Sauðfjárvörulisti Líflands vor 2015

Page 1

Sauðfjár- og sauðburðarvörur Bættu árangurinn með Ærblöndum Líflands Góð mjólkurlagni krefst gæða fóðurs Eftir burð eykst fóðurþörf enn frekar vegna mjólkurmyndunar og dregur ekki úr þeim fyrr en um 3-4 vikum eftir burð. Orkuþarfir áa og átgeta haldast ekki í hendur fyrst eftir burð og er líklegt að ærin gangi á líkamsforða til mjólkurmyndunar. Rannsóknir hafa sýnt fram á að lömb geta verið um 10% þyngri sé ánum gefið kjarnfóður síðustu vikur fyrir burð og fyrst eftir burð sökum betri mjólkurlagni og heilbrigði áa.

Aukin fóðurþörf um sauðburðartímann Þegar líður að sauðburði er vert að huga betur að fóðrun áa. Um 6 vikum fyrir burð eykst fóðurþörf ærinnar enda stækkar fóstrið mest á síðustu vikunum. Við burð hefur fóðurþörf tvílembu ríflega þrefaldast bæði hvað varðar prótein og orku. Samhliða aukinni þörf minnkar átgeta ánna sökum aukinnar rýmisþarfar fósturs. Fóðrun á seinni hluta meðgöngu ræður miklu um lífslíkur lamba, fæðingarþunga, júgurþroska, broddmyndun, mjólkurframleiðslugetu og að ærin sé í réttu holdafari.

Hvað telst hæfilegur skammtur? Æskilegt er að hefja kjarnfóðurgjöf þremum vikum fyrir burð og gefa 75-100g/á á dag með úrvalsheyjum. Eftir burð er ráðlagt að auka kjarnfóðurgjöf í 250-300 g/á á dag. Þetta er þó ávallt háð gæðum og eiginleikum gróffóðurs, holdstigi, fjölda lamba undir á og mjólkurlagni áa.

Ærblanda Líf

Ærblöndutilboð Ærblanda Líf

Ærblanda

Smásekkur 25 kg Smásekkir 10 stk

2.740 kr.

3.910 kr.

(hálft bretti), verð pr stykki

2.658 kr.

3.793 kr.

2.576 kr.

3.675 kr.

50.240 kr.

72.505 kr.

2.512 kr.

3.625 kr.

Sölueining

Á síðustu vikum meðgöngu verða ýmis vítamín og snefilefni sérstaklega mikilvæg. Eftir burð eru steinefnaþarfir áa mun meiri en á öðrum tímum ársins. Kjarnfóðurgjöf getur komið að miklu leyti á móts við þessar auknu þarfir.

Smásekkir 20 stk (heilt bretti) verð pr stykki

Stórsekkur 500 kg *Smásekkir með stórsekk verð pr stykki

*Smásekkir eru boðnir á stórsekkskjörum með keyptum stórsekk. Öll verð með virðisaukaskatti. Áskiljum okkur rétt til verðbreytinga án fyrirvara.

Ærblanda Líf er hagkvæmur kostur með 15% próteininnihaldi sem byggir á soja-próteinum ásamt fiskimjöli sem hefur jákvæð áhrif á lystugleika. Blandan inniheldur einnig vítamín-, stein- og snefilefnablöndu sem löguð er að þörfum sauðfjár.

Ærblanda Ærblanda er hápróteinblanda með 24% próteininnihaldi. Blandan er auðug af fiskimjöli og öðrum hágæða próteingjöfum. Blandan er orkurík og í henni er vítamín-, stein- og snefilefnablanda sem löguð er að þörfum sauðfjár.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.