE REIGNS?


LISTASAFN REYKJAVÍKUR (ISL) REYKJAVÍK ART MUSEUM

EINSKISMANNSLAND: RÍKIR ÞAR FEGURÐIN EIN? NO MAN‘S LAND: WHERE BEAUTY ALONE REIGNS? MYNDLISTARSÝNING Í TVEIMUR SÖFNUM

ART EXHIBITION IN TWO MUSEUMS

L

T

andið hefur verið Íslendingum bæði huglægt tákn og efnisleg auðlind. Á sýningunni Einskismannsland: Ríkir þar fegurðin ein? verður sjónum beint að verðmætamati Íslendinga til náttúrunnar og tengsla við víðerni landsins. Sýnd verða verk íslenskra listamanna frá ýmsum tímum, allt frá frumkvöðlum íslenskrar málaralistar þegar landið og víðerni þess voru táknmyndir frelsis og sjálfstæðis, til verka listamanna samtímans með vísan í hnattræna umræðu um gildi hins ósnortna og nýtingu auðlinda. Með listsköpun sinni hafa myndlistarmenn haft áhrif á tengsl manna við umhverfi sitt. Sýningin verður tvískipt, sögulegur hluti hennar á Kjarvalsstöðum en verk eftir listamenn 21. aldarinnar verða sýnd í Hafnarhúsi. Jafnframt verður tekist á við áleitnar spurningar um inntak sýningarinnar í viðamikilli dagskrá samhliða henni. Verkefnið er hluti af dagskrá aldarafmælis fullveldis Íslands.

2.

JÚN TI

L

30. SEP

OPNUN / OPENING 2. JÚNÍ - 12:00

LISTASAFN REYKJAVÍKUR o Icelanders, their - KJARVALSSTAÐIR country has served both as a subjective symbol OPNUN / OPENING and a material resource. The 2. JÚNÍ - 15:00 exhibition No Man’s Land: LISTASAFN REYKJAVÍKUR Where beauty alone reigns? - HAFNARHÚS examines the degree to which OPIÐ / OPEN the Icelandic people value KJARVALSSTAÐIR nature and their connection 10:00 - 17:00 to the country‘s wilderness. It HAFNARHÚS features the works of Icelandic 10:00 - 22:00 artists from different times, VERÐ / PRICE from the early Icelandic 1.650 ISK painters, for whom the country and its wilderness symbolized FRÍTT FYRIR BÖRN OG ELDRI BORGARA. FREE ADMISSION FOR KIDS AND freedom and independence, SENIOR CITIZENS. to the works of contemporary MEÐAL LISTAMANNA artists that reference the global INCLUDING WORKS BY discourse on the value of the ÞÓRARINN B. ÞORLÁKSSON unspoilt and the utilisation of ÁSGRÍMUR JÓNSSON resources. JÓHANNES S. KJARVAL JÓN STEFÁNSSON KRISTÍN JÓNSDÓTTIR Through their work, visual ÓSK VILHJÁLMSDÓTTIR artists have had an influence on ANNA LÍNDAL people’s relationship with their ÓLAFUR ELÍASSON surroundings. EINAR FALUR INGÓLFSSON RÚRÍ The exhibition is two-fold; the GEORG GUÐNI historic part is exhibited in RAGNA RÓBERTSDÓTTIR Kjarvalsstaðir while the work SIGURÐUR GUÐJÓNSSON of 21st century artists is shown STYRKT AF SUPPORTED BY in Hafnarhús. Furthermore, an NÁTTURUVERNDRASJÓÐUR extensive programme running PÁLMA JÓNSSONAR alongside the exhibition STRÆTÓ BUS will raise and speculate on KJARVALSSTAÐIR - 13 important questions about its HAFNARHÚS core subject. 1, 3, 6, 11, 12, 13, 14 The exhibition is part of a special programme celebrating the 2018 centennial of Icelandic sovereignty.

TENGDUR VIÐBURÐUR CONNECTED EVENT MAÐUR OG NÁTTÚRA: LISTAMANNASPJALL BLS / PG 80 23


PEPPERMINT WWW.LISTAHATID.IS 24

MYNDLIST GJÖRNINGALIST VISUAL ARTS PERFORMANCE ART FRÍTT FREE

NÝIR GJÖRNINGAR NEW PERFORMANCES


ÁSTA FANNEY SIGURÐARDÓTTIR (ISL) FLORENCE LAM (GBR) HANNES LÁRUSSON (ISL)

PEPPERMINT

PERFORMANCE ART OF THREE ARTISTS

S

T

Listafólkinu er skipt niður á sali gallerísins og fær hvert og eitt þeirra sitt rými og eina helgi til umráða.

Gjörningar verða 2. júní kl. 17:00 Ásta Fanney Sigurðardóttir 9. júní kl. 16:00 Hannes Lárusson 16. júní kl. 16:00 Florence Lam

JÚN TI

GJÖRNINGALIST ÞRIGGJA LISTAMANNA ýningin Peppermint er ólíkindatól og er í raun eins konar þríhöfða þurs, þar sem þrír listamenn taka yfir sali Kling & Bang og framkvæma glænýja gjörninga. Listafólkið sem boðið er til leiks eru þau Ásta Fanney Sigurðardóttir, Hannes Lárusson og Florence Lam en þau hafa öll einbeitt sér að gjörningalist í listsköpun sinni. Þau eru stödd á mismunandi stað á ferli sínum og fást við listformið á afar ólíkan hátt.

2. L

16. JÚN

he exhibition Peppermint is an elusive creature; a three-headed giant of sorts, with three artists taking over the rooms of Kling & Bang to perform a series of brand new performances. The artists invited by Kling & Bang are Ásta Fanney Sigurðardóttir, Hannes Lárusson and Florence Lam, whom all have focused on performances in their practice. The artists are all at various points in their career, each dealing with the art form in their own way. Each artist has been given an exhibition space in the gallery and each has one weekend at their disposal. Performances will be at: June 2 at 17:00 Ásta Fanney Sigurðardóttir June 9 at 16:00 Hannes Lárusson June 16 at 16:00 Florence Lam

MIÐ-SUN /WED-SUN 12:00-18:00 FIM / THU 12:00-21:00 KLING & BANG MARSHALL HÚSIÐ GRANDAGARÐUR 20

VERÐ / PRICE FRÍTT / FREE LISTAMENN ARTISTS ÁSTA FANNEY SIGURÐARDÓTTIR FLORENCE LAM HANNES LÁRUSSON

Í SAMSTARFI VIÐ IN COLLABORATION WITH THYSSEN BORNEMISZA ART CONTEMPORARY STYRKT AF SUPPORTED BY REYKJAVÍKURBORG STRÆTÓ BUS 14

25


HJÓLIÐ - FALLVELTI HEIMSINS

WWW.LISTAHATID.IS 26

MYNDLIST HÖGGMYNDALIST FJÖLSKYLDUVÆNT ÚTI VISUAL ARTS SCULPTURE FAMILY-FRIENDLY OUTDOORS FRÍTT FREE

ÚTILISTAVERK Í OPINBERU RÝMI SCULPTURES IN PUBLIC SPACES


MYNDHÖGGVARAFÉLAGIÐ Í REYKJAVÍK (ISL)

HJÓLIÐ THE WHEEL

AFMÆLISSÝNING MYNDHÖGGVARAFÉLAGSINS Í REYKJAVÍK

S

ýning á nýjum útilistaverkum í opinberu rými Reykjavíkur sem þræðir sig eftir hjóla- og göngustígum borgarinnar. Ferðalag um almenningsrýmið verður að óvæntri reynslu og ríkulegri upplifun sem mun koma gangandi, skokkandi og hjólandi vegfarendum á óvart og inn á aðrar skynjunarbrautir. Hjólið - Fallvelti heimsins er fyrsti hluti af fimm sýninga röð sem Myndhöggvarafélagið í Reykjavík ætlar að standa árlega fyrir í aðdraganda fimmtíu ára afmælis félagsins árið 2022. Í þessum fyrsta áfanga er skoðað hvernig myndlist getur birt og tekist á við samtíma sem er undirorpinn stöðugum breytingum. Leiðin að þessu sinni liggur um rótgróna íbúðabyggð og minni atvinnusvæði innan hrings sem myndaður er af fjölförnum og auðkenndum götum í borginni.

Við hjóla- og göngustíga á svæði sem markast af Kringlumýrarbraut til vesturs, Suðurlandsbraut til norðurs, Réttarholtsvegi til austurs og Bústaðavegi til suðurs.

3.

JÚN TI

ANNIVERSARY EXHIBITION OF REYKJAVÍK ASSOCIATION OF SCULPTORS

A

n exhibition of new outdoor works in public spaces in Reykjavik that winds along the cycle and walking paths of the city. A journey through public space becomes an unexpected, rewarding experience which will take walking, jogging and cycling passersby by surprise, jolting them onto different paths of perception. The Wheel – Gone with the Wind is the first in a series of five exhibitions which the Reykjavík Association of Sculptors intends to host on yearly basis, leading up to the society’s 50th anniversary in 2022. This first part examines the ways in which the visual arts can reveal and take on our present times, subjected to constant changes. This time, the path leads through an established residential area with smaller pockets of businesses, inside a circle formed by busy, clearly delineated streets within the city. Along cycle and walking paths in an area demarcated by Kringlumýrarbraut to the west, Suðurlandsbraut to the north, Réttarholtsvegur to the east and Bústaðavegur to the south.

L

18. ÁGÚ

OPNUN / OPENING 3. JÚNÍ - 12:00 FURUGERÐI 23 HJÓLA- OG GÖNGUSTÍGAR BIKE AND WALK PATHS KORT FÁANLEGT Í KLÚBBNUM MAP AVAILABLE AT FESTIVAL HUB

VERÐ / PRICE FRÍTT / FREE SÝNINGARSTJÓRI CURATOR HEIÐAR KÁRI RANNVERSSON LISTAMENN ARTISTS DAGNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR EVA ÍSLEIFSDÓTTIR GUÐRÚN NIELSEN PETERKRISTINN (KRISTINN GUÐMUNDSSON & PETER SATTLER) MARGRÉT HELGA SESSELJUDÓTTIR PÁLL HAUKUR BJÖRNSSON STEINGRÍMUR EYFJÖRÐ & UNNAR ÖRN STEINUNN ÖNNUDÓTTIR SØREN ENGSTED ÞÓR SIGURÞÓRSSON

TENGDIR VIÐBURÐIR CONNECTED EVENTS KVÖLDGANGA OG LEIÐSÖGN. BLS / PG 86 LISTAMANNASPJALL BLS / PG 84 27


111 WWW.LISTAHATID.IS 28

LJÓSMYNDUN PHOTOGRAPHY FRÍTT FREE

PORTRETT AF BREIÐHOLTI A PORTRAIT OF BREIÐHOLT


3.

SPESSI (ISL)

111

PORTRETT AF BREIÐHOLTI

JÚN A PORTRAIT OF BREIÐHOLT

TI

L

17. JÚN

B

reiðholtið og stoltir íbúar þess birtast í öllum sínum fjölbreytileika í nýrri röð ljósmynda Spessa sem sýndar eru í galleríinu Rýmd í Völvufelli. Portrettmyndir Spessa úr póstnúmerinu 111 bera það með sér að hann hefur komist í nálægð við alls konar fólk sem byggir Breiðholtið. Hann gætir þess að halda hæfilegri fjarlægð af virðingu við viðfangsefnið. Hér er á ferðinni örsaga kynslóða í hverfi sem á margan hátt er óvenjulegt í borginni. „Í portrettmyndum Spessa er engu líkara en viðfangsefnið, umhverfið og væntingar ljósmyndarans renni saman í eina órofa heild. Hann veit að hverju hann leitar en er ekki alveg öruggur um hvað hann fær. Eftirvæntingin skilar sér í einhvers konar undarlega settlegri óvissustemningu.“ E.G.

T

he Breiðholt area and its proud inhabitants appear in all their diverse glory in a new series of photographs by Spessi, on display in Gallery Rýmd in Völvufell. Spessi’s portraits from postcode 111 bear testament to the fact that he has connected with all sorts of people living in the area. Nonetheless, out of respect for his subjects, he is always careful to keep a suitable distance. This is a micro history of several generations in a neighbourhood that, in many ways, is an unusual one for this city. “In Spessi‘s portraits, the subjects, the environment and the photographer‘s expectations seem to merge and form an unbroken whole. He knows what he is looking for but isn’t quite sure what it is that he’ll get. This suspense results in a strangely calm sense of uncertainty.“ E.G.

OPNUN / OPENING 3. JÚNÍ 14:00 RÝMD VÖLVUFELL 13 OPNUNARTÍMAR OPENING HOURS FIM-SUN / THU-SUN 14:00 - 17:00

VERÐ / PRICE FRÍTT / FREE LISTAMAÐUR ARTIST SPESSI ÞAKKIR THANKS RÝMD LISTAHÁSKÓLINN LEIKNIR ÆSA SIGURJÓNSDÓTTIR ÓSKAR DÝRMUNDUR ÓLAFSSON ÞÓRÐUR EINARSSON BREIÐHYLTINGAR Í SAMSTARFI VIÐ IN COLLABORATION WITH BREIÐHOLT FESTIVAL STYRKT AF SUPPORTED BY STARFSLAUNASJÓÐUR LISTAMANNA MENNINGAR- OG FERÐAMÁLASVIÐ REYKJAVÍKURBORGAR STRÆTÓ BUS 3, 12, 17 TENGDIR VIÐBURÐIR CONNECTED EVENTS BREIÐHOLT FESTIVAL BLS / PG 93

„UNDARLEGA SETTLEG ÓVISSUSTEMNING“ - E.G.

LEIÐSÖGN MEÐ LJÓSMYNDARA BLS / PG 86 29


JOURNEY TO HOME

WWW.LISTAHATID.IS 30

PHOTO: SVENNI SPEIGHT | SCULPTURE, SELF PORTRAIT: CLAUDIA HAUSFELD

MYNDLIST ÚTI VISUAL ARTS OUTDOORS FRÍTT FREE

MYNDLISTARSÝNING Í GLUGGUM WINDOW ART EXHIBITION


WIND AND WEATHER WINDOW GALLERY (ISL)

LEIÐIN HEIM JOURNEY TO HOME GLUGGAR Í MIÐBORGINNI

WINDOWS IN CITY CENTRE

F

T

arðu í gönguferð um miðborg Reykjavíkur og leggðu upp í andlegt íhugunarferðalag „heim“. Hvernig er hægt og hvernig á að komast á þann stað sem kallast „heima“? Þessi sýning á verkum valinkunnra íslenskra listamanna og listamanna búsettra á Íslandi fer fram í gluggum verslana og íbúða víðsvegar um miðborgina sem og í hreyfanlegu gluggagalleríi, Dragsúgi, sem ferðast mun um borgina og staldra tímabundið við á ýmsum stöðum í almannafæri. Dragsúgur er gallerí, gluggi, sem hefur breyst í ferðagallerí af því það langar að fá að upplifa að ganga um líkt og mannvera. Glugginn er á heimleið, án þess þó að „heima“ þurfi alltaf að vera staðurinn sem lagt var upp frá. Á ferðum sínum mun Dragsúgur sjá listamönnum fyrir rými þar sem þeir geta komið fram og skapað innsetningar. Boðið verður upp á ókeypis leiðsögn. Lagt er af stað frá Klúbbi Listahátíðar. 3. júní kl. 16:00 Opnun 9., 10., 14., 15. júní kl. 13:00 16., 17. júní kl. 14:00

JÚN TI

L

22. JÚN

ake a walk in downtown Reykjavik and embark on a spiritual and reflective journey ‘home’. How GLUGGAR VÍÐSVEGAR can or how should you arrive in UM BORGINA this place called ‘home’? This IN VARIOUS WINDOWS exhibition, featuring prominent AROUND THE CITY CENTRE Icelandic artists and artists KORT AÐGENGILEGT Í KLÚBBNUM residing in Iceland, is located MAP AVAILABLE AT FESTIVAL HUB in commercial and residential windows around the city centre VERÐ / PRICE as well as in a mobile window FRÍTT / FREE gallery, Dragsúgur, which will travel around the city and be LISTAMENN temporarily parked in public ARTISTS ARNA ÓTTARSDÓTTIR spaces. ÁSDÍS SIF GUNNARSDÓTTIR AUÐUR ÓMARSDÓTTIR Dragsúgur (the Icelandic name ANNA HALLIN & for the wind that comes in from OLGA BERGMANN a window) is the embodiment CLAUDIA HAUSFELD of the gallery, transformed DAVID ZEHLA into a mobile window through EGILL SÆBJÖRNSSON his longing to experience & IVAR GLÓI walking in human form. The EYGLÓ HARÐARDÓTTIR HELGI ÞORGILS FRIÐJÓNSSON window is taking its journey HEKLA DÖGG JÓNSDÓTTIR home; meaning, home doesn’t HRAFNKELL SIGURÐSSON always have to be where RAGNHEIÐUR GESTSDÓTTIR you originated from. In his REBECCA ERIN MORAN travels, Dragsúgur will provide STYRMIR ÖRN GUÐMUNDSSON a space for artists to perform & AGATA MICKIEWICZ and for installations. THERESA HIMMER ARNAR ÁSGEIRSSON, EMILIJA Guided tours run ŠKARNULTYÉ, KATHY CLARK AND ERIN HONEYCUTT. approximately one hour and SÝNINGARSTJÓRI start at the Festival hub. CURATORS ANNABELLE VON GIRSEWALD June 3 at 16:00 - Opening AND KATHY CLARK June 9, 10, 14, 15 at 13:00 June 16, 17 at 14:00 TENGDIR VIÐBURÐIR CONNECTED EVENTS

GJÖRNINGAR Í FERÐAGALLERÍI EXHIBITIONS IN MOBILE WINDOW

“THE ESPRESSO BAR”

THE NIGHT STATION

MAY 26 TO JUNE 2 HVERFISGATA 37 JUNE 3 – JUNE 8 AUSTURVÖLLUR

JUNE 10 – JUNE 14 HALLGRÍMSKIRKJA JUNE 14 – JUNE 20 BERNHÖFTSTORFAN

BY EGILL SÆBJÖRNSSON AND ÍVAR GLÓI

3.

BY STYRMIR ÖRN GUÐMUNDSSON AND AGATA MICKIEWICZ

ERIN HONEYCUTT WINDOWS OPEN BLS / PG 86 ARNAR ÁSGEIRSSON, CLOSE ENCOUNTERS BLS / PG 86 EMILIJA ŠKARNULTYÉ, CLOUD CHAMBER BLS / PG 86

31


ÚR TRÉ Í TÓNA

FRIÐRIK SNÆR FRIÐRIKSSON (DÖÐLUR)

WWW.LISTAHATID.IS

TÓNLIST HLJÓÐFÆRASMÍÐI MUSIC INSTRUMENT MAKING

32

ÍSLENSK TÓNLIST Á ÍSLENSK HLJÓÐFÆRI ICELANDIC MUSIC PERFORMED ON ICELANDIC INSTRUMENTS


STROKKVARTETTINN SIGGI (ISL) JÓN MARINÓ (ISL)

JÚN

ÚR TRÉ Í TÓNA TREE TO TONE STROKKVARTETTINN SIGGI OG JÓN MARINÓ JÓNSSON FIÐLUSMIÐUR

SIGGI STRING QUARTET AND INSTRUMENT MAKER JÓN MARINÓ JÓNSSON

Á

I

þessum einstöku tónleikum mun Strokkvartettinn Siggi leika á hljóðfæri sem öll eru smíðuð af fiðlusmiðnum Jóni Marinó Jónssyni. Sellóið var smíðað fyrst en fyrirmynd þess er Stradivariselló frá árinu 1710. Fiðlurnar og víólan, sem fylgdu í kjölfarið, eru eftir eigin teikningum Jóns Marinós. Á efnisskrá eru fjögur íslensk verk sem samin eru sérstaklega fyrir Sigga en einnig verður fluttur fyrsti strokkvartett Jóns Leifs, Mors et Vita, ópus 21 (1939). Frumfluttur verður kvartett Mamiko Dísar Ragnarsdóttur, Blómin fríð, sem er saminn undir áhrifum frá verki Eggerts Péturssonar, Án titils (Norðurland og Tröllaskagi) frá árinu 2011. Seremónía (2013) Hauks Tómassonar heyrist hér í nýjum búningi. Verkið er allt leikið mjög veikt en magnað upp til að draga fram smáatriði og aukahljóð sem verða til við tónmyndun. Verk Halldórs Smárasonar, draw+play (2017), er óður til harmonikkunnar og tileinkað þeim Ásgeiri S. Sigurðssyni og Messíönu Marzellíusdóttur. Tilraunaverk Unu Sveinbjarnardóttur, Þykkt (2014), er í fjórum köflum sem hver hverfist um eitt hljóðfæri kvartettsins; fiðlu, selló, víólu, fiðlu.

3.

n this unique concert, Siggi String Quartet will perform on instruments created by instrument maker Jón Marinó Jónsson. The cello was the first to be made, modelled on a 1710 Stradivari cello. The violins and the viola that followed were based on Jón Marinó’s own drawings.

20:00 FRÍKIRKJAN CHURCH FRÍKIRKJUVEGUR 5

15. JÚN

20:00 HÖMRUM ÍSAFIRÐI VERÐ / PRICE 3.500 ISK

HLJÓÐFÆRALEIKARAR The repertoire features four MUSICIANS Icelandic works, specially UNA SVEINBJARNARDÓTTIR , composed for Siggi, as FIÐLA well as Jón Leifs’ first string HELGA ÞÓRA quartet, Mors et Vita, op. BJÖRGVINSDÓTTIR, 21 (1939). The audience will FIÐLA be treated to the first ever ÞÓRUNN ÓSK MARINÓSDÓTTIR, performance of Mamiko Dís VÍÓLA SIGURÐUR BJARKI Ragnarsdóttir’s quartet, Blómin GUNNARSSON, fríð, composed under the SELLÓ influence of Eggert Pétursson’s HLJÓÐFÆRASMIÐUR 2011 painting Untitled LUTHIER (Nordurland Tröllaskagi). JÓN MARINÓ JÓNSSON Haukur Tómasson’s Seremónía (2013) will be heard in a new Í SAMSTARFI VIÐ version. The piece is played IN COLLABORATION WITH very softly but amplified in TÓNLISTARFÉLAG order to exaggerate details ÍSAFJARÐAR and the extra sound created while playing. Halldór STRÆTÓ Smárason’s composition BUS draw+play (2017) is an ode 1,3,6,11,12,14,55 to the accordion, dedicated to Ásgeir S. Sigurðsson and Messíana Marzellíusdóttir. Una Sveinbjarnardóttir’s experimental piece Þykkt (2014) is in four parts, each of which revolves around one of the quartet’s instruments: TENGDUR VIÐBURÐUR violin, cello, viola, violin. CONNECTED EVENT LISTAMANNASPJALL BLS / PG. 82 33


REYKJAVÍK GPS WWW.LISTAHATID.IS 34

SÓLLILJA BALTASARSDÓTTIR (DÖÐLUR)

TÓNLIST ÚTI MUSIC OUTDOORS FRÍTT FREE

GAGNVIRKT TÓNVERK INTERACTIVE MUSICAL COMPOSITION


4.

ÚLFUR ELDJÁRN (ISL) HALLDÓR ELDJÁRN (ISL)

REYKJAVÍK GPS

JÚN

STAÐSETNINGARTENGT TÓNVERK Í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR

A SITE-SPECIFIC MUSICAL COMPOSITION IN THE CENTRE OF REYKJAVÍK

T

T

ónverkið Reykjavík GPS er óður til miðborgarinnar í Reykjavík í fortíð, nútíð og framtíð. Tónlistin er tengd við ákveðin GPS-hnit í miðbænum þannig að þú heyrir hana breytast á rölti þínu um bæinn. Hver og einn velur sér þannig leið í gegnum verkið og upplifir það og borgina á sinn hátt. Tónverkið er eins og falið landslag, ósýnileg borg í borginni, sem bíður þess að vera könnuð. Til að njóta tónverksins þarf snjallsíma, góð heyrnartól og skó. Frá 4. júní er verkið opið og öllum aðgengilegt á: rvkgps.com UM LISTAMENNINA Úlfur Eldjárn hefur gefið út tónlist undir eigin nafni, samið fyrir kvikmyndir, sjónvarp og leikhús og er auk þess meðlimur í Orgelkvartettinum Apparat. Halldór Eldjárn býr til tónlist undir eigin nafni og með hljómsveitinni Sykri, en er einnig menntaður forritari. Bræðurnir hafa áður gert gagnvirkt tónverk, ásamt Sigurði Oddssyni, Strengjakvartettinn endalausa (infinitestringquartet.com).

he composition Reykjavík GPS is an ode to the centre of Reykjavík and its past, present and future. The music is connected to specific GPS coordinates in the city centre so you will hear it change as you walk through town. Each member of the audience chooses an individual path through the composition, experiencing the music and the city in their own way. The music resembles a hidden landscape, an invisible city within the city, waiting to be explored. In order to enjoy this piece you will need a smartphone, a good pair of headphones and good shoes. From June 4th the piece is open and accessible to all at: rvkgps.com ABOUT THE ARTISTS Úlfur Eldjárn has released music in his own name, composed for film, television and theatre, and is also a member of Apparat Organ Quartet. Halldór Eldjárn composes in his own name as well as with his band Sykur. He is also a professional programmer. The brothers have previously made an interactive composition with Sigurður Oddsson, the Infinite String Quartet (infinitestringquartet.com).

TI

L

17. JÚN

OPNUN / OPENING 4. JÚNÍ - 12:00 HEFST VIÐ HALLGRÍMSKIRKJU BEGINS AT HALLGRÍMSKIRKJA CHURCH

VERÐ / PRICE FRÍTT / FREE TÓNLIST MUSIC ÚLFUR ELDJÁRN FORRITUN PROGRAMMING HALLDÓR ELDJÁRN

STRÆTÓ BUS 1,3,5,6,14,15 TENGDIR VIÐBURÐIR CONNECTED EVENTS

OPNUN - LISTAMANNASPJALL BLS / PG. 82 LATE NIGHT CONCERT BLS / PG. 83 35


GAELYNN LEA WWW.LISTAHATID.IS 36

TÓNLIST MUSIC

RÖDD SEM GLEYMIST EKKI AN UNFORGETTABLE VOICE


4.

GAELYNN LEA (USA)

GAELYNN LEA

JÚN

SIGURVEGARI TINY DESK SAMKEPPNI NPR MUSIC 2016

WINNER OF NPR MUSIC’S TINY DESK CONTEST 2016

G

G

aelynn Lea hóf að leika á fiðlu fyrir 20 árum, þegar hugvitssamur tónlistarkennari hjálpaði henni að tileinka sér tækni sem hentaði líkamsbyggingu hennar. Gaelynn kemur fram í rafmagnshjólastól sínum og heldur á fiðlunni eins og örsmáu sellói. Hún býr til lúppur úr ryþmum og laglínum er eiga sér sígildan uppruna og býr þannig til sinfóníska kakófóníu sem spannar ótrúlegt svið en er um leið innilega djúphugul. Gaelynn Lea mun spila með gítarleikara sínum Al Church. Árið 2016 var hún valin úr hópi 6000 umsækjenda og útnefnd sigurvegari keppninnar NPR Music‘s Tiny Desk Contest. Síðan hefur Gaelynn verið á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og víða með aðstoð eiginmannsins Pauls. Tónlistarkonan Sóley Stefánsdóttir mun koma fram með Gaelynn á tónleikunum í Reykjavík.

aelynn Lea began playing violin 20 years ago after a creative music teacher helped her to adapt a playing style that suits her frame. Lea performs from her electric wheelchair, holding her instrument like a tiny cello. She loops her classically trained rhythms and melodies “to create a symphonic cacophony that is both glorious in its reach and profoundly introspective”. Gaelynn Lea will be playing alongside guitarist Al Church. In 2016, she was named the winner of NPR Music’s Tiny Desk Contest, selected from among 6,000 applicants. Since then, Gaelynn has been touring full-time across the USA & internationally with the help of her husband Paul. Her concert in Reykjavik will feature the renowned Icelandic musician Sóley Stefánsdóttir.

20:00

TJARNARBÍÓ THEATRE TJARNARGATA 12

VERÐ / PRICE 2.500 – 3.900 ISK LISTAMENN MUSICIANS GAELYNN LEA AL CHURCH SÓLEY STEFÁNSDÓTTIR

STRÆTÓ BUS 1,3,6,11,12,13,14,55

TENGDUR VIÐBURÐUR CONNECTED EVENT

GAELYNN LEA – A PERSONAL STORY OF MUSIC AND DISABILITY ACTIVISM BLS / PG 82

“THE WAY HER VOICE RESONATES IS SO UNUSUAL AND BEAUTIFUL, LIKE NOTHING I’VE EVER HEARD BEFORE.” – JESS WOLFE 37


STREET VIEW (REASSEMBLED)

WWW.LISTAHATID.IS 38

ANSSI PULKKINEN

MYNDLIST HÖGGMYNDALIST ÚTI VISUAL ARTS SCULPTURE OUTDOORS FRÍTT FREE

ÚTILISTAVERK VIÐ NORRÆNA HÚSIÐ INSTALLATION BY THE NORDIC HOUSE


4.

ANSSI PULKKINEN (FIN)

STREET VIEW (REASSEMBLED)

JÚN TI

MISSIR HEIMILIS

THE LOSS OF HOME

L

T

istaverk finnska listamannsins Anssi Pulkkinen samanstendur af rústum heimila sem hafa verið fluttar frá Sýrlandi sjóleiðina til Evrópu. Efniviðurinn var keyptur af fyrri eigendum og fluttur burt með fullu samþykki þeirra. Um er að ræða steypt veggjabrot, s.s. stiga og hluta gólfs en ekki er mögulegt að átta sig á uppruna, nákvæmri staðsetningu eða sögu hússins út frá þessum brotum. Úr steypubrotunum skapar Pulkkinen innsetningu á vörubílspalli sem hefur yfirbragð hjólhýsis eða húsbíls. Húsarústir eru margbrotin táknmynd fyrir missi heimilis. Þær vísa til heimilisleysis í víðu mannlegu samhengi en tala á sama tíma á áþreifanlegan hátt inn í týnda sögu raunverulegrar fjölskyldu. Listahátíð í Reykjavík vann í nánu samstarfi við Rauða krossinn og Norræna húsið að dagskrá tengdra viðburða.

L

17. JÚN

his artwork, by the Finnish artist Anssi Pulkkinen consists of ruins of a destructed home which has been shipped from Syria by sea to Europe. The material has been sourced from destroyed Syrian homes with full consent of the owners of the property and building matter. The remains of these homes contain concrete parts of walls, floor, stairs, and roofing from the site, but it will not be possible to identify the exact location or history of the house itself.

OPNUN / OPENING 4. JÚNÍ - 17:00 NORRÆNA HÚSIÐ NORDIC HOUSE SÆMUNDARGATA 11 VERÐ / PRICE FRÍTT | FREE LISTRÆNIR AÐSTANDENDUR ARTIST ANSSI PULKKINEN SÉRSTAKAR ÞAKKIR SPECIAL THANKS FINNISH SYRIAN FRIENDSHIP ASSOCIATION

Pulkkinen creates a caravan-like installation from the ruins. A wrecked house symbolises the loss of home at many levels. It portrays homelessness at a universal, humane level and at the same time speaks its own concrete language of the lost history of one real family.

STRÆTÓ BUS 15 TENGDIR VIÐBURÐIR CONNECTED EVENTS

Reykjavik Arts Festival worked closely with the Red Cross and the Nordic house for a programme of context.

ANSSI PULKINEN ARTIST TALK BLS / PG 80

MUSICAL JOURNEYS BLS / PG 83 PILLOW TALK PERFORMANCES BLS / PG 86

STORY CIRCLE BLS / PG 87

THE RIGHT TO HOME SEMINAR BLS / PG 84 ARABIC FOOD FEAST BLS / PG 87 ARABIAN NIGHT BLS / PG 80 39


SÁLARFÓÐUR WWW.LISTAHATID.IS 40

EGGERT JÓHANNESSON

TÓNLIST MUSIC FRÍTT FREE

TÓNLEIKAR HEIM AÐ DYRUM CONCERTS DELIVERED HOME


LAUFEY SIGURÐARDÓTTIR (ISL) ELÍSABET WAAGE (ISL)

SÁLARFÓÐUR FOOD FOR THE SOUL TÓNLEIKAR Á DVALARHEIMILUM OG SJÚKRASTOFNUNUM

L

A CONCERT SERIES IN RETIREMENT HOMES AND HOSPITALS

V

aufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Elísabet Waage hörpuleikari heimsækja dvalarheimili og sjúkrastofnanir með hljóðfærin sín og leika glænýjar útsetningar tónskáldsins Tryggva M. Baldurssonar á þekktum þjóðlögum og sönglögum. Einnig verða einir tónleikar, opnir almenningi, í Klúbbi Listahátíðar.

iolinist Laufey Sigurðardóttir and harpist Elísabet Waage will bring their instruments to retirement homes and hospitals to play composer Tryggvi M. Baldursson’s brand new arrangements of beloved folk tunes and melodies. There will also be one free public performance at the Festval Hub.

Tónlistin á alls staðar heima og gefur nauðsynlega sálarnæringu í amstri lífsins. Íslensku þjóðlögin sem eitt sinn voru sungin í baðstofum gleðja enn - bæði heima og að heiman.

Music belongs everywhere and provides us with muchneeded nourishment for the soul in our everyday comings and goings. The Icelandic folk tunes that were once sung in the old farmhouses still bring us joy – both at home and away from home.

UM LISTAMENNINA Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Elísabet Waage hörpuleikari hafa leikið saman um árabil. Þær hafa haldið fjölmarga tónleika á Íslandi og í Hollandi og gert upptökur. Mörg íslensk tónskáld hafa samið og tileinkað þeim tónsmíðar sínar. Árið 2008 komu þær fram á Heimsþingi hörpuleikara (World Harp Congress) í Amsterdam. Árið 2012 léku þær á Ítalíu og árið 2013 í Berlín. Geisladiskur þeirra, Serena, kom út í lok ársins 2008.

ABOUT THE ARTISTS Violinist Laufey Sigurðardóttir and harpist Elísabet Waage have been performing together for years. They have given numerous concerts in Iceland and the Netherlands and have also recorded together. Many Icelandic composers have dedicated their work to them. In 2008 they performed at the World Harp Congress in Amsterdam. In 2012 they performed in Italy and in 2013 in Berlin. Their album, Serena, was released in late 2008.

5.

JÚN 11:00 HRAFNISTA HAFNARFJÖRÐUR RETIREMENT HOME 14:00 LANDSPÍTALI HOSPITAL

6.

JÚN 10:30 GRUND RETIREMENT HOME 14:00 SKJÓL RETIREMENT HOME

7.

JÚN 12:15 KLÚBBURINN FESTIVAL HUB 14:30 EIR RETIREMENT HOME VERÐ / PRICE FRÍTT | FREE

HLJÓÐFÆRALEIKARAR MUSICIANS LAUFEY SIGURÐARDÓTTIR FIÐLA ELÍSABET WAAGE HARPA

41


BLÁKLUKKUR FYRIR HÁTTINN WWW.LISTAHATID.IS 42

LEIKLIST RITLIST ÚTI THEATRE WRITING OUTDOORS

HLJÓÐVERK Á HEIÐUM AUDIO DRAMA IN THE MOUNTAINS


HARPA ARNARDÓTTIR (ISL) AUGNABLIK (ISL)

BLÁKLUKKUR FYRIR HÁTTINN BLUEBELLS BEFORE BED HLJÓÐVERK Á HEIÐUM

AUDIO DRAMA IN THE MOUNTAINS

6.

JÚN TI

L

7.

JÚL

N

ýtt leikrit Hörpu Arnardóttur verður flutt sem hljóðverk úti í náttúrunni á fjórum mismunandi stöðum á landinu. Gestir mæta á fyrirfram gefinn stað og fara í stutta göngu (20-30 mínútur) í fylgd leiðsögukonu þar til komið er að hirðingjatjaldi á vel völdum stað fjarri mannabyggðum þar sem hlustað er á leikverkið.

H

arpa Arnardóttir‘s new play will be performed as an audio piece in a mountain yurt in four different locations. Guests will be asked to turn up at a particular point and take a short walk (20-30 minutes), accompanied by a guide, until they reach a yurt in a select location, far from inhabited areas, where they will listen to the play.

Mæja: Við erum fallin tré.

Mæja: We are fallen trees.

Siggi: Í rökum mosa.

Siggi: In moist moss.

Mæja: Segðu eitthvað fallegt.

Mæja: Say something beautiful.

Siggi: Mold.

Siggi: Soil.

Mæja: Takk.

Mæja: Thank you. The performance is in Icelandic.

Suður 6. 7. & 8. júní Lyngdalsheiði Vestur 15. 16. & 17. júní Snæfellsnes Norður 29. & 30. júní Mývatnsöræfi Austur 6. & 7. júlí Jökuldalsheiði

South June 6, 7, & 8. Lyngdalsheiði West June 15, 16, & 17. Snæfellsnes North June 29, & 30. Mývatnsöræfi East July 6, & 7. Jökuldalsheiði

Upplýsingar um nánari tíma- og staðsetningu á www.listahatid.is.

More detailed information about time and place at www.artfest.is.

LANDSFJÓRÐUNGAR SELECTED SPOTS IN THE ICELANDIC HIGHLANDS VERÐ / PRICE 3.900 ISK ATH. TAKMARKAÐUR MIÐAFJÖLDI NOTE: LIMITED NUMBER OF TICKETS LEIKSKÁLD PLAYWRIGHT HARPA ARNARDÓTTIR LISTRÆNN STJÓRNANDI ARTISTIC DIRECTOR HARPA ARNARDÓTTIR LEIKARAR ACTORS KRISTBJÖRG KJELD INGVAR E. SIGURÐSSON HARPA ARNARDÓTTIR

STYRKT AF SUPPORTED BY LEIKLISTARRÁÐ RÚV

TENGDUR VIÐBURÐUR CONNECTED EVENT MAÐUR OG NÁTTÚRA BLS / PG 80 43


THE LOVER WWW.LISTAHATID.IS 44

AËLA LABBÉ

DANS MYNDLIST DANCE VISUAL ART

SJÓNRÆNT DANSVERK VISUAL DANCE PERFORMANCE


BÁRA SIGFÚSDÓTTIR (ISL) (BEL)

THE LOVER

JÚN

MILLI SKÖPUNAR OG EYÐILEGGINGAR

MOVING BETWEEN CREATION AND DESTRUCTION

T

M

he Lover er sjónrænt dansverk, hugleiðing um samband manns og náttúru. Fjallað er um tengslin milli tilvistar, híbýla og aðstæðna mannverunnar í eilífðar samhengi. Hvernig maðurinn og jörðin bæði skapa og eyða. Hvernig manneskjan býr í náttúrunni og hvernig náttúran býr í mannskepnunni. Líkami Báru og umhverfi hans eru í stöðugri þróun og umbreytingu á meðan á sýningunni stendur. Í verkinu er áhorfendum boðið í rými til íhugunar; hvað er mennskt, hvað er dýrslegt, hvað er náttúrulegt, hvað er af mannavöldum, hvað er lífrænt… Bára hefur í gegnum árin þróað einstakan hreyfistíl sem hún nýtir til þess að miðla hugmyndum og tilvísunum í gegnum dansformið. Með ólíkum nálgunum á viðfangsefnum sínum leitast hún við að mynda hugrenningartengsl á milli spurninga samtímans við eilífðina. Verk hennar eiga það sameiginlegt að endurspegla spurningar um tilvist mannsins og samfélagsins sem við búum í. Verkið var upphaflega frumsýnt á tvíæringnum PERFORMATIK í Beursschouwburg Brussel árið 2015 og hefur síðan þá farið víða.

7. OG

8.

JÚN

oving between creation and destruction – The 20:00 Lover contemplates the TJARNARBÍÓ complex relationship between THEATRE humans and nature. Bára TJARNARGATA 12 Sigfúsdóttir makes space for different structures, rhythms and energies to VERÐ / PRICE exist and influence each 3.500 ISK other’s evolution. The body and it ‘s environment keep DANSARI OG DANSHÖFUNDUR transforming throughout the DANCER AND performance, questioning CHOREOGRAPHER what is human, what is animal, BÁRA SIGFÚSDÓTTIR what is nature, what is manLJÓSMYNDARI PHOTOGRAPHER made, what is organic... NOÉMIE GOUDAL SVIÐSMYND SCENOGRAPHY NOÉMIE GOUDAL IN In The Lover the scenography COLLABORATION WITH 88888 creates an alternative ARKITEKT ARCHITECT landscape, consisting of JEROEN VERRECHT two photographic images TÓNLIST OG HLJÓÐ transforming on stage. It MUSIC AND SOUND DESIGN suggests an abandoned BORKO and exploited world, which LÝSING OG TÆKNI is reviving and transformed LIGHTING DESIGN AND TECHNICAL SUPERVISION into new landscapes. In KRIS VAN OUDENHOVE this environment remains a DRAMATÚRG DRAMATURGY creature of flesh and blood, SARA VANDERIECK assailable and defenceless although curiosity and a desire to explore the world are pushing it forward. STRÆTÓ BUS 1,3,6,11,12,13,14,55 The lover was premiered at PERFORMATIK in Beursschouwburg Brussel in 2015 and has toured widely since TENGDIR VIÐBURÐIR CONNECTED EVENTS then. MAÐUR OG NÁTTÚRA BLS / PG 80

BORKO LISTENING PARTY BLS / PG 80 45


BÓKVERK WWW.LISTAHATID.IS 46

MYNDLIST RITLIST VISUAL ART WRITING

SÝNING BÓKVERKA ARTISTS’ BOOK EXHIBITION


LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS - HÁSKÓLABÓKASAFN (ISL) NATIONAL AND UNIVERSITY LIBRARY OF ICELAND

BÓKVERK ARTISTS’ BOOKS

ALLI NALLI OG TUNGLIÐ (1959), VILBORG DAGBJARTSDÓTTIR & SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR

SKAPANDI PRENTVERK OG ÚTGÁFA LISTAMANNA

CREATIVE PRINTING & ARTISTS’ BOOKS

Á

I

þessari sýningu bókverka eru dregin fram áhugaverð dæmi um skapandi prentverk, bókband og tilraunir með form bókarinnar úr safneign Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Leitað er fanga allt aftur til loka 19. aldar og eru verkin sett í samhengi við bókagerð listafólks fram til dagsins í dag. Dieter Roth (1930- 1989), sem var einn af frumkvöðlum bókverkagerðar í heiminum, vann sín fyrstu bókverk hér á landi í kringum 1957 og ruddi brautina fyrir bókverkagerð íslensks listafólks. Á meðan á Listahátíð í Reykjavík stendur verður sérsýning á bókverki Eyglóar Harðardóttur, Sculpture (2016), þar sem frumgerð verksins verður sýnd í Lestrarsal Safnahússins. Sýningin er sett er upp í tilefni af 200 ára afmæli Landsbókasafnsins en innan safnsins er nú aukin áhersla á sérstöðu bókverka í safnkosti. Sýningin er opin til maí 2019.

n this exhibition we are introduced to examples of Icelandic artists’ books from the collection of the National and University Library of Iceland. Examples of printmaking dating all the way back to the latter part of the 19th century to modern day book art. One of the pioneers of artists’ books, Dieter Roth (1930- 1989), made his first book in Iceland around 1957. Since that time, artists’ books have been part of the expression of Icelandic visual artists.

7.

JÚN TI

L

MAÍ 2019 OPNUN / OPENING 7. JÚNÍ - 15:30 OPNUNARTÍMAR OPENING HOURS ÞRI-SUN / TUE-SUN 10:00-17:00 SAFNAHÚSIÐ CULTURE HOUSE HVERFISGATA 15 VERÐ / PRICE 2.000 ISK AÐGANGSEYRIR AÐ SAFNI ADMISSION TO THE MUSEUM FRÍTT Á OPNUN NO ADMISSION AT THE OPENING

During the Reykjavik Arts Festival there will be a special exhibition of Eygló Harðardóttir’s, Sculpture (2016), and the prototype will be exhibited in the Reading Chamber in the Culture House.

SÝNINGARSTJÓRAR CURATORS UNNAR ÖRN AUÐARSON ÓLAFUR J. ENGILBERTSSON

The exhibition commemorates the 200th anniversary of the National and University Library, but within the Library there is an increased emphasis on book art.

Í SAMSTARFI VIÐ IN COLLABORATION WITH NÝLISTASAFNIÐ LIVING ARTS MUSEUM LISTAHÁSKÓLI ÍSLANDS ICELAND ACADEMY OF THE ARTS

The exhibition is open till May 2019.

STRÆTÓ BUS 1,3,6,11,12,13

TENGDUR VIÐBURÐUR CONNECTED EVENT LEIÐSÖGN UM SÝNINGUNA BLS / PG 87 47


THE GREAT GATHERING

WWW.LISTAHATID.IS 48

JÓNATAN GRÉTARSSON

DANS FJÖLSKYLDUVÆNT DANCE FAMILY-FRIENDLY

FRÍTT FREE

DANSSÝNING Á EIÐISTORGI DANCE PERFORMANCE AT EIÐISTORG


ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN (ISL) ICELAND DANCE COMPANY

THE GREAT GATHERING

DANSSÝNING Á EIÐISTORGI

S

tór hópur af fullorðnum og börnum dansa saman með suð í eyrum. Hoppandi í pollum með blóðnasir; við lifum í öðrum heimi þar sem við erum aldrei ósýnileg. Hendumst í hringi, höldumst í hendur, allur heimurinn er óskýr. Eiðistorg á Seltjarnarnesi er vettvangurinn fyrir The Great Gathering á Listahátíð en verkið var fyrst sýnt á Norður og niður, listahátíð Sigur Rósar í desember síðastliðnum. Verkið er flutt af dönsurum Íslenska dansflokksins og hópi af krökkum á aldrinum 9-16 ára við tónlist eftir Sigur Rós, Gus Gus, Hot Chip, Jarvis Cocker, Peaches og fleiri.

DANCE PERFORMANCE IN EIÐISTORG

A

large group of adults and children dance together with buzz in their ears, stereo of sound and steamy fog. Splashing in puddles with bleeding noses, they live in another world where they are never invisible. Spinning round and round – holding hands – the whole world a blur. An indoor square in Seltjarnarnes becomes the venue for The Great Gathering which was first performed at Norður og niður, Sigur Rós’s Arts Festival at the end of last year. The piece is performed by Iceland Dance Company dancers and a group of 9-16-year-old children to music by Sigur Rós, Gus Gus, Hot Chip, Jarvis Cocker, Peaches and more.

8.

JÚN 17:00 EIÐISTORG SELTJARNARNES VERÐ / PRICE FRÍTT / FREE DANSHÖFUNDAR CHOREOGRAPHERS ÁSRÚN MAGNÚSDÓTTIR ALEXANDER ROBERTS Í SAMVINNU VIÐ DANSARA BÚNINGAR COSTUMES REBEKKA JÓNSDÓTTIR DANSARAR DANCERS CARMEN LEA EINARSDÓTTIR, DAGMAR EDDA GUÐNADÓTTIR, ELÍN SIGNÝ WEYWADT, ERNESTO CAMILO ALDAZABAL VALDES, HANNES ÞÓR EGILSSON, HJÖRDÍS LILJA ÖRNÓLFSDÓTTIR, INGA MAREN RÚNARSDÓTTIR, JÖKULL NÓI ÍVARSSON, KOLBEINN EINARSSON, MARÍNÓ MÁNI MABAZZA, RAFN WINTHER ÍSAKSSON, SIGRÍÐUR V. GUNNARSDÓTTIR, SIGURÐUR ANDREAN SIGURGEIRSSON, UNA YAMAMOTO BARKARDÓTTIR, YLFA AINO ELDON ARADÓTTIR, ÞÓRA DÍS HRÓLFSDÓTTIR ÞYRI HULD ÁRNADÓTTIR

STRÆTÓ BUS 11, 13

49


ATÓMSTJARNA WWW.LISTAHATID.IS 50

DANS MYNDLIST GJÖRNINGALIST DANCE VISUAL ARTS PERFORMANCE ART

UPPLIFUNARVERK AN IMMERSIVE EXPERIENCE


JÓNÍ JÓNSDÓTTIR (ISL), STEINUNN KETILSDÓTTIR (ISL) SVEINBJÖRG ÞÓRHALLSDÓTTIR (ISL)

ATÓMSTJARNA ATOMSTAR

JÚN 18:00 - 20:00

UPPLIFUNARVERK Í ÁSMUNDARSAL

AN IMMERSIVE EXPERIENCE IN ÁSMUNDARSALUR

H

W

vað er mannvera? Úr hverju erum við búin til? Erum við öll af sama efninu? Hver er uppsprettan, kjarnahvarfið og hvar endum við? Hver eru landamæri líkamans, hvert teygir hann sig? Rennur hann saman við aðra líkama í einn stóran líkama? Líkama náttúrunnar, heimsins og geimsins? Í dans-og myndlistarverkinu Atómstjarna er mannveran rannsökuð út frá þessum spurningum. Hún er krufin, rifin og skorin í sundur, saumuð saman og skoðuð í stærra samhengi við umhverfi sitt, frá rótum sínum við jörðina til huga og himins. Ljósi er varpað á margbreytileika hennar og þær mörgu víddir, fleti, form og drauma sem hún hefur að geyma. Líkaminn og hreyfing eru allsráðandi í dansinnsetningum, gjörningum, skúlptúrum, myndbandsverkum og hljóði í þessu þverfaglega upplifunarverki sem flutt verður í nýuppgerðum Ásmundarsal þar sem einstök saga hússins, andi þess og rými fléttast inn í verkið. Styrkt af Reykjarvíkurborg, Leiklistarráði og launasjóði listamanna.

8.

hat is a human being? What are we made of? Are we all made from the same matter? Where is the source, the atomic fusion, and where do we end? Where is the border of the body and how far does it reach? Does it merge with other bodies and form one big body? The body of nature, world, and the universe? In the hybrid dance and visual art work, Atomstar, these questions guide an exploration of the human being. It is dissected, torn apart, cut into pieces and sewn back together in alternative ways. Examined in a wider context, ranging from its roots in the ground up to the mind, sky and space. The work sheds a light on the multiplicity of the human being and the dimensions, facets, forms and dreams it contains. Atomstar is an artwork in which the body and movement are at the centre in dance installations, performances, videos, and sound that together take form in a multidisciplinary experience in the newly renovated Ásmundarsalur, intertwining the building’s unique history and atmosphere. Sponsored by Reykjavík City, The Icelandic Arts Council and The Artists Salary Fund

STRÆTÓ BUS 1,3,5,6,14,15

OG

9.

JÚN

16:00 - 18:00 20:00 - 22:00 ÁSMUNDARSALUR FREYJUGATA 41 VERÐ / PRICE 2.900 ISK HÖFUNDAR CREATORS JÓNÍ JÓNSDÓTTIR, STEINUNN KETILSDÓTTIR SVEINBJÖRG ÞÓRHALLSDÓTTIR ÚTLIT SÝNINGAR VISUALS EVA SIGNÝ BERGER HÖFUNDAR / CREATORS TÓNLIST OG HLJÓÐHEIMUR SOUND DESIGN ÁSKELL HARÐARSON KVIKMYNDAGERÐ FILM FREYR ÁRNASON BALDVIN VERNHARÐSSON PÉTUR MÁR PÉTURSSON LISTAMENN / FLYTJENDUR ARTISTS / PERFORMANCE ANNA KOLFINNA KURAN, DÍANA KRISTINSDÓTTIR, ERLA RUT MATHIESEN, INGVAR E. SIGURÐSSON, SAGA SIGURÐARDÓTTIR, SIGURÐUR ANDREAN SIGURGEIRSSON, VÉDÍS KJARTANSDÓTTIR SIGRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRN PRODUCTION MANAGER ERLA RUT MATTHIESEN Í SAMSTARFI VIÐ IN COLLABORATION WITH ÁSMUNDARSALUR TENGDUR VIÐBURÐUR CONNECTED EVENT LISTAMANNASPJALL BLS / PG 80 51


BÍÓTÓNAR Í BAÐI WWW.LISTAHATID.IS 52

TÓNLIST ÚTI FJÖLSKYLDUVÆNT MUSIC OUTDOORS FAMILY-FRIENDLY FRÍTT FREE

TÓNLIST Í KAFI CONCERT UNDERWATER


BREIÐHOLT FESTIVAL

TÓNLIST Í ÖLDUSELSLAUG MUSIC IN ÖLDUSEL SWIMMING POOL BAÐAÐU ÞIG Í BÍÓMÚSÍK!

IMMERSE YOURSELF IN CINEMATIC MUSIC!

B

B

reiðholt Festival býður gestum Listahátíðar að fljóta um í Ölduselslaug og hlusta á tónlist sem streymir úr hátölurum undir vatnsyfirborðinu. Tónverkin eiga það sameiginlegt að hafa verið samin fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti af íslenskum tónskáldum sem tengjast Breiðholti með ýmsum hætti. Flest verkanna hafa hlotið ýmsar tilnefningar og verðlaun. Pétur Ben hlaut Edduverðlaunin í ár fyrir tónlist sína við sjónvarpsþættina Fanga og Daníel Bjarnason hlaut Norrænu kvikmyndatónskáldaverðlaunin fyrir tónlist sína við kvikmyndina Undir trénu. Þá mun hljóma tónlist Hildar Guðnadóttur og Jóhanns Jóhannssonar við Mary Magdalene, Ben Frost við Dark og Örvar Smárasonar og Gunnars Tynes (múm) við Svaninn. Eftir sundsprettinn er tilvalið að gæða sér á veitingum á alþjóðlega matarmarkaðnum á sundlaugarbakkanum.

reiðholt Festival invites RAF guests to float around the swimming pool Ölduselslaug, while listening to music coming from underwater loudspeakers. The works in question were all composed for film or TV by Icelandic composers with different connections to the Breiðholt area. Most of these works have received numerous nominations and awards. Pétur Ben received the Edda Award this year for his score for TV series Prisoners and Daníel Bjarnason was awarded the Harpa Nordic Film Composers Award for his score for Under the Tree. Visitors to the pool will also hear Hildur Guðnadóttir and Jóhann Jóhannsson’s score for Mary Magdalene and Ben Frost’s music for Dark as well as music composed for The Swan by Örvar Smárason and Gunnar Tynes (múm). After taking a dip in the pool, guests could do worse than sample the delicacies of the international food market located poolside.

9.

JÚN

14:00 ÖLDUSELSLAUG SWIMMING POOL ÖLDUSEL 17 VERÐ / PRICE FRÍTT / FREE LISTRÆNIR STJÓRNENDUR BREIÐHOLT FESTIVAL CURATORS SIGRÍÐUR SUNNA REYNISDÓTTIR VALGEIR SIGURÐSSON Í SAMSTARFI VIÐ IN COLLABORATION WITH BREIÐHOLT FESTIVAL

STRÆTÓ BUS 3, 4

TENGDIR VIÐBURÐIR CONNECTED EVENTS

ALÞJÓÐLEGUR MATARMARKAÐUR VIÐ ÖLDUSELSLAUG BLS / PG. 86 BREIÐHOLT FESTIVAL BLS / PG. 93 53


BROTHERS WWW.LISTAHATID.IS 54

ÓPERA TÓNLIST OPERA MUSIC

NÝ ÓPERA EFTIR DANÍEL BJARNASON NEW OPERA BY DANÍEL BJARNASON


ÍSLENSKA ÓPERAN (ISL) Í SAMSTARFI VIÐ SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS (ISL) THE ICELANDIC OPERA IN COLLABORATION WITH ICELAND SYMPHONY ORCHESTRA

BROTHERS

B

B

rothers er fyrsta ópera íslenska tónskáldsins Daníels Bjarnasonar og hlaut frábærar viðtökur jafnt áheyrenda sem gagnrýnenda þegar hún var frumsýnd í Danmörku haustið 2017. Verkið er byggt á samnefndri, margverðlaunaðri kvikmynd eftir Susanne Bier.

rothers is composer Daniel Bjarnason’s first opera. The production received rave reviews from audiences and critics alike when it was premiered in Denmark in the autumn of 2017. The piece is based on Susanne Bier’s award winning film of the same title.

Sagan segir frá tveimur bræðrum sem hafa valið ólíkar leiðir í lífinu. Michael sinnir herþjónustu og nýtur velgengni í starfi og einkalífi. Yngri bróðirinn Jamie er flækingur sem hefur komist í kast við lögin. Eftir að Michael er sendur í stríð og snýr aftur, eftir að hafa verið haldið föngnum þar, hefur jafnvægið milli bræðranna breyst að eilífu.

The story revolves around two brothers and their different paths in life. Michael has a successful career in the army and a beautiful family. His younger brother Jamie is a drifter living on the edge of the law. When Michael is sent to war and returns after a traumatic imprisonment, the balance between the two brothers is changed forever.

Leikstjóri uppfærslunnar er Kasper Holten sem lét nýverið af störfum sem óperustjóri Covent Garden. Um er að ræða sömu uppfærslu og frumflutt var í Danmörku en flytjendur í Eldborg verða blanda íslenskra og erlendra söngvara. Leikstjóri og tónskáld mun segja frá uppfærslunni á undan sýningunni.

The opera is directed by Kasper Holten, former opera director at Covent Garden. This is the original production but part of the cast is Icelandic. The director and composer will talk about the opera beforehand.

Verkefnið hlýtur styrk úr Fullveldissjóði og er hluti af dagskrá aldarafmælis fullveldis Íslands.

JÚN 19:30

EINSTAKUR AWARD WINNING MENNINGARVIÐBURÐUR OPERA

Brothers var valið tónverk ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2018 og Daníel Bjarnason var valinn maður ársins í íslensku tónlistarlífi 2018.

9.

Brothers was chosen Composition of the year at the 2018 Icelandic Music Awards and Daníel Bjarnason musical artist of the year. Brothers is a part of a special programme celebrating the 2018 centennial of Icelandic sovereignty and is sponsored by their fund.

ELDBORG HARPA CONCERT HALL VERÐ / PRICE 4.900 – 11.900 ISK TÓNSKÁLD OG STJÓRNANDI CONDUCTOR AND COMPOSER DANÍEL BJARNASON LEIKSTJÓRI DIRECTOR KASPER HOLTEN LIBRETTISTI LIBRETTIST KERSTIN PERSKI SÖNGVARAR SINGERS JACQUES IMBRAILO MARIE ARNET SELMA BUCH ØRUM VILLUMSEN ELMAR GILBERTSSON ÞÓRA EINARSDÓTTIR JAMES LAING ODDUR ARNÞÓR JÓNSSON JAKOB CHRISTIAN ZETHNER HANNA DÓRA STURLUDÓTTIR STYRKT AF SUPPORTED BY KVIKA FULLVELDISSJÓÐUR TVG-ZIMSEN STRÆTÓ BUS 1 TENGDUR VIÐBURÐUR CONNECTED EVENT

ARTIST TALK: KASPER & DANÍEL BLS / PG 83

TÓNVERK ÁRSINS 2018 COMPOSITION OF THE YEAR 2018 55


ASPARFELL WWW.LISTAHATID.IS 56

FRIÐRIK SNÆR FRIÐRIKSSON (DÖÐLUR)

DANS ÞÁTTTÖKUVERK FJÖLSKYLDUVÆNT DANCE PARTICIPATORY FAMILY-FRIENDLY FRÍTT FREE

DANSPARTÝ DANCE PARTY


ALEXANDER ROBERTS (GBR) ÁSRÚN MAGNÚSDÓTTIR (ISL)

ASPARFELL

BLOKKARPARTÝ OG ÞÉR ER BOÐIÐ!

Þ

ér er boðið í alvöru blokkarpartý! Íbúar blokkarinnar í Asparfelli 2-12 í Breiðholti ætla að bjóða gestum Listahátíðar í danspartý á heimilum sínum. Í íbúðum blokkarinnar býr fólk á öllum aldri, af mismunandi uppruna og kynjum, fjölskyldur, einstaklingar, vinir, pör og dýr. Húsráðendur ætla að opna íbúðir sínar og gestum er boðið að rápa á milli íbúða og taka þátt í alls konar partýum með fjölbreyttum gestgjöfum. Í sumum íbúðum verða partýin stór og með hárri tónlist, full af dansandi fólki á meðan önnur verða rólegri, fámenn og lágvær - og svo allt þar á milli. Húsráðendur hanna sinn heimavöll og stjórna sínu partýi. Nágrannar ætla að sameina krafta sína og fólk sem kannski hittist ekki oft í daglegu lífi ætlar að fagna samfélaginu sínu og hverju öðru – þó það sé bara rétt á meðan á blokkarpartýinu stendur. Gestir Listahátíðar munu dansa með húsráðendum Asparfells, heyra sögur þeirra og kynnast daglegu lífi þeirra. Þannig verðum við öll betri nágrannar hvers annars.

9.

JÚN IT’S A BLOCK PARTY AND YOU’RE INVITED!

Y

ou are invited to a real block party! The residents of Asparfell 2-12 in the Breidholt neighborhood are inviting festivalgoers to join them for a dance party. The different apartments are home to different people of all ages and backgrounds, of different genders – families, individuals, friends, couples and animals. The householders will be opening up their apartments, inviting guests to wander from apartment to apartment and take part in all sorts of festivities with a variety of hosts. Some will be hosting large parties with loud music, full of dancing people, while others will be calmer and quieter with fewer people – and anything in between. The householders will design their home space and run their own parties. Neighbours will come together and people who might not often meet in daily life will be celebrating their community and each other – even if it’s just while the block party lasts. Guests will be dancing with Asparfell’s inhabitants, listening to their stories and getting to know their daily lives. In that way we will all become better neighbours for each other.

16:00 ASPARFELL 8 VERÐ / PRICE FRÍTT / FREE TAKMÖRKUÐ SÆTI OG SKRÁNING NAUÐSYNLEG Á SKRANING@ARTFEST.IS LIMITED AVAILABILITY. SIGN UP AT SKRANING@ARTFEST.IS LISTRÆNIR AÐSTANDENDUR ARTISTS ALEXANDER ROBERTS ÁSRÚN MAGNÚSDÓTTIR ÍBÚAR ASPARFELLS Í SAMSTARFI VIÐ IN COLLABORATION WITH BREIÐHOLT FESTIVAL STYRKT AF SUPPORTED BY REYKJAVÍKURBORG

STRÆTÓ BUS 12,17

TENGDIR VIÐBURÐIR CONNECTED EVENTS FROM ASPARFELL TO 101 BLS / PG 85 BREIÐHOLT FESTIVAL BLS / PG 93 57


TEPPABORGIN WWW.LISTAHATID.IS 58

SÓLLILJA BALTASARSDÓTTIR (DÖÐLUR)

HÖNNUN FJÖLSKYLDUVÆNT ÞÁTTTÖKUVERK DESIGN FAMILY-FRIENDLY PARTICIPATORY FRÍTT FREE

SKAPANDI LEIKSVÆÐI CREATIVE PLAYGROUND


9.

CITY HALL

TEPPABORGIN CARPET CITY

JÚN OG

10. JÚN

SKAPANDI LEYNIVERÖLD FYRIR BÖRN Í RÁÐHÚSINU

A CREATIVE SECRET WORLD FOR CHILDREN AT CITY HALL

S

S

Byggðu kofa, höll eða helli, leggðu göng og komdu fyrir leynilegum inngangi, músarholu eða glugga fyrir gíraffa.

Build a house, a castle or a cave, construct tunnels and add a secret entrance, a mouse hole or a window for a giraffe.

tígðu inn í veröld – þar sem öllu má breyta og allt er mögulegt!

Teppaborgin er tímabundið leiksvæði hannað af börnum fyrir börn í Tjarnarsal Ráðhússins. Það er svo aldrei að vita nema óvæntir gestir kíki í heimsókn... Fyrir börn á öllum aldri.

tep into a world where everything can be changed and anything is possible!

10:00 - 18:00 RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR REYKJAVÍK CITY HALL

VERÐ / PRICE FRÍTT / FREE LISTRÆNIR AÐSTANDENDUR ARTISTS HÓPUR BARNA Á ALDRINUM 6-12 ÁRA A GROUP OF CHILDREN AGED 6-12

The Carpet City is a temporary playground, designed by children for children, in Reykjavík City Hall‘s main space. You never know, some unexpected guests might even turn up ... For children of all ages.

STRÆTÓ BUS 1,3,6,11,12,13,14

59


TRANSHUMANCE WWW.LISTAHATID.IS 60

DANS LEIKHÚS FJÖLSKYLDUVÆNT ÚTI DANCE THEATRE FAMILY-FRIENDLY OUTDOORS

HEIMSFRÆGAR KINDUR Á ÍSLANDI WORLD FAMOUS SHEEP IN ICELAND


CORPUS (CAN)

9.

KINDURNAR TRANSHUMANCE

JÚN

SKEMMTUN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA

A FUN PERFORMANCE FOR THE WHOLE FAMILY

10.

R

R

aunveruleikinn mætir fantasíu í þessari orðlausu, lifandi sýningu þar sem brugðið er upp svipmynd úr sveitalífi mitt í hinu dæmigerða borgarlandslagi. Ferðist yfir í furðulegan og bráðfyndinn heim með kanadíska danshópnum Corpus sem gefur ykkur úthugsað, súrrealískt yfirlit yfir hegðun kinda. Hefðbundnar athafnir eru meðal annars að rýja, gefa kindunum og mjólka svo fátt eitt sé nefnt. Þessi einstaklega nýstárlega sýning, sem sett hefur verið upp á rúmlega 100 hátíðum í 20 löndum, snýr upp á veruleikann á óvæntan máta og færir þátttöku áhorfenda upp á áður óþekkt plan! Sýningin fer fram í glænýju útileikhúsi sem er staðsett við Veröld – Hús Vigdísar.

eality meets fantasy in this wordless live installation that recreates a bucolic country scene in a typical urban setting. Travel to a strange & hilarious universe as Corpus takes you through a carefully studied, surrealistic overview of sheep behavior. Routine activities include: shearing, feeding, milking and many more... Programmed in more than 100 festivals in 20 countries, this truly innovative performance twists reality in surprising ways and takes audience interaction to new heights! The performance takes place in a brand new outdoor theatre by Veröld – Vigdis´ House.

OG

JÚN

12:00 & 15:00

VERÖLD HÚS VIGDÍSAR BRYNJÓLFSGATA 1

VERÐ / PRICE 1.500 ISK UPPRUNALEG HUGMYND ORIGINAL CONCEPT SYLVIE BOUCHARD & DAVID DANZON LEIKSTJÓRN DIRECTION DAVID DANZON DANSARAR DANCERS AYELEN LIBERONA JACK RENNIE TAKAKO SEGAWA ROB FEETHAM FWD YOUTH COMPANY

Í SAMSTARFI VIÐ IN COLLABORATION WITH CANADA COUNCIL FOR THE ARTS AND THE ONTARIO ARTS COUNCIL STRÆTÓ BUS 12

“SIMPLE, BUT A STROKE OF GENIUS” - HET VOLK, BELGIUM 61


R1918 WWW.LISTAHATID.IS 62

FJÖLSKYLDUVÆNT ÚTI FAMILY-FRIENDLY OUTDOORS FRÍTT FREE

BORGARGJÖRNINGUR CITY WIDE PERFORMANCE


10.

LISTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK

R1918

LEIFTUR ÚR FORTÍÐ Á GÖTUM BORGARINNAR

JÚN

THE PAST COMES ALIVE ON THE CITY’S STREETS

T

T

R1918 er stórt þátttökuverkefni sem hófst með örstuttum daglegum útvarpsþáttum á Rás1 frá áramótum. Verkefnið nær hámarki sunnudaginn 10. júní með risastórum gjörningi sem fram fer í miðborg Reykjavíkur með aðkomu hátt í 200 almennra borgara.

R1918 is a large participatory project which began with a series of short, daily radio broadcasts at the beginning of the year and will reach its climax in a performance taking place on June 10th in the centre of Reykjavík, with the participation of almost 200 residents of the city.

íminn fellur saman á Listahátíð í Reykjavík 2018 í fjölmennasta viðburði hátíðarinnar í ár. Reykvíkingar ársins 1918 birtast ljóslifandi víðsvegar um borgina og horfa beint í augun á okkur, hundrað árum síðar.

Verkefnið hlýtur styrk úr Fullveldissjóði og er hluti af dagskrá aldarafmælis fullveldis Íslands.

ime will fuse at the 2018 Reykjavík Arts Festival in this year’s largest event. The people who populated Reykjavík in 1918 will appear all around the city to gaze directly into our eyes, a hundred years later.

R1918 is a part of a special programme celebrating the 2018 centennial of Icelandic sovereignty and is sponsored by their fund.

13:00 - 18:00 MIÐBORG REYKJAVÍKUR CITY CENTRE VERÐ / PRICE FRÍTT | FREE LISTRÆNT TEYMI ARTISTIC TEAM ÁGÚSTA SKÚLADÓTTIR ÞÓRUNN MARÍA JÓNSDÓTTIR ALMENNIR BORGARAR CITIZENS OF REYKJAVÍK GERÐ R1918 ÚTVARPSINNSLAGA R1918 RADIO PRODUCTION LANDSBÓKASAFN - HÁSKÓLABÓKASAFN BJARNI JÓNSSON ÚLFUR ELDJÁRN ÞORGERÐUR E. SIGURÐARDÓTTIR RÚV ÞAKKIR THANKS ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ BORGARLEIKHÚSIÐ BÚNINGADEILD RÚV ÍSLENSKA ÓPERAN BORGARSÖGUSAFN ÞJÓÐDANSAFÉLAG REYKJAVÍKUR

TENGDIR VIÐBURÐIR CONNECTED EVENTS ÚTVARSPINNSLÖG Á VEF LISTHÁTÍÐAR LISTAHATID.IS BLS / PG 87 LISTAMANNASPJALL BLS / PG 81

ÆVINTÝRALEGT SUNNUDAGSSÍÐDEGI Í MIÐBORGINNI A MAGICAL SUNDAY AFTERNOON IN THE CITY CENTRE 63


HJÁLMURINN WWW.LISTAHATID.IS 64

SÓLLILJA BALTASARSDÓTTIR (DÖÐLUR), ILLUSTRATION: RÁN FLYGENRING

TÓNLIST LEIKHÚS RITLIST FJÖLSKYLDUVÆNT MUSIC THEATRE WRITING FAMILY-FRIENDLY

HLJÓÐVERK FYRIR BÖRN SOUND THEATRE FOR KIDS


ENSEMBLE ADAPTER (ISL, DEU)

HJÁLMURINN THE HELMET

JÚN

EINSTAKT, LIFANDI OG SÍBREYTILEGT VERK

UNIQUE, VIBRANT AND EVERCHANGING PIECE

U

T

ngur drengur er með hjálm á hausnum. Hann ætlar ekki undir neinum kringumstæðum að taka hjálminn af, festir hann á sig með keðju og stórum lás. Hann ætlar ekki að taka hjálminn af fyrr en... Í þessari áhrifamiklu uppsetningu skapa áhorfendur sýninguna ásamt leikaranum Guðmundi Felixsyni sem les texta barnabóka og verðlaunahöfundarins Finn-Ole Heinrich við tónlist nútímatónskáldsins Sarah Nemtsov. Í raun renna texti og tónlist saman, tónlist verður að texta og texti að tónlist. Hver sýning er tekin upp og að henni lokinni er upptökunni hlaðið upp á netþjón. Áhorfendur fá kóða þannig að þeir geti nálgast upptökuna. Hver sýning er því einstök, lifandi og síbreytilegt útvarpsleikhús. Ensemble Adapter er íslensk/ þýskur nútímatónlistarhópur sem hefur getið sér afar gott orð alþjóðlega. Kjarni hópsins samanstendur af flautu, klarinettu, hörpu og slagverki. Nú koma þau heim til Íslands með sýninguna Hjálminn sem slegið hefur rækilega í gegn erlendis.

10.

he young boy has a helmet on his head. Under no circumstances does he intend to take off his helmet so he attaches it with a chain and a big lock. He won’t take the helmet off until... In this moving production, the audience creates the show together with the actor Guðmundur Felixson reading Finn-Ole Heinrich’s award winning text to Sarah Nemtsov’s music. Text and music interweave, with music turning into text, text into music. Each performance is recorded and afterwards, the recording is uploaded to a server. The audience is given a code to access the recording. In this way, every single performance is unique; a living, ever-changing piece of radio theatre. Adapter is a German-Icelandic ensemble for contemporary music based in Berlin. The core of the group consists of a quartet with flute, clarinet, harp and percussion. Adapter stays in touch with the latest developments in the differing scenes of contemporary creation - maintaining a progressive, authentic and powerful style.

16:00 TJARNARBÍÓ THEATRE TJARNARGATA 12 VERÐ / PRICE 2.500 ISK

TÓNSKÁLD COMPOSER SARAH NEMTSOV HÖFUNDUR AUTHOR FINN-OLE HEINRICH LEIKARI ACTOR GUÐMUNDUR FELIXSON LISTAMENN ARTISTS ENSEMBLE ADAPTER KRISTJANA HELGADÓTTIR, BASSAFLAUTA INGÓLFUR VILHJÁLMSSON, KONTRABASSAKLARINETT GUNNHILDUR EINARSDÓTTIR, HARPA MATTHIAS ENGLER, SLAGVERK ZOÉ CARTIER, SELLÓ

STRÆTÓ BUS 1

TENGDIR VIÐBURÐIR CONNECTED EVENTS

ADAPTER ‘OPEN MIC’ BLS / PG 83 SKÓLATÓNLEIKAR BLS / PG 86

65


VÖKURÓ WWW.LISTAHATID.IS

TÓNLIST MUSIC

66

SÖNGLÖG JÓRUNNAR VIÐAR Í NÝJUM LITUM A FRESH TAKE ON JÓRUNN VIÐAR’S SONGS


10.

JÓRUNN VIÐAR (ISL)

VÖKURÓ SÖNGLÖG JÓRUNNAR VIÐAR Í NÝJUM LITUM

JÚN

A FRESH TAKE ON JÓRUNN VIÐAR’S SONGS 20:00

Á

þessum alltumvefjandi tónleikum mun íslenskt tónlistarfólk í fremstu röð veita sönglögum Jórunnar Viðar kærleiksríka meðferð. Saman og hvert í sínu lagi mun þessi hæfileikaríki hópur listafólks ljá verkum Jórunnar persónulegan blæ með stundum óvæntri hljóðfæraskipan og mörgum af fegurstu söngröddum landsins. Tónskáldið Jórunn Viðar sem lést á síðasta ári, hefði fagnað 100 ára afmæli sínu í nóvember næstkomandi. Lífshlaup hennar var um margt einstakt, en í tuttugu ár var hún eina konan í Tónskáldafélaginu. Hún nam píanóleik í Þýskalandi og var þar samtíða tónskáldum á borð við Jón Leifs og Pál Ísólfsson. Hún varð frá að hverfa vegna seinni heimsstyrjaldarinnar en síðar stundaði hún nám í tónsmíðum við Juillard í Bandaríkjunum. Jórunn var frumkvöðull á sviði ballettog kvikmyndatónlistar hér á landi auk þess sem hún samdi fjölmörg þjóðþekkt sönglög.

T

his personal and heartwarming concert will feature some of Iceland’s top musicians, lovingly performing the music of Jórunn Viðar on instruments such as guitar, piano, percussion and accordion, with many of the country’s most beautiful voices. Composer Jórunn Viðar, who died last year, would have celebrated her 100th birthday this coming November. In many ways she led a unique life, being the only female member of the Icelandic Composers’ Society for 20 years. She was a piano student in Germany where she lived at the same time as such composers as Jón Leifs and Páll Ísólfsson. She had to abandon her studies due to World War II, but would later study composition at Juilliard. Jórunn was an Icelandic pioneer in the field of ballet and film scores, as well as the composer of many beloved works for singers.

GAMLA BÍÓ

VERÐ 3.900 ISK LISTAMENN ARTISTS SÓLEY STEFÁNSDÓTTIR SIGRÍÐUR THORLACIUS KATRÍNA MOGENSEN ALEXANDRA BALDURSDÓTTIR HÖGNI EGILSSON SNORRI HELGASON MR. SILLA ÓLÖF ARNALDS SKÚLI SVERRISSON SIGRÚN KRISTBJÖRG JÓNSDÓTTIR MARGRÉT ARNARDÓTTIR

STRÆTÓ BUS 1, 3, 6, 11, 12, 13, 14

TENGDUR VIÐBURÐUR CONNECTED EVENT TÓNSKÁLDIÐ JÓRUNN VIÐAR BLS / PG 84

„OG EKKI KALLA MIG KVENTÓNSKÁLD, – ÉG TALA ALDREI UM KARLTÓNSKÁLD“ ,,AND PLEASE DON‘T CALL ME A FEMALE COMPOSER – I NEVER SPEAK OF MALE COMPOSERS“ – JÓRUNN VIÐAR 67


BLESUGRÓF WWW.LISTAHATID.IS 68

FRIÐRIK SNÆR FRIÐRIKSSON (DÖÐLUR)

LEIKLIST RITLIST ÚTI PERFORMANCE WRITING OUTDOORS

LEIKVERK Í ÓHEFÐBUNDNU RÝMI SITE SPECIFIC PERFORMANCE


KOLFINNA NIKULÁSDÓTTIR (ISL) MIKAEL TORFASON (ISL) SOFFÍA BJARNADÓTTIR (ISL)

BLESUGRÓF THREE NEW SHORT PLAYS

Þ

T

Hér eru á ferðinni splunkuný leikverk í leikstjórn Mörtu Nordal, sem lifna við í óhefðbundnu umhverfi. Að verkefninu standa auk Listahátíðar Félag leikskálda og handritshöfunda og Borgarleikhúsið.

JÚN OG

ÞRJÚ NÝ ÖR-LEIKVERK rjú leikskáld, Kolfinna Nikulásdóttir, Mikael Torfason og Soffía Bjarnadóttir, bjóða áhorfendum í spennandi ferðalag um eitt merkilegasta hverfi Reykjavíkur, Blesugróf. Hverfið var byggt upp af efnalitlu fólki í lok stríðsáranna þegar fólk víðsvegar að af landinu flykktist á mölina en Blesugróf var lengi utan formlegs borgarskipulags. Þótt gamla hverfismyndin hafi að mestu vikið fyrir nútímanum eimir enn eftir af upprunanum. Flutt verða þrjú ný ör-leikverk á ólíkum stöðum í hverfinu og munu áhorfendur ganga um í litlum hópum og njóta hvers verks á stað sem því hæfir, innandyra sem utan.

13.

hree playwrights, Kolfinna Nikulásdóttir, Mikael Torfason and Soffía Bjarnadóttir, will take the audience on an exciting journey through one of the city’s most remarkable areas, Blesugróf. The neighbourhood was built up by impoverished people in the post-war years, when people from all around the country flocked to the city. For many years, Blesugróf was not part of any formal city plans. Although the old neighbourhood has mostly given way to the 21st century, its roots still linger. Three new plays will be performed in different locations within Blesugróf, where the audience will walk around in small groups, enjoying each play in its chosen place, outside as well as indoors. Three brand new plays directed by Marta Nordal, coming to life in an unconventional setting. The project is a collaboration between RAF, the Icelandic Dramatists Union and the Reykjavík City Theatre.

14. JÚN

18:00 STAÐSETNING ER GEFIN UPP EFTIR MIÐAKAUP LOCATION REVEALED UPON PURCHASE VERÐ / PRICE 2.000 ISK LISTRÆNIR AÐSTANDENDUR LEIKSKÁLD PLAYWRIGHTS KOLFINNA NIKULÁSDÓTTIR MIKAEL TORFASON SOFFÍA BJARNADÓTTIR LEIKSTJÓRI DIRECTOR MARTA NORDAL DRAMATÚRGAR DRAMATURGY HRAFNHILDUR HAGALÍN SALKA GUÐMUNDSDÓTTIR LEIKARAR ACTORS LEIKARAR ÚR LEIKHÓP BORGARLEIKHÚSSINS REYKJAVÍK CITY THEATRE ENSEMBLE Í SAMSTARFI VIÐ IN COLLABORATION WITH BORGARLEIKHÚSIÐ FÉLAG LEIKSKÁLDA ÚTVARPSLEIKHÚSIÐ STRÆTÓ BUS 3, 11, 12, 17 TENGDUR VIÐBURÐUR CONNECTED EVENT LISTAMANNASPJALL BLS / PG 80

EITT MERKILEGASTA HVERFI REYKJAVÍKUR ONE OF THE CITY’S MOST REMARKABLE NEIGHBOURHOODS 69


CROSSINGS WWW.LISTAHATID.IS 70

TÓNLIST FRÁSAGNALIST MUSIC STORYTELLING

NÚTÍMINN MÆTIR HEFÐINNI A MODERN TAKE ON TRADITION


ABRAHAM BRODY (USA, LTU)

CROSSINGS

MARGLAGA SJÁLFSMYND NÚTÍMALISTAMANNS

Í

heimi nútímans eru fjarlægðir og tungumál ekki lengur fyrirstaða samskipta. Við búum jafnvel í fleiri en einu landi og sjálfsmynd okkar er ekki endilega bundin við ákveðna menningu eða þjóðerni.

13. JÚN

MULTI-LAYERED IDENTITY OF A CONTEMPORARY ARTIST

I

n our time we chart our way through so many barriers, from seas to social medias. We live between multiple countries, and can feel ourselves a part of diverse national and cultural identities.

Litháísk-bandaríska tónskáldið, hljóðfæraleikarinn og listamaðurinn Abraham Brody býður upp á tónleika þar sem hann kafar djúpt í marglaga sjálfsmynd nútímalistamannsins í hnattvæddum heimi. Hann fléttar forn, litháísk stef inn í tónsmíðar sínar, bæði á litháísku og ensku, og notast við margslungnar lúppur, rödd, fiðlu, píanó og önnur hljóðfæri, bæði ný og forn.

Lithuanian-american multiinstrumentalist, composer, and artist Abraham Brody presents a performance in which he explores the multi-layered identity of a contemporary artist living in a globalised world. He weaves ancient Lithuanian melodies into his compositions both in Lithuanian and English using elaborate looping techniques, voice, violin, piano, and other instruments both modern and ancient.

UM LISTAMANNINN Abraham Brody hefur meðal annars unnið með hinni virtu gjörningalistakonu Marinu Abramovic og var nýlega staðarlistamaður í Barbican Centre í London og hjá National Sawdust í New York. Meðal annarra hápunkta á ferli hans má nefna tónleikaferð um Eystrasaltslöndin árið 2018, en þar kom hann meðal annars fram í Great Amber Hall í Liepaja, hélt sína fyrstu tónleika í Kennedy Center í Washington, D.C. og tónleikaferð með buryat-síberíska þjóðlagatónlistarmanninum Alexander Arkhincheev.

ABOUT THE ARTIST Abraham Brody has collaborated with renowned performance artist Marina Abramovic, and has recently been artist-inresidence at London’s Barbican Centre and National Sawdust in New York. Other highlights include a 2018 Baltic Tour with performances at the Great Amber Hall in Liepaja, a Kennedy Center debut in Washington, D.C., and a tour with Siberian Buryat folk musician Alexander Arkhincheev.

20:00 KLÚBBURINN FESTIVAL HUB TRYGGVAGATA 17 VERÐ / PRICE FRÍTT | FREE LISTAMAÐUR ARTIST ABRAHAM BRODY STRÆTÓ BUS 1,3,6,11,12,13,14

TENGDUR VIÐBURÐUR CONNECTED EVENT

ABRAHAM BRODY ARTIST TALK BLS / PG 85

“A POWERFUL TALENT” - MARINA ABRAMOVIĆ 71


NEW WORLDS WWW.LISTAHATID.IS

TÓNLIST RITLIST LEIKLIST MUSIC WRITING PERFORMANCE

72

ÓGLEYMANLEG KVÖLDSTUND MEÐ STÓRLEIKARANUM BILL MURRAY OG KLASSÍSKUM HLJÓÐFÆRALEIKURUM A UNIQUE EVENING WITH ACTOR BILL MURRAY AND THREE CLASSICAL MUSICIANS


BILL MURRAY (USA), JAN VOGLER (DEU), VANESSA PEREZ (VEN), MIRA WANG (CHN)

NEW WORLDS

14. JÚN OG

BILL MURRAY EINS OG ÞÚ HEFUR ALDREI SÉÐ HANN ÁÐUR!

BILL MURRAY IN A NEW LIGHT

K

F

vikmyndaleikarinn Bill Murray er þekktur fyrir að fylgja hjartanu og ekki bara stíga, heldur hreinlega stökkva, út fyrir þægindarammann. Það gerir hann svo sannarlega í þessu óvænta samstarfi við þrjá afburða klassíska hljóðfæraleikara sem hefur fengið frábærar viðtökur beggja vegna Atlantshafsins. Hópurinn var klappaður upp ekki sjaldnar en sjö sinnum í Kennedy Center í Washington fyrr á þessu ári. Hér er um að ræða stórskemmtilega blöndu af sígildri tónlist, úrvals bandarískum bókmenntatextum og sönglögum í lifandi flutningi Murrays og félaga. Leikarinn góðkunni fer á kostum og tekur áhorfendur með sér í ferðalag um nýja heima með hjálp margverðlaunaða sellóleikarans Jans Vogler, Miru Wang á fiðlu og Vanessu Perez á píanó. Hvert og eitt þeirra gæti fyllt tónleikasali um allan heim og því óhætt að segja að hér sé um kröftuga blöndu að ræða. Viðburðurinn fer fram á ensku en íslensk þýðing verður í boði á þeim textum sem farið er með.

ilm star Bill Murray is known for following his heart and not just stepping, but literally leaping, out of his comfort zone. This he certainly does in this unexpected collaboration with three outstanding classical musicians which has been lauded on both sides of the Atlantic. Earlier this year, the group was summoned for no less than seven curtain calls at Washington’s Kennedy Center. This is a wildly entertaining mixture of classical music, great American literature and songs vividly performed by Murray and friends. The beloved actor is in his element as he takes the audience on a journey through new worlds, with the help of multi-award-winning cellist Jan Vogler, Mira Wang on the violin and Vanessa Perez on the piano. Each and every one of them could sell out concert halls around the world, so it is no exaggeration to call this group a powerful mix.

15. JÚN

20:00

HARPA ELDBORG CONCERT HALL

VERÐ / PRICE 6.900 – 12.900 ISK LEIKARI ACTOR BILL MURRAY SELLÓ CELLO JAN VOGLER PÍANÓ PIANO VANESSA PEREZ FIÐLA VIOLIN MIRA WANG

STRÆTÓ BUS 1,3,6,11,12,13

The performance will be in English, while an Icelandic translation will be offered for recited texts.

“I AM BATHING IN THIS EXPERIENCE, REALLY. I CAN’T GET ENOUGH OF IT.” – BILL MURRAY 73


BROT ÚR MYRKRI LISTAHATID.IS

DANS TÓNLIST DANCE MUSIC

74

ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN OG SIGUR RÓS ICELAND DANCE COMPANY AND SIGUR RÓS


ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN (ISL) ICELAND DANCE COMPANY SIGUR RÓS (ISL)

BROT ÚR MYRKRI VARIATIONS OF DARKNESS ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN OG SIGUR RÓS

ICELAND DANCE COMPANY AND SIGUR RÓS

Í

N

nánd sumarsólstaða, þegar dagurinn er sem lengstur, mun Íslenski dansflokkurinn sýna Brot úr myrkri en flokkurinn hefur að undanförnu unnið að röð verka með myrkrið og berskjaldaðan líkamann að leiðarljósi. Sýningin er hin þriðja í þeirri röð og er sérstaklega útfærð fyrir bjart rýmið í porti Hafnarhússins. Brot úr myrkri er unnið út frá fyrri verkum raðarinnar. Öll verkin eru flutt við tónlist Sigur Rósar og eru undir listrænni stjórn Ernu Ómarsdóttur og Valdimars Jóhannssonar, unnið í samvinnu við dansara.

JÓNATAN GRÉTARSSON

Fyrsta verkið í röðinni; Myrkrið faðmar, var frumsýnt á listahátíðinni Norður og niður á vetrarsólstöðum 2017. Myndbandsinnsetningin Örævi sem unnin var í samvinnu við Pierre-Alain Giraud var frumsýnd við opnun Vetrarhátíðar í Reykjavík í febrúar 2018 og var varpað á olíutankana við Marshall-húsið. Fjórði og lokahluti verður svo frumsýndur í Borgarleikhúsinu á Everybody’s Spectacular í nóvember 2018.

earing summer solstice, when the day is the longest, Iceland Dance Company premieres Fragments of Darkness. The Company has been introducing a series of works, inspired by darkness and the vulnerability of the human body. This is the third piece and is specially created for the bright space at Reykjavik Art Museum (Hafnarhús). All the work is performed to music by Sigur Rós and under the artistic direction of Erna Ómarsdóttir and Valdimar Jóhannsson, created in collaboration with the dancers. The first piece in the series At Dusk, We Embrace was premiered during winter solstice 2017, at Norður og niður at Harpa concert hall. The video installation Life in the Undergrowth in collaboration with Pierre-Alain Giraud, premiered at the opening of the Winter Lights Festival in Reykjavík, in February 2018 and was projected on two large oil tanks near the Marshall house. The fourth and final work will premiere at Everybody’s Spectacular in November 2018.

15. JÚN

20:00 HAFNARHÚS REYKJAVÍK ART MUSEUM VERÐ / PRICE 3.500 ISK

LISTRÆNIR STJÓRNENDUR ARTISTS ERNA ÓMARSDÓTTIR VALDIMAR JÓHANNSSON DANSARAR DANCERS AÐALHEIÐUR HALLDÓRSDÓTTIR, ELÍN SIGNÝ WEYWADT, ERNESTO CAMILO ALDAZABAL VALDES, HANNES ÞÓR EGILSSON, HJÖRDÍS LILJA ÖRNÓLFSDÓTTIR, INGA MAREN RÚNARSDÓTTIR, SIGURÐUR ANDREAN SIGURGEIRSSON & ÞYRI HULD ÁRNADÓTTIR TÓNLIST MUSIC SIGUR RÓS Í SAMVINNU VIÐ VALDIMAR JÓHANNSSON BÚNINGAR COSTUMES REBEKKA JÓNSDÓTTIR TÆKNISTJÓRI TECHNICAL SUPERVISOR VALDIMAR JÓHANNSSON

STRÆTÓ BUS 1,3,6,11,12,13,14

75


EDDA LISTAHATID.IS

LEIKHÚS TÓNLIST MYNDLIST HÖNNUN THEATRE MUSIC VISUAL ART DESIGN

76

LEIKHÚSVIÐBURÐUR ÁRSINS THEATRE EVENT OF THE YEAR


17.

DET NORSKE TEATRET (NOR) ROBERT WILSON (USA)

EDDA

JÚN

STÓRVIRKI ROBERT WILSONS Á ÍSLENSKU SVIÐI

ROBERT WILSON’S TAKE ON NORSE MYTHOLOGY

R

R

obert Wilson telst til áhrifamestu og framsæknustu leikhúslistamanna síðustu áratuga. Sýningar hans eru þekktar fyrir að vera mikið sjónarspil og unnar af tæknilegri nákvæmni sem fáir leika eftir. EDDA í uppsetningu Det Norske Teatret ber höfundareinkennum Wilsons sterkt vitni bæði í útliti og leikstíl og óhætt er að segja að þessi sýning sé ólík öllu sem áður hefur sést á íslensku leiksviði. Edda er umfangsmesta erlenda verkefni Listahátíðar 2018. Edda vann Hedduverðlaunin í Noregi sem leikhúsviðburður ársins 2017 og fyrir bestu leikmynd og búninga. EDDA er hluti af dagskrá aldarafmælis fullveldis Íslands 2018. Sýningin er á norsku, ensku og íslensku

LESLEY LESLIE-SPINKS

Samstarf við Det Norske Teatret, Oslo, Aarhus Teater, Danmörku og Aarhus 2017 Menningarborg Evrópu & Unlimited Performing Arts.

obert Wilson is one of the most influential and progressive theatrical artists of the past few decades. Wilson’s productions are known for their spectacle and technical precision. EDDA is characterized by Wilson’s distinctive artistic flair, both visually and in its acting style, and it can safely be stated that this production is unlike anything that has ever been seen on an Icelandic stage. Edda is the biggest international project that will take place at Reykjavik Arts Festival 2018 EDDA won the Norwegian Hedda Prize as theatrical event of the year 2017, as well as prizes for best scenography and costumes. EDDA is part of a special programme celebrating the 2018 centennial of Icelandic sovereignty. The performance is in Norwegian, English and Icelandic A production by Det Norske Teatret, Oslo, Aarhus Teater, Denmark, Aarhus 2017 Cultural Capital of Europe and Unlimited Performing Arts.

TENGDIR VIÐBURÐIR CONNECTED EVENTS WILSON Á STRÖNDINNI BLS / PG. 87 ARTIST TALK BLS / PG 87

NORRÆNU GOÐIN, EDDA OG STJÖRNURNAR BLS / PG 84

OG

18. JÚN

20:00 BORGARLEIKHÚSIÐ THEATRE VERÐ / PRICE 7.500 ISK LEIKSTJÓRN, HÖNNUN, LÝSING DIRECTION, DESIGN & LIGHT ROBERT WILSON LEIKGERÐ TEXT JON FOSSE TÓNLISTARSTJÓRI MUSICAL DIRECTOR VALGEIR SIGURÐSSON TÓNLIST MUSIC BY COCOROSIE & ARVO PÄRT BÚNINGAHÖNNUN COSTUME DESIGN JACQUES REYNAUD DRAMATÚRG DRAMATURGE CARL-MORTEN AMUNDSEN AÐSTOÐARLEIKSTJÓRI ASSOCIATE DIRECTOR ANN CHRISTIN ROMMEN AÐSTOÐARLEIKMYNDAHÖNNUÐUR ASSOCIATE SET DESIGN SERGE VON ARX LEIKGERVI MASK DESIGN MANU HALLIGAN AÐSTOÐARLJÓSAHÖNNUÐUR ASSOCIATE LIGHT DESIGN JOHN TORRES LEIKARAR ACTORS HENRIK RAFAELSEN GJERTRUD JYNGE SIGVE BØE FRODE WINTHER EIVIN NILSEN SALTHE MARIANNE KROGH PAUL-OTTAR HAGA JOACHIM RAFAELSEN OLA G. FURUSETH RENATE REINSVE JON BLEIKLIE DEVIK UNN VIBEKE HOL INGE JØRGENSEN DRAGLAND 77


LISTAHÁTÍÐAR KLÚBBUR

WWW.LISTAHATID.IS 78

2.

JÚN TI

L

17. JÚN

OPIÐ ALLA DAGA LISTAHÁTÍÐAR FRÁ 11:00 - 23:00 OPEN EVERY DAY DURING THE FESTIVAL FROM 11AM-11PM LISTASAFN REYKJAVÍKUR HAFNARHÚS VERÐ FRÍTT / FREE SJÁ DAGSKRÁ / SEE PROGRAMME BLS / PG. 80

KLÚBBUR LISTAHÁTÍÐAR ER ENDURVAKINN OG VERÐUR MEÐ IÐANDI DAGSKRÁ FRÁ MORGNI TIL KVÖLDS

FESTIVAL HUB


E

ftir mörg ár í dvala verður Klúbbur Listahátíðar endurvakinn á Listahátíð 2018 og hreiðrar um sig í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Hér verður boðið upp á iðandi og fjölbreytta dagskrá allt frá morgni til miðnættis; tónlist, gjörninga, tilraunastofur, hlustunarpartý og danskvöld svo fátt eitt sé nefnt. Gestum Listahátíðar gefst dýrmætt tækifæri til að kafa ofan í dagskrá hátíðarinnar í gegnum daglega viðburði með þátttöku fjölbreytts hóps víða að úr samfélaginu. Efnisskrá og sýningar verða settar í óvænt samhengi; við kynnumst nýjum hliðum á listafólkinu sem kemur fram á hátíðinni og í Klúbbnum verður hægt að nálgast lesefni og ítarefni um dagskrána.

Síðast en ekki síst er Klúbburinn hugsaður sem samkomustaður; vettvangur fyrir óformlegt spjall og skoðanaskipti, hangs og stefnumót, fyrir og eftir listviðburði. Klúbburinn verður opinn frá 11 - 23 alla daga hátíðarinnar og þar verður hægt að kaupa veitingar bæði í föstu og fljótandi formi. Finnur Arnar Arnarsson, myndlistarmaður og leikmyndahöfundur hefur veg og vanda af hönnun Klúbbs Listahátíðar í Reykjavík. Klúbbstjóri er Elísabet Indra Ragnarsdóttir. Ókeypis verður á alla viðburði Klúbbsins. Við hlökkum til að hitta ykkur þar!

THE HUB WILL OFFER A VIBRANT AND DIVERSE PROGRAMME FROM MORNING TILL MIDNIGHT

A

THE REYKJAVÍK GRAPEVINE

fter a hiatus of many years, the Reykjavík Arts Festival Hub will spring back to life for the 2018 festival, making its home in the Reykjavík Art Museum – Hafnarhús. The Hub will offer a vibrant and diverse programme from morning till midnight: music, happenings, art labs, listening parties and dance nights, to name but a few. Festival guests will be given a precious opportunity to delve deeper into the festival’s programme, through daily events with the participation of a diverse group from various parts of society. Events and exhibitions will be put into a new and unexpected context; we will get to see new sides to the festival’s featured artists and the Hub will also be a place to access further readings on the programme.

Last but not least, the Hub is meant to be a place where people come together; a venue for informal talks and discussions, hanging out and meeting up, before and after events. The Hub will stay open from 11am to 11pm every day of the festival. Guests will be able to buy refreshments, both in solid and liquid form. Artist and scenographer Finnur Arnar Arnarsson is responsible for the design of the Reykjavík Arts Festival Hub. The Hub director is Elísabet Indra Ragnarsdóttir. There will be free admission to all Hub events. We look forward to seeing you there!

79


FESTIVAL HUB KLÚBBUR 80

2 . JÚN

3 . JÚN

4 . JÚN

5 . JÚN

6 . JÚN

LAU / SAT

SUN / SUN

MÁN / MON

ÞRI / TUE

MIÐ / WED

15:00

12:00-13:00

12:00-13:00

12:00-13:00

12:00

REYKJAVÍK GPS

TÓNLIST & FÖTLUNARAKTIVISMI MUSIC AND DISABILITY ACTIVISM

BLESUGRÓF

OPNUN LISTAHÁTIÐAR REYKJAVÍK ARTS FESTIVAL OPENING CEREMONY

ÚR TRÉ Í TÓNA TREE TO TONE LISTAMANNASPJALL ARTIST TALK

16:00-17:00

21:00-23:00

JOURNEY TO HOME

DJ DOMINATRICKS

OPNUN / OPENING

18:00-18:30

DEMONCRAZY DROSOPHILA

OPNUN / OPENING Hallgrímskirkja » Klúbburinn / Festival Hub LISTAMANNASPJALL ARTIST TALK

21:00

BORKO / THE LOVER HLUSTUNARPARTÝ LISTENING PARTY

GAELYNN LEA

17:00

STREET VIEW (REASSEMBLED) LISTAMANNASPJALL ARTIST TALK

Austurvöllur » Klúbburinn / Festival Hub

21:00

21:00

LISTAMANNASPJALL ARTIST TALK

17:00

MAÐUR OG NÁTTÚRA LISTAMANNASPJALL ARTIST TALK

20:00 – 23:00

TILRAUNASTOFA OPEN MIC WITH ADAPTER

MUSICAL JOURNEYS

DANIEL LISMORE ARTIST TALK

12 . 13. 14. 15. 16. JÚN JÚN JÚN JÚN JÚN ÞRI / TUE

MIÐ / WED

FIM / THU

FÖS / FRI

LAU / SAT

12:00

20:00

12:00

12:00

12:00 - 14:00

ATÓMSTJARNA

CROSSINGS

ABRAHAM BRODY

LISTAMANNASPJALL ARTIST TALK

ABRAHAM BRODY TÓNLEIKAR / CONCERT

LISTAMANNASPJALL ARTIST TALK

VALGEIR SIGURÐSSON

ÍSLAND - ARGENTÍNA ICELAND - ARGENTINA

LISTAMANNASPJALL ARTIST TALK

ÞÓRANNA BJÖRNSDÓTTIR

17:00

HEIMA / HOME HRINGBORÐSSPJALL ROUND TABLE DISCUSSION

20:00

FRÁ ASPARFELLI Í 101 HLUSTUNARPARTÝ LISTENING PARTY

17:00

ENDURSPEGLUN / REFLECTION HAPPY HOUR Í KLÚBBNUM HAPPY HOUR IN THE HUB

21:00-22:00

HALTU KJAFTI OG HORFÐU! SHUT UP AND WATCH! DÖFF-KVÖLD Í KLÚBBNUM DEAF NIGHT AT THE HUB Í samstarfi við Félag heyrnarlausra

VIÐBURÐUR EINUNGIS Á ÍSLENSKU IN ICELANDIC ONLY VIÐBURÐUR EINUNGIS Á ENSKU IN ENGLISH ONLY

LISTASAFN REYKJAVÍKUR HAFNARHÚS REYKJAVIK ART MUSEUM HAFNARHÚS

21:00

ARABÍSKT DANSKVÖLD ARABIAN DANCE NIGHT


7 . JÚN

8 . JÚN

9 . JÚN

10 . 11. JÚN JÚN

FIM / THU

FÖS / FRI

LAU / SAT

SUN / SUN

MÁN / MON

12:15-12:45

12:00-13:00

17:00

17:00

HJÓLIÐ LISTAMANNASPJALL ARTIST TALK IN ICELANDIC

NORRÆNU GOÐIN, EDDA OG STJÖRNURNAR

17:00

SÁLARFÓÐUR LJÚFIR HÖRPU- OG FIÐLUTÓNAR VIOLIN AND HARP MUSIC

17:00

MYNDRÆNN FYRIRLESTUR VISUAL LECTURE

17:00-18:00

BROTHERS LISTAMANNASPJALL ARTIST TALK WITH DANÍEL BJARNASON & KASPER HOLTEN

HAPPY HOUR WITH VIGDÍS JAKOBSDÓTTIR

21:00-22:00

REYKJAVÍK GPS

TÓNSKÁLDIÐ JÓRUNN VIÐAR PALLBORÐ SEMINAR

R1918 LISTAMANNASPJALL ARTIST TALK

GÍSLI SIGURÐSSON & STJÖRNU-SÆVAR LECTURE

21:00

101 BREIÐHOLT HLUSTUNARPARTÝ LISTENING PARTY

TÓNLEIKAR / CONCERT

DAGSKRÁ KLÚBBSINS Á EFTIR AÐ ÞÉTTAST ENN FREKAR! FYLGIST MEÐ Á: MORE TO BE ADDED TO THE FESTIVAL HUB PROGRAMME! LATEST UPDATES AVAILABLE AT:

WWW.LISTAHATID.IS OPIÐ ALLA DAGA LISTAHÁTÍÐAR FRÁ 11:00 - 23:00

OPEN EVERY DAY DURING THE FESTIVAL FROM 11AM - 11PM

ÓKEYPIS ER Á ALLA VIÐBURÐI KLÚBBSINS

FREE ADMISSION TO ALL EVENTS IN THE FESTIVAL HUB

FYLGSTU MEÐ KLÚBBNUM Á FACEBOOK: FOLLOW THE FESTIVAL HUB ON FACEBOOK: FACEBOOK.COM/ARTSFESTIVALHUB 81


KLÚBBUR

FESTIVAL HUB

2.

82

4.

JÚN

JÚN

LAU SAT

MÁN MON

21:00

12:00

DJ DOMINATRICKS DJ Dominatricks er margmiðlunardúett sem hefur á stuttum tíma vakið athygli fyrir dáleiðandi uppákomur þar sem fléttað er saman ljúfsárum raftónum og mögnuðum myndskeiðum. DJ Dominatricks is a multi-media duet which over a short span of time has managed to garner attention for their mesmerizing events, interweaving bitter-sweet electronica with spellbinding videos.

3.

JÚN

SUN SUN 12:00

3.

JÚN

SUN SUN 18:00

ÚR TRÉ Í TÓNA TREE TO TONE LISTAMANNASPJALL ARTIST TALK Fiðlusmiðurinn Jón Marinó Jónsson og meðlimir Strokkvartett-sins Sigga bregða ljósi á efnisskrá tónleika sinna á Listahátíð og velta fyrir sér galdrinum að baki góðri hljóðfærasmíði í tali og tónum. Viðburðurinn er á íslensku. Violin maker Jón Marínó Jónsson and members of Siggi String Quartet will shed light on the programme of their concert at the festival, speculating on the magic behind good instrument making in words as well as music. The event will take place in Icelandic.

DEMONCRAZY: DROSOPHILA GJÖRNINGUR PERFORMANCE ART Upphafsreiturinn er Landsímahúsið við Austurvöll þaðan sem leiðin liggur í Klúbb Listahátíðar. Gjörningnum verður að auki varpað á skjá í Klúbbi Listahátíðar í lifandi streymi. The starting point will be Landsímahúsið by Austurvöllur, travelling on to the Festival Hub. The happening will also be streamed live on a screen at the Hub.

REYKJAVÍK GPS OPNUN OPENING Hér hittumst við við eitt frægasta og umdeildasta kennileiti borgarinnar, Hallgrímskirkju. Bregðum á okkur heyrnartólum og þræðum miðborg Reykjavíkur í átt að Klúbbi Listahátíðar þar sem Halldór og Úlfur, höfundar verksins, segja frá tilurð þess og svara spurningum. Reykjavík GPS is an ode to Reykjavík and its past, present and future. Here we meet at one of the city’s best-known and most controversial icons, Hallgrímskirkja. We put on our headphones and walk through the city centre, heading towards the Festival Hub where creators Úlfur and Halldór tell of the work’s origin and take questions.

5.

JÚN

ÞRI TUE 12:00

GAELYNN LEA: TÓNLIST & FÖTLUNAR-AKTIVISMI MUSIC & DISABILITY ACTIVISM Galeynn Lea er hvort tveggja mögnuð tónlistarkona og frábær fyrirlesari. Hér fjallar hún um nokkrar af þeim áskorunum sem mæta jaðarsettri tónlistarkonu í heimi þar sem listirnar ættu að vera öllum aðgengilegar. Viðburðurinn er á ensku. Galeynn Lea is not only a magnificent musician but also an excellent speaker. Here, she will discuss some of the challenges faced by a marginalized female musician in a world where the arts should be accessible to all. The event will take place in English.


5.

7.

JÚN

JÚN

ÞRI TUE

FIM THU

21:00

12:15

SÁLARFÓÐUR SOUL FOOD

MUSICAL JOURNEYS Tónlistarreisa með hljómsveitinni Musical Journeys. Á efnisskrá eru seiðandi lög sem ferðast hafa um langan veg líkt og tónlistarfólkið sem fram kemur en sveitina skipa sjálfboðaliðar úr hópi fólks með stöðu hælisleitenda á Íslandi ásamt nemum við tónlistardeild LHÍ. Stjórnandi verkefnisins er Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir. A musical journey with the band Musical Journeys. The programme will feature enchanting tunes that have travelled far, much like the musicians performing; the band consists of volunteers from a group of asylum seekers in Iceland as well as music students from the Iceland Academy of the Arts . The project is led by Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir.

LJÚFIR HÖRPU- OG FIÐLUTÓNAR Í HÁDEGINU HARP AND VIOLIN ENCHANT AT LUNCHTIME

7.

JÚN

FIM THU 17:00

BROTHERS ÓPERUSPJALL MEÐ DANÍEL BJARNASYNI OG KASPER HOLTEN OPERA TALK WITH DANÍEL BJARNASON AND KASPER HOLTEN

6.

Flutningur óperunnar Brothers eftir Daníel Bjarnason er einn af stórviðburðum á Listahátíð í Reykjavík í ár. Hér gefst kostur á að kafa ofan í verkið ásamt tónskáldinu, Daníel Bjarnasyni, og leikstjóra uppfærslunnar, Kasper Holten. Viðburðurinn er á ensku. The performance of Daníel Bjarnason’s opera Brothers is one of the highlights of this year’s festival. This event gives guests the chance to delve deeper into the opera along with composer Daníel Bjarnason and director Kasper Holten. The event will take place in English.

JÚN

MIÐ WED 20:00

OPIN TÓNLISTARTILRAUNASTOFA OPEN MIC NIGHT WITH ADAPTER Adapter býður til tilraunastofu í Klúbbnum. Höfundum á öllum aldri er velkomið að mæta með hugmyndir, skissur, tónverk í vinnslu eða fullmótuð verk sem hópurinn tekur við og spilar af blaði á staðnum. Óþarft er að skrá sig til þátttöku - einungis mæta. The renowned chamber music ensemble Adapter will open a lab at the Festival Hub. Composers of all ages are welcome to turn up with ideas, sketches, works in progress or fully formed compositions that the group will accept and play on sight. No need to sign up – just show up.

7.

JÚN

FIM THU 21:00

REYKJAVÍK GPS TÓNLEIKAR CONCERT Á síðkvöldstónleikum í Klúbbnum býður Úlfur Eldjárn upp á lifandi tónleika sem byggja á margmiðlunarverkinu Reykjavík GPS. At a late night concert at the Hub, Úlfur Eldjárn invites us to a live concert based on this multi-media composition.

83


KLÚBBUR

FESTIVAL HUB

8. JÚN

84

FÖS FRI 12:00

8.

JÚN

FÖS FRI 17:00

HJÓLIÐ THE WHEEL

connection between the starry sky in the northern hemisphere and the stories about the Nordic gods and giants? Reykjavik Arts Festival has partnered up with The Árni Magnússon Institute for Icelandic studies for this event. N.B. The event is in Icelandic only.

LISTAMANNASPJALL ARTIST TALK Heiðar Kári Rannversson listfræðingur og sýningarstjóri leiðir spjall með nokkru af því listafólki sem á verk á sýningu Mynd-höggvarafélagsins í Reykjavík; Hjólið - Fallvelti heimsins. Viðburðurinn er á ensku. Art historian and curator H.K. Rannversson will chair a panel with some of the artists whose work is featured at the Reykjavík Sculpture Association’s exhibition The Wheel – Gone with the Wind. The event will take place in English.

10 . JÚN SUN SUN 17:00

HAPPY HOUR Í KLÚBBNUM MEÐ VIGDÍSI JAKOBSDÓTTUR HAPPY HOUR AT THE HUB WITH VIGDÍS JAKOBSDÓTTIR Hvað langar þig til að vita um dagskrá Listahátíðar? Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi hátíðarinnar, situr fyrir svörum og veitir innsýn í þemað og ferlið að baki hátíðinni í ár. What would you like to know about the festival’s programme? Festival director Vigdís Jakobsdóttir will take questions and give guests an insight into the theme and the process behind this year’s festival.

9.

JÚN

LAU SAT 17:00

NORRÆNU GOÐIN, EDDA OG STJÖRNURNAR THE NORDIC GODS, EDDA AND THE STARS Eru mögulega tengsl milli stjörnuhiminsins á norðurhveli jarðar og sagnanna af goðum og jötnum? Í samstarfi við Árnastofnun býður Listahátíð upp á einstakan viðburð í umsjón Gísla Sigurðssonar rannsóknarprófessors og stjörnufræðingsins Sævars Helga Bragasonar. Is there a possible

TÓNSKÁLDIÐ JÓRUNN VIÐAR COMPOSER JÓRUNN VIÐAR Hugað að stórmerkilegu höfundarverki tónskáldsins Jórunnar Viðar í tali og tónum. Jórunn lést á síðasta ári en hún var fædd á fullveldisárinu 1918 og hefði því orðið 100 ára á þessu ári. Viðburðurinn er í samstarfi við Tónskáldafélag Íslands. We take a close look through words and music at the remarkable work of composer Jórunn Viðar. Jórunn died last year but was born in 1918, the year Iceland gained sovereignty, so she would have turned 100 this year. This event is held in collaboration with the Icelandic Composers’ Society. This event is in Icelandic only.

12 . JÚN

THE RIGHT TO HOME

ÞRI TUE

Í tilefni af þema listahátíðar verður boðið upp á samtal þar sem listamenn spjalla við fræðafólk um hvert sé inntak þess að eiga heimili og hafa rétt til slíks skjóls. Stjórnandi hringborðs er Katrín Oddsdóttir, mannréttindalögfræðingur. Viðburðurinn fer fram á ensku. Inspired by the festival’s theme, a discussion will be hosted where artists and academics talk about the real meaning of having a home and a right to shelter. The discussion will be led by human rights lawyer Katrín Oddsdóttir. The event will take place in English.

17:00

HRINGBORÐSUMRÆÐUR ROUND TABLE DISCUSSION


12 . JÚN

14 . JÚN

ÞRI TUE

FIM THU

21:00

20:00

HALTU KJAFTI OG HORFÐU! -DÖFF-KVÖLD Í KLÚBBNUM SHUT UP AND WATCH! – DEAF NIGHT AT THE HUB

Listrænir táknmálsnotendur leiða gesti um heima íslenska táknmálsins með ljóðaflutningi og táknmálssöng. Viðburðurinn fer fram á íslensku táknmáli og íslensku. Artists who speak sign language will take guests on a journey through the world of Icelandic Sign Language with poetry and singing in sign language. The event will take place in Icelandic Sign Language and in Icelandic.

FRÁ ASPARFELLI Í 101 FROM ASPARFELL TO 101 HLUSTUNARPARTÝ LISTENING PARTY Okkur er boðið í hlustunarpartý. Plötusnúðarnir eiga það sammerkt að búa í Asparfelli í Efra-Breiðholti. Hér þeyta þeir skífum og segja frá uppáhaldstónlistinni sinni. Og allir geta sameinast í dansi. We are invited to a listening party. What the DJs all have in common is the fact that they live in Asparfell in the Breiðholt neighbourhood. Here they will DJ and tell us about their favorite music – and everyone can come together and dance out.

16 . JÚN LAU SAT 12:00

14 . JÚN

ÍSLAND-ARGENTÍNA ICELAND-ARGENTINA

FIM THU

FÓTBOLTI OG RAFTÓNLIST FOOTBALL AND ELECTRONIC MUSIC

12:00

ABRAHAM BRODY LISTAMANNASPJALL ARTIST TALK Litháísk-bandaríska tónskáldið, hljóðfæraleikarinn og listamaðurinn Abraham Brody segir frá því hvaðan hann kemur, leitinni að rótum sínum í gegnum listina og tekur tóndæmi. Lithuanian-American multiinstrumentalist, composer, and artist Abraham Brody tells us about his background, his search for his roots through the arts and gives examples of his music.

Ísland mætir Argentínu í sínum fyrsta leik á HM í Rússlandi. Leiknum er varpað á skjá í Klúbbnum í beinni útsendingu frá Moskvu; hljóðheimurinn verður hins vegar skapaður á staðnum af raftónlistarkonunni Þórönnu Björnsdóttur. Iceland will face Argentina in its’ first ever game at FIFA World Cup. The game will be projected on a big screen at the festival hub and accompanied by electronic music created live by Thoranna Bjornsdottir.

85


1.

JÚN

FÖS FRI

VIÐBURÐIR

09:30

1.

JÚN

FÖS FRI 18:00

4. JÚN 5.

JÚN

MÁN ÞRI

7.

TENGDIR

JÚN

86

14 . JÚN FIM THU 19:00

MAHLER NR. 2 OPIN ÆFING OPEN REHEARSAL Harpa Að morgni tónleikadags er lokaæfing Sinfóníuhljómsveitarinnar opin almenningi. The final rehearsal of the Iceland Symphony at the morning of the concert day is open to the public. Harpa

7.

JÚN TIL

9.

JÚN

FIMLAU 15:00

MAHLER NR. 2 TÓNLEIKAKYNNING INTRODUCTION Harpa Tónleikakynning í Hörpuhorni í umsjón Árna Heimis Ingólfssonar. An introduction to the concert by Arni Heimir Ingolfsson in Hörpuhorn, Harpa Conert Hall. NB The introduction is only in Icelandic.

HJÁLMURINN SKÓLATÓNLEIKAR SCHOOL PERFORMANCES Bæjarbíó Hafnarfirði, og Salurinn Kópavogi 1400 nemendum í 5. og 6. bekk frá grunnskólum Kópavogs, Hafnarfjarðar, Mosfellsbæjar og Garðabæjar er boðið á Hjálminn í samstarfi við List fyrir alla. Students in 5th and 6th grade from Hafnarfjordur, Kopavogur, Mosfellsbaer and Gardabaer are invited to The Helmet as part of the Art For All programme.

HJÓLIÐ KVÖLDGANGA OG LEIÐSÖGN A GUIDED EVENING WALK Sýningarstjóri og listafólk leiðir kvöldgöngu um sýningu útilistaverka við hjólreiðastíga. Upplýsingar um upphafsreit verður að finna á heimasíðu Listahátíðar. Leiðsögnin 7. júní fer fram á ensku en 14. júní á íslensku. A curator and artist-led evening walk to enjoy this outdoor exhibition of artwork exhibited alongside bikepaths. Information on the meeting point will be accessible on the festival website. The tour on the 7th will be in English and the one on the 14th will be in Icelandic.

PILLOW TALK

Norræna húsið / Nordic House Verkefnið Pillow talk eftir Sonju Kovocevic gefur okkur innsýn í heim hælisleitenda og flóttafólks á Íslandi. Opið 7. Júní 17-20, 8. Júní kl. 10-20 og 9. Jún. Kl. 10-18. The project Pillow Talk by Sonja Kovocevic gives glimpses into the realities of refugees and asylumseekers in Iceland. Open Thu. 7 June from 17-20, Fri. 8 June 10-20 and 9 June 10-18

9.

JÚN

LAU SAT 15:00

111 LEIÐSÖGN GUIDED TOUR Rýmd, Völvufelli 13 Ljósmyndarinn Spessi veitir leiðsögn um sýningu sína 111. A personal guided tour by the Icelandic photographer Spessi of his exhibition in Breiðholt.

9.

JÚN

LAU SAT 14:00

BÍÓTÓNAR Í BAÐI MATARMARKAÐUR FOOD MARKET Ölduselslaug, Ölduseli 17 Alþjóðlegur matarmarkaður á sundlaugarbakka Ölduselslaugar. International food market located poolside.

CONNECTED EVENT


TS

10 . JÚN LAU SAT 14:00

11 . JÚN

SÖGUHRINGUR KVENNA

Kynnist sköpunarferli Söguhrings kvenna þar sem listin er notuð sem sameiginlegt tungumál. Afhjúpað verður nýtt verk sem byggir á heimsmynd fjölbreytts hóps kvenna. Söguhringurinn er samstarf Borgarbókasafnsins og Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Learn about the creative process of Women’s Story Circle where art is used as a common language. A new artwork expressing the world view of a diverse group of women will be unveiled. Women’s Story Circle is a collaboration between Reykjavik City Library and W.O.M.E.N. in Iceland.

BÓKVERK

16 . JÚN LAU SAT 18:00

18 . JÚN MÁN MON 17:00

LEIÐSÖGN UM SÝNINGUNA GUIDED TOUR OF THE EXHIBITION

MÁN MON

15 . JÚN

15 . JÚN TIL

17 . JÚN FÖSSUN 15:00

EDDA LISTAMANNASPJALL ARTIST TALK Borgarleikhús Hluti listafólksins að baki EDDU segir frá vinnuferlinu og hugmyndunum að baki sýningunni. Some of the artists behind EDDA tell us about the working process and the concept behind the performance.

Almennir borgarar hafa undanfarna mánuði lesið upp úr bréfum og öðrum persónulegum gögnum Reykvíkinga frá árinu 1918 á Rás 1. Þessir örstuttu útvarpsþættir eru allir aðgengilegir á vef Listahátíðar: www.listahatid.is/r1918 Short radio programmes, featuring members of the public reading out short excerpts from letters and other personal documents from the year 1918. Available at: www.listahatid.is/ vidburdir/r1918

11 . JÚN

15:00

Norræna húsið / Nordic House Arabísk matarveisla í umsjón meistarakokksins Sveins Kjartanssonar frá Aalto Bistro og Kinan Kadoni frá Sýrlandi. An Arabian food fest hosted by master chef Sveinn Kjartansson from Aalto Bistro and Kinan Kadoni from Syria.

R1918

12:00

MÁN FÖS

ARABIC FOOD FEST ARABÍSK MATARVEISLA

DANIEL LISMORE LEIÐSÖGN GUIDED TOUR Harpa Listamaðurinn á bakvið sýninguna „Be Yourself, Everyone Else is Already Taken“ veitir leiðsögn um sýningu sína. The artist behind the exhibition „Be Yourself, Everyone Else is Already Taken“ gives a personal guided tour of the exhibition.

JOURNEY TO HOME GJÖRNINGAR PERFORMANCES Bernhöftstorfan Gjörningar í tengslum við gluggasýninguna Journey to Home: Performances connected to the Journey to Home window art exhibition: • “Open Window “ The Chronicler by Erin Honeycutt June 15 at 3:00 pm • Close Encounters by Arnar Ásgeirsson , June 16th at 5:00pm • “Cloud Chamber” by Emilija Skanulyté, June 17th at 3:00 pm

10 . MAÍ FIM THU 13:00

21 . MAÍ MÁN MON 13:00

WILSON Á STRÖNDINNI

Rás 1 Útvarpsþáttur í umsjón Viðars Eggertssonar þar sem fjallað er um líf og list Roberts Wilson, leikstjóra EDDU, og rætt við nokkra Íslendinga um list hans. Wilson on the Beach A radio programme on the life and art of Robert Wilson, the director of EDDA. The programme is in Icelandic.

ÚTVARPSÞÁTTUR UM BILL MURRAY Rás 1 Umsjón Sigríður Pétursdóttir A radio programme on actor Bill Murray hosted by Sigríður Pétursdóttir

87


Í síkviku menningarlandslagi er Listahátíð í Reykjavík í einstakri aðstöðu til þess að vera aflvaki nýsköpunar og samstarfs í íslensku listalífi. Rætur hennar liggja djúpt og teygja sig víða, jafnt innanlands sem utan. Hátíðin er gátt og vettvangur fyrir listsköpun í hæsta gæðaflokki frá öllum heimshornum en hún á líka í kraftmiklu og lifandi sambandi við almenning og leitast við að virkja sem flesta til þátttöku. Menning og listir eru ekki forréttindi fárra heldur réttindi allra.

HÁTÍÐIN ER VETTVANGUR SAMTALS OG SAMSTARFS ÞVERT Á LISTGREINAR OG ÞVERT Á LANDAMÆRI. HÚN LEITAST VIÐ AÐ KOMA STÖÐUGT Á ÓVART, ENDURSPEGLA FJÖLBREYTILEIKA MANNLÍFSINS, VERA SÝNILEG Í BORGINNI OG TEYGJA SIG JAFNFRAMT ÚT FYRIR BORGARMÖRKIN.

WWW.LISTAHATID.IS

Við verkefnaval er faglegur metnaður, kjarkur og stórhugur hafður að leiðarljósi og ætíð leitast við að viðburðir hafi slagkraft og gildi fyrir íslenskt listalíf og samfélag.

88

Stuðst er við skýrt þema fyrir hverja hátíð sem talar beint inn í samtímann og skapar merkingarbært samhengi fyrir listafólk sem að hátíðinni kemur, sem og gesti hennar.


In an ever-changing cultural landscape, Reykjavik Arts Festival is in a unique position to serve as a generator of innovation and collaboration within the field of arts. The festival’s roots reach deep, locally and internationally. It serves as a gateway and a platform for artistic creation of the highest level from all corners of the world. Reykjavik Arts Festival engages with its audience in an inclusive and dynamic way. Arts and culture are not to be reserved for the privileged few but are a right for all.

REYKJAVIK ARTS FESTIVAL IS A PLATFORM FOR EXCHANGE AND COLLABORATION ACROSS THE ARTS DISCIPLINES AND ACROSS BORDERS. IT AIMS TO SURPRISE, REPRESENT THE TRUE AND WONDERFUL DIVERSITY OF HUMANITY, TO BE PRESENT AND VISIBLE WITHIN THE CITY AS WELL AS REACHING OUT TO OTHER PARTS OF THE COUNTRY. Programming is driven by courage and the aim is always for events to have significance and value for the local community. Each edition of the festival has a clear theme which speaks to a modern audience and creates a meaningful context for artists and audiences alike. 89


Framlag ríkis og borgar til Listahátíðar í Reykjavík gegnir grundvallarhlutverki í því að tryggja rekstur og velgengni hátíðarinnar. Stuðningur frá fyrirtækjum, stofnunum og alþjóðlegum samstarfsaðilum gerir hátíðinni kleift að viðhalda framþróun og gæðum. Listahátíð í Reykjavík vill þakka þessum aðilum kærlega fyrir stuðninginn og samstarfið.

The contribution of state and city towards Reykjavik Arts Festival plays a fundamental role in ensuring the operation and success of the festival. Support from companies, institutions and international collaborators enables the festival to maintain its advancement and its quality. Reykjavik Arts Festival would like to extenda very warm thankyou to these parties for their support and partnership.

THANKS

STOFNAÐILAR / FOUNDERS:

BAKHJARLAR / PARTNERS:

STYRKTAR- OG SAMSTARFSAÐILAR / SPONSORS AND BENEFACTORS:

STYRKTAR- OG SAMSTARFSAÐILAR EINSTAKRA VERKEFNA / EVENT SPONSORS AND BENEFACTORS: GAELYNN LEA:

NEW WORLDS:

Embassy of the United States of America Sendiráð Bandaríkjanna

Embassy of the United States of America Sendiráð Bandaríkjanna

WWW.LISTAHATID.IS

ÞAKKIR

BROTHERS:

90

BLESUGRÓF:

DANIEL LISMORE:

NÁTTÚRUVERNDARSJÓÐUR PÁLMA JÓNSSONAR STOFNANDA HAGKAUPS

NÁTTÚRUVERNDARSJÓÐUR PÁLMA JÓNSSONAR STOFNANDA HAGKAUPS

R1918:

EINSKISMANNSLAND: NÁTTÚRUVERNDARSJÓÐUR PÁLMA JÓNSSONAR STOFNANDA HAGKAUPS

NÁTTÚRUVERNDARSJÓÐUR PÁLMA JÓNSSONAR STOFNANDA HAGKAUPS

STREET VIEW:

ASPARFELL:

TRANSHUMANCE:

BLÁKLUKKUR FYRIR HÁTTINN:

HJÁLMURINN:

EDDA:


STARFSFÓLK LISTAHÁTÍÐAR Í REYKJAVÍK REYKJAVIK ARTS FESTIVAL STAFF LISTRÆNN STJÓRNANDI ARTISTIC DIRECTOR VIGDÍS JAKOBSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI EXECUTIVE DIRECTOR FJÓLA DÖGG SVERRISDÓTTIR

KYNNINGARSTJÓRI PR MANAGER ALEXÍA BJÖRG JÓHANNESDÓTTIR

VERKEFNASTJÓRI KLÚBBS FESTIVAL HUB MANAGER ELÍSABET INDRA RAGNARSDÓTTIR

VERKEFNASTJÓRAR PROJECT MANAGERS FRIÐRIK AGNI ÁRNASON RENAUD DURVILLE ANNA RUT BJARNADÓTTIR

TÆKNILEGUR RÁÐGJAFI TECHNICAL ADVISOR ALBERT FINNBOGASON

STJÓRN LISTAHÁTÍÐAR Í REYKJAVÍK FESTIVAL BOARD FORMAÐUR / CHAIRMAN MARGRÉT NORÐDAHL

VARAFORMAÐUR / VICE CHAIRMAN ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR

STJÓRNARMAÐUR / BOARD MEMBER JÓNA HLÍF HALLDÓRSDÓTTIR

VERNDARI / PATRON

HEIÐURSFORSETI / HONORARY PRESIDENT

FORSETI ÍSLANDS PRESIDENT OF ICELAND GUÐNI TH. JÓHANNESSON

VLADIMIR ASHKENAZY

FORMAÐUR FULLTRÚARÁÐS CHAIRMAN OF THE BOARD OF REPRESENTATIVES

VARAFORMAÐUR FULLTRÚARÁÐS VICE CHAIRMAN OF THE BOARD OF REPRESENTATIVES

DAGUR B. EGGERTSSON BORGARSTJÓRI MAYOR OF REYKJAVIK

LILJA ALFREÐSDÓTTIR MENNTA- OG MENNINGARMÁLARÁÐHERRA MINISTER OF CULTURE AND EDUCATION

KYNNINGARRIT FESTIVAL PROGRAMME HÖNNUN / DESIGN DÖÐLUR PRENTUN / PRINT LITRÓF

DAGSKRÁRNEFND PROGRAMME CONSULTANS RITSTJÓRN / EDITING ALEXÍA BJÖRG JÓHANNESDÓTTIR BJÖRG BJÖRNSDÓTTIR VIGDÍS JAKOBSDÓTTIR

GUÐNI TÓMASSON EIRÚN SIGURÐARDÓTTIR SIGTRYGGUR BALDURSSON ÞORLEIFUR ÖRN ARNARSSON ÓLÖF INGÓLFSDÓTTIR

ÞÝÐINGAR / TRANSLATION SALKA GUÐMUNDSDÓTTIR

@LISTAHATID | #REYKJAVIKARTFEST #LISTAHATID KYNNINGARIT ÞETTA ER BIRT MEÐ FYRIRVARA UM BREYTINGAR. THE FESTIVAL PROGRAMME MAY BE SUBJECT TO CHANGE.

91


RÓS Í HNAPPAGATI LISTAHÁTÍÐAR

EYRARRÓSIN IS AWARDED TO EXCELLENT CULTURAL PROJECTS OUTSIDE THE REYKJAVÍK AREA

E

T

WWW.LISTAHATID.IS

EYRARRÓSIN

yrarrósin er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins sem Listahátíð hefur staðið að í félagi við Byggðastofnun og Air Iceland Connect allt frá árinu 2005. Markmið Eyrarrósarinnar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar, á sviði menningar og lista.

92

Listahátíðin Ferskir vindar frá Garði hlaut Eyrarrósina 2018 en auk hennar voru Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildarmynda á Patreksfirði og samtímalistasýningin Rúllandi snjóbolti á Djúpavogi tilnefnd til verðlaunanna. Frú Eliza Reid, forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar, afhenti Eyrarrósina við hátíðlega athöfn í Neskaupstað en hefð hefur skapast fyrir því að afhenda verðlaunin í heimabyggð handhafans frá fyrra ári. Árið 2017 var það þungarokkshátíðin Eistnaflug í Neskaupstað sem hreppti þau. Eyrarrósinni fylgir tveggja milljóna króna fjárstyrkur, auk verðlaunagrips sem hannaður er af Friðriki Steini Friðrikssyni vöruhönnuði. Í umsögn valnefndar um verðlaunahafann í ár segir m.a.: „Aðstandendur Ferskra vinda hafa ekki bara sýnt metnað í verki við skipulag hátíðarinnar heldur seiglu og úthald sem hefur skilað sér í viðburði sem hefur gildi bæði fyrir Reykjanes og íslenskt menningarlíf.”

he award has been presented since the year 2005 by the Reykjavík Arts Festival in collaboration with the Icelandic Regional Development Institute and Air Iceland Connect. The aim is to shed a light on and encourage cultural diversity, innovation and development in the field of culture and the arts. The festival Fresh Winds in Garður was awarded Eyrarrósin in 2018, while the other nominees were Skjaldborg – Icelandic Documentary Film Festival in Patreksfjörður and the contemporary arts exhibition Rolling Snowball in Djúpivogur. Mrs Eliza Reid, the First Lady of Iceland and protector of Eyrarrósin, presented the award at a festive ceremony in Neskaupsstaður, following the tradition of presenting the award in the hometown of the previous winner. In 2017 the recipient of the award was rock and metal festival Eistnaflug in Neskaupsstaður. Eyrarrósin comes with a grant of two million ISK as well as an award designed by Friðrik Steinn Friðriksson. The selection committee had this to say about this year’s winner: “The creators of Fresh Winds have not only demonstrated great ambition when organizing the festival; furthermore, they have shown a determination and stamina which has produced an event of great value for Reykjanes as well as culture in Iceland.“


Laugardaginn 9. júní 2018

Listahátíð í Reykjavík

Baðaðu þig í bíómúsík! Samflot í Ölduselslaug við tónlist úr bíómyndum og sjónvarpsþáttum Svanurinn Undir Trénu Mary Magdalena Fangar Dark

111: Ljósmyndasýning Spessi sýnir í RÝMD Breiðholtið og stoltir íbúar þess birtast í öllum sínum fjölbreytileika í nýrri röð ljósmynda Leiðsögn með ljósmyndaranum.

Asparfell Blokkar Party Dansverk eftir Ásrúnu Magnúsdóttur og Alexander Roberts Alvöru blokkar partý þar sem blokk er breytt í stóran glymskratta með mismunandi dans uppákomu í hverri íbúð – og þér er boðið!

93


MERKI LISTAHÁTÍÐAR

WWW.LISTAHATID.IS 94

M

erki Listahátíðar hefur nú verið fært aftur til upprunalegs útlits eftir að hafa verið notað í einfaldaðri mynd undanfarin ár. Hönnuður þess er Ágústa Pétursdóttir Snæland; fyrsti menntaði auglýsingateiknari landsins. Hún sagði merkið byggt á fjallahringnum í kringum Reykjavík annars vegar og fíngerðu blómi arfans hins vegar. Þessar andstæður úr náttúrunni – stór og sterk fjöllin og fíngerður arfinn eru prýðilegar táknmyndir fyrir þá breidd innan listanna sem Listahátíð stendur fyrir – allt frá hinu rótgróna og sterka til þess nýja og viðkvæma.

T

he Reykjavik Arts Festival logo has now been brought back to its original design after having been used in a simplified version in recent years. The designer is Augusta Petursdottir Snaeland who was Iceland‘s first educated graphic designer. She said the design was based on the mountains around Reykjavik and on the delicate flower of common chickweed. These contrasting images from nature – the big and strong mountains contrasted with the delicate flower serve as a good metaphor for the wide range which Reykjavik Arts Festival stands for from the rooted and strong to the delicate and new.


LED ZEPPELIN Á FYRSTU LISTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK 1970 LJÓSMYNDARI GVA

95


16

GE

IRS

GA TA

2

15 1 TRY

GG VA GA TA

VO N

AR

TI

BR

8

7

AU T SÆBRAUT

5

NA GA TA

3 4

STR Æ

LÆ KJ AG AT A

9

TJA R

6

SKOTHÚ SV

SÓLE

AU T BR RA OR

12

SN

T AU

BR

10

13

MIK

KRIN

GLU

MÝR

ARB

RAU T

SU ÐU RG

NG

14

11

GATA YJAR

I HR

ATA

EGUR

LAB

RAU

T

MIK

VE ÐA STA

LAB

R

GU

16

17

BÚS TAÐ AVE G

UR

KRINGLUMÝRARBRAUT

GE

IRS

GA TA

2 1 TRY

GG VA GA TA

AR

NA GA TA

3 4

STR Æ

TI

7

BR

8

AU T

VO N

KJ AG AT A

9 5

TJA R

6

SKOTH ÚSV

10 96

AB RR

12

RA UT

11 SNO

UR SU Ð

T AU

14

GATA YJAR SÓLE

BR NG

I HR

GA TA

EGUR

13

18

RAU

T


BR

AU T

SÆBRAUT

GULL

INBR

Ú

VÍKURV

EGUR

23

VESTURLANDSVEGUR

19

Flestir viðburðastaðir eru með gott aðgengi fyrir hjólastóla og hreyfihamlaða en því miður er ekki hægt að tryggja það í öllum tilfellum. Nákvæmar upplýsingar um aðgengi er að finna við hvern viðburð á heimasíðu Listahátíðar: www.listahatid.is

REY

KJA

NE

SBR

AU T

STEKKJARBAKKI

21

UT RA

B LTS

HO

EIÐ

BR

20

1 LISTASAFN REYKJAVÍKUR 2 HARPA 3 TJARNARBÍÓ 4 RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR 5 IÐNÓ 6 FRÍKIRKJUVEGUR 7 GAMLA BÍÓ 8 SAFNAHÚSIÐ 9 AUSTURVÖLLUR 10 NORRÆNA HÚSIÐ 11 HALLGRÍMSKIRKJA 12 ÁSMUNDARSALUR 13 KJARVALSSTAÐIR 14 VERÖLD - HÚS VIGDÍSAR 15 EIÐISTORG 16 MARSHALL HÚSIÐ 17 BORGARLEIKHÚS 18 FURUGERÐI 19 BLESUGRÓF 20 ÖLDUSEL 21 ASPARFELL 22 VÖLVUFELL 23 EGILSHÖLL

22

Most of our venues have access for wheelchairs, but there are exceptions to this. Detailed information on accessibility to each event can be found on our website: www.artfest.is 97


1.

VIÐBURÐIR / EVENTS

JÚN

2.

JÚN

MAHLER NR.2 KL.19:30

KJARVALSSTAÐIR OPNUN DEMONCRAZY KL.12

3.

JÚN EINSKISMANNSLAND KL. 10 - 22*

4.

JÚN EINSKISMANNSLAND KL. 10 - 22*

5.

JÚN EINSKISMANNSLAND KL. 10 - 22*

6.

JÚN EINSKISMANNSLAND KL. 10 - 22*

7.

8.

JÚN

JÚN

EINSKISMANNSLAND KL. 10 - 22*

EINSKISMANNSLAND KL. 10 - 22*

9.

JÚN EINSKISMANNSLAND KL. 10 - 22*

ÓÐUR OG FLEXA KL.13 & 15

DANIEL DANIEL DANIEL DANIEL LISMORE LISMORE LISMORE LISMORE KL. 12.30 -16.30 KL. 12.30 -16.30 KL. 12.30 -16.30 KL. 12.30 -16.30

DANIEL DANIEL LISMORE LISMORE KL. 12.30 -16.30 KL. 12.30 -16.30

DANIEL LISMORE KL. 12.30 -16.30

SAURUS KL.14

SAURUS KL. 11

OPNUN LISTA-HÁTÍÐAR KL. 15

HJÓLIÐ KL. 12

PEPPERMINT GJÖRNINGUR KL. 17 DANIEL LISMORE KL. 18 FLOR DE TOLOACHE KL.20

ÓÐUR OG FLEXA KL. 13 & 15 111 KL. 14

HJÓLIÐ

HJÓLIÐ

HJÓLIÐ

HJÓLIÐ

HJÓLIÐ

HJÓLIÐ

JOURNEY TO HOME

JOURNEY TO HOME

JOURNEY TO HOME

JOURNEY TO HOME

JOURNEY TO HOME

JOURNEY TO HOME

STREET VIEW KL. 17

STREET VIEW

STREET VIEW

STREET VIEW

STREET VIEW

STREET VIEW

SÁLAR-FÓÐUR KL. 11 & 14

PEPPERMINT KL. 12 - 18

PEPPERMINT KL. 12 - 18

PEPPERMINT KL. 12 - 18

PEPPERMINT KL. 12 - 18

SÁLARFÓÐUR KL. 10.30 & 14

111 KL. 14 - 17

111 KL. 14 - 17

111 KL. 14 - 17

SÁLARFÓÐUR KL. 14.30

THE GREAT GATHERING KL. 17

TEPPABORGIN KL. 10 - 18

BÓKVERK KL. 15.30

BÓKVERK KL. 10 - 17

THE LOVER KL. 20

ATÓMSTJARNA KL. 18

TRANSHUMANCE KL. 12 & 15

THE LOVER KL. 20

BÓKVERK KL. 10 - 17

BLÁKLUKKUR FYRIR HÁTTINN

BÍÓTÓNAR Í BAÐI KL. 14

GAELYNN LEA KL. 20

JOURNEY TO HOME KL. 16 ÚR TRÉ Í TÓNA KL. 20

BROTHERS KL. 19:30

ASPARFELL KL. 16 PEPPERMINT GJÖRNINGUR KL. 16 * EINSKISMANNSLAND – KJARVALSSTAÐIR KL. 10 - 17 / HAFNARHÚS KL. 10 - 22

TENGDIR VIÐBURÐIR CONNECTED EVENTS

KLÚBBUR LISTAHÁTÍÐAR FESTIVAL HUB

DJ DOMINATRICKS KL.21

ÚR TRÉ Í TÓNA: SPJALL KL. 12 DEMONCRAZY KL. 18

REYKJAVÍK GPS KL. 12 BORKO: HLUSTUNARPARTÝ KL. 21

DANIEL LISMORE: ARTIST TALK KL. 21

MAHLER OPIN ÆFING OPEN REHERSAL KL. 9:30 MAHLER TÓNLEIKAKYNNING KL. 18

SKÓLATÓNLEIKAR: HJÁLMURINN

ATÓMSTJARNA KL. 16 & 20 GAELYNN LEA: SPJALL KL. 12

BLESUGRÓF: SPJALL KL. 12

SÁLARFÓÐUR KL. 12.15

HJÓLIÐ: SPJALL KL. 12

STREET VIEW: SPJALL KL. 17

MAÐUR OG NÁTTÚRA: SPJALL KL. 17

BROTHERS: SPJALL KL. 17

HAPPY HOUR KL. 17

MUSICAL JOURNEY KL. 21

OPEN MIC ADAPTER KL. 20

SKÓLATÓNLEIKAR: HJÁLMURINN

REYKJAVÍK GPS: LIVE KL. 21

HJÓLIÐ: LEIÐSÖGN KL. 19 PILLOWTALK KL. 17-20

PILLOWTALK KL. 10-20

NORRÆNU GOÐIN, EDDA OG STJÖRNUNAR KL. 17 101 BREIÐHOLT KL. 21

111: LEIÐSÖGN KL. 15 MATARMARKAÐUR KL. 14 PILLOWTALK KL. 10-18


10.

11.

12.

13.

14.

15.

16.

EINSKISMANNSLAND KL. 10 - 22*

EINSKISMANNSLAND KL. 10 - 22*

EINSKISMANNSLAND KL. 10 - 22*

EINSKISMANNSLAND KL. 10 - 22*

EINSKISMANNSLAND KL. 10 - 22*

EINSKISMANNSLAND KL. 10 - 22*

EINSKISMANNSLAND KL. 10 - 22*

DANIEL LISMORE KL. 12.30 -16.30

DANIEL DANIEL DANIEL LISMORE LISMORE LISMORE KL. 12.30 -16.30 KL. 12.30 -16.30 KL. 12.30 -16.30

DANIEL DANIEL DANIEL LISMORE LISMORE LISMORE KL. 12.30 -16.30 KL. 12.30 -16.30 KL. 12.30 -16.30

DANIEL LISMORE KL. 12.30 -16.30

HJÓLIÐ

HJÓLIÐ

HJÓLIÐ

HJÓLIÐ

HJÓLIÐ

HJÓLIÐ

HJÓLIÐ

HJÓLIÐ

JOURNEY TO HOME

JOURNEY TO HOME

JOURNEY TO HOME

JOURNEY TO HOME

JOURNEY TO HOME

JOURNEY TO HOME

JOURNEY TO HOME

JOURNEY TO HOME

STREET VIEW

STREET VIEW

STREET VIEW

STREET VIEW

STREET VIEW

STREET VIEW

STREET VIEW

STREET VIEW

BÓKVERK KL. 10 - 17

PEPPERMINT KL. 12 - 18

PEPPERMINT KL. 12 - 18

PEPPERMINT KL. 12 - 18

PEPPERMINT KL. 12 - 18

111 KL. 14 - 17

BÓKVERK KL. 10 - 17

111 KL. 14 - 17

111 KL. 14 - 17

PEPPERMINT GJÖRNINGUR KL. 16

TEPPABORGIN KL. 10 - 18

BLESUGRÓF KL. 18

BLESUGRÓF KL. 18

NEW WORLDS KL. 20

JÚN

JÚN

PEPPERMINT KL. 12 - 18

JÚN

JÚN

JÚN

R 1918 KL. 13 - 18

NEW WORLDS KL. 20

BÓKVERK KL. 10 - 17

BÓKVERK KL. 10 - 17

TRANSHUMANCE KL. 12 & 15

JÚN

BROT ÚR MYRKRI KL. 20

JÚN

111 KL. 14 - 17 BÓKVERK KL. 10 - 17 BLÁKLUKKUR FYRIR HÁTTINN

BÓKVERK KL. 10 - 17

17. JÚN

EINSKISMANNSLAND KL. 10 - 22*

18. JÚN

EDDA KL. 20

111 KL. 14 - 17 EDDA KL. 20 BÓKVERK KL. 10 - 17 BLÁKLUKKUR FYRIR HÁTTINN

BLÁKLUKKUR FYRIR HÁTTINN

HJÁLMURINN KL. 16 VÖKURÓ KL. 20 BLÁKLUKKUR FYRIR HÁTTINN

JÓRUNN VIÐAR: PALLBORÐ KL. 17

R1918: SPJALL KL. 17

ATÓMSTJARNA KL. 12 RIGHT TO HOME KL. 17 DUFF KVÖLD KL. 21

BÓKVERK: LEIÐSÖGN KL. 12 DANIEL LISMORE: LEIÐSÖGN KL. 15

CROSSINGS KL. 20

ABRAHAM VALGEIR BRODY: SPJALL SIGURÐSSON: KL. 12 KL. 12

ARGENTINAICELAND KL. 12

111: HLUSTUNARPARTÝ KL. 20

ENDURSPEGLUN KL. 17

ARABIAN NIGHT KL. 21

JOURNEY TO HOME: GJÖRNINGUR KL. 15

SYRIAN FOOD FEST KL. 18

DANIEL LISMORE: LEIÐSÖGN KL. 15

JOURNEY TO HOME: GJÖRNINGUR KL. 17

JOURNEY TO HOME: GJÖRNINGUR KL. 15

EDDA: ARTIST TALK KL. 17



Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.